Ferðablað 2012 - Orlofssjóður KÍ

Page 1

Ferテーablaテー Kennarasamband テ行lands 窶「 Sumar 2012


Ágætu félagsmenn!

EfniSYFIRLIT

Ný stjórn tók við Orlofssjóði á síðasta þingi KÍ vorið 2011. Hún vill nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn unnin störf. Jón Ingi Einarsson fyrrverandi formaður hætti þá í stjórn. Er honum þakkað sérstaklega.

Leiðari og helstu verkefni 2011-2014 �����������������������������������������2

Nýr orlofsvefur Frímann tekur nú við af Hannibal sem hefur þjónað félagsmönnum vel og lengi. Skýr tákn og gagnvirkni einkenna viðmót nýja vefjarins. Hann er einfaldur í notkun og ætti að auka þægindin við að skoða þá kosti sem í boði eru á vegum Orlofssjóðs.

Mínar síður og Frímann ��������������������������������������������������������������������6

Fróði, ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ, er risinn í Heiðarbyggð. Salurinn er á jarðhæð í nýbyggingunni Háamóa 2. Á efri hæðinni er orlofsíbúð sem hægt er að leigja ásamt salnum. Salurinn, sem var vígður í ágúst 2011, hlaut nafnið Fróði eftir nafnasamkeppni. Orlofshúsin sem eru til leigu fyrir félagsmenn í ár eru örlítið færri en í fyrra en nú blasir sú staðreynd við að sjóðurinn keppir við erlenda aðila sem sækja í að leigja sumarhús á Íslandi. Það hefur valdið því að leiguverð sumarhúsa hefur hækkað. Í sumar verður eins og áður fjölbreytt úrval gönguferða í boði. Ferðirnar eru allar innanlands og eru ýmist dagsferðir, helgarferðir eða þriggja til sex daga ferðir. Stjórn Orlofssjóðs hefur tekið þá stefnu að verja meiri fjármunum til að niðurgreiða gönguferðir og flugávísanir fyrir félagsmenn en hingað til. Auk þess verður lögð áhersla á viðhald og endurbætur á húsunum í Ásabyggð en samþykkt þar að lútandi var gerð á síðasta þingi KÍ. Stjórn Orlofssjóðs óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og ánægjulegs orlofs. Elís Þór Sigurðsson

Fróði - Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ ���������������������4

Orlofshús á vegum KÍ sumarið 2012 ���������������������������������������� 6-7 Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu �����������������8 Réttindi, gjafabréf, hótelmiðar, afslættir, veiðikort og þrif ����9 Sóleyjargata ��������������������������������������������������������������������������������������� 10 Kjarnabyggð ��������������������������������������������������������������������������������������� 11 Ásabyggð �������������������������������������������������������������������������������������������� 12 Heiðarbyggð �������������������������������������������������������������������������������������� 13 Höfuðborgarsvæðið ������������������������������������������������������������������������ 14 Vesturland ������������������������������������������������������������������������������������������ 14 Vestfirðir ���������������������������������������������������������������������������������������������� 16 Norðurland ����������������������������������������������������������������������������������������� 18 Austurland ������������������������������������������������������������������������������������������ 24 Suðurland ������������������������������������������������������������������������������������������� 26 Göngu- og hellaferðir ��������������������������������������������������������������������� 30 Afsláttur í Mjóafirði og Stykkishólmi ���������������������������������������� 34 Reglur Orlofssjóðs ��������������������������������������������������������������������������� 34

Flakkarahús Tveir fyrstu sólarhringar eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur. Í stjórn Orlofssjóðs KÍ eru:

Sólarhringsleiga er frá kl. 16.00 komudag til kl. 12.00 brottfarardag.

Aftari röð: Elís Þór Sigurðsson formaður, Sigurður Halldór Jesson, Eydís Eyþórsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason. Neðri röð frá vinstri: Hanna Dóra Þórisdóttir framkvæmdastjóri, Erla Stefanía Magnúsdóttir, Helga Charlotta Reynisdóttir, Ólöf Jónsdóttir.

Helstu verkefni stjórnar Orlofssjóðs 2011-2014 • Eftir mikla uppbyggingu í Heiðarbyggð og endurbyggingu húsa í Ásabyggð eru skuldir sjóðsins verulegar. Unnið verði áfram að því á næsta kjörtímabili að greiða skuldir sjóðsins niður. • Á síðasta ári var gerður þjónustusamningur við skrifstofu KÍ um rekstur Orlofssjóðs, áfram verði leitað leiða til að auka hagsýni í rekstri sjóðsins. • Á næstu tveimur árum verði lokið við endurbætur á eldri húsunum (10) í Ásabyggð, þrjú hús verði endurbætt á ári. • Tryggt verði framboð sumarhúsa og íbúða víða um land til endurleigu fyrir félagsmenn og skoðaðir verði fjölbreyttari valmöguleikar á vetrarleigu. • Áfram verði unnið að því að lækka gistikostnað félagsmanna með því m.a. að greiða niður hótelgistingu með hótelmiðum. • Áfram verði unnið að því að auka fjölbreytni orlofstilboða svo sem með gönguferðum og niðurgreiðslu fargjalda. • Orlofssjóður kynni starfsemi sína fyrir félagsmönnum KÍ, hvenær sem tækifæri gefst til þess.

2

FERÐABLAÐ KÍ 2012

Lyklar Lyklar eru ýmist hjá umsjónarmönnum eða í lyklakössum með talnalás, nánari upplýsingar eru á kvittun fyrir orlofshúsnæðinu.

Athugið! Ný orlofstilboð geta bæst við eftir útgáfu blaðsins. Fylgist með á orlofsvefnum á www.ki.is

FERÐABLAÐ KÍ Ábyrgðarmaður: Elís Þór Sigurðsson. Ritstjórar: Hanna Dóra Þórisdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Forsíðumynd: Ingólfur Bjargmundsson Hönnun: Zetor / Prentun: Ísafold Orlofssjóður KÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík - S: 595 1111


Undirbúningur: Mínar síður er læstur umsóknavefur Kennarasambands Íslands. Til að fá aðgang að Mínum síðum þarf annaðhvort veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki. Undir táknmyndinni Mínar síður er hlekkur til að sækja um veflykil hjá ríkisskattstjóra ef þú ert ekki þegar með hann. Rafræn skilríki færð þú í viðskiptabanka þínum kjósir þú frekar að nota þau.

Innskráning: Þú opnar heimasíðu KÍ, www.ki.is, og smellir á Mínar síður. Þá birtist valmynd með tveimur reitum sem þarf að fylla út; í efri reitinn skráir þú kennitölu þína en í þann neðri skráir þú veflykil þinn hjá ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki.

Mínar síður: Mínar síður veita þér aðgang að öllum upplýsingum sem þú þarft um Orlofssjóð, Endurmenntunarsjóð og Sjúkrasjóð. Þar getur þú leigt þér orlofshús, keypt hótelmiða og afsláttarmiða og fylgst með punktastöðu þinni. Þú getur sótt um styrki í Sjúkrasjóð og Endurmenntunarsjóð og skoðað yfirlit yfir eldri umsóknir.

Prófaðu strax að fara inn á Mínar síður KÍ og kynntu þér málin áður en úthlutun Orlofssjóðs hefst 28. mars!


Fróði - Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ

FRÓÐI Nýr og glæsilegur ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ er risinn í Heiðarbyggð, 6 km frá byggðakjarnanum á Flúðum í Hrunamannahreppi. Salurinn er á jarðhæð í nýbyggingunni Hámóa 2. Efri hæðin er orlofshús sem hægt er að leigja ásamt salnum. Salurinn, sem var vígður í ágúst 2011, hlaut nafnið Fróði eftir nafnasamkeppni meðal félagsmanna þar sem 300 manns sendu inn tillögur. Fróði mætir knýjandi þörf aðildarfélaga og félagsmanna KÍ fyrir ráðstefnu- , funda- og veislusal. Hann tekur sextíu manns í sæti, er bjartur, hlýlegur og vel búinn nauðsynlegum tækjum. Fullbúið eldhús er á hæðinni og borðbúnaður fyrir hundrað manns. Félagsmenn sem hyggjast leigja Fróða með eða án íbúðarinnar snúi sér til skrifstofu Orlofssjóðs KÍ í Kennarahúsinu en einungis þar er hægt að bóka leigu salarins. Vegna samleigu Fróða og orlofshússins á efri hæðinni er aðeins hægt að bóka hana einn mánuð fram í tímann á orlofsvefnum. Nánari upplýsingar veitir Orlofssjóður KÍ Kennarahúsinu Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Sími 595 1111.

4

FERÐABLAÐ KÍ 2012


Mosfellsbær

Skúlagötu Bíldshöfða Öskjuhlíð

Sprengisandur

Höfuðborgarsvæðið Breidd

Kópavogsbraut

Búðakór

Kaplakrika

Akureyri

Birgðastöð Hafnarfjarðarhöfn

Glerártorgi og Baldursnesi hjá BYKO

Borgarnes Mosfellsbær Hveragerði Reykjanesbær

Selfoss

5 KRÓNA AFSLÁTTUR Með KÍ-dælulykli Atlantsolíu fá félagsmenn 5 kr. afslátt. Sæktu um lykil eða uppfærðu afsláttarkjörin á www.ki.is

Atlantsolía / Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfjörður / Sími 591 3100 / www.atlantsolia.is


Mínar síður og Frímann, nýr bókunarvefur Orlofssjóðs KÍ

Orlofshús á vegum KÍ sumarið 2012

Orlofssjóður Kennarasambands Íslands kynnir nýjan orlofsvef Frímann en hann tekur við af Hannibal sem hefur þjónað félagsmönnum vel og lengi. Auðskilin tákn og gagnvirkni einkenna viðmót nýja vefjarins. Hann er einfaldur í notkun og ætti að auka þægindin við að skoða þá kosti sem í boði eru á vegum Orlofssjóðs.

