1 minute read

Heimsþing TAFISA í Slóveníu

Þema fyrri þingdagsins var „Íþróttir fyrir alla í breytilegum heimi” (Sport for All in a changing world). Síðari þingdaginn tóku þingfulltrúar og gestir þátt í málstofu þar sem þrír fyrirlesarar settu fram fullyrðingar og þinggestir völdu að vera með eða á móti.

úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og verkefnastýra jafnréttismála á skólaog frístundarsviði Reykjavíkurborgar hóf dagskrána á því að fjalla um nýjar áskoranir varðandi jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttum. Dr. Viðar Halldórsson hélt erindi um félagslega þætti íþróttaiðkunar og fundarmenn fengu einnig fyrirlestur frá Margréti Lilju Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu um íslenska forvarnarmódelið. Fulltrúar hvers lands kynntu svo ný verkefni sem þau eru að vinna að í sínu heimalandi.

Advertisement

27. Heimsþing TAFISA fór fram í Portoroz í Slóveníu dagana 7. – 12. júní 2022. Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna ásamt 30 ára afmælishátíð samtakanna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Linda Laufdal starfsmaður ÍSÍ.

Á þinginu var Wolfgang Baumann kosinn í embætti forseta TAFISA en hann tekur við af Ju-Ho Chang sem gerður var að heiðursforseta samtakanna á þinginu. Á þinginu var jafnframt tekin sú ákvörðun að jafna kynjahlutfall í stjórn TAFISA. Næsta heimsþing TAFISA verður haldið í Dusseldorf árið 2023 en búið er að aflýsa næstu heimsleikum TAFISA, sem fara áttu fram í Rússlandi 2024, í ljósi aðstæðna.

Að kvöldi síðari þingdagsins var haldið upp á 30 ára afmæli TAFISA með táknrænum hætti.

Laugardaginn 11. júní gafst þingfulltrúum og gestum færi á að byrja daginn í fallega smábænum Píran þar sem fulltrúar á vegum Erasmus+ verkefnisins SPACHE (Sport and Physical Activity in Cultural Heritage Environment) kynntu gamla hefðbundna íþróttaleiki sem eru uppspretta menningararfs á götum Píran. Einnig voru kynntar til leiks nýrri íþróttir, eins og frisbígolf, tuchball, air badminton og fleira.