Jólablað_Keflavíkur_2015

Page 1

Jólin 2015 44. árgangur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag


Fréttir

af félaginu 2015 Íþróttamaður Keflavíkur 2014 Í hófi aðalstjórnar í félagsheimili félagsins þann 30. desember 2014 voru íþróttamenn deilda heiðraðir, íþróttakona og íþróttakarl Keflavíkur 2014 útnefnd. Ástrós Brynjarsdóttir er íþróttakona og Kristófer Sigurðsson íþróttakarl Keflavíkur 2014. Hver verða það í ár?

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2015 Silfurmerki var veitt Bjarna Sigurðssyni skotdeild. Silfurmerki Keflavíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu. Fimm bronsmerki voru veitt þeim Matthíasi Magnússyni knattspyrnudeild, Stefáni Má Jónassyni badmintondeild, Guðmundu Róbertsdóttur sunddeild, Sigurþóri Sævarssyni sunddeild og Sævari Sævarssyni körfuknattleiksdeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu. Starfsbikar félagsins var veittur Einari Birgi Bjarkasyni. Heiðursmerki úr gulli var veitt Kjartani Mássyni. Gullmerki UMFÍ var veitt Kára Gunnlaugssyni. Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Halldóru Björk Guðmundsdóttur fimleikadeild og Jóni Sigurbirni Ólafssyni knattspyrnudeild.

Umhverfisdagur Keflavíkur Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Keflavík stóð fyrir umhverfisdegi þriðjudaginn 28. apríl. Yfir sextíu manns tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin og týna upp rusl var endað með grilli í félagsheimili okkar. Aðalstjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við okkar samstarfsaðilum fyrir gott samstarf, en það voru Samkaup/Nettó, Víkurfréttir, Myllan og Reykjanesbær. Hreint land fagurt land.

Námsferð UMFÍ til Danmerkur Námsferð fyrir framkvæmdastjóra/forystufólk sambandsaðila UMFÍ til Danmerkur 7. – 10. maí. Einar Haraldsson var fulltrúi Keflavíkur í þessari ferð.

18. Unglingalandsmót UMFÍ Akureyri 2015 18. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okkar taldi 61 keppenda og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sérstaklega fara- og tjaldbúðastjóra fyrir þeirra framlag. Vel að verki staðið.

19. Unglingalandsmót í Borganesi 2016 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borganesi um verslunarmannhelgina.

Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennfélags 2015. Efri röð frá vinstri: Birgir Ingibergsson, Birgir Már Bragason, Þórður M. Kjartansson og Guðjón Axelsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Adólfsson, Einar Haraldsson, Kári Gunnlaugsson og Bjarney S. Snævarsdóttir.

Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum ætti að leiðast á unglingalandsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur okkar fólk til að taka þátt í mótinu. Undanfarin ár hefur aðalstjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

6. Landsmót UMFÍ 50+ Ísafirði 6. Landsmót UMFÍ 50+ verður á Ísafirði júní 2016. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Keflavíkurdagurinn Keflavíkurdagurinn var haldinn 12. september. Á þessum degi eru deildir félagsins að kynna bæjarbúum það frábæra og metnaðarfulla íþróttastarf sem er í boði innan Keflavíkur og unnið nánast allt í sjálfboðaliðavinnu. (Opið hús var í íþróttahúsinu við Sunnubraut á milli 13:00 – 15:00.)

Betra félag / Betri deild Keflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfirvöld um að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum, sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan Keflavíkur.

Innheimtu og skráningarkerfi Keflavík býður upp á innheimtu og skráningarkerfi sem heitir Nori og er það að finna á heimsíðu okkar. Öllum deildum félagsins stendur til boða að nýta sér kerfið og eru flestar deildir að nota Nórakerfið. Með tilkomu þessa nýja innheimtu- og skráningar-

kerfis þá eru skil á greiðslum og skráningum að skila sér betur.

Heimasíða Keflavíkur Keflavík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http://www.keflavik.is Tölvupósturinn er vistaður hjá Símafélaginu og póstfangið er keflavik@keflavik.is

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda. Efnahagsástandið hér á landi að undanförnu hefur komið við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ eins og aðra. Tekjur frá stuðningsaðilum okkar hafa minnkað og færri fyrirtæki hafa séð sér fært að styrkja íþróttastarfsemi. Deildir okkar hafa brugðist við með því að skera niður kostnað. Ekki stendur til að skera niður í yngriflokka starfinu því það er jú mikilvægt að halda því þjónustustigi sem verið hefur og jafnvel að efla það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í raun er undravert hversu sjálfboðaliðum í stjórnum deilda félagsins hefur tekist vel að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi á undanförnum árum. Almennt er mjög vel staðið að rekstri einstakra deilda félagsins sem hafa sjálfstæðan fjárhag undir yfirstjórn aðalstjórnar. Aðalstjórn félagsins leggur sig fram við að halda fjármálum alls félagsins í góðu horfi og reynir að hindra að eytt sé umfram tekjur. Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum. Áfram Keflavík Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

Útgefandi: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag Ábyrgðarmaður: Einar Haraldsson • keflavik@keflavik.is, 421 3044 • Forsíðumynd: Ástráður Elí Gunnarsson, ljósm. Eva Björk Ægisdóttir Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. • stapaprent@simnet.is, 421 4388

2

Jólablað 2015


Allt til jólanna

í jólaskapi Jólablað 2015

3


Verðlaunahafar yngri flokka.

Lokahóf Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar 2015

L

okahóf yngri flokka Keflavíkur var haldið íþróttahúsinu við Sunnubraut laugardaginn 10. október. Þar mættu iðkendur og foreldrar þeirra til að gera upp sumarið. Veitt voru verðlaun fyrir árangur og ástundun og boðið upp á grillaðar pylsur og drykki. Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa þetta tímabilið.

Drengir 7. flokkur yngri Besta mæting: Elvar Ingi Ólafsson og Tómas Aron Emilsson, 97.69% Mætingarverðlaun: Bóas Orri Unnarsson, Brynjar Björn Einarsson, Jóhann Gauti Guðmundsson, Ómar Helgi Kárason, Ómar Orri Gíslason, Rúnar Leó Hólmarsson og Tómas Logi Jónsson

7. flokkur eldri

Besta mæting: Svavar Hörðdal Guðnason og Viktor Árni Traustason, 90%

6. flokkur yngri

Besta mæting: Róbert Ingi Njarðarson Besti félaginn: Sæþór Elí Bjarnason Leikmaður ársins: Stefán Jón Friðriksson

5. flokkur eldri Mestu framfarir: Pawel Wasilewski Besta mæting: Guðmundur Rúnar Júlíusson Besti félaginn: Hafþór Bjartur Sveinsson Leikmaður ársins: Jökull Máni Jakobsson

4. flokkur yngri Mestu framfarir: Fannar Freyr Einarsson og Gerald Breki Einarsson Besta mæting: Viðar Már Ragnarsson Besti félaginn: Borgar U. Ólafsson Leikmaður ársins: Davíð Snær Jóhannsson og Garðar Franz Gíslason

4. flokkur eldri

Mestu framfarir: Einar Sæþór Ólason Besta mæting: mæting: Gabríel Aron Sævarsson, 99,22% Besta Óli Þór Örlygsson Mætingarverðlaun: Brynjar Ólafsson, Gabríel Máni Sæv- Besti félaginn: arsson, Halldór Örn Jóhannesson, Ólafur Þór Gunnarsson Leikmaður ársins: Tómas Orri Bergmann Björnsson Björn Aron Björnsson og Tómas Tómasson

6. flokkur eldri

3. flokkur yngri

Besta mæting: Guðmundur Páll Jónsson, Mikael Orri Emilsson og Óskar Örn Ólafsson, 100% Mætingarverðlaun: Guðjón Snorri Herbertsson

Mestu framfarir: Sigurður Ingi Bergsson og Cezary Wiktorowicz Besta mæting: Eyþór Atli Aðalsteinsson og Edon Osmani Besti félaginn: Sindri Snær Hleiðarsson og Hreggviður Hermannsson Leikmaður ársins: Ísak Óli Ólafsson

5. flokkur yngri Mestu framfarir: Jón Óli Skarphéðinsson og Helgi Þór Skarphéðinsson

4

Jólablað 2015

3. flokkur eldri Mestu framfarir: Magnús Magnússon Besta mæting: Ólafur Ingi Jóhannsson Besti félaginn: Arnór Breki Atlason Leikmaður ársins: Ingimundur Aron Guðnason

Allir flokkar - drengir Mestu framfarir: Rúnar Þór Sigurgeirsson Besti félaginn: Júlíus Davíð Júlíusson Ajayi Besti markvörður: Þröstur Ingi Smárason Besti varnarmaður: Sigurbergur Bjarnason Besti miðjumaður: Hilmar Andrew McShane Besti sóknarmaður: Stefán Alexander Ljubicic Besti leikmaðurinn: Stefán Alexander Ljubicic

Stúlkur 7. flokkur Besta mæting: Júlía R. Bjarnadóttir Mætingarverðlaun: Alma R. Magnúsdóttir og Sigurbjörg D. Gunnarsdóttir

6. flokkur Besta mæting: Sóldís E. Ingibjargardóttir Mætingarverðlaun: Elfa K. Magnúsdóttir og Esther J. Gústavsdóttir

5. flokkur Mestu framfarir: Ragnhildur Rán Árnadóttir Besta mæting: Sigrún Birta Sigurgestsdóttir Besti félaginn: Erna Björg Rán Arnardóttir

Leikmaður ársins: Bríet Björk Sigurðardóttir og Amelía Rún Fjeldsted

4. flokkur Mestu framfarir: Sigrún B. Sigurðardóttir og Þorsteina Þ. Árnadóttir Besta mæting: Sveindís J. Jónsdóttir Besti félaginn: Dominika I. Klimaszewska Leikmaður ársins: Íris Una Þórðardóttir

3. flokkur Mestu framfarir: Júlía Rut Sigursveinsdóttir og Sigríður Eva Tryggvadóttir Besta mæting: Sigríður Eva Tryggvadóttir, 96,92% Besti félaginn: Særún Björgvinsdóttir Leikmaður ársins: Margrét Hulda Þorsteinsdóttir

Allir flokkar -stúlkur Mestu framfarir: Bríet Björk Sigurðardóttir 5.fl. Besti félaginn: Árdís Inga Þórðardóttir 4. fl. Besti markvörður: Helga Sif Árnadóttir 3. fl. Besti varnarmaður: Viktoría Sól Sævarsdóttir 3. fl. Besti miðjumaður: Brynja Pálmadóttir 3. fl. Besti sóknarmaður: Sveindís Jane Jónsdóttir 4. fl. Besti leikmaðurinn: Anita Lind Daníelsdóttir 3. fl.

LANDSLEIKIR Aníta Lind Daníelsdóttir, Sigurbergur Bjarnason og Stefán Alexander Ljubicic


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða 5. flokkur stúlkna.

TSA

Bestu leikmenn ársins.

ehf.

Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • tsa.is

7. flokkur drengja mætingaverðlaun.

7. flokkur stúlkna.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

TOYOTA

Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær Sími 420 6600 • Fax 421 1488

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

3. flokkur stúlkna.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Njarðarbraut 11a - 260 11a Njarðvík - Sími 421 1118 Njarðarbraut - 260 Njarðvík

TJÓNASKOÐUN • RÉTTING • SPRAUTUN 6. flokkur stúlkna.

Getraunir 1x2 Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir!

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230

Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Tippað á netinu Mestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir, annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230. Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Jólablað 2015

5


Ágúst og Ástrós Norðurlandameistara 2015 og hlutskörpustu keppendurnir á Reykjavík International games 2015

Íslandsmeistarar í bardaga mars 2015.

Árið 2015 var sögulegt fyrir taekwondo á Íslandi líkt og fyrir taekwondo deild Keflavíkur

Í

janúar var keppt í taekwondo á Reykjavík International Games (RIG) sem er fjölgreina alþjóðlegt íþróttamót sem haldið er árlega. Þetta var í þriðja sinn sem taekwondo er keppnisgrein á þessu móti og Keflvíkingar voru þar með besta árangur mótsins í heild. Ástrós Brynjarsdóttir og Ágúst Kristinn Eðvarðsson voru valdir keppendur mótsins. Þess ber að geta að eingöngu Keflvíkingar hafa verið valdir keppendur mótsins frá upphafi. Viku síðar stjórnaði taekwondo deildin ásamt iðkanda úr taekwondo deild Grindavíkur stórri sýningu á lokahátíð leikanna sem vakti mikla athygli. Í lok janúar var Norðurlandamótið haldið í Noregi. Þar náðu Keflvíkingar 12 verðlaunum og þar á meðal vann Ágúst Kristinn Eðvarðsson þriðja Norðurlandameistaratitilinn sinn. Ástrós Brynjarsdóttir Norðurlandameistaratitil í bardaga og það var hennar þriðji titill í bardaga. Þá vann hún einnig Norðurlandameistaratitil í tækni og það var í fyrsta sinn sem íslensk kona vinnur Norðurlandatitil í tækni. Hún var svo í 2. sæti í paratækni með Svani Þór Mikaelssyni í mjög sterkum flokki en þau eru sigursælustu keppendur landsins í paratækni. Í febrúar keppti sterkt lið á Bikarmóti 2 í Aftureldingu og sigruðu það mót. Helgi Rafn Guðmundsson og Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík voru valin keppendur mótsins. Í mars var Íslandsmótið í bardaga haldið í Reykjanesbæ. Keflvíkingar skörtuðu sterku liði á mótinu og höfðu titil að verja. Keflvíkingar sigruðu mótið með glæsibrag og Ástrós Brynjarsdóttir var valin kona mótsins. Auk þess vann Kristmundur Gíslason frækinn sigur í sínum flokki og var í framhaldi valinn til að keppa á Heimsmeistaramóti fullorðna í Rússlandi síðar á árinu. Í apríl var haldið Barnamót taekwondosambandsins. Keflvíkingar hafa lengi verið með mjög öflugt barnastarf og voru með besta árangur allra liða á mótinu. Síðar í apríl var svo haldið síðasta Bikarmót tímabilsins. Þá var tekið saman árangur þriggja Bikarmóta tímabilsins 2014-2015. Keflvíkingar sigruðu það mót og voru í kjölfarið úrskurðaðir Bikarmeistarar liða. Keflavík er eina liðið sem hefur sigrað Bikarmótaröðina síðustu 10 ár. Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Adda Paula Ómarsdóttir, bæði úr Keflavík voru valin keppendur mótsins. Á lokahófinu í maí voru nemendur ársins verðlaunaðir og nemendur ársins voru: Ósk Óskarsdóttir, Jón Steinar Mikaelsson, Andri Sævar Arnarsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Margrét Alda Sigurvinsdóttir. Efnilegasti nemandi var valin Silja Kolbrún Skúladóttir og nemandi félagsins í heild var Bartosz Wiktorowicz. Í lok maí hélt deildin sitt fyrsta svartbeltispróf án

6

Jólablað 2015

Bikarmeistarar 2015

Helgi og Kristmundur coacha á Bikarmóti 1. 2015

Keppendur á EM í Serbíu og keppendur á EM í Frakklandi utanaðkomandi aðstoðar. Yfirdómari var Helgi Rafn Guðmundsson sem hafði nýlega fengið réttindi til að gráða svört belti en auk þess voru 10 reyndir taekwondo svartbeltingar að dæma prófið. Það tókst vel og próftakar stóðu sig með glæsibrag. Bartosz Wiktorowicz og Daníel Aagard Nilsen Egilsson stóðust próf fyrir 1. gráðu unglingasvartbeltisgráðu og Ágúst Kristinn Eðvarðsson stóðst próf fyrir 2. gráðu unglingasvartbeltisgráðu. Í maí keppti Kristmundur Gíslason á Heimsmeistaramótinu í bardaga sem haldið var í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflavíkingur keppir á HM fullorðna í taekwondo. Það er mikill heiður fyrir þennan

öfluga íþróttamann, en árið 2012 náði Kristmundur 5. sæti á HM unglinga. Kristmundur átti frábæran og mjög jafnan bardaga við Filippseyjar en þurfti að lúta lægra haldi í lok bardagans. Í maí var strangur undirbúningur fyrir Evrópumótið í tækni og Ástrós Brynarsdóttir keppti á opna danska meistarmótinu þar sem hún varð í þriðja sæti á þessu sterka móti. Í kjölfarið keppti hún á opna þýska sem er risamót í tækni og þar varð hún í 3. sæti af 45 keppendum sem er stórgóður árangur. Í júní kepptu tveir Keflvíkingar á Evrópumótinu í tækni í Serbíu, það voru þau Ástrós Brynjarsdóttir og Bartosz Wiktorowicz. Ástrós komst í gegnum fyrsta niðurskurð þar sem helmingur keppenda féll úr leik. Ástrós stóð sig með prýði og endaði í 9. sæti. Bartosz Wiktorowicz varð í 3. sæti í hópatækni ásamt Hákoni Jan og Eyþóri Atla úr Ármanni. Það eru fyrstu verðlaun sem Íslendingar ná á Evrópumóti í tækni. Á sama móti varð Bartosz í 5. sæti í einstaklingstækni. Það er gífurlega góður árangur fyrir Ísland og Keflvíkinga. Í júlí kepptu þrír Keflvíkingar á Evrópumóti ungmenna sem haldið var í Frakklandi. Það voru þeir Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Arnar Ragnarsson og Daníel Aagard-Nilsen Egilsson. Það var hálfgert neyðarástand á mótsstað þar sem ein sterkasta hitabylgja sem mælst hefur reið yfir Evrópu á þessum tíma. Loftræstikerfi hallarinnar réð ekki við hitann og aðstæður til keppni voru mjög slæmar. Ágúst Kristinn Eðvarðsson stóð sig stórkostlega og vann til bronsverðlauna á mótinu eftir stórsigra og án þess að fá á sig stig á öllu mótinu. Hann féll úr keppni eftir dómaraúrskurð í jafntefli gegn einum besta keppanda heims frá Spáni. Ágúst var því fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að fá verðlaun á Evrópumóti í ólympísku taekwondo. Eftir þessa stórkostlegu frammistöðu var Ágúst valinn til að keppa á Heimsmeistaramóti ungmenna sem var haldið í Mekka taekwondo í heiminum, hinum nýja og glæsilega Taekwondo Park sem er í upprunalandi taekwondo, Suður Kóreu. Ágúst var eini keppandi Íslands á þessu móti og fyrsti keppandinn frá Íslandi sem nær inn á heimsmeistaramót ungmenna. Ágúst mætti snemma til Kóreu til að æfa og aðlagast umhverfi og aðstæðum. Aðstaðan til æfinga í Taekwondo Park er með því besta sem þekkist og sérstakir taekwondo salir víðsvegar um garðinn þar sem hægt var að æfa. Ágúst stóð sig mjög vel en hann sigraði sterkan keppanda frá Frakklandi í fyrsta bardaga. Frakkland er með fremstu taekwondo þjóðum heims og Ágúst frá litla Íslandi barðist gífurlega vel og fór með sigur af hólmi. Næst keppti Ágúst við Thailand en þurfti því miður að lúta lægra haldi gegn þeim sterka keppanda en fór heim með gífurlega reynslu af bæði mótinu, landinu og öllu ferðalaginu.


