ÍSÍ fréttir - September 2018

Page 1

ÍSÍ

September 2018

FRÉTTIR


Ávarp forseta Undanfarna mánuði hefur starfshópur menntaog menningarmálaráðuneytisins unnið að tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Nýlega skilaði hópurinn svo lokaskýrslu til ráðherra sem inniheldur tillögur að úrbótum. Tillögurnar, sem eru af ýmsum toga og mismunandi að umfangi, beinast að ráðuneytinu sem og sveitarfélögum og íþróttahreyfingunni. Fjallað er um skýrslu starfshópsins hér í blaðinu og þar er einnig að finna vefslóð á lokaskýrsluna. Sumar tillögurnar sem beint var til íþróttahreyfingarinnar eru þegar komnar í þann farveg sem til er ætlast og aðrar úrbætur eru í undirbúningi eða vinnslu. ÍSÍ hefur sent reglulega stöðubréf til hreyfingarinnar þar sem upplýst er um stöðu mála og hvað framundan er í þessum efnum. Í kjölfar #metoo byltingarinnar komu fram óskir frá aðilum innan vébanda íþróttahreyfingarinnar að ÍSÍ hefði á sínum snærum sérstakan fulltrúa sem hægt væri að hafa samband við ef upp kæmu mál er varða ofbeldi eða kynferðislega áreitni til að tryggja faglegri og samræmdari meðferð slíkra mála innan hreyfingarinnar. ÍSÍ kaus að hinkra eftir niðurstöðum ofangreinds starfshóps ráðherra áður en úrlausnar var leitað varðandi þennan mikilvæga þátt í ferli slíkra mála. Í skýrslu starfshóps ráðherra er gerð sú tillaga að sett verði sérlög um tímabundinn samskiptaráðgjafa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Drög að frumvarpi fylgdu skýrslu starfshópsins. Lögð er áhersla á að samskiptaráðgjafinn sé staðsettur þar sem unnið er að sambærilegum málum. Nú hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið opnað samráðsgátt um ofangreint frumvarp á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/ oll-mal/$Cases/Details/?id=134. Þar er óskað eftir umsögnum um frumvarpið og vil ég hvetja íþróttahreyfinguna til að senda inn umsagnir um þetta mikilvæga mál. Inni á samráðsgáttinni er einnig að finna nánari upplýsingar um frumvarpið og fylgigögn. Þetta er stórt hagsmunamál fyrir hreyfinguna og við getum haft áhrif á þetta mál með beinum hætti með því að koma á framfæri okkar skoðunum og ábendingum. Samráðsgáttin er opin til 2. október nk.

2

Hjá ÍSÍ hafa verið töluverðar annir í sumar, ekki síst vegna ofangreindra mála og innleiðingar nýrra laga um persónuvernd. Ekki má heldur gleyma íþróttaþættinum en Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ hefur staðið að undirbúningi þátttöku Íslands í Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu í október nk. Þar mun Ísland eiga keppendur í fimleikum, frjálsíþróttum, golfi og sundi. ÍSÍ mun einnig senda Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur til leikanna sem ungan áhrifavald en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Í fyrsta sinn eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur á leikunum en keppt verður í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum og nýstárlegum. Ég hlakka til að fylgjast með þessum efnilegu ungmennum takast á við andstæðinga úr öllum heimshornum. Þann 23. september var Íþróttavika Evrópu sett með pompi og prakt í Laugardalnum. Íþróttaog Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings Verkefnið er unnið í nánu og góðu samstarfi við sambandsaðila ÍSÍ.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 29. sinn laugardaginn 2. júní sl. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Það sem gerir hlaupið svo sérstakt er að ekki fer einungis fram einn viðburður á einum stað heldur er hlaupið á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 10.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Að vanda var boðið upp á mismunandi vegalengdir eða allt frá 900 m upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum, konum sem körlum, ungum sem öldnum. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir þátttakendur taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið. Það var gaman að sjá hversu margir strákar tóku þátt í hlaupinu í ár.

