1 minute read

Íþróttamiðstöðin í Laugardal – endurbætur og flutningur UMFÍ

Tímamót urðu í ágúst 2022 þegar þeir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Jóhann

Advertisement

Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um leigu á húsnæði fyrir starfsemi UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur nú verið opnuð á 3. hæð miðstöðvarinnar eftir gagngerar breytingar og endurbætur á hæðinni og eru húsakynni samtakanna hin glæsilegustu.

Það eru sannarlega ánægjuleg tímamót að samtökin fari undir sama þak og mun án nokkurs efa leiða til hagræðis og mögulega betri nýtingar á fjármunum fyrir íþróttaog ungmennafélagshreyfinguna, einfalda boðleiðir og auka verulega möguleikana á enn frekara samstarfi innan íþróttahreyfingarinnar, samfélaginu til góða.

Með komu UMFÍ á hæðina þá fækkaði fundarrýmum ÍSÍ talsvert og var ráðist í að sameina rými og endurbæta til að nýta húsnæðið til fulls. Nýlega var svo opnuð glæsileg fundaraðstaða á 3. hæð með nýjum tæknibúnaði fyrir bæði fjarfundi og staðfundi.

Framkvæmdum er ekki að fullu lokið á hæðinni því enn á eftir að taka í gegn

Stofnþing Klifursambands Íslands

Stofnþing Klifursambands Íslands

(KÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í

Laugardal 27. september 2021. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 34 talsins. Sex íþróttahéruð og sex íþróttafélög áttu þingfulltrúa á þinginu. Manuela Magnúsdóttir var kjörin fyrsti formaður sambandsins. Aðrir í stjórn voru kjörin þau Rúna Thorarensen og Vikar Hlynur Þórisson til tveggja ára og til eins árs þeir Örn Árnason og Elmar Orri Gunnarsson. Varamenn stjórnar voru kjörin þau Ásrún einn lítinn fundarsal og ganga frá loftræstingu.

Mjöll Stefánsdóttir, Arnór Már Guðmundsson og Björn Baldursson. Lög sambandsins voru samþykkt samhljóða. Alþjóðaklifursambandið sendi formlega kveðju inn á stofnþingið með hamingjuóskum til sambandsins og góðum framtíðaróskum.

Klifuríþróttin hefur vaxið hratt á Íslandi undanfarin ár. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018 og vann hún ötullega að eflingu og útbreiðslu íþróttarinnar á landsvísu. Klifuríþróttin er nú stunduð í sex íþróttafélögum í sex íþróttahéruðum og er von á frekari fjölgun félaga/deilda um klifur á næstu mánuðum.

Kominn er tími á kostnaðarsamt viðhald á ýmsum þáttum í miðstöðinni og verður unnið að því eins og efni leyfa.

Íþróttin varð ólympísk íþrótt þegar skipuleggjendur Ólympíuleikanna í

Tókýó völdu hana sem eina af þeim valgreinum sem skipuleggjendum er heimilt að velja fyrir leikana í viðkomandi landi. Klifur verður einnig á meðal keppnisgreina á Ólympíuleikunum í París árið 2024.