ÍSÍ Fréttir vor 2014

Page 1

1. TBL. 2014

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

ÍSÍ um allt land Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er langstærsta fjöldahreyfing Íslands. Innan hennar eru fjölmargar starfseiningar, 30 sérsambönd, 25 héraðssambönd og íþróttabandalög, um 430 félög og yfir 800 deildir. Fjöldi félagsmanna innan ÍSÍ er ríflega 160 þúsund og fjöldi iðkenda yfir 90 þúsund. Starf hreyfingarinnar er því augljóslega gríðarlega umfangsmikið og dreift um allar sveitir landsins. ÍSÍ hefur haft metnað til að halda góðum tengslum við alla anga hreyfingarinnar þó vissulega sé það auðveldara á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en í hinum dreifðu byggðum landsins. ÍSÍ hefur undanfarin ár haft starfsmann á Akureyri sem ásamt öðrum starfsmönnum og einnig stjórnarmönnum ÍSÍ hefur tryggt góð og öflug samskipti og samráð við hreyfinguna út um allt land. Framkvæmdastjórn ÍSÍ gerir sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þeirra fjölmörgu starfa sem unnin eru í hreyfingunni um land allt og þeim ólíku

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-

aðstæðum sem íþróttastarfinu eru búnar. Framkvæmdastjórnin telur mjög mikilvægt að forysta ÍSÍ þekki þessar mismunandi aðstæður og sjónarmið sem eiga þar við. Því hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ ákveðið að forseti og framkvæmdastjóri ásamt öðrum fulltrúum framkvæmdastjórnar og starfsmanna, leggi land undir fót nú í september og heimsæki sambandsaðila víðsvegar um landið. Haldnir verða fundir með fulltrúum hreyfingarinnar þar sem þeim gefst tækifæri til að koma á framfæri við stjórn og starfsfólk ÍSÍ, á sínum heimavelli, sjónarmiðum sínum og viðhorfum um íþróttastarfið og hvert skuli stefna í framtíðinni ásamt því að fulltrúar ÍSÍ kynni sín helstu stefnumál.

Á leið okkar milli funda munum við leitast við að stoppa í stutta stund á sem flestum stöðum og hitta okkar forystufólk og ef því verður við komið, að skoða þá umgjörð sem íþróttunum eru búnar á hverjum stað. Að okkar mati er gríðarlega mikilvægt fyrir forystu ÍSÍ að sækja forystumenn og starfstöðvar hreyfingarinnar á landsbyggðinni heim og kynnast frá fyrstu hendi þeirra stöðu og þörfum. Þá finnst okkur einnig mjög mikilvægt að hitta fyrir fulltrúa svæðanna saman og fá beint í æð þær hugmyndir og framtíðarsýn sem þar krauma og þá ekki síst um mögulega samstarfsmöguleika.

Hreyfitorg Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg á að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorgi er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu, svonefnds Hreyfiseðils. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Við erum ekki í vafa um að þessi nýbreytni muni verða forystu ÍSÍ til góðs og gera hana betur í stakk búna til að sinna hlutverki sínu. Við hlökkum til þessarar ferðar og vonumst til að sjá sem flesta. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ Kíktu á www.hreyfitorg.is


Smáþjóðaleikarnir 2015 Nú eru um níu mánuðir í Smáþjóðaleikana sem haldnir verða á Íslandi 1. – 6. júní 2015. Leikarnir eiga þá þrjátíu ára afmæli, en þeir voru fyrst haldnir í San Marínó 1985. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Við Íslendingar erum hvað stoltust af náttúru Íslands og íþróttafólkinu sem við eigum. Við búum yfir stórfenglegri náttúru sem er í senn einstaklega falleg og kröftug og glímu okkar við náttúruöflin þekkja allir vel. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Íþróttafólkið okkar býr yfir miklum krafti sem brýst út í æfingum og íþróttakeppnum og glímunni við andstæðinginn. Íþróttamyndirnar fanga augað og færa íþróttagreinarnar á óvenjulega staði íslenskrar náttúru en á sama tíma þá fegurstu. Náttúrumyndirnar hafa einnig beina skírskotun í umhverfisvæna stefnu leikanna og tengingu í merki leikanna sem sýnir eldfjall, hálendisöldu, grænan gróður, haf og ís. Sjö myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við

