Fréttabréf FT - 84. tbl., september 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Staðan í samningamálum Haustið 2010 Til að varpa ljósi á stöðuna í samningamálum fylgja hér punktar um ferlið frá gerð stöðugleikasáttmálans til dagsins í dag. •

Stöðugleikasáttmáli var undirritaður 25. júní 2009 af forsætisráðherra, fulltrúum heildarsamtaka launafólks, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Markmið sáttmálans fólust í því að stuðla að endurreisn efnahagslífsins í landinu.

Kennarasamband Íslands lagði áherslu á að verja velferðarkerfið, skólakerfið og samningsbundin kjör félagsmanna.

Samkvæmt sáttmálanum var gert ráð fyrir framlengingu kjarasamninga til loka nóvember mánaðar 2010.

Í viðræðum um sáttmálann var lögð áhersla á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu og einungis þeir sem hefðu laun undir um 210-220 þúsund kr. á mánuði áttu að fá launahækkanir.

• •

Þessu viðmiði var ekki fylgt af ríkinu og kjarasamningar fela í sér hækkanir á laun allt að 310.000 kr. á mánuði. Síðasti kjarasamningur Félags tónlistarskólakennara við Launanefnd sveitarfélaga hafði gildistímann 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Ekki hefur verið gengið frá nýjum kjarasamningi. Þann 29. apríl 2010 vísuðu samninganefndir Félags tónlistarskólakennara, Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara og Skólastjórafélags Íslands kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Meginkröfur félaganna eru að gengið verði frá kjarasamningi við félögin á svipuðum nótum og lagðar voru til grundvallar við gerð kjarasamninga ríkisins við Kennarasamband Íslands vegna framhaldsskóla. Fjórir fundir hafa verið haldnir undir verkstjórn ríkissáttasemjara: 10. maí, 21. maí, 7. júní og 12. ágúst.

Samningar annarra stéttarfélaga eru að losna - næsta samningstímabil að hefjast (nóvember). Á vettvangi þeirra sem áttu aðild að stöðugleikasáttmálanum er nú rætt um einhvers konar framhald eða aðgerðaáætlun. Við lítum svo á að það sé forsenda fyrir aðkomu að samfloti inn í framtíðina, að gengið verði frá kjarasamningum þess tímabils sem er að renna út (sept. 2009 til nóv. 2010) á sömu nótum og gert var fyrir framhaldsskólann. Ef framhald verður á samfloti munum við ekki vera aðilar að samkomulagi sem einungis hækkar lægstu laun. Við munum fylgja okkar stefnu um að menntun skuli metin til launa. Í blaðinu: • Frá erindi Jóhanns Inga Gunnarssonar, sálfræðings, „Góður liðsandi - mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda” á trúnaðarmannanámskeiði FT vorið 2010. • Um skatta-, lífeyris- og fæðingarorlofsmál. • Nýtt námsefni í píanóleik og í tónfræði. • Tónlist fyrir alla - áhugaverð verkefni í Evrópu um samstarf tónlistarskóla og grunnskóla. • Dagskrá svæðisþinga tónlistarskóla haustið 2010.

September 2010 · tölublað 84


Árangursrík liðsheild Á trúnaðarmannanámskeiði FT sem haldið var í mars 2010 hélt Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, erindi undir yfirskriftinni „Góður liðsandi – mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda – aðgerðir til að styrkja verkfærakistu trúnaðarmanna á krefjandi tímum“. Þar ræddi hann um mikilvægi hvers einstaklings, jákvæðni og seiglu í að skapa góðan liðsanda á vinnustað, sérstaklega á krefjandi tímum sem þessum. Jóhann Ingi líkti vinnustað við óróa þar sem ólíkir einstaklingar starfa saman og ákveðið jafnvægi þarf að vera á milli þeirra. Þegar slegið er í óróann skapast ójafnvægi og allt fer af stað – til dæmis getur einn neikvæður einstaklingur haft þannig áhrif að á vinnustaðnum sé slæmur starfsandi. Óróinn leitar að jafnvægi og það sama á við í samskiptum manna. Því skiptir miklu máli að á vinnustað sé leitast við að finna styrkleika hvers og

eins. Það flokkast til grundvallarþarfa einstaklinga að finna til sín og með því að styðja við þá þörf er hægt að hvetja fólk áfram og auka samstöðuna. Samkvæmt „örvakenningunni“ snýst liðsheild um hugarfar heildarinnar á hverjum tíma og að það sé ekki nóg að hafa einn leiðtoga heldur verði allir að vera leiðtogar og stefna að sameiginlegu markmiði.

