Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2017

Page 1


Útgefandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Umsjón og ábyrgð:Upplýsinga– og áætlanadeild Jónas Orri Jónasson Myndir: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Útgefið í október 2018


3 Helstu niðurstöður

4

Afbrot á höfuðborgarsvæðinu

5

Vesturbær

23

Seltjarnarnes

23

Íbúafjöldi

6

Heildarfjöldi brota

7

Garðabær og Álftanes

25

Auðgunarbrot

8

Hafnarfjörður

25

Þjófnaður

9

Lögreglustöð 3

26

Innbrot

10

Breiðholt

27

Þéttni innbrota 2017

11

Kópavogur

27

Þéttni innbrota á heimili 2017

12

Kynferðisbrot

13

Ofbeldisbrot

14

Eignaspjöll og nytjastuldur

15

Fíkniefnabrot

16

Haldlögð fíkniefni

17

Afbrot eftir svæðum

18

Lögreglustöð 2

Lögreglustöð 4

24

28

Árbær og Grafarholt

29

Grafarvogur

29

Mosfellsbær, Kjalarnes, Kjós arhreppur

30

Samanburður milli svæða

31

Heildarfjöldi brota

32

Ofbeldisbrot

33

Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir svæðum

19

Kynferðisbrot

34

Lögreglustöð 1

20

Innbrot

35

Háaleiti

21

Fíkniefnabrot

36

Hlíðar

21

Eignaspjöll

37

Laugardalur

22

Nytjastuldur

38

Miðborg

22


4 

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 9.335 tilkynningar um hegningarlagabrot árið 2017, tilkynningum fjölgaði um átta prósent á milli ára.

Fjöldi tilkynntra hegningarlagabrota var um 421 brot á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu árið 2017.

Árið 2017 voru skráð rúmlega 39 þúsund umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu og fjölgaði brotunum um 18 prósent á milli ára. Ekki hafa verið skráð jafn mörg brot á einu ári frá því að samræmdar skráningar hófust hjá lögreglu árið 1999.

Tæplega 4.000 sérrefsilagabrot komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Brotunum fjölgaði um 34 prósent á milli ára.

Tilkynnt var um 4.771 auðgunarbrot árið 2017 sem gerir um það bil helming allra hegningarlagabrota. Að meðaltali bárust tæplega 400 tilkynningar á mánuði, eða um 13 tilkynningar á dag.

Langstærstur hluti tilkynntra auðgunarbrota voru vegna þjófnaðarmála. Lögreglu bárust um 3.300 tilkynningar árið 2017, sem gerir um það bil 66 prósent allra tilkynntra auðgunarbrota.

Skráðar tilkynningar um innbrot árið 2017 voru 879. Tilkynningum fjölgaði lítillega á milli ára en fækkaði miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Flest innbrot árið 2017 áttu sér stað á heimilum, eða um tvö af hverjum fimm innbrotum.

Árið 2017 bárust 300 tilkynningar um kynferðisbrot. Tilkynningum fjölgaði um átta prósent á milli ára og um 18 prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Alls bárust 140 tilkynningar um nauðgun árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um 13 prósent á milli ára.

Lögreglu bárust 1.284 tilkynningar um ofbeldisbrot árið 2017. Ekki hafa verið skráð jafn mörg ofbeldisbrot á einu ári frá því að samræmdar skráningar hófust.

Rúmlega 80 prósent ofbeldisbrota voru minniháttar líkamsárásir.

Alls komu upp þrjú manndrápsmál á höfuðborgarsvæðinu árið 2017.

Tilkynnt var um 1.418 eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um sjö prósent á milli ára, en fækkaði um fjögur prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Skráð voru 1.626 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2017, þar af 45 stórfelld brot. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 21 prósent á milli ára.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan lögðu hald á töluvert meira magn fíkniefna árið 2017 en árið 2016. Oftast var lagt hald á marijúana og amfetamín.

Langflest hegningarlagabrot, eða tæplega helmingur, áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1 sem sinnir Háaleiti, Hlíðum, Laugardal, Miðborg, Vesturbæ og Seltjarnesi.

Þar af sker Miðborg sig úr, en rúmlega þriðjungur hegningarlagabrota áttu sér stað þar.

Fæst brot, um 12 prósent, áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.


5

Hér er fjallað um dreifingu afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Niðurstöður eru bornar saman við fjölda brota árin á undan. Fyrst er fjallað um breytingar á íbúafjölda á svæðinu, því næst er þróun í heildarfjölda brota skoðuð. Loks er farið yfir hvern brotaflokk fyrir sig og greint frá þróun brota milli ára og miðað við meðalfjölda árin 2009 til 2016. Miðað er við fjölda brota sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ár hvert.


6 

Árið 2017 voru tæplega 222.000 íbúar skráðir með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um tæplega 5.500 á milli ára, eða um 2,6 prósent. Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur ekki fjölgað jafn mikið á einu ári síðan árið 2008, þegar íbúum fjölgaði um 3,1 prósent.

Árið 2017 voru 307 lögreglumenn við störf á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumönnum fjölgaði frá árinu áður þegar 290 lögreglumenn voru við störf. Eru þetta um 14 lögreglumenn á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu, sem eru álíka jafn margir og voru árið 2015.

Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarhreppi eða um 8,5 prósent.

Íbúum í Miðborg fækkaði smávegis á milli ára, eða um 0,3 prósent. Íbúum þar hefur fækkað ár frá ári allt frá 2013. Árið 2017 bjuggu um 6,5 prósent færri í Miðborg en árið 2013.

2015

Fjöldi 2016

2017

Seltjarnarnes Vesturbær

17.447 21.274 14.717 17.743 28.189 14.385 11.627 34.140 13.852 8.041 10.604 4.415 16.726

17.952 21.397 15.230 17.802 28.703 14.542 11.726 35.246 13.962 7.735 10.992 4.450 16.607

18.484 21.944 15.709 18.041 29.412 14.730 12.318 35.970 14.101 7.709 11.892 4.575 16.938

8,3 9,9 7,1 8,1 13,3 6,6 5,6 16,2 6,4 3,5 5,4 2,1 7,6

532 547 479 239 709 188 592 724 139 -26 900 125 331

3,0 2,6 3,3 1,3 2,5 1,3 5,1 2,1 1,0 -0,3 8,5 2,8 2,0

Samtals

213.160

216.344

221.823

100,0

5.479

2,6

Árbær og Grafarholt Breiðholt Garðabær og Álftanes

Grafarvogur Hafnarfjörður Háaleiti Hlíðar Kópavogur Laugardalur Miðborg Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

% af heild Breytingar milli ára 2017 Fjöldi %


7

45.000 40.000

 

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 9.335 tilkynningar um hegningarlagabrot árið 2017. Hegningarlagabrotum fjölgaði um átta prósent á milli ára.

35.000

Fjöldi brota

30.000 25.000 20.000

Um það bil helmingur allra tilkynntra hegningarlagabrota voru auðgunarbrot. Þar af voru flest mál vegna þjófnaða, þá sérstaklega hnupla.

15.000

Næstflest hegningarlagabrot voru eignaspjöll. Lögreglu bárust alls 1.418 tilkynningar árið 2017, sem gerir um 30 prósent allra tilkynntra hegningarlagabrota árið 2017.

0

Árið 2017 voru skráð 39.082 umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa verið skráð jafn mörg umferðarlagabrot á einu ári frá því að samræmdar skráningar hófust hjá lögreglu árið 1999. Brotum fjölgaði um18 prósent milli ára.

10.000 5.000 2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

Hegningarlagabrot

10.929

8.930

8.368

8.110

7.822

9.287

8.648

9.335

Umferðarlagabrot

27.306

22.694

25.117

19.886

26.292

28.665

33.114

39.082

Sérrefsilagabrot

2.274

2.263

2.905

2.977

3.405

2.987

2.952

3.945

Umferðarlagabrotum fjölgaði um 18 prósent á milli ára.

