Vilji er vegur - fréttablað Reykhólaskóla

Page 1

1. Ăşar


Reykhólaskóli 380 Reykhólar Skólabraut 1 Ábyrgðarmaður: Anna Greta Ólafsdóttir 434-7806 www.reykholar.is/skoli


Pistill:

Anna Greta Ólafsdóttir, skólastjóri.

Nú er nýtt ár gengið í garð og því fylgja oft breytingar og þá sérstaklega hugafarsbreytingar um betri árangur á ýmsum sviðum, meiri hamingja sem felst oftast í baráttu við hin svokölluðu „aukakíló” Þrátt fyrir ágæti allra svokallaðra áramótaheita er mikilvægt að minna sig á það sem raunverulega skiptir máli og er ég sannfærð um að það sé ekki í kílóum talið. Ég ætla nú samt sem áður ekki að rausa áfram um ágæti áramótaheita og læt hér við sitja. Eftir að ég tók við stöðu skólastjóra hér við skólann hef ég velt fyrir mér þáttum líkt og einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar, heilsueflandi skóli, skóli á grænni grein svo eitthvað sé nefnt. Ég hvet alla eindregið til að staldra aðeins við þessi hugtök, velta þeim fyrir sér og jafnvel mynda sér skoðun á þeim og allra best væri að það leiddi af sér málefnalegar samræður í samfélaginu um skólamál. Ég ætla ekki að tíunda skoðanir mínar á þessum hugtökum í þetta skiptið heldur langar mig til þess að ræða um ábyrgð. Mig langar að tala um ábyrgð allra aðila skólasamfélagsins, því það er jú ábyrgðarhlutverk foreldra og forráðamanna barna að ala þau upp og mennta, það er einnig á ábyrgð skólastjórnenda, kennara og skólans í heild að gera slíkt hið sama. Ef vel á að takast þarf öflugt samstarf milli heimila og skóla.

Ég vil horfa á heimili og skóla líkt og margir horfa á hlutverk móður og föður, þau gegna sama hlutverki í menntun og uppeldi barna sinna þó þau deili líklega með sér verkum. Foreldrar verða að vera samstíga, tala saman um hvernig þeir vilji afgreiða ýmis mál og svo framvegis. Foreldrar sem ekki tala saman eiga mun erfiðara með að vera viss um að þeir séu í takt og séu að senda börnum sínum samskonar skilaboð. Þetta á vissulega við um skólann líka. Það er því mikilvægt að bæði skólinn og heimilin taki á sig alla þá ábyrgð sem þau bera. Þegar upp koma ágreiningsmál að tala um þau, ef skortur er á upplýsingaflæði, að auka það, ef upp koma hugmyndir sem lúta að menntun eða uppeldi barnanna að tala saman um þær, þroska þann hæfileika að geta verið sammála um að vera ósammála í ákveðnum málum en finna úrlausnir og meðalveg sem er alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Við gætum því kannski öll sett okkur það sem síðbúið áramótaheit að hjálpast að í einlægni að ala upp og mennta framúrskarandi einstaklinga því börnin hér hafa svo sannarlega allt sem þarf til þess, við þurfum einfaldlega bara að gera okkar besta til að hjálpa þeim.



Haustið byrjaði með látum og gerðar voru breytingar á stofuskipan á leikskóla. Yngstu börnin voru færð upp á efri hæð og gerði það að verkum að allar hópastofurnar eru uppi en leikrými og kennslustofan eru niðri. Allar stofur í skólanum fengu nafn og ákveðið var að leikskólastofur bæru nöfn eyja og grunnskólastofur bæru nafn fjarða í Reykhólahreppi.

Matthías & Ásgerður í góðum leik Hér sjást nemendur í leik á leikskóladeild skólans en rýmið sem þau eru í er vinsælt leikrými þar sem gluggarnir ná alveg niður í gólf og svo er gaman að geta fylgst með eldri nemendum bardúsa í skólanum en það er aðeins glerhurð sem skilur á milli deildanna tveggja.

Lagðar voru niður deildirnar á leikskólanum og nú er aðeins ein deild með þremur hópum (arnarhópi, spóahópi og kríuhópi). Íris er hópstjóri yfir Arnarhópi, Begga yfir Spóahópi og Ágústa yfir kríuhópi. Hrefna Jónsdóttir bættist svo í leikskólaliðið. Inda er áfram stuðningsfulltrúi við skólann og Bjarni Jóhannesson var ráðinn stuðningsfulltrúi við skólann og var honum tekið fagnandi sem eina karlmanninum í starfsmannahópnum. Ákveðið var að Ásta Sjöfn tæki við verkefnastjórn grænfánaverkefnisins og er það komið vel af stað. Ákveðið var að nemendur færu heim með fernur og plast sem þau kæmu með í skólann. Í stofunum er flokkað í tvo flokka: Pappír annarsvegar og almennt sorp hinsvegar. Á göngunum er svo flokkað í þrjá flokka: pappír, plast og pappa

Vel heppnuð brunaæfing Hér má sjá nemendur grunnskóladeildar sprauta úr brunaslöngunni eftir vel heppnaða brunaæfingu.

