Ársskýrsla ÍSÍ 2009

Page 1

ÁRSSKÝRSLA

PRENTVINNSLA ODDI EHF 2009  P.09.01.921

ÍSÍ  |  ENGJAVEGI 6  |  104 REYKJAVÍK  |  W W W.ISI.IS

P09.01.921.KAP.indd 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

4/15/09 11:46:04 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Efnisyfirlit Mannauður – verðmæti hreyfingarinnar . . . . . . . Framkvæmdastjórn ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Varastjórn ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heiðranir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skrifstofa ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Framkvæmdastjóraskipti hjá ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . Nefndir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samstarf við Flugfélag Íslands . . . . . . . . . . . . . . Íþróttamiðstöðin í Laugardal . . . . . . . . . . . . . . . . Dómsmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lagamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sameiningar héraðssambanda . . . . . . . . . . . . . . Heimsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ný sérsambönd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Formannafundir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stofnun Kraftlyftinganefndar ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . Mikilvægur stuðningur við íþrótta- og ungmennastarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stofnun Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA . . . . . . . . . Ferðasjóður íþróttafélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fjárframlög frá Alþingi til íþróttahreyfingarinnar Styrkur til sérsambanda ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . Endurgreiðslur vegna íþróttaslysa . . . . . . . . . . . Fjármálaráðstefna ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsskýrslur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólympíu­sam­hjálpin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Upplýsingatækni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Felix . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Netbókhald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tölvumál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttamannvirki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Handbók ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heimasíður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Verkefnasjóður ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fræðslusvið ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nýtt skipulag – fræðslukvöld ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . Fjarnám í þjálfaramenntun . . . . . . . . . . . . . . . . . Þjálfaramenntun sérsambanda . . . . . . . . . . . . . . Fyrirmyndarfélag ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hádegisfundir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ráðstefnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Endurskoðun stefna ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Forvarnardagurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Barna og unglingaráðstefna Laugarvatni 2008 . . Málþing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Útgáfumál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2 4 7 8 9 9 10 10 11 11 11 11 12 13 14 14 15 16 16 17 17 18 19 19 19 20 20 20 20 21 21 21 21 22 22 22 22 22 23 23 23 23 24 24 25

Samstarf við menntastofnanir . . . . . . . . . . . . . . . 25 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 20 ára . . . . . . . . . . . . . . . 26 Vinsælt verkefni - Hjólað í vinnuna . . . . . . . . . . . 27 ÍSÍ og Sjóvá hafa undirritað nýjan samstarfssamning um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ . 27 Ísland á iði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Stafganga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Lífshlaupið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Nefnd um íþróttir eldri borgara . . . . . . . . . . . . . 29 Hreyfing fyrir alla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Samstarf við Háskólann í Reykjavík . . . . . . . . . . . 30 Árangursríkt samstarf við Lýðheilsustöð . . . . . . . 30 Heilsa og vellíðan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Göngum í skólann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Átaksverkefnið rauði kjóllinn . . . . . . . . . . . . . . . 31 Skólahreysti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Ólympíuleikar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Ólympíuleikar Peking . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Ljósmyndasýning ólympíufara . . . . . . . . . . . . . . 33 Afhending silfurmerkja IOC . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Íslensk listakona hlýtur viðurkenningu . . . . . . . . 35 Samtök íslenskra ólympíufara . . . . . . . . . . . . . . . 35 Smáþjóðaleikar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Smáþjóðaleikar 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Alþjóða Ólympíu­akademían . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Ólympíufjölskyldan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar . . . . . . . . . . . . . . 38 Vetrarólympíuhátíð 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Sumarólympíuhátíð 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Vetrarólympíuhátíð 2009 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Hóf Íþróttamanns ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ . . . . . . . . . . . . 40 Lyfjaeftirlit ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Erlend samskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Íþróttalæknis­fræðiráðstefna Heilbrigðisráðs ÍSÍ . . 41 Heimsókn í höfuðstöðvar IOC . . . . . . . . . . . . . . . 42 Viðurkenning frá Alþjóða Ólympíunefndinni . . . . 42 Heimsókn forseta Evrópusambands ólympíunefnda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Heilbrigðisráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2006 . . . . . . 44 Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2007 . . . . . . 46 Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2008 . . . . . . 48 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ársreikningur 2008 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51

P09.01.921.indd 1

4/15/09 11:17:10 AM


Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Mannauður – verðmæti hreyfingarinnar Það er heiður að fá í fyrsta sinn að fylgja úr hlaði ársskýrslu Íþróttaog Ólympíusambands Íslands. Það fylgir því ennfremur stolt að fá að leiða fjölmennustu og glæsilegustu fjöldahreyfingu landsins, vera í fyrirsvari og taka – nánast daglega – við hrósi og stuðningi sem aðrir hafa í raun unnið til. Sannarlega hafa skipst á skin og skúrir á því tímabili sem skýrslan nær til. Margir sigrar áunnist og fjölbreytt viðfangsefni skotið upp kollinum. Líklega hafa þær andstæður hvergi endurspeglast jafn vel og síðastliðið haust þegar fögnuður silfurverðlauna handknattleiksliðs okkar á Ólympíuleikunum í Peking vék fyrir hruni íslensks efnahagslífs – og þar með mikilvægra fjárhagsstoða hreyfingarinnar. Frjáls félagasamtök sem byggja rekstrargrundvöll sinn að stóru leyti á stuðningi atvinnulífs og framlögum heimila í landinu hafa orðið illa fyrir barðinu á efnahagsástandinu. Á tímum sem þessum kemur vel í ljós úr hverju hreyfingin er gerð.

Jákvæðni, samstaða og ábyrgar aðhaldsaðgerðir eru komin langt með að fleyta okkur yfir erfiðustu hjallana, og það hefur komið berlega í ljós hversu efnahagsreikningur mannauðs hreyfingarinnar er sterkur. Hinsvegar eru þau verðmæti fljót að hverfa ef við gætum ekki að okkar stjórnendum og sjálfboðaliðum – grasrótarstarfinu sem skapar umgjörð og grundvöll bæði almenningsog afreksíþrótta þjóðarinnar. Ég hygg að fáir geri sér glögga grein fyrir þeirri miklu þróun sem orðið hefur í starfsemi íslenskrar íþróttahreyfingar á undanförnum árum – þróun sem fólgin er í vaxandi samfélagslegu mikilvægi hreyfingarinnar. Segja má að skapast hafi sáttmáli sveitarfélaga við íþróttafélög um forvarnar- og samfélagsstarf í þágu barna og ungmenna - þróunin er að verða sú að sveitarfélög sem ekki bjóða þegnum sínum upp á viðunandi íþróttastarf sitja eftir þegar ungar

fjölskyldur velja sér stað fyrir heimili. Á landsvísu hefur mikil samstaða náðst með almenningi um aukna hreyfingu og þátttöku í starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Þetta eykur áhuga og skilning á íþróttastarfi almennt, og er ekki síður mikilvægt til stuðnings við okkar besta afreksíþróttafólk. Við eigum glæsilegt afreksfólk sem eru æsku landsins góðar fyrirmyndir. Keppni og afrek á erlendum vettvangi eru án efa besta og ódýrasta landkynning sem völ er á – og ekki skemmir fyrir árangur sem telst vera langt umfram eðlileg mörk smáþjóðar. Það hefur verið raunveruleg innistæða fyrir útrás íslenskra íþrótta. Ólympísk verkefni hafa vaxið að umfangi, og eru nú á hverju fjögurra ára tímabili samtals tíu ólympísk verkefni sem Ísland tekur þátt í undir merkjum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þótt þátttaka í sumarleikum í Peking og framundan á vetrarleikum í Vancouver séu stór

P09.01.921.indd 2

4/15/09 11:17:11 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

verkefni þá ber að hafa í huga að þátttaka á Smáþjóðaleikum á tveggja ára fresti felur í sér fjölmennustu sendinefndir sem íslensk íþróttahreyfing sendir til keppni á erlendri grundu. Því til viðbótar eru svo Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar – bæði að vetri og sumri á tveggja ára fresti, og á næsta ári hefst nýtt verkefni Ólympíuhreyfingarinnar sem nefnast Ólympíuleikar ungmenna. Verða fyrstu leikarnir í Singapore næsta sumar. Er þetta til vitnis um þá þróun sem orðið hefur á starfsemi afrekssviðs ÍSÍ, líkt og annarra sviða og nefnda – stöðug þróun og vöxtur starfseminnar. Kemur það raunar ýmsum á óvart hversu flókið og viðamikið skipurit sambandsins er. Veitir ársskýrsla þessi vonandi nokkra innsýn í það mikla starf. ÍSÍ hefur borið gæfu til að hafa innan sinna vébanda dugmikið fólk í kjörnum sem ráðnum stöðum. Vöxtur og þróun starfseminnar hefur gerst nánast án aukinna opinberra framlaga og

án þess að starfsfólki hafi verið fjölgað til samræmis. Hlýtur þar að koma að þolmörkum. ÍSÍ var stofnað á umbrotatímum í upphafi síðustu aldar – og fagnar aldarafmæli eftir einungis þrjú ár. Það eru tímamót sem hreyfingin þarf að fara að huga að. Það er merkileg staðreynd að á þessari tæpu öld á ég mér einungis fimm forvera í embætti forseta ÍSÍ. Tveir þeirra eru á lífi – og það eru ekki þeir tveir síðustu. Ég vil tileinka ávarp þetta okkar heiðursforsetum – þeim Gísla Halldórssyni og ­Ellerti B. Schram, sem báðir hafa með störfum sínum fært íslenska íþróttahreyfingu fram á veginn og gert okkur, sem tókum við kyndlinum af þeim, störfin miklu auðveldari og árangursríkari. Við skulum muna eftir og virða okkar forvera.

við innan og utan íþróttahreyfingarinnar á þessu tímabili, fyrir ánægjuleg samskipti og samstarf, vona ég að lestur ársskýrslu þessarar verði ykkur greinargóð innsýn í starfsemi ÍSÍ. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Um leið og ég þakka samstarfsfólki mínu innan ÍSÍ, kjörinna sem ráðinna, sem og þeim fjölda aðila sem ég hef átt samskipti

P09.01.921.indd 3

4/15/09 11:17:17 AM


Ólafur E. Rafnsson

Lárus Blöndal

Gunnar Bragason

Framkvæmdastjórn ÍSÍ Á 68. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík 28. og 29. apríl 2006, voru eftirtaldir kjörnir í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Ólafur E. Rafnsson er fæddur 1963. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og sjálfstætt starfandi lögmaður síðan 1990. Ólafur sat í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands 1990-2006, þar af formaður síðustu 10 árin. Ólafur var kjörinn forseti Íþróttaog Ólympíusambands Íslands árið 2006. Íþróttalegur bakgrunnur: Körfuknattleikur, einnig handknattleikur og knattspyrna. Lárus Blöndal er fæddur 1961. Lárus er hæstaréttarlögmaður og rekur eigin lögfræðistofu. Kjörinn í framkvæmdastjórn árið 2002. Skipaður ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ árið 2004 og varaforseti ÍSÍ árið 2006. Er formaður Laganefndar ÍSÍ og hefur verið formaður Afrekssjóðs ÍSÍ og setið í Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Er

formaður Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA. Lárus leiddi undirbúningsvinnu að sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Lárus er fyrrverandi formaður Umf. Stjörnunnar í Garðabæ. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og badminton. Gunnar Bragason er fæddur 1961. Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri Gamar Holding. Var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2002 og skipaður af framkvæmdastjórn sem gjaldkeri ÍSÍ árið 2004. Hann er einnig formaður Fjármálaráðs ÍSÍ. Gunnar var forseti Golfsambands Íslands frá 1999-2001. Íþróttalegur bakgrunnur: Golf Kristrún Heimisdóttir er fædd 1971. Er menntaður lögfræðingur. Kristrún var kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2004. Hún hefur setið í stjórn Afrekssviðs ÍSÍ og

Kristrún Heimisdóttir stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ auk þess að stýra vinnuhópum. Kristrún hefur setið í nefndum á vegum Knattspyrnusambands Íslands og stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna. Hafsteinn Pálsson er fæddur 1952. Hafsteinn er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem slíkur hjá umhverfisráðuneytinu. Hafsteinn var kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1992 og hefur sinnt ýmsum störfum hjá ÍSÍ, svo sem ritari framkvæmdastjórnar, formaður

P09.01.921.indd 4

4/15/09 11:17:26 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Hafsteinn Pálsson

Örn Andrésson

Engilbert Olgeirsson

Helga H. Magnúsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Helga Steinunn Guðmundsdóttir

Lyfjaeftirlitsnefndar, Taekwondonefndar og nú síðast sem formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Hafsteinn er fyrrverandi formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings og hefur einnig setið í stjórnum Aftureldingar og UMFÍ. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og handknattleikur.

innan ÍSÍ, m.a. í Barna- og unglinganefnd ÍSÍ, Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ, Afrekssviði ÍSÍ, Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ og er nú formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ. Helga sat einnig í stjórn HSÍ í 8 ár, bæði sem stjórnarmaður og gjaldkeri. Helga situr í mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu. Íþróttalegur bakgrunnur: Handknattleikur.

Helga H. Magnúsdóttir er fædd 1948. Helga starfar sem verktaki. Hún var kjörin í varastjórn ÍSÍ árið 1996 og í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1997. Helga hefur starfað í fjölmörgum nefndum og ráðum

Örn Andrésson er fæddur 1951. Hann rekur eigið fjárfestingarfélag. Örn var kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1996. Hann hefur

Friðrik Einarsson

P09.01.921.indd 5

4/15/09 11:17:48 AM


setið í ýmsum nefndum á vegum ÍSÍ, m.a. sem formaður í Tölvuog samskiptanefnd ÍSÍ, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ og situr nú í Fjármálaráði ÍSÍ, Afrekssjóði ÍSÍ og sem formaður Afrekssviðs ÍSÍ. Örn hefur verið samfellt í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur í 21 ár en var einnig formaður badmintondeildar Víkings í 4 ár og formaður Borðtennissambands Íslands. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna, frjálsar og badminton. Sigríður Jónsdóttir er fædd 1954 í Reykjavík. Hún er efnafræðingur með doktorspróf frá Háskólanum í Hamborg í Þýskalandi og starfar á Raunvísindastofnun Háskólans. Varaforseti ÍSÍ 1997-2006. Sigríður sat í stjórn Badmintonsambands Íslands frá 1988 og var formaður sambandsins frá 1990-1996. Sigríður hefur verið formaður Fræðslusviðs ÍSÍ frá stofnun þess og situr í Íþróttanefnd ríkisins fyrir hönd ÍSÍ. Íþróttalegur bakgrunnur: Badminton.

Engilbert Olgeirsson er fæddur 1966. Er menntaður íþróttakennari og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins frá árinu 1991. Engilbert var kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2000. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum ÍSÍ, m.a. í stjórn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og sem formaður Hnefaleikanefndar ÍSÍ. Þá hefur Engilbert setið í nefndum á vegum HSK, FRÍ, GLÍ, UMFÍ og í sínu félagi sem er Íþróttafélagið Garpur í Rangárþingi. Íþróttalegur bakgrunnur: Frjálsar íþróttir, körfuknattleikur, knattspyrna og glíma. Helga Steinunn Guðmunds­ dóttir er fædd 1953. Hún er menntuð sem uppeldisráðgjafi (barnevernpedagog) frá Noregi. Helga var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2006. Hún er formaður Ferðasjóðs íþróttafélaga, var formaður Skólaíþróttanefndar ÍSÍ og situr í stjórn Fræðslusviðs ÍSÍ.

Helga hóf afskipti sín af félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar í stórn foreldrafélags Knattspyrnufélags Akureyrar 1994 og varð formaður þess 1995-6. Sat síðan í stjórn knattspyrnudeildar KA og í aðalstjórn KA. Var formaður KA í 7 ár. Íþróttalegur bakgrunnur: Handknattleikur. Friðrik Einarsson er fæddur 1968. Var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2006. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Leifturs á árunum 1990-1994 og sem framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands (SKÍ) 1994-1996. Sat í ýmsum nefndum fyrir Skíðasamband Íslands og var kjörinn í stjórn SKÍ árið 2000. Friðrik var formaður SKÍ árin 2002–2006. Frá árinu 2005 hefur hann einnig starfað í foreldraráðum og sinnt smærri verkefnum fyrir Stjörnuna í Garðabæ. Íþróttalegur bakgrunnur: Gönguskíði og knattspyrna.

P09.01.921.indd 6

4/15/09 11:17:48 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Jón Gestur Viggósson

Varastjórn ÍSÍ Jón Gestur Viggósson er fæddur 1946. Hann er vörustjóri og starfar hjá Teris. Jón Gestur var kosinn í varastjórn ÍSÍ árið 2000. Hann hefur setið í Fjármálaráði ÍSÍ og situr nú í stjórn Fræðslusviðs ÍSÍ. Jón Gestur er einnig gjaldkeri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar og sat í aðalstjórn og deildarstjórnum FH í fjölda ára. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og handknattleikur. Oddný Árnadóttir er fædd 1957 á Þórshöfn á Langanesi. Hún starfar sem sölumaður hjá Icelandair. Oddný var kjörin í varastjórn ÍSÍ 2006. Oddný á að baki farsælan feril í frjálsum íþróttum, bæði sem afrekskona í spretthlaupum en einnig í stjórnum og nefndum innan frjálsíþróttahreyfingarinnar. Oddný situr í Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ og í stjórn Afrekssviðs ÍSÍ.

Oddný Árnadóttir

Ingibjörg Bergrós Jóhannes­dóttir

Íþróttalegur bakgrunnur: Frjálsar íþróttir.

Heimisdóttir ritari, Sigríður Jónsdóttir formaður Fræðslusviðs, Örn Andrésson formaður Afrekssviðs, Hafsteinn Pálsson formaður Almenningsíþróttasviðs og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, haldið 61 fund frá síðasta þingi. Auk þessa hafa verið haldnir fjöldi óformlegra funda.

