List án landamæra 2014

Page 1

D

A

G S K 2014

R

Á


Efnisyfirlit: Bls 5

Allt landið

Bls 6

Höfuðborgarsvæðið

Bls 11

Suðurland og Suðurnes

Bls 14

Austurland

Bls 18

Norðurland

Bls 21

Vesturland

Bls 22

Tafla yfir alla sýningastaði

Sjónarmið Alltaf eru til vandræða og væflast fyrir mér á vettvanginum mínum alla daga, þau kosta okkur fjandi mikinn sykur og smjér og sannarlega er erfitt þau að laga! Fyrir manni þvælast þau og þekkja ekki neitt. Þau fá svo margt, en finnst þó lítið eiga. Þjóðarsálar sortna ský þau þvælast út um borg og bý og börnin önnur neglur sínar naga. Gamalt fólk og öryrkjar mitt erfitt gera líf þeir aumingjarnir hækka mína skatta, það heimtar bara þjónustu, er þjóðfélagi kíf og þrasar oft, sem erfitt er að fatta. Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Fyrir manni þvælast þau og þekkja ekki neitt. Þau fá svo margt, en finnst þó lítið eiga. Rýra þannig þjóðarauð og þykjast alltaf vera snauð, og annað fólk sín miklu betur mega. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld

2


Sigrún Huld Hrafnsdóttir er listamaður Listar án landamæra 2014. Verk hennar prýða allt kynningarefni hátíðarinnar

Öll eigum við okkur drauma og þrár og þegar við náum markmiðum sem við setjum okkur verður uppskeran oft ennþá ríkulegri en við gerðum okkur vonir um. Með því að tjá og skapa auðgum við líf okkar og umhverfi, bæði tilfinningalega og menningarlega, og allir eiga kost á að njóta góðs af. Fyrirmyndir eru mikilvægar, ekki síst á mótunarárum ungs fólks. Listakonan Sigrún Huld sem heiðruð er í dag sem listamaður hátíðarinnar List án landamæra 2014 er verðugur fulltrúi þeirra sem hafa skarað fram úr sem fyrirmynd annarra. Hún hefur gert það á tveimur gerólíkum sviðum, sem afrekskona í íþróttum og sem myndlistarkona. Myndheimur Sigrúnar endurspeglar fegurð og kyrrð en umfram allt hið einfalda og einlæga í tilverunni. Oft er sagt að öll einlæg list sé góð list en þar er hugmyndafluginu engin takmörk sett og allt getur gerst, líkt og í ævintýrum. Í myndum listakonunnar, sem hún vinnur með kröftugri teikningu og sterkum en vel samræmdum litum, birtist okkur óvæntur heimur. Manneskjan er þar að mestu fjarverandi en furðudýr og fuglar eiga stefnumót og framsækinn arkitektúr rís upp úr blómstrandi engjum draumalandsins. Hrafnhildur Schram, listfræðingur

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Fulltrúar félaga í stjórn hátíðarinnar: Margrét M. Norðdahl Landsamtökunum Þroskahjálp Ásta Sóley Haraldsdóttir - Hinu húsinu Helga Gísladóttir - Fjölmennt Aileen Svensdóttir – Átaki, félagi fólks með þroskahömlun Ingólfur Már Magnússon Öryrkjabandalagi Íslands Edda Björgvinsdóttir Bandalagi íslenskra listamanna Jenný Magnúsdóttir Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Verndari og einn af stofnendum hátíðarinnar er Friðrik Sigurðsson Framkvæmdastýra: Íris Stefanía Skúladóttir Grafísk hönnun: Frosti Gnarr

Verkefnastjórar: Austurland - Kristín Rut Eyjólfsdóttir, Fljótsdalshérað Norðurland - Kristín Sóley Björnsdóttir, Akureyrarstofa Vesturland - Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Edinborg, menningarmiðstöð Ísafirði Suðurland og Reykjavíkursvæði - Anna Linnet, Hitt húsið Suðurnes - Guðlaug María Lewis, Reykjanesbær List án landamæra Pósthússtræti 3-5, 101 RVK listanlandamaera@gmail.com Símar: 411-5534 / 691-8756 www.listin.is Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar nema annað sé tekið fram 3


Sigr煤n Huld Hrafnsd贸ttir

4


UM LAND ALLT Pop Up Popparar troða óvænt upp á List án landamæra vítt og breitt um landið. Hver sem er getur gerst poppari með því að senda upplýsingar um viðburðinn á listanlandamaera@gmail.com. Fylgist með á heimasíðunni okkar www.listin.is, á twitter og á facebook. Meðal poppara eru Söngsveitin Plútó og Skáldið bjarta. Þar sem sögur enda hjá Skáldinu bjarta Guðjón Þór Lárusson, sem gengur undir skáldanafninu Skáldið bjarta, er ungt skáld sem semur helst smásögur og ljóð. Hann les upp úr verkum sínum á völdum stöðum í Reykjavík á meðan á hátíðinni stendur. Fylgist með á síðunni okkar og á facebook um hvar og hvenær orð Skáldsins bjarta munu falla. Plútó Plútó er hljómsveit sem hefur starfað í rúm 20 ár. Hún hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri og flytur lög sem flestir þekkja. Tónlist Plútó yljar fólki um hjartarætur hvar og hvenær sem þau koma fram. Á hátíðinni 2013 spilaði hljómsveitin á nokkrum stöðum fyrir eldri borgara og vakti flutningur hennar mikla kátínu og gleði.

