6. tölublað 2011

Page 1

Kjalnesingur

6. tbl. 11. árg.

Fréttabréf Íbúasamtaka Kjalarness

2. desember 2011

Er félagsheimilið Fólkvangur óþarfur munaður? Félagsheimilið Fólkvangur hefur í hartnær 50 ár verið samkomustaður Kjalnesinga og starfsaðstaða þeirra fjölmörgu félaga sem blómstra á Kjalarnesi. Félögin hafa hingað til getað notað þessa aðstöðu til að byggja upp öflugt félagsstarf í sjálfboðinni þjónustu. Þessi félög styðja hvort annað og nýlegt dæmi er frá jólaföndri Skógræktarfélagsins þar sem Kvenfélagið Esja var einnnig með basar. Sú samvinna gaf af sér verulega fjármuni sem renna til stuðnings ungmenna t.d. forvarnarstarfi í Klébergsskóla. Um þetta eru mörg dæmi og samfélagslegt gildi öflugra grasrótarfélaga óumdeilt. Nú eru breytingar framundan þar sem Reykjavíkurborg býður félögum á Kjalarnesi að sjá um rekstur þessa húss. Mánaðargjaldið nemur hins vegar kvartmilljón sem félögin standa ekki undir. Þessa dagana er verið að finna einhvern flöt á því hvernig við getum haldið þessari aðstöðu á sviðuðum grunni og verið hefur Úr hverfapottinum úthlutar hverfisráð Kjalarness fjármunum til áhugaverðra verkefna á Kjalarnesi. Valið var úr lista á þriðja tugs verkefna sem hafa verið til umræðu á íbúafundum síðustu ár. Í ár eru verkefnin: Upplýsingaskilti við Olís og á Klébergi, trimmtæki við íþróttamiðstöð, grillhús í “Miðjunni” og lagfæring göngustígs frá Grundarhverfi niður í Kollafjörð. Verklok eiga að vera á þessu ári

Aðalfundur Íbúasamtaka Kjalarness (ÍK) verður haldinn laugardaginn 14. janúar 2012. Sérstakur gestur fundarins verður Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs, situr í stjórn í Sorpu og í borgarráði. Það er mikils virði að fá ráðamenn borgarinnar til að ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum. ÍK er sameiginlegur vettvangur allra Kjalnesinga og því mikilvægt að mæta á þessa fundi. Flugeldasala Björgunarsveitarinnar er afar mikilvæg fjáröflun fyrir sveitina. Hins vegar er afar lítil innkoma ef við kaupum ekki af þeim. Á undanförnum árum hefur verið afar takmörkuð sala á Kjalarnesi og þetta umstang vart svarað kostnaði. Hvers virði er starf Björgunarsveitarinnar? Í ár eru komin á sjöunda tug útkalla. Sum þessara útkalla hafa skipt sköpum um líf eða dauða. Verum þeim sannur bakhjarl og gerum þeim kleift að sinna björgunarstörfum með sóma Landsáætlun um úrgang. Framundan er íbúafundur um um bætta meðferð úrgangs sem við getum einnig litið á sem verðmæti. Mikil umræða hefur farið fram á Kjalarnesi um fyrirkomulag endurvinnslumála þannig að þessi fundur er kærkomið innlegg. Leitað er eftir tillögum íbúa um bætta nýtingu úrgangs og hvernig megi minnka hann. Kjalnesingar eru hvattir til að mæta á fundinn í Fólkvangi nk. þriðjudag. ÁH

KJALARNES.IS


Prjónakaffi og föndurkvöld

Kjalnesingur ..

Útgefandi: Íbúasamtök Kjalarness .Ábyrgðarmaður: Guðni Indriðason laufbrekka@kjalarnes.is

Á döfinni 03. des kl. 10:00 - 15:00 Jólahelgi í Bergvík - opið hús. 03. des kl. 11:00 Fjallavinir við Esjustofu - konfektganga. 03. des kl. 13:00 - 17:00 Félagsg. í Kjós - Kvenf. Esja á staðnum. 04. des kl. 10:00 - 15:00 Jólahelgi í Bergvík - opið hús. 04. des kl. 17:00 - 18:00 Aðventuhátíð í Fólkvangi. 10. des kl. 11:30 - 14:00 Jólabingó UMFK. 11. des kl. 11:00 Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju. 13. des kl. 10:30 - 11:00 Bókabíllinn við leikskólann Berg. 15. des kl. 18:00 - 19:30 Bókabíllinn í Grundarhverfi. 23. des kl. 12:00 - 15:00 Skötuveisla í Fólkvangi 23. des kl. 18:00 - 21:00 Skötuveisla í Fólkvangi 24. des kl. 17:00 Aftansöngur í Brautarholtskirkju. 24. des kl. 22:00 Jólastund í Saurbæjarkirkju. 25. des kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Brautarholtskirkju. 31. des kl. 17:00 Aftansöngur í Brautarholtskirkju. 14. jan kl. 11:30 - 14:00 Aðalfundur ÍK í Fólkvangi.

