portrett2

Page 1

t ö l u b l a ð n r . 2 - 6 . j ú l í 2 0 1 6 - B I R G I T TA B J Ö R G G U Ð M A R S D Ó T T I R - M AT T H Í A S B A L D U R S SON HARKSEN- ÞÓRHILDUR ELÍNARDÓTTIR MAGNÚSDÓTTIR - HINRIK KANNEWORFF

P O R T R E T T


UM PORTRETT Portrett er unnið í Skapandi sumarstörfum í Garðabæ sumarið 2016. Hér gefur á að líta annað tölublaðið af þremur en markmið tímaritsins er að miðla röddum ungra skálda og skapa vettvang þar sem verk þeirra geta verið lesin. Í þessu tölublaði er rætt við fjögur menntaskólaskáld sem hafa ýmist birt efni í blöðum innan veggja menntaskólanna og/eða á netinu enda eru það staðirnir sem þeim bjóðast helst. Endilega lesið áfram - það er ekki skylda að njóta en það er samt betra.

2


EFNISYFIRLIT Um Portrett...........................................2 Í brennidepli.........................................4 Birgitta Björg Guðmarsdóttir.........................5 Matthías Baldursson Harksen.........................11 Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir.................17 Hinrik Kanneworff....................................23 Innsend ljóð........................................29 Útgáfuferli..........................................32

3


Matthías Baldursson Harksen

Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Í BRENNIDEPLI Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Hinrik Kanneworff


b i r g i t t a b j ö r g ,,Ég heiti Birgitta Björg Guðmarsdóttir og ég er sautján ára og bý í Reykjavík. Ég er í MH. Ég er trompetleikari.“ Að skrifa Hvenær byrjaðirðu að skrifa? ,,Ég fór á nokkur ritnámskeið þegar ég var um það bil tíu ára en fyrir svona tveimur vetrum var ég í strætó og fór að hugsa um hvað það væri gaman að lesa sögu sem byrjaði mjög smá og endaði mjög stór og svo hugsaði ég: ,,Hvað ef ég skrifa hana bara?“ Svo sumarið eftir komst ég inn í Norræna rithöfundaskólann í Biskops Arnö í Svíþjóð og þá fann ég mig svolítið.“ Áttu þér einhverja rútínu þegar þú skrifar? ,,Já… ég hlusta mikið á klassíska tónlist, helst tónlist sem ég þekki mjög vel, þá sinfóníur sem ég hef spilað eða verk sem eru í uppáhaldi eins og sellókonsertinn eftir Elgar, fiðlukonsertinn eftir Mendelssohn, Moldau eftir Smetana og svo eitt lítið píanóverk eftir Liszt sem heitir Le Mal du Pays og er um heimþrá. Ég hlusta gjarnan á þessi fjögur verk þegar ég er að skrifa. En svo fer þetta annars svolítið eftir því sem ég er að skrifa - ef ég er að skrifa eitthvað sem ég tengi rosalega mikið við flæðir það út og ég skrifa allt niður í höndunum og hreinskrifa það svo í tölvu

og vinn það þangað til að mér líkar við það. En ef ég er að reyna að fanga eitthvað ákveðið sem ég skil ekki þá skrifa ég bara setningar og púsla þeim saman. Það virkar oftast einhvern veginn bara. Ég breyti litlu eftir á í þannig textum.“ Sýnirðu öðrum það sem þú skrifar? Hefurðu birt efni eftir þig? ,,Já, ég reyni að gera það. Ég sýni samt frekar smásögur af því að ég skrifa ekki jafnmikið af ljóðum og svo fer náttúrulega mun meiri vinna í smásögurnar. Það eina sem hefur birst eftir mig er eitt ljóð sem lenti í öðru sæti í ljóðakeppni í Beneventum sem er blað í MH. Það er svolítið skemmtileg saga á bak við þetta ljóð - ég var í leigubíl á leiðinni heim klukkan þrjú um nótt eftir að ég hafði verið að passa og ég var mjög hrædd í þessum aðstæðum - hvað ef leigubílstjórinn væri vond manneskja? Hvað ef þetta gerðist og hvað ef hitt gerðist? Svo fór ég að horfa út á vegina í kringum mig og hugsaði: ,,Væri ég að hugsa svona ef ég væri ekki kona?“ Þá spannaðist hugmynd og ég skrifaði ljóðið.“ Annars skrifa ég yfirleitt frekar prósaljóð heldur en ,,venjuleg“ ljóð, mér finnst það skemmtilegra.“ Finnst þér það sem þú skrifar endurspegla þig? ,,Já, svolítið mikið. Ég er svona pínu að reyna að hætta að hafa það þannig en um leið ekki af því 5


að mér finnst ég gera sjálfa mig og það sem ég skrifa. Ég reyni að tala frá hjartanu þegar ég er að skrifa, mér finnst það gott að vera alltaf með hjartað í því sem maður gerir.“ Ef þú gætir valið einhverja bók sem þú hefðir viljað skrifa, hvaða bók væri það? ,,Hmm - ég held að það gæti verið Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Hún er mögnuð, ég dýrka hana. Hún er rosalega klúr, í rauninni dónaleg en ekki á ,,þann“ hátt samt. Kundera er alveg sama þótt það sé kynlíf í henni - hann þarf ekki að tala í kringum það heldur talar hann bara í gegnum það. Bókin gerist í Tékkóslóvakíu þegar Rússland ræðst inn og Kundera endurspeglar ofsóknaræðið með konu sem heldur að maðurinn hennar sé að halda fram hjá henni. Hún er mjög mikið um hugmyndir og hann segir til dæmis hreint út í upphafi: ,,Þetta er það sem ég ætla að tala um…“ og svo segir hann hvað það er og svo hefur hann líka orðskýringar, til dæmis ,,Orð sem fólk misskilur“ og útskýrir þau síðan.“ Að lesa Hvaða höfunda ertu helst að lesa? ,,Núna er ég mest að lesa Vonnegut. Ég er svolítið pessimistísk í því sem ég les, kannski. Ég ólst upp við að lesa mikið af optimískum hlutum og mér finnst ferskt að lesa eitthvað sem horfir á dimmu hlutina. Svo hef ég líka gaman af Alberti Camus. Núna er ég samt að lesa Lolitu eftir Nabokov.“ Eigin verk Finnst þér gaman að skrifa táknsögur? Já - mér finnst ótrúlega gaman að skrifa hluti sem myndu ekki virka í alvörunni en eru samt einhvern veginn svo fallegir. Það gerir mig hamingjusama að geta skapað eitthvað svoleiðis. Ég var mjög lengi með þessa sögu miðað við hvað hún er stutt, ég vil almennt frekar gæði heldur en magn og vinn frekar lengur í hlutunum heldur en að hoppa á eitthvað nýtt. Það er líka svolítið þroskandi að læra að edita.“ í u p p á h a l d i

Vegurinn – hugleiðing stundum þá er að vera kona eins og að ganga gegnum lífið á vegi en vegurinn er þröngur og illa lagður og allt lífið hefur þú hugsað þetta er bara vegurinn minn svona liggur hann og þér finnst það allt í lagi en svo þegar þú hefur gengið veginn í langan tíma og þú kíkir á vegi annarra kvenna og þú hugsar hah vegirnir okkar eru mjög líkir og þú hugsar forvitnilegt en svo kannski aðeins seinna kíkiru á veg einhvers manns og hann er eins í laginu nema hann er breiðari og vel lagður og sléttur og þú hugsar hmm hvað ef vegurinn minn væri svona? og þú kíkir á vegi fleiri kvenna og þú sérð hvernig vegir flestra mannanna eru breiðari en vegir kvennanna og þú skilur ekki en þér líður eins og þú sért að missa af einvherju, skilin útundan og að ef þú værir maður þá væri vegurinn þinn breiðari og það væru færri holur og þér líður aldrei vel með að segja það en málið er að í gegnum lífið ganga menn sína vegi sjá staka holu hér og þar upplifa litlar truflanir og konur eru endalaust að reyna að laga allar holurnar sem þekja göturnar þeirra jafnvel þó þær viti að skemmdirnar séu ekki þeirra eigin


