9. tölublað 2010

Page 1

Kjalnesingur

9. tbl. 10. árg.

Fréttabréf Íbúasamtaka Kjalarness

16. desember 2010

Sorpa á Kjalarnesi lokar ? Kjalnesingar skilja afskaplega vel nauðsyn þess að velta við hverjum steini í leit að hugsanlegum sparnaði í rekstri borgarinnar og tengdum fyrirtækjum. Á sama tíma viljum við þó leggja á það áherslu að Kjalnesingar njóti sambærilegrar þjónustu og aðrir borgarhlutar. Við fögnum öllum hugmyndum varðandi metnaðarfulla flokkun heimilissorps og bendum á góðan árangur í sérstöku átaki sem var hér á Kjalarnesi fyrir áratug eða svo og nefndist ”Vistvernd í verki”. Þá var lögð áhersla á endurnýtingu og flokkun í leikskólanum Kátakoti (forvera Bergs). Það starf náði síðan inn á heimilin í gegnum börnin og lifir enn á einhverjum heimilum. Nokkru áður höfðu margar fjölskyldur tekið þátt í norrænu jarðgerðarverkefni sem skilaði aukinnu þekkingu á meðferð lífræns heimilisúrgangs inn í samfélagið. Íbúasamtök Kjalarness (ÍK) hafa viljað byggja á þessum grunni og benda á að mikil vinna hefur farið fram frá sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur varðandi vistvænt Kjalarnes, verkefni sem sett var formlega af stað í byrjun þessa árs undir heitinu ”Grænt Kjalarnes”. Hér á Kjalarnesi ætti því að vera afskaplega góður grunnur fyrir átak í flokkun heimilissorps. Hins vegar er það skýr vilji

Íbúasamtakanna (ÍK) að þessu sé ekki blandað saman við endurvinnslustöð Sorpu sem að lang stærstum hluta tekur við allt öðru sorpi en hér er um að ræða. Lokun endurvinnslustöðvar Sorpu er veruleg skerðing á þjónustu á Kjalarnesi og mörg skref aftur á bak í umhverfismálum Reykjavíkur. Þurfum við virkilega að fá raðir af tunnum heim við hús, hverfa frá flokkun sorps og keyra með ruslið í rokinu í næstu Sorpu stöð. Verða vaktlausir gámar áfram til þjónustu reiðubúnir. Einnig væri hugsanlegt að fara að brenna rusli eins og áður tíðkaðist. Fátt er um svör hvaða hagræði næst með lokuninni og enn fækkar atvinnutækifærum í heimabyggð. Það er sannfæring Kjalnesinga að þessi lokun séu mistök og verði að endurskoða. Verði af þessari fyrirhugaðri lokun endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi verður gríðarlegur aðstöðumunur milli okkar og annarra íbúa borgarinnar þar sem vegalengdir verða lengri en hjá öðrum og ekki saman að jafna að fara innanbæjar eða um einn umferðarþyngsta þjóðveg landsins í afar misjöfnu veðri um Kollafjörð og Esjumela. Það er eindreginn vilji íbúa á Kjalarnesi að endurvinnslustöð Sorpu á Kjalarnesi verði starfækt áfram. ÁH og TT

KJALARNES.IS


Veldu jólatré í skógi Jólatrjáasala að Fossá í Hvalfirði

Kjalnesingur ..

Útgefandi: Íbúasamtök Kjalarness .Ábyrgðarmaður: Guðni Indriðason laufbrekka@kjalarnes.is

“þú”@kjalarnes.is Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness hefur ákveðið að bjóða Kjalnesingum að fá netfang @kjalarnes.is. Að sjálfsögðu eigum við öll sem búum hér að vera með netfangið @kjalarnes.is, það er stór hluti af samstöðu okkar um okkar hverfi. En að sjálfsögðu þarf að greiða lítilsháttar fyrir þetta, eða 2.000 kr á ári til að mæta þeim kostnaði sem Íbúasamtökin þurfa að standa skil á við rekstur pósthússins. Hafðu samband við einhvern af stjórnarmönnum Íbúasamtakanna og viðkomandi aðstoðar þig með málið, eða sendu póst á kjalnesingur@kjalarnes.is.

Á döfinni 15. des. kl. 20:00 - 22:00 Kjölur í Þórnýjarbúð 16. des. kl. 19:00 - 21:00 SHS Kjalarnes/Kjölur í Þórnýjarbúð 22. des. kl. 20:00 - 22:00 Kjölur í Þórnýjarbúð 24. des. kl. 9:30 - 11:30 Jólasveinar í Grundarhverfi 24. des. Kl. 17:00 - Aftansöngur í Brautarholtskirkju 24. des. Kl. 22:00 - Jólastund í Saurbæjarkirkju 25. des. Kl. 11:00 - Hátíðarguðsþjónusta í Brautarholtskirkju 28. des. kl. 13:00 - 22:00 Flugeldasala við Sorpu 29. des. kl. 13:00 - 22:00 Flugeldasala við Sorpu 30. des. kl. 13:00 - 22:00 Flugeldasala við Sorpu 31. des. kl. 10:00 - 16:00 Flugeldasala við Sorpu 31. des. Kl 17:00 - Aftansöngur í Brautarholtskirkju 31. des. kl. 20:45 - Flugeldasýning á Klébergi 05. jan. Kl. 20:00 - Prjónaklúbburinn Esja 06. jan. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri. 06. jan. kl. 18:00 - 22:00 Þrettándasala við Sorpu 07. jan. kl. 13:00 - 18:00 Þrettándasala við Sorpu 11. jan. kl. 19:00 - 21:00 Stormur í Þórnýjarbúð 12. jan. kl. 20:00 - 22:00 Kjölur í Þórnýjarbúð 12. jan. Kl. 20:00 - Kvenfélagið Esja 13. jan. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri. 13. jan. kl. 19:00 - 21:00 SHS Kjalarnes/Kjölur í Þórnýjarbúð 16. jan kl 11 f.h. - Barnamessa í Brautarholtskirkju 18. jan. kl. 19:00 - 21:00 Stormur í Þórnýjarbúð 19. jan. Kl. 20:00 - Prjónaklúbburinn Esja 19. jan. kl. 20:00 - 22:00 Kjölur í Þórnýjarbúð 20. jan. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri. 23. jan. Kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju 25. jan. kl. 19:00 - 21:00 Stormur í Þórnýjarbúð 26. jan. kl. 20:00 - 22:00 Kjölur í Þórnýjarbúð 27. jan. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri. 30. jan kl 11 f.h. - Barnamessa í Brautarholtskirkju 02. feb. Kl. 20:00 - Prjónaklúbburinn Esja 03. feb. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri. 10. feb. Kl 15:00 - 17:00. Félagsstarf 60 ára og eldri.