Ágúst ásamt foreldrum, Þórey og Eðvaldi og Helga þjálfara á EM 2015 Frakklandi.

Brons methafar Bartos og Ágúst með Helga þjálfara.

Keppendur á EM í Junior.

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina. Það kepptu tveir keppendur frá Keflavík á mótinu, Adda Paula Ómarsdóttir og Patryk Snorri Ómarsson og bæði unnu þau til tvennra gullverðlauna á mótinu. Íslandsmótið í tækni var haldið í Reykjanesbæ í október. Keflavík náð því miður ekki að verja liðstitilinn sinn og Ármann fór heim með Íslandsmeistaratitil liða. Ástrós Brynjarsdóttir og Bartosz Wiktorowicz úr Keflavík voru verðlaunuð sem bestu keppendurnir enda með hæstu stig allra keppenda á mótinu. Í október voru 5 keppendur frá Keflavík á Evrópumóti unglinga sem haldið var í Lettlandi. Keppendurnir voru Ólafur Þorsteinn Skúlason, Svanur Þór Mikaelsson, Karel Bergmann Gunnarsson, Sverrir Örvar Elefsen og Ástrós Brynjarsdóttir. Sverrir Örvar Elefsen komst í gegnum fyrstu umferð þar sem hann sigraði Andorra örugglega en féll úr leik í næsta bardaga gegn Frakklandi og endaði í 9. sæti. Flottur árangur hjá þessum efnilega taekwondo manni. Í nóvember var fyrsta Bikarmót 2015-2016 tímabilsins haldið í Sandgerði. Keflvíkingar unnu til fjölda verðlauna og voru með besta árangur allra liða á mótinu en lið Ármanns var hársbreidd frá sigri og greinilegt að þetta verði spennandi tímabil. Svanur Þór Mikaelsson var valinn karlkeppandi mótsins. Í lok nóvember fór 10 manna lið frá Keflavík á

Scottist Open mótið, en hópur hefur farið frá Keflavík á þetta mót árlega síðustu ár. Í fyrra vann íslenska liðið einmitt heildarstigakeppnina á mótinu og eiga því núna titil að verja. Þegar þetta er prentað hefur liðið ekki enn lokið keppni. Í nóvember keppti Kristmundur Gíslason einnig á Evrópumóti undir 21 árs ásamt því að keppa á tveimur opnum risamótum, Paris Open og Marokko Open, en Sverrir Örvar Elefsen tók líka þátt á Marokko Open. Þegar þetta er prentað hefur liðið ekki enn lokið keppni. Velgengni taekwondo deilarinnar er eftirtektarsöm. Á haustönn 2015 hafa ótal nýir iðkendur byrjað hjá deildinni og fullt út úr dyrum í flestum hópum og nú er 3-5 ára krílahópurinn stærsti hópurinn í deildinni þar sem iðkendur og foreldrar mæta saman

og kynnast íþróttinni á skemmtilegan hátt. Mikil þörf er á stærra húsnæði til að rúma alla þá sem æfa hjá deildinni. Deildin er sú árangursríkasta á Íslandi og hefur aldrei verið meira að gerast í deildinni. Á árinu kepptu iðkendur í 20 skipti á stórmótum sem eru opin háklassa mót, Evrópumót eða Heimsmeistaramót og það er gífurleg reynsla sem safnast inn í deildina þannig. Keflavík er eina félag landsins sem á verðlaunahafa á Evrópumóti í taekwondo í ólympísku taekwondo og eina félagið sem á verðlaunahafa á EM í báðum greinum taekwondo. Deildin er margverðlaunuð en m.a. eru íþróttamenn Reykjanesbæjar, íþróttakarl og kona Keflavíkur, íþróttamaður Sandgerðis, Íþróttamaður Grindavíkur, taekwondo karl og taekwondo kona ársins hjá ÍSÍ að æfa hjá félaginu. Hjá deildinni er sérstakur sýningarhópur sem sýnir á viðburðum víða um land og hefur vakið mikla athygli víða. Þjálfarar deildarinnar eru í háum klasa, menntaðir og reyndir og fjöldi aðstoðarþjálfara eru hjá deildinni sem hafa hlotið viðeigandi menntun. Utanumhaldið er svo í höndum stjórnar og foreldrafélags sem stendur sig með mikilli prýði. Það er nokkuð ljóst að velgengni Keflavíkur er hvergi nærri að hætta en stjórnendur binda vonir við að hægt verði að bæta úr húsnæðismálum hið skjótasta til að deildin geti fengið samkeppnishæfa og viðeigandi aðstöðu.

DYNAMO REYKJAVÍK

Óskum

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Fiskbúð Keflavíkur Hringbraut 92 • Sími 421 4747

Stjórn Taekwondo.

Krílahópur

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vinur við veginn Jólablað 2015

7


VIÐ VITUM HVAÐ GLEÐILEG JÓL SKIPTA MIKLU MÁLI

HÁTÍÐ LJÓSS OG FRIÐAR

PIPAR \ TBWA • SÍA • 155589

VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð

Eldvarnarpakki 1

Slökkvitæki, léttvatn 6 l

Eldvarnarteppi, 1,1x1,1 m

Reykskynjari, optískur

Skyndihjálparpúði

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

14.526 kr.

ELDVARNIR 8

Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is.

Jólablað 2015

8.865 kr.

2.882 kr.

1.386 kr.

Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400

8.143 kr.

Nánar á oryggi.is


VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Viðurkennt þjónustuverkstæði

Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ, sími 4216901

Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 ár Njótið jólana í birtu og yl frá umhverfisvænni framleiðslu www.hsorka.is

Jólablað 2015

9


Mfl. karla skokkar á glæsilegum Nettóvellinum.

Spennandi tímar framundan hjá knattspyrnudeildinni Kæru Stuðningsmenn. Nú fer árinu senn að ljúka og við tekur mjög svo krefjandi ár í knattspyrnunni hjá okkur Keflvíkingum. Spennandi tímar eru í gangi hjá okkur,búið er að ráða nýjan þjálfara. Þorvald Örlygsson og fá til okkar verulega spennandi leikmenn fyrir tímabilið 2016. Það er mat nýrrar stjórnar að tímarnir framundan eru gríðalega spennandi, og við getum horft mjög svo bjartsýn til framtíðar varðandi árangur. Við trúum því að með samhug allra í okkar góða bæjarfélagi, þá á ég við bæði alla bæjarbúa og fyrirtækin sem eru staðsett hérna á suðurnesjum, að við getum farið beina leið í deild þeirra bestu aftur á næsta ári. Við í Knattspyrnudeildinni óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs,og hlökkum mikið til að hitta sem allra flesta á vellinum næsta sumar. Jón Benediktsson. Formaður Knattspyrnudeildar

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Kristrún Ýr Hólm besti leikmaður mfl. kvenna, Einar Orri Einarsson besti leikmaður mfl. karla og Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar.

Nýr formaður Jón G Benediktsson og fráfarandi formaður Þorsteinn Magnússon.

10

Jólablað 2015

Þorvaldur Örlygsson þjálfari mfl. karla.


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jóhann Birnir, Haukur Ingi og Gunnar Magnús þjálfarar seinni hluta sumars 2015. www.bilnet.is - Sími 420 0040

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

KJG

KEÓ

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir,

Mfl. kvenna 2015.

tannlæknar og starfsfólk Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Mfl. karla 2015.

Hafnargata 35, 230 - Stórhöfði 23, 105 - Sími 415-1500

Besti leikmaður sumarsins Einar Orri Einarsson fagnar marki.

Guðjón Árni í baráttu við FH í sumar.

Fagnað með frábærum stuðningsmönnum Keflavíkur.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Haf narg ata 20 • Sími 4 20 4000 • studlaberg.i s

Jólablað 2015

11


Markmiðið er að búa til öflugt og samkeppnishæft knattspyrnulið - segir nýráðinn þjálfari kvennaliðs meistara- og 2. flokks Keflavíkur í knattspyrnu Gunnar Magnús Jónsson

Í

byrjun október sl. var Gunnar Magnús Jónsson ráðinn þjálfari kvennaliðs meistara- og 2. flokks Keflavíkur í knattspyrnu. Gerður var samningur til tveggja ára við Gunnar Magnús. Gunnar tók við þjálfarastarfinu af Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni og Gunnlaugi Kárasyni sem stýrðu Keflavík í sameiningu á síðustu leiktíð. Við fengum Gunnar til að svara nokkrum spurningum um sig og væntingar hans til verkefnisins sem liggur fyrir honum á næstu misserum.

Meistaraflokkur kvenna

Hver er bakgrunnur þinn í knattspyrnu? Ég er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og ólst upp á heimili þar sem knattspyrnan var fyrirferðarmikil en faðir minn, Jón Ólafur Jónsson, var einn af liðsmönnum gullaldarliðs Keflavíkur. Á mínum yngri árum æfði ég og spilaði með Keflavík og á 39 leiki að baki með meistaraflokki Keflavíkur. Auk þess hef ég spilað með BÍ, Bolungarvík, Skallagrími og Víði Garði. Þjálfun heillaði mig snemma, þegar ég var 15 ára gamall byrjaði ég að þjálfa hjá KFK og hef komið víða við varðandi þjálfun síðan. Ég hef m.a. þjálfað yngri flokka í Keflavík, Borgarnesi, Ísafirði og Bolungarvík. Einnig hef ég þjálfað meistaraflokk karla hjá Bolungarvík 1996, meistaraflokk kvenna hjá Grindavík 2008-2010, meistaraflokk karla í Njarðvík 2011 – 2013 og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík 2014 – 2015. Knattspyrnan hefur því skipað stóran sess í mínu lífi.

Hver eru þín helstu áhersluatriði og markmið varðandi þjálfun meistara- og 2. flokks kvenna?

Fyrst og síðast að auka veg og virðingu kvennaknattspyrnunnar í Keflavík og koma henni á hærri stall en verið hefur s.l. ár. Í Keflavík eru mjög margar ungar og efnilegar knattspyrnukonur sem geta náð í allra fremstu röð á næstu árum. Markmiðið er að búa til öflugt og samkeppnishæft knattspyrnulið. Með vinnusemi og elju leikmanna, ásamt þeim er koma að liðinu, þá tel ég það mjög raunhæft að Keflavík eigi lið í Pepsi deild kvenna á komandi árum.

ir ekki svo mörgum árum síðan. Hér í Keflavík hefur kvennaboltinn átt undir högg að sækja til margra ára. Það þarf að leggja meiri rækt og metnað í yngri flokkana, fá inn fleiri stelpur og efla kvennaboltann til jafns við drengina.

Hvernig leggst komandi tímabil í þig? Ég er mjög bjartsýnn á tímabilið sem framundan er. Æfingar hófust í byrjun nóvember og hefur æfingasókn verið mjög góð, að jafnaði um 30 stelpur á æfingum. Eins og áður sagði er mikið af ungum og efnilegum stelpum í hópnum og því mjög spennandi og krefjandi verkefni framundan. Farið verður inn í tímabilið með háleit markmið, við ætlum okkur að ná árangri og með samstilltu átaki eru okkur allir vegir færir.

Gunnar Magnús Jónsson.

Hvað finnst þér um almenna þróun og stöðu kvennabolta á Íslandi? Er eitthvað sem þarf að breytast að þínu mati? Þróun kvennaboltans hefur verið mikil hér á landi s.l. ár. Með frábærum árangri kvennalandsliðsins hefur áhugi stúlkna á knattspyrnu aukist til muna og gæðin sömuleiðis orðið meiri. Í dag stefna t.d. margar stúlkur á atvinnumennsku sem var fjarlægur draumur fyr-

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

Að lokum, ert þú með einhver skilaboð til stuðningsmanna?

Allir íþróttamenn þurfa á stuðningi að halda, jafnt innan sem utan vallar. Það hefur verið heldur fámennt á pöllunum hjá stelpunum síðustu árin en á komandi tímabili verður vonandi breyting á. Ég vonast til að sjá sem flesta á Nettóvellinum næsta sumar og sjá skemmtilegt og vinnusamt lið með nokkrar af verðandi landsliðskonum framtíðarinnar innanborðs. Áfram Keflavík

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

12

Jólablað 2015


Jólapistill yfirþjálfara

yngri flokka í knattspyrnu

Jóhann Birnir Guðmundsson.

Á

rið 2015 var viðburðarríkt ár í mínu lífi fyrir margar sakir. Í byrjun árs tók ég við sem yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur í hlutastarfi, sem síðan varð mitt aðalstarf um haustið. Hlutirnir æxluðust aðeins öðruvísi í byrjun sumars en við Keflvíkingar höfðum vonað og áður en ég vissi af var ég einn af tveimur aðalþjálfurum meistaraflokks karla í Pepsideildinni. Flestir vita að það fór ekki eins og til var ætlast og endaði á þá leið að hlutskipti okkar Keflvíkinga er að spila í næst efstu deild á næsta ári. Þegar hlutir fara eins og þeir gerðu í sumar er ekki annað hægt en að líta í eigin barm og það er einmitt það sem knattspyrnudeild félagsins þarf að gera. Núna þurfum við að skoða hvað við getum gert betur í öllu okkar starfi. Framtíð fótboltans hjá Keflavík er björt ef við höldum rétt á spilunum. Við höfum góðan efnivið í höndunum. Um 400 iðkendur eru í flokkunum hjá okkur. Við erum með fjölmenna flokka í öllum okkar drengjaflokkum, um 50 drengir í hverjum flokki frá 7. flokki og upp í 2.flokk. Stúlknaflokkarnir eru ekki eins fjölmennir en í yngstu flokkunum hefur iðkendum þó fjölgað á síðustu árum og í 7. og 6. flokki eru um 35 stelpur sem er mikið gleðiefni fyrir okkur. Við erum í samstarfi með Reyni og Víði í 5. og 4.flokki. Ég tel að lykillinn að því að skapa hefð fyrir kvennaknattspyrnu hér á svæðinu sé aukið samstarf á milli félaganna. Það er að stelpur sem eru að byrja í fótbolta tilheyri um leið félagi sem þær muni spila með þar til þær koma upp í meistaraflokk. Við erum að lenda í því núna að 3.flokkur félagsins er svo fámennur að hann þarf að sameinast 2. og meistaraflokki Keflavíkur. Til að efla kvennastarfið þarf að fá fleiri konur til að starfa hjá okkur í þjálfun. Um daginn var Keflavíkurmótið í 7. og 6.flokki og ég var að aðstoða Arngrím Jóhann með liðin og þá sýndist mér við vera nánast einu karlarnir sem vorum að þjálfa. Öll hin liðin virtust vera með kvenkynsþjálfara. Við erum að reyna að fá fleiri konur inn í starfið og fyrsta skrefið var að ráða inn Ásdísi Þorgilsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu og Íslandsmeistara, sem þjálfara 5.flokks kvenna. Það er hvalreki fyrir kvennastarfið okkar. Henni til aðstoðar verður Ljiridona Osmani sem er leikmaður með meistaraflokki Keflavíkur. Ef einhver kona hefur áhuga á að þjálfa hjá okkur þá er bara að setja sig í samband við mig. Þar sem fjöldinn er mikill sérstaklega í drengjaflokkunum þá þarf að fjölga þjálfurum í takt við fjöldann. Við erum komin með öflugt þjálfarateymi í yngri flokkunum. Menn í hverjum flokki með mikla reynslu, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Breytingin sem ég vil að ná fram er að við þjálfararnir séum að vinna saman í teymum, bæði innan hvers flokks og svo einnig á milli flokka. Við

