Ársskýrsla ÍSÍ 2015

Page 1

ÁRSSKÝRSLA

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

PRENTGRIPUR

R

M

HV

ERFISME

KI

141 776

ÍSÍ | ENGJAVEGI 6 | 104 REYK JAVÍK | WWW.ISI.IS

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

U


Héraðssambandið Hrafna-Flóki Héraðssamband Bolungarvíkur Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssambandið Skarphéðinn

Sérsambönd ÍSÍ

Íþróttahéruð ÍSÍ

Sambandsaðilar ÍSÍ Akstursíþróttasamband Ísland Badmintonsamband Ísland Blaksamband Íslands Borðtennissamband Íslands

Héraðssamband Strandamanna

Dansíþróttasamband Íslands

Héraðssamband Vestfirðinga

Fimleikasamband Íslands

Héraðssamband Þingeyinga

Frjálsíþróttasamband Íslands

Íþróttabandalag Akraness

Glímusamband Íslands

Íþróttabandalag Akureyrar

Golfsamband Íslands

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

Handknattleikssamband Íslands

Íþróttabandalag Reykjanessbæjar

Hjólreiðasamband Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íshokkísamband Íslands

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttabandalag Suðurnesja

Júdósamband Íslands

Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga

Karatesamband Íslands

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

Keilusamband Íslands

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

Knattspyrnusamband Íslands

Ungmennasamband Borgarfjarðar

Kraftlyftingasamband Íslands

Ungmennasamband Eyjafjarðar

Körfuknattleikssamband Íslands

Ungmennasamband Kjalarnessþings

Landsamband hestamannafélaga

Ungmennasamband Skagafjarðar

Lyftingasamband Íslands

Ungmennasamband A-Húnvetninga

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands

Ungmennasambandið Úlfljótur

Siglingasamband Íslands

Ungmennasamband V-Húnvetninga

Skautasamband Íslands

Ungmennasamband V-Skaftafellssýslu

Skíðasamband Íslands Skotíþróttasamband Íslands Skylmingasamband Íslands Sundsamband Íslands Taekwondosamband Íslands Tennissamband Íslands


ÁRSSKÝRSLA 2015

Efnisyfirlit Íþróttir; lífsstíll og menning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólafur E. Rafnsson – minning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands . . . . . . . . . . Framkvæmdastjórn ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Varastjórn ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fundur aðalfararstjóra og tækninefndar GSSE . . . . . . . . . . . . Skrifstofa ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nefndir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sérsamböndum ÍSÍ fjölgar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Listi yfir viðurkenndar íþróttagreinar innan vébanda ÍSÍ . . . . Íþróttanefndir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laganefnd ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71. Íþróttaþing ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðalfundur GSSE og fundur tækninefndar GSSE . . . . . . . . . . Formannafundir ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heiðranir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heimsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samtök íslenskra ólympíufara - SÍÓ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki Íþróttasambands Færeyja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra með forystu ÍSÍ og formönnum sérsambanda ÍSÍ . . . . . . . Dómsmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hringferð forseta ÍSÍ – heimsóknir í íþróttahéruð . . . . . . . . . Heiðurshöll ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . IOC gefur ÍSÍ Mercedes Benz smárútu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fundur ÍSÍ með framkvæmdastjórum sambandsaðila ÍSÍ . . . Íþróttamiðstöðin í Laugardal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samningur við Flugfélag Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsskýrslur ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Félagakerfi íþróttahreyfingarinnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ÍSÍ á samfélagsmiðlum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hagræðing úrslita . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Smáþjóðaleikar á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Undirbúningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Náttúrulegur kraftur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Blossi – lukkudýr leikanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjálfboðaliðaverkefnið „Býr kraftur í þér?“ . . . . . . . . . . . . . . Lyfjaeftirlit ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íþróttamaður ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . HÍ og ÍSÍ efla samstarf á sviði íþrótta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Norrænn fundur íþróttasamtaka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ársþing EOC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ársþing ANOC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samstarf ÍSÍ og héraðsskjalasafna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . Ólympíufjölskylda ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Endurgreiðslur vegna íþróttaslysa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Líney Rut tilnefnd til IOC verðlauna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Verkefnasjóður ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Getspá – Getraunir, mikilvægir tekjustofnar . . . . . . . . . . . . . . Afreksstyrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2 4 5 6 9 9 10 11 11 11 11 11 12 13 14 15 16 18

Ferðasjóður íþróttafélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40

18

Alþjóða Ólympíuakademían . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47

19 19 20 24 25 25 26 26 26 27 27 27 28 28 29 29 30 31 32 33 34 34 35 35 36 37 37 37 37 38 39

Undirritun samninga vegna fjárlaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Ríkisstyrkur til sérsambanda ÍSÍ hækkar um 15 milljónir . . . . 41 Þjálfaramenntun ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Þjálfaramenntun sérsambanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Fyrirmyndarfélag ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Ráðstefnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Forvarnardagur forseta Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Fyrirmyndarhérað ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Hádegisfundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Norræn ráðstefna um barna- og unglingaíþróttir . . . . . . . . . 45 Thomas Bach kjörinn forseti IOC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 Norrænar skólaíþróttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 Útgáfumál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Endurskoðun barna- og unglingastefnu ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . 46 Fræðsla fyrir unga og efnilega . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Lestrarbók um Ólympíuleika . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Ólympíusamhjálpin styrkir þjálfaranámskeið Bogfiminefndar ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Fararstjóranámskeið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Ólympíudagurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Æskulýðsrannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Norrænu lýðheilsuverðlaunin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Lífshlaupið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Kvennahlaup ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Hjólað í vinnuna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Hjólum í skólann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Göngum í skólann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Nefnd um íþróttir 60+ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Ólympíuleikar - Ríó 2016 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Evrópuleikar-Baku 2015 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Ólympíuleikar ungmenna – Nanjing 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2015 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Ólympíuleikar ungmenna - Lillehammer 2016 . . . . . . . . . . . . 59 Smáþjóðaleikar 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Utrecht 2013 . . . . . . . . . . . 61 Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - Vorarlberg og Liechtenstein 2015 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Ólympíusamhjálpin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 EOC Seminar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Afreksstefna ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Styrkir til sérsambanda og íþróttahéraða 2013 . . . . . . . . . . . 66 Styrkir til sérsambanda og íþróttahéraða 2014 . . . . . . . . . . . 68 Ársreikningur 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71

1


Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.

Íþróttir; lífsstíll og menning Það var við þungbærar aðstæður sem ég tók við embætti forseta ÍSÍ í júní árið 2013, eftir skyndilegt og ótímabært andlát Ólafs E. Rafnssonar. Með fráfalli Ólafs var stórt skarð höggvið í íþróttahreyfinguna á Íslandi sem og körfuknattleikshreyfinguna á heimsvísu og flest okkar sem næst honum stóðum í hreyfingunni áttum erfitt með að meðtaka fregnirnar og trúum vart enn. Í samræmi við lög ÍSÍ og stöðu mína sem varaforseti ÍSÍ tók ég við embætti forseta og tókst á við þær breyttu aðstæður með því sterka teymi sem stendur að baki ÍSÍ, framkvæmdastjórn, starfsfólki og okkar öfluga framkvæmdastjóra. Sá tími sem ég hef gegnt embætti forseta ÍSÍ hefur verið áhugaverður og viðburðaríkur. Embættinu fylgja margar skyldur og mikil vinna sem jafnframt er afar gefandi, fjölbreytt og skemmtileg. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í embættið næsta kjörtímabil. Það er mikilvægt fyrir fjöldahreyfingu eins og ÍSÍ að forysta hennar sé í góðum tengslum við grasrótina. Þannig hefur það verið og

2

verður vonandi áfram. Nú í haust var ákveðið í þessu skyni að heimsækja íþróttahéruð og félög innan þeirra og kynnast stöðu þeirra og starfsemi. Jafnframt því töldum við mikilvægt að hitta fulltrúa sveitarfélaganna og fá fram viðhorf þeirra til íþróttastarfsins og framþróunar þess. Móttökurnar í þeim íþróttahéruðum sem við höfum þegar heimsótt hafa undantekningalaust verið frábærar. Kunnum við öllum þeim sem við höfum hitt á ferðum okkar, innilegustu þakkir fyrir veitta kynningu og góðar móttökur. Mikilvægi íþróttafélaganna og íþróttahéraðanna fyrir byggðalögin sem við höfum heimsótt eru mjög afgerandi. Íþróttirnar eru miðja samfélagsins og vitnisburður um hversu fjölskylduvæn byggðarlögin eru og þar með hve eftirsóknarvert þar sé að búa. Það sannast sagna reyndist okkur dýrmætt að fá að hitta fólk á heimasvæði þess sem brýnustu hagsmunamálin voru beinlínis áþreifanleg og ná yfirsýn yfir þau sjónarmið sem ríkja í hreyfingunni, sem sum voru ólík, en önnur þau sömu. Það kom

okkur skemmtilega á óvart hve glæsileg íþróttamannvirki er að finna um allt land en nýting þeirra er afar mismunandi og í takt við fjölda og aldurssamsetningu íbúa á viðkomandi svæðum. Við höfum nú heimsótt 13 íþróttahéruð og áætlum að ljúka yfirferð okkar um landið á næstu vikum. Teljum við þetta mjög áhrifaríka leið til að kynnast hreyfingunni og átta okkur á stöðu hennar og starfsemi. Þá hefur það einnig reynst mjög mikilvægt að kynnast viðhorfum sveitarfélaganna, sem eru langöflugustu bakhjarlar íþróttafélaganna og íþróttahéraðanna í landinu. Það mikla framlag er þakkarvert og endurspeglar stöðu íþróttanna. Staða íþróttahéraða sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag er hins vegar áhyggjuefni. Mikilvægt er að huga sérstaklega að þeirri stöðu og tryggja að samstarf sveitarfélaga, íþróttahéraðs og íþróttafélaga verði sameiginlegt hagsmunamál allra þessara aðila. Þá verður að tryggja fjármagn til að þetta samstarf geti skilað þeim árangri sem til er ætlast.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Það hefur ekki farið fram hjá neinum það öfluga mótahald sem sérsambönd ÍSÍ hafa staðið fyrir á undanförnum misserum, hvort sem það hafa verið innlendar mótaraðir eða stórmót á alþjóðlegan mælikvarða. Eftir slík mót situr mikilvæg reynsla eftir í íþróttahreyfingunni hér á landi og þekking sem við búum lengi að. Það er í raun ótrúlegt hversu megnug sérsambönd ÍSÍ eru, með hliðsjón af þeim litlu fjármunum sem þau flest hafa yfir að ráða. Við þekkjum öll hvaða áhrif fjármálahrunið hafði á starfsemi sérsambandanna bæði vegna hruns krónunnar og einnig vegna afleiðinga þess á helstu styrktaraðila þeirra. Þrátt fyrir þetta þá hafa sérsamböndin staðið fyrir afrekstarfi með ótrúlegum árangri. Fyrir það erum við mjög þakklát og einnig ákaflega stolt af frábærum árangri okkar afreksíþróttafólks. Við vitum að ekki verður mikið lengur fram haldið án verulegra viðbótarframlaga til sérsambandanna og afreksstarfs þeirra. Því munum við beita okkur af einurð fyrir auknu fjárframlagi til sérsambanda ÍSÍ. Á síðasta ári hlaut ÍSÍ Norrænu lýðheilsuverðlaunin, sem veitt eru árlega einum einstaklingi, samtökum eða stofnun sem lagt hefur mikið af mörkum til bættrar lýðheilsu á Norðurlöndum. Hér er því um mjög mikilsverða viðurkenningu að ræða sem við erum afar stolt af.

Í rökstuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar segir m.a. „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur í meira en tvo áratugi haft mikil áhrif á lýðheilsu á Íslandi með því að leggja áherslu á að almenningur lifi heilbrigðu lífi. ÍSÍ hefur haft frumkvæði að áætlunum um hreyfingu, lífsstíl og vellíðan almennings. Áætlanirnar, heilsu- og hvatningarverkefnin, hafa haft mikil áhrif á fólk á öllum aldri og skilað góðum árangri hjá áhættuhópum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er verðugur handhafi Norrænu lýðheilsuverðlaunanna 2014 fyrir skilvirkt og kerfisbundið starf að lýðheilsumálum.“ Yfir 60.000 manns tóku þátt í almenningsíþróttaverkefnum ÍSÍ á síðasta ári sem sýnir vel hversu öflug starfsemi okkar er. Við erum eðlilega mjög stolt af þessum hluta okkar starfs enda er öll okkar starfsemi hluti af sömu heild. Öflugt almenningsíþróttastarf glæðir áhuga á almennri hreyfingu. Það mun síðan auka virkni í barna- og unglingastarfinu sem síðan skilar sér í afreksstarfinu. Eins og fram kemur í rökstuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar þá hefur vinna ÍSÍ til langs tíma skapað þessi jákvæðu áhrif á hreyfingu, lífsstíl og vellíðan almennings í landinu. Um leið og við gleðjumst yfir þessari viðurkenningu þá eflumst

við í þeim ásetningi okkar að halda þessu öfluga starfi áfram og vonandi með ekki síðri árangri en við höfum hingað til náð. Eftir u.þ.b. sex vikur mun ÍSÍ standa frammi fyrir stærsta verkefni sínu frá upphafi. Þann 1. júní nk. verða Smáþjóðaleikarnir settir en þeir standa til 6. júní. Smáþjóðaleikarnir voru haldnir hér á landi árið 1997 og af þeirri reynslu sem við öðluðumst þá vitum við að verkefnið er mjög krefjandi en leikarnir nú verða mun fjölmennari en þá. Smáþjóðaleikarnir verða haldnir að stærstum hluta í Laugardalnum. Um 800 keppendur eru væntanlegir frá átta löndum til að keppa í 10 íþróttagreinum. Keppendur frá Íslandi verða um 170. Íslenskt afreksíþróttafólk fær frábært tækifæri til að keppa á alþjóðlegu móti í sínu heimalandi, vonandi með miklum og góðum stuðningi áhorfenda. Að Smáþjóðaleikunum koma auk ÍSÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg, báðir aðilar með mjög myndarlegum stuðningi. Færum við þeim bestu þakkir fyrir. Þá standa að leikunum Íþróttabandalag Reykjavíkur og þau tíu sérsambönd sem eiga keppendur á leikunum, en keppt verður í blaki, strandblaki, borðtennis, fimleikum, frjálsíþróttum, golfi, júdó, körfuknattleik, skotíþróttum, sundi og tennis. Auk þessara aðila mun

3


öflugur hópur styrktaraðila standa að baki okkur til að gera þetta allt fjárhagslega mögulegt. Hvetjum við alla íþróttaunnendur á Íslandi til að nota tækifærið og mæta á Smáþjóðaleikana og njóta alls þess

sem þeir hafa upp á að bjóða og styðja vel við bakið á okkar keppendum. Ég hlakka til að eiga áframhaldandi samstarf við alla innan hreyfingarinnar við að styrkja og efla íþrótta-

starfið í landinu. Það er full ástæða til bjartsýni enda möguleikar hreyfingarinnar til að vaxa og dafna óendanlegir. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ

Ólafur E. Rafnsson – minning Ólafur E. Rafnsson fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013. Foreldrar hans eru Rannveig E. Þóroddsdóttir leikskólakennari, f. 1. febrúar 1936 og Rafn E. Sigurðsson, fv. forstjóri Hrafnistu, f. 20. ágúst 1938. Systkini Ólafs eru: 1) Sigþór R. útgerðartæknir, f. 23. apríl 1961 og 2) Elísabet snyrtifræðingur, f. 7. apríl 1963. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Gerður Guðjónsdóttir endurskoðandi, f. 24. júlí 1963. Foreldrar hennar eru Auður Jörundsdóttir, fv. skrifstofumaður, f. 16. júní 1923 og Guðjón Júlíusson pípulagningameistari, f. 1. október 1925, d. 30. nóvember 1980. Börn Ólafs og Gerðar eru Auður Íris, f. 29. ágúst 1992, háskólanemi, Sigurður Eðvarð, f. 29. nóvember 1997, framhaldsskólanemi og Sigrún Björg, f. 19. júní 2001, grunnskólanemi. Ólafur útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1982, hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1990 og hóf þá störf sem fulltrúi hjá Lögmönnum sf. í Hafnarfirði. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi á árinu 1993. Í febrúar 1994 stofnaði hann ásamt Inga H. Sigurðssyni héraðsdómslögmanni Lögmenn Hafnarfirði ehf. Á árinu 1996 varð Bjarni S. Ásgeirsson hæstaréttarlögmaður meðeigandi í stofunni. Ólafur sat í stjórn Lögmannafélags Íslands á árunum 2003-2004. Árið 2012 lauk Ólafur meistaragráðu í „European Sport

4

2006. Ólafur sat í stjórn Evrópska körfuknattleikssambandsins (FIBA Europe), frá árinu 2002 og var kjörinn forseti þess árið 2010. Frá þeim tíma sat hann jafnframt í miðstjórn Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu (FIBA World). Ólafur var í ótal vinnuhópum, nefndum og ráðum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Evrópska- og Alþjóða körfuknattleikssambandsins.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.

Governance“ frá Institut d’Études Politiques de Paris. Ólafur hóf ungur að æfa íþróttir, æfði hjá FH bæði fótbolta og handbolta en á unglingsárunum hóf hann að æfa körfubolta með Haukum. Með Haukum varð hann bikarmeistari á árunum 1985 og 1986 og Íslandsmeistari 1988. Ólafur spilaði nokkra leiki með landsliðinu í körfubolta. Ólafur kom að þjálfun yngri flokka í körfubolta sem og meistaraflokka karla og kvenna hjá Haukum. Hann var einn af þeim sem komu á fót skipulögðum æfingum í hjólastólakörfubolta og var þjálfari þar um tíma. Ólafur sat í stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka 1989-1990. Frá 1990-2006 sat hann í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og þar af formaður frá 1996. Hann var kjörinn forseti Íþróttaog Ólympíusambands Íslands árið

Útför Ólafs E. Rafnssonar fór fram frá Hallgrímskirkju 4. júlí 2013 að viðstöddu fjölmenni. Íþróttafólk frá sérsamböndum ÍSÍ, hvert og eitt í litskrúðugum íþróttafatnaði síns sambands, stóð heiðursvörð fyrir utan kirkjuna á meðan kistan var borin út. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur athöfnina ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra, Alexander Koslowski varaforseta Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) og Marc Theisen stjórnarmanni EOC en þeir voru jafnframt fulltrúar Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Yvan Mainini forseta Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, Cyriel Coomans starfandi forseta FIBA Europe, Kamil Novak framkvæmdastjóra FIBA Europe og fleiri háttsettum leiðtogum innan íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar og alþjóða körfuknattleikshreyfingarinnar. Að auki voru fjölmargir forystumenn sambandsaðila ÍSÍ, sambandsaðila KKÍ,


ÁRSSKÝRSLA 2015

stjórnvalda og hinna ýmsu félagasamtaka í landinu, auk fjölskyldu og vina Ólafs. Erfidrykkjan fór fram í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði og var umgjörð hennar Haukum til mikils sóma. Mikið var lagt í að heiðra sem best minningu Ólafs með myndum og skreytingum. Á þingi Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) í Róm í nóvember 2013 var Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu sambandsins, Order of Merit. Á ársþingi Evrópska körfuknattleikssambandsins (FIBA Europe), sem haldið var í München í maí 2014 var Ólafur útnefndur sem Heiðursfélagi FIBA Europe. Gerður Guðjónsdóttir, ekkja Ólafs, og börn hans tóku við ofangreindum viðurkenningum. Stofnaður var Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar sem verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar. Fjölmargir aðilar, bæði einstaklingar og samtök, hafa styrkt sjóðinn með fjárframlögum í minningu Ólafs.

Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Með ótímabæru fráfalli Ólafs Rafnssonar er höggvið djúpt skarð í raðir forystumanna íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Ólafur tók við embætti forseta ÍSÍ árið 2006 og sinnti hann því verkefni af alúð og miklum metnaði. Ólafur gerði sér far um að kynnast forystumönnum sambandsaðila ÍSÍ, bæði íþróttahéraða og sérsambanda og fylgdist vel með hvernig þeim gekk í sínum störfum. Það má því segja að það sem einkenndi forsetatíð Ólafs hjá ÍSÍ hafi verið persónulegt viðmót hans gagnvart hreyfingunni og gott aðgengi hreyfingarinnar að honum. Ólafur hafði mikinn áhuga á starfi þeirra fjölmörgu sjálfboða-

liða sem íþróttahreyfingin er svo lánsöm að hafa og gerði sér vel grein fyrir að þeirra starf er lykillinn að því góða og farsæla starfi sem til staðar er hjá sambandsaðilum ÍSÍ. Eitt af síðustu verkefnum hans var að koma á fót sjálfboðaliðavef sem nýtast á hreyfingunni til að skrásetja þá sjálfboðavinnu sem lögð er af mörkum innan félaga og sambandsaðila ÍSÍ. Ólafur gaf sig mikið að alþjóðlegum samskiptum innan íþróttahreyfingarinnar, bæði hjá þeim alþjóðasamböndum sem ÍSÍ er aðili að og einnig tók hann virkan þátt í starfi Evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, þegar hann var formaður KKÍ frá 1996 til 2006. Leitað var til Ólafs árið 2009 að gefa kost á sér til embættis forseta FIBA Europe og var hann kosinn í það embætti sama ár. Verkefni Ólafs á alþjóðavettvangi voru því mikil síðustu ár og tókst hann á við þau verkefni af mikilli samviskusemi.

Ólafur hafði gaman af að skrifa stutta pistla um málefni sem voru efst á baugi þá stundina, byrjaði á því þegar hann var formaður KKÍ og hélt því áfram þegar hann tók við sem forseti ÍSÍ. Hugur hans var frjór og hann var duglegur að varpa fram hugmyndum að ýmsum verkefnum sem honum fannst henta að ÍSÍ gerði að sínum. Sum af þeim verkefnum hafa orðið að veruleika en önnur bíða betri tíma. Ólafur var landsliðsmaður í körfubolta á yngri árum og þekkti því af eigin raun hvað afreksmenn þurfa að leggja á sig til að ná árangri í íþrótt sinni. Hann fylgdist mjög vel með afreksstarfi hreyfingarinnar og þeim einstaklingum og liðum sem þar voru fremst í flokki. Hann var óþreytandi við að benda á nauðsyn þess að íslensk afreksmál hefðu meira fjármagn til að hlúa að okkar efnilegasta íþróttafólki og gefa því möguleika á að æfa og keppa við bestu aðstæður. Ólafur gerði sér hins vegar einnig grein fyrir nauðsyn þess að börn og unglingar hefðu öll möguleika á að sinna íþróttum og finna sér íþrótt við hæfi og getu. Þannig myndi forvarnargildi íþrótta- og æskulýðsstarfs skila sér best. Íþróttahreyfingin þakkar Ólafi fyrir hans góðu störf. Hans verður sárt saknað.

Fjölskylda Ólafs E. Rafnssonar tekur við Order of Merit, æðstu viðurkenningu EOC.

5


Lárus L. Blöndal

Helga Steinunn Guðmundsdóttir

Gunnar Bragason

Sigríður Jónsdóttir

Framkvæmdastjórn ÍSÍ Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem haldið var á Hótel Reykjavík Natura dagana 19.-20. apríl 2013, var kjörið í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Ólafur E. Rafnsson var endurkjörinn forseti ÍSÍ. Á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar skipti stjórnin með sér verkum á þann hátt að Lárus Blöndal var skipaður í embætti varaforseta, Gunnar Bragason í embætti gjaldkera og Helga Steinunn Guðmundsdóttir í embætti ritara. Við andlát Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ 19. júní 2013 tók Lárus L. Blöndal varaforseti ÍSÍ við embætti forseta ÍSÍ, eins og lög ÍSÍ kveða á um. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ 11. júlí 2013 var síðan endurskipað í embætti stjórnar sambandsins. Helga Steinunn Guðmundsdóttir var skipuð í embætti varaforseta, Gunnar Bragason eftir sem áður í embætti gjaldkera og Sigríður Jónsdóttir í embætti ritara. Við þessar breytingar tók Ingi Þór Ágústsson, sem kosinn hafði verið 1. varamaður, sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

6

Forseti ÍSÍ Lárus Blöndal er fæddur 1961. Lárus er hæstaréttarlögmaður og rekur eigin lögfræðistofu. Hann var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2002, skipaður ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ árið 2004 og varaforseti ÍSÍ árið 2006. Hann tók við embætti forseta ÍSÍ í júní 2013. Lárus var um árabil formaður Laganefndar ÍSÍ. Hann hefur meðal annars einnig verið formaður Afrekssjóðs ÍSÍ og setið í Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ. Lárus leiddi undirbúningsvinnu að sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Lárus er fyrrverandi formaður Umf. Stjörnunnar í Garðabæ. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og badminton.

Varaforseti ÍSÍ Helga Steinunn Guðmundsdóttir er fædd 1953. Helga er menntuð sem uppeldisráðgjafi (barnevernpedagog) frá Noregi. Hún var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2006. Helga er for-

maður vinnuhóps ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga og er formaður Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015. Hún hefur einnig leitt ýmsa vinnuhópa ÍSÍ og verið formaður Skólaíþróttanefndar ÍSÍ. Helga átti sæti í aðalstjórn og stjórn knattspyrnudeildar KA og var formaður félagsins í 7 ár.

Gjaldkeri ÍSÍ Gunnar Bragason er fæddur 1961. Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar hf. Hann var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2002 og skipaður af framkvæmdastjórn sem gjaldkeri ÍSÍ árið 2004. Hann er einnig formaður Fjármálaráðs ÍSÍ. Gunnar var forseti Golfsambands Íslands frá 1999-2001. Íþróttalegur bakgrunnur: Golf.

Ritari ÍSÍ Sigríður Jónsdóttir er fædd 1954. Hún er efnafræðingur með doktorspróf frá Háskólanum í Hamborg í Þýskalandi og starfar á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Sigríður var


ÁRSSKÝRSLA 2015

Friðrik Einarsson

Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir

fyrst kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1996 og var varaforseti ÍSÍ frá 1997-2006. Hún sat í stjórn Badmintonsambands Íslands frá 1988 og var formaður sambandsins frá 19901996. Sigríður er formaður Þróunarog fræðslusviðs ÍSÍ og hefur gegnt því embætti frá stofnun sviðsins. Hún situr í Íþróttanefnd ríkisins fyrir hönd ÍSÍ. Íþróttalegur bakgrunnur: Badminton. Friðrik Einarsson er fæddur 1968. Friðrik var kjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2006. Hann er formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Friðrik starfaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Leifturs á árunum 1990-1994 og sem framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands 1994-1996. Friðrik sat í ýmsum nefndum fyrir Skíðasamband Íslands og var kjörinn í stjórn sambandsins árið 2000. Hann var formaður Skíðasambands Íslands árin 2002-2006. Frá árinu 2005 hefur hann einnig starfað í foreldraráðum og sinnt smærri verkefnum fyrir Umf. Stjörnuna í Garðabæ. Íþróttalegur bakgrunnur: Gönguskíði og knattspyrna.