Geturðu sagt mér frá prósaljóðinu? ,,Ég skrifaði þetta út frá gömlu ljóði sem ég hafði skrifað þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig gluggar hefðu orðið til. Ég veit alveg að þeir urðu það af því að fólk þarf ljós inn í húsin sín en einhvern tímann var ég svo að hugsa hvað mér fyndist tunglið fallegt og hvað ég væri til í að ramma það inn sem er náttúrulega ekki hægt af því að það er ekki kyrrt á sama stað. Ég vann bara með þetta; með manneskju sem sér tunglið í fyrsta skipti og fer svo inn í húsið sitt og heggur gat til að hún geti séð það inni en þegar hún ætlar að heilsa því næsta dag er það farið. Þetta er kannski svolítið um hverfulleika heimsins og fegurðar.“ Það er skemmtilegt tvist í lokin að bollinn hafi brotnað í hundrað mola en ekki þúsund. ,,Mér finnst það stundum gera ofnotaða málshætti ferskari að snúa upp á þá. Bara stundum samt. Stöku sinnum eru þeir góðir en öðru hverju finnst manni að maður hefði ef til vill getað orðað þá betur.“ Svo var ég að hugsa um hliðstæðurnar með Gunnar á Hlíðarenda og karlkyns persónuna í Spegilstrák. ,,Þetta er hluti af bók sem ég er að vinna að - hún fjallar um persónur sem eru endurspeglanir samfélagsins og væntingar samfélagsins til þeirra. Þetta atriði er hliðstæða annarrar senu sem ber saman aðalkvenpersónuna og Afródítu,Venus og allar þessar fegurðardísir þótt hún sé ekkert endilega það

rosalega falleg. Eða, þú veist, falleg - fegurð er afstæð... Svo var ég nýbúin að lesa Sjálfstætt fólk og þar er alltaf verið að tala um þessar gömlu hetjur og þegar maður lærir um rómantíkina er alltaf verið að tala um Gunnar sem hetju - hann er ,,ímynd Íslands.“ Þá fer maður að hugsa: ,,En Gunnar á Hlíðarenda sló konuna sína!“ og hvernig við erum alltaf að styðja þessar væntingar. Væntingar sem eru gerðartil kvenna hafa ekki sömu áhrif á þær og væntingar til karla hafa áhrif á þá. Karlar þurfa miklu frekar að byrgja tilfinningar inni þar sem þeir mega ekki sýna þær og þetta hefur þau áhrif að það er mun hærra hlutfall af sjálfsmorðum hjá körlum en konum. Að sama leyti eru þeir frekar gerendur þegar kemur að heimilisofbeldi. Á sama tíma eru átraskanir mjög áberandi hjá stelpum því þeim er sagt að vera svo mikið á sama tíma en það er ómögulegt að mæta öllum þeim kröfum. Ég trúi því að ef væntingarnar væru ekki jafnmiklar myndi þetta minnka töluvert. Ég átti mjög erfitt með að skrifa þetta atriði þar sem ég er ekki karlmaður - kannski veit ég ekkert hvernig körlum finnst þeir eiga að vera. Eins og - þegar maður er kona, finnst manni maður eiga að vera klár en um leið á maður eiginlega ekki að sýna það. Maður þarf að ganga milliveginn. Ég er svolítið að vinna með hugmyndina: ,,Ef þú ert karl áttu að gera lítið úr konum og ef þú ert kona áttu að gera lítið úr sjálfri þér.““

7


Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Ónefnt prósaljóð (eða Fyrsti Glugginn) Hún sér það á festingunni og um leið elskar hún það. Það lítur út eins og emaléraður postulínsbolli, sá fegursti sem hægt er að ímynda sér, og virðist geisla í ljósleysinu. Henni finnst sem hún standi á augasteini heimsins og horfi á ljósglætuna sem sleppur inn í augað, gegnum dökkbláan augnlitinn. - En hvað það er yndislegt að hafa augu, segir hún. Hún hleypur inn í litla hvíta húsið sitt og finnur sér exi og sög, hamar og nagla. Hún brýtur lítið gat utan um depilinn og neglir naglann ofan við það. Síðan finnur hún fallegasta rammann sem hún á, gylltan með skrautperlum, og hengir hann á naglann. Sporöskjulaga opið hleypir ósnertum töfrum náttúrulegrar birtu inn í húsið. Ljósið fellur á kjólinn hennar og hún verður svo glöð að hún geislar að innan í hvert skipti sem hún lítur á það. Hún hleypur út og klæðir sig úr litla kjólnum sínum, veltir sér nakin í vökinni og dansar, og um stund virðist sem hún muni springa af hamingju. Hún nær í fallegasta bollann sem hún á, hitar vatn og sækir nokkra tepoka. Svo setur hún tvo sykurmola út í og skálar með himninum. Þegar hún hefur lagst í rúmið sitt horfir hún út um rammann og ímyndar sér gyðju í álögum sem situr einmana á stjörnustólnum og bíður þess að einhver frelsi hana. Hún finnur hvernig þögul nærvera gyðjunnar hvílir á himninum og hún lofar að reyna einhvern tímann að frelsa hana. Morguninn eftir, þegar geislar sólarinnar hafa vakið hana og hún situr við litla matarborðið sitt með ristað brauð og lítinn tebolla í höndunum lítur hún út um opið til að heilsa gyðjunni. Tebollinn fellur á gólfið og brotnar í hundrað mola.

8


Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Fyrsta vetrardag Klukkan sem hangir á veggnum yfir eldavélinni er gengin tuttugu mínútur í sex. Hvítir skáparnir eru umvafðir skuggum þó að fyrir ekki svo löngu hafi þeir verið baðaðir geislum ljósaskiptanna. Þau sitja gegnt hvort öðru með krosslagða fætur á gólfinu. Hann hvílir olnbogana á hnjánum og höfuðið í lófunum en hún horfir í gaupnir sér. Augu hennar rök eins og himnarnir. Ljóst hár hennar fellur niður fölar herðarnar og í bláum augunum virðast vera faldir einhverjir undraverðir töfrar. Þau hafa setið hér alla nóttina, talað um allt sem snertir brjóst þeirra. Allt milli himins og himna. Drengurinn er hugfanginn. Hvað sem hann reynir þá getur hann ekki litið af vörum hennar því í hálfmánabrosinu finnur hann alla þá sólargeisla sem ratað höfðu á villigöngur vetrarins og týnst í myrkrinu. Nú er brosið þó horfið og þau gretta sig þegar þau heyra regndropa falla á þakið. Þung tár skella á loftinu. Hún grípur hönd drengsins því hún veit að ef þau verða kyrr muni eldhúsgólfið fyllast af vatni. Þau flýta sér upp nokkra stigaganga áður en þau ná upp á þak. Ef þau líta til baka sjá þau hvar hún hefur skilið eftir sig grunnar laugar á gólfinu. Hún er komin til að sjá ljósin. Hún sér þau ekki að ofan. „Ljósin eru fyrir mennina“ segir hún, „ekki fyrir mig.“ Hún heldur enn í hönd hans og kreistir. Þau setjast niður nálægt þakrennunni og líta yfir borgina. Sjá hvar ljós kvikna og slökkna. Þau eru ummerki lífs í sínu hreinasta formi. Sumarnóttin dæsir. Hún trúir varla augum sínum. Kyrrlát fegurð borgarljósanna skín gegnum mistrið og ríkir yfir öllu. Hvorugt þeirra segir orð, þurfa þess ekki. Hún fer svo að hverfa smátt og smátt. Dofnar – leysist upp. Hún lítur í augu hans eitt hinsta sinn, hallar sér aftur og andar frá sér. Hann reynir að halda í hana, þrábiður hana að vera lengur en hún fær engu ráðið. Tregi hennar endurspeglast á himnunum því í dauða sumarsins fæðist veturinn. Hann grípur í tómt. Það hefur stytt upp. Hann gengur niður stigann, sækir tusku í eldhúsið og þrífur regnvot fótsporin upp af gólfinu. Andvarpar. Ljós leggur inn um gluggann.

9


Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Spegilstrákur Það fer hrollur um hann þar sem hann situr á rúminu og starir á opinn lófann. Starir á langa fingurna. Kreppir þá fast saman. Hann hatar þennan hnefa. Á náttborðinu liggur gamalt eintak af Brennu-Njáls sögu. Bókin liggur hálfopin á hvolfi svo kjölurinn snýr upp og á kápunni er mynd af Gunnari Hámundarsyni, virðulegum og vígalegum. Gunnar beinir atgeirnum sínum beint áfram, eins og til að benda á hann. Hann lítur undan. Frammi heyrir hann í Freyju þar sem hún gengur um hljóðlega og safnar saman fötunum sínum. Reiðin sat í honum, sjóðandi, kraumandi, ólgandi, rjúkandi. En nú er allur hitinn horfinn og eftir situr ískalt sjálfshatur. Hann skimar um herbergið í leit að einhverju til að brjóta. Til að eyðileggja. Tortíma. Hann vill útrýma þessari tilfinningu. En á sama tíma vill hann ekki brjóta neitt. Hann vill ekki eyðileggja meira en hann hefur nú þegar eyðilagt. hann hætti við hann hætti við. en hann hafði ætlað að gera það og það var nóg til að svíkja þau bæði Hann langar að gráta en það er eins og við hvert tár sem hann muni fella muni hann missa meira af sjálfum sér. Hann muni fara gegn öllu sem honum var kennt. Hann á að vera eyðimörkin sem hún fyllir með tárum sínum. Hann á að vera bardagakappinn, tilbúinn að berjast fyrir hana. Gunnar á Hlíðarenda horfir á hann köldu augnaráði. Spjótið á lofti eins og tilbúið að stinga hann fyrir það sem hann gerði, fyrir það sem hann hafði ætlað að gera. Gunnar á Hlíðarenda hefði ekki grátið. Gunnar á Hlíðarenda leyfði engum að rægja heiður sinn. Eitt lítið tár sleppur inn í augnkrók. Hann þurrkar það í burtu. Frammi heyrir hann hvar hún gengur út um hurðina og lokar á eftir sér.

