Fréttabréf FT - 83. tbl., maí 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisþing tónlistarskóla haldin í áttunda skipti haustið 2010 Svæðisþing tónlistarskóla verða haldin í áttunda sinn í haust og eins og í fyrra verða þau haldin á sex stöðum: • • • •

• •

Föstudagur 27. ágúst – Austurland (Egilsstaðir) Fimmtudagur 9. september – Norðurland (Akureyri) Föstudagur 10. september – Vestfirðir (Ísafjörður) Fimmtudagur 16. september – Suðurland og Suðurnes (Reykjanesbær) Fimmtudagur 23. september – Vesturland (Borgarnes) Föstudagur 24. september – Höfuðborgarsvæðið

Sem fyrr verða tekin fyrir fagleg málefni sem eru ofarlega á baugi hjá stéttinni og fylgja hér drög að dagskrá: 1. Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla Hvernig tókst til 2010? / Fyrirkomulag Nótunnar 2011. 2. Staða tónlistarskóla í dag Staða tónlistarskóla verður skoðuð og rædd út frá eftirfarandi sjónarhornum: Niðurskurði (fjárframlög sveitarfélaga til tónlistarskóla árin 2008-2010), sameiningum skólastofnana (hver er sérstaða tónlistarskóla innan skólakerfisins sem fagstofnana) og fagmennsku (mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda á krefjandi tímum). Innlegg og umræður.

3. Valdir kaflar úr eftirfarandi skýrslum verða teknir til umfjöllunar og brotnir til mergjar: •

Rannsókn menntamálaráðuneytisins/Anne Bamford. „Úttekt á stöðu listfræðslu á Íslandi“ (skýrslan verður aðgengileg á íslensku í vor). Könnun FT „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“ (verður sett á netið í vor). Mismunandi skólalíkön skoðuð út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda o.fl.

4. Tillögur að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu Þann 21. september 2009 skipaði rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, vinnuhóp til að gera tillögur um námsbraut á meistarastigi í hljóðfæra- og söngkennslu við skólann. Vinnuhópurinn skilaði af sér greinargerð og tillögum 15. janúar síðastliðinn. Kynning og umræður. Svæðisþingin eru haldin í samstarfi Félags tónlistarskólakennara (FT), Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Nánari upplýsingar verða sendar til tónlistarskóla og félagsmanna þegar nær dregur.

NÓTAN uppskeruhátíð tónlistarskóla Yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla, skipuð tveimur fulltrúum frá Samtökum tónlistarskólastjóra (STS), Félagi tónlistarskólakennara (FT) og Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), hélt fund þann 21. apríl þar sem farið var yfir framkvæmd uppskeruhátíðarinnar 2010 með það fyrir sjónum að draga lærdóm af og betrumbæta. Fundinn sátu fulltrúar úr undirbúningshópum vegna svæðisbundna hluta uppskeruhátíðarinnar, yfirstjórn og stjórnum STS, FT og FÍH. Framhald á næstu síðu

Lokatónleikar Nótunnar 2010 í Langholtskirkju 27. mars. Á myndinni eru þeir tónlistarnemendur sem hlutu viðurkenningar á lokatónleikum Nótunnar 2010 auk nokkurra aðstandenda hátíðarinnar og góðra gesta.

Maí 2010 · tölublað 83


NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla (frh.) Fyrir fundinn hafði verið kallað eftir skriflegum athugasemdum og punktum frá þeim aðilum sem komu að hátíðinni. Í stórum dráttum var almenn ánægja ríkjandi með Nótuna og hvernig til tókst. Margir gagnlegir punktar liggja eftir fundinn sem nýtast við að slípa til framkvæmd Nótunnar næstu ár. Í kjölfar þessa fundar hafa fulltrúar úr stjórnum FÍH, FT og STS fundað tvisvar og liggur eftirfarandi fyrir vegna Nótunnar 2011: Nótan 2011 •

Lokatónleikar Nótunnar verða haldnir laugardaginn 26. mars. Undirbúningshópar á hverju svæði ákvarða dagsetningu fyrir svæðisbundnu tónleikana eins og síðast. Yfirstjórn og undirbúningshópar fyrir 2011 verða myndaðir í vor. Þátttökuflokkar (grunn-, mið- og framhaldsnám) og viðurkenningarflokkar (einleikur/-söngur, samleikur/-söngur og frumsamið/ frumlegt) verða þeir sömu og árið 2010. Efnisval verður frjálst.

