Jólablað Keflavíkur 2018

Page 1

Jólin 2018 47. árgangur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag


Fréttir

af félaginu 2018 Íþróttamaður Keflavíkur 2017 Í hófi aðalstjórnar í félagsheimili félagsins þann 29. desember 2017 voru íþróttamenn deilda heiðraðir. Íþróttakona og íþróttakarl Keflavíkur 2017 eru Thelma Dís Ágústsdóttir körfuknattleikskona og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson sundmaður. Hverjir verða það í ár ?

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2018 Gull-heiðursmerki Keflavíkur var veitt þeim Rúnari Vífli Arnarssyni og Guðjóni Axelssyni. Silfur-heiðursmerki Keflavíkur var veitt þeim Ástvaldi Bjarnasyni, Björgvini Björgvinssyni og Róberti Aroni Ólafs. Starfsbikar Keflavíkur var veittur Jóni Sigurbirni Ólafssyni. Starfsmerki UMFÍ var veitt Fali Helga Daðasyni.

Viðurkenningar veittar á aðalfundum deilda 2018 Silfur-heiðursmerki Keflavíkur Theodór Kjartansson Gullmerki var veitt Hermanni Helgasyni. Gullmerki Keflavíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu. Silfurmerki var veitt Fali Helga Daðasyni. Bronsmerki voru veitt þeim Benediktu Benediktsdóttur, Björgvini Magnússyni, Hrefnu Höskuldsdóttur, Sigríði Þórhöllu Þorleifsdóttur, Þorgerði Magnúsdóttur, Sveini Inga Þórssyni, Elínborgu Herbertsdóttur, Ragnari Franz Pálssyni, Freyju Másdóttur og Guðrúnu Hrafnkelsdóttur, Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu.

Umhverfisdagur Keflavíkur er fastur liður hjá félaginu Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu ætíð snyrtileg og okkur til sóma. Keflavík stóð fyrir umhverfisdegi þriðjudaginn 24. apríl. Yfir eitthundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin og tína upp rusl var endað með grilli í félagsheimili okkar. Aðalstjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við okkar samstarfsaðilum fyrir gott samstarf, en það voru Samkaup/Nettó, Myllan, Ölgerðin, körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Reykjanesbær.

28. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki Fyrirkomulag mótsins var nýtt. Allir áttu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt var að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þátttakandinn setti saman sitt eigið Landsmót. Landsmót UMFÍ 50+ var keyrt samhliða. Framkvæmd mótsins var í höndum Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Mótið fór fram 12. – 15. júlí 2018.

Aðalstjórn Keflavíkur

21. Unglingalandsmót í Þorlákshöfn 2018 Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okkar taldi 72 keppendur og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sérstaklega fararstjóra og tjaldbúðastjóra fyrir þeirra framlag. Vel að verki staðið.

22. Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði 2019

ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfirvöld um að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum gæðakröfum, sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan Keflavíkur.

Innheimtu- og skráningarkerfi Keflavík notar innheimtu- og skráningarkerfið Nora og er það að finna á heimsíðu okkar. Öllum deildum félagsins stendur til boða að nýta sér kerfið og eru flestar deildir að nota Nora-kerfið.

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið 1.- 4. ágúst á Höfn í Hornafirði. Unglingalandsmótin sem eru ein af skrautfjöðrum Ungmennafélagshreyfingarinnar eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri, þannig að engum ætti að leiðast á unglingalandsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur alla til að taka þátt í mótinu. Aðalstjórn hefur greitt þátttökugjöld okkar þátttakenda á mótinu.

Keflavík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast hjá félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi aðalstjórnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http:// www.keflavik.is Tölvupósturinn er vistaður hjá microsoft 365 að tilstuðlan Tactica og póstfangið er keflavik@keflavik.is

50. Sambandsráðsfundur UMFÍ á Ísafirði

Facebook síða Keflavíkur

Sambandsfundur UMFÍ var haldinn 20. október á Ísafirði. Keflavík átti einn fulltrúa. Einar Haraldsson var fulltrúi Keflavíkur.

Keflavík er með Facebook síðu fyrir félagið í heild sinni sem ber nafnið Keflavík íþrótta- og ungmennafélag en þar eru fréttir og viðburðir settir inn.

Námskeið Aðalstjórn félagsins leggur ríka áherslu á að þjálfarar okkur séu ávallt vel menntaðir og hafi þekkingu í skyndihjálp. Aðalstjórn býður þjálfurum og stjórnarfólki á námskeið í skyndihjálp og Nora greiðslu- og skráningarkerfinu á hverju ári.

Betra félag / Betri deild Keflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu

Heimasíða Keflavíkur

Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum. Áfram Keflavík Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

Útgefandi: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag Ábyrgðarmaður: Einar Haraldsson • keflavik@keflavik.is, 421 3044 • Forsíðumynd: 5. og 6. flokkur karla í körfu. Ljósm.: Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. • stapaprent@gmail.com sími 421 4388

2

Jólablað 2018


GJAFAKORT NETTÓ – einföld og góð gjöf Gjafakort Til:

Með þessu gjafakorti getur þú verslað í öllum verslunum Samkaupa: Nettó, Samkaup Strax, Krambúðin, Kjörbúðin.

Frá:

Þú getur keypt gjafakort Nettó í öllum okkar verslunum – hvar sem er á landinu. Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Starfsfólk okkar aðstoðar þig með kaupin í næstu verslun.

WWW.NETTO.IS Mjódd • Salavegur • Búðakór • Grandi • Grindavík • Hafnarfjörður • Ísafjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Krossmói • Borgarnes • Egilsstaðir • Selfoss

Jólablað 2018

3


Fjölmenni mætti á uppskeruhátíðina.

Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar Keflavíkur

U

ppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar fór fram sunnudaginn 23.september í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem var hefðbundin dagskrá. Gaman var að sjá hve margir fylgdu iðkendum, þétt var setið í stúkunum. Veittar voru viðkenningar í öllum flokkum, auk þess sem Ellabikarinn var veittur í þriðja sinn til minningar um okkar ástkæra Elis Kristjánsson. Bikarinn var veittur til Davíðs Snæs Jóhannssonar sem hefur náð framúrskarandi árangri á tímabilinu og er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Ómar Ingimarsson fékk þakklætisvott þar sem hann hætti í barna- og unglingaráði eftir margra ára setu. Að vanda voru veitingar í boði, pylsur og drykkir runnu ljúft niður.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar fyrir tímabilið 2017-2018:

Drengjaflokkar 5. flokkur yngri Mestu framfarir Kristinn Arnar Ólafsson Ólafur Jónsson Besti félaginn Hlynur Þór Einarsson Leikmaður ársins Jóhann Elí Kristjánsson

5. flokkur eldri

Mestu framfarir Nadir Moukhliss Besti félaginn Hafþór Smári Sigurðsson Leikmaður ársins Gabríel Aron Sævarsson

4

Jólablað 2018

4. flokkur yngri Mestu framfarir Guðjón Snorri Herbertsson Besti félaginn Ólafur Hrafn Einarsson Leikmaður ársins Benóný Haraldsson

4. flokkur eldri

Mestu framfarir Magnús Þór Ólason Besti félaginn Aron Gauti Kristinsson Leikmaður ársins Stefán Jón Friðriksson

3. flokkur yngri Mestu framfarir Cesário Alberto Duque Cafricano Besti félaginn Ingvar Breki Karlsson Leikmaður ársins Jökull Máni Jakobsson

3. flokkur eldri

Mestu framfarir Bjarni Már Ástþórsson Besti félaginn Anton Freyr Svavarsson Leikmaður ársins Garðar Franz Gíslason

ALLIR FLOKKAR

Mestu framfarir Elvar Snær Þorvaldsson Besti félaginn Andri Snær Henningsson Besti markvörður Helgi Bergmann Hermannsson Besti varnarmaður Alexander Grybos Besti miðjumaður Stefán Jón Friðriksson Besti sóknarmaður Róbert Ingi Njarðarson

Besti leikmaðurinn Garðar Franz Gíslason

Stúlknaflokkar 5. flokkur Mestu framfarir Salóme Kristín Róbertsdóttir Besti félaginn Sara Mist Atladóttir Leikmaður ársins Aníta Bergrán Eyjólfsdóttir

Viðurkenningar fyrir landsliðsverkefni Landsleikir Björn Bogi Guðnason (U15) Helgi Bergmann Hermannsson (U16) Davíð Snær Jóhannsson (U16 og U18)

4. flokkur

Mestu framfarir Irma Rún Blöndal Besti félaginn Gyða Dröfn Davíðsdóttir Leikmaður ársins Gunnhildur Hjörleifsdóttir

3. flokkur

Mestu framfarir María Rós Björnsdóttir Besti félaginn Berglind Rún Þorsteinsdóttir Leikmaður ársins Helena Aradóttir

Ómar Ingimarsson fráfarandi stjórnarmeðlimur BUR og Svavar Kjartansson formaður BUR

ALLIR FLOKKAR

Mestu framfarir Danielin Baquiran Besti félaginn Berglind Björk Aðalsteinsdóttir Besti markvörður Irma Rún Blöndal Besti varnarmaður Þórsteina Þöll Árnadóttir Besti miðjumaður Kara Petra Aradóttir Besti sóknarmaður Amelía Rún Fjelsted Besti leikmaðurinn Kara Petra Aradóttir

Davíð Snær Jóhannsson með Ellabikarinn ásamt Smára Helgasyni.


6.flokkur drengja ásamt Lassa þjálfara.

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

TSA

ehf.

Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • tsa.is

6.flokkur stúlkna ásamt Eysteini þjálfara.

4.flokkur drengja ásamt þjálfurunum Hólmari, Jóhanni og Skúla. Drengirnir náðu frábærum árangri á tímabilinu.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

TOYOTA

Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær Sími 420 6600 • Fax 421 1488

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

4.flokkur stúlkna ásamt Skúla þjálfara.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Njarðarbraut 11a - 260 11a Njarðvík - Sími 421 1118 Njarðarbraut - 260 Njarðvík

TJÓNASKOÐUN • RÉTTING • SPRAUTUN

Verðlaunahafar í 3.flokki drengja. Jökull Máni, Anton Freyr, Garðar Franz, Bjarni Már ásamt leikmanni meistaraflokks.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Verðlaunahafar í 3.flokki stúlkna, Berglind Rún, María Rós og Helena ásamt leikmönnum meistaraflokks.

Jólablað 2018

5


Taekwondo:

Bikarmót Vor poomsae Vor sparring Íslandsmót Haust HM Polish NM

Keflvikingar a verdlaunapalli

Á

rið 2018 var afdrifaríkt fyrir taekwondo deild Keflavíkur. Í byrjun árs kepptu 5 keppendur deildarinnar á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Árangurinn var stórgóður en Andri Sævar Arnarsson og Eyþór Jónsson unnu báðir til gullverðlauna og Kristmundur Gíslason vann til silfurverðlauna, samtals unnu Keflavíkingar 7 bardaga á mótinu. Kristmundur keppti á US Open og vann þar fyrsta bardagann en datt úr leik í næsta. US Open er eitt stærsta mót sem haldið er á hverju ári. Kristmundur keppti einnig á President’s Cup í Marokkó og Grikklandi en náð því miður ekki til verðlauna. Þá komst hann einnig á Evrópumót fullorðinna. Kristmundur var valinn taekwondo maður Íslands 2017 og er sem stendur í 95. sæti heimslistans, en hann hefur klifrað þann lista hratt og örugglega síðustu ár, eða um 400 sæti. Keflvíkingar sóttu æfingabúðir hjá Bjarne Johansen, landsliðsþjálfara Danmerkur er hann kom til Íslands og Bjarne kom einnig sem gestur einn dag í Keflavík og kenndi æfingar þar. Hann hafði orð af því hversu öflugir Keflvíkingar væru og með góða tækni. Einnig fóru Keflvíkingar í æfingabúðir með fleiri háklassa erlendum kennurum eins og Aaron Cook, Bianca Walkden, Levent Tuncat og Tim Thackrey. Keflvíkingar kepptu svo á Bikarmótum í Ármanni, Aftureldingu og Keflavík með góðum árangri. Þá fékk deildin fjölda Íslandsmeistara á árinu. Það dró þó til tíðinda að Keflvíkingar töpuðu Íslandsmeistara og Bikarmeistaratitli liða til liðs Aftureldingar. Þar með lauk 9 ára sigurgöngu Keflavíkur sem Íslandsmeistarar, sorglega nálægt því að ná 10 árum í röð. Daníel Arnar Ragnarsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Kristmundur Gíslason kepptu á Dutch Open mótinu í mars. Ágúst Kristinn vann þar tvo bardaga og endaði í 5. sæti. Hann datt úr leik eftir að hafa tapað með eingöngu einu stigi gegn þekktasta unglingi í taekwondo heiminum, Frederik Emil Olsen, en Ágúst var búinn að vera yfir stóran hluta bardagans. Eyþór Jónsson og Ágúst Kristinn voru valdir til að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Túnis í apríl. Þá var Ágúst einnig valinn til að keppa á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika Æskunnar sem haldið var nokkrum dögum fyrr. Ágúst keppti fyrsta bardaga við Finnland og vann

6

Jólablað 2018

Halloween-æfing

Bikarmót

Bikarmót

þann bardaga örugglega. Næsti bardagi var gegn Suður-Kóreu. Taekwondo er frá Kóreu og eru Kóreubúar langsigursælasta þjóð í sögu íþróttarinnar. Það telur til tíðinda ef þeirra keppendur ná ekki verðlaunum á öllum stórmótum sem þeir taka þátt í. Það eina sem var í vegi fyrir því að Ágúst kæmist inn á Ólympíuleika Æskunnar var þessi

Kóreubúi. Sá sem sigraði þann bardaga komst inn á leikana. Bardaginn var hnífjafn og spennandi allan tímann og skiptust þeir á að skora stig. Ágúst náði mörgum góðum stigum inn en Kóreubúinn reyndist honum of sterkur og þurfti Ágúst að játa sig sigraðan eftir 3 erfiðar lotur gegn einum allra besta keppanda heims. Ágúst varð einnig

Fyrirmyndardeild


Keflavík-Open Ágúst með verðlaun

Agúst með flott spark

Eyþór að þjálfa

fyrir því óláni að snúa ökkla í bardaganum. Eingöngu þremur dögum síðar á hann svo að keppa á Heimsmeistaramótinu. Þrátt fyrir meiðslin tekur Ágúst bardagann og gerir sitt besta en þarf að láta í minni pokann fyrir gífurlega sterkum keppanda frá Mongólíu. Eyþór keppir svo tveimur dögum síðar og sigrar fyrsta bardagann gegn Indlandi örugglega með stórum mun. Þar næst keppir hann við Papú Nýju Gíneu og er yfir eftir tvær lotur. Andstæðingur Eyþórs nær nokkrum stigum í lok 3. lotu og rétt nær að merja fram sigur á Eyþóri sem var grátlega nálægt að komast áfram og hugsanlega í verðlaunasæti. Engu að síður gífurlega góður árangur hjá keppanda sem er á fyrsta ári í þessum aldursflokki. Í byrjun maí var haldið Keflavík Open, árlegar æfingabúðir og vinamót sem hefur verið mjög

vinsælt síðustu ár. Stepehen Jennings, aðal landsliðsþjálfari enska landsliðsins stýrði æfingunum af mikilli snilld og vel yfir 100 þátttakendur voru á æfingabúðunum og mótinu. Þar af kom um 30 manna hópur frá Skotlandi. Stephen hafði orð á því líkt og aðrir heimsklassa þjálfarar að í Keflavík er góður efniviður fyrir framtíðina. Sumarnámskeiðin voru vinsæl að vanda og það var fullt á öll sumarnámskeið hjá krökkunum. Aldrei áður hefur aðsóknin á sumarnámskeiðin verið svona góð. Um sumarið fóru fjórir iðkendur taekwondo deildarinnar í æfingabúðir til Danmerkur og stóðu sig gífurlega vel. Allir fengu mikið hrós frá iðkendum og þjálfurum æfingabúðanna. Seinni hluti sumars og haustið fór svo í að opna nýju aðstöðu deildarinnar að Smiðjuvöllum. Í

byrjun september byrjuðu æfingar í nýja salnum á nýjum dýnum með fullt af nýjum iðkendum, en strax á fyrstu viku fylltust allir barnahópar og þurfti að setja upp biðlista. Deildin hélt opnunarhátíð helgina eftir þar sem hún fékk endurnýjun á Fyrirmyndardeild ÍSÍ og fagnaði nýja húsnæðinu. Deildin með aðstoð styrktaraðila gat boðið einum allra besta taekwondo keppanda sögunnar, Dongmin Cha frá Suður-Kóreu að koma og vera með ókeypis æfingabúðir. Cha er m.a. fyrrum Ólympíumeistari með langan afrekslista. Þar deildi hann sinni reynslu sem atvinnumaður í næstum tvo áratugi með bestu liðum, æfingafélögum, andstæðingum og þjálfurum heims. Æfingabúðirnar voru vel sóttar Haustið byrjaði af miklum krafti en næstu helgi eftir þetta kepptu 5 Keflavíkingar á Polish. Keppendur stóðu sig gífurlega vel. Eyþór vann tvo bardaga, Andri vann einn, Ágúst vann þrjá bardaga og fékk silfurverðlaun á mótinu. Aldrei hafa verið fleiri iðkendur hjá deildinni en eru akkúrat núna. Hefðbundnu taekwondo æfingarnar eru alltaf vinsælar en nýrri námskeið hjá okkur eins og Fitness Taekwondo fyrir fullorðna, þrekæfingar fyrir börn og unglinga (KidFit og TeenFit), Kickbox og Krílataekwondo (fyrir leikskólakrakka) eru líka vinsæl námskeið hjá deildinni. Það er sterk stjórn, virkt foreldrafélag og fjölmargir viðburðir í gangi hjá deildinni á hverri önn. Við kunnum öllum velunnurum deildarinnar góðar þakkir og hlökkum til að takast á við verkefni næsta árs, en á dagskránni er meðal annars að halda Norðurlandamótið í Keflavík.