íþróttafólkið á myndunum og íþróttamönnum sem tekið hafa þátt í leikunum. Viðtölin má sjá á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 undir „Náttúrulegur kraftur“. Enn á eftir að birta fjórar myndir. Á fyrstu tveimur myndunum sem birtar voru má sjá Rafn Kumar spila tennis í Landmannalaugum og Örnu Stefaníu hoppa yfir hver nálægt Kröflu. Landmannalaugar er vinsæll ferðamannastaður á hálendi Íslands. Þar er mikill jarðhiti, heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða, stórfengleg náttúrufegurð og litríkt berg. Krafla er

megineldstöð nálægt Mývatni. Á Kröflusvæðinu er háhitasvæði með leir og gufuhverum. Síðasta gos í Kröflu var 1984, en Krafla hefur gosið 29 sinnum. Á næstu tveimur myndum sem birtar voru má sjá Þormóð júdókappa glíma í hrauninu nálægt Kirkjubæjarklaustri og Söru Rún spila körfuknattleik við Svartafoss. Kirkjubæjarklaustur er vinsæll ferðamannastaður í fögru umhverfi við Lakagíga, Eldgjá og Skaftafell. Þar er Svartifoss, einn af vinsælustu stöðunum til að skoða þar. Fossinn er umlukinn dökku stuðlabergi, sem hefur verið arkitektum innblástur til dæmis við hönnunina á Hallgrímskirkju og á Þjóðleikshúsinu. Á fimmtu myndinni má sjá Önnu Sólveigu slá golfkúlu ofan í hver við jarðhitasvæði í Krýsuvík. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar

Smáþjóðaleikarnir Heimasíða,Facebook, Instagram og Twitter Það verður mikið að gerast hjá fremsta íþróttafólki landsins fram að Smáþjóðaleikum. Hægt er að fylgjast með leið þeirra á leikana, æfingum, keppnum og daglegu lífi í gegnum samskiptamiðlana Facebook, Instagram og Twitter. Fylgdu þeim og fylgstu með undirbúningnum frá byrjun.

má sjá gufustróka stíga til himins og sjóðandi leirhveri sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum. Næstu tvær myndir voru birtar þann 5. ágúst þegar að 300 dagar voru í leika. Þar má sjá Írisi Evu skotfimikonu að miða á Hvítserk og Ólaf Garðar fimleikamann standandi á höndum við Fjaðrárgljúfur. Hvítserkur er einstakur 15 metra hár brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar. Hann stendur rétt í flæðamálinu, hvítur af fugladriti, sem skýrir nafn klettsins. Fjaðrárglúfur er mikilfengleg náttúrusmíð, vestan við Kirkjubæjarklaustur. Gljúfrið varð til fyrir um það bil níu þúsund árum á síðjökulstíma. Fjaðrá fellur fram af heiðarbrúninni í fallegu móbergsgljúfri. Fjaðrárgljúfur er á náttúruminjaskrá. Tvær myndir verða birtar til viðbótar þegar að 200 dagar eru í leika og síðustu tvær myndirnar þegar að 100 dagar eru í leika.

www.iceland2015.is Facebook: Smáþjóðaleikar 2015 Instagram og Twitter: isiiceland


1. TBL. 2014

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna 2015 Aðalfundur Smáþjóðaleikanna og fundur Tækninefndar leikanna fóru fram á Íslandi 16. og 17. maí. Á fundina mættu fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum 2015. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og núverandi forseti Smáþjóðaleikanna, stýrði

aðalfundinum. Formaður Tækninefndar Smáþjóðaleika, JeanPierre Schoebel frá Mónakó, stýrði fundi nefndarinnar ásamt framkvæmdastjóra Smáþjóðaleika, Angelo Vicini frá San Marínó. Á fundunum var ítarlega farið yfir öll

atriði sem tengjast leikunum. Farið var í skoðunarferð í íþróttamannvirkin sem notuð verða á leikunum og á hótelin sem gist verður á og ýmis atriði varðandi íþróttagreinar og mannvirki rædd.

