ÍSÍ Fréttir nóvember 2016

Page 1

ÍSÍ

Fréttir

Nóvember 2016


Ávarp forseta Sýnum karakter Undanfarin ár hefur umræðan um íþróttir á Íslandi að miklu leyti snúist um góðan árangur íslensks afeksíþróttafólks. Allir eru sammála um að til þess að ná langt í íþróttum þurfi margir þættir að vinna saman og umgjörðin um íþróttafólkið þurfi að vera styrk, bæði faglega og félagslega. ÍSÍ stendur fyrir öflugu þróunar- og fræðslustarfi, oft í samstarfi við háskólana á Íslandi og/eða ýmsa hagsmunaaðila sem lagt geta til fagþekkingu og fróðleik sem lýtur að eflingu íþróttastarfs í landinu. Undanfarið ár hefur áherslan verið lögð á íþróttamanninn sjálfan og það sem þarf til í umhverfi hans til að hann blómstri og nái framförum og árangri. Gott hugarfar og góður liðsandi getur skipt höfuðmáli og markviss þjálfun andlegra þátta styrkir og eflir, bæði þegar horft er til íþróttalegra þátta en ekki síður til þátttöku í samfélaginu og í lífinu. Samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íslenskrar getspár, „Sýnum karakter“, byggir á hugmyndafræðinni um að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda líkt og líkamlega færni. Unnið er með markmiðasetningu, áhugahvöt, einbeitingu, sjálfstraust, félagsfærni og leiðtogaþjálfun, svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnið lifir svo áfram í gegnum vefsíðu þar sem safnað er í „verkfærakistu“ verkfærum fyrir þjálfara til að nýta við þjálfun íþróttafólks. Einnig var nýlega haldin metnaðarfull þriggja daga Íþróttavísindaráðstefna í Laugardalshöllinni undir heitinu „Frá unglingi til afreksmanns - Heilbrigð sál í hraustum líkama“ þar sem fjölmargir fyrirlesarar voru með áhugaverð erindi. Gríðarlegur kraftur er í íslenskri íþróttahreyfingu og hefur árangur afreksfólks okkar gefið iðkendum, þjálfurum og öllum þeim sem koma að starfi íþróttahreyfingarinnar mikla innspýtingu og hvatningu til að halda áfram því góða starfi sem unnið er um allt land og gera enn betur. Framundan eru spennandi tímar og vonandi tekst okkur vel upp við að hlúa að okkar frábæra efnivið, börnum og ungmennum, í framtíðinni svo að við höldum áfram veginn, bæði með bættri lýðheilsu þjóðarinnar og svo góðum árangri fyrir þá sem feta afreksbrautina.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ


Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtaka Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtaka var haldinn í Helsinki dagana 23.-25. september sl. Fundinn sóttu af hálfu ÍSÍ Lárus L. Blöndal forseti, Gunnar Bragason gjaldkeri, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreksog Ólympíusviðs ÍSÍ. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál er varða íþróttahreyfinguna, svo sem íþróttir og glæpi, innflytjendur og flóttafólk, afreksmiðstöðvar, stórir íþróttaviðburðir og konur í leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni svo eitthvað sé nefnt. Farið var yfir helstu verkefni hvers sambands fyrir sig og lagðar fram skýrslur um starfsemi sambandanna. Þessir samráðsfundir eru afar mikilvægir og gefa gott tækifæri til að skiptast á upplýsingum um málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur hélt fyrirlestur á fundinum sem bar yfirskriftina „Against all odds: Iceland‘s success in sports“ og fjallaði um eftirtektarverðan árangur Íslands í hópíþróttagreinum.

Á fundinum var samþykkt sameiginleg yfirlýsing sem hljóðar svo: „Við, norrænu íþróttasamtökin, samþykkjum að vinna saman gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Það er okkar meining að efla verði Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina (WADA) með sameiginlegu átaki óháðu íþróttasamtakanna, Lyfjaeftirlitssamtaka hverrar þjóðar (NADOS) og stjórnvalda til að tryggja áhrifaríkt lyfjaeftirlit og við lýsum okkur tilbúin til að styðja það starf. Sjálfstætt og einnig með samvinnu munum við vinna að því að efla stöðu kvenna í leiðtogastörfum í íþróttum, bæði hérlendis sem erlendis.“ Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfesti yfirlýsinguna á fundi sínum 13. október sl.

Norrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir Norrænir fulltrúar sambanda um fyrirtækjaíþróttir funduðu á Íslandi 30. september til 1. október. Á Norðurlöndunum eru sér sambönd um fyrirtækjaíþróttir en hér á Íslandi eru þær undir Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Verkefnin Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna eru dæmi um þau verkefni sem höfða til fyrirtækja og ÍSÍ á og sér um. Fundurinn var haldinn á Hótel Selfossi. Á fundinum var staða almenningsíþrótta og íþrótta innan fyrirtækja rædd, hvaða verkefni væru í gangi í löndunum og kæmu vel út. Öll Norðurlöndin áttu fulltrúa á fundinum, en fulltrúi Grænlands var sérstakur gestur á fundinum. Hver og einn fulltrúi var með kynningu um verkefni sín. Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ hélt erindi um verkefni sviðsins. Einnig hélt Líney Rut Halldórsdóttir erindi um uppbyggingu ÍSÍ. Fundargestir fóru í heimsókn í Tíbrá sem er félagsheimili UMF Selfoss. Þar tóku á móti þeim

Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri UMFS, Bragi Bjarnason, íþróttafulltúi Árborgar og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. Þeir fóru yfir fyrirkomulag íþróttastarfs Árborgar og hvernig hefur tekist til. Sveitafélagið Árborg býr yfir glæsilegri íþróttaaðstöðu og eru sveitarfélagið, UMFS og HSK að vinna frábært starf. Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis og Ólöf Kristín Sivertsen frá Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ komu og kynntu verkefnið Heilsueflandi samfélag. Fundurinn tókst mjög vel til og afar fróðlegt að sjá hvað aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera í tengslum við almenningsíþróttir. Næsti fundur verður haldin í Noregi á næsta ári.


Sýnum karakter Ráðstefnan

Verkefnið

Íþróttaog Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stóðu saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í HR 1. október 2016. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum.

Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.

Áherslan í íþróttaþjálfun hefur til þessa verið á Uppselt var á ráðstefnuna, sem fram fór í stórum líkamlega og tæknilega færni. Helsta markmið með fyrirlestrarsal í HR og komust færri að en vildu. verkefninu er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög Fyrirlesarar voru íþróttamenn og þjálfarar úr ýmsum til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að greinum félaga ÍSÍ og UMFÍ. Gestir á ráðstefnunni byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með komu að sama skapi úr ýmsum áttum og var gleðilegt þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og hvað þeir komu úr mörgum greinum. ungmenna. Þjálfun karakters barna og ungmenna í íþróttum gerir íþróttafélögum kleift að sinna hvort Á ráðstefnunni fjölluðu þau dr. Viðar Halldórsson, í senn uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, og dr.Hafrún því góðir karakterar eru vel í stakk búnir til að takast Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum. HR, um tilurð verkefnisins Sýnum karakter. Ráðstefnustjóri var Viðar Garðarsson. Erindi fluttu Sýnum karakter er viðbót við stefnu og annað þau Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur fræðsluefni íþróttahreyfingarinnar og byggir á því að með B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu, nokkru leyti. Þar er bætt við hagnýtum upplýsingum Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og og aðferðum sem þjálfarar geta nýtt sér í þjálfun landsliðsþjálfari í hópfimleikum, Pálmar Ragnarsson, barna og ungmenna með einföldum hætti. Verkefnið körfuknattleiksþjálfari yngri flokka KR með B.S. í er þó hvorki altækt né endanlegt. Þvert á móti er því sálfræði, Svanur Þór Mikaelsson, landsliðmaður í ætlað að þróast og dafna með framlagi þjálfara, og taekwondo, og Daði Rafnsson markaðsfræðingur annarra sem áhuga hafa, sem hafa tækifæri til að með UEFA A-gráðu og fyrrum yfirþjálfari yngri flokka koma með ábendingar og frekari fræðslupunkta inn Breiðabliks í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson, í verkefnið. Verkefnið Sýnum karakter er að þessu landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, sögðu hugsað sem upphaf að faglegri vinnu í þjálfun og Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og karakters en ekki sem endapunktur. félagsmálafræðum við HÍ, tóku svo þátt í fjörugum og gagnlegum pallborðsumræðum með þeim Viðari Markhópur verkefnisins Sýnum karakter er fyrst og fremst þjálfarar barna og ungmenna í íþróttum. og Hafrúnu. Gestir tóku virkan þátt í umræðunum. Mikilvægt er þó að allir sem koma að íþróttastarfi Erindin og pallborðsumræðurnar má sjá á vefsíðunni barna og ungmenna kynni sér innihald og áherslur www.synumkarakter.is. verkefnisins. Ef allir vinna saman að því að bæta og styrkja karakter ungu kynslóðarinnar þá verður framtíð þeirra, og okkar allra, enn bjartari og betri. Grunnhugmyndin að verkefninu kemur frá dr. Viðari Halldórssyni og Valdimari Gunnarssyni hjá UMSK. Á undanförnum misserum hefur verkefnið verið prófað og þróað innan UMSK og er nú svo komið að ÍSÍ og UMFÍ hafa tekið höndum saman um það að koma verkefninu á framfæri út í íþróttahreyfinguna. Sýnum karakter!