Eyþór og Daníel.

Nýtt belti

Ólympíumeistari að þjálfa unga iðkendur

Lokahóf Vorannar

Jólablað 2018

7


þú getur

unniÐ auKAmilljón 22.

des.

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLjón í desember.

8

Jólablað 2018


VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Viðurkennt þjónustuverkstæði

Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ, sími 4216901

Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 ár Njótið jólana í birtu og yl frá umhverfisvænni framleiðslu www.hsorka.is

Jólablað 2018

9


Meistaraflokkur kvenna:

MARKMIÐINU NÁÐ

Þ

að er óhætt að segja að knattspyrnuárið hefur verið frábært þetta ár fyrir stelpurnar okkar í Keflavík. Ef stiklað er á stóru yfir tímabilið hjá 2. fl. kvenna ber helst að nefna að ákveðið var að fara í samstarf við ÍBV svo hægt væri að taka þátt í Íslandsmóti og gekk það samstarf vel. Það er mikilvægt að allir fái verkefni og spilaæfingu. Þær enduðu í 4. sæti á Íslandsmótinu sem er einu sæti ofar en á síðasta tímabili. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í Faxaflóamótinu og endaði í 3. sæti. Lengjubikarinn var spilaður á tímabilinu febrúar til maí. Við spiluðum í c-deild, í þeirri deild spiluðu 16 lið. Eftir æsispennandi úrslitaleik stóðu okkar stelpur uppi sem Lengjubikarmeistarar. Í Mjólkurbikarnum komumst við í 32 liða úrslit þegar við fengum ríkjandi bikarmeistara ÍBV í heimsókn í hörkuleik sem fór 2 – 3 fyrir gestunum en hefði alveg getað lent hjá okkur. Íslandsmótið hófst í maí og var 1. deild kvenna nú spiluð undir merkjum Inkasso, þar með varð öll umgjörð meiri sem er mikið framfararskref fyrir kvennaboltann. Alls 18 leikir voru spilaðir í Inkasso, þar af voru Keflavíkurstelpur með 15 sigra, 1 jafntefli og 2 tapleiki. Þessi árangur tryggði stelpunum okkar sæti í deild þeirra bestu, Pepsi deildinni að ári. Eftir að hafa verið nálægt því að komast í Pepsi tvö síðastliðin tímabil þá

6. fl. kvenna mynda KEF

10

Jólablað 2018

skilaði þolinmæðin sér þetta árið. Einn leikur í einu og með mikilli þrautseigju og vinnu náðist stóra markmiðið. Lærdómsferli síðastliðinna ára gerir stelpurnar tilbúnar á stóra sviðið næsta sumar. Sterk liðsheild byggist ekki síst á stöðugleika, sem dæmi um það má geta þess að í næst síðasta leik var sama byrjunarlið og endaði tímabilið í fyrra. Þetta er afrakstur mikillar uppbyggingar og hafa leikmenn okkar þroskast og orðið að betri leikmönnum þar sem sterk liðsheild ríkir en sami kjarni er búinn að vera síðustu ár. Í ár eins og síðasta ár höfum við átt fjórar landsliðskonur í yngri landsliðum, þær Anitu Lind, Sveindísi Jane, Írisi Unu og Kötlu Maríu. Allar hafa þær verið valdar oftar en einu sinni til að keppa fyrir Íslands hönd á árinu. Anita Lind hefur spilað fyrir U-19 og Sveindís, Íris og Katla fyrir U-17 og U19. Það eru ekki mörg fyrstudeildarlið sem geta státað af fjórum landsliðskonum. Árangur sem þessi næst ekki nema með frábærum þjálfurum. Gunnar M. Jónsson og Haukur Benediksson hafa haft mikinn metnað undanfarin ár sem skilar nú þessum árangri. Þeir nálgast alla þætti þjálfunar af mikilli fagmennsku og yfirvegun og fá aðra með sér svo sem styrktarþjálfara, markmannsþjálfara og sjúkraþjálfara. Margt annað var gert á tímabilinu, geoSilica mótið fyrir 5.-8. fl. stúlkna er orðinn fastur liður á

undirbúningstímabilinu. Að þessu sinni tóku um 240 framtíðarknattspyrnukonur þátt. Skemmtilegt mót þar sem kynslóðir kynnast hverri annarri á vellinum. Okkar stelpur eru fyrirmyndir þeirra yngri og standa svo sannanlega undir nafni á þessu móti. Í apríl fóru leikmenn í vel heppnaða æfingaferð til Króatíu, ásamt þjálfurum og fylgdarmönnum. Vel var tekið á því á æfingum og félagslega þættinum sinnt vel enda skiptir sá þáttur ekki síður máli. Konukvöldið er einnig að festa sig í sessi. Konukvöldið var í apríl og skemmtu um 110 konur sér stórkostlega undir styrkri stjórn Bryndísar Ásmundsdóttur. Öll lið verða stærri og betri með styrkri aðstoð, við höfum haft góða styrktaraðila, stjórn knattspyrnudeildar hefur stutt liðið með ráð og dáð. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir í sumar, aðsókn á leiki mjög góð og stuðningurinn á leikjum ómetanlegur. Kvennaráð þakkar fyrir árið og fer með tilhlökkun inn í næsta ár þar sem við eigum von á frábæru keppnisári. Við hvetjum alla Keflvíkinga (og aðra) til að fjölmenna á leiki og styðja stelpurnar okkar á stóra sviðinu. Gleðileg jól og nýtt Pepsi knattspyrnuár Kvennaráð knattspyrnudeildar


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Ferðasaga:

Fitjabraut 30, 260 Reykjanesbær - www.bilnet.is - Sími 420 0040

3. flokkur kvenna RKV fór til Santa Susanna

Í

júní héldum við í 3. flokki kvenna RKV til Santa Susanna í æfingaferð sem stóð yfir í um viku. Við æfðum einu sinni til tvisvar á dag ásamt því að spila æfingarleik. Æfingarnar voru mjög mismunandi og skemmtilegar en á sama tíma krefjandi, sérstaklega þar sem við vorum ekki vanar því að æfa í svona miklum hita og sól. Við gerðum margt skemmtilegt á milli æfinga. Sóluðum okkur á sundlaugarbakkanum og skoðuðum svæðið. Einnig var farið niður á strönd þar sem við fórum í þrautabraut á sjónum og í strandblak. Allir skemmtu sér konunglega. Farið var í dagsferð til Barcelona en fyrsti áfangastaður var heimavöllur Barcelona, Camp Nou. Það var mjög gaman og áhugavert að sjá völlinn og sögu fótboltaliðsins. Eftir skoðunarferðina var nært sig á McDonalds og síðan farið að versla sem engum fannst leiðinlegt. Heilum eftirmiðdegi var svo eytt í rennibrautargarðinum Water World og það má segja að rútan hafi farið með alsælar og mis brenndar stelpur aftur á hótelið, þrátt fyrir það að flestir hafi verið ósáttir með matinn í garðinum.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

KJG

KEÓ

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk Hafnargata 45 • Sími 421 8686 Toppurinn á ferðinni var líklegast æfingarleikurinn sem við spiluðum. Leikurinn var spilaður á móti u18 liði Santa Susanna en hann var mjög krefjandi. Leikurinn fór 5-5 jafntefli þrátt fyrir að loka mark andstæðinganna hafi verið rangstaða. Við lærðum mikið af þessum leik og var gríðalega gaman að fá tækifæri að spila á móti svona góðu liði. Seinast kvöldinu var svo slúttað með að fara út að borða áður en rútan sótti okkur til að fara með okkur upp á flugvöll í Barcelona.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Haf narg ata 20 • Sími 4 20 4000 • studlaberg.i s

Jólablað 2018

11


Meistaraflokkur karla:

Keflavík framleiðir afreksfólk E itt sinn var ég spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt sem gerðist þegar fólk fæðist, eða er uppalið fyrir sunnan Straum! Sá sem spurði var að velta fyrir sér hvers vegna svo margt afreksfólk í íþróttum komi frá Suðurnesjum og vísaði þá til fótboltaliðanna okkar í efstu deildum, körfuboltaliðanna sem alltaf eru á toppnum, sundfólksins sem rakar inn verðlaunum og allt það afreksfólk sem kemur frá íþróttafélögunum á Suðurnesjum. Þessi spurning útaf fyrir sig var athyglisverð og vakti mig til umhugsunar um það hvort þetta geti verið rétt, og þá hvers vegna svo margt gott íþróttafólk kemur frá Suðurnesjum. Ég ákvað því að skoða þetta aðeins betur frá sjónarhorni fótboltans í Keflavík og sjá hvort þar megi finna eitthvað framlag til að styðja við tilgát-

Íris Una Þórðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Aníta Lind Daníelsdóttir

una um frækið afreksfólk frá Suðurnesjum. Það þurfti ekki að kafa djúpt, né leita víða til að sjá að eitthvað er til í þessari tilgátu. Keflavík hefur lengi alið upp og er enn að ala upp fjölmarga leikmenn A-landsliða og yngri landsliða Íslands. Staðreyndin er að í dag eru þrír uppaldir leikmenn frá Keflavík sem hafa leikið með A-landliði karla, fimm drengir sem eru að leika með yngri landsliðum karla og fjórar stúlkur sem eru að leika með yngri landsliðum kvenna. Alls eru þetta því 12 leikmenn frá Keflavík sem eru að leika með landsliðum Íslands um þessar mundir, og eru þá ekki taldir með fyrrum leikmenn landsliða Íslands, en þeir eru margir eins og t.d. fræknustu markmenn og fyrirliði fyrri landsliða Íslands. Einhverjir uppaldir leikmenn Keflavíkur eins og t.d. þeir Arnór Ingvi, Elías Már, Samúel Kári og

Dagur Dan Þórhallsson

Davíð Snær Jóhannsson

Ísak Óli Ólafsson

12

Jólablað 2018


Sindri Kristinn Ólafsson Stefán Ljubicic hafa náð svo langt á afreksbrautinni að þeir eru í dag atvinnumenn með virtum liðum frá Evrópu, þar sem þeir gera ekkert annað en að æfa og leika knattspyrnu við bestu leikmenn Evrópu. Fyrir þá hefur draumurinn sem flest börn eiga, ræst um það að verða atvinnumaður í fótbolta! Í sjóðum sögu Keflavíkur má einnig finna leikmenn á borð við markakónga Íslands, leikmenn ársins, efnilegasta leikmann Íslandsmóts, auk landsliðseinvalds og landsliðsþjálfara sem allir hafa komið frá Keflavík. Karlalið Keflavíkur hefur þar að auki fjórum sinnum hampað Íslandsmeistaratitli og fjórum sinnum bikarmeistaratitli, en það gerir það að sjötta sigursælasta liði á Íslandi í fótbolta. Hjá Keflavík starfa í dag um 20 framúrskarandi þjálfarar sem hafa það markmið að þróa og þroska fleira afreksfólk fyrir Keflavík. Athyglisvert er að í þessum þjálfarahópi eru 11 þjálfarar með UEFA próf í þjálfun. Einn þeirra er í hópi örfárra á Íslandi sem hlotið hefur æðstu prófgráðu sem veitt er af UEFA fyrir þjálfun, fjórir hafa UEFA-A próf og fimm með UEFA-B próf. Flestir þjálfaranna koma frá uppeldisstarfi Keflavíkur og/eða hafa leikið fjölda leikja með meistaraflokki Keflavíkur. Drifkraftur knattspyrnudeildar Keflavíkur er ástríða fyrir félaginu og íþróttinni sem við elskum. Fyrir utan þjálfara, þá eru aðeins tveir starfsmenn

hjá félaginu sem sinna annars vegar framkvæmdastjórn og hins vegar vallarstjórn. Allt starfið í kringum uppeldi barna og unglinga, ásamt afreksstarfi meistaraflokka karla og kvenna er borið uppi af sjálfboðaliðum. Mér telst svo til að á ári hverju komi á milli fjögur og fimm hundruð sjálfboðaliðar að starfi knattspyrnudeildarinnar, sem taka að sér að sinna störfum við stjórnun, fjáraflanir, viðburði, skemmtanir, mót, leiki og annað sem knattspyrnudeild Keflavíkur stendur fyrir. Fótbolti er í dag vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 íbúum í heiminum iðka knattspyrnu reglulega. Á uppeldissvæði Keflavíkur eru einn af hverjum 17 skráðir iðkendur í knattspyrnu, en þá eru ótaldir allir þeir Keflvíkingar sem iðka fótbolta á vegum annarra félaga á Suðurnesjum, eða í frístundum sínum án þess að vera skráðir iðkendur hjá Keflavík. Þessi tölfræði er vísbending um gott starf og er gríðarlega góður árangur útaf fyrir sig. Ef til vill eiga þessar fyrirmyndir okkar Keflavíkinga og þessi saga einhvern þátt í því að meira en fimm hundruð iðka knattspyrnu hjá Keflavík í dag. Af þessu má vel sjá að þáttur knattspyrnudeildar Keflavíkur í framleiðslu afreksfólks er augljós. Fyrir okkur sem störfum í kringum félagið, þá fylgir því mikið stolt að vera þátttakandi í þessu starfi og heiður af því að fá að vinna með fólki sem sinnir starfi sínu af alúð og ástríðu. Af þessu fólki er nóg til hjá Keflavík. Framtíðin er björt fyrir okkur Keflvíkinga. Með meira en 500 iðkendur, 20 þjálfara, 2 starfsmenn,

Helgi B. Hermannsson og 4-500 sjálfboðaliða hefur okkur tekist ótrúlega vel upp. Þarna er grunnurinn að því sem koma skal og það er engin vafi í mínum huga að það styttist hratt í að bæði meistaraflokkslið Keflavíkur verði farin að etja kappi við bestu lið Íslands um bestu sætin í deild þeirra bestu. Þangað stefnum við ótrauð. Áfram Keflavík. Sigurður Garðarsson, formaður

Arnór Ingvi Traustason Malmö

Stefán Ljubicic Brighton

Elías Már Ómarsson SBV Excelsior

Samúel Kári Friðjónsson Valerenga

Jólablað 2018

13


Drjúg eru morgunverkin Bláa liðið grípur daginn snemma

B

láa liðið er heiti á afreksæfingum sem standa keflvískum knattspyrnuiðkendum í 4. og 3. flokki stráka og stelpna til boða þrisvar sinnum í viku, kl 06:20-07:20. Hver flokkur á athygli þjálfara óskipta einu sinni í viku, en einnig stendur iðkendum til boða að mæta hina dagana tvo og nýta sér þau tæki og tól sem til staðar eru, auk þeirrar heimsklassa vetraraðstöðu sem Reykjaneshöllin býður upp á. Leikmenn Bláa liðsins hafa margir átt hundruð snertinga á boltann áður en aðrir hafa svo mikið sem rumskað undir sænginni. Meðal þess sem æft er má nefna snúninga eftir gabbhreyfingu, móttöku, spyrnur með beinni rist, innanog utanfótarsendingar, fyrirgjafir, markskot, hraðar fótahreyfingar, gabbhreyfingar, samhæfingaræfingar með bolta, skallatækni og umhverfisskynjun. Hugmyndin að baki verkefninu er að þeir iðkendur sem vilja sinna knattspyrnuiðkuninni sem lífsstíl og hafa sérstaka ástríðu fyrir leiknum hafi til þess tækifæri og aðstöðu að þróa sína hæfileika, umfram reglubundnar æfingar. Þess ber að geta að ekkert gjald er tekið fyrir að mæta á þessar æfingar og getur hvaða iðkandi sem er, komið og tekið aukaæfingu, burtséð frá getu. Algjör skylda er að hafa sofið átta klukkustundir áður en mætt er á æfingu Bláa liðsins. „Aukaæfingin skapar meistarann“ höfum við margoft heyrt frá okkar fremsta íþróttafólki

14

Jólablað 2018

og þessi boðskapur er greinilega að skila sér til krakkanna, því mætingin á æfingarnar hefur verið með miklum ágætum, þó skuldbindingin til þess sé engin. Sýnir það best hversu gríðarlega ástríðu krakkarnir okkar hafa fyrir leiknum

og að bæta sína frammistöðu að þau skuli rífa sig fram úr rúminu, til að koma á æfingu. Sérstaklega hefur verið gaman að sjá þá þróun að unglingar sem koma á aukadögunum til að æfa að eigin frumkvæði og sjá um sig sjálf hafa bætt sig mikið í því að þjálfa sig markvisst, en í byrjun bar nokkuð á ráðaleysi við þessar aðstæður. Það er ekki síður mikilvægt að efla þennan innri drifkraft iðkendanna en að kenna tækniatriði þau sem leikur í háum gæðaflokki krefst af þeim, því það hefur sýnt sig að mikilvægustu leikmennirnir í knattspyrnunni eru oftast þeir sem geta sýnt frumkvæði í leik. Gaman hefur verið að fylgjast með framförum þeirra sem mæta reglulega, til dæmis hvað það varðar að skjóta og senda jafnt með báðum fótum. Hjá sumum gerist þetta eins og þeim sé hæfileikinn í blóð borinn á meðan aðrir þurfa að sýna mikla þolinmæði og vitneskjuna um að á endanum holi dropinn steininn. Það er Keflavík sérstakt ánægjuefni að geta boðið upp á þessar æfingar, en Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur til margra ára og eigandi Bílaleigunnar Blue er aðalbakhjarl verkefnisins og er þar komin skýringin á heiti hópsins. Við hvetjum alla unglinga til að mæta á þessar morgunæfingar og aðra hvetjum við til að fylgjast með á facebook, með því að skrá sig þar í Bláa liðið.