Ingibjörg Bergrós Jóhannes­ dóttir er fædd 1953. Ingibjörg var kjörin í varastjórn ÍSÍ árið 2002. Hún hefur setið í stjórn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og er formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ, auk þess að stýra vinnuhópum. Ingibjörg var einnig formaður Umf. Aftureldingar í Mosfellsbæ í 8 ár. Íþróttalegur bakgrunnur: Handknattleikur og frjálsar. Á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar skipti stjórnin með sér verkum á þann hátt að Lárus Blöndal var skipaður í embætti varaforseta, Gunnar Bragason í embætti gjaldkera og Kristrún Heimisdóttir í embætti ritara. Stjórnin hefur haldið 39 fundi frá síðasta Íþróttaþingi. Þá hefur framkvæmdaráð ÍSÍ, sem í sitja Ólafur E. Rafnsson forseti, Lárus Blöndal varaforseti, Gunnar Bragason gjaldkeri, Kristrún

P09.01.921.indd 7

4/15/09 11:17:57 AM


Jón Gunnar Grjetarsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ á Formannafundi 2007.

Heiðranir ÍSÍ veitir árlega heiðursviðurkenningar til einstaklinga sem skilað hafa góðu og gifturíku starfi í þágu íþrótta á Íslandi. Eftirfarandi hafa hlotið heiðursviðurkenningar frá síðasta Íþróttaþingi ÍSÍ 2006: Heiðurskross ÍSÍ: Þór Símon Ragnarsson, Víkingi Benedikt Geirsson, Fram Halldór B. Jónsson, Fram Grímur Valdimarsson, Glímufélagið Ármann Adolf Óskarsson, ÍBV Reynir Ragnarsson, ÍBR Gullmerki ÍSÍ: Vignir Örn Pálsson, HSS Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ Birna Bjarnadóttir, DSÍ Ólafur Ólafsson, Íþróttafélagið Ösp Stefán Snær Konráðsson, fyrrv. framkvæmdastjóri ÍSÍ Jón Gunnar Grjetarsson, ÍBH Magnús Magnússon, KA Árni Jóhannsson, KA Þórður Árni Hjaltested, ÍF

Ágúst Ásgeirsson, fyrrverandi stjórnarmeðlimur ÍSÍ Björn B. Jónsson, UMFÍ Sigurður Ingi Georgsson, Víkingur Ágúst Ingi Jónsson, Víkingur Gunnar Jónasson, Víkingur Axel Alfreðsson, Víkingur Magnús S. Jónsson, Víkingur Kristinn Jörundsson, Fram Jóhanna Halldórsdóttir, Fram Guðmundur B. Ólafsson, Fram Eggert Steingrímsson, Fram René Roch, Alþjóða Skylmingasambandið Steinar Lúðvíksson, UMSK Valgeir Guðbjartsson, KLÍ Þorbergur Halldórsson, ÍR Ásgerður Halldórsdóttir, Grótta Birgir Ari Hilmarsson, UMSK Guðrún Stella Gunnarsdóttir, Glímufélagið Ármann Hrefna Sigurðardóttir, Glímufélagið Ármann Þórir Kjartansson, Glímufélagið Ármann Patrick Hickey, forseti EOC Sigfús Ægir Árnason, TBR

Silfurmerki ÍSÍ: Einar Jón Geirsson, UDN Þorgerður Einarsdóttir, USVS Sædís Íva Elíasdóttir, USVS Páll Guðmundsson, Golfklúbburinn Vestarr Jason Ívarsson, BLÍ Gunnar Jónsson, KA Ásdís Ýr Jakobsdóttir, ÍRB Friðrik Einarsson, SKÍ Guðmundur Jakobsson, SKÍ Kári Jónsson, Umf. Laugdæla Bolli Gunnarsson, HSK Guðríður Aadnegard, HSK Steinunn Hjartardóttir, UMSS Ásgrímur Guðmundsson, Víkingur Haraldur Kr. Haraldsson, Víkingur Ragnheiður Karlsdóttir, Víkingur Eggert Jóhannsson, Víkingur Kristín Orradóttir, Fram Gunnar Andrésson, Fram Jón Ragnar Gunnarsson, TKÍ Brynhildur Sigursteinsdóttir, Fjölnir Snorri Þorvaldsson, Glímufélagið Ármann Björn Magnús Tómasson, Glímufélagið Ármann Jón Þór Ólason, Glímufélagið ­Ármann Nikolay Mateev, SKY Halldór Halldórsson, UMSS Kristín Halla Haraldsdóttir, HSH Ásdís Vatnsdal, SSÍ Hlín Ástþórsdóttir, SSÍ Bergur Guðmundsson, HSK

P09.01.921.indd 8

4/15/09 11:18:00 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Andri Stefánsson

Berglind Guðmundsdóttir

Halla Kjartansdóttir

Jóna Hildur Bjarnadóttir

Linda Laufdal

Líney Rut Halldórsdóttir

Rúna Hilmarsdóttir

Viðar Sigurjónsson

Þórarinn Alvar Þórarinsson Örvar Ólafsson

Skrifstofa ÍSÍ Starfsmenn ÍSÍ eru 10 talsins. Á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík starfa 6 starfsmenn í fullu starfi og 3 í hlutastarfi og á Akureyri er einn starfsmaður í fullu starfi. Grunnstarfsemi skrifstofunnar skiptist sem fyrr í þrjú starfssvið; Afrekssvið, Fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Í fyrsta sinn er einn af sviðsstjórum ÍSÍ

staðsettur út á landsbyggðinni en sviðsstjóri Fræðslusviðs býr og starfar á Akureyri. Skrifstofa ÍSÍ hefur verið til húsa hjá Akureyrarbæ síðan árið 1999, og í október 2007 flutti skrifstofan í nýja aðstöðu ásamt SKÍ og ÍBA.

Framkvæmdastjóraskipti hjá ÍSÍ Stefán Snær Konráðsson, sem sinnt hafði starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ í 12 ár, sagði starfi sínu lausu í september 2007. Stefán fór ekki langt en hann tók við starfi framkvæmdastjóra Getspár/Getrauna sem einnig er með starfsemi sína í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Er það mikill fengur fyrir ÍSÍ að hafa Stefán áfram innan seilingar enda býr hann yfir mikilli reynslu og þekkingu á íþróttahreyfingunni. Við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ tók Líney Rut Halldórsdóttir. Líney Rut er ekki ókunn ÍSÍ og íþróttahreyfingunni þar sem hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Íslands fyrir sameiningu og síðar sem sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ á árunum 1997-2002. Á árunum 2002-2007 starfaði Líney síðan sem sérfræðingur á íþróttasviði menntamálaráðuneytisins.

P09.01.921.indd 9

4/15/09 11:18:24 AM


Frá kynningarfundi um Felix

Nefndir ÍSÍ Fjölmargar nefndir starfa innan ÍSÍ en einnig er skipað í vinnuhópa og milliþinganefndir sem hafa þá afmörkuð verkefni og starfa eftir tímaramma. Af fastanefndum ÍSÍ má nefna Heilbrigðisráð, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Afrekssjóð ÍSÍ, Sjóð

ungra og efnilegra, Laganefnd, Fjármálaráð, Alþjóðanefnd og Verkefnasjóð. Einnig eru starfræktar séríþróttanefndir sem eru undanfari stofnunar sérsambands í viðkomandi íþróttagrein. Þetta eru Skvassnefnd, Hnefaleikanefnd,

Krullunefnd, Hjólreiðanefnd, Bandýnefnd, Bogfiminefnd, Akstursíþróttanefnd sem skipuð var á vormánuðum 2008 og Kraftlyftinganefnd sem skipuð var í mars 2009.

Samstarf við Flugfélag Íslands ÍSÍ og Flugfélag Íslands hafa átt farsælt samstarf um áraraðir. Árlega hefur verið gerður samningur um afsláttarkjör í innanlandsflugi sem sambandsaðilar ÍSÍ og aðildarfélög þeirra hafa getað nýtt sér. Einn helsti kostur samningsins er stuttur bókunarfyrirvari en íþróttahreyfingin þarf ekki að skila inn nafnalistum á hópbókanir nema með 48 stunda fyrirvara. Upplýsingar um núverandi samning við Flugfélag Íslands er að finna á heimasíðu ÍSÍ.

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands við undirritun samnings 2009.

10 P09.01.921.indd 10

4/15/09 11:18:32 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Íþróttamiðstöðin í Laugardal á fallegum sumardegi

Íþróttamiðstöðin í Laugardal Í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal er alltaf líf og fjör. Fyrirtækið Stjörnuveitingar rekur þar Café Easy með miklum myndarbrag og er kaffiterían hjarta miðstöðvarinnar. Þar er boðið upp á fjölbreyttan hádegisverð á virkum dögum auk þjónustu við fundarsali og veitingaþjónustu í tengslum við fundarhöld.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsþökum miðstöðvarinnar auk almenns viðhalds. Farið var í að skipta um rúður víða um miðstöðina þar sem fram hafði komið móða á milli glerja. Einnig var trjágróður grisjaður og lóð snyrt. Alltaf eru einhverjar tilfærslur á skrifstofuhúsnæði í miðstöðinni

Dómsmál

Lagamál

Dómstólar ÍSÍ hafa fengið til sín allmörg mál frá síðasta Íþróttaþingi. 17 mál voru tekin fyrir hjá Dómstól ÍSÍ á tímabilinu Áfrýjunardómstóll ÍSÍ tók 15 mál fyrir á tímabilinu. Bent er á að hægt er að lesa dóma sem felldir eru hjá dómstólum ÍSÍ á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is

Laganefnd ÍSÍ er álitsgjafi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, m.a. í málefnum er lúta að lögum nýrra íþróttafélaga og lagabreytingum sambandsaðila ÍSÍ. Fjölmörg erindi hafa verið tekin fyrir hjá nefndinni frá síðasta Íþróttaþingi.

enda hreyfingin í örum vexti sem þýðir aukna þörf fyrir skrifstofurými. Framtíðarverkefni eigenda Íþróttamiðstöðvarinnar er að leita hagkvæmra leiða til stækkunar á núverandi húsnæði.

Sameiningar héraðssambanda Héraðssamband Suður-Þingeyinga og Ungmennasamband NorðurÞingeyinga sameinuðust á árinu 2007. Eftir sameininguna eru íþróttahéruð landsins 26 talsins. Unnið er að sameiningu Ungmenna- og íþróttasambands Ólafsfjarðar og Íþróttabandalags Siglufjarðar þar sem Siglufjörður og Ólafsfjörður eru nú í einu og sama sveitarfélaginu, Fjallabyggð.

11 P09.01.921.indd 11

4/15/09 1:33:05 PM


Kínversk sendinefnd fundar með ÍSÍ í tengslum við Ólympíuleikana í Peking 2008

Heimsóknir ÍSÍ fær margar skemmtilegar heimsóknir árlega. Nýir formenn sambandsaðila koma til að kynna sér starfsemi ÍSÍ og efla tengsl við starfsfólk ÍSÍ, erlendar sendinefndir frá alþjóða íþróttasam-

Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ í heimsókn hjá ÍSÍ

tökum funda með ÍSÍ í tengslum við viðburði, nemendur framhaldsskóla fá fræðslu um skipulag íþróttahreyfingarinnar og full-

trúar hagsmunasamtaka mæta til fundar við forsvarsmenn ÍSÍ, svo eitthvað sé nefnt.

Nýr formaður ÍBR í heimsókn

Mikið samstarf er á milli ÍSÍ og menntamálaráðuneytis

Jón Páll Hreinsson formaður HSV heimsækir höfuðstöðvar ÍSÍ

12 P09.01.921.indd 12

4/15/09 11:18:47 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Þingfulltrúar og gestir á stofnþingi SKY stilla sér upp með ungu og efnilegu íþróttafólki úr skylmingum

Ný sérsambönd Á síðasta Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2006 var samþykkt að veita framkvæmdastjórn ÍSÍ heimild til að stofna þrjú ný sérsambönd. Tvö sérsambönd hafa verið stofnuð frá síðasta Íþróttaþingi, Skylmingasamband Íslands (SKY) sem stofnað var 28. október 2006 og Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) sem stofnað var 24. nóvember 2006. Ekki hefur reynst vera grundvöllur til stofnunar Hnefaleikasambands Íslands enn sem komið er en heimild Íþróttaþings 2006 er enn í gildi.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Guðmundur Hannesson fyrsti formaður MSÍ stilla sér upp á vélfákum eftir stofnþing MSÍ

13 P09.01.921.indd 13

4/15/09 11:18:53 AM


Fulltrúar sambandsaðila ÍSÍ á Formannafundi 2008

Formannafundir ÍSÍ Formannafundur ÍSÍ er samkvæmt lögum ráðgefandi samkoma. Formannafundur er haldinn árlega og hefur í áranna rás styrkt Íþróttaog Ólympíusamband í störfum sínum, bæði sem ráðgefandi

aðili en einnig og ekki síður sem faglegur og félagslegur vettvangur æðstu stjórnenda íþróttahreyfingarinnar. Formannafund ÍSÍ sækja formenn sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabanda-

laga og framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt starfsfólki sambandsins. Í tengslum við Formannafund ÍSÍ hefur m.a. verið haldinn samráðsfundur héraðssambanda og Fjármálaráðstefna ÍSÍ.

Stofnun Kraftlyftinganefndar ÍSÍ Nú í febrúarmánuði samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ stofnun Kraftlyftinganefndar ÍSÍ. Með stofnun nefndar um kraftlyftingar er íþróttin aftur komin undir lögsögu ÍSÍ en Kraftlyftingasamband Íslands klauf sig frá ÍSÍ fyrir margt löngu síðan. Stofnun Kraflyftinganefndar ÍSÍ hefur haft það í för með sér að Kraftlyftingasamband Íslands hefur verið lagt niður og aðild að viðeigandi alþjóðasamböndum um kraftlyftingar færst yfir til Kraftlyftinganefndar ÍSÍ. Nefndin er æðsti aðili um kraftlyftingar innan vébanda ÍSÍ. Mikill hugur er í stjórn nefndarinnar að vinna að framgangi íþróttarinnar

innan ÍSÍ og hefur útbreiðsla íþróttarinnar gengið hratt fyrir sig undanfarnar vikur með stofnun

kraftlyftingadeilda og félaga á landsvísu.

Frá blaðamannafundi vegna stofnunar Kraftlyftinganefndar ÍSÍ

14 P09.01.921.indd 14

4/15/09 11:18:57 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Eins og fram kemur í veltutölum Getspár/Getrauna, hefur verið unnið ötullega að sölumálum félaganna. Rekstrarárið 2008 var afar gott og ljóst að leikir félaganna njóta enn vinsælda hér á landi. Erlend samkeppni hefur aukist, sérstaklega hvað varðar íþróttaleiki og ljóst er að löggjafinn hefur ekki komið með úrræði sem verndar einkaleyfishafa á íslenskum markaði. Slíkt er áhyggjuefni, sérstaklega þegar horft er til þess hversu mikilvægt framlag fyrirtækin leggja fram í þágu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Ákveðin jákvæð þróun hvað þetta varðar hefur hins vegar verið í Evrópu þar sem svo virðist vera að Evrópusambandið sé að átta sig á því að nær öll einkaleyfisfyrirtæki á þessu sviði í ­Evrópu eru að veita hagnaði sínum í mikilvæg samfélagsleg verkefni. Með versnandi efnahagsástandi í Evrópu og í heiminum, er ekki nokkrum blöðum um það að fletta að þýðing einkaleyfastarfsemi af þessu tagi í hverju landi er gríðarlega mikil. Fyrir íslenskar aðstæður og fyrir íslensk yfirvöld hlýtur það að vera áhyggjuefni að hægt sé að spila á erlendum, ólöglegum veðmálavefum og senda úr landi hundruðir milljóna af mikilvægum gjaldeyri. Stjórnir fyrirtækjanna og framkvæmdastjóri hafa lagt á það áherslu að draga úr kostnaði og reyna með öllum ráðum að auka hagnað til eignaraðila sinna. Dregið hefur verið úr starfsmannahaldi á undanförnum miss-

Heildarvelta Íslenskrar getspár 2.500.000.000 2.000.000.000 1.500.000.000 1.000.000.000

Lottó 5/38

Víkingalottó

Kínó

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

1991

1990

1989

0

1988

500.000.000

1987

Mikilvægur stuðningur við íþrótta- og ungmennastarf

Jóker

Heildarvelta Íslenskra getrauna

erum og fastir starfsmenn eru nú 20 talsins. Mjög mikilvægt er að íþróttahreyfingin á Íslandi standi vörð um fyrirtækin Getspá og Getraunir, ekki bara í orði heldur einnig í verki, með því að hvetja félagsmenn sína og iðkendur að taka þátt í leikjum fyrirtækjanna og efla um leið félagsstarf sitt og fá fjárstuðning til starfseminnar.

Þóra Þórarinsdóttir ÖBÍ Helga G. Guðjónsdóttir UMFÍ

Stjórn Íslenskrar getspár er þannig skipuð: Vífill Oddsson ÖBÍ, formaður Lárus Blöndal ÍSÍ, varaformaður Gunnar Bragason ÍSÍ

Framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna er Stefán Konráðsson.

Stjórn Íslenskra getrauna er þannig skipuð: Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, formaður Geir Þorsteinsson KSÍ Ásthildur Helgadóttir Íþróttanefnd ríkisins Örn Andrésson ÍBR Sæmundur Runólfsson UMFÍ

15 P09.01.921.indd 15

4/15/09 1:33:24 PM


Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA

Stofnun Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA Á vormánuðum 2008 samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofna Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA. Varaforseti ÍSÍ, Lárus Blöndal er formaður nefndarinnar. Meðfram nefndinni starfar sérstök fjárhagsnefnd sem vinnur að niður-

greiðslu skulda Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga (LÍA). Stofnun nefndarinnar er í fullu samstarfi og samráði við forsvarsmenn LÍA sem ljá nefndinni aðild sína að alþjóðasamtökum um akstursíþróttir. Markmið

Akstursíþróttanefndar ÍSÍ og LÍA er að vinna að stofnun sérsambands um akstursíþróttir sem yrði þá æðsti aðili um íþróttina innan vébanda ÍSÍ.