“þú”@kjalarnes.is Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness býður áfram Kjalnesingum að fá netfang @kjalarnes.is. Að sjálfsögðu eigum við öll sem búum hér að vera með netfangið @kjalarnes.is, það er stór hluti af samstöðu okkar um okkar hverfi. En að sjálfsögðu þarf að greiða lítilsháttar fyrir þetta, eða 2.000 kr á ári til að mæta þeim kostnaði sem Íbúasamtökin þurfa að standa skil á við rekstur pósthússins. Hafðu samband við einhvern af stjórnarmönnum Íbúasamtakanna og viðkomandi aðstoðar þig með málið, eða sendu póst á kjalnesingur@kjalarnes.is.

Prjónakaffið er alltaf jafn vinsælt og verður það áfram fyrsta og þriðja miðvikudagskvöld í mánuði, í Fólkvangi kl. 20-22.

Næstu prjónakaffi og handverkskvöld verða: 7. des 21. des 4. jan 18. jan 25. jan

Aðventuhugleiðing frá sr. Gunnari Sameiginlegt jólahlaðborð og pakkaútdeiling Gleðilegt nýtt prjónaár, krókódilahekl o.fl. Spennandi námskeið sem verða auglýst síðar Handverkskvöld

Kvenfélagið Esja Fastir fundir eru í Fólkvangi kl 20:00 annan miðvikudag í hverjum mánuði: Næstu fundir eru því : 14. des og 11. jan á nýju ári

Stormur unglingadeild Fastir fundir eru í Þórnýjarbúð alla þriðjudaga. Yngri deild er kl 17:00 - 19:00 Eldri deild er kl. 19:00 - 21:00

Kjölur björgunarsveit Fastir fundir eru í Þórnýjarbúð kl 20:00 - 22:00 alla miðvikudaga.

Fótbolti 18+ Fótbolti í íþróttahúsinu alla þriðjudaga kl 20:00 - 22:00.

Fjölskyldutími í íþróttahúsi Fjölskyldutími í íþróttahúsinu alla laugardaga kl 11 - 12.

Skráðu þig á póstlistann

Félagsstarf 60 ára og eldri

Vefur okkar Kjalnesinga www.kjalarnes.is sendir sjálfkrafa út raf-póst til til þeirra sem skrá sig á póstlistann þegar fréttir eða tilkynningar eru ritaðar á vefinn. Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á umhverfi sínu og samfélagi að skrá sig á póstlistann.

Munið fundina á fimmtudögum milli kl. 15-17 í Fólkvangi. Alltaf heitt á könnunni! Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg s: 695 1352.

Vinsamlegast sendið okkur póst á kjalnesingur@kjalarnes.is og óskið eftir að verða skráð á póstlistann.

Kjalnesingar! Fylgist með “á döfinni” inni á kjalarnes.is þar sem finna má ýmsa viðburði okkar KJALNESINGA.

Kjalnesingar! Aðalfundur Íbúasamtaka Kjalarness verður í Fólkvangi laugardaginn 14. janúar 2012, kl. 11:30. Sérstakur gestur fundarins verður Oddný Sturludóttir borgarráðsmaður sem jafnframt er formaður skóla– og frístundaráðs ásamt því að sitja í stjórn Sorpu.

2

AA fundir eru í Kátakoti öll laugardagskvöld kl. 21:30

KJALARNES.IS


Björgunarsveitin Kjölur Sunnudaginn 20. nóvember sl. fór fram minningarathöfn vegna fórnarlamba umferðarslysa við bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Minntust starfsstéttir hinna ýmsu hópa, sem koma að umferðarslysum, þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Kjölur var fulltrúi björgunarsveita vegna samstarfssamnings við Slökkvlilið Höfuðborgarsvæðisins (SHS). Talsverð aukning hefur orðið í útköllum hjá sveitinni og hefur hún verið kölluð út 65 sinnum það sem af er ári. Er þetta talsverð fjölgun útkalla samanborið við fjölda síðustu tveggja ára, sem þó voru metár. Helsta aukningin er vegna bráðaveikinda, umferðaróhappa, eldsvoða og ýmissa slysa á Kjalarnesi og nágrenni. Breytingar á bílakosti Vegna aukinna umsvifa hafa tæki og búnaður sveitarinnar þurft talsvert viðhald og endurnýjunar við. Annar jeppi sveitarinnar hefur verið seldur og Hyundai Starex keyptur í staðinn. Verið er að gera nýja bílinn klárann með merkingum og ljósum, en hann hefur þegar farið í nokkur útköll. Bátur í yfirhalningu Nú standa yfir talsverðar lagfæringar og breytingar á bátnum okkar og verður hann væntanlega klár í sjó í næstu viku. Einnig voru bátagallar endurnýjaðir. Unglingarnir í Stormi Stormsfélagar skemmtu sér í byrjun nóvember á miðnætur íþróttamóti í Vatnaskógi með öðrum unglingadeildum. Síðustu vikurnar hafa þriðjudagarnir verið undirlagðir fræðslu í fyrstu hjálp fyrir unglingana. Törninni lýkur með formlegu prófi og eftir það verður léttari dagskrá fram að jólafríi, m.a verður farið í kayak kynningu hjá Kayakklúbbi Reykjavíkur. Umsjónarmenn unglinga-starfsins eru sem fyrr Hólmar og Guðrún. Fundir: Stormur yngri deild hittist í Þórnýjarbúð þriðjudaga kl. 17-19 eldri deildin hittist þriðjudaga kl. 19-21, einnig í Þórnýjarbúð.

