1 minute read

Formannafundir ÍSÍ

Formannafundur ÍSÍ er samkvæmt lögum ÍSÍ ráðgefandi samkoma þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ upplýsir formenn og framkvæmdastjóra sambandsaðila ÍSÍ um starfsemi sambandsins á milli Íþróttaþinga. Formannafundur er haldinn í nóvember/desember ár hvert og er alltaf vel sóttur af sambandsaðilum ÍSÍ.

Formannafundur ÍSÍ 2021 var fjarfundur, haldinn 7. desember. Fundurinn var í styttra lagi í ljósi þess að framhaldsþing ÍSÍ var tiltölulega nýafstaðið. Ásmundur Einar Daðason, nýskipaður menntaog barnamálaráðherra var gestur fundarins. Fyrir fundinn fundaði hann með forystufólki ÍSÍ og heimsótti skrifstofur nokkurra sérsambanda í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Forseti ÍSÍ skýrði helstu niðurstöður úr skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ á málefnum KSÍ en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í Laugardal degi fyrir fund. Farið var stuttlega yfir stöðu mála varðandi verkefni og fjárhag ÍSÍ. Um 90 manns af öllu landinu tóku þátt í fundinum.

Advertisement

Dómsmál

Kosið er í dómstóla ÍSÍ á Íþróttaþingi ÍSÍ til tveggja ára í senn. Á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ voru eftirtaldir kjörnir:

Dómstóll ÍSÍ: Björg Ásta Þórðardóttir, Gunnar Guðmundsson, Halldór V.

Formannafundur ÍSÍ 2022 fór fram 25. nóvember í Fáksheimilinu í Víðidal. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ hittust á Formannafundi. Alls mættu 104 formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ ásamt stjórn og starfsfólki ÍSÍ. Fundarstjórn var í höndum Þóreyjar Eddu Elísdóttur, 1. varaforseta ÍSÍ .

Á fundinum kynnti Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, nýja framtíðarsýn ÍSÍ og breytingar á skipulagi skrifstofu ÍSÍ. Hann ræddi væntanlegan COVID styrk frá ríkisstjórninni sem og fjármagn í Afrekssjóð fyrir komandi ár, skýrði frá stöðu mála varðandi uppbyggingu þjóðarhallar um innanhússíþróttir, breytingar á húsnæði ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni og flutning UMFÍ í miðstöðina.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ flutti skýrslu stjórnar og fór yfir fjárhagsupplýsingar í fjarveru gjaldkera stjórnar. Góðar umræður urðu um skýrslu stjórnar og aðra dagskrárliði. Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnastjórar Bjarts lífsstíls stýrðu léttum líkamsæfingum í hléi, við góðar undirtektir fundargesta. Framkvæmdastjórn ÍSÍ lagði þrjú mál fyrir fundinn, til kynningar og umræðu; lottóreglur og úthlutun en verið er að skoða framtíðar fyrirkomulag þess í samstarfi við UMFÍ, skráningarmál íþróttahreyfingarinnar og málefni sjálfboðaliða.

Fyrir fundinn voru kynningar á nýútgefinni viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf, sem Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Aron Freyr Kristjánsson frá embætti samskiptaráðgjafa höfðu umsjón með og einnig kynntu þau Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs ÍSÍ og Jón Reynir Reynisson starfsmaður ÍSÍ verkefni um viðmið ÍSÍ um góða stjórnunarhætti.

Frímannsson, Hilmar Gunnlaugsson, Ingibjörg Halldórsdóttir og Ólafur Björnsson.

Áfrýjunardómstóll ÍSÍ: Gestur Jónsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Hulda Árnadóttir og Karl Gauti Hjaltason.

Skrifstofa ÍSÍ annast milligöngu gagna og birtingu dóma. Dómstóll ÍSÍ fékk til sín 11 mál frá síðasta Íþróttaþingi ÍSÍ (eitt mál var dregið til baka). Einu máli var áfrýjað til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ.

Dómsúrskurði er hægt að lesa á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is.