• •

• •

Lífið snýst ekki um það sem við lendum í eða komum okkur í, heldur um það hvernig við vinnum okkur út úr hlutunum eins og þeir eru. Jóhann Ingi dró fram nokkra þætti sem hann telur að einkenni hugarfar og eiginleika afreksmanna: • Virk þátttaka í verkefnum – að vera tilbúin til að axla ábyrgð. • Bera ábyrgð á eigin hugarfari – vera eins góður og ÞÚ getur orðið en ekki

bera þig saman við aðra. Jákvætt hugarfar – þurfum þrjár jákvæðar hugsanir á móti einni neikvæðri til að viðhalda jákvæðu hugarfari. Gagnkvæmt traust. Eldmóður – elska að vinna en hata að tapa. Að trúa og vilja – slagorð Jóhanns Inga er „Sjálfstraust eykst við notkun!“ Auðmýkt en ekki hroki. Seiglan er kjarni sigurviljans.

Seigla merkir að gefast ekki upp og einkennist af staðfestu og úthaldi til að takast á við erfiðleika og krefjandi breytingar. Seigla er mikilvæg forsenda sjálfstrausts og Jóhann Ingi sagði okkur almennt búa yfir meiri seiglu en við gerum okkur grein fyrir. Við stöndum ætíð frammi fyrir vali þegar við bregðumst við mótlæti. Tökum málin í eigin hendur, árangurinn er undir okkur sjálfum kominn.

Upplýsingar um kjör og réttindi Staðgreiðsla skatta - Greiðslur í lífeyrissjóði Annaruppbót í fæðingarorlofi Staðgreiðsla skatta í þremur þrepum Fyrir árið 2010 voru gerðar breytingar á staðgreiðslu skatta og útreikningur fyrir mánaðartekjur eru í þremur þrepum sem hér segir: Af fyrstu 200.000 kr. 37,22% Af næstu 450.000 kr. 40,12% Af fjárhæð umfram 650.000 kr. 46,12% Hér er átt við laun að frádregnu iðgjaldi í lífeyrissjóð. Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur, sem er 44.205 kr. á mánuði. Fleiri en einn launagreiðandi? Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 200.000 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,12% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,12%. Skylduaðild að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Tónlistarskólakennarar sem heyra undir kjarasamning LN/FT/FÍH skulu eiga

aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga (www.lss.is). Sjóðfélagar greiða 4% af heildarlaunum í iðgjald til sjóðsins og launagreiðendur greiða 12% til A-deildar (frá og með 1. janúar 2009var 11,5% frá 1. okt 2006 til 31. des 2008). Kjósi sjóðfélagi í A-deild að flytja sig í V-deild sjóðsins, skal þó iðgjald launagreiðanda vera 11,5% af heildarlaunum. Undantekningar á skylduaðild Sólarlagsákvæði Þeir tónlistarskólakennarar sem áttu aðild að öðrum lífeyrissjóði eiga þegar kjarasamningurinn var gerður (þann 1. okt 2006) rétt á að halda þeirri aðild á meðan þeir gegna sama starfi hjá sama sveitarfélagi (svokallað „sólarlagsákvæði“). Athugið sérstaklega að mótframlag í aðra lífeyrissjóði en LSS á líka að vera hærra en almennt gerist. Frá og með gildistöku samningsins átti launagreiðandi að greiða 10,25% af heildarlaunum starfsmanns í mótframlag til almennra lífeyrissjóða fram að 31. desember 2006. Frá 1. janúar

2007 hefur mótframlag launagreiðanda tekið mið af mótframlagi launagreiðenda í A-deild LSS hverju sinni. Þ.e. 11,5% frá 1. jan. 2007 til 31. des 2008 og 12% frá og með 1. jan. 2009. Starfsmaður greiðir 4% iðgjald af heildarlaunum. Með almennum lífeyrissjóðum er átt við lífeyrissjóði sem um hefur verið samið á almennum vinnumarkaði. Viðbótarsparnaður Þegar starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarlífeyrissjóð, greiðir vinnuveitandi af heildarlaunum allt að 2% framlag gegn jafnháu framlagi starfsmanns. Annaruppbót í fæðingarorlofi Minnum á að vinnuveitandi greiðir starfsmanni í fæðingarorlofi annaruppbót í samræmi við kjarasamninga. Einnig bendum við á að ef 6 mánaða fæðingarorlof lendir á sumarorlofi (og kennari lengir ekki orlof umfram 6 mánuði) þá skal vinnuveitandi gera upp sumarorlofið að loknu barnsburðarleyfinu.