Garðar Svansson

Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir er fædd 1953. Hún var kjörin í varastjórn ÍSÍ árið 2002 og í framkvæmdastjórn ÍSÍ 2011. Ingibjörg situr í stjórn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, er formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ, auk þess að stýra vinnuhópum. Ingibjörg var formaður Umf. Aftureldingar í Mosfellsbæ í 8 ár. Íþróttalegur bakgrunnur: Handknattleikur og frjálsíþróttir. Garðar Svansson, er fæddur 1968. Hann var kosinn í varastjórn árið 2011 og í framkvæmdastjórn 2013. Garðar situr í stjórn Afreks- og Ólympíusviðs og í Tölvunefnd ÍSÍ. Garðar sat í stjórn UMFÍ 2009 til 2011. Hann hefur átt sæti í stjórn HSH síðan 1995 ýmist í aðal eða varastjórn. Formaður HSH 2006 til 2011. Garðar hefur verið framkvæmdastjóri HSH síðan 2009. Hann var formaður UMF. Grundarfjarðar 1997 – 2001. Sat í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar 2002 til 2006. Hann hefur verið í stjórn Golfklúbbsins Vestarr síðan 2009. Íþróttalegur bakgrunnur, knattspyrna, frjálsíþróttir, blak og golf.

Hafsteinn Pálsson

Hafsteinn Pálsson er fæddur 1952. Hafsteinn er menntaður byggingarverkfræðingur og starfar sem slíkur hjá umhverfisráðuneytinu. Hann var kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1992 og hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum hjá sambandinu sem ritari ÍSÍ, formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, formaður Taekwondonefndar ÍSÍ og nú síðast sem formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ. Hafsteinn er fyrrverandi formaður Ungmennasambands Kjalarnessþings og knattspyrnudeildar Umf. Aftureldingar og átti einnig sæti í aðalstjórn og stjórn sunddeildar Umf. Aftureldingar og í stjórn UMFÍ. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og handknattleikur. Örn Andrésson er fæddur 1951. Örn rekur eigið fjárfestingarfélag. Hann var kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 1996. Hann er formaður Afrekssjóðs ÍSÍ og formaður Tölvunefndar ÍSÍ. Hann hefur einnig setið í stjórn Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ og sinnt ýmsum verkefnum innan sambandsins. Örn hefur setið samfellt í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur

7


Örn Andrésson

í 21 ár en hann var einnig formaður badmintondeildar Víkings í 4 ár og formaður Borðtennissambands Íslands. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna, frjálsíþróttir og badminton. Jón Gestur Viggósson er fæddur 1946. Jón Gestur var kjörinn í varastjórn ÍSÍ árið 2000 og í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2009. Hann situr í Fjármálaráði ÍSÍ og í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Einnig á hann sæti í ýmsum vinnuhópum á vegum ÍSÍ. Jón Gestur var gjaldkeri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 1999 - 2009 og sat í aðalstjórn og deildastjórnum FH í fjölda ára. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna og handknattleikur. Ingi Þór Ágústsson er fæddur 1972. Hann var kosinn í varastjórn árið 2013 en tók sæti í framkvæmdastjórn við fráfall Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ, sama ár. Ingi Þór er formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ og situr í stjórn Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ. Ingi Þór var kosinn í varastjórn HSV við stofnun þess árið 2000 en tók síðar sæti í aðalstjórn og var for-

8

Jón Gestur Viggósson

Ingi Þór Ágústsson

maður HSV árin 2004–2006. Ingi Þór var bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar árin 2002–2008 og formaður íþróttanefndar Ísafjarðar á þeim tíma. Hann var formaður undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði árið 2003. Ingi Þór var einnig framkvæmdastjóri HSV um skamma hríð sem og framkvæmdastjóri UMSB 2008 – 2009. Hann sat í stjórn UMFÍ árin 20042006 og í stjórn SSÍ 2011 – 2015 þar sem hann er einnig nefndarmaður í landsliðs­nefnd. Íþróttalegur bakgrunnur: Sund.

Framkvæmdastjórn hefur haldið 24 fundi frá síðasta Íþróttaþingi. Þá hefur framkvæmdaráð ÍSÍ, sem í sitja forseti, varaforseti, gjaldkeri og ritari haldið ríflega 50 fundi. Fundi framkvæmdaráðs hafa einnig setið, eftir atvikum, formenn sviða, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri. Auk ofangreindra funda hafa verið haldnir fjöldi óformlegra funda.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson

Guðmundur Ágúst Ingvarsson

Varastjórn ÍSÍ Gunnlaugur Auðunn Júlíusson er fæddur 1952. Hann var kjörinn í varastjórn ÍSÍ árið 2011 og situr í Heilbrigðisráði ÍSÍ og Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Gunnlaugur hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar Víkings og sat í aðalstjórn Víkings um árabil. Hann hefur síðustu sex árin setið í stjórn frjálsíþróttadeildar Ármanns. Gunn-

laugur er formaður 100 km félagsins á Íslandi og er einnig formaður ofurhlauparáðs FRÍ. Íþróttalegur bakgrunnur: Langhlaup með sérstaka áherslu á ofurhlaup. Guðmundur Ágúst Ingvarsson er fæddur 1950. Hann var kosinn í varastjórn ÍSÍ 2013 og situr í Afreks- og ólympíusviði

ÍSÍ og í vinnuhópi ÍSÍ um skattamál íþróttahreyfingarinnar. Guðmundur Ágúst átti sæti í aðalstjórn Víkings og í nefndum hjá Handknattleikssambandi Íslands. Hann var kjörinn formaður HSÍ 1996 og gegndi því embætti til 2009 eða í þrettán uppgangsár. Íþróttalegur bakgrunnur: Knattspyrna, handknattleikur, hestaíþróttir og golf.

Fundur aðalfararstjóra og tækninefndar GSSE Þann 27. mars 2015 voru haldnir fundir tækninefndar Smáþjóðaleikanna og aðalfararstjóra leikanna. Einnig var farið með aðalfararstjóra þjóðanna í skoðunarferð á hótel og í öll mannvirki sem notuð verða á leikunum. Þátttakendur voru ánægðir með stöðu undirbúnings fyrir leikana, aðstæður og ekki síst stuttar fjarlægðir á milli keppnisstaða og hótela. Fundir af þessu tagi eru afar gagnlegir fyrir skipuleggjendur og fulltrúa þátttökuþjóða þar sem farið er ítarlega yfir alla þætti varðandi þátttöku og fyrirkomulag. Aðalfararstjórar í skoðunarferð á skotsvæðinu í Álfsnesi.

9


Andri Stefánsson

Birgir Sverrisson

Brynja Guðjónsdóttir

Erla Sch. Halldórsdóttir

Halla Kjartansdóttir

Hrund Þorgeirsdóttir

Hrönn Guðmundsdóttir

Kristín Lilja Friðriksdóttir Linda Laufdal

Líney R. Halldórsdóttir

Óskar Ö. Guðbrandsson

Ragna Ingólfsdóttir

Ragnhildur Skúladóttir

Sigríður Inga Viggósdóttir

Steinunn A. Í. Tómasdóttir

Viðar Sigurjónsson

Þórarinn Alvar Þórarinsson

Örvar Ólafsson

Skrifstofa ÍSÍ Fastráðnir starfsmenn ÍSÍ eru 15 talsins. Á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík starfa 14 starfsmenn, þar af einn í hlutastarfi og á Akureyri er einn starfsmaður í fullu starfi. Grunnstarfsemi skrifstofunnar skiptist í þrjú fagsvið; Afreks- og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði ÍSÍ frá síðasta Íþróttaþingi ÍSÍ. Berglind Guðmundsdóttir bókari og Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ létu af störfum en báðar voru þær búnar að vinna lengi hjá sambandinu. Er þeim þakkað fyrir frábært samstarf og óskað heilla á öðrum vettvangi.

10

Sigríður Inga Viggósdóttir sem leyst hafði af á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ vegna fæðingarorlofs var fastráðin í starf sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Erla Scheving Halldórsdóttir kom til starfa í bókun. Hrönn Guðmundsdóttir var ráðin til afleysinga í eitt ár á meðan Kristín Lilja Friðriksdóttir tekur fæðingarorlof.

Brynja Guðjónsdóttir og Hrund Þorgeirsdóttir eru ráðnar tímabundið í verkefni við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi dagana 1.-6. júní. Brynja mun sinna starfi verkefnastjóra sjálfboðaliða og Hrund vinnur að undirbúningi leiðakerfis leikanna sem og við skráningar- og hótelmál.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ragna Ingólfsdóttir var ráðin sem verkefnastjóri í kynningarmálum og Birgir Sverrisson var ráðinn sem verkefnastjóri í lyfjamálum í stað Örvars Ólafssonar sem flutti sig um set og starfar

nú á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ. Birgir leysir einnig af sem starfsmaður Felix á meðan Óskar Örn Guðbrandsson sinnir starfi framkvæmdastjóra Smáþjóðaleikanna 2015.

Nefndir ÍSÍ Mikið starf er unnið í nefndum og hópum á vegum ÍSÍ á milli Íþróttaþinga. Fastanefndir ÍSÍ eru Afrekssjóður ÍSÍ, Alþjóðanefnd, Fjármálaráð, Heiðursráð, Heilbrigðisráð, Íþróttamannanefnd, Lyfjaeftirlitsnefnd, Lyfjaráð, Laganefnd og Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd. Að auki eru starfandi á milli þinga ýmsir vinnuhópar og milliþinganefndir um sérstök málefni eða verkefni.

Sérsamböndum ÍSÍ fjölgar

Íþróttanefndir ÍSÍ Íþróttanefndir ÍSÍ eru sex talsins; Bandýnefnd, Bogfiminefnd, Hnefaleikanefnd, Krullunefnd, Skvassnefnd og Þríþrautarnefnd. Nefndirnar starfa undir lögum ÍSÍ og markmið þeirra er að vinna að eflingu viðkomandi íþróttagreinar þar til hún uppfyllir lögbundnar kröfur til stofnunar sérsambands.

Laganefnd ÍSÍ

Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 var samþykkt að veita framkvæmdastjórn ÍSÍ heimild til að stofna fjögur ný sérsambönd fram að næsta þingi, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut. Þann 20. júní 2014 var stofnþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Með stofnun Hjólreiðasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 30 talsins. Enn er unnið að undirbúningi að stofnun sérsambanda um bogfimi, hnefaleika og þríþraut.

Laganefnd ÍSÍ er álitsgjafi framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Árlega les nefndin yfir lög fjölmargra félaga sem sækjast eftir aðild að íþróttahreyfingunni ásamt því að fara yfir breytingar sem gerðar eru á lögum sambandsaðila. Að auki aðstoðar nefndin framkvæmdastjórn í aðdraganda Íþróttaþings ef breytinga er þörf á lögum ÍSÍ.

Fyrsta stjórn Hjólreiðasambands Íslands, kjörin á stofnþingi 20. júní 2014, ásamt forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Listi yfir viðurkenndar íþróttagreinar innan vébanda ÍSÍ Viðurkenndar íþróttagreinar innan vébanda ÍSÍ eru sem stendur 49 talsins. Aikido Akstursíþróttir Amerískur fánafótbolti Bandý Blak Bogfimi Badminton

Borðtennis Dans Fallhlífastökk Fisflug Frjálsíþróttir Fimleikar Glíma Golf

Hafnabolti og mjúkbolti Hestaíþróttir Hjólaskautaruðningur (Roller Derby) Hjólreiðar Hnefaleikar Handknattleikur

Íþróttir fatlaðra Íshokkí Jiujitsu (ekki brasilískt jiujitsu) Júdó Karate Kayak Klifur

Knattspyrna Kraftlyftingar Krikket Krulla Körfuknattleikur Lyftingar Mótorhjóla-og snjósleðaíþróttir

Rathlaup Rugby 7 og 15 manna Siglingar Skautaíþróttir Skíði Skotíþróttir Skvass

Skylmingar Sund Svifflug Taekwondo Tennis Wushu (5 greinar af 11) Þríþraut

11


71. Íþróttaþing ÍSÍ

71. Íþróttaþing ÍSÍ var var haldið á Icelandair Hótel Natura dagana 19.-20. apríl 2013. Við setningu þings voru fjórir einstaklingar kjörnir Heiðursfélagar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en það voru þau Björg S. Blöndal, Logi Kristjánsson, Ríkharður Jónsson og Stefán Runólfsson. Þrír einstaklingar voru einnig sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ, þau Bjarni Felixson, Jensína Magnúsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir. Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti. Í kjölfarið

12


ÁRSSKÝRSLA 2015

af ávarpi forseta ÍSÍ flutti Sigríður Thorlacius söngkona tvö lög við undirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, flutti þingfulltrúum kveðju ungmennafélagshreyfingarinnar. Þingforsetar voru Daníel Jakobsson og Steinn Halldórsson. Fulltrúar íþróttamanna voru Þormóður Árni Jónsson júdómaður, Árni Þorvaldsson skíðamaður, Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður og Stefanía Valdimarsdóttir frjálsíþróttakona. Á síðari þingdegi opnaði Katrín Jakobsdóttir þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra sjálfboðaliðavef ÍSÍ, „Allir sem einn“. Á vefnum geta sjálfsboðaliðar í íþróttahreyfingunni haldið utan um störf sín á einfaldan máta. Einnig voru tilkynntar þrjár útnefningar í Heiðurshöll ÍSÍ, eins og fram kemur hér á öðrum stað í skýrslunni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ var endurkjörinn forseti ÍSÍ og kosið var til framkvæmdastjórnar og varastórnar ÍSÍ. Allir þingfulltrúar fengu afmælisbók ÍSÍ, „Íþróttabókin – ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár“, að gjöf.

Aðalfundur GSSE og fundur tækninefndar GSSE Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) og fundur tækninefndar leikanna fóru fram á Íslandi 16. maí 2014. Á fundina mættu fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og núverandi forseti Smáþjóðaleikanna, stýrði aðalfundinum. Formaður tækninefndar Smáþjóðaleika, Jean-Pierre Schoebel frá Mónakó, stýrði fundi nefndarinnar ásamt framkvæmdastjóra Smáþjóðaleika, Angelo Vicini frá San Marínó. Á fundunum var ítarlega farið yfir öll atriði sem tengjast leikunum. Skoðunarferð í íþróttamannvirkin sem notuð

verða á leikunum og á hótelin sem gist verður á gekk afar vel. Fulltrúar sérsambanda og mannvirkja tóku á

móti hópnum hver á sínum stað og fóru yfir ýmis atriði varðandi viðkomandi íþróttagrein og mannvirkið.

13


Frá Formannafundi ÍSÍ árið 2013.

Formannafundir ÍSÍ Formannafundur ÍSÍ er samkvæmt lögum ÍSÍ ráðgefandi samkoma þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ upplýsir formenn sambandsaðila ÍSÍ um starfsemi sambandsins á milli Íþróttaþinga. Formannafundur er haldinn í nóvember ár hvert og er alltaf vel sóttur af sambandsaðilum ÍSÍ. Í tengslum við Formannafund ÍSÍ hefur undanfarin ár verið haldinn óformlegur samráðsfundur héraðssambanda og íþróttabandalaga um sameiginleg hagsmunamál.

Frá Formannafundi ÍSÍ árið 2014.

14


ÁRSSKÝRSLA 2015

Hermann Níelsson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ 27. október 2014. Hér er Hermann með konu sinni Kristínu Theódóru Nielsen.

Heiðranir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er það sönn ánægja að veita á ári hverju viðurkenningar til einstaklinga sem hafa unnið fórnfúst og gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Eftirtaldar viðurkenningar hafa verið veittar frá síðasta ársþingi: Heiðursfélagar, kjörnir á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ 2013: Björg S. Blöndal Logi Kristjánsson Stefán Runólfsson Ríkarður Jónsson Heiðurskross ÍSÍ Bjarni Felixson Eysteinn Þorvaldsson Helga H. Magnúsdóttir Hermann Níelsson Jensína Magnúsdóttir Karl Gunnlaugsson Lovísa Sigurðardóttir Þröstur Guðjónsson Gullmerki ÍSÍ Daníel Stefánsson, TBR Finnbogi Harðarson, UDN Grímur Magnússon, BLÍ/UÍA/ Þróttur N.

Helga H. Magnúsdóttir var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ á Formannafundi ÍSÍ 2013.

Gústaf Adolf Hjaltason, ÍSÍ/SSÍ/ Sundfél. Ægir Haraldur Þórarinsson, LH Heiðar I. Jóhannsson, HHF/Golfkl. Bíldudals Högni Bæringsson, Snæfellingur Jóhann B. Magnússon, ÍRB Jóhanna Kristjánsdóttir, USÚ/HSÞ Jóhannes Helgason, BSÍ/TBR Jón Halldórsson, UMSE/Skíðafél. Dalvíkur Jón Páll Hreinsson, HSV Jón Þór Ólafsson, Glímufél. Ármann Jónas Dalberg, DSÍ Jónas Vigfússon, ÍSÍ/UMSE/Hestamannafél. Funi Knútur Hauksson, HSÍ Kristín Ólafsdóttir, Glímufél. Ármann Lárus Páll Pálsson, LSÍ/Lyftingafél. Reykjavíkur Leifur Kr. Jóhannesson, Snæfellingur Matthildur Ásmundardóttir, USÚ Sigfús Ólafur Helgason, ÍBA/Þór Ak./ Hestam.fél. Léttir Sigurða Sigurðardóttir, Glímufél. Ármann Sigurður Viggósson, HHF Snorri Þorvaldsson, Glímufél. Ármann Unnur Einarsdóttir, BSÍ/TBR Þorsteinn Björgvinsson, HSH/Skotfél. Grundarfjarðar Þorvaldur Jóhannsson, UÍA/ Huginn S.

Þóroddur Helgason Seljan, GLÍ/UÍA/ Umf. Valur Þorsteinn Skaftason, SKÍ/UMSE/Skíðafél. Dalvíkur Silfurmerki ÍSÍ Aðalbjörg Óskarsdóttir, HSS Albert Jensson, UÍA/Umf. Neisti Alda Kolbrún Helgadóttir, UMSK/ Breiðablik Anný Ingimarsdóttir, HSK/Dímon Arndís Sigurðardóttir, ÍBV Ágústa Pálsdóttir, HSÞ Ásgeir Ragnarsson, HSH/Golfkl. Vestarr Ásta Laufey Sigurðardóttir, HSK/ Dímon Benóný Jónsson, FRÍ/HSK Friðrika Björk Illugadóttir, FRÍ/HSÞ/ Umf. Efling Guðmundur Helgi Helgason, LSÍ Gunnar Sigurðsson, STÍ/Skotfél. Reykjavíkur Hermundur Pálsson, HSH Jón Finnbogason, FSÍ/Gerpla Lilja Sigurðardóttir, ÍBR/TBR/Getraunir Ólafur Elí Magnússon, HSK/Dímon Óskar Þór Vilhjálmsson, UMSE/Umf. Samherjar Ragnar Kristinn Bragason, HSS Sigmundur Davíðsson, LSÍ Sævar Þór Gylfason, Sindri Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir, HSÞ/ Umf. Bjarmi

15


Heimsóknir Margir skemmtilegir gestir heimsækja ÍSÍ í höfuðstöðvar sambandsins í Laugardal á ári hverju. Hér gefur á að líta nokkrar svipmyndir frá heimsóknum á síðustu tveimur árum.

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari í heimsókn.

Patrick Baumann, framkvæmdastjóri FIBA og meðlimur í Alþjóðaólympíunefndinni (IOC), heimsótti höfuðstöðvar ÍSÍ í júlí 2014. Patrick Baumann kom til landsins í einkaerindum til að heimsækja fjölskyldu Ólafs E. Rafnssonar og fundaði í leiðinni með forystu KKÍ og ÍSÍ. Á myndinni eru frá vinstri Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ, Patrick Baumann og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ.

Það var líf og fjör á skrifstofu ÍSÍ í maí 2013 þegar börn af Leikskólanum Lyngheimum í Grafarvogi komu í heimsókn. Þau skoðuðu verðlaunagrip Íþróttamanns ársins og fengu að prófa að sitja við fundarborð framkvæmdastjórnar ÍSÍ og nota fundarbjölluna. Þau voru einnig svo elskuleg að syngja fyrir starfsfólk ÍSÍ lagið „Ég syng”, sem Unnur Eggertsdóttir flutti í íslensku undankeppninni fyrir Eurovision. Hress og skemmtilegur hópur þarna á ferðinni.

16


ÁRSSKÝRSLA 2015

Petur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF), Petur Ove Petersen varaforseti, Anna Rein úr stjórn, Jarvin Feilberg Hansen starfsmaður og Annika H. Lindenskov starfsmaður áttu vinnufund með framkvæmdastjóra og starfsfólki ÍSÍ í mars 2014. Fundað var um ýmisleg sameiginleg hagsmunamál en einnig fengu gestirnir frá Færeyjum kynningu á helstu verkefnum allra stoðsviða ÍSÍ. Þau skoðuðu einnig íþróttamannvirki í Laugardalnum. Á myndinni eru Færeyingarnir ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ.

Musa Lami, framkvæmdastjóri European Federation of Company Sport (EFCS) fundaði með fulltrúum ÍSÍ í apríl 2013. Á myndinni er hann í félagsskap Jónu Hildar Bjarnadóttur þáverandi sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Ingibjargar Bergrósar Jóhannesdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líneyjar Rutar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Landslið Íslands í handknattleik kvenna spilaði sinn fyrsta landsleik þann 19. júní 1956 á Bislettleikvanginum í Osló. Liðið hittist árlega tl að rifja upp skemmtilegar minningar. ÍSÍ bauð liðinu til kaffisamsætis í Café Easy í júní 2014.

17


Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður heldur erindi í tengslum við Ólympíudaginn árið 2013.

Samtök íslenskra ólympíufara - SÍÓ Aðalfundur stjórnar Samtaka íslenskra ólympíufara (SÍÓ) var haldinn 26. júní 2013. Stjórn samtakanna skipa; Þórey Edda Elísdóttir, for-

Ingólfsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson. Að lokinni kosningu var Ólafur Stefánsson með erindi um hvað hann hafði lært á ferlinum. Fulltrúar SÍÓ hafa sótt tvö alþjóðleg þing á tímabilinu. Aðalfund WOA (World Olympian Association) og þing Samtaka evrópskra íþróttamannanefnda. Samtökin hafa staðið fyrir golfmóti, haldið skíðadag í Bláfjöllum og kaffisamsæti þar sem fylgst var með íslenskum keppendum á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Einnig hafa ólympíufarar heimsótt skóla, sumarnámskeið íþróttafélaga og frístundaheimili í tengslum við Ólympíudaginn sem haldinn er í kringum 23. júní. Rússneska sendiráðið bauð til veislu í tengslum við leikana í Sochi. Þátttakendum sem kepptu á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 var ásamt Ólympíuhópi Íslands fyrir leikana í Sochi boðið til veislunnar. Fulltrúi SÍÓ í stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ er Árni Þór Hallgrímsson.

maður, Elín Sigurðardóttir varaformaður, Árni Þór Hallgrímsson, Jón Þórður Ólafsson og Jóhann Friðrik Haraldsson. Varamenn eru Ragna

Helga Steinunn og Gunnar sæmd Silfurmerki Íþrótta­sambands Færeyja Þann 7. mars 2014 sæmdi Petur Elias Petersen forseti Íþróttasambands Færeyja (ÍSF) þau Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkera ÍSÍ Silfurmerki Íþróttasambands Færeyja, fyrir gott samstarf og stuðning við íþróttahreyfinguna í Færeyjum. Merkin voru afhent að loknum hádegisverði sem forystufólk ÍSÍ bauð til í tengslum við heimsókn fulltrúa Íþróttasambands Færeyja.

Helga Steinunn og Gunnar ásamt Petur Elias forseta ÍSF.

18


ÁRSSKÝRSLA 2015

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra með forystu ÍSÍ og formönnum sérsambanda ÍSÍ Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra efndi til samráðsfundar með forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sérsamböndum ÍSÍ 10. febrúar síðastliðinn í húsnæði ráðuneytisins. Í upphafi fundarins undirrituðu ráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ samninga við ÍSÍ um rekstrarframlag til ÍSÍ, um stuðning við sérsamböndin, um Afrekssjóð ÍSÍ og um Ferðasjóð íþróttafélaga. Til umfjöllunar á fundinum voru málefni sem varða íþróttahreyfinguna í heild og þó sérstaklega starf sérsambanda ÍSÍ. Ráðherra fór yfir stöðu þeirra mála sem nú er unnið að í ráðuneytinu er varða íþróttir s.s. lyfjaeftirlit, Smáþjóðaleika og sáttmála um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Hann greindi

einnig frá að innan skamms væri að vænta niðurstöðu skýrslu um hagræn áhrif íþrótta sem unnið er að í Háskóla Íslands. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ fór í stórum dráttum yfir starf ÍSÍ. Jafnframt afhenti hann ráðherra gögn með upplýsingum m.a. um framlag ríkisins til íþróttamála og þá sérstaklega er snúa að sérsamböndum og þá framtíðarsýn sem hafa þarf að leiðarljósi svo efla

megi starf þeirra. Þá greindi Lárus frá því að nú er verið að vinna að úttekt á hver raunkostnaður er vegna þátttöku í afreksstarfi. Auk þess voru tekin fyrir ýmis fundarefni sem formenn sérsambanda fylgdu úr hlaði. Um þessi fundarefni spunnust góðar og gagnlegar umræður og voru fyrirheit ráðherra um að fylgja eftir þeim ábendingum sem fram komu.

Dómsmál Dómstóll ÍSÍ fékk til sín 19 mál frá síðasta Íþróttaþingi og voru þau öll tekin fyrir hjá Dómstól ÍSÍ. Fimm málum var áfrýjað til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Bent er á að hægt er að lesa dómsúrskurði hjá dómstólum ÍSÍ á heimasíðu ÍSÍ, www. isi.is.

19


Mannvirkjaskoðun í Hveragerði.

Hringferð forseta ÍSÍ – heimsóknir í íþróttahéruð Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmda­ stjóri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrif­ stofustjóri ÍSÍ og Viðar Sigurjóns­ son skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri lögðu upp í hringferð um landið fimmtudaginn 11. september 2014.

Mannvirkjaskoðun á Akureyri.

