2 minute read

Norrænn fundur íþróttasamtaka og ólympíunefnda

Árlega hittast aðilar frá íþróttasamböndum og Ólympíunefndum Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Grænlands, Færeyja, Álandseyja og Íslands og funda um fjölmörg áhugaverð umræðuefni hverju sinni. Íþróttasamband Álandseyja var gestgjafi fundarins 2021 og fór hann fram dagana 10. og 11. september. Fundarefni voru m.a. veðmálastarfsemi í tengslum við íþróttastarf, áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttir og mannréttindi en einnig var rætt um alþjóðasamstarf Norðurlanda og stefnumótunarvinnu Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC).

Fundinn sóttu af hálfu ÍSÍ þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Advertisement

Íþrótta-, Ólympíu- og Paralympicsamband Noregs (NIF) var gestgjafi fundarins 2022 sem var haldinn í Osló 22. og 23. september. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Lárus L. Blöndal forseti, Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti,

Úttektarnefnd ÍSÍ

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands fór þess á leit við ÍSÍ í september 2021 að setja á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna meintra kynferðisbrotamála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands í knattspyrnu. ÍSÍ varð við beiðninni og skipaði Úttektarnefnd ÍSÍ, sjálfstæða nefnd og óháða í störfum sínum, sem í áttu sæti Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, formaður nefndarinnar, Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur. Fékk nefndin aðgang að öllum þeim gögnum sem hún taldi nauðsynlegt að hafa við úttektina.

Nefndinni var falið að skoða eftirfarandi:

Gunnar Bragason gjaldkeri, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri, Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri. Samhliða fundinum var fundur norrænna íþróttasamtaka fatlaðra og voru fulltrúar Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) þeir Þórður Árni Hjaltested formaður og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri .

Á fundinum var meðal annars rætt um stöðuna í tengslum við stríðið í Úkraínu og áhrif þess á íþróttastarfið í heiminum, sjálfbærni, siðamál, öryggi í íþróttum (safe sports), umhverfismál, íþróttir eftir COVID-19, svo eitthvað sé nefnt

Í tengslum við fundinn heimsóttu fulltrúar ÍSÍ og ÍF Olympiatoppen, sem er sá hluti NIF sem annast afreksíþróttirnar í Noregi. Hópurinn fékk frábæra leiðsögn um mannvirkin og starfsemina. Norskt afreksíþróttafólk hefur átt frábæru gengi að fagna á alþjóðlegum stórmótum undanfarin ár og var mjög fróðlegt að sjá umgjörð afreksíþróttastarfsins hjá Olympiatoppen og þá þjónustuþætti og aðstöðu sem boðið er upp á.

• Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ

• Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og/eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021.

• Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili.

• Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu.

• Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð.

Úttektarnefndin skilaði af sér skýrslu í byrjun desember 2021.

Skýrsluna má lesa á vef ÍSÍ.