Líney, Óskar, Frímann og Sævar

Helga Steinunn og Óskar

skýrslu á þeim umsóknum sem henni bárust frá borgum sem sóttu um fyrr á þessu ári. Greininguna framkvæmdi vinnuhópur, skipaður af IOC, sem samanstóð af sérfræðingum um Ólympíuleika. Hópurinn mat hverjir möguleikarnir væru á því fyrir hverja borg að halda Ólympíuleikana 2022 og takast vel til. Tæknilegt mat var byggt á

fjölda viðmiðana, meðal annars á því hvernig leikvangar í borginni eru, samgöngur, gisting og öryggi.

Allur hópurinn

Vetrarólympíuleikarnir 2022 Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) hefur samþykkt að borgirnar Osló (Noregur), Almaty (Kasakstan) og Peking (Kína) færist frá stigi umsækjenda um Vetrarólympíuleikana 2022 í stig þeirra borga sem koma til greina í samkeppninni um að halda leikana. Framkvæmdastjórnin byggði ákvörðun sína á greiningu og

Íslenskir dómarar Alþjóðafimleikasambandið (FIG) valdi í vor þau Hörpu Óskarsdóttur og Anton Þórólfsson til að dæma á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Nanjing í ágúst og er það frábær viðurkenning fyrir íslenska fimleika. Anton var einnig meðal dómara í áhaldafimleikum á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Singapore 2010.

Borgirnar sem koma til greina hafa fram í janúar 2015 til þess að skila inn sínum endanlegu umsóknum. Þann 31. júlí 2015 mun IOC velja borgina og tilkynnt verður um úrslitin.

Brons á Ólympíuleikum ungmenna Ólympíuleikar ungmenna fóru fram í Nanjing í Kína 16.—28. ágúst sl. Ísland átti keppendur í knattspyrnu drengja auk þess sem að sundfólkið Kristinn Þórarinsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir unnu sér inn þátttökurétt á leikana. Þá átti Ísland einn ungan sendiherra á leikunum, Bjarka Benediktsson, en hann var einnig í hlutverki aðstoðarfararstjóra og aðstoðaði knattspyrnuliðið á leikunum. Knattspyrnulið Íslands var í riðli með Hondúras og Perú. Ísland vann Hondúras 5:0, en tapaði fyrir Perú 2:1. Ísland tapaði síðan í undanúrslitum fyrir S-Kóreu 3-1 í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma. Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar 4-0 í leik um þriðja sætið og Íslendingar því með bronsverðlaun á Ólympíuleikum ungmenna. Kristinn og Sunneva stóðu sig einnig nokkuð vel á leikunum. Kristinn synti 50m, 100m og 200m baksund og 200m fjórsund. Sunneva synti 400m og 800m skriðsund.


Miðnæturgolf Golf verður á meðal íþróttagreina á Smáþjóðaleikunum 2015. Það er í fyrsta sinn sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Einnig verður golf á meðal þátttökugreina á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Golf er orðið afar vinsælt á Íslandi, með 16.500 skráða iðkendur. Yfir 10% þjóðarinnar spilar golf að minnsta kosti einu sinni á ári, eða um 35.000 manns. 65 golfvellir eru víðsvegar á landinu, þar af sautján 18 holu vellir. Talað er um að golftímabilið sé um fimm mánuðir á Íslandi, en sumir sjá sér leik á borði að lengja það með því að spila golf á nóttunni. Já, miðnæturgolf er nokkuð vinsælt á sumrin, enda sólin á lofti nánast allan sólarhringinn.