13. feb kl 11 f.h. - Barnamessa í Brautarholtskirkju

18. og 19. desember verður opið á Fossá fyrir almenning, frá kl. 11:00 til 15:00. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbyggingar útivistarsvæðis á jörðinni. Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga þetta svæði og hafa plantað þar í 40 ár. Nesti úti í skógi? Þið getið komið með nesti með ykkur og sest inn í gamla húsið að Fossá. Ef veðrið er gott er líka hægt að setjast niður í einhverju skógarrjóðrinu. Umhverfismál: Með því að velja íslenskt jólatré styrkir þú skógræktarstarf. Þú eflir umhverfið því fyrir hvert selt jólatré getum við gróðursett 30 40 ný tré. Trén eru samt seld á hóflegu verði. Hvernig á að komast þangað?: Keyrið upp í Hvalfjörð. Ekki fara í göngin heldur akið vel inn Hvalfjörðinn framhjá Hvítanesi (gömlu Bretabryggjunni). Fossá er á hægri hönd (uppi í fjallshlíðinni) stuttu eftir að komið er framhjá bryggjunni.

Skráðu þig á póstlistann Vefur okkar Kjalnesinga kjalarnes.is sendir sjálfkrafa út email til þeirra sem skrá sig á póstlistann þegar fréttir/ tilkynningar eru ritaðar á vefinn. Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á umhverfi sínu og samfélagi að skrá sig á póstlistann. Tvær aðferðir eru til þess, önnur er að fara inná vefinn neðst til hægri og velja þar textann “Búðu til einn” og þá kemur upp skráningar form sem fyllt er út og samþykkt. Þar með er viðkomandi kominn á póstlistann. Hin aðferðin er að senda póst á kjalnesingur@kjalarnes.is og óska eftir að verða skráður á póstlistann.

Prjónakaffi !! Næstu prjónakaffi verða í Fólkvangi dagana: Miðvikudag, 5. janúar, kl. 20. Miðvikudag, 19. janúar, kl. 20. Miðvikudag, 2. febrúar, kl. 20. Miðvikudag, 16. febrúar, kl. 20.

AA fundir eru í Kátakoti alla sunnudagsmorgna kl. 11

16. feb. Kl. 20:00 - Prjónaklúbburinn Esja 20. feb. Kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju 2

KJALARNES.IS


Það var lurkur

Framkvæmdir við Vesturlandsveg

Þegar líður að jólum hugsum við hlýtt til hvers annars og þá oftar en ekki til þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt, búa við einsemd eða eiga erfitt uppdráttar. Í litlum samfélögum er mikil nánd sem skapar mikla samheldni. Því miður kemur það þó ekki í veg fyrir að einhverjum einstaklingum sé útskúfað og þeir lagðir í einelti. Því skulum við ávallt hafa fimmta boðorðið í heiðri því eins og Martein Luter lagði út af því fjallar það ekki einungis um afmarkað ofbeldisverk heldur bannar okkur að meiða náunga okkar né vinna honum nokkurt mein heldur bjarga honum og hjálpa í allri neyð. Því eigum við að hjálpast að og tryggja velferð annarra, beita okkur í samfélaginu svo við eflum lífsgæði ekki aðeins okkar eigin heldur samfélagsins alls.

Hraðamyndavélar hafa verið settar upp á Vesturlandsvegi nálægt Móum. Á þeim kafla vegarins er hraði oft mikill, vegurinn beinn og breiður framundan og margir sem freistast til að auka hraðann töluvert yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Það hefur marg sýnt sig að hraðamyndavélar og sektir fyrir of hraðan akstur er það sem hefur áhrif þegar kemur að því að lækka umferðarhraðann. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur íbúana á Kjalarnesi að myndavélar hafa verið settar upp á þessum stað.

Einn þekktasti einstæðingur síðari tíma var Gísli Gíslason á Uppsölum. Hann var í æsku lagður í einelti og eftir honum er haft að hans fyrstu kynni af umheiminum hafi verið vond og allir krakkar í skólanum sameinuðust um að vera á móti honum. Þetta einelti og áreiti hefur greinilega skilið eftir sig ör í sál Gísla. Það hefur sært viðkvæma og tilfinninganæma sál og smátt og smátt hrakið hann út í horn. Einbúinn Gísli var nátengdur náttúrunni og algjörlega laus við það neysluhyggjusamfélag sem við flest erum svo upptekin af. Sú hógværð sem einkenndi Gísla á Uppsölum mættum við fleiri tileinka okkur um leið og við íhugum hvert við stefnum. Í skrifum sem Gísli lét eftir sig lýsir hann á hjartnæman hátt vonleysi og einmannaleika. Við lát Gísla fundust m.a. eftirfarandi tvær stökur, - einföld bæn um andlegt ljós í hinu veraldlega myrkri og einsemd.

Einnig hafa verið framkvæmdir við Mógilsá í Kollafirði. Esjuhlíðar eru eitt vinsælasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Mikill fjöldi fólks beygir útaf veginum við bílastæðið á Mógilsá og inn á hann aftur á hverjum einasta degi allan ársins hring. Þarna er oft mikil umferð og erfitt getur reynst að komast inn á veginn. Báðar ofangreindar framkvæmdir hafa verið ræddar á fundum hverfisráðs Kjalarness og fulltrúa Vegagerðarinnar. Vonandi eru framkvæmdirnar nú til marks um að umferðaröryggi á Kjalarnesi er að komast á kortið. Margt er hægt að gera til að auka öryggi vegfarenda þó að ekki sé um dýrar stórframkvæmdir að ræða. Nú þarf að halda áfram á þessari braut og bæta og lagfæra fleiri gatnamót á Vesturlandsveginum. Sigríður Pétursdóttir

Jólin færa frið til manns, - / fegurð næra hjarta. / Ljósið kæra lausnarans / ljómar, skæra, bjarta. / Ljúfi Drottinn, lýstu mér / svo lífsins veg ég finni. / Láttu ætíð ljós frá þér / ljóma í sálu minni. / Ómar Ragnarson kynntist Gísla og heillaðist af þrautseigju hans. Ómar fléttar utan um þessar stökur og bætir við: Þegar raunir þjaka mig, - / þróttur andans dvínar. / Þegar ég á aðeins þig / einn með sorgir mínar / gef mér kærleik, gef mér trú, - / gef mér skilning hér og nú. /

Ó, minn Guð, mig auman styð, ögn í lífsins straumi. / Kenndu mér að finna frið / fjarri heimsins glaumi. / Margur einn með sjálfum sér, - / sálar fleinn því veldur, - / eins og steinn sitt ólán ber, - / ekki neinn þess geldur. / Nístir kvöl í næmri sál. / Nætur dvöl er hjartabál. / Leikinn grátt sinn harmleik heyr. / Hlær ei dátt með neinum. / Særður þrátt um síðir deyr. / Segir fátt af einum. / Kjalnesingur óskar lesendum sínum gleðilegra jóla.