Ferðasjóður íþróttafélaga Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2007 var samþykkt að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga innan vébanda ÍSÍ til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnastarf, í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Með stofnun ferðasjóðsins eru mörkuð tímamót í ferðakostnaðarmálum íþróttahreyfingarinnar. Með samningnum er komið á fót sjóði sem kemur til móts við íþróttafélög vegna kostnaðar þeirra af ferðalögum innanlands, sérstaklega þeirra sem eiga um

langan veg að fara til þess taka þátt í viðurkenndum mótum. Markmið sjóðsins er einnig að stuðla að öruggum ferðamáta íþróttafólks. Framlag ríkisins í sjóðinn var samþykkt alls 180 m.kr. og skiptist á eftirfarandi hátt: 30 m.kr. fyrir árið 2007, 60 m.kr. fyrir árið 2008 og 90 m.kr. fyrir árið 2009. Í kjölfar efnahagshrunsins var framlag ríkisins vegna ferða á árinu 2009 lækkað um 30 m.kr. og verða því 60 m.kr. til úthlutunar í byrjun árs 2010.

Með undirritun þjónustusamnings var ÍSÍ formlega falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður íþróttafélaga og framlag ríkisins skipt sköpum í rekstri þeirra, ekki síst félaga á landsbyggðinni. Jöfnun ferðakostnaðar er eitt stærsta hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar og afar mikilvægt að ríkisvaldið tryggi áframhaldandi framlag í sjóðinn.

16 P09.01.921.indd 16

4/15/09 11:19:01 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Fjárlög Alþingis Samanburður á fjárframlögum Alþingis 2006

2007

2008

2009

Rekstrarstyrkur

74.700.000

82.500.000

87.900.000

89.900.000

Afrekssjóður

30.000.000

30.000.000

30.000.000

30.000.000

Lyfjaeftirlit

7.000.000

10.000.000

12.000.000

12.000.000

0

0

10.000.000

Smáþjóðaleikar/Ólympíuhátíð Evrópuæskunar Ólympíuleikar

7.000.000

0

15.000.000

8.000.000

Sérsambönd

30.000.000

40.000.000

60.000.000

70.000.000

30.000.000

59.000.000

60.000.000

Ferðasjóður íþróttafélaga Samtals

148.700.000 192.500.000 263.900.000 279.900.000

Fjárframlög frá Alþingi til íþróttahreyfingarinnar Fjárframlög frá Alþingi til íþróttahreyfingarinnar hafa aukist á undanförnum árum, sér í lagi með framlagi til sérsambanda og framlagi til Ferðasjóðs íþróttafélaga. Nú eru þó blikur á lofti. Um áramótin 2008 runnu út samningar um fjárstyrki til Afrekssjóðs ÍSÍ, sérsambanda og til Ferðasjóðs íþróttafélaga og ríkir alger óvissa um áframhaldandi framlög ríkisins til þessara málaflokka, í ljósi nýrrar stöðu þjóðarbúskapsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir hreyfinguna og hefur ÍSÍ lagt á það ríka áherslu að framlög til íþróttamála verði ekki skert þrátt fyrir erfitt árferði hjá ríkinu. Það yrði samfélagslegt slys ef stoðum yrði kippt undan þessari stærstu fjöldahreyfingu á landinu þar sem fram fer ómetanlegt forvarnarstarf á landsvísu. Forvarnarstarf sem sparar ríkinu óhemju fé á hverjum degi í formi bættrar heilsu þjóðarinnar, bæði andlega og líkamlega. Nú þegar hefur efnahagsástandið í landinu orðið

til þess að tvær meginstoðir íþróttahreyfingarinnar í tekjuöflun hafa brostið. Fyrirtæki í landinu hafa ekki lengur tök á að styrkja íþróttahreyfinguna að neinu marki og þrengt hefur að fjárhag fjölskyldna svo um munar. Það yrði mikið áfall fyrir íþróttahreyfinguna í heild ef ríkið sæi sig nauðbeygt til að skerða framlög

til íþróttastarfsins í landinu, á tímum þar sem lífsnauðsynlegt er fyrir alla þjóðina að halda heilsu og tryggja að börn og ungmenni fái áfram nauðsynlega hreyfingu og félagslegan stuðning sem íþróttahreyfingin getur veitt þeim.

Styrkur til sérsambanda ÍSÍ Árið 2006 var gerður samningur til þriggja ára um framlag ríkisins til sérsambanda ÍSÍ. Á tímabilinu 2007-2009 skuldbatt ríkið sig til að greiða 160 milljónir til sérsambanda ÍSÍ til að standa undir starfsmannahaldi og rekstri skrifstofa. Skipting framlagsins var eftirfarandi: á árinu 2007 kr. 30 milljónir, á árinu 2008 kr. 60 milljónir og á árinu 2009 70 milljónir króna. Unnið er að endurnýjun á samningi við menntamálaráðuneytið

um áframhaldandi stuðning við sérsambönd ÍSÍ. Styrkur þessi hefur skipt sköpum fyrir sérsamböndin og gert þeim kleyft að ráða til sín starfsmann í fullt starf eða hlutastarf. Nauðsynlegt er að auka fjármagn til reksturs sérsambanda til að efla enn frekar viðkomandi íþróttagreinar á landsvísu.

17 P09.01.921.indd 17

4/15/09 1:33:46 PM


Staðsetning meiðsla 1400 1200 1000 Fjöldi

800 600 400

0

Augabrún Bak Brjóstbak Brjóstkassi Fingur Handleggur Háls Hásin Herðablað Hné Hæll Höfuð Hönd IL Kálfi Kinn Kjálki Kviður Leggur Liðþófi Lærvöðvi Magavöðvar Mjóbak Mjöðm Nári Nef Olnbogi Óþekkt Rassvöðvi Rif Rist Rófubein Síða Tá Úlnliður Vör Ökkli Öxl

200

Líkamspartur

Endurgreiðslur vegna íþróttaslysa Skipting meiðsla eftir héraðssamböndum Tímabilið 1.4.2006 - 1.4.2009 2500 1,970

2000 1500

1,166

1000 353

1

UÍA

85

UMSE

7

UMSB

4

16

USAH

17

UMSS

40

UMSK

2

UÍÓ

ÍBV

ÍRB

ÍS

96

KSÍ

303 7

ÍBR

2

ÍBH

HSÍ

17

ÍA

HSH

2

ÍBA

22

HSÞ

28

HSV

2

HSK

3

GSÍ

0

211

KKÍ

436

500

HHF

Fjöldi

Eftir efnahagshrunið í október 2008 hefur umsóknum um endurgreiðslu á kostnaði vegna íþróttaslysa fjölgað umtalsvert og ljóst að bæði félögin og iðkendurnir sjálfir eru betur vakandi fyrir því að nýta sér endurgreiðslur ÍSÍ til þessa málaflokks. Bækling um íþróttaslysasjóðinn og upplýsingar um umsóknarferlið má finna á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is

Héraðssambönd

Skipting milli íþróttagreina Fjöldi meiðsla á tímabilinu 1.4.2006 - 1.4.2009 2,970

3000

Fjöldi

2500 2000 1500

1,042

1000 500

29

41

58

148

5

22

5

8

1

2

17

16

1

12

16

nis Ten nd Su ngar i lm ir Sky þrótt í ða ttir Skí aíþró ur ut leik Ska knatt rfu Kö o nd a Kvo pyrn s att Kn fur Kli e rat Ka ur ó eik Júd nattl k nd Ha lf Go ttir ma Glí r íþró a áls Frj ikar le Fim k Bla inton r tti dm Ba rsíþró stu Ak

0

391 6

Íþróttagreinar

18 P09.01.921.indd 18

4/15/09 11:19:03 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Fjármálaráðstefna ÍSÍ Um 90 manns sóttu fjármálaráðstefnu ÍSÍ sem haldin var í Laugardalshöll föstudaginn 28. nóvember sl. Fyrirlesarar komu úr röðum sveitarfélaga, sérsambanda, íþróttafélaga og stjórn ÍSÍ; Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, Guðjón

Guðmundsson formaður KR og Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu ávarpaði ráðstefnuna og flutti kveðjur frá menntamálaráðherra sem forfallaðist á síðustu stundu. Fundarsetning var í höndum forseta ÍSÍ, Ólafs Rafnssonar. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri

Starfsskýrslur ÍSÍ Ár hvert þurfa héraðssambönd, sérsambönd og íþrótta- og ungmennafélög að skila starfsskýrslum í gegnum Felix, tölvukerfi ÍSÍ og UMFÍ. Skil á starfsskýrslum ÍSÍ eru afar mikilvæg fyrir alla hreyfinguna því með þeim fæst nauðsynleg yfirsýn yfir fjöldatölur og fjárhag íþrótta á landsvísu. Slík yfirsýn er nauðsynleg þegar sýna þarf fram á umfang og starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Skil á starfsskýrslum hafa aukist með ári hverju og voru nánast 100% skil á síðasta starfsskýrslutímabili. ÍSÍ þakkar góða samvinnu við innheimtu starfsskýrslna og hvetur sambandsaðila til að nýta sér enn betur Felix til skráningar og utanumhalds á starfsemi sinni.

Íslenskrar getspár stýrði ráðstefnunni og stjórnaði umræðum af röggsemi. Skýr skilaboð komu fram á ráðstefnunni, bæði frá fyrirlesurum og ráðstefnugestum, um nauðsyn þess að íþróttahreyfingin, fyrirtæki og opinberir aðilar standi vörð um barna- og unglingaíþróttastarfið í landinu á þessum erfiðu tímum.

Ólympíu­ sam­ hjálpin Ólympíusamhjálp Alþjóðaólympíunefndarinnar veitir árlega styrki til ýmissa verkefna innan starfsemi ÍSÍ, t.d. til undirbúnings afreksíþróttafólks fyrir Ólympíuleika. Styrkjakerfi Ólympíusamhjálparinnar hefur eflst mikið vegna sífellt stærri samninga ólympíuhreyfingarinnar um sýningarrétt frá Ólympíuleikum.

19 P09.01.921.indd 19

4/15/09 11:19:08 AM


Guðmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Netbókhalds og Stefán Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ við undirritun samkomulags.

Upplýsingatækni Felix Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, hefur nú verið í notkun í nokkur ár. Kerfið hefur að geyma fjölmarga þætti sem tengjast hinu daglega starfi sambandsaðila og er kerfið í dag tengt við mótakerfi GSÍ og KSÍ auk þess sem að fjárhagskerfin Netbókhald.is og Stólpi sækja upplýsingar í Felix. Sífellt er verið að vinna að endurbótum og þróun á kerfinu og þeim einingum sem þar eru að finna. Fjölmargir aðilar og sérsambönd hafa lýst yfir áhuga á því að tengjast kerfinu betur með það fyrir augum að bæta þá möguleika sem íþróttahreyfingin hefur í tengslum við mótakerfi og önnur stoðkerfi starfsins. Kerfið hefur verið vistað hjá Getspá/Getraunum undanfarin ár, eða frá því að það var smíðað árið 2003. Vegna öryggismála í tengslum við sölukerfi Lottó reyndist nauðsynlegt að breyta um hýsingaraðila og hefur kerfið nú verið flutt til hýsingar

hjá Skýrr. ÍSÍ þakkar Getspá/ Getraunum fyrir samstarfið í tengslum við kerfið undanfarin ár, en það er ómetanlegt.

Netbókhald Í mars 2007 var gert samkomulag við Netbókhald.is er varðar afsláttarkjör á bókhalds- og fjárhagskerfum Netbókhalds.is fyrir íþróttahreyfinguna. Á sama tíma var gengið frá tengingu milli Felix og Netbókhald.is, þar sem upplýsingar um félagsmenn og iðkendur lesast úr Felix yfir í fjárhagskerfin. Mikil ánægja hefur ríkt meðal notenda íþróttahreyfingarinnar með þetta samkomulag.

Tölvumál Töluverð þróun á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar er snýr að tölvumálum og eru þarfirnar sífellt að aukast. Undir lok ársins 2008 var ákveðið að kljúfa tölvulagnir Íþróttamiðstöðvarinnar frá húsneti Íslenskrar getspár, en vegna alþjóðasamstarfs hefur Íslensk getspá orðið að herða öryggismál hvað varðar tölvukerfi og aðgang að netþjónum. Við þessar breytingar hefur ÍSÍ orðið að taka að sér auknar skyldur er varðar utanumhald og þjónustu við sérsambönd og aðra notendur í Laugardalnum. Á sama tíma var ákveðið að skipta út símkerfi hússins og setja upp lausn sem byggir á tölvusímum, svokölluðu Swyx IP-símkerfi frá Svar tækni. Ekki er svo langt síðan að skipt var um þjónustuaðila er varðar símaþjónustu en Vodafone sér um að þjónusta ÍSÍ í þeim málum og munu öll símanúmer halda sér auk þess sem að ýmsir aðrir möguleikar verða til staðar.

20 P09.01.921.indd 20

4/15/09 11:19:09 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Frá fundi með fulltrúum Ólympíufjölskyldunnar

Íþróttamannvirki ÍSÍ hefur haft umsjón með skráningum íþróttamannvirkja á sérstökum vef og staðið að mestu undir kostnaði vegna þess verkefnis. Nauðsynlegt er að upp-

færa umgjörð verkefnisins og þær upplýsingar sem þar eru að finna. Íþróttanefnd ríkisins hefur styrkt átak í að safna saman nýrri upplýsingum um mannvirki og staðsetningu þeirra. Sú vinna er í gangi, en stefnt er að því að taka

nýjan og bættan mannvirkjavef í notkun innan nokkurra mánaða. Árlega eru haldnar norrænar ráðstefnur þar sem rætt er um ýmsa þætti er tengjast þróun og uppbyggingu íþróttamannvirkja á norðurlöndum. ÍSÍ hefur tekið þátt í þessari ráðstefnu í samvinnu við menntamálaráðuneytið en undanfarin ár hefur þátttakan þó verið misjöfn. Helstu þátttakendur eru opinberir aðilar frá hinum norðurlöndunum. ÍSÍ hefur lagt á það áherslu við Íþróttanefnd ríkisins að menntamálaráðuneytið eða Samband íslenskra sveitarfélaga hafi umsjón með þessum málaflokk eins og tíðkast á hinum norðurlöndunum. Íþróttasamböndin komi þar frekar að ráðleggingum er varða kröfur til íþróttagreina og umgjörð keppni.

Handbók ÍSÍ

Heimasíður

ÍSÍ hefur undanfarin ár gefið út handbók þar sem uppfærð lög og reglugerðir er að finna. Handbókina er einnig að finna á heimasíðu ÍSÍ á www.isi.is .

Á heimasíðu ÍSÍ er að finna ýmsan fróðleik í tengslum við starfsemi ÍSÍ og sambandsaðila þess. Þar er einnig að finna sérvefi, svo sem Lyfjavef, vef Fyrirmyndarfélags ÍSÍ, Ólympíuvef, vef Lífshlaupsins, Hjólað í vinnuna og Mannvirkjavef.

Unnið hefur verið að gerð sérstakrar upplýsingamöppu sem mun nýtast sérsamböndum og héraðssamböndum í störfum sínum. Þar verður að finna hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar varðandi samskipti við ÍSÍ, undirbúning viðburða, fundarsköp, eyðublöð og margt fleira sem nýtist sambandsaðilum í daglegu starfi.

Verkefnasjóður ÍSÍ Verkefnasjóður ÍSÍ úthlutar á hverju ári styrkjum til þjálfara sem hyggjast sækja námskeið eða fræðslu erlendis, auk þess að styðja við verðug útbreiðslu- og kynningarverkefni á landsvísu. Sambandsaðilar eru hvattir til að nýta sér árlegt fjármagn Verkefnasjóðs ÍSÍ til útbreiðslu og uppbyggingar.

21 P09.01.921.indd 21

4/15/09 11:19:12 AM


Oft er þröngt á þingi á hádegisfundum ÍSÍ

Fræðslusvið ÍSÍ ÍSÍ hefur staðið fyrir miklum fjölda námskeiða og annarra fræðsluviðburða á tímabilinu. Þjálfaranámskeið samkvæmt 20 kennslustunda fyrirkomulaginu, 1a, 1b og 1c hafa verið í boði í Reykjavík og á Akureyri. Fræðslusvið ÍSÍ hefur nú ákveðið að breyta þessum 20 kennslustunda námskeiðum vegna breyttra þarfa þeirra sem vilja sækja sér þjálfaramenntun. Nám á fyrsta stigi verður á næstunni í boði í fjarnámi auk þess sem ÍÞF 1024 í framhaldsskólum jafngildir því námi.

Nýtt skipulag – fræðslukvöld ÍSÍ Námsefni á 2. stigi almenns hluta er tilbúið og hefur þegar farið af stað samkvæmt nýju skipulagi þar sem námið getur einnig virkað sem endurmenntun eða fræðsla fyrir íþróttaiðkendur, þjálfara, kennara og í raun alla sem áhuga hafa. Fræðsla fyrir alla! Um er að ræða 5 kennslu-

stunda fræðslukvöld sem haldin eru á virkum degi frá kl. 17.0021.00. Námsefnisgerð fyrir 3. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ er í vinnslu. Stefnt er að því að námsframboð þar verði með sama hætti og á 2. stigi.

hefur mikil vinna farið fram við endurskipulagningu og mörkun stefnu í málaflokknum. Önnur sérsambönd eru styttra á veg komin. Framundan er fundaröð sviðsstjóra Fræðslusviðs ÍSÍ með sérsamböndum varðandi fræðslumál.