Styrktaraðilar Sýnum karakter


Íþróttavísindaráðstefna ÍSÍ Frá unglingi til afreksmanns hraust sál í heilbrigðum líkama Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama, fór fram dagana 13. - 15. október sl. í Laugardalshöll. Fókus ráðstefnunnar var á ungt íþróttafólk og hvernig hægt sé að standa eins vel að uppbyggingu þeirra og kostur er ásamt því að hafa heilsu þeirra og heilbrigði í forgangi. Heilbrigðisráð ÍSÍ stóð fyrir ráðstefnunni.

og endurkoma íþróttamanna“. Fyrst á svið var Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari og prófessor með erindið „Faraldsfræði og áhættuþættir áverka á fremra krossbandi í hné“. Hún sýndi áhorfendum niðurstöður áhugaverðra rannsókna á þessu sviði. Dr. Örnólfur Valdimarsson bæklunarskurðlæknir í Orkuhúsinu steig næstur á svið með erindið „Læknisfræðileg meðferð eftir slit á fremra krossbandi“. Hann sýndi Jón Arnar Magnússon hélt opnunarerindi ráð- myndbönd frá skurðaðgerðum, til að mynda á stefnunnar og talaði um íþróttareynslu sína og upp- krossbandi og liðþófa, og útskýrði vel hvernig slíkar lifun sína sem foreldri afreksbarna. Gauti Grétarsson aðgerðir fara fram. Haraldur Björn Sigurðsson tók við með erindið „Leitin að rassvöðvunum“, en doktorsnemi og með MSc í íþróttasjúkraþjálfun, Gauti hefur mikla reynslu á þessu sviði. Þessi tvö talaði um endurhæfingu eftir krossbandaslit í erindi erindi voru afar áhugaverð og margt hægt að læra sínu „Endurhæfing eftir krossbandaslit – Stignun af þeim. Báðir voru þeir sammála um að passa endurhæfingar og forsendur öruggrar endurkomu til þyrfti upp á það hvernig ungmenni í íþróttum æfa, íþróttaiðkunar“. bæði hvað varðar að æfa mögulega of mikið sem og hvernig æfingum er háttað. Eftir kaffihlé hófst málstofa þrjú sem einblíndi á forvarnir og góða þjálfun. Þá steig fyrst á svið Ragna Fyrsta málstofa föstudagsins bar heitið „Líkamsímynd Ingólfsdóttir Ólympíufari og badmintonkona með ungmenna“. Fyrst upp á svið var sálfræðingurinn erindi sitt „Impossible is nothing – að keppa með Sigurlaug Jónsdóttir en hún er einnig teymisstjóri slitið krossband á Ólympíuleikum“. Ragna sagði átröskunarteymis LSH. Erindi hennar bar heitið frá sinni reynslu af krossbandasliti og hvernig hún „Staðreyndir um átraskanir“. Sigurlaug útskýrði hvað æfði fyrir slysið og eftir slysið sem og eftir aðgerð. það að vera með átröskun þýðir fyrir manneskju, Næstur á svið var Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari, hegðun hennar og annarra í kringum hana. Næst og talaði hann um forvarnir krossbandameiðsla og á eftir henni steig á svið Guðlaug Þorsteinsdóttir skimanir. Síðastur þann daginn var Stefán Ólafsson, geðlæknir og ein af stofnendum átröskunarteymis sjúkraþjálfari, með erindið „Íþróttameiðsli eru LSH. Hún var með erindið „Að æfa eða ekki æfa“ sjaldnast óheppni – að tengja vísindin við færni og – átraskanir í íþróttum, sem varpaði skýru ljósi á forvarnaþjálfun unglinga“, sem var afar fróðlegt. Það vandann innan íþróttahreyfingarinnar. Petra Lind má með sanni segja að áheyrendur hafi farið fróðari Sigurðardóttir, sálfræðingur, hélt áfram á sömu heim að loknum degi. nótum með erindið „Átraskanir og líkamsímynd hjá íslensku íþróttafólki“. Að lokum fengu áheyrendur að Síðasta dag ráðstefnunnar, laugardaginn 15. október, heyra reynslusögu íþróttakonu, Birnu Varðardóttur, fóru fram tvær málstofur, „Endurheimt, svefn og sem nú nemur næringarfræði við HÍ. Hún hélt erindið næring“ og „Að koma inn í unglingalandslið. „Best „Í skjóli háleitra markmiða“, sem var afar áhugavert practice“ frá nokkrum sérsamböndum og umgjörð og fræðandi. yngri landsliða“. Önnur málstofa dagsins bar heitið „Fremra Fyrstur á svið var Dr. Erlingur Jóhannsson prófessor krossband – áverkar og áhrifaþættir – endurhæfing í HÍ með erindið „Þjálffræði, endurheimt og svefn“,