ÁH 3

KJALARNES.IS


Kirkjan er þátttökusamfélag Á kirkjuþingi árið 2009 var ákveðið að efling sjálfboðaliðastarfs yrði sett í forgang í starfi þjóðkirkjunnar og að mörkuð yrði stefna um sjálfboðaliðastörf í söfnuðum, prófastsdæmum og stofnunum kirkjunnar næstu fjögur árin. Settur var á laggirnar starfshópur á vegum Kjalarnessprófastsdæmis sem átti að starfa samkvæmt erindisbréfi frá prófasti og héraðsnefnd. Markmið starfshósins var: Að gera grein fyrir guðfræðilegum forsendum sjálfboðinnar þjónustu með hliðsjón af almennu sjálfboðaliðastarfi Að kortleggja það sjálfboðaliðastarf sem þegar er unnið á kirkjulegum vettvangi Að kynnast útfærslu á sjálfboðaliðastarfi í nágrannalöndum okkar á sviði guðsþjónustu, fræðslu, stjórn og díakoníu Að leggja til raunhæf markmið og leiðir til að styrkja sjálfboðna þjónustu í þjóðkirkjunni. Í starfshópnum áttu sæti átta fulltrúar frá Kjalarnessprófastsdæmi og 5 fulltrúar aðrir, frá kirkjuþingi, Biskupsstofu og stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar. Í starfsáætlun prófastdæmisins var gert ráð fyrir þremur áföngum í vinnu hópsins. Fundur var haldinn í febrúar þar sem flutt voru erindi um sjálfboðna þjónustu í kirkju og samfélagi og drög lögð að vinnu hópsins í framhaldi af því. Næsti áfangi starfshópsins var kynnisferð til Hannover í Þýskalandi 15.-19. apríl þar sem skoðað var sjálfboðaliðastarf í söfnuðum og fylgst með nýlegu átaki lúthersku kirkjunnar í Þýskalandi um efnið. Þriðji og síðasti áfangi í vinnu starfshópsins er útgáfa og kynning skýrslu nú haustið 2010 þar sem niðurstöður verkefnisins liggja fyrir. Þessi samantekt er einmitt unnin upp úr þeirri skýrslu. Þar sem þýska kirkjan er sú kirkja sem hefur sett sjálfboðna þjónustu hvað mest á oddinn á síðustu misserum var mjög athyglisvert að kynnast embætti sjálfboðaliðans þar og mögulegum útfærslum á því.

En hvað er átt við með sjálfboðaliðastarfi? Innan kirkjunnar er fólk sem vinnur og starfar án þess að fá greitt fyrir störf sín. Stundum köllum við þetta fólk sjálfboðaliða, stundum leikmenn, stundum þjóna, stundum söfnuðinn. Það sem þetta fólk leggur af mörkum er sjálfboðin þjónusta. Þjóðverjar leggja mikla áherslu á og eiga sterka hefð í svokallaðri díakóníu sem má þýða sem kærleiksþjónusta á íslensku og lýsir það vel hvað býr að baki slíkri þjónustu. Í Þýskalandi vinna um þriðjungur þjóðarinnar við einhvers-

konar sjálfboðaliðastörf, m.a. í íþróttafélögum, skólum og víðar. Upp á síðkastið hafa hinir svokölluðu „nýju sjálfboðaliðar“ komið fram á sjónarsviðið. En í dag líta margir á sjálfboðaliðavinnu sem leið til aukins persónulegs þroska, þar sem fólk öðlast færni og safnar reynslu sem kemur til góða jafnvel í öðru samhengi. Fólk á öllum aldri virðist sinna slíkum störfum, kannski ekki síst fólk sem er komið um og yfir miðjan aldur – er ekki bundið yfir ungum börnum. Rannsóknir í Þýskalandi og víðar sýna að fólk á aldrinum 25-45 ára tekur minnst þátt í sjálfboðinni þjónustu. En það virðist líka vera svo að ef unglingar taka þátt í sjálfboðaliðastörfum eins og t.d. æskulýðsstarfi innan kirkjunnar er líklegra að það sinni þessum störfum síðar meir á ævinni. Í rannsóknum um sjálfboðaliða koma ólíkar gerðir sjálfboðaliða í ljós. Má þar nefna: Hámenningarlegir sjálfboðaliðar – leita oft í kirkjukóra eða menningartengd félög ýmiss konar. Gagnrýnir sjálfboðaliðar – pólitísk markmið, t.d. kirkjuathvarf fyrir hælisleitendur. Rótfastir sjálfboðaliðar – vilja byggja samfélag þar sem allir kannast við alla. Hreyfanlegir sjálfboðaliðar – taka þátt í nágrannahjálp. Lokaðir sjálfboðaliðar – það er fólk sem þarf að yfirvinna vantraust á stórum stofnunum.

Hvernig tengist sjálfboðaliðastarf kirkjunni? Segja má að kirkjan þjóni tvenns konar hlutverki fyrir samfélagið allt. Í fyrsta lagi er hún brunnur sem mótar einstaklinga sem láta gott af sér leiða í samfélaginu og í öðru lagi er hún vettvangur sjálfboðaliðastarfa. Á grundvelli trúar gegna konur og karlar sjálfboðaliðastörfum á sviði menningar og mennta, félagsþjónustu og íþrótta, stjórnmála og atvinnulífs – sem hefur síðan áhrif á samfélagið allt, ekki bara það sem er „kirkjulegt“. Flestir þekkja t.d. sjálfboðaliðastarf Rauða krossins. En þar fer fram mjög fjölbreytt sjálfboðaliðastarf. Félagsstarf eldri borgara á Kjalarnesi (eða 60+) og prjónakaffið er þáttur í kærleiksþjónustu (díakoníu) safnaðarins hér í Brautarholtssókn til þess að skapa samfélagslegan vettvang þar sem fólk getur hist og átt ánægjulega stund saman. Í skýrslunni eru nefndir 7 punktar sem skipta máli í þessu sambandi, þ.e. að: Í fyrsta lagi hafa breytingar á eðli sjálfboðaliðastarfanna, frá hinum hefðbundnu til hinna „nýju“, ekki orðið eins hraðar og menn bjuggust við og þessir „nýju sjálfboða-

