5. tölublað 2010

Page 1

Kjalnesingur

5. tbl. 10. árg.

Fréttabréf Íbúasamtaka Kjalarness

12. maí 2010

ÍBÚAÞING í FÓLKVANGI Á undanförnum árum hafa stjórnvöld oft gripið til “Íbúalýðræðis” við hátíðleg tækifæri þannig að íbúar fái á tilfinninguna að þeir hafi eitthvað að segja um umhverfi sitt. Sem betur fer er viðhorf stjórnvalda til íbúalýðræðis mikið að breytast og þess sjást æ oftar merki að tekið sé mark á vilja íbúanna. Í fersku minni er hve mikils virði samstaða íbúanna er eins og sannaðist í verkefninu um undirgögnin. Þá kom áhugi Kjalnesinga á að hafa áhrif á umhverfi sitt skýrt fram í netkosningunni í vetur þar sem þátttaka Kjalnesinga var um tvöfalt meiri en í öðrum hverfum borgarinnar. Það er því mikilvægt hlutverk okkar íbúanna að vera vakandi og virkir þátttakendur í mótun umhverfis okkar.

samgöngur, Græni trefillinn og skipulag útivistar á Kjalarnesi. Menningartengd ferðaþjónusta, merking gönguleiða og merkra sögustaða á Kjalarnesi.

Tilgangur Íbúaþingsins sem haldið verður nú á laugardaginn er að vekja athygli á kostum Kjalarness, fá fram sjónarmið og framtíðarsýn ráðamanna borgarinnar ásamt því að gefa íbúum kost á skoðanaskiptum við þá. Þetta er því kjörinn vettvangur til að koma þessum áherslum á framfæri við þá sem skipa ætla Borgarstjórn á næsta kjörtímabili.

4. Börn og ungmenni: Frístundaúrræði fyrir börn og ungmenni á Kjalarnesi. Hvað vilja þau sjálf hafa á staðnum? Hvaða frístundastarf er hægt að bjóða uppá á Kjalarnesi? Frístundastrætó?

Áhersla verður lögð á eftirfarandi fimm málefnahópa. 1. Skipulagsmál: Þróun íbúðabyggðarinnar og framtíðarsýn kringum Grundarhverfi, bátavör, göngu- og hjólaleiðir, reiðleiðir, almennings-

2. Sameining þjónustustofnana og þjónusta borgarinnar: Leikskólinn Berg, Klébergsskóli, íþróttamiðstöðin, frístundaheimilið og Fólkvangur. Þjónustuhlutverk Áhaldahússins, Miðgarðs og Klébergskjarnans við íbúana? 3. Grænt Kjalarnes: Vistvæn hugsun í skólunum, samgöngum, garðrækt, útikennslustofa með útiíþróttaaðstöðu og heilsutengt Kjalarnes í samstarfi við UMFK ásamt tengingu inn í skólana.

5. Atvinnumál: Með hvaða hætti er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu á svæðinu og efla þau fyrirtæki sem fyrir eru? Hvað er hægt að gera nýtt? Atvinnumál ungmenna á svæðinu. Munu þau þurfa að sækja atvinnu út fyrir hverfið eða verður vinnuskóli á svæðinu í sumar? ÁH

KJALARNES.IS


Kjalnesingur Útgefandi: Íbúasamtök Kjalarness Ábyrgðarmaður: Guðni Indriðason laufbrekka@kjalarnes.is

Á döfinni 12. maí kl 19 14. maí kl 18 15. maí 18. maí 18. maí 19. maí 19. maí 20. maí 25.maí 27. maí 29. maí

kl10 - 12:30 kl 20 kl 10-13 kl 20 kl 20-22 kl 15-17 kl 10-13 kl 15-17

1. júní kl 20 1. júní kl 10-13 1.-4. júní: 2. júní kl 20-22 3. júní kl 15-17 8. júní 8. júní kl 10-13 9. júní kl 20 9. júní 10. júní 10. júní kl 15-17 15. júní kl 10-13 16. júní kl 20-22

Árshátíð Kjalar Vortónleikar Tónlistarskólans á Klébergi Íbúaþing í Fólkvangi Stormur Þórnýjarbúð Mömmuhittingur í Fólkvangi Kjölur Þórnýjarbúð Prjónakaffi í Fólkvangi Félagsstarf 60+ í Fólkvangi Mömmuhittingur í Fólkvangi Félagsstarf 60+ í Fólkvangi Sveitastjórnarkosningar - í Klébergsskóla Stormur Þórnýjarbúð Mömmuhittingur í Fólkvangi Vináttuþema í Klébergsskóla Prjónakaffi í Fólkvangi Félagsstarf 60+ í Fólkvangi Starfsdagur í Klébergsskóla Mömmuhittingur í Fólkvangi Kvenfélagið Esja í Fólkvangi Foreldradagur í Klébergsskóla Skólaslit Klébergsskóla og útskrift 10. bekkjar Félagsstarf 60+ í Fólkvangi Mömmuhittingur í Fólkvangi Prjónakaffi í Fólkvangi

Björgunarsveitin Kjölur Afmælisrit Afmælisrit björgunarsveitarinnar Kjalar er komið út.

“þú”@kjalarnes.is Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness býður Kjalnesingum að fá netfang @kjalarnes.is. Að sjálfsögðu eigum við öll sem búum hér að vera með netfangið @kjalarnes.is, það er stór hluti af samstöðu okkar um okkar hverfi. En að sjálfsögðu þarf að greiða lítilsháttar fyrir þetta, eða 2.000 kr á ári til að mæta þeim kostnaði sem Íbúasamtökin þurfa að standa skil á við rekstur pósthússins. Hafðu samband við einhvern af stjórnarmönnum búasamtakanna og viðkomandi aðstoðar þig með málið, eða sendu póst á kjalnesingur@kjalarnes.is.