R U K K O Á J H R E ÚRVALIÐ

MAR TÖLVUR // SNJALLSÍ LD JA SP // R U LV TÖ RP FARTÖLVUR // BORÐ OG BOSCH // SJÓNVÖ S EN EM SI Á FR KI HEIMILISTÆ ARAR HEYRNATÓL // HÁTAL

Óskum viðskiptavinum okkar ánægjulegra stunda yfir hátíðarnar

Jólablað 2018

15


T

æplega 60 upprennandi fótboltadrengir úr Keflavík svitnuðu allan síðasta vetur við að safna dósum selja klósettpappír, happdrættismiða og fleira til þess að eiga kost á því að geta keppt í einhverju öðru en pollagalla sumarið 2018. 4.flokkur karla setti stefnuna á Gothia Cup. Þann 14. júlí hittist hópurinn í flugstöðinni, tárvotir foreldrar kaffærðu ungu drengina sína í kossum og þeir létu það yfir sig ganga því síðasta faðmlaginu fygldi umslag sem innihélt verðmætan gjaldeyri. Innst inni þótti þeim auðvitað öllum vænt um knúsin og kveðjurnar enda allt saman mikil gæðablóð. Ferðalagið til Svíþjóðar tók fljótt af, okkur til mikilar gleði var um næturflug að ræða sem þýddi að þessir tæplega 60 djörfu strákar lítið sofnir og uppfullir af flugvéla góðgæti mættu á gististað um klukkan 06:00 að staðartíma. Eðli málsins samkvæmt voru menn mishressir og þrátt fyrir fullyrðingar margra þess efnis að þeir væru ekkert þreyttir fór allt vel að lokum og prinsessurnar komust á dýnu í skólastofu og voru sofnaðar klukkan 08:00, góð byrjun á miklu ævintýri. Um og upp úr hádegi þann dag hófst fjörið, að mestu leyti fór tíminn í að ná áttum á nýju svæði, athuga með keppnisaðstæður, kaupa aðgang að tívolíinu í Liseberg og drekka í sig norræna menningu með því m.a. að fara á McDonalds og finna hentugan stað til að horfa á úrslitaleik HM sem var um kvöldið. Alvara lífsins tók svo við á mánudeginum, öll okkar lið áttu leik. Í Gautaborg ferðast liðin með almenningssamgöngum og gefast því góð tækifæri fyrir unga menn að læra allt um töfraveröld lestasamgangna og þess sem því fylgir. Nýjum stöðum fylgja nýjar áskoranir og þess fengu Keflavíkingar að kynnast í Svíþjóð. Í stað þess að mæta með þrjú lög af fötum á keppnisstað þá hefði flestum nægt að vera á nærbuxunum og í stað þess að hlaupa sér til hita í upphitun var lögð meiri áhersla á að sprengja sig ekki. Við vorum komin í hina viðfrægu norrænu hitabylgju. Eftir fimm míntútur í fyrstu leikjum voru fætur orðnir þreyttir, skór

þvalir af svita og lungun fullþanin. Leikmönnum dreymdi um sjávarseltu og Suðurnesjarok, en því var ekki að heilsa. Grípa þurfti til nýrra aðferða til að kæla menn, fötur og svampar voru staðalbúnaður og dýfðu menn sér á bólakaf við hvert tækifæri til að stilla thermostatið af. Áræðni, keppnisskap og dugnaður voru helstu einkenni Keflavíkinga á mótinu. Við vorum í góðum séns í mörgum leikjum og yngra lið Keflavíkur komst alla leið í 16 liða úrslit í sínum flokki á mótinu. Úrslit leikja bera það þó með sér að við mættum liðum af misjöfnum gæðum. Við mættum jafningjum sem og ofjörlum. Þegar uppi var staðið spiluðu Keflavíkingar 18 leiki á mótinu, unnu 5 þeirra, fengu á sig 55 mörk og skoruðu 17. Ferðir sem þessar gera mikið til þess að móta strákana sem knattspyrnumenn en þær eru ekki

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

síður verðmætar þegar kemur að því að efla vinskapinn og félagsandann. Líkt og gengur og gerist koma upp einstaka árekstrar í vikulangri ferð en heilt yfir voru drengirnir til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Mikil fjöldi foreldra fylgdi hópnum út og var skemmtilegt að sjá hversu samheldin og kröftug Keflavíkurfjölskyldan er, þessi ferð bar þess glögglega merki. Milli þess sem keppt var í fótbolta var boðið upp á glæsilega opnunarhátíð sem lauk með þrumum, eldingum og úrhelli. Strákarnir reyndu að dreifa Keflavískum sjarma meðal föngulegra stúlkna af öllu þjóðerni, með misjöfnum árangri. Einhverjir voru duglegir í verslunarmiðstöðinni meðan aðrir voru ansi öflugir í skemmtigarðinum Liseberg. Öll góð ævintýri taka enda og það var við hæfi að þessu ævintýri hafi lokið eins og það byrjaði með næturflugi til Keflavíkur. Það voru lúnir en ánægðir ungir menn sem komu heim að morgni þans 22. júlí. Á vikutíma treystu þeir vináttuböndin, kynntust nýrri menningu, þroskuðu fótboltahæfileika sína, gerðu fararstjóra aðeins gráhærðari en umfram allt sýndu þeir sjálfum sér og öðrum þeim sem tengjast Keflavík að framtíðin er björt. Þökkum öllum sem studdu drengina til ferðarinnar - Áfram Keflavík. Fararstjórn 4. flokks drengja á Gothia Cup 2018

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

16

Jólablað 2018


Við urðum Norðurlandameistarar N orðurlandamót U17 ára landsliða fór fram dagana 5. - 11. ágúst í Færeyjum. Ég var einn af 18 leikmönnum sem Davíð Snorri og Þorvaldur Örlygs höfðu valið til að taka þátt í mótinu. Ég hafði tekið þátt í Norðurlandamótinu árið sem fór fram á Íslandi og var mitt fyrsta landsliðsverkefni. Ég vissi því að skemmtilegt verkefni væri framundan. Við lentum í Færeyjum 3. ágúst, tveimur dögum fyrir mót, staðráðnir í að vinna Norðulandameistaratitilinn. Það hafði Ísland aðeins gert einu sinni í 42 ára sögu mótsins en það var árið 2011 þegar Ísland sigraði Danmörku á Íslandi. Þar voru leikmenn eins og Hjörtur Hermannsson, Rúnar Alex Rúnarsson og okkar maður Elías Már Ómarsson í liðinu. Eitt af markmiðum okkar á mótinu var að við ætluðum að undirbúa okkur betur en önnur lið. Við æfðum af krafti, vel var hugað að endurheimt og við gerðum ýmislegt til að styrkja okkur andlega eins og slökun og hugleiðslu. Hópurinn er mjög þéttur og margir okkar höfum þekkst lengi. Menn voru einbeittir og staðráðnir í að vinna vel hver fyrir annan. Fyrsti leikurinn okkar í mótinu sem var gegn Færeyjum reyndist okkur erfiður. Við vorum í sókn allan leikinn en það var svolítið síðan við spiluðum leik saman og því vorum við lengi af stað. Þeir fengu hornspyrnu rétt fyrir hálfleik og upp úr henni kom vítaspyrna. Við strákarnir veltum því enn fyrir okkur hver braut á sér og enginn kannast við það en víti var það og þeir skoruðu. Í hálfleik sagði Davíð þjálfari við okkur að slaka á, anda inn, anda út. Augnablikið kæmi til að jafna og komast yfir, við þyrftum bara að vera þolinmóðir. Og þannig varð það. Fyrsta markmið okkar kom þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik. En eins og í fyrri hálfleik náðum við ekki að skapa okkur færi og gerðum mörg klaufamistök. Tíminn leið og leikurinn kominn í uppbótartíma. Í fyrsta skiptið í leiknum voru þeir meira með boltann og eftir gott samspil hjá þeim áttu þeir skot í stöng. Ég viðurkenni það að hjartað var í buxunum á þessu augnabliki en eftir fjórar mínútur í uppbót fengum við aukaspyrnu á vinstri kanti. Skagamaðurinn Oliver tók málin í sínar hendur, steig út varnarmann sinn og lagði hann í hornið. Mikill léttir! Við höfðum ekki mikinn tíma til að fagna sigrinum enda engin ástæða til, tíminn til þess kæmi eftir mótið. Ég byrjaði á bekknum í næsta leik sem var gegn Kínverjum en þeir voru gestir á mótinu. Sá leikur endaði 3-0, auðveldur sigur og áfram gakk. Við fréttum eftir mótið að þeir væru einu ári eldri sem kom mér mjög óvart því þeir spiluðu alls ekki vel. Nú var komið að leik sem ég hafði beðið eftir,

leikurinn á móti Noregi, fæðingarlandi mínu. Ef við myndum vinna þá færum við í úrslit. Ég var fyrirliði í þessum leik og það gerði mig mjög stoltan. Við ætluðum að koma þeim á óvart, með bombu strax í byrjun leiks og það gerðum við, 2-0 eftir átta mínútur. Þeir minnkuðu svo muninn á 15. mínútu og eftir það tóku við lengstu 65 mínútur í lífi mínu. Mér leið samt aldrei eins og sigurinn væri í hættu. Við vorum með leikinn í höndunum og þegar dómarinn flautaði hann af var ljóst að næsta verkefni yrði úrslitaleikur við Finna. Við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur en á fundinum kvöldið fyrir leikinn kom Davíð þjálfari okkur mjög á óvart með myndbandi þar sem Aron Einar, Alfreð Finnboga, Hannes Þór og Hörður Björgvin peppuðu okkur vel upp. Það var ekki hægt

að tapa eftir það! Í hópnum var ekkert stress, okkur leið eins og við ættum ekki séns á því að tapa enda höfðum við aldrei gert það, búnir að spila sex leiki saman, unnið fimm og gert eitt jafntefli. Þetta var erfiður leikur, mjög jafn en ég vil meina að liðsheildin okkar hafi gert gæfumuninn. Lítið var að frétta í leiknum og sjálfsagt var hundleiðinlegt að horfa á hann. Ég var tekinn út af á 70. mínútu og staðan ennþá 0-0, bæði lið að bíða eftir framlengingunni sem kom. Allir í liðinu voru búnir að gefa allt í þetta og margir búnir á því. En þetta verkefni ætluðum við að klára. Þeir voru byrjaðir að þjarma að okkur og við vorum að vonast til að geta haldið út þangað til farið yrði í vítaspyrnukeppni. Það var hrikalega erfitt að horfa á lokamínúturnar á hliðarlínunni en uppúr engu kom fyrirgjöf frá Þórsaranum okkar í vinstri bakverði og boltinn lenti beint á skallanum á Skagamanninum Ísaki Bergmann og svo inn í markið! Nokkrum augnablikum síðar var flautað af og við vorum NORÐURLANDAMEISTARAR. Tilfinningin var geggjuð en við vorum þó aldrei í vafa um að okkur myndi takast þetta ætlunarverk. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og því að fá að spila með frábærum liðsfélögum fyrir hönd Íslands. Í haust komumst við áfram í milliriðil fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem haldið verður á Írlandi næsta sumar. Ég hlakka virkilega til komandi landsliðsverkefna. Davíð Snær Jóhannsson

Jólablað 2018

17


Óskum íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

ÍS-SPOR VERÐLAUNAGRIPIR

S ími 5 8 8 3 2 4 4 - i s s p o r. i s

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Kr ossmóa 4 a - S í m i 5 3 5 6 0 2 5

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Kr ossmóa 4 a - S í m i 4 2 1 5 7 7 7

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bolafæti 3, 260 Reykjanesbæ, sími 421 4117

18

Jólablað 2018

ÓB mót á Selfossi

K

eflvíkingar sendu strákaliðin sín í 5. flokki á hið stórskemmtilega ÓB mót á Selfossi helgina 10. – 12. ágúst. Fjörið hófst á föstudeginum með hraðmóti þar sem liðunum var raðað niður eftir styrkleika svo meta mætti í hvaða riðlum þau skildu spila um helgina. Eftir góða byrjun á mótinu var haldið heljarinnar flott sundlaugarpartý þar sem JóiP og Króli komu og skemmtu strákunum á meðan þeir gösluðust í lauginni. Á laugardeginum hófst alvaran og vöknuðu Keflavíkurliðin eldsnemma, tilbúin í átök riðlakeppninnar. Öll lið spiluðu þrjá leiki á laugardeginum og tvo á sunnudeginum. Á laugardagskvöldið var haldin kvöldvaka þar sem BMX BRÓS komu og sýndu listir sínar. Strákarnir skriðu þreyttir en sáttir á sína náttstaði eftir skemmtilegan og annasaman dag. Eins og gengur og gerist í boltanum voru bæði sigrar og töp hjá Keflavíkurliðunum þessa helgina. Heilt yfir var mótið mjög vel skipulagt og allir Keflvíkingar voru sér og félagi sínu til fyrirmyndar. Keflvíkingar komu heim með nokkrar medalíur og voru úrslitin þessi: Keflavík 1 – 1. sæti í sínum riðli Keflavík 2 – 4. sæti í sinum riðli Keflavík 3 – 3. sæti í sínum riðli Keflavík 4 – 2. sæti í sínum riðli

Foreldrahópurinn sem stendur á bak við þessa skemmtilegu stráka vill koma á framfæri þökkum til þjálfara og annarra sem komu á einn eða annan hátt að þessu sumri, hvort sem um var að ræða æfingar, leiki eða mót. Við viljum þakka kærlega fyrir samveruna í sumar og ekki annað hægt en að hlakka til að skapa fleiri skemmtilegar minningar á komandi misserum. Fyrir hönd foreldraráðsins Hildur María Magnúsdóttir


Af hrímköldu loftinu í hjartahlýja heiðursaðstöðu

Þ

að er meiriháttar viðsnúningur á aðstöðunni þar sem Skotdeild Keflavíkur stundar sínar loftgreinar. Við vorum með fjórar bandavélar uppi á lofti á Sunnubrautinni til margra ára og höfum fengið yndislega aðstöðu fyrir aftan afgreiðsluna í Sundmiðstöðinni á Sunnubrautinni sem við erum að ljúka við að fylla af rafrænum gildrum „electronic“. Þar er gott að vera, hvort sem maður kemur til að skjóta eða spjalla. Loksins komin með aðstöðu sem vert er að stæra sig af og höfum við lítið til sparað til að gera aðstöðuna eins góða og hægt er. Það frábæra fólk sem tekur á móti okkur í afgreiðslunni gerir æfingarnar alltaf betri. Það var lítill hvati fyrir nokkrum árum að mæta á hrímkalt loftið til að taka loftgreinaæfingu. Það var óaðlaðandi til uppbyggingar. Aðstaðan sem við höfum núna er vel nýtt og viljum við meina að við séum komnir með næstbestu aðstöðu á landinu til að stunda loftgreinarnar, þó það mætti fara betur um áhorfendur. Með uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar fást fleiri iðkendur og með tímanum keppendur. Þetta höfum við alltaf sagt, og það sannaðist með 300 metra skotfiminni á sínum tíma. Ef aðstaðan er ekki til staðar og til fyrirmyndar þá er maður að berjast við vindmyllur. Unglingunum fjölgar sem veita loftgreinunum áhuga og þeir sem hafa lagt mesta kappið við að æfa hjá okkur af þeim eru að sýna ótrúlegar framfarir bæði á æfingum og á mótum sem þeir sækja í loftgreinunum. Við erum ótrúlega stoltir af góðu gengi þeirra og það er tekið eftir því hjá öllum öðrum skotíþróttafélögum á landinu hvað Skotdeild Keflavíkur hefur áorka. Ásamt því erum við nú komnir með tvo grunnskóla sem bjóða nemendum sínum upp á loftskotfimi sem valfag. Það er sér í lagi mjög sérstakt og þekkist ekki annarsstaðar á landinu. Þá hefur Skotíþróttasamband Íslands óskað sérstaklega eftir því við Skotdeild Keflavíkur að geta boðið öðrum skotíþróttafélögum upp á aðstoð með hvernig þannig starfsemi myndi háttað og ganga fyrir sig. Ég vil meina að við séum búin að leggja fyrstu línurnar að einhverju stórkostlegu sem á bara eftir að verða betra og flottara. Skotdeild Keflavíkur hefur t.d. boðið unglingum upp á fríar æfingar. Unglingarnir okkar borga ekki félagsgjöld, æfingargjöld, keppnisgjöld né þurfa að útvega sér skot, skífur eða loftbyssur né loftriffla til að æfa loftgreinarnar. Það eru æfingar þrisvar sinnum í viku og jafnvel oftar því æfingarstjórarnir okkar eru duglegir að tilkynna það þegar þeir ætla að mæta utan hefðbundinna æfingatíma. Við erum mjög oft spurðir að því hvernig við förum að því að bjóða unglingum þetta að kostnaðarlausu. Einhverstaðar hefur maður lesið að það er ekkert í þessu lífi frítt, það er alltaf einhver sem borgar brúsann. Við eins og önnur íþróttafélög fáum þjálfarastyrk greiddan sem nýttur er í skot, skífur og fleira. Einnig fáum við aðra styrki sem nýttir eru í starfið, svo erum við ekki með launaða þjálfara. Með þessari flottu aðstöðu í hendi höfum við ákveðið að byggja hana upp og lagt vel í með kaupum á búnaði, loftrifflum og loftskammbyssum. Þar sem við höfum náð þeim grunni þá er kostnaður við æfingar alls ekki hár. Hann er nánast bara loftbikararnir sem skjótum í mark með. Svo er skotfimi þannig íþrótt að allir geta stundað hana og hentar mörgum vel sem ekki passa vel í hópíþróttir. Einnig er þetta gott sport til að eldast í, eldra fólk er að keppa samhliða því yngra. Foreldrar geta stundað íþróttina með ung-