þurfum að ná að samstilla þjálfunina okkar betur þannig að við séum ekki að predika eitt í einum flokki og svo annað í næsta. Í framtíðinni þegar öll þjálfaramál eru komin á hreint þá getum við einbeitt okkur að því að stilla saman strengina. Æfingaaðstaðan sem við höfum til knattspyrnuiðkunar er að mörgu leyti ágæt. Við getum æft inni í Reykjaneshöll yfir vetrartímann og svo höfum við nýtt æfingasvæði fyrir yngri flokka fyrir aftan höllina. Tímanum sem við fáum þurfum við að skipta niður á flokkanna og þar sem við erum með um 50 drengi í hverjum flokki og að auki kvennaflokka getur reynst erfitt að stilla upp æfingu fyrir allan þann fjölda á hálfum velli. Í draumaheimi væri útigervigrasvöllur fyrir aftan höllina sem hægt væri að æfa á, bæði Keflavík og Njarðvík. Það myndi leysa mörg vandamál. Aðstaðan á nýja æfingasvæðinu er engin, væri gaman að sjá bæjarráðið taka einn fund í skúrnum á svæðinu. Ég átta mig á því að fjárhagsleg staða bæjarins er kannski ekki sú besta en hér virðist samt vera fullt að fyrirtækjum sem standa vel, allavega lítur það þannig út úr fjarlægð. Er ekki eitthvað flott fyrirtæki til í að kosta æfingasvæðið, útigervigrasvöll eða að setja gervigras á restina af malarvellinum í hjarta bæjarins? Nei, ég segi bara svona. Til að ná betri árangi þurfum við betri aðstöðu,

við þurfum meira rými til að æfa á. Mörg félög á höfuðborgarsvæðinu eru komin með afreksstefnu í knattspyrnu, líkt og stunduð er í öðrum íþróttagreinum eins og fimleikum og sundi. Við þurfum að fara að hugsa þannig ef við ætlum ekki að dragast aftur úr. Það verða ekki allir afreksmenn eða konur í fótbolta. Skylda okkar er einnig að huga vel að öllum og að allir fái sitt tækifæri til að að skína en við þurfum að undirbúa betur þá einstaklinga sem geta og hafa eljuna í það að ná langt. Þeir einstaklingar sem verða ekki endilega afreksmenn í íþróttinni eigum við að hvetja til félagsstarfa innan deildarinnar hvort sem það er til dæmis að aðstoða við þjálfun eða dómgæslu og búa til fyrir þessa einstaklinga farveg innan knattspyrnunnar. Að lokum vil ég líka benda á hversu foreldrastarfið í yngri flokkum skiptir miklu máli. Foreldraráð flokkanna vinna ómetanlegt sjálfboðastarf og sjá til þess að hægt er að fara t.d. í keppnisferðir. Það er mjög oft sama fólkið sem sinnir þessum störfum ár eftir ár. Ég skora á þá foreldra sem ekki hafa tekið þátt í þessu að drífa í því og skella sér í foreldraráðið, ef ekki í ár þá á næsta ári. Takk fyrir árið sem nú er að líða, gleðileg jól og farsælt komandi ár, jólakveðja Jóhann Birnir Guðmundsson

REYKJANESBÆR

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól. Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni. Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Jólablað 2015

13


Árangursrík ferð til Spánar á

Costa Blanca Cup

V

ið tókum okkur til og fórum á fótbolta mót á Spáni sem heitir Costa Blanca Cup og er haldið á Benidorm og í nágrenni. Drengirnir hafa safnað hver fyrir sig og einnig saman fyrir ferðinni síðan snemma á síðasta ári. Við fórum saman 49 strákar á aldrinum 15-16 ára 4 fararstjórar og 2 þjálfarar. Ferðin hófst með hittingi í FLE góðum 3 tímum fyrir brottför laugardaginn 4. júlí. Þaðan flugum við til Alicante þar sem tekið var á móti okkur af starfsmanni mótsins. Hann hrúgaði okkur upp í rútu og kom okkur á hótelið okkar sem var aðeins 2 min gangur frá Levante ströndinni á Benidorm. Hotel Marina Beach Resort Levante þar sem við vorum í fullu fæði. Mótið er það 22. sem haldið er og í ár voru alls 239 lið frá 20 löndum sem tóku þátt bæði stúlkur og drengir. Við skráðum til leiks 2 lið í B15 sem er 2000 árgangur og eitt lið í B 16 sem er 99 árgangur. Leikið var á 6 svæðum á Benidorm og í næsta nágrenni. Við hófum leik strax á sunnudeginum og spiluðu öll þrjú liðin á sama svæðinu.

14

Jólablað 2015

Á mánudeginum var svo leikið aftur og um kvöldið var svo opnunarhátíð þar sem öll 239 liðin og fylgdarlið þeirra hittust á Levante ströndinni og gengu í skrúðgöngu upp í Prince Park þar sem liðin voru kynnt til leiks.

Þar voru haldnar ræður af mótshaldara og svo Borgarstjóra Benidorm. Mótið var kynnt sem mót til þess að stuðla að fjölbreytni í knattspyrnu og einnig til að sameina ólíka uppruna og menningarhætti. Það var svo heljarinnar flugeldasýning í kjölfarið og héldu svo liðin til baka á sín hótel og hvíldu sig fyrir komandi átök. B lið 15 ára fór í B úrslitakeppni og datt þar út í 8 liða úrslitum gegn Hollensku liði. A lið 15 ára vann sinn riðil með miklum yfirburðum og fóru í A úrslitakeppni en varð að sætta sig við afar svekkjandi 1-0 tap gegn spænsku liði. 16 ára liðið okkar fór í B úrslitakeppni og fór þar alla leið og unnu mótið í B úrslitum. En það var að sjálfsögðu gert margt annað en bara að spila fótbolta. Það var hver mínúta sem gafst nýtt til hins ýtrasta. Annað hvort við sundlaugarbakkann eða niðri við strönd. Við fórum svo að sjálfsögðu í verslunarleiðangur í LaMarina verslunnarmiðstöðina á Benidorm og svo var oft á tíðum hoppað inn í búðir niðri í bæ. Síðasta daginn var svo farið í vatnsleikja garðinn Aqualandia. Þar eyddum við mest öllum deginum og komu sumir aðeins rauðari úr þeirri ferð en þeir hefðu kosið. Við enduðum svo þessa frábæru ferð á því að fara og gæða okkur á hamborgurum bæði á McDonald’s fyrir þá sem það kusu og svo Burger King fyrir hina. Við tók svo ferðalagið heim, sem flestum held ég hafi fundist vera helmingi lengra en ferðalagið út viku áður. Kær kveðja Hilmar Þór Ævarsson í foreldraráði 3 fl kk Keflavík í knattspyrnu.

3. flokkur karla.

Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.


Þú þarft ekkert að fara í borgina fyrir þessi jólin!

Fartölvur og borðtölvur

Farsímar

Android, iOS og Windows

- frá öllum helstu framleiðendum

3D gleraugu

GoPro

Bluetooth hátalarar

Prentarar og fjölnotatæki - frá HP og Canon

Sjónvörp

- í öllum stærðum og gerðum

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Myndavélar

- frá Canon, Sony og Nikon

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

Spjaldtölvur

- með Android, Windows eða Apple iOs stýrikerfi

REYKJANESBÆ

Óskum viðskiptavinum okkar ánægjulegra stunda yfir hátíðarnar

Jólablað 2015

15


3. fl. kvenna RKV. á ReyCup 2015

E

ftir að hafa farið erlendis á mót síðastliðin tvö ár var stefnan tekin á Rey Cup þetta árið. Við vorum flest allar að fara í annað skiptið okkar á ReyCup, en aðrar fyrsta og sumar þriðja. Við gistum þá daga sem við vorum á mótinu í Laugarlækjaskóla. Það var rosa fjör því að það var ekki slæmt að lenda í herbergi við hliðina á norskum strákum. Við kynntumst þeim fljótlega og urðum mjög góðir vinir. Það magnaða við það að hafa kynnst þeim var ekki bara nýja vináttan sem hafði skapast heldur var farastjórinn, pabbi eins stráks, enginn annar en Ole Gunnar Solskjær fyrrverandi Manchester United leikmaður. Á setningunni var lítil ganga þar sem öll liðin héldu á skiltum með liðsnafninu þeirra og endaði hún niður á Laugardalsvelli þar sem að Úlfur Úlfur tóku nokkur lög. Leikirnir gengu vel út á fyrir sig. Sá fyrsti var á móti dönsku liði sem við unnum með glæsibrag. Þar á eftir unnum við ÍA og allt gekk vel. Fyrir næsta leik eldaði Benný, mamma Særúnar, pasta ofan í okkur allar í glæsilega húsbílnum sínum með aðstoð annarra foreldra. Leikurinn var á móti Val, en því miður töpuðum við rétt svo með einum færri inn á. Á föstudagskvöldinu fórum við allar rosa sætar og fínar í húsdýragarðinn að borða hamborgara í kvöldmat. Okkur leiddist ekki að vera í húsdýragarðinum, við æddum hver á eftir annarri í tæki eftir tæki, klöppuðum dýrunum og fórum margar ferðir fram og til baka í aparólunni. Síðan gengum við á ballið sem var haldið á Hilton hótelinu. Ballið var mjög skemmtilegt og ekki síst fyndið að heyra í norsku strákunum reyna að skilja Úlf Úlf og syngja með lögunum eftir Pál Óskar. Á Laugardeginum var sundlaugarpartí sem var frábært! Við renndum okkur ótal margar ferðir í rennibrautinni og spiluðum sundkörfubolta með norsku strákunum. Ef það ætti að lýsa mótinu með einu orði yrði það meiðsli. Margar stelpur voru búnar á því eftir mótið og ýmist tognaðar eða meiddar sem hafði áhrif á Íslandsmótið hjá okkur. Það var samt ótrúlega gaman hjá okkur þessa dagana og við hefðum ekki getað gert þetta án hjálp fjölskyldu okkar, fararstjóra og þjálfara.

Unglingalandsmót 2015. 29. júlí- 2. ágúst Cadera 50 cl.

Vörunr. SAHM-2082051

Er

si?

Sérmerktu glösin þín Þú finnur glös sem henta þér hjá Brosi og við sérmerkjum þau með þínu merki eða eins og þú óskar.

Sérmerkt glös eru góð leið til að vekja athygli.

Norðlingabraut 14 – Reykjavík – www.bros.is – 569 9000 – sala@bros.is

16

Jólablað 2015

Við vorum ekki alveg komnar með nóg af fótboltanum þetta sumar. Flestar í liðinu skráðu sig í unglingalandsmótið sem var haldið á Akureyri í ár en þetta er í annað sinn sem við tökum okkur saman með lið á unglingalandsmót. Við lögðum af stað 29. júlí degi fyrir setningu mótsins og tjölduðum upp á tjaldsvæðinu upp í Hlíðunum. Við skírðum liðið okkar Ljónin, hugmyndin kom út frá stjörnumerkja umræðum þar sem að flestar í liðinu voru ljónsmerkinu. Okkur gekk mjög vel á mótinu, unnum alla leikina okkar nema tvo, en það var ekki allt sem skipti máli heldur að njóta og hafa gaman. Einnig var gert margt annað skemmtilegt fyrir utan fótbolta. Það var farið í sund, út að borða og farið á kvöldskemmtanir í partýtjaldinu. Síðan var hátíðinni Ein Með Öllu á sama tíma í gangi niður í bæ þar sem fylgdi fullt af tækjum með sleggju, slingshot, klessubílar og fallturn. Við vorum ekki lengi að drífa okkur niður í bæ til þess að fara í tækin. Um kvöldið á laugardeginum fórum við í boltaleiki og grilluðum sykurpúða, sem var mjög skemmtilegt. Stundum fórum við inn í tjöldin

hjá hvort öðru með gítar og spiluðum og sungum saman lög eins og við værum á Þjóðhátíð. Á aðalkvöldinu var líka farið niður í bæ á stóra sviðið þar sem Steindi Jr, Úlfur Úlfur og Amabadama myndu spila. Það var hellað fjör og endaði kvöldið með glæsilegri flugeldasýningu. Eins og alltaf hefðum við ekki getað gert þetta án fjölskyldunnar sem sá um að allt gengi vel fyrir sig og skutlaði og sótti. Við stelpurnar þökkum fyrir okkur en nú hefst nýtt fótboltaár með ný skemmtileg verkefni.


Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Knattspyrna 8. flokkur

F

rá árinu 2001 hefur knattspyrnudeild Keflavíkur staðið fyrir æfingum hjá leikskólabörnum sem skipa 8. flokk. Æfingarnar eru í námskeiðsformi og eru 3 námskeið haldin yfir árið. Þrátt fyrir að knattspyrnan sé í fyrirrúmi, þá er um eins konar íþróttaskóla að ræða og mikil áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna. Æfingar fara fram í Reykjaneshöll og íþróttahúsinu við Sunnubraut á veturna en á sumrin eru æfingar á æfingasvæði Keflavíkur. Auk þess að stunda æfingar hefur flokkurinn farið á nokkur knattspyrnumót, önnur félög hafa verið heimsótt og félög komið í heimsókn til okkar. Það er alltaf mikið fjör hjá börnunum í 8. flokki Keflavíkur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Aðalþjálfarar flokksins eru íþróttafræðingarnir Gunnar Magnús Jónsson og Ragnar Steinarsson, auk þeirra er fjöldi aðstoðarþjálfara sem starfa með flokknum.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

HÓPFERÐIR G r ó f i n 2 - 4 • S í m i 4 2 0 6 0 0 0 • w w w. s b k . i s

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jólablað 2015

17


Óskum íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári Á MÓTI

BalliðSÓL

BJÖRN JÖRUNDUR

HARMA GEDDON

Veislustjórar

ÍS-SPOR

Brekkusöngur

2016

VERÐLAUNAGRIPIR

S ími 5 8 8 3 2 4 4 - i s s p o r. i s

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

INGÓ

ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VIÐ SUNNUBRAUT

16.JANÚAR

VEISLUSTJÓRAR KVÖLDINS ERU ÞEIR HARMAGEDDON BRÆÐUR FROSTI LOGASON & MÁNI PÉTURSSON Á MÓTI SÓL SJÁ UM BALLIÐ UM KVÖLDIÐ INGÓ MUN SJÁ UM BREKKUSÖNGIN OG LITLA BALLIÐ BJÖRN JÖRUNDUR STÍGUR Á SVIÐ OG EKKI MÁ GLEYMA KEFLAVÍKURANNÁLNUM

Kr ossmóa 4 a - S í m i 5 3 5 6 0 2 5

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

MIÐAPANTANIR Á MIDI@KEFLAVIK.IS

Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Hringbraut 108, K-húsið

Kr ossmóa 4 a - S í m i 4 2 1 5 7 7 7

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Nýjar og spennandi vörur

Opnum 28. desember Opið 28., 29. og 30 desember milli kl. 10:00 og 22:00 Opið gamlársdag milli 10:00 og 16:00

Við treystum á Íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur

Bolafæti 3, 260 Reykjanesbæ, sími 421 4117

18

Jólablað 2015

Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur Hringbraut 108, K-húsið


Skotdeild Keflavíkur:

Unglingastarfsemi í fyrirrúmi

S

kotdeild Keflavíkur er ört vaxandi deild innan Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags ár frá ári sem er upprunalega stofnað sem Skotfélag Keflavíkur árið 1982. Þegar ég byrjaði í stjórn fyrir rúmum 10 árum síðan þá taldi hún um 70 félagsmenn en í dag eru þeir yfir 600. Skotdeildin hefur að mestu leyti verið rekin á félagsgjöldum og sjálboðavinnu og hefur verið byggð upp á síðustu 2 árum, 120 fermetra riffilaðstöðu á Hafnarheiðinni. Við hitum allt upp með rafmagnskyndingu. Sorpförgun erum við að sjá um sjálfir. Nýlega er búið að fjárfesta í nýjum kastvélum fyrir leirdúfur. Við fjárfestum í öllu sem við kemur viðhaldi, breytingum, endurnýjun á búnaði o.s.frv. sjálfir og höfum litla sem enga hjálp fengið. Við höfum verið að ýja að því undanfarin ár að okkur vanti inniaðstöðu sem myndi henta undir allar okkar inniskotgreinar. Við erum með í dag aðstöðu sem við getum skotið 10 metra loftgreinar. Þar erum við með fjórar uppsettar brautir þar sem ekki er hægt að koma fleirum fyrir og hefur sú aðstaða því sprungið nú þegar að iðkendafjöldi unglinganna hjá okkur fer ört vaxandi. Okkur langar að geta boðið uppá fyrirmyndar aðstöðu í unglingastarfinu og í innigreinum fyrir deildina. Í dag þurfum við að sækja til Kópavogs til að æfa aðrar innigreinar en 10 metra loftgreinarnar. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að skotfimi er einstaklingsíþrótt og hefur því hentað mörgum unglingum betur en hópíþróttirnar. En þó svo að við keppum í liðakeppnum, þá er ávallt stólað á að hver einstaklingur skili sínu besta og getur enginn annar í liðinu aðstoðað liðsfélagana meðan þeir eru að skjóta. Undanfarin misseri hafa fleiri og fleiri unglingar verið að mæta á æfingar og sýna skotfiminni áhuga. Theódór sem hefur séð um unglingastarfið hefur gert það í sjálfboðavinnu og lagt fram sínar eigin byssur til þess í mörg ár. Nú í ár varð á því breyting og keypti Skotdeildin af honum byssurnar og endyrnýjaði einnig hluta skotbrautanna. Einnig höfum við lagt inn pöntun fyrir nýrri fullkominni braut sem stenst allar nútíma kröfur. Einnig hefur Skotdeildin staðið við bakið á Theódóri á móti hans sjálfboðavinnu. Hann komst inn á Smáþjóðaleikana í loftriffli og er Íslands-

Fullorðnir á æfingu í loftbyssu. Rifill 300 metrar.

Unglingar á æfingu í loftbyssu. því miður hverfandi í íþróttastarfinu. Með bættri aðstöðu getum við meira, veitt fólki tækifæri til að vaxa í sínum greinum. Félagsgjaldið fyrir unglinga er ekkert. Við kaupum skot og skífur og við sjáum fram á halda þessu fyrirkomulagi óbreyttu um ókomin ár og að veita þessa þjónustu fyrir fólk, unglingana þeirra og fyrir bæinn okkar. Okkar hugsjón er að skapa íþróttamenn, veita þeim unglingum sem ekki finna sig í hópíþróttunum athygli og aðhlynningu. Við finnum alveg fyrir því bæði frá foreldrum unglinganna og unglingunum sem eru að æfa, ánægjuna með þetta framtak Skotdeildarinnar og sjáum við fyrir okkur að þetta verði snjóbolti sem á bara eftir að leiða til góðs. Jónas Andrésson varaformaður.

meistari í 300 metra skotfimi þriðja árið í röð. En við byggðum einmitt upp aðstöðu fyrir 300 metra greinina og þá hefur það sannast að ef aðstaðan er til staðar og er til fyrirmyndar, uppskerum við eftir því. Einnig varð sveit Skotdeildar Keflavíkur í fyrsta sæti í liðakeppninni í ár á Íslandsmótinu í 300 metra skotfiminni. Auk þess er skotdeildin búin að fjárfesta í unglingastarfinu fyrir yfir eina milljón króna auk allrar sjálfboðaliðavinna sem unnin hefur verið og er

Fyrir hönd skotdeildar Keflavíkur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.