Svifið yfir vötnunum Sundlaugar um land allt 1. apríl – 25. maí List án landamæra hefur safnað textabrotum, prentað, plastað og komið fyrir í sundlaugum um land allt. Textabrotin koma úr ýmsum áttum og eiga að gefa góðan þverskurð af íslensku þjóðinni. Þetta eru bæði listrænir textar og hugleiðingar um fötlun í okkar nútíma samfélagi. Hver sem er gat skilað inn texta, ungir sem aldnir, frægir og óþekktir, fatlaðir eða ófatlaðir. Eina skilyrðið var að textinn fjallaði um málefni fatlaðs fólks. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar og breyta fyrirfram ákveðnum hugmyndum um fötlun sem stuðla að fordómum. 5


HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 1. apríl (þriðjudagur) – 27. apríl (sunnudagur) Sýningin verður opnuð klukkan 17 (5) þann 1. apríl og verður opin á opnunartímum safnsins Aðalsafn Borgarbókasafnsins, fyrsta hæð, Tryggvagötu 15 Samsýning listamanna Listamenn og verk þeirra: Ármann Kummer – Darklands. Olíumyndir sveipaðar þungum drunga Guðbjörg Lára – Álfalífsvatnið. Persónur í teiknimyndasögu Hópurinn Systralist; María, Sigríður og Guðrún Hulda Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk, VesturEyjafjöllum – Náttúran og umhverfið í kringum bæinn Mið-Mörk Vilmundur Örn Gunnarsson – Teiknimyndir og teiknimyndagerð Daníel Ólafsson, Heiða Margrét Traustadóttir, Rós María Benediktsdóttir, Sólveig Þóra Jóhannesdóttir, Unnur Björnsdóttir, Aðalsteinn Baldursson, Erla Grétarsdóttir, Gréta Guðbjörg Zimsen, Hlynur Steinarsson, Hringur Úlfarsson og Ingibjörg Sæmundsdóttir - Uppspretta! Tvívíð myndverk 11. apríl (föstudagur) Klukkan 17.30 (5.30) Ráðhús Reykjavíkur við Tjarnargötu Opnunarhátíð Listar án landamæra Kynnir er Stjáni Stuð Dagskrá: Sólheimar – INSIDE sögur frá Spáni og Íslandi. Leikarar frá Sólheimum taka á móti gestum með gjörningi Jón Gnarr, borgarstjóri, setur hátíðina Jónabandið frumflytur frumsamið lag Bjöllukór Tónstofu Valgerðar flytur lag Pollapönk ásamt góðum gestum flytja Júróvisjónlag Íslands 2014, Enga fordóma

6

11. apríl – 16. apríl og 22. apríl – 2. maí Ráðhús Reykjavíkur við Tjarnargötu Samsýning Samsýning nokkurra listamanna verður opnuð við setningu Listar án landamæra. Hægt verður að skoða sýninguna á opnunartíma Ráðhússins. Sýningin stendur yfir 11. -16. apríl og 22. apríl – 2. maí. Ath! Sýningin verður lokuð milli 17. og 21. apríl vegna páskaleyfis. Eftirtaldir sýna verk sín: Atli Viðar Engilbertsson Gígja Thoroddsen Karl Guðmundsson Nemendur af starfsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ; Benjamín Lúkas Snorrason Felix Magnússon Helga Davíðsdóttir Robert Erwin Rolf Johansen Listafólk frá Gylfaflöt Listafólk frá Sólheimum Listafólk frá Hlutverkasetri Fólk frá Hæfingarstöðinni og Björginni undir leiðsögn Guðmundar R Lúðvíkssonar, myndlistarmanns. 12. apríl (laugardagur) Klukkan 13 – 15 (1-3) Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41 Málað með munninum – opin vinnustofa Í anddyri Þjóðminjasafnsins verða listamenn sem stunda listmálun með munninum og munu veita gestum leiðsögn í þeirri list. Málað verður með vatnslitum. Opið verður milli kl. 13 og 15. Verk þeirra listamanna sem þarna leiðbeina verða til sýnis til 1. maí en að auki munu valin verk úr vinnustofunni bætast við þá sýningu.


12. apríl (laugardagur) Klukkan 15 og 16.30 (3 og 4.30) Leikhúsið, Funalind 2, Kópavogi Á mörkunum Leiksýning unnin af Leikhópi Hlutverkaseturs undir leiðsögn og stjórn Trausta Ólafssonar. Þátttakendur semja sýninguna frá grunni, leggja til texta og skapa leikpersónur. Auk þess er unnið með texta og tónlist eftir aðra höfunda, alþekkt leikskáld og minna þekkt, fræg sönglög og músík sem ekki hefur heyrst áður. Sýningin nýtur styrks frá O. Johnson og Kaaber. Aðrir styrktaraðilar: Hlutverkasetur og Leikfélag Kópavogs. Leið 2 gengur úr Reykjavík að Funalind og tekur ferðin um það bil hálfa klukkustund. 12. apríl (laugardagur) – 10. maí (laugardagur) Sýningin verður opnuð klukkan 19 (7) en er annars opin á opnunartímum gallerísins Týsgallerí, Týsgata 3 Málað eftir sjónlýsingum Á sýningunni Málað eftir sjónlýsingum má sjá verk þriggja listamanna sem þeir máluðu eftir eyranu. Þeir stóðu fyrir framan auðan striga og hlustuðu á sjónlýsingar á frægu verki. Þeir máluðu það sem upp kom í huga þeirra á innan við 15 mínútum. Vídeóverk, sem sýnir þegar unnið er eftir sjónlýsingum, má sjá í Týsgalleríi auk fyrirmyndarinnar og þeirra verka sem til urðu. www.tysgalleri.is 23. apríl (miðvikudagur) Klukkan 13 – 14.30 (1 - 2.30) Þjóðminjasafnið - fyrirlestrarsalur, Suðurgötu 41 Málþing: Sjónlýsingar – hvað er það? Fjallað verðum um sjónlýsingar hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. Hvað eru sjónlýsingar og til hvers eru þær? Kunnáttufólk mun svara þessum spurningum með dæmum og sýnishornum.