20

Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ slóst í för með hópnum á Egilsstöðum. Ferðin var hugsuð sem tækifæri fyrir forseta að hitta forsvarsmenn íþróttahéraða, íþróttamannvirkja, íþróttafélaga og sveitarfélaga á þeirra eigin heimavelli og fá upplýs­

ingar um það helsta sem brennur á hreyfingunni. Efla í leiðinni tengsl ÍSÍ við íþróttahéruðin. Lengi hafði verið á döfinni að fara ferð sem þessa en eftir að ­Mercedes Benz Sprinter smárútan sem ÍSÍ hlaut í gjöf frá Alþjóða­


ÁRSSKÝRSLA 2015

ólympíunefndinni kom til landsins, hlaut hugmyndin byr undir báða vængi og skipulagsvinna hófst. Sett var saman nokkuð ströng dagskrá sem náði yfir fjóra daga. Inni í því skipulagi var heimsókn til 10 íþróttahéraða og í fjölmörg íþróttamannvirki á svæði þeirra. Tímaáætlun var sett fyrir hverja heimsókn en hvert íþróttahérað hafði milligöngu um að tengja hópinn við tengiliði í mannvirkjum. ÍSÍ gaf fimm eintök af Íþróttabókinni – ÍSÍ og íþróttir í 100 ár til allra íþróttahéraða sem heimsótt voru, borðfána ÍSÍ til að hafa í aðstöðu sambandanna og fræðslubæklinga til kynningar. Þau héraðssambönd og íþrótta­ bandalög sem heimsótt voru í þessari ferð voru Ungmennasamband

Vestur-Skaftafellssýslu, Ungmennasambandið Úlfljótur, Ungmennaog íþróttasamband Austurlands, Héraðssambandið Skarphéðinn, Íþróttabandalag Akureyrar, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar, Ungmennasamband Skagafjarðar, Ungmennasamband A-Húnvetninga og Ungmennasamband V-Húnvetninga. Í þessari ferð voru yfir 40 íþróttamannvirki af margvíslegum toga skoðuð, mannvirki sem þjóna misstórum bæjarfélögum og ólíkum íþróttagreinum. 21


22. október heimsótti forseti ÍSÍ og föruneyti svo Héraðssambandið Skarphéðinn og 23. október voru Íþróttabandalag Suðurnesja og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar heimsótt. Í þessum ferðum fékk hópurinn góða yfirsýn um samstarf sveitarfélaga og íþróttahreyfingarinnar víða um land, um helstu vandamál á hverju svæði fyrir sig og hvað má bæta. Það sem upp úr stendur er ekki síst allur sá kraftur og dugnaður sem býr í fólkinu í landinu og hversu langt það er tilbúið að ganga í störfum sínum fyrir íþróttahreyfinguna án þess að láta fjarlægðir eða erfiðar aðstæður stöðva sig.

22


ÁRSSKÝRSLA 2015

Móttökurnar voru alls staðar ­frábærar og er hópurinn þakklátur fyrir þann tíma sem forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga á hverjum stað gaf honum, þrátt fyrir að stundum væri um að ræða tíma utan hefðbundins vinnutíma. Fyrirhugað er að heimsækja þau 12 héraðssambönd og íþróttabandalög sem eftir eru á árinu 2015.

23


Frá útnefningu í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttaþingi ÍSÍ 2013.

Kristín Rós Hákonardóttir útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ í desember 2013.

Heiðurshöll ÍSÍ Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili

varðandi tilnefningar. Með Heiðurshöll ÍSÍ vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ í apríl árið 2013 voru þrír einstaklingar útnefndir í

Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Karl Guðmundsson útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ í janúar 2015.

24

Heiðurshöll ÍSÍ. Það voru þeir Sigurjón Pétursson glímukappi og íþróttaleiðtogi, Jóhannes Jósefsson glímukappi og íþróttaleiðtogi og Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og íþróttaleiðtogi. Allir þessir heiðursmenn eru látnir en fulltrúar úr fjölskyldum þeirra veittu viðurkenningunum viðtöku á þinginu. Á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í desember árið 2013 var Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona útnefnd í Heiðurshöllina og á sama hófi í janúar 2015 voru þeir Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður og Pétur Karl Guðmundsson körfuknattleiksmaður útnefndir. Áður höfðu verið útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ þau Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður, Bjarni Friðriksson júdókappi og Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona. Samtals hafa níu einstaklingar verið útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ. Nánari umfjöllun um þá einstaklinga sem útnefndir hafa verið í Heiðurshöll ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ.


ÁRSSKÝRSLA 2015

IOC gefur ÍSÍ Mercedes Benz smárútu Alþjóðaólympíunefndin (IOC), í samstarfi við Daimler Benz, hefur lagt ólympíunefndum víðsvegar um heim til fólksflutningabifreið að gjöf. Íþrótta- og Óympíusambandi Íslands var úthlutað níu manna fólksflutningabifreið af gerðinni MercedesBenz SPRINTER 316 CDI, árgerð 2013, sem var afhent ÍSÍ í byrjun ársins 2014. Megin markmið með samstarfsverkefni IOC og Daimler Benz var að aðstoða ólympíunefndir til að efla starf sitt í útbreiðslu á íþróttum og ólympískum gildum. Fjármálaráðuneyti veitti ÍSÍ styrk til mæta kostnaði við aðflutnings-

Páll Halldór Halldórsson sölustjóri Mercedes Benz hjá Öskju afhendir smárútuna til ÍSÍ.

gjöld af bifreiðinni en skilyrði IOC fyrir gjöfinni var að ÍSÍ yrði ekki fyrir neinum gjöldum vegna innflutnings

á bifreiðinni. Bifreiðin er tryggð hjá Sjóvá sem veitir ÍSÍ styrk vegna trygginganna.

Fundur ÍSÍ með framkvæmdastjórum sambandsaðila ÍSÍ

Frá fundi framkvæmdastjóra sambandsaðila ÍSÍ í september 2014. ÍSÍ bauð framkvæmdastjórum sambandsaðila sinna til fundar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 26. september 2014. Fundurinn var mjög vel sóttur og umræður góðar um efni

fundarins. Farið var yfir skipulag og umhverfi íþróttahreyfingarinnar og öll helstu verkefni og viðburði ÍSÍ. Eftir fundinn var sameiginlegur kvöldverður, keppt í pútti í Laugar-

dalshöll og svo í keilu í Egilshöll. Það er mjög gagnlegt fyrir ÍSÍ að hitta starfsfólk sambandsaðila, skiptast á upplýsingum og skoðunum, ræða málin og efla tengslin.

25


Starfsskýrslur ÍSÍ

Íþróttamiðstöðin í Laugardal Íþróttamiðstöðin í Laugardal gegnir mikilvægu hlutverki sem miðstöð íþróttahreyfingarinnar í landinu. Öll sérsambönd ÍSÍ, utan KSÍ , SKÍ, SKY og HRÍ eru með aðstöðu í miðstöðinni, auk Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ungmennasambands Kjalarnesþings, Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna, einnig nokkurra hagsmunaaðila sem hafa aðsetur í miðstöðinni. Í miðstöðinni er rekin öflug kaffitería, Café Easy, sem þjónar starfseminni í miðstöðinni, bæði sem mötuneyti og þjónustuaðili fundarsala. Ingiberg

Baldursson veitingamaður og starfsfólk hans hjá Stjörnuveitingum sjá um rekstur Café Easy. Árlega eru framkvæmd nokkur viðhaldsverkefni í Íþróttamiðstöðinni. Nýverið voru gólfefni fundarsala endurnýjuð og útbúin kaffiaðstaða í skrifstofuhúsnæði ÍSÍ. Hluti af fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ var tekinn undir skrifstofur en ýmsar tilfæringar hafa orðið á skrifstofu ÍSÍ vegna aukins mannahalds, m.a. í tengslum við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna 2015.

Ár hvert þurfa héraðssambönd/ íþróttabandalög, sérsambönd og íþrótta- og ungmennafélög að skila starfsskýrslum í gegnum Felix, tölvukerfi ÍSÍ og UMFÍ. Skil á starfsskýrslum ÍSÍ eru afar mikilvæg fyrir alla hreyfinguna því með þeim fæst nauðsynleg yfirsýn yfir fjöldatölur og fjárhag íþrótta á landsvísu. Slík yfirsýn er nauðsynleg þegar sýna þarf fram á umfang og starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Skil á starfsskýrslum eru almennt góð og þakkar ÍSÍ sambandsaðilum góða samvinnu við innheimtu skýrslnanna.

Samningur við Flugfélag Íslands ÍSÍ er í samstarfi við Flugfélag Íslands um flugfargjöld innanlands. Þrátt fyrir einhverjar hækkanir á síðustu tveimur árum eru ÍSÍ fargjöldin hagstæð, í samanburði við almenn fargjöld, og hvetur ÍSÍ sambandsaðila sína að nýta samninginn eins og kostur er. Í núgildandi samningi við Flugfélag Íslands er boðið upp á víðtækari sveigjanleika varðandi bókanir á ÍSÍ fargjöldin en áður hafa staðið til boða. Samning ÍSÍ og Flugfélags Íslands er að finna á heimasíðu ÍSÍ. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Ingi Þór Guðmundsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs FÍ við undirritun samnings.

26


ÁRSSKÝRSLA 2015

Félagakerfi íþróttahreyfingarinnar Á sameiginlegum fundi ÍSÍ og UMFÍ um tölvu- og skráningarmál íþróttahreyfingarinnar snemma árs 2012 var ákveðið að skipa nefnd til að yfirfara skráningarmál hreyfingarinnar og gera úttekt á núverandi félagakerfi; Felix. Í febrúar 2014 skilaði vinnuhópurinn skýrslu til stjórna UMFÍ og ÍSÍ þar sem m.a. kom fram að það væri mat vinnuhópsins að einfalda þyrfti til muna

aðgangsstýringar í kerfinu og gera notendaviðmót einfaldara. Í skýrslunni lagði nefndin til að kerfið yrði endurhannað og einfaldað sem starfsskýrslukerfi og einnig sem innheimtu- og félagakerfi fyrir íþróttafélög með það að markmiði að skýrslu-/tölfræðigrunnur íþróttahreyfingarinnar væri nær því að vera raungrunnur á hverjum tíma.

Stjórnir UMFÍ og ÍSÍ ákváðu í framhaldinu að gera samning um frumhönnun og kerfislýsingu fyrir nýtt/ endurbætt kerfi. Þeirri vinnu lauk í upphafi árs 2015 og er áframhaldandi vinna í undirbúningi.

ÍSÍ á samfélagsmiðlum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands notar í æ ríkari mæli samfélagsmiðla til að koma upplýsingum um starfsemi sína á framfæri. ÍSÍ er nú á Fésbók (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ), Instagram (@isiiceland),

Twitter (ÍSÍ, @isiiceland), YouTube (NOC Iceland ÍSÍ) og Vimeo (ISI). Smáþjóðaleikarnir eru með sér Fésbókarsíðu (Smáþjóðaleikar 2015 – GSSE 2015) og Youtube síðu (ÍSÍ Smáþjóðaleikarnir). Að auki er Al-

menningsíþróttasvið með samfélagsmiðlasíður fyrir sín verkefni. Hvetur ÍSÍ vini sína og fylgjendur að fylgja sambandinu á þessum samfélagsmiðlum.

íþróttahreyfingarinnar á heimsvísu. Vandamálið er þó ekki orðið eins víðtækt í V-Evrópu eins og það er í Asíu og A-Evrópu en norrænu íþróttasamtökin taka þetta skref og vinna að því í sameiningu að berjast gegn þessari vá sem að íþróttum steðjar. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfarið af aukinni áherslu og vinnu Alþjóðaólympíunefndarinnar í þessum málefnum undanfarna mánuði. Þann 13. nóvember 2014 var samningur Evrópuráðsins um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum undirritaður fyrir Íslands hönd. Í samningnum

er kveðið á um ýmsar aðgerðir sem löndin hyggjast beita, bæði hvert í sínu landi og sameiginlega í alþjóðasamstarfi, til þess að berjast gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja. Í kjölfarið hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið ákveðið að skipa vinnuhóp til að gera tillögur um það hvernig hægt sé að vinna að samstarfi hér á landi gegn hagræðingu úrslita og hvernig alþjóðasamningnum verði best framfylgt. ÍSÍ mun eiga einn fulltrúa í þessum vinnuhópi.

Hagræðing úrslita ÍSÍ hefur, ásamt systursamtökum sínum í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi, undirritað sameiginlega yfirlýsingu varðandi baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum (match fixing). Yfirlýsingin miðar að því að styðja opinbera aðila sem vinna að því, ásamt Evrópuráðinu, að koma á alþjóðlegum sáttmála um baráttu gegn hvers konar hagræðingu úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi. Einnig að aðstoða við innleiðingu slíks sáttmála þegar hann hefur öðlast gildi. Hagræðing úrslita í íþróttum er stórt áhyggjuefni

27


Smáþjóðaleikar á Íslandi Alls er áætlað að íslensku keppendurnir verði um 170. Aðalfararstjóri verður Garðar Svansson. Meðan á leikunum stendur munu íslensku þátttakendurnir hafa bækistöð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem hægt er að safna kröftum og undirbúa sig fyrir komandi keppni. Hægt er að lesa sér meira til um Smáþjóðaleikana á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is og á Fésbókarsíðu leikanna Smáþjóðaleikar 2015. 16. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér. Búist er við að um 2.500 manns komi að leikunum með einum eða öðrum hætti, þar af 800 keppendur. Reiknað er með um 25-30.000 áhorfendum. Alls taka níu þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Keppt verður í ellefu íþróttagreinum á leikunum, en það eru áhaldafimleikar, blak, borðtennis, frjálsíþróttir, golf, júdó, körfuknattleikur, skotíþróttir, sund, strandblak og tennis. Fimleikar og golf eru valgreinar á leikunum 2015 og er það í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum.

NÁTTÚRULEGUR KRAFTUR

28

Laugardalurinn verður aðalvettvangur leikanna þar sem keppt verður í öllum ofantöldum greinum nema tennis, golfi og skotíþróttum. Keppni í blaki og körfuknattleik mun fara fram í Laugardalshöll. Keppni í strandblaki mun fara fram við Laugardalslaug og keppni í sundi í innilaug Laugardalslaugar. Keppni í frjálsíþróttum mun fara fram á Laugardalsvelli og keppni í fimleikum og júdó mun fara fram í Íþróttamiðstöð Ármanns/ Laugabóli. Keppni í borðtennis mun fara fram í húsi TBR við Gnoðarvog. Keppni í skot­íþróttum mun fara fram á tveimur stöðum, í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Keppni í golfi mun fara fram á Korpúlfsstaðarvelli og keppni í tennis mun fara fram í Tennishöll Kópavogs.

GULLSAMSTARFSAÐILAR

Undirbúningur Undirbúningur leikanna hefur gengið samkvæmt áætlun, en fjöldi stórra verkefna eru framundan hjá skipuleggjendum. Skipulagsnefnd leikanna hóf störf í febrúar 2013 undir forystu Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ. Skipulagið skiptist í íþróttahluta, þjónustuhluta og rekstrarhluta. Innan hvers hluta starfa hinar ýmsu nefndir.

SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á ÍSLANDI 1.- 6. JÚNÍ 2015


ÁRSSKÝRSLA 2015

Heiðursnefnd Smáþjóðaleika skipa mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, forseti ÍSÍ, varaforseti, gjaldkeri, ritari og framkvæmdastjóri ÍSÍ. Heiðursnefndin endurspeglar samstarf ÍSÍ, Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis um framkvæmd Smáþjóðaleika.

Náttúrulegur kraftur Hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015 samanstendur af hönnuðunum og Ólympíuförunum Elsu Nielsen og Loga Jes Kristjánssyni. Hönnunarteymið hannar allt útlit leikanna, þar á meðal merki leikanna, lukkudýr, verðlaunapeninga og myndaröðina „Náttúrulegur kraftur“. Myndirnar eru af íþróttafólki í íslenskri náttúru, en þeim er ætlað að auglýsa leikana. Merki Smáþjóðaleikanna 2015 hefur víðtæka skírskotun í náttúru Íslands og umhverfisvæna stefnu leikanna, rétt eins og myndaröðin „Náttúrulegur kraftur“. Í lagskiptum litum íþróttanna má sjá eldfjall, hálendis­ sanda, grænan gróður, haf og ís. Formin eru hörð og óregluleg eins og lagskipting náttúrunnar.

140 nöfn. Hugmyndaflug nemenda var mikið og rökstuðningurinn sem fylgdi nöfnunum mjög skemmtilegur. Nafn lukkudýrsins var síðan tilkynnt í tengslum við úrslitaleiki í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll þann 21. febrúar þegar að 100 dagar voru til leika. Tveir bekkir, 6. bekkur Vesturbæjarskóla og 5.HG. í Njarðvíkurskóla, sendu inn tillögu með sigurnafninu „Blossi“ og því varð að draga út vinningsskólann. Lukkudýrið sjálft dró út 5. bekk í Njarðvíkurskóla. Lukkudýrið Blossi heimsótti bæði Njarðvíkurskóla og Vesturbæjarskóla í mars og þá fengu allir nemendur

bekkjanna lítinn Blossa til eignar. Njarðvíkurskóli fékk einnig í verðlaun tölvubúnað Mascot frá Advania að verðmæti Games of The Small 100.000 kr.States of Europe 2015

Informations for production

Blossi – lukkudýr leikanna Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 var kynnt til sögunnar 1. desember 2014, þegar sex mánuðir voru til leika. Það ber sterk einkenni íslenskrar náttúru og þann náttúrulega kraft sem einkennir land og þjóð. ÍSÍ efndi til nafnasamkeppni í janúar 2015 á meðal 4. – 7. bekkja í grunnskólum landsins. Hver bekkur mátti skila einu nafni og keppninni bárust

Blossi með vinningshöfum í 5. HG í Njarðvíkurskóla.

29


Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Broddi Kristjánsson verða meðal sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015.

Sjálfboðaliðaverkefnið „Býr kraftur í þér?“ Þann 3. október 2014 var formlega opnað fyrir skráningar sjálfboðaliða á heimasíðu Smáþjóðaleikanna. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, virkjaði rafræna skráningu fyrir sjálfboðaliða og bauð framkvæmdastjóra ZO•ON, Halldóri Erni Jónssyni, og íþróttakempunum Brodda Kristjánssyni og Helgu Margréti Þorsteinsdóttur að skrá sig sem fyrstu sjálfboðaliðana. Slagorð sjálfboðaliðaverkefnisins er „Býr kraftur í þér?“ Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess í verkefni af þeirri stærð sem Smáþjóðaleikar eru. Sjálfboðaliðastörfin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 ásamt Blossa lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015.

og kunnáttu, en þau felast meðal annars í því að aðstoða við viðburði eins og setningar- og lokahátíð og ýmsa þjónustuþætti í tengslum við íþróttagreinarnar. ÍSÍ útvegar sjálfboðaliðum glæsilegan fatnað frá ZO•ON sem þeir klæðast við störf sín á Smáþjóðaleikunum og fá síðan til eignar. Skráningarkerfi sjálfboðaliða lokaði formlega þann 16. mars og höfðu þá um 1.100 sjálfboðaliðar skráð sig til leiks.

Samstarfsaðilar Smáþjóðaleikarnir í Reykjavík 2015 eru samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sérsambanda ÍSÍ, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Blossi lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Illugi Gunnarsson mennta- og menningamálaráðherra skrifuðu undir samstarfssamning Reykjavíkurborgar, ríkisins og ÍSÍ í febrúar.

30

Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum og styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. því einnig koma til landsins á eigin vegum margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar og endurnýjunar/viðhalds á búnaði í íþróttamannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Fulltrúar menntaog menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar sitja í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Gullsamstarfsaðilar leikanna eru tíu talsins; Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Europcar, Bláa Lónið, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell, Vodafone og ZO•ON. Unnið er að því að afla fleiri samstarfsaðila fyrir leikana. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Lyfjaeftirlit ÍSÍ Lyfjaeftirlit er sem fyrr mikilvægur málaflokkur innan ÍSÍ. Verkaskipting er þannig að Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ fer með skipulagningu og framkvæmd lyfjaeftirlits en Lyfjaráð ÍSÍ fer með ákæruvald í málum er varða brot á lyfjareglum. Í sameiningu sjá svo Lyfjaráð og Lyfjaeftirlitsnefnd um fræðslu og kynningarmál tengdum lyfjamisnotkun og lyfjaeftirliti. Aukinn þróttur hefur verið í alþjóðlegu mótahaldi hér á landi á undangengnum árum og hefur einungis orðið aukning þar á. Oftar en ekki er gerð krafa um að lyfjaeftirlit fari fram á mótunum og Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur þá oft tekið að sér lyfjaeftirlit á slíkum viðburðum á vegum sambandsaðila. Auk framkvæmdar lyfjaprófa eru ýmis verkefni sem Lyfjaeftirlit ÍSÍ fæst við. Meðal annars hafa verið haldnir fjölmargir fræðslufyrirlestrar fyrir íþróttamenn og íþróttamannahópa, oft fyrir keppnisferðir erlendis. Síðastliðna vetur hefur Lyfjaeftirlitsnefnd boðið framhalds- og háskólum landsins uppá fræðslu um lyfjaeftirlitsmálefni. Sem dæmi hafa lyfjafræðinemar fengið fræðslu og þjálfun í lyfjaeftirliti og umfjöllun um helstu efni og aðferðir er misnotuð hafa verið í tengslum við íþróttir. Í framhaldinu hafa nemendur útbúið fyrirlestur sem þeir hafa hafa flutt í framhaldsskólum. Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) er uppfærður árlega. Sérstök undanþágunefnd sem fer yfir og metur umsóknir um undanþágur frá bannlistanum er starfandi á vegum Lyfjaráðs ÍSÍ. Þann 1. janúar 2015 tóku gildi breytingar á Alþjóðalyfjareglunum og samhliða því voru Lög ÍSÍ um lyfjamál uppfærð. Þessar reglur munu gilda í sex ár frá þeim degi. Lögin hafa hlotið gagngera endurskoðun og voru uppfærð með því markmiði að

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Skúli Skúlason formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, Örvar Ólafsson verkefnisstjóri ÍSÍ og Óskar Þór ­Ármannsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

styrkja lyfjaeftirlit og reyna að sporna enn fremur gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Þær endurbætur sem gerðar voru taka til flestra þátta er snúa að eftirliti með lyfjamisnotkun og munu þessar endurbætur verða til þess að styrkja baráttuna og þann boðskap sem Alþjóðalyfjaeftirlitið stendur fyrir. Meðal helstu atriða sem breytast í nýjum Alþjóðalyfjareglum eru að nú er hægt að dæma í lengra bann fyrir vísvitandi notkun, betur er hægt að refsa aðstoðarfólki íþróttamanna fyrir sinn þátt í lyfjamisnotkun og texti reglnanna hefur verið einfaldaður og styttur.

Heimasvæði Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er www.lyfjaeftirlit.is og þar er hægt að nálgast upplýsingar um helstu lög og reglur sem unnið er eftir. Þar er hægt að lesa nánar um skráðan lyfjaprófunarhóp og hverjir eru í hópnum hverju sinni. Einnig eru birtar tilkynningar um lyfjapróf sem framkvæmd eru og niðurstöður þegar þær liggja fyrir. Í maí 2014 tók nýr starfsmaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, Birgir Sverrisson, við af Örvari Ólafssyni sem starfar þó áfram hjá ÍSÍ nú á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ.

Lengra bann fyrir vísvitandi misnotkun

Breytingar gerðar svo frekar sé hægt að refsa aðstoðarfólki

Bann fyrir efni sem ekki er sérstaklega tilgreint verður 4 ár, er íþróttamannsins að sanna að misnotkun hafi ekki verið vísvitandi.

Brjóti íþróttamaður undir lögaldri Texti styttur og lyfjareglur ber alþjóðasambandi/ einfaldaður eins og landslyfjaeftirliti að rannsaka hægt er. aðstoðarfólk íþróttamannsins.

Refsivert að reyna að hafa áhrif á lyfjaeftirlitsaðila, gefa rangar upplýsingar til lyfjaeftirlitsins og að reyna að hafa áhrif á vitni.

Búið er að banna aðstoðarfólki að nota eða hafa undir höndum efni af bannlista. Viðurlög við brotum þarf að tilgreina í agareglum viðkomandi alþjóðasérsambands. Gerð er aukin krafa til lyfjaeftirlita um rannsóknarskyldu þeirra í tengslum við möguleg brot á lyfjareglum.

Nýtt hugtak er kynnt: “prohibited association” - ,,bannað samband”. Njóti íþróttamaður ráðgjafar eða þjálfunar frá aðila sem útilokaður er frá þátttöku í íþróttastarfi vegna brota á lyfjareglum eða annara saka/agamála sem gætu talist brot á lyfjareglunum er hægt að gefa íþróttamanninum viðvörun. Haldi samstarfið áfram þrátt fyrir viðvörunina er hægt að dæma íþróttamanninn vegna brota á lyfjareglum.

Styttri og markvissari Alþjóðalyfja­ reglur

Einfaldari texti er varðar refsiramma.

Útskýringar ekki lengur hluti af lyfjareglunum og lögum þeim tengdum.

Brot á lyfjareglum fyrnast nú á tíu árum í stað átta.

Yfirlit yfir helstu breytingar sem nýjar Alþjóðalyfjareglur hafa í för með sér.

31


Íþróttamenn og íþróttakonur sérgreina ÍSÍ 2013.

Íþróttamaður ársins Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var kjörinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna (SÍ) í sameiginlegu hófi SÍ og ÍSÍ, sem fram fór í Gullhömrum 28. desember 2013. Áður en að kjöri íþróttamanns ársins kom voru íþróttamenn og konur sérsambanda og íþróttanefnda ÍSÍ heiðraðir með veglegum bikurum sem gefnir voru af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Samtök íþróttafréttamanna veittu einnig

Íþróttamenn og konur sérgreina ÍSÍ 2014.

32

viðurkenningu til þjálfara ársins 2013 og var það Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari Kiel í Þýskalandi, sem hlaut þann heiður og til liðs ársins 2013 sem var valið karlalandslið Íslands í knattspyrnu. Þann 3. janúar 2015 fór hófið einnig fram í Gullhömrum í Grafarholti og þar var Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður kjörinn Íþróttamaður ársins 2014 af Samtökum íþróttafréttamanna (SÍ). Íþróttamenn

og konur sérsambanda og íþróttanefnda ÍSÍ voru þar einnig heiðruð líkt og áður og má finna á heimasíðu ÍSÍ frekari upplýsingar um þá sem hafa hlotið þá nafnbót. Samtök íþróttafréttamanna veittu Rúnari Páli Sigmundssyni knattspyrnuþjálfara Stjörnunnar í Garðabæ viðurkenningu sem þjálfara ársins 2014. Lið ársins 2014 var karlalandslið Íslands í körfuknattleik.


ÁRSSKÝRSLA 2015

HÍ og ÍSÍ efla samstarf á sviði íþrótta Samvinna um eflingu faglegs umhverfis íþróttahreyfingarinnar og þróunarstarf og rannsóknir á sviði afreksíþrótta og barna- og æskulýðsstarfs og afreks- og rannsóknamiðstöð í íþróttum er meðal áhersluatriða í nýjum samstarfssamningi sem Háskóli Íslands (HÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hafa gert. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, undirrituðu samninginn í húsakynnum háskólans 7. janúar 2015. Með samningnum staðfesta háskólinn og ÍSÍ vilja sinn um að efla samstarf á breiðum þverfræðilegum grundvelli og skilgreina afmörkuð samstarfsverkefni sem ráðist verður í. Ætlunin er að nýta sem best vísindalega sérþekkingu og kunnáttu innan mismunandi fræðasviða og deilda Háskóla Íslands til að styrkja framvindu og gæði íþróttastarfs í landinu og að sama skapi sækja í þann þekkingarbrunn sem býr hjá starfsfólki innan íþróttahreyfingarinnar.