Öldrunarheimili víðsvegar um land hafa boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu. Mikil ánægja er meðal heimilisfólks með þetta framtak og kapp er lagt í að virkja alla til þátttöku. Karlmennirnir hafa þá gjarnan tekið á móti konunum og veitt þeim verðlaunapeninga. Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíudagurinn 23. júní Þann 23. júní ár hvert er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og er það í sjötugasta sinn sem dagurinn var haldinn í ár. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Meginþema í tengslum við daginn eru þrjú: Hreyfa, læra og uppgötva. Á deginum er kjörið að spreyta sig á ýmiss konar íþróttum og þrautum, en ekki einungis íþróttum sem keppt er í á Ólympíuleikunum. ÍSÍ hvetur árlega sérsambönd, íþróttafélög og frístunda- og tómstundanámskeið til þess að taka þátt í Ólympíudeginum, allt frá því að vera með einn dag sem Ólympíudag eða heila viku sem Ólympíuviku. Ekki er nauðsynlegt að halda upp á daginn þann 23. júní, heldur er öllum frjálst

að halda upp á daginn þegar þeim hentar og eftir sínu nefi. Það er um að gera að skipuleggja daginn tímanlega. Dæmi um Ólympíudag í skóla. Upplýsingar og fræðsluefni er að finna hér á vefsíðu ÍSÍ.

Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk

Þann 25. júní var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar (Olympic Solidarity) við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólk þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Um er að ræða styrki vegna átta einstaklinga frá sex sérsamböndum ÍSÍ. Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru Aníta Hinriksdóttir/Frjálsíþróttasamband Íslands, Anton Sveinn McKee/Sundsamband Íslands, Ásgeir Sigurgeirsson/Skotíþróttasamband Íslands, Eygló Ósk Gústafsdóttir/Sundsamband Íslands, Guðlaug Edda Hannesdóttir/Þríþrautarsamband Íslands, Hilmar Örn Jónsson/Frjálsíþróttasamband Íslands, Valgarð Reinhardsson/Fimleikasamband Íslands og Þuríður Erla Helgadóttir/Lyftingasamband Íslands. Nánar má lesa um styrkina á vefsíðu ÍSÍ hér. 4


Grundvallarréttindi íþróttafólks Nýlega birti stýrihópur innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) „Skipulagsskrá íþróttafólks“ sem ætlað er að takast á við og vernda grundvallarréttindi og skyldur íþróttafólks um heim allan. Nú býður stýrihópurinn afreksíþróttafólki um heim allan að leggja sitt á vogarskálarnar með því að svara spurningakönnun sem mun halda áfram að móta þessa mikilvægu skrá. Mun könnunin að öllum líkindum verða sú langstærsta sinnar tegundar, en aldrei áður hafa jafnmargir íþróttamenn tekið þátt í könnun af þessu tagi.

Afreksíþróttafólk er hvatt til þess að taka þátt í könnuninni hér.

Skráin tekur á fimm lykilatriðum: 1) Heiðarleiki og hrein íþróttaiðkun 2) Stjórnun og samskipti 3) Starfsferill og markaðsmál 4) Varðveisla 5) Íþróttakeppni

Námskeið í Ólympíu Dagana 17. júní – 1. júlí fór fram námskeið fyrir unga þátttakendur í Ólympíu í Grikklandi. Tveir þátttakendur tóku þátt fyrir hönd ÍSÍ en þau eru Dominiqua Alma Belányi og Benedikt Jónsson en þau voru valin úr hópi umsækjenda. Námskeiðið er ár hvert byggt á fyrirlestrum og umræðuhópum, en einnig er mikil áhersla lögð á að fulltrúar þjóðanna kynnist, t.d. með þátttöku í íþróttum, á meðan á dvölinni stendur. Aðal umfjöllunarefnið var að þessu sinni íþróttamaðurinn sem fyrirmynd.

Þrír Íslendingar í nefndum hjá EOC Ný stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) hefur nú skipað í nefndir sambandsins og er ljóst að þrír Íslendingar eiga sæti í nefndum EOC. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, var skipaður í EOC EU Commission en Lárus átti einnig sæti í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Hafsteinn Pálsson, ritari ÍSÍ, var skipaður í EOC Environment and Sport for All. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem situr í framkvæmdastjórn EOC kjörtímabilið