Fíkniefnabrot

Langflest umferðalagabrot voru vegna hraðaksturbrota eða um 30.000 brot.

Auðgunarbrot

Skráð voru 3.945 sérrefsilagabrot árið 2017. Slíkum brotum fjölgaði um rúmlega þriðjung á milli ára. Ekki hafa verið skráð jafn mörg sérrefsilagabrot á höfuðborgarsvæðinu frá því að samræmdar skráningar hófust árið 1999. Um það bil helmingur sérrefsilagabrota var vegna brota á áfengislögum og/eða fíkniefnabrot. Árið 2017 fjölgaði nokkuð skráðum brotum á lyfjalögum og lyfsölulögum, sem ásamt fjölgun fíkniefnabrota útskýrir að einhverju leyti fjölgun sérrefsilagabrota árið 2017.

1.284 1.197 1.186 880

Ofbeldisbrot

1.626 1.345 1.333 1.737 4.771 4.382 5.156 4.501 879 849 1.064 881

- þar af innbrot

1.418 1.325 1.314 1.267

Eignaspjöll

Nytjastuldur

326 325 360 284

Kynferðisbrot

300 277 276 238 0

1.000

2017 2016 2015 2014

2.000

3.000

Fjöldi brota

4.000

5.000

6.000


8

Rúmlega tveir þriðju allra auðgunarbrota voru vegna þjófnaðarbrota.

Skráðum auðgunarbrotum fjölgaði um níu prósent á milli ára. Skráður fjöldi auðgunarbrota var hins vegar um 12 prósent lægri árið 2017 miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Fjöldi auðgunarbrota árið 2017 er álíka mikill og hann var árið 2013.

Á milli ára fjölgaði flestum tegundum auðgunarbrota.

Skráðum þjófnaðarbrotum fjölgaði mest á milli ára eða um 333 brot (um 11 prósent fjölgun). Hlutfallslega fjölgaði hylmingarbrotum mest, en fjöldi brota nánast tvöfaldaðist á milli ára. Hlutfallslega fjölgaði innbrotum minnst, eða um fjögur prósent.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 46 tilkynningar um rán árið 2017. Eru það álíka margar tilkynningar og bárust síðustu þrjú ár á undan.

Auðgunarbrot

8.000

Meðaltal

7.701 6.780

6.000

5.430

5.156 4.989 4.751 4.771 4.501 4.382

2011

2012

4.000 2.000 0 2009

2010

2013

2014

Tilkynnt var um 375 fjársvik árið 2017, þar af áttu um 20 prósent brotanna sér stað í gegnum netið. Að meðaltali bárust tæplega 400 tilkynningar um auðgunarbrot í hverjum mánuði árið 2017, eða um 13 tilkynningar á dag. Til samanburðar voru tilkynningar um 14 á dag árið 2015 og um 21 árið 2009.

2015

2016

2017

Fjöldi auðgunarbrota árin 2009 til 2017 og meðaltal árin 2009 til 2016

3.272 2.939 3.493 3.119

Þjófnaður

10.000

Árið 2017 voru skráð 4.771 auðgunarbrot á höfuðborgarsvæðinu sem gerir rúmlega helming allra hegningarlagabrota. Fjöldi brota

879 849 1.064 881

Innbrot 375 352 297 276

Fjársvik

47 60 62 39 87 46 64 50 35 46 36 48 46 41 50 46 30 49 90 42

Gripdeild Hylming Fjárdráttur Rán Auðgunarbrot, annað 0

2017 2016 2015 2014 1.000

2.000

Fjöldi brota Fjöldi auðgunarbrota eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

3.000

4.000


9 5.000

Árið 2017 komu 3.272 þjófnaðarmál á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum brotum fjölgaði um 11 prósent á milli ára, en fækkaði um fimm prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016. Fjöldi skráðra þjófnaðabrota var álíka mikill og hann var árin 2011 til 2013.

Þjófnaðir

4.144 4.003 4.000

Fjöldi brota

Meðaltal

3.311 3.317 3.316

3.493 3.119

2.939

3.272

3.000 2.000 1.000 0

Á milli ára fjölgaði tilkynningum um hnupl, þjófnað á ökutækjum, skráningamerkjum og þjófnuðum sem flokkast sem annað. Undir annað flokkast t.a.m. þjófnaður úr búningsklefum og þjófnaður á yfirhöfnum og/eða töskum á samkomustöðum.

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

Alls bárust 943 tilkynningar um hnupl úr verslunum árið 2017, en tilkynningum fjölgaði um níu prósent á milli ára. Færri tilkynningar bárust lögreglu um eldsneytis-, farsíma- og reiðhjólaþjófnaði árið 2017 en árið 2016. Árið 2017 voru skráðar 460 tilkynningar um þjófnað á farsíma, sem gerir um 38 tilkynningar á mánuði eða rúmlega eina tilkynningu á dag árið 2017. Tilkynningunum fækkaði um fjögur prósent á milli ára. Álíka margar tilkynningar bárust um þjófnað á skráningarmerkjum ökutækja árið 2017 og bárust árið áður. Tilkynningar hafa verið álíka margar ár hvert frá 2014. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust að meðaltali um 273 tilkynningar um þjófnað í hverjum mánuði árið 2017, sem gerir um það bil níu tilkynningar á dag. Til samanburðar bárust um 245 tilkynningar á mánuði árið 2016 og um 291 árið 2015.

2017

Fjöldi þjófnaða árin 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

958

Annað

2016

917 866

Hnupl 460 480

Reiðhjól/létt bifhjól

456 472 491

Skráningarmerki

79 76 83 80

Eldsneyti

29 44 83 90

Ökutæki

75 43 57 46 0

1.043

943

820

Farsímar

1.230

1.100

636 592

574 2017 2016 2015 2014

200

400

600

800

Fjöldi brota Fjöldi þjófnaðarbrota eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

1.000

1.200

1.400


10

Árið 2017 bárust 879 tilkynningar um innbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem gera um það bil 73 tilkynningar á hverjum mánuði árið 2017 eða um 2,4 tilkynningar á dag. Til samanburðar bárust um 240 tilkynningar um innbrot í hverjum mánuði árið 2009 og um 71 tilkynning árið 2016.

3.500 3.000

Fjöldi brota

Innbrot

2.883 2.174

2.500 2.000

1.463

1.500

1.012

1.000

Tilkynntum innbrotum fjölgaði lítillega á milli ára, en fækkaði um 37 prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Hlutfallslega bárust flestar tilkynningar um innbrot í heimahús, eða um 41 prósent. Næstflestar tilkynningar voru um innbrot í ökutæki (27%).

Um það bil 17 prósent innbrota voru í fyrirtæki og um níu prósent í verslanir.

Algengast var að tilkynningar bærust lögreglu á milli kl 16 og 19 á mánudögum og föstudögum og frá klukkan 20 til miðnættis á miðvikudögum.

0-3 4-7 8-11 12-15 16-19 20-23

C C D C E D

B C D C D D

Mið B B D C C E

Fim B C C B D C

Fös C B C C E C

Fjöldi innbrota eftir tíma sólarhringsins og vikudegi

Lau

2009

2010

2011

B C C D C C

D B C C C D

Fjöldi 0-7 8-15 16-23 24-31 32+

2013

2014

1.064

849

879

2012

2015

2016

2017

Fjöldi innbrota árin 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

Heimili/einkalóð

41,3

Ökutæki

27,2

Fyrirtæki

17,2

9,3 3,4

Annað

Sun

881

0

Stofnanir

Þri

851

500

Verslun

Mán

Meðaltal

1,7 0,0

20,0

Hlutfall (%) Hlutfall innbrota eftir tegund vettvangs árið 2017

40,0

60,0


Lítil þéttni

Mikil þéttni


Lítil þéttni

Mikil þéttni


13

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 300 tilkynningar um kynferðisbrot árið 2017, sem gerir um 25 tilkynningar að meðaltali í hverjum mánuði. Kynferðisbrotum fjölgaði um átta prósent á milli ára og um tæp 18 prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Viss stígandi hefur verið í fjölda tilkynntra kynferðisbrota allt frá árinu 2005, en árið 2017 bárust lögreglu 100 fleiri tilkynningar en árið 2010. Árið 2013 skar sig sérstaklega úr, en það ár bárust lögreglu 416 tilkynningar um kynferðisbrot.

