Fréttabréf FT - 95. tbl., apríl 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Lokatónleikar Nótunnar 2013 Kennarar og nemendur hvattir til að fjölmenna Lokatónleikar Nótunnar 2013 verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 14. apríl nk. Á tónleikunum munu 155 nemendur koma fram frá 20 tónlistarskólum af landinu öllu. Þessi þriðji og lokahluti Nótunnar fer fram með tvennum tónleikum þar sem flutt verða 24 tónlistaratriði sem valin hafa verið á fernum svæðistónleikum Nótunnar sem fram fóru 16. mars síðastliðinn. „NótutóN“ samið fyrir Nótuna Lúðrasveit Æskunnar mun flytja NótutóN, lúðrakall Nótunnar, við upphaf tónleika og lokaathafnar. Tryggvi M. Baldvinsson var fenginn til að semja sérstakt lúðrakall fyrir Nótuna og hægt er að nota það í ýmsum útfærslum í öllum hlutum Nótunnar. Valnefnd á lokatónleikunum skipa:  Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands,  Högni Egilsson, tónlistarmaður,  Peter Máté, píanóleikari. Kynnir á lokatónleikunum er: Felix Bergsson.

Tónlistarnemendur bjóða upp á lifandi tónlistarflutning í Hörpuhorninu á 2. hæð Hörpu yfir daginn; fyrir tónleikana kl. 11:30 og á milli viðburða. Dagskrá: Kl. 11:30

Tónleikar I í Eldborg Grunn- og miðnámsatriði

Kl. 14:00

Tónleikar II í Eldborg Mið- og framhaldsnámsatriði

Kl. 16:30

Lokaathöfn í Eldborg

Á lokaathöfn Nótunnar fá níu framúrskarandi atriði verðlaunagrip Nótunnar 2013 auk þess sem besta atriði hátíðarinnar verður valið og hlýtur farandgrip Nótunnar. Þá mun Tónlistarsafn Íslands veita einu atriði sérstaka viðurkenningu í tengslum við „Ísmúsþema“ í viðurkenningarflokknum frumsamin eða frumleg atriði þetta árið. Þessi níu atriði verða flutt við lokaathöfnina en RUV mun taka athöfnina upp og gera þátt um Nótuna. Nótan er nú haldin í fjórða sinn. Sjá nánar á www.notan.is. Kennarar og stjórnendur eru hvattir til að fjölmenna á lokatónleikana og taka þátt í hátíðarhöldunum!

Myndir frá annars vegar verðlaunaafhendingu á svæðistónleikum fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes og hins vegar fyrir Vesturland og Vestfirði 16. mars.

Apríl 2013 · tölublað 95


Samskipti og líðan á vinnustað / „Í sama liði“ Á trúnaðarmannafundi Félags tónlistarskólakennara sem haldinn var 24. nóvember síðast liðinn flutti Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, fyrirlestur um samskipti og líðan á vinnustað. Fyrirlesturinn kallaði hún „Í sama liði“. Hér á eftir fylgir stutt samantekt úr fyrirlestri Þórkötlu.

Hópurinn og starfshlutverkið Þórkatla benti á að við erum hópsálir og um leið og þrír einstaklingar koma saman má segja að um hóp sé að ræða. Ákveðnir kraftar fara af stað í öllum hópum og þeir hafa áhrif á okkur, sumir mikil aðrir lítil. Við tilheyrum mörgum hópum en helst má nefna fjölskylduna, vini og vinnufélaga og þetta er eðlilegasta röðin. Á vinnustaðnum er aðalhlutverk okkar að vinna með hópnum, ekki að vera trúnaðarvinur. Hlutverk okkar þarf að vera á hreinu því annars geta komið upp vandræði. Ef mikil vinátta myndast með vinnufélögum þá er það bónus en ekki lykilatriði. Sem dæmi má nefna að fyrir trúnaðarmann getur verið erfitt að gegna því starfi og vera líka vinur. Trúnaðarmaður þarf að gæta hlutleysis og vera faglegur, hann á ekki að taka afstöðu með eða á móti. Í vinnunni erum við fyrst og fremst starfsfólk sem tökum faglega á hlutum. Vinnustaðurinn er ekki heimili okkar heldur samstarfsvettvangur. Eiginleika okkar sem einstaklinga notum við sem verkfæri, þá má kalla „verkfæratöskuna“ okkar . Mikilvægt er að rugla ekki persónunni og starfsmanninum saman. Ef við verðum fyrir mótlæti á vinnustað þarf að hafa í huga að það beinist að okkur sem starfsmanni en ekki persónu.