10


m a t t h í a s

b a l d u r s s o n

h a r k s e n

,,Ég heiti Matthías og ég er nítján ára að verða tuttugu og var að klára stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykjavík af eðlisfræðibraut I. Ég er að fara í stærðfræði í háskólanum í haust. Ég hugsaði reyndar um að skipta yfir á málabraut þegar ég var í þriðja og fjórða bekk [á fyrsta og öðru ári] því ég hafði mjög mikinn áhuga á skriftum og svoleiðis. En síðan varð það ekki að neinu.“ Að skrifa Fara stærðfræði og skriftir vel saman? ,,Nei, ekki alveg. Ég held að maður missi ef til vill eitthvað hugmyndaflug sem maður hafði áður þegar maður er svona mikið í stærðfræðinni. Fari að hugsa of stíft.“ Hvenær byrjaðir þú að skrifa? ,,Eiginlega bara í þriðja bekk í MR og svo sérstaklega í fjórða bekk. Þá las ég og skrifaði mjög mikið. Það var ekki sniðugt samt fyrir einkunnirnar en það var miklu skemmtilegra.“ Hvað ertu helst að skrifa? Mest smásögur eða líka ljóð? ,,Ég er ekki góður í að skrifa ljóð þó ég myndi vilja vera það. Ég held að það sé einhver list að vera góður í því, sú flottasta eiginlega. En

ég reyni að skrifa ljóðrænan prósa, oft stuttar frásagnir sem eru tengdar tilfinningum.“ Hefurðu birt eitthvað sem þú hefur skrifað? ,,Bara í Skinfaxa [skólablaði í MR] þegar ég fékk verðlaun í smásögukeppninni í vor. Ég hef annars ekki birt neitt - mér hefur aldrei fundist neitt nógu gott. Mér finnst líka að í dag þurfi maður að hafa skrifað heila bók til þess að geta birt og gefið út. Það er ekkert hægt að gefa út eina sögu - t.d. eru ekki sögur eftir fólk í Morgunblaðinu eða einhver vettvangur fyrir svoleiðis. Nú er ekkert þannig í gangi.“ Hvernig skrifarðu þegar þú skrifar? Áttu þér einhverja rútínu? ,,Ég skrifa oftast um helgar. Mér finnst mjög gott að hlusta á tónlist á meðan. Ég skrifa eiginlega uppkast frá A til Ö og síðan breyti ég því og vinn með það.“ Að lesa Lestu mikið af bókum? ,,Ekki lengur - í fjórða bekk setti ég mér markmið: að lesa fimmtíu bækur á einu ári. Og ég gerði það. Ég hefði átt að hafa það fimmtíu og tvær - það hefði verið aðeins betra. En á þessu skólaári las ég eiginlega bara bækurnar sem

11


Á H R I FAVA L DA R A Moveable Feast vegna þess að ég hef lesið nánast allan Hemingway og kynnt mér ævisögu hans nokkuð vel og kenningar hans innan skáldskapar. Uppáhalds skáldsagan mín eftir hann er samt The Sun Also Rises. En A Moveable Feast eru endurminningar hans um liðna tíma í París. Það voru góðir tímar til að vera skáld. Kaffíhúsastemningin og týnda kynslóðin vakna til lífsins í bókinni.

12

Sjálfstætt fólk vegna þess að Halldór lýsir því hvernig öreigar heimsins berjast í volæði og eymd gegn mótlæti lífsins og tapa. Raunsönn mynd af samfélagslegum aðstæðum og því hvernig einstaklingur bregst við þeim þó svo að ég geti ekki sagt að ég hafi getað lifað mig inn í bókina eða fundið samkend með Bjarti í Sumarhúsum. Það sem er reyndar svolítið skrítið með Bjart í Sumarhúsum (áður Veturhús) er að margt fólk nú til dags virðist túlka hann sem hetju fornra dyggða þó svo að höfundurinn hafi beitt honum til að gagnrýna þá ímynd!

Jonathan Strange & Mr. Norell vegna þess að fantasíur hrífa mig með sér. Ég elska söguheima LOTR, Harry Potter, Game of Thrones, og så videre... Clarke vekur “English magic” til lífsins. En þeir galdrar eru ekki líkir þeim í Harry Potter að neinu leyti og í raun réttri eru aðeins tveir galdramenn: Jonathan Strange og Mr Norell. Mjög áhugaverð umfjöllun og frjótt ímyndunarafl! Mæli með að horfa á þættina sem BBC gerði á síðasta ári um bókina!


átti að lesa, Íslandsklukkuna og fullt af einhverjum ljóðum. Það var ágætt. Ég reyndi líka að lesa í fjórða bekk þær bækur sem átti að lesa í fimmta og sjötta bekk því þá fékk ég tilfinninguna að ég væri að lesa bók en ekki: ,,Fokk, ég þarf að lesa tvo kafla fyrir morgundaginn“ sem eyðileggur bókina.“ Hvað er í uppáhaldi hjá þér? Áttu einhverja uppáhaldshöfunda? ,,Jájá. Sá höfundur sem ég hef lesið mest eftir er Hemingway. Ég hef lesið næstum allar bækurnar hans og svona helminginn af smásögunum hans. Það var mjög gott að sökkva sér ofan í einn höfund þótt ég hafi kannski ekki valið höfund sem er alveg mín týpa. Hann skrifar mjög einfaldan stíl en ég vil frekar hafa texta tilfinningaríka og skrautlega. Ég kunni betur að meta smásögurnar hans. Uppáhaldsbókin mín er samt Sjálfstætt fólk. Það er kannski rosalega tilgerðarlegt svar en ég fílaði hana alveg í botn þótt ég lifði mig eiginlega ekkert inn í hana. Annars les ég ekki mikið eftir íslenska höfunda en ég var samt mjög hrifinn af ljóðunum sem við lásum núna í íslensku, frá tuttugustu öldinni þegar skáldin voru hætt að fylgja þessum bragarháttin og farin að gera þetta bara sjálf.“ Eigin verk Hver var kveikjan að seinni sögunni, Ithious? ,,Ég var nýbúinn að lesa Animal Farm og svo vorum við líka búin að vera að læra um einveldið í sögu. Svo var ég bara í gírnum. Sagan var reyndar skrifuð fyrir enska smásögukeppni þar sem þemað var ,,blár.““ Geturðu sagt mér frá baksögunni í Með sól? ,,Í hverfinu mínu er lítil bryggja þar sem er viti. Þar er mjög notalegt að sitja og horfa á vitaljóstið á sumarkvöldum. Það var allavega myndin sem ég vildi hafa. Síðan var ég að reyna að sýna hvernig manni líður þegar manni líður illa svo ég tengdi þetta við nokkra hluti úr eigin lífi og hugsaði til dæmis um kennarann minn í grunnskóla sem lést í bruna. Svo skáldaði ég aðra hluti. Ég var svona að blanda saman hlutum og búa til aðrar manneskjur sem eru ekki til - þetta var bara einher útrás.“

,,Mér finnst líka að í dag þurfi maður að hafa skrifað heila bók til þess að geta birt og gefið út. Það er ekkert hægt að gefa út eina sögu - t.d. eru ekki sögur eftir fólk í Morgunblaðinu eða einhver vettvangur fyrir svoleiðis. Nú er ekkert þannig í gangi.“