2018-2021, á einnig sæti í European Games Commission fyrir Evrópuleikana í Minsk 2019 og EYOF Baku 2019 Co-commission. Nefndir þessar eru ráðgjafanefndir fyrir framkvæmdastjórn EOC og starfa á tímabilinu 2018-2021. Aldrei hafa fleiri Íslendingar starfað í nefndum og ráðum EOC en nú.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíuleikar ungmenna Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) í borginni Buenos Aires í Argentínu. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika. Kyndilhlaup leikanna hófst í La Plata í Buenos Aires þann 5. ágúst sl. undir myllumerkinu #UnitedByTheFlame. Hlaupið er með kyndilinn 14.000 km leið um Argentínu, frá suðri til norðurs, í 60 daga. Markmið kyndilhlaupsins er að vekja athygli á anda Ólympíuleika ungmenna sem er von, samstaða og friður og fá áhugasama til að deila

sinni sögu um ólympísk gildi með myllumerkinu #UnitedByTheFlame. Þann 6. október mun kyndillinn ná áfangastað sínum í miðborg Buenos Aires þar sem setningarhátíð leikanna fer fram. Ísland á keppendur í fimleikum, frjálsíþróttum, golfi og sundi. Nánar má lesa um keppendur og fylgjast með þeim á leikunum hér á vefsíðu ÍSÍ. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, fer sem ungur áhrifavaldur á leikana. Lukkudýr leikanna að þessu sinni er jagúarinn Pandi, en jagúar er ein merkasta tegund villtra katta í Norður-Argentínu. Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com.

„Sundið undirbjó mig undir lífið“ Ingibjörg Kristín Jónsdóttir mun taka þátt í Ólympíuleikum ungmenna fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur, en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Ingibjörg Kristín hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum í gegnum árin en hún hefur átt langan og farsælan feril í sundi. Í júlí sl. kom Ana Jelusic í heimsókn til ÍSÍ á vegum IOC til að þjálfa Ingibjörgu í þessu hlutverki. Ana ein af starfsfólki IOC sem hefur það hlutverk að fara á milli landa og undirbúa þátttakendur í verkefninu, en Ana keppti sjálf í alpagreinum skíðaíþrótta og tók þátt í Vetrarólympíuleikunum. ÍSÍ fréttir tók stutt viðtal við Ingibjörgu Kristínu.

6

Hvenær byrjaðir þú að æfa sund og af hverju? Ég byrjaði átta ára gömul að æfa sund í 16m laug á Ísafirði vegna þess að besta vinkona mín var að æfa. Mig langaði bara að prófa, var í körfubolta, skíðum og píanó en endaði svo bara í sundinu sem ég sé svo alls ekki eftir. Áttir þú þér fyrirmyndir í sundi þegar að þú varst yngri? Ég átti mér ekki beint fyrirmynd í sundinu en ég gleymi því aldrei að einu sinni var sundmót á Ísafirði og Bragi Þorsteinsson synti alla leið yfir 50m í kafi. Mér fannst þetta ekkert smá flott og langaði að geta þetta. Ég horfði alltaf mikið á frjálsar íþróttir þá sérstaklega Völu Flosa og Þóreyju Eddu í stangarstökkinu og svo var mín uppáhalds frjálsíþróttakona Carolina Kluft frá Svíþjóð. Það var ekki hægt að æfa frjálsar á þessum tíma á