500

Kynferðisbrot 416

Meðaltal

400

Fjöldi brota

300 200

236

220

179

276 238

100 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fjöldi kynferðisbrota 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

Lögreglu bárust 140 tilkynningar um nauðgun árið 2017, sem var tæplega helmingur allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um 13 prósent á milli ára.

Tilkynningar um nauðgun voru um það bil tvisvar sinnum fleiri árið 2017 miðað við árið 2014. Árið 2017 bárust 54 tilkynningar um kynferðislega áreitni. Tilkynningunum fjölgaði um 50 prósent á milli ára. Færri tilkynningar bárust lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum (50) en síðastliðin ár. Ekki hafa borist jafn fáar tilkynningar á einu ári síðan 2010 þegar tilkynnt var um 37 brot. Skráðar voru 32 tilkynningar um blygðunarsemisbrot árið 2017. Tilkynningarnar voru álíka margar og árið 2015, en fækkaði nokkuð á milli ára. Árið 2017 voru skráð níu vændismál á höfuðborgarsvæðinu. Eru það jafn mörg mál og árið 2013. Fjöldi vændismála er háður frumkvæði lögreglu hverju sinni og ákvarðast fjöldinn því að miklu leyti af því hve miklum tíma lögregla getur varið í málaflokkinn.

300

200

71 Kynferðisleg áreitni 19

30

2017

124 126

Nauðgun

277

140

54

36

50

Kynferðisbrot gegn börnum

62 60

85

32 45 30 37

Blygðunarsemisbrot 14

4

Klám/barnaklám

Vændi

3

Kynferðisbrot, annað

1 3 2 0

11 9 6

2017

22

2016

9

2015 2014

6 50

100

Fjöldi brota

Fjöldi kynferðisbrota eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

150


14 Árið 2017 voru 1.284 ofbeldisbrot skráð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa jafn mörg ofbeldisbrot verið skráð á höfuðborgarsvæðinu á einu ári frá því að samræmdar skráningar hófust árið 1999.

Skráð brot voru um sjö prósent fleiri en árið 2016 og 47 prósent fleiri en þau voru að meðaltali árin 2009 og 2016.

Rúmlega 80 prósent ofbeldisbrota voru minniháttar líkamsárásir. Tilkynningum fjölgaði um fimm prósent á milli ára.

Ofbeldisbrot

1.000

839

683

679

Meðaltal 1.186

757

781

2012

2013

1.284

1.197

880

500

0 2009

2010

2011

2014

2015

2016

2017

Fjöldi ofbeldisbrota 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

Fjölgun minniháttar líkamsárása síðastliðin þrjú ár skýrist að miklu leyti af breyttu verklagi lögreglu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í byrjun árs 2015.

Árið 2017 voru þrjú manndráp skráð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa verið skráð jafn mörg manndráp á einu ári frá því árið 2011.

Skráðar voru átta tilraunir til manndráps árið 2017.

Langflest ofbeldisbrot eiga sér stað aðfaranótt sunnudags, frá miðnætti til klukkan fjögur um morguninn. Þar á eftir kemur aðfaranótt laugardags, frá miðnætti til fjögur, og frá fjögur til sjö aðfaranótt sunnudags. Mán

0-3 4-7 8-11 12-15 16-19 20-23

1.500

Fjöldi brota

B A A C B C

Þri A A A B B B

Mið B A A B C C

Fim B A A B C C

Fös C A A B B C

Fjöldi ofbeldisbrota eftir tíma sólarhringsins og vikudegi

Lau D C B B C C

689

Fjöldi 0-15 16-30 31-60 61-100 101+

1.043 997 998

172 154 156 152

Líkamsárás, meiriháttar/stórfelld

Sun E D B B B C

Líkamsárás, minniháttar

Tilraun til manndráps

8 5 1 4

Manndráp

3 0 2 2

2017 2016

2015

58 41 29 33

Líkamsárás, annað 0

2014 200

400

600

800

Fjöldi brota Fjöldi ofbeldisbrota eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

1.000

1.200


15 2.500 2.000

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 1.418 tilkynningar um eignaspjöll árið 2017.

Að meðaltali voru skráð tæplega 120 eignaspjöll á mánuði, eða um það bil fjögur á dag.

Tilkynntum eignaspjöllum fjölgaði um sjö prósent á milli ára, en hefur fækkað um fjögur prósent miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016.

Meðaltal

1.536

Fjöldi brota

Eignaspjöll 1.994 1.933

1.500

1.300

1.314 1.325 1.199 1.267

2012

2013

1.000 500 0 2009

2010

2011

2014

2015

2016

2017

Fjöldi eignaspjalla 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

Langflestar tilkynningar voru vegna minniháttar skemmdarverka, 1.373. Þar af barst 481 tilkynning um rúðubrot og 53 tilkynningar um veggjakrot. Tilkynningum um rúðubrot fjölgaði lítillega á milli ára. Tilkynningum um veggjakrot fækkaði hins vegar. Lögreglunni bárust 45 tilkynningar um meiriháttar skemmdarverk, sem gerir um fjórar tilkynningar í hverjum mánuði. Ekki hafa verið skráð jafn mörg brot á einu ári frá því að samræmdar skráningar brota hófust árið 1999. Skráðar voru 326 tilkynningar um nytjastuldi á vélknúnu ökutæki árið 2017. Árið 2017 bárust álíka margar tilkynningar um nytjastuldi og bárust árið 2016.

Eignaspjöll (Minniháttar skemmdarverk)

1.373 1.299 1.277 1.238 481 470 472 423

- þar af rúðubrot 53 62 54 56

- þar af veggjakrot

Eignaspjöll (Meiriháttar skemmdarverk)

45 26 37 29

Nytjastuldur vélknúinna farartækja

2017 2016

2015

326 325 360 284 0

2014

500

1.000

Fjöldi brota 

1.418

Að meðaltali var tilkynnt um nytjastuldi á 27 ökutækjum í hverjum mánuði, það gerir tæplega eitt ökutæki á dag.

Fjöldi eignaspjalla og nytjastulda eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

1.500


16 

Skráð voru 1.626 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2017.

Fíkniefnabrot

2.000

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði umtalsvert á milli ára, eða um 21 prósent. Brotunum fjölgaði meira miðað við meðaltal áranna 2009 til 2016, eða um 26 prósent. Að meðaltali voru skráð 136 fíkniefnamál í hverjum mánuði árið 2017, rúmlega fjögur mál á degi hverjum. Árið 2017 komu upp 45 stórfelld fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu. Stórfelldum fíkniefnabrotum fjölgaði miðað við fyrri ár.

Flest fíkniefnabrot árið 2017 voru vegna vörslu og meðferðar ávana– og fíkniefna, eða 1.180 brot. Slíkum brotum fjölgaði um 27 prósent miðað við árið 2016.

Stór hluti brota vegna vörslu og meðferðar ávana– og fíkniefna kemur upp í tengslum við önnur mál, til dæmis akstur undir áhrifum fíkniefna.

Árið 2017 voru skráð 216 mál vegna flutnings á fíkniefnum milli landa, sem eru um 11 prósent fleiri mál en skráð voru árið áður. Fjöldi mála árið 2017 var álíka mikill og árið 2014. Skráð voru 149 mál vegna sölu og dreifingar á fíkniefnum árið 2017. Líkt og önnur fíkniefnabrot fjölgaði þeim á milli ára, eða um 24 prósent. Málum vegna framleiðslu fíkniefna fækkaði smávægilega á milli ára. Árið 2017 var skráð 71 brot, en 74 árið 2016.