Matthías Baldursson Harksen Með sól Sólin teygir síðustu sólgeisla sína yfir hafsbrúnina. En þó að tunglið reki sólina hinum megin á hnöttinn þá þýðir það ekki að hún muni aldrei rísa úr sæ framar. Í einni andrá er hún horfin og ég sit ein eftir í myrkrinu á brimsorfnum fjörusteini með lífvana rós í hendi. Ljósgræna vitaljósið skín dáleiðandi í augu mér við endann á hafnargarðinum. Ég horfi niður í blásvart hafið en sé ekki dætur Ægis stíga sinn dans. Í stað ægisdætra leiftra fölgrænir logar óhamingju og vansældar. Ég sé gylltu gleraugun þín í hillingum í eldhafinu og finn hvernig tárin taka að streyma niður kinnarnar. En ég þurrka mér samt sem áður ekki um augun því að allur líkami minn er dofinn. Ég stari aðgerðarlaus í hafið og sé fyrir mér eldtungurnar umlykja húsið þitt. Mesta þjáning mannsins er að horfa á lífið brotna í mola fyrir augunum á sér án þess að geta gert neitt til þess að koma í veg fyrir það. Ég man eftir að hafa staðið þarna í sótugri dyragættinni að því sem áður var heimili þitt. Ég man eftir slökkviliðsmönnunum sem báru þig á líkfjölum út úr húsinu, hægt og með sorgarsvip. Jarðarförin þín var haldin fyrr í dag. Ég ætlaði að leggja þessa rós á líkkistuna þína en var of lömuð til þess. Ég vildi að ég gæti sagt þér hvað ég sakna þín mikið en ég get það ekki. Ég sakna þín eins og ég sakna sólarinnar sem sest í lok dagsins; eini munurinn er sá að þú munt aldrei framar rísa úr sæ. Þú sest á fjörusteininn við hlið mér og faðmar mig að þér. Ég veit að þú ert tálsýn ein en faðmlag þitt vermir samt um hjartarætur. Þú hvíslar í eyra mér: „Sérðu Venusi þarna? Finnst þér hún ekki vera það fallegasta sem næturhiminninn hefur skapað? Ef sólin myndi aldrei setjast og myrkrið aldrei leggjast yfir jörðina þá sæirðu aldrei Venusi.“ En jafnvel þegar þú ert dáinn, tekst þér að misskilja mig. Ástæðan fyrir því að ég elska Venusi er sú að hún minnir mig á sólina –og á þig. Við sitjum þögul um stund og hlustum á öldurnar. „Af hverju ertu svona stúrin, lífsblómið mitt? Nú er ég aftur hjá þér og ég skal ekki fara frá þér nærri, nærri strax.“ Ég er leið vegna þess að ég elskaði þig og lífið tók þig frá mér. Ég er leið vegna þess að ég gat ekki lagt rósina ofan á líkkistuna þína og vegna þess að þú ert ekki hérna til þess að hughreysta mig –ekki í alvörunni. En umfram allt er ég leið vegna þess að minningin um þig mun smátt og smátt hverfa mér úr minni eins og blóðrauða rósin, sem blómstrar í moldinni en visnar og deyr þegar hún er rifin burt. Ég vil ekki gleyma þér en ég held að það sé óhjákvæmilegt. Allir hlutir breytast með tímanum, ný kynslóð sprettur af þeirri gömlu og rósin sem blómstrar og er full af lífi í dag, mun visna og deyja á morgun. Allt er hverfult nema sólin sem rís úr sæ allt til loka hinstu línu á tímans bók. „Manstu eftir því þegar við komum hingað saman fyrst?“ Já, ég man eftir því. Þú sagðir að það væri ekkert jafnhughreystandi og að sitja við hafið og hlusta á öldurnar berjast við steininn. Við sátum þarna saman undir stjörnunum og ég grét við öxl þér. Ég held að þú hafir grátið eitthvað líka en ég man það ekki alveg. Þú sagðir að það væri alltaf hægt að reyna aftur. Að við værum líklega of ung hvort sem er. En við vorum ekki of ung. Ég elskaði þig og þú elskaðir mig og það er allt sem lítið barn þarf í heiminum. Þrátt fyrir fósturlátið og óhamingjuna sem því fylgdi fannstu alltaf leiðir til að fá mig til að brosa. Ég man að á leiðinni heim dönsuðum við undir götuljósi við stíginn á meðan stjörnurnar blikuðu samúðarfullar á himni. Nú sit ég hér aftur ein. Þú ert farinn frá mér aftur. Ég stari ofan í hafið oghafið starir til baka á mig. Eldtungurnar eru horfnar og sjórinn hefur aftur fengið sinn vanalega blásvarta lit. Ég sit á brimsorfna fjörusteininum með visnaða rós í hendi. Tárin streyma ekki lengur niður kinnarnar. Ég tek rósina og ríf af henni eitt blaðí einu og kyssi það áður en ég læt það fjúka út á haf. Ægisdæturnar bera blöðin úr augsýn. Eftir að hafa setið þarna í dágóða stund stend ég upp og tekað ganga heim á leið. Á bak við mig brjótast fyrstu geislar sólarinnaruppyfir sjóndeildarhringinn. Á stígnum fyrir framan mig sé ég glerbrot sem glitra í morgunbjarmanum eins og daggardropar. Ég horfi á þau um stund og brosi dauflega.Í örþreyttum huga mér verða þau tákn um líf okkar saman: brotið, eyðilagt – en samt svo fallegt. 14


Matthías Baldursson Harksen Ithious As the sun rose above the horizon, the kingdom of Ithious came to life. The blinding rays of the sun forced their way into the houses, causing the subjects to open their eyes. Such is the cruel nature of our beloved sun: she brings us back to reality, taking our dreams away. This day, however, was not any ordinary day. On this day a thousand years before the king at the time had defeated the last dragon. He had cut through the blue scales, driving his sword towards the heart of the mighty beast, finally forcing it to the ground. As the dragon’s blue heart stopped beating, it turned into a solid blue stone. Ever since, the credulous and superstitious subjects of Ithious had worshipped the magical blue stone. On that day, and only on that day, each and every year, the king presented the magical blue stone to his subjects allowing them to lay their eyes upon this holy relic. At other times the stone was kept in the king’s quarters resting by the side of the throne. It had been said that the intimate connection with the stone had made the blood of the kings as blue as the stone. This myth of the magical blue stone had been used by the rulers of Ithious through the ages in order to rule their superstitious subjects in a peaceful way. This had had been the way that monarchs held their subjects captive in their lies and deceit. Only a man who knows the truth and sees the world as it is can truly be free, and so the subjects of Ithious had not known freedom for over a thousand years. Thus they had become like sheep in their ways. The current king of Ithious had planned on changing this; he was going to tell his subjects the truth and by doing so he would set them all free. He was a modern man. He believed in the power of science and education to bring the nation into a new golden age of enlightenment. The king had speculated upon this matter for a long time. Seeing no solution by himself he had requested the consultation of Apaudi, the court alchemist. Unlike other subjects Apaudi did not believe in the magic of the blue stone. He advised his king to convince his subjects by dramatically demonstrating that the magic of the stone was only a deception and a lie. Apaudi told him that he himself was going to stage a magical performance during the presentation of the blue stone. Exposing this, he said, would be crucial in making the subjects understand the nature of lies. Like the sun that forces our eyes to open up, he said that this would open the minds of the subjects to the truth. Then Apaudi said that it was vital that the king cut to the root of the problem. Only by destroying the magical blue stone in front of the eyes of his subjects would he be able to convince them of its falsity. As a dramatic finale, the king would cut his own arm, letting his red blood drip on the white marble, thus proving the old myth false. This would set all his subjects free. The king gave Apaudi everything he needed, a workshop, five workers anda lot of gold. Every single material he asked for was handed to him without hesitation, including such strange items as five live pigs and sewing equipment. However, the workers seldom got to enter the workshop as Apaudi told them that it contained many secrets of the black art of alchemy.When the day came, everything was ready. The people gathered in and around the castle, which was so crowded that the walls were almost bursting. According to tradition, the king stood on a marble platform in the middle of the royal garden, wearing his finest clothes, including a pair of blue gloves. The blue stone could supposedly not be touched without such gloves. After a short speech, he invited the alchemist Apaudi to demonstrate the magical powers of the stone. Suddenly, there was a high-pitched sound as if the world was about to crumble, followed by an explosion of thousands of colours in the sky. It was the most beautiful thing anyone had ever seen. What a wonderful magical trick! After the stunning fireworks, the eyes of the subjects were drawn to the marble platform where the king was standing. He was about to pull a white cloth off the blue stone. There it was in all its glory, as blue as they all remembered. There was nothing that compared to the blue colour of this stone. It was more glorious than the sky, deeper than the sea and more enchanting than the blue eyes of the fairest maiden. Oh, how happy they all were! But as the king spoke, their smiles faded away.“My dear subjects! I have always been as dedicated to you as you have been dedicated to me. Therefore, I think it is time for me to tell you the bitter truth.There is nothing magical about the blue stone that we all hold so dear. It is only an ancient myth that has survived to our day. The magic of the stone which you saw just now was in factnothing more than an illusion. It was a demonstration planned by our own alchemist Apaudi, designed by me to make you realize that the stone has no magical powers what so ever. And now I will prove to you that I am speaking the truth.” 15