Fjarnám í þjálfaramenntun Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi almenns hluta er afar vinsælt. Um 75 nemendur luku námi árið 2007 á þremur námskeiðum og um 50 nemendur á tveimur námskeiðum árið 2008. Samtals er um 60 kennslustunda nám að ræða eða sem samsvarar ÍÞF 1024 í framhaldsskólum. Stefnt er að því að fjarnám á 2. stigi verði í boði frá og með næsta vetri.

Þjálfaramenntun sérsambanda Þó nokkur sérsambönd eru komin með sín fræðslumál í ágætan farveg og sum hver mjög góðan. Þar

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Frá síðasta Íþróttaþingi hafa 48 viðurkenningar verið afhentar ef endurnýjanir viðurkenninga sem eru 18 talsins eru taldar með. Fjöldi íþróttafélaga sem fengið hafa viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá upp-

22 P09.01.921.indd 22

4/15/09 11:19:15 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Frá fundi um streitu afreksíþróttafólks

hafi verkefnisins 2003 er nú 46, ef deildir eru taldar með eru útskriftir 92 og alls 110 viðurkenningar hafa verið veittar ef endurnýjanir viðurkenninga eru taldar með. Fjórtán héraðssambönd/íþróttabandalög eiga nú eitt eða fleiri fyrirmyndarfélög innan sinna raða. Samþykkt hefur verið að nú geti félög eða deildir sem ekki hafa barna- og unglingastarf einnig fengið viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög. Eðlilega geta félög verið með mikið fyrirmyndarstarf í gangi þó að það snúi ekki að börnum og unglingum.

Hádegisfundir ÍSÍ ÍSÍ hefur boðið upp á hádegisfundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Siðfræði íþrótta, steranotkun meðal framhaldsskólanema, afreksíþróttabrautir í framhaldsskólum, íþróttir barna og unglinga, íþróttasálfræði og „Ungt fólk“ (árlegar rannsóknir) eru dæmi um það sem verið hefur

á dagskrá hádegisfundanna. Fjöldi erlendra fyrirlesara hefur komið að þessum fundum.

Ráðstefnur Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar, oft í samstarfi við aðra aðila. Stærsta ráðstefnan var haldin á Laugarvatni 5.-8. júní 2008 um barna- og unglingaíþróttir. Af öðrum ráðstefnum má nefna ráðstefnu sem ÍSÍ og íþróttadeild KHÍ buðu upp á í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal haustið 2008 um afreksíþróttabrautir í framhaldsskólum og lífsstíl framhaldsskólanema. Hún var afar vel sótt og tókst vel í alla staði.

Endurskoðun stefna ÍSÍ

málaflokkum skilaði af sér skýrslu sem liggur fyrir. Nefndin skoðaði stefnur ÍSÍ í þjálfaramenntun og íþróttum barna og unglinga og verkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Forvarnardagurinn ÍSÍ hefur komið að forvarnardeginum frá upphafi. Verkefnið sem er hugmynd forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar er stórt og mikið þar sem nær allir grunnskólar landsins taka þátt árlega með nemendum 9. bekkjar. Niðurstöður verkefnisins eru afar athyglisverðar fyrir þær sakir að þær koma frá unglingunum sjálfum. Það hlýtur að vera æskilegt að litið sé til slíkra niðurstaðna af þeim aðilum sem vinna í forvarnarstarfi enda má líklegt teljast að þær aðferðir virki sem unglingarnir sjálfir stinga upp á.

Nefnd sem skipuð var eftir Íþróttaþing ÍSÍ 2006 í kjölfarið á samþykkt þingsins þess efnis að endurskoða stefnur ÍSÍ í nokkrum

23 P09.01.921.indd 23

4/15/09 11:19:18 AM


Norrænir fulltrúar júdóíþróttarinnar á Barna- og unglingaráðstefnu ÍSÍ

hverju sambandi. Tvö megin umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru annars vegar brottfall úr íþróttum og hins vegar hvernig finna megi og halda í hæfa leiðtoga fyrir barna- og unglingastarf. Fyrirlestrardagarnir voru tveir, í upphafi dagskrár hélt fyrirlesari erindi sem tengdist umfjöllunarefni dagsins. Að því loknu var boðið uppá val um ólíka fyrirlestra. Eftir hádegi var sérsamböndum gefinn

Barna og unglingaráðstefna Laugarvatni 2008 Norræn ráðstefna um barna- og unglingaíþróttir var haldin á Laugarvatni 5.-8. júní 2008. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á þriggja ára fresti undanfarin ár. Er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Á ráðstefnuna komu um 130 fulltrúar frá öllum norðurlöndunum. Að þessu sinni var átta sérsamböndum boðið að senda þátttakendur á ráðstefnuna, þrjá frá

Frá málþingi ENGSO Youth á Íslandi

tími til að ræða sín málefni. Í lok ráðstefnunnar var farið með hópinn Gullna hringinn og endað með kvöldverði á Hótel Geysi. Hægt er að nálgast fyrirlestrana og annað efni af ráðstefnunni á heimasíðu ÍSÍ. Næsta sambærilega ráðstefna verður haldin í Noregi árið 2011.

Málþing ÍSÍ stóð fyrir málþingi með fulltrúum ENGSO Youth 27. september 2008. ENGSO Youth eru evrópsk íþróttasamtök með 41 þjóð sem vinna að frekari þátttöku ungs fólks, yngra en 35 ára í hvers kyns íþróttastarfi. Þátttakendur voru almennt ánægðir með það sem fram fór og voru um margt sammála um gildi þess að ungt fólk fái aukið vægi í störfum íþróttahreyfingarinnar. Íþróttahreyfingin á Íslandi stendur afar vel hvað snertir fjölda fólks yngra en 35 ára í stjórnunarstöðum íþróttafélaga. Í kringum 23% fólks í stjórnum félaga er á

24 P09.01.921.indd 24

4/15/09 11:19:25 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Umræðuhópur að störfum

umræddum aldri og lætur nærri að það sé um þreföld sú tala sem um ræðir víða í íþróttahreyfingum í Evrópu.

Útgáfumál ÍSÍ hefur gefið út fjölda bæklinga um hin ýmsu málefni sem snerta íþróttastarfið. Margir þeirra eru afar vinsælir og ganga hratt út. Hugmyndir af nokkrum nýjum bæklingum eru langt komnar og er ætlunin að nýir bæklingar verði í.þ.m. aðgengilegir á heimasíðu ÍSÍ til að byrja með.

Samstarf við menntastofnanir ÍSÍ hefur á undanförnum árum verið í góðu samstarfi við hinar ýmsu menntastofnanir landsins að ógleymdu afar góðu samstarfi við menntamálaráðuneytið. Áður hefur verið minnst á samstarf við HÍ vegna ráðstefnu um afreksíþróttabrautir framhaldsskóla og lífsstíl framhaldsskólanema. Gott samstarf er einnig á milli ÍSÍ og framhaldsskólanna t.d. vegna námsefnis á 1. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ sem samsvarar

námi í ÍÞF 1024 í framhaldsskólunum. ÍSÍ hefur einnig átt ágætis samstarf við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ. Fjöldi grunnskóla er með námsefni frá ÍSÍ til notkunar í íþróttavali elstu bekkja og er það sama námsefni og kennt er á þjálfaranámskeiði 1a hjá ÍSÍ. Loks er rétt að nefna gott samstarf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vegna hýsingar á fjarnámi ÍSÍ undanfarin ár auk þess sem fjöldi nemendahópa úr framhaldsskólum landsins koma í heimsókn til ÍSÍ á hverri önn og kynnast starfsemi sambandsins.

25 P09.01.921.indd 25

4/15/09 11:19:29 AM


Þúsundir þátttakenda í Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 20 ára Árið 1990 var Kvennahlaupið haldið í fyrsta skipti og tóku þá 2.900 konur á öllum aldri frá 8 stöðum á landinu þátt. Fjölmennasta hlaupið var í Garðabæ eða um 2.400 konur sem hlupu. Síðan hefur Kvennahlaupið vaxið og er nú útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi. Ár hvert taka um 16.000 konur á öllum aldri þátt á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis.

Hlaupadrottningar framtíðarinnar

Hefð hefur skapast fyrir því að hafa Kvennahlaupsbolinn í mismunandi litum á milli ára og nú síðast var farið yfir í nýtt snið og efni sem Kvennahlaupskonur tóku fagnandi. Samhliða hlaupinu er ákveðið þema til að vekja athygli á málefnum er tengjast konum. Hlaupið hefur verið undir slagorðum eins og „Hvert skref skiptir máli“, „Hreyfing er hjartans mál“ og „Heilbrigt hugarfar – hraustar

konur“. Síðustu árin hefur Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ verið í samstarfi um þemað við Samhjálp kvenna, Beinvernd, Geðrækt, UNIFEM, Hjartavernd, Lýðheilsustöð og nú í ár er ÍSÍ í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. 20 ára afmælishlaupið verður haldið veglega um allt land laugardaginn 20. júní.

Afreksíþróttakonur auglýsa Kvennahlaup ÍSÍ

26 P09.01.921.indd 26

4/15/09 11:19:46 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Verðlaunahafar Hjólað í vinnuna 2008.

Vinsælt verkefni - Hjólað í vinnuna Hjólað í vinnuna fór fyrst fram árið 2003 síðan hefur þátttakan aukist um 1.225 %. 7.065 þátttakendur frá 409 vinnustöðum hjóluðu 410.398 km í og úr vinnu árið 2008. Með því spöruðust 45 þúsund lítrar af eldsneyti, miðað við meðalbifreið sem eyðir að meðaltali 11 l/100 í innanbæjarakstri, og sparað það 80 tonn af útblæstri koltvísýrings. Það má áætla að 13 milljónir kaloría hafi

þurft til að skila þátttakendum alla þessa leið en það samsvarar um 65 þúsund glösum af nýmjólk. Hjólað í vinnuna er vinnustaðakeppni þar sem starfsmenn, út um allt land, eru hvattir til að nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu með því að hjóla, skokka, ganga , nota línuskauta eða taka strætó. Hjólað í vinnuna hefst 6.maí og stendur yfir í þrjár vikur eða til 26. maí.

Ísland á iði ÍSÍ og Sjóvá hafa undirritað nýjan samstarfssamning um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá undirrituðu þriggja ára samn-

ing um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á hlaupastað í Garðabæ árið 2008. Sjóvá hefur verið helsti styrktaraðili hlaupsins frá árinu 1993 eða í 16 ár.

Ísland á iði er fræðslu- og hvatningarverkefni á landsvísu ætlað almenningi á öllum aldri. Gefnir hafa verið út fræðslubæklingar um stafgöngu, kraftgöngu, hjólreiðar, hlaup og sund. Í bæklingunum er að finna ráðleggingar um þjálfun, æfingaáætlanir, útbúnað og teygjur. Hægt er að nálgast bæklingana á heimasíðu ÍSÍ endurgjaldslaust.

27 P09.01.921.indd 27

4/15/09 11:19:47 AM


Þátttakendur á endurmenntunarnámskeiði ÍSÍ í stafgöngu haustið 2008

Stafganga ÍSÍ hefur unnið að uppbyggingu íþróttarinnar síðan vorið 2003. Helstu verkefni vinnuhóps ÍSÍ er að halda leiðbeinendanámskeið ÍSÍ sem 136 leiðbeinendur hafa sótt. Námskeið hafa verið árlega í Reykjavík, en einnig farið fram á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Reyðarfirði. Stafgöngudagurinn er haldinn árlega þar sem markmiðið er að kynna íþróttina og hvetja landann til þess að nota umhverfið og hreyfa sig úti. Stafgöngunefnd ÍSÍ hefur verið í samstarfi við Beinvernd og Hjartavernd í tengslum við stafgöngudaginn. Samningar náðust við 66˚Norður um sérmerktan fatnað fyrir leiðbeinendur. ÍSÍ hefur staðið fyrir fjölmörgum kynningum á íþróttinni í samvinnu við fyrirtæki og félagasamtök t.d. Íþróttakennarafélagið og Háskólann í Reykjavík.

Lífshlaupið Menntamálaráðuneytið fól Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands að sjá um framkvæmd á verkefni sem lið í stefnumótunarvinnunni „Íþróttavæðum Ísland“. Markmið verkefnisins er að hvetja alla landsmenn til daglegrar hreyfingar. Verkefnið sem fékk heitið „Lífshlaupið“ var ræst í fyrsta skiptið 4. mars 2008. Verkefnið var í byrjun tvíþætt þ.e. vinnustaðakeppni og hvatningarleikur fyrir grunnskóla. Í framhaldi af byrjunarátakinu hefur svo einstaklingskeppni verið í fullum gangi þar sem keppendur geta unnið til brons-, silfur- eða gullmerkis. Nú þegar hafa 354 einstaklingar hlotið bronsmerki, 173 hlotið silfurmerki og 69 einstaklingar hlotið gullmerki. Lífshlaupið var ræst í annað sinn 4. febrúar 2009. Þátttaka í Lífshlaupinu fór fram úr björtustu vonum og voru viðbrögð við vefnum „www.lifshlaupid.is“ gríðarlega góð. Heildarfjöldi þátttakanda var 9.282, í vinnustaðakeppninni tóku alls 997 lið frá 335 fyrirtækjum þátt og 126 lið frá 26 skólum tóku þátt í hvatningarleiknum. Áhugavert er að skoða á Íslandskorti sem er inn á vef Lífshlaupsins árangur þátttakenda eftir sveitarfélögum og voru þátttakendur í 62 af 79 sveitarfélögum. Samstarfsaðilar verkefnisins eru heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.

28 P09.01.921.indd 28

4/15/09 11:19:52 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Frá fræðslufundi ÍSÍ um íþróttir aldraðra

Nefnd um íþróttir eldri borgara Markmið nefndarinnar er að efla íþróttastarf eldri borgara, vinna að fræðslumálum málaflokksins og standa fyrir átökum og uppákomum eftir atvikum. Nefndin hefur staðið fyrir þremur fræðslu-

fundum, tveimur í Reykjavík og einum á Akureyri, þar sem erindi um hreyfingu og heilbrigði voru flutt af virtum fræðimönnum. Þessir fundir voru mjög vel sóttir. Nefndin hefur einnig heimsótt

aðstandendur félagsstarfs eldri borgara á Akranesi, Gjábakka í Kópavogi og Korpúlfa í Grafarvogi og kynnt sér aðstæður og íþróttaog félagsstarf sem þar er í boði.

Hreyfing fyrir alla Tilraunaverkefnið „Hreyfing fyrir alla“ í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð fór af stað í maí 2007. Markmið verkefnisins er að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyfingu fyrir fullorðna og eldra fólk. Sex tilraunasvæði voru valin: Reykjavík (Árbær og Grafarvogurinn), Mosfellsbær, Hafnafjörður, Breiðablik, Akureyri og HSV.

Frá undirritun samningsaðila sem fram fór hjá ÍSÍ í janúar 2007

29 P09.01.921.indd 29

4/15/09 11:19:57 AM


Hópur nemenda frá HR

Samstarf við Háskólann í Reykjavík Almenningsíþróttasvið ÍSÍ er í samstarfi við Íþróttafræðisvið ­Háskólans í Reykjavík um verknám nemenda á þriðja ári.

Nemendur fá kynningu á helstu verkefnum sviðsins og taka einnig leiðbeinendanámskeið ÍSÍ í stafgöngu.

Árangursríkt samstarf við Lýðheilsustöð Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar og Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð heimsóttu höfuðstöðvar ÍSÍ 16. mars 2009. Af því tilefni afhenti Þórólfur fyrir hönd Lýðheilsustöðvar Ólafi Rafnssyni forseta ÍSÍ og Jónu Hildi Bjarnadóttur sviðsstjóra almenningsíþróttasviðs viðurkenningar með kærri þökk fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðnum árum. Markmið með samstarfi ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar er að stuðla að aukinni hreyfingu landsmanna og þá aðallega í tengslum við verkefnin Göngum í skólann, Hjólað í vinnuna, Kvennahlaupið og Lífshlaupið.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Þórólfur ­Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar og Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri ­Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ

30 P09.01.921.indd 30

4/15/09 11:20:02 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Frá kynningarbás ÍSÍ á sýningunni 3L EXPÓ

Heilsa og vellíðan ÍSÍ var samstarfsaðili að stórsýningunni um heilsu og vellíðan í Egilshöll, 3L EXPÓ, dagana 7. – 11. september 2006.

Göngum í skólann Haustið 2007 var Ísland í fyrsta sinn aðili að alþjóðlega verkefninu „Göngum í skólann“. Verkefnið fer fram í yfir fjörtíu löndum. Meginmarkmið þess eru að hvetja til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls, kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli. Auk þess er markmiðið að draga úr umferð við skóla með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Verkefnið stendur í mánuð að hausti og nær hámarki sínu á alþjóðlega „Göngum í skólann“ deginum sem haldinn er í byrjun október ár hvert. Samstarfsaðilar ÍSÍ um Göngum í skólann eru Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Landssamtökin Heimili og skóli, menntamálaráðuneyti, Umferðarstofa ásamt móðurskólum í umferðarfræðslu og Slysavarnafélagið - Landsbjörg

Átaksverkefnið rauði kjóllinn Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands var með kynningu á starfsemi almenningsíþróttasviðs á opnum fræðslufundi sem Hjartavernd stóð fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar 2009. Átaksverkefnið Rauði kjóllinn eða GoRed er fyrir konur þar sem vakin er athygli á hjarta og æðasjúkdómum kvenna og hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á sjúkdómnum.

Skólahreysti Skólahreysti er skólakeppni í hreysti. Skólaíþróttanefnd ÍSÍ hefur frá upphafi keppninnar verið samstarfsaðili um „Skólahreysti“. Keppnin hefur farið fram um land allt frá árinu 2006. Þátttökurétt hafa drengir og stúlkur í 9. og 10. bekk grunnskóla. Tveir drengir og tvær stúlkur keppa fyrir hönd hvers skóla. Drengirnir keppa í upphífingum og dýfum en stúlkurnar í armbeygjum og hreystigreip. Auk þess er sérstök þrautabraut samsett úr ellefu þrautum sem einn drengur og ein stúlka keppa í frá hverjum skóla. Þátttaka hefur farið stöðugt vaxandi ár frá ári og er „Skólahreysti“ orðinn liður í íþróttakennslu víða um land. Sýnt hefur verið frá „Skólahreysti“ í sjónvarpi síðustu árin og hefur það orðið til að auka útbreiðslu og áhuga enn frekar.