Skráðu þig á póstlistann Vefur okkar Kjalnesinga kjalarnes.is sendir sjálfkrafa út epóst til þeirra sem skrá sig á póstlistann þegar fréttir/ tilkynningar eru ritaðar á vefinn. Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á umhverfi sínu og samfélagi að skrá sig á póstlistann. Tvær aðferðir eru til þess, önnur er að fara inn á vefinn neðst til hægri og velja þar textann “Búðu til einn” og þá kemur upp skráningar form sem fyllt er út og samþykkt. Þar með er viðkomandi kominn á póstlistann. Hin aðferðin er að senda póst á kjalnesingur@kjalarnes.is og óska eftir að verða skráður á póstlistann.

Ritið spannar sögu slysavarna- og björgunarstarfa á Kjalarnesinu frá 1949 og var unnið til prentunar af kvenlegu hlið sveitarinnar, þeim Sonju Þórey Þórsdóttur, Maríu Theodórsdóttur og Önnu Filbert. Alls er ritið 120 blaðsíður og verður selt á kostnaðarverði, sem er 5.000 kr. Pantanir berist á póstfangið bjorgunarsveit@simnet.is eða í síma 6168493 (Anna).

Ökukennsla, Akstursmat, Endurtökupróf Pétur Þórðarson Ökukennari

Skoða má fyrstu blaðsíður ritsins á netinu á slóðinni: http://www.blurb.com/bookstore/detail/1346251

Búagrund 1 Kjalarnesi

s. 892 7480 okunam@okunam.is www.okunam.is

2

KJALARNES.IS


Niður með hraðann

Mömmuhittingur

Undanfarið hefur borið á talsverðum hraðakstri í hverfinu sem er væntalega hin árlegi fylgifiskur hækkandi sólar; ungir bensínfætur þyngjast

Foreldramorgnar eða mömmuhittingur eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri.

Sér í lagi hefur þetta verið áberandi í Hofsgrund sem liggur frá Brautarholtsvegi niður að hringtorginu.

Á foreldramorgnum sem er eitt af fjölmörgum verkefnum sóknarnefndar, gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja.

Kjalnesingur hvetur bílstjóra til að virða hraðatakmarkanir í hverfinu og hafa í huga að nú er mikið af smáfólki á ferðinni gangandi og hjólandi. Munum eftir börnunum og niður með hraðan

Stefnt er að því að leikföng verði á staðnum fyrir yngsta fólkið og heitt verður á könnunni fyrir það fullorðna. Mömmuhittingurinn verður í Fóllkvangi á þriðjudögum kl 10-13 ATH Það þarf ekki að mæta kl. 10, húsið verðurbara opið á þessum tíma, og allir velkomnir

Kjalarnesdagar Undanfarin ár hafa íbúasamtök Kjalarness staðið fyrir fjölskylduhátíð á Kjalarnesdegi. Með liðsinni fleiri félaga og stofnana verður nú boðið upp á viðameiri dagskrá en áður og síðasta helgin í júní tekin undir Kjalarnesdaga. Í Fólkvangi verður framtakssömu fólki boðið upp á aðstöðu til að koma framleiðsluvörum sínum og öðrum söluvarningi á framfæri. Ekki er þá eingöngu verið að horfa til Kjalnesinga heldur einnig að ná til þeirrar fjölmörgu sem fara um Kjalarnesið á hverjum degi. Til þess að gera þetta mögulegt er nauðsynlegt að leita til sem flestra og þegar hafa undirtektir verið afskaplega góðar. Eftirfarandi eru hugmyndir að dagsskránni. Á föstudeginum 25. júní verður höfðað til yngri kynslóðarinnar með liðsinni leikskólans, Kátakots og Flógyn hugsanlega með aðstoð Storms. Vakin verður athygli á útikennslustofu, setja má upp nemenda-skemmtun t.d. í kaffihúsinu og settur verður upp vísir að húsdýragarði. Laugardagurinn er dagur fjölskyldunnar með áherslu á markaðinn, kaffihúsið, listmunasýningu, húsdýragarð, fara á hestbak, dagskrá á vegum björgunarsveitarinnar, dagskrá á vegum UMFK, sundlaugin með lengri opnun, grill o.fl. Sunnudagur 27. júní er menningardagurinn helgaður keltneskri menningu á Kjalarnesi. Markaðurinn verður áfram opinn. Kl. 14 verður helgistund á Esjubergi, kl 15 ‐ 17 verður dagskrá í kaffihúsinu með tónlist og fyrirlesurum um keltneska menningu

Útvega mold og grús. Vinnuvélar, krani og vörubílar í ýmsum stærðum til garðvinnu, stíga- og veglagninga o.s.f.v. Óli Valli 897-7605 3

KJALARNES.IS


Kvenfélagið Esja

Nýr og betri tækjasalur

Ákveðið hefur verið að hafa kvenfélagsfundi einu sinni í mánuði, þ.e. annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 20 í Fólkvangi.

Fyrir nokkru lauk framkvæmdum við tækjasalinn í Íþróttamiðstöðinni Klébergi þar sem salurinn var stækkaður, hann málaður og dúklagður. Eini munurinn á þessum framkvæmdum og öðrum í mannvirkjum Reykjavíkurborgar var að þær fóru fram í sjálfboðavinnu. Framkvæmdasvið Reykjavíkur borgaði efniskostnað en tveir íbúar á Kjalarnesi unnu verkið. Það voru þeir Kristinn Guðmundsson og Halldór Óskar Arnoldsson (Kiddi og Dóri) sem reyndust þarna sannkallaðir velunnarar íþróttamiðstöðvarinnar. Tækjasalurinn er nú helmingi stærri en hann var áður (gufubaðið hafði áður verið rifið) og tveimur nýjum tækjum var bætt við. Þeir Kiddi og Dóri eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag. Með þessu er líka sýnt fram hvað hægt er að gera þegar íbúarnir taka sig til og vilja bæta umhverfi sitt.