Ísafjörður

Súðavík Hólmavík

Svona ferð þú inn á Orlofsvefinn:

Strandir

Þú smellir á táknið Mínar síður á heimasíðu KÍ www.ki.is þá birtist valmynd með tveimur reitum sem þarf að fylla út; annar reiturinn

Laugarbakk

Önundarfjörður

biður um kennitölu félagsmanns og hinn um veflykil ríkisskattstjóra, þann sama og notaður er við gerð skattframtals, eða rafræn skilríki. Þá tekur við síða með fjórum valmyndum. Valmyndin Tilkynningar er sjálfgefin og býður félagsmann velkominn inn á læstan vef Kenn-

Vatns

Víðid

Þingeyri Tálknafjörður

arasambands Íslands. Hinar valmyndirnar eru Orlofssjóður, Endurmenntunarsjóður og Sjúkrasjóður. Þú smellir á þann sjóð sem þú átt erindi við. Veljir þú Orlofssjóð birtist forsíða sjóðsins. Þar blasir við kort af Íslandi sem er gagnvirkt og fyrir ofan það er stika

Barðaströnd

með valmyndunum: ORLOFSKOSTIR, LAUS TÍMABIL, HÓTEL FLUG VEIÐIKORT og SÍÐAN MÍN. Eftirleikurinn er einfaldur og auðvelt

Búðardalur

að finna allar upplýsingar um leigu orlofshúsa, hótelávísanir, flugávísanir og kort. Ítarlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu KÍ undir tákn-

Hellnar

myndinni Mínar síður. Þar er einnig hægt að sækja um veflykil hjá skattinum en rafræn skilríki færð þú í viðskipabanka þínum.

Hvað merkir táknið?

Húsafell Hvítársíða Reykholt Skorradalur

Flakkari

Hvalfjarðarströnd Vikuleiga Heitavatnspottur

Reykjavík Kópavogur

Rafmagnspottur Gæludýr leyfð

Grímsnes Laugarvatn

Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

6

FERÐABLAÐ KÍ 2012

Stokkseyri

Biskupstun


Hörgársveit Kjarnabyggð

Hofsós Ólafsfjörður

Hafnir Siglufjörður Blönduós Hólar Langidalur sdalur Varmahlíð ki

Akureyri

Raufarhöfn

Fnjóskárdalur Þingeyjarsveit Aðaldalur

dalur

ngur

Fljótsdalshérað Egilsstaðir

Einarsstaðaskógur Neskaupstaður Stöðvarfjörður

Breiðdalsvík

Suðursveit

Kirkjubæjarklaustur Hella Flúðir Vík í Mýrdal


Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu í sumar

Áhersla er lögð á viðhald og endurbætur á húsunum í Ásabyggð.

Reglum um sumarúthlutun vikuleigu og flakkaraleigu var breytt og tekin upp punktastýrð úthlutun fyrir fjórum árum. Þessi breyting reyndist vel og varð úthlutunin skilvirkari en áður. Reglur um úthlutun - punktastýrð úthlutun Punktastýrð úthlutun fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „Fyrstur kemur fyrstur fær“. Hún felur í sér að þeir félagsmenn sem hafa áunnið sér flesta orlofspunkta, þ.e. þeir sem eiga 300624 punkta, geta byrjað að bóka vikuleigu á orlofsvefnum þann 28. mars kl. 18:00. Þá geta þeir bókað og staðgreitt öll vikuleigutilboð sumarsins. Þann 29. mars, kl. 18:00 geta þeir sem eiga 100 punkta bókað, o.s.frv. Frá og með 30. mars geta allir félagsmenn sem eiga punkta bókað það orlofshúsnæði sem er laust í vikuleigu á orlofsvefnum. Punktastýrð úthlutun fer fram á eftirfarandi hátt: Orlofsvefurinn er stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á orlofstímabilið (1. júní-24. ágúst) til að bóka á neðangreindum dagsetningum. Þeir sjóðsfélagar sem eiga enga orlofspunkta og allt að mínus 48 orlofspunktum geta bókað laus hús eftir að sumartími hefst 1. júní.

Punktakerfi KÍ byggir á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Félagsmenn sem hafa starfað í 26 ár eða lengur (frá 1987) geta átt allt að 624 punkta sem er hámarkspunktafjöldi. Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns: Allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri. Hafðu samband við skrifstofu Orlofssjóðs í síma 595 1111 eða á netfangið orlof@ki.is ef þú þarft að gera athugasemdir við orlofspunktaeign þína. Sumarleiga 2012 Í ár eru 39 leigueiningar í boði í vikuleigu og 85 flakkarahús. Lausar vikur á orlofsvefnum Eftir að punktastýrðri úthlutun lýkur 18. apríl verða allar lausar vikur settar á orlofsvefinn. Þar geta félagsmenn sem eiga punkta pantað og bókað beint. Ef orlofshús er laust þá gildir reglan „Fyrstur bókar, fyrstur fær“. Um leið og gengið hefur verið frá greiðslu á netinu lokast húsið og næsti félagi sér að það er bókað. Svo einfalt er það. Í vetrarleigu er hægt að panta allt að fjóra mánuði fram í tímann. Þannig að þann 1. júní verður hægt að bóka vetrarleigu í september.

Punktastýring - sumarleiga Vikuleiga: 1) 28. mars 2012, kl. 18:00 2) 29. mars 2012, kl. 18:00 3) 30. mars 2012, kl. 18:00

Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri. Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri. Þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri.

Flakkari: 1) 16. apríl 2012, kl. 18:00 2) 17. apríl 2012, kl. 18:00 3) 18. apríl 2012, kl. 18:00

Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri. Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri. Þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri.

8

FERÐABLAÐ KÍ 2012

Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt í Ásabyggð fyrstu tvær vikurnar í júní og síðustu tvær vikurnar í ágúst.


réttindi, gjafabréf, hótelmiðar, afslættir, veiðikort og þrif

Athugið! Réttindi sjóðsfélaga Orlofssjóðs KÍ geta haldist óskert þrátt fyrir breytta atvinnuþátttöku eða starfslok. Um þetta gilda eftirfarandi reglur: • Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi enda greiða þeir stéttarfélagsgjöld af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Hafa ber í huga að þetta þarf sérstaklega að taka fram á umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

Dýrahald er bannað í flestum orlofshúsum KÍ. Í nokkrum húsum er þó leyfilegt að hafa með sér gæludýr og er þá tekið fram sérstaklega. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð í orlofsbyggðum.

• Atvinnulausir og öryrkjar halda fullum réttindum í Orlofssjóði. Lífeyrisþegar sem ganga í Félag kennara á eftirlaunum (FKE) halda fullum réttindum í Orlofssjóði KÍ. • Þótt sjóðsfélagi þiggi dagpeninga úr Sjúkrasjóði á hann óskert réttindi í Orlofssjóði meðan á greiðslum stendur. Þetta miðast við að viðkomandi hafi notið fullra réttinda áður en greiðslur hófust. Gjafabréf í flug Orlofssjóður býður gjafabréf í flug með Icelandair. Hver félagsmaður getur keypt allt að fjögur gjafabréf í flug. Nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins: www.ki.is/orlof Hótelmiðar Orlofssjóður býður upp á hótelmiða á Edduhótelum, Fosshótelum, KEA hótelkeðjunni og Hótel Keflavík. Hver félagsmaður getur keypt allt að sjö gjafabréf í gistingu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Orlofssjóðs. Ferjan Baldur Félagsmönnum KÍ stendur til boða að kaupa afsláttarávísanir hjá Orlofssjóði fyrir 500 kr. að andvirði 1.500 kr. hjá Sæferðum í Stykkishólmi. Hver félagsmaður getur keypt allt að fjórar ferðaávísanir. Afsláttur Seatours er 25% á hvern miða í áætlunarferðir í Ævintýrasiglingu og í ferjuna Baldur. Sæferðir veita 10% aukaafslátt ef keyptar eru báðar ferðirnar í einu.

Mikilvægt er að virða þann fjölda dvalargesta sem viðkomandi hús er gefið upp fyrir.

Munið að rúmföt eru almennt ekki til staðar í orlofshúsunum.

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr.

Kort Veiðikortið verður fáanlegt í sumar eins og undanfarin ár. Hver félagsmaður getur keypt eitt veiðikort. Það sem oftast gleymist að þrífa er bakaraofninn ... Mikilvægt er að skilja við orlofshúsið eins og maður vill sjálfur koma að því. Við brottför skal þrífa húsið vel og gæta þess að hver hlutur sé á sínum stað. Þetta á einnig við um flakkarahúsin þótt einungis sé gist eina nótt. Verði vanhöld á þrifum getur það varðað áminningu og að leigutaka verði gert að greiða þrifagjald.

www.veidikortid.is

Bent er á að ekki er boðið upp á að kaupa þrif á orlofshúsum KÍ á sumartíma, þ.e. frá 1. júní til 24. ágúst nema þar sem það er sérstaklega tekið fram. Göngum vel um orlofshúsin, hvort sem þau eru í eigu KÍ eða annarra. Spillum ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. Forðumst háreysti sem veldur öðrum dvalargestum ónæði. Reykingar eru bannaðar í öllum orlofshúsum. 00000

Reykingar eru stranglega bannaðar í öllum orlofshúsum.

Virðið réttan komu- og brottfarartíma, sjá upplýsingar á kvittun.

Félagsmenn í KÍ geta keypt Veiðikortið á aðeins kr. 3500 á orlofsvef KÍ eða skrifstofu. (almennt verð kr. 6.000) Vegleg handbók fylgir hverju seldu korti

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

FERÐABLAÐ KÍ 2012

9


reykjavík - Sóleyjargata 25 og 33

Sóleyjargata 25

Sóleyjargata 33

Sóleyjargata 25 er orlofshús í miðbæ Reykjavíkur, á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu (inngangur frá Fjólugötu).