Unglingar á æfingu í loftbyssu.


Viðtal: Halldór Leví Börnsson

„Þú færð ekkert lán ef þú ætlar að dæma svona“ -rætt við Ragnar Örn Pétursson fyrrverandi íþrótta- og tómstunarfulltrúa

R

agnar Örn Pétursson hefur verið áberandi maður í samfélaginu í Keflavík og Reykjanesbæ allar götur síðan hann flutti hingað suður með sjó fyrir 30 árum. Hann kemur úr Laugarneshverfinu í Reykjavík og hafði starfað þar bæði í veitingarekstri og í fjölmiðlum. Þegar hann ákvað að flytja hingað var hann íþróttafréttamður á Ríkisútvarpinu. Á þeim árum sem hann hefur búið hér hefur hann komið víða við en aðallega starfað að íþróttamálum í Reykjanesbæ. Bæði sem forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar og síðar sem starfsmaður bæjarfélagsins sem íþrótta-og tómstundafulltrúi. Það má því segja að hann hafi komið að flestum breytingum og framkvæmdum sem hafa orðið á þessu sviði á síðustu 20-25 árum. Við ákváðum því að setjast niður með Ragnari á heimili hans og Sigríðar Sigurðardóttur eiginkonu hans í nóvember og líta yfir farin veg í tilefni þess að hann lét á dögunum af störfum hjá Reykjanesbæ. „Upphaflega komum við hjónin hingað til Keflavíkur til að reka veitingastað í KK húsinu við Vesturbraut. Þetta var 1983 og þá hafði Karlakór Keflavíkur reist húsið við Vesturbraut og hugmyndin var að leigja neðri hæðina til veitingareksturs. En niðurstaðan var að við Björn Vífill tókum á leigu efri hæðina sem var tilbúin og stofnuðum um þennan rekstur fyrirtækið Veislu hf. Upphaflega ætlaði ég ekki að fara út í þennan rekstur. Starfaði sem íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu og var í raun ekkert að hugsa mér neina breytingu á því. En hlutirnir breytast og í desember erum við Björn Vífill byrjaðir á rekstrinum í KK húsinu, sem skemmtistað.“ Ragnar hafði starfað sem framreiðslumaður í Snorrabæ (gamla Silfurtunglinu fyrir ofan Austurbæjarbíó) í Reykjavík og Björn í Þjóðleikhúskjallaranum. Þeir störfuðu saman í stjórn Barþjónaklúbbsins og upphaflega hafði Björn Vífill ætlað að stofna veitingastað í Keflavík og hann leitað álits hjá sér. „En hlutirnir æxluðust þannig að ég sló til og við byrjuðum á rekstrinum saman. En við slitum samstarfinu um mitt næsta ár og það kom í minn hluta að halda rekstrinum áfram.“ Ragnar Örn var í veitingarekstri til árins 1995, hann opnaði Sjávargullið 1985 í KK húsinu og Glaumberg ári síðar. „Árið 1987 stofnuðum við hjónin fyrirtækið Flugveitingar hf og það fyrirtæki gerist verktaki hjá Flugleiðum þegar nýja flugstöðin opnaði það ár. Við sáum um allan veitingarekstur í Flugstöðinni til árins 1995.“ En var ekki dálítið mál að flytja úr Reykjavík hingað á Suðurnes, nú varst þú fjölskyldumaður? „Nei í rauninni ekki. Börnin voru á heppilegum aldri, tvíburaranir voru fimm ára og þau eldri voru níu og ellefu ára. Þannig að það var ekki svo erfitt, börnin líta á sig sem Keflvíkinga og búa öll hér nema Ragnar Már sem býr í Kópavogi. Og barnarbörnin eru orðin tíu, þannig að maður er auðugur maður.“ Strax eftir að Ragnar Örn og Sigríður kona hans settust að í Suðurgarðinum og stunda veitingarekstur í KK húsinu, hefjast afskipti Ragnars af íþróttamálum og stjórnmálum hér í bænum.

20

Jólablað 2015

Ragnar Örn og Sigríður þegar hann tók við embætti umdæmisstjóra Kiwanis á Íslandi og Færeyjum haustið 2011. „Ég hafði alltaf starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og því lá beint við að byrja að starfa á vettvangi hans hér fyrir sunnan. Og sama átti við um íþróttamálin. Því var það að eftir kosningarnar 1986 þá bað Kristinn Guðmundsson, kenndur við Dropann, mig að taka sæti í íþróttaráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég átti sæti í ráðinu til ársins 1998 og var formaður 1994-1998. Þá átti ég sæti á framboðslista flokksins 1990 og á kjörtímabilinu sem þá fór í hönd sat ég nokkra bæjarstjórnarfundi.“

Skipti yfir í Keflavík eftir knattspyrnuleik Ragnar var Valsari úr Laugarneshverfinu þegar hann flutti hingað og var knattspyrnudómari í efstu deild fyrir Val og það má segja að það hafi verið dómarastörfin á knattspyrnuvellinu sem urðu til þess að hann skipti yfir í Keflavík strax og hann byrjaði að starfa hér suður frá. „Þannig var að ég var að dæma leik Keflavíkur

og ÍA árið 1984 og hafði þá rekið veitingarekstur frá árinu áður. Þá eins og svo oft voru starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík í stúkunni. Þeir voru mjög miklir og harðir stuðningsmenn Keflavíkurliðsins, m.a. sparisjóðsstjórinn, mikill sómamaður, en heitur stuðningsmaður síns liðs og einhverju sinni sem honum þótti dómarinn ekki sanngjarn sínum mönnum, hrópaði hann að það þýddi sko ekkert að koma í Sparisjóðinn og biðja um lán ef ég ætlaði að dæma svona! Fyrsta sem ég gerði eftir þennan leik var að skipta um félag úr Val yfir í Keflavík og varð þar með fyrsti dómari félagsins í efstu deild í knattspyrnu. Losnaði einnig undan því að dæma fleiri leiki hjá Keflavík! Það er síðan 1987 sem ég tók við sem formaður ÍBK, Íþróttabandalags Keflavíkur af Ragnari Marinóssyni. Á þessum árum sá ÍBK um allt starfið í kringum íþróttirnar í Keflavík, en hér voru starfandi félög eins og KFK, Ungmennafélagið og ÍK. Ég var formaður í sex ár og á þessu árum hófum við


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Ragnar Örn og Sigríður ráku skemmtistaðinn Glaumberg í áraraðir og sáu einnig um allan veitingarekstur í flugstöðinni. Hér eru starfsmenn þeirra mættir prúðbúnir á jólagleði fyrirtækjanna. að vinna að hugmyndinni um að sameina öll félögin í eitt. Flest félögin áttu eignir en voru með litla eða enga starfsemi, hún var öll undir merkjum ÍBK. Á þessum tíma var verið skoða slíka sameiningu víða m.a í Vestmannaeyjum og við horfðum mikið til þess. Við byrjuðum að vinna að sameiningu félaganna í lok míns formannsferils og síðan tóku aðrir við og náðu að ljúka því starfi. Ég er sannnfærður að með stofnum Keflavíkur íþrótta – og ungmennafélags var stígið gæfuspor fyrir íþróttastarfsemina í bænum. En á þessum árum mínum sem formaður ÍBK náðist meðal annars samkomulag um að knattspyrnuráð ÍBK tæki að sér rekstur íþróttavallanna, og bygging B-salar íþróttahúsins við Sunnubraut er ákveðin. Bandalagið lagði alla lóttópeninganna í bygginguna og eignaðist hlut í salnum. Ég er einna stoltastur af að ná samkomulagi um byggingu Bsalarins þegar ég lít yfir formannsárin mín hjá ÍBK.

Plottað um Íþróttasal...... „Á þeim árum sem ég sat í íþróttaráði og var í meirihluta náðist að selja bæjarstjórnarmeirihluta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksin tvær hugmyndir sem ég tel að hafi skipt íþróttahreyfinguna miklu máli. Sú fyrri var að þegar Heiðarskóli var byggður þá átti íþróttasalurinn við skólann að vera 10x20 metrar eins og við Myllubakkaskóla. Fulltrúar meirihlutans í íþróttaráði fóru á fund einn sunnudagsmorgun með Ellert Eiríkssyni þáverandi bæjarstjóra og Drífu Sigfúsdóttur þáverandi forseta bæjarstjórnar og lögðu þá hugmynd fyrir þau að ef byggður yrði salur sem væri 18x33 metrar gæti karfan æft í salnum og hægt yrði að nota B-salinn við Sunnubraut fyrir fimleikanna í bænum, en það var mjög vaxandi íþróttagrein. Það tókst að selja þeim hugmyndina og salurinn í Heiðarskóla nýttist körfuboltanum sem æfingaraðstaða og fimleikarnir fengu tíma í b-salnum við Sunnubraut alla virka daga eftir hádegi fram á kvöld.

knattspyrnuhús og ég hafði rætt við Ellert bæjarstjóra að þessi hugmynd yrði könnuð. Þá var ég með í huga æfingarhús, svokallað dúkhús með hálfum knattspyrnuvelli. Slíkt kostaði um 40 milljónir, en áætlaður kostnaður við að leggja gerfigras á malarvöllinn, laga lýsingu og girðingu var um 60 milljónir. Þá sagði Ellert,“Ragnar Örn, ef við förum í að byggja hús förum við í alvöruhús.“ Þá var ekkert knattspyrnuhús á Íslandi. Í lok kjörtímabilsins 1998 fóru hjólin að snúast.Skúli Skúlason kom þá inn sem oddviti framsóknarmanna, en hann var mikill stuðningsmaður byggingu knattspyrnuhúss eins og Jónína Sanders sem var formaður bæjarrráðs. Mannvirkjanefnd KSÍ hélt á þessum tíma málþing um knattspyrnuhús á Íslandi og í framhaldi af því málþingi var ákveðið að fara til Noregs og Danmerkur að kynna sér slík hús. Skúli og Jónína fóru sem fulltrúar Reykjanesbæjarí þá ferð. Reykjaneshöllin er síðan opnuð í febrúar 2000 og þar var knattspyrnuvöllur í fullri lengd. Þetta var mikið framfaraspor og ég er sannfærður um að hefði verið lagt gervigras á malarvöllinn, þá hefði þetta hús ekki verið reist. Í dag eru m.a 15-18 þúsund eldri borgarar skráðir með notkun í húsinu á hverju ári. Þeir ganga á hverjum morgni á milli kl. 08-10:00.

Ég er sannnfærður að með stofnum Byrjaði sem skólaKeflavíkur íþrótta – stjóri Vinnuskólans Ragnar Örn hóf störf hjá og ungmennafélags Reykjanesbæ 1997 þegar var ráðinn skólastjóri var stígið gæfuspor hann Vinnuskólans, sem reyndar var tímabundið starf í 6 fyrir íþróttamánuði. Síðan er ákveðið að gera starfið að heilsársstarfi, starfsemina auglýst og var Ragnar ráðinn í starfið í febrúar 2008 og auk í bænum.

... og eitt stykki Reykjaneshöll „Knattspyrnuhreyfingin hafði á árum 19901994 kvartað réttilega yfir vöntun á velli með gervigras, og miklar umræður voru um að leggja gervigras á gamla malarvöllinn í Keflavík. Þá höfðu Norðmenn verið að byggja

þess að sinna starfi skólastjóra Vinnuskólans var hann starfsmaður á íþrótta-og tómstundaskrifstofu og sinnti íþrótta-og æskulýðsmálum. „Ég byrja í fullu starfi hjá Reykjanesbæ 1997 og þá fer ég í raun einnig að starfa að íþróttamálum hjá bænum sem starfsmaður. Á þeim árum sem liðinn eru þá unnum við að mjög mörgum málum. Mörg þeirra hef ég nefnt nú þegar, eins og Reykjaneshöllina og fleira. Árið 2000 var starfsheiti mínu breytt í forvarnar- og æskulýðsfulltrúa. Þá m.a. var settur á laggirnar starfshópur sem ég veitti forstöðu en hann hafði það hlutverk að gera forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Auk mín voru í starfshópnum Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur og Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi. Við ákváðum að fá til samstarfs um stefn-

Jón Björn Sigtryggsson, Sturla Þórðarson, Benedikt Jónsson, Stefán Pálmason og starfsfólk tannlækningastofunnar Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bílaverkstæði Sími 456 7600

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

ELDVARNIR EHF. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja

Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4676

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Jólablað 2015

21


una sem flest félög bæjarins, stofnanir innan bæjarfélagsins auk sveitarfélagsins. Því var það að þessir aðilar allir settu upp sína forvarnarstefnu sem varð síðan innlegg í forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Meðal þess sem var gert var að ná samkomulagi við veitingamenn um opnunartíma veitingarhúsa og setja upp myndavélar í miðbænum, auk þess sem dyraverðir veitingastaðanna fengu fræðslu. Í kjölfarið batnaði ástandið hér í bænum um helgar. Starfsheitinu var síðan breytt nokkrum árum síðar í íþótta- og tómstundafulltrúi en ég hafði í nokkur ár forvarnarmálin áfram á minni könnu.“

Frístundaskólinn Eitt þeirra verkefna sem Ragnar kom að var frístundaskólinn sem settur var upp í Reykjanesbæ 2003. En það ár var ákveðið að setja á laggirnar nefnd til að skoða möguleika á að bjóða upp á slíkt úrræði hér. „Reykjavíkurborg byrjaði að bjóða upp á frístund um 2000, og ég var beðinn um að taka að mér formennsku í þessari nefnd sem var falið að skoða möguleikann á að bjóða upp á slíkt úrræði hér. Við ákváðum að skoða hvort hægt væri að taka málið lengra og að nemendum væri boðið upp þann möguleika að ljúka heimanámi, frístundaiðkun og íþróttum á bilinu kl. 17:00-18:00. Við funduðum því með íþróttahreyfingunni og í framhaldi af því voru æfingagjöld felld inn í gjald fyrir frístund. Þannig að í gjaldinu var frístund, aðstoð við heimanám, hressing, akstur og æfingagjald. Það voru skráðir í frístund 350 nemendur úr 1.-4. bekk flestir úr yngstu tveimur bekkjunum og við töldum að verið væri að gera góða hluti. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Jón Marinó Sigurðsson voru ráðin til að stjórna þessu og gekk vel. Það voru t.d. 85% af nemendum 2. bekkjar sem tóku þátt í skipulögðu íþróttastarfi í gegnum þetta starf. Foreldrum líkaði þetta mjög vel, en því miður var ákveðið að hætta með þetta fyrirkomulag og var ein ástæðan sú að ÍT svið sá um reksturinn og fékk afnot af skólahúsnæðinu, en margir innan skólakerfisins vildu að skólinn sjálfur væri með umsjónina. Því var síðan breytt, íþróttir, aðstoð við heimanám og akstur tekin út og nú er þetta því miður ekki mikið notað. Það var vilji hjá síðasta meirihluta bæjarstjórnar að taka upp fyrra fyrirkomulag.“

Samvinna sunddeildanna Það eru eflaust ekki margir sem vita að Ragnar Örn æfði á sínum yngri árum sund með sunddeild Ármanns. Áhuginn kom frá föður hans Pétri Kristjánssyni sem var margfaldur Íslandsmeistari og fremsti sundmaður þjóðarinnar í kringum 1950-1954. Þá kepptu þeir feðgar í sundknattleiksliði Ármanns og varð Ragnar Örn margfaldur Reykjavíkur-og Íslandsmeistari. Ragnar Örn var í nokkur ár formaður sunddeildar Ármanns.

Ragnar Örn og bræður hans hafa um árabil gefið veglegan bikar til minningar um föður sinn sem lést árið 2007. Bikarinn hlýtur sá einstaklingur (karl) sem nær bestum árangri á milli Íslandsmóta í sundi. Þarna er Ragnar Örn og Pétur bróðir hans að afhenda Jakobi Sigurðssyni í Ægi bikarinn.

Aðalfundur Félags íþrótta,-æskulýðs og tómstundafulltrúa er haldinn árlega, en Ragnar Örn er núverandi formaður félagsins. „Þegar ég tók við formennsku í ÍBK 1987 var nýbúið að stofna Sundfélagið Suðurnes (SFS), sameina krafta sunddeildanna í Keflavík og Njarðvík í nýtt félag. Aðalforsprakki þess var Jón B. Helgason. Félagið var ekki búið að starfa lengi þegar nokkrir aðilar í Njarðvík undir forystu Friðriks Ólafssonar sundþjálfara ákváðu að endurvekja deildina. SFS varð síðan eitt þeirra félaga sem sameinaðist í Keflavík, íþrótta-og ungmennafélag. Mér fannst þetta miður og mörgum árum seinna átti ég fund með Elsie heitinni Einarsdóttur formanni sunddeildar Njarðvíkur og Klemenz Sæmundssyni formanni sunddeildar Keflavíkur. Við fórum yfir þessi mál og ég sagði að í Hafnarfirði sem er tæplega helmingi stærra bæjarfélag er bara eitt sundlið, SH. Sömu sögu er að segja á Akureyri, Óðinn í tæplega 20 þúsund manna samfélagi.

Prúðbúnir leikmenn Keflavíkurliðsins í körfuknattleik vorið 1993, en Ragnar Örn og Sigga buðu leikmönnum karla og kvennaliðsins heim í fordrykk áður en haldið var á lokahóf KKÍ í Reykjavík. Bæði karla og kvennaliðið urðu Íslands-og Bikarmeistarar þetta ár.