Matthías Baldursson Harksen

And then all the subjects could see the king taking the blue stone and crumbling it to dust. In mere seconds, it had been turned into a heap of blue dust that lay upon the white marble. The audience could not believe their own eyes. What had they just witnessed, what had their beloved king just done? Was he deceiving them now, or had they been deceived for a thousand years?“ “No! No! No! What have you done? You have destroyed my family heirloom! You have destroyed my legacy! You have destroyed everything! I came back to reclaim my kingdomand now you have crumbled it to pieces.” These words were spoken from a man wearing a blue-hooded robe. The king’s guards immediately arrested him and brought him in front of the king. When they took off his hood and uncovered his face, at first they thought that it was the alchemist, Apaudi, for they were so alike. However, Apaudi stood next to the king, so it could not be him. Who was this mysterious stranger? What did he mean by his accusations? The blue-hooded man spoke proudly and at the top of his voice, for he wanted everyone present to hear his words.“I am the legitimate heir to the throne. My father was king and my mother was queen. You, who call yourself king, are nothing but the son of a peasant and a whore. And now you have destroyed the magical stone that belonged to me and my brother.” There was stunned silence for a moment,but then the king burst into laughterat this ridiculous and treacherous tale. Soon, his subjects were laughing along with him.“Can’t you see what he is doing my dear subjects? He is trying to wrest power to himself by transparent lies.You are nothing but an impostor. Your alleged brother, my trusted advisor and alchemist, Apaudi, has been my most devoted subject since I can remember.As for blue blood, it is nothing but a myth. My dear subjects, the blood in the veins of the royal family has never been blue. Let me prove it to you.” Then the king cut his arm and the red blood started dripping down on the white marble. “As for you, impostor, you will be beheaded at once for your treason. Then we shall see if your blood is blue.” “Your majesty,” said Apaudi, “such brutal punishment is not fitting for the enlightened times that you wish to be known for. Let me at least give the prisoner a drug so that he shall not know the terror of the damned in his last moments.” “Very well,” said the king. “Take him into your workshop and give him this drug, but bring him back within five minutes, so that his punishment may be carried out in the presence of all my subjects.” When five minutes had passed, Apaudi came back with the prisoner, who moved as if he was half-asleep and unaware of his surroundings. His head was laid upon the chopping block. There was complete silence as the executioner raised his axe. In a swift motion, he brought it down, severing the head of the impostor from his body. But to the amazement and horror of the crowd, the blood that gushed forth was not red but blue. Swiftly, the subjects drew the only possible conclusion. The king was only a fraud who had killed the rightful king in front of their very eyes in order to keep the reins of power. They rushed upon him and tore him limb from limb, spraying his red blood all over the white marble of the platform where he stood. In the days that followed, it was decided that since Apaudi seemed to be the rightful heir, he should take the throne. He was crowned in a great ceremony, after which he revealed that he had hidden the real blue stone because he could not bring himself to allow the false king to destroy it. Thus the rule of the blue stone was maintained in the kingdom and would continue for a thousand more years. The subjects of the kingdom of Ithious would never know the freedom and truth which had been promised to them by their former king, who had turned out to be a false one even as he was telling them the truth.


þ ó r h i l d u r

e l í n a r d ó t t i r

m a g n ú s d ó t t i r

,,Alltaf þegar einhver biður mann að segja frá sér dettur manni ekkert í hug! En ég heiti Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir og ég er sextán ára og í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég er jafningjafræðari hjá Samtökunum ‘78 og er líka varaformaður trúnaðarráðsins hjá þeim. Ég er mjög virk í hinsegin starfi. Ég bý í Kópavogi og ég á eineggja tvíburasystur sem heitir Ásgerður og einn eldri bróður.“ Að skrifa Hvenær byrjaðirðu að skrifa? ,,Þegar ég var svona ellefu ára, í sjötta bekk. Svona 70% af því sem ég skrifaði þá voru smásögur og svona 30% ljóð. Það var eiginlega ekkert varið í smásögurnar - þær voru flestar: ,,Stelpa hittir strák og þau verða ástfangin“ og ljóðin svolítið líka. Núna er ég eiginlega alveg

hætt að skrifa sögur með söguþráð og byggingu. Nýlega er ég dottin í það að skrifa blöndu af einhverju sem er of langt til þess að kalla ljóð en er ekki heldur saga. Ég kalla þetta bara texta. Ég get ekki kallað það smásögur af því þetta er bara eitthvað út í loftið, út í bláinn.“ Skrifarðu mikið? ,,Það koma fyrir mánuðir þar sem ég skrifa svona tvö ljóð á dag en stundum skrifa ég svo ekki neitt í heilan mánuð. Það fer bara eftir því hvað er að gerast. Ég skrifaði til dæmis mjög lítið í prófunum. En ég veit það ekki. Hvað er mikið?“ Áttu þér einhverja rútínu þegar þú skrifar? ,,Oftast dettur mér í hug einhver ein lína, oft þegar ég er með einhverjum öðrum. Ég reyni að hugsa um hana endalaust þangað til ég sest niður og skrifa þessa línu og svo skrifa ég út frá henni. Stundum dettur mér líka í hug eitthvað þema eins og um daginn þegar vinkona mín var 17


að spila á tónleikum og þegar ég horfði á hana hugsaði ég: ,,Hún er alveg eins og sjórinn“ svo skrifaði ég ljóð um hvernig hún væri alveg eins og sjórinn. En ég ritskoða aldrei ljóð og ég tek aldrei út stafsetningarvillur eða málfarsvillur. Jafnvel þótt það sé eitthvað asnalegt eins og að setja eitt n í kannski þá vildi ég greinilega hafa það þannig þegar ég var að skrifa ljóðið, kannski ef ég var að drífa mig ótrúlega mikið. Mér finnst það oftast passa, einhvern veginn.“ Birtirðu það sem þú skrifar? ,,Já, á twitter og svo er ég með tumblr síðu fyrir fólk sem spyr hvort það geti fengið að sjá eitthvað meira eftir mig. Þar set ég kannski svona 60% af ljóðunum mínum og svo set ég örfá á twitter, bara þau sem mér finnst allra best. En annars hef ég ekki birt neitt. Ég byrjaði eiginlega ekkert að tala um að ég skrifaði fyrr en í svona janúar. Fyrir það héldu allir að ég væri bara nördatýpan sem kynni ekki að skapa.“ Hvað finnst þér um að fólk geri ráð fyrir því að ljóð í fyrstu persónu séu um þig? Eru þau alltaf um þig? ,,Alls ekki! Það eru alveg einhver inn á milli sem eru um mig eða persónuleg sambönd en mikið er um aðra og ef mér finnst passa betur að setja þau í fyrstu persónu geri ég það bara. Ljóðið alabama ást er til dæmis um vini mína - ég hef ekki sagt þeim það samt.“ Notarðu bragarhætti þegar þú skrifar? ,,Nei… en kannski ómeðvitað. Ég hef alveg tekið eftir því þegar ég er að lesa ljóð eftir á að það er kannski innrím eða eitthvað svoleiðis í þeim en ég geri það aldrei viljandi. Ég skrifaði samt einu sinni ljóð fyrir lokaverkefni í íslensku í ljóðahætti þar sem Hávamál var fyrirmyndin. Ljóðið var alveg heil þrjátíu erindi eða eitthvað. Það var klikkað - og kennarinn tók ekki vel í það. Hávamál eru náttúrulega leiðbeiningar um hvernig þú átt að vera og haga þér en ég tók þetta á miklu hærra plan og fór út í unglingamenningu á Íslandi og deit- og djammmenningu. Vá hvað kennaranum fannst það vond hugmnd! Það er kannski ekki viðeigandi að skrifa um að sofa hjá einhverjum og skila því síðan til íslenskukennarans.“ Reynirðu að nota einhvern stíl? ,,Ég reyni að nota svolítið svona ,,talaðan stíl“ þannig að ljóðin séu ekki óþjál þegar þau eru sögð. Ég hugsa þau eiginlega alltaf þannig að einhver manneskja sé að segja línurnar og kasta þeim frá sér - ekki að hún sé að skrifa og segja eitthvað úthugsað. Frekar bara svolítið eins og ég tala.“ Að lesa Lestu mikið af bókum? ,,Já. Núna nýlega er ég búin að detta ótrúlega mikið í leiðinlegar fræðibækur. Ég er að lesa Economy and Society eftir Weber. Ég er eiginlega alveg dottin út úr 18

,,Það er kannski ekki viðeigandi að skrifa um að sofa hjá einhverjum og skila því síðan til íslenskukennarans.“ Í UPPÁHALDI/ ,,BÓKASKÁPURINN“