Í húsinu eru fjórar íbúðir og fimm herbergi Stærri íbúðirnar eru 55 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa auk barnarúms. Stúdíóíbúðirnar eru 30 og 35 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa. Að auki eru tvö eins manns herbergi með sturtu og salerni. Einnig eru tvö tveggja manna herbergi, annað með sturtu og salerni, og eitt fjögurra manna herbergi. Sími er í kjallara ásamt nettengdri tölvu. Þráðlaust netsamband er í húsinu. Rúmföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma. Í kjallara hússins er hægt að þvo og þurrka þvott. Þar er setustofa, eldhús, bað og salerni fyrir gesti sem dvelja í herbergjum.

Í húsinu eru sex íbúðir Ein þriggja herbergja 63 m² íbúð með svefnaðstöðu fyrir sex, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Tvær tveggja herbergja 48-55 m² íbúðir með hjónaherbergi og svefnplássi fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Þrjár 34 og 46 m² stúdíóíbúðir með svefnaðstöðu fyrir fjóra, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Sími er í miðrými á fyrstu hæð ásamt nettengdri tölvu. Rúmföt og handklæði eru fyrir hendi þegar gestir koma.

Hægt er að panta þrif allt árið að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

Íbúðirnar á Sóleyjargötu eru til leigu allan ársins hring. Á orlofsvefnum opnast fyrir nýjan bókunarmánuð 1. hvers mánaðar, t.d. 1. apríl kl. 12:00 opnast fyrir bókanir í júlí og svo koll af kolli.

Hægt er að panta þrif allt árið að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

Húsin eru í göngufæri frá BSÍ og Sundhöll Reykjavíkur. Hljómskálagarðurinn, Tjörnin, Lækjartorg, Laugavegur, Skólavörðustígur, og Harpa, hið glæsilega tónleikahús, eru skammt undan. Strætisvagnar stoppa skammt frá. Stutt í alla þjónustu.

Soda Stream bragðefni Nýtt! • Margar bragðtegundir • 30 ml duga í 15 lítra af sódavatni • 2 ml af bragðefni blandað við 1 lítra af sódavatni Aðeins 690 kr.

10

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


AKUREYRI - KJARNABYGGÐ

Kjarnabyggð við Kjarnaskóg Kjarnabyggð er við Kjarnaskóg 3,5 km sunnan Akureyrar. Kennarasamband Íslands á fjögur orlofshús, nr. 4, 5, 7 og 12, í Kjarnabyggð. Auk þeirra leigir KÍ hús nr. 3 yfir sumarið. Hús, nr. 3, 4 og 12 eru 55 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex manns. Eitt svefnherbergi er með hjónarúmi og tvö með kojum. Nýrri húsin nr. 5 og 7 eru 70 m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir átta. Í tveimur herbergjum eru hjónarúm og annað þeirra með koju til viðbótar. Þriðja herbergið er með koju. Akureyri er vaxandi bær og þar eru ótal möguleikar á afþreyingu fyrir ferðamenn. Leita má upplýsinga í Akureyrastofu sem er til húsa í Menningarhúsinu Hofi í hjarta bæjarins. Þar má auk þess hlýða á tónleika og njóta listasýninga í fallegum sýningarsölum. Í bænum er frábær sundlaug og golfvöllur, fjöldi verslana, kaffi- og veitingahúsa m.a. í hinni rómuðu göngugötu. Fjöldi safna er í bænum sem forvitnilegt er skoða eins og t.d. Nonnahús og Sigurhæðir.

Leiguverð á húsnæði í eigu Orlofssjóðs KÍ Sóleyjargötu 25 og 33, húsin í Ásabyggð og Heiðarbyggð á Flúðum, ásamt Kjarnaskógi við Akureyri má sjá á heimasíðu Orlofssjóðs www.ki.is/pages/2387

Opið allt árið! Að gefnu tilefni vekjum við athygli á að ekki er séð fyrir rúmfatnaði í orlofshúsum nema það sé sérstaklega tekið fram í upplýsingum. Við bendum gestum á að hafa með sér salernispappír ef ske kynni að hann vanti við komu á dvalarstað.

Við bjóðum upp á ferðir daglega frá einum klukkutíma upp í dagsferðir frá maí til október. Það er 25 mínútna akstur frá Akureyri til okkar. Við erum rétt hjá Grenivík.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

Sími: 896 1879 eða 463 3179

11


FLÚÐIR - ÁSABYGGÐ

Ásabyggð Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Ásabyggð við Flúðir í Hrunamannahreppi. Stærð húsanna er frá 53 m² til 83 m². Flest húsanna eru 53 m², nýrri húsin nr. 32, 33 og 34 eru 76 m² og hús nr. 44 er 60 m² og er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi; eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Hús nr. 32, 33 og 34 eru með tveimur hjónaherbergjum og einu kojuherbergi. Byggðakjarninn að Flúðum er vaxandi einkum vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og orlofshúsa. Helstu atvinnugreinar Flúðamanna eru ylrækt og þjónusta við ferðamenn. Í grenndinni eru tveir golfvellir, hótel, kaffihús/ bar, verslun, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Margir sögufrægir staðir og náttúruvætti eru í næsta nágrenni svo sem Þjórsárdalur, Skálholt, Gullfoss og Geysir.

12

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


FLÚÐIR - HEIÐARBYGGÐ

Heiðarbyggð

Flúðir, Heiðarbyggð 14, Hátorfa

Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi.

Húsið er 63 m² með 29 m² gestahúsi, gisting er fyrir 8 manns. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi en hitt með koju, með gistingu fyrir fjóra. Í gestahúsi er hjónarúm og svefnsófi með gistingu fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Stór og góður leikvöllur við húsið.

Húsin nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 eru 87 m² en hús nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 eru 99 m². Í eldri húsunum eru þrjú svefnherbergi en í nýrri húsunum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og ýmist eitt eða tvö herbergi með kojum. Sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 3 og 14. Við hús nr. 9 er einnig leikvöllur og körfuboltavöllur.

Leiguverð á húsnæði í eigu Orlofssjóðs KÍ Sóleyjargötu 25 og 33, húsin í Ásabyggð og Heiðarbyggð á Flúðum, ásamt Kjarnaskógi við Akureyri má sjá á heimasíðu Orlofssjóðs www.ki.is/pages/2387

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

13


HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ / VESTURLAND

Kópavogur, Ásakór 8 Íbúðin er 124 m² á þriðju hæð í fjölbýlishúsi með lyftu. Svefnherbergi eru tvö og svefnsófi í stofu. Gisting er fyrir sex. Sængur og koddar eru fyrir sex. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð er 9.000 á sólarhring. Punktar: 2.

Kópavogur, Dynsalir 2 ( íbúð 101) Íbúðin er 58 m² á jarðhæð í nýlegu litlu fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir tvo til fjóra. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi, dýnur fyrir tvö börn. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Leigutími er frá 1/6-10/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 2.

Hvalfjarðarströnd Eystra- Miðfell, Austurbali Bústaðurinn er 50 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir átta. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Á svefnlofti eru þrjár dýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Hægt er að leigja rúmfatnað hjá umsjónarmanni. Þrif að lokinni dvöl eru í boði gegn gjaldi. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni. Veiði í vötnum í Svínadal. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Hvalfjarðarströnd Eystra- Miðfell, Háibali Bústaðurinn er 60 m². Gisting er fyrir sjö. Stofa er með tvíbreiðum svefnsófa. Svefnherbergi eru tvö. Annað þeirra er með hjónarúmi en hitt með tvíbreiðu rúmi og koju. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sjö. Hægt er að leigja rúmfatnað hjá umsjónarmanni. Þrif að lokinni dvöl eru í boði gegn gjaldi. Bústaðurinn stendur í landi Eystra-Miðfells og frá honum er fallegt útsýni yfir Hvalfjörðinn. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir og golfvöllur eru í næsta nágrenni og veiði í vötnum í Svínadal. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Borgarfjarðarsveit Skorradalur, Dragavegur 14 Bústaðurinn er 32 m² með svefnlofti og mjög notalegur. Gisting er fyrir fimm. Í bústaðnum eru tvö svefnherbergi, annað með kojum en hitt með tvíbreiðu rúmi (130 sm). Bústaðurinn stendur á fögrum stað við lítinn læk við Skorradalsvatn. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

14

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


VESTURLAND

Borgarfjarðarsveit - Reykholt, Nátthagi Bústaðurinn er 104 m² tvílyft heilsárshús. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö bæði með tvíbreiðum rúmum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Barnarúm. Nátthagi er 20 km frá Húsafelli og 5 km frá Reykholti. Húsið stendur í fallegu umhverfi með útsýni yfir Eiríksjökul og Skarðsheiði. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð er 8.000 fyrir sólarhring. Punktar: 6.

Borgarfjarðarsveit Signýjarstaðir, Hrísmóar 9 Bústaðurinn er 53 m² auk 25 m² svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi og hitt með 90 sm breiðri koju, fjórar dýnur eru á svefnlofti, átta sængur og koddar. Barnarúm. Stutt er í Varmaland, Reykholt, Húsafell, Barnafossa, Hraunfossa, Kleppjárnsreyki og Deildartunguhver. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 7.000 fyrir sólarhring. Punktar: 5.

Borgarfjarðarsveit Húsafell, Kiðárskógur 1 Bústaðurinn er 63 m². Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru þrjú, sængur og koddar fyrir átta. Fallegar gönguleiðir. Í Húsafelli er mikil náttúrufegurð. Þar er tjaldstæði, sundlaug, golfvöllur og leikvöllur. Stutt er í Reykholt og Hraunfossa. Leigutími er frá 8/6-17/8. Verð er 9.000 fyrir sólarhring. Punktar: 7.

