LEIKSKRA Island - Kroatia QUALIFIERS 2017

Page 1

ÍSLAND KRÓATÍA 11. JÚNÍ 2017


Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum


ÁFRAM ÍSLAND! Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Króatíu 11. júní, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu. Þeim sem ekki náðu að tryggja sér miða á leik Íslands og Króatíu á sunnudag stendur til boða að horfa á leikinn á risaskjá í öflugu hljóðkerfi í góðra vina hópi. Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikina og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna. Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða.

Skemmtunin er sett upp með þarfir yngri kynslóðarinnar í huga og eru fjölskyldur því sérstaklega hvattar til að mæta tímanlega til að njóta hennar sem best. Viðburðirnir verða staðsettir á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna þeirra verða bílastæðin lokuð. Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur.

MÆTUM SNEMMA OG ÁFRAM ÍSLAND!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


HEIMIR

LÆRUM AF MISTÖKUM Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er sannfærður um að keppnin um miða á HM í Rússlandi muni standa fram að lokaleik. Hann segir leikinn gegn Króatíu mikilvægan en mörg erfið verkefni séu fyrir höndum. Nú hafa ýmsir leikmenn spilað minna í vetur en áður. Raggi hefur lítið spilað, Birkir verið meiddur, Alfreð einnig og Kolbeinn að sjálfsögðu í vandræðum með hnéð. Eru svona hlutir eitthvað sem þú hefur áhyggjur af? Nei, við höfum ekki áhyggjur af því núna en við höfðum áhyggjur af því áður en við völdum hópinn. Sem betur fer fengum við að skoða mikið af þessum leikmönnum 2-3 vikum áður en við völdum hópinn. Við erum sannfærðir um að þeir leikmenn sem við höfum valið séu klárir í leikinn. Svo verður það bara að koma í ljós hvort það sé rétt hjá okkur, leikmennirnir sjálfir telja sig tilbúna og því höfum við engar áhyggjur. Margir leikmenn eru nýbúnir með langt og strangt tímabil og töluvert síðan tímabil sumra leikmanna kláraðist. Hvernig hefur

gengið að halda þeim ferskum fyrir þetta verkefni? Hversu mikilvægur er Sebastian Boxleitner þegar kemur að þessum málum og hvað hefur hann komið með inn í teymið? Hann hefur komið með þetta sérþekkingu, þetta er hans sérsvið. Þess vegna er það frábært að við skulum hafa þjálfara eins og Sebastian sem getur hjálpað okkur á sérstökum tíma líkt og akkúrat núna. Ef við förum í lokakeppni þá lendum við í samskonar stöðu þar sem sumir leikmenn verða búnir snemma og aðrir eru að spila síðasta leikinn sinn stuttu fyrir mót. Þá er mjög mikilvægt að æfingarnar séu einstaklingsmiðaðar og þar getum við nýtt hans sérþekkingu. Það er þó ekki aðeins fyrir leikmennina, heldur er þetta líka góð kennsla fyrir okkur þjálfarana, að færa okkur á hærra level með því að nýta sér þá tækni sem í boði er og læra á hana. Við unnum núna í fyrsta skipti með GPS tæki og hjartsláttarmæla þar sem við gátum horft á þá í rauntíma og séð hvernig líkaminn brást við allskonar áreiti. Þar getur þjálfari fengið staðfestingu á því sem hann heldur að sé rétt. Þess vegna getum við með heilu hjarta sagt, í framhaldi af fyrri spurningunni, að við erum ekkert