Meðal verkefna sem HÍ og ÍSÍ hyggjast vinna að í sameiningu er uppbygging afreks- og rannsóknarmiðstöðvar í íþróttum, efling faglegs umhverfis íþróttahreyfingarinnar, sameiginlegar ráðstefnur, málþing og námskeið með aðkomu innlendra og erlendra sérfræðinga auk þess sem ætlunin er að efla þróunarstarf og rannsóknir, t.d. á sviði afreksíþrótta, barna- og æskulýðsstarfs, íþróttastjórnunar og lyfja-

mála auk viðfangsefna sem tengjast Alþjóðaólympíunefndinni. Sérstakur stýrihópur, sem er skipaður tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, mun sjá um framkvæmd samningsins en í því felst m.a. að móta stefnu í sameiginlegum málefnum HÍ og ÍSÍ á sviði íþrótta, setja sérstök markmið um samstarf til skemmri tíma og móta tillögur um leiðir að markmiðunum.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ undirrita samstarfssamning.

33


Norrænn fundur íþróttasamtaka

Á myndinni eru þátttakendur ÍSÍ og ÍF í Bergen, frá vinstri talið: Lárus L. Blöndal, Ólafur Magnússon, Andri Stefánsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Sveinn Áki Lúðvíksson, Líney Rut Halldórsdóttir og Halla Kjartansdóttir.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sóttu fund norrænna

íþróttasambanda og ólympíunefnda, Nordic Sports Meeting 2014, sem fram fór í Bergen í Noregi í september 2014. Fundur sem þessi er haldinn árlega og er samráðsfundur norrænu sambandanna um ýmis sameiginleg hagsmunamál er lúta að

Ársþing EOC Ársþing Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) var haldið í Baku í Azerbaijan í nóvember 2014. Við setningu á þinginu var Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sæmdur æðstu heiðursviðurkenningu EOC, Order of Merit. Yfir 300 fulltrúar ólympíunefnda og íþróttasamtaka sátu þingið. Engar kosningar voru að þessu sinni. Auk almennra þingstarfa voru fluttar kynningar á stöðu á undirbúningi þeirra leika sem framundan eru á næstu árum. Hæst bar kynning á Evrópuleikunum sem verða haldnir í fyrsta sinn á næsta ári en einnig var ítarleg kynning á stöðu undirbúnings á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varafor-

34

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ kynnir Smáþjóðaleikana 2015 fyrir þingfulltrúum ársþings EOC 2014.

seti ÍSÍ og Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sátu þingið. Helga Steinunn, sem einnig gegnir embætti formanns Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 flutti kynningu á undirbúningi og umgjörð Smáþjóðaleikanna. Þing EOC eru haldin árlega í nóvember og var ársþingið 2013 haldið í Róm.

íþróttum. Á fundinn mættu fulltrúar frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Álandi. Að þessu sinni var tekin upp sú nýbreytni að fulltrúar frá íþróttasamtökum fatlaðra á öllum Norðurlöndunum funduðu á sama tíma í Bergen og voru hóparnir sameinaðir í þeim dagskrárliðum sem við átti. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri sátu fundinn fyrir hönd ÍF. Þetta fyrirkomulag var tilraun sem gæti leitt til frekara samstarfs í kringum þessa árlegu fundi. Árið 2013 var Nordic Sports Meeting haldinn í Grænlandi en sökum þoku gátu íslensku þátttakendurnir ekki lent í Nuuk, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og misstu þar af leiðandi af fundinum.

Eftir ársþing EOC árið 2013 var Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ skipaður í nefnd Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) um Evrópusambandsmál, svokallaða EU Commission, til næstu fjögurra ára. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var endurskipuð í nefnd á vegum EOC um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar til næstu fjögurra ára.

Forseti ÍSÍ með Patrick Hickey, forseta EOC.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ársþing ANOC Nítjánda ársþing Alheimssamtaka ólympíunefnda (ANOC) var haldið í Bangkok í nóvember 2014. Þingið var afar fjölmennt en um 1.000 fulltrúar 203 Ólympíunefnda og fjölda íþróttasamtaka sóttu þingið. Samþykktur var fjöldi ályktana og einróma stuðningur fékkst við 2020 Aðgerðaráætlunina (Olympic Agenda 2020) sem Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur unnið að frá því að hann tók við embætti. Þessi áætlun er mjög svo stefnumarkandi fyrir íþróttahreyfinguna á heimsvísu. Aðgerðaráætlunin tekur til 40 tillagna sem stuðla að framþróun ólympíuhreyfingarinnar. Á þinginu var ákveðið að ANOC myndi standa fyrir fyrstu World Beach Games árið 2017. Þingið fagnaði því að Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega viðurkennt sjálfstæði Alþjóðaólympíunefndarinnar og íþrótta þar með.

Forseti og framkvæmdastjóri á ársþingi ANOC 2014.

Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah var endurkjörinn sem forseti ANOC til næstu fjögurra ára. Patrick Hickey var einnig endurkjörinn sem varaforseti ANOC. Í tengslum við þingið var í fyrsta sinn haldin verðlaunaafhending til íþróttafólks, liða og landa sem tóku þátt í síðustu tveimur Ólympíuleikum. Athöfninni, sem þóttist takast vel, var sjónvarpað víða um

heim og náði til um 350 milljón heimila. Næsta þing verður haldið í Washington í Bandaríkjunum. Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ sátu þingið fyrir hönd ÍSÍ. Ársþing ANOC eru haldin árlega og var ársþingið 2013 haldið í júníbyrjun í Lausanne þar sem nýjar höfuðstöðvar ANOC eru staðsettar. Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið.

Samstarf ÍSÍ og héraðsskjalasafna Á árinu 2012 stóðu ÍSÍ og héraðsskjalasöfn á landinu fyrir átaki í að safna og skrá skjöl íþróttafélaga landsins. Meginmarkmið átaksins var að safna og skrá eldri skjöl íþróttafélaga, s.s. fundargerðir, sendibréf, félagaskrár, bókhald og ljósmyndir. Góður árangur varð af átakinu en milli 150 og 200 hillumetrar af skjölum frá yfir 300 íþróttafélögum eru nú í vörslu héraðsskjalasafnanna. Átakið var upphafið að samvinnu íþróttafélaga og héraðsskjalasafna á landinu sem vonandi skilar áframhaldandi vitundarvakningu um mikilvægi þess að varðveita gögn og ljósmyndir úr starfi íþróttahreyfingarinnar. Í desember 2013 afhenti Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ fulltrúum héraðs-

Frá vinstri: Gerður Jóhannsdóttir frá Héraðsskjalasafni Akraness, Þorsteinn Tryggvi Másson frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, Birna Mjöll Sigurðardóttir frá Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar, Hrafn Sveinbjarnarson frá Héraðsskjalasafni Kópavogs, Svanhildur Bogadóttir frá Borgarskjalasafninu og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.

skjalasafna á Íslandi eintak af afmælisbók ÍSÍ, „Íþróttabókin – ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár“. Í kjölfarið var öllum héraðsskjalasöfnum á

landinu sent eintak af bókinni, sem inniheldur mikinn fróðleik um íþróttir í íslensku samfélagi síðustu 100 árin.

35


Frá úthlutun 2013.

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína

Frá úthlutun 2014.

36

af krafti. Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni. Reglugerð sjóðsins var tekin til endurskoðunar árið 2014. Stjórn sjóðsins

skipa þær Helga H. Magnúsdóttir formaður, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári. Alls var 2,5 m.kr. úthlutað úr sjóðnum árið 2013 og sömu upphæð var úthlutað árið 2014.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ólympíufjölskylda ÍSÍ Fjögur öflug fyrirtæki mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ en þau eru Icelandair, Íslandsbanki, Sjóvá, og Valitor. Árið 2013 var undirritaður samningur við þessi fyrirtæki til ársloka 2016. Ólympíufjölskyldan hefur til margra ára stutt dyggilega við bakið á ÍSÍ og íslenskri íþróttahreyfingu, með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. Fyrirtækin í Ólympíufjölskyldunni koma einnig að einstökum árlegum verkefnum ÍSÍ sem tengjast almenningsíþróttum sem og afreksíþróttum.

Endurgreiðslur vegna íþróttaslysa Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2002 hefur ÍSÍ haft umsjón með endurgreiðslum á kostnaði íþróttaiðkenda vegna íþróttaslysa. Framlag ríkisins til ÍSÍ var í upphafi 20 m.kr. á ári. Tekin ákvörðun í framkvæmdstjórn ÍSÍ um að hækka endurgreiðsluhlutfall úr sjóðnum úr 40% í 50% fyrir allan endurgreiðsluhæfan kostnað sem stofnað hefur verið til frá og með 1. nóvember 2014. Allir iðkendur 16 ára og eldri geta sótt um endurgreiðslu í sjóðinn á skilgreindum sjúkrakostnaði og er íþróttahreyfingin hvött til að kynna þennan sjóð fyrir iðkendum sínum. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÍSÍ.

Líney Rut tilnefnd til IOC verðlauna Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ varð þess heiðurs aðnjótandi að Evrópusamband ólympíunefnda (EOC), sem eru álfusamtök ólympíu­nefnda í Evrópu, tilnefndu hana til IOC 2014 Women and Sport Award, fyrir framúrskarandi starf í þágu íþrótta og sem fyrirmynd stúlkna og kvenna í íþróttahreyfingunni bæði hérlendis sem og á alþjóðavettvangi. Alheimsverðlaunin hlaut Meriem Cherni Mizouni frá Túnis, fyrsti kvenkyns keppandi Túnis á Ólympíuleikum. Einnig voru valdir verðlaunahafar hverrar heimsálfu fyrir sig og sú sem hlaut verðlaunin í Evrópu var Ana­stasia Davydova frá Rússlandi, fyrsti varaforseti Ólympíunefndar Rússlands. Tilnefningar til verðlaunanna koma frá IOC, álfusamtökum ólympíunefnda, ólympíunefndum og alþjóðasamböndum íþrótta.

Á myndinni má sjá Líneyju Rut með viðurkenninguna sem hún fékk frá IOC vegna tilnefningarinnar.

Verkefnasjóður ÍSÍ Verkefnasjóður ÍSÍ úthlutar á hverju ári styrkjum til þjálfara sem hyggjast sækja námskeið eða fræðslu erlendis, auk þess að styðja við verðug útbreiðslu- og kynningarverkefni á landsvísu. Sambandsaðilar eru hvattir til að nýta sér árlegt fjármagn Verkefnasjóðs ÍSÍ til útbreiðslu og uppbyggingar. Reglugerð sjóðsins er að finna á heimasíðu ÍSÍ.

37


Getspá – Getraunir, mikilvægir tekjustofnar Gríðarlega ör þróun hefur átt sér stað í hugbúnaðar- og sölukerfismálum hjá lottófyrirtækjum í heiminum. Stjórnendur Getspár - Getrauna hafa fylgst með þessari þróun á undanförnum árum og fyrirtækið hefur að vissu leyti náð að fylgja þróuninni eftir. Á síðustu þremur árum hefur þróunin hins vegar orðið mun hraðari með tilkomu ólöglegra fyrirtækja sem hafa starfsskjól á Möltu, Gíbraltar og í Asíu. Þessi fyrirtæki hafa varið miklum fjármunum í að byggja upp hraðari sölukerfi og fjölbreyttari sölumöguleika. Stóru erlendu ríkislottóin hafa náð að fylgja þessari þróun eftir en mikill fjöldi minni fyrirtækja á þessu sviði hafa setið eftir. Stjórnir GetspárGetrauna samþykktu á árinu 2013 að fara í viðamikla uppbyggingu á sölukerfum, vélbúnaði og hugbúnaði fyrirtækisins til að koma til móts við breytta tíma og styrkja stöðu fyrirtækjanna til lengri tíma litið. Ákveðið var að endurnýja samning við Scientific Games til ársins 2018 og semja við dótturfyrirtæki þeirra Parspro um sportlausnir. Framundan eru spennandi tímar í mikilli uppbyggingu sem taka munu verulegan tíma og fé, sem örugglega skila okkur fram á veg í þessum málaflokki. Helstu sjáanlegu breytingarnar felast í innleiðingu á nýjum öflugum sölukössum ásamt upplýsingaskjám fyrir neytendur en sú innleiðing fór fram nú í vetur. Skipt verður út vélbúnaði á vormánuðum 2015 og er það kostnaðarsöm framkvæmd. Í framhaldinu verða innleidd afar fullkomin sportleikjasölukerfi, þ.e. Live Betting (Lengjan beint), með möguleikum á framboði fjölda leikja, öflugu getraunakerfi og síðast en ekki síst verða teknar í notkun

38

stýrikerfisóháðar lausnir (responsive web client) sem tryggja að neytandinn geti keypt okkar vörur með hinum ýmsu síma- og tölvukerfum, þ.e. Iphone, Android, spjaldtölvum ofl. Í lok innleiðingarinnar í lok árs 2015 verður svo sölugrunni Betware skipt út fyrir sölugrunn Parspro. Eitt af aðalmarkmiðum þessarar innleiðingar er að gera hana í betra fjárhagslegu jafnvægi en verið hefur áður. Með því að skipta áherslum á 3 ár munu eignaraðilar finna minna fyrir fjárfestingunni. Einnig er talið að lengri innleiðing létti álagi á starfsmönnum. Vonir standa til að þessi mikilvægu skref verði fyrirtækjunum til framdráttar. Markaðurinn hefur líka breyst – tæknin er allsráðandi og samkeppnin einskorðast ekki bara við íslenska aðila á markaði heldur einnig og ekki síður við erlend ólögleg fyrirtæki sem hafa engar samfélagslegar skyldur á Íslandi. Komið hafa fram leikir á markaðnum sem eru verulega hættulegir fyrir neytendur, út frá stöðlum ábyrgrar spilunar. Hér er átt við spilakassa á íslenskum markaði og pókersíður erlendra aðila. Mótleikur Íslenskrar getspár hefur verið innleiðing á Víkingalottó og EuroJackpot - leikja með háa vinninga en enga spilafíknarhættu. Allan þennan tíma hefur Íslensk getspá lagt gríðarlega mikla áherslu á að vera í fararbroddi varðandi afburða tækni og jákvæða nálgun við viðskiptavini fyrirtækisins. Sú innleiðing á hug- og vélbúnaði sem nú er hafin - mun ekki aðeins halda okkur í fararbroddi hérlendis heldur einnig setja okkur í fremstu röð innan Heimssambands happdrættisfyrirtækja - World Lotteries Asssociation. Nálgun fyrirtækisins í markaðsstarfi þar sem lögð hefur

verið áhersla á léttleika og jákvæðni á líka stóran þátt í velgengni Getspár. En við megum aldrei sofna á verðinum. Happdrættisleikir ganga vel í ákveðin tíma og þurfa stöðugt uppfærslur og viðbætur til að arðsemi þeirra gangi upp. Þess vegna er mikilvægt að missa aldrei sjónar á þeim möguleikum til framfara sem í boði eru – í samræmi við lagaumgjörð – og með hagsmuni eigenda og neytenda að leiðarljósi. Stjórnendur Getspár - Getrauna hafa haft nokkrar áhyggjur af þróuninni á happdrættismarkaði á undanförnum árum og bent á mikilvægi þess að koma á lagabreytingu til að vernda innlenda happdrættisstarfsemi. Ekki virðist vera hljómgrunnur fyrir því að banna greiðsluþjónustu vegna ólöglegra spilafyrirtækja en samt finnum við stuðning við mikilvægi fyrirtækisins í þágu eigendanna. Happdrættisnefnd, sem er ráðgefandi nefnd á vegum innanríkisráðherra, hefur verið að vinna að nýju frumvarpi um happdrættismál. Krafa Getspár - Getrauna er og verður sú að fyrirtækið verði verndað fyrir ólöglegum erlendum spilafyrirtækjum hérlendis, að starfsumhverfið verði tryggt til lengri tíma, að fyrirtækin á innlendum markaði verði öll með vottaða starfsemi og að happdrættisfyrirtækin verði ekki látin greiða háar upphæðir til hins sístækkandi eftirlitsiðnaðar. Stjórnir fyrirtækjanna og framkvæmdastjóri hafa lagt mikla áherslu á að draga úr kostnaði og reyna með öllum ráðum að auka fjárstreymi til eignaraðila sinna. Vert er þó að halda því til haga að sala á lottóleikjum gengur oft í bylgjum og þess vegna er mikilvægt að íþróttahreyfingin


ÁRSSKÝRSLA 2015

stilli fjárhagsáætlunum sínum upp af varkárni. Fulltrúar ÍSÍ í stjórn Íslenskrar getspár eru þeir Lárus L. Blöndal og Gunnar Bragason. Aðrir stjórnarmenn eru Vífill Oddsson og Þóra Þórarinsdóttir frá ÖBÍ og Helga Guðjónsdóttir frá UMFÍ. Fulltrúi ÍSÍ í stjórn Íslenskra getrauna er Hafsteinn Pálsson. Aðrir í stjórn eru Geir Þorsteinsson frá KSÍ, Lilja Sigurðardóttir frá ÍBR, Óskar Þór Ármannsson frá Íþróttanefnd ríkisins og Helga Guðjónsdóttir frá UMFÍ. Stöndum saman í að verja hagsmuni eigendanna, stöndum saman um áframhaldandi þróun og nýjungar og gleymum aldrei þeim góða málstað

sem við viljum verja – í þágu íþrótta, öryrkja og ungmenna. Íþróttaforystufólki öllu er þakkað samstarfið

og þau mikilvægu störf sem það innir af hendi í þágu íslensks samfélags.

Lottó er leikurinn okkar.

Afreksstyrkir Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2013 var samþykkt að sameina Afrekssjóð ÍSÍ og Styrktarsjóð ungra- og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna í einn sjóð, þ.e. Afrekssjóð ÍSÍ og tók sú sameining formlega gildi um áramótin 2013/2014. Ný reglugerð tók gildi og var fyrst úthlutað úr sameinuðum sjóði í janúar 2014. Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ hafa aukist í krónum talið á undanförnum árum, en kostnaður afreksíþróttastarfsins hefur einnig aukist verulega. Stór hluti kostnaðar er vegna þátttöku landsliða og einstaklinga í erlendum mótum og viðburðum. Flest öll sérsambönd ÍSÍ sækja um stuðning til Afrekssjóðs ÍSÍ. Fyrir árið 2015 sóttu 26 sérsambönd og ein íþróttanefnd ÍSÍ um styrki vegna 36 landsliðsverkefna, 21 liða og verkefna um 100 einstaklinga. Er þetta svipaður fjöldi umsókna og bárust vegna ársins 2014, en hafa ber í huga að aðeins hluti þessara verkefna hlýtur styrki. Styrkir úr Afrekssjóði ÍSÍ eru veittir sérsamböndum vegna liða, verkefna og/eða einstaklinga

samkvæmt áætlunum í umsóknum og flokkun einstaklingsstyrkja í A, B og C flokka er hugsuð til að skapa ákveðið viðmið varðandi upphæðir og þjónustu. Styrkir sjóðsins til sérsambanda vegna verkefna íþróttamanna eru fyrst og fremst vegna kostnaðar við þátttöku í mótum og keppnum og undirbúnings vegna þeirra. Kostnaðaráætlanir þeirra 27 sérsambanda/íþróttanefnda ÍSÍ sem sóttu um styrk vegna íþróttamanna, liða og verkefna til Afrekssjóðs ÍSÍ 2015 nema rúmlega einum milljarði króna, sem er hærra en nokkru sinni. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árin 2014 og 2015 var 70 m.kr. fyrir hvort ár. Árið 2013 var þessi upphæð 55 m.kr. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 m.kr. auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 m.kr. var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt

ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ og nemur sú hlutdeild 8%. Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ eru oft til umræðu, hvort heldur er á vettvangi ÍSÍ eða sambandsaðila. Mikil þörf er á að styrkja afreksstarfið hjá sérsamböndum ÍSÍ en þegar úr takmörkuðum fjármunum er að spila þá þarf að huga að því hvort að dreifa eigi fjármagninu á milli margra aðila eða fárra og eins er samanburður á íþróttagreinum, heimslistum og skilgreiningum á árangri reglulega í umræðunni. Ljóst er að íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að marka þá leið sem þarf að fara gagnvart styrkjakerfi Afrekssjóðs ÍSÍ. Markmið Afreksstefnu ÍSÍ fela í sér að eignast íþróttafólk meðal þeirra bestu í heimi og styðja við bakið á þeim sem ná einna lengst. Á sama tíma þarf að horfa til framtíðar og aðstoða þá einstaklinga og þau lið sem með markvissri þjálfun gætu átt kost á að ná þessum markmiðum, þ.e. að verða meðal þeirra bestu í heimi í sinni íþróttagrein.

39


Ferðasjóður íþróttafélaga Á árinu 2007 samþykkti ríkisstjórn Íslands að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga innan vébanda ÍSÍ og var ÍSÍ falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Sjóðnum er ætlað að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Markmið sjóðsins er einnig að stuðla að öruggum ferðamáta íþróttafólks. Í febrúarmánuði ár hvert er styrkjum vegna keppnisferða ársins á undan úthlutað. Styrkurinn er greiddur beint til viðkomandi íþróttafélaga og deilda. Vinnuhópur ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga gerir tillögu að árlegri úthlutun til framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem staðfestir endanlega úthlutun í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Til úthlutunar vegna keppnisferða árið 2013 voru 67 m.kr. 245 umsóknir bárust frá 117 félögum í 22 íþróttahéruðum af 25. Heildarkostnaður umsókna var kr. 429.240.840,-. Umtalsverð hækkun varð á framlagi ríkisins til Ferðsjóðs íþróttafélaga á Fjárlögum Alþingis 2014 eða 15 m.kr. Í ljósi þessarar hækkunar taldi vinnuhópur ÍSÍ tímabært að taka til endurskoðunar forsendur útreikninga á úthlutunum í sjóðnum. Horft var til þess að umbuna svæðum sem eru fjærst höfuðborginni og búa við erfiðari samgöngur. Aðstæður félaga á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum eru ekki sambærilegar við aðstæður félaga úti á landsbyggðinni. Þar eru menn háðir mokstursdögum, flugsamgöngum og á sumum svæðum afar erfiðum vegasamgöngum. Einnig þýðir þátttaka félaga á landsbyggðinni fleiri ferðalög á færri einstaklinga og slíkt er afar kostnaðarsamt, ekki síst fyrir foreldra og forráðamenn viðkomandi einstaklinga. Í vinnuhópnum kom upp hugmynd að svokölluðum landsbyggðarstuðli, margfeldisstuðli sem settur yrði á íþróttahéruð samkvæmt ákveðinni flokkun. Smíðuð var viðbót í kerfið sem gerir mögulegt að setja inn auka stuðul, til viðbótar við þær forsendur sem fyrir eru í reiknilíkaninu og halda sér eftir sem áður. Lagðar voru fram til stjórnar ÍSÍ og ráðuneytis tillögur að breytingum á útreikningi og voru breytingarnar samþykktar á báðum stöðum. Úthlutað var úr sjóðnum 26. febrúar sl. eftir nýrri reikniaðferð.

40

276 umsóknir bárust frá 141 félagi í 25 íþróttahéruðum. Heildarkostnaður umsókna var 459.892.965,-. Með þessari breytingu er talið að komið sé enn frekar til móts við það hlutverk sem sjóðnum hefur verið ætlað; að jafna möguleika iðkenda á landsvísu á þátttöku í mótum. Styrkir úr Ferðasjóði íþróttafélaga hafa haft gríðarlegt gildi fyrir íþróttafélög um allt land og skipt sköpum varðandi þátttöku í mótum, ekki síst hjá þeim félögum sem lengst þurfa að ferðast í mót. Þegar umsóknir eru skoðaðar kemur berlega í ljós sú mikla vinna sem unnin er í íþróttafélögum á landsvísu í því skyni að gefa íþróttaiðkendum um land allt tækifæri á að keppa við jafnaldra sína í íþróttum. Samband HHF HSB HSH HSK HSS HSV HSÞ ÍA ÍBA ÍBH ÍBR UÍF ÍBV ÍRB ÍS UDN UÍA UMSB UMSE UMSK UMSS USAH USÚ USVH USVS

Úthlutun 2013 Úthlutun pr. hérað 63.171 0 2.000.691 2.573.122 0 2.686.795 2.120.142 520.893 14.992.977 1.589.933 10.491.428 259.768 5.927.051 1.263.255 953.319 0 8.001.351 56.832 1.273.453 5.750.837 3.135.518 116.226 3.077.553 144.570 0 66.998.885

Úthlutun 2014 Úthlutun pr. hérað 68.711 35.311 2.675.056 2.898.780 5.419 3.388.142 2.225.051 420.140 19.679.523 1.591.863 11.212.535 1.050.934 8.622.963 1.289.893 1.100.812 3.957 11.482.934 100.453 630.497 6.581.072 3.069.358 25.205 3.498.901 334.970 6.379 81.998.859

Samband Akstursíþróttir Badminton Blak Borðtennis Fimleikar Frjálsíþróttir Glíma Golf Handknattleikur Hestaíþróttir Hjólreiðar Íshokkí Íþróttir fatlaðra Júdó Karate Keila Knattspyrna Kraftlyftingar Lyftingar Körfuknattleikur Skautaíþróttir Skíðaíþróttir Skotfimi Sund Taekwondo

Úthlutun 2013 Úthlutun pr. íþrótt 28.607 56.513 4.118.660 5.819 1.367.803 966.508 63.844 266.555 13.512.234 15.211 11.681 2.997.337 302.441 10.349 0 167.960 34.658.889 27.870 13.767 7.215.209 353.395 500.406 77.007 242.372 8.448 66.988.885

Úthlutun 2014 Úthlutun pr. íþrótt 0 78.058 4.949.027 0 2.339.702 1.165.005 102.481 572.536 17.526.064 6.379 0 2.126.295 479.080 237.157 64.540 504.894 41.721.843 97.086 17.360 8.348.475 293.258 830.765 123.732 369.795 45.327 81.998.859


ÁRSSKÝRSLA 2015

Undirritun samninga vegna fjárlaga Frá árinu 2013 hafa mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson og Lárus L. Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirritað samninga um árleg framlög á fjárlögum til ÍSÍ. Með samningunum eru samskipti ráðuneytisins við ÍSÍ formfest hvað fjármál varðar og einnig er orðið við almennum tilmælum Ríkisendurskoðunar um að gerðir séu samningar um fjárframlög á fjárlögum. Undirritun samninga vegna framlaga á fjárlögum 2015 var í tengslum við samráðsfund forystumanna ÍSÍ og formanna sérsambanda ÍSÍ. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Illugi Gunnarsson mennta- og menningamálaráðherra við undirritun samninga vegna framlaga ríkisins á árinu 2015.