úr skáldsögum, sérstaklega ástarskáldsögum. Ég er allt of meðvituð fyrir þær, þær eru allt of heterónormatívar. Ég les aðallega bækur um félagsfræði, kynjafræði og líffræði og eðlisfræði. Ég er á málabraut svo það kom mér á óvart hvað mér finnst líffræði- og eðlisfræðibækur skemmtilegar! Svo les ég líka bækur sem segja frá einhverju sem gerðist en eru ekki endilega ævisögur. Til dæmis var fólk sem labbaði allan Kínamúrinn og skrifaði um það og mér finnst þannig bækur mjög skemmtilegar, svona viðburðasögur.“ Finnst þér að maður þurfi að lesa mikið til þess að geta skrifað? ,,Ég get eiginlega ekki sagt til um það. Allir sem ég þekki sem skrifa lesa ógeðslega mikið. Allir mestu bókanördarnir og lestrarhestarnir sem ég þekki eru líka að skrifa. En svo eru til dæmis sumir vinir mínir sem lesa ekki neitt og skrifa kannski rapptexta og þeir geta verið flottir og útpældir. En ég hugsa að það hjálpi að hafa lesið mikið þegar maður skrifar, maður verður líka miklu betri í ritgerðarskrifum og fær betri orðaforða og máltilfinningu. Ég missti mjög mikla máltilfinningu þegar ég byrjaði að lesa á ensku sem er ömurlegt.“ Eigin verk Hvað áttirðu við með síðustu línunum í Í öðru lífi? ,,Í tveimur erindum er vísað til ,,hennar“ og hún er sem sagt ást. Þetta er í rauninni bara um tvær persónur sem fengu ekki endalokin sem þær áttu skilið en í fullkomnum heimi gætu þær elskað hvor aðra eins mikið og þær gætu og þessi manneskja í ljóðinu gæti elskað ,,mig“ svo mikið að ég yrði betri manneskja og þyrði að gera hlutina sem ég vildi og gæti tekist á við nýja hluti. Þetta er svona útópískt ljóð.“ Hvert af þessum ljóðum er í uppáhaldi hjá þér? ,,Örugglega alabama ást. Það er svo sjúklega bandarískt! Líka gæti ég ef ég gæti og í öðru lífi. Fólk er líka svona almennt hrifnast af þeim af því það er mikið samhengi í þeim. Ég tók svo eftir því um daginn að það er talað um hunang í þeim öllum! Hunang og blóm eru svona endurtekið þema hjá mér, held ég. Líka óhefðbundin notkun á líkamanum. Eins og í ljóðinu sem heitir sígaretta. Stundum hafa þeir vinir mínir sem eru meira ,,ljóðameðvitaðir“ skammað mig fyrir að halda mig ekki við eitt þema - til dæmis að bera saman við líkamann en ég geri bara það sem mér finnst passa best við. Svo var ég ekki með neinar fleiri spurningar. Langar þig að segja eitthvað meira? ,,Nei, ég veit það ekki. Þetta eru bara einhver ljóð sem ég skrifa. Ég er eiginlega ekkert hrifin af þeim persónulega.“

í öðru lífi ég trúi á heima þar sem endalok okkar biðu eftir okkur heima á stærð við satúrnus þar sem að ég syng þig í svefn með vögguvísum þar sem að við drukknum í krókusum og brennum missa okkar eins og reykelsi á líf sem lyktar jafn fyrirgefandi og allir aukasénsar heimur þar sem þú titrar ekki þegar þú segir nafn mitt hún myndi flæða eins og hunang á milli allra sunnudagaskólamorgnanna þegar guð fyrirgaf okkur loksins hún myndi gera augun þín græðandi eins og aloe vera krem þar til að ég væri ekki lengur hrædd við að fljúga svona nálægt sólu ég myndi heyra þig kalla að neðan “heimur mun dökkna og ást okkar mun samt flæða neðanjarðar”

19


Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

alabama ást hún er mjúk eins og gras og býflugur þú ert fædd frá óskabeinum og tattúum á tyggjóbréfum hún ræktar krókusa og kartöflur í garðinum sínum þú drekkur úr slöngunni og hún hlær það ómar eins og kirkjuklukkur í september klæðist hún vínrauðum og gull þú klæðist hjarta þínu þegar stjörnufíflarnir blómstra segir þú henni að þeir minna þig á hana þú segir henni ekki að allt annað gerir það líka það snjóar ekki en það stoppar ekki hana í því að renna sér niður brekkurnar á bakka frá skyndibitastað bröltandi andstutt að fótum þínum grípur um hendi þína hún finnur púlsinn þinn í gegnum hanskann segir hún og smeygir fjólu bakvið eyrað á þér það er komin tími til að þiðna þú notar varasalva með hunangi og færir henni liljur hún er ný og sæt og blíð þú kyssir hana bakvið kirkjuna á páskadag hún er þolinmóð, hún er ljúf loksins búin að blómstra sígaretta

mig langaði að bera þig að vörum mínum halda þér eins og sígarettu milli tannanna minna anda djúpt að mér og finna þig hrynja niður í lungun mín þetta sagðir þú vera botninn á tunnunni ég var sammála sinnulaus við skemmdunum sem þú hafðir valdið mig langaði að rífa í sundur brjóstkassann minn og skera út nógu mikið pláss svo að þú myndir passa eins og púslbiti inn í hola bringu mína vefja skinn og bein utan um þig því kannski eru tvö lög nóg til að halda myrkrinu í skefjum ég hélt að ef ég væri nógu mikið, nógu lengi þá myndu þínir brotnu bitar og mínir bráðna saman undir stjörnuljósi og mynda fallegan kirkjuglugga 20

það var ekkert heilagt við okkur


Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir gæti ég, ef ég gæti? hugrekkið skrapp saman um leið og ég sá þig ekki leysa mig upp eins og hunangið í tei þínu ásetningur minn veikist og ég stari of opinskátt drekk þig í mig hvaða áhorfandi sem er myndi sjá mig andvarpa og axlir mínar falla þegar ég sé þig brosa til mín mig langar að senda þér mynd af öllum blómum sem ég sé mig langar að safna laufum fyrir þig og lauma þeim í kryddhilluna þína áður en ég yfirgef húsið þitt kyssa þig á ennið og bjóða þér sígarettuna mína jafnvel þó að ég viti að þú munir segja nei í hvert einasta skipti þú brýtur mig niður á ljúfasta mátan, í gegnum andskotans stjörnurnar í augum mínum mig langar að horfa á þig gera hlutina sem þú elskar þú umbreytir innra eintali mínu í seríu af ásum og núllum, neistatruflanir, breytast í guð tennur þínar eru svo beinar hár þitt er svo mjúkt breytist í guð nefið þitt er svo krúttlegt ljósið í þínum augum dansar eins og við gerum í kringum spurninguna viltu kyssa mig aftur? viltu spila fyrir mig þitt uppahálds lag í dag með haus þinn í kjöltu minni, hendur mínar í hári þínu ég velti því fyrir mér hvort þú vitir af ljósinu, hvort þú vitir að þú geislir haltu í höndina á mér undir eldhúsborðinu horfðu á mig rekjast upp ég hef aldrei fyrr dottið svona auðveldlega í sundur

21


Stofugluggi

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

ég fer framhjá gömlu íbúðinni þinni hvern einasta morgun á leiðinni í skólann ég rétt næ að gægjast inn um stofugluggann áður en strætó er komin framhjá og það eina sem ég hugsa um er að gluggaskreytingin er ekki jafn falleg og hún var hjá þér ekki hvernig þú kysstir mig upp við þennan glugga í fyrsta sinn seint á fimmtudagskvöldi ekki hvernig ég stóð við þennan glugga og drakk kaffið mitt á sunnudagsmorgnum ekki hvernig það kom sprunga á þennann glugga þegar þú kastaðir lampa í hann eftir að hafa fengið fréttirnar ég hugsa bara um gluggaskreytinguna

ástarbréf til sjálfsins ég þekki okkur, ég þekki þig ég veit að suma daga þá líður þér eins og tilvera þín sé einskis virði og hjarta þitt er kvalið og þú ert svo þreytt á því að elska svona mikið og gefa svona mikið og þurfa svona mikið en guð það er þess virði, það er svo þess virði roðinn er að yfirgefa þig og þú ert enn að brotna en minna eins og brotnandi gler og meira eins og brotnandi öldur og ég veit að hafið er stórt og ógnandi og allt of djúpt fyrir þig að hugsa um en þú þekkir blíðu hafbylgjanna, skellandi þú veist að það er ekki brot heldur stækkun það ert þú það ert þú það erum við það er vont að brotna en við erum að stækka og það er í lagi þú myndir aldrei segja elskhuganum sem máninn tekur að hún sé ekki þess virði þú ert sjávarföllin og sandurinn milljónir ára sem þú hefur verið að veðra þig á steini og hérna ertu hérna ertu hérna ertu ljós fer í gegnum þig og inní þig og undir þig og ég þori að veðja að ef restin af heiminum horfði nógu stíft á þig