HALLGRÍMSSON


ÞJÁLFARINN hræddir um líkamlegt form leikmanna. Við teljum okkur hafa nógu mikla vitneskju að þeir séu í toppstandi. Þið hafið farið mjög vel af stað í undankeppninni þar sem þið sitjið í öðru sæti, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Króata. Það virðist vera gríðarlegur stöðugleiki í liðinu, þrátt fyrir að örfáir lykilleikmenn hafi lent í meiðslum. Hversu ánægður hefur þú verið með þá sem hafa stigið inn í stað þeirra? Við erum bara hrikalega ánægðir með hvernig hópurinn hefur stækkað hjá okkur. Við Helgi höfum sýnt að við treystum ansi mörgum til að spila leiki. Við erum virkilega ánægðir með þá stráka sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með liðinu. Þeir hafa sýnt að þeir hafa hlutverkin á hreinu og smollið vel inn í liðið. Vissulega væri alltaf best að spila saman liðinu í hverjum leik og við vorum ansi heppnir í fjögur ár að geta stillt nánast upp sama byrjunarliði leik eftir leik. En ég myndi segja að eins og staðan hefur verið í þessari keppni sé það nær eins og hlutirnir eru í raunveruleikanum. Það er yfirleitt einhver sem er meiddur, í banni eða eitthvað slíkt. Við höfum bara verið hrikalega ánægðir með þá stráka sem hafa komið inn. Þetta er bara afleiðing af þeirri ákvörðun að gefa þeim leikmönnum sem spiluðu ekki mótsleikina alltaf æfingaleikina. Þannig höfum við smám saman getað slípað marga leikmenn inn í liðið og það hefur verið sérstaklega gott að fá þessi janúar verkefni. Þau hafa reynst okkur ákaflega dýrmæt þegar upp er staðið.

Ég tel að það séu engar ýkjur þegar ég segi að Ísland hafi aldrei átt jafn mikið af góðum markvörðum, sem spila einnig erlendis, og einmitt í dag. Það er augljóslega gríðarlega mikilvægt. En af hverju er þetta að gerast? Er eitthvað sérstakt sem hefur breyst í þessum málum? Það er ágætt að það komi fram, og ég talaði um það á blaðamannafundinum núna og síðast líka held ég. Þegar við tókum við landsliðinu, við Lars fyrir fimm árum, þá átti Ísland engan markmann sem var að spila erlendis. Núna eigum við fimm markmenn sem eru að spila erlendis, í meistaraflokki. A.m.k. einn yngri markmann erlendis og aukinheldur eru þetta allt aðalmarkmenn í sínum liðum í góðum deildum í Skandinavíu. Við erum með tvo markmenn í Dönsku úrvalsdeildinni, einn í norsku úrvalsdeildinni, einn í sænsku úrvalsdeildinni og svo Frederik Schram í fyrstu deildinni í Danmörku. Þeir eru allir í góðum liðum og eru allt aðalmarkmenn. Ástæðan fyrir þessu er klárlega bætt markmannsþjálfun og þar hefur Gummi Hreiðars farið fremstur í flokki. Bæði hefur hann verið að þjálfa markmenn eins og Rúnar Alex og Hannes ásamt því að hafa verið með puttana í þjálfuninni hjá öðrum markmönnum. Ég ætla kannski ekki að eigna honum alla markmenn sem hafa náð góðum árangri en hann hefur farið fremstur í flokki hvað varðar markvarðaþjálfun og menntun markmannsþjálfara. Hann á skilið að fá hrós fyrir sitt starf og sinn metnað í að bæta íslenska markmenn. Það segir sig sjálft að lið sem er minna með boltann í flestum tilvikum en andstæðingurinn verði að hafa góðan markmann. Það er mikill


uppgangur í þessu, það eru margir efnilegir markmenn, margir góðir markmenn að spila í Pepsi deildinni, þannig að framtíðin er björt hvað varðar markmenn hjá okkur. Nú mætið þið Króötum í fjórða sinn á síðustu fjórum árum og eruð væntanlega farnir að þekkja þá út og inn. Hvernig leggst þessi viðureign í þig? Við reynum að vera skynsamir og læra af reynslunni. Læra af mistökum, læra af fyrri leikjum og ég held að við höfum tekið stórt skref úti í Króatíu. Þar spiluðum við góðan varnarleik og vorum inni í leiknum allan tímann. Vissulega voru þeir meira með boltann en við vorum inni í honum allan tímann. Við komum í veg fyrir að þeir fengu opin færi en síðan fáum við á okkur síðara markið í uppbótartíma. 2-0 segir í raun, að mínu mati, ekkert um það hvernig þessi leikur var. Vonandi getum við nýtt það góða úr þeim leik og bætt það sem skorti upp á. Við erum búnir að leikgreina Króatana svo við teljum okkur vera með plan sem ætti að duga til sigurs. Við vitum

