3 minute read

Hádegisfundir og styttri fræðslufundir

markmiðasetningar í íþróttum og ólíkar gerðir markmiðasetninga. En í seinni hlutanum var lögð áhersla á grunnreglur markmiðasetningar á æfingum og einstaklingsmiðaða nálgun.

Fræðslufundur um hjartatengd vandamál hjá íþróttafólki. Fyrirlesari var einn fremsti íþróttalæknir og hjartasérfræðingur Evrópu, Dr. Martin Halle

Advertisement

Endurkoma knattspyrnufólks á völlinn eftir hásinarslit

Næringarfræði íþróttafólks

Elísa Viðarsdóttir matvæla-og næringarfræðingur og landsliðskona í knattspyrnu kynnti meistaraverkefni sitt í næringarfræði íþróttafólks frá Háskóla Íslands og var viðburðurinn haldinn í tengslum við Ólympíudaginn í júní 2021. Titill fyrirlestursins var Næringarfræðsla og ráðgjöf fyrir íþróttahreyfinguna: Þarfagreining með Delphi aðferð. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig nágrannalöndin hafa mótað stefnu þegar kemur að næringarfræðslu til íþróttamanna, hvað hefur virkað og hvað ekki, og nýta þekkinguna til að finna hentuga nálgun fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi

Kvendómari á afreksstigi

Um miðjan nóvember 2021 stóðu

ÍSÍ og KKÍ fyrir hádegisfundi í

Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, um kvendómara á afreksstigi. Andrada

Monika Csender þrautreyndur FIBA dómari fór yfir umhverfi dómara á afreksstigi, hverjar eru helstu áskoranir kvenkynsdómara og ýmislegt annað tengt dómarastarfinu. Auk fyrirlestursins dæmdi Andrada leik í efstu deild karla og leiðbeindi á dómaranámskeiði sem haldið var fyrir konur í körfubolta.

Anabólískir sterar Í maí mánuði 2022 hélt Ingunn Hullstein annar af forstöðumönnum vísinda á norsku WADA rannsóknarstofunni í Ósló fyrirlestur undir yfirskriftinni: Anabólískir sterar. Fyrirlesturinn fór fram í húsakynnum ÍSÍ og var ætlaður þeim aðilum sem hafa á einhvern hátt, beint eða óbeint, með lyfjamál að gera hjá sérsamböndum ÍSÍ sem og íþróttafólki.

Þrír ólíkir fræðsluviðburðir Í lok ágúst og byrjun september 2022 stóð íþróttahreyfingunni til boða að sækja þrjá ólíka fyrirlestra.

Æfingar og keppni kvenkyns leikmanna með tilliti til tíðarhrings á vegum KSÍ í tengslum við bikarúrslitaráðstefnu KSÍ og KÞÍ. Fyrirlesari var Clare Conlon starfsmaður írska knattspyrnusambandsins. Þessi fyrirlestur átti sérstaklega erindi við knattspyrnukonur og þjálfara knattspyrnu kvenna.

Íþróttasálfræðingarnir heimsþekktu

Dr. Robert S. Weinberg og Dr. Daniel Gould héldu hádegisfyrirlestur í HR í samvinnu við ÍSÍ. Í fyrri hluta viðburðarins var fjallað um rannsóknir á mikilvægi

Í byrjun október 2022 hélt Dr. Chris Curtis fyrirlestur um endurkomu knattspyrnufólks á völlinn eftir meiðsli með hjálp faglegrar næringarráðgjafar. Hásinarslit eru með langvinnustu meiðslum hjá atvinnuknattspyrnufólki. Með nýjustu þekkingu í endurhæfingu, íþróttafræðum og næringarfræðum hefur verið hægt að stytta þann tíma sem endurhæfing hefur jafnan tekið. Þessi viðburður var samvinnuverkefni HR og ÍSÍ og haldinn í HR.

Styrktarþjálfun barna og unglinga Í október 2022 fór fram hádegisfyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í samvinnu Íþróttafræðideildar HR og ÍSÍ. Fyrirlestur Dr. Rick Howard, Styrktarþjálfun barna og unglinga, fjallaði um það hver væri besta leiðin til að bæta íþróttaárangur og draga úr hættu á meiðslum á sama tíma sérstaklega þegar um væri að ræða börn og unglinga.

Hið ósýnilega afl

Samstarfshópur um fræðslu í tengslum við íþróttastarf á Akureyri bauð upp á fræðsluerindi í Háskólanum á Akureyri í lok nóvember 2022. Dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur var með erindið „Hið ósýnilega afl“ þar sem hann fór yfir það hvernig félagsleg umgjörð, hugmyndafræði, gildi og vinnubrögð mynda kúltúr sem virkar sem ósýnilegt afl á einstaklinga og hópa innan íþrótta. Samstarfshópinn skipa fulltrúar frá ÍSÍ, ÍBA, Akureyrarbæ og Háskólanum á Akureyri.

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins, þar sem sjónum er sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk í grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Dagskrá Forvarnardagsins byggist á því að nemendur ræða um hugmyndir sínar um íþrótta- og tómstundastarf, samveru með fjölskyldunni og það að

Styrktarþjálfun afreksíþróttafólks Í byrjun mars 2023 var hádegiserindi haldið í Háskólanum í Reykjavík, í samvinnu við ÍSÍ, um styrktarþjálfun afreksíþróttafólks. Clive Brewer sem þekktur er um allan heim fyrir störf

Námskeið í Ólympíu

Árlega er tveimur einstaklingum á aldrinum 20-30 ára boðið að taka þátt í 10 daga námskeiði í Ólympíu í Grikklandi á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar (IOA). Árið 2021 fór námskeiðið ekki fram vegna heimsfaraldursins Covid-19 en árið 2022 voru þau Elín Lára Reynisdóttir og Sigurður Már Atlason valin til fararinnar. Á meðan á námskeiðinu stendur búa þátttakendur á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar þar sem þau hlusta á fyrirlestra og vinna leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra. Þau vinna í hópavinnu og skrá hugmyndir sínar, síðan er svörum safnað saman til að finna samnefnara í umræðum þeirra. Nemendur taka þátt í leik og fer verðlaunaafhending fram á Bessastöðum ár hvert. ÍSÍ er einn af samstarfsaðilum Forvarnardagsins. sín sem þjálfari afreksíþróttafólks hélt erindið, en hann hefur m.a. unnið með Manchester United, USA Football og Alþjóða frjálsíþróttasambandinu svo að einhver samtök og félög séu nefnd. í hópum. Einnig gefst tækifæri til að gera ýmislegt annað eins og að taka þátt í allskyns íþróttum og listum, fara á ströndina, í skoðunarferðir eða bara slappa af og kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum. Þau Elín Lára og Sigurður Már voru mjög ánægð með dvölina og sögðu eftirfarandi þegar þau komu heim: „Við höfðum það sem markmið að kynnast sem flestum þátttakendum og eignuðumst fyrir vikið frábæra vini alls staðar að úr heiminum. Við munum búa að þessari

Lykiláherslur Forvarnardagsins eru:

• Samvera og stuðningur foreldra skiptir máli

• Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur þáttur í lífi ungs fólks.

• Leyfum heilanum að þroskast því hann er ekki fullþroskaður fyrr en eftir 20 ára aldur.