Sara Dögg í skapandi verkefni Hér er Sara að skapa eitthvað sérlega flott úr sorpi sem skólinn hefur verið að flokka og safna.

Í September var svo haldið Nám og gleði, þar var Áslaug Guttormsdóttir sérkennari var með stutt erindi sem bar heitið Að vera gott skólaforeldri. Þessa sömu viku var opin foreldravika og foreldrar lögðu leið sína í skólann í heimsókn á skólatíma og vakti það mikla lukku hjá nemendum, þá sérstaklega hjá þeim nemendum sem foreldrarnir heimsóttu. Vikan endaði svo á sameiningardegi þar sem skólarnir voru sameinaðir á tákrænan hátt úti á skólalóð. Nemendur sungu vel valin lög í tilefni dagsins og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri afhenti skólastjóra svo Íslenska fánann að gjöf til skólans frá sveitarfélaginu ásamt fánastöng sem nú er verið að finna viðeigandi stað fyrir.

Haldinn var foreldrafundur fyrir foreldra barna í leikskóladeild skólans þar sem meðal annars var farið var yfir verkáætlun skólans varðandi gruns um kynferðislegt- eða annarskonar ofbeldi gagnvart börnum. Farið var með alla nemendur skólans nema tvö yngstu börnin í haustferð inn í Króksfjarðarnes þar sem grillaðar voru pylsur. Veðrið lék við hópinn og ferðin var með eindæmum vel heppnuð. Starfsfólk á hrós skilið fyrir að gera ferðina eins góða og raun var. Í nóvember var brunaæfing líkt og vel þekkist hér í Reykhólaskóla. Æfingin heppnaðist vel enda flest börnin orðin mjög vön svona raunverulegum brunaæfingum. Kennsluálman fylltist af reyk svo brunabjallan fór í gang, nemendur skriðu út og þau sem voru í kennslu á annari hæð skólans fóru út á svalir þar sem slökkvuliðsmennirnir „björguðu" þeim niður. Tvö börn voru svo falin í skólanum og þurftu slökkvuliðsmennirnir að leita þeirra í reyknum. Þetta var allt saman á áætlun og gekk sem skildi. Leikskólabörnin voru fljót að klæða sig í útiföt og fóru út í leikfangaskúr og svo þaðan upp í kirkju þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans var saman komið. Leikskólabörnin fengu svo far með brunabílnum aftur í leikskólann og börnin í grunnskólanum fengu að sprauta úr brunaslöngu. Skólinn hefur tekið upp nýtt samskiptakerfi sem nefnist Námfús og er því hætt að notast við Mentor. Í desember var mikið um að vera líkt og undanfarin ár. Skólinn var skreyttur í anda jólanna og haldin voru litlu jól með öllum nemendum skólans. Guðrún Guðmundsdóttir hætti störfum og hennar verður sárt saknað og við þökkum henni kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf.


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013

Issue 1


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013 | Issue 1

Nú er kominn febrúar og önnin fer vel af stað hér í skólanum. Keypt hafa verið ný borð og nýjir stólar ásamt öðru smádóti. Heimavistin niðri er í yfirhalningu og verður framvegis notuð sem leikland fyrir nemendur skólans. Þar verða búningaherbergi, tæknisetur og legoveröld svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hana til notkunar í byrjun mars. Skólaselið mun framvegis hafa athvarf sitt í leiklandi. Skólinn hefur fengið vatnsdúnk fyrir nemendur og keypt plastglös fyrir hvern og einn og eru nemendur ánægðir með að geta farið og fengið sér ískalt vatn. Skólinn fær ellefu nýjar tölvur nú í byrjun mars enda vel tímabært að skipta um tölvur. Keyptar hafa verið þrjár spjaldtölvur og eru nú kennarar óðum að læra á tækin svo hægt verði að notast við þau í kennslu. Það er núr orðinn fastur liður að nemendur í skólahóp leikskóladeildar fara einu sinni í viku í tíma til Steinu með 1. og 2. bekk og þykir þeim það mjög gaman. Það stefnir allt í að önnin verði ánægjuleg fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Í skólanum er góður skólabragur og nemendur vinna hörðum höndum alla daga og vinna litla og stóra sigra á hverjum degi. Við minnum alla á að fylgjast vel með okkur á vefnum reykholar.is/skoli