Það skiptir þig máli hvar þú kaupir flugelda ! Vissir þú að Kjölur sinnir neyðarþjónustu í Grundarhverfi og nágrenni í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins (aðkoma að slysum og veikindum á undan sjúkrabíl, “First responder”). ÞAÐ HEFUR BJARGAÐ MANNSLÍFUM ! Allt starf björgunarsveitarinnar byggist á sjálfboðaliðavinnu og fjáraflanir því mikilvægar í daglegum rekstri. Íbúar Kjalarness og Kjós geta enn frekar styrkt hjálparstarfið í heimabyggð með því að kaupa flugelda í flugeldasölunni við Sorpuplanið/ Þórnýjarbúð. Opið verður milli jóla og nýárs á eftirfarandi dögum: 28.des kl. 13-22, 29.des kl. 13-22, 30.des kl. 13-22 31.des kl. 10-16 Sjá einnig heimasíðu: www.bjsvkjolur.is

Afmælisrit björgunarsveitarinnar er jólagjöf Kjalnesinga! Afmælisrit (60 ára, 1949 - 2009) björgunarsveitarinnar er eiguleg bók fyrir alla sem tengjast Kjalarnesi eða hafa áhuga á sögu slysavarna. Bókin dregur upp mynd af sögu Kjalarneshrepps á sviði slysavarna, allt frá fjölmennustu slysavarnardeild á Íslandi þá, til fámennrar (en góðmennrar) björgunarsveitar í dag. Ýmiss fróðleikur tengdur sjálfboðaliðastarfi björgunarsveita ásamt margvíslegum myndum. Bókin telur 120 bls. og selst á kostnaðarverði, 5.000 kr. Áhugasamir hafi samband í síma 616 8493 (Anna) eða með tölvupósti til bjorgunarsveit@simnet.is

Björgunarsveitin Kjölur og Unglingadeildin Stormur óska Kjalnesingum og Kjósverjum gleðilegrar hátíðar. Höldum slysalaus jól og áramót.

Skötuveisla á Þorláksmessu Kl. 12 - 15 og kl. 18 - 21 í Fólkvangi Skata og plokkfiskur kr. 2.000,Pantanir og nánari upplýsingar í síma 895 1755 eða kjalanes@simnet.is

Myndin er í bókinni og er af Lionsklúbbnum Búa þegar þeir afhenda Björgunarsveitinni Kili fyrstu hjálpar búnað í Fólkvangi 1987. 3

KJALARNES.IS


„Á prjónum“ Kjalnesinga

Sögufélagið Steini stendur í stórræðum!

Í síðasta blaði Kjalnesings skoraði á Guðlaugur Birkir Jóhannsson á Davíð Leví Magnússon að segja frá sér og sínu áhugamáli.

Í ýmsu hefur verið að snúast hjá sögufélaginu undanfarin misseri. Mesta púðrið hefur farið í að afla efnis fyrir tvö söguskilti sem Reykjavíkurborg er að fara að setja upp á Kjalarnesi.

Nafn - aldur: Davíð Leví Magnússon 14 ára

Upplýsingaskilti á Kjalarnesi Annað skiltið verður við Esjuskála og undirstöður eru komnar upp og hitt á að reisa á Klébergi. Á þeim verða myndir, kort og lesmál með fróðleik meðal annars um merka sögustaði á Kjalarnesinu. Vinnan er langt komin og hugmyndin er, ef vel tekst til, að gerð verði fleiri slík skilti.

Heimilisfang: Esjugrund 62 Staða: Einhleypur Frístundir – áhugamál – markmið: Fótbolti og gítar. Verða atvinnumaður í fótbolta. Betra Kjalarnes – hugmyndir – óskir: Skemmtilega krossara og fjórhjóla braut Kvikmyndin – stjarnan: Avatar er best gerða kvikmynd sem ég hef séð. Tónlistin – hljómsveitin – söngvarinn: Aðallega það sem er á FM957.

Bókin Kjalnesingar Mikið efni fyrir skiltagerðina er að finna í þeirri gagnmerku bók Kjalnesingar - ábúendur og saga Kjalarneshrepps, sem tekin var saman af Þorsteini Jónssyni og gefin var út 1998. Bókin er 520 bls. og með mikið af myndum. Það birtist í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 8. ágúst 1998 grein eftir Gísla Sigurðsson um bókina, þar sem hann fer lofsamlegum orðum um hana, þá ný út komin. Meðal annars segir hann margar ljósmynda bókarinnar ómetanlegar, t.d. af einstökum bæjum, sem ekki eru lengur til og horfnum vinnubrögðum fólks við alls kyns iðju. Ef einhverjir Kjalnesingar hafa enn ekki bókina í sinni hillu munu örfá eintök vera til og hægt að fá hana gegn vægu gjaldi hjá Birni Jónssyni í Brautarholti. Sögufróðir eða söguþyrstir Áhugasamt fólk um sögu Kjalnesinga er einnig hvatt til að gefa sig fram við sögufélagsmenn og leggja framgangi málsins lið! Hafa má samband við formann sögufélagsins Hrefnu S. Bjartmarsdóttur s. 659 2876/ hsb3@hi.is eða varaformanninn Bjarna Sighvatsson s. 891 8012/ bjarni.sighvatsson@isavia.is