Unglingarnir okkar keppa við hlið fullorðinna í loftriffli

Frá framkvæmdum í loftsalnum

1. Sæti liðakeppni í loftskammbyssu. Láki og Ingvi, vantar Hannes

Frá Íslandsmótinu í BR

Theodór Kjartansson fær Heiðurs-silfurmerki Keflavíkur og gerður Heiðursfélagi Skotdeildarinnar lingunum sínum og geta mætt með þeim á æfingar. Allt þetta væri samt ekki hægt nema með aðstoð allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg. Við erum með góðan kjarna af æfingarstjórum sem halda utan um æfingarnar. Þeir eru í leiðinni að keppast við að æfa sjálfir fyrir keppnir í sínum loftgreinum sem og að taka á móti gestum og gangandi með bros á vör. Alltaf erum við að reyna að gera betur og því fleiri sem aðstoða og koma, því betra. Við hvetjum foreldra til að skoða loftgreinarnar fyrir unglingana sína og hvetjum þá einnig til að koma og taka þátt með okkur, hvort sem það er að taka þátt í starfinu, skjóta sjálfir eða bara að styðja við bakið á unglingunum sínum. Við eignuðumst nokkra Íslandsmeistarar á árinu, ber þar fyrst að nefna í Loftriffli unglinga drengja bætti Magnús G. Jensson sitt eigið Íslandsmet á sjálfu Íslandsmótinu úr 549 stigum í 566,6 stig. Á sama móti settu þeir félagar Magnús G. Jensson, Elmar T. Sverrisson og Jakub I. Pitak nýtt Íslandsmet í liðakeppni í loftriffli unglinga 1.614,9 stig. Þar með Íslandsmeistarar í liðakeppni drengja. Einnig hélt Skotfélag Reykjavíkur mót seinna í apríl þar sem Magnús G. Jensson bætti aftur Íslandsmetið sitt í 568,7 stig. Á Reykjavíkurleiknum eða RIG setti Helgi Snær Jónsson Íslandsmet í loftriffli unglinga drengja með Final, það er fyrirkomulag þar sem átta

efstu keppendur halda áfram í útsláttakeppni þar sem skotið er fyrst 10 skota hrinu og svo 2 skot. Sá sem er með neðsta skorið eftir 12 skotin dettur út. Svo eru skotin 2 skot í 6 skipti eftir það og dettur alltaf einn út eftir hver 2 skot. Helgi datt út þriðji síðasti keppandinn á mótinu með 198,9 stig í Final og hreppti því bronsið yfir allt, klárlega með stáltaugar hann Helgi Snær Jónsson. Íslandsmótið í BR (BenchRest) fór fram á Álsnesi í 100 og 200 metrum, í 200 metrum sigraði Jóhannes Frank Jóhannesson með 248 stig og 5x-tíur. Í Samanlögðu varð hann einnig Íslandsmeistari með 498 stig og 18x-tíur. Við létum til okkar taka á fullt af mótum á síðasta skotári og hafa skytturnar þrjár eins og þeir eru kallaðir verið að taka hver verðlaunin á fætur öðrum í liðakeppni í loftskammbyssu karla. Það eru þeir Ingvi Eðvarðsson, Þorlákur Bernhard og Hannes H. Gilbert. Theodór Kjartansson hefur verið að einblína á uppbyggingu og kennslu fyrir skotdeildina undanfarið og þrátt fyrir það hefur hann verið að sópa inn verðlaunum á árinu, tók t.d. annað sætið í þrístöðu riffil cal. 22 og þriðja sætið á Íslandsmótinu í 300 metrum liggjandi riffli, þriðja sætið á Íslandsmóti STÍ í lofriffli karla svo tók hann 1. sætið í lofriffli karla á Landsmóti STÍ í Kópavogi svo fátt eitt sé nefnt. Theodór var gerður að heiðursfélaga Skotdeildar Keflavíkur fyrir óeigingjarnt starf í þágu Skotdeildarinnar í áraraðir á aðalfundi Skotdeildarinnar í janúar 2018. Theodór var sæmdur Heiðurs -silfurmerki Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélagsfyrir óeigingjarnt starf í þágu skotíþróttarinnar. Theodór er einn stofnandi Skotdeildarinnar, en hún var fyrst stofnuð undir nafninu Skotfélag Keflavíkur árið 1982 en rann svo undir Keflavík íþrótta og ungmennafélag sem Skotdeild Keflavíkur árið 1994 ásamt nokkrum öðrum félögum sem urðu þar undir sjálfstæðar deildir. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Skotdeildinni og gaman er að vera hluti af þessu frábæra starfi sem allir eru að leggja á sig. Það verður einnig gaman að sjá hvað gerist þegar grasrótin hefur sprottið. Ég spái því að þeir sem halda áfram verði farinir að keppa á heimsvísu þar sem við stöndum jafnfætis öðrum í heiminum hvað varðar aðstöðu í loftgreinum, ekkert veðurfar að spila inn í myndina þegar æft er. Loftgreinarnar eru undirstaðan að flest allri skotfimi sem stunduð er. Kær jólakveðja Bjarni Sigurðsson Formaður Skodeildarinnar.

Jólablað 2018

19


Viðtal: Sævar Sævarsson

UPPGANGUR Í KVENNABOLTANUM

UNDIR STJÓRN SANNS KEFLVÍKINGS

K

eflavíkurstúlkur í fótbolta hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin tvö tímabil fyrir vasklega frammistöðu. Liðið hefur á að skipa ungum og feikilega öflugum heimastúlkum, sem margar hverjar hafa leikið fjöldan allan af yngri landsleikjum, í bland við góðar aðkomustúlkur sem smollið hafa bæði inn í liðið og samfélagið. Það er hins vegar ljóst að árangur sem þessi næst ekki án góðs þjálfara og samstilltrar stjórnar. Í brúnni undanfarin þrjú tímabil hefur Keflvíkingurinn Gunnar Magnús Jónsson verið, borinn og barnfæddur Keflvíkingur sem hefur kennt unglingum Suðurnesja íþróttir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í bland við þjálfun. Gunnar Magnús er menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni auk þess sem hann nam íþróttafræði við Auburn University at Montgomery þar sem hann var á skólastyrk í þrjú ár. Gunnar hefur farið víða á sínum ferli sem leikmaður og þjálfari en í hjarta sínu hefur hann alltaf verið „sannur Keflvíkingur”.

I. LEIKMAÐURINN Gunnar Magnús fékk snemma brennandi áhuga á fótbolta. Segja má að hjá því hafi vart verið komist enda var faðir hans, Jón Ólafur Jónsson, á kafi í fótbolta og leikmaður í gullaldarliði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari árin 1964, 1969, 1971 og 1973. Gunnar var duglegur að fara með föður sínum á æfingar og í leiki og fylgdist með af miklum áhuga. Það stendur því næst að spyrja Gunnar hvort og þá hvenær hann sjálfur hafi byrjað að iðka íþróttina sem var föður hans svo kær? „Ég fór á mína fyrstu fótboltaæfingu þann 4. júlí 1972, þá að verða fjögurra ára.“ Á sínum yngri árum æfði Gunnar Magnús með KFK þar sem Sigurður Steindórsson var allt í öllu. „Það var mikil keppni

Gunnar og fjölskylda saman komin í Skálavík yst í Ísafjarðardjúpi og rígur milli KFK og Ungó á þessum árum og stóðu leikirnir í Keflavíkurmótunum klárlega upp úr auk þess sem við fórum í eftirminnilegar ferðir á Selfoss á föstudaginn langa.“ Á uppvaxtarárum Gunnars var svokallaður hverfabolti mjög vinsæll. Gunnar bjó í Garðahverfinu en hverfisliðið þar hét Spyrnan. „Við spiluðum mikið við Eyjabyggðina og öflugt lið við Nónvörðu. Það má segja að það hafi verið skemmtileg umgjörð í kringum þessi lið á sínum tíma. Til að mynda vorum við með æfingar, fórum til Hafnafjarðar að keppa og öll liðin voru með sinn eigin „heimavöll“. Svo flott var þetta hjá sumum liðunum að þau voru með sínar eigin sjoppur við vellina þar sem selt var ýmislegt góðgæti.“

Meistaraflokksferillinn

Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Frá vinstri: Haukur Benediktsson, Gunnar Magnús Jónsson og Ómar Jóhannsson

20

Jólablað 2018

Þó Gunnar Magnús verði seint talinn þekktasta nafn þeirra fjölmörgu Keflvíkinga sem látið hafa til sín taka á fótboltavellinum er forvitnilegt að rýna í feril hans sem leikmaður enda kennir þar ýmissa grasa. Gunnar á 20 leiki í efstu deild, þar af 17 með Skallagrími og þrjá með Keflavík, ásamt fjölmörgum leikjum í næst efstu deild og neðri deildum. Ferill Gunnars með meistaraflokki Keflavíkur hófst árið 1985. Gunnar hóf feril sinn sem vængmaður en fljótlega eftir að í meistaraflokk var komið var ljóst að hæfileikum hans var betur varið á miðjunni eða í hafsent. Það er líklega ekki ofsögum sagt að þegar Gunnar sleit barnsskónum sínum í meistara-


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson, Benedikt Jónsson og starfsfólk tannlækningastofunnar Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Gunnar lék þrjá leiki með Keflavík í efstu deild 1993. Það tímabil voru útgefin fótboltakort sem báru nafnið „Rauða Spjaldið“. Gunnar hóf tímabilið í búningi Keflavíkur en fór svo vestur flokki Keflavíkur hafi liðið verið skipað ansi litríkum karakterum, hvort sem um var að ræða leikmenn eða þjálfara. Hjá Gunnari Magnúsi stóð þó einn upp úr, sjálfur Kjartan Másson. „Kallinn fór sínar eigin leiðir sem ekki féllu alltaf í kramið og voru taldar ansi sérstakar, meira að segja á þeim tíma, en hann náði árangri og markaði svo sannarlega djúp spor í sögu Keflavíkur.“

Fótbolti og körfubolti fyrir vestan Haustið 1992 hélt Gunnar Magnús til Bolungarvíkur til að kenna íþróttir en þegar hann snéri aftur heim, vorið 1993, átti hann erfitt með að brjóta sér leið í byrjunarliðið. Úr varð að hann snéri aftur vestur þar sem hann lék tvö tímabil og kenndi. Þegar Gunnar bjó fyrir vestan var hann plataður í körfubolta af heimamönnum og átti „smá feril“ eins og hann orðar það sjálfur. Fyrra árið sitt fyrir vesta lék hann með liði Bolungarvíkur. Það er óhætt að segja að það tímabil hafi hann tekið þátt í sögufrægum og eftirminnilegum leik. „Þetta tímabil spiluðum við á móti ÍA á heimavelli en með liði ÍA lék erlendur leikmaður sem bar viðurnefnið „Gormurinn“ vegna gríðarlegs stökkkrafts sem hann nýtti sér óspart til að troða yfir mann og annan. Í einni sókninni fæ ég Gorminn á móti mér og tróð hann yfir mig með svo miklum krafti að körfuspjaldið mölbrotnaði. Nú voru góð ráð dýr því ekki var til auka spjald í Víkinni og því óvíst hvort hægt væri að klára leikinn en aðeins örfáar mínútur voru eftir að leiknum og Skagamenn að vinna nokkuð stórt. Dómari leiksins, sem var hinn landsþekkti Leifur Garðarson, ákvað þó að klára leikinn með því að spila á hliðarkörfunar en þó völlurinn hafi minnkað umtalsvert við þetta breytti það ekki gangi leiksins og Skaginn fór með öruggan sigur af hólmi“. Seinna ár Gunnars fyrir vestan spiluðu þeir svo undir merkjum KFÍ. Þetta ár var KFÍ með hörkulið og unnu þeir 2. deildina og komust upp um deild.

Lokaleikurinn á heimavelli Fyrir tímabilið 1995 hafði Sigurður Halldórsson, Siggi Donna, samband við Gunnar

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gunnar á fleygiferð með Skallagrími en með þeim lék Gunnar sjö tímabil og fékk hann í Borganes til að spila með Skallagrími. Gunnar spilaði nokkur ár með Skallagrími, þó með hléum, og var hann meðal annars leikmaður liðsins þegar það lék sitt eina tímabil í efstu deild, tímabilið 1997. „Við vorum nokkuð nálægt því að halda okkur uppi en við enduðum þó með því að falla. Við gerðum ágætlega í mörgum leikjum og unnum meðal annars Keflavík 2 – 3 í Keflavík. Ég minni reglulega menn eins og Jóhann Birni og Hauk Inga, fyrrum leikmenn Keflavíkur, á þennan leik en þetta var einmitt tímabilið þar sem Keflavík vann fyrstu sex leikina í deild áður en halla fór undan fæti“. Þetta sumar var Gunnar kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu ásamt því að vera valinn knattspyrnumaður Borgafjarðar. Gunnar endaði feril sinn sem leikmaður með Skallagrími árið 2004. Lokaleikurinn var gegn Reyni um 3. sætið í 3. deild og fór hann fram á Keflavíkurvelli. „Við unnum þann leik eftirminnilega 3 - 5 eftir að hafa lent 3 – 0 undir. Það má því segja að ég hafi endað ferilinn með þessum skemmtilega hætti á „heimavelli.“

II. ÞJÁLFARINN Gunnar Magnús hóf þjálfaraferil sinn hjá KFK en áhuginn á þjálfun vaknaði mjög snemma. „Ég var plataður af Sigga Steindórs og Malla, syni Sigga, að þjálfa hjá KFK aðeins 15 ára gamall og ég hreinlega kolféll strax fyrir þjálfun.“ Í kringum 20 ára aldurinn fór Gunnar að þjálfa hjá Keflavík en hann var mest með 6. flokk þar sem hann þjálfaði eftirminnilega einstaklinga. „Á Shellmótinu í Vestmannaeyjum árið 1989 vorum við til að mynda með frábært lið. Við fórum taplausir í gegnum mótið en náðum þó ekki að vinna titilinn. Við áttum aftur á móti tvo leikmenn sem sköruðu fram úr og eru flestum Keflvíkingum kunnir, þá Guðmund Steinarsson sem varð markakóngur mótsins og Hjört Fjeldsted sem var valinn varnarmaður mótsins.“ Þarna var boltinn byrjaður að rúlla fyrir Gunnar og hefur hann verið viðloðandi þjálfun æ síðan.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 420 2020

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Jólablað 2018

21


Gunnar þjálfaði marga unga og efnilega leikmenn hjá Keflavík á sínum tíma. Á þessari mynd má sjá leikmenn sem síðar áttu eftir að spila lykilhlutverk í meistaraflokki Keflavíkur. Þarna má meira að segja sjá núverandi þjálfarateymi Njarðvíkur í körfubolta. 8. flokkur, undirbúningur fyrir myndatöku

Gunnar hefur þjálfað 8. flokk Keflavíkur í 18 ár. Æfingarnar eru fjölbreyttar og gefandi.

Fyrsta þjálfarastarfið í meistaraflokki Hvar sem Gunnar Magnús skaut niður rótum sem leikmaður fylgdi þjálfaraflautan með, hvort sem það voru yngri flokkar á Ísafirði, í Bolungarvík eða í Borgarnesi eða í skólavist hans í Bandaríkjunum. Það var svo árið 1996 sem hann varð fyrst þjálfari í meistaraflokki þegar hann gerðist spilandi þjálfari hjá Bolungarvík. „Þetta tímabil vorum við hársbreidd frá því að tryggja okkur sæti í 2. deildinni en við enduðum í 3. sæti. Þetta tímabil fékk ég Keflvíkinginn Ragnar Már Ragnarsson til að spila í markinu en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna mjög snemma á tímabilinu. Í hans stað fékk ég Þorstein Bjarnason, markmannsgoðsögnina úr Keflavík, til að spila með liðinu. Hann spilaði þar til kom að úrslitakeppninni en þá þurfti hann að snúa aftur til Auburn.“ Gunnar minnist þessa tímabils með mikilli gleði enda var árangur liðsins frábær og í raun framar væntingum. Eins og áður sagði fór liðið í úrslitakeppni 3. deildar þar sem þeir þurftu að lokum að lúta í lægra haldi fyrir KVA í undanúrslitum.