31 P09.01.921.indd 31

4/15/09 1:34:08 PM


Íslenski hópurinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008

Ólympíuleikar Peking 8. ágúst 2008 voru Ólympíuleikarnir í Peking settir með einni mestu skrautsýningu sem sést hefur á Ólympíuleikum. Ísland sendi 27 keppendur til leiks að þessu sinni sem má telja frábært miðað við þær spár sem ríktu á Íslandi um fámennan keppendahóp. Einn keppandi var í badminton, einn í júdó, þrír í frjálsíþróttum, átta í sundi og 14 leikmenn í handknattleik karla auk eins varamanns sem bjó fyrir utan Ólympíuþorpið. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afrekssviðs sem aðalfararstjóra en auk hans voru rúmlega 20 fylgdarmenn með hópnum, í hlutverki þjálfara, liðsstjóra, fagteymis og annara starfsmanna sem nauðsynlegt er að séu með í för á Ólympíuleikum. Þá var ómetanleg samvinna við íslenska sendiráðið í Kína auk þess sem að góð tengsl mynduðust við kínverska sendiráðið á Íslandi. Fjölmargir viðburðir voru skipulagðir í tengslum

32

við leikana, bæði á Íslandi og í Kína.

Vodafone, Tæknivörur og Nýherji hópinn með veglegum gjöfum.

Undirbúningur hefur sjaldan byrjað eins snemma og var allt gert til að búa til umgjörð sem Íslendingar gætu verið stoltir af. ÍSÍ var í samstarfi við Kristínu Halldórsdóttur, fatahönnuð, varðandi inngöngufatnað íslenska hópsins. Fyrirtækið HEXA saumaði fatnaðinn auk þess sem að Eðalklæði saumaði kjólinn sem stúlkurnar í hópnum klæddust. Hinn daglegi fatnaður, sem og keppnisgalli hópsins kom frá HENSON. Mikil vinna var lögð í að hanna fatnað sem væri einkennandi fyrir Ísland og þá liti sem fáninn og umhverfið mótast af. Skóbúnaður hópsins fyrir inngönguna var frá Skókaupum og annar skóbúnaður hópsins voru Nike skór frá Ice­pharma. Fjöldi annara fyrirtækja lagði hönd á plóginn varðandi búnað hópsins og má þar fyrst nefna Ólympíufjölskylduna, þ.e. Glitni, Valitor, Icelandair og Sjóvá. Eins styrktu

Aðbúnaður hópsins var frábær en Ólympíuþorpið og keppnisaðstaðan var á heimsmælikvarða. Berglind Pétursdóttir fimleikadómari, var varadómari á leikunum í Peking. Ísland átti einnig tvo þátttakendur í ungmennabúðum leikanna, þau Sigrúnu Ingu Garðarsdóttur og Einar Daða Lárusson. Þau eru meðal efnilegustu íþróttamanna landsins og eru bæði á styrk úr Sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna hjá ÍSÍ. Fánaberi á setningarhátíð var Örn Arnarson, sundmaður en á lokahátíðinni Guðjón Valur Sigurðs­son, handknattleiksmaður. Keppni Íslendinga byrjaði ekki vel er Ragna Ingólfsdóttir meiddist í fyrsta leik sínum í badminton. Sundfólkið átti við erfiða andstæðinga að etja og í frjálsíþróttum voru meiðsli að hrjá keppendur. Bergur Ingi Pétursson,


ÁRSSKÝRSLA 2009

Silfurdrengirnir á ÓL 2008

sleggjukastari sýndi samt á sínu fyrsta stórmóti að hann ætlar sér stærri hluti í framtíðinni og náði góðum árangri. Þormóður Árni Jónsson stóð sig mjög vel í júdókeppninni en hann hafnaði í 9-16 sæti og var örfáum sekúndum frá því að komast enn lengra. Það sem stóð upp úr var frammistaða handknattleiksliðsins, sem hafnaði í öðru sæti og skapaði þjóðhátíðarstemmingu á Íslandi, jafnt í leikjunum sínum í Kína sem og við heimkomu til Íslands. Með árangri sínum varð liðið til þess að skapa eina mögnuðustu stund í íslensku íþróttalífi og eitt mesta íþróttaafrek landsins til þessa.

Íslenskir þátttakendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum.

Ljósmyndasýning ólympíufara Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands opnaði í nóvember 2008 sýningu á ljósmyndum íslenska Ólympíuliðsins sem tóku þátt í leikunum í Kína í ágúst. Keppendur og aðstoðarfólk þess tóku myndir af því sem fyrir augu

Andri Stefánsson aðalfararstjóri í Fuglshreiðrinu í Peking

33


Netsamband á skrifstofu ÍSÍ rofnaði einn daginn og sjö manna tækniteymi mætti til leiks! Örvar Ólafsson aðstoðarfararstjóri, ánægður með þjónustuna

unum í Peking. Alþjóðaólympíunefndin veitir öllum verðlaunahöfum á Ólympíuleikum sérstaka viðurkenningu vegna árangurs þeirra, í formi tölusetts silfurbarmmerkis. Hvert númer er ætlað ákveðnum íþróttamanni og þannig skráð í gögnum hjá Alþjóðaólympíunefndinni. Viðstaddur afhendinguna var Patrick Hickey, forseti Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) og meðlimur í Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). Verðlaunamynd Árna Más Árnasonar þess bar í Peking, þar sem leikarnir voru haldnir. Markmiðið var að fanga þá stemmingu sem var á leikunum og daglegt líf íbúa borgarinnar. ÍSÍ og Nýherji, sem er umboðsaðili ­Canon á Íslandi, ákváðu að verðlauna fyrir bestu myndina. Fjölmargir keppendur og aðrir innan Ólympíuhópsins sendu myndir í keppnina. Sérstök dómnefnd valdi eina mynd sem bar af þeim sem bárust og þá mynd tók Árni Már Árnason, sem keppti fyrir

34

hönd Íslands í 50 m skriðsundi. Myndin er af Jakobi Jóhanni Sveinssyni félaga hans í sundlandsliðinu.

Afhending silfurmerkja IOC Þann 2. janúar 2009 afhenti menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, viðurkenningar Alþjóðaólympíunefndarinnar til silfurverðlaunahafanna í handknattleik á Ólympíuleik-


ÁRSSKÝRSLA 2009

Gerður Gunnarsdóttir við listaverk sitt „To the Olympics – in Peace and Harmony“

Íslensk listakona hlýtur viðurkenningu Gerður Gunnarsdóttir listakona hlaut sérstaka viðurkenningu á úrslitakvöldi alþjóðlegrar höggmyndasamkeppni (2008 ­Olympics Landscape Sculpture Design Contest) sem fram fór í

Peking 31. maí 2008. Viðurkenninguna hlaut Gerður fyrir verkið „To the ­Olympics – in Peace and ­Harmony“. Listamenn frá 90 löndum tóku þátt og sendu inn ríflega 2400 verk í keppnina.

Listaverk Gerðar voru til sýnis í húsakynnum ÍSÍ við ýmsa viðburði sem tengdust undirbúningi Ólympíuleikanna í Peking.

Samtök íslenskra ólympíufara Félagsmenn í Samtökum íslenskra ólympíufara eru keppendur ­Íslands á Ólympíuleikum. Stjórn samtakanna fundar reglulega og á áheyrnarfulltrúa í Afrekssjóði ÍSÍ. Meðal þess sem SÍÓ hefur staðið fyrir er koma Frankie Fredericks fyrrum frjálsíþróttamanns og núverandi formanns íþróttamannanefndar Alþjóða Ólympíu­nefndarinnar. Kom hann til landsins í boði samtakanna

og hélt erindi um líf að loknum ferli. Vorið 2008 stóðu samtökin í samstarfi við ÍSÍ fyrir hátíð meðal

félagsmanna þar sem 100 ára afmælis þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum var fagnað.

Ólympíuverðlaunahafar á afmælisfagnaði vegna 100 ára þátttöku Íslands á Ólympíuleikum

35 P09.01.921.indd 35

4/15/09 11:20:37 AM


Íslenski hópurinn á Smáþjóðaleikum í Mónakó 2007

Smáþjóðaleikar 2007 12. Smáþjóðaleikar Evrópu voru haldnir í Mónakó dagana 3. júní – 10. júní. Íslensku keppendurnir á leikunum voru 122, en að meðtöldum, fararstjórum, flokksstjórum, dómurum og fulltrúum ÍSÍ voru þátttakendur alls 171. Keppt var í eftirtöldum

íþróttagreinum: blaki karla og kvenna, strandblaki karla og kvenna, borðtennis, frjálsum íþróttum, júdó, körfuknattleik karla, siglingum, skotfimi, fimleikum, sundi og tennis. Auk þess fór fram keppni í boule, en

Alþjóða Ólympíu­akademían Alþjóða Ólympíuakademían stendur árlega fyrir ýmsum námskeiðum. Eru námskeiðin haldin í húsakynnum Ólympíuakademíunnar í Ólympíu hinni fornu. Meðal námskeiða sem boðið er uppá er námskeið fyrir íþróttafréttamenn, unga þátttakendur, verðlaunahafa af Ólympíuleikum og námsfólk sem leggur stund á Ólympískar rannsóknir. Árlega sendir ÍSÍ tvo þátttakendur á námskeið ungra þátttakenda, karl og konu. Meðal þess sem fer fram á námskeiðinu eru fyrirlestrar um Ólympíuhreyfinguna og hlutverk Ólympíuleika. Auk þess hafa þátttakendurnir rúman tíma til að stunda ýmiss konar íþróttir og kynnast ríkulega búnu bókasafni akademíunnar.

í þeirri grein voru engir íslenskir keppendur. Vignir Þ. Hlöðversson, blakmaður var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni en þetta voru 9. leikar Vignis auk þess sem hann setti nýtt landsleikjamet í blaki á leikunum. Sigurbjörn Árni ­Arngrímsson, frjálsíþróttamaður, var fánaberi á lokahátíðinni. Aðalfararstjóri á leikunum var Örn Andrésson, formaður afrekssviðs ÍSÍ. Körfuknattleikskeppni leikanna verður lengi í minnum höfð. Í úrslitaleik mótsins áttu við lið Íslands og Kýpur. Mörgum var enn minnistæður úrslitaleikur þessara þjóða frá leikunum í Andorra tveimur árum áður, en þar lá við handalögmálum og var leikurinn oft á suðupunkti. Að þessu sinni gengu Kýpurbúar enn lengra og réðust m.a. á leikmenn Íslands og dómara leiksins. Þurfti að kalla til lögreglu og var leikmönnum Kýpur haldið í keppnishöllinni

36 P09.01.921.indd 36

4/15/09 1:35:29 PM


ÁRSSKÝRSLA 2009

meðan íslenska liðið hélt til skipsins, pakkaði niður farangri og hélt áleiðs heim á leið. Í kjölfarið hélt tækninefnd leikanna fund, Kýpur dró liðið sitt úr keppni og verðlaunaafhendingin var felld niður. Íslenska liðið fékk þó gullverðlaunin sín afhend af forseta ÍSÍ við hátíðlega athöfn í útjaðri Mónakó. Meðal gesta á leikunum voru forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú, og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Íslendingar hafa ávallt verið sigursælir á Smáþjóðaleikum og þessir leikar voru þar engin undantekning eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti. Verðlaunaskipting hjá Íslandi á milli greina var eftirfarandi:

Þátttökuþjóð: Kýpur Ísland Luxembourg Monaco Malta Andorra San Marino Liechtenstein Samtals

Gull 36 31 20 19 4 4 4 3 121

Silfur 33 23 25 16 9 6 6 5 123

Blakstúlkur á leið í leik.

Brons 24 24 36 17 17 7 6 5 136

Alls 93 78 81 52 30 17 16 13 380

Íþróttagrein: Sund: Fimleikar: Frjálsíþróttir: Júdó: Skotfimi: Borðtennis: Tennis: Strandblak: Karfa karla: Blak karla: Blak kvenna: Siglingar: Samtals:

Gull: 15 7 3 3 1 1 0 0 1 0 0 0 31

Silfur: Brons: 8 7 7 4 7 7 1 2 0 1 0 1 0 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 23 24

Alls: 30 18 17 6 2 2 1 1 1 0 0 0 78

Ólympíufjölskyldan Samstarfssamningur við Ólympíufjölskylduna til fjögurra ára rann út 31. desember 2008. Að Ólympíufjölskyldunni stóðu Glitnir, VISA, Sjóvá og Icelandair. Stuðningur þessara fyrirtækja hefur nýst afar vel í starfi ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ.

37 P09.01.921.indd 37

4/15/09 1:35:53 PM


Þátttakendur í Jaca 2007 ásamt Friðriki Einarssyni aðalfararstjóra

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Vetrarólympíuhátíð 2007

Sumarólympíuhátíð 2007

Vetrarólympíuhátíð 2009

Áttunda Vetrarólympíuhátíðin fór fram í Jaca á Spáni dagana 18.23. febrúar 2007. Tíu keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd, tveir piltar í skíðagöngu, fjórir piltar og fjórar stúlkur í alpagreinum, auk fylgdarliðs eða í allt 14 þátttakendur. Veðrið setti strik í reikninginn en snjólítið var í Jaca og þurfti því að fella niður og fresta fjölmörgum greinum. Árangurinn var viðunandi, en líkt og með sumarleikana þá er keppnin á þessum leikum gífurlega sterk

Níundu sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fóru fram í Belgrad í Serbíu dagana 21.- 27. júlí 2007. Ísland sendi að þessu sinni 57 þátttakendur, eða 37 keppendur í 6 íþróttagreinum. Þau sérsambönd sem tóku þátt að þessu sinni voru: HSÍ, FRÍ, SSÍ, FSÍ, BTÍ og TSÍ. Í fimleikum komst Fríða Rún Einarsdóttir í úrslit í fjölþraut, ein norðurlandabúa, en hún hafnaði síðan í 18. sæti af 90 keppendum. Stúlknaliðið í handknattleik sýndi einnig stórgóða leiki og áttu svo sannarlega erindi á þetta geysisterka mót. Í öðrum greinum var árangurinn einnig ágætur, en ljóst er að hátíðin er sterkur vettvangur fyrir framtíðar afreksfólk Evrópu.

Níunda Vetrarólympíuhátíðin fór fram í Slask-Beskidy í Póllandi dagana 14.- 21. febrúar 2009. Tíu keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd, tvær stúlkur í skíðagöngu, fjórir piltar og fjórar stúlkur í alpagreinum, auk fylgdarliðs eða í allt 14 þátttakendur. Líkt og í Jaca árið 2007 setti veðrið strik í reikninginn en nú var það ekki snjóleysi heldur stanslaus snjókoma svo fresta varð keppnisgreinum og breyta dagskrá vegna færðar og erfiðra keppnisaðstæðna.

Næstu leikar fara fram í Tampere í Finnlandi, dagana 19.- 24. júlí 2009 og er áætlað að þátttakendur frá Íslandi verði 65 talsins.

38 P09.01.921.indd 38

4/15/09 11:20:48 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Hóf Íþróttamanns ársins ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna hafa sameinast um árleg hóf þar sem ÍSÍ og Ólympíufjölskyldan hafa heiðrað íþróttamenn sérgreina viðkomandi sérsambanda og séríþróttanefnda og Samtök íþróttafréttamanna hafa lýst kjöri Íþróttamanns ársins. Árið 2005 var bikar Samtaka íþróttafréttamanna afhentur Íþróttamanni ársins í 50. skipti og við það tækifæri var bikarinn afhentur Þjóðminjasafninu til varðveislu. Íþróttamaður ársins 2006 fékk því nýjan verðlaunagrip afhentan, grip sem Íþróttaog Ólympíusamband Íslands lét Sigurð Inga Bjarnason gullsmið hanna og útbúa og ætlaður er Íþróttamanni ársins næstu 50 ára. Gripurinn var kostaður úr minningarsjóðum ÍSÍ og er tileinkaður minningu látinna íþróttamanna, íþróttaforystumanna og íþróttafréttamanna. Íþróttamaður ársins fær einnig eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið.

Gripurinn er smíðaður með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni. Birkið kemur úr Hallormsstaðaskógi og vísar til þolgæðis íslenska birkisins, hraunið kemur frá Þingvöllum, þar sem undirstöðu lands og þjóðar er að finna, og súlurnar tákna höfuðáttirnar. Súlan úr silfri í miðjunni hefur eirkjarna sem brýst fram hér og hvar með roðablæ líkt og eldmóður íþróttamannsins og líkt og jarðeldar íslenskrar náttúru. Silfrið stendur í senn fyrir margbreytileika annars frumafls íslenskrar náttúru sem er vatnið - hreyfiafl hvort sem það er fljótandi eða frosið. Súlan endar í silfurskál, sem styður við glerskál sem er tákn þeirrar hreinskipti og þess

heiðarleika sem fólginn er í keppnisanda íþróttanna. Glerið er um leið einnig tákngervingur þess að þrátt fyrir allan þann styrk sem í manneskjunni býr, sem og öðrum þáttum náttúrunnar, þá eru þessi sköpunarverk brothætt þegar öllu er á botninn hvolft. Litir glerskálarinnar eiga rætur sínar að rekja til jökla og elda Íslands. Handhafar titilsins Íþróttamaður ársins frá tilkomu nýja verðlaunagripsins: Árið 2006 - Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður Árið 2007 - Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona Árið 2008 - Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður

39 P09.01.921.indd 39

4/15/09 11:20:50 AM


Frá þriðju úthlutun úr Afrekskvennasjóði

Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ Í janúar 2007 lagði Menningarsjóður Glitnis fram 20 milljónir króna til stofnunar Afrekskvennasjóðs Glitnis og ÍSÍ. Sjóðnum er ætlað að vera hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum,

Lyfjaeftirlit ÍSÍ Lyfjaeftirlit er sem fyrr mikilvægur málaflokkur innan ÍSÍ. Verkaskipting er þannig að Lyfjaeftirlitsnefnd fer með skipulagningu og framkvæmd lyfjaeftirlits en Lyfjaaráð fer með ákæruvald í málum er varða brot á lyfjareglum. Í sameiningu sjá svo Lyfjaráð og Lyfjaeftirlitsnefnd um fræðslu og kynningarmál tengdum lyfjamisnotkun og lyfjaeftirliti. Fjöldi lyfjaprófa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Í meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir fjölda

sem stefna að frekari árangri í íþrótt sinni. Sjóðsstjórn skipa þrjár valinkunnar konur sem allar hafa komið að starfi íþróttahreyfingarinnar; þær Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík sem er formaður sjóðsstjórnar, Vala

Ár

Flosadóttir stangarstökkvari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000 og Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnukona og knattspyrnuþjálfari. Úthlutað hefur verið fjórum sinnum úr sjóðnum frá stofnun hans.