22

Jólablað 2015

Ef við ætlum að ná betri árangri sem lið þá þurfi að gera breytingar ella verða deildirnar í meðalmennskunni. Í kjölfarið var ég beðinn um að leiða vinnuhóp deildanna til að ræða frekari samvinnu. Við ákváðum strax að nota aldrei orðið sameiningu, heldur samvinnu. Ég vissi það að í lögum íþróttabandalaga er ákvæði þar sem segir að heimilt sé að stofna sérráð þar sem tvö eða fleiri félög iðka sömu íþróttagrein innan sama íþróttabandalags og því heimilt að keppa sameiginlega undir nafni sundráðs ÍRB. Eftir þessari hugmynd var unnið og sundráðið stofnað en ekki var ætlunin að leggja niður sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur, heldur myndu þær sinna áfram yngstu iðkendum. Það var ekki síst fyrir fullan stuðning formannanna og margra annarra að þetta var samþykkt af báðum félögum og haldnir voru

Kvenna og karlalið ÍBK með bikarana fjóra.


nokkrir kynningarfundir fyrir foreldra og fleiri. Frábær árangur sundliðs ÍRB undanfarin ár sýnir að þetta var rétt ákvörðun. Ég er mjög stoltur af þátttöku minni í því að þetta varð að veruleika og við eigum eitt besta sundlið landsins.

Mikil uppbygging eftir sameiningu Á síðustu 20-30 árum hefur verið mikil uppbygging á aðstöðu íþróttahreyfingarinnar og margt hefur áunnist í þeim efnum. „Það má segja að við sameiningu sveitarfélaganna þriggja hafi náðst að horfa til framtíðar í þessari uppbyggingu. Þegar framkvæmdir við byggingu Sundmiðstöðvarinnar hófust 1986 var reynt að ná samkomulagi við Njarðvíkinga um að taka þátt í byggingu hennar og man ég eftir a.m.k. tveimur fundum sem ég sat vegna þess máls, en það tókst ekki. Eftir sameingu 1994 þá hefur verið samið um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu með samræðu við íþróttahreyfinguna alla í bæjarfélaginu. Við tókum ákvörðun um að flytja svæði knattspyrnudeildar Njarðvíkur á nýjan stað, vegna uppbyggingar á Nesvöllum. Samhliða flutningi á svæði Njarðvíkur var byggð við knattspyrnuvöllinn 500 sæta stúka og hús fyrir búningsaðstöðu. 2010 var völlurinn í Keflavík tekin upp og búningsaðstaða byggð, þetta var framkvæmd upp á 120-130 mkr. Undir vellinum eru 40 km af hitalögnum. Æfingaaðstaða fyrir Keflavík var síðan gerð fyrir aftan Reykjaneshöll. Þannig að aðstaðan fyrir knattspyrnuna hefur batnað til muna í sveitarfélaginu. Innilaug var byggð við Sundmiðstöðina og Vatnaveröld var byggð, en hún hefur notið mikilla vinsælda. Innilaugin er notuð fyrir æfingar hjá sundliði ÍRB, skólasund Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Háaleitisskóla. Ekki má gleyma því að byggð var félagsaðstaða fyrir bæði félögin Keflavík og Njarðvík og hefur það gjörbreytt allri aðstöðu félaganna og deilda þeirra. Reykjanesbær aðstoðaði Hestamannafélagið Mána við byggingu nýrrar reiðhallar. Þá hafa Taekwondodeild Keflavíkur og Júdódeild Njarðvíkur fengið betri aðstöðu fyrir starfsemi þessara deilda í húsnæði á Iðavöllum. Ég fullyrði það að aðstaða til íþróttaiðkunar í Reykjanesbæ er með því besta sem gerist á landinu“. Ragnar Örn hefur verið í Félagi íþrótta-æskulýðs og tómstundafulltrúa frá 1998, en um 55 félagar frá 33 sveitarfélögum eru í félaginu. Ragnar Örn er núverandi formaður félagsins.

Forstöðumaður Sundmiðstöðvar í fimm ár -Hvernig kom það til að þú varðst forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar ? „Í ársbyrjun 2010 hætti Jón Jóhannsson forstöðumaður Sundmiðstöðvar og fór á eftirlaun og á svipuðum tíma hætti Guðmundur Sighvatsson forstöðumaður í Reykjaneshöll og Íþróttamiðstöð Heiðarskóla. Vegna hagræðingar hjá Reykjanesbæ var ákveðið að ráða ekki í störf þeirra heldur fá mig, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóra og Hafstein Ingibergsson forstöðumann til að sjá um rekstur þessara mannvirkja samhliða okkar störfum. Stefán tók við Reykjaneshöllinni, Hafsteinn Heiðarskóla og ég Sundmiðstöðinni. Auk þess voru laun okkar Stefáns eins og annarra m.a. á bæjarskrifstofunni lækkuð um 10% í tvö ár, þ.e. 2011 og 2012 en sú lækkun var síðan tekin til baka í ársbyrjun 2013. Hagræðing á ÍT sviði var því veruleg á þessum árum og kom það meðal annars niður á ýmsum samningum við íþróttahreyfinguna, auk fækkunar starfsmanna. Laun starfsmanna í íþróttamannvirkjum voru líka lækkuð og má hrósa þessum starfsmönnum hve vel þeir tóku þessu.

Verkalýðsforinginn Ragnar Örn

Ragnar Örn fagnar Íslandsmeistaratitli sínum í blöndun drykkja á Hótel Sögu 1987. mannafélags Keflavíkur. Hólmar Magnússon sem gengt hafði formennsku í félaginu hætti. „Ég var beðinn að bjóða mig fram til formennsku í félaginu. Hólmar hafði verið formaður um árabil og hann ákvað að hætta á þessum tímapunkti. Innan Starfsmannafélags Keflavíkur voru starfsmenn Keflavíkurbæjar, SBK og Sjúkrahússins eða HSS, svo var hér annað félag, Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða, en innan þess félags voru starfsmenn annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum og starfsmenn innan Hitaveitu Suðurnesja. Árin á undan höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir til að sameina félögin í eitt sterkt stéttarfélag. Þær tilraunir tókust ekki. Flestir félagsmenn félaganna eru ófaglærðir, m.a. starfsmenn á leikskólum, grunnskólum og íþróttamannvirkjum. Óskar Guðjónsson sem var starfsmaður Sandgerðisbæjar var formaður Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða. Við ræddum saman um að sameina félögin í eitt sterkara félag. Það tókst strax árið 2000 og nýja félagið hlaut nafnið Starfsmannafélag Suðurnesja. Óskar hafði verið lengi formaður Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða og var ákveðinn í því að hætta og því var ég einn í kjöri til formanns í hinu nýja félagi. Í félaginu eru um 700 félagsmenn og félagið er sjöunda stærsta aðildarfélag BSRB. Þá sat ég einnig í stjórn BSRB. Ég var formaður félagsins fram á mitt ár 2013 og fannst þá eftir 14 ár vera kominn tími á að draga mig í hlé“.

-Hvernig er að starfa að verkalýðsmálum? „Það er fjölbreytt og skemmtilegt. Þú kynnist fjölda fólks og ýmsum málum. Að komast inn í þau mál sem þarna er fengist við, tekur tíma, og þau eru fjölbreytt. Fólk er nefnilega mismikið að velta þessum málum fyrir sér. Nú eru flest stéttarfélögin hér fyrir sunnan á sama stað í Krossmóa og það var og er styrkur fyrir þau. Félögin eru einnig saman aðilar að Virk starfsendurhæfingu“. Ragnar Örn segist hafa hætt sáttur hjá Starfsmannafélagi Suðurnesja og líta stoltur yfir farinn veg. Ekki er hægt að ljúka þessu spjalli nema minnast á að Ragnar Örn hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í blöndun drykkja á vegum Barþjónaklúbbs Íslands og einnig tvöfaldur Norðurlandameistari. Hann hefur starfað í tæp 25 ár í Kiwanishreyfingunni, verið félagi í Keili í Keflavík og gengdi stöðu umdæmisstjóra í í umdæminu Ísland – Færeyjar árin 2011-2012 og sat þá einnig í Evrópustjórn Kiwanis. Ragnar Örn var kallaður á fund bæjarstjóra í lok maímánaðar s.l. og tilkynnt að starf hans yrði lagt niður frá og með 1. júní. Starfið yrði að vísu auglýst aftur eitthvað breytt. Ragnar Örn segir að þessi ákvörðun hafi komið sér verulega á óvart, því ekkert hafi bent til þess að slíkt væri á döfinni. „Ég er þakklátur fyrir að hafa átt möguleika á því að starfa allan þennan tíma, þar sem saman fer vinna og áhugamál og sérstaklega að starfa með öllu þessu góða fólki innan íþróttahreyfingarinnar sem leggur á sig ómælda sjálfboðaliðsvinnu.

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Ragnar Örn gerðist verkalýðsleiðtogi í lok síðustu aldar eða 1999. Þá var hann kosinn formaður Starfs-

Jólablað 2015

23


Gleðileg jól

farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Hafnargötu 27 - Sími 421 1420 & 894 3837

Keflavík

Rafverktaki

VÍSIR

Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

Hafnargötu 62 - Sími 421 4457

stapaprent

Guesthouse www.alex.is

Tækniþjónusta SÁ ehf.

Prentþjónusta í 31 ár

Grófin 13c • 230 Reykjanesbær • Sími 421 4388 • Netfang stapaprent@simnet.is

80 ára saga Keflavíkur

Sængurverasett kr. 2.000,-

kr. 2.500,-

Jólagjafir íþróttamannsins

Fáanlegar í Félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34 24

Jólablað 2015

- Sími 421 3044 & 897 5204


Blakdeild Keflavíkur

V

eturinn hefur farið vel af stað og gaman að sjá að nýir iðkendur hafa bæst í hópinn. Deildin vonast auðvitað eftir því að þeim muni fjölga enn frekar þar sem fólk veit orðið af því að það er verið að spila og æfa blak í Keflavík. Æfingar deildarinnar eru öllum opnar og eru því allir velkomnir sem hafa áhuga á að prófa blak. Allar æfingar fara fram í íþróttahúsi Heiðarskóla. Blakarar úr Sandgerði og Garðinum hafa verið að kíkja á æfingar hjá deildinni og það er auðvitað skemmtilegra þegar sem flestir mæta. Iðkendur blakdeildarinnar koma frá Reykjanesbæ, Sandgerði og Garðinum. Í vetur býður blakdeildin upp á æfingar fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Æfingar fyrir 1.-6. bekk eru á miðvikudögum kl. 15-16 og fyrir 7.-10. bekk á miðvikudögum kl. 16-17. Á laugardögum er sameiginleg æfing fyrir 1.-10. bekk kl. 14:15-16:00. Í yngri hópnum eru fimm iðkendur og í eldri hópnum eru fjórir iðkendur. Það er gaman að sjá hve mikill munur er á tækni barnanna frá því á fyrstu æfingunum og svo þegar líður á veturinn. Blakdeildin hvetur börn og unglinga sem vilja prófa, til að mæta á æfingu og læra undirstöðurnar og aldrei að vita nema þar leynist efnilegir blakarar. Stefnan er að fara með elsta hópinn í afreksbúðir Aftureldingar í vor ef þær verða haldnar líkt og undanfarin ár. Þar munu landsliðsþjálfarar og fleiri góðir þjálfarar halda utan um æfingarnar. Undirrituð hefur verið að aðstoða og læra í þremur slíkum æfingabúðum en þeir sem vilja sækja sér þjálfararéttindi í blaki hafa verið boðaðir þangað til að fylgjast með og taka þátt í æfingunum. Gaman er frá því að segja að nú hafa U15 og U17 landsliðin verið að keppa og bæði landsliðin samanstanda af börnum sem að komu í þessar æfingabúðir. Þetta er því frábært tækifæri fyrir börnin okkar til að kynnast öðrum blakfélögum og fá bestu þjálfun sem í boði er. Í haust var tekin ákvörðun um að skrá kvennaog karlalið í Bikarkeppni Blaksambands Íslands. Karlalið okkar lenti á móti HSK í fyrstu umferð. Þeir spiluðu leikinn í Hvergerði þann 28. október síðastliðinn. Ég er mjög stolt af þeim, þar sem að þeir áttu flottan leik og það hefði verið mjög gaman að sjá þá komast áfram í næstu umferð, en það verður bara næst. Hrinurnar fóru 25-17, 24-26 og 25-22, eða 3-0 fyrir HSK. Það er mín ósk að strákarnir okkar haldi áfram að taka þátt í mótum og hver veit nema að þeir taki líka þátt í deildarkeppninni næsta vetur. Karlaflokkurinn æfir á þriðjudögum kl. 17:00-18:30 og allir sem hafa áhuga eru velkomnir á æfingar til að prófa. Kvennaliðið sat hjá í fyrstu umferð en dróst á móti HK – Wunderblak í annarri umferð. Leikurinn fer fram í Heiðarskóla hinn 25. nóvember og hefur því ekki verið leikinn þegar þetta er skrifað. Kvennaflokkurinn ákvað að bjóða öllum að vera með á sínum æfingum og eru æfingarnar því blandaðar, þ.e. bæði karlar og konur. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 20:00-21:30. Blakdeildin er með æfingatíma á föstudögum kl.18:00-19:30 og þar er öllum boðið að mæta sem vilja. Fullorðna fólkið á svo annan hvern laugardag á móti börnunum kl. 14:15-16:00. Síðastliðinn vetur hélt blakdeildin fyrirtækjamót. Haldnar voru þrjár undankeppnir og liðin sem voru í 1. og 2. sæti í þeim komust áfram í lokamótið. Í fyrstu undankeppninni kepptu lið starfsmanna grunnskóla Reykjanesbæjar, í annarri undankeppninni kepptu lið starfsmanna leikskóla Reykjanesbæjar og í síðustu undankeppninni var opið fyrir hópa- og fyrirtæki. Í lokakeppninni vann blaklið Víðis úr Garðinum og fengu þau far-

andbikar í verðlaun. Blakdeildin hefur í hyggju að skipuleggja annað fyrirtækjamót í byrjun árs 2016. Í apríl fór undirrituð og hélt þriggja vikna blaknámskeið fyrir börnin í Garðinum. Þar sóttu mörg börn námskeiðið, en áherslan var að kenna börnunum undirstöðuatriðin svo þau gætu farið með foreldrunum á strandblakvöllinn í Garðinum og leikið sér um sumarið. Í maí byrjun fóru svo karla- og kvennaflokkur á öldungamótið sem er stærsta blakmótið sem haldið er á hverju ári. Það mót sækja um þúsund blakarar sem eru 30 ára og eldri. Að þessu sinni

sýna nokkra leiki í beinni útsendingu. Við í Keflavík eigum nú einn 18 ára dreng, Kristinn Rafn Sveinsson sem fór í afreksbúðir sem haldnar voru hjá Aftureldingu í ágúst og þar var honum boðið að spila í 2. deildinni, með unglingaliði Aftureldingar. Það lið samanstendur af nokkrum heimastrákum og þremur strákum sem að koma utan af landi. Þessir strákar eru á aldrinum 15-18 ára. Þeir tóku þátt í fyrstu umferð annarrar deildar á Hvolsvelli í október. Kristinn Rafn gerði sér lítið fyrir og skellti sér á dómaranámskeið í blaki, hann stóðst prófin bæði skriflega og verklega og er því með héraðs-

Sigurvegarar fyrirtækjamóts í blaki í maí síðastliðin. Blaklið Víðis.

Mæðgur að sjá um stigagæslu á fyrirtækjamóti. var mótið haldið á Neskaupsstað svo ferðalagið var langt. Þetta er mjög skemmtilegt mót og langir dagar. Það má líkja þessu við Nettó-mótið sem að körfuboltinn heldur hér í Reykjanesbæ. En þetta mót er af svipaðri stærðargráðu. Karlarnir kepptu í 4. deild en konurnar í 12. deild. Því miður þá féllu bæði liðin um deild en þau gera bara betur næst. Þess má geta að þetta mót mun lifa lengi í minningunni þar sem það átti að fara fram í uppblásnum húsum á Neskaupstað ásamt því að vera í íþróttahúsinu. En það vildi ekki betur til en þessa helgi þá lét Vetur konungur á sér kræla og það var snjókoma alla dagana. Svo það var gripið til þess ráðs að keppa á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði líka, svo það var mikil keyrsla á milli staða. Þann 27. júní hélt blakdeild Keflavíkur utan um og skipulagði strandblakmót á Sólseturshátíðinni í Garðinum. Það voru 11 lið sem tóku þátt og stóð mótið fram á nótt. Það er gaman að segja frá því að blakið er að sækja á og verða sýnilegri íþrótt á Íslandi. Umfjöllunin er meiri og íþróttasíðan sporttv.is er farið að

Ingólfur Mattíasson hefur æft blak í tugi ára. Hann keppti með blakliði Myllubakkaskóla á fyrirtækjamótinu. dómararéttindi í blaki. Þegar þetta er ritað hefur hann dæmt fjóra leiki það sem af er vetrinum, einn bikarleik og þrjá leiki í 1. deild. Æfingagjöldum var haldið í lágmarki fyrir haustönn 2015. Börn borguðu 5000 kr. og fullorðnir 8000 kr. Ákveðið var að setja á gjöld til þess að eiga fyrir endurnýjun á boltum og þátttökugjöldunum í bikarkeppni. En þess má geta að þeir sem hafa áhuga á að styrkja blakdeildina geta farið inná keflavik.is og þar sem skráðir eru iðkendur. Þar inni er styrktar hlekkur þar sem fólki gefst kostur á að styrkja deildina um 1500 kr. með kreditkorti. Jafnframt er hægt að styrkja uppbyggingu blakíþróttarinnar á svæðinu með því að leggja inná reikning deildarinnar sem er 0142-26-006002 kt:640513-0200. Fyrir hönd Blakdeildar Keflavíkur Svandís Þorsteinsdóttir Formaður og þjálfari barnaog unglingaflokks.

Jólablað 2015

25


7. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

7. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar.

10. flokkur stúlkna Íslands- og bikarmeistarar.