Ýmislegt skemmtilegt er framundan og hvetjum við allar áhugasamar konur til þess að láta sjá sig! Á síðasta fundi hittust kvenfélagskonur á Kjalarnesi og í Kjósinni og fóru saman á fund í Ásgarðsskóla, þar sem Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur kynnti ræktun á krydd- og matjurtum. Næsti fundur verður miðvikudaginn 9. júní. Upplýsingar gefur Arndís Guðmundsdóttir, s: 825 1341.

Félagsstarf 60 ára og eldri Munið fundina á fimmtudögum, milli kl. 15 og 17 í Fólkvangi. Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með kaffinu! Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Bjarnadóttir, s: 695 1352.

Prjónaklúbburinn Esjan Við minnum á prjónakaffið í Fólkvangi, fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Síðast kom prjónaklúbburinn í Mosfellsbæ í heimsókn til okkar og áttum við virkilega ánægjulegt kvöld með þeim! Næstu prjónakaffi verða dagana: Miðvikudag, 19. maí, kl. 20.

Aðalfundur Kjalar

Miðvikudag, 2. júní, kl. 20. Miðvikudag, 16. júní, kl. 20. Nánari upplýsingar gefur Arndís Guðmundsdóttir s:825 1341

Aðalfundur björgunarsveitarinnar var haldinn 28. apríl síðastliðinn í Þórnýjarbúð. Fjórir af sex í stjórn gáfu kost á sér áfram og er ný stjórn skipuð sem hér segir: Formaður: Birgir Þór Guðbrandsson Varaformaður: María Theodórsdóttir Gjaldkeri: Sonja Þórey Þórsdóttir Ritari: Anna Filbert Meðstjórnendur: Adam Finnsson og Brynjar Már Bjarnason Fram kom á fundinum að árið 2009 hafi verið með þeim betra í sögu sveitarinnar. Útköll voru 50 auk fjölmargra annara verkefna, boðið var upp á tvenns konar unglingastarf, nýliðun var með mesta móti og fjárhagur góður, þrátt fyrir talsvert viðhald á tækjum og endurnýjun á búnaði. Framundan er sumarstarfið með æfingum, síðustu námskeiðum Björgunarskólans, unglingastarfið og þeirra sumarferðir, gæslur og fjáraflanir. Sveitin fer líkt og undanfarin ár til Hálendisgæslu á Kili í júlí.

Valdís Ósk, Kolbrún og Ragnheiður á góðri stund. 4

KJALARNES.IS


Flygill í Fólkvang Karlakór Kjalnesinga lauk 19.starfsári sínu með glæsilegum vortónleikum í Guðríðarkirkju 29.apríl og 1.maí. Áheyrendur, sem voru vel á 6.hundraðið, nutu fjölbreyttrar efnisskrár, klassískra karlakórslaga og nýrra útsetninga Palla Helga á yngri dægurflugum. Kjartan Valdimarsson spilaði á flygilinn en auk hans skipuðu hljómsveitina Benedikt Brynleifsson á trommur, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Jón Bjarni Jónsson á bassa,. Daði Már Einarsson og Helgi Pálsson blésu í básúnu og trompet í tveimur lögum. Kórinn tefldi fram þremur einsöngvurum og einum kvartett en gestasöngvari var Bjarni Arason. Gríðarleg stemming myndaðist á tónleikunum og voru gestir á einu máli um að kórinn hefði sjaldan verið betri en hann hefur stækkað talsvert, 47 söngmenn voru á pöllunum.

Ganga-gallerí Laugardaginn 8.maí opnuðum við gallerí í Búagrund 13. Þar höfum við mæðgur sett upp sýnishorn af þeim listmunum sem við erum að skapa. Fyrirtækið okkar heitir Front og skiptum við því í tvo hluta þ.e. Front-list og Frontinn. Front list er vöruheiti listmuna okkar en Front inn hefur að geyma smávægilegan innflutning sem við fjölskyldan stöndum að. Í listmuni okkar notum við mest efnivið úr náttúrunni og þá sérstaklega Esju-steina. Okkur þótti gaman hversu margir litu við og tóku þátt í opnunargleðinni með okkur. Framvegis munum við hafa galleríið opið alla dag milli 13-18 svo framalega sem við erum heima, eða eftir samkomulagi. Við erum með marga eigulega muni á sanngjörnu verði og einnig er hægt að sérpanta hjá okkur eftir óskum hvers og eins. Um leið og við þökkum fyrir frábærar móttökur þá bendum við á heimasíðu okkar front.is þar sem hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar. Auk þess er alltaf hægt að ná í okkur í síma 6959652 og 5666035. Síðan er tilvalið að líta við í Galleríinu þegar fólk á leið hjá. Sjáumst. Sumar kveðja Valdís Ósk og Karen Ósk.

Kórnum barst höfðingleg gjöf á lokaæfingu, glæsilegur flygill sem Ólafur M. Magnússon og Sigrún Bjarnadóttir frá Eyjum í Kjós gáfu í minningu afa Ólafs, St. Sæmundar Einarssonar. Ólafur hefur sungið með karlakórnum um langa hríð og vill með þessari gjöf styrkja umgörð hans til að halda áfram að vaxa og þroskast. Flygillinn verður staðsettur í æfingaraðstöðu kórsins í Fólkvangi á Kjalarnesi og líta kórmenn björtum augum til komandi stafsárs með þessu nýja hljóðfæri.