Utan Fjöldi Í keppni Hlutfall keppni Hlutfall Samtals íþróttagreina

2002

70

58%

49

42%

119

16

2003

73

66%

37

34%

110

12

2004

81

74%

28

26%

109

16

2005

75

73%

28

27%

103

11

2006

85

59%

59

41%

144

14

2007

101

64%

58

36%

159

19

2008

87

49%

89

51%

176

18

prófa, hlutfall í og utan keppni og fjölda íþróttagreina sem prófin voru framkvæmd í.

Auk framkvæmdar lyfjaprófs eru ýmis verkefni sem lyfjaeftirlit ÍSÍ fæst við. Meðal annars hafa

40 P09.01.921.indd 40

4/15/09 11:20:51 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ á EOC Seminar í Sorrento á Ítalíu

Erlend samskipti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hvatt sambandsaðila sína til þátttöku í stjórnum, ráðum og nefndum alþjóðlegra samtaka á sviði íþrótta með stuðningi í formi farseðla. Fjölmargir aðilar úr íþróttahreyf-

ingunni starfa í stjórnum, nefndum og ráðum alþjóðlegra samtaka um íþróttir af ýmsum toga. Með þátttöku í alþjóðastarfi myndar íþróttahreyfingin á Íslandi góð tengsl við starfsfélaga sína erlendis og greiðari aðgang

verið haldnir fjölmargir fræðslufyrirlestrar til íþróttamanna og íþróttamannahópa, oft fyrir keppnisferðir erlendis. Síðastliðna tvo vetur hefur Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ í samvinnu við lyfjafræðideild Háskóla Íslands boðið framhaldsskólum landsins uppá fræðslu um lyfjaeftirlitsmálefni. Hafa lyfjafræðinemar fengið fræðslu og þjálfun í lyfjaeftirliti og í framhaldinu útbúið fyrirlestur sem nemarnir hafa flutt í framhaldsskólum. Lyfjaeftirlitnefnd ÍSÍ heldur fyrirlestra á öðru stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ um lyfjaeftirlit. Á haustmánuðum 2007 kom úttektarnefnd á vegum Evrópu-

ráðsins hingað til lands. Hlutverk hennar var að fara yfir skuldbindingar ríkisins í málaflokknum sem stjórnvöld undirgengust með samþykkt UNESCO samningsins. Í framhaldinu skilaði nefndin skýrslu um heimsókn sína og gerði tillögur að úrbótum. Heimasvæði Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er www.lyfjaeftirlit.is þar er hægt að nálgast upplýsingar um helstu lög og reglur sem unnið er eftir. Einnig eru birtar tilkynningar um lyfjapróf sem framkvæmd eru og niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

að gagnlegum upplýsingum sem nýst geta íþróttahreyfingunni á Íslandi í nútíð og framtíð. ÍSÍ tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, svo sem innan Ólympíuhreyfingarinnar, Evrópusamstarfs og Norðurlandastarfs.

Íþróttalæknis­ fræðiráðstefna Heilbrigðisráðs ÍSÍ Dagana 2. – 4. apríl sl. stóð Heilbrigðisráð ÍSÍ ásamt Ólympíu­samhjálpinni fyrir íþróttalæknisfræðiráðstefnu. Meginþema ráðstefnunnar að þessu sinni var íþróttasálfræði. Hingað til lands kom erlendur fyrirlesari Dr. Chris Harwood íþróttasálfræðingur sem fjallaði meðal annars um notkun sálfræðinnar fyrir unga iðkendur. Fjöldi innlendra fyrirlesara voru með erindi á ráðstefnunni sem var mjög vel sótt.

41 P09.01.921.indd 41

4/15/09 11:20:55 AM


Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Jacques Rogge forseti IOC, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Pere Miro framkvæmdastjóri Ólympíusamhjálparinnar.

Heimsókn í höfuðstöðvar IOC Forseti, gjaldkeri og framkvæmdastjóri ÍSÍ fóru á fund Jacques Rogge, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) 4. mars 2009. Á fundinum voru

rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál og farið yfir styrkjakerfi Ólympíusamhjálparinnar. Fulltrúar ÍSÍ funduðu einnig með ýmsum forsvarmönnum IOC og treystu

tengslin við þá aðila innan nefndarinnar sem helst eru í samskiptum við skrifstofu ÍSÍ.

Viðurkenning frá Alþjóða Ólympíunefndinni Heiðursforseta ÍSÍ, Ellert B. Schram var afhent heiðursviðurkenning frá Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC) vegna starfa sinna í þágu ólympíuhugsjónarinnar. Viðurkenningin varr afhent á Formannafundi ÍSÍ föstudaginn 23. nóvember 2007.

42 P09.01.921.indd 42

4/15/09 11:21:02 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Patrick Hickey með forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ

Heimsókn forseta Evrópusambands ólympíunefnda Forseta Evrópusambands ólympíunefnda, Patrick Hickey, var viðstaddur hóf Íþróttamanns ársins 2. janúar 2009. Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sæmdi Patrick við það tækifæri Gullmerki ÍSÍ vegna stuðnings hans við íþróttir á Íslandi í gegnum árin. Á meðan á heimsókn hans stóð fundaði hann með framkvæmda-

stjórn og starfsfólki ÍSÍ auk þess sem hann ræddi við menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á óformlegum fundi. Patrick var einnig viðstaddur afhendingu silfurmerkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar til íslenska karlalandsliðsins í handknattleik vegna afreka þeirra er þeir unnu

til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking.

Heilbrigðisráð Samkvæmt lögum ÍSÍ er hlutverk Heilbrigðisráðs þríþætt. Að vera framkvæmdastjórn og sambandsaðilum til ráðgjafar um allt er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna, skipuleggja og standa fyrir fræðslu er lýtur að heilbrigðismálum íþróttamanna og skipuleggja og standa fyrir heilbrigðisþjónustu við íþróttamenn og hópa sem taka þátt í alþjóðlegum mótum á vegum ÍSÍ eða njóta styrkja úr Afrekssjóði ÍSÍ. Heilbrigðisráð fundar reglulega og starfandi er fagteymi sem vinnur með okkar besta íþróttafólki. Í samstarfi við Ólympíusamhjálpina stóð Heilbrigðisráð fyrir íþróttalæknisfræðiráðstefnu í byrjun apríl þessa árs.

43 P09.01.921.indd 43

4/15/09 11:21:14 AM


Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2006 BSÍ BLÍ BTÍ FSÍ FRÍ GLÍ GSÍ HSÍ ÍF ÍHÍ ÍSS JSÍ KAÍ KLÍ KSÍ KKÍ LH LSÍ SÍL SKÍ STÍ SSÍ TSÍ TKÍ DSÍ HHF HSB HSH HSK HSS HSÞ HSV UDN UÍA UÍÓ UMSB UMSE UMSK UMSS UNÞ USAH USÚ USVH USVS ÍA ÍBA ÍBH ÍBR ÍBS ÍBV ÍRB ÍS SKYLM BOGF SKVASS KURL HNEFAL. BANDÝ HJÓLR. Niðurf. Styrkir Samtals:

Lottó 3.687.751 kr. 1.976.018 kr. 1.976.018 kr. 2.749.060 kr. 4.239.922 kr. 899.294 kr. 5.344.259 kr. 6.724.688 kr. 1.175.375 kr. 899.294 kr. 899.294 kr. 1.175.375 kr. 1.175.375 kr. 899.294 kr. 8.105.119 kr. 5.896.431 kr. 3.687.751 kr. 650.817 kr. 899.294 kr. 3.963.835 kr. 899.294 kr. 3.963.835 kr. 899.294 kr. 899.294 kr. 899.294 kr. 421.750 kr. 354.857 kr. 988.325 kr. 3.527.416 kr. 325.503 kr. 987.550 kr. 1.020.984 kr. 364.974 kr. 2.416.425 kr. 360.307 kr. 991.047 kr. 946.715 kr. 9.869.597 kr. 1.019.239 kr. 406.583 kr. 568.741 kr. 601.986 kr. 404.440 kr. 369.449 kr. 1.924.909 kr. 5.199.228 kr. 6.965.842 kr. 32.938.826 kr. 567.927 kr. 1.415.643 kr. 2.527.287 kr. 1.911.348 kr.

útbr.st. 1.122.873 kr. 842.009 kr. 820.382 kr. 1.133.853 kr. 1.122.587 kr. 674.329 kr. 1.794.773 kr. 1.474.883 kr. 816.178 kr. 805.199 kr. 812.862 kr. 830.704 kr. 811.804 kr. 1.912.406 kr. 1.455.696 kr. 1.538.502 kr. 517.512 kr. 831.018 kr. 943.958 kr. 845.572 kr. 1.073.407 kr. 822.869 kr. 815.864 kr. 940.613 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 168.167 kr. 739.736 kr. 75.000 kr. 185.393 kr. 174.803 kr. 75.000 kr. 393.095 kr. 75.000 kr. 184.828 kr. 177.062 kr. 2.094.955 kr. 170.850 kr. 75.000 kr. 78.789 kr. 94.461 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 245.549 kr. 694.271 kr. 1.024.815 kr. 4.127.730 kr. 75.000 kr. 164.919 kr. 484.733 kr. 316.001 kr.

Ósóttir vinningar 199.508 kr. 106.904 kr. 106.904 kr. 148.725 kr. 229.380 kr. 48.653 kr. 289.125 kr. 363.806 kr. 63.589 kr. 48.653 kr. 48.653 kr. 63.589 kr. 63.589 kr. 48.653 kr. 438.486 kr. 318.997 kr. 199.508 kr. 35.211 kr. 48.653 kr. 214.444 kr. 48.653 kr. 214.444 kr. 48.653 kr. 48.653 kr. 48.653 kr. 22.817 kr. 19.199 kr. 53.468 kr. 190.833 kr. 17.610 kr. 53.426 kr. 55.235 kr. 19.745 kr. 130.729 kr. 19.493 kr. 53.616 kr. 51.218 kr. 533.944 kr. 55.141 kr. 21.997 kr. 30.769 kr. 32.567 kr. 21.880 kr. 19.987 kr. 104.138 kr. 281.278 kr. 376.851 kr. 1.781.981 kr. 30.725 kr. 76.586 kr. 136.726 kr. 103.404 kr.

afrekssj. 1.553.028 kr. 300.000 kr. 2.893.028 kr. 7.879.374 kr. 3.575.000 kr. 15.670.260 kr. 4.140.000 kr.

ólfj. 400.000 kr. 500.000 kr. 300.000 kr. 500.000 kr. 500.000 kr.

4.220.000 kr. 4.233.028 kr. 300.000 kr. 1.533.028 kr.

1.080.000 kr.

Sjóður ungra og efnilegra 300.000 kr. 500.000 kr. 662.500 kr. 1.000.000 kr. 425.000 kr. 1.000.000 kr.

800.000 kr.

500.000 kr. 300.000 kr. 300.000 kr. 4.000.000 kr. 3.500.000 kr.

ólfj-flugm 106.090 kr. 84.430 kr. 134.390 kr. 34.470 kr. 243.000 kr.

228.100 kr. 140.010 kr. 500.000 kr. 800.000 kr.

500.000 kr.

400.000 kr. 300.000 kr. 500.000 kr. 300.000 kr.

218.680 kr.

700.000 kr.

213.060 kr. 133.560 kr.

1.400.000 kr. 100.000 kr. 200.000 kr. 250.000 kr.

300.000 kr.

225.600 kr.

-417.500 kr. 143.982.173 kr.

36.955.010 kr.

7.789.449 kr.

54.876.746 kr.

6.400.000 kr.

1.761.390 kr.

7.420.000 kr.

44 P09.01.921.indd 44

4/15/09 11:21:22 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Aðrir styrkir 150.000

Ríkisstyrkur 1.500.000 1.500.000 800.000 1.500.000 1.500.000

Styrkir til nefnda

Styrkir leikr./ fræðsluefni

Flugm.Alþj. starfs 91.980 kr.

Vsj

25.000

Norr.mmsj. 1.061.100 kr.

10.840 kr.

943.200 kr. 589.500 kr.

3.200.000 2.600.000 43.700 kr. 1.000.000 800.000 1.000.000 1.000.000 800.000

194.535 kr. 471.600 kr. 30.110 kr. 55.740 kr.

2.600.000 2.600.000

1.061.100 kr. 200.000 70.960 kr. 43.580 kr.

800.000 1.500.000 1.000.000 1.500.000 800.000 1.000.000 1.000.000

390.000 100.000

200.000 168.090 201.333 169.594 100.000 204.570

150.000

30.000.000

1.043.587

707.400 kr. 112.730 kr. 45.440 kr. 33.580 kr. 20.660 kr.

123.870 kr. 34.530 kr. 10.830 kr. 40.790 kr. 75.000 kr.

590.000 kr.

769.340 kr.

200.000

5.028.435 kr.

Samtals 8.961.230 kr. 6.745.461 kr. 4.437.694 kr. 10.575.676 kr. 16.714.263 kr. 2.211.776 kr. 14.628.157 kr. 28.633.637 kr. 5.422.664 kr. 2.764.125 kr. 2.747.681 kr. 4.251.526 kr. 3.399.778 kr. 3.055.501 kr. 14.956.011 kr. 16.132.224 kr. 8.225.761 kr. 1.274.500 kr. 2.622.545 kr. 13.258.317 kr. 3.206.249 kr. 13.243.214 kr. 3.437.956 kr. 4.517.499 kr. 3.138.560 kr. 519.567 kr. 449.056 kr. 1.209.960 kr. 4.457.985 kr. 418.113 kr. 1.226.369 kr. 1.251.022 kr. 459.719 kr. 2.940.249 kr. 454.800 kr. 1.229.491 kr. 1.174.995 kr. 12.498.496 kr. 1.245.230 kr. 503.580 kr. 678.299 kr. 729.014 kr. 501.320 kr. 464.436 kr. 2.274.596 kr. 6.174.777 kr. 8.367.508 kr. 38.848.537 kr. 673.652 kr. 1.657.148 kr. 3.148.746 kr. 2.330.753 kr. 1.929.470 kr. 34.530 kr. 178.920 kr. 201.333 kr. 210.384 kr. 175.000 kr. 204.570 kr. -417.500 kr. 296.966.130 kr. 296.966.130 kr.

45 P09.01.921.indd 45

4/15/09 11:21:23 AM


Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2007 BLÍ BSÍ BTÍ DSÍ FRÍ FSÍ GLÍ GSÍ HSÍ ÍF ÍHÍ ÍSS JSÍ KAÍ KKÍ KLÍ KSÍ LH LSÍ MSÍ SÍL SKÍ SKY SSÍ STÍ TKÍ TSÍ HHF HSB HSH HSK HSS HSÞ HSV UDN UÍA UÍÓ UMSB UMSE UMSK UMSS UNÞ USAH USÚ USVH USVS ÍA ÍBA ÍBH ÍBR ÍBS ÍBV ÍRB ÍS BOGF SKVASS KURL HNEFAL. HJÓLR. Samtals:

Lottó 2.239.059 kr. 4.197.314 kr. 2.239.059 kr. 1.031.464 kr. 4.850.067 kr. 3.218.185 kr. 1.031.464 kr. 6.612.494 kr. 7.591.624 kr. 1.357.844 kr. 1.031.464 kr. 1.031.464 kr. 1.357.844 kr. 1.357.844 kr. 6.612.494 kr. 1.031.464 kr. 9.288.779 kr. 4.458.414 kr. 476.627 kr. 1.031.464 kr. 1.031.464 kr. 4.588.963 kr. 1.031.464 kr. 4.588.963 kr. 1.031.464 kr. 1.031.464 kr. 1.031.464 kr. 483.767 kr. 411.201 kr. 1.124.918 kr. 4.208.869 kr. 378.275 kr. 1.120.517 kr. 1.177.637 kr. 417.472 kr. 3.156.873 kr. 414.557 kr. 1.170.773 kr. 1.111.338 kr. 11.741.279 kr. 1.171.583 kr. 515.124 kr. 653.092 kr. 698.103 kr. 469.883 kr. 428.226 kr. 2.263.854 kr. 6.050.710 kr. 8.485.496 kr. 38.593.278 kr. 657.103 kr. 1.604.302 kr. 3.057.858 kr. 2.293.557 kr.

