1 minute read

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fer fram í grunnskólum landsins ár hvert og taka um 70 grunnskólar þátt í hlaupinu. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri, hversu margir tóku þátt og hversu langt var hlaupið. ÍSÍ setur hlaupið formlega í einum skóla á hverju hausti. Árið 2021 var hlaupið sett í Grunnskólanum á Reyðarfirði og árið 2022 í Grunnskólanum í Grindavík.

Advertisement

Hlaupið er styrkt af verkefninu Íþróttavika Evrópu og eru nöfn þriggja þátttökuskóla sem ljúka hlaupinu fyrir 10. október dregnir út. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.