Snæfellsbær - Hellnar, Laugarbrekka Húsið er 128 m². Gisting er fyrir átta manns. Svefnherbergi eru fjögur. Sængur og koddar eru fyrir átta manns. Í næsta nágrenni er upplýsingamiðstöð um Snæfellsþjóðgarðinn. Tvö veitingahús og kaffihús eru starfsrækt á Hellnum á sumrin og lítil verslun. Leigutími er frá 15/6-27/7. Verð er 9.900 fyrir sólarhring. Punktar: 8.

Búðardalur - Búðarbraut, Thomsenshús Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og aukadýnum en sængur og koddar eru fyrir sex. Húsið á sér merka sögu þar sem það er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Það stendur á friðsælum stað við sjóinn. Þaðan er hægt að fara í fjöruferðir og göngur um nágrennið. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð: 17.300. Punktar: 24.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

15


VESTURLAND / VESTFIRÐIR

Barðaströnd - Krossholt, Ægisholt Húsið er 120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og aukadýnum en sængur og koddar eru fyrir sex. Barðaströnd er samfellt undirlendi. Þar er grösug byggð, þar eru allmargir smádalir sem flestir eru kjarri vaxnir. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og önnur í Flókalundi. Þar er líka lítil verslun og bensínstöð. Gönguleiðir er margar, t.d. í Surtarbrandsgil upp af Brjánslæk. Stutt er á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Geirþjófsfirði. Einnig má ganga á Lónfell, þar sem sagt er að Hrafna-Flóki hafi staðið og séð fullan fjörð af ís og nefnt landið Ísland. Leigutími er frá 8/6-10/8. Verð er 9.000 á sólarhring. Punktar: 7.

Barðaströnd, Litlahlíð Húsið er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra. Svefnherbergi er eitt, með hjóna-rúmi og barnarúmi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Barðaströnd er samfellt undirlendi. Þar er grösug byggð, þar eru allmargir smádalir sem flestir eru kjarri vaxnir. Afar fagurt umhverfi og merkar söguslóðir. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Tálknafjörður, Túngata 21 Íbúðin er 76 m² í fjögurra herbergja raðhúsi. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú, hjónaherbergi og tvö minni herbergi. Í einu herbergi er hjónarúm, koja í öðru en rúm í því þriðja. Í íbúðinni er gestabeddi. Svefnpláss er fyrir fimm í rúmi og einn á bedda. Sængur og koddar eru fyrir sex. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð: 21.000. Punktar: 36.

Þingeyri, Hafnarstræti 3 Húsið er 160 m² einbýlishús. Gisting er fyrir níu. Svefnherbergi eru þrjú. Í tveimur eru tvíbreið rúm og í því þriðja er stakt rúm. Í stofu er svefnsófi. Barnaferðarúm er í húsinu. Sængur og koddar eru fyrir níu. Húsið er ofarlega í bænum með útsýni yfir Dýrafjörð. Á Þingeyri eru fjögur veitingahús. Á Söndum í Dýrafirði er miðstöð hestamanna á Vestfjörðum. Á sumrin er boðið upp á siglingar á víkingaskipinu Vésteini. Níu holu golfvöllur er í Meðaldal í Dýrafirði, rétt fyrir utan Þingeyri. Ægifögur náttúra. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Önundarfjörður Valþjófsdalsvegur, Þórustaðir Húsið er 54 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sjö manns. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu er koja með breiðri neðri koju. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Barnarúm. Leiksvæði fyrir börn með rólum og sandkassa er við húsið. Önundarfjörður er stór fjörður sem gengur inn í Vestfirði vestanverða, norðan við Dýrafjörð og sunnan við Súgandafjörð. Leiðin í Dýrafjörð úr Önundarfirði liggur um Gemlufallsheiði, en um jarðgöng í Súgandafjörð og til Ísafjarðar. Náttúrufegurð er mikil, kyrrð og ró. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

16

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


VESTFIRÐIR

Ísafjörður, Skógarbraut 2A Húsið er 100 m². Gisting er fyrir fjóra til sex. Svefnherbergi eru þrjú, sængur og koddar fyrir átta. Með húsinu fylgir 1 reiðhjól. Stutt er í útivistarsvæði, golfvöll og margar fallegar gönguleiðir t.d.í Tungudal. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Ísafjörður, Stórholt 13

NÝTT

Íbúðin er 78 m² efst í Holtahverfinu ca. 4 km. frá bænum, á 3 hæð í fjölbýlishúsi. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi. Gisting er fyrir tvo í hvoru herbergi. Sængur og koddar fyrir fjóra. Frá íbúðinni er stutt í útivistarsvæði, golfvöll og ýmsar fallegar gönguleiðir. Varnargarðurinn sem verið er að gera fyrir neðan Kubbann er ekki langt frá. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Súðavík, Hlíð

NÝTT

Húsið er 40 m² á einni hæð. Tvö svefnherbergi, í öðru er hjónarúm en í hinu er koja, neðri kojan er tvíbreið. Gisting fyrir 5 manns. Súðavík er lítill, kyrrlátur bær á norðanverðum Vestfjörðum þar er mikil náttúrufegurð og fjöldi skemmtilegra gönguleiða. Stutt er til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Hólmavík, Kópnesbraut 9 Húsið er 90 m² á þremur hæðum. Gisting er fyrir allt að sex. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi og svefnloft með gistirými fyrir tvo í rúmum og tvo á dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Hólmavík er fallegt þorp við Steingrímsfjörð og vaxandi ferðamannastaður. Galdrasafnið á Ströndum hefur höfuðstöðvar í bænum. Leigutími er frá 10/6-12/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Strandir - Skálholtsvík í Víkurdal

NÝTT

Húsið er 140 m², á einni hæð. Fjögur svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi, þrjú með einbreiðum rúmum þar af eitt mjög lítið. Gisting fyrir fimm. Sængur og koddar eru fyrir 5 manns. Skálholtsvík er Strandamegin í Hrútafirði. Þar er skemmtileg fjara og sellátur. Fuglalíf er mjög fjölbreytt. Margar fallegar gönguleiðir eru í grenndinni. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

17


VESTFIRÐIR / NORÐURLAND

Laugarbakki, Laugarból Húsið er 104 m². Gisting er fyrir níu. Svefnherbergi eru þrjú, eitt er á fyrstu hæð og hin tvö eru á efri hæð. Til viðbótar er svefnsófi í sjónvarpsrými á annarri hæð. Barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir níu. Úti er stór garður með leiktækjum. Á móti húsinu eru heitir pottar fyrir almenning. Laugarbakki er lítið þorp í Húnaþingi vestra. Þar er handverksmarkaðurinn í Löngufit. Leigutími er frá 22/6-17/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Víðidalur - Hvarf, Kolusel Bústaðurinn er 58 m² auk 22 m² svefnlofts. Gisting er fyrir allt að tíu. Svefnherbergi eru tvö. Annað með hjónarúmi, hitt með koju. Á svefnlofti er svefnpláss fyrir fimm á dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir tíu. Þekktir staðir eru í grenndinni s.s. Hvítserkur, Borgarvirki, Hindisvík og Kolugljúfur. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Vatnsdalur, Undirfell Bústaðurinn er 80 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með tvíbreiðum rúmum og eitt með koju. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex og tvær lausar dýnur. Úti er stór lóð með leiktækjum. Undirfell er í Vatnsdal, 14 km sunnan við hringveginn, vestan megin í dalnum. Leigutími er frá 1/6-15/6 og 29/6-20/7. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Blönduós, Brautarhvammur nr. 21 Bústaðurinn er 56 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm en tvö rúm í hinu. Sængur og koddar eru fyrir sex til átta. Í húsinu eru barnarúm og barnastóll. Í þjónustuhúsi á svæðinu er þvottavél. Í bænum er sundlaug, hestaleiga, möguleiki á sela- og fuglaskoðunarferðum. Þar er kaffihús, grill og pizzustaðir. Heimilisiðnaðarsafn, hið eina sinnar tegundar á landinu er á Blönduósi. Leigutími er frá 1/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Skagaströnd, Hafnir á Skaga Bústaðurinn er 55 m² auk 15 m² svefnlofts. Gisting er fyrir átta. Sjónvarpstæki og DVD-spilari er í stofu en sjónvarp næst ekki á svæðinu. Svefnherbergi eru tvö á neðri hæð. Fjögur rúm eru uppi á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir átta. Hafnir eru í Skagabyggð, 30 km frá Skagaströnd. Þar er mikið útsýni og sérstök náttúrufegurð. Gönguleiðir eru ótakmarkaðar. Góð veiði er á Skagaheiði. Leigutími er frá 29/6-03/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

18

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


NORÐURLAND

Langidalur, Skarð Bústaðurinn er 70 m² auk 20 m² svefnlofts. Svefnpláss í rúmum fyrir tíu, sængur og koddar fyrir tíu. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu er hjónarúm (140 sm) og tvær 70 sm dýnur. Í hinum er 90 sm breitt rúm, eitt í hvoru herbergi. Á svefnlofti er hjónarúm og tvö 90 sm breið rúm. Bústaðurinn stendur í ræktuðu skóglendi í miðjum Langadal, austan Geitaskarðs, um 11 km frá Blönduósi. Fjölbreytilegar gönguleiðir. Í nágrenninu eru margs konar afþreyingarmöguleikar, s.s. söfn, hestaleigur, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 15/6-6/7 og 10/8-17/8. Verð: 27.700. Punktar: 48.

