2 minute read

Allir með

Þrír ráðherrar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, menntaog barnamálaráðherra, undirrituðu í desember 2022 samstarfsyfirlýsingu um verkefnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ en það miðar að því að efla íþróttaástundun fatlaðs fólks, ekki síst fatlaðra barna og ungmenna. Alls verður 60 milljónum króna veitt til verkefnisins sem er til þriggja ára.

Íþróttasamband fatlaðra er ábyrgðaraðili verkefnisins en það verður unnið í samstarfi við ÍSÍ og UMFÍ. Bakhjarlar verkefnisins verða ofangreind þrjú ráðuneyti, auk ÖBÍ og Þroskahjálpar.

Advertisement

Markmiðið er að öll börn og ungmenni eigi möguleika á að taka þátt í íþróttum í samræmi við óskir þeirra

Vettvangsnám

Tveir nemar úr íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík, þau Karólína Jack og Ketill Helgason, voru í vettvangsnámi hjá ÍSÍ í þrjár vikur í maí 2022. Þau unnu fjölbreytt verkefni og fengu kynningu á starfsemi ÍSÍ og hjá sambandsaðilum ÍSÍ.

Að verknáminu loknu höfðu Karólína og Ketill þetta að segja um dvöl sína hjá ÍSÍ: og þarfir. Áhersla er á að fötluðum börnum og ungmennum verði til að mynda gert kleift að stunda íþróttir með ófötluðum börnum kjósi þau svo. Verkefnið er liður í að ná þeim markmiðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem varða þátttöku fatlaðs fólks í íþróttastarfi.

Ketill: „Ég fann fyrir góðum starfsanda á vinnustaðnum og hversu samheldinn hópurinn er sem er að vinna hjá ÍSÍ.

Aðgerðirnar sem ráðist verður í byggja á tillögum sem fram komu á ráðstefnu vorið 2022 undir yfirskriftinni „Farsælt samfélag fyrir alla – tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi“. Um 200 manns tóku þátt og fjöldi hugmynda varð til. Aðgerðaáætlun var í kjölfarið unnin um fulla þátttöku og virkni fatlaðs fólks á forsendum eigin getu.

Valdimar Gunnarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri og vinnur að framgangi aðgerðanna í samstarfi við sveitarfélög og íþróttafélög um land allt, auk fulltrúa félagsþjónustu, skóla, sérsambanda ÍSÍ, íþróttahéraða ÍSÍ og UMFÍ og fjölda annarra sem tengjast verkefninu. Einnig verða veittir styrkir og aðstoð við þróun sprotaverkefna í íþróttastarfi sem hafa þann tilgang að efla nýsköpun og styðja við góðar fyrirmyndir þannig að markmið verkefnisins nái fram að ganga. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Allir með“ sem er skírskotun til þess að íþróttahreyfingin opni dyrnar fyrir alla. Hjálparhellur verkefnisins eru Anna Karólína Vilhjálmsdóttir ÍF, Ragnheiður Sigurðardóttir UMFÍ, Þórarinn Alvar Þórarinsson ÍSÍ og Ragnhildur Skúladóttir ÍSÍ.

Starfsfólkið er alltaf til í að ræða málin og svara öllum spurningum sem ég hafði um starfsemina.”

Karólína: „Mér fannst virkilega gaman að koma inn til ÍSÍ og fá að kynnast starfseminni sem þar fer fram. Það tóku allir vel á móti okkur og voru til í að miðla sinni reynslu til okkar og segja okkur í hverju sitt starf felst. Það er mikið af reynslumiklu fólki á skrifstofunni sem við vorum svo heppin að fá að læra af.”

Heimsóknir erlendra aðila

Starfsfólk ÍSÍ tekur árlega á móti mörgum einstaklingum og hópum erlendis frá sem vilja fræðast um uppbyggingu og rekstur íþróttastarfs á Íslandi, Íslenska forvarnarmódelið, frístundastyrkinn og greiðslur til þjálfara. Gestirnir koma víða að m.a. frá Guanajuato fylki í Mexíkó, Eistlandi, Frakklandi, Kanada og Norðurlöndunum.

Starfsfólk ÍSÍ þakkar þeim Karólínu og Katli fyrir góð kynni, áhugann og flott starf í verknáminu og óskar þeim alls góðs í framtíðinni.