Hlutverkaskipting á vinnustað Það er eðlilegt að á vinnustað séu mismunandi skoðanir uppi og einhverjir séu gagnrýnir. Líta má á gagnrýnisraddir sem stjórnarandstöðu og mikilvægt er að hafa í huga að rödd þeirra getur verið mikilvæg því oft eru það þeir sem sjá misræmi og hvað má betur fara. En þetta er vandmeðfarið hlutverk því gagnrýni á ekki að vera nöldur eða tuð sem ekki nær upp á yfirborðið því þá hefur hún tilhneigingu til að verða að baktali. Gagnrýnin þarf að vera á faglegum grunni, studd gildum rökum. Mikilvægt er að þeir sem fyrir gagnrýninni verða séu tilbúnir að taka umræðuna en beiti ekki þöggun. Við þurfum að muna að neikvæðni og það að vera á annarri skoðun er ekki sami hlutur. Mikilvægt er að skólastjóri/stjórnandi sé góður leiðtogi og axli ábyrgð því annars vill skapast óöryggi á vinnustað. Hollusta Sem starfsfólki ber okkur að sýna vinnustað okkar hollustu jafnvel þó við séum ósammála ýmsu eða ósátt við vinnufélaga. Við erum hluti af vinnustað okkar. Mikilvægt er að halda persónulegum skoðunum aðskildum frá faglegum störfum þó þær séu ávallt með í för í „verkfæratöskunni“. Hvað stuðlar að samstarfi?    

skýrar samstarfsreglur þekking/skilningur á sérstöðu samstarfsaðila vinnureglur um upplýsingamiðlun tilgangur samstarfs vel skilgreindur

Hvað vinnur gegn samstarfi?     

óljósar reglur um samstarf fordómar/vanþekking faglegur rígur faglegt óöryggi tilgangur samstarfs ekki nægilega skilgreindur

Hvað eflir ekki? Að tala um fólk (baktal) fremur en að tala við fólk er ekki gott. Uppræta þarf baktal á vinnustað. Það sama á við um að stilla hópnum upp gegn öðrum hópum. Það getur verið gert til að efla samheldni en er ekki gott því það getur alið á fordómum. Hópar hafa áhrif á okkur og auðvelt er að sogast ósjálfrátt með. Við þurfum að vera vakandi fyrir því. Góður liðsandi, sterkur hópur Á vinnustað eins og annars staðar skapast reglur, skráðar og óskráðar. Þessar reglur móta samskiptin og þær geta bæði eflt samskipti okkar en einnig sundrað. Einfaldur hlutur eins og það að heilsast og sýna jákvætt viðmót getur skipt miklu máli. Það þarf að vinna í því að skapa samstöðu. Jákvæð samskipti Jákvæð samskipti snúast um að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna öðrum virðingu og leita samræmis og lausna. Það sem skilur á milli samstarfs sem gengur upp og samstarfsörðugleika er ekki tegund eða tíðni árekstra heldur það hvernig tekið er á þeim af báðum aðilum. Hægt er að vera sammála um að vera ósammála. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur

Glærur frá fyrirlestri Þórkötlu má finna á vefsíðu félagsins www.ki.is undir FT / trúnaðarmenn.