1.500

1.183

Stærstur hluti fíkniefnabrota er tilkomin vegna frumkvæðisvinnu lögreglunnar og markast fjöldi þeirra því að miklu leyti af áherslum í löggæslu á hverjum tíma.

þar af stórfelld brot 1.626

1.333 1.345

1.325

1.028 1.000

838

500 31

39

39

31

40

37

33

36

45

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

0

Fjöldi fíkniefnabrota og þar af stórfelldra brota 2009 til 2017 og meðaltal áranna 2009 til 2016

Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna

932 947

1.180 1.205

216 195 159 217

Flutningur fíkniefna milli landa

149 120 133 201

Sala og dreifing fíkniefna

71 74 73 97

Framleiðsla fíkniefna

2017 2016 2015

10 24 21 17

Ýmis fíkniefnabrot

0

1.737

1.514

Fjöldi brota

Meðaltal

2014 200

400

600

800

Fjöldi brota

Fjöldi fíkniefnabrota eftir undirflokkum árin 2014 til 2017

1.000

1.200

1.400


17 Haldlagt magn fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu 2009 til 2017 

Árið 2017 lögðu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan hald á meira magn fíkniefna en árið 2016. Lagt var hald á tæplega 24 kíló af hassi árið 2017, sem er umtalsvert meira magn en hefur verið lagt hald á síðastliðin ár. Þetta mikla magn má að mestu leyti rekja til einnar haldlagningar. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á tæplega 27 kíló af marijúana árið 2017. Það er um fjórum kílóum minna en lagt var hald á árið 2016 og töluvert minna en árin 2014 og 2015.

Lagt var hald á um það bil 13 kíló af amfetamíni árið 2017, sem var nokkuð meira magn en lagt var hald á árið 2016. Árið 2015 var hins vegar lagt hald á umtalsvert meira magn heldur en árið 2017.

Um það bil 300 grömm af metamfetamíni voru haldlögð árið 2017.

2009

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

1.377

546

173

357

1.395

646

23.971

25.423 13.626

Marijúana (g)

54.395 25.245 27.856 19.743 30.786 56.662 46.033 30.754 26.717

Amfetamín (g)

70.230

7.974

30.897 10.736 28.145

3.438

22.658

8.801

12.701

Metamfetamín (g)

2

11

17

0

81

68

13

1.014

302

Ecstasy (g)

5

125

236

894

101

144

3.513

1.814

4.351

Ecstasy (stk)

9.653

15.084 47.842

1.073

573

1.321

4.035

1.829

2.173

Kókaín (g)

4.885

4.116

1.929

4.279

830

980

6.027

621

2.016

Heróín (g)

0,0

0,0

0,0

0,0

0,9

0,0

0,4

0,0

8,7

370

501

LSD (stk)

6

503

Hass

4.488

14

Marijúana

115

2.761

Amfetamín

700

Ecstasy

Kókaín

1.400

Þá lögðu lögreglan og tollgæslan hald á rúm fjögur kíló af ecstasy og um 2.000 stykki af e-töflum. Er þetta nokkuð meira magn en lagt var hald á árið áður.

1.200

Um tvö kíló af kókaíni voru haldlögð árið 2017, en það var um 225 prósent meira en lagt var hald á árið 2016. Haldlagt magn árið 2017 er þó töluvert minna en árið 2015 þegar lögreglan og tollgæslan lögðu hald á rúmlega sex kíló af kókaíni.

800

Oftast var lagt hald á marijúana, eða í rúmlega 900 skipti, og amfetamín, eða í rúmlega 840 skipti.

200

Haldlagningu á kókaíni fjölgaði mest á milli ára. Lagt var hald á efnið í 491 skipti árið 2017, en um 332 skipti árið 2016 og 211 árið 2015.

2010

Hass (g)

1.000

600 400

0 2009

2010

2011

2012

Fjöldi haldlagninga eftir tegund efna árin 2009 til 2017

2013

2014

2015

2016

2017


Hér er fjallað um dreifingu afbrota eftir svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er um heildarfjölda brota árið 2017 á svæði hverrar lögreglustöðvar fyrir sig og sá fjöldi borinn saman við meðalfjölda brota árin 2014 til 2016. Því næst eru sömu upplýsingar skoðaðar fyrir einstaka hverfi eða sveitarfélög sem falla undir starfssvæði hverrar lögreglustöðvar. Þau brot sem áttu sér stað utan umdæmismarka lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru ekki talin með hér.


19

Lögreglustöð 11 Lögreglustöð

Hegningarlagabrotum fjölgaði á starfssvæði allra lögreglustöðva árið 2017 miðað við árið 2016. Hlutfallslega fjölgaði hegningarlagabrotum lögreglustöðvar 4, eða um 13 prósent.

mest

á

svæði

4.433

Háaleiti

729

Hlíðar

432

Laugardalur

1.215

Miðborg

Langflest brot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 1 sem sinnir fimm hverfum í Reykjavík; Háaleiti, Hlíðum, Laugardal, Miðborg, Vesturbæ og Seltjarnarnesi. Fæst hegningarlagabrot voru tilkynnt á svæði lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

1.523

Seltjarnarnes

99

Vesturbær

435

Lögreglustöð 22 Lögreglustöð

1.126

Hafnarfjörður

783

Garðabær og Álftanes

343

Lögreglustöð 33 Lögreglustöð

2.066

Breiðholt 4433

4.045

Lögreglustöð 1

4.514 3.875

649

2017

0

1.000

2015 2014

2.000

1.342

Árbær og Grafarholt

593

Grafarvogur

516 233

0

2000

2016

1342 1.189 1.322 1.195

Lögreglustöð 4

1.181

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

2066 1.934 2.231 1.840

Lögreglustöð 3

Kópavogur Lögreglustöð 44 Lögreglustöð

1126 1.017 920

Lögreglustöð 2

885

3.000

4.000

Fjöldi brota Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir löggæslusvæðum árin 2014 til 2017

5.000

4000 Fjöldi brota

Heildarfjöldi hegningarlagabrota eftir svæðum árið 2017

6000


20 Lögreglustöð 1; 4.433 hegningarlagabrot Miðborg: 1.523

Laugardalur: 1.215

Háaleiti: 729

Árið 2017 voru skráðar 4.433 tilkynningar um hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 1.

Flest brotin, 1.523, áttu sér stað í Miðborg, eða rúmlega eitt af hverjum þremur. Næstflest, 1.215, áttu sér stað í Laugardal, eða rúmlega eitt af hverjum fjórum.

Fæstar tilkynningar bárust um hegningarlagabrot sem áttu sér stað á Seltjarnarnesi, eða um 99 tilkynningar.

Hlíðar: 432 Hlíðar: 432

Vesturbær: 435

Seltjarnarn.: 99 

Tilkynntum brotum fjölgaði í öllum brotaflokkum sem hér eru teknir fyrir miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um ofbeldisbrot mest miðað við meðalfjölda áranna 2014 til 2016, eða um 12 prósent.

Innbrotum fjölgaði hlutfallslega minnst á svæðinu. Tilkynnt var um 388 innbrot árið 2017 sem er um þrjú prósent fleiri brot en voru tilkynnt að meðaltali árin 2014 til 2016. Tilkynningunum fjölgaði álíka mikið á milli ára.

Árið 2017 var 621 fíkniefnabrot skráð á svæði lögreglustöðvar 1. Skráðum brotum fjölgaði um sjö prósent miðað við meðaltal áranna 2014 og 2016. Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði töluvert meira á milli ára eða um 35 prósent.