Hvaða ráð hefur þú fyrir yngri kynslóðina? Mitt ráð er að hafa gaman. Áður en maður veit af er maður búin með sinn feril og horfir til baka og vill geta brosað og munað eftir góðu stundunum. Æfingarnar geta oft verið erfiðar en það þýðir ekki að þær séu leiðinlegar. Það er hægt að gera þær Hver var upplifun þín af Ólympíuleikum ung- skemmtilegar. Það eru yfirleitt þessar æfingar sem menna í Singapore árið 2010? maður verður hvað stoltastur af. Æfingafélagarnir Þetta var án efa skemmtilegasta mót sem ég hef verða manni eins og fjölskylda, hugsa vel hver farið á. Ég var rétt að byrja að ná árangri þarna um annan og gera eitthvað skemmtilegt utan og hafði bara farið á 2 stórmót áður og þar með æfingatíma. Það þurfa alls ekki allir sem æfa að Smáþjóðaleikana í Kýpur svo ég bjóst svolítið við stefna á toppinn. Hreyfing er svo mikilvæg fyrir því að þetta yrði eins og það en svo var ekki. Það framtíðina því maður býr alltaf að því að vera í var allt svo miklu stærra og flottara. Þetta var þorp líkamlega góðu formi. af íþróttafólki og fylgdarliði sem bjó þarna saman í 3 vikur. Við íslenska liðið urðum svo náin á þessum Hvað kenndu íþróttir þér? tíma að við vorum bara eins og ein stór fjölskylda. Sundið hefur kennt mér svo ótrúlega margt en Ég gleymi þessu aldrei. Þarna kynntist ég krökkum ég sá það ekki fyrr en ég hætti hversu mikið það sem eru bestu vinir mínir í dag. kenndi mér. Allt sem ég taldi svo sjálfsagt, eins og stundvísi, jákvæðni, skipulag, vinna vel í hóp, vera Hvað felst í því að vera ungur áhrifavaldur? lausnamiðaður og þess háttar eru allt eiginleikar Ég mun gegna mörgum hlutverkum á leikunum sem sundið hefur kennt mér og ég hef í dag. Ég en aðal markmið mitt er að fá krakkana til þess að var svo vön þegar að ég bjó í Bandaríkjunum að sjá hvað íþróttir hafa uppá að bjóða annað en að vera á 2-3 æfingum á dag, í fullu námi, elda sjálf mæta á æfingu og að keppa alla daga. Það verður og sjá um hversdagsleg heimilisstörf að mér fannst svo mikið í boði fyrir þau að gera og ég vil að þau þetta ekkert mál. Í dag sé ég hversu tilbúin ég er að kynnist öðru íþróttafólki, ekki endilega bara frá takast á við allt sem lífið býður upp á. Íslandi eða úr sinni íþróttagrein heldur fólki frá öðrum menningarheimum. Ætlar þú að starfa við eitthvað sem tengist íþróttum í framtíðinni? Hvetja ungir áhrifavaldar ungt íþróttafólk til að Ég vona svo sannarlega að ég muni fá tækifæri keppa á jafnréttisgrundvelli? til þess, sund hefur verið partur af mínu lífi síðan Hvað varðar ólögleg árangursbætandi efni finnst ég var 8 ára og ég þekki þennan heim rosalega mér eins og það sé ekki eins mikil notkun hjá vel og þykir vænt um hann. Ég er að útskrifast okkur Íslendingunum eins og öðrum þjóðum. Ég núna í desember með mastersgráðu í Stjórnun og mun sjálf tala við íslensku keppendurna um hvað stefnumótun frá HÍ og svo kemur í ljós hvert það það skiptir miklu máli að passa hvað maður setur leiðir mig. ofaní sig því ábyrgðin er alltaf á okkur sjálfum sem íþróttamönnum og ferillinn liggur undir. Ég myndi ÍSÍ þakkar þessari frábæru íþróttakonu fyrir að taka vilja sjá harðari lyfjareglur og betra eftirlit. að sér hlutverk ungs áhrifavalds í Buenos Aires. Ísafirði en við vinkonurnar þjálfuðum okkur sjálfar eitt sumarið og ætluðum að keppa í langstökki og hlaupi á Unglingalandsmótinu en það gekk svo ekki upp þar sem sundið var á sama tíma, en við reyndum.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Afhending á viðurkenningum Í júlí sl. afhenti ÍSÍ þátttökuviðurkenningar Alþjóðaólympíunefndarinnar til þeirra keppenda sem kepptu á síðustu Ólympíuöðu, þ.e. á leikunum í Sochi 2014 og í Ríó 2016. Góð mæting var á móttökuna en flestir þeirra íslensku keppenda sem kepptu á síðustu Ólympíuöðu höfðu tækifæri á að mæta og taka við viðurkenningu sem Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ afhenti þeim að viðstöddum fulltrúum sérsambanda og ÍSÍ.

Helga á Cafe Easy lætur af störfum Helga Friðriksdóttir lét af störfum í júlí eftir 14 ára starf í Café Easy í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Helga, ásamt rekstraraðilum Café Easy, hefur gert kaffiteríuna að hjarta miðstöðvarinnar og er þar fullt út úr dyrum í hádeginu flesta daga. Starfsfólk í miðstöðinni hefur haft mikla matarást á Helgu og verður hennar sárt saknað. ÍSÍ óskar Helgu alls góðs í framtíðinni og þakkar góða samfylgd í gegnum árin.

Í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er starfrækt kaffitería ÍSÍ , Cafe Easy. Reksturinn er fyrst og fremst í tengslum við þá starfsemi sem er í fundarsölum og vegna starfsfólks í Íþróttamiðstöðinni. Umsjón með rekstri kaffiteríunnar hefur Ingiberg Baldursson.