Ríkisstyrkur til sérsambanda ÍSÍ hækkar um 15 milljónir Árið 2006 var fyrst gerður samningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið um framlag ríkisins til sérsambanda ÍSÍ. Stuðningur þessi hefur skipt sköpum fyrir sérsamböndin og gert þeim mögulegt að ráða til sín starfsmann í fullt starf eða hlutastarf. Þrátt fyrir þennan stuðning er þörf á að auka fjármagn til reksturs sérsambanda enn betur til að efla viðkomandi íþróttagreinar á landsvísu og til að gera þeim kleift að standa undir kröfum samfélagsins um faglegt starf. Í upphafi var stefnt að því að framlag til sérsambandanna stæði undir launakostnaði við eitt starfsgildi fyrir hvert sérsamband. Því markmiði hefur ekki verið náð. Á Fjárlögum Alþingis

fyrir árið 2015 var framlag til sérsambanda ÍSÍ hækkað um 15 m.kr. og nam því úthlutunin alls 85,0 m.kr. en á móti kemur að sérsamböndum ÍSÍ hefur

fjölgað úr 24 í 30 á undanförnum árum og þvi minna til skiptanna. Á næstu tveimur árum er fyrirsjáanlegt að sérsamböndum ÍSÍ fjölgi enn frekar.

41


Þjálfaramenntun ÍSÍ ÍSÍ hefur boðið upp á þjálfaramenntun í fjarnámi undangengin ár sem hefur notið mikilla vinsælda. Boðið er upp á þrjú stig sem eru almenns eðlis og henta öllum íþróttagreinum. Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi almenns hluta er mjög vinsælt en 161 nemandi lauk því stigi árin 2013-2014. Samtals er um 60 kennslustunda nám að ræða eða sem samsvarar ÍÞF 1024 í framhaldsskólum. Alls luku 48 nemendur þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi í fjarnámi árin 2013 og 2014 og 9 nemendur luku 3. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ í fjarnámi á vorönn 2014.

Þjálfaramenntun sérsambanda Þjálfaramenntun sérsambanda er mislangt á veg komin. Víða hefur mikil vinna farið fram við endurskipulagningu og mörkun stefnu í málaflokknum. Ástæða er til að hvetja sérsambönd ÍSÍ til að sinna vel þessum mikilvæga málaflokki.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Frá Íþróttaþingi 2013 hefur 31 viðurkenning verið afhent til fyrirmyndarfélaga/-deilda ef endurnýjanir viðurkenninga sem eru 16 talsins eru taldar með. Fjöldi íþróttafélaga sem fengið hafa viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá upphafi verkefnisins 2003 er nú 62. Að deildum meðtöldum eru útskriftir orðnar 133 og alls hafa 198 viðurkenningar verið veittar ef endurnýjanir viðurkenninga eru taldar með. Fimmtán héraðssambönd/íþróttabandalög eiga nú eitt eða fleiri fyrirmyndarfélög innan sinna raða. Alls koma 27 íþróttagreinar við sögu innan Fyrirmyndarfélaga/deilda ÍSÍ. Hestamannafélagið Hörður hlýtur viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

42


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ráðstefnur • Höfuðáverkar var málefni málstofu sem haldin var í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Þrír einstaklingar héldu fyrirlestra, þeir Jónas G. Halldórsson taugasálfræðingur, Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari og Gunnar Örn Jónsson íþróttafræðingur. Að auki sögðu þau Guðrún Sóley Gunnarsdóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og Jón Heiðar Gunnarsson handknattleiksmaður frá reynslu sinni af glímunni við eftirköst höfuðáverka í íþróttum. Alvarleiki þessara meiðsla getur verið mikill og er sjaldan of varlega farið. Mikilvægt er að halda þessari umræðu á lofti og auka vægi hennar í menntun þjálfara og sjúkraþjálfara keppnisliða. • ÍSÍ hefur verið samstarfsaðili Íþróttabandalags Reykjavíkur og Háskólans í Reykjavík við framkvæmd ráðstefnu í tengslum við Reykjavíkurleikana. Ráðstefnurnar 2014 og 2015 voru vel sóttar og voru gestir á annað hundrað bæði árin. Viðfangsefni ráðstefnanna eru afreksíþróttir og hafa fyrirlesarar bæði verið innlendir og erlendir. • Ráðstefna um afreksíþróttir var haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í október 2014. Á ráðstefnunni var fjallað um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum. Fjallað var um afreksstefnu ÍSÍ, KSÍ, SSÍ og KKÍ og gerðu fulltrúar þessara sambanda grein fyrir starfsumhverfi sínu. Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fór yfir aðkomu stjórnvalda í málefnum afreksíþrótta, Kjartan Freyr Ásmundsson starfsmaður ÍBR fjallaði um hlutverk íþróttahéraða í afreksstarfi og Jóhann Steinar Ingi-

Adolf Ingi Erlingsson og Jeroen Bijl frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands á ráðstefnu ÍSÍ um afreksíþróttir í október 2014.

mundarson, formaður Stjörnunnar, sagði frá helstu áhrifaþáttum í afreksstarfi Stjörnunnar. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Jeroen Bijl frá Ólympíusambandi Hollands sem sagði frá því hvað Hollendingar hafa gert til þess að verða ein besta íþróttaþjóð í heimi. • Fjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember 2013 í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm

íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra. Það voru þau Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis, Birna Lárusdóttir ritari aðalstjórnar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akureyrar, Kristín Pétursdóttir formaður Sundfélags Hafnarfjarðar og Davíð Sigurðarson formaður Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár var ráðstefnustjóri. Í lok ráðstefnunnar voru svo umræður og fyrirspurnir.

Á myndinni má sjá fyrirlesarana á fjármálaráðstefnunni ásamt Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.

43


Forvarnardagur forseta Íslands ÍSÍ kemur að skipulagningu og framkvæmd Forvarnardagsins sem haldinn er ár hvert að frumkvæði forseta Íslands en með aðkomu ÍSÍ, UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og stutt af Actavis. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum og lúta þau að samveru með foreldrum, ástundun skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs og frestun áfengisneyslu. Þessi heillaráð byggja á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna. Forseti ÍSÍ hefur tekið þátt í deginum með því að heimsækja grunn- og framhaldsskóla ásamt forseta Íslands.

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ ÍSÍ ásamt fulltrúum sex íþróttahéraða hefur nú lokið vinnu við gerð gátlista yfir þau skilyrði sem íþróttahéruð þurfa að uppfylla til að hljóta viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhéruð. Málið verður til umfjöllunar á Íþróttaþingi 2015. Hljóti verkefnið brautargengi á Íþróttaþingi ættu íþróttahéruð að geta sótt um viðurkenningu sem Fyrirmyndarhéruð ÍSÍ fljótlega að loknu Íþróttaþingi. Vitað er um áhuga fjölda héraða til að sækja um slíka viðurkenningu og hafa sum þeirra samþykkt nú þegar á ársþingum sínum að sækja um þessa viðurkenningu þegar þar að kemur.

44

Lárus L. Blöndal ásamt forsetahjónunum og skólastjóra Rimaskóla í heimsókn í Rimaskóla á Forvarnardaginn árið 2013.

Hádegisfundir Yfir vetrartímann býður ÍSÍ reglulega upp á hádegisfundi um ólík málefni sem tengjast íþróttum. Dæmi um hádegisfyrirlestra sem haldnir hafa verið; • Málþing um viðbrögð við einelti í tilefni af útgáfu bæklings um eineltismál, fyrirlesari Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. • ÍSÍ í samstarfi við Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ stóðu fyrir hádegisfundi þar sem Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari og Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg veltu upp þeirri spurningu hver ætti að ráða, sjúkraþjálfarinn eða afreksþjálfarinn? • Leiðir að árangursríkum foreldrasamskiptum með erindi frá Dr. Margréti Sigmarsdóttur sálfræðingi. • Skipulagt íþróttastarf hefur mikið forvarnargildi. Dr. Viðar Halldórs-

son kynnti niðurstöður íþróttahluta framhaldsskólakönnunar Rannsóknar & greiningar. • Fræðslufundur um kynferðislega áreitni og misnotkun var haldin af Dr. Celia Brackenridge. • Skipulag íþróttamála – getur íþróttahreyfingin gert betur? Kjartan Freyr Ásmundsson kynnti niðurstöður meistararitgerðar sinnar. • Fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar, Ómar Smárason markaðsstjóri KSÍ og Viðar Garðarsson formaður ÍHÍ fjölluðu um hvernig á að vekja áhuga fjölmiðla á íþróttum. • Notkun fæðubótarefna og ólöglegra efna meðal íslenskra ungmenna. Dr. Viðar Halldórsson kynnti niðurstöður framhaldsskólakönnunar í samráði við lyfjaeftirlit ÍSÍ.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Norræn ráðstefna um barnaog unglingaíþróttir Á haustmánuðum 2014 sóttu 16 einstaklingar norræna ráðstefnu um íþróttir barna- og unglinga og fór ráðstefnan að þessu sinni fram í Bosön í Svíþjóð. Íslensku þátttakendurnir komu frá ÍSÍ, UMSK, ÍBA, ÍBH, ÍBR, HSÍ, TKÍ, TSÍ, BLÍ, KSÍ og GSÍ. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti til skiptis á Norðurlöndunum og ákveðnar íþróttagreinar teknar fyrir hverju sinni. Í ár voru íþróttagreinarnar átta talsins, golf, handknattleikur, blak, knattspyrna, tennis, taekwondo, rathlaup og amerískur fótbolti. Á ráðstefnunni voru bæði fyrirlestrar og unnið í hópum, bæði þvert á greinar og svo fundaði hver íþróttagrein fyrir sig. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Íþróttafélag framtíðarinnar“ og var markmiðið að reyna að sjá fyrir hvaða breytingar eru líklegar og hvernig eigi að mæta þeim innan íþróttanna. Helstu niðurstöður voru þær að til þess að fá börn og unglinga til að stunda íþróttir og halda þeim í íþróttum væri mikilvægt að auka sveigjanleika, auka samvinnu við skóla,

Rósa Jónsdóttir GSÍ og Hrafnhildur Skúladóttir HSÍ.

bæta þjálfaramenntun og gera starfið skemmtilegt. Íslensku þátttakendurnir voru sammála um að mikilvægt væri að fá innsýn í það hvað frændur okkar á Norðurlöndunum eru að gera, en ekki síður að fá staðfestingu á því góða starfi sem unnið er í íþróttahreyfingunni hér á landi með börnum og unglingum.

Norrænar skólaíþróttir

Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ ásamt nýkjörnum forseta IOC.

Thomas Bach kjörinn forseti IOC Thomas Bach frá Þýskalandi var kjörinn níundi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar á þingi IOC í Buenos Aires í haust. Thomas Bach er lögfræðingur að mennt og varð Ólympíumeistari í skylmingum á leikunum 1976 í Montreal auk þess að verða heimsmeistari í liðakeppni 1976 og 1977. Hann hefur verið valinn til fjölda trúnaðarstarfa á vegum íþróttahreyfingarinnar, bæði í Þýskalandi, þar sem hann var forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Þýskalands, sem og á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar.

ÍSÍ heldur utan um tvö samnorræn verkefni annars vegar Norræna skólahlaupið og hins vegar Þrekraunir. Norræna skólahlaupið á sér langa sögu og verður verkefnið 30 ára í haust. Í hlaupinu geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 km og 10 km. Góð þátttaka hefur verið í hlaupinu frá upphafi og er það fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla á landinu. Þrekraunir er ungt verkefni og er einungis ætlað nemendum í 7. og 8. bekk í grunnskólum landsins en um er að ræða bekkjarkeppni þar sem hver bekkur reynir sig í átta mismunandi æfingum og eru niðurstöður skráðar inn á heimasíðu verkefnisins nordicschoolsport.com. Veitt hafa verið peningaverðlaun þeim bekkjum sem standa sig best í hvorum árgangi fyrir sig. Gott samstarf hefur verið við íþróttakennara um þessi verkefni.

45


Útgáfumál

Á heimasíðu ÍSÍ er að finna útgefið fræðsluefni um ýmsa þætti sem snúa að íþróttum og íþróttaþátttöku. Efnið má nálgast í útprentuðum bæklingum

á skrifstofunni eða hlaða þeim niður af heimasíðunni. Á haustdögum 2013 komu út bæklingarnir „Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri

óæskilegri hegðun“ og „Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum“. Þá er búið að endurgera bæklingana „Astmi og íþróttir“ og „Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“. Á heimasíðunni má finna talsvert af efni sem snýr að forvörnum, siðareglur, viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum og fræðslu tengda Ólympíuhreyfingunni, svo að eitthvað sé nefnt. Á haustdögum 2014 kom út bókin „Góð næring, betri árangur í íþróttum og heilsurækt“ eftir Fríðu Rún Þórðardóttur næringarfræðing, en útgáfan var styrkt af Ólympíusamhjálpinni og gefin út af Iðnú.

Fræðsla fyrir unga og efnilega

Endurskoðun barna- og unglingastefnu ÍSÍ Á Íþróttaþingi 2013 var ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga fram að Íþróttaþingi 2015. Nefndarmenn eru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir formaður, Guðbjörg Norðfjörð, Kjartan Ásmundsson, Þór Björnsson, Þráinn Hafsteinsson og Örn Ólafsson. Starfsmaður nefndarinnar er Ragnhildur Skúladóttir.

46

ÍSÍ hefur á undanförnum árum verið með fræðslu fyrir þann hóp íþróttamanna sem nýtur afreksstyrkja frá ÍSÍ. Þessir aðilar koma flestir úr einstaklingsíþróttum og því hefur markmið fræðslunnar verið að gefa afreksfólki og afreksefnum tækifæri á að kynnast innbyrðis, ásamt því að veita þeim fræðslu um samskipti, markmiðasetningu, íþróttasálfræði, næringu, lyfjaeftirlit, stöðuleikaæfingar og ýmislegt fleira. Þá

hafa fyrrum Ólympíufarar mætt á viðburði og miðlað reynslu sinni. Í upphafi ársins 2014 voru þessir sjóðir sameinaðir í einn sjóð, Afrekssjóð ÍSÍ. Um leið var fjölgað í þeim hópi sem hafði aðgang að fræðslunni og þannig höfðu rúmlega 100 einstaklingar tækifæri á að taka þátt á árinu 2014. Verið er að endurskoða áherslur og umfang þessarar fræðslu fyrir árið 2015.

Lestrarbók um Ólympíuleika Námsgagnastofnun gaf út lestrarbók fyrir grunnskólanemendur um Ólympíuleika og ber hún titilinn Hraðar-hærra-sterkar. Heftið fjallar um sögu Ólympíuleikanna að fornu og nýju; sumarleika, vetrarleika, Smáþjóðaleika og Ólympíumót fatlaðra. Þá er fjallað sérstaklega um þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum og ýmsa athyglisverða fróðleiksmola sem tengjast þessum strærsta íþróttaviðburði veraldar. ÍSÍ veitti aðstoð og ráðgjöf við efnis- og myndaöflun. Höfundur bókarinnar er Helgi Grímsson skólastjóri.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Alþjóða Ólympíuakademían Árlega stendur tveimur einstaklingum, karli og konu undir 35 ára aldri til boða að sækja námskeið í Ólympíu á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar. ÍSÍ auglýsir eftir umsækjendum og velur svo tvo þátttakendur til fararinnar. Setningarathöfn námskeiðsins er á Pnyx hæðinni í Aþenu en námskeiðið sjálft í Ólympíu. Meðal þess sem fram fer á námskeiðinu eru fyrirlestrar um Ólympíuhreyfinguna og hópavinna en auk þess gefst þátttakendum tími til að stunda ýmiss konar íþróttir. Árið 2013 var fjallað sérstaklega um arfleifð Ólympíuleika og voru þátttakendur þau Sigurður Orri Hafþórsson og Anna Rún Kristjánsdóttir. Árið 2014 var þemað ólympísk gildi og voru þátttakendur þau Tryggvi Þór Einarsson og Sigríður Inga Viggósdóttir. Fleiri námskeið eru í boði í Ólympíu og má þar nefna námskeið fyrir íþróttafréttamenn, háskólakennara í íþróttafræðum og námskeið fyrir starfsmenn Ólympíunefnda.

Tryggvi Þór Einarsson og Sigríður Inga Viggósdóttir, þátttakendur í námskeiði Ólympíuakademíunnar í Ólympíu 2014.

Ólympíusamhjálpin styrkir þjálfaranámskeið Bogfiminefndar ÍSÍ Í upphafi árs 2015 hélt Bogfiminefnd ÍSÍ þjálfaranámskeið með stuðningi frá Ólympíusamhjálpinni. Til landsins kom þjálfari á vegum Alþjóðabogfimisambandsins að nafni Carlos Freitas og hélt 10 daga námskeið. Innihald

námskeiðsins var bæði verklegt og í formi fyrirlestra og var gerður góður rómur að. Mikill uppgangur hefur verið í bogfimi á undanförnum árum og er hún í dag stunduð víða um land.

Fararstjóranámskeið

Þátttakendur á námskeiði Bogfiminefndarinnar ásamt þjálfaranum Carlos Freitas.

ÍSÍ hefur boðið upp á fararstjóra­ námskeið á landsvísu í samstarfi við Gústaf Adolf Hjaltason, sem er reynslumikill fararstjóri úr íþróttahreyfingunni. Að ýmsu er að hyggja þegar menn taka hlutverk fararstjóra að sér og í því felst mikil ábyrgð. Námskeiðin hafa verið vel sótt og mælst mjög vel fyrir hjá þátttakendum. Fyrirhugað er að halda fleiri slík námskeið á næstunni.

47


Ólympíudagurinn

Þormóður Jónsson júdókappi og Ólympíufari í heimsókn hjá frístundaheimilinu Tígrisbæ.

Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní ár hvert í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skipuleggur í samstarfi við sambands- og samstarfsaðila sína heila viku af íþróttatengdum viðburðum. Markmiðið með deginum er að hreyfa, læra og uppgötva. ÍSÍ hefur tekið þátt í Ólympíudeginum undanfarin ár og heimsótt fjölmarga staði. Á síðustu tveimur árum hefur heimsóknum í skóla og frístundaheimili fjölgað en auk þeirra er ávallt farið í heimsóknir til þeirra íþróttafélaga sem þess óska. Meðal þess sem

hefur verið í boði er vítaspyrnukeppni KSÍ kynning á hafna- og mjúkbolta ásamt amerískum fánabolta hjá Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur.

Einnig hefur verið hægt að fá lánaðar keilubrautir í boði Keilusambands Íslands og keiludeildar ÍR. ÍSÍ fær gjarnan íþróttafólk með í för þegar farið er í heimsóknir í tengslum við Ólympíudaginn, svo sem Helenu Sverrisdóttur körfuknattleikskonu, og ólympíufarana Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu, Þormóð Árna Jónsson júdókappa og Óðin Björn Þorsteinsson frjálsíþróttamann. Íþróttafólkið hefur frætt krakkana um hvað þarf að gera til þess að verða afreksmaður í sinni íþrótt, um almennt heilbrigði og hvernig þau leggja sig fram við það að gera ávallt sitt allra besta. Ólympíudagurinn hefur farið vaxandi á síðustu árum og vill ÍSÍ koma þakklæti til þeirra sem hafa tekið þátt í verkefninu.

Ungar stúlkur sem tóku þátt í Ólympíudegi frístundamiðstöðvarinnar í Kringlumýri árið 2014.

Æskulýðsrannsóknir Rannsóknir & greining gera reglulega rannsóknir á högum ungs fólks allt frá grunnskóla upp í framhaldsskóla. Með síðustu framhaldsskólakönnun fylgdu nokkrar spurningar frá ÍSÍ sem lúta að ánægju unglinga með íþróttafélagið, þjálfarann, aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu. Einnig voru skoðuð tengsl

48

íþróttaiðkunar við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu, neyslu árangursbætandi efna, námsárangur, andlega og líkamlega heilsu og sjálfsmynd. Í stuttu máli sýna niðurstöður rannsóknarinnar jákvæðar afleiðingar íþróttaiðkunar í skipulögðu íþróttastarfi. Niðurstöðurnar staðfesta að það er ekki hreyfingin sem slík

sem hefur forvarnargildi heldur sú menning, umgjörð og þær hefðir sem skapast hafa innan íþróttafélaganna. Eftir því sem unglingurinn æfir íþróttir oftar í viku með íþróttafélagi, því ólíklegri er hann til að ástunda neikvæða hegðun.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Norrænu lýðheilsuverðlaunin Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin þann 16. október 2014 fyrir framlag sitt til bættrar lýðheilsu á Íslandi. Það er Norræna ráðherranefndin (NMR) og Norræni lýðheilsuháskólinn (NHV) sem standa að Norrænu lýðheilsuverðlaununum. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægu starfi í þágu heilbrigðis og vellíðunar. Þar er átt við félagslega, líkamlega og andlega þætti í umhverfinu, þætti sem hafa áhrif á lífsstíl, en jafnframt skipulag og starfshætti heilbrigðisog sjúkraþjónustu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, samtökum eða stofnun sem lagt hefur mikið af mörkum til bættrar lýðheilsu á Norðurlöndum. Í rökstuðningi fyrir verðlaunaveitingunni segir: „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur í meira en tvo áratugi haft mikil áhrif á lýðheilsu á Íslandi með því að leggja áherslu á að almenningur lifi heilbrigðu lífi. ÍSÍ hefur haft frumkvæði að áætlunum um hreyfingu, lífsstíl og vellíðan almennings. Áætlanirnar, heilsu- og hvatningarverkefnin, hafa haft mikil áhrif á fólk á öllum aldri og skilað góðum árangri hjá áhættuhópum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er verðugur handhafi Norrænu lýðheilsuverðlaunanna 2014 fyrir skilvirkt og kerfisbundið starf að lýðheilsumálum.“ Eitt af markmiðum Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ er að efla hreyfingu og heilbrigða lífshætti hjá landsmönnum á öllum aldri. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur á síðustu árum lagt metnað sinn að bjóða upp á fjölbreytt almenningsíþróttaverkefni á landsvísu með það að markmiði að hvetja landsmenn til reglubundinnar hreyfingar. Verkefnum þessum hefur verið vel tekið og eru þátttakendur á ársvísu yfir 70.000 einstaklingar. Norrænu lýðheilsu-

Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningssíþróttasviðs ÍSÍ og Jóna Hildur Bjarnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ veittu Norrænu lýðheilsuverðlaununum viðtöku fyrir hönd ÍSÍ í Kaupmannahöfn í október 2014.

verðlaunin eru mikil viðurkenning og innblástur til að halda áfram að hvetja almenning til þátttöku í íþróttum, almennri hreyfingu og útivist og bjóða

upp á fjölbreytt verkefni þar sem allir landsmenn geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hreyfitorg.is er gagnvirk vefsíða sem er ætlað að stuðla að aukinni hreyfingu landsmanna. Hlutverk vefsins er að brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir þjónustu (notendur) og þeirra sem standa fyrir hreyfitilboðum (þjónustuaðilar). Þjónustuaðilar sjá sjálfir um innskráningu upplýsinga. Til að forðast birtingu á röngum upplýsingum fá þeir reglulega áminningu um að endurskoða skráninguna. Þjónustuaðilar greiða ekki fyrir innskráningu á Hreyfitorg. Notendur eiga á einum stað, Hreyfitorgi, að geta fengið góða yfirsýn yfir sem flest þeirra hreyfitilboða sem eru

til staðar á hverjum tíma, hvar sem er á landinu. Þar sem þarfirnar eru mismunandi er mikið lagt upp úr því að notendur geti með einföldum hætti síað út upplýsingar í samræmi við sínar þarfir, borið saman mismunandi valkosti og miðlað þeim áfram. Aðstandendur Hreyfitorgs eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Embætti landlæknis, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK, starfsendurhæfingarsjóður. Hreyfitorg er á samfélagsmilum www.facebook.com/hreyfitorg

49


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra í harðri keppni við setningu Lífshlaupsins 2015 í Hamraskóla í Grafarvogi.

Lífshlaupið Lífshlaupið var ræst í áttunda sinn 4. febrúar 2015. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Fullorðnum einstaklingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og börnum og ungmennum í 60 mínútur á dag. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og skiptist keppnin í fjórar keppnir: einstaklingskeppni, sem er í gangi allt árið, vinnustaða-, grunn-

Verðlaunahafar í grunnskólakeppninni.

50

skóla- og framhaldsskólakeppni sem er í gangi í febrúar ár hvert. Vinnustöðum og skólum er skipt í flokka eftir því hversu marga starfsmenn/nemendur þeir eru með. Keppt er um heildarfjölda daga og heildarfjölda mínútna í vinnustaðakeppninni og er þá því deilt í heildarfjölda starfsmanna. Í skólakeppninni er einungis keppt í heildarfjölda daga og er þá deilt í heildarfjölda nemenda. Á hverju Lífshlaupsári gefst þátttakendum í einstaklingskeppninni kostur

á að vinna sér inn verðlaun eftir að þeir hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Hægt er að vinna brons-, silfur-, gull- og platínumerki. Landsmenn hafa tekið Lífshlaupinu mjög vel og eru yfir 20.000 þátttakendur í verkefninu, sem gerir Lífshlaupið að stærsta verkefni Almenningsíþróttasviðs. Samstarfsaðilar ÍSÍ eru: velferðarráðuneyti, mennta- og menningamálaráðuneyti, Advania, Rás 2 og Ávaxtabíllinn. Nánari upplýsingar og úrslit má finna á www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er á öðrum samfélagsmiðlum sem hér segir: www.facebook.com/lifshlaupid www.instagram.com/lifshlaupid www.twitter.com/lifshlaupid


ÁRSSKÝRSLA 2015

Kvennahlaup ÍSÍ Kvennahlaup ÍSÍ er elsta verkefni Almenningsíþróttasviðs og verður það haldið í 26. sinn laugardaginn 13. júní 2015. Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fyrsta sinn 30. júní 1990 í Garðabæ í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Kvennahlaupið hefur vaxið og dafnað á þessum árum og er nú útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Árið 1990 tóku um 2.500 konur þátt í fyrsta Kvennahlaupinu sem fór fram á átta stöðum um landið. Nú síðustu ár taka um 15.000 konur þátt á 85 stöðum hérlendis og á um 20 stöðum erlendis, sem sýnir útbreiðslu Kvennahlaupsins. Hlaupið í Garðabæ hefur langflesta þátttakendur og hefur verið hlaupið þar frá upphafi. Í mörg horn er að líta fyrir jafn stóran viðburð og Kvennahlaupið er. Undirbúningur hlaupsins hefst á haustmánuðum þegar óskað er eftir tilboðum í boli og verðlaunapeninga, auk þess sem að bolurinn er hannaður og litur valinn. Á nýju ári er haft samband við alla tengiliði sem eru um 100 talsins. Tengiliðir

Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupinu.