Samstarfssamningur FT og FÍH fallinn úr gildi Í skýrslu stjórnar á ársfundi Félags tónlistarskólakennara 24. nóvember 2012 var greint frá því að samstarfssamningur Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna sem undirritaður var 8. október 2010 væri fallinn úr gildi. Hér á eftir verður ferlið rakið í stórum dráttum. Aðdragandi samstarfssamnings Að frumkvæði stjórnar FT var ákveðið að leggja út í vinnu við gerð samstarfssamnings á milli FT og FÍH með hagsmuni félagsmanna og stéttarinnar í heild að leiðarljósi. Um var að ræða leið til að vinna úr ágreiningi sem hafði komið upp á milli félaganna – horft skyldi fram veginn og byggt upp til framtíðar. Stjórnir félaganna unnu að gerð samstarfssamnings undir stjórn Arnar Jónssonar, ráðgjafa hjá Capacent. Miklum tíma og fjármunum var varið í vinnuferlið og var samningur undirritaður 8. október 2010. Samstarfssamningurinn skiptist í eftirfarandi flokka:  markmið,  hlutverk og verkaskipting samningsaðila - (skv. lögum o.fl.),  verkaskipting samningsaðila (og samstarf),  fundir samningsaðila,  samstarf um aðgerðir,  þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.

Inntak samningsins byggði á sameiginlegri framtíðarsýn stjórna félaganna um aukið og bætt samstarf þeirra. Samstarfssamningurinn í heild var meðal annars birtur í 85. tölublaði fréttabréfs FT og á vefsíðu félagsins. Forsendubrestur Forsendur samstarfssamningsins voru í raun brostnar strax á fyrsta ári hans þar sem inntaki samningsins var ekki fylgt. Síðastliðið haust sendi stjórn FT bréf til stjórnar FÍH þar sem stjórn félagsins gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð FÍH. Í kjölfarið funduðu fastanefndir FT sameiginlega: stjórn FT, varastjórn, samninganefnd og stjórn fagráðs FT, um stöðu mála. Á fundinum var lagt fram svarbréf stjórnar FÍH og ljóst var að mikið skildi á milli félaganna hvað varðaði skilning á tilgangi og inntaki samstarfssamningsins. Í bréfi Félags íslenskra hljómlistarmanna, símtölum við formann FÍH og síðar á fundi með stjórn félagsins, kom fram að

stjórn FÍH leit á samstarfssamninginn einungis sem viljayfirlýsingu og að Félag íslenskra hljómlistarmanna væri ekki bundið af neinu sem þar var kveðið á um. Fundur fastanefnda FT var samróma um að um trúnaðarbrest væri að ræða milli félaganna varðandi framkvæmd samstarfssamnings þeirra. FÍH segir upp samningnum Í bréfi stjórnar FÍH kom fram að samningnum væri sagt upp af þeirra hálfu ef FT liti á ákvæði hans sem bindandi. Það er alveg ljóst að stjórn FT fór út í gerð samstarfssamningsins í fullri alvöru og vann eftir inntaki og ákvæðum hans af heilindum eins og öllum öðrum samningum sem félagið kemur að. Þar af leiðir uppsögn FÍH á samningnum. FT harmar að FÍH hafi sagt upp samstarfssamningi sem fól í sér framtíðarsýn sem hafði sameiginlega hagsmuni stéttarinnar að leiðarljósi. Leiðir FT og FÍH skilja um sinn en það er ennþá trú okkar að þegar til framtíðar er litið sé hagsmunum félagsmanna best borgið í farsælu samstarfi félaganna. Við óskum FÍH velfarnaðar í störfum sínum.

Nokkur atriði um veikindarétt Foreldri barns yngra en 13 ára á rétt á að vera frá vinnu í samtals 12 vinnudaga (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári, og endurnýjast sá réttur um hver áramót. Ekki er nauðsynlegt að taka þessa daga út í heilum dögum heldur má taka út hálfa daga eða jafnvel nýta nokkrar klukkustundir í senn.

veikist eftir það greiðast laun ekki lengur en til loka ráðningartímans. Hafi veikindi hins vegar borið að áður en til uppsagnar kemur heldur starfsmaðurinn veikindarétti sínum þar til hann er vinnufær á ný eða veikindaréttur tæmdur. Vinnuveitanda er þar af leiðandi ekki mögulegt að skerða veikindarétt starfsmanns með uppsögn úr starfi. Mikilvægt er að leita upplýsinga hjá KÍ ef starfsmaður íhugar uppsögn vegna veikinda svo réttindum sé ekki fyrirgert með ótímabærri uppsögn.

