3 minute read

Blásið til sóknar í afreksíþróttastarfi - Vésteinn til starfa á

Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifuðu 21. janúar 2023 undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Fól samningurinn í sér að Vésteinn Hafsteinsson yrði ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mundi samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu.

Advertisement

Starfshópi ráðuneytisins er ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi verði í fremstu röð. Honum er falið að skoða sérstaklega kostnaðarþátttöku keppenda og fjölskyldna þeirra í landsliðsstarfi og lýðréttindi afreksíþróttafólks innan almannatryggingakerfisins. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins,

Aðalfundir Smáþjóðaleika 2021 og 2022

Aðalfundur Smáþjóðaleika (GSSE) fór fram 10. júní 2021 í Aþenu í Grikklandi. Fundinum stýrði forseti Ólympíunefndar Andorra, Jaume Marti Mandigo. Forseti tækninefndar GSSE, Jean-Pierre Schoebel, flutti stutta skýrslu um störf tækninefndarinnar og kynnti breytingar á tæknireglum leikanna sem samþykktar voru síðar á fundinum. Forseti Ólympíunefndar

Möltu, Julian Pace Bonello, kynnti undirbúning fyrir næstu leika sem haldnir verða á Möltu árið 2023, fór yfir stöðu mannvirkja og fjármögnun. Keppnisgreinar leikanna verða: borðtennis, frjálsíþróttir, júdó, körfuknattleikur, rugby 7, skvass, skotíþróttir, sund og tennis.

Forseti Ólympíunefndar Möltu tók við formennsku GSSE með táknrænum hætti á aðalfundinum þegar honum var afhentur fáni leikanna frá Ólympíunefnd Andorra sem farið hefur með formennsku frá leikunum í Svartfjallalandi árið 2019. Leikunum sem áttu að fara fram í Andorra árið 2021 var aflýst, vegna COVID-19 og erfiðleika við fjármögnun.

Ólympíunefnd Andorra hefur óskað eftir því að fá að halda leikana árið 2025, Ólympíunefnd Mónakó hefur óskað eftir leikunum árið 2027 og Lúxemborg sækist eftir leikunum 2029.

Aðalfundur GSSE 2022 fór fram dagana 31. maí til 4. júní en samhliða aðalfundinum var fundur Tækninefndar GSSE þar sem Olga Bjarnadóttir tók sæti í nefndinni í stað Andra Stefánssonar. Dagana fyrir aðalfundinn fór fram vinnufundur þar sem til umræðu var framtíð félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og annarra haghafa.

Smáþjóðaleikanna og helstu áskoranir leikanna. Var vinnufundurinn styrktur af Ólympíusamhjálpinni og sátu hann forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ, auk Líneyjar Rutar Halldórsdóttur sem situr í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda.

Afreksstefna ÍSÍ

Á Íþróttaþingum ÍSÍ hefur Afreksstefna ÍSÍ verið til umræðu og hún uppfærð miðað við áherslur og þarfir íþróttahreyfingarinnar. Starfsemi Afrekssviðs ÍSÍ byggir á innihaldi stefnunnar og er þannig verið að vinna að ýmsum þáttum hennar og lögð áhersla á samskipti við helstu samstarfsaðila, miðlun upplýsinga og samvinnu sérsambanda bæði innbyrðis og við ÍSÍ.

Hér á eftir er fjallað um nokkur markmið stefnunnar og þær aðgerðir sem ÍSÍ hefur komið að frá Íþróttaþingi ÍSÍ 2021.

• Fundir hafa verið haldnir með sérsamböndum og lögð vinna í að aðstoða sérsambönd við mótun afreksstefna og aðgerðaráætlana vegna þeirra, þar sem þess hefur verið þörf. Með fundunum hefur verið veitt aðhald varðandi áherslur í starfi sérsambanda og í tengslum við umsóknir til Afrekssjóðs ÍSÍ er gætt að sérsambönd ÍSÍ séu með skýr markmið varðandi afreksstarfið og skilgreint sé í afreksstefnu sérsambands hvernig afrek eru skilgreind innan viðkomandi sérsambands.

• Kallað hefur verið eftir skilgreiningum á afreksstarfi frá sérsamböndum en þar eru t.d. alþjóðleg mót skilgreind og þær skilgreiningar notaðar í tengslum við umsóknir til Afrekssjóðs ÍSÍ og skýrslugerð varðandi þátttöku Íslands í alþjóðlegum verkefnum.

• Enn er unnið að eflingu Afreksíþróttamiðstöðvar ÍSÍ (AMÍ) og um leið að því að móta enn frekari tengingar við aðila sem geta komið að heilbrigðisþáttum og íþróttamælingum í samstarfi við sérsambönd og ÍSÍ. Fjölmörg sérsambönd hafa samið við háskóla eða aðra þjónustuaðila gagnvart mælingum og þjónustu fyrir afreksíþróttastarfið og nokkur sérsambönd hafa skráð íþróttamælingar í gagnagrunn AMÍ og aukið þann þátt í sínu starfi. Samstarf hefur verið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi blóðmælingar og viðræður hafa verið við háskólasamfélagið um aukið samstarf.

• ÍSÍ hefur árlega kallað eftir upplýsingum frá sérsamböndum um þátttakendur í afreksíþróttastarfi og fylgst með árangri þeirra á stórmótum og er verið að vinna úr þeim upplýsingum frekari gögn til að nota við stefnumótun í afreksíþróttastarfi.

• Gagnvart íþróttamannvirkjum hefur verið unnið að framkvæmdum við þjóðarleikvang innanhúss og hafa fulltrúar ÍSÍ verið í hinum ýmsum nefndum og vinnuhópum vegna málefna þjóðarleikvanga.

• Gagnvart fræðslu og rannsóknum þá hefur Afrekssvið ÍSÍ m.a. staðið fyrir Afreksbúðum þar sem ungt íþróttafólk sérsambanda hefur fengið fræðslu um málefni sem tengjast afreksíþróttum. Reglulega er farið í samstarf við nema frá háskólasamfélaginu sem eru að vinna að rannsóknum í tengslum við íþróttastarfið.

Eitt mikilvægasta markmiðið í Afreksstefnu ÍSÍ er að hægt sé að veita afreksíþróttafólki/flokkum fjárhagslegan stuðning. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ hefur aukist margfalt frá árinu 2016 og hefur aukningin verið mikilvæg fyrir mörg sérsambönd, íþróttafólkið og afreksíþróttastarfið allt.

Áherslur næstu missera verða áfram í tengslum við umhverfi afreksíþróttafólksins, þ.e. að bæta enn frekar þá þætti sem snúa að íþróttafólkinu sjálfu, sem og að efla aðkomu Afreksíþróttamiðstöðvar ÍSÍ með frekari mælingum í tengslum við afreksíþróttastarf og bættu aðgengi að sérfræðingum og heilbrigðisstarfsfólki.

Nýr Afreksstjóri ÍSÍ hefur verið ráðinn og er ætlunin að blása til sóknar varðandi afreksíþróttastarfið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið.

Betri árangur í afreksíþróttum næst með samvinnu allra þeirra sem koma að afreksíþróttastarfinu.