Kvennahlaupsins, sem sjá um allt utanumhald á hverjum hlaupsstað fyrir sig, eru afar mikilvægir. Skipulag og framkvæmd hlaupsins myndi aldrei ganga upp án þeirra. Sjóvá hefur verið aðalbakhjarl Kvennahlaupsins frá árinu 1993 eða í 22 ár. Heimasíða Kvennahlaupsins er vistuð hjá Sjóvá og er þar að finna mikinn fjölda ljósmynda frá hlaupum undanfarinna ára. Nánari upplýsingar á www.kvennahlaup.is Beiersdorf hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ frá árinu 2011. Samstarfssamningurinn felur í sér að merki NIVEA er á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá

Kvennahlaup ÍSÍ. Beiersdorf gefur þátttakendum í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ glaðning að hlaupi loknu og færir öllum tengiliðum Kvennahlaupsins á Íslandi veglega jólagjöf. Aðrir samstarfsaðilar ÍSÍ eru: Ölgerðin, Morgunblaðið og Merrild. Kvennahlaupið er á facebook.com

Garðabær veitir elstu konu hlaupsins viðurkenningu ár hvert. Sigríður Axels Nash, elsti þátttakandinn 2014, ásamt Ingibjörgu Bergrósu Jóhannesdóttur, formanni Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Önnu Möller, formanni Kvennahlaupsnefndar Garðabæjar.

51


Hjólað í vinnuna Hjólað í vinnuna hefur verið haldið árlega í maímánuði allt frá árinu 2003. Verkefnið stendur yfir í 3 vikur. Gríðarleg vakning hefur orðið í þjóðfélaginu um hjólreiðar á undanförnum árum og má sjá það vel á þróun verkefnisins. Þegar verkefnið fór af stað 2003 tóku 533 einstaklingar þátt í því og þátttakan óx á hverju ári. Árið 2012 var svo metþátttaka en þá tóku 11.381 einstaklingur þátt. Síðustu tvö ár hefur þátttakan dregist örlítið saman, sérstaklega á landsbyggðinni, og hefur veðurfar og færð spilað þar stærsta hlutverkið. Einnig má áætla að þátttakendur í átakinu hafi tekið hjólreiðar upp sem lífsstíl og skrái sig því ekki lengur til þátttöku í átakinu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitarfélög hafa bætt aðstöðu fyrir hjólandi fólk til muna. Hjólað í vinnuna er orðinn partur af menningu margra vinnustaða í landinu. Meðan á verkefninu stendur er ýmislegt skemmtilegt í boði. Þar má nefna að dregið er úr skráðum þátttakendum einu sinni á dag á Rás 2 þar sem þátttakendur geta unnið verðlaun frá Erninum. Síðasta dag verkefnisins hefur svo verið dregið út glæsilegt reiðhjól. Einnig má nefna ljósmyndaleik á Instagram þar sem þátttakendur geta unnið gjafakort frá Valitor. Þátttakendur hafa einnig verið duglegir við að senda okkur inn reynslusögur

www.hjoladivinnuna.is

52

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Eva Einarsdóttir frá Reykjavíkurborg gera sig klár til að hjóla átakið Hjólað í vinnuna 2014 af stað.

af sjálfum sér og samstarfsfélögum og deila sinni upplifun af verkefninu. Kaffitjöld hafa verið sett upp víðsvegar um höfuðborgarsvæðið einn morgun á meðan á verkefninu stendur. Þar gefst fólki kostur á að staldra við fá sér rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár, Kristal frá Ölgerðinni og láta sérfræðingana hjá Erninum yfirfara hjólið sitt. Kaffitjöld hafa líka verið sett upp víðsvegar á landsbyggðinni og hefur þá verið leitað til aðildarfélaga innan ÍSÍ til þess að sjá um þau tjöld.

Verðlaunahafar Hjólað í vinnuna 2014.

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 6. – 26. maí 2015. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins www. hjoladivinnuna.is Samstarfsaðilar ÍSÍ eru: Valitor, Rás 2, Advania, Örninn, Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Landssamtök hjólreiðamanna. Hjólað í vinnuna er á samfélagsmiðlum www.facebook.com/hjoladivinnuna www.instagram.com/hjoladivinnuna www.twitter.com/hjoladivinnuna


ÁRSSKÝRSLA 2015

Hjólum í skólann Hjólum í skólann er verkefni ætlað framhaldsskólanemum og starfsfólki framhaldsskóla. Verkefnið fór af stað í september 2013 og verður því haldið í þriðja sinn í september 2015. Nemendur og starfsfólk framhaldsskólanna eru hvattir til þess að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla/ vinnu. Verkefnið hefur staðið í viku en nú í ár verður breyting á og mun verkefnið standa í tvær vikur. Keppt er um að ná sem flestum dögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans. Skólunum er skipt upp í þrjá flokka miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks þeirra.

legar myndir og eiga þá möguleika á að vera dregnir út. Örninn gefur vinninga í skráningarleik þar sem allir skráðir þátttakendur geta átt möguleika á því að vinna glæsilega vinninga. Síðasta dag verkefnisins hefur svo verið dregið út glæsilegt hjól. www.hjolumiskolann.is Skemmtileg Instagram mynd frá átakinu.

Hjólum í skólann er byggt upp á sama hátt og Hjólað í vinnuna. Meðan á átakinu stendur eru ýmsir leikir í gangi s.s. Instagram-leikur og skráningarleikur. Valitor gefur vinning í Instagram– leik þar sem að þátttakendur senda inn skemmti-

Hjólum í skólann er á samfélagsmiðlunum facebook.com/hjolumiskolann instagram.com/hjolumiskolann

Göngum í skólann Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni. Árlega taka milljónir barna þátt víðs vegar um heim. Þátttakan hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt og árið 2014 tóku 67 skólar þátt út um allt land, sem er nýtt þátttökumet. Megin markmið Göngum í skólann eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu um vistvænan ferðamáta, umhverfismál og það hversu „gönguvænt“ umhverfið er. Göngum í skólann fer fram í tíunda sinn í september 2015. Þeir sem standa að Göngum í skólann hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysa-

Setningarhátíð Göngum í skólann fór fram í Laugarnesskóla. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra fór með nemendum og starfsfólki skólans í stuttan göngutúr.

varnarfélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Nánari upplýsingar og skemmtilegt efni frá skólunum er að finna á gongumiskolann.is

53


Nefnd um íþróttir 60+ Á vegum ÍSÍ er starfandi nefnd um íþróttir 60 ára og eldri. Markmið nefndarinnar er að efla íþróttastarf eldri borgara, vinna að fræðslumálum og standa fyrir viðburðum tengdum íþróttum fyrir aldursflokkinn 60+. Haldin var ráðstefna um farsæla öldrum í október 2013 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ráðstefnan var samstarfsverkefni menntavísindasviðs HÍ og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og þótti takast vel. Almenn ánægja var með erindin sem voru allt í senn ólík, fræðandi og skemmtileg. Markmið ráðstefnunnar var meðal annars að efla tengsl ólíkra fræðasviða Háskóla Íslands við íþróttahreyfinguna en um leið að tengja margþætt vísinda-, kennsluog nýsköpunarstarf við það hvernig hægt er að stuðla að farsælli öldrun í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Fram kom í erindunum að farsæl öldrun felst í því að hreyfa sig, huga bæði að styrktar- og þolþjálfun, borða fjölbreyttan og hollan mat og sinna félagslega þættinum. Þá fengu ráðstefnugestir innsýn í margslungin

Þórey S. Guðmundsdóttir og Páll Ólafsson voru ráðstefnustjórar á ráðstefnunni „Farsæl öldrun“ sem haldin var 2013.

verkefni sveitarfélaga þegar kemur að málefnum aldraðra, en aðgengi og tilboð að hreyfingu fyrir þennan aldurshóp hefur aukist til muna undanfarinn áratug. Einu sinni til tvisvar sinnum á vetri heldur nefndin fræðslufundi í samstarfi við Félag eldri borgara víðsvegar um landið. Í október 2014 heimsótti nefndin Félag eldri borgara í Hafnarfirði og hélt fræðslufund fyrir

Ráðstefnan var haldin í Hátíðarsal HÍ og var hún mjög vel sótt.

54

þeirra félagsmenn um hvernig auka megi lífsgæðin á efri árum og stuðla þannig að farsælli öldrun. Þeirri spurningu var velt upp, hvað við getum sjálf gert til að auka lífsgæðin á efri árum. Fundurinn var ágætlega sóttur og erindin voru fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg. Í erindum allra fyrirlesaranna kom fram mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og neyta góðrar næringarríkrar fæðu. Huga þarf bæði að styrktar- og þolþjálfun ásamt því að brjótast út úr vananum og auka fjölbreytni í mataræðinu. Allt telur og mikilvægt er að bæta hreyfingu inn í daglegar athafnir eins og að ganga stigana í stað þess að taka lyftuna, leggja lengra frá þegar farið er í búðina og svo mætti lengi telja. Ljóst er að framboð af fjölbreyttri hreyfingu fyrir þennan aldurshóp hefur stóraukist á undanförnum árum, sem gerir honum kleift að finna auðveldlega eitthvað við sitt hæfi. Allir ættu að hafa hugfast að það er aldrei of seint að byrja á markvissri hreyfingu.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Íslenski hópurinn á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 2014.

Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014 Ísland átti fimm keppendur á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 2014. Sævar Birgisson náði Ólympíulágmarki í skíðagöngu og var það í fyrsta sinn síðan 1994 að Ísland átti keppanda í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikum. Þátttökuréttur í alpagreinum byggist á kvóta út frá stöðu keppenda á heimslista. Ísland fékk kvóta fyrir fjóra keppendur í alpagreinum, tvo karla og tvær konur og tilnefndi Skíðasamband Íslands þau Einar Kristin Kristgeirsson, Brynjar Jökul Guðmundsson, Maríu Guðmundsdóttur og Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur til keppni. Skömmu fyrir leikana slasaðist María á hné og í hennar stað var Erla Ásgeirsdóttir valin. Allir íslensku keppendurnir voru að fara á sína fyrstu Vetrarólympíuleika. Bestum árangri náði Helga María í risasvigi þar sem hún náði 29. sætinu. Sævar Birgisson var fánaberi á setningarhátíðinni og Helga María Vilhjálmsdóttir var fánaberi á lokahátíð leikanna. Hátíðirnar voru hinar glæsilegustu enda hvergi til sparað hjá rússnesku gestgjöfunum.

Ýmislegt var gert í aðdraganda leikanna af hálfu gestgjafanna. Sem dæmi má nefna að Ólympíu­eldurinn var á ferðalagi um víða veröld, meðal annars á Norðurpólnum. Ellefu kyndilberar hlupu þar með kyndilinn og átti Ísland þar einn fulltrúa sem ein af þeim átta þjóðum sem tilheyra hópi norðurskautsríkja. Steingrím­ ur Jónsson hljóp með kyndilinn, en Steingrímur er prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsókna-

stofnun. Það er ekki oft sem Ísland á kyndilbera fyrir Ólympíuleika og er Steingrímur þar með kominn í fámennan hóp íslenskra kyndilbera. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff og föruneyti, sem og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt eiginkonu sinni Brynhildi Einarsdóttur, voru viðstödd setningarhátíð leikanna og fylgdust með keppni fyrstu dagana.

Innganga íþróttamanna á setningarhátíðinni í Sochi 2014.

55


Ólympíuleikar - Ríó 2016

Setningar- og lokahátíðin fer fram á Maracana vellinum.

Sumarólympíuleikarnir fara næst fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu 5. til 21. ágúst 2016. Tvær íþróttagreinar hafa bæst við þær greinar sem keppt var í á leikunum 2012 í London og eru það golf og 7 manna ruðningur, en alls er nú keppt í íþróttagreinum 28 alþjóðasérsambanda. Heimslistar, árangur á stórmótum, úrtökumót og lágmörk skipta máli þegar horft er til möguleika íslenskra

Í vettvangsferð í Ríó.

56

keppenda á að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Á síðustu tveimur Sumarólympíuleikum hefur Ísland átt 27 keppendur og er vonast til þess að svipaður fjöldi keppenda nái að vinna sér þátttökurétt. Aðstæður í Ríó verða án efa hinar glæsilegustu. Búið er að reisa flestar byggingar í Ólympíuþorpinu og miklar framkvæmdir eru við íþróttamannvirki í borginni. Setningar- og

lokahátíð leikanna mun fara fram á hinum sögufræga knattspyrnuleikvangi Maracana, en þar verður einnig keppt í knattspyrnu á leikunum. Keppni í frjálsíþróttum fer fram á João Havelange vellinum, en hvorugur þessara valla er þó á aðal Ólympíusvæðinu. Nokkrar keppnisgreinar fara fram á Copacabana ströndinni en flestar greinar eru þó nærri Ólympíuþorpinu, í borgarhluta er kallast Barra, en þar er verið að byggja glæsilegt Ólympíusvæði.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Evrópuleikar-Baku 2015

Frá Baku í Azerbaijan.

Fyrstu Evrópuleikarnir verða haldnir í Baku í Azerbaijan 12. – 28. júní 2015. Samband evrópska Ólympíunefnda (EOC) ákvað á aðalfundi sínum í desember árið 2012 að koma á fót leikunum og hafa forystumenn EOC unnið mikið starf á stuttum tíma til að gera leikana að veruleika. Gestgjafar í Baku hafa byggt stórglæsileg mannvirki fyrir þennan viðburð og mikil uppbygging hefur átt sér stað í borginni í tengslum við leikana. Ljóst er að umgjörð leikanna og aðbúnaður þátttakenda verður einkar glæsilegur og að fyrstu Evrópuleikarnir verða glæsileg íþróttahátíð. Með þessum leikum eignast Evrópa sína álfuleika, líkt og aðrar heimsálfur, og í framtíðinni verður þessi

Evrópuleikaþorpið.

viðburður án efa vettvangur besta íþróttafólks Evrópu. Keppni mun standa yfir í 17 daga og verður keppt í 20 íþróttagreinum, þar á meðal í greinum sem ekki hefur verið keppt í áður á stórmóti sem þessu eins og 3x3 körfuknattleik, strandfótbolta, karate og sambó. Í 12 greinum verður mögulegt að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Áætlað er að um 10.000 þátttakendur verði á þessum fyrstu leikum, þar af ríflega 6.000 keppendur. Ljóst er að Ísland mun að minnsta kosti eiga keppendur í sundi, fimleikum, skotfimi og skylmingum, bogfimi og ­badminton. Fulltrúi ÍSÍ tók við formlegu boðskorti á leikana á fararstjórafundi í Baku.

Setningar- og lokahátíðin fer fram á glæsilegum íþróttavelli.

57


Íslenski hópurinn að loknum leikum.

Ólympíuleikar ungmenna – Nanjing 2014 Sumarólympíuleikar ungmenna fóru fram í annað sinn 16.—28. ágúst 2014, að þessu sinni í Nanjing í Kína og sendi Ísland nokkuð fjölmennan hóp þátttakenda á leikana. Íslenska U15 landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á leikunum með því að bera sigurorð af Moldavíu í úrslitaleik fjögurra liða móts þar sem keppt var um eina sæti Evrópu á leikunum. Mótið fór fram

Að loknum sigurleik í Nanjing.

í Sviss haustið 2013 og voru fjórar Evrópuþjóðir valdar til keppni út frá forsendum sem Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) skilgreindi. Ísland átti því keppendur í knattspyrnu drengja auk þess sem að sundfólkið Kristinn Þórarinsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir unnu sér inn þátttökurétt á leikana. Þá átti Ísland einn ungan sendiherra á leik-

58

unum, Bjarka Benediktsson, en hann var einnig í hlutverki aðstoðarfararstjóra og aðstoðaði knattspyrnuliðið á leikunum. Knattspyrnulið Íslands var í riðli með Hondúras og Perú. Ísland vann Hondúras 5:0, en tapaði fyrir Perú 2:1. Ísland tapaði síðan í undanúrslitum fyrir S-Kóreu 3-1 í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli eftir venjulegan


ÁRSSKÝRSLA 2015

leiktíma. Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar 4-0 í leik um þriðja sætið og Íslendingar hlutu því bronsverðlaun á Ólympíuleikum ungmenna. Kristinn og Sunneva stóðu sig einnig nokkuð vel á leikunum. Kristinn synti 50m, 100m og 200m baksund og 200m fjórsund. Sunneva synti 400m og 800m skriðsund. Við heimkomu bauð ÍSÍ til móttöku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem keppendum var fagnað og afhent voru viðurkenningarskjöl til þátttakenda.

Sundhópurinn ásamt aðalfararstjóra og lækni.

Ólympíuleikar ungmenna Lillehammer 2016

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2015 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar EYOF verður haldin í Tbilisi í Georgíu dagana 26. júlí – 1. ágúst 2015. Búast má við að íslenski hópurinn verði svipaður og fyrri ár, að Ísland eigi keppendur í þremur til fimm íþróttagreinum og íslenskir þátttakendur verði því tuttugu til þrjátíu talsins.

Aðrir Vetrarólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Lillehammer í Noregi 12. – 21. febrúar 2016. Á leikunum munu um 1.100 ungmenni hvaðanæva úr heiminum spreyta sig í sjö vetraríþróttagreinum þar sem keppt verður til verðlauna í 70 mismunandi keppnisgreinum. Ekki er eingöngu horft til keppni og árangurs heldur er einnig lagt mikið upp úr fræðslu í tengslum við þátttöku ungmennanna. Meðal þess sem lögð verður

áhersla á í fræðslunni er Ólympismi og ólympísk gildi, þroski, heilsa og vellíðan, félagsleg ábyrgð, miðlun og rafrænir miðlar.

Jacque Rogge fyrrverandi forseta IOC þakkað fyrir framlag sitt til EYOF á Sumar­ ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Utrecht 2013.

59


Íslenski hópurinn á leikunum í Luxembourg.

Smáþjóðaleikar 2013 15. Smáþjóðaleikar Evrópu fóru fram í Luxembourg dagana 27. maí - 1. júní 2013. Ísland sendi fjölmennan hóp þátttakenda á leikana og áttu keppendur í öllum þeim 11 íþróttagreinum sem voru á dagskrá. 125 íþróttamenn, 47 fylgdarmenn og 9 dómarar skipuðu íslenska hópinn auk fjölmiðla, gesta, forsvarmanna ÍSÍ, fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis sem og skipuleggjendum leikanna 2015 á Íslandi. Íslenskir keppendur unnu til 88 verðlauna á leikunum, þ.e. 28 gull, 29 silfur og 31 brons. Keppendur í sundi voru sérstaklega sigursælir og unnu 39 verðlaun, 16 gull, 15 silfur og 8 brons. Frjálsíþróttakeppendur unnu til 26 verðlauna, 6 gull, 10 silfur og 10 brons. Keppendur í fimleikum unnu til 5 gullverðlauna og 8 bronsverðlauna og keppendur í skotíþróttum, júdó, körfuknattleik karla og kvenna og hjólreiðum komust einnig á verðlaunapall. Framkvæmd leikanna var hin glæsilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar. Þátttaka Íslands bar þess merki að næstu leikar verða á Íslandi og var hluti af fatnaði íslenska hópsins merktur Smáþjóðaleikunum 2015. Á aðalfundi leikanna sem haldinn var þann 27. maí tók Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, við sem forseti Smáþjóðaleikanna og á lokahátíð leikanna tók hann við

60

Ólafur E. Rafnsson tekur við GSSE fánanum.

fána leikanna og samhliða því var ÍSÍ þannig falið að leiða þessa leika áfram næstu tvö árin. Við fráfall

Verðlaunaskipting á leikunum 2013.

Ólafs í júní 2013 tók Lárus L. Blöndal við embætti forseta Smáþjóðaleikanna.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Íslenski hópurinn í Utrecht 2013.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Utrecht 2013 Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fór fram í Utrecht í Hollandi dagana 14. til 19. júlí 2013. Ísland átti keppendur í fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, sundi og tennis og voru íslensku þátttakendurnir 31 talsins. Fánaberi Íslands á setningarhátíðinni sem fram fór á knattspyrnuleikvanginum í Utrecht var Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir keppandi í fimleikum. Leikarnir voru á margan hátt sögulegir. Fyrirhugað var að Dr. Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC, léti af embætti forseta IOC síðar á árinu en Ólympíuhátíðin í Utrecht voru síðustu ólympísku leikarnir sem Rogge mætti til sem forseti IOC. Af því tilefni var haldin látlaus athöfn honum til heið-

urs í Ólympíuþorpinu í Utrecht þar sem fulltrúar allra þátttökuþjóðanna komu saman og mynduðu bakgrunn fyrir afhendingu á gjöf til Rogge í kveðjuskyni. Fulltrúi ÍSÍ við athöfnina var Egill Ásbjörnsson Blöndal, sem keppti í júdó fyrir Íslands hönd á leikunum. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, var viðstaddur athöfnina sem og fyrstu daga hátíðarinnar. Lárus var þar í sínu fyrsta embættisverki á erlendri grundu, en hann hafði stuttu áður tekið við sem forseti ÍSÍ. Íslensku keppendurnir stóðu sig ágætlega líkt og fyrri ár. Mörg þeirra voru að ná árangri sem var nærri þeirra besta en í flestum tilfellum var þó við of erfiða andstæðinga að etja. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar veitir

keppendum ákveðna reynslu og upplifun og gefur jafnframt til kynna hvar íslensku keppendurnir standa í samanburði við þá bestu í Evrópu í viðkomandi aldursflokki.

61


Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - Vorarlberg og Liechtenstein 2015

Íslenski hópurinn á Vetrarólympíuhátíðinni 2015.

12. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar var haldin í Vorarlberg í Austurríki og Liechtenstein 25. - 30. janúar 2015. Að þessu sinni sendi ÍSÍ átta keppendur á hátíðina, fimm í alpagreinum, tvo í skíðagöngu og einn í listhlaupi á skautum. Langar vegalengdir milli hótels og keppnisstaða settu nokkurn svip á hátíðina. Í fyrsta sinn var keppni og dvöl á ólympískum viðburði skipt á milli tveggja landa. Þátttökulöndunum var dreift á hótel í Montafon dalnum

í Austurríki meðan að keppnin fór bæði fram í Austurríki og Liechtenstein. Af keppnisgreinum sem Ísland átti fulltrúa í var keppt í skíðagöngu og alpagreinum í Liechtenstein meðan að listhlaup á skautum fór fram í Dornbirn sýningarhöllinni í Austurríki. Fánaberi við setningarathöfnina var Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum. Íslensku þátttakendurnir stóðu sig vel. Að venju var keppnin mjög sterk en reynslan sem fæst með þátt-

töku á móti sem þessu mun nýtast þátttakendum vel og vonandi verða hvatning til frekari dáða.

Afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti síðla árs 2014 leiðbeinandi ramma varðandi afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ. Afreksstefnur sérsambanda eru í raun leiðin að langtímamarkmiðum viðkomandi íþróttagreinar og tekur á þeim þáttum sem snúa að afreksstarfi í viðkomandi íþróttagrein. Stefnan ákvarðar þá leið sem sérsambandið og aðilar þess vill starfa eftir og hvernig nýta á auð-

62

lindir sambandsins til að ná settum markmiðum. Með auðlindum er jafnt átt við fjármuni, aðstöðu, búnað og mannauð viðkomandi íþróttagreinar. Stefnan skal vera til umfjöllunar á sérsambandsþingi eða formannafundi sérsambands ár hvert auk þess sem að sérsambandið skal leggja áherslu á að kynna stefnuna fyrir aðildarfélögum og deildum, þjálfurum, iðkendum, aðstandendum

íþróttamanna og öðrum þeim sem stefnan tengist. Þá skal stefnan vera aðgengileg á heimasíðu viðkomandi sérsambands. Sérsambönd ÍSÍ senda Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ afrekstefnur sínar til staðfestingar. Staðfestar afreksstefnur sérsambanda eru birtar á heimasíðu ÍSÍ ásamt leiðbeinandi ramma varðandi afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ólympíusamhjálpin

Styrkhafar ásamt forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Hluti sjónvarpstekna frá Ólympíuleikum fer í að styrkja skilgreind verkefni um allan heim og heldur Ólympíusamhjálp Alþjóðaólympíunefndarinnar (Olympic Solidarity) utan um þá styrki. Á hverju ári sendir ÍSÍ inn

umsóknir vegna verkefna og er þeim skipt í marga mismunandi málaflokka, sem allir tengjast kjarnastarfsemi ÍSÍ og Ólympíuhreyfingarinnar. Mörg verkefni eru á sviði þróunar- og fræðslu og hafa m.a. fengist styrkir

EOC Seminar Árlega heldur Evrópusamband ólympíunefnda ráðstefnu eða „EOC Seminar“. Um er að ræða viðburð þar sem fjallað er um undirbúning ólympískra verkefna næstu ára, þ.e. Ólympíuleika, Ólympíuleika ungmenna, Evrópuleika, Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar og Smáþjóðaleika. Allar þjóðir Evrópu senda fulltrúar á þennan viðburð þar sem fjallað er um undirbúning, væntingar og árangur. Á sama tíma heldur Ólympíusamhjálpin fræðsluviðburð um styrkjakerfi og verkefni ólympíuhreyfingarinnar og þar er fjallað um áherslur og möguleika þjóðanna á að sækja stuðning til verkefna á komandi árum.

Gerðar eru kröfur til þess að hver þátttökuþjóð sendi þá aðila á viðburðinn sem starfa að þessum málaflokkum, þ.e. framkvæmdastjóra og þann aðila sem heldur utan um ólympísk verkefni og/eða samskipti við Ólympíusamhjálpina og styrkjakerfi hennar. „EOC Seminar“ er viðburður þar sem aðilar sem starfa að ólympíumálefnum í Evrópu bera saman bækur sínar, fá upplýsingar um stöðu helstu verkefna og mögulega styrki. Ráðstefnan var haldin í San Marino 2013 og Kýpur 2014. Ráðstefnuna sóttu framkvæmdastjóri og sviðstjóri Afreks- og Ólympíu­ sviðs ÍSÍ.

vegna þjálfaranámskeiða á Íslandi sem og þátttöku íslenskra þjálfara í sérhæfðu námi erlendis. Reglulega fást styrkir til að halda námskeið um íþróttalæknisfræðileg málefni eða ráðstefnur á Íslandi og þá hafa fengist styrkir til útgáfu á fræðsluefni og efni um ólympísk málefni. Almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ hljóta stuðning frá Ólympíusamhjálpinni og átaksverkefni sem beinast að íþróttahreyfingunni í heild sinni hafa hlotið stuðning í gegnum tíðina. Í tengslum við afreksíþróttir eru veittir styrkir til sérsambanda vegna einstaklinga sem eru að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleika. Fimm skíðamenn voru á slíkum styrkjum vegna Vetrarólympíuleika í Sochi og átta íþróttamenn njóta styrkja vegna undirbúnings fyrir Sumarólympíuleika 2016 í Ríó. Auk þess hefur karlalandslið Íslands í handknattleik notið styrkja Ólympíusamhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir leikana í Ríó. Undirbúningur sem og þátttaka sérsambanda í úrtökumótum fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing 2014 var styrkt af Ólympíusamhjálpinni og verkefni ársins 2015, þ.e. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og Smáþjóðaleikar munu einnig njóta stuðnings.