Helga fyrir miðju, ásamt Steinunni dóttur sinni og Ingibergi tengdasyni sínum, í góðra vina hópi. 8


Persónuverndarstefna ÍSÍ Ný persónuverndarlöggjöf (GDPR) hefur tekið gildi á Íslandi. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaverkefni, ef nauðsyn er talin. Einnig er gerð krafa um að öll félög setji sér gilda Persónuverndarstefnu, sem unnið er eftir. ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advania, unnið að gerð vinnsluskráa fyrir alla vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga hjá ÍSÍ og gerð áhættumats, ásamt því að útbúa Persónuverndarstefnu ÍSÍ. Má ætla að sú vinna sem unnin hefur verið hjá ÍSÍ muni nýtast öllum íþróttahéruðum og -félögum og verður sú vinna kynnt í hreyfingunni innan skamms. Það er afar mikilvægt að íþróttahreyfingin hefji þessa vinnu sem allra fyrst og að hver ábyrgðaraðili nái yfirsýn yfir þau verkefni sem vinna með persónuupplýsingar,

hvaðan þær koma og á hvaða lagalega grundvelli meðhöndlun þeirra er byggð. Oft eru lausnirnar ekki ýkja flóknar og felast jafnvel einungis í breyttu verklagi og setningu og viðhaldi ferla. Það þarf hins vegar að tryggja að farið sé í þessa vinnu og að allir geri sér grein fyrir því að það er áríðandi að fylgja málinu eftir og halda því lifandi, til framtíðar. Eftirfarandi eru vefslóðir á gagnlegar upplýsingar um nýju lögin á heimasíðu Persónuverndar, sem gott væri fyrir sem flesta að kynna sér vel: Persónuverndarlöggjöf 2018. Bæklingur fyrir fyrirtæki, leiðbeiningar. Bæklingur fyrir einstaklinga, leiðbeiningar. Tengiliður verkefnis er Elías Atlason á skrifstofu ÍSÍ /514 4000/elias@isi.is

Formannafundur ÍSÍ

verður haldinn í Laugardalshöll föstudaginn 16. nóvember 2018. Nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíuhlaup ÍSÍ Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði þann 6. september sl. í fínu veðri. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningu hlaupsins og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 var á staðnum að hvetja nemendur áfram og vakti mikla lukku. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti Lars Jóhanni Imsland, skólastjóra Hraunvallaskóla, nokkrar gerðir af boltum að gjöf frá ÍSÍ. Fulltrúar Mjólkursamsölunnar voru á svæðinu og gáfu krökkunum ískalda mjólk í lok hlaupsins. Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveðið að breyta nafni hlaupsins og heitir það nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Verkefnið hefur nú fengið nýtt merki og viðurkenningaskjölin skarta nýju útliti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin en hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

10

Nemendur geta nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og mun halda því áfram og samstarfsaðili að þessu verkefni er eins og áður Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands. Hlaupið er styrkt af verkefninu Íþróttavika Evrópu og verða þrír þátttökuskólar sem ljúka hlaupinu fyrir 30. september og skila inn upplýsingum til ÍSÍ dregnir út úr potti. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu. Þeir skólar sem ljúka hlaupinu eftir 30. september geta eftir sem áður skilað inn upplýsingum og fengið send viðurkenningaskjöl, en gert er ráð fyrir að allir skólar hafi lokið hlaupinu fyrir árslok 2018. ÍSÍ hvetur þá skóla sem eiga eftir að hlaupa að taka þátt. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ.


Öryggi iðkenda í fyrirrúmi Mennta- og menningarmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar í dag til að kynna niðurstöður starfshóps sem skipaður var í kjölfar #églíkayfirlýsinga íþróttakvenna. Starfshópurinn hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórn í morgun. Öryggi iðkenda og annarra þátttakenda var sett í öndvegi við alla vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla, m.a. að teknu tilliti til ábyrgðarsviðs ráðuneytisins og samlegðaráhrifa þeirrar starfsemi. Því er einnig fjallað um eineltis- og jafnréttismál í tillögum hópsins. „Hópurinn skilaði til okkar afar greinargóðu yfirliti og gagnlegum tillögum sem við munum svo vinna með áfram – þetta er brýnt mál sem snertir okkur öll. Samfélagið er að ganga í gegnum vitundarvakningu um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun. Það er okkar markmið að tryggja að allir njóti verndar í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og að því munum við vinna í góðri samvinnu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntaog menningarmálaráðherra. Meðal tillagna hópsins eru: •Að til staðar sé óháður aðili sem getur tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg. Slíkur ráðgjafi gæti einnig leiðbeint við gerð siðareglna og viðbragðsáætlana og sinnt upplýsingagjöf og fræðslu um málefnið. •Að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. •Að fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun sé samræmt og að allir sem bera ábyrgð á íþrótta- og æskulýðsstarfi hafi grunnþekkingu á því hvernig bregðast eigi við þegar upp koma mál sem tengjast áreitni eða ofbeldi. •Að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Aukið jafnrétti getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti í íþróttastarfi og þar með dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. •Mikilvægt er að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir

þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda. •Að ríki og sveitarfélög sem styðja íþrótta- og æskulýðsstarf með aðstöðu og fjárframlögum setji skilyrði í alla samninga við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna að félögin séu með viðbragðsáætlun á þessu sviði og stuðli þannig að aukinni þekkingu, meðvitund og réttum viðbrögðum þegar áreitni eða ofbeldismál koma upp. •Að óheimilt verði að ráða til starfa hjá íþróttaog æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Hliðstæð ákvæði er þegar að finna í æskulýðslögum, grunnskólalögum og barnaverndarlögum. Mikilvægt er að einfalda verkferla fyrir íþróttaog æskulýðshreyfinguna til þess að afla slíkra upplýsinga frá opinberum aðilum. Tillögur þessar snerta ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, s.s. íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verða að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna. Sjá nánar um tillögur starfshópsins á vefsíðu Stjórnarráðsins hér.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu ÍSÍ.

Golfklúbburinn Keilir Golfklúbburinn Keilir fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á 50 ára afmælisfagnaði klúbbsins í Hafnarfirði 6. maí 2017. Mikið fjölmenni tók þátt í fagnaðinum og mátti m.a. sjá þar ráðherra og bæjarstjóra ásamt formanni og framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Golfklúbburinn er vel að þessari viðurkenningu kominn og uppfyllir öll þau skilyrði sem sett eru af hálfu ÍSÍ í tengslum við þessa viðurkenningu. Viðurkenningin gildir til fjögurra ára í senn en þá þarf að sækja um endurnýjun hennar til ÍSÍ. Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri að æfa golf og í bland við ýmsa leiki. Þetta gekk svo vel að sum krakkanna vildu halda áfram og eru Keilis, segir frá ferlinu. byrjuð að æfa golf í starfinu okkar. Hvers vegna sótti félagið um viðurkenninguna? Það var krafa frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar Hvernig hafa opnu æfingarnar tekist? að Golfklúbburinn Keilir skyldi ná sér í Það var ákveðið að vera með opnar æfingar vegna viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Þegar ég þess að sumir krakkarnir eru að æfa aðrar íþróttir. var ráðinn sem íþróttastjóri Keilis var það mitt Þá geta þau komið á bilinu 13:00-16:00 á daginn og fyrsta verk að sækjast eftir viðurkenningunni. æft golf. Þetta fyrirkomulag hefur hentað mörgum Keilir hafði fyrir mörgum árum ráðist í gerð ansi vel. Þá geta rakkarnir mætt á golfæfingu fyrir metnaðarfullrar íþróttanámskrár en ekki sótt um eða eftir aðrar íþróttaæfingar. Allir eru sáttir með viðurkenninguna. Mér finnst það skipta máli að þetta fyrirkomulag. við sem vinnum við íþróttaþjálfun gerum öðrum grein fyrir því, foreldrum, stjórnarmönnum, Hvernig gengur að virkja foreldra barna og félagsmönnum og öðrum, að starfið er unnið af unglinga til þátttöku? fagmennsku og ákveðið gæðamat er í gangi. Við Það eru sífellt fleiri og fleiri foreldrar sem eru að leggjum áherslu á hvað er vel gert og hvað má tengjast starfinu okkar með aukinni þátttöku barna og unglinga á æfingum og í keppnum. Mér finnst betur fara í starfinu okkar. það skipta máli að hvetja foreldra til að taka þátt Hafa kynningar á golfi í leikskólum og grunnskólum og gera þeim grein fyrir að öll hjálp er vel þegin. í Hafnarfirði tekist vel? Á vorin og á haustin höfum við verið með Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri ? kynningar á golfi hjá 5.-7. bekk og einnig hafa eldri Með markvissir þjálfun og góðu skipulagi eru bekkir grunnskólanna verið að mæta til okkar. börnum og unglingum skapaðar aðstæður til að Við gerðum síðan samkomulag við leikskólann æfa golf hjá Golfklúbbnum Keili við sitt hæfi allt Vesturkot í Hafnarfirði, en þá mæta elstu krakkar árið um kring, hvort sem þau stefna á að æfa golf leikskólans í fastan golftíma hjá okkur einu sinni með vinum sínum eða að viðkomandi er að stefna í viku allt árið, þar sem við erum bæði inni og úti á landsliðið í golfi og kannski eitthvað meira. 12