5

KJALARNES.IS


„Þarf ekki að biðja um neitt tvisvar“ Svanhvít Guðrún Jóhannsdóttir nýkjörinn formaður UMFK ræðir um félagið, sundið, Kjalarnesið og sviplegt fráfall eiginmanns síns Svanhvít Guðrún Jóhannsdóttir ætlaði fyrir forvitnis sakir að líta inn á aðalfund Ungmennafélags Kjalnesinga í lok mars síðastliðins. Hún gekk út af fundinum sem formaður félagsins. „Þetta var stórfurðulegt,“ útskýrir Svanhvít. „Ásgeir Harðarson á Skrauthólum, formaður íbúasamtakanna, hringdi í mig fyrr um daginn og bað mig að kíkja á fundinn til að kynna sund sem hann hefur áhuga á að efla innan félagsins. Mér fannst það sjálfsagt mál en óraði ekki fyrir því að ég ætti eftir að yfirgefa fundinn sem formaður,“ bætir hún við hlæjandi. Svona gengur lífið fyrir sig á Kjalarnesi. Menn ganga hreint til verks og eru ekkert að flækja hlutina. „Það má nú segja,“ segir Svanhvít. „Það var komið fólk í allar aðrar stöður í stjórninni og ekki gat ég látið félagið vera formannslaust.“ Tveimur dögum síðar flaug Svanhvít til Singapúr á námskeið alþjóðlegra sunddómenda og ákvað að fresta því að velta formennskunni fyrir sér þangað til hún kæmi aftur heim. „Ég ætlaði bara að fatta þetta þegar ég kæmi til baka.“

Svanhvít segir smæð samfélagsins líka koma sér vel. Einu sinni boðaði hún til fundar með smsskeytum og 45 mínútum síðar voru allir stjórnarmenn mættir. Það myndi líkast til ekki nást í Peking. „Við Kjalnesingar erum ein eining. Það er mikill styrkur.“ Spurð hvort hún sé vel fallin til formennsku kveðst Svanhvít vita lítið um það. „En ég hef verið sögð skipulögð. Enda meyja. Samstarfskonum mínum þykir stundum nóg um,“ segir hún hlæjandi. „En hvað sem öllu skipulagi líður mun þessi stjórn starfa á jafningjagrunni.“ Margvísleg mál koma til kasta stjórnar UMFK. Eitt þeirra er grasvöllurinn sem lagður var til knattspyrnuiðkunar fyrir nokkrum árum. Ánægja með hann hefur verið takmörkuð enda þykir hann of lítill, auk þess sem hann hallar mót norðri. Leikmenn hlaupa í orðsins fyllstu merkingu norður og niður. „Við viljum fá völlinn stækkaðan og Magnús og Davor munu funda með ÍTR um það mál núna í vikunni. Þeir sjá um knattspyrnumálin. Okkur hefur gengið mjög vel að skipta með okkur verkum.“ Sumarnámskeið UMFK eru nú í fullum undirbúningi og Svanhvít vonar að Kjalnesingar taki þeim vel líkt og undanfarin ár.

Alþjóðlegur sunddómari Íþróttatenging Svanhvítar er gegnum sundið en hún er einn af fjórum alþjóðlegum sunddómurum okkar Íslendinga. „Ég byrjaði í dómgæslu fyrir 25 árum og hef ekki hugsað mér að hætta í bráð, alla vega ekki meðan ég hef ennþá gaman af þessu.“ Hún dæmir mest á mótum hér heima og á Evrópumeistaramóti fatlaðra í október síðastliðnum var hún yfirdómari.

Hún hefur verið sæmd bronsmerkjum fyrir störf sín

Hafi Svanhvít borið kvíðboga fyrir starfinu hvarf hann eins og dögg fyrir sólu á fyrsta stjórnarfundi UMFK. „Áhuginn og dugnaðurinn skein strax í gegn á fyrsta fundinum. Fólkið í þessari stjórn er staðráðið í að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf ekki að biðja um neitt tvisvar, fólk framkvæmir strax en ekki eftir viku eða mánuð. Ég hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða öflug stjórn.“ Með henni í stjórn eru Magnús Ingi Magnússon, Davor Karlsson, Íris Fjóla Bjarnadóttir og Hafsteinn Friðfinnsson. 6

KJALARNES.IS


hjá Ungmennafélaginu Fjölni ásamt manninum sínum, Sundsambandi Íslands fyrir störf innan dómarastéttarinnar og í febrúar s.l sæmdi ÍSÍ hana bronsmerki sambandsins. Þetta er mikill heiður og viðurkenning á því starfi sem hún hefur sinnt innan sundhreyfingarinnar. Árið 2008 var hún kosin dómari ársins. Enda þótt ótrúlegt megi virðast hefur Svanhvít aldrei æft sund. Keppnissundi kynntist hún gegnum eiginmann sinn, Ólaf Þór Gunnlaugsson, stofnanda Sunddeildar Fjölnis og einn fremsta sundþjálfara þjóðarinnar um langt árabil.