Hjólreiðasamband Íslands

1. TBL. 2014

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) var haldið þann 20. júní sl. Forseti ÍSÍ, Lárus Blöndal, flutti ávarp og setti þingið. Stjórn sambandsins til tveggja ára skipa David Robertsson, sem kjörinn var formaður sambandsins, Albert Jakobsson, Arnar Geirsson, Sigurgeir Agnarsson og Þorgerður Pálsdóttir. Í varastjórn voru kjörin Hákon Hrafn Sigurðsson, Jens Viktor Kristjánsson og Jón Oddur Guðmundsson. Formanni HRÍ, David Robertsson, var í tilefni af stofnþinginu færður blómvöndur og Landssamband hjólreiðamanna gaf HRÍ hjólreiðabjöllu að gjöf. Hjólreiðaíþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Með stofnun Hjólreiðasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 30 talsins.

Hjólað í vinnuna 2014 Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna var í gangi frá 7.-27. maí. 567 vinnustaðir skráðu 1.248 lið til leiks með 9.145 liðsmenn og 487 lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina. Alls voru hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. Hjólað í vinnuna fer næst fram 6. – 26. maí 2015. Hægt er að skoða myndir og úrslit á www.hjoladivinnuna.is Kristín Lilja verkefnastjóri ÍSÍ og Kristján Þór

Ólympíudagurinn Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Íþróttasambönd um allan heim héldu Ólympíudaginn hátíðlegan og þúsundir manna tóku þátt. Ólympísku gildin vinátta, virðing og að gera sitt besta voru í hávegum höfð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman. ÍSÍ tók þátt í Ólympíudeginum og heimsótti fjölmarga staði. Má þar nefna Skýjaborgir frístundaheimili í Vesturbæ Reykjavíkur, Álfheima frístundaheimili í Breiðholti, Íþróttaskólann í Laugardal, Borgarnes, Hólmavík, Tígrisbæ frístundaheimili í Grafarvogi, Íþróttafélagið Hauka, ýmis frístundaheimili sem komu saman við Kringlumýri og Klettaskóla í Öskjuhlíð.

KSÍ stóð fyrir vítaskyttukeppni, Hafnaog mjúkboltafélag Reykjavíkur stóð fyrir kynningu á hafna- og mjúkbolta ásamt amerískum fánabolta. ÍSÍ fékk íþróttafólk með í för; Helenu Sverrisdóttur körfuknattleikskonu, Rögnu Ingólfsdóttur badmintonspilara og Ólympíufara, Þormóð Jónsson júdókappa og Ólympíufara. Íþróttafólkið fræddi krakkana um hvað þarf að gera til þess að verða afreksmaður í sinni íþrótt, um almennt heilbrigði og að gera ávallt sitt besta. Að því loknu var farið með hópinn í körfuknattleik, badminton, keilu, hlaup, júdó og fleiri íþróttir.

Þormóður Jónsson

Helena Sverrisdóttir

Þórarinn Alvar verkefnastjóri ÍSÍ og Ragna Ingólfsdóttir


Skipulagt íþróttastarf Dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur kynnti niðurstöður framhaldsskólakönnunar R&g á hádegisfundi ÍSÍ þann 13. maí, en í spurningalistanum voru spurningar sem lúta að ánægju unglinga með íþróttafélagið, þjálfarann, aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu. Einnig voru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu, námsárangur, andlega og líkamlega heilsu og sjálfsmynd.

eftir því sem krakkar stunda íþróttir með íþróttafélagi oftar í viku því ólíklegri eru þau til að neyta vímuefna.