Fjöldi skráðra eignaspjalla og nytjastulda var nánast sá sami árið 2017 og árið 2016, eða 636 eignaspjöll og 130 nytjastuldir. Þessum brotum fjölgaði þó lítillega miðað við meðaltal fyrri ára.

Fjöldi brota á svæði lögreglustöðvar 1 árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 2.645 434 518 134 609 597 131

Fjöldi 2016 1.806 375 459 107 570 634 130

2017 2.422 388 621 124 631 636 130

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 2.249 173 7,7 377 11 3,0 582 39 6,8 113 11 9,4 566 65 11,5 603 33 5,5 120 10 8,6


21 

Árið 2017 voru skráð 729 hegningarlagabrot í Háaleitishverfi.

Skráð voru 432 hegningarlagabrot í Hlíðum árið 2017.

Tilkynningum um allar tegundir brota sem hér eru teknar saman fjölgaði miðað við meðalfjölda áranna 2014 til 2016.

Árið 2017 fjölgaði tilkynningum um auðgunarbrot, innbrot og nytjastuldi miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Hlutfallslega fjölgaði ofbeldisbrotum mest í hverfinu, eða um 66 prósent. Eignaspjöllum fjölgaði næst mest eða um 61 prósent.

Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði um 10 prósent (eitt brot) miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016. Tilkynningum fækkaði hins vegar miðað við árið 2016.

Skráðum fíkniefnabrotum, kynferðisbrotum, ofbeldisbrotum og eignaspjöllum fækkaði hins vegar miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Skráðum fíkniefna– og kynferðisbrotum fjölgaði þó á milli ára.

Hlutfallslega fjölgaði nytjastuldum mest miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, eða um þriðjung. Fjöldi brota var þó jafn árin 2017 og 2016.

Tilkynnt var um 54 innbrot í Hlíðum árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um fimm prósent miðað við meðaltal fyrri ára.

Hlutfallslega voru flest innbrot í hverfinu á heimili (44%) og fyrirtæki/verslanir (31%). Um 16 prósent innbrota var í ökutæki.

Innbrotum á svæðinu fjölgaði töluvert á milli ára, eða um 54 prósent. Skráð voru 106 innbrot árið 2017 en 69 árið 2016.

Hlutfallslega voru flest innbrot í hverfinu í fyrirtæki/verslanir, eða um eitt af hverjum þremur innbrotum. Um 28 prósent innbrota voru í ökutæki og um fjórðungur á heimili/einkalóð.

Fjöldi brota í Háaleiti árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 387 79 75 7 59 76 28

Fjöldi 2016 299 69 66 15 56 83 21

2017 424 106 115 11 82 122 21

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 330 94 28,4 69 37 54,4 80 35 43,8 10 1 10,0 49 33 66,2 76 46 61,2 20 1 6,8

Fjöldi brota í Hlíðum árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 240 55 62 15 61 73 12

Fjöldi 2016 170 53 50 10 59 80 16

2017 232 54 62 11 52 64 16

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 208 24 11,4 51 3 5,2 66 -4 -6,1 12 -1 -10,8 54 -2 -3,1 73 -9 -12,7 12 4 33,3


22 

Árið 2017 var tilkynnt um 1.523 hegningarlagabrot í Miðborg.

Tilkynningum fækkaði í öllum þeim brotaflokkum sem hér eru teknir saman miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema kynferðisbrotum og nytjastuldum.

Hlutfallslega fækkaði innbrotum mest, eða um 36 prósent.

Skráðar voru 230 tilkynningar um ofbeldisbrot í hverfinu árið 2017. Ofbeldisbrotum fjölgaði hlutfallslega mest miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016 eða um 54 prósent.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði um 23 prósent og skráðum nytjastuldum fækkaði um 19 prósent miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Árið 2017 fjölgaði tilkynningum um auðgunarbrot um 23 prósent miða við meðaltal fyrri ára.

Tilkynningum um kynferðisbrot á svæðinu fjölgaði um 20 prósent, bæði miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016 og miðað við fjölda árið 2016.

Langflest innbrot í hverfinu voru á heimili (37%). Um 29 prósent innbrota voru í fyrirtæki/verslanir og um fjórðungur í ökutæki.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 1.215 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Laugardal. Tilkynningum fjölgaði um allar tegundir brota sem hér eru tekin fyrir miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema innbrotum og kynferðisbrotum.

Innbrotum fækkaði um níu prósent miðað við meðaltal fyrri ára. Brotunum fækkaði þó lítið á milli áranna 2016 og 2017. Hlutfallslega voru flest innbrot í hverfinu í fyrirtæki/verslanir (37%), heimili (32%) og ökutæki (27%).

Fjöldi brota í Laugardal árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 672 139 186 29 90 149 38

Fjöldi 2016 430 107 154 28 96 140 27

2017 684 104 230 32 124 178 43

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 554 130 23,4 114 -10 -8,5 191 39 20,2 32 0 -1,0 81 43 53,7 142 36 25,6 33 10 29,0

Fjöldi brota í Miðborg árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 1.026 104 162 47 336 228 30

Fjöldi 2016 705 107 161 38 299 255 41

2017 800 63 155 45 311 191 36

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 888 -88 -9,9 98 -35 -35,5 202 -47 -23,3 38 7 19,5 328 -17 -5,3 236 -45 -19,0 35 1 1,9


23 

Skráð voru 435 hegningarlagabrot í Vesturbæ árið 2017.

Miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016 fjölgaði tilkynningum um allar tegundir brota nema eignaspjöll og nytjastuldi.

Alls bárust 99 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað á Seltjarnarnesi árið 2017.

Lögreglu bárust 23 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í Vesturbæ og fjölgaði slíkum tilkynningum hlutfallslega mest árið 2017 miðað við meðaltal fyrri ára, eða um 73 prósent.

Þar sem fjöldi brota í bæjarfélaginu er þetta lítill geta smávægilegar breytingar á fjöldatölum einstakra brotaflokka haft mikil áhrif á hlutfallslegar breytingar.

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði næst mest, eða um 44 prósent. Alls voru skráð 49 fíkniefnabrot í hverfinu árið 2017.

Hlutfallslega fjölgaði brotum í öllum brotaflokkum, nema kynferðisbrotum, miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Tæplega helmingur allra hegningarlagabrota á Seltjarnarnesi voru auðgunarbrot. Þar af eru hnuplmál um 55 prósent.

Tilkynnt var um níu innbrot á Seltjarnarnesi árið 2017. Þar af voru um 56 prósent innbrotanna á heimili og 44 prósent í ökutæki.

Lögreglu bárust 10 tilkynningar um ofbeldisbrot sem áttu sér stað á Seltjarnarnesi árið 2017. Tilkynningum fækkaði um þrjár á milli ára.

Tilkynningum um innbrot fjölgaði um 36 prósent miðað við meðaltal fyrri ára. Rúmlega helmingur innbrota árið 2017 var á heimili. Tilkynningum um nytjastuldi fækkaði um 37 prósent miðað við meðaltal fyrir ára.

Fjöldi brota í Vesturbæ árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 282 47 26 16 53 64 20

Fjöldi 2016 178 34 23 15 47 63 24

2017 238 52 49 23 52 63 11

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 235 3 1,1 38 14 35,7 34 15 44,1 13 10 72,5 44 8 17,3 65 -2 -2,6 17 -6 -36,5

Fjöldi brota á Seltjarnarnesi árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 38 10 7 20 10 7 3

Fjöldi 2016 24 5 5 1 13 13 1

2017 44 9 10 2 10 18 3

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 32 12 36,1 7 2 28,6 8 2 20,0 8 -6 -73,9 10 0 3,4 12 6 54,3 2 1 50,0


24 Lögreglustöð 2; 1.126 hegningarlagabrot Garðabær: 327

Hafnarfjörður: 783

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 1.126 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 2 árið 2017.