4

KJALARNES.IS


liðar“ leita meira eftir vettvangi fyrir þátttöku í starfi sem hefur einhverja þýðingu fyrir þá. Til þess að gefa ólíku fólki með ólíkar trúarhugmyndir, lífsstíl og tækifæri til þátttöku, þurfa þeir sem stjórna að bera ábyrgð og kunna miðla málum og hafa stjórn á fjölbreytileikanum. Í öðru lagi þá er ekki hægt að stjórna breytingum á sjálfboðaliðastarfinu með lögum. Lög kirkjunnar um sjálfboðaliðastörf geta fylgt og stutt við ferlið en þau geta ekki ein og sér leitt til breytinga. Breytingarnar þurfa að eiga sér stað í hugum fólks. Til þess að sjálfboðaliðastörf í kirkjunni standist til framtíðar þarf að verða algjör ummyndun á hugmyndum okkar um hlutverk launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða og verður slík umræða að fara fram á öllum sviðum kirkjulegs starfs. Í þriðja lagi verður að líta til þess að til þess að sjálfboðaliðastörf í kirkjunni eigi möguleika í framtíðinni þurfa leiðbeinendur að vera vel menntaðir. Sjálfboðaliðastörf eru ekki ókeypis eða án kostnaðar. Þau þarfnast launaðra starfa og geta hvorki né mega koma í staðinn fyrir þau. Þau þarfnast launaðra starfsmanna til þess að skapa aðstæður fyrir sjálfboðaliðavinnu, sem geta tengt samstarfsnet og lokkað fólk til starfa. Þetta þarf því að vinna saman.

skap sem getur gefið vinnu einstaklingsins merkingu. Sjálfboðaliðar vænta hér einhvers fyrir sig.

Samkvæmt þessu ætti sjálfboðaliðinn því að bæta og auðga starf hinna launuðu starfsmanna. Sjálfboðaliðastörf í kirkjunni eru ekki aðeins til þess að halda rekstri kirkjunnar gangandi. Markmiðið ætti fyrst og fremst að vera: þjónusta fyrir aðra. Í Sambandslandskirkjunni í Hannover tók kirkjuþingið ákvörðun 2001 að breyta kirkjuskipan sinni í fyrstu grein stjórnarskrárinnar þar sem þjónar kirkjunnar eru taldir upp sem launaðir og ólaunaðir, þeir vinni að ólíkum verkum, en í sömu kirkju. Þetta fól í sér áþreifanlegar breytingar – því það sem áður átti eingöngu við launaða starfsmenn kirkjunnar, á núna við alla þjóna, vígða og óvígða. Komið hefur upp spenna á milli málaliða og sjálfboðaliða, þar sem einkenni nýrra sjálfboðaliða er sterk sjálfsvitund og sjálfsmynd, þeir eru oft vel menntaðir og hafa mikla reynslu úr þjóðfélaginu.

Í fjórða lagi eru sjálfboðaliðastörf tækifæri fyrir kirkjuna til þess að brjótast út úr einangrun og aðgreiningu frá samfélaginu, þar getur hún byrjað á sjálfboðaliðastörfunum. Því á því sviði eru miklir hæfileikar og kraftar fólgnir, í fólki, sem gjarnan væri virkt ef því væru skapaðar aðstæður til að nota hæfileika sína. Sjálfboðaliðastörfum í kirkjunni fylgir stöðug togstreita á milli kirkjunnar sem er að boða fagnaðarerindið, og hinna margvíslegu áhugasviða sjálfboðaliðanna. Ef kirkjan vill standa sig á þessu sviði verður hún að taka mið af því. Í fimmta lagi verða söfnuðir og stjórnendur að hugsa um heildarmyndina til þess að sjálfboðaliðar finni sér viðeigandi starfsvettvang til þátttöku. Samstarf með díakoníunni (eða kærleiksþjónustunni) sem og sveitarfélögum og góðgerðarsamtökum býður upp á nýja möguleika, svo sem þróun aðferða við sjálfboðaliðastarfastjórnun, þróun símenntunarleiða og viðurkenningu á þjálfun og þroska sjálfboðaliðans í starfi. Í sjötta lagi þarf að skipuleggja betur hvernig þátttöku í ákvarðanatöku er háttað. Ólíkar hugmyndir um aðkomu að ákvarðanatöku og stundum tillitsleysi af hálfu launaðra starfsmanna getur valdið ónauðsynlegum vonbrigðum og óánægju hjá sjálfboðaliðum. Það má heldur ekki vera þannig að konur og karlar í sjálfboðaliðastörfum í kirkjunni séu föst í dæmigerðum kynjahlutverkum; konurnar hjálpa, fræða og sinna umönnun, karlarnir stjórna. Kirkjan stendur fyrir starf í þágu réttlætis og miðlar boð-

Þess vegna er oft betra að skipuleggja sjálfboðaliðastörf þannig að þau taki mið af hæfileikum sjálfboðaliðanna sjálfra heldur en að ganga út frá ákveðnum störfum og hlutverkum. Það getur verið vandamál hversu margir sjálfboðaliðar vita lítið um kristna trú. Staðan er þannig (a.m.k. í þýskalandi) að fræða þarf sumt fullorðið fólk um grundvallaratriði trúarinnar. (Þess vegna er t.d. kennsla í kristinfræði í íslenskum grunnskólum svo mikilvæg). Þar sem þekkingin er lítil hafa námskeið fyrir sjálfboðaliða gegnt stóru hlutverki. Sjálfboðaliðar vilja láta taka sig alvarlega, vera með í ákvörðunum, þeir vilja skilja hvað er að gerast, og hafa möguleika á símenntun. Sjálfboðaliðar þurfa á manneskju að halda, eða eins konar umboðsmann, sem aðstoðar við að leysa vandamál. Í lokin langar mig til þess að segja að ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni og hafa fengið tækifæri til þess að hitta sjálfboðaliðana í Þýskalandi og heyra um sýn þeirra á starfið sitt. Það er svo margt sem við getum tengt okkar kirkjustarfi hér á Íslandi og margir möguleikar fyrir hendi ef að er gáð. Arndís Guðmundsdóttir