22

þá myndu þau sjá þig geyma allt í þér, veröldina, ástina og óendanleikann þetta er sárt en við erum að stækka og það er í lagi


h i n r i k k a n n e w o r f f

,,Ég heiti Hinrik og ég er tvítugur. Ég stunda nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég er ekki enn útskrifaður af því að ég var mjög mikið í leikritinu þetta ár svo ég tek eina önn í viðbót sem er fínt. Þegar ég er búinn langar mig að fara út til Danmerkur, eflaust í leikaranám, í CISPA eða Scenekunstskolen. Ég hef áhuga á mjög mörgu, leiklist, bókmenntum, ljóðlist. Ég les mikið, skrifa og elska tónlist. Ég er á félagsfræðibraut í MH og er búinn að taka fullt af sálfræði, ég ætlaði að verða sálfræðingur en svo hætti ég við það. Ég á kærustu sem heitir Álfrún, einn lítinn bróður, einn stóran bróður, foreldra og ömmu.“ Að skrifa Hvenær byrjaðirðu að skrifa? ,,Í grunnskóla. Ég var mikið fyrir sketsaþætti þegar ég var í grunnskóla og skrifaði fullt af ömurlegum sketsum sem ég held að ég eigi

ennþá. En þegar kemur að ,,fágaðri ritlist“, innan gæsalappa, var það ekki fyrr en á öðru ári í menntó. Þá fór ég að skrifa smásögur sem voru að mestu leyti, ómeðvitað samt, afrit af uppáhaldsrithöfundunum mínum. Þær voru að minnsta kosti sterklega innblásnar af þeim. Á síðastliðnu ári hef ég áttað mig á því að sú hugsun er mjög leiðinleg, maður fær eiginlega ekkert út úr því svo ég hef reynt að stýra mér frá þeirri braut og gera frekar mitt.“ Hvað ertu helst að skrifa? ,,Aðallega ljóð en svo var ég líka að klára örleikrit um daginn. Svo hef ég skrifað smásögur. Ég er svona smám saman að færa mig yfir í stærri verk af því ég hef alltaf verið dálítill minimalisti og kannski hef ég bara átt aðeins erfiðara með að skrifa stærri verk þar sem er mikill díalógur og þar sem ég þarf að tvinna einn langan þráð í gegnum alla söguna. Það er erfitt, ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem virðist eiga auðvelt með það.“ 23


á n á t t b o r ð i n u

Ég skrifa samt mest þegar ég fer í lægð af því að ég glími við þunglyndi og þar eru hæðir og lægðir. Þegar ég fer í lægð er ég svolítið einn og þá hef ég tíma til þess að koma einhverju á blað. Tökum ljóðin mín sem dæmi, þau eru flestöll ástarljóð af því að það er viss bjartsýni í ástinni sem hjálpar mér einhvern veginn að horfa á það bjarta. Þetta er svona ákveðin útrás, kaþarsis gætum við kallað það.“ Skrifarðu með einhvern lesanda í huga? ,,Oftast jafnaldra mína eða jafnvel kærustuna mína ef henni finnst það fallegt er ég þokkalega sáttur. Ég er kannski aðeins dómharðari en hún, ég vil að allt smelli. Ég kann samt - þrátt fyrir persónulega gagnrýni- að meta þegar fólk segir það sem því finnst í raun og veru.“ Finnst þér formið ljóð kalla á ást eða kallar ástin á ljóðið? ,,Góð spurning. Ég held að það sé svolítil blanda af báðu. Ég hef alltaf verið mjög mikill rómantíkus eða nýrómantíkus. Mér finnst miklu áhugaverðara að geta verið úti að labba og horft á einhvern merkingarlausan hlut og fyllt hann merkingu. Þegar maður hugsar um ljóð í hefðbundnum skilningi fer hugurinn ef til vill strax til Davíðs Stefánssonar úr Fagraskógi eða Jónasar Hallgrímssonar - gæjanna sem voru algjörir lovestruck aular og ortu mjög vel. Formið ljóð kallar svolítið á ást í víðum skilningi. Í mínum huga eru flest ljóð annað hvort ástarljóð, samanber Pablo Neruda, eða baráttuljóð, tökum til dæmis Mayu Angelou sem yrkir um réttindi kvenna og svarts fólks. Það er auðvelt að yrkja um ástina því hún er svo stórt konsept og það er svo mikið af merkingu sem er þegar gefin í samfélaginu.“ Heldurðu að það sé öðruvísi fyrir karla að yrkja um ástina en konur? ,,Já, ég held að. Það er gjarnan eins og hin mjúka hlið karlanna geti notið sín í gegnum ljóð en stelpur virðast vera feimnari við að fylgja staðalímyndinni og mér finnst þær miklu meira áberandi í ,,harðari“ ljóðum baráttuljóðum og þá sérstaklega kvenréttindabaráttu. Þegar kemur að ástarljóðum eru mjög fáar konur sem ég hef séð sem yrkja um ást sem gengur upp.“ Að lesa Hverjir eru þínir uppáhaldsrithöfundar? ,,Ég er mikið fyrir Japani. Mitt uppáhaldsskáld heitir Shuntaro Tanikawa, hann er hundgamall, alveg áttatíu og fimm ára eða eitthvað svoleiðis. Allt sem ég hef lesið eftir hann er tær snilld. Gyrðir Elíasson þýddi ljóð eftir hann og gaf út í safni sem heitir Listin að vera einn. Ég held mikið upp á þá bók. Ég er meira að segja með bókina á mér núna.


En fyrir utan ljóðlist hed ég mikið upp á annan Japana sem heitir Haruki Murakami. Hann skrifar líka nákvæmlega eins og hann vill skrifa. Stundum er eins og hann hafi hugsað á meðan hann var að skrifa: ,,Sagan gæti alveg eins endað hér“ svo hann skilur hana eftir opna og skilur þig eftir þannig að þig langar að lesa meira en það er ekkert sem er svolítið skemmtileg tilfinning.“ Eigin verk Sagan segir svo að þú sért að vinna að ljóðabók ,,Já - ég hafði samband við Eydísi Blöndal sem gaf út hjá Lús forlagi og svo var ég að vinna með Adolfi Smára að 1984, leikriti NFMH, en hann stofnaði þetta forlag til að gefa út wifi-ljóðin. Það lítur alltaf betur út að vera hjá forlagi. Ég ætlaði að reyna að klára handritið að bókinni í sumar og stefna á það að gefa út í ár en eins og horfurnar eru núna held ég að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Líkt og ég sagði áðan er ég ákveðinn fullkomnunarsinni og gagnrýninn á eigin verk. Ég er með mjög ákveðna hugmynd um þema og ég er með um það bil tuttugu ljóð sem mér finnst passa í það en mig langar að hafa þau fleiri. Ég vil samt ekki neyða mig til þess að skrifa ljóð sem falla inn í þemað af því að það kemur aldrei vel út þegar maður neyðir sig til að skrifa eitthvað einungis til þess að skrifa það.“ Finnst þér erfitt að birta hluti sem eru persónulegir? ,,Nei. Ég hef verið að vinna svolítið í því að opna mig en oft eru þetta ekki einu sinni persónuleg ljóð. Það eru ekki öll ástarljóðin mín um kærustuna mína, sum eru meira um ástina sem konsept, sem hugmynd. Það er gaman að tækla þessa hugmynd og vinna með hana á einhvern skemmtilegan hátt.“ Ertu mikið að skrifa konkretljóð? ,,Ég gerði það á vissu tímabili, fyrir svona fimm, sex mánuðum. Mér finnst það mjög skemmtilegt og það kemur vel út á prenti sem er næs. Það er náttúrulega erfitt að lesa svona ljóð upphátt. Ég er reyndar mjög mótfallinn því að lesa upp ljóð, gott að koma inn á það. Að listamaðurinn lesi upp - mér finnst að lesandinn eigi sjálfur að

upplifa ljóðin, lesa þau og ljá þeim merkingu og hrynjanda og jafnvel rödd eins og honum sýnist. Ég get ekki alveg sett fingurinn á hvað það er sem fer í taugarnar á mér við ljóðaupplestur. Mér finnst að ljóðlist ætti að vera þögull miðill. Ég hef ekki gert mikið af konkretljóðum upp á síðkastið en ég er samt að vinna eitt í huganum og hugsa um hvernig ég geti útfært það og raðað stöfunum þannig að það gangi upp og sé ekki torskiljanlegt.“ Hvert af þessum ljóðum er í uppáhaldi hjá þér? ,,Af þessum ljóðum myndi ég segja Camelblár og hugsanega Ástfanginn af því mér fannst gaman að vinna í því og raða upp stöfunum, r, i, g, n, a, rigna, rigna, rigna aftur og aftur. Svo segi ég Cameblár aðallega af því að ég geri þetta í alvörunni - sný miðjusígarettunni við af því að það boðar lukku. Ég er ekki hjátrúarfullur, þetta er eini hluturinn sem ég leyfi mér að gera. Það var svo ekki fyrr en nýlega sem ég komst að því að Álfrún, kærastan mín, gerði þetta líka og það sló mig út af laginu. Ljóðið er samt í uppáhaldi af því að mér finnst það bara krúttlegt. Gaman þegar raunveruleikinn endurspeglar listina og öfugt.“