Lögreglu bárust 783 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Hafnarfirði, sem gerir um 70 prósent allra hegningarlagabrota á svæðinu.

Tilkynnt var um 327 hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Garðabæ og 16 sem áttu sér stað á Álftanesi.

Tilkynntum brotum fjölgaði í öllum brotaflokkum sem hér eru teknir fyrir miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Hlutfallslega fjölgaði nytjastuldum mest á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við meðaltal fyrri ára. Tilkynnt var um 45 nytjastuldi árið 2017 sem er um 50 prósent fjölgun. Alls voru skráðar 503 tilkynningar um auðgunarbrot á svæðinu árið 2017, sem eru um 41 prósent fleiri brot en að meðaltali árin áður. Brotunum fjölgaði þó um 62 prósent á milli ára.

Innbrotum fækkaði aðeins á milli ára eða um 12 prósent. Fjöldi innbrota árið 2017 var álíka mikill og meðaltal áranna 2014 til 2016.

Lögreglu bárust 178 tilkynningar um ofbeldisbrot á svæðinu árið 2017. Ofbeldisbrotum fjölgaði um þriðjung miðað við meðaltal fyrri ára. Brotunum fækkaði þó á svæðinu á milli ára.

Álftanes: 16

Álftanes: 22

Fjöldi brota á svæði lögreglustöðvar 2 árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 431 98 160 29 133 154 38

Fjöldi 2016 311 101 195 38 185 186 33

2017 503 89 233 37 178 190 45

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 356 147 41,2 88 1 1,5 216 17 7,9 30 7 24,7 134 44 33,2 157 33 21,0 30 15 50,0


25 

Lögreglu bárust 343 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Garðabæ (327) og Álftanesi (16). Tilkynningum fjölgaði um allar tegundir brota, sem teknar eru saman hér, miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema kynferðisbrotum og eiginaspjöllum en þeim fækkaði. Hlutfallslega fjölgaði auðgunarbrotum mest, um 69 prósent.

Árið 2017 var tilkynnt um 783 hegningarlagabrot í Hafnarfirði.

Brotum fjölgaði í öllum brotaflokkum miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016 nema innbrotum, en þeim fækkaði lítillega.

Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um nytjastuldi mest á svæðinu miðað við meðaltal fyrri ára, eða um 64 prósent.

Kynferðisbrotum fjölgaði næst mest. Lögreglu barst 31 tilkynning um kynferðisbrot árið 2017, sem er fjölgun um 48 prósent miðað við meðaltal síðustu ára. Tilkynningum fækkaði hins vegar um eina á milli ára.

Þar af fjölgaði innbrotum á svæðinu um 10 prósent miðað við meðaltal fyrri ára. Fjöldi tilkynninga um innbrot var hins vegar sá sami árið 2017 og árið 2016.

Um 40 prósent innbrota á svæðinu voru á heimili og um 31 prósent í fyrirtæki/verslanir.

Skráð voru 306 auðgunarbrot á svæðinu árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um 28 prósent miðað við meðaltal síðustu ára.

Skráð voru 55 fíkniefnabrot í Garðabæ og á Álftenesi árið 2017. Skráðum brotum fjölgaði um 23 prósent miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016.

Lögreglu bárust 54 tilkynningar um innbrot í Hafnarfirði. Um þriðjungur þeirra var í fyrirtæki/verslanir og um 30 prósent á heimili. Um 26 prósent innbrota voru í ökutæki.

Fjöldi brota í Garðabæ og Álftanesi árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 158 36 37 11 32 50 13

Fjöldi 2016 103 35 35 6 50 48 5

2017 197 35 55 6 39 42 9

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 116 81 69,3 32 3 10,5 45 10 23,1 9 -3 -30,8 32 7 20,6 46 -4 -8,0 8 1 12,5

Fjöldi brota í Hafnarfirði árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 273 62 123 18 101 104 25

Fjöldi 2016 208 66 160 32 135 138 28

2017 306 54 178 31 139 148 36

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 240 66 27,5 56 -2 -3,6 171 7 3,9 21 10 47,6 101 38 37,2 111 37 32,9 22 14 63,6


26 Lögreglustöð 3; 2.066 hegningarlagabrot Hafnarfjörður: 731 Kópavogur: 1.181

Tilkynnt var um 2.066 hegningarlagabrot á svæði lögreglustöðvar 3 árið 2017.

Flest brotanna áttu sér stað í Kópavogi, 1.181, eða um 57 prósent.

Brotum fjölgaði í öllum brotaflokkum sem hér eru teknir fyrir miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema innbrotum og nytjastuldum sem fækkaði.

Árið 2017 voru skráð 338 fíkniefnabrot á svæðinu og fjölgaði þeim hlutfallslega mest af þeim brotum sem hér eru tekin saman, eða um 19 prósent.

Alls bárust lögreglu 253 tilkynningar um ofbeldisbrot á svæðinu árið 2017. Ofbeldisbrotum fjölgaði um þriðjung miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016. Brotunum fækkaði þó á milli áranna 2016 og 2017.

Lögreglu bárust 58 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 3. Tilkynningunum fjölgaði um 18 prósent miðað við meðaltal síðustu ára. Fjöldinn var þó svipaður og hann var árin 2015 og 2016.

Um 14 prósent fækkun var á tilkynningum um innbrot á svæðinu miðað við meðaltal síðustu ára.

Tilkynnt var um 80 nytjastuldi á ökutækjum árið 2017 og fækkaði slíkum brotum hlutfallslega mest, eða um 19 prósent.

Garðabær og Breiðholt: 885 Álftanes: 286

Fjöldi brota á svæði lögreglustöðvar 3 árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 1.169 324 278 55 279 344 108

Fjöldi 2016 748 232 284 56 237 280 106

2017 1.036 246 338 58 253 317 80

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 1.000 36 3,6 285 -39 -13,6 285 53 18,5 49 9 17,6 226 27 11,9 317 0 0,1 99 -19 -19,2


27 

Árið 2017 bárust 885 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Breiðholti.

Lögreglu barst 1.181 tilkynning um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Kópavogi árið 2017.

Tilkynningum fjölgaði um allar tegundir brota sem hér eru tekin saman miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema innbrot og nytjastuldi.

Alls bárust 710 tilkynningar um auðgunarbrot í bæjarfélaginu árið 2017. Brotunum fjölgaði smávegis miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, en fjölgaði þó um rúmlega þriðjung á milli ára.

Tilkynnt var um 32 kynferðisbrot sem áttu sér stað á svæðinu og fjölgaði slíkum tilkynningum mest á svæðinu, eða um 30 prósent. Tilkynningarnar voru álíka margar árið 2017 og árið 2016.

Langflest auðgunarbroti voru vegna hnupla úr verslunum.

Tilkynntum innbrotum fækkaði lítillega miðað við meðaltal fyrri ára.

Um það bil 40 prósent innbrota árið 2017 voru á heimili og um 29 prósent í ökutæki.

Hlutfallslega fjölgaði skráðum fíkniefnabrotum mest, eða um 26 prósent, miðað við meðaltal árin 2014 til 2016.

Tilkynningum um eignaspjöll og nytjastuldi fækkaði miðað við meðaltal fyrri ára.

Skráð voru 146 ofbeldisbrot sem áttu sér stað í hverfinu árið 2017. Ofbeldisbrotum fjölgaði nokkuð miðað við meðaltal fyrri ára, en fjöldinn var þó álíka mikill árið 2017 og árin 2015 og 2016. Lögreglu bárust 80 tilkynningar um innbrot í hverfinu. Innbrotum fækkaði um 31 prósent miðað við meðaltal fyrri ára. Rúmlega tvö af hverjum þremur innbrotum í Breiðholti voru á heimili.