Bókin: Þokan-Þorgrímur Þráinnsson Liðið – íþróttir: Arsenal... of course!!!-Fótbolti Uppskriftin – matur - drykkur: Pizza. Malt og Appelsín

Skora á næsta: Dagur Þórðarson

Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Höf.: Pétur Þórðarson

Hrefna Sigríður formaður sögufélagsins Steina og Fríða Björg Eðvarsdóttir landslagsarkitekt ákveða staðsetningu á söguskilti. Þessi upplýsingaskilti eru hluti af svokölluðum hverfapotti sem fyrr á árinu var úthlutað af hverfisráði Kjalarness.

4

KJALARNES.IS


Veldu jólatré í skógi. Jólatrjáasala að Fossá í Hvalfirði Hefð hefur skapast fyrir því að Fossá Skógræktarfélag bjóði fólki að koma og velja sér jólatré úr skógræktinni að Fossá í Kjós og með því aðstoðað við grisjun á svæðinu. Þessi þáttur hefur verið einn af megin stólpum í fjármögnun Fossá Skógræktarfélags undanfarna áratugi. Skógræktarfélag Kjalarness ásamt skógræktarfélögunum í Kjós, Mosfellsbæ og Kópavogi eru eigendur að Fossá. Opnunartími: Það verður opið þrjár fyrstu helgarnar í des. 3.-4. des verða Kópavogur og Mosfellsbær, 10.-11. des. verða Kjalarnes og Kópavogur og að lokum 17.-18. des. verða Kjósverjar og Kópavogur. Opið verður milli kl. 11 og 16. Nesti úti í skógi? Það er tilvalið að hafa nesti með sér og setjast inn í gamla húsið að Fossá. Ef veðrið er gott er líka hægt að setjast niður í einhverju skógarrjóðrinu t.d. í Vigdísarlundi sem vígður var sl. sumar. Umhverfismál: Með því að velja íslenskt jólatré styrkir þú skógræktarstarf. Þú eflir umhverfið því fyrir hvert selt jólatré getum við gróðursett 30 - 40 ný tré. Trén eru samt seld á hóflegu verði. Hvernig á að komast þangað?: Keyrið upp í Hvalfjörð. Ekki fara í göngin heldur akið vel inn Hvalfjörðinn framhjá Hvítanesi (gömlu Bretabryggjunni). Fossá er á hægri hönd (uppi í fjallshlíðinni) stuttu eftir að komið er framhjá bryggjunni.

Kvenfélagið Esja á Kjalarnesi Markmið félagsins er að styðja við nærumhverfi barna og unglinga á Kjalarnesi. Síðustu tvö ár hefur félagið verið með fjáraflanir á Kjalarnesdögum, kompudögum og basar á degi aðventukransagerðar Skógræktarfélags Kjalarness. Kvenfélagið Esja þakkar frábærar viðtökur og stuðning við þessar fjáraflanir sem gerðu okkur kleift að styrkja starf Klébergsskóla á ýmsan hátt: • Keyptir voru sunduggar fyrir yngsta stigið í sundi. • Gefnar voru svuntur fyrir heimilisfræðina. • Greitt var fyrir forvarnanámskeið um skaðsemi reykinga fyrir nemendur í unglingadeild Klébergsskóla. • Greitt var fyrir forvarnanámskeið um skaðsemi notkunar munntóbaks fyrir nemendur í unglingadeild Klébergsskóla. • Gefinn var skjávarpi ásamt loftfestingu og uppsetningu í skólastofu í Klébergsskóla. Það er ánægjulegt að geta á þennan hátt komið að forvörnum barna og unglinga á Kjalarnesi. Kvenfélagið Esja minnir á jólaaðfangamarkaðinn í Félagsgarði í Kjós en basarinn er fjáröflun fyrir starf kvenfélagsins.

Allir eru hvattir til að gera sér ferð upp að Fossá og velja sér fallegt jólatré því um leið og notið er útiverunnar er verið að styrkja skógræktarstarfið og efla Skógræktarfélag Kjalarness.

Kvenfélagið Esja Jólabasar Esju í Félagsgarði Kjós Jólaaðfangamarkaður Kjósverja verður haldinn í Félagsgarði kl. 13-17 laugardag 3. desember.

Frá víxluhátíð Vigdísarlundar í Fossárskógi sl. sumar. Brynhildur Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu en sitjandi eru frú Vigdís Finnbogadóttir og Ögmundur Jónasson.