en í erindi hans kom fram nýjasta þekkingin á þessu sviði. Þar kom berlega í ljós að unglingar, hvort sem þau eru í íþróttum eða ekki, eru ekki að ná nægjanlegum svefni. Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í HÍ steig næst á svið með erindið „Næring íþróttafólks: Lykill að árangri og endurheimt “, en erindið var afar áhugavert og á vel við í dag þar sem úrval matar hefur aldrei verið meira og erfitt fyrir ungmenni að átta sig á hvað hentar best. Vandamálið er samkvæmt rannsóknum oftast að ungt íþróttafólk borði ekki nægjanlega mikið. Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari fór því næst yfir skipulagið í tengslum við ferðalög með tilliti til endurheimtar og hvíldar í sinni vinnu með Anítu Hinriksdóttur Íslandsmethafa í 800 metra hlaupi. Að lokum sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handknattleik frá Selfossi frá reynslu sinni í sambandi við hvíld og að ná að hvíla sig á milli æfinga. Hún stundaði tværi íþróttagreinar langt fram á unglingsár, bæði handbolta og hópfimleika. Álagið náði tökunum og hún handleggsbrotnaði. Þar fékk hún loksins hvíldina sem hún þurfti á að halda og síðan þá hefur hún verið meðvitaðri um endurheimt og hvíld. Sköpuðust ágætis umræður í kringum efnið og augljóst að þetta málefni hvílir á fólki í íþróttaheiminum.

Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sló botninn í málstofuna með erindinu „Faglegt afreksstarf“. Þau sérsambönd sem gáfu innsýn í „best practice“ úr starfinu sínu voru: Halldór Björnsson fjallaði um verkefnið Hæfileikamótun KSÍ. Sveinn Þorgeirsson og Jose Miguel Saavedra fóru yfir samstarf HR og HSÍ um mælingar landsliða HSÍ. Guðjón Einar Guðmundsson sjúkraflutningamaður og formaður heilbrigðisnefndar FSÍ fjallaði um tilgang og tilurð nefndarinnar og helstu verkefni. Landsliðsþjálfarinn í sundi, Jackie J. Pellerin, fór yfir langtíma skipulag og þróun íþróttafólks í sundi. Fulltrúi Blaksambandsins var Stefán Jóhannesson sem fór yfir þróun og sögu unglingalandsliða BLÍ og þá miklu jákvæðu þróun sem hefur orðið á starfinu með tilkomu nýs landsliðsþjálfara og öflugri miðstýringu í landsliðsstarfinu. Að lokum fór fram vinnustofa sem gerði tilraun til þess að svara spurningunum „Hvernig getum við eflt faglega umgjörð í íþróttastarfi á Íslandi?“ og „Aukin samvinna til sigurs?“ Vinnustofan gekk ágætlega og nokkur mjög góð svör komu fram, sem vert er að vinna með í framhaldinu. Niðurstöðurnar úr vinnustofunni verða gerðar aðgengilegar von bráðar. Einnig verða flestar af þeim glærum sem komu fram á ráðstefnunni aðgengilegar.