það líka að verkefnið er erfitt, þeir eru það gott lið að við gætum átt mjög góðan leik en samt tapað leiknum. Þannig er það bara þegar maður spilar við jafngóðar þjóðir og Króata. Þeir hafa bæði gott lið og gott skipulag, en þeir hafa líka einstaklinga sem geta unnið leikinn upp á eigin spýtur þrátt fyrir að leikurinn sé algerlega í járnum og steindauður. Þá geta dúkkað upp menn sem geta klárað jafna leiki. Við vitum að við getum átt stórleik en samt tapað á móti liði eins og Króatíu. Ef það færi á versta veg þá erum við samt að fara að berjast til enda, þetta gæti bara ráðist í haust? Við höfum sagt það margoft að þessi riðill verði mjög jafn. Vissulega eigum við ekki möguleika á efsta sætinu ef við töpum en annað sæti verður barátta fram á síðasta dag ef svo færi, en við höfum bara eitt í huga og það er að vinna þennan leik. Við viljum helst ekki ræða hina útkomuna.


NO TO RACISM

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

/

@

_official


70 ÁRA AFMÆLI KSÍ heldur upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir en það var stofnað þann 26. mars árið 1947 í húsakynnum Verslunarmannafélags Reykjavíkur í Vonarstræti, þó Íslandsmótið hafi verið haldið frá 1912. Í upphafi voru aðildarfélögin 14. Þau voru Fram, KR, Víkingur Reykjavík, Valur, Haukar, FH, Kári, KA (frá Akranesi), Þór Akureyri, KA Akureyri, Þór Vestmannaeyjum, Týr Vestmannaeyjum ásamt Íþróttabandalögum Ísafjarðar og Siglufjarðar. Fyrsti formaður hins nýja sambands var Agnar Klemens Jónsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. Ísland gekk strax í FIFA árið 1947, en fékk inngöngu í UEFA sjö árum síðar. Það var árið 1946 sem Ísland lék sinn fyrsta landsleik, en það var að sjálfsögðu gegn Dönum og fór leikurinn fram 17 júlí 1946. Leikurinn fór fram á Melavellinum og voru Danir ekki í erfiðleikum og sigruðu 3-0. Fyrsti sigur Íslands kom síðan árið 1947 þegar liðið vann Finna í Reykjavik, 2-0. Þjóðin tók þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn fyrir HM 1958 í Svíþjóð. Lenti Ísland í riðli með Frakklandi og Belgíu en tapaði öllum leikjum sínum. Það var síðan ekki fyrr en í undankeppni EM 1976 að Ísland náði í sinn fyrsta sigur í undankeppni stórmóts. Þar vannst sigur á Austur-Þjóðverjum í Laugardalnum, ásamt

því að jafntefli náðist úti gegn sama liði og Frakklandi heima. Það var síðan árið 2013 sem karlalandsliðið komst í fyrsta sinn í umspil fyrir stórmót, þar sem liðið lá gegn Króötum. Tveimur árum síðan var svo sæti á fyrsta stórmótinu tryggt og átti liðið eftir að fara hreint út sagt á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi, eins og alþjóð veit. Íslenska kvennalandsliðið tók í fyrsta skipti þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 1984. Liðið hóf hana á því að næla í jafntefli í Noregi áður en þær töpuðu öðrum leikjum. Það var svo ekki fyrr en um tíu árum síðar sem liðið tók aftur þátt í undankeppni stórmóts, fyrir EM 1993. Það hefur verið gríðarlegur uppgangur í kvennaknattspyrnunni og landsliðið er í dag eitt það besta í Evrópu. Hafa stelpurnar nú komist á þrjú Evrópumót í röð, 2009, 2013 og 2017. Það er því ljóst að mikill og stöðugur uppgangur hefur verið í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hefur það augljóslega komið fram í frábærum úrslitum beggja landsliða. Frammistaða þeirra á heimssviðinu hefur sýnt að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi.