Var biblía sundsins á Íslandi Ólafur Þór var sundfólki harmdauði. „Hann var einskonar gangandi biblía sundsins á Íslandi. Þyrftu menn að vita eitthvað hringdu þeir í Óla. Hann vissi allt sem hægt var að vita um sundið enda var hann vakinn og sofinn yfir því allt sitt líf. Við höfum líka fengið ofboðslegan stuðning frá sundhreyfingunni eftir að hann dó. Sunddómarar hjálpuðu meira að segja til við baksturinn fyrir erfisdrykkjuna.“ Það yljar Svanhvíti um hjartarætur hversu dugleg sundhreyfingin hefur verið að halda nafni Ólafs Þórs

Svanhvít á þrjú börn, Halldóru Jóhönnu 34 ára, sem búsett er í Noregi, Ólaf Pál, 20 ára, og Ingunni Maríu, 16 ára. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli síðastliðið sumar þegar Ólafur Þór greindist með krabbamein. Þremur mánuðum síðar var hann allur, 54 ára að aldri. „Þetta gerðist ótrúlega hratt, mun hraðar en læknar áttu von á. Við gerðum okkur fljótlega grein fyrir því að hann væri mjög veikur og fengum loks staðfestingu lækna á því að meinið væri ólæknandi. Daginn eftir var Óli dáinn. Við fengum engan undirbúning, gerðum okkur enga grein fyrir því að hann ætti svona stutt eftir. Það var hringt í mig í vinnuna klukkan átta að morgni og tveimur tímum síðar var hann dáinn. Ég held að læknunum hafi brugðið líka.“ Ekki nóg með að Svanhvít missti eiginmann sinn, á tólf mánaða tímabili missti hún líka bæði móður sína og tengdamóður. Svanhvít segir sér líða ágætlega í dag enda þótt dagarnir séu misjafnir. Stundum hellist sorgin yfir hana. „Það hefur hjálpað mér mikið að fara á fundi hjá Krabbameinsfélaginu. Það hefur líka verið mikill styrkur að búa hérna á Kjalarnesi. Hér hef ég minn prjónaklúbb og fólk hefur reynst mér afskaplega vel. Það er lykilatriði að hafa nóg fyrir stafni.“ Hún segir börnin hafa átt erfitt uppdráttar en þau séu smám saman að ná áttum. Svanhvít starfar sem læknaritari á Vogi og kveðst hafa mætt miklum skilningi þar á bæ. „Ég gæti ekki haft betri yfirmann en Þórarin Tyrfingsson. Hann hefur reynst mér einstaklega vel.“

á lofti. Stofnaður hefur verið minningarsjóður um hann og í lok júní er árlegt sundmót haldið í Hafnarfirði í ár þar sem bikar í minningu Óla verður afhentur í fyrsta skipti sem gefinn verður af fjölskyldu hans. Svanhvít er fædd og uppalin á Ísafirði en bjó í Grafarvogi á árunum 1994 til 2004. Hún hefur nú búið í hálft sjötta ár á Kjalarnesi, nánar tiltekið á Búagrund 4. Þau Ólafur Þór skoðuðu húsið fyrst í ofboðslegu roki (eins ótrúlega og það hljómar) en innandyra heyrðist ekki stuna í Kára gamla. Það heillaði þau. Þau misstu reyndar af húsinu í fyrstu atrennu en þegar fasteignasalinn hringdi aftur tveimur mánuðum síðar var ekki aftur snúið. „Þetta helvítis hús lætur mig ekki í friði, sagði ég við Óla. Við buðum því í það og fengum,“ segir hún brosandi. Þeim leið ákaflega vel á Kjalarnesi og Svanhvít hefur engin áform um að flytja búferlum þrátt fyrir áfallið. „Það eru breyttir tímar og við þurfum að vinna með því. Dóttir mín hefur talað um að hún vilji fá mig til Noregs. Mér hefur hins vegar liðið vel hérna á Kjalarnesinu og tími ekki að fara í burtu. Ég horfi jákvæð fram á vegin OPO

7

KJALARNES.IS


Sögufélagið Steini Hið glænýja Sögufélag Steini, Kjalarnesi hélt kvöldfund í Fólkvangi, laugardagskvöldið 17. apríl s.l. Keltnesk kvöldstund, með fyrirlestrum, tónlistarívafi og kaffihlaðborði með keltnesku ívafi í formi „Shortbread“. Gestir voru ríflega 30 talsins og þetta var hin ánæjulegasta kvöldstund. Fundarstjóri og hugmyndasmiður, ásamt formanni félagsins, Hrefnu Sigríði Bjartmarsdóttur, var Ásgeir Harðarson. Fyrstur talaði Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fræddi gesti um keltnesk, gelísk áhrif áhrif á íslenska tungu og örnefni á Íslandi. Svo dæmi sé tekið úr næsta nágrenni okkar hér á Kjalarnesinu þá kom fram, að í nafninu Bleikdalur,sem gengur inn í Esjuna vestanverða frá Ártúnsá, þýði bleik í gelísku það sama og sel. Sem sagt dalurinn þar sem hafst var við í seljum á sumrin og búfénaður mjólkaður. Það er vel þekkt að þarna voru sel í gamla daga og finnast tóftir efir þau. Annað nafn sem við þekkjum er Saurbær. Oft hefur maður hugsað um hverjum detti í hug að nefna áður fyrr stórbýli og merka kirkjustaði eftir einhverjum skítahaug. Í gelísku þýðir orðið saur, hinn mikli, Saur-bær þýðir Mikli-bær og nú erum við að tala saman. Faxa-flói heitir ekki endilega eftir þræl sem hét Faxi. Faxi þýðir hinn breiði á gelísku, Breiði-flói, eðlilega ekki satt, nefnilega breiðari en Breiðafjörður. Esja gæti dregið nafn af fornum vindaguði. Kæfa merkir lélegt kjöt. Þetta er allt skemmtileg viðbót við skilning á mörgum íslenskum örnefnum og dýpkar skilning á íslensku. Það birtust t.d. greinar um þetta efni og viðtal við Þorvald í lesbók Morgunblaðsins 20. ágúst 1983 og 28. september 1985. Næst hófu gestir upp raust og sungu tvö vers úr þekktu skosku þjóðlagi „Hin gömlu kynni“ eða „Auld Lang Syne“ og fengu síðan smá fróðleik um Söl sem hér á öldum fyrr voru mikil hlunnindi á jörðum á Íslandi og sérstaklega sunnanlands og vestan. Nýting þeirra hér kann að vera arfleifð frá keltneskum írskum landnámsmönnum, en