Matvæli beint frá býli, handverk og önnur gjafavara. Föndur fyrir börnin og kaffisala á vegum Kvenfélags Kjósarhrepps. Allir velkomnnir. Kjalnesingar komið og styðjið fjáröflun kvenfélagsins Esju

5

KJALARNES.IS


Návist hins heilaga

Aðventuhátíð í Fólkvangi

Margir virðast hafa það fyrir sið að lesa Aðventu Gunnars Gunnarssonar á jólaföstu og lifa sig inn í leit Benedikts fjárbónda að týndu fé á fjöllum uppi í myrkri skammdegisins þar sem allra veðra er von. Þessi bók var skyldulesning heillar kynslóðar í Þýskalandi skömmu eftir að hún kom út og situr í minni margra ævilangt. Kyrrðin á fjöllum var í senn ógnvekjandi og gefandi. Sumir hafa gert því skóna að Benedikt bóndi hafi upplifað „hið heilaga“ – návist Guðs – við þessar aðstæður, einn með sjálfum sér í aðdraganda jóla. Og þess vegna hafi hann leitað á sömu slóðir á hverju ári. Á ljósmyndasýningu, sem haldin er á Skriðuklaustri í Fljótsdal nú á aðventu og sýnir sögustaði skáldsögunnar, er vitundin um hið heilaga í landi náttmyrkursins dregin fram.

sunnudaginn 4. desember kl 17 Það verður stutt en fjölbreytt dagskrá í tali og tónum.

Syrpa af jólalögum í flutningi Brynhildar Ásgeirsdóttur og Páls Helgasonar

Hugvekja um tvær madonnumyndir sr. Gunnar Kristjánsson

Jólalög í flutningi Andreu, Katrínar, Petru, Rakelar, Regínu, Sylvíu og Þórdísar Öglu undir stjórn Ásrúnar Kondrup

Jólasaga - Svala Sigríður Thomsen les

Karlakór Kjalnesinga flytur jólalög undir stjórn Páls Helgasonar

Jólatónlist í flutningi Írisar Eddu Jónsdóttur og Ragnars Ólasonar

Brautarholtssókn ásamt Kvenfélaginu Esju býður upp á heitt kakó og kökur í lok stundarinnar. Fjölmennum og upplifum aðventustemminguna saman. Allir hjartanlega velkomnir. Brautarholtssókn.

Jólin snúast um hið heilaga. Jólaguðspjallið er saga sem hver maður getur umsvifalaust lifað sig inn í, á hverjum jólum býr hún yfir sama leyndardómi. Þannig hefur það verið á öllum öldum og í öllum heimsálfum, hún á erindi við manninn öðrum sögum fremur. Jólaguðspjallið finnur leiðina til hjarta mannsins vegna þess að sú mynd sem þar er dregin upp snertir okkur og á erindi við unga sem aldna. Þess vegna varðveita jólin dýrmætan fjársjóð minninga og reynslu, tilfinninga og væntinga í hugum þeirra sem leggja leið sína að jötu jólabarnsins í huga sínum.

Þau styrktu Rauðakrossinn Ungir hjálpsamir Kjalnesingar Þessar flottu stelpur Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Helena Ósk Baldursdóttir, Sigrún María Steingrímsdóttir, Líf Þórðardóttir, á myndina vantar Viktoríu Karen Ottósdóttur, gengu í hús hér á Kjalarnesinu og seldu skraut sem þær föndruðu úr pappír. Í þessu ánægjulega framtaki söfnuðu þær 9.201 kr. sem þær færðu Rauða krossinum.

Trúarhátíðin er tækifæri mannsins til þess að skoða líf sitt innan frá og hugleiða það frá því sjónarhorni sem hátíðin gefur tilefni til. Orðið há-tíð vísar til tímans, í orðinu býr sú merking að þar sé um stund lotið öðrum tíma en þeim sem fylgir gangi sólarinnar. Hátíð er tími utan við hinn líðandi tíma þegar við göngum út úr hinu venjubundna, hátíð vísar til nálægðar hins heilaga sem er ofar öllum tíma. Hún er tækifæri mannsins til þess að skoða lífsmynstur sitt og samtímans og varpa fram spurningum um dýpri merkingu þess að vera manneskja. Hátíðin vekur fögnuð mannsins vegna þess að hún felur í sér dýrmætan boðskap sem stenst tímans tönn. Því er ástæða til að gleðjast. Gleðileg jól! Gunnar Kristjánsson sóknarprestur 6

KJALARNES.IS


Á ég að gæta bróður míns?

Getum við gert enn betur?

Hvað getum við gert til að bæta samfélag okkar og gera það betra fyrir okkur sem íbúa og þar að leiðandi fyrir börnin okkar?

Fátt er mikilvægara en uppeldi og menntun æskufólks. Hvert er hlutverk okkar sem uppalenda? Hvernig getum við ræktað mikilvæg gildi í samskiptum fólks sem almenn samstaða ríkir um þ. e. virðingu og umhyggju, vináttu og kærleika, réttlæti og umburðarlyndi? Gagnkvæm virðing í orðum og athöfnum er besta veganestið í samfélagi okkar til að njóta frelsis og jafnréttis. Vekjum athygli náungans á þessum æfafornu gildum því þannig getum við hvert og eitt lagt okkar að mörkum til betra samfélags.