Varmahlíð í Skagafirði Reykjarhólsvegur 18a Bústaðurinn er 60 m² með gistingu fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú. Sængur og koddar eru fyrir sex. Stutt er í leikaðstöðu fyrir börn. Í næsta nágrenni eru hestaleigur, gönguleiðir í skóginum og sundlaug. Einnig er hægt að fara í flúðasiglingu. Leigutími er frá 8/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Hólar í Hjaltadal, Nátthagi 22 Íbúðin er fimm herbergja, 98 m². Gisting er fyrir fimm. Svefnherbergi eru fjögur, í hjónaherbergi eru tvö 90 sm breið rúm. Í minni herbergjum er eitt sams konar rúm. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um Hólaskóg sem er rétt ofan við húsið. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 15/6-24/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Hólar í Hjaltadal, Geitagerði 11 Íbúðin er þriggja herbergja, 78 m² með svölum. Gisting er fyrir þrjá. Svefnherbergi eru tvö, í hjónaherbergi eru tvö 90 sm breið rúm. Í minna herbergi er eitt samskonar rúm. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um Hólaskóg sem er rétt ofan við húsið. Í nágrenninu eru margvíslegir möguleikar til afþreyingar, svo sem söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími er frá 15/624/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Skagafjörður - Hofsós, Austurvegur 24

NÝTT

Húsið er 100 m² að stærð. Saga Hofsóss, sem lengi var aðal verslunarstaður Skagfirðinga, spannar allt að 400 ár. Þar er Vesturfarasetrið. Í fjörunni neðan við þorpið, í Staðarbjargavík, er fallegt stuðlaberg sem nauðsynlegt er að skoða. Þar var sagt að væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gengið er niður í Staðarbjargarvík rétt innan við sundlaugina og er þar merkt gönguleið. Ný glæsileg útisundlaug er á Hofsósi sem vígð var vorið 2010. Útsýni frá sundlauginni er einstakt, yfir allan Skagafjörð. Leigutími er frá 22/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

19


NORÐURLAND / AKUREYRI

Siglufjörður, Hlíðarvegur 1 Húsið er 160 m² nýuppgert. Gisting er fyrir sjö. Svefnherbergi eru fjögur. Eitt á efri hæð með hjónarúmi og þrjú á neðri hæð. Í tveimur herbergjum eru tvö rúm og eitt í því þriðja. Húsið stendur á stórri lóð við hliðina á gamla kirkjugarðinum en hann er skógi vaxinn. Þaðan er fagurt útsýni yfir Siglufjörð. Auðvelt að skreppa til Ólafsfjarðar um ný jarðgöng. Leigutími er frá 15/6-24/8. Verð er 9.000 á sólarhring. Punktar: 7.

Ólafsfjörður, Tröllakot Húsið er 150 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru fjögur. Tvö eru með hjónarúmum sem hægt er að færa í sundur og tvö eru með 90 sm rúmum. Sængur og koddar eru fyrir sex, hægt að útvega dýnur, sængur og kodda fyrir tvo til viðbótar. Barnarúm. Húsið er á skemmtilegum stað þar sem fagurt útsýni er til allra átta. Tröllakot er um 1 km sunnan við bæinn ofan Ólafsfjarðarvatns. Auðvelt að skjótast til Siglufjarðar um ný jarðgöng. Leigutími er frá 15/6-24/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Hörgársveit, Dunhagi

NÝTT

Húsið er 110 m². Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi. Gistirými fyrir 8 manns og möguleiki að bæta við tveimur á dýnum. Sængur og koddar fyrir 10 manns. Ferðabarnarúm er á staðnum, með sæng og kodda. Hægt er að leigja rúmfatnað gegn vægu gjaldi. Fyrir ofan húsið er skógreitur og útivistarsvæði sem dvalargestum er velkomið að nota. Sundlaug er við Þelarmerkurskóla (5 mínútna akstur) þar er upplagt að fá sér sundsprett og njóta heitu pottana. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Akureyri, Hafnarstræti 81

STÚDÍÓ

Þrjár stúdíóbúðir í fjölbýlishúsi, 35 - 47 m². Gisting er fyrir fjóra. Í íbúðunum er ekki sér svefnherbergi. Svefnstæði er fyrir fjóra, þ.e. tvíbreitt rúm og svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Húsið er í hjarta bæjarins við hlið Hótel KEA, stutt frá göngugötunni og höfninni. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Akureyri, Hafnarstræti 81

TVEGGJA HERBERGJA

Fjórar tveggja herbergja íbúðir um 70 m². Gisting er fyrir fjóra. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Húsið er í hjarta bæjarins við hlið Hótel KEA, stutt frá göngugötunni og höfninni. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

20

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


HJARTA AKUREYRAR Hótel Kea er fjögurra stjörnu hótel í hjarta Akureyrar. Þetta gamalgróna og virðulega hótel er í örstuttu göngufæri við fjölda kaffihúsa, safna, leikhúsa, veitingastaða, tónleika- og skemmtistaða.

Gefðu upplifun.

Gjafakortin okkar eru góðar gjafir sem gleðja.

LEIKHÚSIÐ 400M, SIGURHÆÐIR 100M, AKUREYRARKIRKJA 88M, GOYA TAPAS BAR 100M, SUNDLAUG AKUREYRAR 380M, LEIKFÉLAG AKUREYRAR RÝMIÐ 200M, INDÍA KARRY HUT 120M, JÓNAS VIÐAR GALLERY 100M, LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI 100M, RUB 23 RESTAURANT 50M, TIKK TAKK 260M, BORGARBÍÓ 380M, KRISTJÁNS CAFÈ 190M, GRÆNI HATTURINN 80M, KUNG FU SUSHI 200M, KAFFI AKUREYRI 310M, ÁTAK HEILSURÆKT OG AQUA SPA 400M, DEIGLAN 60M, MEXICO RESTAURANT 310M, CAFÈ AMOR 240M, DJ GRILL 340M, TE OG KAFFI 35M, SJALLINN 430M, KEILAN 760M, SUBWAY 60M, SAMBÍÓIN 250M, KRUA SIAM 350M, BAUTINN 25M, LAXDALSHÚS 980M, PÓSTHÚSBARINN 150M, GÖTUBARINN 60M, KETILHÚSIÐ 80M, BLÁA KANNAN 70M, STRIKIÐ 115M, POPULUS TREMULA 100M, HOF MENNINGARHÚS 320M, BRYNJA 980M, 1862 NORDIC BISTRO 320M, BÖGGLAGEYMSLAN 40M, LA VITA É BELLA 50M

Kíkið á tilboðin á www.keahotels.is

Verið velkomin á Hótel Kea, við tökum vel á móti ykkur.

Nýttu þér gistimiðana frá Fosshótelum Fosshótel minnir félagsmenn á gistimiðana sem veita afslátt af gistingu hjá Fosshótelum.

Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri Símar 460 2000 og 460 2029 Fax: +354 460 2060 www.keahotels.is

Reykjavík: Fosshótel Barón Fosshótel Lind vestuRland: Fosshótel Reykholt noRðuRland: Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar

*

EXPO • www.expo.is • FOS3166

Fosshótel Húsavík

austuRland: Fosshótel Vatnajökull

Allt klárt fyrir þínA Heimsókn

Fosshótel Skaftafell suðuRland: Fosshótel Mosfell

*

Sumarhótel

www.fosshotel.is

fOSSHÓtEl / SiGtÚn 38 / 105 rEykJAVík SíMi: 562 4000 / fAX: 562 4001 E-MAil: sales@fosshotel.is www.fosshotel.is

*


AKUREYRI

Akureyri, Drekagil 21

TVEGGJA HERBERGJA

Tveggja herbergja íbúð 54 m². Gisting er fyrir fimm. Svefnherbergi er eitt. Svefnpláss er fyrir fimm, tvíbreitt rúm, svefnsófi og dýnur. Sængur og koddar eru fyrir fimm. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja hann. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Leigutími er frá 3/6-13/8. Verð: 17.300. Punktar: 24.

Akureyri, Drekagil 21

ÞRIGGJA HERBERGJA

Þriggja herbergja íbúðir 70 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö. Svefnpláss er fyrir sex, tvíbreitt rúm, tvö stök rúm og svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir sex. Ekki er séð fyrir rúmfatnaði en hægt er að leigja hann. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi. Leigutími er frá 3/6-13/8. Verð: 20.800. Punktar: 36.

Akureyri, Þórunnarstræti 104 Íbúðin er 100 m² á miðhæð í þriggja hæða húsi. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú. Stórt rúm (150 sm) er í einu þeirra. Sængur og koddar eru fyrir sex. Húsið er í göngufæri í Sundlaug Akureyrar. Leigutími er frá 8/6-17/8. Verð: 17.300. Punktar: 24.

Akureyri, Hrísalundur 18F Íbúðin er 50 m² á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Svefnherbergi er eitt. Þar er hjónarúm og dýnur fyrir tvö börn. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Leigutími er frá 8/6-17/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Akureyri, Víðilundur 10e Íbúðin er 54 m² á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir fjóra. Svefnherbergi er eitt. Þar er tvíbreitt rúm og svefnsófi í stofu. Ein laus dýna er í íbúðinni. Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Leigutími er frá 15/6-15/9. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

22

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


NORÐURLAND

Fnjóskadalur - Selgil, Skógarhlíð

NÝTT

Bústaðurinn er 45 m² auk svefnlofts. Bústaðurinn er gegnt Vaglaskógi, ekki fjarri gömlu bogabrúnni í fallegu skógarrjóðri við lítinn læk. Um 30 mínútna akstur er til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatnssveitar. Leigutími er frá 22/6-17/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Þingeyjarsveit - Ljósavatnshreppur, Björg Húsið er 130 m². Gisting er fyrir sex til átta í rúmum, aukadýnur að auki. Svefnherbergi eru fjögur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Bærinn er nyrsti bær í Ljósavatnshreppi. Þar er stórbrotið landslag og víðsýnt. Hægt er að útvega silungsveiðileyfi í Skjálfandafljóti. Leigutími er frá 01/6-24/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Þingeyjarsveit - Ljósavatnshreppur, Túnfótur Bústaðurinn er 50 m² auk 20 m² svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö með hjónarúmi. Svefnloft er með þremur dýnum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex. Bústaðurinn stendur við fallega á sem heitir Djúpá. Stutt er í sundlaug að Stóru-Tjörnum og að Goðafossi þar sem er verslun, hestaleiga og veitingastaður. Leigutími er frá 01/6-20/7. Verð: 21.000. Punktar: 36.