7


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013

Issue 1

Mér finnst nýju borðin mjög góð af því að mér finnst þau vera mjög skólaleg og stólarnir. Mér finnst íþróttirnar vera mjög góðar en mér finnst sundtímarnir eigi að vera í fleiri tímum en núna. Mig langar að það verði ekki svona mikill fiskur í matinn því mér finnst hann ekki góður. Birna Björt Við viljum hafa íþróttir þrisvar í viku að því það er svo skemmtilegt í íþróttum. Íþróttasalurinn ætti að vera úr hoppuköstulum því það er gaman og þá þyrftum við ekki dýnur. Það ættu að vera fleiri skólasel því það eru allir með fleiri skólasel og það er líka gaman. Steinunn Lilja og Natalía Dröfn Ég vildi að skólinn byrjaði klukkan 9:30 út af því að ég er alltaf þreyttur á morgnana. Og mig langar að það komi nýjar tölvur því að tölvurnar eru svo hægar. Og að við fengjum eitthvað dót í stofuna út af því að það er aldei neitt að gera í stofunni. Og mig langar að stofurnar yrðu stærri út af því það er lítið pláss í stofunni. Og mig langar að frímínúturnar yrðu lengri því við höfum svo stuttan tíma. Ólafur Stefán Lengri frímínútur, betri matur, skólinn byrji kl 10:00, íþróttir alla daga vikunar og spjaldtölvur. Frímínúturnar eru stuttar, maturinn vondur, ömurlegt að vakna snemma, íþróttir eru skemmtilegar, tölvurnar eru ömulegar. Sandra Rún og Védís Fríða Mig langar að hafa skólann svona því mér líður bara vel eins og hann er. Ásdís Birta Lengri frímínútur, íþróttir á hverjum degi, betri matur, fleiri góðar bækur og að skólinn byrji klukkan 10:00 Aron Viðar og Brynjar Pálmi

REYKHÓLAMEISTARAR Í STÆRÐFRÆÐI Krakkarnir í 3. Og 4. Bekk slógu heldur betur met í stærðfræði á haustdögum þegar þau gerðu 100 bls. í stærðfræði á veinni viku.


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013 | Issue 1

9

Hólmur - Kolbeinn Óskar Ég og Donna vorum að leika okkur úti. Donna var hundurinn okkar í sveitinni og síðan var Beta kötturinn okkar að elta mús inn í fjósi, síðan fór ég að vinna í fjósinu um kvöldið, ég fór að gefa kálfunum hey og fóðurbætir, síðan fór ég að reka beljurnar inn í mjólkurvélina síðan byrjaði mjólkurvélin að mjólka.

Prakkarar - Ketill Einu sinni var hundur sem að fór í bæinn. Maðurinn sem átti hann hélt að hann fór í bæinn en hundurinn fór ekki og svo fór hundurinn inn í húsið og stal veskinu af manninum sem átti hann.

Platævintýrið mitt - Heiða Lára Ég hef farið í Hörpu væna mín sagði Lára klára. Þá sagði hún Eva María að ég hef farið til lampalands væna mín. Þá kom stelpa sem heitir Arney sem sagði ég hef farið til trélands. Þá kom hildur í slaginn og sagði að hún hefur farið til bangsalands. Og inn í öllum þessum löndum var allt gult og ótrúlega heitt og líka rosalega skrítið fólk, svolítið eins og rumpufólk enda var prumpufíla ojojoj. Og svo kom ROTTA. Hahaha allt bull og djók.

Fullveldishátíð - Borghildur Birna

Áramót - Ísak Logi Einu sinni vorum við mamma, pabbi, Birgitta og ég að fara á brennuna að skjóta upp flugeldum og það var rosalega gaman.

Folaldasaga - Tinna Einu sinni var lítið folald. Þetta litla folald heitir Arney og er lítið sætt folald sem er rosa gott við fólk. Henni finnst gaman að lenda í ævintýrum. Morgun einn ætlaði hún að lenda í skemmtilegu ævintýri. Hún trítlaði af stað en fann ekkert ævintýralegt en trítlaði áfram og kom á fallegan stað. Þar voru tjörn og andarungar og krakkar að leika sér í góða veðrinu og svo sá hún Önnu vinkonu sína koma trítlandi og hún spurði hana hvort hún vildi leika. Þær fóru að leika sér í góða veðrinu en svo sá Arney að það var farið að dimma og hún trítlaði heim. Þar sá hún mömmu og þær fengu sér pínu gras að borða og fóru svo að sofa. Í huganum sagði Arney „þetta var gott ævintýri“ og svo sofnaði hún vel! Sumarköttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er lítið ævintýri.