í uppáhaldi


Hinrik Kanneworff

26


Hinrik Kanneworff

Ef þú þarft hef ég herðar, hendur og huga sem geta borið allan þann þunga sem er ekki minn eigin

16. apríl (í strætó) ég sat við hliðina á stelpu sem notaði sama ilmvatn og þú það lá við að ég öskraði á hana með þeim vonum að hljóðbylgjurnar myndu feykja ilmvatninu af henni og senda skilaboð til allra stelpna að ilmvatnið, og allar þær minningar sem fylgja því, tilheyrir þér

Falskt píanó hugur minn er falskt píanó sem allir spila á en enginn stillir

Íslenskur hversdagsleiki fékkstu það sem þú vildir út úr lífinu? að hella þig fullan á fimmtudegi og dansa til að yfirgnæfa allar þær martraðir sem þú færð á næturnar en segir engum 27


Hinrik Kanneworff

Þögn vinátta og ást skilgreinast af því þegar þögnin er ekki lengur vandræðaleg heldur sameiginleg

En svo sá ég þig í dag ætlaði ég að gleyma öllum sársauka

Taktleysi hljómsveitarstjórinn er argur því heimurinn heldur ekki takti regnið er ákaft og lifir stutt meðan niður umferðarinnar aðeins handahófskenndar drunur „jæja, hjartsláttur minn heldur þó takti“ en um leið og hann sleppti orðinu sá hann hana og brosið sem smitaði taktleysi í hans taktfasta hjarta

28


INNSEND LJÓÐ Hver dagur er aðeins hringur, möttulsnúningur, ferðalag í kringum miðju, ferðalag aftur að byrjunarreit. Er lífið þá bara kannski hringur? Fæðumst við gömul og deyjum ung? Lærum við nokkuð nýtt eða erum við bara að rifja upp allt sem við vissum? Dauðinn ekkert nema byrjun og fæðingin endir, upphaf og endir eru þá ekki til, þar sem lífið er ekki lína heldur hringur innan í hring sem er innan í þríhyrning. Eða kassa? Er veröldin og lífið og heimurinn einhvernvegin í laginu? Máninn veit, fólkið allt ei neitt. Aldrei veit neinn neitt, nema Máninn. Hann veit: -og allt snýst í hringi innan í hringjum, óáþreifanlegt, óskiljanlegt, tíminn aðeins tálsýn: hann hlær að okkur, takmarkar, niðurlægir, okkur mennina. En Máninn hann veit, Og nóttin kallar: „Karlar, konur og krakkar! Allt er ekkert, ekkert er allt og ekki neitt getur bjargað frá tálsýn heimsins sem snýst, í skjóli myrkurs. Aðeins ekkert mun verða ykkar björgun.“ -Kjartan J. Ognibene

29


Bráðlega ég kveð minn kæra Kverkar okkar votir Árin góð og gjafmild komu Gáfu okkur tíma Ævintýrin alltaf eltum Kannski er þetta nýtt Þó ferðina förum ekki saman Fögnum því sem slíku Hjartað hljómar ekki vel Ég heyri ekki neitt Þögnin tekur mig taki Treglega ég kveð -Elísabet Hanna

Eitthvað lifir undir rúminu mínu Telur sig vera á heimilinu sínu Þessi vera er ekki köld og grimm Ljúf líkt og svanurinn í dimmalimm Hún svífur á kuskinu líkt og á vökva Nei viti menn, nú er ég að skrökva -Elísabet Hanna

Ég heyri svo vel ég heyri grasið gróa Sagði sú sem var tíma sínum að sóa Hlustaðu á eymd, tár og sorg Hlustaðu á stríðið, sjáðu hin blóðugu torg Að hlusta er eitt að skynja er annað Að loka augunum er bannað Frá kvölum annarra má ekki burtu horfa Notaðu heldur það sem þú átt Notaðu mátt Notaðu ást Láttu ekki börn ein og yfirgefin þjást -Elísabet Hanna

Það að vera ungur, allt svo auðvelt er Hleyp um í grasinu og velti mér Horfi upp til tunglsins og veit að þangað mun ég fara Ætli karlinn í tunglinu muni mér svara? Í dag er ég geimfari en í gær var ég álfur Kannski á morgun verð ég stríðsmaður hálfur Ég borða nægan mat svo á morgun verði ég stærri Verð föður mínum í hæð sinni nærri Þegar háttatíminn kemur vil ég ekki sofa Undir rúminu gæti leynst vofa Mamma kemur og þétt um mig heldur Inn í draumana, tæklaður og felldur -Elísabet Hanna

30


KVK pabbi minn biður um barnabarn systir mín vill double-deita mamma biður að ég finni mig meðan bróðir minn sekkur í skel ég drekk mig í hel. -Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

ó, þú. þú vilt ekki spúna mig en ert samt svo sætur í kaldhæðni þinni reitt augnaráð eina stundina breytist í ástríðufullar augngotur þá næstu og ég flýg í óvissugöng ofhugsunar -Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Tekur alla sængina Tekur af mér uppáhalds koddann Tekur ekki utan um mig en heltekur huga minn -Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

31


ÚTGÁFUFERLI

Flestir rithöfundar kjósa að fara þá leið að gefa út undir merkjum einhvers forlags enda fylgja því fjölmargir kostir - ritstjóri, prófarkalestur, markaðssetning og svo mætti lengi telja. Á Íslandi eru nokkur bókaforlög, bæði hefðbundin eins og Forlagið og Bjartur og svo önnur sem eru óvenjulegri eins og til dæmis Partus og Tungl útgáfa. Haft var samband við Forlagið til þess að heyra hvernig útgáfa gengi fyrir sig hjá þeim og það var Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu, sem svaraði.

32


Forlagið Hvernig fer útgáfuferlið hjá ykkur fram? Útgáfuferlið getur verið langt og með nokkuð mismunandi hætti eftir því um hvers konar bók eða verkefni er að ræða. Við erum með reglulega útgáfufundi hér í fyrirtækinu þar sem ýmsar útgáfuhugmyndir eru ræddar. Þar kynna ritstjórar og aðrir handrit eða útgáfuhugmyndir sem hafa borist og málin eru skeggrædd frá ýmsum hliðum. Handrit og hugmyndir er best að senda á handrit@forlagid.is þar sem allt efni er skoðað áður en það er rætt hérna innanhúss. Í kjölfar útgáfufunda eru oft haldnir minni fundir þar sem lokaákvörðun er tekin. Sé samþykkt að taka handrit á útgáfulista er það sett inn á ritstjórn. Þar vinnur ritstjóri í því ásamt höfundi. Ritstjórnarferlið sjálft getur svo verið með býsna ólíkum hætti eftir því hvernig verkefnið er vaxið. Hvernig er best fyrir höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu að bera sig að? Forlög hafa eflaust mismunandi leiðir. Hjá Forlaginu biðjum við að handrit séu send á handrit@forlagid.is. Gott er að allur frágangur sé vandaður, búið sé að villuleita textann og að efninu fylgi stutt kynningarbréf frá höfundi, bæði á efninu og þeim sjálfum. Góður yfirlesari er gulls ígildi ungum höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref og aldrei skyldi vanmeta vandaðan yfirlestur hlutlauss lesanda. Við höfum safnað saman nokkrum góðum ráðum varðandi skil á efni og annað á heimasíðunni okkar og það er mjög gott að hafa þau í huga þegar hugað er að handritaskilum. Þau má finna undir ,,Fyrirtækið” og svo ,,Handritaskil og útgáfuhugmyndir” Svo er lestur bóka auðvitað líka af hinu góða, skáldsagna, ljóða og fræðibóka. Mig langar í því samhengi að benda á tvær bækur um skriftir – báðar á persónulegum nótum og afar áhugaverðar, On Writing eftir Stephen King og Writing Down the Bones eftir Natalie Goldberg.

33



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.