Tímamót En það eru skin og skúrir í þjálfun eins og lífinu almennt og því fékk Gunnar Magnús að kynnast tímabilið 2000 þegar hann var spilandi aðstoðarþjálfari Óla Þórs Magnússonar hjá meistaraflokki karla hjá Skallagrími. „Þetta var mjög erfitt ár í alla staði. Miklar breytingar voru á leikmannahópi

22

Jólablað 2018

liðsins og til að bæta gráu ofan á svart var fjárhagur Skallagríms dapur. Liðið kolféll úr 1. deildinni þetta tímabil en við höfum oft rætt það okkar á milli, ég og Óli Þór, hversu mikinn lærdóm við drógum af þessu tímabili, lærdóm sem við höfum búið að æ síðan.“ Gunnar Magnús er giftur Bolvíkingnum Björgu Maríu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau Tinnu Björgu 20 ára, Ólaf Þór 17 ára og Sigurbjörgu Diljá 10 ára. ,,Ég kynntist konunni minni fyrir vestan og var það m.a. ástæðan fyrir því að ég fór vestur að spila og þjálfa 1996. Bolungarvík á því stóran sess í mínu hjarta og fer fjölskyldan þangað reglulega og má segja að það sé okkar sælureitur.“ Að loknu þessu erfiða tímabili með Skallagrími stóðu Gunnar og fjölskylda hans á tímamótum. Þau stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau ættu að setjast að í Borgarnesi eða halda á heimaslóðir Gunnars. Á endanum urðu heimaslóðir Gunnars fyrir valinu þegar honum bauðst yfirþjálfarastaða yngri flokka hjá Keflavík sem hann þáði og hefur hann og fjölskylda hans búið í Keflavík síðan. „Ég var yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur til ársins 2005. Á fyrstu árum mínum sem yfirþjálfari var ég einn með alla drengjaflokka félagsins fram á vor en sá svo um tvo til þrjá flokka á sumrin.“

Árangur með kvennalið Fyrstu kynni Gunnars að þjálfun stúlkna var um haustið 2007 þegar hann tók við kvennaliði Grindavíkur. Óhætt er að segja að þar hafi hann átt fljúgandi start því Gunnari tókst að koma liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili. Gunnar þjálfaði liðið til ársins 2010 en það hélt sæti sínu í deild þeirra bestu þann tíma sem hann var með liðið. Í kjölfarið tók hann við þjálfun meistaraflokks karla hjá Njarðvík þar sem hann var við stjórnvölinn til ársins 2013. Haustið 2013 sneri Gunnar svo aftur á heimaslóðir í þjálfun þegar hann var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Keflavík.

Jón Óli, faðir Gunnars, ásamt Guðna Kjartans þegar Keflavík hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn 1969 Það var síðan árið 2016 sem hann gerðist þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Keflavík. Ekki verður annað sagt en að heimkoma Gunnars hafi verið heillavænleg, bæði fyrir hann og liðið, enda tókst liðinu að komast upp í Pepsi deildina aðeins tveimur árum eftir að hann tók við því og var Gunnar kjörinn besti þjálfari Inkasso deildarinnar af Stöð2 Sport á nýliðnu tímabili. Þegar talið berst að því hvaða afrek hann meti mest á tíma sínum í þjálfarastarfi kemur kannski á óvart að hann skuli ekki nefna tíma sinn með Bolungarvík, viðurkenningu sína frá KÞÍ fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka eða þá staðreynd að hann hafi verið kjörinn besti þjálfarinn í Inkasso deildinni. „Þó ég sé auðvitað stoltur af þessum afrekum sem þú nefnir tel ég mitt mesta afrek sem þjálfara að hafa frá árinu 2001 þjálfað 8. flokk Keflavíkur í fótbolta og geri það enn, 18 árum síðar! Þarna eru fyrstu spor margra leikmanna sem munu bera merki Keflavíkur í framtíðinni. Þetta hefur verið einstaklega gefandi og er ég sérstaklega stoltur af því þjálfarastarfi.“

Áhrifavaldar í þjálfun Eins og fram hefur komið hefur Gunnar Magnús komið víða við, bæði sem leikmaður og þjálfari. Því má gera ráð fyrir að hann hafi dregið mikinn lærdóm af samferðamönnum sínum í gegnum tíðina, mönnum eins og Velemir Sargic, Sigga Donna, Kjartani Mássyni og Ólafi Jóhannessyni. „Maður lærir auðvitað af öllum þessum köppum og hef ég pikkað út einhverja hluti frá hverjum þeirra. Þá hef ég verið mikill aðdáandi körfuboltamannsins Michael Jordan og heillast af lífspeki hans og sigureðli. Hins vegar er mín helsta fyrirmynd í þjálfarafræðum Guðni Kjartansson. Við unnum saman sem íþróttakennarar í FS. Hann reyndist mér gríðarlega vel fyrstu árin og lærði ég mikið af honum. Guðni var nánast mín hægri hönd og liðsinnti mér mikið. Menn grínuðust meira að segja með það þegar ég var ráðinn til Njarðvíkur að þar væru Njarðvíkingar að fá tvo fyrir einn - svo mikil væri aðstoðin frá Guðna. Ég sakna tíma okkar í kennslunni mikið.

III. KVENNAFÓTBOLTI OG ÍÞRÓTTIR Ekki verður hægt að skilja við Gunnar Magnús án þess að lokka hann í heimspekilegar vangaveltur um stöðu kvennafótboltans í Keflavík og íþróttir kvenna almennt. Við lifum á tímum þar sem


Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í Pepsi deildinni þar sem þeirra bíður ærið verkefni

Rétti klæðnaðurinn - Gunnar ásamt börnum sínum. krafan um jafnrétti hefur aldrei verið meiri og hefur íþróttahreyfingin ekki farið varhluta af því. Keflavík hefur verið landsþekkt fyrir að ala af sér frábærar íþróttakonur. Má þar nefna Olgu Færseth, fyrrum landsliðskonu í fótbolta og körfubolta, Önnu Maríu Sveinsdóttur og allar þær fjölmörgu körfuboltakonur sem sópað hafa til sín titlum, Eydísi Konráðsdóttur og Írisi Eddu Heimisdóttur úr sundinu og svo mætti lengi telja. Nýjasta ,,kvenstyrnið” er Ástrós Brynjarsdóttur, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið besti kvenkeppandi þjóðarinnar í taekwondo og rakað til sín titlum.

Gerði sér grein fyrir erfiðu verkefni

Meiri virðing og áhuginn eykst Margar af stelpunum sem skipa meistaraflokk Keflavíkur í dag eru ungar stelpur sem koma úr

Gunnar stundaði nám við íþróttafræði og lék fótbolta hjá Auburn University at Montgomery. Aðstoðarþjálfari liðsins var markmannsgoðsögnin Þorsteinn Bjarnason en segja má að um hálfgerða Íslendinganýlendu hafi verið að ræða og voru tíu íslenskir leikmenn í byrjunarliði skólans þegar mest lét.

Óskum

DYNAMO REYKJAVÍK

Þrátt fyrir að í Keflavík hafi verið rík hefð fyrir frábærum kvenkyns íþróttamönnum hefur kvennafótboltinn í Keflavík átt nokkuð erfitt uppdráttar en vonir standa til að það sé að breytast og uppgangur undanfarinna missera sé vísbending um nýja tíma. ,,Það er hægt að telja upp ýmsar ástæður fyrir uppganginum undanfarin ár enda þurfa margir samverkandi þættir að eiga sér stað til að árangur eigi að nást. Má þar nefna öflugt kvennaráð sem leggur mikinn metnað í stelpurnar, öflugt teymi aðila í kringum liðið en þar má fremstan nefna aðstoðarþjálfarann minn, Ísfirðinginn Hauk Benediktsson.“ Gunnar Magnús kveðst hafa gert sér grein fyrir því að mikið verkefni væri fyrir höndum þegar hann tók við sem þjálfari meistaraflokks kvenna og það hafi verið ljóst frá upphafi að leggjast þyrfti í samstillt átak ef takast ætti að gera Keflavík að þróttmiklu félagi sem léti af sér kveða í kvennafótboltanum á Íslandi. ,,Kvennafótboltinn í Keflavík átti mjög erfitt uppdráttar til margra ára. Þegar ég tók við liðinu var staðan búin að vera mjög slæm í nokkur ár. Liðið var búið að verma neðstu sæti neðstu deildar og stelpurnar þekktu varla tilfinninguna að vinna leik. Það er kannski leiðinlegt að segja það en því miður var of lítið lagt upp úr þjálfun yngri flokka stúlkna í Keflavík til margra ára. Nú eru sem betur fer breyttir tímar. Það er miklu meiri metnaður lagður í yngri flokka þjálfun stúlkna í Keflavík í dag, umgjörðin er betri, fagmennskan meiri og stelpurnar fá að njóta sín til jafns við strákana.“

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Jólablað 2018

23


nágrannabæjarfélögunum en þessar stelpur æfðu með strákum á sínum yngstu árum. „Leikmannahópurinn sem ég hef haft frá því ég byrjaði er að miklu leyti óbreyttur. Stelpurnar eru sérstaklega vinnusamar og kappsfullar og eru tilbúnar að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kvennafótboltinn í Keflavík og á Íslandi er á mikilli uppleið. Það er mun meiri virðing borin fyrir stelpunum í dag og fólk almennt farið að átta sig á að þær eru að leggja jafn mikið á sig og í sumum tilvikum meira en strákarnir.“ Gunnar segir að þakka megi frábærum árangri kvennalandsliðsins undanfarin ár auknum áhuga stúlkna á fótbolta sem leitt hafi af sér fleiri iðkendur, meiri áhuga, bæði stúlknanna sjálfra og samfélagsins í heild. Í kjölfarið hafi gæðin vaxið og orðið mun meiri. „Í dag geta stúlkur stefnt á atvinnumennsku sem var fjarlægur draumur fyrir ekki svo mörgum árum. Ungar knattspyrnustúlkur eiga margar flottar fyrirmyndir sem er nauðsynlegt fyrir framgang íþróttarinnar. Í því samhengi er auk þess mikilvægt fyrir okkar ungu og efnilegu keflvísku stúlkur að eiga góðan meistaraflokk með flottum fyrirmyndum.“ Þegar talið berst að þeim árangri sem náðst hefur undanfarin ár á sviði kvennafótbolta verður ekki hjá því komist að ræða jafnræði enda eykst sú eðlilega krafa frá ári til árs að karlar og konur sitji við sama borð þegar kemur að íþróttum líkt og á hinum almenna vinnumarkaði. Gunnar Magnús tekur undir það og segir að þó miklu hafi verið áorkað undanfarin ár í átt að meira jafnræði þurfi að gera betur og bæta þurfi ýmislegt. „Það er alltaf verið að leitast eftir meira jafnrétti, til dæmis með því að brjóta upp hefðir karlaboltans sem hafa

verið ríkjandi í gegnum árin. Staða kvennaboltans í Keflavík hefur aðeins batnað á allra síðustu árum. Stelpurnar hafa þó þurft að berjast fyrir sínu með misgóðum árangri. Vissulega koma meiri tekjur

inn af karlaboltanum og ef strákar eru seldir út í atvinnumennsku er oft um háar upphæðir að ræða. Þar er einnig ríkari hefð og þar hafa unnist mikil afrek í gegnum árin. Það eru þó ýmsir þættir sem eiga algjörlega að vera óháðir fjármagni en þar á ég við hluti eins og aðstöðumál, afnot af keppnisvelli, búningaaðstaða o.fl. Þetta þarf að breytast og þar tel ég að árangurinn á vellinum muni hjálpa til. Ég vil að minnsta kosti trúa því að góður árangur kalli á fleira fólk og því verður gaman að sjá hvort stelpurnar okkar nái að þjarma betur að strákunum í aðsókn á komandi tímabili þar sem stelpurnar eru í deild ofar.“ Á þessum nótum kveðjum við þennan mikla Keflvíking. Keflavíkurstúlkur eru komnar í efstu deild þar sem þeirra bíður ærið verkefni, að halda sér í deild þeirra bestu. Með allar þær ungu og efnilegu stelpur sem Keflavík hefur innan sinna raða, með þjálfara eins og Gunnar í brúnni og með stuðning bæjarbúa eru Keflavíkurstúlkum þó allir vegir færir. „Þegar liðið fer á völlinn, þá fyllist jafnan höllin – við þekkjum öll þá staðreynd að trúin flytur fjöllin“. Svo er kveðið í nánast óþekktu stuðningslagi Keflavíkur í körfubolta og verður ekki séð annað en þessa „heimspeki“ megi yfirfæra á kvennalið Keflavíkur í fótbolta. Það er að minnsta kosti ljóst að Gunnar Magnús hefur trú á þessum stelpum og hann er sannfærður um að þær hafi trú á sér og þeirri vegferð sem þau halda í sameiningu. Við hin skulum leggja okkar að mörkum með því að mæta á leikina og styðja þær. Trúum á verkefnið! Þjálfari ársins í Inkasso deild kvenna 2018.

Gleðileg jól

farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Hafnargötu 27 - Sími 421 1420 & 894 3837

Keflavík

Rafverktaki

VÍSIR

Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

24

Jólablað 2018

Hafnargötu 62 - Sími 421 4457

Tækniþjónusta SÁ ehf.

stapaprent Prentþjónusta


Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Íþrótta- og ungmennafélag

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á nýju ári

REYKJANES BÆR

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

REYKJANES BÆR

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni.

Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jólablað 2018

25


3.-4. fl. stúlkna

9. fl. drengja

Besti liðsfélaginn

9. fl. stúlkna

5. fl drengja

10. fl. drengja

10. fl. stúlkna

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Annáll og uppskera keppnistímabilið 2017-2018 Árangur keppnisliða 2017-2018

Nettómótið 2018

Keflavík sendi lið til keppni í öllum aldurflokkum, nema unglingaflokki drengja, á Íslandsmóti yngri flokka, eða 14 flokka alls. Í nokkrum flokkum voru send b- og c-lið til keppni. Því miður náðist ekki að manna unglingaflokk drengja og er það í fyrsta skipti í sögu félagsins sem það gerist. Hins vegar var farið aftur af stað með unglingaflokk haustið 2018. Sú breyting var jafnframt gerð hjá KKÍ fyrir tímabilið að keppni í MB10 ára var sett af stað í fyrsta skiptið. Í bikarkeppni KKÍ sendi Keflavík lið í öllum aldursflokkum eða 7 alls en þátttökurétt eiga 9. flokkur og eldri. Uppskera á Íslandsmóti og Bikarkeppni yngri flokka var glæsileg hjá stúlkunum, eins og svo oft áður, en hjá drengjunum náðust engir titlar í hús þetta tímabilið en á því verður vonandi breyting innan skamms. Af 22 titlum sem keppt var um í yngri flokkunum vann Keflavík 3 Íslandsmeistaratitla í 7. fl. st., 8. fl. st. og stúlknaflokki auk þess að vinna til silfurverðlauna í MB10 st. og 10. fl. st. og svo til bronsverðlauna í MB10 dr. og 9. fl. st. Í bikarkeppninni unnum við 1 bikarmeistaratitil í stúlknaflokki og til 2ja silfurverðlauna í 9. fl. dr. og 10. fl.st. Keflvíkingar eru sem fyrr, það félag í körfubolta á Íslandi sem hefur unnið til flestra verðlauna í yngri flokkunum, eða alls 229 Íslands- og bikarmeistaratitla. Iðkendur í 1.-4. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þeir hafa verið duglegir við að sækja minniboltamót félaganna sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp og allir fóru þeir að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna.

Barna- og unglingaráð stóð að venju í samstarfi við U.M.F.N. að framkvæmd Nettómótsins 3.-4. mars 2018 sem hefur löngu tekið sér sess sem stærsta körfuboltamót á Íslandi. Engin breyting varð þar á þetta árið en um var að ræða 28. mót félaganna. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 267 frá 27 félögum og leiknir voru 678 leikir á 15 leikvöllum í 6 íþróttahúsum, en u.þ.b. 1.300 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára. Næsta Nettómót verður haldið fyrstu helgina í mars 2019. Unglingaráð vill nota tækifærið og færa öllum félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á þessu Nettómóti í þágu körfunnar og félagsins, enda útilokað að standa að slíkri stórframkvæmd án breiðrar þátttöku, þar sem allir leggjast á eitt.

26

Jólablað 2018

Unglingalandsliðsfólk Körfuknattleiksdeildar 2018 Fjölmargir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur voru valdir í æfingahópa yngri landsliðanna fyrir verkefni sumarsins en tólf Keflvíkingar voru valdir í lokahópa U15, U16, U18 og U20. Í apríl völdu þjálfarar U15 ára landsliðanna lokahópa fyrir sumarið. Alls voru 18 leikmenn valdir hjá stúlkum og drengjum sem skipuðu tvö 9 manna landslið sem tóku þátt á CopenhagenInvitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní. Úr Keflavík var Eygló Nanna Antonsdóttir valin í hópinn. Þann 14. júní héldu U15 ára liðin af stað í sína keppnisferð. Þetta er 11.

árið sem mótið er haldið en leikmenn hafa öðlast dýrmæta reynslu í gegnum árin með því að hefja landsliðsferil sinn á þessu móti. Þjálfarar U16 og U18 liða drengja og stúlkna boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og völdu svo sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Í U16 voru þrjár stúlkur úr Keflavík valdar. Þær Edda Karlsdóttir, Eva María Davíðsdóttir og Hjördís Lilja Traustadóttir. Í U18 voru valdar þær Anna Ingunn Svansdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Eydís Eva Þórisdóttir og Kamilla Sól Viktorsdóttir. Þann 26. júní héldu U16 og U18 liðin til Kisakallio í Finnlandi til að keppa á Norðurlandamóti. U16 drengja var eina liðið sem tryggði sér verðlaun og tók silfrið heim. En U16 lið stúlkna sigraði einn leik og töpuðu fjórum. U18 lið stúlkna unnu tvo leiki en töpuðu þremur.