Kom í ljós mikil ánægja unglinga með störf íþróttafélaga og það er staðfesting á því góða starfi sem unnið er um allt land. Hlutverk þjálfara og ábyrgð hans í uppeldi iðkenda er ótvírætt og skiptir því sköpum hvaða áherslur hann leggur í starfi sínu. Einnig kom í ljós að unglingar sem stunda íþróttir með íþróttafélagi meta líkamlega og andlega heilsu sína betur og eru með betri sjálfsmynd eftir því sem þau æfa meira og telja sig í betri líkamlegri þjálfun en þau sem æfa lítið eða ekkert. Þeim finnst þau sterkari, hamingjusamari og eru ánægðir með líf sitt.

Í máli Viðars kom fram að íþróttastarf væri misjafnt og forvarnargildi íþróttastarfs ólíkt þar sem forvarnargildi skipulags íþróttastarfs eins og þekkist á Íslandi væri mun meira en í íþróttastarfi utan íþróttafélaga. Það sem helst skiptir máli í skipulögðu starfi er að það er reglumiðað, undir handleiðslu þjálfara, í umhverfi sem á sér sögu, hefðir og viðmið og með mikilli aðkomu foreldra á meðan að óskipulagða starfið skortir oft allt þetta. Þessar niðurstöður staðfesta að jákvæðar afleiðingar íþróttaiðkunar með íþróttafélagi halda áfram eftir að grunnskólanum lýkur og út framhaldsskólann.

Þegar skoðuð eru tengsl íþróttaiðkunar og vímuefnaneyslu þá kemur fram að

Forvarnargildi íþrótta utan skipulegs íþróttastarfs er mun minna og virkar það t.d. öfugt þegar horft er til áfengisneyslu, sem þýðir að eftir því sem unglingurinn stundar íþróttir utan skipulegs íþróttastarfs oftar í viku því líklegri er hann til að hafa neytt áfengis á síðustu 30 dögum.

Nýir Starfsmenn ÍSÍ réð Rögnu Ingólfsdóttur í starf verkefnastjóra kynningarmála og Birgi Sverrisson í starf verkefnastjóra lyfjamála í vor. Bæði þekkja þau íþróttahreyfinguna vel, Ragna var fremsta badmintonkona Íslands um langt áraskeið og keppti m.a. á tvennum Ólympíuleikum og Birgir hefur starfað við íþróttir hér og erlendis. Örvar Ólafsson, sem gegnt hefur starfi vekefnastjóra lyfjamála um árabil, hefur skipt um starfsvettvang hjá ÍSÍ og mun nú sinna verkefnum á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ.

Líney Rut og Ragna Ingólfsdóttir

58 ÁR FRÁ FYRSTA LEIKNUM Þann 15. júní árið 1956 fór fyrsta landslið Íslands í handknattleik kvenna, þrettán stúlkur, í keppnisferð til Noregs á vegum ÍSÍ. Landsliðið spilaði fyrsta landsleik sinn við Norðmenn þann 19. júní á Bislettleikvanginum í Osló. Árlega frá árinu 1966 hittist þess föngulegi hópur kvenna og heldur daginn hátíðlegan, þær borða saman og rifja upp skemmtilegar minningar. Þær hafa til dæmis farið til Osló saman og þegið heimboð á Bessastaði frá Vigdísi

Finnbogadóttur þáverandi forseta Íslands. Að þessu sinni þáðu þær boð Líneyjar Rutar, framkvæmdastjóra ÍSÍ, og hittust á Café Easy í Laugardalnum. Liðið lék mjög vel í sínum fyrsta landsleik, en það nægði ekki til sigurs. Leikurinn endaði 10:7 fyrir Norðmönnum. Stúlkurnar dvöldu níu daga í Noregi og kepptu þar fjóra daga í röð, en héldu síðan áfram á Norðurlandameistaramótið í Finnlandi, sem þá var haldið í áttunda sinn. Íslenska kvennalandsliðið endaði í fjórða sæti á mótinu, en unnu Finna 6:5.