Svæðisþingin 2010

Nýtt námsefni

Að venju eru haldin svæðisþing tónlistarskóla um land allt í haust og er þetta í áttunda skipti sem þau fara fram. Svæðisþingin eru haldin sem hér segir: • • • •

• •

Föstudagur 27. ágúst - Austurland, Hótel Hérað á Egilsstöðum. Fimmtudagur 9. september - Norðurland, Menningarhúsið Hof á Akureyri. Föstudagur 10. september - Vestfirðir, Tónlistarskóli Ísafjarðar. Fimmtudagur 16. september - Suðurland og Suðurnes, Hljómahöllin í Reykjanesbæ. Fimmtudagur 23. september - Vesturland, Hótel Hamar í Borgarnesi. Föstudagur 24. september - Höfuðborgarsvæðið, Hásalir í Hafnarfirði.

Sem fyrr verða tekin fyrir fagleg málefni sem eru ofarlega á baugi hjá stéttinni og verða eftirfarandi atriði á dagskrá á öllum stöðum: Kynning á tillögum að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu Vinnuhópur, skipaður af rektor Listaháskóla Íslands, um námsbraut á meistarastigi í hljóðfæra- og söngkennslu skilaði af sér tillögum 15. janúar síðast liðinn. Nína Margrét Grímsdóttir, formaður vinnuhópsins mun kynna tillögurnar. Ferlið framundan, lykilspurningar og umræður: Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Mist B. Þorkelsdóttir, forseti tónlistardeildar LHÍ, og Sigurður Halldórsson, fagstjóri meistaranáms í LHÍ, munu skipta svæðisþingum tónlistarskóla með sér og fara yfir þann farveg sem bíður tillagna vinnuhópsins, varpa fram lykilspurningum varðandi inntak þeirra og taka þátt í umræðum. Hugvekja um fagmennsku Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og formaður Skólamálaráðs KÍ, heldur erindi um fagmennsku. Í erindi sínu kemur Elna inn á tengsl fagmennsku við starfsánægju og góðs starfsanda á vinnustöðum. Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla Myndbrot frá uppskeruhátíð tónlistarskóla 2010 sýnd og farið yfir hvernig framkvæmd hátíðarinnar tókst til. Fyrirkomulag uppskeruhátíðar tónlistarskóla 2011 kynnt. Umræður. Jón Hrólfur Sigurjónsson, fulltrúi í stjórn FT, og Sigrún Grendal, formaður FT. Staða tónlistarskóla í dag – stuttar framsögur og umræður • Fjárframlög sveitarfélaga til tónlistarskóla árin 2008-2010 Sigrún Grendal, formaður FT. Breytingar á fjárframlögum sveitarfélaga til tónlistarskóla milli áranna 2008 og 2010 skoðaðar. Umræður. • Kjaraþróun í tónlistarskólum – staðan Sigrún Grendal, formaður FT og Björn Th. Árnason, formaður FÍH. Launaþróun skoðuð í samanburði við viðmiðunarhópa og launavísitölu og kaupmáttarbreytingar skoðaðar. Farið yfir stöðuna í samningamálum. Umræður. • Sameining skólastofnana – sérstaða tónlistarskóla Sigrún Grendal, formaður FT. Í menntalögum frá 2008 um grunnskóla og leikskóla er sveitarfélögum heimilað að reka saman grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Farið verður yfir stöðu mála og sérstaða tónlistarskóla rædd. • Mismunandi skólalíkön í kerfi tónlistarskóla á Íslandi Sigrún Grendal, formaður FT og Árni Sigurbjarnarson, varaformaður FT. Nokkur skólalíkön skoðuð út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda, markmiðum aðalnámskrár o.fl. Unnið upp úr könnun FT sem framkvæmd var árið 2009. Umræður. • Hverjar eru helstu áskoranir tónlistarskóla á Íslandi? Jón Hrólfur Sigurjónsson, fulltrúi í stjórn FT. Unnið upp úr úttekt menntamálaráðuneytisins á stöðu listfræðslu á Íslandi og svörum skólastjóra tónlistarskóla við samhljóða spurningu í könnun FT 2009. Umræður. Fulltrúar frá samstarfsaðilum þinganna, Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Samtökum tónlistarskólastjóra (STS) og Félagi tónlistarskólakennara (FT) taka þátt í panelumræðum.