1.-2. fl. drengja

Dagana 3.-12. ágúst tóku U18 ára lið stúlkna þátt í í Evrópumóti FIBA í Austurríki. En þar var leikið í þremur borgum, Oberwart, Gussing og Furstenfeld. Stelpurnar léku í riðli með Finnlandi, Georgíu, Kýpur, Portúgal og Rúmeníu. U16 ára landslið stúlkna hélt svo til Svartfjallalands þar sem þær léku á Evrópumóti FIBA dagana 16.-25. ágúst. Léku þær í riðli með fimm þjóðum, Bretlandi, Grikklandi, Makedoníu, Svíþjóð og Svartfjallalandi. Í þessa ferð bættist Sara Lind Kristjánsdóttir úr Keflavík í hópinn með þeim Eddu, Evu Maríu og Hjördísi. Í júní valdi svo aðalþjálfari U20 ára liðs kvenna og aðstoðarþjálfari hans lið sitt fyrir FIBA Europe. Úr æfingahópnum frá Keflavík komust áfram þær Katla Rún Garðarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir en Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr


6. fl. stúlkna

7. fl. stúlkna

Drengjaflokkur

Stúlknaflokkur

5. flokkur stúlkna

voru frá vegna meiðsla. Ísland lék í B-deild Evrópumótsins sem fór fram í Oradea í Rúmeníu dagana 7.-15.júlí. Þar lék liðið í B-riðli með Hvíta-Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi

Minnibolti 11 ára drengja

Agnes María Svansdóttir Besti varnarmaðurinn: Agnes Perla Sigurðardóttir Besti leikmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir

Lokahóf yngri flokka 2018

Þjálfari Kolbeinn Skagfjörð Mestar framfarir: Jakob Magnússon Besti varnarmaðurinn: Jökull Ingvarsson Besti leikmaðurinn: Gabríel Aron Sævarsson

VIÐURKENNINGAR

Minnibolti 11 ára stúlkna

Börnum í 1.-4. bekk voru afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í starfi körfuknattleiksdeildarinnar fyrir veturinn, með hvatningu til að taka þátt í sumaræfingum og áframhaldandi æfingum næsta vetur. Þjálfarar afhentu viðurkenningarskjölin. 1-4 bekkur stúlkna Þjálfari Helena Jónsdóttir 1-4 bekkur drengja Þjálfari Þröstur Leó Jóhannsson Í fyrsta skipti voru veitt einstaklingsverðlaun í flokki MB10 ára þar sem sá flokkur var núna að spila á Íslandsmóti.

Einstaklingsviðurkenningar, veittar iðkendum MB 10 ára og eldri: Minnibolti 10 ára drengja Þjálfari Kolbeinn Skagfjörð Mestar framfarir: Aron Trausti Svansson Besti varnarmaðurinn: Viktor Árni Traustason Besti leikmaðurinn: Jóhann Elí Kristjánsson

Minnibolti 10 ára stúlkna Þjálfari Jón Guðmundson Mestar framfarir: Eva Kristín Karlsdóttir Besti varnarmaðurinn: Kamilla Anísa Aref Besti leikmaðurinn: Hanna Gróa Halldórsdóttir

Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Fjóla Dís Færseth Guðjónsdóttir Besti varnarmaðurinn: Lilja Bergmann Tryggvadóttir Besti leikmaðurinn: Erna Ósk Snorradóttir

7. flokkur drengja Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Aríel Gauti Gunnarsson Besti varnarmaðurinn: Grétar Snær Haraldsson Besti leikmaðurinn: Kristján Ingólfsson

7. flokkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir Mestar framfarir: Agnes Fjóla Georgsdóttir Besti varnarmaðurinn: Jana Falsdóttir Besti leikmaðurinn: Aldís Nanna Kristjánsdóttir

8. flokkur drengja Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Aðalgeir Ingimundarson Besti varnarmaðurinn: Kristján Ingólfsson Besti leikmaðurinn: Logi Þór Ágústsson

8. flokkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir Mestar framfarir:

8. fl. drengja

9. flokkur drengja Þjálfari Jón Guðbrandsson Mestar framfarir: Stefán Júlían Sigurðsson Besti varnarmaðurinn: Vilhjálmur Vilhjálmsson Besti leikmaðurinn: Einar Gunnarsson

9. flokkur stúlkna Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen Besti varnarmaðurinn: Urður Unnardóttir Besti leikmaðurinn: Gígja Guðjónsdóttir

10. flokkur drengja Þjálfari Jón Guðbrandsson Mestar framfarir: Guðbrandur Helgi Jónsson Besti varnarmaðurinn: Nikola Orelj Besti leikmaðurinn: Bjarki Freyr Einarsson

10. flokkur stúlkna Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Bergey Gunnarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Hjördís Lilja Traustadóttir Besti leikmaðurinn: Eva María Davíðsdóttir

Drengjaflokkur Þjálfarar Þröstur Leó Jóhansson Hörður Axel - Richardo Gonzales Davila Mestu framfarir: Bergur Daði Ágústsson Besti varnarmaðurinn:

8. fl. stúlkna

Andri Þór Tryggvason Besti leikmaðurinn: Andri Þór Tryggvason

Stúlknaflokkur Þjálfari Marín Karlsdóttir Mestu framfarir: Anna Ingunn Svansdóttir Besti varnarmaðurinn: Elsa Albertsdóttir Besti leikmaðurinn: Katla Rún Garðarsdóttir

Mesti Keflvíkingurinn Í fyrsta skipti voru veitt sérverðlaun fyrir það sem við kjósum að kalla mesti Keflvíkingurinn. Þessi verðlaun voru veitt í 7. – 10. fl. drengja og stúlkna. Verðlaunin voru veitt til krakka sem hafa lagt mikið af mörkum til félagsins – mæta vel á æfingar, eru góðir liðsfélagar, hjálpa til á ritaraborði og við dómgæslu á mótum o.s.frv. Eru sem sagt fyrirmynd að góðum félagsmanni. Þessir krakkar voru: Leó Máni Phu, Finnbogi Benónýsson og Bergþóra Ólafsdóttir í 7. flokki. Hjördís Arna Jónsdóttir í 8. flokki. Ásta Arnmundsdóttir, Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen, Birgir Örn Guðsveinsson og Bartosz Wiktorowicz í 9. flokki. Sara Lind Kristjánsdóttir, Edda Karlsdóttir og Tómas Elí Stefánsson í 10. flokki.

Lokaorð Við í barna- og unglingaráði viljum að lokum þakka öllum þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur fyrir frábært starf auk fjölmargra foreldra og annarra félagsmanna sem lögðu hönd á plóginn með óeigingjörnu framlagi í þágu unga fólksins. Áfram Keflavík. F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK, Einar Hannesson

Jólablað 2018

27


9. og 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja:

Vel heppnuð ferð körfuboltakrakka til Lloret de Mar

S

íðustu vikuna í júní gerðu yngri flokkar Keflavíkur í körfunni heldur betur góða ferð til Lloret de Mar á Spáni. Um var að ræða 11 daga keppnisferð 9. og 10. flokks stúlkna og 9. flokks drengja. Bæði drengir og stúlkur sendu eitt lið til leiks. Spiluðu bæði liðin 8-10 leiki með undanúrslitum og úrslitaleikjum meðtöldum. Einnig voru þrír vinaleikir spilaðir sem voru hreint ekkert vinalegir því krakkarnir okkar kynntust hörku erlendu liðana eins og þau hafa aldrei áður upplifað og gekk því á ýmsu í leikjunum. En íslensku víkingarnir létu ekkert á sig fá og svöruðu í sömu mynt. Eins og vera ber þá var ferðin að sjálfsögðu sambland af keppni og skemmtun. Stefna körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur verið sú að 9. flokkur fari í keppnisferð erlendis sumarið eftir að krakkarnir klára 9. bekk. Í þessu tilviki var ákveðið að sameina ferð 9. og 10. flokks stúlkna. Fjáraflanir fyrir ferðina hófust ári fyrr eða haustið 2017. Söfnunarhópunum var skipt í tvo hópa, annars vegar stúlkurnar og hins vegar drengirnir. Hóparnir tóku að sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni og má þar helst nefna sjoppuvaktir á keppnishelgum yngri flokka, ruslatínsla á flugverndarsvæði ISAVIA, aðstoð á Ljósanótt, vinna við Nettómótið, dósasöfnun, vörutalningar og margt fleira. Þessar fjáraflanir gengu mjög vel og byggðu upp stemningu og liðsheild fyrir ferðina. Undirbúningur um ferðina sjálfa hófst svo um miðjan vetur. Fyrst var að ákveða hvert skildi halda og í kjölfarið hófustu samskipti við mótshaldara. Bæði Keflavík og Njarðvík hafa á síðustu árum sent lið á þetta mót og má með sanni segja að Suðurnesjamenn séu í sérstöku uppáhaldi mótshaldara. Að morgni 22. júní mættu 12 körfuboltastelpur ásamt fararstjórum, glaðar og spenntar upp í Flugstöð Leifs

28

Jólablað 2018

uðu frábært mót á því að taka silfrið en strákarnir gullið.

Áfram Keflavík!! Krakkarnir sem fóru í ferðina: Eiríkssonar til að uppskera árangur erfiðisins en strákarnir lögðu land undir fót daginn eftir, ekkert minna spenntir og glaðir. Krakkarnir voru klæddir merktum bolum, sérstaklega gerðir fyrir þessa ferð. Þrátt fyrir að körfubolti sé stórkostleg íþrótt þá gekk ferðin nú ekki eingöngu út á það að spila körfubolta. Farið var í vatnsleikjagarð, hraðbátur var leigður fyrir hópinn þar sem brunað var um strendur Lloret de Mar og dýft sér í sjóinn með tilheyrandi öskrum og látum. Að sjálfsögðu var smá tíma eytt í sólböð, farið var á ströndina og tíma varið við sundlaugarnar á hótelunum. Í útlöndum má svo finna McDonalds þar sem vinsælt var að koma við fyrir háttinn. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og hafa krakkarnir án efa eignast ógleymanlegar minningar fyrir lífstíð. Tveir stórglæsilegir sigrar á mótinu, við mjög erfiðar aðstæður í miklum hita, þar sem bæði lið sýndu mikla þrautseigju eftir að hafa verið undir nánast allan tímann í úrslitaleikjunum. Geggjaður stuðningur fjölda foreldra og aðstandenda á áhorfendapöllunum skemmdi ekki fyrir. Margir lögðu hönd á plóginn svo þessi ferð gæti heppnast sem best. Gerður var góður rómur frá mótshöldurum með aðkomu Keflavíkinga að mótinu. Liðin sýndu mikla keppnishörku þegar á þurfti að halda á meðan passað var upp á að halda gleðinni. Krakkarnir voru svo sannarlega félagi sínu til sóma. Stúlkurnar end-

Agnes María Svansdóttir Agnes Perla Sigurðardóttir Ásthildur Eva H. Olsen Ásta Rún Arnmundsdóttir Urður Unnarsdóttir Gígja Guðjónsdóttir Anna Þrúður Auðunsdóttir Ása Gísladóttir Hjördís Arna Jónsdóttir Valý Rós Hermannsdóttir Bergþóra Káradóttir Anna Lára Vignisdóttir Fararstjórar. Gulla Olsen og Kristín Blöndal Einar Gunnarsson Stefán Júlían Sigurðsson Bartosz Wiktoroicz Hrannar Már Albertsson Birgir Örn Guðsveinsson Þorsteinn Helgi Kristjánsson Gabríel Már Elvarsson Flosi Gunnar Guðmundsson Guðjón Pétur Stefánsson Vilhjálmur Vilhjálmsson Lárus Logi Elíntínusson Jónas Dagur Jónasson Þjálfari. Jón I Guðbrandsson Fararstjóri. Vilhjálmur Birgisson


Kæru Keflvíkingar. Þegar þessi grein er skrifuð eru bæði karla- og kvennaliðin okkar í toppbaráttu. Vonumst við til að það verði ekki breyting þar á og að liðin okkar verði í titilbaráttu í vetur. Rekstur deildarinnar gengur ágætlega þó svo alltaf sé erfitt að standa undir kostnaði. Það er því óskandi að fleiri einstaklingar og fyrirtæki gætu lagt okkur lið fjárhagslega. Nú er vitað að eftir þetta tímabil munu verða breytingar á stjórn þannig að endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að starfa fyrir deildina. Steikarakvöldið okkar sló heldur betur í gegn þar sem Jón Gauti Grindvíkingur fór á kostum og meistari Jón Jónsson söng fyrir okkur. Þessi

kvöld eru mjög mikilvæg fyrir klúbbinn okkar eins og þorrablótið sem karfan og fótboltinn halda saman. Það er orðið uppselt á blótið enda skemmtilegasta kvöld ársins. Vil ég þakka nefndinni sem heldur utan um blótið fyrir vel unnin störf. En kæru stuðningsmenn þetta tímabil verður vonandi okkar og vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og hamingju á nýju ári. Án ykkar væri Keflavík ekki á þessum stað. Kær jólakveðja Ingvi Þór Hákonarson Formaður KKDK

Íslands og bikarmeistarar 2017-2018

7. flokkur Íslandsmeistarar

8. flokkur Íslandsmeistarar

Bikarmeistarar stúlknaflokkur

Maltbikarmeistarar. Meistaraflokkur kvenna

Meistarar meistaranna 2017

Stúlknaflokkur Íslandsmeistarar

Jólablað 2018

29


Bláu pardusarnir

á Unglingalandsmóti

Þ

að voru vaskar stelpur úr Keflavík sem skráðu sig í körfuboltakeppni 11 – 12 ára á unglingalandsmótinu um síðustu verslunarmannahelgi. Þær gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. Stelpurnar ásamt fjölskyldum sínum fóru til Þorlákshafnar þar sem mótið var haldið og kepptu,

spiluðu á spil, veiddu, fóru á kvöldvöku og skemmtu sér afskaplega vel alla helgina. Það sem toppaði þó helgina voru sigrarnir í leikjunum og að enda sem landsmótsmeistarar í körfubolta 11 – 12 ára. Unglingalandsmót er mjög skemmtilegt tilboð fyrir börn og unglinga á aldrinum 11 – 18 ára sem allir ættu að hugsa um.

Þarna eru þær Fjóla, Hrönn, Hanna Gróa, Aldís Ögn, Sóldís og Lilja á verðlaunapalli.

Myndir frá Unglingalandsmóti

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

A D L E G U FL

S ALA

8

UT 10 GBRA

K-HÚS

HRIN

eildar

pyrnud

ur Keflavík Knatts

OPNUM 28.DESEMBER OPIÐ 28., 29. & 30.DESEMBER FRÁ KL.10.00-22.00 OPIÐ GAMLÁRSDAG FRÁ KL.10.00-16.00 Við treystum á íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur. Allur hagnaður deilist á milli karla,kvenna og unglingadeilda knattspyrnudeildar Keflavíkur

SÖLUUMBOÐ ÖSKJU Á REYKJANESI Sími 420 5000 30

Jólablað 2018


FRÍ UPPSETNING

GERÐU HEIMILIÐ SNJALLT OG ÖRUGGT FYRIR JÓLIN MEÐ SNJALLÖRYGGI Hvaða Snjallöryggispakki hentar þér?

SNJALLÖRYGGI

SNJALLÖRYGGI 3

SNJALLÖRYGGI 5

SNJALLÖRYGGI 7

Stjórnstöð Hentar þeim sem vilja Stjórnborð kaupa þá skynjara sem henta húsnæðinu. Sírena 4 flögur

Stjórnstöð +3 skynjarar Stjórnborð að eigin vali Sírena (hámark 1 hreyfiskynjari með myndavél) 4 flögur

Stjórnstöð +5 skynjarar Stjórnborð að eigin vali Sírena (hámark 1 hreyfiskynjari með myndavél) 4 flögur

Stjórnstöð +7 skynjarar Stjórnborð að eigin vali Sírena (hámark 2 hreyfiskynjarar með myndavél) 4 flögur

Verð 4.900 kr. á mán.

Verð 5.900 kr. á mán.

Verð 6.900 kr. á mán.

Verð 7.900 kr. á mán.

ÞÚ STJÓRNAR VIÐ VÖKTUM SNJALLÖRYGGI

KYNNTU ÞÉR SNJALLARA ÖRYGGISKERFI Á SNJALLORYGGI.IS EÐA Í SÍMA 570 2400

Jólalukka

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Sími 421 4777

Óskar Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla

2018

og farsældar á komandi ári

SEX ÞÚSUND VINNINGAR AUK GLÆSILEGRA ÚRDRÁTTARVINNINGA ❱❱ iPhone XR 64GB ❱❱ Gjafabréf frá NETTÓ ❱❱ Konfektkassar

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM Jólablað 2018

31


Fimleikar:

Viðburðarríkt ár hjá Fimleikadeildinni

V

eturinn 2017-2018 var afar viðburðarríkur hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Veturinn hófst á haustmótum í bæði áhalda- og hópfimleikum og raðaði okkar fólk sér í verðlaunasætin. Þess má geta að ekki einn einasti einstaklingur kom heim frá Haustmóti í 4. - 5. þrepi, sem haldið var á Akureyri, án þess að vera með medalíu um hálsinn. Jólasýningin var haldin með pompi og prakt 2. helgina í desember og var þemað “Miracle on 34th street”. Fjöldi sýninga hefur aldrei verið jafn mikill þar sem það voru haldnar 4 sýningar þetta árið. Sýningin var með öðruvísi sniði þetta árið þar sem 20 börn fóru með talandi hlutverk í sýningunni. Því fylgdi mikið stress um að allt gengi upp og að sjálfsögðu stóðu börnin sig með prýði. Eftir gott og endurnærandi jólafrí hófst törnin, það voru fáar fríhelgar hjá okkar fólki eftir áramót. Fimleikaveislan hófst á Innanfélagsmóti deildarinnar fyrir þá einstaklinga sem hugðust keppa á mótum Fimleikasambandsins þá önnina. Eftir það tóku við vikuleg mót, annað hvort á vegum FSÍ eða boðsmót á vegum fimleikafélaganna. Árangurinn var með eindæmum góður á öllum mótum annarinnar en ef stiklað er á stóru þá var hann eftirfarandi:

Bikarmót í áhaldafimleikum: 5. þrep karla - Bikarmeistarar (Arngrímur Egill Gunnarsson, Ágúst Máni Ágústsson, Máni Bergmann Samúelsson, Óskar Kristinn Vignisson og Leonard Ben Evertsson) 5. þrep kvk A lið - 3. sæti (Anna María Pétursdóttir, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir, Bergdís Brá Margeirsdóttir, Emelía Rós Símonardóttir, Íris Björk Davíðsdóttir, Lína Rut Sævarsdóttir og Rakel Júlía Birgisdóttir). 5. þrep kvk B lið - 1. sæti (Emma Karen Þórmundsdóttir, Freyja Líf Kjartansdóttir, Guðlaug Emma Erlingsdóttir, Kolbrún Dís Snorradóttir, Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir, Sara Lilja Sveinsdóttir og Sara María Aradóttir). 4. þrep kvk A lið - 2. sæti (Alísa Myrra Bjarnadóttir, Bryndís Theodóra Harðardóttir, Dagný Björk Óladóttir, Elísa Gunnlaugsdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Jóhanna Ýr Óladóttir og Unnur Marín Þormarsdóttir).