Aðaldalur, Knútsstaðir Bústaðurinn er 61 m² auk 20 m² svefnlofts og 12 m² sólstofu. Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum auk svefnlofts. Svefnpláss er fyrir allt að átta. Sængur og koddar eru fyrir átta. Úti eru sólpallar á þrjá vegu. Bústaðurinn stendur í landi Knútsstaða, fyrsti afleggjari til hægri þegar komið er inn í Aðaldal. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Raufarhöfn, Víkurbraut 20 Húsið er 120 m². Gisting er fyrir sex til átta. Svefnherbergi eru fjögur. Í einu er hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi er í öðru og einstaklingsrúm í hinum tveimur. Einnig eru tvær aukadýnur. Svefnpláss er fyrir allt að átta. Sængur og koddar eru fyrir níu. Hægt er að fá rúmfatnað leigðan. Í garðinum er gróðurhús sem nota má sem sólstofu. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð: 17.300. Punktar: 24.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

23


austurland

Skógargerði, Litli - Hagi og Réttartún Tveir 52 m² bústaðir með svefnlofti. Gisting er fyrir níu. Svefnherbergi eru tvö, annað er með hjónarúmi en hitt með koju. Svefnpláss er fyrir fjóra í rúmi og dýnur eru fyrir fimm á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir níu. Bústaðirnir eru um 10 km frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 10/6-26/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Fljótsdalshérað, Uppsalir Húsið er 67 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum, aukadýnur á svefnlofti. Svefnherbergi eru þrjú. Gisting fyrir fimm manns. Að auki er barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir sex. Húsið er 3 km frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 18/6-3/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Fljótsdalshérað, Tókastaðir Húsið er 100 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú. Í einu þeirra er tvíbreitt rúm, í hinum eru kojur og tvö einstaklingsrúm. Að auki er barnarúm og ungbarnarúm. Sængur og koddar eru fyrir níu. Húsið er stutt frá Egilsstöðum. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Egilsstaðir, Stekkjartröð 9c Íbúðin er 65 m² í raðhúsahverfi. Gisting er fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er hjónarúm en í hinu svefnsófi. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Einarsstaðaskógur - hús nr. 17 - Skógarholt Húsið er 50 m² auk 30 m² svefnlofts. Svefnherbergi eru tvö. Gisting er fyrir fimm í rúmum, aukadýnur eru á svefnlofti. Þar geta gist fimm manns. Að auki er barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Húsið er ofarlega í Einarsstaðaskógi undir kletti, mjög fallegt útsýni. Kyrrlátur staður. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

24

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


austurland

Neskaupstaður, Hafnarbraut 4 Íbúðin er 50 m² á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting er fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö. Annað er með hjónarúmi en hitt herbergið er afþiljað frá stofu og eru tvö rúm þar. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar við kaupstaðinn. Leigutími er frá 8/6-24/8. Verð: 17.300. Punktar: 24.

Stöðvarfjörður - Sólhóll, Fjarðarbraut 66 Húsið er hæð og ris, 65 m² með gistingu fyrir allt að sex. Eitt svefnherbergi og setustofa með svefnaðstöðu eru á efri hæð, stofa með sambyggðu eldhúsi, eitt svefnherbergi eru á neðri hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Húsið er við aðalgötuna í jaðri þorpsins. Í þorpinu er steinasafn Petru, gallerí, sjóstangaveiði, sundlaug og góðar gönguleiðir. Leigutími er frá 1/6-31/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Breiðdalsvík, Ásvegur 4 Íbúðin er 120 m² á tveimur hæðum, mikið endurnýjuð. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö á efri hæðinni, með tvíbreiðum góðum rúmum og tveimur aukarúmum. Eitt svefnherbergi með svefnsófa er á fyrstu hæð. Sængur og koddar eru fyrir sex. Mikil náttúrufegurð, fjöll og firðir, strendur, kyrrð og ró. Göngur, veiði og glæsileg sundlaug. Leigutími er frá 17/6-26/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Suðursveit - Reynivellir nr. 1 og 3 Bústaðurinn er 55 m² auk 5 m² svefnlofts. Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og í hinu tvíbreitt rúm með efri koju, svefnpláss fyrir fimm. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta manns. Úti er verönd og grasi gróin lóð. Minigolf og sparkvöllur. Í félagshúsinu er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa uppi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Unnt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur. Frítt er fyrir dvalargesti að veiða í ósnum neðan við Reynivelli, þ.e. veiða má niður Fellsá og í ósi að vestanverðu. Leigutími er frá 11/6-13/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Suðursveit - Reynivellir ( íbúð) Íbúðin er á annarri hæð í félagshúsinu. Gisting er fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fimm. Ennfremur er gufubað og þvottahús með þvottavél og þurrkara í húsinu. Úti er góð verönd, minigolf og sparkvöllur. Í félagshúsinu er setustofa með arni á neðri hæð og sameiginleg stofa uppi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Unnt er að aka upp að Vatnajökli hjá Smyrlabjargavirkjun þar sem boðið er upp á útsýnisferðir á jökulinn. Stutt er í Þórbergssetur. Frítt er fyrir dvalargesti að veiða í ósnum neðan við Reynivelli, þ.e. veiða má niður Fellsá og í ósi að vestanverðu. Leigutími er frá 11/6-13/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

25


SUÐURLAND

Kirkjubæjarklaustur - Efri Vík, Selhólavegur 15 Bústaðurinn er 61 m². Gisting er fyrir allt að sex manns. Svefnherbergi eru þrjú, tvö með hjónarúmum og eitt með koju fyrir tvo. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Kirkjubæjarklaustur er lítið þorp við Skaftá og býður upp á ákaflega fjölbreytta náttúrufegurð. Þar er merk saga og margt að sjá, t.d. Systrastapa og Kirkjugólf. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í og við bæinn. Þar er upplýsingamiðstöð ferðamála, sundlaug og tvö veitingahús. Hægt er að spila golf í grenndinni. Leigutími er frá 10/6-12/8. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Kirkjubæjarklaustur Syðri Steinsmýri, hús nr. 2 Bústaðurinn er 44 m². Gisting fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö með svefnplássi fyrir fjóra í rúmum, í stofu er svefnsófi og pláss fyrir þrjá á dýnum á svefnlofti. Barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Kirkjubæjarklaustur er lítið þorp við Skaftá og býður upp á ákaflega fjölbreytta náttúrufegurð. Þar er merk saga og margt að sjá, t.d. Systrastapa og Kirkjugólf. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í og við bæinn. Þar er upplýsingamiðstöð ferðamála, sundlaug og tvö veitingahús. Hægt er að spila golf í grenndinni. Leigutími er frá 24/6-19/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Vík í Mýrdal, Sunnubraut 24 Húsið er 60 m² auk 20 m² svefnlofts og 20 m² gestahúss, eða alls um 100 m². Gisting er fyrir níu. Svefnherbergi eru þrjú, í tveimur er tvíbreitt rúm og einbreitt í einu. Á svefnlofti eru dýnur. Ennfremur er herbergi með tveggja manna svefnsófa í gestahúsi. Sængur og koddar eru fyrir níu. Við húsið er minigolf og sparkvöllur. Leigutími er frá 8/6-24/8. Verð er 9.000 á sólarhring. Punktar: 7.

Skógar undir Eyjafjöllum Íbúðin er 105 m² í parhúsi. Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir átta. Á Skógum er rekið Edduhótel og þar er sundlaug. Þar er eitt fjölsóttasta byggðasafn landsins. Góðar gönguleiðir er að finna út frá staðnum, s.s. í Kvernugil, Jökulsárgil, um Fimmvörðuháls yfir í Þórsmörk og um Skógasand. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð: 27.700. Punktar: 48.

Gaddstaðir við Hellu á Rangárvöllum Húsið er 80 m² auk svefnlofts. Gisting fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum og aðstaða fyrir einn til viðbótar í öðru herberginu. Á svefnlofti er svefnsófi, tvö stök rúm og barnarúm. Sængur og koddar eru fyrir átta. Úti við húsið er stór glerskáli og stór verönd. Gott útisvæði er við húsið til íþróttaiðkana og leikja. Leigutími er frá 8/6-17/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

26

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is


SUÐURLAND

Hella - Þrúðvangi 37, Brenna Húsið er 87 m². Gisting er fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru er hjónarúm og hinu eru tvær kojur fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Húsið stendur á friðsælum stað á bökkum Rangár við jaðar bæjarins. Leigutími er frá 15/6-27/7. Verð er 7.000 á sólarhring. Punktar: 5.

Biskupstungur - Úthlíð, Stórabunga 10 Bústaðurinn er 62 m². Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö og svefnloft sem rúmar fimm manns. Sængur og koddar fyrir sex. Í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, níu holu golfvöllur og hestaleiga. Frítt í golf fyrir fjóra. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar: 6.

Biskupstungur - Brekkuskógur hús nr. 6 Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Svefnpláss er fyrir sex, fjóra í herbergjum (hjónarúm og koja) og tvo á svefnlofti. Barnarúm og tvær dýnur eru á svefnlofti. Sængur og koddar eru fyrir sex. Hægt er að leigja rúmfatnað sé þess óskað. Á svæðinu er leikvöllur og minigolf. Í Brekkuskógi eru 26 orlofshús auk Brekkuþings sem er þjónustumiðstöð. Tveir golfvellir í grenndinni. Leigutími er frá 8/6-31/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Laugarvatn, Laugarbraut 5 Íbúðirnar eru 64 m² og eru í Nemendagörðum BN. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Svefnherbergi er eitt með hjónarúmi en hitt með barnakoju. Sængur og koddar eru fyrir sex. Aðgangur er að þvottahúsi með þvottavél og þurrkara (myntmælir). Á Laugarvatni er byggðarkjarni með um 170 íbúa. Stutt er í Gullfoss og Geysi. Golfvöllur í grenndinni. Leigutími er frá 1/6-24/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar: 4.

