1 minute read

Börn af erlendum uppruna

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt svo að ekki sé um villst, að börn af erlendum uppruna á Íslandi taka síður þátt í íþróttum með íþróttafélagi, en börn sem hafa íslensku sem móðurmál. Þessi vitneskja varð kveikjan að því að ÍSÍ og UMFÍ réðust

Advertisement

Útgáfa

ÍSÍ og UMFÍ hófu útgáfu á bæklingnum Vertu með! árið 2019 en þá kom hann út á sex tungumálum. Í ársbyrjun 2021 bættust tvö ný tungumál við og nú hafa önnur tvö bæst í hópinn. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins og má þar til dæmis nefna: upplýsingar

Stjórnendanám

í útgáfu bæklinga sem ætlaðir eru foreldrum barna af erlendum uppruna með upplýsingum um íþróttastarfið á Íslandi, undir heitinu „Vertu með!“.

ÍSÍ og UMFÍ hafa einnig staðið fyrir ýmiskonar fræðslu m.a. málþingi og úthlutað styrkjum til sambandsaðila vegna verkefna sem er ætlað að fjölga börnum af erlendum uppruna í íþróttastarfi. ÍSÍ og UMFÍ fengu styrk til þessara verkefna frá félagsmálaráðuneytinu árið 2021. um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og forvarnargildi þátttöku í skipulögðu starfi. Í dag er bæklingurinn til á 10 tungumálum en auk íslensku eru það; enska, pólska, litháíska, tælenska, víetnamska, filippseyska, arabíska, spænska og úkraínska. Bæklinginn má nálgast í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ og í rafrænni útgáfu á vefsíðu ÍSÍ.

Þátttakendur gera léttar og hressandi æfingar.

Í september 2021 stóð ÍSÍ fyrir námskeiði í stjórnendaþjálfun og fór námskeiðið fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sátu einstaklingar sem vinna í íþróttahreyfingunni ýmist sem starfsfólk eða sjálfboðaliðar. Gunnar

Jónatansson stjórnendamarkþjálfi var aðalkennari á námskeiðinu, en aðrir kennarar voru Guðmundur B. Ólafsson lögfræðingur og formaður HSÍ og Andri Stefánsson þáverandi sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og núverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Skipulag námskeiðsins var í höndum starfsmanna Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Námskeiðið var vottað af Alþjóðaólympíuhreyfingunni og styrkt af Ólympíusamhjálpinni og fengu allir þátttakendur viðurkenningu að námskeiði loknu.