Hulda María Íslandsmeistari 4. þrepi. Íris Björk 1. sæti í sínum aldursflokki og Unnur Marín

Bikarmót í stökkfimi: 1. flokkur A - 1. sæti (Alma Rún, Andrea Dögg, Hildur Björg, Hildur Ýr, Ína Ösp, Jóna Kristín, Þórunn María).

Bikarmót í hópfimleikum: 1. flokkur B - 3. sæti (Alma Rún, Andrea Dögg, Ádís Birta, Birgitta Rós, Harpa Rós, Hildur Björg, Hildur Ýr, Jóna Kristín og Þórunn María. Varamenn: Ingibjörg Birta og Ína Ösp). 3. flokkur C - 1. sæti

Íslandsmót í þrepum Við áttum ekki bara einn Íslandsmeistara í þrepum heldur 3. Einnig áttum við 2 aðra sem voru Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum og ótalmarga Íslandsmeistara á áhöldum. Árangurinn var eftirfarandi: Íslandsmeistari í 2. þrepi karla - Atli Viktor Björnsson. Atli var einnig Íslandsmeistari á öllum áhöldum í 2. þrepi. Íslandsmeistari í 5. þrepi karla - Ágúst Máni Ágústsson. Ágúst var einnig í 1. sæti á bogahesti, tvíslá og svifrá ásamt því að vera í 2. sæti á stökki. Íslandsmeistari í 4. þrepi kvenna - Hulda María

32

Jólablað 2018

Kolbrún Eva Möggumóts og pæjumóts meistari Agnarsdóttir. Hulda var einnig í 1. sæti á stökki og slá ásamt því að vera í 3. sæti á tvíslá og á gólfi. Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum voru svo þær Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Íris Björk

Davíðsdóttir. Margrét Júlía keppti í 3. þrepi í aldursflokknum 11 ára og yngri, en hún var einnig í 1. sæti á jafnvægisslá. Íris keppti í 5. þrepi í aldursflokknum 11 ára en hún var einnig í 1. sæti á tvíslá, 2. sæti á stökki og 3. sæti á gólfi. Aðrir strákar í 5. þrepi karla veittu Ágústi mikla samkeppni en hann Arngrímur Egill Gunnarsson lenti í 2. sæti samanlagt ásamt því að vera í 1. sæti á hringjum og á stökki, 2. sæti á tvíslá og svifrá og svo í 3. sæti á bogahesti. Máni Bergmann tók svo þriðja sætið ásamt því að vera í 1. sæti á gólfi, 2. sæti á bogahesti og 3. sæti á tvíslá og svifrá. Óskar Kristinn Vignisson var svo í 2. sæti á tvíslá og 5. sæti samanlagt. Leonard Ben Evertsson lenti svo í 6. þrepi samanlagt. Uppgangurinn er mikill karlamegin hjá okkur þökk sé þjálfara drengjanna, honum Vilhjálmi Ólafssyni. Samúel Skjöldur Ingibjargarson keppti í 3. þrepi og var í 1. sæti á hringjum, 2. sæti á tvíslá og í 5. sæti samanlagt. Heiðar Geir Hallsson lenti svo í 7. sæti samanlagt. Að þessu sinni áttum við eina stúlku sem keppti í 1. þrepi en það var hún Tanja Alexandra Sigurðardóttir en hún nældi sér í silfur í sínum aldursflokki (14 ára og eldri) ásamt því að vera í 2. sæti á jafnvægisslá og tvíslá. Klara Lind Þórarinsdóttir keppti í 2. þrepi og var í 3. sæti á tvíslá og 5. sæti samanlagt. Katrín Holm Gísladóttir keppti í 3. þrepi 12 ára og var í 1. sæti á jafnvægisslá og 3. sæti á gólfi.


Strákarnir. Atli Íslandsmeistari í 2. þrepi Helen María Margeirsdóttir veitti vinkonu sinni Margréti Júlíu mikla samkeppni í 3. þrepi og var í 2. sæti í þeirra aldursflokki samanlagt. Einnig var Helen í 1. sæti á tvíslá og í 3. sæti á stökki. Alísa Myrra Bjarnadóttir veitti einnig vinkonu sinni Huldu Maríu harða samkeppni og tók 2. sætið í þeirra flokki í 4. þrepi, ásamt því að vera í 1. sæti á tvíslá og á gólfi. Við áttum rosalega margar stelpur í 5. þrepi að þessu sinni sem er magnaður árangur. En þeirra árangur var eftirfarandi: 5. þrep 10 ára: Emelía Rós Símonardóttir var í 3. sæti samanlagt í sínum flokki ásamt því að vera í 1. sæti á stökki og á gólfi og í 2. sæti á jafnvægisslá. Kolbrún Dís Snorradóttir var einnig í 1. sæti á gólfi. 5. þrep 9 ára: Rakel Júlía Birgisdóttir var í 3. sæti samanlagt ásamt því að vera í 2. sæti á stökki og á tvíslá. Freyja Líf Kjartansdóttir var í 3. sæti á stökki, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir var í 2. sæti á jafnvægisslá og í 4. sæti samanlagt og Lína Rut Sævarsdóttir í 5. sæti samanlagt.

Á bikarmóti 4. þrep

Hópfimleikar

Íslandsmót í hópfimleikum Árangurinn var ekki síðri í hópfimleikunum. Stúlkurnar í 1. flokki B urðu í 1. sæti samanlagt ásamt því að vera í 4. sæti á gólfi, 1. sæti á dýnu og 1. sæti á trampólíni. Stúlkurnar í liðinu voru þær Alma Rún, Andrea Dögg, Ásdís Birta, Birgitta Rós, Emma, Hildur Björg, Hildur Ýr, Ingibjörg Birta, Jóna Kristín og Þórunn María. Varmaður var Harpa Rós.

Yngri strákar. Ágúst Máni Íslandsmeistari, Máni og Óskar Kristinn okkar kepptu á mótum líkt og Aðventumóti, Möggumóti, Ponsumóti og Pæjumóti. Árangurinn var með eindæmum góður og var Keflavík ávallt í einhverju sæti. Við áttum einnig Möggumótsmeistara og Pæjumótsmeistara, hana Kolbrúnu Evu Hólmarsdóttur sem er fædd árið 2010. Eftir áramót fær Kolbrún Eva loksins að fara á mót hjá Fimleikasambandinu og verður fróðlegt að fylgjast með árangri hennar. Starf okkar er komið á fullt aftur, við höfum nú þegar keppt á Haustmótum vetrarins og hafa ansi margar medalíur fylgt Keflvíkingunum heim bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Næsta verkefni hjá okkur er hin árlega Jólasýning en þemað þetta árið er: “The Greatest Showman”. Jólasýningarnar verða 3 þetta árið og verða þær allar laugardaginn 15. desember. Mótatörnin hefst svo aftur í lok janúar með Innanfélagsmóti deildarinnar og eftir það verður eitthvað að gerast hverja einustu helgi. Við hlökkum til að sjá iðkendur okkar vaxa og dafna og fylgjast með árangri þeirra á komandi önn. Við hvetjum ykkur til þess að setja “like” á Facebook síðuna okkar, “Fimleikadeild Keflavíkur” og fylgjast með starfinu okkar þar. Annars óskar Fimleikadeild Keflavíkur ykkur öllum gleðilegra jóla og við þökkum samstarfið á liðnu ári.

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum Mótið var haldið á Egilsstöðum og fóru tvö lið frá Keflavík. 3. og 4. flokkur. Mótið gekk frábærlega fyrir bæði lið, börnin skemmtu sér konunglega alla helgina, fóru á diskótek, fengu sér ís og fleira. Krakkarnir voru algjörlega til fyrirmyndar fyrir félagið okkar og er framtíðin björt! 3. flokkur keppti í B deild eftir að hafa sigrað C deild á síðasta móti. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B deildina líka. Úrslitin voru þessi: 3. sæti Dans, 2. sæti Dýna, 1. sæti Trampólín, 1. sæti samanlagt. Liðið skipaði þær: Anika Rós, Amelía Rán, Ásdís Bára, Ásdís Birta, Emma, Katla Rún, Kamilla Björk, Margrét Karítas, Melkorka Sól, Rakel Rán og Telma Dís. 3. flokkur er búinn að standa sig frábærlega í vetur og sigra hverja deildina á fætur annarri. Þær eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. 4. flokkur keppti í C deild á mótinu og tóku loksins sigurinn eftir að hafa verið í 4. sæti á nánast öllum mótum sem þær hafa keppt á í vetur. Úrslitin voru þessi: 3. sæti Dans, 1. sæti Dýna, 2. sæti Trampólín, 1. sæti Samanlagt. Liðið skipaði þær: Birgitta Fanney, Elísabet Kristín, Emilía Sigrún, Guðrún Helga, Halldóra Mjöll, Helga Margrét, Júlía Dögg, Katla María og Thelma Sigrún. 4. flokkur hefur náð miklum framförum í vetur og skilaði það sér svo sannarlega á síðasta móti vetrarins.

Helen María, Margrét og Katrín á Íslandsmóti

Bikarmót 3. þrep

Yngri hópar Líkt og sjá má þá eigum við mörg efnileg börn, en það má ekki gleyma því að við eigum líka fimleikastjörnur sem ekki hafa spreytt sig ennþá á mótum Fimleikasambandsins sökum aldurs. Stúlkurnar

Jólablað 2018

33


Sundárið 2018

S

unddeild Keflavíkur og Sunddeild Njarðvíkur eru eins og undanfarin ár í góðu samstarfi undir merkjum Sundráðs ÍRB. Saman eigum við eitt fremsta sundlið landsins og stóran hóp af sundmönnum í landsliðsverkefnum bæði hjá unglingum og fullorðnum. Við höfum átt farsælt ár og höfum haldið áfram uppbyggingu á okkar góða sundhóp. Árið er búið að vera mjög gott fyrir félagið. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þá fjölgum sem hefur orðið hjá strákunum, en þar eru að koma inn margir efnilegir sundmenn sem munu eflaust styrkja liðið á komandi árum. Í maí höldum við lokahóf þar sem við komum saman, skemmtum okkur, borðum góðan mat og veitum sundmönnunum okkar viðurkenningar fyrir árangur sinn. Æfingardagarnir og fréttabréfið okkar er allt á sínum stað og eru allar upplýsingar um starfsemina á heimasíða okkar www.keflavik.is/ sund. Samstarf Sunddeildanna tveggja er forsenda fyrir þeim góða árangri sem liðið er að ná. Með þessu samstarfi skapast tækifæri fyrir iðkendur sem annars væru ekki til staðar. Við getum með þessu móti boðið upp á þjálfun eins og hún gerist best hér á landi þótt víðar væri leitað. Helgina 1. - 3. desember 2017 fór fram í Laugardalslaug Norðurlandameistaramótið í sundi. Sundsamband Íslands var framkvæmdaraðili mótsins. Fulltrúar ÍRB á mótinu voru þau: Baldvin Sigmarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Sunneva Dögg Robertson. Okkar fólk var að standa sig með prýði á mótinu en hæst bar þó árangur Davíðs Hildiberg Aðalsteinssonar en hann gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í 100m baksundi. Dagana 2. - 7. desember 2017 fór fram í Mexíkó Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug.

Daníel, Fannar, Kári og Þórunn

34

Jólablað 2018

Hópurinn í flugstöðinni

Okkar fulltrúi þar var Már Gunnarsson sem keppir í flokki blindra- og sjónskertra S12. Árangurinn var ekki eins og lagt var upp með. Mótið fer samt klárlega í reynslubankann hjá þessum frábæra sundmanni ÍRB, sem stefnir hátt. Sunddeild Keflavíkur útnefndi þau Írisi Ósk

Hilmarsdóttur og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson sem sundkonu og sundmann ársins. Í hófi sem aðalstjórn Keflavíkur hélt í lok desember 2017 var Davíð útnefndur íþróttakarl Keflavíkur úr glæstum hópi íþróttafólks. Á verðlaunaafhendingu ÍRB á síðasta degi ársins var Davíð Hildiberg Aðalsteinsson valinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2017. Síðan voru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Sunneva Dögg Robertson, valin sundmaður og sundkona Reykjanesbæjar árið 2017. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson hlaut svo þann heiður að vera valinn sundmaður ársins af Sundsambandi Íslands árið 2017. Helgina 19. - 21. janúar fórum við til Lyngby í Danmörku, á Lyngby Open. Sundfólkið okkar stóð sig vel og unnum við alls til fimm verðlauna á mótinu. Mótið er fyrsta mótið á árinu og gefur þjálfaranum smá innsýn í hvernig sundfólkið okkar er statt þegar keppnistímabilið í 50m laug er að hefjast. Helgina 26. - 28. janúar kepptu Sundmenn úr Framtíðarhóp og Afrekshóp á “Reykjavík International Games” (RIG). Afrekshópur tók mótið aðeins öðruvísi en venjulega bæði í undirbúning fyrir og á mótinu sjálfu. Þar má nefna að ekki var keppt í sérhæfðum keppnisbúnaði svokölluðu “fastskin”. Tilgangurinn með því er að styrkja andlega þáttinn, því þrátt fyrir “fastskinsleysi” þá komu flott sund og bestu tímar í úrslitum. 14. - 17. mars synti Þröstur Bjarnason á Meistaramóti NCAA í sundi meðal háskóla í 2. deild. Mótið er mjög stórt en þangað mæta yfir 350 sundmenn og 35 lið. Þröstur æfir og syndir með háskólanum sínum McKendree University í Illinois. Þröstur náði lágmörkum í þremur einstaklingsgreinum 500y, 1000y og 1650y skriðsundi ásamt að synda í boðsundsveit skólans í 200y, 400y og 800y skriðsundi. Í hverri grein eru á milli 30 og 40 bestu sundmenn frá skólum alls staðar frá Bandaríkjunum. Þetta er

Fannar, Flosi, Aron og Már

Karen, Birna, Diljá, Þórdís og Steindór.

Alltaf gaman

Á leið í æfingarferð


ÍRB á Tenerife

Félagar á sundmóti

NM hópurinn

Steindór Már og Davíð

Vinkonur

eingöngu annað árið sem skólinn er með sundlið á þessu móti. Helgina 20. - 22. apríl fór fram í Laugardalslaug Íslandsmeistaramót í 50m laug, mótið var mjög sterkt og allir bestu sundmenn landsins voru mættir til leiks. Sundmenn okkar stóðu sig að venju vel og vann ÍRB sjö Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur og sex brons. Fannar Snævar Hauksson fór á kostum og setti nýtt Íslandsmet drengja í 50m flugsundi. Íslandsmót Íþróttafélags Fatlaðra fór fram í undanrásum á ÍM 50. Már Gunnarsson varð Íslandsmeistari í sex greinum ásamt því að setja Íslandsmet í fjórum greinum: 100m og 200m baksundi og í 50m og 200m skriðsundi. Hann náði jafnframt lágmarki á EM 50 fatlaðra sem fór fram í Dublin í ágúst. Helgina 11. - .13 maí fór fram okkar árlega Landsbankamót í Vatnaveröld. Mótið gekk í alla staði mjög vel en tæplega 400 sundmenn tóku þátt. Alls féllu fimm Íslandsmet á mótinu og átta mótsmet voru sett. Már Gunnarsson átti mjög gott mót en hann setti þrjú Íslandsmet og náði fleiri lágmörkum á EM 50. Að loknu Landsbankamótinu héldum við okkar árlega Lokahóf. Þar voru gerð upp afrek ársins 2017 sem og sundársins 2017-2018. Afar skemmtilegt kvöld þar sem fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru veitt. Mætingin var frábær og stemmingin góð. Helgina 22. – 24. júní var AMÍ haldið á Akureyri. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel og lenti í öðru sæti með 713 stig en i fyrsta sæti var SH með 815 stig og Breiðablik í þriðja með 671 stig. Við fengum 20 Aldursflokkameistara titla á þessu móti. Liðið okkar var til fyrirmyndar í alla staði. Umgengi, kurteisi, hvatningu og keppnishörku, og vorum við þjálfararnir og fararstjórarnir afar stoltir af okkar fólki um helgina. AMÍ verður á okkar heimavelli á næsta ári og er stefna sett á að endurheimta AMÍ bikarinn þá. En frá árinu 2001 þegar sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur voru sameinaðar, þá hefur ÍRB unnið AMÍ alls ellefu sinnum og aldrei endað neðar en í öðru sæti. Helgina 7. - 10. júní fór fram í Berlín Opna þýska meistaramótið í sundi. Már Gunnarsson keppti á mótinu og gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet. Hann setti met í 200m skriðsundi, 50m baksundi og 400m fjórsundi. Helgina 9. - 10. júní. fóru átta sundmenn ÍRB ásamt þjálfara á sterkt sundmót í Canet í suður Frakklandi. Sundmenn okkar voru að synda við sína bestu tíma í styttri sundum en voru nokkuð frá sínu besta í lengri sundum. Canet mótið sem er