Arnór Sveinson í úrvalsliði Copenhangen Invitational júní 2015.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Annáll og uppskera keppnistímabilið 2014-2015

S

tarf barna- og unglingaráðs gekk vel keppnistímabilið 2013-14 og víða í starfinu náðist góður árangur. Sem fyrr samanstendur hópurinn á bak við starfið af stjórnarfólki sem var skipað 10 manna hóp á s.l. tímabili, þjálfurum, iðkendum og foreldrum sem leitast öll við að skapa þá umgjörð sem þarf til að halda starfinu blómlegu. En þó metnaðurinn liggi í að gera hlutina sem best, má alltaf gera betur, og undanfarin tvö ár hefur iðkendum heldur farið fækkandi og brottfall iðkenda virðist hefjast fyrr en áður sem er áhyggjuefni. Eitt stærsta verkefni barnaog unglingaráðs á komandi ári verður því að reyna að snúa þessari þróun við, enda er körfubolti stórkostleg íþrótt sem hefur skilað af sér frábærum einstatklingum í námi og starfi á liðnum misserum.

Árangur keppnisliða 2014-2015 Keflavík sendi lið til keppni í öllum aldurflokkum á nýafstöðnu Íslandsmóti yngri flokka, eða 15 flokka alls. Í bikarkeppni KKÍ sendi Keflavík lið í öllum aldursflokkum eða 9 alls en þátttökurétt eiga 9. flokkur og eldri. Árangur á íslandsmóti og bikarkeppni yngri flokka var góður þetta tímabilið. Af 24 titlum sem í keppt var um í yngri flokkunum vann Keflavík 8 eða 1/3. Keflvíkingar eru einnig sem fyrr, það félag í körfubolta á Íslandi sem hefur unnið til flestra verðlauna í yngri flokkunum, eða alls 215 íslands- og bikarmeistaratitla.

26

Jólablað 2015

Í kvennaboltanum hélt Keflavík uppteknum hætti og sópaði inn titlum. Stelpurnar unnu 5 Íslandsmeistaratitla af 7 mögulegum og 2 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum. Þar sem Keflavík náði ekki að vinna gull í yngri flokkunum vannst yfirleitt silfur, eða næstbesti árangur. Drengjamegin eignaðist Keflavík Íslandsmeistara í 7. flokki drengja og vann silfur í 10. flokki drengja. Ekki náðist að landa bikarmeistaratitli hjá drengjunum þetta árið. Iðkendur í 1.-5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja hin ýmsu minniboltamót félaganna sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp og öll fóru þau að sjálfsögðu á Nettómótið í Reykjanesbæ, en það mót vill enginn iðkandi á þessum aldri láta fram hjá sér fara.

Nettómótið 2015 Barna- og unglingaráð stóð að venju í samstarfi við U.M.F.N. að framkvæmd Nettómótsins 7.-8. mars 2015 sem er stærsta körfuboltamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Mótið var jafnframt 25. ára afmælismót félaganna. Þetta mót markaði jafnframt ákveðin tímamót þar sem 6. bekk var í fyrsta skipti ekki heimiluð þátttaka, enda mótið komið að þolmörkum í stærð. Reyndist sú ákvörðun vera hárrétt enda var enginn samdráttur á keppendum þrátt fyrir þetta. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 192 frá 24 félögum og leiknir voru 448 leikir en u.þ.b. 1.100 keppendur

léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára. Unglingaráð vill nota tækifærið færa öllum okkar félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á þessu Nettómóti í þágu körfunnar og félagsins enda útilokað að standa að slíkri stórframkvæmd án breiðrar þátttöku þar sem allir leggist á eitt. Næsta Nettómót verður haldið 5.-6. mars 2016.

Unglingalandsliðsfólk Körfuknattleiksdeildar 2015 Fjórar stúlkur úr Keflavík voru valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fór fram í Solna í Svíþjóð 13.-17 maí en það voru Andrea Einarsdóttir, Birta Rós Davíðsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr en sú síðastnefnda var jafnframt valin í 5 manna úrvalslið mótsins. Þjálfari liðsins var Keflvíkingurinn Margrét Sturlaugsdóttir. U16 lék einnig á EM í Andorra og er þeirri frægðarför gerð frekari skil í annarri grein í blaðinu. Einn leikmaður úr Keflavík var valinn til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna en það var Þorbjörn Óskar Arnmundsson sem stóð fyrir sínu og var byrjunarliðsmaður í gegn um mótið. Þorbjörn lék einnig með U16 liði drengja á EM í Búlgaríu, en liðið hafnaði í 18. sæti af 24 þar sem strákarnir unnu 4 leiki af 9. Fimm stúlkur úr Keflavík voru valdar til að keppa með U18 á sama Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna en

það voru þær Elfa Falsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Irena Sól Jónsdóttir, Svanhvít Ósk Snorradóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir. U18 liðið stóð sig frábærlega á þessu móti og vann til bronsverðlauna þrátt fyrir að 8 stelpur af 12 væru á yngra ári. Elfa, Emelía, Irena og Thelma voru einnig valdar til að keppa með U16 á EM en íslenska liðið lék í Rúmeníu. Liðið hafnaði í 17. sæti á mótinu en stóð sig engu að síður vel og tapaði t.d. mjög naumlega fyrir liðum sem urðu mun ofar á mótinu. Þjálfari U18 liðsins var Keflvíkingurinn Jón Guðmundsson. Fjórar stúlkur úr Keflavík voru valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í Copenhangen Invitational 18.-21. júní n.k. Þetta voru þær Birna Valgerður Benónysdóttir, Elsa Albertsdóttir, Eydís Eva Þórisdóttir og Kamilla Sól Viktorsdóttir. Loks voru tveir drengir frá Keflavík verið valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í sama Copenhangen Invitational mótinu í júní, þeir Arnór Sveinsson og Elvar Snær Guðjónsson. U15 liðið stóð sig gríðarlega vel á mótinu og vann til silfurverðlauna eftir tap gegn Berlínarúrvalinu í hreinum úrslitaleik. Arnór Sveinsson var jafnframt valinn í úrvalslið mótsins.

Aukaæfingin & afreksstarf Áfram var boðið upp á morgun- og afreksæfingar 2 skipti í viku frá október til apríl fyrir áhugasama iðkendur í 8. bekk og eldri.


9. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar.

10. flokkur drengja vann til silfurverðlauna á Íslandsmótinu.

Stúlknaflokkur Íslandsmeistarar.

Unglingaflokkur kvenna Íslands- og bikarmeistarar.

Valinn var afrekshópur til sumaræfinga úr 9.og 10. bekk sem var gefinn kostur á að æfa körfubolta á morgnanna í 8 vikur samhliða vinnuskólanum, þar sem flettað var saman körfubolta, sumarvinnu og aðstoð við störf unglingaráðs á 17. júní og Ljósanótt. Allir þessir hópar æfðu undir handleiðslu Einars Einarssonar, yfirþjálfara yngri flokka körfuknattleiksdeildar sem nú er tekinn við aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfar einnig ungl-ingaflokk karla og 3.-4. bekk drengja.

Lokahóf yngri flokka í maí 2015 Lokahóf yngri flokka var haldi um miðjan maí að venju í TM höllinni. Veittar voru viðurkenningar og tímabilinu lokið með þeim hætti sem hæfir vorkomunni, þ.e. að tendra á grillinu og blása til veislu. Iðkendur 1.-5. bekkjar fengu allir Keflavíkurtreyju fyrir iðni og góða ástundun. Þjálfarar þeirra voru eftirfarandi: 1-4 bekkur stúlkna Þjálfari Helena Jónsdóttir 1-5 bekkur drengja Þjálfari Einar Einarsson 5-bekkur stúlkna Þjálfari Jón Guðmundsson Einstaklingsviðurkenningar voru veittar iðkendum 11. ára og eldri:

Minnibolti 11 ára drengja Þjálfari Einar Einarsson Mestar framfarir: Birgir Örn Guðsveinsson

Besti varnarmaðurinn: Hrannar Albertsson Besti leikmaðurinn: Stefán Jón Friðriksson

Minnibolti 11 ára stúlkna Þjálfarar Jón Guðmundsson og Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Ásta Rún Arnmundsdóttir Besti varnarmaðurinn: Gígja Guðjónsdóttir Besti leikmaðurinn: Eygló Nanna Antonsdóttir

7. flokkur drengja Þjálfari Björn Einarsson Mestar framfarir: Bjarki Freyr Einarsson og Guðbrandur Jónsson Besti varnarmaðurinn: Helgi Bergmann Hermannsson Besti leikmaðurinn: Davíð Snær Jóhannsson

7. flokkur stúlkna Þjálfarar Jón Guðmundsson og Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Bergey Gunnarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Hjördís Lilja Traustadóttir Besti leikmaðurinn: Edda Karlsdóttir

8. flokkur drengja Þjálfari Björn Einarsson Mestar framfarir: Aron Smári Ólafsson Besti varnarmaðurinn: Arnar Geir Halldórsson Besti leikmaðurinn: Andri Þór Tryggvason

8. flokkur stúlkna Þjálfarar Jón Guðmundsson og Kristjana Jónsdóttir Mestar framfarir: Svava Rún Sigurðardóttir Besti varnarmaðurinn: Sigurbjörg Eiríksdóttir Besti leikmaðurinn: Sigurbjörg Eiríksdóttir

9. flokkur drengja Þjálfari Jón Halldór Eðvaldsson Mestar framfarir: Elvar Snær Guðjónsson Besti varnarmaðurinn: Elvar Snær Guðjónsson Besti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

9. flokkur stúlkna Þjálfari Björn Einarsson Mestar framfarir: Eydís Eva Þórisdóttir Besti varnarmaðurinn: Elsa Albertsdóttir Besti leikmaðurinn: Birna Valgerður Benonýsdóttir

10. flokkur karla Þjálfari Jón Halldór Eðvaldsson Mestar framfarir: Árni Geir Rúnarsson Besti varnarmaðurinn: Marel Sólimann Besti leikmaðurinn: Þorbjörn Óskar Arnmundsson

10. flokkur stúlkna Þjálfari Björn Einarsson Mestar framfarir: Þóra Jónsdóttir Besti varnarmaðurinn:

Katla Rún Garðarsdóttir Besti leikmaðurinn: Þóranna Kika Hodge-Carr

11. flokkur drengja Þjálfari Guðmundur Ingi Skúlason Mestu framfarir: Róbert Smári Jónsson Besti varnarmaðurinn: Arnór Ingi Ingvason Besti leikmaðurinn: Marvin Harrý Guðmundsson

Stúlknaflokkur Þjálfari var Marín Rós Karlsdóttir Mestu framfarir: Svanhvít Ósk Snorradóttir Besti varnarmaðurinn: Emelía Ósk Gunnarsdóttir Besti leikmaðurinn: Thelma Dís Ágústsdóttir

Drengjaflokkur Þjálfari Guðmundur Ingi Skúlason Mestu framfarir: Dagur Funi Brynjarsson Besti varnarmaðurinn: Tryggvi Ólafsson Besti leikmaðurinn: Birkir Örn Skúlason

Lokaorð Við í barna- og unglingaráði viljum að lokum þakka öllum þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur fyrir gott starf auk fjölmargra foreldra sem lögðu hönd á plóginn með óeigingjörnu framlagi í þágu unga fólksins og körfunnar. Áfram Keflavík enn og aftur um ókomna tíð. F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK Jón Ben Einarsson

Jólablað 2015

27


Sixers Camp -ferðasaga 9. og 10. flokks kvenna (auk Arnórs og Elvars)

Þ

ann 2. júlí hittumst við 28 uppi í Leifsstöð. Langþráð ferð til Philadelphiu loksins hafin eftir 2 ára söfnun. Þegar við lentum á JFK flugvellinum í New York beið okkar fjögurra tíma rútuferð til Philadelphiu. Loks þegar við komum á hótelið, King of Prussia, sáum við mollið beint á móti og varð strax mikill spenningur meðal leikmanna. Þessa þrjá sólarhringa á hótelinu var mikið verslað og einnig eyddum við miklum tíma á sundlaugarbakkanum. Þá var komið að körfuboltabúðunum hjá Sixers. Á fyrsta degi var okkur skipt í nokkuð jöfn lið eftir eina æfingu. Mikil þreyta var í mönnum eftir fyrsta daginn í Sixers camp vegna álags og hita, sumir jafnvel sólbrunnir, þrátt fyrir mikla og sterka sólarvörn. Næsta morgun tók við morgunæfing klukkan 6:15 og var dagskrá allan daginn til kl. 22:00. Leikmenn fengu ekki að fara upp á herbergi eða í sturtu fyrr en í lok dags, nema í neyðartilfellum.

Flestir dagarnir byrjuðu á morgunæfingu og morgunmat. Eftir það byrjuðu æfingar og stuttir körfuboltaleikir. Mikil barátta var meðal leikmanna Keflavíkur sem stóðu greinilega upp úr hópnum. Nokkrir leikmanna okkar glímdu við meiðsli vegna grjótharðrar steypunnar sem spilað var á en við hörkuðum það samt bara af okkur. Sjúkraliðarnir í búðunum voru mjög passasamir og brugðust við hinum minnstu meiðslum. Okkur þóttu þeir frekar öfgafullir. Þrátt fyrir stífa dagskrá og mikinn hita var þetta mjög skemmtileg upplifun og við höldum að við

Starfsmenn Nettómóts 2015.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

tölum fyrir allan hópinn þegar við segjumst vera til í að fara aftur. Við viljum þakka öllum sem hjálpuðu okkur að safna fyrir þessari ferð og þá sérstaklega foreldrum okkar. Við mælum eindregið með því að fleiri flokkar fari í þessar búðir því þetta er svo sannarlega ógleymanleg ferð sem þjappaði hópnum vel saman. Takk fyrir okkur. F.h. 9. og 10. flokks Keflavíkur 2015, (og Arnórs og Elvars) Birna Valgerður, Þóra Jóns og Kamilla Sól.

Unglingalandsliðskrakkar 2015.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

ÞORVALDUR H. BRAGASON EINAR MAGNÚSSON ÞÓRIR HANNESSON OG STARFSFÓLK

S K Ó L AV E G I 1 0 • 2 3 0 K E F L AV Í K

28

Jólablað 2015


U16 Evrópumeistarar 2015

Þ

rjár stúlkur úr Keflavík voru valdar til að keppa með U16 á á EM en íslenska liðið keppti í C-deild í Andorra. það voru þær Andrea Einarsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr Auk þess kom þjálfari liðsins úr Keflavík, Margrét Sturlaugsdóttir sem einnig þjálfar meistaraog unglingaflokk kvenna hjá Keflavík. Þessi ferð reyndist hin mesta frægðarför þar sem stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið með glæsibrag og geta titlað sig EVRÓPUMEISTARA. Með þessum árangri ruddu þær brautina fyrir næsta U16 lið sem kemur til með að leika í B-deild á næsta ári, þar sem þær eiga sannarlega heima. Þóranna Kika Hodge-Carr hélt áfram þar sem frá var horfið á NM í Solna og var bæði valin í úrvalslið EM mótsins og einnig kosin besti leikmaður þess.

Þóranna Kika Hodge-Carr, Katla Rún Garðarsdóttir og Andrea Einarsdóttir. Ljósm. VF.

KOMDU Í KÖRFU Það er svo hrikalega gaman Körfuknattleiksdeild Keflavíkur býður öllum áhugasömum strákum og stelpum í 1.-8. bekk sem vilja prófa körfubolta að mæta á æfingar í desember og janúar Kostar ekkert nema bros og boltagleði ALLIR ofboðslega velkomnir Æfingatöflu Körfuknattleiksdeildar má sjá á heimasíðu félagsins www.keflavik.is/karfan

Nýtt landslag

Hlökkum til að sjá þig Körfuknattleiksdeild Keflavíkur

í minnibolta 11. ára

Róttækar breytingar samþykktar á keppnisfyrirkomulagi á ársþingi KKÍ Miklar breytingar voru samþykktar á ársþingi KKÍ vorið 2015 hvað varðar leikreglur og mótafyrirkomulag í minnibolta 11. ára sem er 6. bekkur í grunnskóla. Markmið breytinganna er að allir fái að spila meira og vera meira með boltann Helstu breytingar sem gerðar eru á mótafyrirkomulagi til að ná þessum markmiðum: • Mótum er fjölgað úr 4 í 5. • Leikir eru styttir og þeim fjölgað • Leikið er 4 á 4 í stað 5 á 5 • Hámark 7 leikmenn mega vera í hverju liði og skiptingar eru frjálsar. Mótin verða haldin í umsjón þeirra félaga sem sækja um og fá úthlutað mótum og eru allir riðlar leiknir á sama leikstað á sömu helgum.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.retting.is

Jólablað 2015

29


Hvað er að vera Keflvíkingur? Í dag þykir það ekki tiltökumál fyrir leikmenn að söðla um og skipta um félag, þetta á jafnt við um konur og karla. Margir velta því fyrir sér að svona og svona margir leikmenn séu uppaldir hjá félaginu og hinir eru „aðkomufólk“. Fyrir mér eru leikmenn karla- og kvennaliðs

okkar Keflvíkingar, við eigum að taka vel á móti öllum sem vilja ganga til liðs við okkar félag og tala um þau sem Keflvíkinga og ekkert annað. Við Keflvíkingar höfum notið einstakrar velgengni í kvennaboltanum á síðustu misserum sem er frábært, en í ár má segja að ákveðin kyn-