útbr.st. 889.702 kr. 1.198.843 kr. 861.395 kr. 997.484 kr. 1.201.719 kr. 1.236.867 kr. 708.161 kr. 1.976.036 kr. 1.621.179 kr. 855.854 kr. 856.249 kr. 867.601 kr. 876.864 kr. 1.592.508 kr. 849.770 kr. 2.106.183 kr. 1.734.734 kr. 544.258 kr. 827.913 kr. 873.988 kr. 984.434 kr. 822.433 kr. 1.139.416 kr. 892.878 kr. 853.916 kr. 871.264 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 176.285 kr. 862.212 kr. 75.000 kr. 202.598 kr. 187.746 kr. 75.000 kr. 450.075 kr. 75.000 kr. 209.863 kr. 196.141 kr. 2.437.796 kr. 186.132 kr. 75.000 kr. 88.627 kr. 99.927 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 300.426 kr. 811.845 kr. 1.197.024 kr. 4.669.766 kr. 75.000 kr. 185.809 kr. 609.247 kr. 363.547 kr.

Ósóttir vinningar 38.206 kr. 71.621 kr. 38.206 kr. 17.600 kr. 82.760 kr. 54.914 kr. 17.600 kr. 112.835 kr. 129.542 kr. 23.169 kr. 17.600 kr. 17.600 kr. 23.169 kr. 23.169 kr. 112.835 kr. 17.600 kr. 158.503 kr. 76.077 kr. 8.132 kr. 17.600 kr. 17.600 kr. 78.305 kr. 17.601 kr. 78.305 kr. 17.600 kr. 17.600 kr. 17.600 kr. 8.254 kr. 7.014 kr. 19.246 kr. 71.819 kr. 6.453 kr. 19.119 kr. 20.093 kr. 7.122 kr. 53.867 kr. 7.072 kr. 19.925 kr. 18.962 kr. 200.351 kr. 19.990 kr. 8.789 kr. 11.143 kr. 11.911 kr. 8.016 kr. 7.305 kr. 38.628 kr. 103.249 kr. 144.796 kr. 658.599 kr. 11.210 kr. 27.373 kr. 52.176 kr. 39.136 kr.

afrekssj. 2.591.319 kr. 480.000 kr. 150.000 kr. 7.061.319 kr. 2.915.301 kr.

Sjóður ungra og efnilegra 500.000 kr. 300.000 kr.

ólfj. 400.000 kr. 200.000 kr. 200.000 kr.

ólfj-flugm 135.150 kr. 101.640 kr. 101.120 kr.

400.000 kr. 400.000 kr.

184.660 kr. 104.280 kr.

150.000 kr. 1.300.000 kr. 450.000 kr. 500.000 kr. 1.000.000 kr. 300.000 kr. 400.000 kr. 250.000 kr. 300.000 kr.

3.435.000 kr. 12.500.000 kr. 2.002.436 kr. 400.000 kr. 550.000 kr.

400.000 kr.

175.530 kr.

3.500.000 kr.

400.000 kr. 200.000 kr.

103.920 kr.

200.000 kr. 400.000 kr. 200.000 kr.

114.590 kr. 214.180 kr. 103.620 kr.

200.000 kr.

133.180 kr.

150.000 kr.

1.471.870 kr.

9.150.000 kr.

4.000.000 kr. 1.000.000 kr.

3.160.000 kr. 1.330.000 kr. 7.141.319 kr. 1.971.314 kr. 480.000 kr.

250.000 kr. 150.000 kr. 1.000.000 kr.

550.000 kr. 500.000 kr. 1.100.000 kr.

100.000 kr. 170.241.323 kr.

42.151.715 kr.

2.904.967 kr.

54.268.008 kr.

4.100.000 kr.

46 P09.01.921.indd 46

4/15/09 11:21:24 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Aðrir styrkir 368.300

270.000

Ríkisstyrkur 1.600.000 1.600.000 1.000.000 1.150.000 1.600.000 1.600.000 600.000 3.200.000 2.600.000 600.000 1.600.000 1.000.000 1.150.000 1.000.000 2.600.000 1.150.000 3.200.000 2.600.000 150.000 1.000.000 1.000.000 1.600.000 1.150.000 2.100.000 1.150.000 1.000.000 1.000.000

Styrkir til nefnda

Styrkir leikr./ fræðsluefni 100.000 kr.

40.000.000

Vsj

Norr.mmsj. 1.342.800 kr.

111.290 2.351.860 kr. 107.610

310.523 kr.

923.175 kr. 200.000 200.000 100.000 kr.

503.550 kr. 671.400 kr. 1.510.650 kr.

100.000

36.180 31.870

1.350.880 kr.

118.202 kr.

31.819 200.000 49.050 300.000 150.000 638.300

Flugm.Alþj. starfs 39.630 35.040

730.869

87.500

200.000 kr.

449.120 kr.

500.000

9.083.040 kr.

Samtals 7.184.547 kr. 10.764.077 kr. 4.919.780 kr. 3.607.838 kr. 19.032.385 kr. 9.979.547 kr. 2.775.358 kr. 15.836.365 kr. 25.442.345 kr. 5.206.624 kr. 4.774.918 kr. 3.858.863 kr. 5.595.544 kr. 3.257.877 kr. 16.578.487 kr. 3.502.754 kr. 19.853.465 kr. 9.869.225 kr. 1.179.017 kr. 2.876.977 kr. 2.923.052 kr. 10.961.702 kr. 6.553.148 kr. 16.794.053 kr. 3.395.562 kr. 4.874.294 kr. 4.001.710 kr. 567.021 kr. 493.215 kr. 1.320.449 kr. 5.142.900 kr. 459.728 kr. 1.342.234 kr. 1.385.476 kr. 499.594 kr. 3.660.815 kr. 496.629 kr. 1.400.561 kr. 1.326.441 kr. 14.379.426 kr. 1.377.705 kr. 598.913 kr. 752.862 kr. 809.941 kr. 552.899 kr. 510.531 kr. 2.602.908 kr. 6.965.804 kr. 9.827.316 kr. 43.921.643 kr. 743.313 kr. 1.817.484 kr. 3.719.281 kr. 2.696.240 kr. 31.819 kr. 200.000 kr. 49.050 kr. 387.500 kr. 250.000 kr. 335.889.212 kr. 335.889.212 kr.

47 P09.01.921.indd 47

4/15/09 11:21:25 AM


Styrkir til sérsamb. og héraðssamb. 2008 BLÍ BSÍ BTÍ DSÍ FRÍ FSÍ GLÍ GSÍ HSÍ ÍF ÍHÍ ÍSS JSÍ KAÍ KKÍ KLÍ KSÍ LH LSÍ MSÍ SÍL SKÍ SKY SSÍ STÍ TKÍ TSÍ HHF HSB HSH HSK HSS HSÞ HSV UDN UÍA UÍÓ UMSB UMSE UMSK UMSS UNÞ USAH USÚ USVH USVS ÍA ÍBA ÍBH ÍBR ÍBS ÍBV ÍRB ÍS BOGF SKVASS KURL HNEFAL. HJÓLR. Samtals:

Lottó 2.223.920 kr. 4.168.939 kr. 2.223.920 kr. 1.024.488 kr. 4.817.281 kr. 3.196.433 kr. 1.024.488 kr. 6.567.803 kr. 7.540.312 kr. 1.348.662 kr. 1.024.488 kr. 1.024.488 kr. 1.348.662 kr. 1.348.662 kr. 6.567.803 kr. 1.024.488 kr. 9.225.995 kr. 4.428.278 kr. 473.400 kr. 1.024.488 kr. 1.024.488 kr. 4.557.946 kr. 1.024.488 kr. 4.557.946 kr. 1.024.488 kr. 1.024.488 kr. 1.024.488 kr. 479.418 kr. 412.568 kr. 1.069.724 kr. 4.253.246 kr. 379.356 kr. 1.377.542 kr. 1.127.609 kr. 428.296 kr. 2.788.848 kr. 454.073 kr. 1.194.905 kr. 1.096.590 kr. 11.925.214 kr. 1.139.411 kr.

útbr.st. 979.485 kr. 1.256.798 kr. 876.380 kr. 1.067.513 kr. 1.266.146 kr. 1.521.137 kr. 713.287 kr. 1.967.512 kr. 1.488.778 kr.

Ósóttir vinningar 96.632 kr. 181.146 kr. 96.632 kr. 44.515 kr. 209.318 kr. 138.890 kr. 44.515 kr. 285.380 kr. 327.637 kr. 58.601 kr. 44.515 kr. 44.515 kr. 58.601 kr. 58.601 kr. 285.380 kr. 44.515 kr. 400.882 kr. 192.415 kr. 20.570 kr. 44.515 kr. 44.515 kr. 198.049 kr. 44.515 kr. 198.049 kr. 44.515 kr. 44.515 kr. 44.515 kr. 20.832 kr. 17.927 kr. 46.481 kr. 184.809 kr. 16.484 kr. 59.856 kr. 48.996 kr. 18.610 kr. 121.180 kr. 19.730 kr. 51.920 kr. 47.649 kr. 518.166 kr. 49.509 kr.

647.200 kr. 678.221 kr. 466.308 kr. 423.491 kr. 2.344.511 kr. 6.044.566 kr. 8.672.171 kr. 38.074.858 kr. 574.664 kr. 1.561.840 kr. 3.324.605 kr. 2.286.027 kr.

877.550 kr. 874.763 kr. 871.437 kr. 972.174 kr. 1.473.107 kr. 863.887 kr. 2.060.544 kr. 1.657.674 kr. 553.577 kr. 888.096 kr. 889.205 kr. 976.939 kr. 875.602 kr. 1.061.730 kr. 987.298 kr. 868.590 kr. 889.324 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 174.546 kr. 883.936 kr. 75.000 kr. 199.876 kr. 187.374 kr. 75.000 kr. 442.455 kr. 75.000 kr. 205.397 kr. 199.226 kr. 2.533.116 kr. 189.322 kr. 75.000 kr. 88.329 kr. 95.959 kr. 75.000 kr. 75.000 kr. 314.021 kr. 823.047 kr. 1.228.807 kr. 4.716.488 kr. 75.000 kr. 186.724 kr. 653.697 kr. 377.182 kr.

28.122 kr. 29.470 kr. 20.262 kr. 18.401 kr. 101.872 kr. 262.645 kr. 376.818 kr. 1.654.402 kr. 24.971 kr. 67.863 kr. 144.459 kr. 99.331 kr.

169.090.592 kr.

42.953.035 kr.

7.347.213 kr.

afrekssj. 800.000 kr. 1.990.648 kr. 460.000 kr. 6.063.235 kr. 1.480.000 kr.

ólfj. 200.000 kr. 400.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 600.000 kr. 600.000 kr.

ólfj-flugm 115.470 kr. 157.480 kr. 193.870 kr. 170.160 kr. 243.090 kr. 41.640 kr. 78.520 kr.

3.460.000 kr. 18.881.556 kr. 2.340.000 kr.

Sjóður ungra og efnilegra 300.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 350.000 kr. 1.200.000 kr. 550.000 kr.

400.000 kr.

36.670 kr.

500.000 kr. 2.000.000 kr. 175.000 kr. 400.000 kr.

560.000 kr.

400.000 kr.

209.320 kr.

300.000 kr.

3.000.000 kr.

400.000 kr. 200.000 kr.

174.480 kr.

1.000.000 kr. 200.000 kr. 1.000.000 kr.

4.000.000 kr.

200.000 kr. 5.280.000 kr. 960.000 kr. 6.803.235 kr. 300.000 kr. 1.020.000 kr. 300.000 kr.

500.000 kr. 200.000 kr. 600.000 kr. 200.000 kr. 200.000 kr.

57.698.674 kr.

5.600.000 kr.

250.000 kr.

154.280 kr. 186.120 kr.

450.000 kr. 400.000 kr. 1.250.000 kr.

100.000 kr.

1.761.100 kr.

10.925.000 kr.

48 P09.01.921.indd 48

4/15/09 11:21:26 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Aðrir styrkir

Ríkisstyrkur 2.500.000 2.500.000 1.700.000 2.500.000 2.500.000 2.500.000 950.000 3.600.000 3.200.000 950.000 2.500.000 1.700.000 2.100.000 2.100.000 3.200.000 1.700.000 3.600.000 3.200.000 300.000 1.700.000 1.700.000 2.500.000 1.700.000 3.200.000 2.100.000 2.100.000 1.700.000

Styrkir til nefnda

Styrkir leikr./ fræðsluefni

Flugm.Alþj. starfs

Vsj

42.250 kr.

200.000

Norr.mmsj.

Samtals 1.399.580 kr.

5.000 kr. 3.089.073 kr. 55.770 kr. 799.760 kr. 1.400.000 kr. 39.700 kr. 87.300 kr. 75.960 kr.

1.004.478 kr.

200.000

499.850 kr.

57.800 kr. 1.199.640 kr. 78.120 kr.

78.300 kr.

2.799.160 kr. 122.970 kr. 48.570 kr.

77.810 kr.

250.000

16.902 300.000 68.481 401.343

-

60.000.000

786.726

- kr.

769.550 kr.

650.000

1.400.000 kr.

10.791.541 kr.

49 P09.01.921.indd 49

4/15/09 11:21:27 AM


50 P09.01.921.indd 50

4/15/09 11:21:27 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ársreikningur 2008

51 P09.01.921.indd 51

4/15/09 11:21:27 AM


Áritun stjórnar Undirritaðir fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, staðfesta hér með ársreikning þennan fyrir árið 2008, með undirskrift sinni. Reykjavík, 31. mars 2009 Ólafur Rafnsson

Gunnar Bragason

Líney Rut Halldórsdóttir

Áritun endurskoðenda Til stjórnar og sambandsaðila Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Við höfum endurskoðað ársreikning Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsjóða þess fyrir árið 2008. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrar- og efnahags yfirlit ÍSÍ og sérgreindra sjóða, rekstrar­ reikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi, yfirlit um reikningsskilaaðferðir og skýringar nr. 1–13. Ársreikningurinn er lagður fram af stjórnendum sambandsins og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðunin tekur mið af mati okkar á mikilvægi og áhættu einstakra þátta og felur í sér greiningaraðgerðir, úrtakskannanir og athuganir á gögnum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Íþrótta- og Ólympíusambandsins á árinu 2008, efnahag þess 31. desember 2008 og breytingu á handbæru fé á árinu 2008, í samræmi við lög, samþykktir sambandsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 31. mars 2009

löggiltur endurskoðandi

Kjörnir skoðunarmenn Við undirritaðir kjörnir endurskoðendur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, höfum yfirfarið ársreikning ársins 2008. Ársreikningurinn er í samræmi við lög og samþykktir Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Reykjavík, 31. mars 2009

52 P09.01.921.indd 52

4/15/09 11:21:28 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Rekstrarreikningur ársins 2008 Skýringar Rekstrartekjur Rekstrarstyrkir . . . . . Íslensk getspá . . . . . Íslenskar getraunir . . Styrkir IOC/EOC . . . . Aðrar tekjur . . . . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þing, fundir og kostnaður vegna stjórnar . . Nefndir og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttamiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttaleg viðskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Framlög til verkefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annar kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttaþing ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar . . . . . . . . Fyrningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2008

2007

2006

114.900.000 18.061.046 2.100.000 7.321.123 5.460.994 147.843.163

92.500.000 17.817.306 4.900.000 4.947.011 4.149.063 124.313.380

85.700.000 16.265.345 7.000.000 7.356.706 2.993.339 119.315.390

3

47.097.869

46.161.256

41.164.541

4 5 6 7 8 9

10.732.852 21.301.367 7.048.561 33.250.707 16.853.155 5.136.461 0 7.838.780 392.557 149.652.309

9.168.839 18.166.688 3.420.911 21.835.986 16.903.968 4.169.643 0 4.061.689 392.557 124.281.537

10.544.522 13.866.573 11.295.282 16.381.666 16.100.000 4.411.054 4.282.347 4.727.402 196.278 122.969.665

(1.809.146)

31.843

(3.654.275)

32.863.105

9.129.987

11.663.690

31.053.961

9.161.830

8.009.415

1 2

Rekstrarárangur fyrir fjármagnsliði Fjármagnsliðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Rekstrarniðurstaða

10

53 P09.01.921.indd 53

4/15/09 11:21:28 AM


Efnahagsreikningur 31. desember 2008 Eignir

2008

2007

2006

343.286.000 262.728 343.548.728

343.286.000 655.285 343.941.285

287.486.750 1.047.842 288.534.592

Langtímakröfur: Íslensk getspá, hlutdeild í eigin fé . . . . . . .

103.424.371

75.824.976

98.007.000

Fastafjármunir samtals

446.973.099

419.766.261

386.541.592

25.808.434 139.012.483 164.820.917

17.414.506 120.691.643 138.106.149

13.827.237 89.614.998 103.442.235

611.794.016

557.872.410

489.983.827

Skýringar

Fastafjármunir Fasteignir í Laugardal, fm. . . . . . . . . . . . . . Áhöld og tæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Veltufjármunir Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Handbært fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Eignir samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

11

54 P09.01.921.indd 54

4/15/09 11:21:29 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Efnahagsreikningur 31. desember 2008 Skuldir og eigið fé Eigið fé Óráðstafað eigið fé . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skýringar

13

Skammtímaskuldir Ýmsir skuldheimtumenn . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé samtals

Ábyrgðarskuldbindingar

Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri: Hagnaður ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2008

2007

2006

535.577.243

476.923.887

434.144.830

76.216.773

80.948.523

55.838.997

611.794.016

557.872.410

489.983.827

2008

2007

2006

31.053.961

9.161.830

8.009.415

392.557

392.557

196.278

12

55 P09.01.921.indd 55

4/15/09 11:21:29 AM


Sjóðstreymi árið 2008 Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri: Hagnaður ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lækkun rekstrartengdra eigna Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur . . . . . . . . . Hækkun rekstrartengdra skulda Skammtímaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) samtals . . .

2008

2007

2006

31.053.961

9.161.830

8.009.415

392.557 31.446.518

392.557 9.554.387

196.278 8.205.693

(8.393.928)

(3.587.268)

(3.861.153)

(4.731.750) (13.125.678)

25.109.526 21.522.258

3.243.196 (617.957)

18.320.840

31.076.645

7.587.736

18.320.840

31.076.645

7.587.736

120.691.643 139.012.483

89.614.998 120.691.643

82.027.262 89.614.998

Fjárfestingarhreyfingar

Hækkun (lækkun) á handbæru fé Handbært fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

56 P09.01.921.indd 56

4/15/09 11:21:29 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Reikningsskilaaðferðir Ársreikningurinn er gerður í samræmi við góða reikningsskilavenju. Gerð er grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum hér á eftir.