Allir dagar telja í veikindum

Læknisheimsókn

Ef starfsmaður er veikur í hálfan dag telst það sem 1 veikindadagur og þá skiptir ekki máli hvort starfsmaður er í hlutastarfi eða ekki. Sama á við ef starfsmaður er með 50% vottorð og 50% í starfi. Ef starfsmaður fullnýtir veikindarétt sinn í hlutaveikindum, kviknar ekki réttur fyrir ónýttan hluta nema starfsmaður verði veikur að fullu.

Ef um almenna læknisheimsókn á vinnutíma er að ræða er ekkert í kjarasamningi sem tekur á því. Almennt getur fólk fengið leyfi til þess að fara til læknis án þess að það hafi einhverjar afleiðingar í för með sér líkt og að dregið sé af því 1 veikindadagur. Ef starfsmaður hefur vottorð frá lækni þá ætti viðkomandi að geta verið á launum vegna veikinda, þó svo að hann fari á vinnutíma.

Veikindi barna yngri en 13 ára

Uppsögn í veikindum Veikindaréttur fellur niður við starfslok hvort heldur starfsmaður segir upp starfi eða honum er sagt upp störfum. Hafi starfsmanni borist uppsögn með venjulegum uppsagnarfresti en

Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.


Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins mættu á svæðisþing 2012 Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mættu á svæðisþing tónlistarskóla sl. haust til að ræða:  grunnþætti nýrrar menntastefnu,  hæfniskipt nám og  endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Hér á eftir hafa verið teknir saman nokkrir punktar úr þeirra kynningu og umræðum. Björg Pétursdóttir, deildarstjóri á stefnumótunar- og þróunardeild, og Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri á skrifstofu menntamála, kynntu grunnþætti nýrrar menntastefnu á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust. Ný menntastefna er lögð til grundvallar í nýjum aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla sem skulu vera komnar í framkvæmd árið 2015. Þau sögðu námskrána vera leiðarvísir fyrir þá sem vinna í skólunum en bent var á mikilvægi þess að geta farið út fyrir þann ramma sem hún setur. Nýjar aðalnámskrár opna fyrir nýja nálgun, gera má hlutina öðruvísi en áður. Áherslan er á sjálfstæði kennara og skóla, krafan um samræmingu er víkjandi. Ný menntastefna felur því í sér talsverðar breytingar. Ný menntastefna byggir á eftirfarandi sex grunnþáttum menntunar og eiga þeir að vera sýnilegir í öllu skólastarfi:      

læsi í víðum skilningi sjálfbærni heilbrigði og velferð lýðræði og mannréttindi jafnrétti sköpun

þættina eiga heima í aðalnámskrá tónlistarskóla. Fulltrúar ráðuneytisins spurðu þátttakendur einnig að því hvert þeir teldu vera hlutverk tónlistarskólanna. Er tónlistarnámið eingöngu undirbúningur fyrir önnur skólastig eða er það hugsanlega einnig undirbúningur fyrir lífið? Er tónlistarnám sértækt eða er hægt að telja það til almennrar menntunar? Gilda sömu markmið nú og þegar aðalnámskráin var gerð á sínum tíma, á það sama við í dag? Við endurskoðun aðalnámskrárinnar þarf að horfa til þeirrar reynslu sem er til staðar; spyrja hvað megi endurbæta, hverju þurfi að breyta og hvort það þurfi fleiri námsleiðir? Fram kom að hlutverk tónlistarskóla getur einnig verið mismunandi frá skóla til skóla því þarfir kunna að vera mismunandi eftir stöðum. Spyrja þarf hver sérstaða viðkomandi skóla er, hverjir eru veikleikarnir, hver er markhópurinn og hvaða þörfum er verið að mæta. Mikilvægt að umræða eigi sér stað í stéttinni Björg og Sigurjón bentu á að starfsfólk skólanna eru sérfræðingarnir á þessu sviði og það væri mjög mikilvægt að umræða um þessi mál færi fram í kennarahópnum. Skólanámskrá er leið hvers skóla til að marka sér sameiginlega stefnu en bent var á að kveðið er á um að tónlistarskólarnir geri sínar eigin skólanámskrár.

Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla og tengsl við nýja menntastefnu Endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla og staða tónlistarskólanna í samfélaginu var sett í samhengi við nýja menntastefnu ráðuneytisins og þeirri spurningu varpað fram hvort tónlistarskólarnir telji grunn-

Framhaldsskólinn - hæfniviðmið og þrepaskipting Mikið brottfall er í framhaldsskólum og á það einnig að einhverju leyti við um tónlistarskóla. Sú spurning vaknar hvort ekki sé verið að mæta þörfum nemenda, hvort væntingar þeirra til námsins standist ekki? Ein skýring á brottfalli í framhaldsskólum er talin vera sú að námið er of fræðigreinamiðað. Með nýrri námskrá standa vonir til að hægt verði að minnka brottfallið. Sjálfstæði skólanna er mikilvægt í þessu sambandi því þeir finna best hver þörfin á námsframboði er. Þessi áhersla gjörbreytir framhaldsskólunum því þeim er gert að móta sínar

Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Í nýrri menntastefnu er nemandinn miðlægur og hlutverk skólans er skilgreint sem:  almenn fræðsla; að þroska og koma börnum til manns,  að undirbúa fyrir næsta skólastig, undirbúningur fyrir starf.

eigin námsbrautir. Í dag er áherslan á nemandann, nám og námslýsingar eiga að henta honum. Bent var á að menntun og hæfni er ekki það sama, hæfni snýst um það hvernig nemandi getur nýtt sér það sem hann hefur lært - að námi loknu. Hæfniþættir eru skilgreindir innan hverrar greinar fyrir sig og eru þeir notaðir sem viðmið við mat og kennslu. Þetta kallar á fjölbreyttara námsmat en það þarf að taka á sem flestum þáttum námsins og spanna langan tíma. Í framhaldsskólanum eru hæfniþrepin fjögur og námsáfangar eru skilgreindir inn í þau:  1. þrep er á mörkum grunn- og framhaldsskóla,  2. þrep er stutt sérhæfing,  3. þrep er meiri sérhæfing eins og stúdentspróf, sveinspróf o.fl.,  4. þrep er á mörkum framhaldsskóla og háskóla. Nýtt einingakerfi í framhaldsskólunum (feiningar) miðast ekki eingöngu við viðveru nemenda í skólanum heldur er einnig tekið tillit til heimavinnu þeirra og annarra verkefna. Þetta opnar fyrir nýja möguleika í tónlistarnámi því æfingar nemenda, tónleikar o.fl. er nú tekið inn í myndina við mat til eininga. Þá er hugsanlegt að nemandi hefji nám í grunnnámi og sé þá metinn inn á 1. þrep í framhaldsskóla. Framhaldsskólar geta líka boðið upp á tónlistarbraut þar sem ¾ hlutar námsins eru tónlistartengdir ef vilji er til þess. Sjá má aukna snertifleti á milli tónlistarskóla og framhaldsskóla en þessir aðilar þurfa að eiga samtal um mótun tónlistarnáms og mat á því. Tækifæri fyrir tónlistarskóla Fundargestir lýstu margir ánægju sinni með þær áherslur sem ný menntastefna endurspeglar. Grunnþættirnir þóttu ríma mjög vel við það sem tónlistarnám snýst um. Ný menntastefna felur í sér tækifæri fyrir tónlistarskólana, nú sé lag að bjóða fram námsáfanga inn í almenna skólakerfinu því þar sárvanti listnám. Bent var á að þessar breytingar kölluðu á fjölbreyttara tónlistarnám, fleiri námsleiðir í tónlistar- og framhaldsskólunum. Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Elín Anna Ísaksdóttir, píanókennari Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.