1 minute read

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Vuokatti 2022

skíðagöngu, fjóra á snjóbretti, og einn keppanda á listskautum.

Advertisement

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fór fram í Vuokatti í Finnlandi 20. - 25. mars 2022. Upprunalega átti hátíðin að fara fram í febrúar 2021 en var frestað vegna COVID-19. Keppt var í níu íþróttagreinum þar sem 932 keppendur frá 46 Evrópuþjóðum mættu til leiks. Ísland sendi átta keppendur í alpagreinum, fjóra í

Setningarhátíðin fór fram i Vuokatti þar sem Björn Davíðsson, keppandi í alpagreinum og Júlía Rós Viðarsdóttir, keppandi á listskautum voru fánaberar Íslands og voru í fararbroddi við inngöngu íslenska hópsins. Íslensku keppendurnir stóðu sig með prýði í keppninni og voru til fyrirmyndar innan keppni sem utan. Háttvísiverðlaunin voru veitt á lokahátíð leikanna en þau voru veitt einni stúlku og einum dreng sem höfðu umfram aðra komið fram af sanngirni, virðingu, samstöðu og háttvísi bæði í keppni sem utan hennar. Íslenski snjóbrettakappinn Arnór Dagur

Þóroddsson hlaut háttvísiverðlaun drengja á leikunum í Vuokatti sem var mikill heiður og í fyrsta skipti sem Íslendingur hlýtur þau verðlaun á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.