23. apríl (miðvikudagur) – 27. apríl (sunnudagur) Klukkan 17 (5) Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 Samsuða Verkefnið er hluti af uppboðssýningu til styrktar Listar án landamæra þar sem tveir listamenn vinna saman og hafa þannig áhrif á sköpun hvors annars. Listafólkið er: Eggert Pétursson og Guðrún Bergs Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Sara Riel Hugleikur Dagsson og Ísak Óli Sævarsson Karl Guðmundsson og Erlingur Klingenberg Uppboðið fer fram sunnudaginn 27. apríl klukkan 18 (6) 23. apríl (miðvikudagur) Klukkan 21 (9) Rósenberg, Klapparstíg 27 Tónlist og gamanmál á Rósenberg Tónlistarfólk og grínistar skemmta áhorfendum. Beggi blindi er kynnir kvöldsins. Pólska listakonan Katarzyna Nowak opnar dagskrána með þjóðlagatónum. Hún kemur hingað til lands í tengslum við verkefnið Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu. Steinunn Ágústsdóttir og Benni Hemm Hemm koma fram ásamt Stuðboltunum sem samanstanda af Hildi Davíðsdóttur, Sóleyju Traustadóttur, Úlfari Bjarka Hjaltasyni og Bjarka Fannari Viktorssyni en þeir urðu til á námskeiðinu Tónlistarsköpun sem var samstarf Listaháskólans og Fjölmenntar. Því næst stígur á stokk Kristján M. Kristjánsson, stjórnarmaður í Átaki, og fer með gamanmál. Með Kristjáni verða ofurgrínararnir í MiðÍslandi. Þá leikur Hljómsveitin Eva og dagskránni lýkur með því að Magnús Korntop, trúbador, kemur fram.

7


24. apríl (fimmtudagur) Tími auglýstur síðar Bíó Paradís, Hverfisgötu 54 Walesa: Maður vonar Sýnd verður kvikmyndin Wałęsa. Człowiek z nadzieisem, en hún fjallar um Lech Walesa sem var leiðtogi Samstöðuhreyfingarinnar í Póllandi. Sýning myndarinnar er hluti af verkefninu Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu. Myndin sem er pólsk verður sýnd með enskum texta en íslenskum sjónlýsingum. http://www.excludedfromculture.eu/is/um-verkefnid.html 27. apríl (sunnudagur) Klukkan 14 (2) Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41 Málað með munninum – málþing Á málþinginu fræðast gestir um verkefni Listar án landamæra, „Málað með munni“, auk þess að skyggnast inn í heim listamanna sem nota þessa tækni í listsköpun sinni. Derek Mundell, myndlistarkennari, segir frá þessari vinnuaðferð og stýrir umræðum. 27. apríl (sunnudagur) Klukkan 18 (6) Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 Uppboð – Samsuða Verk listamannanna af sýningunni Samsuða verða seld á uppboði klukkan 18 (6). Skráning á uppboðið verður auglýst síðar á heimasíðu Listar án landamæra, www.listin.is. Fyrir frekari upplýsingar um uppboðið sendið póst á listanlandamaera@gmail.com. Edda Heiðrún Bachmann málar með munninum.

8


29. apríl (þriðjudagur) – 15. maí (fimmtudagur) Sýningin verður opnuð klukkan 14 (2) í garðinum við Læk og í listsköpunarherbergi Lækjar Lækur, Hörðuvöllum 1, Hafnarfirði Vinátta Verkin eru gerð úr fjörusteinum og eru staðsett í garðinum við Læk. Á sama tíma verður sýning í listsköpunarherbergi Lækjar. Þar verða sýnd olíumálverk, bókagerð, skartgripagerð og fleira sem er afrakstur listsköpunar á síðastliðnum vetri. Sýningin er gerð undir leiðsögn Ásu Bjarkar Snorradóttur, myndlistarkennara. 30. apríl (miðvikudagur) – 11. maí (sunnudagur) Opnun er klukkan 17 (5) þann 30. apríl en sýningin er annars opin á opnunartímum safnsins Listasalur Mosfellsbæjar, Borgarhóli Rjóminn Listamaður hátíðarinnar, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sýnir nýleg verk ásamt: Guðrúnu Bergsdóttur Ísaki Óla Sævarssyni Inga Hrafni Jónssyni Karli Guðmundssyni

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

29. apríl (þriðjudagur) – 5. maí (mánudagur) Opnun sýningarinnar er klukkan 14 þann 29. apríl og hún verður opin á opnunartímum safnsins frá kl. 11 – 17 (5) til 5. maí Listasafn Íslands, Fríkirkjuveg 7 Að sjá og skapa – Ungir og efnilegir Ungt fólk sýnir afrakstur listasmiðju í Listasafni Íslands. Innblástur verkanna var sóttur í sýningu safnsins, Form, litur, líkami: Háspenna/Lífshætta, yfirlitssýningu á verkum Magnúsar Kjartanssonar. Nemendurnir fóru í vettvangsferð um Listasafnið og unnu verk í kjölfarið. Leiðbeinandi var Nikulás Stefán Nikulásson en samstarfsaðilar eru Hitt Húsið, Listasafn Íslands og Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.

2. – 4. maí og 10. – 11. maí Sýningin verður opnuð 2. maí (föstudagur) klukkan 17 (5) og verður síðan opin tvær helgar frá klukkan 12 -15 (12-3) Öryggismiðstöðin, Askalind 1 (gengið inn að ofanverðu) Örgallerí – sýning á safni Öryggismiðstöðvarinnar Sýnd verða verk í eigu Öryggismiðstöðvarinnar. Listamennirnir eru Atli Viðar Engilbertsson, Einar Baldursson, Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir, GÍA – Gígja Thoroddsen, Guðrún Bergsdóttir, Ína – Ingibjörg Sæmundsdóttir, Ingi Hrafn Stefánsson, Ísak Óli, Jón Grétar Höskuldsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Snorri Ásgeirsson. Þá mun listakonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sýna nýtt verk sem hún vann sérstaklega fyrir sýninguna með frænda sínum, Degi Steini.

