4 minute read

Ferðasjóður íþróttafélaga

Árlega úthlutar ÍSÍ styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til að mæta ferðakostnaði íþrótta- og ungmennafélaga vegna þátttöku í fyrirfram skilgreindum styrkhæfum mótum innanlands. Styrkirnir eru greiddir út beint til viðkomandi íþrótta- og ungmennafélaga, skv. umsóknum.

Í mars 2022 var úthlutað samtals 156,4 milljónum króna vegna keppnisferða ársins 2021. Um óvenju háa úthlutun var að ræða vegna tilfærslu að upphæð 32 millj. króna frá fyrra ári, sem gerð var með hliðsjón af tilfærslu á haustönn keppnistímabils, m.a. í handknattleik og körfuknattleik, vegna sóttvarnaaðgerða.

Advertisement

Það bárust 230 styrkumsóknir í sjóðinn, 113 frá íþróttafélögum úr 21 íþróttahéraði, vegna 2.846 ferða í 23 íþróttagreinum vegna keppnisferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2021 og var heildarupphæð umsókna kr. 527.803.182,- . Í mars 2023 var úthlutað samtals 123,9 milljónum króna vegna keppnisferða ársins 2022. Þá bárust 242 styrkumsóknir frá 121 félagi úr 21 íþróttahéraði, vegna 3.046 ferða í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var kr. 588.380.640,-.

Sjóðurinn hefur fengið árlegt framlag af fjárlögum Alþingis síðan árið 2007 og er haft samráð við mennta- og barnamálaráðuneytið um allar breytingar á grunnforsendum útreiknings styrkja. Sjóðurinn skiptir

Kórónuveirufaraldurinn og lífið

Takmarknir á samkomum vegna Covid farsóttarinnar höfðu mikil áhrif á starfsemi íþróttahreyfingarinnar árið 2021 og fyrstu mánuði ársins 2022. Slegið var í og úr varðandi takmarkanir en öllum takmörkunum vegna veirunnar var svo loks aflétt í febrúar 2022, bæði innanlands og á landamærum. Voru það mikil gleðitíðindi fyrir íþróttahreyfinguna og alla landsmenn. Aðstæður sem sköpuðust á tíma faraldursins juku mjög álagið á forystu ÍSÍ og skrifstofu því ÍSÍ var millistykkið á milli stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar og sinnti stóru hlutverki í mörgum málaflokkum tengdum faraldrinum.

Að loknu þessu erfiða tímabili þá er ÍSÍ efst í huga þakklæti til sambandsaðila fyrir gott samstarf í gegnum þennan ótrúlega og ófyrirsjáanlega tíma. Hrós og þakklæti fær starfsfólk, þjálfarar, iðkendur og sjálfboðaliðar í íþróttahreyfingunni fyrir frábær störf og æðruleysi í oft flóknum aðstæðum.

Eins átti ÍSÍ sérstaklega gott samstarf við stjórnvöld, almannavarnir, embætti ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, sóttvarnalækni og Vinnumálstofnun.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, sagði í frétt á heimasíðu ÍSÍ, við afléttingarnar: „Þetta eru merkileg tímamót. Vonandi sjáum við nú fram á að losna undan faraldrinum og áhrifum hans, á næstu vikum og mánuðum. Áskoranirnar í tengslum við faraldurinn hafa verið af ýmsum toga. Þrátt fyrir oft erfiða tíma og flókna hefur verið mikil samstaða innan hreyfingarinnar og mikill vilji til þess að halda íþróttastarfi gangandi í takti við gildandi sóttvarnarreglur og með þeim takmörkunum sem þeim fylgdu hverju sinni. Þessi tími hefur þó skilað okkur ýmsu jákvæðu, bæði íþróttahreyfingunni og samfélaginu, íþróttahreyfinguna gríðarlega miklu máli enda ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar stór þáttur í rekstri flestra íþróttafélaga, ekki síst á landsbyggðinni. Með styrkjum úr sjóðnum hefur aðgengi íþróttafólks að keppni og íþróttamótum verið jafnað umtalsvert. sem mun fylgja okkur áfram veginn að þessum tíma loknum. Við höfum meðal annars lært að bregðast við ýmsum aðstæðum sem aldrei höfðu áður komið upp í okkar starfi, að nýta tæknilausnir, sýna mikla þrautseigju og útsjónarsemi og standa saman sem einn maður í því mótlæti sem við mættum í faraldrinum. Það hefur skipt miklu máli að missa ekki kjarkinn og seigluna í gegnum þennan tíma heldur halda fast í bjartsýni og trú á að um tímabundið ástand væri að ræða. Það er mikil tilhlökkun í loftinu og vonandi erum við á fullri siglingu inn í viðburðarríkt íþróttavor þar sem aftur verður leyfilegt að þétta raðirnar og sýna stuðning í verki á áhorfendasvæðunum.”