Fjöldi brota í Breiðholti árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 362 134 169 28 144 175 46

Fjöldi 2016 227 93 152 29 142 137 40

2017 326 80 177 32 146 181 34

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 316 10 3,1 116 -36 -30,8 157 20 12,7 25 7 29,7 124 22 18,1 160 21 13,4 41 -7 -17,7

Fjöldi brota í Kópavogi árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 807 190 109 27 135 169 62

Fjöldi 2016 521 139 132 27 95 143 66

2017 710 166 161 26 107 136 46

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 684 26 3,8 169 -3 -1,8 128 33 25,5 25 1 5,4 102 5 4,6 157 -21 -13,4 58 -12 -20,2


28 Lögreglustöð 4; 1.342 hegningarlagabrot

Árið 2017 voru 1.342 tilkynningar um hegningarlagabrot skráðar á svæði lögreglustöðvar 4.

Flest brotanna áttu sér stað í Grafarvogi, eða um 39 prósent. Næstflest áttu sér stað í Árbæ, eða um 31 prósent.

Tilkynnt var um tíu brot sem áttu sér stað í Kjósarhreppi og 44 brot sem áttu sér stað á Kjalarnesi.

Árbær: 421

Grafarholt: 172

Tilkynningum fjölgaði á svæðinu um allar tegundir brota sem teknar eru saman hér miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema innbrotum og nytjastuldum. Tilkynnt var um 154 innbrot sem áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 4 árið 2017. Tilkynningum fækkaði um 12 prósent miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016. Þeim fjölgaði þó um 12 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um ofbeldisbrot mest árið 2017 miðað við meðaltal fyrri ára. Lögreglu bárust 209 tilkynningar um ofbeldisbrot árið 2017 sem er um 43 prósent fleiri tilkynningar en bárust að meðaltali árin 2014 til 2016.

Tilkynningum um eignaspjöll fjölgaði næst mest, eða um 20 prósent.

Alls komu upp 411 fíkniefnamál á svæði lögreglustöðvar 4 og fjölgaði slíkum málum um 11 prósent árið 2017 miðað við meðaltal fyrri ára.

Mosfellsbær: 179

Kjalarnes: 44

Grafarvogur: 516

Kjós: 10

Fjöldi brota á svæði lögreglustöðvar 4 árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 689 199 348 29 148 215 73

Fjöldi 2016 380 138 397 33 187 222 49

2017 583 154 411 36 209 264 63

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 570 13 2,3 177 -23 -13,0 370 41 11,2 33 3 8,0 146 63 42,8 220 44 19,8 64 -1 -2,1


29 

Tilkynnt var um 593 hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Árbæ og Grafarholti árið 2017.

Árið 2017 bárust 516 tilkynningar um hegningarlagabrot sem áttu sér stað í Grafarvogi.

Árið 2017 fækkaði tilkynningum um auðgunarbrot og innbrot miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016. Auðgunarbrotum fjölgaði þó á milli ára.

Tilkynningum fjölgaði um allar tegundir brota sem hér eru teknar saman, miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, nema tilkynningum um kynferðisbrot og nytjastuldi.

Lögreglu bárust 60 tilkynningar um innbrot í Árbæ og Grafarholti árið 2017. Tilkynningum fækkaði um 30 prósent miðað við meðaltal fyrri ár.

Alls bárust 82 tilkynningar um ofbeldisbrot í hverfinu og fjölgaði þeim hlutfallslega mest miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016, eða um 31 prósent. Fjöldi tilkynninga fækkaði þó lítillega á milli ára.

Rúmlega helmingur (53%) innbrota í þessum hverfum voru á heimili. Um 22 prósent innbrota voru í ökutæki.

Hlutfallslega fjölgaði ofbeldisbrotum mest miðað við meðaltal fyrri ára. Lögreglu barst 81 tilkynning árið 2017 sem er um 33 prósent fleiri tilkynningar en bárust að meðaltali árin 2014 til 2016.

Lögreglu bárust 57 tilkynningar um innbrot árið 2017. Tilkynningum fjölgaði um 12 prósent miðað við meðaltal áranna 2014 til 2016. Brotunum fjölgaði hins vegar um 68 prósent á milli ára.

Um helmingur innbrota árið 2017 var í ökutæki og um þriðjungur var á heimili.

Um 40 prósent færri tilkynningar bárust um kynferðisbrot í hverfinu miðað við meðaltal fyrri ára.

Fjöldi brota í Árbæ og Grafarholti árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 352 97 106 13 76 91 35

Fjöldi 2016 179 79 104 16 70 96 21

2017 251 60 111 19 81 118 31

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 258 -7 -2,7 86 -26 -30,0 97 14 14,4 17 2 14,0 61 20 32,8 90 28 30,6 28 3 12,0

Fjöldi brota í Grafarvogi árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 231 65 215 8 48 92 31

Fjöldi 2016 140 31 266 11 88 87 22

2017 235 57 263 6 82 99 25

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 214 21 9,6 51 6 11,8 248 15 6,2 10 -4 -40,0 63 19 30,9 97 2 2,1 27 -2 -7,4


Lögreglu bárust 233 tilkynningar um hegningarlagbrot árið 2017 sem áttu sér stað í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi.

Alls bárust 46 tilkynningar um ofbeldisbrot árið 2017. Fjöldi tilkynninga tvöfaldaðist miðað við meðaltal árin 2014 til 2016.

Tilkynnt var um 37 innbrot sem áttu sér stað í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi árið 2017. Brotunum fækkaði um átta prósent miðað við meðaltal áranna á undan. Tilkynningum fjölgaði hins vegar um tæplega þriðjung miðað við árið á áður.

Um 60 prósent innbrota á svæðinu voru á heimili. Um fjórðungur innbrota var í ökutæki.

Skráð voru 37 fíkniefnabrot á þessu svæði árið 2017. Skráðum brotum fjölgaði um 48 prósent miðað við meðaltal fyrri ára.

Fjöldi brota í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi árin 2015-2017 og breytingar 2017 frá meðaltali áranna 2014-2016

Auðgunarbrot - þar af innbrot Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Eignaspjöll Nytjastuldur

2015 106 37 27 8 24 32 7

Fjöldi 2016 61 28 27 6 29 39 6

2017 97 37 37 11 46 47 7

Meðaltal Breyting frá '14-'16 '14-'16 Fjöldi % 98 -1 -0,7 40 -3 -8,3 25 12 48,0 7 4 65,0 23 23 102,9 33 14 42,4 10 -3 -27,6


Hér er fjöldi brota á höfuðborgarsvæðinu borinn saman með tilliti til íbúafjölda. Fyrst er fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa borinn saman milli lögreglustöðva og þá milli hverfa og svæða. Meðalfjöldi brota er skoðaður miðað við íbúafjölda þá bæði með og án Miðborgar. Meðalfjöldi brota í Miðborg miðað við íbúafjölda skekkir heildarmyndina nokkuð enda sækja margir svæðið heim, sérstaklega vegna skemmtanahalds um helgar. Mikilvægt er að hafa hliðsjón af því við samanburð á milli svæða.


32 

Tilkynningum um hegningarlagabrot fjölgaði á milli ára á svæðum allra lögreglustöðva, miðað við hverja 10.000 íbúa búsetta á hverju svæði fyrir sig.

1.976

Miðborg

862

Laugardalur 

Hlutfallslega fjölgaði brotum mest á svæði lögreglustöðvar 4, eða um tæplega 13 prósent. Líkt og undanfarin ár áttu langflest hegningarlagabrot sér stað í Miðborg, eða 1.976 brot á hverja 10.000 einstaklinga með skráða búsetu í Miðborg. Á heildina litið var meðalfjöldi brota miðað við 10.000 íbúa 462 brot. Án Miðborgar var meðaltalið 345 brot.

