1 minute read

Fræðsluferð starfsfólks ÍSÍ til Lausanne

Dagana 1.- 4. september dvaldi starfsfólk ÍSÍ í Lausanne, höfuðstað Ólympíuhreyfingarinnar.

Hópurinn heimsótti höfuðstöðvar Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC) og fékk kynningu á verkefnum sambandsins. Starfsfólkið var heilan vinnudag í höfuðstöðvum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), fundaði með helstu sérfræðingum IOC og fékk fræðslu um helstu málaflokka sem tengjast starfi ÍSÍ og styrkjakerfi Ólympíusamhjálparinnar.

Advertisement

Það var bæði gagnlegt og skemmtilegt fyrir starfsfólk ÍSÍ að hitta loks fólkið á bak við tölvupóstana, skoða aðstæður hjá þessum tveimur yfirsamtökum ÍSÍ og fá góða fræðslu og gagnvirka umræðu um verkefnin. Ólympísk verkefni á hverju Ólympíutímabili (sem telur fjögur ár) hefur fjölgað mikið á síðustu árum og eru nú 13 talsins, þ.e. tvennir Ólympíuleikar (vetur og sumar), tvennir Ólympíuleikar ungmenna (vetur og sumar), fjórar Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar (vetur og sumar), Evrópuleikar, tvennir Heimsstrandarleikar ANOC og tvennir Smáþjóðaleikar. Á hverju ári er því umtalsverð vinna hjá starfsfólki ÍSÍ er tengist undirbúningi ólympískra verkefna. Eins er styrkjakerfi Ólympíu - frá upphafi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í alpagreinum þegar þeir urðu í áttunda og níunda sæti í svigi drengja. samhjálparinnar gríðarlega mikilvægt fyrir ÍSÍ og sérsamböndin bæði vegna þátttöku í framangreindum verkefnum sem og vegna ýmissa málaflokka. Hópurinn skoðaði í ferðinni Ólympíusafnið í Lausanne sem gefur frábæra yfirsýn yfir sögu Ólympíuleikanna og Ólympíuhreyfingarinnar.

Lokahátíð leikanna fór fram við hátíðlega athöfn í borginni Udine og voru fánaberar Íslands þau Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir keppandi á listskautum og skíðamaðurinn Bjarni Þór Hauksson.