4X4

FJÓRÐA TILRAUN! Strákarnir mæta Króatíu í fjórða sinn á jafnmörgum árum sunnudaginn 11.júní. Það má með sanni segja að allir þessir leikir hafa verið gríðarlega mikilvægir, en ekki hefur Ísland náð að fagna sigri í þessari hrinu. Fyrstu tveir leikirnir voru í umspili til að komast á HM í Brasilíu 2014, en það var í fyrsta sinn sem strákarnir komust þetta langt í undankeppni fyrir stórmót. Fyrri leikurinn fór fram á troðfullum Laugardalsvelli þar sem stemningin var gríðarleg. Ísland varð fyrir því óláni að Ólafur Ingi Skúlason var rekinn útaf eftir aðeins 50 mínútur, en þrátt fyrir það náði liðið jafntefli, 0-0. Seinni leikur liðanna fór síðan fram í Króatíu fjórum dögum síðar. Þar voru heimamenn of stór biti og unnu þeir 2-0 sigur. Þess má geta að 10 af þeim sem byrjuðu leikinn í Laugardalnum og í

Zagreb eru í hópnum í dag. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki til taks í dag. Það var síðan tæpur þremur árum síðar sem liðin mættust aftur, nú í Zagreb í nóvember 2016. Þurftu strákarnir að lúta í lægra haldi á ný 2-0 með tveimur mörkum frá Marcelo Brozovic. Það er til mikils að vinna þegar liðin mætast á Laugardalsvelli. Króatar eru á toppi riðilsins með 13 stig, en Ísland fylgir í humátt á eftir með 10. Með sigri jafna strákarnir Króata að stigum, en tap myndi þýða að sex stig væru á milli liðanna, sem yrði gríðarlega erfitt að vinna upp. Það er því aðeins eitt sem kemur til greina. Fullur völlur, ótrúleg stemning á pöllunum og þrjú stig þegar lokaflautið gellur!


COCA-COLA and the Red Disc Button Device are registered trademarks of The Coca-Cola Company. Š 2016 The Coca-Cola Company.


ARON EINAR

VIRKILEGA ÞAKKLÁTIR! Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir leikmenn einbeittta fyrir leikinn gegn Króatíu. Það verði ekkert gefið efir á Laugardalsvelli! Nú er langt og strangt keppnistímabil að baki og orðið töluvert síðan tímabilið kláraðist hjá þér. Hvernig hefur það gengið að halda sér gangandi í millitíðinni? Hefur það kannski bara verið kærkomið að fá smá frí? Þetta er náttúrulega búin að vera ákveðin keyrsla og langt síðan maður spilaði síðasta leik. En ég náttúrulega er orðinn vanur þessum sumarleikjum, þetta eru 10 ár síðan maður kom inn í landsliðið og ég er búinn að vera í 9 ár í Championship deildinni og hún endar alltaf á svipuðum tíma. Það er alltaf svona mánuður sem maður þarf að halda sér við og ég er bara orðinn vanur því. Maður reynir að halda sér gangandi, æfir með liðum hér og þar. Sumarleikir eru oft á tíðum skemmtilegir og auðvitað vill maður vera í sínu besta formi, þó maður sé kannski ekki í spilformi. En maður er alltaf klár.