9


3. maí (laugardagur) – 18. maí (sunnudagur) Opnun er klukkan 15 (3) þann 3. maí en sýningin verður svo opin á opnunartímum hússins Norræna húsið, Sturlugötu 5 Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss – hljómmynd við kvikan dans / Swaying corridors of an ever moving Labyrinth – audiovisual installation with live dance Sýningin er sett saman úr mörgum listgreinum og er samvinnuverkefni finnskra og íslenskra listamanna. Innsetning Karls og Rósu, Völundarhús, er hjarta sýningarinnar. Hinir listamennirnir tengja listaverk sín með skapandi samtali við blaktandi tjöld Völundarhússins. Listamenn: Karl Guðmundsson myndlistamaður Rósa Kristín Júlíusdóttir dósent í myndlistarkennslu og listakona Katja Juhola sjónlistakona Tony Remi tónlistarmaður Laura Miettinen sjónlistakona Kaaos company, danshópur, kóreógrafía: Sally Davison Mari Krappala, listfræðingur, og jafnframt sýningarstjóri og hugmyndasmiður sýningarinnar 6. maí (þriðjudagur) Klukkan 19.30 (7.30) Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19 INSIDE - sögur frá Spáni og Íslandi Samstarf Leikfélags Sólheima og leikfélags AFANIAS frá Madrid á Spáni. Leikhóparnir vinna verk sem túlka þeirra sýn á löndin tvö. Spænski leikflokkurinn hefur unnið dansverk sem byggir á íslensku landslagi, tónlist og bókmenntum; verkum Halldórs Laxness og Auðar Jónsdóttur. Sólheimar setja upp leikrit byggt á sagnagerð Federico Garcia Lorca, spænskri tónlist og menningu. Sýningin nýtur styrks frá þróunarsamvinnu EFTA. Leikarar Sólheima eru: Margrét Elísabet Takefusa Svandís „Dísa“ Sigurðardóttir Kamma Viðarsdóttir Úlfhildur Stefánsdóttir Erlendur Pálsson Ólafur Hauksson 10

Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss

Erla Björk Sigmundsdóttir Eyþór Kristinn Jónsson Ólafía Erla Guðmundsdóttir Valgeir Snær Backman Inger Erla Thomsen Guðrún Lára Aradóttir 10. maí (laugardagur) Klukkan 13 (1) Borgarleikhúsið, Listabraut 3 Hamlet litli með sjónlýsingum og skuggatúlkun Hamlet litli er fjölskyldusýning eftir Berg Þór Ingólfsson en hann er einnig leikstjóri sýningarinnar. Í fyrsta skipti á Íslandi fá gestir að sjá og heyra leiksýningu með bæði sjónlýsingum og skuggatúlkun. Hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða táknmálstúlkar sem túlka hverja og eina persónu verksins. Ekki missa af þessum spennandi viðburði. Frekari upplýsingar um verkið og aðgöngumiðar fást í Borgarleikhúsinu en gestir þurfa að greiða fyrir aðgang að þessari sýningu. www.borgarleikhusid.is / www.midi.is


18. maí (sunnudagur) Klukkan 16 (4) Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 5 Hljómfang Bjöllukór Tónstofu Valgerðar og Gunnar Gunnarsson, organisti og tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Reykjavík, leika sálma og lög eftir ýmsa höfunda. Bjöllukórinn skipa: Auðun Gunnarsson, Ástrós Yngvadóttir, Edda Sighvatsdóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, Gauti Árnason, Gísli Björnsson, Halldór Steinn Halldórsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Íris Sveinsdóttir, Ólafur Snævar Aðalsteinsson og Rut Ottósdóttir. Stjórnendur: Marie Paulette Helene Huby, Jóna Þórsdóttir og Valgerður Jónsdóttir. www.tonstofan.is / www.frikirkjan.is Iðnó, Vonarstræti 3 Dag- og tímasetning verður auglýst síðar Tjarnarleikhópurinn sýnir Andartak Ungir einstaklingar spjalla reglulega saman á netinu, meðal annars um jafnrétti og samskipti. Dag einn láta þau verða af því að hittast. Hópurinn leggur land undir fót til að kynna sér menn og málefni er varða samskipti og jafnrétti úti í heimi. Leikarar: Andri Freyr Hilmarsson, Auðun Gunnarsson, Ásdís Ásgeirs-dóttir, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín S. M. Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Gunnar Þorgríms-son, Halldór Steinn Halldórsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Íris Björk Sveinsdóttir, Ragnar Smárason, Rut Ottósdóttir, Sigurgeir Atli Sigmundsson. Leikstjórar: Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðný María Jónsdóttir

SUÐURNES OG SUÐURLAND 4. maí (sunnudagur) Klukkan 15 (3) Sólheimar, Grímsnesi (www.solheimar.is) INSIDE - sögur frá Spáni og Íslandi Samstarf Leikfélags Sólheima og leikfélags AFANIAS frá Madrid á Spáni. Leikhóparnir vinna verk sem túlka þeirra sýn á löndin tvö. Spænski leikflokkurinn hefur unnið dansverk sem byggir á íslensku landslagi, tónlist og bókmenntum; verkum Halldórs Laxness og Auðar Jónsdóttur. Sólheimar setja upp leikrit byggt á sagnagerð Federico Garcia Lorca, spænskri tónlist og menningu. Sýningin nýtur styrks frá þróunarsamvinnu EFTA. Leikarar Sólheima eru: Margrét Elísabet Takefusa Svandís „Dísa“ Sigurðardóttir Kamma Viðarsdóttir Úlfhildur Stefánsdóttir Erlendur Pálsson Ólafur Hauksson Erla Björk Sigmundsdóttir Eyþór Kristinn Jónsson Ólafía Erla Guðmundsdóttir Valgeir Snær Backman Inger Erla Thomsen Guðrún Lára Aradóttir 11


22. apríl (þriðjudagur) – 6. maí (þriðjudagur) Sambíóin Reykjanesbæ, Hafnargötu 33 og Bíósalur Duushúsa, Duusgötu 2-8 Stuttmyndir Stuttmyndir og klipp, sem hafa það að markmiði að vekja athygli á þeim viðhorfum sem mæta fólki með fatlanir eða geðraskanir í daglegu lífi, verða sýnd á undan almennum bíósýningum í Sambíóunum, Reykjanesbæ. Myndirnar voru gerðar af fólki í Hæfingarstöðinni og Björginni. Davíð Örn Óskarsson leiðbeindi við gerð myndanna.