63


Afreksstefna ÍSÍ Á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2011 var uppfærð Afreksstefna ÍSÍ samþykkt. Helstu breytingar fólu í sér skýrari markmið/viðfangsefni stefnunnar sem og skilgreindar leiðir að þeim. Stefnan fjallar um fjölmarga þætti er snúa að afreksíþróttum og tengjast þessir þættir flestum einingum íþróttahreyfingarinnar sem og opinberum aðilum. Í stefnunni er fjallað um mikilvægi þess að setja sér tímabundnar markvissar áætlanir og á það bæði við keppnisárangur og aðra mælanlega þætti sem og að efla enn frekar umhverfi þjálfara og fagteymis. Hér á eftir eru markmið stefnunnar ásamt stuttri lýsingu á þeim aðgerðum sem ÍSÍ hefur komið að á undanförnum misserum. • Að beita sér fyrir aðstöðu til æfinga fyrir afreksíþróttir á vettvangi sveitarfélaga og ríkis. • Að ferlamál fatlaðs afreksíþróttafólks séu tekin til skoðunar. Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ hefur kallað eftir upplýsingum frá sérsamböndum varðandi skilgreiningar á aðstöðu og aðgengi að aðstöðu fyrir afreksíþróttaþjálfun sem og þau

Ólympíuleikar í Ríó 2016.

64

verkefni sem er á vegum sérsambanda. Ljóst er, á þeim svörum sem bárust sem og þeim umræðum sem hafa átt sér stað við fulltrúa sérsambanda, að aðgengi sérsambanda að íþróttamannvirkjum vegna verkefna eða landsliðsæfinga er ekki nægjanlegt. Hvorki fjármagni vegna þessara þátta eða ákveðnum æfingatímum er úthlutað til sérsambanda. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að gera tillögur um hvernig skilgreina eigi hugtakið „þjóðarleikvang“ og hvernig aðkoma ríkisins geti verið að verkefnum sem tengjast þeim. ÍSÍ átti fulltrúa í þessum starfshópi sem hefur lokið störfum. Beðið er eftir afgreiðslu ráðuneytins á tillögum hópsins. Allar einingar íþróttahreyfingarinnar þurfa að vinna að því að skapa afreksíþróttafólki kjöraðstæður til æfinga og keppni. • Að stuðla að og miðla niðurstöðum rannsókna á sviði íþrótta- og þjálf-

unarvísinda til þjálfara, íþróttamanna og annarra er málið varðar. ÍSÍ hefur undirritað samning við Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á að auka samvinnu og rannsóknir á sviði íþrótta. Þá hefur ÍSÍ átt gott samstarf við Háskóla Reykjavíkur og sífellt er verið að standa fyrir fræðsluviðburðum, hvort heldur í formi þjálfaranámskeiða, ráðstefna eða styttri funda. • Að stuðla að og efla samráð og upplýsinga­þjónustu á sviði lækna­ vísinda íþróttanna/ íþróttaheilsufræði. Í gegnum tíðina hefur verið ágætis samvinna við fagfélög sjúkraþjálfara, enda hafa þau verið með aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum fagfélaga og eins hafa einstaklingar sem tengjast læknavísindum íþrótta átt fundi með fulltrúum ÍSÍ þar sem rætt hefur verið um að efla enn frekar samráð


ÁRSSKÝRSLA 2015

og upplýsingaþjónustu á þessu sviði. Ein af kröfum ÍSÍ varðandi afreksstefnur sérsambanda er að hvert sérsamband móti sér ákveðinn ramma varðandi fagteymismál og efli enn frekar miðlun upplýsinga til sinna íþróttamanna. Verið er að vinna að undirbúningi næstu ráðstefnu ÍSÍ á þessu sviði, en þær hafa verið haldnar reglulega með stuðningi Ólympíusamhjálparinnar. Jafnframt er á döfinni að efla umfjöllun á heimasíðu ÍSÍ sem snýr að þessum málaflokki. • Að veita hvers kyns ráðgjöf og stuðning er getur orðið til að efla afreksíþróttafólk, bæði meðan á keppni þeirra stendur og að loknum keppnisferli. Ráðgjöf og stuðningur til afreksíþróttafólks skiptir mjög miklu máli í afreksstarfinu. Bæði þarf að að huga að umhverfi íþróttamanna á meðan á ferlinum stendur sem og þegar ferlinum lýkur. Markmiðið með stofnun Samtaka íslenskra ólympíufara (SÍÓ) var að efla enn frekar ýmsa þætti sem snúa að sjálfu íþróttafólkinu. SÍÓ og Íþróttamannanefnd ÍSÍ er ætlað að vera málsvarar íþróttafólksins. Unnið hefur verið að því að koma á fót Afreksíþróttamiðstöð og nú sér fyrir endann á því ferli. Stefnt er að því að opna Afreksíþróttamiðstöðina á árinu 2015 og hefja mælingar og þjónustu við afreksíþróttafólk. • Að skapa kjöraðstæður fyrir afreksíþróttafólk innan skólakerfis og á almennum vinnumarkaði til að ná árangri samhliða námi og starfi. Á fundum íþróttahreyfingarinnar með ráðherra íþróttamála hefur jafnan verið lögð áhersla á að auka sveigjanleika afreksíþróttafólks varðandi LÍN sem og sveigjanleika í námi. Í viðræðum við Háskóla Íslands

hefur einnig komið til tals að auka sveigjanleika afreksíþróttafólks varðandi nám og próftöku og þá hefur verið rætt við aðila frá framhaldsskólum varðandi sambærilega þætti. Formaður Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sat í vinnuhópi ráðuneytisins sem fjallaði um afreksíþróttabrautir í framhaldsskólum og hefur skýrslu verið skilað inn til ráðuneytisins sem snýr að þeim málaflokki. Lýðréttindi afreksíþróttafólks hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum árum og eru þau mál mjög ofarlega á forgangslista ÍSÍ varðandi umhverfi afreksíþrótta. Leggja þarf enn frekari áherslu á þessa þætti sem og möguleika afreksíþróttafólks til að stunda vinnu samhliða íþróttaiðkun. • Að markaðssetja afreksíþróttirnar í þjóðfélaginu. Sífellt er þörf á kynningu og markaðssetningu á afreksíþróttum í þjóðfélaginu. Kynna þarf afreksíþróttir í skólum og innan atvinnulífsins til að koma á framfæri mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Dagleg umræða í þjóðfélaginu snýst mikið um úrslit og árangur en ekki hina mannlegu hlið íþróttastarfsins. Liður í markaðssetningu afreksíþrótta er notkun samfélagsmiðla og heimasíðu sem gefa tækifæri til að nálgast ólíka markhópa. ÍSÍ réð til starfa á árinu 2014 verkefnastjóra í kynningarmálum sem mun meðal annars koma að ofangreindum þáttum. • Að efla þekkingu þjálfara, dómara og annarra sem koma að afreks-

íþróttastarfi á Íslandi þannig að þeir séu á heimsmælikvarða. Á undanförnum árum hafa íslenskir þjálfarar náð góðum árangri víða um heim og erlend félög sóst eftir að fá þá til starfa. Það gefur til kynna að íslenskir þjálfarar standi framarlega í sínu fagi. Einstakir dómarar hafa einnig náð langt og verið valdir til að dæma á Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Efla þarf enn frekar framboð af fræðsluviðburðum fyrir þessa aðila og styrkja þessa aðila til að sækja sér framhaldsþekkingu. Eitt af skilyrðum í afreksstefnum sérsambanda er að skilgreina kröfur til þjálfara sem koma að afreksstarfinu. • Að veita afreksíþróttafólki/ flokkum fjárhagslegan stuðning. Aukning hefur orðið á framlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og er úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015 hærri en hún hefur verið á undanförnum árum. Engu að síður er ljóst að meira fjármagn þarf til úthlutunar og eru kostnaðaráætlanir sérsambanda ÍSÍ um það bil tíu sinnum hærri en úthlutanir úr Afrekssjóði ÍSÍ nema á árinu 2015. Í upphafi ársins 2015 setti forseti ÍSÍ í gang teymisvinnu til að greina hver raunkostnaður afreksíþróttamanna og íþróttahreyfingarinnar er vegna afreksíþrótta. Verið er að skoða gögn frá nágrannalöndum sem og þau gögn sem til eru í umsóknum og skýrslum frá sérsamböndum. Vonir eru bundnar við að niðurstöður þeirrar vinnu gefi enn betri upplýsingar um stöðu afreksíþróttafólks og sérsambanda. Mikil áhersla er lögð á að sérsambönd ÍSÍ móti sér afreksstefnu sem uppfylli kröfur ÍSÍ og komi sér upp sínu eigin fagteymi. Unnið er að því að fagteymi ÍSÍ verði samnefnari fagteyma sérsambanda og þannig fjölgi í þeim hópi sem sinnir umhverfi afreksíþrótta.

65


Styrkir til sérsambanda og íþróttahéraða 2013 Sambandsaðili

Lottó

Útbreiðslustyrkur

Ósóttir vinningar

AKÍS BLÍ BSÍ BTÍ DSÍ FRÍ FSÍ GLÍ GSÍ HSÍ ÍF ÍHÍ ÍSS JSÍ KAÍ KKÍ KLÍ KRA KSÍ LH LSÍ MSÍ SÍL SKÍ SKY SSÍ STÍ TKÍ TSÍ

2.659.393 kr. 4.331.357 kr. 7.340.891 kr. 2.659.393 kr. 4.331.357 kr. 8.678.464 kr. 7.340.891 kr. 1.789.975 kr. 12.557.418 kr. 14.028.749 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 12.557.418 kr. 1.789.975 kr. 2.659.393 kr. 17.105.159 kr. 8.678.464 kr. 1.455.584 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 8.678.464 kr. 2.659.393 kr. 8.678.464 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr. 2.659.393 kr.

1.853.919 kr. 1.919.865 kr. 2.210.115 kr. 1.715.411 kr. 2.174.990 kr. 2.218.129 kr. 2.626.608 kr. 1.513.475 kr. 3.348.626 kr. 2.525.968 kr. 1.705.621 kr. 1.709.171 kr. 1.725.792 kr. 1.860.912 kr. 2.484.496 kr. 1.696.853 kr. 1.707.450 kr. 3.508.381 kr. 2.743.546 kr. 1.689.807 kr. 1.940.467 kr. 1.874.359 kr. 1.966.286 kr. 1.861.342 kr. 2.046.433 kr. 1.963.274 kr. 1.722.888 kr. 1.879.093 kr.

60.452 kr. 98.459 kr. 166.872 kr. 60.452 kr. 98.459 kr. 197.278 kr. 166.872 kr. 40.689 kr. 285.454 kr. 318.900 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 285.454 kr. 40.689 kr. 60.452 kr. 388.833 kr. 197.278 kr. 33.087 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 197.278 kr. 60.452 kr. 197.278 kr. 60.452 kr. 60.452 kr. 60.452 kr.

HHF HSB HSH HSK HSS HSV HSÞ UDN UÍA UÍF UMSB UMSE UMSK UMSS USAH USÚ USVH USVS ÍA ÍBA ÍBH ÍBR ÍBV ÍRB ÍS

999.443 kr. 862.184 kr. 2.194.830 kr. 8.662.929 kr. 756.343 kr. 2.184.824 kr. 2.739.773 kr. 876.946 kr. 4.961.608 kr. 1.345.755 kr. 2.277.284 kr. 2.156.458 kr. 26.328.898 kr. 2.307.195 kr. 1.290.310 kr. 1.410.032 kr. 978.567 kr. 858.332 kr. 4.955.982 kr. 12.576.850 kr. 18.852.280 kr. 77.826.659 kr. 3.318.136 kr. 7.208.466 kr. 4.400.348 kr.

130.000 kr. 130.000 kr. 340.320 kr. 1.701.262 kr. 130.000 kr. 337.296 kr. 424.644 kr. 130.000 kr. 887.586 kr. 151.850 kr. 363.500 kr. 365.180 kr. 5.537.837 kr. 359.805 kr. 172.679 kr. 182.422 kr. 130.000 kr. 130.000 kr. 649.060 kr. 1.698.911 kr. 2.600.943 kr. 9.680.465 kr. 364.172 kr. 1.363.294 kr. 701.132 kr.

22.781 kr. 19.634 kr. 49.882 kr. 196.806 kr. 17.184 kr. 49.603 kr. 62.202 kr. 19.903 kr. 112.757 kr. 30.530 kr. 51.684 kr. 48.896 kr. 599.137 kr. 52.371 kr. 29.305 kr. 32.064 kr. 22.213 kr. 19.504 kr. 112.620 kr. 285.798 kr. 428.871 kr. 1.769.385 kr. 75.418 kr. 163.848 kr. 99.653 kr.

BANDÝ BOGFIMI HJÓLREIÐAR HNEFALEIKAR KRULLA SKVASS ÞRÍÞRAUT NEFNDIR Samtals

66

Afrekssjóður ÍSÍ

Sjóður ungra og efnilegra íþr.manna

600.000 kr. 600.000 kr. 400.000 kr. 1.100.000 kr. 6.960.000 kr. 2.700.000 kr.

500.000 kr. 400.000 kr.

3.400.000 kr. 19.300.000 kr. 5.620.000 kr. 600.000 kr.

700.000 kr. 700.000 kr. 600.000 kr. 500.000 kr. 400.000 kr. 400.000 kr. 100.000 kr. 100.000 kr. 400.000 kr.

1.620.000 kr. 820.000 kr. 5.400.000 kr. 600.000 kr. 3.940.000 kr. 7.000.000 kr. 1.600.000 kr. 50.000 kr.

400.000 kr. 900.000 kr. 600.000 kr.

600.000 kr. 100.000 kr.

7.400.000 kr. 1.900.000 kr. 7.460.000 kr. 2.900.000 kr.

700.000 kr. 400.000 kr. 700.000 kr.

350.000 kr.

400.000 kr.

100.000 kr.

787.158 kr. 349.691.722 kr.

86.855.638 kr.

17.927 kr. 7.949.184 kr.

82.320.000 kr.

9.700.000 kr.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Styrkir IOC

641.800 kr.

3.369.450 kr.

10.117.839 kr. 641.800 kr.

Ríkisstyrkur

Styrkir til nefnda

2.000.000 kr. 2.800.000 kr. 2.800.000 kr. 2.000.000 kr. 2.800.000 kr. 2.800.000 kr. 2.800.000 kr. 1.300.000 kr. 3.500.000 kr. 3.100.000 kr. 1.200.000 kr. 2.800.000 kr. 2.000.000 kr. 2.350.000 kr. 2.350.000 kr. 3.100.000 kr. 2.000.000 kr. 2.000.000 kr. 3.500.000 kr. 3.200.000 kr. 1.000.000 kr. 2.000.000 kr. 2.000.000 kr. 2.800.000 kr. 2.000.000 kr. 3.100.000 kr. 2.350.000 kr. 2.350.000 kr. 2.000.000 kr.

Flugmiðar v.alþjóðastarfs 68.300 kr. 99.010 kr. 103.820 kr. 74.600 kr.

Verkefnasjóður ÍSÍ

70.000 kr

100.000 kr

87.300 kr. 100.000 kr 192.320 kr. 69.300 kr.

57.110 kr. 95.880 kr. 240.990 kr.

150.000 kr.

53.080 kr. 150.520 kr.

100.000 kr

100.000 kr.

21.000 kr. 15.250 kr. 102.880 kr.

14.770.889 kr.

70.000.000 kr.

139.130 kr.

Samtals 6.573.764 kr. 10.317.981 kr. 13.616.888 kr. 7.009.076 kr. 10.979.406 kr. 22.395.671 kr. 16.234.371 kr. 4.744.139 kr. 23.791.498 kr. 43.343.067 kr. 10.139.845 kr. 8.412.766 kr. 6.829.016 kr. 8.915.637 kr. 7.850.757 kr. 24.119.688 kr. 6.596.817 kr. 10.367.295 kr. 32.102.373 kr. 16.419.288 kr. 4.385.588 kr. 6.660.312 kr. 6.690.084 kr. 32.250.857 kr. 8.881.187 kr. 22.877.055 kr. 10.083.639 kr. 6.792.733 kr. 7.348.938 kr. 1.152.224 kr. 1.011.818 kr. 2.585.032 kr. 10.560.997 kr. 903.527 kr. 2.571.723 kr. 3.226.619 kr. 1.026.849 kr. 6.061.951 kr. 1.528.135 kr. 2.692.468 kr. 2.570.534 kr. 32.565.872 kr. 2.719.371 kr. 1.492.294 kr. 1.624.518 kr. 1.130.780 kr. 1.007.836 kr. 5.717.662 kr. 14.561.559 kr. 21.882.094 kr. 89.276.509 kr. 3.757.726 kr. 8.735.608 kr. 5.201.133 kr.

21.000 kr. 115.250 kr. 102.880 kr.

1.292.230 kr.

620.000 kr.

805.085 kr. 623.338.793 kr.

67


Styrkir til sérsambanda og íþróttahéraða 2014 Sambandsaðili

Lottó

Útbreiðslustyrkur

Ósóttir vinningar

AKÍS BLÍ BSÍ BTÍ DSÍ FRÍ FSÍ GLÍ GSÍ HSÍ ÍF ÍHÍ ÍSS JSÍ KAÍ KKÍ KLÍ KRA KSÍ LH LSÍ MSÍ SÍL SKÍ SKY SSÍ STÍ TKÍ TSÍ

2.756.517 kr. 4.489.541 kr. 7.401.024 kr. 2.756.517 kr. 4.489.541 kr. 8.787.446 kr. 8.787.446 kr. 1.855.344 kr. 12.738.743 kr. 14.263.804 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr. 12.738.743 kr. 1.855.344 kr. 2.756.517 kr. 17.452.571 kr. 8.787.446 kr. 1.855.344 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr. 8.787.446 kr. 2.756.517 kr. 8.787.446 kr. 3.380.406 kr. 2.756.517 kr. 2.756.517 kr.

1.915.374 kr. 2.026.881 kr. 2.289.849 kr. 1.806.487 kr. 2.253.195 kr. 2.297.135 kr. 2.734.871 kr. 1.550.499 kr. 3.439.595 kr. 2.639.924 kr. 1.797.876 kr. 1.788.712 kr. 1.805.991 kr. 1.952.083 kr. 2.568.603 kr. 1.792.356 kr. 1.815.375 kr. 3.579.973 kr. 2.797.083 kr. 1.788.878 kr. 2.024.287 kr. 1.959.094 kr. 2.045.068 kr. 1.940.932 kr. 2.127.539 kr. 2.059.947 kr. 1.818.245 kr. 1.961.357 kr.

74.750 kr. 121.746 kr. 200.699 kr. 74.750 kr. 121.746 kr. 238.296 kr. 238.296 kr. 50.312 kr. 345.447 kr. 386.803 kr. 74.750 kr. 74.750 kr. 74.750 kr. 74.750 kr. 74.750 kr. 345.447 kr. 50.312 kr. 74.750 kr. 473.276 kr. 238.296 kr. 50.312 kr. 74.750 kr. 74.750 kr. 238.296 kr. 74.750 kr. 238.296 kr. 91.669 kr. 74.750 kr. 74.750 kr.

HHF HSB HSH HSK HSS HSV HSÞ UDN UÍA UÍF UMSB UMSE UMSK UMSS USAH USÚ USVH USVS ÍA ÍBA ÍBH ÍBR ÍBV ÍRB ÍS

1.037.742 kr. 904.145 kr. 2.214.912 kr. 8.954.048 kr. 776.949 kr. 2.206.508 kr. 2.788.504 kr. 902.501 kr. 5.127.860 kr. 1.381.367 kr. 2.367.168 kr. 2.203.414 kr. 27.470.141 kr. 2.359.347 kr. 1.325.703 kr. 1.451.795 kr. 1.005.461 kr. 899.975 kr. 5.157.022 kr. 13.014.575 kr. 19.765.350 kr. 80.433.940 kr. 3.444.975 kr. 7.512.856 kr. 4.648.218 kr.

130.000 kr. 130.000 kr. 341.303 kr. 1.746.728 kr. 130.000 kr. 332.910 kr. 419.634 kr. 130.000 kr. 942.079 kr. 152.117 kr. 380.818 kr. 365.432 kr. 5.825.924 kr. 369.278 kr. 182.541 kr. 191.633 kr. 130.000 kr. 130.000 kr. 680.157 kr. 1.752.673 kr. 2.721.679 kr. 10.142.214 kr. 375.223 kr. 1.424.309 kr. 709.882 kr.

28.138 kr. 24.535 kr. 59.941 kr. 242.773 kr. 21.054 kr. 59.722 kr. 75.519 kr. 24.462 kr. 139.028 kr. 37.437 kr. 64.212 kr. 59.697 kr. 745.239 kr. 63.921 kr. 35.927 kr. 39.348 kr. 27.250 kr. 24.426 kr. 139.891 kr. 352.892 kr. 536.424 kr. 2.180.724 kr. 93.431 kr. 203.817 kr. 126.261 kr.

815.882 kr. 362.462.714 kr.

90.413.743 kr.

22.150 kr. 9.829.218 kr.

BANDÝ BOGFIMI HJÓLREIÐAR HNEFALEIKAR KRULLA SKVASS ÞRÍÞRAUT NEFNDIR Samtals

68

Afrekssjóður ÍSÍ 1.200.000 kr. 1.000.000 kr. 300.000 kr. 1.300.000 kr. 19.490.000 kr. 5.500.000 kr. 4.000.000 kr. 23.500.000 kr. 8.020.000 kr. 1.000.000 kr. 500.000 kr. 1.900.000 kr. 1.000.000 kr. 7.000.000 kr. 900.000 kr. 4.940.000 kr. 5.500.000 kr. 1.300.000 kr. 300.000 kr. 500.000 kr. 6.900.000 kr. 2.200.000 kr. 11.490.000 kr. 2.900.000 kr. 900.000 kr. 500.000 kr.

114.040.000 kr.

Styrkir IOC 704.420 kr.

1.834.505 kr. 2.709.008 kr.

3.652.432 kr.

2.318.643 kr.

2.053.993 kr. 312.999 kr. 645.300 kr. 1.168.325 kr.

15.399.625 kr.


ÁRSSKÝRSLA 2015

Ríkisstyrkur

Styrkir til nefnda

2.700.000 kr. 3.200.000 kr. 3.200.000 kr. 2.700.000 kr. 3.200.000 kr. 3.200.000 kr. 3.200.000 kr. 1.600.000 kr. 3.800.000 kr. 3.500.000 kr. 1.600.000 kr. 3.200.000 kr. 2.700.000 kr. 2.900.000 kr. 2.900.000 kr. 3.500.000 kr. 2.700.000 kr. 2.700.000 kr. 3.800.000 kr. 3.500.000 kr. 1.900.000 kr. 2.700.000 kr. 2.700.000 kr. 3.200.000 kr. 2.700.000 kr. 3.500.000 kr. 2.900.000 kr. 2.900.000 kr. 2.700.000 kr.

Flugmiðar v.alþjóðastarfs

Verkefnasjóður ÍSÍ

Aðrir stykir

55.000 kr. 66.190 kr. 55.200 kr. 125.950 kr. 250.000 kr. 200.000 kr.

127.120 kr. 104.720 kr.

150.000 kr. 100.000 kr.

75.354 kr.

124.420 kr. 51.900 kr. 132.081 kr.

Samtals 7.446.641 kr. 11.797.588 kr. 14.157.762 kr. 7.692.954 kr. 11.490.432 kr. 36.097.382 kr. 23.369.621 kr. 5.056.155 kr. 24.323.785 kr. 47.942.963 kr. 12.451.267 kr. 9.106.263 kr. 8.024.699 kr. 9.437.258 kr. 8.758.704 kr. 26.152.793 kr. 7.298.012 kr. 12.286.642 kr. 33.124.463 kr. 16.622.825 kr. 6.018.954 kr. 7.555.554 kr. 8.042.261 kr. 23.224.803 kr. 10.117.279 kr. 26.788.581 kr. 11.332.022 kr. 9.617.837 kr. 7.992.624 kr. 1.195.880 kr. 1.058.680 kr. 2.616.156 kr. 10.943.549 kr. 928.003 kr. 2.599.140 kr. 3.283.657 kr. 1.056.963 kr. 6.208.967 kr. 1.570.921 kr. 2.812.198 kr. 2.628.543 kr. 34.041.304 kr. 2.792.546 kr. 1.544.171 kr. 1.682.776 kr. 1.162.711 kr. 1.054.401 kr. 5.977.070 kr. 15.120.140 kr. 23.023.453 kr. 92.756.878 kr. 3.913.629 kr. 9.140.982 kr. 5.484.361 kr.

65.424 kr.

70.164 kr. 86.590 kr.

70.164 kr. 152.014 kr.

150.000 kr.

85.000.000 kr.

215.424 kr.

150.000 kr.

1.074.689 kr.

550.000 kr.

150.000 kr.

838.032 kr. 679.135.413 kr.