Aðrar tímasetningar uppskeruhátíðar Á yfirstandandi skólaári kusu margir að vinna úr degi tónlistarskólanna í sínu nánasta umhverfi, ýmist með hefð-

Tónlistarskólar á Vesturlandi og Vestfjörðum héldu saman tónleika í Hólmavíkurkirkju á Hólmavík þar sem Diddi fiðla var kynnir.

Tónlistarskólar á Norður- og Austurlandi héldu saman tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem Gunnar Gíslason, fræðslustjóri, var kynnir.

bundnum dagskrám skólanna og/eða undir yfirskrift fyrsta hluta uppskeruhátíðarinnar. Á öllum svæðum voru svæðisbundnu tónleikar Nótunnar haldnir um miðjan mars þ.e. hálfum mánuði eftir dag tónlistarskólanna. Ekki er ólíklegt að fyrirkomulagið verði á svipuðum nótum á næsta ári. Stjórnir FÍH, FT og STS munu funda aftur innan tíðar og vinna enn frekar úr punktum sem komu fram á fyrrgreindum fundi 21. apríl. Nótan verður síðan meðal efnisatriða á svæðisþingum tónlistarskóla næstkomandi haust. Svæðisbundnir tónleikar Þann 13. mars síðastliðinn fóru fram tónleikar á fjórum stöðum um landið þar sem nemendur á öllum aldri og námsstigum fluttu verk sín. Lokatónleikarnir Lokatónleikar uppskeruhátíðar tónlistarskóla 2010 fóru svo fram laugardaginn 27. mars í Langholtskirkju í Reykjavík. Kynnir á tónleikunum var Pétur Grétarsson, tónlistarmaður. Fyrst fóru fram grunn - og miðnámstónleikar, næst framhaldsnámstónleikar og að lokum lokaathöfn. Á tónleikunum komu fram rúmlega 100 nemendur frá 26 skólum og veittar voru níu viðurkenningar. Í valnefnd á lokatónleikunum sátu Arndís B. Ásgeirsdóttir, sem var formaður valnefndar, Gunnar Þórðarson og Guðni Franzson. Lokaathöfnin Á lokaathöfninni fluttu verðlaunahafar sín atriði. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Júlíus Vífill Ingvarsson, staðgengill borgarstjórans í Reykjavík, og Arndís Björk Ásgeirsdóttir, formaður valnefndar, fluttu ávörp og afhentu viðurkenningar. Atriði sem hlutu „NÓTUNA“ 2010 á lokatónleikum uppskeruhátíðarinnar:

Á Suðurlandi og Suðurnesjum héldu tónlistarskólar tónleika í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Kynnir var Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi í Ölfusi.

Skólahljómsveit Grafarvogs (frumlegt/grunnnám) Fagott kvartett Bryndís Þórsdóttir, fagott/kontrafagott Dagný Pétursdóttir, fagott Steinunn Björg Hauksdóttir, fagott Bergrún Lilja Jónsdóttir, fagott Nýi tónlistarskólinn (samleikur/grunnnám) Kristín Sóley Mason, píanó Una Mist Óðinsdóttir, fiðla Heiðrún Inga Guðmundsdóttir, selló Tónlistarskólinn í Garði (einsöngur/grunnnám) Anna Halldórsdóttir, söngur Meðleikur á píanó: Anna Málfríður Sigurðardóttir Tónlistarskóli Árnesinga (frumsamið/miðnám) Bergþóra Rúnarsdóttir, fiðla Tónlistarskóli Seltjarnarness (samleikur/miðnám) Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík (einleikur/miðnám) Pétur Úlfarsson, fiðla Meðleikur á píanó: Ásta Haraldsdóttir Tónmenntaskóli Reykjavíkur (frumsamið/framhaldsnám) Sölvi Kolbeinsson, saxófónn Tónlistarskóli FÍH (samleikur/framhaldsnám) Ragnhildur Gunnarsdóttir, trompet Tómas Jónsson, píanó Tónlistarskóli Kópavogs (einleikur/framhaldsnám) Gunnlaugur Björnsson, gítar

Tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu saman tónleika í sal FÍH í Reykjavík. Kynnir var Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.


NÓTAN 2010

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitir nemendum úr Tónlistarskóla FÍH viðurkenningu fyrir samleik í framhaldsnámi.

„Sköpunarkraftur ungs fólks“ Í byrjun desember 2009 stóð menntaog menningarmálaráðuneytið fyrir ráðstefnunni „Sköpunarkraftur ungs fólks“ þar sem leitað var svara við spurningunni „hvernig getum við stutt við hugvit og sköpunarkraft hjá ungu fólki?“ Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvernig við hönnum okkar menntakerfi til að fylgja spurningunni eftir. Dagskráin var fjölbreytt og þátttakendur voru alls 250 talsins, allt frá ungu fólki, til fulltrúa iðnaðar og háskóla auk stefnumótunaraðila. Verður hér vitnað í nokkra aðalfyrirlesara ráðstefnunnar.