Nýtt námsefni í tónfræðum, Ópus 4, er komið út. Þetta er fyrsta bókin af þremur fyrir miðnám. Áður útkomnar kennslubækur eru Ópus 1, 2 og 3 fyrir grunnnám. Efni bókarinnar hefur verið tilraunakennt við Tónlistarskóla Kópavogs. Eins og í fyrri bókum er lögð áhersla á að kenna tónfræðilegu þekkingaratriðin á fjölbreyttan og myndrænan hátt. Í bókinni eru fróðleiksmolar um tónskáld, tónverk og tímabil í tónlistarsögunni. Höfundar: Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir. Nótnaskrift, myndskreytingar og uppsetning: Rán Flygenring. Dreifingaraðili: Tónastöðin ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími: 552 1185 og netfang tonastodin@tonastodin.is.

Út er komin ný píanóbók með lögum fyrir grunn-, mið-, og framhaldsnám. Nóturnar eru til sölu í Tónarstöðinni eða hjá höfundinum í síma 863 5286 og á rahni@simnet.is. Lagahöfundur og útgefandi er klarínettuleikarinn Selvadore Rähni sem er nýráðinn tónlistarskólastjóri í Bolungarvík. Selvadore er með meistara- og doktorsgráðu í klarínettuleik frá Þýskalandi og er einnig liðtækur píanisti. Selvadore er fyrsti eistneski tónlistarmaðurinn sem fékk fasta stöðu í Japan og lék í átta ár sem fyrsti klarínettuleikari Kyoto Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann hefur spilað sem sólóisti m.a. í Berlín, Karlsruhe, Stuttgart, Kyoto, Osaka, Tokyo, Tallinn og Moskvu.


Tónlist fyrir alla Samstarfsverkefni tónlistarskóla og grunnskóla í Evrópu Dagana 13.-16. maí 2010 fór fram aðalfundur EMU ásamt ráðstefnu undir yfirskriftinni „Tónlistarkennsla í Evrópu – Tónlist fyrir alla“. Haldin voru áhugaverð erindi m.a. um tónlistarfræðslu í Evrópu, áhrif Bologna ferlisins á tónlistarskóla í Evrópu ásamt samstarfsverkefnum grunn- og tónlistarskóla í Evrópu. Hér verður sagt frá nokkrum þeirra en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu EMU, www.musicschoolunion.eu.

Þýskaland: Jedem Kind ein Instrument Hljóðfæri fyrir hvert barn www.jedemkind.de Verkefnið er hluti af stærra verkefni um menningarhöfuðborg Evrópu 2010 í Ruhrhéruðunum í Þýskalandi. Öll börn á fyrsta ári í grunnskóla fá tækifæri til að læra á hljóðfæri að eigin vali og vera í tónlistarnámi í fjögur ár. Tónlistarskólar eru aðili að verkefninu og væntingar eru um að þeir muni ná til um tíu sinnum fleiri barna en ella í lok verkefnisins þar sem að margir þátttakendur munu hafa áhuga á að halda áfram tónlistarnámi. Sjóðurinn sem starfrækir verkefnið aðstoðar tónlistarskóla við framkvæmdina og sér um ýmis sameiginleg málefni, eins og verkefnaþróun, gæðastjórnun, samskipti, styrkveitingar, námskeið fyrir kennarana o.fl. Nú eru um 55 tónlistarskólar sem taka þátt í verkefninu og um 540 grunnskólar. Verkefnið er fjármagnað með styrkjum frá bæði menningarsjóðum og sveitarfélögum ásamt þátttökugjöldum. Þátttakendur greiða mánaðarlega 20 Evrur á öðru ári og 35 Evrur á þriðja og fjórða ári en fyrsta árið er frítt. Í sumum tilfellum er leitað eftir styrkjum o.þ.h. fyrir þátttökugjöldunum þar sem aðalmarkmiðið er að veita öllum börnum tækifæri til að læra tónlist. Ráðuneyti um menntun Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