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

SÖLUUMBOÐ ÖSKJU Á REYKJANESI Sími 420 5000 30

Jólablað 2015

slóðaskipti séu að eiga sér stað og erum við vel undirbúin fyrir þann slag þar sem við eigum mikið af gríðarlega flottum ungum stúlkum sem við þurfum að hlúa vel að og fá nú gullið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Keppnistímabilið fer skemmtilega af stað í ár. Þegar að þetta er skrifað er hið kornunga kvennalið félagsins í fjórða sæti Domino‘s deildarinnar og er gríðarlega skemmtilegt að fylgjast með stúlkunum, en þess ber að geta að meðalaldur liðsins er 18,5 ár! Karlalið félagsins hefur sl. 4 ár þurft að bíta í það súra epli að detta út úr úrslitakeppni í 8 liða úrslitum og við vitum það öll að við viljum meira! Keppnistímabilið í ár fer einstaklega vel af stað og er liðið í toppsæti Domino‘s deildarinnar þegar þetta er ritað. Þessi byrjun er eitthvað sem forráðamenn félaganna í deildinni og aðrir spekingar áttu ekki von á og kemur flestum skemmtilega á óvart. Satt best að segja er liðið í feikna formi þessa dagana og spilar mjög skemmtilegan bolta og verður skemmtilegt að fylgjast með framhaldinu. Við skulum þó hófstillt í væntingum til liða félagsins og vera dugleg að mæta völlinn og hvetja liðin til góðra verka. Að lokum vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Birnu Valgarðsdóttur fyrir framlag sitt til félagsins en Birna lagði skóna á þessa frægu hillu eftir sl. tímabil eftir afar farsælan feril. Til að stikla á stóru, þá spilaði Birna á ferli sínum hjá Keflavík hvorki fleiri né færri en 314 leiki, þar sem hún setti 453 þriggja stiga körfur og skoraði 4534 stig í heildina. Sjö sinnum tókst henni að vinna Íslandsmeistaratitilinn og fimm sinnum varð hún bikarmeistari með Keflavík. Á tíma sínum spilaði hún einnig 76 landsleiki, en það gerir hana að næst landsleikjahæstu konu Íslands fyrr og síðar. Áfram Keflavík, Falur J. Harðarson Formaður KKDK


TÉKKLANDHOLL ÞÝSKALAND AND Mann Mannfjöldi: 10 fjöldi: Mannfjöldi: 82,5 milljónir ,5 milljónir ÍA L A 16,9 m ÍT i: 59,8 milljónir illjó

nir

Mannfjöld

Jürgen

Anezka

Alwin

Ha Happatala: ....H ppatala:... ....a.... ...... .. pp.... 3 .............3 ....r........ alitu .1ali ...pp Ha ... Massimo Happatala:......................... ....4 ... ...... ... tur : .................. ... H : ........ ap.... Happalitur: pa.... ............ .......................SVARTUR N ....a.... fatn PPEL ................ :........ RAA RÆ ppNafa UÐ ..GHa ... H tna ... ð ðu ... a .7 u SÍN Happatala ...... r: ... p r: ...... UR .... ... pa.... Happafatnaður: ... ................KASKEITI A .... d YS LE : ý ÐU Ha PE ur r .. pp RP Ð : .. adýr: ....EV.... ILS U AJAX UGULUR Happalit RÓ.... Happadýr: : ......... RA......................... SJAKALI .... .............F..ÍLL UR PUK.... TREY ur TT að EPPN ............ tn KÖ .. fa .. EVR ... pa ÓPU .. J IN Í H KEPPNIN Í HEP ........ A Hap EPPN ............... Í HEPPNI 2015 EVRÓPUKEPPNIN ÍKORN ...... VissirPNI 2015 I 2015 Happadýr: þú I 15 ®

®

®

Vissir þú að fæðis að þr íshokkí iðja h t í er heim að hæsta vinasæ íþróttkirkja 500 í heimi tavert ba húslas af fleiri enin í Tékklandi? i? rn í H erlir í Ulm státaí Þýskalandi? Íta a? olland st að pa i Vissir þú di tegundum af mismunan HEPPNI 20 PPNIN Í Vissir þú

®

EVRÓPUKE

VERÐUR ÞÚ NÆSTI EVRÓPUMEISTARI Í HEPPNI? NM72117

Eurojackpot er Evrópukeppnin í heppni – stærsti lukkuleikurinn sem er í boði á Íslandi. Þar keppa 16 þjóðir um pott sem hleypur á milljörðum í hverri viku. Það er aldrei að vita hver verður næsti milljarðamæringur. Kannski verður það Massimo frá Ítalíu. Eða þú!

ENNEMM / SÍA /

Fyrir 320 kall og með smá heppni gætir þú orðið Evrópumeistari í heppni.

EVRÓPUKEPPNIN Í HEPPNI ALLA FÖSTUDAGA

ÍSLENSK GETSPÁ

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands

Engjavegi 6, 104 Reykjavík | Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 2015 r Víkurfrétta Skafmiðaleiku ðurnesjum Su og verslana á

Sími 421 4777

Óskar Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM SEX ÞÚSUND VINNINGAR AUK GLÆSILEGRA ÚTDRÁTTARVINNINGA IPHONE 6S ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR 125.000 KR. NETTÓGJAFABRÉF Jólablað 2015

31


Fimleikadeildin 30 ára Þ

ann 12. september 1985 var Fimleikafélag Keflavíkur stofnað af Margréti Einarsdóttur. Með henni í fyrstu stjórninni voru Ingibjörg Óskarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Laufey Kristjánsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir. Síðan þá hafa fjölmargir einstaklingar unnið í stjórn deildarinnar og á allt þetta fólk miklar þakkir skilið fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu deildarinnar. Án þeirra væri deildin ekki þar sem hún er í dag. TAKK Fyrsta árið voru 93 iðkendur undir stjórn Margrétar, Brynju Árnadóttur, Auðar Harðardóttur og Auðar Ketilsdóttur. Færri komust þó að en vildu og voru margir á biðlista. Af þessu er alveg ljóst að það var augsýnilega þörf á aukinni fjölbreytni í íþróttaiðkun barna og unglinga.

Innanfélagsmót Í mars 1986 hélt félagið sitt fyrsta Innanfélagsmót sem þótti afar vel heppnað. Frá þessu fyrsta móti hefur Innanfélagsmótið verið haldið á hverju ári. Margir Innanfélgasmeistarar hafa því verið krýndir, bæði í áhalda- og hópfimleikum. Fyrsti Innanfélagsmeistarinn var Lovísa Ólafsdóttir og man undirrituð enn eftir hversu mikið hún leit upp til meistarans og fannst mikið til hennar og allra stóru stúlknanna koma.

Þjálfarar Það hafa margir þjálfarar komið við sögu hjá deildinni, bæði innlendir og erlendir. Þeir hafa allir unnið ómetanlegt starf í þágu deildarinnar. Sá erlendi þjálfari sem hefur starfað lengst hjá deildinni heitir Stanislav Mikulas og að öllum öðrum ólöstuðum var hann sá þjálfari sem hjálpaði Fimleikadeild Keflavíkur að komast á blað í fimleikaheiminum á Íslandi. Einnig eru fjölmargir aðrir þjálfarar sem starfað hafa hjá deildinni, náð miklum árangri og sett mark sitt á starfið.

Aðstaðan Í upphafi árs 1986 eignaðist félagið sitt fyrsta áhald, heimasmíðaða jafnvægisslá. Með árunum bættist smátt og smátt í áhaldasafnið en lengi vel var aðstaðan ekki nógu góð fyrir keppnishóp félagsins og fóru stúlkurnar einu sinni í viku til Reykjavíkur á æfingar. Eins og flestir vita hefur aðstaðan breyst til muna, en árið 2010 fékk Fimleikadeildin Akademíuna til umráða. Breytingarnar voru gífurlegar og er aðstaðan í dag eins og best verður á kosið að allflestu leyti. Þó hafa hópfimleikastúlkurnar því miður þurft að fara til Reykjavíkur á dansæfingar til þess að komast á hópfimleikagólf en vonandi mun það breytast á komandi árum.

Iðkendur Frá því það voru 93 iðkendur haustið 1985 hefur fjöldi iðkenda aukist mjög mikið og nú eru í kringum 400 börn og unglingar að æfa fimleika. Enn er biðlisti líkt og í upphafi. Ein helsta ástæða biðlistans nú er skortur á þjálfurum og pláss í Akademíunni. Þessi fjöldi iðkenda og í raun biðlistarnir eru staðfesting á því góða starfi sem er unnið hjá okkur en auðvitað er óskastaðan að allir komist að sem vilja.

Strákar Lengi vel voru nánast bara stúlkur að æfa fimleika sem var kannski ekki mjög skrýtið þar sem aðstaðan fyrir strákafimleika var hreinlega ekki til

32

Jólablað 2015

staðar. Í dag erum við hins vegar virkilega stolt af því að hjá okkur æfir fjöldinn allur af strákum og eru nokkrir drengir sem hafa verið að keppa á FSÍ mótum með góðum árangri undir stjórn Vilhjálms Ólafssonar.

Jólasýningar Í desember 1986 var fyrsta jölasýningin haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Síðan þá hefur jólasýningin verið ómissandi hluti af undirbúningi jólanna hjá undirritaðri og eflaust fleirum. Sýn-

ingarnar hafa vaxið og dafnað og er það einróma álit að þær eru hver annari glæsilegri. Þann 12. desember nk. verður jólasýningin haldi í Akademíunni, það verða þrjár sýningar kl. 13.00 , 15.00 og 17.00. Í ár verður sýningin einnig afmælissýning en eins og áður hefur komið fram eru 30 ár liðin frá stofnun deildarinnar. Við hvetjum sem flesta til að koma og gleðjast með okkur þennan hátíðisdag. Jóla- og fimkeikakveðja María Óladóttir


Það geta ALLIR verið í formi! S pecial Olympics hreyfingin hefur umbreytt lífi milljóna þroskahamlaðra einstaklinga síðustu áratugina. Hvernig? Jú í gegnum íþróttir. Í dag eru yfir 4,5 milljónir þroskahamlaðra einstaklinga í fleiri en 170 löndum að æfa og keppa í margskonar íþróttum. Eftir að systir mín veiktist fyrir mörgum árum síðan og eftir að ég byrjaði að þjálfa fimleika fyrir fatlaða fyrir 5 árum síðan þá hef ég mikið spáð og spekulerað í heilsu þroskahamlaðra einstaklinga. Mér finnst fátt jafn æðislegt og að sjá þroskahamlaðan einstakling í hörku formi en hef hinsvegar oft velt því fyrir mér af hverju margir þeirra glíma við offitu. Mín skoðun er sú að viðhorf “heilbrigðra” einstaklinga sé það að þroskahamlaðir einstaklingar þurfi ekki að hreyfa sig, heldur fari betur um þá heima hjá sér í vernduðu umhverfi og helst pakkaðir inn í bómul. Einnig virðast þessum einstaklingum oft ekki vera sett nein mörk í matarræði og þeir fá að borða hvað sem þeim langar í, sama hversu óhollt það er, því jú þau eiga svo “bágt” og auðvitað mega þau því bara slaka á og lifa lífinu í gegnum óhollt matarræði. Ekki misskilja mig, þessir einstaklingar meina vel, en það sem þeir átta sig ekki endilega á er að það geta ALLIR verið í formi og ef einhverjir þurfa á því að halda þá eru það akkurat þessir einstaklingar! Einstaklingar með Downs eru til að mynda gjarnari á því að fitna heldur en við hin, þar sem þeir kunna sér ekki magamál og eru oftar en ekki með illa starfandi skjaldkirtil. Það hjálpar þessum einstaklingum ekki neitt að fá að borða það sem þau vilja og að hreyfa sig ekki. Mín upplifun af Down einstaklingum er að þeim finnst ótrúlega gaman að hreyfa sig og þá sérstaklega að dansa. Ég hef þjálfað einn einstakling með Downs í 5 ár og VÁ, hann er í betra formi en margir ungir karlmenn sem teljast vera í fanta formi. Þessi einstaklingur æfir hjá mér fimleika 4,5 klst. á viku, það er passað upp á matarræðið hans og hann er duglegur að æfa sig í armbeygjum heima hjá sér. Hann er eitt besta dæmið um að það geta ALLIR verið í formi. Fimleikar eru ekki bara skemmtileg hreyfing heldur styrkja þeir alla djúpvöðva líkamans ásamt því að bæta jafnvægi og liðleika einstaklinga sem iðka þessa íþrótt. Systir mín er flogaveik og er gott dæmi um manneskju sem hefur verið ágætlega vafin í bómul eftir að hún veiktist enda getur hún slasast illa ef hún dettur niður í flogakast. Það er engu að síður ekkert líf að lifa í bómul, hana langar að vera í formi. Mig hefur lengi langað til þess að draga hana með mér í bæinn þar sem að ég þjálfa fimleika í Gerplu en hugsaði hinsvegar með mér, af hverju eru ekki fimleikar fyrir fatlaða í Keflavík? Jú, auðvitað af því að enginn hafði reynt það. Með frábærri samvinnu fimleikadeildar Keflavíkur og íþróttafélagsins Nes ákváðum við að byrja með fimleika fyrir fatlaða, eða Special Olympics hóp eins og ég kýs frekar að kalla hópinn, núna í september.

Áður en systir mín fór að æfa fimleika hjá mér, EINU SINNI Í VIKU, í september þá var hún aum, skorti allt jafnvægi, gat ekki klifrað upp á fimleikahestinn né komið sér upp úr gryfjunni án hjálpar. Á síðustu æfingu þaut hún upp hestinn, hoppaði niður og náði léttilega að koma sér upp úr gryfjunni. Þetta náði hún á örskömmum tíma. Hún er einnig komin með mun betra jafnvægi og mun meira úthald. Fótboltastrákarnir sem flestir voru í hörku fótboltaformi, grannir og með mikið úthald, voru og eru enn í dag að fá harðsperrur í allan líkamann þar sem að þeir hafa aldrei reynt eins mikið á djúpvöðvana líkt og þeir eru að gera í dag. Þeir hafa náð

hörku framförum og eru byrjaðir að æfa heljarstökk á fullu. Enginn þeirra gat staðið á höndum í upphafi en þeir hafa flestir náð því í dag. Fimleikar geta verið frábær stuðningur við allar boltaíþróttir þar sem að þær styrkja vöðvana, liðka þá og styrkja einnig allar vöðvafestur. Þetta er ekki bara púl, heldur er þetta þvílíkt gaman, það er hlegið dátt á hverri æfingu og oftar en ekki eru nokkrir einstaklingar sem mæta sem áhorfendur á fimleikaæfingarnar þar sem að þeim finnst svo gaman að horfa á. Mig langar til þess að hvetja alla þá sem eiga við einhverjar hamlanir að stríða að kíkja á fimleikaæfingu, þú munt ekki sjá eftir því :)

Námsskeiðið fyrir boltakrakka - styrkur, þrek og teygjur

F

imleikadeild Keflavíkur byrjaði með nýtt námskeið nú í haust. Námskeiðið heitir styrkur, þrek og teygjur fyrir boltakrakka. Námskeiðið er ætlað krökkum sem eru í boltaíþróttum og langar til þess að bæta sig á þessu sviði. Fótboltastrákar eru áberandi í þessum hópi og taka þeir vel á á æfingum. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 11 – 13 ára. Megin áhersla á þessu námskeiði er að auka vöðvastyrk og liðleika. Gerðar eru fjölbreyttar og krefjandi styrktaræfingar fyrir alla

vöðvahópa. Strákarnir gera ýmist einstaklings æfingar eða vinna tveir og tveir saman. Einnig eru gerðar æfingar á tvíslá, rimlum og köðlum sem eykur mjög mikið styrk í efri líkama. Strákarnir sem eru á þessu námskeiði eru mjög virkir og duglegir. Þeir vilja bæta sig og ná betri árangri í þeirri grein sem þeir eru í. Mikill kraftur og gleði ríkir í hópnum. Við stefnum á fleiri námskeið eftir áramót og þá fyrir fleiri aldursbil. Þjálfari hópsins er Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir.

Jólablað 2015

33


Sundárið 2015 Á rið 2015 var gott ár hjá Sunddeild Keflavíkur. Eins og undanfarin ár vorum við í samstarfi með Sunddeild UMFN og saman erum við besta unglingalið landsins og eigum við stóran hóp sundmanna sem eru að synda með unglingalandsliðum Íslands. Sundárið hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Við gefum út fréttabréf einu sinni í mánuði þar sem sundmenn mánaðarins eru valdir í öllum flokkum og í öllum laugum og kemur það út á heimasíðu okkar http:// keflavik.is/sund/hagnytt-fyrir-alla/frettabref/ Að gefa út svona blað er mikil vinna og vil ég þakka þeim sem koma að því kærlega fyrir. Þarna er góð leið fyrir foreldra og sundmenn að fylgjast með því mikla starfi sem við höldum úti. Æfingardagarnir voru á sínum stað en þá koma okkar yngstu sundmenn og fá að æfa í Vatnaveröld. Þar fá þau að sjá aðra þjálfara og að kynnast því að æfa í stóru lauginni okkar því oft hefur það verið þeim erfitt að koma úr litlu hverfislaugunum okkar og byrja að æfa í stóru lauginni og hafa þessir æfingadagar mælst virkilega vel fyrir. Í desember 2014 fór Kristófer Sigurðsson til Doha, Qatar til að keppa á HM í 25 metra laug. Hann synti 3 sund þar og synti við sína bestu tíma. Eftir HM var Kristófer skráður númer 52 á heimslista FINA. Einnig í desember fóru þau Þröstur Bjarnason, Íris Ósk Hilmarsdóttir og Baldvin Sigmarsson og kepptu á Norðurlandameistaramóti Unglinga (NMU) í Vasby, Svíþjóð. Mótið í ár var mjög sterkt og þar kepptu margir öflugir sundmenn með tíma undir A lágmörkum á HM. Baldvin átti frábæran lokasprett síðustu 50 m í 200 m flugsundi og náði silfrinu. Hann átti gott mót, var að synda nálægt bestu tímunum sínum og bætti tíma sinn í 100 m bringusundi tvisvar. Þröstur og Íris náðu sér ekki á strik og voru nokkuð frá sínu besta. Reynslan sem sundmenn fá á svona stórum mótum er mikil og mjög mikilvæg. Með í för var Eðvarð Þór Eðvarðsson þjálfari og Sigurbjörg Róbertsdóttir og þökkum við þeim fyrir veitta aðstoð. Þann 30. janúar fóru 23 keppendur ásamt þjálfara og tveimur fararstjórum til Lúxemborgar til að keppa á Euromeet. Þarna kepptu 800 sundmenn frá 26 löndum. Á mótinu er keppt í þremur aldursflokkum en þeir eru svipaðir og aldursflokkarnir sem notaðir eru í landsliðum Íslands. Lágmörkin á mótið eru þung og aðeins bestu sundmenn Íslands

Baksundsstart á Landsbankamóti.