Birkir Bjarna, Jói Berg og Alfreð voru ekki með liðinu í Kosovó vegna meiðsla en eru komnir aftur til baka núna. Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að endurheimta þessa þrjá leikmenn? Þessir gæjar eru búnir að vera með okkur í þessu þetta lengi og vita náttúrulega alveg hvað þarf að gera. Þetta eru strákar sem hafa verið mikið í byrjunarliðinu, þeir eru sterkir karakterar og við söknuðum þeim gegn Kosovo, sérstaklega í spilamennskunni. Við náðum sem betur fer í þessi úrslit sem við ætluðum okkur að gera. Þrjú stig voru aðalmálið þar. Það er gott að fá þá aftur inn og þeir eru augljóslega klárir til að hjálpa liðinu. Nú hafa ýmsir leikmenn spilað minna í vetur en áður. Raggi hefur lítið spilað, Birkir verið meiddur, Alfreð einnig og Kolbeinn að sjálfsögðu í vandræðum með hnéð. Eru svona hlutir eitthvað sem þú hefur áhyggjur af? Nei nei, alls ekki. Maður veit bara að þessir leikmenn eru klárir þegar út í alvöruna er komið. Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur, þar sem ég hef verið lítið að spila með Cardiff og hef þurft að spila landsleik kannski ekki í mínu besta leikformi. En ég var þá ennþá hungraður í að standa mig fyrir landið. Ég býst ekki við neinu öðru en


FYRIRLIÐI

að þeir mæti með gott hugarfar í leikinn og vilji sýna það að þeir áttu sannarlega skilið að vera að spila í vetur. Það er komið talsverður tími síðan að Heimir tók einn við stjórninni, með Helga sér til aðstoðar. Hefur mikið breyst eða hefur hann bara haldið áfram að byggja á þeim grunni sem hann og Lars komu upp? Það hefur náttúrulega í rauninni ekki neitt breyst. Þetta er sami strúktúrinn og þar sem við höfum náð þetta langt bjóst maður ekkert við því þó Heimir hefði

tekið við, og Helgi til aðstoðar, að hann væri að fara í miklar breytingar. Þá kæmi náttúrulega pressan svolítið mikið yfir á hann ef hann væri að breyta einhverju. Það er nefnilega það góða við þetta að þessi hópur kann þetta, kann þetta kerfi og veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að spila fyrir landsliðið. Eins og þegar við höfum verið að lenda í miklum meiðslum í vetur hefur þessi maður í manns stað klisja bara sannast hjá okkur. Menn hafa bara komið inn, þeir vita hvað þeir eiga að gera og það er það góða við okkur, hvað það er búið


að fara vel yfir allt, taktík og leikskipulag. Menn eru bara einbeittir og klárir í næstu orrustu. Núna er bara ein slík gegn Króatíu og það er það eina sem skiptir máli eins og er. Við erum búnir að vera saman í þessu þetta lengi og þó það komi einhverjir nýjir strákar inn þá er upprifjunin góð og strákarnir taka vel á móti þeim sem eru að koma inn í hópana. Þeir vita alveg sín hlutverk sem eru að koma inn, sama hvort þeir eru að koma inná eða byrja leikinn. Það er bara allt klárt. Þið hafið farið mjög vel af stað í riðlinum og sitjið þar í öðru sæti, aðeins þremur stigum á eftir Króötum. Var ekkert erfitt að fara inn í þessa undankeppni eftir velgengnina í Frakklandi? Jújú, það hefur náttúrulega sannað sig oft hjá liðum sem hafa gert vel í lokakeppnum að næsti undankeppnisriðill hefur oft farið illa hjá þeim. Ég tala nú ekki um okkur, við erum ekki stór þjóð og við höfum lent í skakkaföllum með meiðsli. En aftur á móti kemur það inn aftur að menn vita hvaða hlutverki þeir gegna og það er líka yndislegt við þennan hóp hvað hann er samheldinn og menn eru klárir að leggja sitt af mörkum fyrir félaga sinn sem er að spila við hliðiná manni. Króatar á sunnudaginn. Fjórði leikurinn við þá á síðustu fjórum árum. Þið að sjálfsögðu þekkið þá eins og handarbakið á ykkur. Hvernig leggst leikurinn í ykkur? Mjög vel, þetta eru náttúrulega þessir leikmenn sem maður vill mæta og sanna sig á móti. Þú sérð að það eru tveir þarna sem voru að vinna Meistaradeildina og annar sem lenti í öðru sæti og smellti honum upp í vinkilinn með hjólhestaspyrnu. Þetta eru svona gæjar sem maður vill spila við til að sjá hvað maður í rauninni getur gert sjálfur. Við erum búnir að fara vel yfir þá og síðustu þrjá leiki sem við höfum spilað við þá. Það