12

24. apríl, sumardagurinn fyrsti (fimmtudagur) Klukkan 13 – 16 (1-4) Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2 Geðveikt kaffihús Félagar úr Björginni, geðræktarmiðstöð, standa fyrir Geðveiku kaffihúsi, myndlistarsýningu og ýmsum uppákomum í Svarta pakkhúsinu fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, frá kl. 13-16. Boðið verður uppá kaffi og kökur gegn vægu gjaldi. 24. apríl (fimmtudagur) – 4. maí (föstudagur) Klukkan 13 (1) – Opið virka daga frá kl. 12-17 (12-5) og 13-17 (1-5) um helgar Bíósalur Duushúsa, Duusgötu 2-8 Lína Rut Wilberg og Nói Gunnarsson Myndlistarsýning mæðginanna Línu Rutar og Nóa.

24. apríl, sumardagurinn fyrsti (fimmtudagur) Klukkan 13 (1) Bíósalur Duushúsa, Duusgötu 2-8 Opnun Listar án landamæra List án Landamæra á Suðurnesjum verður formlega sett við opnun myndlistarsýningar mæðginanna Línu Rutar Wilberg og Nóa Gunnarssonar í Bíósal Duushúsa á sumardaginn fyrsta kl. 13 (1). Flutt verða stutt ávörp og Már Gunnarsson og Villi naglbítur frumflytja nýtt lag í tilefni hátíðarinnar. Frumsýnd verður stuttmynd eftir Ástvald Ragnar Bjarnason og Davíð Örn Óskarsson.

25. apríl (föstudagur) – 2. maí (föstudagur) Sýningin verður opnuð 25. apríl klukkan 14 (2) en verður annars opin á opnunartíma Ráðhússins Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Við erum líka Hver þátttakandi valdi sér sitt draumastarf og fór í heimsókn á vinnustað þar sem slíkt starf er stundað. Þar brugðu þátttakendur sér í einkennisbúning viðkomandi stéttar og sátu fyrir á ljósmynd. Ljósmyndirnar eru sýndar í fyrirtækjum og stofnunum víðs vegar um bæinn. Sömu verk eru einnig sýnd í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Þátttakendur eru frá Hæfingarstöðinni og Björginni, geðræktarmiðstöð. Leiðbeinandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistarmaður.

24. apríl (fimmtudagur) – 8. maí (fimmtudagur) Knús Café, Hafnargötu 90 Sýningin er opin á opnunartíma Knús Café Enginn eins Tuttugu og þrír tómir myndarammar hafa þakið einn vegg á Knús Café. Listamenn frá Hæfingarstöðinni sköpuðu listaverk í rammana. Hugmyndin er að undirstrika það að öll erum við einstök, hvert á sinn hátt, og að fjölbreytileikinn gefur lífinu lit.

26. apríl (laugardagur) og 27. apríl (sunnudagur) Klukkan 15 – 16 (3-4) Frumleikhúsið, Vesturbraut 17 Söngleikur Leikhópurinn Bestu vinir í bænum hafa samið söngleik þar sem fléttað er saman tónlist úr söngleikjum og söguþráð sem meðlimir tengja saman með spuna og persónusköpun. Síðustu tvær sýningar Bestu vina slóu rækilega í gegn og því má enginn láta þessa framhjá sér fara.


List รกn landamรฆra 2013 รก austurlandi

13


AUSTURLAND Lagarfljótsormurinn var valinn sem aðalviðfangsefni hátíðarinnar á Fljótsdalshéraði en þemað er vættir og þjóðsögur. Því má sjá fjölbreyttar útfærslur af orminum víðs vegar um bæinn í bland við aðra vætti og þjóðsagnapersónur. Austurland dagana 10. – 25. maí Gistihúsið Egilstöðum, Egilsstöðum 1-2 Austfirskar þjóðsögur og vættir Austurlands Sýning á tví- og þrívíðum myndlistarverkum sem unnin voru í Listasmiðju Lóu í Stólpa í mars sl. Unnið var með efni úr austfirskum þjóðsögum með Lagarfljótsorminn í aðalhlutverki. Verkin eru úr margs konar endurnýtanlegu efni, en auk þess var unnið úr austfirsku hráefni, svo sem hreindýraafurðum, skinnum, hornum, beini, ull og við. Nátttröll, eru þau bara goðsögn? Ljósmyndasýning Sólveigar Björnsdóttur af tröllum í austfirsku landslagi. Lagarfljótsormurinn Sýning á verkum byggðum á þjóðsögum og Lagarfljótsorminum eftir nemendur í leikskólanum Tjarnarskógi

14


Sláturhúsið Egilsstöðum, Menningarmiðstöð, Kaupvangi 7 Landvættir Austurlands, hugmyndasamkeppni Sýning þátttakenda í hugmyndasamkeppni Austurlands á útfærslu lyklakippu sem minjagrips, Gestum og gangandi er velkomið að taka þátt í að velja þann grip sem þeim geðjast best að. Skrímsli í Jökulsánni, stuttmynd Unnið með frásögn af skrímsli í Jökulsánni. Einnig verður sýnt myndverk yngri nemenda. Þátttakendur eru allir nemendur í leik- og grunnskólanum í Brúarási. Kerlingabotnar í Hallormstaðaskógi, vídeóverk Leikskóladeild og yngri nemendur Grunnskólans á Hallormsstað sýna vídeóverk byggt á þjóðsögunni um Kerlingabotna í Hallormsstaðaskógi. Skatan í Fljótinu, lágmynd af skötu Nemendur í 5. bekk Egilsstaðaskóla sýna lágmynd af skötunni sem sögð er vera á botni Lagarfljóts á móts við bæinn Strönd. Einnig verða sýndar myndbandsupptökur af nemendum sem sömdu hækur um efni þjóðsögunnar. Lagafljótsormurinn Leikin stuttmynd nemenda á Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Nemendurnir kynna sér þjóðsögur um ferðir Lagarfljótsormsins og velja sér eina þeirra til túlkunar í leikinni stuttmynd. Þeir sjá að mestu um alla gerð myndarinnar; leikstjórn, myndatöku, leikmynd, búninga, klippingu og aðra eftirvinnslu. Umsjón verkefnisins er í höndum Magnúsar H. Helgasonar, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Bókakaffi Hlöðum, Helgafelli 2, Fellabæ Þjóðsögur úr Fellum Sýning á myndum, tré- og plastskúlptúrum og hljóðverki eftir nemendur Fellaskóla. Verkin eru byggð á þjóðsögum úr Fellum og annars staðar af Fljótsdalshéraði.