Íþróttavika Evrópu ÍSÍ hóf Íþróttaviku Evrópu formlega í Laugardalnum sunnudaginn 23. september sl. með ýmsum uppákomum. Gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem skylmingar, göngufótbolta, aquazumba, frjálsar íþróttir, stafagöngu og skotfimi. Þar að auki var Leikhópurinn Lotta með sýningu og skemmtikraftar frá Sirkus Íslands ráfuðu um svæðið og skemmtu yngstu kynslóðinni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. ÍSÍ hefur líkt og á síðasta ári hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+

styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Það er ýmislegt í boði á meðan á Íþróttaviku Evrópu stendur, eins og lýðheilsugöngur á Akranesi, opnar æfingar hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Frjálsíþróttadeild ÍR. Einnig er 2 fyrir 1 tilboð í Skautahöllinni í Reykjavík alla vikuna. Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og þar má nálgast nánari upplýsingar um viðburði vikuna 23. - 30. september. Verkefnið er líka að finna á Facebook hér.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Göngum í skólann 2018 Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla í Árbæ þann 5. september sl. að viðstöddum góðum gestum. Rannveig Andrésdóttir skólastjóri byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ tók síðan við og flutti stutt ávarp og stjórnaði dagskrá. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs flutti stutt ávarp og því næst tók Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu til máls. Nemendur Ártúnsskóla sungu tvö lög áður en Sirkus Íslands steig á stokk. Að því loknu gengu aðstandendur verkefnisins, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir verkefnið af stað með viðeigandi hætti með því að ganga lítinn hring í nærumhverfi skólans. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin að hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna en hreyfing vinnur m.a. gegn lífsstílstengdum sjúkdómum, stuðlar að streitulosun og betri sjálfsmynd. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Þar að auki er markmiðið að draga úr umferð við skóla og stuðla að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. Um leið er verið að

Nýtt starfsfólk hjá ÍSÍ ÍSÍ hefur ráðið tvo nýja verkefnastjóra á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík. Kristín Birna Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í fullu starfi á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ og Brynja Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í fullu starfi á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ. Báðar hófu þær störf í byrjun ágúst og býður ÍSÍ þær hjartanlega velkomnar til starfa.

14

stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Í ár tekur Ísland þátt í 12. skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi fer skráning skóla mjög vel af stað og auðvelt er fyrir skóla að bætast í hópinn. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 10. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október. Vefsíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is.


Fyrsti fundur stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands Í júní sl. fór fram stofnfundur Lyfjaeftirlits Íslands. Með tilkomu nýrrar lyfjaeftirlitsstofnunar fluttist lyfjaeftirlit úr höndum ÍSÍ yfir á stofnunina. Stjórn nýrrar stofnunar skipa Dr. Skúli Skúlason (formaður), Áslaug Sigurjónsdóttir, Erna Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Pétur Magnússon og Sif Jónsdóttir. Lyfjaeftirlit Íslands mun skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi, og birta og kynna bannlista um efni þau sem óheimilt er að nota í íþróttum. Lyfjaeftirlit Íslands mun einnig standa

að fræðslu og forvörnum gegn lyfjamisnotkun og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í tengslum við baráttuna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Stofnuninni er ætlað að hvetja til rannsókna sem tengjast starfi þess og markmiðum, vekja athygli á málaflokknum og taka þátt í umræðum um hann. Þetta mikilvæga skref gerir lyfjaeftirlit á Íslandi sjálfstætt, í samræmi við ályktanir Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Ný vefsíða Lyfjaeftirlits Íslands er í vinnslu.

Ólympíuleikarnir í Tókýó 2020 Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst 2020. Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Fimm íþróttagreinum hefur verið bætt við keppnisdagskrána frá síðustu leikum, en það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun. Þann 24. júlí sl. voru tvör ár þar til setningarhátíð leikanna fer fram og eru Japanir á fullu að undirbúa leikana. Þeir leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni í tengslum við allt sem viðkemur leikunum. Ólympíuleikarnir oru einnig haldnir í Tókýó í Japan árið 1964.

jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem honum fylgdi árið 2011 og hafa skipuleggjendur unnið að því að staðurinn njóti góðs af undirbúningi og framkvæmd Ólympíuleikanna, t.d. með því að hefja hlaupið þar en einnig með því að skipuleggja nokkra íþróttaviðburði í héraðinu. Hlaupið hefst 26. mars 2020 og mun standa yfir í 121 dag. Hlaupinu með Ólympíueldinn er ætlað að byggja upp eftirvæntingu fyrir leikana og koma á framfæri ólympískum gildum en til viðbótar er því ætlað að vekja og sýna samstöðu með þeim héruðum sem urðu illa úti í hamförunum árið 2011, undir slagorðinu „Vonin lýsir okkur leið”.