5

KJALARNES.IS


Endurvinnslustöð Sorpu á Kjalarnesi Greinargerð Íbúasamtaka Kjalarness Íbúar á Kjalarnesi hafa mikinn skilning á nauðsyn þess að velta hverjum steini við í leit að hugsanlegum sparnaði í rekstri borgarinnar og tengdum fyrirtækjum. Á sama tíma viljum við leggja áherslu á að Kjalnesingar njóti sambærilegrar þjónustu og aðrir borgarhlutar. Við vekjum athygli á sérstöðu Kjalarness annars vegar vegna vegalengda og hins vegar vegna dreifbýlis og veðráttu. 1. Samkomulagið: Í „Bláu bókinni“ sem var samningur um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur segir í kaflanum hreinlætismál á bls 12. „Gámastaður verður áfram á Kjalarnesi og tryggð viðunandi umgengni umhverfis hann“ . Okkur á Kjalarnesi er tamt að vitna í þetta skjal sem er grundvöllur að sameiningunni. 2. Íbúafjöldi: Í póstnúmeri 116 búa tæplega 900 manns en í þéttbýlinu í Grundarhverfi eru nú um 170 heimili. 3. Reksturinn: Án þess að hafa rekstraryfirlit fyrir þessa endurvinnslustöð Sorpu á Kjalarnesi er þó ljóst að hún er opin þrisvar í viku alls um 60 klst á mánuði sem er liðlega einn þriðji af mánaðarlaunum. Kostnaður við stöðina liggur því einungis að litlum hluta í launum. Flutningskostnaður er sagður hár og hlaupi á milljónum en á sama tíma en innvigtun sögð lítil. Miðað við fyrirliggjandi tölur er innvigtun um 11 tonn á mánuði. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna má ætla að losun sé 30 – 40 gámar á ári. Séu að meðaltali um 5 tonn í hverjum gámi og miðað við algengan flutningskostnað væri árlegur kostnaður við flutninga ( 50 km og @300kr/km ) aðeins kr. 400 ‐ 600þús á ári. Rafmagnskostnaður er hverfandi og þá er einungis eftir lóðaleiga og leyfisgjöld sem renna til borgarinnar. Gámaleiga ætti ekki að hverfa nema Kjalnesingar hætti að skila þessum úrgangi til Sorpu og fellur því að einhverju marki áfram til óháð því hvar gámarnir eru staðsettir. 4. Vegalengdir: Þjónusturadíus endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi er afar stór enda sinnir hún helming af öllu landsvæði Reykjavíkurborgar eða hinum gamla Kjalarneshreppi frá Leirvogsá upp að Kiðafellsá. Ef miðað er við íbúakjarnann á Álftanesi þá eru innan við 10 km í næstu endurvinnslustöð á Dalvegi og mesta vegalengd fyrir þá sem lengst þurfa að fara innan við 11 km (Hólmatún). Verði endurvinnslustöðinni á Kjalarnesi lokað er vegalengdin í Sorpu í Mosfellsbæ um 15 km og því má segja að það verði tæplega 60% lengra fyrir okkur að fara í næstu endurvinnslustöð en aðra borgarbúa. Fyrir þá sem lengst þurfa að fara (Tindstaðir) losar vegalengdin 25 km og er þetta þá orðin liðlega 50 km ferð. Þá er því ekki saman að jafna að fara innanbæjar eða um einn umferðarþyngsta þjóðveg landsins í afar misjöfnu veðri um Kollafjörð og Esjumela. 5. Heimsóknir í stöðina: Því hefur verið haldið á lofti að skil á úrgangi í þessa stöð séu afar lítil og nefnt sem dæmi að í október hafi aðeins verið losuð 560 kg frá stöðinni. Sé nánar rýnt í tölulegar upplýsingar kemur þó í ljós að á fyrstu níu mánuðum ársins eru alls losuð 96.830 kg frá stöðinni. Fyrstu 10 mánuði þessa árs hafa verið 650 afgreiðslur á skilagjaldsumbúðum sem væntanlega eru þá álíka margar heimsóknir.

Þar sem stöðin er opin þrisvar í viku er það að meðaltali um 5,5 heimsóknir einungis vegna þessara umbúða. 6. Atvinnutækifæri: Af hverfum borgarinnar hefur atvinnuleysi verið einna mest á Kjalarnesi. Hér eru fá atvinnutækifæri og því viljum við vaka yfir öllum störfum hér á Kjalarnesi. Bent hefur verið á að þeir sem vinna í endurvinnslustöðinni hafi einnig aðra vinnu. Það er þakkarvert en réttlætir engan veginn að leggja störfin niður því hver klukkustund er mikilvæg í því ástandi sem hér er í dag. 7. Grænt Kjalarnes: Mörgum er tíðrætt um veður á Kjalarnesi og vissulega getur hvesst. Ef íbúar eiga að fara 30 km ferð með endurvinnsluúrgang í kerrum alls með tæplega 130 tonn á ári yrðu það æði margar ferðir og hæpið að telja það vistvæna lausn. Vera kann að eitthvað sé hægt að minnka þetta magn með aukinni flokkun en eftir standa efnisflokkar eins og jarðvegur, málmar, heimilistæki og stór hluti af blönduðum úrgangi en saman eru þessir flokkar 90% af innvigtuðum úrgangi í stöðina. Þá standa hugsanlega eftir um 115 tonn sem þarf að trilla á kerrum í misjöfnum veðrum og mikilli þjóðvegaumferð í aðrar endurvinnslustöðvar. Er hægt að jafna því saman að keyra innanbæjar í Garðabæ með úrgang í kerru eða fara um Kollafjörð og Esjumela í misjöfnum veðrum? 8. Aukin flokkun sem mótvægisaðgerð: Við fögnum áherslu á aukna flokkun á heimilum en það er skýr vilji íbúanna að þessu sé ekki blandað saman við endurvinnslustöð Sorpu sem að lang stærstum hluta tekur við allt öðru sorpi en hér er um að ræða. Gott væri að innleiða aukna flokkun sjá hvaða áhrif það hefur á magn jarðvegsúrgangs, heimilistækja, járns eða á blandaðan úrgang sem kemur til endurvinnslustöðvarinnar. Ég get vitnað um eitt fimm manna heimili þar sem lagt er upp úr meðvitaðri meðferð á umbúðum og losun heimilissorps er aðra hverja viku. Þar er afar sjalgæft að tekin sé nema hálf full (hálf tóm) tunna á tveggja vikna fresti og ef vel gengur með jarðgerðina er sorpið enn minna. Þá er farið nánast vikulega í endurvinnslustöðina með dagblöð, fernur, pappa og niðursuðudósir en það eru flokkar sem fara ekki í sorptunnuna. Þessi hugsun er arfleifð frá vistvænum verkefnum í leikskólanum á Kátakoti (forvera BakkaBergs) og verkefninu vistvænt í verki sem margir tóku þátt í fyrir um 15 árum. Þetta er einn þátturinn sem við viljum gjarnan taka inn í verkefnið „Grænt Kjalarnes“ og gæti verið tilvalið samstarfs– og átaksverkefni á næstu mánuðum. Með ofangreinda reynslu í huga er að mínu mati mikilvægt að fá leik‐ og grunnskólana til að tileinka sé þessa hugsun í skólunum um leið og við fáum breiða samstöðu um að bæta flokkun heimilissorps. Kjalarnesi 7. desember 2010 Íbúasamtök Kjalarness.