Ormurinn í Lagarfljóti Börn úr leikskólanum Hádegishöfða sýna sameiginlegt verk sem unnið er upp úr sögunni Ormurinn í Lagarfljóti. Verkið var unnið í samstarfi við fólk sem séð hefur Lagarfljótsorminn með eigin augum. Salt Bistro, Miðvangi 2, Egilsstöðum Ormaskúlptúr Skúlptúr í formi orms eftir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Ormar Alls konar ormar eftir börn úr Leikog grunnskólanum á Hallormsstað. Lagarfljótsormurinn Vegglistaverk unnið úr járni og textíl. Samstarfsverkefni Hlymsdala og Stólpa.

Úti í náttúrunni Þjóðsögur Sagðar að hætti nemenda í 6. bekk Grunnskólans á Egilsstöðum. Kaffi Egilsstaðir Þjóðsögur Nemendur í Grunnskólanum á Egilsstöðum bjuggu til veggspjöld þar sem meðal annars var sagt frá flokkum þjóðsagna. Skriðuklaustur Myndlistarsýningin Bubbi Aron Kale og Íris Lind Sævarsdóttir unnu verk saman.

Geðveika kaffihúsið, Ferjan við fljótið, Egilsstöðum Tröll og aðrir vættir Nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Egilsstöðum semja sögu og skapa persónurnar úr steinum undir handleiðslu kennaranna Ólafar S. Ragnarsdóttur og Sigþrúðar Sigurðardóttur. Hótel Hérað, Miðvangi 5-7, Egilsstöðum Letiormurinn Letiormur úr ýmiskonar textílefnum, unninn af starfsmönnum Stólpa. Bókasafn Héraðsbúa, Laufskógar 1, Egilsstöðum Skúlptúrar Sýning á leirlistarverkum sem unnin hafa verið í Ásheimum undir leiðsögn Línu leirlistarkennara. Heilbrigðisstofnun Austurlands, Lagarási 22, Egilsstöðum Myndlist og sögur Sýning á verkum barna í leikskólanum Tjarnarskógi. Verkin unnu þau í samstarfi við eldri borgara og Heilbrigðistofnun Austurlands á Egilsstöðum.

15


Daníel Björnsson frá Seyðisfirði 16


10. maí (laugardagur) Klukkan 14 – 16 (2-4) Gistihúsið á Egilsstöðum Opnunarhátíð á Egilsstöðum Dagskrá: Tónlistasmiðja – samstarfsverkefni Stólpa og barna á leikskólanum Tjarnarskógi. Margrét Lára Þórarinsdóttir, söng- og tónlistarkennari, stjórnar söng og hljóðfæraleik Grýla og Leppalúði – Grýla og Lepplúði mæta á svæðið með grín og gotterí Listasmiðjur – Gestum og gangandi gefst kostur á að taka þátt í listasmiðjum Ormadans – Öllum velkomið að taka þátt í ormadansi. Markmiðið er að túlka Lagarfljótsorminn í dansi Tónlistaratriði – Nemendur úr Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs (Egilsstöðum, Fellabæ og Brúarási) taka þátt og verða sannkallaðar tónlistarveislur víðs vegar um bæinn Dansatriði – Fimleikadeild Hattar 10. maí (laugardagur) Klukkan 14 – 17 (2-5) Hótel Framtíð, Vogalandi 4 Opnunarhátíð Djúpavogi Þjóðsögur og vættir Myndlistarsýningar og tónlistaratriði um þjóðsögur og vætti. Verkin eru unnin og flutt af af nemendum í Grunnskólanum á Djúpavogi. Tryggvabúð, Markalandi 2, Djúpavogi Handverk Trélistaverk, handverk, veflistarverk eftir fólk í Félagi eldri borgara á Djúpavogi. 15. maí (fimmtudagur) Klukkan 14 - 17 (2-5) Bókabúð – verkefnarými, Austurvegi 23 Opnunarhátíð á Seyðisfirði Disney, Latibær og Leikfangasaga Daníel Björnsson frumflytur eigið hljóðverk undir handleiðslu Elvars Más Kjartanssonar hljóðlistamanns. Auk þess sýnir Daníel fjölbreyttar teikningar sem hann vann í vetur.

Skaftfell Bistró, Miðstöð myndlistar á Austurlandi, Austurvegi 42 Samspil vætta og þjóðsagna Sýning á verkum sem unnar voru í samstarfi barna á leikskólanum Sólvöllum og vistmanna á Norðurhlíð. Leiðsögn: Halldóra Malin Pétursdóttir. Úr rótum fortíðar Sýning á myndskreytingum við þjóðlega sagnahefð eftir nemendur í 3. - 6. bekk í Grunnskólanum á Seyðisfirði. Leiðsögn: Þorkell Helgason myndmenntarkennari. 17. maí (laugardagur) Klukkan 14 – 17 (2-5) Félagslundur Reyðarfirði Opnunarhátíð í Fjarðabyggð Vættir og þjóðsögur Samsýning leik – og grunnskóla í Fjarðabyggð, Félags eldri borgara og Iðjunnar á Reyðarfirði. Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskólans í Fjarðabyggð. 17. maí (laugardagur) Klukkan 14 – 17 (2-5) Álfa Café, Iðngörðum, Borgarfirði eystri Opnunarhátíð á Borgarfirði eystri Álfar og huldufólk Sýning á myndlist og verkefnum nemenda í Leik- og grunnskóla Borgarfjarðar eystri. Verkin eru tengd þjóðsögum og vættum. Nemendur flytja tónlistaratriði. 17. maí (laugardagur) Klukkan 14 - 17 (2-5) Mikligarður, Miðbraut 1, Vopnafirði Opnunarhátíð á Vopnafirði Þjóðsögur, sýning á verkum og tónlistaratriði Nemendur leikskólans Brekkubæjar sýna verk byggð á þjóðsögum. Félag eldri borgara og Kvennahópur sýna afrakstur vetrarins. Nemendur Tónlistarskóla Vopnafjarðar sjá um tónlistaratriði.