í Mare Nostrum mótaröðinni er afar sterkt sundmót þar sem í ár eins og oft áður, voru mættir til keppni mjög margir af sterkustu sundmönnum heims. Mjög vel heppnuð ferð með fyrirmyndar fólki. Síðast í júlí héldum við í æfingarferð til Tenerife þar sem mikið var æft og margt brallað. Sundfólkið stóð sig afar vel í þessari ferð. Þau voru dugleg að æfa og öll hegðun og umgengni var til fyrirmyndar. Fararstjórarnir þau, Lilja Dögg Karlsdóttir, Gunnrún Theodórsdóttir, Árni Grétar Óskarsson og Unnur Helga Snorradóttir eiga skilið sérstakir þakkir fyrir þeirra framlag í ferðinni. Fararstjórn er ávallt krefjandi starf en þau leystu það með stakri prýði þannig að ávallt var nóg við að vera hjá okkar ungu og orkumiklu sundmönnum. Dag­ana 13. - 19. ág­úst fór fram í Dublin á Írlandi EM í sundi. Már Gunnarsson náði frábærum árangri á þessu móti. Hann keppti í fimm greinum á mótinu; 50m, 100m og 400m skriðsundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi og setti Íslandsmet í öllum sínum greinum. Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði fyrstu helgina í október. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá okkar fólki þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Kvennalið okkar náði mjög góðum árangri og hafnaði í öðru sæti eftir harða baráttu við SH. Karlaliðið sem er mjög ungt varð nokkuð óvænt í þriðja sæti. Úrslitin á Bikar voru afar góð hjá okkar fólki. Við erum enn með frekar ungt lið en mjög efnilegt og er sérstaklega ánægjulegt að sjá þá auknu breidd sem komin er hjá strákunum og framtíðin lítur mjög vel út hjá þeim. Helgina 9. - 11. nóvember var Íslandsmeistarmót í 25m laug haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Sundfólk ÍRB stóð sig afar á vel á þessu móti. Mótið er bæði Íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum á morgnanna. Sundfólk ÍRB vann alls til ellefu Íslandsmeistaratitla og fékk fjögur silfur og átta brons. Það sem þó var ánægjulegast við árangurinn á mótinu voru bætingar sundmannanna, sem voru oft gríðarlega miklar. Már Gunnarsson var í gríðarlegu stuði á mótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og setti fimm Íslandsmet, í 100m og 200m fjórsundi, 100m og 200m skriðsundi og í 200m baksundi. ÍRB á sjö sundmenn á Norðurlandameistaramótinu í sundi. Mótið fer fram í Finnlandi dagana 7. - 9. desember. Þeir sem fara fyrir hönd ÍRB eru: Birna Hilmarsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Fannar Snævar Hauksson, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir.

ÍRB á þrjá sundmenn sem eru að synda með háskólaliðum í Bandaríkjunum en það eru þau Íris Ósk Hilmarsdóttir og Þröstur Bjarnason sem eru við æfingar og nám í McKendree háskólanum í Illinois og Sunneva Dögg Robertson hjá University of Northern Colorado. Það er ánægulegt að fylgjast með þessu flotta fólki nýta sér sundið til að ná sér í góða menntun og víkka sjóndeildarhringinn. Þau hafa öll verið að standa sig með prýði. Þá sérstaklega Þröstur Bjarnason en hann hefur verið að ná góðum árangri í lengri greinum og var einnig heiðraður á lokahófi deildarinnar hjá McKendree háskólanum en þar fékk hann titilinn “Ironman of the team” fyrir mikinn dugnað og hörku á æfingum og í keppni. Við tókum einnig þátt í mörgum öðrum mótum félagsliða þar sem sundmenn okkar komu að venju vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikils sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér http://keflavik.is/sund/keppni/urslit/ Á Landsbankamótinu okkar tók Sundráð ÍRB formlega við þrekaðstöðu sem er staðsett í kjallara Vatnaveraldar. Gera þurfti ýmsar breytingar á húsnæðinu til að koma þessari aðstöðu fyrir. ÍRB fjárfesti síðan í tækjabúnaði þannig að nú erum við í sérlega góðum málum. Bæjaryfirvöld hafa staðið þétt við bakið á okkar sundfólki og það eru spennandi tímar framundan í lauginni. Við þökkum öllum þeim sem komu að hönnun og uppbyggingu aðstöðunnar. Einnig er komið á dagskrá að endurnýja tækja og tölvubúnað laugarinnar sem notaður er við keppnir en hann er orðinn mjög gamall og úr sér genginn. Þegar eru komnir nýir startpallar og baksundsbúnaður. Sundráð ÍRB færir bæjaryfirvöldum og Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni Vatnaveraldar kærar þakkir fyrir þeirra framlag í þessum málum. Það er mikil vinna við að halda úti þessu öfluga starfi. Bæði hvað varðar rekstur á félaginu, vinnu á sundmótum og aðrar uppákomur sem félagið stendur fyrir. Vert er að þakka því góða fólki sem í mörg ár hefur unnið ötult starf fyrir félagið og stendur sig ávallt með sóma. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hjá okkur margreynda og góða sundþjálfara, þrekþjálfara og jógakennara. Við viljum þakka þeim ásamt starfsfólki Vatnaveraldar, okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó, Speedo, Krónunni og Sigurjóni í Sigurjónsbakaríi og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Það eru mér foréttindi að fá að taka þátt í þessu starfi og ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt. Formaður Sunddeildar Keflavíkur Hilmar Örn Jónasson

Jólablað 2018

35


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

ÞORVALDUR H. BRAGASON EINAR MAGNÚSSON ÞÓRIR HANNESSON TANNLÆKNAR OG STARFSFÓLK

S K Ó L AV E G I 1 0 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. ÞITT MERKI HÉR

Bros auglýsingavörur með þínu merki Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14.

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.retting.is

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vinur við veginn 36

Jólablað 2018

Gleðilega hátíð ! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.


Blakdeild Keflavíkur

F

rá því í nóvember 2017 hefur mikið gengið á hjá blakdeild Keflavíkur. Önnin hélt áfram og átti margt eftir að gerast fram að vori. Strákarnir okkar tóku þátt í Kjörís-bikarkeppni BLÍ og öttu kappi við Hrunamenn á Flúðum, sem því miður voru of sterkir fyrir okkar stráka sem töpuðu 3-0 og voru þar með dottnir úr leik. Þess má geta að Hrunamenn komust alla leið í fjögurra liða úrslit svo strákarnir okkar geta verið stoltir af því að hafa fengið að keppa við svo sterkt lið og stóðu sig með sóma. Í janúar hélt ævintýrið í Íslandsmótinu áfram, þá var haldið austur á Neskaupstað en það ferðalag byrjaði hreint ekki vel. Ekki var hægt að fljúga til Egilsstaða svo að strákarnir okkar flugu til Akureyrar og keyrðu þaðan til Neskaupstaðar. Þar gerðu strákarnir sér lítið fyrir og tylltu sér í efsta sætið eftir að hafa unnið alla sína leiki. Þegar að lokaumferðinni kom varð rússíbaninn algjör! Strákarnir héldu þá til Húsavíkur og fyrri daginn áttu þeir aðeins að vera sex leikmenn (án varamanns) þar sem sjöundi maðurinn komst ekki fyrr en á laugardagskvöld til Húsavíkur. Það vildi ekki betur til þennan laugardag en að einn leikmanna sleit hásin í fyrstu hrinu fyrsta leiks og þurfti á sjúkrahús. Þar sem það mega ekki vera einungis fimm leikmenn á vellinum og sjöundi maðurinn enn á leiðinni þá urðu þeir að gefa alla þrjá leiki dagsins og líkurnar á sigri orðnar MJÖG takmarkaðar. Það varð allt að ganga upp á sunnudeginum hjá þeim svo að þeir gætu náð efsta sætinu aftur. Með mikilli þrautseigju héldu strákarnir áfram á sunnudeginum og unnu báða sína leiki og gátu nú lítið annað gert en að bíða eftir úrslitum annarra leikja. Lukkan lét loksins sjá sig og öll úrslit á sunnudeginum féllu með strákunum okkar sem þýddi að þeir stóðu uppi sem sigurvegarar deildarinnar. Rússíbanareið vetrarins fól í sér meiðsli og óvæntar uppákomur sem slógu þessar hetjur samt ekki út af laginu heldur fundu þeir alltaf lausnir á vandamálunum og komu hreinlega sterkari inn í leikina sína. Keflavík getur sannarlega verið stolt af þessum strákum sem gátu svo oft gefist upp en héldu út og söfnuðu í reynslubankann sinn. Haustið 2018 hefur verið basl hjá strákunum þar sem þá sárvantar nýliða í liðið, meiðsli hafa orðið til þess að hópurinn er farinn að þynnast og oft erfitt að ná þeim öllum saman á æfingum til að stilla saman strengi sína. Þar sem þeir unnu 3. deild síðasta vor þá keppa þeir í 2. deild þetta árið og vissu fyrirfram að þeir ættu á brattann að sækja þar sem mikill styrktarmunur er á milli þessara deilda. Eftir fyrstu umferð, sem þeir spiluðu á Ólafsfirði, náðu þeir að vinna leik og eina hrinu til viðbótar og eru því í 6.-7. sæti af átta með 4 stig en deildin er mjög jöfn eftir fyrstu umferð og lítið þarf að gerast til að liðið nái að komast ofar. Þegar þetta er skrifað þá eru aðeins nokkrir dagar í að þeir spili bikarleik haustsins á móti UMFL sem eru einnig í 2. deild og það verður því spennandi að sjá hvað þessir flottu strákar gera í þeim leik. Þeir eiga útileik og þurfa því að fara á Laugarvatn til að spila þann leik. Strákarnir vilja endilega fá fleiri ný andlit á æfingar og bjóða alla velkomna sem vilja prófa að koma og vera með. Snúum okkur að stelpunum sem áttu einnig skrítinn vetur en samt ekkert á við strákana. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu UMFL sem var þeirra fyrsti í bikarleik vetrarins. Í annarri umferð dróst Keflavík á móti Hamri Hveragerði og vissu þær strax að hér yrði við ofurefli að etja þar sem Hamar spilaði í 1. deild og Keflavík í þeirri 5. og greinilegur styrkleikamunur var á liðunum. Stelpurnar gáfust samt ekki upp og reyndu allt til að halda í við Hamar stelpurnar og fengu mikla reynslu út úr þeim leik sem fylgdi

Stelpurnar 1. sæti í 5. deild Íslandsmóts BLÍ 2017-2018 Strákarnir 1. sæti í 3. deild Íslandsmóts BLÍ 2017-2018

Hluti barnanna í nýju bolunum sínum þeim inn í næstu leiki vetrarins. Stelpurnar héldu sínu striki í Íslandsdmótinu og náðu að halda sér í þremur topp sætunum eftir janúar umferðina sem spiluð var á Flúðum, en það þýddi að þær kepptu til úrslita í 5. deild. Sú úrslitahelgi fór fram á Ísafirði svo stelpurnar þurftu því að leggja land undir fót. Sú keppni byrjaði ekki vel þar sem stelpurnar töpuðu fyrsta leik í oddahrinu og nú varð allt að ganga upp þar sem hver unnin hrina gefur stig. Þessi helgi var mikill rússíbani fyrir stelpurnar því fyrir lokadaginn voru þær í 3. sæti og urðu því að vinna báða sína leiki og þar með leikinn við liðið sem var á toppnum þegar kom að lokaleiknum. Stelpurnar sýndu sínar sterkustu hliðar og unnu þann leik með miklum glæsibrag og þar með deildina þar sem önnur úrslit voru þeim líka í hag. Lokahelgi Íslandsmótsins endaði því á besta veg fyrir bæði karla- og kvennalið Keflavíkur þar sem úrslitin í karladeildinni urðu ljós á meðan stelpurnar spiluðu lokaleik sinn, en

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

þess má geta að aðeins liðu um 30 mínútur á milli þess að liðin vissu að þau hefðu unnið sína deild. Hamingjan var því mikil á heimleiðinni hjá báðum liðum og mikil gleði þegar liðin hittust í Borgarnesi á heimleiðinni. Haustið 2018 byrjar vel hjá stelpunum þar sem þær hafa fengið margar flottar stelpur til liðs við sig. Stelpurnar héldu á Hvammstanga í fyrstu umferð vetrarins og gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á toppinn eftir að hafa unnið alla sína leiki með aðeins einni tapaðri hrinu. Stelpurnar hafa einnig skráð sig til leiks í bikarkeppni BLÍ og mun þeirra leikur fara fram í Keflavík á móti Hamri Hveragerði. Það verður á brattann að sækja við þetta sterka lið en stelpurnar eru ekkert hræddar og ætla sér að halda vel í þær þar sem við teljum okkur vera með sterkara lið en á síðasta ári og mikil reynsla komin á að spila saman. Krakkablakið hefur vaxið með hverjum mánuði og gaman að sjá mikinn áhuga hjá krökkunum og hve duglegir þeir eru að bjóða vinum sínum með til að prófa. Þetta haust buðum við krökkum á öllum aldri að koma að æfa. Krakkarnir sem eru 15 ára og eldri eru nú að æfa og spila með fullorðna fólkinu í Íslandsmótinu svo þau fái leikreynslu. Nýliðaæfingar voru settar á laggirnar í haust og þar hafa nokkrar unglingsstelpur verið að mæta sem ekki vilja keppa en vilja læra grunninn áður en þær fara að taka þátt í mótum. Ég hvet alla til að fylgjast vel með blakinu eftir áramót þar sem það verður mikið um að vera í vor þegar við fáum öldungamót BLÍ til Keflavíkur og það mun verða spilað dagana 25-28 apríl næstkomandi. Fyrir hönd blakdeildar Keflavíkur. Svandís Þorsteinsdóttir

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jólablað 2018

37


Badmintondeild:

Tilraun sem er að skila árangri

Á

síðasta starfsári blés ekki byrlega fyrir okkur í Badmintondeildinni. Tímabilið sem byrjaði í janúar var frekar rólegt jafnvel hægt að segja alveg stein dautt. Við vorum búin að liggja yfir því hvað hægt væri að gera til þess að rífa þetta svolítið upp. Við ákváðum að bjóða að mestu leiti uppá fjölskyldu og hópa tíma frekar en að einblína aðeins á yngri spilara. Og viti menn upp úr miðjum febrúar fór að fjölga og ef við miðum við það sem áður var getum við talið fjölgun upp á 200%. Nú komu saman fjölskyldur mis barn miklar og hópur einstaklinga sem hafði áhuga á að spila badminton. Þetta jókst svo jafnt og þétt fram eftir vori og spilað var að jafnaði á öllum völlum þessa tvo tíma sem við höfum uppá að bjóða í Heiðarskóla, sem hentar okkur alveg ljómandi vel. Þannig að við fórum sæl og glöð inn í sumarfríið sem að vanda byrjar hjá okkur í maí. Nú var tilhlökkun að bíða eftir haustinu en þá tilfinningu höfðum við ekki haft lengi bara kvíða um að nú væri þetta búið spil eftir að allt hrundi í hruninu árið 2008. Við byrjuðum í september eins og við höfum gert í áratugi, og núna þegar nóvember er að ganga í garð eru við í bullandi vandræðum vegna plássleysis og tímaskorts talandi um lúxus vandamál. Það er búið að vera spilað tvöfalt á öllum völlum og jafnvel þrefalt. Þarna eru spilarar sem koma þegar þeir eru lausir vegna vinnu, fjölskyldur sem byrja helgina á að spila saman, einstaklingar á öllum aldri og af allri getu. En þarna fá allir sem koma að spila og geta þeir mætt bara með góða skapið við leggjum til búnað

og fjaðrir þannig að þessu fylgir ekki mikill kostnaður allavega ekki svona í byrjun. Við teljum þó að nokkuð sé í að við blöndum okkur í efstu sæti á mótum í greininni en þetta er ný byrjun og við full bjartsýni og áhuga. Auðvitað hefðum við ekki geta komið þessu á laggirnar og haldið þetta út nema fyrir endalausa hvatningu frá stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og þá sérstaklega formanninum Einari Haraldssyni sem hvatt hefur okkur endalaust í gegnum þetta svartnætti sem við höfum gengið í gegnum á síðustu árum og kunnum við honum sem og stjórninni allri þakkir fyrir stuðninginn. Eins fá húsverðir í Heiðarskóla bæði nýir sem þeir sem horfnir eru til annara starfa þakkir fyrir samveruna. Að lokum sendum við okkar bestu jóla og áramóta kveðjur til allra iðkenda íþrótta sem og til þeirra sem að þessu hlúa. Við vonum að allir sem þetta lesa og hafa látið sig dreyma um að koma og hreyfa sig í svona fjölskylduvænu umhverfi að láta vaða það kostar ekkert að líta inn, erum í Heiðarskóla kl. 12:30 til kl. 14:00 alla laugardaga. Bestu kveðjur Íslandi allt Dagbjört Ýr Gylfadóttir. Gjaldkeri badmintondeildar Keflavíkur.

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar

hsveitur.is 38

Jólablað 2018


Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Opnunartími: OPIÐ: 6:45 - 20:006.30 virka- 20.30 daga, 8:00 - 18:00 um helgar Mánud. - fimtud. Föstud. 6.30 - 19.30 Laugard. og sunnud. 9.00 -17.30 Sími: 420 1500

frítt fyrir börn

fjölskyldusundlaug

Jólablað 2018

39


Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.