34

Jólablað 2015

Fjör á Euromeet. eiga möguleika á að vinna til verðlauna þarna. Enginn okkar sundmanna náði í úrslit í opnum flokki en margir náðu að vera í topp 10 í sínum aldursflokki í bestu greinum sínum. Stefanía Sigurþórsdóttir vann brons í 200 bringu í sínum aldursflokki og náði besta árangri okkar sundmanna. Krakkarnir gerðu meira en að synda. Þau notuðu tækifærið til þess að horfa á bestu sundmenn Evrópu keppa, kynnast sundmönnum frá hinum ýmsu

Evrópulöndum og skiptast á sundhettum og jafnvel spjalla við heimsþekkta sundmenn eins og þá Viktor Bromer (danskur sundmaður) og Paul Biedermann (þýskur heimsmethafi) og gáfu þeir sér tíma til að spjalla og sitja fyrir á myndum. Mótið var svo sannarlega góð reynsla fyrir okkar fólk . Bestu þakkir fær Magnea Björnsdóttir sem var fararstjóri ásamt undirrituðum og einnig Sigurþór Sævarsson sem fór með til þess að dæma á mótinu og aðstoða hópinn. Þetta var svo sannarlega skemmtileg og jákvæð ferð. Helgina 10. – 12. apríl fór fram IM50 í Laugardalslaug. Þar stóðu sundmenn okkar sig vel og vann ÍRB til 37 verðlauna, 6 gull, 15 silfur og 16 brons. Þetta voru 30 verðlaun í einstaklingsgreinum og 7 verðlaun í boðsundum. Við eignuðumst þrjá Íslandsmeistarar á mótinu. Þröstur Bjarnason í 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 og 400 m skriðsundi og Baldvin Sigmarsson í 400 m fjórsundi. Hamingjuóskir til þeirra. Á þessu móti náði Stefanía Sigurþórsdóttir lágmarki á Norðurlandameistaramót æskunnar sem haldið var í júlí í ár. Þess má einnig geta að Kristófer Sigurðsson bætti ÍRB met Sindra Þórs Jakobssonar í 400 m skriðsundi um 2,5 sek en það met hefur staðið síðan 2009. Okkar árlega Landsbankamót var haldið um miðjan maí. Í ár voru synt um 1700 sund og rúmlega 1000 bætingaborðar afhentir. En bætingaborðar eru veittir þeim sundmönnum sem bæta sinn besta tíma. 16 Landsbankamet og 14 félagsmet voru slegin í ár. Á föstudeginum synti yngsti hópurinn í 25m laug og í lok dags var farið í sjóræningjaleik sem er alltaf hápunktur dagsins ásamt því að allir fengu sinn þátttökupening. Eldri sundmennirnir kepptu svo á laug-


ar- og sunnudegi og stóðu allir sig mjög vel. Of langt mál er að fara yfir þá sem unnu til verðlauna á þessu móti en hægt er að finna öll úrslit á mótum okkar á heimasíðunni okkar www.keflavik.is/sund. Eftir að Landsbankamóti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeruhátíð í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöldverðar og fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun eftir hvatningarkerfi okkar og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig. Í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum í júní voru frá sunddeildinni þeir Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson. Þeir stóðu sig með ágætum. Þröstur Bjarnason synti á 3. besta tíma sínum í 1500 m skriðsundi og varð í fjórða sæti. Kristófer Sigurðsson synti á næst besta tíma sínum í 400 m skriðsundi í úrslitunum. Hann synti fyrsta sprett í 4x200 m boðsundi og synti þar á 6. besta tíma sínum, en boðsundliðið vann til silfurverðlauna. Aldursflokkameistaramót Íslands - AMÍ var haldið á Akureyri helgina 25. – 28. júní og var árangur sundmanna okkar þar hreint út sagt frábær. ÍRB vann AMÍ með yfirburðum 5. árið í röð og fékk 1745 stig, í öðru sæti var Breiðablik með 893 stig og SH í þriðja með 877 stig. Liðið vann 94 gull, 75 silfur og 55 brons. Við áttum 33 einstaklinga sem náðu að vera aldursflokkameistarar. Ennfremur náðu 48 einstaklingar að vinna til verðlauna í einstaklingskeppni og alls náðu 53 úr liðinu að vinna til verðlauna, þegar boðsund eru talin með, af 60 manna liði. Alls náðu 59 sundmenn að vinna stig fyrir liðið (voru í einu af 6 efstu sætunum) og sextugasti sundmaðurinn var í sjöunda sæti (einu sæti frá stigasæti) en sá sundmaður er aðeins 10 ára gamall. Alveg frábært lið! Í ár var horfið aftur til þess skipulags að hafa bæði yngri sundmenn og eldri en 15 ára saman og var því vel tekið. Margir minntust á það hversu gaman það væri að allt liðið keppti saman og hve mikið yngri krakkarnir nutu þess að sjá eldri sundmenn synda. Það var ekki bara vegna þessa sem helgin var frábær en veðrið lék við okkur og á bakkanum var risastór hópur stuðningsmanna ÍRB svo aðstæður gátu ekki verið betri. Við vorum með stórt og sterkt lið sem er vitnisburður um þá miklu vinnu sem sundmenn, þjálfarar og foreldrar leggja af mörkum. Sérstakar þakkir fá þeir foreldrar sem buðu fram krafta sína á mótinu en án sjálfboðaliða er ekki hægt að halda svona stórt og glæsilegt mót. Einnig fá þakkir fararstjórar og þjálfarar sem sáu til þess að krökkunum okkar liði sem best og væru södd og sæl. Á lokahófi AMÍ var Stefanía Sigurþórsdóttir valin aldursflokkameistari í telpnaflokki fyrir samanlagðan árangur í 800, 200 og 100 m skriðsundi, einnig hlaut Stefanía Ólafsbikarinn fyrir besta afrek á AMÍ fyrir 800 m skriðsund. Til hamingju Stefanía. Í lok júlí fór Stefanía Sigurþórsdóttir til Tibilissi, Georgíu til að keppa fyrir hönd Íslands á EYOF, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Stefanía keppti í 200, 400 og 800m skriðsundi. Hún náði sér ekki á strik á mótinu en reynslan sem þessi unga og efnilega sundkona fær á svona stóru móti er mikil og mjög mikilvægt að fá tækifæri eins og þetta til að bæta í reynslubankann. Fyrsta Speedomót ÍRB fór fram í Vatnaveröld 31. október. Mótið er nýbreytni á sundmarkaðnum, en það er eingöngu fyrir sundmenn 12 ára og yngri. Mótið gekk í alla staði mjög vel og voru þau sundfélög sem mættu til okkar afar ánægð með mótið og alla framkvæmd þess. Gaman er að segja frá því að, í fyrsta skipti í langan tíma þá voru nánast jafnmargir strákar og stelpur að keppa. Hlutföllin voru 43 strákar og 44 stelpur. Gaman að sjá að það sé að fjölga í strákahópunum. Sundmennirnir okkar voru að standa sig gríðarlega vel og eiga sannarlega framtíðina fyrir sér. Eva Margét Falsdóttir hélt áfram að bæta metum í safnið en hún setti bæði Keflavíkur- og ÍRB met í 100m flugsundi og 200m bringusundi. Eva Margrét er í flokki 10 ára og yngri.

Sylwía, Biedermann, Sunneva og Diljá á Euromeet.

Hressir krakkar í sjósundi. Helgina 13. - 15. nóvember fór fram í Ásvallalaug, Hafnafirði, Íslandsmeistaramót í 25m laug. Þar stóðu sundmenn okkar sig mjög vel. Þröstur Bjarnason varð Íslandsmeistari í 1500m skriðsundi, 800m skriðsundi og 400m skriðsundi og Baldvin Sigmarsson varð Íslandsmeistari í 200m flugsundi og 400m fjórsundi. Baldvin Sigmarsson, Stefanía Sigurþórsdóttir og Þröstur Bjarnason náðu lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót í 25m laug sem haldið verður í Bergen. Við tókum einnig þátt í mörgum öðrum mótum félagsliða þar sem sundmenn okkar komu allstaðar vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikils sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér http://keflavik.is/sund/keppni/urslit/. Nokkrar breytingar urðu á þjálfarahópnum okkar fyrir núverandi tímabil. Anthony Douglas Kattan yfirþjálfari kvaddi okkur eftir 5 ára gæfuríkt samstarf. Við í stjórn Sunddeildar Keflavíkur viljum þakka Ant kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni. Í hans stað kom Steindór Gunnarsson en hann er okkur vel kunnugur og hefur starfað lengi við sundþjálfun hjá okkur. Við bjóðum Steindór velkominn til starfa sem yfirþjálfari. Við viljum einnig þakka Inga Þór Ólafssyni þrekþjálfara sem hefur unnið frábært starf hjá okkur en hann hætti hjá okkur í lok síðasta tímabils. Helena Hrund Ingimundardóttir kom til liðs við okkur í upphafi tímabilsins og tók við hópum sem Steindór þjálfaði áður. Jón Ólafsson tók við þrekþjálfuninni og bjóðum við þau velkomin til starfa. Við hjá sunddeildinni erum með frábæran hóp

Á innanfélagsmóti. þjálfara allt frá yngstu hópum og uppúr. En við erum líka svo heppin að hafa frábæran hóp foreldra sem er tilbúinn að bjóða fram krafta sína í þágu sunddeildarinnar ár eftir ár og stendur sig ávallt með miklum sóma. Við viljum þakka þeim ásamt starfsfólki Vatnaveraldar, okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó, Speedo og Sigurjóni í Sigurjónsbakaríi og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt. Hilmar Örn Jónasson Formaður Sunddeildar Keflavíkur.

Jólablað 2015

35


Unglingalandsmót UMFÍ 2015 á Akureyri

H

elga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ setti 18. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands á Þórsvelli föstudagskvöldið 30. júlí að viðstöddu fjölmenni. Mótið hófst fimmtudaginn 30.júlí með keppni í golfi. Þátttakendur gengu fylgdu liði inn á leikvanginn og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona úr Ungmennafélagi Akureyrar hljóp með kyndilinn og lét hann síðan í hendur ungra íþróttamanna sem tendruðu eldinn að lokum. Akureyringurinn og hlaupamaðurinn Kolbeinn Hörður Gunnarsson var fánaberi. Þetta er í fyrsta skipti sem unglingalandsmót er haldið á Akureyri en þar hefur verið haldið Landsmót árin 1909,1955, 1981 og 2009. Að lokinni setn-

Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ. á Akureyri.

Frá setningu unglingalandsmóts.

36

Jólablað 2015

Gengið fylltu liði inn á leikvanginn. ingarathöfn afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ fyrir hönd hreyfingarinnar Akureyrarbæ þakkarskjöld fyrir það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið unnið í bænum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri veitti skildinum viðtöku og flutti ávarp. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir vel unnin störf og tilkynnti jafnframt að Unglingalandsmótið á næsta ári, 2016, verði í Borganesi, á Egilsstöðum árið 2017 og í Þorlákshöfn árið 2018. Keppendur á mótinu voru á þriðja þúsund sem er metþátttaka. Flestir keppendur voru í knattspyrnu eða alls 1235. Næst flestir voru keppendur í frjálsum íþróttum, alls 603 og í körfuknattleik voru keppendur 553. Þá má nefna að keppendur í strandblaki voru 221 og í tölvuleik voru þátttakendur 134. Stærsta mótið til þessa var á Selfossi 2012 og þá voru keppendur um 2000. Mótið hófst á fimmtudeginum 30.júlí með keppni í golfi.Nokkuð var um nýjar keppnisgreinar á borð við hjólreiðar, pílukast og boccia svo eitthvað sé nefnt. Í þessum greinum var þátttakan með ágætum. Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir alla á aldrinum 11-18 ára. Það skal tekið fram að þeir sem skrá sig þurfa ekki að vera í neinu íþróttafélagi, allir eru velkomnir. Þeir sem yngri eru fengu vissulega að spreyta sig og var gríðarlega fjölbreytt dagskrá fyrir þau og alla fjölskylduna, þar sem keppt var í 29 keppnisgreinum sem aldrei hafa verið fleiri. Hægt er að skoða úrslit inn á vef Ungmannafélag Íslands UMFI.is. Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ við samkomuhúsið var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK. Alls hefur HSK fengið þennan bikar fimm sinnum. Fyrirmyndarbikarinn var gefinn af Íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt


Mikið gaman á kvöldskemmtun.

Fjör í leiktækjum.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Tjaldbúðarsvæði Keflavíkur. hefur eftirfarandi atriði. Góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum mótsdagana. Háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins. Einnig var Sigurðarbikarinn afhentur en það var Sigurður Magnússon, formaður Ungmennafélags Akureyrar, sem veitti bikarnum viðtöku. Bikarinn er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Bikarinn afhendist að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ ár hvert sem viðurkenning á því mikla starfi sem felst í undirbúningi unglingalandsmóta. Gefendur bikarsins eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélags Þórs í Þorlákshöfn. Flest allir frá Keflavík voru komnir á fimmtudeginum/kvöld og var það Elínborg

Herbertsdóttir tjaldbúðarstjóri sem tók á móti öllum og lagði fram skipulagið á tjaldbúðunum. Keppendur frá Keflavík stóðu sig öll mjög vel og voru félaginu til mikils sóma innan sem utan vallar. Léttur andi sveif yfir tjaldstæðinu og var góð samheldni meðal fjölskyldna og áttu allir góðar stundir þar, keppendur, foreldrar, afar, ömmur og önnur skyldmenni. Á öllum þeim Unglingalandsmótum sem ég hef farið á finnst mér við vera langflottust K-fánar á tjöldum, á flaggstöngum, á bílrúðum og K-peysur um allan bæ. Það er von mín að fleiri foreldrar og iðkendur sjái sér fært að koma í Borganes á næsta ári því ekki er hægt að hugsa sér betri staðsetningu fyrir unglinga um verslunarmannahelgar en að vera á Unglingalandsmóti. Guðjón Magnús Axelsson

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Íþrótta- og ungmennafélag

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Gleðilega hátíð! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.

Jólablað 2015

37


Badmintondeild:

Ljós í fjarska

Þ

að má nú segja að eftir langt tímabil þar sem hlutirnir gengu ekki alveg eins og við vildum í rekstri badmintondeildarinnar, örlar nú á smá ljósi í fjarska. Næst liðin ár hafa verið eintómur barningur í að viðhalda rekstrinum og allt staðið í stað. Nýliðun ekki verið sem skildi sem gerir þetta allt erfiðara, en þegar maður sér að þetta er heldur að þokast þá fer allt að birta aftur. Við vorum með á K – deginum sem gekk nokkuð vel að okkur fannst og vorum ánægð með þann áhuga sem okkur var sýndur. Hefðum samt viljað sjá heldur meira skila sér . Við erum þó nokkuð sátt með það sem við höfum en auðvitað stendur metnaðurinn alltaf til þess að ná fyrri frægð og

vera aftur með sæmilega stóra deild. En við getum þó státað okkur af því, þó að við séum ekki stór eða fjölmenn, að við eigum alveg svakalega traustan kjarna sem hefur í gegnum tíðina lagt á sig ómælda vinnu við að halda þessu gangandi, jafnvel þó hvergi hafi sést til sólar. Því miður virðist það vera að fleiri badmintondeildir út um allt land eigi við sama vandamál að stríða, greinin virðist hafa lent nánast öll í lægð og gengið misvel að koma til baka. En eins og við segjum það er ljós og við horfum í áttina að því en störum ekki í myrkrið fyrir aftan okkur. Gerum eins og Páll Óskar horfum í ljósið. Deildin hefur verið að bæta aðeins við sig fjölda iðkenda en eins og áður eru það mest eldri spil-

Ungir og efnilegir spilarar.

Flott tilþrif.

arar sem koma saman til að halda sér við en sækjast ekki eftir að fara til keppni. En einn og einn yngri sem við bindum vonir við að skili sér í mót á vegum BSÍ. Við erum stolt af því sem við höfum og ánægð með að geta tekið þátt í þeim verkefnum sem Keflavík hefur verð með svo sem K-dagurinn og tiltektardagurinn, þar sem við höfum fengið góða hjálp velunnara. Við í deildinni erum aðalstjórn Keflavíkur þakklát fyrir að hafa gefið stjórnarmönnum hjá okkur tækifæri til að fara á 49. þing Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Vík í Mýrdal. Það er mjög gefandi að fá að fara á svona samkomu, fræðandi fyrir alla sem í hreyfingunni starfa og auðvitað að kynnast fólkinu sem stendur á bakvið hreyfinguna um land allt. Að lokum sendum við Stjórn Keflavíkur ungmenna og íþróttafélags, sem og öllum deildum og iðkendum okkar bestu baráttu- og jólakveðjur, með þá sýn að leiðarljósi að þó á móti blási komum við sterk til baka. f.h. badmintondeildarinnar Dagbjört Ýr Gylfadóttir

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

HS Veitur hf www.hsveitur.is og á 38

Jólablað 2015


Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Opnunartími: OPIÐ: 6:45 - 20:006.30 virka- 20.00 daga, 8:00 - 18:00 um helgar Mánud. - fimtud. Föstud. 6.30 - 19.00 Laugard. og sunnud. 9.00 -17.00

frítt fyrir börn

fjölskyldusundlaug

Jólablað 2015

39


SÍA

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

jl.is

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

JÓNSSON & LE’MACKS

réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.