þekkist ekki í sama mæli við strendur Skandinavíu hjá norskum skerkóngum. Boðið var upp á smökkun á sölum úr fjörum við Hraun í Ölfusi, en jarðir hér á Kjalarnesi eru einnig þekktar fyrir sölvafjörur. Eftir veglegar kaffiveitingar var komið að hjaltenskri og írskri fiðlu- og píanótónlist í boði mæðgnanna Wilmu Young og Helenu Mjallar Hafsteinsdóttur. Wilma kynnti líka hjaltneska fiðlumenningu og spiluðu þær fjölbreytt úrval laga. Að lokum fjallaði sr. Gunnþór Ingason um nokkur atriði í keltneskri kristni og áhrif á kristni á Íslandi. Papar, írskir einsetumunkar, keltar voru nefnilega kristnir er þeir námu hér land einhverjum áratugum á undan hinum heiðnu norrænu víkingum. Keltensk kristni er sögð hafa að einhverju leiti jarðbundnari guð og Maríu mey, höfðaði meira til náttúrukraftanna, hentar kannski vel hér. Sr. Gunnþór fór meðal annars með fallega morgunbæn úr smiðju heilags Patreks og elsta ferðabæn, sem varðveitt er á íslensku, er ort af kristnum, suðureyskum manni á leið frá Íslandi til Grænlands og er ferðabæn þessi varðveitt i Landnámu: „Mínar bið ek at munka reyni meinalausan farar beina Heiðis haldi hárrar foldar hallar drottin yfir mér stalli " Gerður var góður rómur að kvöldinu sérstaklega ánægjulegt að meðal gesta voru ættingjar Þorsteins Broddasonar heitins, ástsæls kennara við Klébergsskóla. Þorsteinn var ákafur stuðningsmaður sögulegs fróðleiks og ber félagið nafn hans. Sögufélagið Steini þakkar góðar undirtektir. TT

Kjölur í öskuhreinsun undir Eyjafjöllum Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa komið til aðstoðar við að hreinsa ösku undir Eyjafjöllum og er þeirri vinnu sökum nýs öskufalls langt í frá lokið. Menn frá Kili fóru nýverið austur og aðstoðuðu í þrjá daga við tilfallandi hreinsun á nokkrum bæjum. Blaut og þétt aska hafði stíflað allar þakrennur og þakti stéttar og palla svo notast varð við skóflur af ýmsum stærðum, kúst og vatnsslöngur við verkið. Svo vel vildi til að slökkvilið gat lánað öflugan vatnsdælubúnað sem tilheyrir Kjalarnesstöðinni og nýttist sá búnaður bísna vel við hreinsunarstörf á þeim svæðum sem höfðu gott aðgengi að ám. Jafnframt fengu menn ágætis æfingu í slöngulögnum.

8

KJALARNES.IS


Sumarfrístund og smíðavellir Það verður fjölbreytt og skemmtilegt starf í sumarfrístundinni í Kátakoti í sumar, vikurnar 14. júní til 9. júlí og aftur frá 8. til 20. ágúst fyrir börn fædd 20002003. Það er skipulögð dagskrá alla daga en hver vika hefur mismunandi þema til að starfið verði sem fjölbreyttast og skemmtilegast. Nánari upplýsingar um dagsetningar og innritun er að finna á: www.itr.is/sumar. Veljið „Klébergsskóli“.

Gjaldskrá Heil vika - fimm virkir dagar: Verð fyrir 5 daga kl. 9.00-16.00 - 5.130 kr. Verð fyrir viðbótarstund í 5 daga kl. 8.00-9.00 - 1.490 kr. Verð fyrir viðbótarstund í 5 daga kl. 16.00-17.00 - 1.490 kr. Styttri vika - fjórir virkir dagar Verð fyrir 4 daga kl. 9.00-16.00 - 4.720 kr. Verð fyrir viðbótarstund í 4 daga kl. 8.00-9.00 - 1.290 kr. Verð fyrir viðbótarstund í 4 daga kl. 16.00-17.00 - 1.290 kr. Umsjónarmaður: Fríða Birna Þráinsdóttir Sími í Kátakots: 566-8176/695-5009 Netfang: katakot@itr.is Vefsíða: www.gufunes.is/katakot

Frístundaheimilið Kátakot, Klébergsskóla Ertu að leita þér að spennandi og gefandi sumarstarfi? Viltu vinna nálægt heimili þínu? Klébergsskóli óskar eftir duglegum og áhugasömum einstaklingum til starfa við sumarfrístundina í Kátakoti í sumar. Leitað er að fólki með reynslu og áhuga á: o Skapandi starfi með börnum. o List- og verkgreinum, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði og textíl o Íþróttum og leikjum o Útivist og umhverfismennt o Barnalýðræði Við leggjum mikla áherslu á starfsánægju, fræðslu og símenntun og að starfsfólk geti haft áhrif á þróun og innihald starfsins. Starfið veitir mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi, sálfræði og skapandi starfi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfið í síma 566 6083 hjá skólastjóra Klébergsskóla eða með því að senda póst á netfangið bjorgvinthor@klebergsskoli.is. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2010. Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Smíðavellir Smíðavellir á Kjalarnesi verða frá 14.júní-9.júlí fyrir börn fædd 1997-2001. Opið verður sem hér segir: Mánudaga og miðvikudaga kl: 13:00-16:00. Þriðjudaga og föstudaga kl: 9:00-12:00. Lokað á fimmtudögum. 600 kr skráningargjald fyrir allt sumarið.