6

KJALARNES.IS


Hugrenningar um göngustíg, útivist við fjöru, fjall og víkur Mín draumahugmynd um göngustíg, er að hann liggi sem næst sjávarbakkanum og í sömu hæð og landið í kring. Hann verði í framtíðinni hluti af hringgöngu- og hjóla leið um Kjalarnesið og tengjast um undirgöngin, útútivistarssvæðum og grænum trefli Mógilsár og Esju. Hann á að tengja hverfi, fjöruleið að skóla og íþróttasvæði á Klébergi, útikennslustofu, fjörugönguleið neðan hreinsivirkis til Sjávarhóla í fjörumóinn þar. Hann á að vera malbikaður eins og aðrir góðir stígar í hverfinu. Hann má vera það breiður að gangandi og reiðhjól geti mæst, stofnstígur, en jafnframt hindra að vélknúin farartæki eigi ekki greiða leið um hann !?! Klébergslækurinn ætti að halda sem mest

sínu náttúrulega útliti og brúa hann á smekklegan hátt. Aðgengi að fjörunni með báta, svo sem björgunarsveitarbát niður undan Esjugrund 55 og kayaka á að vera fyrir hendi og betrumbætt frá núverandi ástandi. Ekki ætti að setja lýsingu við stíginn (nema lága staura, lágmarkslýsingu), sem skemmir upplifun myrkurs, stjörnuskin, norðurljós og þess háttar, en sum okkar fluttu hingað upp eftir til þess að geta notið slíkra hluta og opinna grænna svæða. Huga ætti að aðstöðu fyrir að sjóböð, t.s. við sendna fjöruna og sjávargrynningar undan landi Hofs ætti að setja einn bekk og snaga til að auðvelda sjávarböð. Theodór Theodórsson, Esjugrund 35

Björgunarsveitin Kjölur Kjalarnesi Sala neyðarkallsins gekk mjög vel og þakkar Kjölur góðar móttökur. Þessi árlega fjáröflun orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir og stendur í nokkra dag í nóvember. Lagfæringar og breytingar á innréttingum voru nýlega gerðar á efri hæðinni í húsnæði sveitarinnar í Þórnýjarbúð og tókust þær vel. Vegna endurskipulagningar og hagræðingar í tækjamálum er Patrol jeppi björgunarsveitarinnar auglýstur til sölu til björgunarsveita og hefur lítilháttar verið spurt eftir honum. Félagsstarf er annars í föstum skorðum og unglingadeildin í góðum gír. Alltaf er þörf á viðbótarmannskap einkum ef viðkomandi er búsettur í Grundarhverfi eða nágrenni. Áhugasamir um nánari upplýsingar um starf sveitarinnar eru hvattir til að kynna sér heimasíðuna www.bjsvkjolur.is. Nokkur útköll hafa verið í nóvember og það sem af er desember og hefur enn sannast hve mikilvægt öryggismál það er að hafa vel mannaða björgunarsveit í heimabyggð. Desember er yfirleitt annasamasti tíminn hjá Kili, því auk

útkalla, funda og æfinga eru ýmis önnur störf sem líka þarf að sinna. Farið er með fræðslu um flugeldaslys í Klébergsskóla og sýnd dæmi um alvarlegar afleiðingar þess, ef ekki er sýnd nægileg aðgæsla í umgengni um flugelda um áramót. Kjalnesingar virðast taka leiðbeiningum um flugelda nokkuð vel, því ekki er vitað um nein alvarleg slys hér á heimavelli á undanförnum árum. Þá hafa Jólasveinar jafnan verið aðstoðaðir á aðfangadagsmorgni við dreifa slatta af pökkum í heimahús og ekki vitað annað en það verði einnig í ár. Nánari upplýsingar er að fá hjá tengilið Kjalar við þá, sem er Anna í síma 616 8493. Einnig er undirbúningur undir flugeldasölu hafinn. Seldir verða flugeldar í gámum eins og í fyrra, norðan við móttökustöð Sorpu, eða hugsanlega í vinnubúðagámum þar rétt norðan við. Að lokum óskar Björgunarsveitin Kjalnesingum alls hins besta um jólin.

Lok æfingar við Helgafell, Kjalarfólk á 60 ára afmælisæfingu FBSR. „Rauði október“ 4. Október s.l. Tveir björgunarsveitarmenn úr Mannbjörg frá Þorlákshöfn (annar og þriðji frá hægri). 7

KJALARNES.IS


Atvinnumál á Kjalarnesi Kjalarnesið hefur breyst úr bændasamfélagi yfir í hálfgert borgarsamfélag í sveit þó. Búseta og búsetuskilyrði hafa jafnframt breyst mikið. Búsetuskilyrði fyrir þéttbýlið hefur batnað, t.d. með bættum vegum, á liðnum áratugum en fer aftur hnignandi vegna fækkunar starfa s.s. í Arnarholti og Víðinesi sem voru stórir og öflugir vinnustaðir um árabil. Einnig vegna stöðugrar hækkunar eldsneytis og svo það nýjasta sem vænta má, vegtollar. Auðvitað hafa orðið til ný störf, s.s. í skóla, leikskóla og á stóru búunum sem framleiða mikið af matvörum, o.fl. o.fl.

Náttúra: Sumarbúðir f. börn. Esju hlaup. Skógrækt sem hluti af græna treflinum. Samtvinna við vinnuskóann. Samstarf við útivist og ferðafél. Húsdýraleiga og eða aðstaða til að sinna sínu dýri. Samstarf við HR um vindorkubeislun. Næg verkefni fyrir heimafólk við sumarstörf.

Störfum hefur engu að síður fækkað umtalsvert á liðnum árum hér á Kjalarnesinu frá því þegar Arnarholt og Víðines var og hét sem vinnustaðir. Fjöldi fólks starfaði á þessum stöðum bæði innansveitar og utansveitarfólk. Eftir standa miklar byggingar sem eru ónýttar. Er hægt að lífga uppá þær með einhverjum hætti til atvinnusköpunar?

Ferðaþjónusta: Esjuberg, elsta kirkja á Íslandi. Reka tjaldstæði. Miðalda veitingahús. Arnarholt sem farfuglaheimili. Bændaglímu hátíð. Rekstur tómstundaseturs fyrir starfsfólk fyrirtækja. Reka Arnarholt sem hótel fyrir starfsmannahópa.