Grímsnes, Öldubyggð 5 Bústaðurinn er 74 m² auk 28 m² svefnlofts. Gisting er fyrir tíu. Svefnherbergi eru þrjú, eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Á svefnlofti eru rúm og dýnur fyrir fimm. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir tíu. Öldubyggð er í landi Svínavatns í Grímsnesi. Í næsta nágrenni eru verslanir, kaffihús, dýragarður, golfvellir, veiði og margir markverðir staðir. Leigutími er frá 15/6-17/8. Verð: 27.700. Punktar: 60.

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

27


SUÐURLAND

Grímsnes, Hallkelshólar Húsið er 70 m². Gisting er fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö með tvíbreiðum rúmum og yfir öðru er 90 sm koja. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir fimm. Barnarúm. Við húsið er sandkassi og körfuboltavöllur. Í hverfinu er leikvöllur og minigolf. Leigutími er frá 15/6-19/8. Verð er 8.000 á sólarhring. Punktar:6.

Grímsnes - Hestland, Höfði 125 Bústaðurinn er 45 m² með svefnlofti. Í bústaðnum eru tvö lítil svefnherbergi, tvö rúm í öðru, eitt í hinu. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Bústaðurinn stendur rétt við Hvítá með fallegu útsýni yfir ána og Ingólfsfjall. Í næsta nágrenni er Kiðjaberg, golfvöllur, Hestvatn og stutt er í sund í Hraunborgum. Leigutími er frá 3/6-26/8. Verð: 24.200. Punktar: 48.

Stokkseyri, Ránarbakki

NÝTT

Bústaðurinn er 45 m² byggður 1972 og vel við haldið. Fjaran við Stokkseyri er einstaklega falleg og vel fallin til að skoða plöntulíf, skeljar og grjót. Í bænum er Draugasetur. Góðir veitingastaðir og margvísleg afþreying er í grenndinni. Stutt er í verslanir og sund á Selfossi. Leigutími er frá 15/6-10/8. Verð er 6.000 á sólarhring. Punktar:4.

Allar íbúðir og orlofshús á vegum Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands eru reyklaus.

Hvað merkir táknið? Flakkari Vikuleiga

28

Tjöld, tjaldvagnar og fellihýsi við sumarhús

Heitavatnspottur

Reglan er sú að ekki er leyfilegt að tjalda eða leggja tjaldvögnum eða fellihýsum við sumarhús en þó er það hægt á nokkrum stöðum. Mikilvægt er að hringja áður en lagt er af stað og semja um þetta við umsjónarmann.

Rafmagnspottur

FERÐABLAÐ KÍ 2012 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

Gæludýr leyfð


Hafðu bankann með þér Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. · Millifærslur · Ógreiddir reikningar · Yfirlit og staða kreditkorta · Myntbreyta og gengi gjaldmiðla · Samband við þjónustuver · Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn

Skannaðu kóðann til að sækja „appið” frítt í símann.

islandsbanki.is | Sími 440 4000


GÖNGU- og hellaferðir

FERðir sumarið 2012 Í sumar verður boðið upp á margar áhugaverðar ferðir. Þær hafa notið mikilla vinsælda. Ferðirnar eru margbreytilegar og ná yfir alla landsfjórðunga. Gera má ráð fyrir að 130 félagsmenn geti nýtt sér göngur í sumar. Hver félagsmaður getur keypt tvo afsláttarmiða í eina gönguferð. Verð er mismunandi eftir uppbyggingu ferðar og því hvað er innifalið í ferðinni. Einnig er boðið upp á hellaferð í Stóra-Bollahrauni. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna á www.ki.is undir Orlofssjóður. göngur / bækur / ferja / flug

verð

tími

Hornstrandir. Ferðafélag Íslands

45.000 kr.

24.-29. júlí

Stafafell í Lóni

29.500 kr.

4.-8. júlí

Dalakofinn - Bækistöðvarferð. Útivist

26.000 kr.

17.-20. Júlí

Húsvitjun á Heiðarbýlin. FFF tjaldferð

25.000 kr.

11.-14. júlí

Hellaferð - Leiðarendi í Stóra-Bollahrauni.

4.000 kr.

20. júní

Síldarmannagötur. Ferðafélag Íslands

4.000 kr.

19. ágúst

Héðinsfjörður - Hvanndalir - Hvanndalabjarg, FÍ

8.000 kr.

19.-22. júlí

Fimmvörðuháls. Magni og Móði, FÍ

13.000 kr.

16.-17. júní

Laugavegur. Ferðafélag Íslands

50.000 kr.

8.-12. ágúst

Árbækur Ferðafélag Íslands - heildarsafn

91.000 kr.

orlofsárið

3 árbækur - Ferðafélags Íslands að eigin vali

9.000 kr.

orlofsárið

Icelandair - gjafakort

25.000 kr.

orlofsárið

Baldur - Breiðafirði

1.000 kr.

sumar

Veiðikortið

3.500 kr.

veiðitímabilið

Hótelgisting

www.ki.is/orlof

orlofsárið

Tilboð á Árbókum Ferðafélags Íslands Ferðafélag Íslands býður félagsmönnum KÍ að kaupa heildarsafn Árbóka félagsins á kr. 91.000. Einnig þrjár árbækur að eigin vali á kr. 9.000. Með þessu móti geta félagsmenn eignast góðar ferðalýsingar þeirra gönguleiða sem í boði eru.

Munið að taka leigukvittanir með í ferðina!

30

FERÐABLAÐ KÍ 2012


GÖNGU- og hellaferðir

Gönguferðamynd

Göngu - og hellaferðir sumar 2012

3. Dalakofinn - Bækistöðvarferð, Útivist

1. Hornstrandir. Á slóðum rekabænda í Bolungarvík og Reykjarfirði, 24.-29. júlí, FÍ.
 2. Stafafell í Lóni 4.-8. júlí. GBÓ. 
 3. Dalakofinn – Bækistöðvarferð, 16.-19. júlí. Útivist.
 4. Húsvitjun á Heiðarbýlin 23.-26. júlí. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. 
 5. Hellaferð, dagsferð 20. júní. Extreme Iceland.
 6. Síldarmannagötur, 19. ágúst, FÍ.
 7. Héðinsfjörður, 19.-22. júlí FÍ.
 8. Fimmvörðuháls, Magni og Móði, 16.-17. júní FÍ.
 9. Laugavegur, 8.-12. ágúst, FÍ.

Dagsetning: 16.-19. júlí. 
 Brottför frá BSÍ kl. 08:30 þar tekur fararstjóri á móti hópnum.
Dvalið þrjár nætur í Dalakofanum og farið í göngur um nágrenni skálans. Reykjadalir og Torfajökulssvæðið er eitt öflugasta háhitasvæði landsins og er þar margt að sjá og segja má að náttúra Íslands birtist þar í sinni fegurstu mynd. Gist er í glæsilegum skála sem Útivistarfélagar hafa af natni endursmíðað þannig að vel ætti að fara um alla.
 Innifalið: Rúta, skálagisting og leiðsögn.

1. Hornstrandir. Á slóðum rekabænda í Bolungarvík og Reykjarfirði. Ferðafélag Íslands

4. Húsvitjun á Heiðarbýlin, Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Tjaldferð

Dagsetning: 24.-29. júlí.
 Brottfararstaður: Þátttakendur koma til Ísafjarðar/Bolungarvíkur kvöldið 23. júlí.

Dagsetning: 23.-26. júlí. Gist allar þrjár næturnar í Sænautaseli, nokkrir geta gist í gamla bænum. Langar dagleiðir, en ekki erfið ganga að öðru leyti.
 Fararstjóri: Páll Pálsson frá Aðalbóli.

Erfiðleikastig: Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson.
 Fjöldi: 22 
 Verð: 45.000 – Punktar: 15
 Nánari lýsing á vef orlofssjóðs: www.ki.is/orlof

Erfiðleikastig: Fjöldi: 16 
 Verð: 26.000 – Punktar: 15

Erfiðleikastig: / Fjöldi: 16
 Verð: 25.000 – Punktar: 15
 Innifalið: Tjaldstæði, akstur á upphafsstað göngu, fullt fæði og leiðsögn.

2. Stafafell í Lóni
 Dagsetning: 4.-8. júlí. Stafafell í Lóni er útivistar- og verndarsvæði sem nær frá jökli til sjávar og spannar 40 km einstakt þversnið af íslenskri náttúru. Auðnir, fallegar birkibrekkur, litskrúðugar skriður, stórfengleg gljúfur og tilkomumiklir tindar. Dvalið er í vel útbúnum skálum í Eskifelli og Kollumúla. Áhersla er lögð á að skapa stemmingu fróðleiks og frelsis. Að upplifa eigin styrk og fjölbreytileika náttúrunnar. Innifalin er gisting í skálum, flutningur á farangri, leiðsögn, kvöldverðir og flutningur hóps til byggða.