Fréttir frá leikskólanum Bergi Það er margt á döfinni hjá okkur í maí. Sveitaferðin árlega var farin miðvikudaginn 5. maí. Heppnaðist hún mjög vel og var gaman að sjá hversu margir foreldrar og systkin komu með í ár. Útskriftarferð verðandi skólabarna verður farin í Vatnaskóg þann 19. maí.

Skráning Skráning í sumarfrístundina og á smíðavellina fer fram á Rafrænni Reykjavík á slóðinni http:// rafraen.reykjavik.is. Ekki er hægt að skrá börn í gegnum síma en starfsfólk Kátakots og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu. Allar nánari upplýsingar um dagsetningar og innritun er að finna á: www.itr.is/sumar. Veljið „Klébergsskóli“.

Útskrift þessara efnilegu nemenda verður síðan haldin þann 26. maí milli kl. 16.15 og 17.00 og eru foreldrar og aðstandendur barnanna hjartanlega velkomnir. Óskum Kjalnesingum og nærsveitungum gleðilegs sumars Kveðjur frá börnum og starfsfólki á Bergi

Aðstandendur spilafíkla rjúfum þögnina, hafið samband !! Ólafur M. Ólafsson Esjugrund 14, sími 566-8839" 9

KJALARNES.IS


Barnamenningarhátíðin Árshátíð 1.-7. bekkjar var haldin 20. apríl sl. og var það þessu sinni jafnframt liður í framlagi skólans til Barnamenningarhátíðar borgarinnar. Allir árgangarnir fluttu skemmtiatriði og voru þau mjög fjölbreytt: leikrit, söngur og dans. Inná milli atriða frá bekkjunum fluttu nokkrir nemendur Tónlistarskólans lög, bæði sungin og leikin, og kynnar 7. bekkjar fóru einnig með gamanmál á milli atriða. Að lokinni skemmtun voru kaffiveitingar í boði skólans og foreldra í 5.-7. bekk. Ágóðinn af þessari skemmtun rennur óskiptur í bekkjarsjóð 6. bekkjar og nýtist til að standa straum af kostnaði við ferðina í Skólabúðirnar á Reykjum næsta haust. Afar vel heppnuð árshátíð og mega foreldrar og aðstandendur barnanna vera stolt af þeirra frammistöðu. Sumir krakkar stóðu fyrir skemmtiatriðum víðar því krakkarnir í frístundastarfinu í Kátakoti voru með dagskrá miðvikudaginn 21. apríl. Fyrst var Break- og Hiphop sýning þar sem nemendur sýndu afrakstur æfinga sinna á dansnámskeiði sem verið hefur nú í vetur. Vakti færni og snilld dansaranna mikla aðdáun og hrifningu viðstaddra. Seinna um daginn sýndu svo nemendur Kátakots spunaleikrit um „rassálfana“ frægu úr sögunni um Ronju ræningjadóttur. Sá spuni var ekki síður skemmtilegur. Þetta voru viðburðarríkir dagar fyrir börnin á Kjalarnesi því að auk alls þessa var svo opið hús í Leikskólanum Bergi.

Skólahreysti

Molar úr skólastarfinu í Klébergsskóla Hugur margra starfsmanna í Klébergsskóla hefur lengi staðið til þess að setja kartöflurækt í námskrá skólans. Nú stefnir í að smá skiki verði plægður fyrir kartöflugarð sem nemendur Klébergsskóla gætu nýtt sér. Það er ekkert því til fyrirstöðu að nemendur leikskólans kæmu að því einnig. Þessum skika verður vonandi fundinn staður í nágrenni skólanna og e.t.v. sem næst væntanlegri útikennslustofu. Skyldu nýuppteknar, íslenskar kartöflur verða á boðstólum í mötuneytinu í haust? Verkefninu um útikennslustofuna hefur verið haldið lifandi af ódrepandi baráttumönnum úr hópi foreldra og íbúa sem sætta sig ekki við loðin (eða engin) svör embættismanna. Verið er að vinna í málinu, eins og þar stendur, og standa vonir til að framkvæmdir hefjist í sumar. Það skal ítrekað að þetta verður gert í sátt við íbúa nærliggjandi húsa og að útsýni þeirra skerðist ekki. Stefnt er að því að verkefninu verði formlega hrundið af stað með fyrstu skóflustungu formanns hverfisráðs Kjalarness miðvikudaginn 12. maí kl. 10 árdegis. Í hinu svokallaða „lýðræðisverkefni“, fékkst sú niðurstaða í íbúakosningunni á Kjalarnesi að bæta skyldi leiktæki í Klébergslaug og að ráðist yrði í gerð útikennslustofu. Ákveðni r fjármunir eru ætlaðir í þetta verkefni og er rétt að taka fram að ráðstöfun þeirra er ekki á forræði sundlaugarinnar eða skólans. En það er í raun ekki eftir neinu að bíða með að fá ný leiktæki fyrir sundlaugina. Árshátíð unglinganna var haldin tvö kvöld í apríl og heppnaðist afskaplega vel. Fyrra kvöldið sýndu nemendur leikverkið Stefnumótavaktina, frumsamið verk með leiknu efni, söng, tónlist og dansi undir leikstjórn Kolbrúnar Birnu Halldórsdóttur. Kolbrún Birna hefur náð frábærum árangri með krökkunum í Klébergsskóla enda er