Tekjufærsla Við uppsetningu rekstrarreiknings eru tekjur af Íslenskri getspá nú sýndar að frádreginni ráðstöfun til sérsambanda, héraðssambanda, útbreiðslustyrkja og afreksmannasjóðs.

Eignarhlutir Eignarhluti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Íslenskri getspá er eignfærður samkvæmt efnahagsreikningi frá 31. desember 2007. Eignarhluti sambandsins er 46,67%. Hlutdeild í eiginfé er kr.103.424.371.-

Mat fasteigna Fasteignir eru færðar í fasteignamatsverð. Lausafé er ekki endurmetið. Brunabótamat fasteigna í árslok er kr. 472.655.000.

Ábyrgðarskuldbindingar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er ekki í ábyrgðarskuldbindingum.

57 P09.01.921.indd 57

4/15/09 11:21:29 AM


Samanburður rekstrar við fjárhagsáætlun 2008 Áætlun

Afkoma

Hlutfall

Rekstrartekjur Framlag ríkissjóðs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Frá Íslenskri getspá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

114.900.000 17.000.000

114.900.000 18.061.046

100,00% 106,24%

Hagnaður frá Ísl. getraunum . . . . . . . . . . . . . . . . . Styrkir IOC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðrar tekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

4.900.000 9.000.000 9.000.000

2.100.000 7.321.123 5.460.994

42,86% 81,35%

Rekstrartekjur samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

154.800.000

147.843.163

95,51%

. . . . . . . .

46.000.000 13.000.000 22.300.000 8.000.000 32.000.000 17.500.000 6.000.000 10.000.000

47.097.869 10.732.852 21.301.367 7.048.561 33.250.707 16.853.155 5.136.461 7.838.780

102,39% 82,56% 95,52% 88,11% 103,91% 96,30% 85,61% 78,39%

Rekstrargjöld samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

154.800.000

149.259.752

96,42%

Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þing, fundir og kostnaður vegna stjórnar . . Nefndir og verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttamiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttaleg viðskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . Framlög til verkefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annar kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar . . . . . . .

. . . . . . . .

. . . . . . . .

. . . . . . . .

. . . . . . . .

. . . . . . . .

Utan fjárhagsáætlunar Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

392.557 149.652.309

Rekstrarárangur fyrir fjármagnsliði . . . . . . . . . . . . . Fjármagnsliðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(1.809.146) 32.863.105

Rekstrarniðurstaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

31.053.961

58 P09.01.921.indd 58

4/15/09 11:21:29 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Rekstraryfirlit ÍSÍ og sérgreindra sjóða 2008 ÍSÍ Rekstrartekjur Rekstrarstyrkir . . . . . Íslensk getspá . . . . . Íslenskar getraunir . . Styrkir IOC . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður . . . . . . . . . . . . . Þing, fundir og kostnaður v/stjórnar Nefndir og verkefni . . . . . . . . . . . . . Íþróttamiðstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttaleg viðskipti . . . . . . . . . . . . . . Framlög v/verkefna . . . . . . . . . . . . . Annar kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar . . . Fyrningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Sérgreindir Hlutdeild ÍSÍ sjóðir Ísl.. Getspá

Millifærslur

Samtals

114.900.000 18.061.046 2.100.000 7.321.123 147.843.163

135.000.000 (16.000.000) 233.900.000 20.213.184 257.665.070 (38.274.230) 257.665.070 0 0 2.100.000 9.393.131 0 0 16.714.254 164.606.315 257.665.070 (54.274.230) 515.840.318

47.097.869 10.732.852 21.301.367 7.048.561 33.250.707 16.853.155 5.136.461 7.838.780 392.555 149.652.307

0 0 47.097.869 0 0 10.732.852 0 0 21.301.367 0 0 7.048.561 0 0 33.250.707 165.623.679 257.665.070 (54.274.230) 385.867.674 1.482.449 0 6.618.910 0 0 7.838.780 0 0 0 392.555 167.106.128 257.665.070 (54.274.230) 520.149.275

Rekstrarárangur fyrir fjármagnsliði

(1.809.144)

(2.499.813)

Fjármagnsliðir . . . . . . . . . . . . . . . . .

32.863.105

13.475.599

Hagnaður (tap) ársins . . . . . . . . .

31.053.961

10.975.786

0

0

(4.308.957) 0

46.338.704

0

42.029.747

59 P09.01.921.indd 59

4/15/09 11:21:29 AM


Efnahagsyfirlit ÍSÍ og sérgreindra sjóða 31. desember 2008 Eignir

Sérgreindir ÍSÍ

sjóðir

343.286.000 262.728 343.548.728

0 0 0

Áhættufjármunir og langtímakröfur: Íslensk getspá, hlutdeild í eigin fé . . .

103.424.371

0

0 103.424.371

Fastafjármunir samtals . . . . . . . .

446.973.099

0

0 446.973.099

25.808.434 0 139.012.483 164.820.917

247.413 19.318.833 145.380.150 164.946.396

(247.413) 25.808.434 (19.318.833) 0 0 0 284.392.633 (19.566.246) 310.201.067

611.794.016

164.946.396

0 (19.566.246) 757.174.166

535.577.243

93.821.490

629.398.733

0 0 76.216.773 76.216.773

683.051 70.441.855 0 71.124.906

683.051 0 70.441.855 0 (19.566.246) 56.650.527 (19.566.246) 127.775.433

611.794.016

164.946.396

0 (19.566.246) 757.174.166

Fastafjármunir . . . . . . . . . . . . . . . . . Fasteignir í Laugardal, fm . . . . . . . . . Áhöld og tæki . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Veltufjármunir Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptareikningar ÍSÍ . . . . . . . . . . . Handbært fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Millifærslur

0

Samtals

0 343.286.000 0 262.728 0 343.548.728

Eigið fé og skuldir Eigið fé Óráðstafað eigið fé . . . . . . . . . . . . . . Skammtímaskuldir Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . Ógreiddir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . Ýmsir skuldheimtumenn . . . . . . . . . .

Eigið fé og skuldir samtals . . . . .

60 P09.01.921.indd 60

4/15/09 11:21:30 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Skýringar 1.

Íslensk getspá

2008

2007

2006

13.061.046 5.000.000 18.061.046

12.817.306 5.000.000 17.817.306

11.265.345 5.000.000 16.265.345

(79.161.778) (97.276.027) (20.313.184) (42.953.035) (239.704.024)

(77.685.027) (95.461.263) (19.836.089) (42.151.715) (235.134.094)

(68.079.361) (83.692.261) (17.390.579) (36.955.004) (206.117.205)

Skrifstofustyrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.679.750

1.642.450

1.865.600

Verkefnastyrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

5.641.373 7.321.123

3.304.561 4.947.011

5.491.106 7.356.706

5.460.994 5.460.994

4.149.063 4.149.063

2.993.339 2.993.339

. . . .

41.420.264 4.244.064 4.643.520 (3.209.979) 47.097.869

39.114.575 4.411.604 5.300.159 (2.665.082) 46.161.256

37.400.727 3.462.570 3.242.189 (2.940.945) 41.164.541

Ferðakostnaður og uppihald innanlands . . . . . . . . . . . Ferðakostnaður og uppihald erlendis . . . . . . . . . . . . . Laun og launatengd gjöld v/forseta . . . . . . . . . . . . . .

4.233.711 3.799.141 2.700.000 10.732.852

3.812.160 3.351.979 2.004.700 9.168.839

3.838.630 4.419.033 2.286.859 10.544.522

1.618.280 13.012.883 4.300.662 2.369.542 21.301.367

3.588.280 10.106.820 2.395.946 2.075.642 18.166.688

3.099.168 7.180.120 1.465.517 2.121.768 13.866.573

Hlutdeild í heildartekjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ósóttir vinningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Ráðstafað af heildartekjum . . Til sérsambanda . . . . . . . . . Til héraðssambanda . . . . . . Afrekssjóður . . . . . . . . . . . . Útbreiðslustyrkir . . . . . . . . .

2.

.

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

. . . . .

Styrkir IOC/EOC

Aðrar tekjur

Ýmsir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

3.

Skrifstofukostnaður

Laun og launatengd gjöld . Sími og póstkostnaður . . . . Annar kostnaður . . . . . . . . Endurgreiddur kostnaður . .

4.

5.

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Þing, fundir og kostnaður vegna stjórnar

Nefndir og verkefni

Fræðslusvið . . . . . . . . . . . . Heilbrigðisráð/Lyfjaeftirl. . . Almenningsíþróttasvið . . . Aðrar nefndir . . . . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

61 P09.01.921.indd 61

4/15/09 11:21:30 AM


Skýringar 6.

Íþróttamiðstöð

2008

2007

2006

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

2.026.999 0 3.142.007 11.684.272 10.044.942 (6.176.305) (13.673.354) 7.048.561

3.913.126

3.694.458

7.428.661 3.068.731 6.426.562 (4.514.747) (12.901.422) 3.420.911

7.552.185 8.646.414 9.056.686 (6.299.458) (11.355.003) 11.295.282

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

33.250.707 0 0 0 33.250.707

8.353.142 4.760.641 10.876.147 (2.153.944) 21.835.986

15.704.715 676.951 0 0 16.381.666

Framlag í verkefnasjóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kostnaður v/fundaraðstöðu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Framlag til ungra og efnilegra íþróttamanna . . . . . . .

3.000.000 853.155 13.000.000 16.853.155

3.000.000 1.903.968 12.000.000 16.903.968

3.000.000 1.100.000 12.000.000 16.100.000

. . . . . .

623.448 939.853 769.550 693.340 2.110.270 0 5.136.461

1.421.014 1.764.509 361.620 622.500 0 0 4.169.643

722.798 1.260.561 769.430 591.375 937.070 129.820 4.411.054

Vaxtatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

21.786.619

11.788.110

8.158.192

Fjármagnstekjuskattur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vaxtagjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(2.159.042) (244.548) 13.480.076 32.863.105

(1.178.811) (122.918) (1.356.394) 9.129.987

(833.885) (141.574) 4.480.957 11.663.690

Laun og launatengd gjöld . Skrifstofukostnaður . . . . . . Viðhald húsnæðis . . . . . . . Fasteignagjöld . . . . . . . . . . Húsnæðiskostnaður . . . . . . Endurgreiddur kostnaður . . Húsaleiga . . . . . . . . . . . . .

7.

9.

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

Íþróttaleg viðskipti/Afrekssvið

Tekjur: Ólympíuverkefni . . . . . . . . Ólympíuhátíð æskunnar . . . Smáþjóðaleikar . . . . . . . . . Endurgreiddur kostnaður . .

8.

. . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Framlög til verkefna

Annar kostnaður

Móttaka gesta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gjafir og heiðursviðurkenningar . . . . . . . . . Ferðasjóður ÍSÍ v/sérsambanda . . . . . . . . . . Endurskoðun og annar sérfræðikostnaður . . Íþrótta- og fréttablað . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

10.

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

. . . . . .

Fjármagnsliðir

62 P09.01.921.indd 62

4/15/09 11:21:30 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Skýringar 11.

2008

2007

2006

138.995.233 6.000 11.250 139.012.483

120.680.393 0 11.250 120.691.643

89.603.748 0 11.250 89.614.998

476.923.887 27.599.395 0 31.053.961 535.577.243

434.144.830 (22.182.024) 55.799.251 9.161.830 476.923.887

371.645.165 0 54.490.250 8.009.415 434.144.830

Handbært fé

Glitnir, bankareikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kreditkort . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skiptimyntarsjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

12.

Ábyrgðarskuldbindingar

13.

Óráðstafað eigið fé

Staða 1.1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Endurmat stofnfé Íslenskrar getspár Endurmat ársins . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarárangur . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

63 P09.01.921.indd 63

4/15/09 11:21:30 AM


Afrekssjóður ÍSÍ Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Framlag frá Lottó . . . . . . . . . . . . . . . Framlag menntamálaráðuneytisins . . Framlag Olympic Solidarity, . . . . . . . Fjármagnstekjur . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Rekstrargjöld Styrkveitingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . Styrkveitingar v/Olympic Solidarity . Kostnaður v/funda . . . . . . . . . . . . . . Ráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

2008

2007

2006

. . . .

20.213.184 30.000.000 9.393.131 9.863.323 69.469.638

19.836.089 30.000.000 3.562.911 3.848.689 57.247.689

17.390.579 30.000.000 5.535.417 4.350.915 57.276.911

. . . .

48.300.000 9.398.674 39.619 1.000.000 58.738.293

50.705.097 3.562.911 31.448 1.000.000 55.299.456

49.342.346 5.534.400 84.270 1.000.000 55.961.016

10.731.345

1.948.233

1.315.895

56.423.849 8.201.416 147.413 0 64.772.678

46.873.345 9.518.704

38.733.550 8.258.901

0 56.392.049

394.972 47.387.423

45.783.971

43.835.738

10.731.345 56.515.316

1.948.233 45.783.971

20.657.812 21.862.031 1.315.895 43.835.738

390.491 7.866.871 8.257.362

0 1.537.738 9.070.340 10.608.078

3.501.685 3.551.685

64.772.678

56.392.049

47.387.423

Rekstrarárangur

Efnahagsreikningur 31.desember 2008 Eignir Veltufjármunir Bankareikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . VÍB Sjóðsbréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Óhafin styrkur frá Olympic Solidarity . Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Skuldir og eigið fé Eigið fé Óráðstafað 1.1. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Óráðstafað 1.1. Ólympíusjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarárangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skammtímaskuldir Útistandandi kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ógreiddir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé samtals

50.000

64 P09.01.921.indd 64

4/15/09 12:34:06 PM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Verkefnasjóður Til ráðstöfunar

2008

2007

2006

3.000.000 3.900.200 250.000 7.150.200

3.000.000 1.633.349 1.075.000 5.708.349

3.000.000 1.303.828 0 4.303.828

2.550.000 (2.500.000) 0 0 50.000

1.800.000 (1.500.000) 0 8.149 308.149

2.600.000 (3.825.000) 7.350 63.129 (1.154.521)

Fært til næsta árs

7.100.200

5.400.200

5.458.349

Inneign hjá ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

4.600.200

3.900.200

1.633.349

Framlag frá ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Óráðstafað 1.1. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ónýttir áður ráðstafaðir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . .

Ráðstafað Styrkveitingar Ógreitt . . . . . . Veitingar . . . . Auglýsingar . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

65 P09.01.921.indd 65

4/15/09 11:21:31 AM


Styrktarsjóður ungra og efnilegra íþróttamanna Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Framlög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrargjöld Styrkveitingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Fjármagnstekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarniðurstaða

2008

2007

2006

13.000.000

12.000.000

12.000.000

10.925.000 173.150 11.098.150

9.150.000 96.000 9.246.000

7.420.000 0 7.420.000

455.598

803.464

607.005

2.357.448

3.557.464

5.187.005

4.877.377 100.000 12.218.633 17.196.010

3.168.016 100.000 11.370.546 14.638.562

12.343.315 (712.217) 11.631.098

12.763.562 2.357.448 15.121.010

9.206.098 3.557.464 12.763.562

4.019.093 5.187.005 9.206.098

2.075.000 2.075.000

1.875.000 1.875.000

2.425.000 2.425.000

17.196.010

14.638.562

11.631.098

Efnahagsreikningur 31. desember 2008 Eignir Veltufjármunir Bankareikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Útistandandi kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé Eigið fé Eigið fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarárangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé samtals

66 P09.01.921.indd 66

4/15/09 11:21:31 AM


ÁRSSKÝRSLA 2009

Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Framlag frá Glitni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Rekstrargjöld Styrkveitingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Fjármagnstekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Rekstrarniðurstaða

2008

2007

0

20.000.000

5.450.000 3.720 5.453.720

4.000.000 22.880 4.022.880

2.040.697

1.670.851

(3.413.023)

17.647.971

15.761.548 15.761.548

18.420.851 18.420.851

17.647.971 (3.413.023) 14.234.948

17.647.971 17.647.971

1.500.000 26.600 1.526.600

750.000 22.880 772.880

15.761.548

18.420.851

Efnahagsreikningur 31. desember 2008 Eignir Veltufjármunir Bankareikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé Eigið fé Eigið fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarárangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé samtals

67 P09.01.921.indd 67

4/15/09 11:21:31 AM


Ferðasjóður íþróttafélaga Rekstrarreikningur

2008

Rekstrartekjur Framlag Ríkissjóði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Rekstrargjöld Styrkveitingar 2007 . . Styrkveitingar 2008 . . Forritunarkostnaður . . Fundarkostnaður . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

89.000.000

. . . .

30.000.021 58.999.984 250.000 15.960 89.265.965

Fjármagnstekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.115.981

Rekstrarniðurstaða

850.016

Efnahagsreikningur 31. desember 2008 Eignir Veltufjármunir Bankareikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

60.115.960 60.115.960

Skuldir og eigið fé Eigið fé Eigið fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarárangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptareikningur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Skuldir og eigið fé samtals

0 850.016 850.016

58.999.984 265.960 59.265.944

60.115.960

68 P09.01.921.indd 68

4/15/09 11:21:31 AM


P09.01.921.indd 69

4/15/09 11:58:55 AM


P09.01.921.indd 70

4/15/09 11:58:55 AM


P09.01.921.indd 71

4/15/09 11:58:55 AM


P09.01.921.indd 72

4/15/09 11:58:55 AM


ÁRSSKÝRSLA

PRENTVINNSLA ODDI EHF 2009  P.09.01.921

ÍSÍ  |  ENGJAVEGI 6  |  104 REYKJAVÍK  |  W W W.ISI.IS

P09.01.921.KAP.indd 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

4/15/09 11:46:04 AM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.