Foreldrarölt er skipulagt sjálfboðastarf sem skapast hefur hefð fyrir á Kjalarnesi. Í forvarnaskyni er gengið um hverfið í litlum hópum. Foreldraröltið fer aðallega fram um helgar og þegar einhverjir viðburðir kalla á aukið eftirlit. Unnið er í nánu samstarfi við hverfislögreglu og félagsmiðstöð hverfisins. Markmið foreldrarölts er samkvæmt skilgreiningu Heimilis og skóla: Að virkja foreldra til samstöðu um útivistarreglur barna og unglinga og koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið. Að koma í veg fyrir áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga. Að efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Foreldraröltið hefur sannað forvarnagildi sitt og skilað góðum árangri þar sem það hefur verið skipulagt. Nærvera hinna fullorðnu virðist hafa haft fyrirbyggjandi áhrif og minnkað líkur á því að unglingar hverfis lendi í óæskilegum eða ógnandi aðstæðum. Unglingarnir upplifa að þarna séu einhverjir sem láta sig varða velferð þeirra og það veitir þeim öryggi að vita af ábyrgu fullorðnu fólki á ferli í hverfinu. Að sjálfsögðu bera foreldrar ábyrgð á börnum sínum en nærvera og umhyggja foreldra í hverfinu getur verið uppbyggileg viðbót og mikilvægur stuðningur fyrir sum þeirra. Eins og oft vill verða í félagsstarfi eru félagsmenn misvirkir og í tengslum við foreldraröltið hafa komið upp vangaveltur um það hvers vegna fulltrúar þeirra fjölskyldna sem virða útivistartímann og eiga heimaverandi ungling eigi að eyða tíma í að sinna annarra manna börnum. Því er m.a. til að svara að með því að taka þátt í foreldrarölti gefst foreldrum barna og unglinga hverfisins tækifæri til þess að kynnast hvert öðru og bera saman bækur sínar. Það getur reynst ómetanlegur styrkur í uppeldishlutverkinu að ræða við aðra foreldra sem glíma við sams konar spurningar á sínu heimili. Einnig getur verið gagnlegt fyrir foreldra að kynnast umhverfi og menningu barna sinna og félögum þeirra. Með því kynnast þau einnig hverfinu sínu, því sem gerist þar á kvöldin og þeim hættum sem þar geta skapast. Það hefur sýnt sig að í þeim hverfum sem foreldrarölt er virkt dregur úr afbrotum og það flæmir í burtu óæskilega gesti í hverfinu.

Vinsamlegt samfélag - frá dagskrá Klébergsskóla á degi gegn einelti

Undanfarin ár hefur verið ánægjulegt að sjá hve neysla vímuefna hefur verið lítil meðal unglinganna okkar. Klébergsskóli hefur undanfarin ár verið reyklaus skóli sem er stórkostlegur árangur. Nú eru hins vegar blikur á lofti og þeim unglingum fer fjölgandi sem eitthvað eru að fikta við tóbak. Á þessu hafa stjórnendur Klébergsskóla tekið og eru að vinna með foreldrum viðkomandi unglinga til að stöðva þetta. Þá er verið að efla forvarnarstarf innan skólans meðal nemendanna og í samvinnu við foreldra, UMFK og unglingadeildina Storm. Þá hefur kvenfélagið Esja einnig stutt við forvarnarfræðslu innan Klébergsskóla.

Síðast en ekki síst gefur foreldraröltið þátttakendum tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að bæta samstöðu og hverfisbrag í hverfinu sínu og stuðla að öruggara umhverfi allra sem í því búa. Ber okkur ekki að gæta bróður okkar? Öll viljum við börnunum okkar það besta. Foreldraröltið er ein leið til þess að bæta líðan og aðstæður barnanna okkar. Þeim tíma sem við getum varið í að taka þátt í því er vel varið. Ragnheiður Arnardóttir og Guðrún Halla Jónsdóttir félagsráðgjafar

Það er mikilvægt að taka höndum saman í þessu forvarnarverkefni og ná aftur þeim sess að vera reyklaus skóli Á síðasta skólaári fékk unglingastigið skálaferð í Bláfjöll sem umbun fyrir reykleysi og almennt góða hegðun og umgengni. Verður það aftur í ár? ÁH og BÞÞ

KJALARNES.IS

7


UMFK fréttir Jæja þá er komið að því að taka saman það sem hefur verið að gerast hjá okkur síðustu mánuðina. Frá því síðast hefur margt verið um að vera svo það er af nógu að taka og ætlum við að stikla á stóru hér í þessum pistli.