Vertu vel búinn í göngunni og athugaðu útbúnaðarlista! www.ki.is/orlof

Erfiðleikastig: 
 Fjöldi: 20 
 Verð: 29.500 – Punktar: 15

FERÐABLAÐ KÍ 2012

31


GÖNGU- og hellaferðir

5. Hellaferð - Leiðarendi í Stóra - Bollahrauni. Extreme Iceland. Dagsetning: 20. júní, dagsferð.
 Lýsing: Farið á eigin bílum frá Bónus á Völlunum í Hafnarfirði. Fararstjóri leiðbeinir þátttakendum að helli.
 Útbúnaður: Hlýr fatnaður en ekki of fínn; góðir skór.
 Innifalið: Extreme Iceland útvegar vasaljós, hjálma og vettlinga.
 Fjöldi: 20 
 Verð: 4.000 – Punktar: 2

6. Síldarmannagötur, dagsferð. Ferðafélag Íslands Dagsetning: 19. ágúst.
 Brottfararstaður: Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10:00. Erfiðleikastig: Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson.
 Innifalið: Rúta og fararstjórn. Fjöldi: 14
 Verð: 4.000 – Punktar: 3 Lýsing: Gengin forn þjóðleið upp úr Hvalfjarðarbotni yfir Botnsheiði og að Fitjum í Skorradal. Nánari upplýsingar um svæðið í ritinu Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson.

7. Héðinsfjörður - Hvanndalir - Hvanndalabjarg, tjaldferð. Ferðafélag Íslands Dagsetning: 19.-22. júlí, 4 dagar.
 Brottfararstaður: Þátttakendur koma sér á eigin vegum til Siglufjarðar. Brottför kl. 10:00 frá nýja kirkjugarðinum á Siglufirði. Erfiðleikastig: Fararstjóri: Páll Guðmundsson
 Lýsing: Gengið er frá Siglufirði til Ólafsfjarðar með allan farangur á bakinu. Ferð um eyðibyggðir yst á Tröllaskaga, einhver hin afskekktustu byggðarlög landsins í fyrri tíð sem hafa undarlega sögu að baki. Þar var

32

FERÐABLAÐ KÍ 2012

búið við harðneskjulegt náttúrufar, bæði til lands og sjávar. Byggð lauk í Héðinsfirði árið 1951. Þar er gróður víða fagur og með útnesjablæ.
 Fjöldi: 10 
 Verð: 8.000 – Punktar: 15
 Innifalið: Rúta og fararstjórn (gengið er með allan farangur).

8. Fimmvörðuháls – Magni og Móði 
 Dagsetning: 16.-17. júní. Brottfararstaður: Ekið að morgni laugardags kl. 08:00 frá Mörkinni 6. Erfiðleikastig: Lýsing: Ekið að morgni laugardags kl. 08:00 frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið upp á Fimmvörðuháls eftir hinni
hefðbundu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið er að Móða og Magna og ummerki eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 skoðuð. Þaðan gengið niður í Strákagil þar sem rúta bíður og flytur göngumenn í Langadal. Gist í Skagfjörðsskála. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka. Fjöldi: 10 Verð: 13.000 – Punktar: 15
 Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.

9. Laugavegur. Ferðafélag Íslands
 Dagsetning: 8.-12. ágúst.
 Brottfararstaður: Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl. 8:30.
 Erfiðleikastig: Lýsing: Gengið um Laugaveginn sem er vinsælasta gönguleið landsins.
 Fjöldi: 10 
 Verð: 50.000 – Punktar: 15
 Innifalið: Rúta, gisting, grillmatur, trúss og fararstjórn.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 57442 03/12

+ Bókaðu flug á www.icelandair.is

Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 1.800 til 5.400 Vildarpunkta aðra leiðina.


AFSLÁTTUR Í MJÓAFIRÐI OG STYKKISHÓLMI / REGLUR ORLOFSSJÓÐS

Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafirði Gisting í átta tveggja manna herbergjum sem innréttuð eru í hlöðu og fjósi. Öll herbergin eru með salerni og sturtu. Gengið er inn í hvert herbergi utan frá. Aðstaða er til að grilla og njóta útiveru á stétt framan við herbergin. Tilboð til félagsmanna KÍ frá eiganda ferðaþjónustunnar. Sjá nánar á www.ki.is Heydalur er sannkallaður ævintýradalur þar sem hægt er að veiða, sigla á kajak, fara í reiðtúra og gönguferðir. Svo er gott að láta líða úr sér í heitum náttúrupotti á eftir. Sveitahótelið í Heydal er við veg nr. 61, 90 km frá Hólmavík og 120 km frá Súðavík. Sími 456 4824, www.heydalur.is

Afsláttarávísun hjá Sæferðum ( Seatours ) og afsláttUR af ferðum Félagsmönnum KÍ stendur til boða að kaupa afsláttarávísanir hjá Orlofssjóði fyrir 500 kr. að andvirði 1.500 kr. hjá Sæferðum í Stykkishólmi. Hver félagsmaður getur keypt allt að fjórar ferðaávísanir. Afsláttur Seatours er 25% á hvern miða í áætlunarferðir, Ævintýrasiglingu og ferjuna Baldur. Sæferðir veita 10% aukaafslátt ef keyptar eru báðar ferðirnar í einu. www.saeferdir.is

Reglur Orlofssjóðs KÍ um leigu orlofshúsnæðis og aðra þjónustu sem stendur sjóðsfélögum til boða Aðild að sjóðnum Allir fullgildir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eru aðilar að sjóðnum. Það á einnig við um félagsmenn í fæðingarorlofi sem greiða félagsgjöld til KÍ. Sjá nánar á www.ki.is

Sérákvæði Kennarar á eftirlaunum fá 30% afslátt af leigugjaldi fyrstu tvær vikur í júní og síðustu tvær í ágúst í eldri húsunum í Ásabyggð. Sjá nánar á www.ki.is

Reglur um útleigu Reglur um útleigu til sjóðsfélaga eru einkum með tvennum hætti, þ.e. sumarleiga og vetrarleiga og byggjast á punktakerfi (punktaeign sjóðsfélaga) sjóðsins. Sjá nánar á www.ki.is

Þegar upp koma vandamál Ef aðbúnaður á leigðri eign er ekki í samræmi við lýsingu er sjóðsfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann vita strax svo hann geti bætt um betur sé þess kostur. Ef vanefndir hafa sannanlega rýrt orlofsdvölina endurgreiðir Orlofssjóður allt að helmingi leigugjaldsins og fellir niður punkta ef ekki hefur verið veittur afsláttur við leigutöku vegna þessa. Sjá nánar á www.ki.is

Punktakerfi Orlofssjóðs Punktakerfið var tekið í notkun árið 1996. Upphaf punktatalningar er frá árinu 1986. Félagi í sjóðnum safnar 24 punktum fyrir hvert unnið ár eða tveim punktum fyrir hvern mánuð. Sjá nánar á www.ki.is Sumarleiga Orlofssjóðs Sumartími er frá byrjun júní til loka ágúst. Sumarleiga er með tvennu móti, þ.e. leiga í heila viku frá föstudegi til föstudags eða leiga í skemmri tíma frá einum sólarhring og upp í sjö á sama stað. Síðara fyrirkomulagið er hér eftir nefnt flakkaraleiga. Leigutími er yfirleitt frá klukkan 16:00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila af sér klukkan 12:00 á skiladegi. Sjá nánar á www.ki.is Vetrarleiga Orlofssjóðs Vetrartími er frá lokum ágúst til loka maí. Reglan „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir á þessum tíma. Opnað er á leigu með fjögurra mánaða fyrirvara klukkan 12:00 fyrsta dag hvers mánaðar. Hverjum sjóðsfélaga er heimilt að bóka allt að þrjár leigueignir í vetrarleigu, þó ekki í sama mánuði. Þeir sjóðsfélagar sem eiga minna en mínus 48 orlofspunkta geta ekki fengið úthlutun hjá Orlofssjóðnum. Sjá nánar á www.ki.is Leigugjald fyrir eignir á vegum Orlofssjóðs Leiga er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs. Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Sjá nánar á www.ki.is Lyklar að hinu leigða húsnæði Lyklar að orlofshúsum í eigu KÍ eru í lyklakassa við útidyr húss eða íbúðar. Lykillinn er í formi talnakóða og er kóðinn gefinn upp á kvittun leiguþega.

34

FERÐABLAÐ KÍ 2012

Veikindi, óveður og aðrar óviðráðanlegar aðstæður Ef veikindi koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna það skrifstofu sjóðsins svo fljótt sem kostur er. Sjá nánar á www.ki.is Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl gilda eftirfarandi reglur: • Breytinga- og/eða skilagjald er 1.500 krónur. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 14 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreitt. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 48 tíma áður en leiga hefst er 50% leigugjalds endurgreitt. • Leiga er ekki endurgreidd berist tilkynning um forföll til skrifstofu eftir að leigutími hefst. • Ef hótelmiði/afsláttarmiði er ekki notaður og óskað er eftir endurgreiðslu innan gildistíma miðans eru 80% verðsins endurgreidd. Umgengni, ábyrgð og skil leigueigna Leigutaka ber að hafa kvittun fyrir leigu til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni um orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs KÍ eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar. Sjá nánar á www.ki.is Sjá reglurnar í heild á www.ki.is


ENNEMM / SÍA / NM50586

ÞAR SEM HAF MÆTIR HIMNI

ORLOFSÁVÍSANIR KENNARA­ SAMBANDS ÍSLANDS GILDA Á ÖLLUM EDDU HÓTELUNUM

DYRHÓLAEY

12 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal 5 Nesjum • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Fimmta hver nótt frí • Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.

ÞETTA ER ALLT Í GENUNUM Lundarnir hafa efni á því að vera dálítið góðir með sig. Þeir eru jú tíu milljónir en við bara 300 þúsund.


Traustur sjóður, örugg samfylgd Hlutverk LSR er að taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta þau í sameiginlegum sjóði til að greiða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort sem þú greiðir í A- eða B-deild LSR ætti framlag í Séreign LSR að vera eðlileg viðbót. Á vef LSR, www.lsr.is, geta sjóðfélagar nálgast yfirlit og séð heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna og iðgjaldaskil launagreiðenda.

www.lsr.is

Bankastræti 7 Sími: 510 6100 sereign@lsr.is

• • •

101 Reykjavík Fax: 510 6150 www.lsr.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.