Þó aðeins hluti mótahalds í landinu sé styrkhæfur í sjóðnum þá endurspegla umsóknir í Ferðasjóði íþróttafélaga gríðarlegt umfang ferðalaga og ferðakostnaðar í íþróttastarfinu á landsvísu og þær miklu áskoranir sem íþróttafélögin í landinu, og þá aðallega í dreifðari byggðum landsins, þurfa að mæta í rekstrinum til að veita iðkendum sínum tækifæri til þátttöku í íþróttamótum.

Afrekssjóður ÍSÍ

Miklar breytingar voru gerðar á Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2017 og að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn sem unnið hefur verið eftir á undanförnum árum. Ferlið í kringum styrkveitingar, kröfur á sérsamböndin og eftirfylgni frá ÍSÍ tók miklum breytingum frá fyrri árum og almennt má segja að breytingarnar hafi gengið vel.

Þær áskoranir sem sérsambönd ÍSÍ og íþróttahreyfingin á Íslandi hefur glímt við á undanförnum árum hafa sýnt hversu mikilvægt afreksíþróttastarfið er fyrir íslenskt samfélag. Afrekssjóður ÍSÍ styrkir fjölmarga þætti sem allir hafa það að markmiði að efla afreksíþróttir og þá einstaklinga sem keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi.

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði vegna verkefna ársins 2021 alls 515.125.000 kr. til sérsambanda ÍSÍ. Við skil á uppgjörum til sjóðsins hafa verið felldir niður styrkir að upphæð 25.335.690 kr. vegna þess að verkefni sérsambanda féllu niður eða að kostnaður var ekki í samræmi við umsóknir og/eða forsendur úthlutunar. Heildarúthlutun vegna 2021 stendur því í 489.789.310 kr., en enn á eftir að ljúka örfáum uppgjörum sem byggja á endanlegum ársreikningum sérsambanda.

Vegna verkefna ársins 2022 var úthlutað 548.525.483 kr. til sérsambanda ÍSÍ, sem er hæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi. Ástæðan var m.a. sú að verið var að endurúthluta þeim fjármunum sem felldir voru niður vegna ársins 2020 og 2021 vegna áhrifa heimsfaraldurs á afreksíþróttastarf sérsambanda. Við skil á uppgjörum til sjóðsins í lok árs 2022 hafa verið felldir niður styrkir að upphæð 4.475.264 kr. sem byggðu á bráðabirgðaruppgjörum sérsambanda. Heildarúthlutun vegna 2022 stendur því í 544.050.219 kr.

Samningur við ríkisvaldið hefur verið framlengdur til eins árs í senn undanfarin ár, og er 392 m.kr. undanfarin ár í stað 400 m.kr. eins og var fyrir nokkrum árum síðan.

Úthlutun til sérsambanda fyrir árið 2023 varð 535.565.000 kr. en úthlutun átti sér stað í desember 2022 og í janúar 2023.

Markmið sjóðsins er að hjálpa til við að Íslendingar eigi hverju sinni afreksfólk í íþróttum er skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum og að stöðugt hækki afreksstig íslenskra íþrótta. Þannig styrkir sjóðurinn sérsambönd ÍSÍ til þess að þau geti bætt enn frekar það afreksumhverfi sem er til staðar. Afreksstarf margra annarra þjóða er sífellt að verða betra og Ísland verður að halda í við þá þróun, bæði faglega og með enn meiri stuðningi við afreksíþróttastarfið.

Samkvæmt reglugerð sjóðsins ber að flokka sérsambönd í afreksflokka og hefur á síðustu mánuðum verið töluverð umræða um flokkun sérsambanda, reglugerð sjóðsins og áherslur. Því hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ sett í gang ítarlega vinnu við endurskoðun á reglugerð sjóðsins auk þess sem að kallað hefur verið eftir áliti frá sérsamböndum ÍSÍ.

Nánar má lesa um úthlutun til sérsambanda í töflu aftarlega í Ársskýrslu ÍSÍ.

Ríkisstyrkur

Frá árinu 2006 hefur ríkið styrkt rekstur sérsambanda ÍSÍ með árlegu framlagi. Fyrsta árið var styrkurinn