Klébergsskóli tók þátt í Skólahreysti í marsmánuði og voru það þau Halla Ásgeirsdóttir, Íris Hrefna Hafsteinsdóttir, Alexander Baldursson og Svangeir Arnarsson sem kepptu fyrir hönd skólans. Stóðu þau sig öll mjög vel þó ekki kæmust þau á verðlaunapall. Skólahreysti er mjög erfið íþróttakeppni sem reynir á mjög marga þætti: þol, snerpu, liðleika og styrk! Árangur krakkanna fyrir hönd skólans er sá besti í mörg ár. Þau geta öll keppt aftur að ári og má þá vænta enn meiri árangurs.

efniviðurinn góður. Í ár var sérstaklega tekið eftir því hvað hópurinn er jafn og að ólíkir hæfileikar margra unglinga fá að njóta sín. Á árshátíðinni í Félagsgarði kvöldið eftir var rífandi stemmning og skemmtunin öll unglingunum okkar til mikils sóma.

10

KJALARNES.IS


Félagsstarf 60 ára og eldri

Fólkvangur s: 664 8273

Munið fundina á fimmtudögum, milli kl. 15 og 17 í Fólkvangi. Alltaf eitthvað gott með kaffinu!

Umsjón með útleigu félagsheimilisins Fólkvangs hefur Erna Bára Magnúsdóttir í síma 664 8273.

Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Bjarnadóttir, s: 695 1352

Tilvalið er að leigja salinn undir ýmsa atburði, s.s. skemmtanir, afmæli, brúðkaup, fermingarveislur o.fl.

Pípulagnaþjónusta

Viltu láta slá fyrir þig í sumar

Viðhald - Viðgerðir - Breytingar

Sláttuþjónusta Reykjavíkur

Maggi pípari, Esjugrund 44 S: 898-8870

S: 865-1324 Kristján

Íþrótta og leikjanámskeið 2010 Íþróttir Ungmennafélag Kjalarnes auglýsir íþrótta- og leikjanámskeið í sumar. Kennarar verða þau sömu og í fyrra Maríanna Þórðardóttir og Nökkvi Fjalar Orrason. Námskeiðin sem verða í boði í sumar eru sem hér segir:

14. júní – 6. ágúst Íþróttaskóli fyrir 6-12 ára frá kl 9-12 Fóboltaskóli fyrir 6-12 ára frá kl 13 – 15 Boðið verður upp á gæslu frá kl 8-9 og kl 12-13 fyrir þau sem eru á báðum námskeiðunum. Námskeiðin verða með hefðbundnu sniði eins og á síðasta sumri og verður farið í helstu greinar frjálsrar íþrótta, badminton, fimleika, sund, leiki og margt fleira verður gert. Námskeiðið er vika í senn allt tímabilið og verð á vikunámskeiði fyrir ½ dag er 1.250,- kr, heill dagur 2.500,-

9. – 20. ágúst

Íþróttaskóli fyrir 6-12 ára Fyrirhugað er sundnámskeið fyrir 5-12 ára

UMFK ætlar að fara af stað með eitt sundnámskeið í ágúst sem verður í 2 vikur, Tími námskeiðanna verður auglýstur síðar. 2ja vikna námskeið kostar 2.500,- kr. Íþróttaskólinn kostar 1.250,-kr vikan Fyrirhugað er að halda golfnámskeið í ágúst, nánar auglýst síðar.

GOLFKYNNING Á vegum GSÍ og UMFK verður boðið upp á golfkynningu þann 28. júni n.k. þar sem golfkennari verður á staðnum og leiðbeinir áhugasömum iðkendum sér að kostnaðarlausu. Jafnt fyrir unga sem aldna. Nánar auglýst í næsta Kjalnesingi. Skráningar á öll námskeiðin og golfkynningu sendist á svanhvit@kjalarnes.is og upplýsingar veittar í síma 847-4923 eftir kl 16 alla virka daga. UMFK áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta námskeiðum ef ekki verður næg þátttaka. Stjórn UMFK

Getraunanúmer UMFK

er

271 11

KJALARNES.IS


FRAMTÍÐ KJALARNESS Íbúaþing á Kjalarnesi Laugardaginn 15. maí næstkomandi verður haldið íbúaþing í Fólkvangi á Kjalarnesi kl. 10:00 - 12:30 þar sem fjallað verður um framtíð hverfisins. Dagskrá: 10:00 - Ávarp, Marta Guðjónsdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness 10:10 - Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setur þingið 10:20 - Fulltrúar úr efstu sætum lista sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga kynna sína framtíðarsýn varðandi Kjalarnes 11:00 - Málefnahópar þ.e. skipulagsmál, þjónusta borgarinnar við Kjalarnes, grænt Kjalarnes, börn og ungmenni og atvinnumál þar sem íbúar fara á milli hópa til að koma sem flestum sínum áherslum á framfæri. 12:15 - Samantekt, Ásgeir Harðarson formaður íbúasamtaka Kjalarness 12:30 - Þingslit, Þórir Ingþórsson varaformaður hverfisráðs Kjalarness Á þingið mæta einnig fulltrúar frá öllum sviðum Reykjavíkurborgar. Kjalnesingar eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum við að móta framtíð Kjalarness

Hverfisráð Kjalarness og Íbúasamtök Kjalarness

MESSUR Í BRAUTARHOLTSSÓKN 23. maí, hvítasunnudagur, guðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl. 11 f.h. 17. júní, þjóðhátíðardagurinn, guðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl. 11 f.h.

Reynivallakirkja Guðsþjónusta á hvítasunnudag, 23. maí í Reynivallakirkju kl. 14.

Gunnar Kristjánsson sóknarprestur 12

KJALARNES.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.