Jólafríið - Elísa Fyrsta daginn í jólafríinu vorum við Bergrós í pössun hjá ömmu og afa á meðan mamma og pabbi og lilla fóru í borgarnes. Á Þorláksmessu kom kolfinna frænka mín og á aðfangadag fórum við út að renna á þotum á svelli og palli frændi ýtti okkur. Í jólapakkanum frá mömmu og pabba var það sem ég óskaði mér, hestur sem hneggjar og hreyfir sig. Svo fékk ég marga marga fleiri pakka. Jólaköttur út í mýri setti upp á sig stýri og úti er ævintýri.

Jólasveinn - Sigurvin Helgi Einu sinni var ég sofandi, þá gaf jólasveinninn mér pakka með hvíta bílnum hans hvíta Ninj. Þegar ég vaknaði þá var ég himinlifandi, ég var svo glaður. Ég var svo glaður að ég var að springa úr monti. Ég elska ykkur. himinlifandi, ég var svo glaður. Ég var svo glaður að ég var að springa úr monti. Ég elska ykkur.

Á hátíðinni var e´g að leika álf og jólasvein og svo var ég að dansa. Þegar ég var búin að því fengum við okkur að borða svo var ball og ég skemmti mér rosalega vel. Ég fékk líka nammi.

Óveður - Aníta Hanna Einu sinni var ung stelpa sem kom að Hyrningsstöðum og vildi fá að gista. En fólkið var fátækt og átti ekki nægan mat og pláss í húsinu. Og þau ráku hana burt. Veðrið var mjög vont en hún ætlaði að labba að næsta bæ sem heitir Barmar. En hún komst ekki alla leið pg skreið ískjól á bak við klett sem heitir Skorhamar, og þar dó hún. Þessi stúlka hét Guðrún og hún var í rauðum sokkum og menn kölluðu hana rauðsokka. Sumir halda að hún sé þarna ennþá sem afturganga.

Frjáls saga Krummi Það var einu sinni strákur sem heitir Óli, hann skrifaði í tölvuna um eina stelpu sem heitir Ása og strák sem heitir Ari og þau voru að lesa um eina eina mús og einn kettling. Það var bankað á dyrnar og þá kíkti Ari út en sá ekki neinn. Þarna var eitthvað grunnsamlegt að gerast. Ari og Ása klæddu sig í föt og fóru út að kanna málið. Þá sáu þau tvo stráka að fela sig, það voru þeir Alexander og Daníel og þeir hlupu heim til sín þegar Ari og Ása ætluðu að segja þeim að þetta ætti ekki að

gera. Endir! Frjáls saga- Sumarliði Moldi er besti hundur í heimi og Plútó er jafn góður. PAbbi þeirra er eiginlega alltaf liggjandi. Það fæddist kálfur sem er svartur, það er strákur, það er bróðir kisunnar minnar hennar Sumarlínu og bróðir Smáru og Svönu.


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013 | Issue 1

10

Ævintýri – Hera Magnea Einu sinni var töfrahestur sem langaði svo að fá folald og hún grét og grét. Þar til dag einn þegar merin vaknaði birtist Álfadís sem töfraði fram stórann og flottan reiðhest og þau fengu folald saman og þau lifðu hamingjusöm til æviloka. Endir.

Tröll - Valdimar Einu sinni var tröll sem hét Gilitrutt. Hún fór til Reykhóla á eftir einum manni. Og síðan sá hún kirkjuna. Og þá fór hún til baka. Núna árið 2013 er kirkjan hjá Rauðasandi.

Tröllafjölskylda - Sara Einu sinni var trölla-fjölskylda, alsæl trölla-fjölskylda. Pabbinn hét: Trölli. Konan hans hét: Trölla, og unginn hét Litli Tröll. Dag einn meðan Trölla mamman þvoði þvott lék litli Tröll sér. Hann fór of nálægt skóginum. Dregi kom en allt lagaðist.

Partý - Adrian Á föstudaginn fór ég í strákapartýið hans Ketils frá kl. 7-8 fórum í björgunar leik og við horfðum á Harry Potter 1 og það var gaman köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er lítið ævintýri.

Snjór - Samúel Ég var að búa til snjóhús ég setti kjerti í snjóhúsið þá kveikti mamma á þeim það var flott í snjóhúsinu.

Klukka – Solveig Rúna Einu sinni var klukka og hún var alltaf rosa þrytt í höndunum. Allt í einu stoppaði klukkan. Klukkan sagði klukkan loksins fæ ég að hvíla mig.

Sumarfrí - Tindur Einu sinni fórum við að tjalda. við Fórum á Skrímslasafnið og sáum fjörulalla, faxaskrímsli hafmaður og skeljaskrimsli við sáum hval á skipinu.


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013 | Issue 1

11


FRÉTTABRÉF JANÚAR 2013 | Issue 1

12


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.