1 minute read

Samtök íslenskra Ólympíufara – SÍÓ

Níundi aðalfundur Samtaka íslenskra ólympíufara var haldinn 27. maí 2021 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Formaður SÍÓ, Jón Hjaltalín Magnússon, var endurkjörinn. Fjórir ólympíufarar gáfu kost á sér áfram til stjórnarsetu sem aðalmenn í stjórn, þeir; Jón Þ. Ólafsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Konráð H. Olavsson og Guðmundur Jóhannsson. Varamenn í stjórn voru kosnir; Helga Sigurðardóttir og Lára Sveinsdóttir. Guðmundur Gíslason og Björgvin Björgvinsson voru kosnir skoðunarmenn reikninga ásamt Árna Sigurðssyni til vara.

Golfmót SÍÓ var haldið haustið 2021 í samvinnu við ÍSÍ, Golfsambandið og Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi. Haldið var afmælishóf þann 5.

Advertisement

desember 2022 með góðri mætingu félagsmanna og gesta þeirra. Lögð var áhersla á þátttöku í Ólympíuleikunum 1972 í Munchen og 1992 í Barcelona og Albertville. Ekki var unnt að halda afmælishóf samtakanna árið 2021 vegna samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.

Afhending bolta frá SÍÓ í einum af skólum SOS í Malaví. þjóðarsamtök ólympíufara styðji við stofnun og rekstur íþróttafélaga í fátækum löndum Afríku. SÍÓ studdi árið 2022, SOS barnaþorpin í Afríku með boltagjöf til skóla þeirra í Malaví.

SÍÓ er virkur þátttakandi í WOA og fær árlega styrk frá þeim til starfseminnar .

SÍÓ hefur lagt áherslu á að World Olympians Association (WOA) og

Kær Heiðursfélagi ÍSÍ kvaddur

Benedikt Geirsson fyrrum stjórnarmaður ÍSÍ og fyrrum formaður Skíðasambands Íslands lést 6. maí 2022 eftir baráttu við krabbamein.

Benedikt Geirsson kom víða við í íþróttahreyfingunni og var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands og Ólympíunefnd Íslands voru sameinuð í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands eins og sambandið heitir í dag. Þar sat hann í stjórn til ársins 2006 og var í mikilvægum embættum sem formaður Afrekssviðs ÍSÍ og sem ritari stjórnar.

Benedikt kom þannig að mótun nýrra heildarsamtaka þar sem horfa þurfti til þess fjölbreytileika sem íþróttirnar standa fyrir. Benedikt starfaði alla tíð ötullega að framgangi skíðaíþrótta, bæði á vegum skíðadeildar Fram, Skíðaráðs Reykjavíkur og sem formaður Skíðasambands Íslands. Hann var sæmdur Gullmerki ÍSÍ árið 1996, Heiðurskrossi ÍSÍ árið 2008 og á Íþróttaþing ÍSÍ 2015 var Benedikt kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ, en þá viðurkenningu hljóta einungis þeir sem starfað hafa ötullega og af hugsjón innan vébanda íþróttahreyfingarinnar um langt árabil.

Að leiðarlokum standa eftir minningar um glæsilegan fulltrúa hreyfingarinnar, sem lagði mikið af mörkum til