Júlíus Vífill Ingvarsson, staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur, veitir Bergþóru Rúnarsdóttur úr Tónlistarskóla Árnesinga viðurkenningu fyrir frumsamið verk í miðnámi.

Arndís B. Ásgeirsdóttir, formaður valnefndar á lokatónleikunum, veitir nemendum úr fagott kvartett úr Skólahljómsveit Grafarvogs viðurkenningu fyrir frumlegan flutning í grunnnámi.

Áheyrendur á lokaathöfn Nótunnar í Langholtskirkju þann 27. mars 2010.

Skapandi námsgreinar skipta sköpum Anne Bamford, prófessor við „University of the Arts“ í London, benti á mikilvægi kennslu skapandi greina til að þroska hæfni nemenda til skapandi hugsunar. Há gæði í kennslu skapandi greina skila sér í aukinni skapandi hugsun í öðrum fögum, eins og lestri og reikningi. Rannsóknir sýna að nemendur frá skólum sem leggja mikla rækt við listir eru líklegri til að skrá sig í framhaldsnám, til að fá atvinnu, til að kjósa, til að taka þátt í sjálfboðastarfi og mynda sterk vinatengsl, heldur en nemendur úr skólum með minni áherslu á skapandi greinar. Hvatning og áskoranir Rithöfundurinn og framkvæmdastjórinn Gordon Torr færði rök fyrir því að undirstöðuatriði skapandi ferla væru sköpun, handverk og hvatning. Til að skapa sannanlega eftirtektarverða hluti verður þú að hafa til að bera fulla færni á handverki greinarinnar, drífandi áhuga og vera mjög skapandi. Torr lagði auk þess áherslu á mikilvægi þess að takast á við áskoranir sem ýta einstaklingnum út úr sínu þægindasviði (“comfort zone”) - ef hann á að finna hvatann til að bæði hugsa og starfa á skapandi hátt. Að læra alla ævi Skóli morgundagsins verður að taka tækifærunum opnum örmum og þar með bjóða upp á algjörlega nýja faglega færni - færni sem byggir á getunni til að koma auga á ný tækifæri og tengsl. Nemendur verða að læra hvernig á að starfa á skapandi vettvangi, þar sem þeirra eigin hugmyndir og annarra eru þróaðar áfram.

Upphafið í allri kennslu verður að vera hæfni hvers einstaks nemanda og það verður að kenna nemendum að læra alla ævi. „Það er ekki nóg að vera meðvitaður um að þetta verði að gera, við verðum að framkvæma þetta í raun og veru“ sagði Johan H. Andersen, sem er norskur framkvæmdastjóri og fjárfestir í félagslegri frumkvöðlastarfsemi. Það er ekki hægt að kenna sköpun „Það er ekki hægt að kenna sköpun - en sköpun er hægt að læra“ - var einn af meginpunktum ráðstefnunnar. Til að efla sköpun er mikilvægt að rétta umgjörðin sé til staðar - umgjörðin verður að fela í sér frelsi, tíma og áskoranir samhliða skuldbindingu einstaklinga og virka þátttöku. Prófessor Anna Craft, frá háskólanum í Exeter, lagði áherslu á að lausnamiðuð hugsun einkenndi skólana okkar – þ.e. að skapaður væri besti mögulegi upphafsreiturinn til að byggja upp skapandi og hugmyndaríkt ungt fólk. Ástríða og óskir kennarans verða að vera grunnurinn og upp frá honum verður skólinn að styðja nemandann í að bera kennsl á sín eigin tækifæri. Johan H. Andersen mælti með því að kenna frumkvöðlafræði í skólum sem aðferð til að hlúa að meiri nýbreytni í framtíðinni. Utanaðkomandi öfl inn í skólana Meðal unga fólksins á ráðstefnunni kom fram skýr áhugi á að fá utanaðkomandi sérfræðinga til að taka þátt í kennslu s.s. úr hinum skapandi geira og viðskiptalífinu. Sem dæmi var nefnt að fá rithöfunda til að kenna lestur og skrift og annað listafólk til að kenna listgreinar. Fólk úr viðskiptalífinu getur einnig komið með ný sjónarhorn á mörg viðfangsefni og bent á ný tækifæri. Utanaðkomandi fagmenn geta lagt sitt af mörkum með ástríðu, trúverðugleika og nýrri innsýn í skólana. Í þessu sambandi töluðu allir aðalfyrirlesarar fyrir aukinni samvinnu milli menntakerfisins og hinna skapandi atvinnugreina og menningarstofnana. Nánari upplýsingar frá ráðstefnunni er að finna á vefnum www.yourhost.is/ ichy2009/draft-agenda.html.