17


Skógarlundur á Akureyri

NORÐURLAND 3. maí (laugardagur) Klukkan 14 - 16 (2-4) Salur Síðuskóla, Bugðusíðu, Akureyri Opnunarhátíð á Akureyri Dagskrá: Ávarp Leiksýning og tónlistaratriði Fjölmenntar á Akureyri - Á opnunarhátíðinni verður sýndur afrakstur tveggja námskeiða sem haldin voru á vegum Fjölmenntar vorið 2014. Annars vegar verður flutt tónlistaratriði þar sem þátttakendur af tónlistarnámskeiði spila og syngja undir stjórn Skúla Gautasonar. Hins vegar mun Leikhópur Fjölmenntar sýna leikverk sem Saga Jónsdóttir samdi sérstaklega fyrir hópinn. Saga leikstýrir einnig verkinu. Jón Hlöðver Áskelsson flytur meðal annars nýtt frumsamið lag, Sjónarmið. Þroskahjálp býður upp á vöfflukaffi.

18

8. maí (fimmtudagur) og 9. maí (föstudagur) Klukkan 9- 17 (9-5) Iðjan, Aðalgötu 7, Siglufirði Opið hús í Iðjunni Sýning á handverki fólks sem sækir þjónustu Iðjunnar. Sýningarmunir eru unnir undir handleiðslu starfsfólks. Báða dagana verður leikin tónlist og ljóð lesin upp. Íris Eva Guðmundsdóttir flytur nokkur lög. 9. maí (föstudagur) - 23 maí (föstudagur) Opnun klukkan 14 (2) annars opið á opnunartímum verslunarinnar Eymundsson, Hafnarstræti 91-93, Akureyri Vorfánar og allskonar myndir Fánar í öllum regnbogans litum munu prýða glugga verslunarinnar, Verkin eru unnin með blandaðri tækni og endurspegla liti og léttleika vorsins. Myndverk sem einnig eru unnin með blandaðri tækni verða sýnd í miðrými verslunarinnar. Fólk sem sækir þjónustu Skógarlundar hefur unnið verkin undir handleiðslu starfsmanna.


テ《laug テ《geirsdテウttir

19


15. maí (fimmtudagur) og 16. maí (föstudagur) Opið báða dagana frá 9-11 og 13-15.30 (1-3.30) Skógarlundur, Strandgötu 12 Garðurinn blómstrar Sýnt verður í garðinum Skógarlundi. Blóm, fánar og útilistaverk ýmiskonar. Sýnd verða verk unnin í listasmiðju undir handleiðslu Aðalheiðar Eysteinsdóttur, myndlistarkonu. Hægt verður að kynna sér daglega starfsemi Skógarlundar og gera góð kaup í búðinni, en þar er að finna nytjalist og ýmsar aðrar vörur. Einnig verður hægt að kaupa veitingar á vægu verði og njóta úti í garði ef veður leyfir. 10. maí (laugardagur) Klukkan 14 - 16 (2-4) Miðjan, Garðarsbraut 21, Húsavík Opið hús með kaffisölu og vormarkaði Tekið verður við pöntunum á miðum á stuttmyndina X sem sýnd verður daginn eftir en einnig verður hægt að panta miða á myndina í síma 464-1201 frá mánudeginum 5. maí. 11. maí (sunnudagur) Klukkan 13, 15 og 17 (1, 3 og 5) Samkomuhúsið á Húsavík Stuttmyndin X Gamansöm hetjustuttmynd sem byggð er á Þrymskviðu og hinum japönsku sentai ofurhetjum. Myndin er bæði leikin og teiknuð og komu margir að gerð hennar í samstarfi við Sam og Marinu Rees.

20

17. maí (laugardagur) Klukkan 14 (2) SAFNASAFNIÐ, Svalbarðsströnd Formleg opnun safnsins er 17. maí klukkan tvö í tengslun við Alþjóðlega safnadaginn 18. maí. Lokadagur sýningarinnar er 31. ágúst. Safnið er opið daglega frá kl. 10 - 17 (10-5) Safnasafnið kynnir verk sem bæði eru eftir menntaða listamenn og fólk sem hefur lagt stund á listsköpun án þess að vera skólagengið í list sinni. Sýningin varpar ljósi á eiginleika listamannanna, sköpunarkraft þeirra og tjáningarþörf. Safnasafnið hefur áður sýnt verk eftir þessa listamenn og kallað þá viðleitni Yfir bjartsýnisbrúna, en hugsunin að baki þeim titli var að þeir gangi til móts við hvern annan, eigi jafnan rétt og samleið, ekki síst til þess að búa til betri heim að lifa í og njóta virðingar. Safnasafnið hefur útvegað þessum listamönnum vinnuaðstöðu, pantað verk á sýningar og keypt af þeim verk fyrir safnið. Eftirtaldir listamenn sýna í Safnasafninu: Ljón norðursins, Leó Anton Árnason – skúlptúrar, vatnslitamyndir, ljósmyndir, ljóð Guðmundur Sveinbjörn Másson – kríta-, kolog vatnslistmyndir [eign safnsins] Ásgeir Ísak Kristjánsson, Ingi Hrafn Stefánsson, Ragnar Már Ottósson, Sigurður Reynir Ármannsson Snorri Ásgeirsson, Reykjavík – litblýantsteikningar [eign safnsins] Á samsýningunni Flugvélar: Einar Baldursson – leirverk og blýantsteikningar Aðrir þátttakendur í sýningunni eru lærðir listamenn og erlendir hönnuðir