Nýlega voru lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 kynnt til leiks, en það var teiknarinn Ryo Taniguchi, sem hannaði þau. Nöfn sín fengu lukkudýrin þann 22. júlí sl. og heita þau Miraitowa og Someity.

Vefsíða leikanna er tokyo2020.org.

Úttekt á þeim mannvirkjum sem notuð verða fyrir keppni á leikunum fór fram nýlega. Staða mannvirkja í Tókýó er góð og er nú þegar farið að keyra íþróttaviðburði í sumum mannvirkjunum. Japanir munu nota jafnt ný mannvirki sem og eldri og endurbætt fyrir viðburði leikanna. Hlaupið verður með Ólympíueldinn (The Olympic Torch Relay) um Japan og hefst hlaupið í Fukushima en hlaupið verður með Ólympíueldinn um 47 héruð í Japan. Fukushima varð illa úti í stóra

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Evrópuleikar 2019 Næstu Evrópuleikar fara fram í Minsk í HvítaRússlandi 21.-30. júní 2019. Gert er ráð fyrir 6000 íþróttamönnum frá 50 löndum, en keppt er í greinum 15 alþjóðasambanda. Ísland átti 19 keppendur á Evrópuleikunum í Bakú 2015. Nýverið fór fram fararstjórafundur vegna leikanna. Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, sótti fundinn en þátttakendur voru frá þeim 50 Evrópuþjóðum sem keppa

munu á leikunum á næsta ári. Keppnisaðstaðan í Minsk er glæsileg, þar á meðal eru hinn nýuppgerði Dinamo leikvangur og íþróttahöllin Minsk Arena. Verið er að fjölga íbúðarbyggingum á háskólasvæðinu þar sem þátttakendur munu gista og þá eru víða um borgina keppnismannvirki sem eru nú þegar tilbúin fyrir keppni næsta árs. Vefsíða Evrópuleikanna. Keppnismannvirki leikanna.

Smáþjóðaleikar 2019 Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd. Slagorð leikanna að þessu sinni er “Be fair by nature”, en Svartfjallaland er hluti af áætluninni „Grænir leikar“ sem styrkt er af Ólympíusamhjálpinni, þar sem markmiðið er að koma á fót sjálfbærum íþróttaviðburði. Áætlunin samanstendur af því að setja fram ákveðna umhverfisstaðla sem tengjast skipulagningu

16

íþróttaviðburða ásamt menntun og kynningu á umhverfismálum. Aðalfundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleika Evrópu fóru fram í maí sl. í Budva.Fundina sóttu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem einnig á sæti í tækninefnd leikanna.Á fundunum var farið yfir fyrirkomulag á leikunum auk þess sem að tæknihandbók leikanna og tæknireglur voru yfirfarnar. Helstu mannvirki vegna leikanna voru skoðuð. Fimm keppnisgreinar fara fram á keppnisstöðum sem eru í göngufæri frá hótelinu. Vefsíða leikanna.


Dagsetningar verkefna 2018-2019 Næstu mánuðir verða viðburðarríkir hjá ÍSÍ. Hér má sjá helstu dagsetningar á verkefnum ÍSÍ árið 2018-2019. 5. september-31. desember: Ólympíuhlaup ÍSÍ. 5. september-10. október: Göngum í skólann. 23.-30. september: Íþróttavika Evrópu. 6.-18. október: Ólympíuleikar ungmenna í Buenos Aires í Argentínu. 16. nóvember: Formannafundur ÍSÍ. 29. desember: Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2018 heiðrað á hófi Íþróttamanns ársins 2018. 1. febrúar: Lífshlaupið hefst. 9.-16. febrúar: Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo og East Sarajevo. 8. maí: Hjólað í vinnuna hefst. 27. maí - 1. júní: Smáþjóðaleikar í Svartfjallalandi. Í júní: Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. 21.-30. júní: Evrópuleikar í Minsk í Hvíta-Rússlandi. 23. júní: Alþjóðlegi Ólympíudagurinn.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíufjölskylda ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða

Myndasíða

Facebook

Instagram

Vimeo

Issuu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is

ÍSÍ fréttir 3. tbl. 2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 280 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er tæplega 100 þúsund.

Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal

Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.