642

495

Háaleiti

Breiðholt

403

Árbær

372

Hlíðar

351

Kópavogur

328

Grafarvogur

286

Hafnarfjörður

266

Vesturbær

257

Grafarholt

240

Garðabær og Álftanes

218

Seltjarnarnes

216

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

196

Lögreglustöð 1

256 Lögreglustöð 2

462—meðalfjöldi brota með Miðborg

345—meðalfjöldi brota án Miðborgar

2017 2016 2015

365 0

Lögreglustöð 3

1000

2000

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 287

2016

Lögreglustöð 4

2015 0

200

400

600

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

800

3000


33 

Árið 2017 fjölgaði tilkynningum um ofbeldisbrot á svæðum allra lögreglustöðva nema á lögreglustöðvar 2 þar sem brotum fækkaði lítillega miðað við hverja 10.00 íbúa.

403

Miðborg

88

Laugardalur 

Hlutfallslega var fjölgunin mest á svæði lögreglustöðvar 1, eða um 11 prósent. Skráð voru 403 ofbeldisbrot á hverja 10.000 íbúa með skráð lögheimili í Miðborg árið 2017, en flest brot áttu sér stað þar. Meðalfjöldi ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu var 69 brot á hverja 10.000 íbúa. Að Miðborg undanskilinni var fjöldinn hins vegar 43 brot á hverja 10.000 íbúa.

91 Lögreglustöð 1

41 Lögreglustöð 2

45

Háaleiti

56

Árbær

54

Hafnarfjörður

47

Grafarvogur

45

Hlíðar

42

Vesturbær

31

Kópavogur

30

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

29

Grafarholt

28

Garðabær og Álftanes

25

Seltjarnarnes

22

43—meðalfjöldi brota án Miðborgar

2017 2016

0

Lögreglustöð 3

69—meðalfjöldi brota með Miðborg

67

Breiðholt

2015

200

400

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 42 Lögreglustöð 4

2016 2015

0

50 Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

100

600


34 

Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði á svæði lögreglustöðvar 1 og 4 með tilliti til mannfjölda. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota var nánast sá sama á milli ára á svæðum lögreglustöðva 2 og 3. Lögreglu bárust 58 tilkynningar um kynferðisbrot á hverja 10.000 íbúa í Miðborg árið 2017. Tilkynnt var um 13 kynferðisbrot á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Að Miðborg undanskilinni var meðaltalið níu brot á hverja 10.000 íbúa.

18

58

Miðborg

23

Laugardalur Árbær

16

Breiðholt

15

Vesturbær

14

11

Hafnarfjörður Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

9

Hlíðar

9

Háaleiti

7

Kópavogur

7

Lögreglustöð 1

8 Lögreglustöð 2

Seltjarnarnes

4

Garðabær og Álftanes

4

Grafarvogur

3

2017

2015

1 0

Lögreglustöð 3

9—meðalfjöldi brota án Miðborgar

2016

Grafarholt

10

13—meðalfjöldi brota með Miðborg

20

40

60

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 8

2016

Lögreglustöð 4

2015

0

10

20

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

30

80


35 

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst að meðaltali 41 tilkynning um innbrot á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum fjölgaði á svæðum lögreglustöðva 1, 3 og 4, en þeim fækkaði á svæði lögreglustöðvar 2 miðað við árið 2016. Miðborg, Laugardalur og Háaleiti skera sig út hvað varðar fjölda innbrota á hverja 10.000 íbúa með skráða búsetu í þessum hverfum. Lögreglu bárust 82 tilkynningar um innbrot á hverja 10.000 íbúa í Miðborg, 74 í Laugardal og 72 í Háaleiti. Að Miðborg undanskilinni bárust 38 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

56 Lögreglustöð 1

82

Miðborg Laugardalur

74

Háaleiti

72

Kópavogur

46

Hlíðar

44

Breiðholt

36

Árbær

35

Grafarvogur

32

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

31

Vesturbær

31

43

2016

Seltjarnarnes

20

Hafnarfjörður

18 0

Lögreglustöð 3

2017

22

Garðabær og Álftanes

Lögreglustöð 2

38—meðalfjöldi brota án Miðborgar

28

Grafarholt

20

41—meðalfjöldi brota með Miðborg

2015

50

100

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 33

2016

Lögreglustöð 4

2015

0

20

40

60

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

80

150


36 

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði á svæðum allra lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 miðað við árið 2016, með tillit til íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig.

201

Miðborg

163

Laugardalur 

Fíkniefnabrotum fjölgaði mest á svæði lögreglustöðvar 1, eða um rúmlega þriðjung. Skráð var 201 fíkniefnabrot á hverja 10.000 íbúa í Miðborg árið 2017. Að meðaltali voru skráð 76 fíkniefnabrot á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en 66 brot að Miðborg undanskilinni.

90 Lögreglustöð 1

53 Lögreglustöð 2

2017 60 Lögreglustöð 3

2016 2015

146

Grafarvogur Breiðholt

81

Háaleiti

78

Árbær

64

Hafnarfjörður

61

Grafarholt

53

Hlíðar

50

76—meðalfjöldi brota með Miðborg 66—meðalfjöldi brota án Miðborgar

45

Kópavogur Garðabær og Álftanes

35

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

31

Vesturbær

29

2017

2016 2015

22

Seltjarnarnes

0

100

200

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

88 Lögreglustöð 4

0

50 Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

100

300


37 

Árið 2017 fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á svæðum lögreglustöðva 3 og 4 miðað við 10.000 íbúa. Fjöldinn er hins vegar álíka mikill á milli ára á svæðum lögreglustöðva 1 og 2.

248

Miðborg

126

Laugardalur 

Hlutfallslega fjölgaði tilkynntum eignaspjöllum mest á svæði lögreglustöðvar 4, eða um tæplega fimmtung. Líkt og með önnur brot voru eignaspjöllin flest í Miðborg miðað við hverja 10.000 íbúa búsetta þar. Að meðaltali bárust 72 tilkynningar um eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en 58 að Miðborg undanskilinni.

92 Lögreglustöð 1

43 Lögreglustöð 2

Háaleiti

83

Breiðholt

82

Árbær

66

Grafarholt

60

Grafarvogur

55

Hlíðar

52

Hafnarfjörður

50

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

40

Seltjarnarnes

39

Kópavogur

38

Vesturbær

37

2017

2015

27 0

Lögreglustöð 3

58—meðalfjöldi brota án Miðborgar

2016

Garðabær og Álftanes

56

72—meðalfjöldi brota með Miðborg

100

200

300

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 56 Lögreglustöð 4

2016 2015

0

50 Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

100

400


38 

Að meðaltali voru 15 nytjastuldir ökutækja skráðir í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2017, miðað við hverja 10.000 íbúa á svæðinu.

47

Miðborg

30

Laugardalur 

Nytjastuldum fjölgaði á svæðum lögreglustöðva 2 og 4 á milli ára, en fækkaði á svæði lögreglustöðvar 3 og stóðu í stað á svæði lögreglustöðvar 1. Lögreglu bárust 47 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa í Miðborg og 30 á hverja 10.000 íbúa í Laugardal. Að Miðborg undanskilinni bárust 13 tilkynningar um nytjastuldi á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

19 Lögreglustöð 1

10 Lögreglustöð 2

14

23

Árbær

Háaleiti

14

Grafarvogur

14

Hlíðar

13

Kópavogur

13

Hafnarfjörður

12

Grafarholt

7

Seltjarnarnes

7

Vesturbær

6

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

6

Garðabær og Álftanes

6

13—meðalfjöldi brota án Miðborgar

2017

2016

0

Lögreglustöð 3

15—meðalfjöldi brota með Miðborg

15

Breiðholt

2015

20

40

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

2017 13

2016

Lögreglustöð 4

2015

0

10

20

Fjöldi brota m.v. 10.000 íbúa

30

60


1.

Hverfisgata 113-115, 105 Reykjavík

2.

Flatahraun 11, 220 Hafnarfjörður

3.

Dalvegur 18, 201 Kópavogur

4.

Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.