Á Íbúaþingi sem haldið var 15. maí síðastliðin komu fram ýmsar hugmyndir er varða atvinnusköpun hér á svæðinu.

Íþróttir / tómstundir. Kraftakarla keppni.

Íbúasamtökin hyggja á frekari vinnu er varða atvinnuuppbyggingu á Kjalarnesi með því að efna til atvinnuráðstefnu/ hugarflugsfunds í upphafi nýs árs. Áhersla verður lögð á að vinna áfram úr þeim hugmyndum sem liggja fyrir eftir Íbúaþingið frá í vor, en einnig að draga fram nýjar hugmyndir sem eru að gerjast í kollum Kjalnesinga. Hér á eftir eru þær hugmyndir sem komu upp á Íbúaþinginu 15 maí 2010. Fá vinnuskólann til að gróðursetja “grænt belti” í hlíðum Esjunnar, sem smátt og smátt dregur hugsanlega eitthvað úr vindhraða. Viðhalda störfum í grunnþjónustu. Uppbygging ferðamála “kynnisferðir”. Vinnumálastofnum og íbúasamtökin fundi og greini atvinnuleysið - hvaða störf eru í boði? Er hægt að vinna að uppbyggingu atvinnu sem er sérstaklega gerð til að eyða atvinnuleisi á Kjalarnesi. Atvinnusetur, Þ.e. húsnæði sem gefur fólki tækifæri til atvinnuskapandi tilrauna. Að verkefni borgarinnar sem tengjast Kjalarnesinu séu unnin af íbúum eftir því sem kostur er. Nýta félagsheimilið í tengslum við hópeflistengda þjónustu. Tómstundir: Að þróa atvinnutengda þjónustu/starfsemi, s.s í tengslum við sjósund, Esjuhlaup og svo framvegis. Sérstaða: Nýta atvinnusköpun í tengslum við sérstöðu svæðisins t.d. náttúra, landbúnaður, fjarlægð við borgina.

Guðni Indriðason

Kvenfélagið Esja gefur Klébergsskóla gjöf Kvenfélagið Esja á Kjalarnesi færði Klébergsskóla 10 stk sundugga að gjöf. Með því að vera með uggana á bakinu fær barnið meira frelsi í hreyfingum í vatninu. Ásamt því að veita það flot sem þarf og hjálp við að ná betri líkamsstöðu í vatninu sem gerir sundið mun auðveldara. Uggarnir veita þann stuðning sem þarf og fær barnið meiri sjálfstæðistilfinningu sem virkar hughreystandi og hvetjandi.

Hugarflugs hluti. Aðstaða: Atvinnusetur. Aðstaða f. svifdrekafólk. Aðstaða f. tómstundir. Æfingasvæði f. aldraða. Tölvusetur v. félagsheimilið. Aðstaða f. hlaupara. Lúxusstofa f. stjórnenda teymi í skipulagsvinnu.

Gjaldkeri kvenfélagsins Hallveig Guðný Kolsöe afhendir Snorra Haukssyni aðstoðarskólastjóra sunduggana.

8

KJALARNES.IS


Nágrannavarsla Nágrannavarsla var tekin upp í Grundarhverfi sumarið 2008. Í byrjun næsta árs verður nágrannavarsla einnig tekin upp meðal íbúa við Brautarholtsveg. Nágrannavarsla gengur út á það að íbúar taka höndum saman í forvarnaskyni. Nágrannavarsla er ein leið til að hindra innbrot og eignatjón. Meginmarkmið nágrannavörslu er að halda afbrotum frá viðkomandi götu/hverfi auk þess sem það tengir fólk saman og myndar þar með öruggara og ánægjulegra nágrenni. Í nágrannavörslu felst hlutverk íbúa í því að vera „augu og eyru“ götunnar/ hverfisins. Nágrannavarsla gengur þó ekki eingöngu út á það að vernda eigur fólks heldur líka að líta eftir íbúum götunnar/hverfissins. Það má gera með því t.d. að líða ekki einelti, hvort heldur er meðal barna eða fullorðinna, og láta vita af eftirlitslausum partýum, þ.e.a.s. þegar enginn fullorðinn er á staðnum. Góður granni hefur auga með grunsamlegum bíla- og mannaferðum við húsin í kringum sig, sér um að passa upp á að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu, setur sorp í ruslatunnur nágrannans þegar farið er í burtu í lengri tíma og leggur jafnvel bílnum sínum í innkeyrslu nágrannans. Þá er gott ráð þegar snjór er yfir að gengið sé upp að húsi nágrannans og látið líta út sem einhver umferð sé inn í húsið. Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað. Flest innbrot eiga sér stað að nóttu til þegar enginn er heima og nágrannar sofandi eða yfir daginn þegar allir eru í vinnu eða skóla. Það hefur líka færst í vöxt að verðmætum sé stolið þegar einhver er heima yfir daginn og útidyr, svalir eða garðdyr eru opnar.

staklega á svæðum þar sem gróður skyggir á. Mikilvægt er að útidyr og bakdyr séu alltaf læsar, líka þegar einhver er heima. Dæmi eru um að þjófar hafi læðst inn í anddyri húsa og tekið veski, síma eða bíllykla sem oft eru geymd í anddyri húsa. Mælt er með því að fá nágranna til að geyma aukalykla frekar en að geyma þá undir mottu eða í blómapotti við hús sitt. Bréfalúgur er best að staðsetja þannig að ekki sé hægt að fara með handlegg þar inn og teygja sig í hurðarlás til að opna. Nú þegar jólin eru framundan og gjafir opnaðar á flestum heimilum er mikilvægt að hafa í huga að skilja ekki tóma kassa, t.d. utan af nýja sjónvarpinu, tölvunni eða öðru álíka, fyrir utan hús. Best er að geyma þá inni þar til eftir hátíðirnar og fara þá með þá á móttökustöð Sorpu. Margir hyggjast leggja land undir fót yfir hátíðirnar, hvort heldur er í lengri eða styttri tíma. Áður en haldið er af stað er mikilvægt að hafa í huga að verðmæti liggi ekki á glámbekk. Ekki skilja fartölvur, myndavélar eða annað slíkt eftir þannig að það sjáist vel utan frá úr glugga, hvort heldur er á heimili eða í bílum sem skildir eru eftir. Ef ætlunin er að fara burt í lengri tíma er gott ráð að fá nágranna sinn til að líta eftir húsinu. Láta viðkomandi vita hvaða einstaklingar eru líklegir til að sjást við húsið og gefa upp lýsingu og jafnvel bílnúmer viðkomandi. Það auðveldar nágrannanum að gera sér grein fyrir ferðum ókunnugra við húsið. Þegar farið er í burtu, yfir lengri eða skemmri tíma, er mikilvægt að hafa í huga að gefa ekki upp á símsvara eða facebook/bloggsíðum að verið sé að fara í ferðalag. Gott er að stilla heimasímann þannig að hringingar í hann færist yfir í farsímann.