69



ÁRSSKÝRSLA 2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ársreikningur 2014

71


Áritun stjórnar

72


ÁRSSKÝRSLA 2015

Rekstrarreikningur ársins 2014 2014

2013

125.300.000 32.430.308 0 24.223.311 1.873.206

115.900.000 59.352.856 5.950.000 24.538.467 2.649.916

183.826.825

208.391.239

105.231.420 10.410.562 20.075.868 11.841.606 13.185.334 628.986 2.000.000 1.357.441 6.244.021 4.910.412 1.732.637

98.575.463 9.173.191 22.445.176 16.441.460 45.048.136 0 2.000.000 7.682.209 7.095.428 7.514.054 792.661

177.618.287

216.767.778

6.208.538

(8.376.539)

3.239.679 (1.841.364) 531.965

3.905.122 (2.968.200) 159.848

1.930.280

1.096.770

8.138.818

(7.279.769)

Skýr. Rekstrartekjur Rekstrarstyrkir ríkissjóðs ���������������������������������������������������������������������������� Íslensk getspá ���������������������������������������������������������������������������������������������� Íslenskar getraunir ������������������������������������������������������������������������������������ Styrkir frá IOC/EOC ���������������������������������������������������������������������������������� Aðrar rekstrartekjur ����������������������������������������������������������������������������������

5 6 7

Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður ����������������������������������������������������������������������������������� Funda- og ferðakostnaður ������������������������������������������������������������������������ Nefndir og verkefni ������������������������������������������������������������������������������������ Íþróttamiðstöðin ���������������������������������������������������������������������������������������� Íþróttaleg samskipti, Afreks- og Ólympíusvið ������������������������������������������ Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 - undirbúningur �������������������������������������� Framlag í Verkefnasjóð ÍSÍ ������������������������������������������������������������������������ Íþróttaþing og formannafundur ���������������������������������������������������������������� Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar - Felix �������������������������������������������������� Annar rekstrarkostnaður �������������������������������������������������������������������������� Afskriftir ������������������������������������������������������������������������������������������������������

Hagnaður (tap) fyrir vexti �����������������������������������������������������������������

8 9 10 11 12 13

14

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Vaxtatekjur ������������������������������������������������������������������������������������������������ Vaxtagjöld og fjármagnstekjuskattur �������������������������������������������������������� Gengismunur ����������������������������������������������������������������������������������������������

HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS ���������������������������������������������������������������������

73


Efnahagsreikningur 31. desember 2014 EIGNIR 2014

2013

479.461.455 4.576.603 484.038.058

456.245.555 3.170.646 459.416.201

Eignarhlutar í félögum Íslensk getspá, hlutdeild í eigin fé ���������������������������������������������������������������

620.252.240

620.252.240

Fastafjármunir alls

1.104.290.298

1.079.668.441

Veltufjármunir Fyrirframgreiðslur ����������������������������������������������������������������������������������������� Viðskiptakröfur ��������������������������������������������������������������������������������������������� Handbært fé �������������������������������������������������������������������������������������������������

36.256 73.045.687 70.438.603

0 106.340.738 45.608.063

Veltufjármunir alls

143.520.546

151.948.801

EIGNIR SAMTALS ����������������������������������������������������������������������������������������

1.247.810.844

1.231.617.242

2014

2013

1.118.558.583

1.087.203.865

Eigið fé alls

1.118.558.583

1.087.203.865

Langtímaskuldir Íslenskar getraunir - skuldabréf �������������������������������������������������������������������

12.690.279

18.840.994

Langtímaskuldir alls

12.690.279

18.840.994

Skammtímaskuldir Ógreidd starfsmannagjöld ��������������������������������������������������������������������������� Lánadrottnar - viðskiptaskuldir ������������������������������������������������������������������� Næsta árs afborganir langtímalána ������������������������������������������������������������� Ógreiddir áfallnir vextir langtímalána ���������������������������������������������������������

12.460.510 97.407.350 6.345.139 348.983

11.267.409 107.564.084 6.280.332 460.558

Skammtímaskuldir alls

116.561.982

125.572.383

EIGIÐ FÉ OG SKULDIR SAMTALS ����������������������������������������������������������������

1.247.810.844

1.231.617.242

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir Fasteignir ������������������������������������������������������������������������������������������������������� Bifreiðar ���������������������������������������������������������������������������������������������������������

Skýr. 2

EIGIÐ FÉ OG SKULDIR

Eigið fé Óráðstafað eigið fé ���������������������������������������������������������������������������������������

3

Skuldir

74


ÁRSSKÝRSLA 2015

Sjóðstreymi ársins 2014 2014

2013

Afkoma ársins ������������������������������������������������������������������������������������������������������

8.138.818

(7.279.769)

Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á hreint veltufé: Verðbætur langtímalána �������������������������������������������������������������������������������� Afskriftir ����������������������������������������������������������������������������������������������������������

256.971 1.732.637

974.378 792.661

Veltufé frá rekstri (til rekstrar)

10.128.426

(5.512.730)

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur ������������������������������������������������������������������������������������������ Skammtímaskuldir ������������������������������������������������������������������������������������������

33.258.795 (9.075.208)

(44.262.960) 31.601.074

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar)

34.312.013

(18.174.616)

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: Bifreið �������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Viðbygging, byggingarkostnaður ������������������������������������������������������������������

(3.138.594) 0

0 (332.575)

Fjárfestingahreyfingar

(3.138.594)

(332.575)

Afborganir langtímalána ��������������������������������������������������������������������������������

(6.342.879)

(6.146.948)

Fjármögnunarhreyfingar

(6.342.879)

(6.146.948)

Breyting á handbæru fé ��������������������������������������������������������������������������������������

24.830.540

(24.654.139)

Handbært fé í ársbyrjun ������������������������������������������������������������������������������������

45.608.063

70.262.202

Handbært fé í árslok ������������������������������������������������������������������������������������������

70.438.603

45.608.063

Rekstrarhreyfingar

Áhrif fjárfestinga á handbært fé

Áhrif fjármögnunar á handbært fé

75


Skýringar 1. Reikningsskilaaðferðir og sérstakar skýringar

Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur ÍSÍ er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og gildandi reikningsskilareglur. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Hann byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum að því undanskildu að fasteignir eru eignfærðar á fasteignamati og viðbygging á kostnaðarverði. Ársreikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Skráning tekna Í uppsetningu rekstrarreiknings eru tekjur frá Íslenskri getspá sýndar að frádreginni ráðstöfun til sérsambanda, íþróttahéraða, útbreiðslustyrkja og Afrekssjóðs.

Ábyrgðarskuldbindingar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er ekki í ábyrgðum fyrir þriðja aðila. 2. Fastafjármunir

Fasteignir Í ársreikningi þessum eru fasteignir sambandsins eignfærðar á fasteignamatsverði og viðbygging milli húsa 1 og 2 á kostnaðarverði. Fasteignir eru þessar: Eignarhluti Engjavegur 6 - hús 2 �������������������������������������������������� Engjavegur 6 - hús 3 �������������������������������������������������� Engjavegur 6 - hús 4 �������������������������������������������������� Engjavegur 6 - tengibygging hús 3 og 4 �������������������� Engjavegur 6 - viðbygging hús 1 og 2 ����������������������

100% 100% 47%

Fasteignamat/ kostnaðarverð 80.469.200 198.918.600 152.203.700 7.743.000 40.126.955 479.461.455

Brunabótamat fasteignanna í árslok 2014 er kr. 618.157.000,-.

Eignarhlutir í félögum Eignarhluti ÍSÍ í Íslenskri getspá er eignfærður samkvæmt ársreikningi Íslenskrar getspár árið 2013, þar sem ekki liggur fyrir endurskoðaður ársreikningur Íslenskrar getspár 2014. Eignarhluti sambandsins í Íslenskri getspá er 46,67% . Hlutdeild í eigin fé er kr. 620.252.240,-.

3. Eigið fé Yfirlit um breytingar á eigin fé:

Eigið fé 1.1. ���������������������������������������������������������������� Endurmat á stofnfé Íslenskrar getspár �������������������� Breyting eignfærslu fasteigna ���������������������������������� Rekstrarafkoma ����������������������������������������������������������

2014

2013

1.087.203.865 0 23.215.900 8.138.818 1.118.558.583

848.078.093 229.511.971 16.893.570 (7.279.769) 1.087.203.865

4. Starfsmannamál Launakostnaður ársins 2014 sundurliðast þannig milli skrifstofu og sviða:

Vinnulaun ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������ Bifreiðastyrkir ������������������������������������������������������������������������������������������������������������ Launatengd gjöld og áfallið orlof ������������������������������������������������������������������������������ Endurgreiddur launakostnaður ��������������������������������������������������������������������������������

Meðalfjöldi starfsmanna á skrifstofu miðað við heilsársstörf

76

Skrifstofa 74.878.571 154.616 15.579.309 (10.000.000) 80.612.496 11,6

Nefndir og verkefni 22.436.411 267.224 4.360.380 0 27.064.015


ÁRSSKÝRSLA 2015

Skýringar SUNDURLIÐANIR 5.

Rekstrarstyrkur ���������������������������������������������������������������������������������������������������������� Styrkur vegna lyfjaeftirlits ���������������������������������������������������������������������������������������� Aðrir styrkir ����������������������������������������������������������������������������������������������������������������

Ráðstafað af heildartekjum: Heildartekjur frá ríkissjóði ���������������������������������������������������������������������������������������� Til sérsambanda �������������������������������������������������������������������������������������������������������� Ferðasjóður íþróttafélaga ������������������������������������������������������������������������������������������ Afrekssjóður �������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 ����������������������������������������������������������������������������������

6.

Ráðstafað af heildartekjum: Heildartekjur frá Íslenskri getspá ������������������������������������������������������������������������������ Til sérsambanda �������������������������������������������������������������������������������������������������������� Til íþróttahéraða �������������������������������������������������������������������������������������������������������� Afrekssjóður �������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Útbreiðslustyrkur ������������������������������������������������������������������������������������������������������ Viðbótararðgreiðsla til ÍSÍ v. eignarhlutdeildar ��������������������������������������������������������

113.700.000 11.600.000 0 125.300.000

103.700.000 11.600.000 600.000 115.900.000

385.300.000 (85.000.000) (85.000.000) (70.000.000) (20.000.000) 125.300.000

310.900.000 (70.000.000) (70.000.000) (55.000.000) 0 115.900.000

27.430.308 5.000.000 32.430.308

54.352.856 5.000.000 59.352.856

536.845.591 (166.693.353) (204.760.545) (42.547.642) (90.413.743) 0 32.430.308

515.915.554 (160.133.340) (196.702.481) (40.873.238) (86.855.639) 28.002.000 59.352.856

14.208.800 5.861.911 4.152.600 24.223.311

14.632.900 7.498.022 2.407.545 24.538.467

80.612.496 4.135.356 3.806.011 22.851.659 (6.174.102) 105.231.420

72.040.783 5.603.054 3.791.100 21.464.840 (4.324.314) 98.575.463

Styrkir frá IOC/EOC Skrifstofustyrkir ���������������������������������������������������������������������������������������������������������� Verkefnastyrkir ���������������������������������������������������������������������������������������������������������� Styrkir - Top V Program ��������������������������������������������������������������������������������������������

8.

2013

Íslensk getspá Hlutdeild í heildartekjum ������������������������������������������������������������������������������������������ Ósóttir vinningar ��������������������������������������������������������������������������������������������������������

7.

2014 Rekstrarstyrkir ríkissjóðs

Skrifstofukostnaður Laun og launatengd gjöld ������������������������������������������������������������������������������������������ Laun og launatengd gjöld vegna forseta ÍSÍ ������������������������������������������������������������ Sími og póstkostnaður ���������������������������������������������������������������������������������������������� Annar skrifstofukostnaður ���������������������������������������������������������������������������������������� Endurgreiddur skrifstofukostnaður ��������������������������������������������������������������������������

77


Skýringar 9.

2014

2013

5.986.892 3.284.145 1.139.525 10.410.562

5.300.506 2.439.895 1.432.790 9.173.191

40.683 11.996.620 6.775.923 1.262.642 20.075.868

3.462.672 12.879.001 5.626.096 477.407 22.445.176

7.356.787 6.505.564 16.317.782 (2.086.819) (16.251.708) 11.841.606

8.342.320 6.239.501 21.007.402 (2.896.049) (16.251.714) 16.441.460

6.178.645 2.817.571 14.300 460.430 3.714.388 13.185.334

(12.611.809) 7.692.633 44.195.776 0 5.771.536 45.048.136

Framlag frá ríkissjóði ����������������������������������������������������������������������������������������������� Styrkir frá IOC/EOC ������������������������������������������������������������������������������������������������� Aðrir styrkir ������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Tekjur alls

20.000.000 15.788.473 2.000.000 37.788.473

0 0 0 0

Laun og launatengd gjöld ��������������������������������������������������������������������������������������� Annar undirbúningskostnaður ������������������������������������������������������������������������������� Kostnaður alls

9.527.869 28.889.590 38.417.459

0 0 0

Nettó kostnaður �����������������������������������������������������������������������������������������������������

628.986

0

215.511 1.084.695 1.312.730 2.297.476 4.910.412

3.522.834 2.201.086 1.275.312 514.822 7.514.054

Funda- og ferðakostnaður Funda- og ferðakostnaður innanlands ���������������������������������������������������������������� Funda- og ferðakostnaður erlendis ���������������������������������������������������������������������� Ferðastyrkir ÍSÍ vegna alþjóðastarfs sérsambanda ����������������������������������������������

10. Nefndir og verkefni Þróunar- og fræðslusvið ���������������������������������������������������������������������������������������� Lyfjaeftirlit / heilbrigðisráð ������������������������������������������������������������������������������������ Almenningsíþróttasvið ������������������������������������������������������������������������������������������ Nefndir ��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������

11. Íþróttamiðstöðin Viðhald húsnæðis �������������������������������������������������������������������������������������������������� Fasteignagjöld �������������������������������������������������������������������������������������������������������� Annar rekstrarkostnaður �������������������������������������������������������������������������������������� Endurgreiddur kostnaður �������������������������������������������������������������������������������������� Húsaleiga ����������������������������������������������������������������������������������������������������������������

12. Íþróttaleg samskipti, Afreks- og Ólympíusvið Ólympíuverkefni - ólympíuleikar �������������������������������������������������������������������������� Ólympíuhátíð evrópuæskunnar ���������������������������������������������������������������������������� Smáþjóðaleikar - þátttaka Íslands ������������������������������������������������������������������������ Evrópuleikar ���������������������������������������������������������������������������������������������������������� Íþróttamaður ársins ����������������������������������������������������������������������������������������������

13. Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 - undirbúningur

14. Annar rekstrarkostnaður Móttaka gesta ��������������������������������������������������������������������������������������������������������� Gjafir og heiðursveitingar ������������������������������������������������������������������������������������� Endurskoðun og önnur sérfræðiþjónusta ������������������������������������������������������������� Ýmis annar kostnaður ���������������������������������������������������������������������������������������������

78


ÁRSSKÝRSLA 2015

Samanburður rekstrar við fjárhagsáætlun 2014 Áætlun

Niðurstöður rekstrar

Hlutfall

125.300.000 26.400.000 5.950.000 25.800.000 5.300.000 188.750.000

125.300.000 32.430.308 0 24.223.311 1.873.206 183.826.825

100,00% 122,84% 0,00% 93,89% 35,34% 97,39%

96.100.000 11.000.000 13.100.000 11.600.000 11.825.000 14.510.000 0 2.500.000 1.500.000 14.500.000 6.000.000 1.200.000 183.835.000

105.231.420 10.410.562 8.079.248 11.996.620 11.841.606 13.185.334 628.986 2.000.000 1.357.441 6.244.021 4.910.412 1.732.637 177.618.287

109,50% 94,64% 61,67% 103,42% 100,14% 90,87% 0,00% 80,00% 90,50% 43,06% 81,84% 144,39% 96,62%

Hagnaður (tap) fyrir vexti ���������������������������������������������

4.915.000

6.208.538

126,32%

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ��������������������������������

2.000.000

1.930.280

96,51%

HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS ���������������������������������������������

6.915.000

8.138.818

117,70%

Rekstrartekjur Rekstrarstyrkir ríkissjóðs ������������������������������������������������� Íslensk getspá ������������������������������������������������������������������ Íslenskar getraunir ���������������������������������������������������������� Styrkir frá IOC/EOC ���������������������������������������������������������� Aðrar rekstrartekjur ��������������������������������������������������������

Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður ��������������������������������������������������������� Funda- og ferðakostnaður ���������������������������������������������� Nefndir og verkefni ���������������������������������������������������������� Lyfjaeftirlit ������������������������������������������������������������������������ Íþróttamiðstöðin �������������������������������������������������������������� Íþróttaleg samskipti, Afreks- og Ólympíusvið ���������������� Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 - undirbúningur �������������� Framlag í Verkefnasjóð ÍSÍ ���������������������������������������������� Íþróttaþing og formannafundur �������������������������������������� Tölvukerfi íþróttahreyfingarinnar - Felix �������������������������� Annar rekstrarkostnaður ������������������������������������������������ Afskriftir ����������������������������������������������������������������������������

79


Yfirlit ÍSÍ og sérgreindra sjóða 2014 REKSTRARYFIRLIT ÍSÍ Rekstrartekjur Rekstrarstyrkir ríkissjóðs ������������������� Íslensk getspá ������������������������������������ Íslenskar getraunir ���������������������������� Styrkir frá IOC/EOC ���������������������������� Aðrar rekstrartekjur �������������������������� Rekstrargjöld Skrifstofukostnaður ��������������������������� Funda- og ferðakostnaður ���������������� Nefndir og verkefni ���������������������������� Íþróttamiðstöðin �������������������������������� Íþróttaleg samskipti �������������������������� Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 ���������� Framlag í Verkefnasjóð ÍSÍ ���������������� Íþróttaþing og formannafundur �������� Tölvukerfi íþróttahreyfingar - Felix ���� Annar rekstrarkostnaður ������������������ Afskriftir ���������������������������������������������� Hagnaður (tap) fyrir vexti ���������������� Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) ������� HAGNAÐUR (TAP) ÁRSINS ����������������

125.300.000 32.430.308 0 24.223.311 1.873.206 183.826.825 105.231.420 10.410.562 20.075.868 11.841.606 13.185.334 628.986 2.000.000 1.357.441 6.244.021 4.910.412 1.732.637 177.618.287 6.208.538 1.930.280 8.138.818

Sérgreindir sjóðir 167.500.000 42.547.642

Hlutdeild Ísl. getspá

Millifærslur

Samtals

536.845.591

(2.000.000) (74.977.950)

536.845.591

(76.977.950)

15.395.099 225.442.741

213.958.958

536.845.591

(76.977.950)

536.845.591

(76.977.950)

105.231.420 10.410.562 20.075.868 11.841.606 13.185.334 628.986 675.826.599 1.357.441 6.244.021 10.929.205 1.732.637 857.463.679

0

11.673.528 6.340.993 18.014.521

6.018.793 219.977.751 5.464.990 4.410.713 9.875.703

290.800.000 536.845.591 0 39.618.410 1.873.206 869.137.207

0

EFNAHAGSYFIRLIT Eignir Fastafjármunir Fasteignir ������������������������������������������ Bifreiðar ���������������������������������������������� Eignarhl. í Íslenskri getspá ����������������

479.461.455 4.576.603 620.252.240

479.461.455 4.576.603 620.252.240

Veltufjármunir Viðskiptakröfur ���������������������������������� Viðskiptareikningar ÍSÍ/sjóðir ������������ Handbært fé �������������������������������������� Eignir alls

70.409.495 2.672.448 70.438.603 1.247.810.844

13.495.481 220.896.879 234.392.360

1.118.558.583

132.140.386

(16.167.929) 0

(16.167.929)

70.409.495 0 291.335.482 1.466.035.275

Eigið fé og skuldir Eigið fé Óráðstafað eigið fé ����������������������������

1.250.698.969

Langtímaskuldir Íslenskar getraunir - skbr. ����������������

19.035.418

19.035.418

Skammtímaskuldir Ógreidd starfsmannagjöld ���������������� Viðskiptareikningar ÍSÍ/sjóðir ������������ Ógreiddir styrkir �������������������������������� Aðrar skuldir �������������������������������������� Eigið fé og skuldir alls

80

12.460.510 13.495.481 84.260.852 1.247.810.844

2.672.448 99.561.526 18.000 234.392.360

(16.167.929) 0

(16.167.929)

12.460.510 0 99.561.526 84.278.852 1.466.035.275


ÁRSSKÝRSLA 2015

Verkefnasjóður ÍSÍ Ársyfirlit 2014

2014

2013

2.000.000 4.536.110 2.369.197

2.000.000 0 3.111.197

8.905.307

5.111.197

1.875.000 (1.200.000) 0

2.742.000 (5.289.640) 0

675.000

(2.547.640)

7.030.307

2.369.197

Til ráðstöfunar Framlag frá aðalsjóði ÍSÍ ���������������������������������������������������������������������������������� Niðurfelldir eldri styrkir ������������������������������������������������������������������������������������ Óráðstafað 1.1. ������������������������������������������������������������������������������������������������

Ráðstafað Styrkveitingar �������������������������������������������������������������������������������������������������� Úthlutað - ógreitt ���������������������������������������������������������������������������������������������� Annar kostnaður ����������������������������������������������������������������������������������������������

Inneign hjá aðalsjóði ÍSÍ ��������������������������������������������������������������������������������

81


Afrekssjóður ÍSÍ Ársreikningur ársins 2014 Afrekssjóður ÍSÍ og Styrktarsjóður ungra og efnilegra íþróttamanna voru sameinaðir fjárhagslega frá og með 1. janúar 2014.

2014

Afrekssj./Sj.ungra 2013

42.547.642 78.000.000 15.395.099 3.627.822

40.873.238 55.000.000 13.969.236 3.891.882

139.570.563

113.734.356

114.040.000 (1.850.000) 15.395.099 2.000.000 535.500 198.890

92.020.000 (5.010.000) 13.969.236 0 895.692 261.900

130.319.489

102.136.828

9.251.074

11.597.528

Útistandandi kröfur ������������������������������������������������������������������������������������������� Fyrirfram greiddur styrkur ��������������������������������������������������������������������������������� Viðskiptareikningur ÍSÍ ��������������������������������������������������������������������������������������� Handbært fé �������������������������������������������������������������������������������������������������������

0 0 6.465.174 130.234.684

215.000 2.500.000 9.866.189 108.546.928

Eignir samtals

136.699.858

121.128.117

Óráðstafað eigið fé 1.1. ������������������������������������������������������������������������������������� Tekjur umfram gjöld �������������������������������������������������������������������������������������������

112.318.117 9.251.074

100.720.589 11.597.528

121.569.191

112.318.117

15.112.667 18.000

8.580.000 230.000

15.130.667

8.810.000

136.699.858

121.128.117

REKSTRARREIKNINGUR Rekstrartekjur Framlag frá Íslenskri getspá ������������������������������������������������������������������������������� Framlag mennta- og menningarmálaráðuneytis ��������������������������������������������� Framlag Ólympíusamhjálpar ����������������������������������������������������������������������������� Fjármunatekjur ���������������������������������������������������������������������������������������������������

Rekstrargjöld Styrkveitingar ����������������������������������������������������������������������������������������������������� Niðurfelldir eldri styrkir ������������������������������������������������������������������������������������� Styrkveitingar vegna Ólympíusamhjálpar ��������������������������������������������������������� Launa- og umsýslukostnaður ÍSÍ ����������������������������������������������������������������������� Fagteymi og ráðgjöf ��������������������������������������������������������������������������������������������� Kostnaður vegna funda ofl. �������������������������������������������������������������������������������

Tekjur umfram gjöld ������������������������������������������������������������������������������������������

EFNAHAGSREIKNINGUR Eignir

Eigið fé og skuldir Eigið fé

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir ������������������������������������������������������������������������������������������������� Ógreiddur kostnaður �����������������������������������������������������������������������������������������

Eigið fé og skuldir samtals

82


ÁRSSKÝRSLA 2015

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ Ársreikningur ársins 2014 2014

2013

2.500.000 173.587

2.500.000 176.281

2.673.587

2.676.281

2.500.000 51.250

2.500.000 35.000

2.551.250

2.535.000

122.337

141.281

Handbært fé �����������������������������������������������������������������������������������������������������

5.762.055

6.908.468

Eignir samtals

5.762.055

6.908.468

Óráðstafað eigið fé 1.1. ����������������������������������������������������������������������������������� Tekjur umfram gjöld �����������������������������������������������������������������������������������������

2.873.468 122.337

2.732.187 141.281

2.995.805

2.873.468

1.250.000 0 1.516.250

2.500.000 35.000 1.500.000

2.766.250

4.035.000

5.762.055

6.908.468

REKSTRARREIKNINGUR Rekstrartekjur Framlög ������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Fjármunatekjur �������������������������������������������������������������������������������������������������

Rekstrargjöld Styrkveitingar ��������������������������������������������������������������������������������������������������� Annar rekstrarkostnaður ���������������������������������������������������������������������������������

Tekjur umfram gjöld ����������������������������������������������������������������������������������������

EFNAHAGSREIKNINGUR Eignir

Eigið fé og skuldir Eigið fé

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir ����������������������������������������������������������������������������������������������� Ógreiddur kostnaður ��������������������������������������������������������������������������������������� Viðskiptareikningur ÍSÍ �������������������������������������������������������������������������������������

Eigið fé og skuldir samtals

83


Ferðasjóður íþróttafélaga Ársreikningur ársins 2014 2014

2013

85.000.000 609.304

70.000.000 401.528

85.609.304

70.401.528

81.998.859 3.000.000 233.153

66.990.991 3.000.000 223.399

85.232.012

70.214.390

377.292

187.138

Handbært fé �����������������������������������������������������������������������������������������������������

84.900.140

69.404.190

Eignir samtals

84.900.140

69.404.190

Óráðstafað eigið fé 1.1. ����������������������������������������������������������������������������������� Tekjur umfram gjöld �����������������������������������������������������������������������������������������

1.367.791 377.292

1.180.653 187.138

1.745.083

1.367.791

81.998.859 1.156.198

66.990.991 1.045.408

83.155.057

68.036.399

84.900.140

69.404.190

REKSTRARREIKNINGUR Rekstrartekjur Framlag ríkissjóðs ��������������������������������������������������������������������������������������������� Fjármunatekjur �������������������������������������������������������������������������������������������������

Rekstrargjöld Styrkveitingar ��������������������������������������������������������������������������������������������������� Umsýslukostnaður ������������������������������������������������������������������������������������������� Annar rekstrarkostnaður ���������������������������������������������������������������������������������

Tekjur umfram gjöld ����������������������������������������������������������������������������������������

EFNAHAGSREIKNINGUR Eignir

Eigið fé og skuldir Eigið fé

Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir ����������������������������������������������������������������������������������������������� Viðskiptareikningur ÍSÍ �������������������������������������������������������������������������������������

Eigið fé og skuldir samtals

84


Héraðssambandið Hrafna-Flóki Héraðssamband Bolungarvíkur Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssambandið Skarphéðinn

Sérsambönd ÍSÍ

Íþróttahéruð ÍSÍ

Sambandsaðilar ÍSÍ Akstursíþróttasamband Ísland Badmintonsamband Ísland Blaksamband Íslands Borðtennissamband Íslands

Héraðssamband Strandamanna

Dansíþróttasamband Íslands

Héraðssamband Vestfirðinga

Fimleikasamband Íslands

Héraðssamband Þingeyinga

Frjálsíþróttasamband Íslands

Íþróttabandalag Akraness

Glímusamband Íslands

Íþróttabandalag Akureyrar

Golfsamband Íslands

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

Handknattleikssamband Íslands

Íþróttabandalag Reykjanessbæjar

Hjólreiðasamband Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íshokkísamband Íslands

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttabandalag Suðurnesja

Júdósamband Íslands

Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga

Karatesamband Íslands

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

Keilusamband Íslands

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

Knattspyrnusamband Íslands

Ungmennasamband Borgarfjarðar

Kraftlyftingasamband Íslands

Ungmennasamband Eyjafjarðar

Körfuknattleikssamband Íslands

Ungmennasamband Kjalarnessþings

Landsamband hestamannafélaga

Ungmennasamband Skagafjarðar

Lyftingasamband Íslands

Ungmennasamband A-Húnvetninga

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands

Ungmennasambandið Úlfljótur

Siglingasamband Íslands

Ungmennasamband V-Húnvetninga

Skautasamband Íslands

Ungmennasamband V-Skaftafellssýslu

Skíðasamband Íslands Skotíþróttasamband Íslands Skylmingasamband Íslands Sundsamband Íslands Taekwondosamband Íslands Tennissamband Íslands


ÁRSSKÝRSLA

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

PRENTGRIPUR

R

M

HV

ERFISME

KI

141 776

ÍSÍ | ENGJAVEGI 6 | 104 REYK JAVÍK | WWW.ISI.IS

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

U


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.