VESTURLAND & VESTFIRÐIR 5. apríl (laugardagur) Klukkan 14 (2) sýningin stendur frá 5. til 13. apríl og er opin á opnunartímum hússins Edinborgarhúsið – Slunkaríki, Aðalstræti 7, Ísafirði Opnunarhátíð Listar án landamæra á Ísafirði Listsýning Einkum verða sýndar ljósmyndir en einnig skúlptúrar og önnur myndverk. Freyja Rein flytur nokkur frumsamin lög. Gestir geta keypt sér veitingar á kaffihúsi List án landamæra í Bryggjusal. 16. apríl(miðvikudagur) - 20. apríl (sunnudagur) Klukkan 17 (5) Edinborgarhúsið – Rögnvaldarsalur, Aðalstræti 7, Ísafirði Einkasýning Maríu Rutar María Rut hefur unnið með teikningu og tónlist. Hún teiknar myndir við ýmis konar tónlist og er áhugavert að skoða tengingarnar á milli þessara listgreina. Gestum sýningarinnar gefst tækifæri á að heyra þá tónlist sem María Rut hefur hlustað á meðan hún vinnur að verkunum. 24. apríl (fimmtudagur) Klukkan 14 - 17 (2-5) Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Sýning Á sumardaginn fyrsta verður sýndur afrakstur listnámskeiða hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Athugið að sýningin verður aðeins þennan eina dag.

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

21


Sýningastaðir um land allt á List án Landamæra 2014

22

REYKJAVÍKURSVÆÐI Sýningastaður Ráðhús Reykjavíkur Borgarbókasafnið, Aðalbókasafn Þjóðminjasafnið Listasafn Íslands Kjarvalsstaðir Norræna húsið Týsgallerí Listasafn Mosfellsbæjar Borgarleikhúsið Þjóðleikhúsið Öryggismiðstöðin / Örgallerí Rósenberg Iðnó Fríkirkjan í Reykjavík Leikhúsið, Leikfélag Kópavogs Bíó Paradís Lækur

Hvar Við Tjarnargötu, 101 Rvk Tryggvagata 15, 101 Rvk Suðurgata 41, 101 Rvk Fríkirkjuvegur 7, 101 Rvk Flókagata 24, 105 Rvk Sturlugata 5, 101 Rvk Týsgata 3, 101 Rvk Borgarhóli, 276 Mos Listabraut 3, 103 Rvk Hverfisgata 19, 101 Rvk Askalind 1, 201 Kóp Klapparstígur 27 101 Rvk Vonarstræti 3, 101 Rvk Fríkirkjuvegur 5, 101 Rvk Funalind 2, 201 Kóp Hverfisgata 54, 101 Rvk Hörðuvöllum 1, 220 Hfj

Sími 411-1111 411-6100 530-2201 515-9600 517-1290 551-7090 571-0380 698-7533 568-8000 551-1200 570-2400 551-2442 562-9700 552-7270 554-1985 412-7711 566-8600

VESTURLAND Edinborgarhús Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Aðalstræti 7, Ísafirði Bjarnarbraut 8, Borgarnesi

456-5444 437-2390

AUSTURLAND Gistihúsið Egilsstöðum Sláturhúsið Bókakaffi Hlöðunni Geðveikt kaffihús Veitingahúsið Salt cafe bistro Icelandair Hótel Hérað Kaffi Egilsstaðir Hótel Framtíð Tryggvabúð Bókabúð - verkefnarími (Skaftfell) Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlands Bókasafn Héraðsbúa Félagslundur Álfa café Félagsheimilið Mikligarður Heilbrigðisstofnun Austurlands

Egilstöðum 1-2, 700 Egilstaðir Kaupvangi 7, 700 Egilstaðir Helgafelli 2, Fellabæ Ferjan við Fljótið, Egilsstöðum Miðvangi 2, 700 Eigilsstaðir Miðvangi 5-7, 700 Egilsstaðir Kaupvangi 17, 700 Egilsstaðir Vogalandi 4, 765 Djúpavogi Markalandi 2, Djúpavogi Austurvegi 42, Seyðisfirði Austurvegi 42, Seyðisfirði Laufskógar 1, Egilsstaðir Félagslundur, 730 Reyðarfjörður Iðngörðum, 720 Borgarfirði eystri Miðbraut 1, 690 Vopnafjörður Lagarás 22, Egilsstaðir

471-1114 471-1479 471-2255 847-1234 471-1700 471-1500 470-0200 478-8887 478-8288 472-1632 472-1632 470-0745 847-1234 472-9900 473-1154 470-1400

NORÐURLAND Skógarlundur - miðstöð virkni og hæfni Síðuskóli Eymundsson Miðjan Listasafnið Safnasafnið Iðjan Samkomuhúsið

Strandgata 12, 600 Akureyri Bugðusíðu, 603 Akureyri Hafnarstræti 91-93, Akureyri Garðsbraut 21, Húsavík Svalbarðasströnd 601 Akureyri Aðalgötu 7, Siglufjörður Við Garðarsbraut, Húsavík

462 1754 462 2588 540-2180 464-9777 461-4061 467-1835 464-1129

SUÐURNES OG SUÐURLAND Sólheimar Sambíóin Knús café Svarta pakkhúsið Duushús Frumleikhúsið; Leikfélag Keflavíkur

Grímsnes, 801 Selfoss Hafnargata 33, 230 Reykjanesbær Hafnargata 90, 230 Reykjanesbær Hafnargötu 2, 230 Reykjanesbær Duusgötu 2-8, 230 Reykjanesbær Vesturbraut 17, 230 Reykjanesbær

480-4400 575-8900 471-1222 616-6670 421-3796 421-2540

Sigrún Huld Hrafnsdóttir


List án landamæra vill þakka öllum sem komu að hátíðinni í ár, listamönnum, styrktar- og stuðningsaðilum, vinum og velunnurum

STAFRÆN FRAMKÖLLUN

23


List án landamæra vill þakka öllum sem komu að hátíðinni í ár, listamönnum, styrktar- og stuðningsaðilum, vinum og velunnurum

g edinbor menningarmiðstöð

PANTONE 560C PANTONE 130C

C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53 R234 G185 B12

Minningarsjóður Fjólu og Lilju Ólafsdætra 24


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.