Fimleikar: Starfið í fimleikunum hefur gengið ágætlega, iðkendur mættu vera fleiri en þeir sem hafa verið með okkur í haust láta vel af starfinu og þjálfaranum sínum honum Róbert. Hann er mjög faglegur í sínu fagi og hefur greinilega mikla þekkingu á þessari íþrótt. Við þurftum því miður að breyta tímunum nú seinni part haustsins þar sem hann þurfti vinnu sinnar vegna að byrja seinna á daginn, en nú erum við með hópana sameiginlega á milli kl. 18 og 19. Því miður hentar þetta ekki öllum en á foreldrafundi sem haldinn var nú fyrir stuttu voru flestir á því að halda áfram að vinna með Róbert þó svo að þessi tími væri klárlega ekki í takt við það sem við leggjum upp með, en það er að byrja sem fyrst eftir að skóla lýkur. Stjórnin hefur tekið þá ákvörðun að halda þessum tíma áfram eftir áramót og verður reynt að gera allt til að koma á móts við þarfir þeirra sem eru að æfa. Róbert og kona hans eignuðust strák nú á dögunum og óskum við þeim innilega til hamingju, en þetta var þeirra fyrsta barn. Við munum byrja aftur að æfa 9. janúar samkvæmt núverandi æfingatöflu.

til að þjálfa þá krakka sem hér æfa hjá okkur, en það er eitt af því sem við leggjum mikið uppúr, þ.e. að hafa þjálfara með menntun. Knattspyrnan mun vera til 9. desember en þá munum við taka frí fram yfir áramót og byrjum aftur 10. janúar 2012.

Íþróttaklúbbur: Í byrjun nóvember byrjuðum við með íþróttaklúbb fyrir þá einstaklinga sem ekki eru að stunda íþróttir eða aðrar tómstundir markvist nú í dag. Allir einstaklinar sem eru í 7.10. Hafa rétt á að taka þátt í þessu með okkur en eins og fyrr segir hafa þeir forgang sem ekki eru að æfa skipulega nú í dag. Tímarnir eru á miðvikudögum kl. 18.00-19.00 og stýrir Nökkvi þessum tímum.

Knattspyrnuvöllur: Nú í haust hófust framkvæmdir á nýjum knattspyrnuvelli. Völlur þessi er 70x70 m að stærð og dugar það vel fyrir þann fjölda sem æfir hjá okkur. Hann á að klárast nú fyrir jól en það fer að sjálfsögðu eftir veðri hvort það tekst. fjölda

Sundið: Sundið í vetur hefur gengið nokkuð vel, það er ágæt mæting og almenn ánægja með Hörpu þjálfara. Allir sundtímar hafa gengið vel frá byrjun og vonumst við til þess að sjá enn fleiri með okkur á nýju ári. Sundæfingarnar munu byrja aftur eftir áramótin þann 9. janúar samkvæmt þeirri töflu sem nú er í gildi.

Knattspyrnan: Knattspyrnan er sú íþrótt sem hefur verið hvað vinsælust hér á Kjalarnesi. Í krakkahöllinni Flestir sem iðka einhverja grein stunda knattspyrnuna og það er gaman að segja frá því að stelpur hafa tekið jákvætt i að byrja að æfa og eru duglegar líkt og strákarnir að mæta á æfingar, en þetta hefur ekki verið í boði í langan tíma hjá UMFK. Við leggjum mikið uppúr því að allir geti verið með óháð kyni. Gaman væri að sjá fleiri bætast í hópinn eftir áramót svo við getum farið með þær á einhver mót. Þær hafa verið að standa sig vel á æfingum og hafa náð miklum framförum. Strákarnir í 5.fl. tóku þátt í haustmóti KRR og stóðu sig vel, spiluðu tvo leiki en töpuðu reyndar báðum leikjunum, en naumt þó en það var fyrir liðum sem hafa margfalt fleiri iðkendur en við höfum. Nökkvi og Alli þjálfarar hafa sótt tvö námskeið á vegum KSÍ og hafa því þjálfararéttindi með KSÍ stig 1 og 2. Það gefur þeim réttindi

sem æfir hjá okkur. Hann á að klárast nú fyrir jól en það fer að sjálfsögðu eftir veðri hvort það tekst. Stefnt er að því að taka hann í notkun í júní á næsta ári en það fer allt eftir veðri hvort það tekst.

Aðrar fréttir: Þann 29. September vorum við með pizzu- og bíókvöld í Fólkvangi fyrir alla iðkendur félagsins sem og aðra sem höfðu áhuga að koma. Kvöldið tókst frábærlega því alls komu til okkar hátt í 80 einstaklingar þ.e. iðkendur, foreldrar, systkini og aðrir sem tilheyra félaginu. Allir voru glaðir eftir kvöldið og fóru sáttir heim. Nú fyrir nokkru fórum

KJALARNES.IS

8


við svo með krakkana í Krakkahöllina í Korputorgi og var mætingin þar einnig mjög góð en þá fórum við bara með iðkendur. Þetta er hluti af því að hafa íþróttastarfið skemmtilegt þ.e. að bjóða uppá meira en æfingar og keppni.