og rannsóknir fjármagnar svo mat á verkefninu allt til ársins 2013 í samstarfi við tvo háskóla, aðallega með opinberum styrkjum. Á fyrsta árinu er börnunum kynnt sextán mismunandi hljóðfæri (strengja- og blásturshljóðfæri auk t.d. gítars, djembe tromma og harmónikku) ásamt því að þau læra ýmis grunnatriði eins og takt og nótnalestur í gegnum söng, dans og myndlist. Tónlistarkennarinn kennir 25 börnum í hóp í grunnskólanum í samvinnu við grunnskólakennarann. Í lok fyrsta ársins hefur barnið svo vonandi áhuga á að læra meiri tónlist og fær þá að velja sér hljóðfæri sem það einbeitir sér að á öðru til fjórða árinu. Börnin fá hljóðfærin lánuð til afnota í skólanum og heima við, sér að kostnaðarlausu. Börnin hittast vikulega til að spila og syngja saman og í lok vetrarins er haldin sýning fyrir aðstandendur þar sem þau leika á hljóðfærin. Á þriðja og fjórða ári er byggt á hljóðfærakennslu í litlum hópum annars vegar og þátttöku í skólahljómsveit hins vegar. Í hljómsveitarstarfinu er lögð áhersla á bæði tónlist og félagslega hæfni, þ.e. að kenna þeim að hlusta á hina spila og spila með öðrum, t.d. að byrja og enda saman. Sambærileg verkefni hafa einnig verið í Englandi og Hollandi:

Þýskaland: Jedem Kind seine Stimme Hvert barn með sinni rödd www.jedem-kind-seine-stimme.de Hugmyndafræði verkefnisins er að börn upplifi tónlist með því að búa til tónlist (children experience music through making music). Röddin gefur möguleika á að auka við tónlistarlegan, tilfinningarlegan og félagslegan þroska barnanna. Líkaminn þeirra verður hljóðfærið og þau efla hreyfifærni og vitsmunalegan þroska í gegnum söng, takt og hreyfingu. Verkefnið hófst veturinn 2007-2008 og kennslan fer fram í grunnskólanum þar sem söngkennari og grunnskólakennari vinna saman. Verkefnið nær til nemenda í 2. og 3. bekk í 23 skólum. Kennslan fer fram á skólatíma og stendur yfir allan veturinn. Nemendurnir greiða ekkert fyrir kennsluna en hún er fjármögnuð með styrkjum frá m.a. sveitarfélaginu NRW, borginni Neuss og styrktarsjóði. Mikil áhersla er lögð á gæði meðal annars með því að reyndir söngvarar og söngkennarar sjá um kennsluna og þeir hittast reglulega og deila reynslu sinni. Kennararnir fá sérstaka þjálfun fyrir verkefnið og vísindalegt mat er gert af háskólanum Heinrich-Heine í Düsseldorf.

Wider opportunities er verkefni sem miðar að því að öllum börnum, sem hafa áhuga, standi til boða að læra á hljóðfæri. Verkefnið hófst árið 2000 og mun hafa náð til tveggja milljóna barna á aldrinum 7-11 ára árið 2011. Sjá nánar á www.thefms. org/ teachers-parents-children.

Sambærilegt verkefni er í borginni Münster í Þýskalandi. Sjá nánar á vefslóðinni www.muenster.de/stadt/ musikschule/jekiss.html.

Leerorkest er sinfóníuhljómsveitarverkefni sem byggt er á El Sistema í Venezuela og störfum Roberta Guaspari í New York. Um er að ræða hljóðfærakennslu í hópum í fjögur ár.

Fjögurra strengja verkefnið er sérstaklega sett upp til að vinna með fjölmenningarlegt og sundurleitt umhverfi 8 ára barna í Mataró í Katalóníu á Spáni. Sjá nánar á heimasíðu EMU.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður FT, og Hafdís D. Guðmundsdóttir, starfsmaður FT.

Progetto Musica er verkefni á Ítalíu þar sem að m.a. var unnið með kórum í grunnskólum í níu sveitarfélögum (www.musicaer.it).


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.