Vísun kjaradeilu til sáttasemjara Þann 29. apríl síðastliðinn vísuðu samninganefndir Félags tónlistarskólakennara, FT, Félags grunnskólakennara, FG, Félags leikskólakennara, FL, og Skólastjórafélags Íslands, SÍ, kjaradeilu félaganna til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir félaganna fara fram á að gengið verði frá kjarasamningum við félögin á svipuðum grunni og gert var í kjarasamningum ríkisins við Félag fra mhaldsskó la kennara í nóvember 2009.

STYRKUR HÆKKAÐUR Ríkissáttasemjari er Magnús Pétursson og er hann til húsa í Borgartúni 21, Höfðaborg. Vefsíða www.rikissattasemjari.is

ISME 2010 • •

Í stöðugleikasáttmálanum sem var undirritaður af fulltrúum ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtökum launafólks þann 25. júní 2009 var meðal forsendna að gengið yrði frá kjarasamningum eins fljótt og auðið væri þar sem áhersla væri lögð á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu. Þannig hljóma kjarasamningar Félags framhaldsskólakennara upp á að þeir sem eru með mánaðarlaun í dagvinnu undir 285 þúsund krónum fá hækkun um 6.500 kr. þann 1. júní n.k. en síðan er hækkunin minni á laun upp að 310 þúsund krónum. Mánaðarlaun í dagvinnu sem eru hærri en 310 þúsund krónur verða óbreytt. Félögin fara fram á að forsendum stöðugleikasáttmálans verði fylgt og jafnstöðu og jafnræðis verði gætt í kjarasamningum kennara og stjórnenda.

• •

Samninganefnd Félags tónlistarskólakennara skipa: • • • •

Sigrún Grendal, formaður Árni Sigurbjarnarson Anna Hugadóttir Jón Hrólfur Sigurjónsson Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

Jón Sigurðsson Júlíana Rún Indriðadóttir Guðbjörg Sigurjónsdóttir Ólafur Flosason

Sameiginlega viðræðunefnd KÍ félaga skipa: •

• • • •

Eiríkur Jónsson, formaður KÍ og formaður viðræðunefndar Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður SÍ Marta D. Sigurðardóttir, formaður FL Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ Ólafur Loftsson, formaður FG Sigrún Grendal, formaður FT

Komi til forfalla hjá formönnum félaganna verður kallaður inn varamaður úr samninganefnd viðkomandi aðildarfélags. Samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga, LN, skipa: •

Viðræðunefnd félaganna er sameiginleg og samanstendur hún af einum fulltrúa úr samninganefndum félaganna. Fyrsti fundur undir stjórn ríkissáttasemjara var haldinn 10. maí og annar fundur er boðaður þann 21. maí.

Á fundi stjórnar Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara í mars var ákveðið að hækka hópferðarstyrki úr 60.000 kr. í 100.000 kr.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, formaður samninganefndar LN Guðfinna Harðardóttir, mannauðssérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar Benedikt Valsson, hagfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Heimsráðstefna ISME 2010 verður haldin 1.-6. ágúst 2010 í Beijing í Kína. Þangað koma jafnan tónlistarkennarar frá allt að 90 löndum til að læra, deila og upplifa allt sem boðið er upp á varðandi tónlist og tónlistarkennslu. Viðburðurinn er meira eins og hátíð fremur en hefðbundin ráðstefna. Þar eru flutt hefðbundin erindi en einnig fara fram margskonar hringborðsumræður og „vinnuhópar“ (workshops) ásamt sýnikennslu, tónleikum, hljóðfærasýningum og námsefniskynningum. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar 2010 eru Chen Yi, prófessor við the Conservatory of the University of Missouri-Kansas City og gestaprófessor við Beijing Central Conservatory of Music, og Bruno Nettl, prófessor í tónlist og fornleifafræði við School of Music,University of Illinois. Skráning og allar frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.isme.org/2010.

Til að skrá sig á ráðstefnuna þarf fyrst að gerast meðlimur að ISME (Individual Member) og þar með fæst rafrænn aðgangur að vefsíðu ráðstefnunnar til skráningar.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður FT, og Hafdís D. Guðmundsdóttir, starfsmaður FT.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.