Mikilvægt er að heimilið sé vel upplýst að utan og gott er að tengja lýsingu við hreyfiskynjara þar sem hægt er, sér-

Fegrum umhverfið Á vordögum ákvað hverfisráð Kjalarness að veita umhverfisverðlaun og jafnframt að óska eftir tilnefningum frá íbúum. Margar ábendingar bárust um sérlega fallegar og vel hirtar lóðir á Kjalarnesi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert í því að fegra umhverfið og hvetja íbúa til dáða í þeim efnum. Verðlaunin voru afhent í Klébergsskóla á Kjalarnesdögum í lok júní. Annars vegar varð lóðin að Esjugrund 35 við hús Önnu L. Filbert og Theodórs Theodórssonar fyrir valinu og hins vegar umhverfi Esjustofu í Kollafirði hjá þeim Pjetri Árnasyni og Unni B Hansdóttur fyrir snyrtilegasta fyrirtækið. Sigríður Pétursdóttir 9

KJALARNES.IS


Pípulagnaþjónusta

Frá hverfisráði

Viðhald - Viðgerðir - Breytingar

Hverfisráð Kjalarness er með fasta viðtalstíma

Maggi pípari, Esjugrund 44

Viðtalstímarnir eru milli kl. 18:00-19:00 annan miðvikudag í hverjum mánuði og fara fram í Fólkvangi. Kjalnesingar eru hvattir til að nýta sér þessa viðtalstíma til að ræða við hverfisráðsmenn og til að koma málum sínum á framfæri.

S: 898-8870

Fólkvangur s: 664 8273 Umsjón með útleigu félagsheimilisins Fólkvangs hefur Erna Bára Magnúsdóttir í síma 664 8273.

Næstu viðtalstímar hverfisráðs Kjalarness eru eftirfarandi: 12. janúar Ágúst Már Garðarsson og Sigríður Pétursdóttir

Tilvalið er að leigja salinn undir ýmsa atburði, s.s. skemmtanir, afmæli, brúðkaup, fermingarveislur o.fl.

FLUGELDAR – FLUGELDAR - FLUGELDAR Flugeldasala Björgunarsveitarinnar á Kjalarnesi verður í gámum vestan við móttökustöð Sorpu, rétt vestan við söluskála OLÍS. Opnunartímar eru (með fyrirvara um smá hnik, sjá nánar á vefsíðu Kjalar þegar nær dregur www.bjsvkjolur.is), þriðjudag 28. desember kl 13 – 22 miðvikudag 29. desember kl 13 – 22 fimmtudag 30. desember kl 13 – 22 Gamlársdag 31 desember kl 10 – 16

Styrkjum björgunarsveit í heimabyggð Félagsstarf 60 ára og eldri Munið fundina á fimmtudögum í vetur, milli kl. 15-17 í Fólkvangi. Alltaf heitt á könnunni!

Ökukennsla, Akstursmat, Endurtökupróf Pétur Þórðarson Ökukennari Búagrund 1 Kjalarnesi

s. 892 7480 okunam@okunam.is www.okunam.is

Fyrsti fundurinn á nýju ári verður 6. janúar. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg s: 695 1352.

Kvenfélagið Esja Næsti fundur Kvenfélagsins Esju verður miðvikudaginn 12. janúar, í Fólkvangi kl. 20. Ýmislegt skemmtilegt er framundan og hvetjum við allar áhugasamar konur til þess að láta sjá sig! Upplýsingar gefur Arndís í s: 825 1341.

10

KJALARNES.IS


Íþróttastarf UMFK vor 2011 Fótboltinn Rúllar eins og áður hjá Kidda, Benna og Alexander í 4. 5. 6. og 7. flokki

Fimleikarnir Viltu geta farið í splitt eða spígat, þá eru fimleikarnir með Maríönnu málið

Sundið Allir út í laug, engin er verri þó hann vökni, Ingunn kennir ungviðinu að synda

Klappstýrurnar Þar sem dans og loftfimleikar mætast, Maríanna sér um fjörið

Badmintonið Þar sem spaðinn og fokkan mætast,,,,,,,,ofast, eða stundum, Friðrik Veigar er maðurinn með spaðann

Fjölskyldutíminn Fyrir þá allra yngstu og alla hina reyndar jafnvel afa og ömmu

UMFK.IS Nánari upplýsingar og skráningar verða komnar á heimasíðuna um leið og hægt er, fylgist með. Stafið hefst 11. jan.

Starf í öllum greinum er háð fjölda þátttakenda. 11

KJALARNES.IS


BORGARAFUNDUR Í FÓLKVANGI Hverfisráð Kjalarness og Íbúasamtökin boða til borgarafundar í Fólkvangi mánudaginn 20. des kl 18:00. Málefni fundarins er áform um lokun endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi einnig verður fjallað um gerð göngustígs í Grundarhverfi. Borgarfulltrúarnir Oddný Sturludóttir og Karl Sigurðsson mæta á fundinn. Hverfisráð Kjalarness og Íbúasamtök Kjalarness

MESSUR Í BRAUTARHOLTSKIRKJU Aðfangadagur kl. 17: Aftansöngur í Brautarholtskirkju Aðfangadagskvöld kl. 22: Jólastund í Saurbæjarkirkju Jóladagur kl. 11 f.h.: Hátíðarguðsþjónusta í Brautarholtskirkju, messunni verður útvarpað Gamlársdagur kl. 17: Aftansöngur í Brautarholtskirkju 16. janúar Barnamessa í Brautarholtskirkju kl 11 f.h. Sr. Krístín Þórunn og Rannveig Iðunn 23. janúar kl. 11:00. Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson. 30. janúar Barnamessa í Brautarholtskirkju kl 11 f.h. Sr. Krístín Þórunn og Rannveig Iðunn 13. febrúar Barnamessa í Brautarholtskirkju kl 11 f.h. Sr. Krístín Þórunn og Rannveig Iðunn. 20. febrúar kl. 11:00. Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson.

Messur í Reynivallakirkju Jóladagur kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta. 6 febrúar. Guðsþjónusta kl 14:00.

Gunnar Kristjánsson sóknarprestur

12

KJALARNES.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.