ætti bara að peppa okkur upp í að vinna þessa gæja því það er kominn tími til. Við þurfum að eiga toppleik, við vitum það, og þurfum að vera klókir í okkar aðgerðum. Ég hef enga trú á öðru, við mætum af krafti og gefum allt í þetta. Laugardalsvöllur verður fullur, eins og alltaf, fan zone fyrir leik og leikurinn sýndur á risaskjá fyrir utan. Hversu mikilvægt eru svona hlutir fyrir ykkur sem eruð að spila? Við erum búnir að breyta algjörlega stemningunni í kringum þessa landsleiki og það er flott hjá KSÍ að reyna að bæta umgjörðina. Þetta hefur ekkert verið þekkt fyrirbæri áður hjá landsliðinu, sérstaklega hérna heima á Íslandi, að það sé eitthvað fan zone fyrir leikina. En ég held að þetta skapi góða stemningu, fólk mæti fyrr og það lætur í sér heyra. Ég hlakka allavega til að sjá hversu margir mæta og styðja við okkur. Fólkið sem náði ekki í miða getur þá horft á leikinn þarna á risaskjá og við munum alveg heyra í þeim. Eitthvað að lokum? Höfum gaman að þessu og vonandi náum við í úrslitin sem við eigum svo sannarlega skilið. Ég vil bara í raunninni þakka stuðninginn frá áhorfendunum sem hafa fylgt okkur undanfarin ár og í lokakeppninni. Við drengirnir erum virkilega þakklátir.


Við óskum strákunum okkar góðs gengis í undankeppni HM 2018 sem hluti af sterkri liðsheild, bæði innan vallar sem utan. N1 hefur í áratugi lagt rækt við grasrót íslenskrar knattspyrnu og er stolt af árangrinum.

Áfram Ísland!


Þú styður alltaf íslenskar íþróttir þegar þú tippar.

Tippaðu á Ísland – Króatía í beinni


LEIKMENN ÍSLANDS Sóknarmenn

L

M

Félag

Alfreð Finnbogason

40

11

FC Augsburg

Jón Daði Böðvarsson

32

2

Wolves

Björn Bergmann Sigurðarson

6

1

Molde FK

Aron Einar Gunnarsson

69

2

Cardiff City FC

Jóhann Berg Guðmundsson

57

5

Burnley FC

Birkir Bjarnason

57

8

Aston Villa FC

Emil Hallfreðsson

57

1

Udinese Calcio

Gylfi Þór Sigurðsson

49

15

Swansea City FC

Rúrik Gíslason

39

3

1.FC Nürnberg

Ólafur Ingi Skúlason

28

1

Karabükspor

Arnóri Ingvi Traustason

13

5

SK Rapid Wien

Aron Sigurðarson

5

2

Tromsö IL

Rúnar Már Sigurjónsson

12

1

Grasshopper Club

Birkir Már Sævarsson

71

1

Hammarby

Ragnar Sigurðsson

68

3

Fulham FC

Kári Árnason

59

3

AC Omonia

Ari Freyr Skúlason

49

Sverrir Ingi Ingason

10

3

Granada CF

Hörður Björgvin Magnússon

9

1

Bristol City FC

Hjörtur Hermannsson

3

Brøndby IF

Hannes Þór Halldórsson

43

Randers FC

Ögmundur Kristinsson

14

Hammarby

Ingvar Jónsson

5

Sandefjord

Miðjumenn

Varnarmenn

KSC Lokeren

Markmenn





Hvar er sætið þitt?


Þessi blanda af stolti og spennu þegar landslið Íslands gengur fram á leikvanginn er tilfinning sem flestir þekkja og njóta fram í fingurgóma – alla leið heim í stofu. En með því að halda með stelpunum okkar alla leið til Hollands verður þú hluti af sterkri liðsheild á vellinum. Það er ólýsanleg upplifun. Komdu með og gerðu stelpurnar okkar óstöðvandi á EM í sumar!

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 84740 06/17

HALTU MEÐ OKKUR Á EM Í HOLLANDI


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.