Tilgangur næstu málstofu var að draga fram það faglega starf sem unnið er innan sérsambanda Ráðstefnunni var stýrt af röggsemi og húmor Inga ÍSÍ í tengslum við uppvöxt einstaklinga í gegnum Þórs Ágústssonar sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ landsliðin. Það er greinilegt að mikil gróska á sér stað og er formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ. innan fjölmargra sérsambanda og svipaðar áherslur á uppbyggingu næstu kynslóða.


Norræna skólahlaupið Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og er haldið í 33. skipti í ár. Hlaupið var sett í Grunnskóla Sandgerðis 2. september, en skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu um árabil. Hlaupið var vel skipulagt af skólanum og tóku um 250 grunnskólanemendur þátt. Tveir afreksíþróttamenn, Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason og Ari Bragi Kárason Íslandsmethafi í 100m hlaupi, mættu í skólann og spjölluðu við eldri krakkana og hvöttu þau áfram í hlaupinu. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var með í för og vakti mikla lukku á meðal krakkanna. Eftir hlaupið bauðst eldri nemendum að fara í kapphlaup við Ara Braga og var nokkur fjöldi sem þáði það. Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá 63 skólum þátt í hlaupinu og hlupu til samans um 40 hringi í kringum landið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra. Í október voru dregnir út þrír skólar af þeim 50 sem tóku þátt í Norræna skólahlaupinu fyrir 30. september 2016 ásamt því að skila inn upplýsingum til ÍSÍ. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, hjálpaði til við að draga út skólana ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og Ragnhildi Skúladóttur sviðsstjóra fræðslumála. Skólarnir sem voru dregnir út og fá verðlaun voru Áslandsskóli í Hafnarfirði, Húnavallaskóli í Húnavatnssýslu og Ölduselsskóli í Reykjavík. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu. Enn er hægt að taka þátt í hlaupinu og fá viðurkenningarskjöl. Nánari upplýsingar á www.isi.is


Fyrirmyndarþjálfari miðlar reynslu sinni Sverre Mansaas Bleie, yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund Idrettslag, RIL, einum af stærstu klúbbum í Noregi, miðlaði af reynslu sinni um þjálfun karakters í gegnum íþróttir á hádegisfundi á vegum Sýnum karakter í október. Sverre hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Í erindi sínu lagði hann áherslu á hvernig þau hjá RIL vinna með að halda áhuga iðkandans á handbolta. Frá 13 – 14 ára aldri stendur krökkum í félaginu til boða að velja að æfa annað hvort með A hóp sem æfir 5 sinnum í viku eða B hóp sem æfir 2-3 sinnum í viku. Lykillinn að árangri félagsins er að gefa krökkum val og innri áhugahvöt þeirra heldur þeim lengur í íþróttum. Sverre fór einnig yfir mikilvægi þess að skapa náin persónuleg tengsl við iðkandann. Annar lykill í að viðhalda áhuga iðkanda væri að fá foreldra með, því áhugi þeirra og hvatning væri lykilatriði til þess að viðhalda áhuga iðkandans.

Fyrirlesturinn fór fram á norsku, en rætt var um efnið sem Sverre fór yfir á íslensku af og til í gegnum fyrirlesturinn. Það var góð mæting og augljóst að Íslendingar hafa áhuga á að heyra hvernig norskur þjálfari fer að því að ná jafn miklum árangri í þjálfun og Sverre hefur náð. Bein útsending af hádegisfundinum fór fram á Facebook síðu ÍSÍ.

Málþing um íþróttamann ársins Þann 2. nóvember fór fram hádegisfundur á vegum ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við val á Íþróttamanni ársins. Góð mæting var á fundinn en hann var einnig sýndur í beinni útsendingu á Facebook síðu ÍSÍ. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ opnaði fundinn en síðan héldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, og Hafrún Kristjánsdóttir lektor, og sviðsstjóri íþrótta-fræðasviðs HR stutt erindi. Eftir erindin var opnað fyrir umræður og spurningar úr sal og sátu Eiríkur og Hafrún fyrir svörum. Skapaðist mikil umræða um málefnið og ljóst er að fólk innan íþróttahreyfingarinnar hefur ákveðnar og mismunandi skoðanir um valið á Íþróttamanni ársins.

Sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem kjör sérsambanda ÍSÍ og íþróttanefnda ÍSÍ á íþróttamönnum og íþróttakonum ársins 2016 verður tilkynnt og kjöri SÍ um Íþróttamann ársins 2016 verður lýst, verður haldið 29. desember 2016 í salnum Silfurbergi í Hörpu.


Nýr samningur við Flugfélag Íslands ÍSÍ og Flugfélag Íslands hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið, sem nýst hefur íþróttahreyfingunni á landsvísu. Á því verður engin breyting á næstunni því að ÍSÍ og FÍ hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna, sem gilda mun í eitt ár. Samningurinn er aðgengilegur á vefsíðu ÍSÍ, undir efnisveitu. Fargjöld hækka ekki á milli samninga og skattar á sumum flugleiðum Flugfélagsins hækka aðeins lítillega. Helsta breytingin á milli ára felst í hækkun staðfestingargjalds og breytingagjalds. ÍSÍ hvetur íþróttahreyfinguna til að kynna sér innihald samningsins og nýta þær leiðir sem boðið er upp á. Það er von ÍSÍ að afsláttarfargjöldin nýtist hreyfingunni vel á komandi samningstímabili.

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður söluog markaðssviðs Flugfélags Íslands undirrituðu samninginn.

Styrkir Ólympíusamhjálpar vegna PyeongChang 2018 Ólympíusamhjálpin hefur úthlutað undirbúningsstyrkjum vegna Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018, en næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Kóreu í febrúar 2018. Skíðasamband Íslands hlaut styrki vegna sjö skíðamanna og er um að ræða styrki í allt að 16 mánuði, eða frá byrjun nóvember 2016 fram að lokum febrúar 2018. Styrkirnir nema rúmlega 1.000 bandaríkjadölum á mánuði vegna hvers þeirra auk þess sem að ferðastyrkur að upphæð 5.000 bandaríkjadölum stendur hverjum þeirra til boða á alpagreinar, Sævar Birgisson, Snorri Einarsson, Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga. tímabilinu. Á dögunum var undirritaður samningur við þrjá Um er að ræða eftirfarandi skíðamenn, sem stefna skíðamenn, þau Helgu Maríu, Sævar og Sturlu allir á að vinna sér þátttökurétt á leikunum 2018: Snæ. Einar Þór Bjarnason, formaður SKÍ, Lárus L. María Guðmundsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir, Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason, framkvæmdastjóri ÍSÍ voru viðstödd undirritunina.

Íþróttaþing 2017 73. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram í Gullhömrum í Reykjavík dagana 5.-6. maí 2017. Samkvæmt lagabreytingum sem gerðar voru á síðasta þingi er nú kosið um forseta til fjögurra ára og helmingsstjórnar til fjögurra ára og helmingsstjórnar til tveggja ára. Þingið verður auglýst betur þegar að nær dregur.


Heimsókn í Hafnarfjörð Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og starfssvæði þessi síðastliðinn þriðjudag. Fulltrúar frá tíu íþróttafélagum í Hafnarfirði, fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra ÍBH tóku á móti fulltrúum ÍSÍ og saman skoðaði hópurinn Íþróttamannvirki FH í Kaplakrika, íþróttamannvirki Knattspyrnufélagsins Hauka að Ásvöllum ásamt aðstöðu Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug, Fimleikafélagsins Bjarkar, Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar og Golfklúbbsins Keilis. Að skoðunarferðinni lokinni var snæddur kvöldverður í golfskála Golfklúbbsins Keilis. Íþróttastarf í Hafnarfirði er afar öflugt og fjölbreytt og framundan er enn frekari uppbygging íþróttamannvirkja í bænum.

Forseti ÍSÍ hefur farið í heimsóknir til íþróttahéraða víða um land síðustu tvö árin og kynnt sér íþróttastarfsemina á viðkomandi stað ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundað hefur verið með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar á hverjum stað ásamt fulltrúum sveitarfélaga. Áætlað er að heimsækja fleiri héruð á næstu mánuðum.


Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða: www.isi.is Myndasíða: www.myndir.isi.is Fésbók: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ Instagram: isiiceland Twitter: isiiceland Youtube: NOC Iceland ÍSÍ Vimeo: ÍSÍ Issue: Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands #isiiceland

Ólympíufjölskylda ÍSÍ

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 270 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 94 þúsund.

ÍSÍ Fréttir 2. tbl. 2016 Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir Myndir: Úr safni ÍSÍ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.