Velferðaráætlunin: Þann 1. október sl. tók UMFK í gildi Velferðaráætlun en hún snýr að eineltisstefnu félagsins. UMFK er eitt af fáum félögum á landinu með svona stefnu þannig að við getum verið nokkuð viss um að ef eitthvað kemur uppá í starfi félagsins sem hindrar iðkendur í að líða sem best, verður tekið á þeim málum. Sjá má nánar um áætlun þessa inná heimasíðu UMFK. Þess má geta að í velferðarráðinu sitja: Nökkvi Fjalar Orrason, nemi og þjálfari hjá UMFK, Dagmar D Þorsteinsdóttir foreldri og sjúkraliði, Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, foreldri og þroskaþjálfi og svo kemur íþróttafulltrúi UMFK líka að þessum málum. Þann 28. desember munu þjálfarar UMFK fara á skyndihjálparnámskeið á vegum ÍBR en þetta er eitt af því mikilvægasta sem allir þjálfarar þurfa að kunna, því engin veit hvað getur gerst á æfingum eða á mótum hjá okkur. Það er afar mikilvægt að kunna að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur uppá eða þegar slys ber að höndum. En að lokum langar okkur hjá UMFK að þakka ykkur fyrir gott og skemmtilegt ár. Það hefur verið viðburðarmikið, miklar breytingar hafa átt sér stað og vonum við að þær komi til með að efla félagið þegar fram líða stundir. Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári og sjáumst hress á því næsta. Fyrir hönd UMFK Hörður Heiðar Guðbjörnsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi Kjalarnesi

Íþróttamiðstöð Sundlaug – tækjasalur – íþóttasalur Sími: 566-6879 Afgreiðslutímar og gjaldskrá:

Vetraropnun (1. október – 31. mars.) Virka daga - 17:00-21:00, þriðjudaga opið til 22:00

Helgar - 11:00-15:00

Sumaropnun (1. apríl - 30. september) Virka daga - 15:00-21:00, þriðjudaga opið til 22:00

Helgar - 11:00-17:00

Verð í sund í Klébergslaug: Stakt gjald fullorðnir kr. 450 Stakt gjald börn kr. 100 10 miða kort fullorðnir kr. 3.000 10 miða kort barna kr. 900 6 mánaða kort fullorðinna kr. 15.000 6 mánaða kort barna kr. 6.000 Leiga á handklæði kr. 400 Leiga á sundfötum kr. 600

Verð í tækjasalinn Stakt gjald fullorðnir kr. 360 Stakt gjald unglingar kr. 150 10 miða kort kr. 2250 Mánaðarkort kr. 2560 3 mán. kort kr. 6150

Verð í íþróttasal: Stakt gjald einstaklings kr. 300 klst Hópgjald kr. 2970 klst

KJALARNES.IS

9


Sjรกumst hress og kรกt og munum aรฐ miรฐi er mรถguleiki. UMFK โ บ 10

KJALARNES.IS


Íbúð óskast

Ökukennsla, Akstursmat, Endurtökupróf

Reyklaust og reglusamt par með lítið barn leitar að 2- 3 herb. íbúð á leigu tímabundið frá feb.- ágúst 2012. Verður að leyfa gæludýr. Meðmæli geta fylgt. Nánari uppl. í síma: 6598452 eða netfang: maccer85@hotmail.com

Pétur Þórðarson Ökukennari Búagrund 1 Kjalarnesi

s. 892 7480

Pípulagnaþjónusta Viðhald - Viðgerðir - Breytingar

okunam@okunam.is www.okunam.is 11

KJALARNES.IS

Maggi pípari, Esjugrund 44 S: 898-8870


Íbúafundur í Fólkvangi 6. desember kl. 20

vegna áætlunar um úrgang Úrgangur er hráefni sem ber að nýta en ekki sóa

Hverfisráð Kjalarness og Íbúasamtök Kjalarness boða til umræðu– og fræðslufundar í Fólkvangi þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00. Dagskrá: Landsáætlun um úrgang - Kjartan Ingvarsson frá Umhverfisráðuneytinu. Landsáætlunin tekur til hvers kyns úrgangsmála, hvort sem um er að ræða flokkun, endurvinnslu, bætta nýtingu hráefna eða á annan hátt hvernig minnka megi myndun úrgangs. Fundarstjóri er Marta Guðjónsdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness

Kjalnesingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn

HELGIHALD í BRAUTARHOLTSSÓKN 4. des. kl. 17:00 - Aðventuhátíð í Fólkvangi. Hugvekja, jólasaga, tónlist og veitingar 11. des. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Árni Svanur og Rannveig Iðunn. Aðfangadagur kl. 17:00 - Aftansöngur í Brautarholtskirkju. Aðfangadagskvöld kl. 22:00 - Helgistund í Saurbæjarkirkju. Jóladagur kl. 11:00 - Hátíðarguðsþjónusta í Brautarholtskirkju, messunni verður útvarpað. Gamlársdagur kl. 17:00 - Aftansöngur í Brautarholtskirkju. 15. jan. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Árni Svanur og Rannveig Iðunn. 22. jan. kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson. 29. jan. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Árni Svanur og Rannveig Iðunn. Messur í Reynivallakirkju í Kjós: Hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00, organisti: Páll Helgason, einleikari á flautu: Brynhildur Ásgeirsdóttir

Gunnar Kristjánsson sóknarprestur

12

KJALARNES.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.