Allur hópurinn árið 1956

Þessi ferð markaði tímamót í sögu íslenskrar íþróttahreyfingar. Í nóvember sama ár voru konurnar í fyrsta kvennalandsliði Íslands í handknattleik heiðraðar með landsliðsmerki ÍSÍ. Það var síðan sumarið 1964 sem íslenska kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari í handknattleik, en mótið var þá haldið á Laugardalsvellinum.


1. TBL. 2014

Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum Birtar hafa verið nýjar síður á heimasíðu ÍSÍ sem sýna nöfn allra íslenskra keppenda á Ólympíuleikum frá 1908, annars vegar á Sumarólympíuleikum og hins vegar á Vetrarólympíuleikum. Listinn er einfaldur og skýr og loksins hægt að sjá nöfn allra íslenskra keppenda á síðu ÍSÍ. Ísland átti fyrst kepanda á Ólympíuleikunum í London 1908. Ísland tók ekki þátt í Ólympíuleikum 1924, 1928 og 1932 vegna slæms efnahagsástands. Síðan 1936 hafa Íslendingar tekið þátt í öllum leikum nema vetrarleikunum í Japan 1972.

Ólympíufarar á Andrésar andarleikum Andrésar Andarleikarnir fóru fram dagana 23. - 26. apríl. Um 700 börn á aldrinum 6-15 ára voru skráð til leiks í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum. Veðrið lék við þátttakendur og aðstæður voru mjög góðar. Ólympíufarar sem kepptu á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir og Sævar Birgisson mættu á svæðið og gáfu keppendum áritaðar myndir (Helga María Vilhjálmsdóttir var fjarverandi vegna keppni erlendis). Ásamt því veittu Ólympíufararnir verðlaun og fylgdust með keppendunum á mótinu. Ólympíufararnir vöktu mikla lukku á meðal þátttakenda á leikunum.

Lífshlaupið Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og geta einstaklingar skráð sig til leiks hvenær sem er. Sem hvatningu veitir Íþrótta- og Ólympíusambandið brons-, silfur-, gullog platínumerki í verðlaun til þeirra sem náð hafa ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Átaksverkefni Lífshlaupsins fara næst fram 4.-24. febrúar 2015. Nánar á:

www.lifshlaupid.is

Ólafur E. Rafnsson útnefndur Heiðursfélagi FIBA Europe 47. ársþing FIBA Europe, Evrópska körfuknattleikssambandsins, var haldið í München 16. maí. Cyriel Cooman, sem tók við forsetaembætti FIBA Europe í kjölfar andláts Ólafs E. Rafnssonar 19. júní 2013, ávarpaði þingið og minntist Ólafs. Sagði hann fráfall Ólafs hafa verið mikinn missi fyrir FIBA Europe, körfuknattleik og íþróttahreyfinguna í heild.

Þingfulltrúar, sem voru ríflega 100, risu allir úr sætum til heiðurs Ólafi og samþykktu einróma að útnefna Ólaf sem Heiðursfélaga FIBA Europe. Gerður Guðjónsdóttir ekkja Ólafs og börn þeirra veittu viðurkenningunni móttöku.

Ólafur E. Rafnsson


1. TBL. 2014

ÍSÍ á Twitter og Instagram

Góð þátttaka í kvennahlaupinu Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 25. skipti laugardaginn 14. júní. Þema ársins í ár var að benda á mikilvægi hreyfingar fyrir alla. ÍSÍ hvatti konur á öllum aldri til þess að setja sér markmið og hefja undirbúning 5 vikum fyrir hlaup. Martha Ernstdóttir sjúkraþjálfari og áhugamanneskja um heilbrigðan og skynsamlegan lífsstíl, útbjó æfingaáætlanir og annað stuðningsefni sem allir gátu nýtt sér, byrjendur og lengra komnir. Ýmsir göngu- og hlaupahópar tóku þátt í verkefninu með ÍSÍ.

Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 85 stöðum út um allt land og á um 20 stöðum í 12 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1500 í Mosfellsbæ, 500 á Akureyri og um 600 konur erlendis.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er komið á Twitter og Instagram undir ÍSÍ @isiiceland. Hvetur ÍSÍ vini sína og fylgjendur að fylgja sambandinu á þessum samfélagsmiðlum.

Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 10 km Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman. Að þessu sinni var Sigríður Axels Nash elsti þátttakandinn sem tók þátt í hlaupinu í Garðabæ. Sigríður er fædd árið 1919 og er því 95 ár gömul. Sígríður fékk grip sem ÍSÍ og Stjarnan gáfu til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskonu Kvennahlaupsins. Íþrótta- og Ólymíusamband Íslands þakkar konum fyrir þátttökuna í ár sem og síðustu 25 ár. Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á www.sjova.is

Verkefnið Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna keppast um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er í gangi 10.-16. september. Nánar á:

www.hjolumiskolann.is

Göngum í skólann Verkefnið Göngum í skólann, fer fram dagana 10. september til 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Nánar á:

www.gongumiskolann.is

Evrópuleikarnir í Baku 2015 Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan, 12. - 28. júní 2015. Þegar að eitt ár voru í að leikarnir yrðu settir var því fagnað með flugeldasýningu og hátíðarhöldum við ströndina í Baku. Á þessum tíma fór fundur fararstjóra fram í Baku og sóttu hann fulltrúar allra Ólympíunefnda Evrópu. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru þeir Andri Stefánsson og Örvar Ólafsson, starfsmenn Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Á fundinum var farið yfir öll helstu atriði sem snúa að framkvæmd þessara fyrstu Evrópuleika, en á þeim verður keppti í 19 íþróttagreinum og í allt 27 keppnisgreinum. Íþróttafólk getur tryggt sig inn á

Ólympíuleikana í Ríó í níu keppnisgreinum; bogfimi, frjálsíþróttum, strandblaki, hjólreiðum, skotfimi, sundi, borðtennis, taekwondo og þríþraut. Reiknað er með um 6.000 keppendum á þessa leika og má búast við að Ísland eigi keppendur í fjölmörgum greinum. Nú þegar hefur verið staðfestur fjöldi keppenda í áhaldafimleikum og mun Ísland eiga þar þrjá keppendur í kvennaflokki og einn í karlaflokki. Næstu mánuðir munu skera úr um hvaða aðrar íþróttagreinar verða með íslenskri þátttöku, en úrtökumót og alþjóðlegir stigalistar ráða þar mestu.

www.baku2015.com #Baku2015


Heimsókn til ísí Patrick Baumann, framkvæmdastjóri FIBA, heimsótti nýverið ÍSÍ og körfuknattleiksforystuna á Íslandi, en hann situr einnig í Alþjóðaólympíunefndinni. Hann var á Íslandi í einkaerindum. Patrick var mjög góður vinur fyrrverandi forseta ÍSÍ, Ólafs E. Rafnssonar. Hann hélt stuttan blaðamannafund í samvinnu við KKÍ meðan á dvölinni stóð. Á myndinni eru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ, Patrick Baumann og Hannes Jónsson formaður KKÍ.

Góð næring— betri árangur Bókin Góð næring - betri árangur í íþróttum og heilsurækt eftir Fríðu Rún Þórðardóttur kom út í júlí. Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir og aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringatengda þekkingu sína óháð íþróttagrein eða getustigi. Í bókinni eru hagnýtar leiðbeiningar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringafræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta einnig haft gagn og gaman af bókinni. Bókin mun án efa nýtast vel í þjálfaramenntun ÍSÍ. Bókin er gefin út af Iðnú útgáfu með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíusamhjálp IOC. Höfundurinn, Fríða Rún, næringa- og íþróttanæringafræðingur, hefur frá 11 ára aldri stundað frjálsar íþróttir og götuhlaup og keppti með landsliði Íslands í frjálsíþróttum samfellt frá árinu 1989-2010. Hún hefur aðstoðað fjölmargt íþróttafólk og almenning í starfi sínu hjá ÍSÍ, Landspítala Háskólasjúkrahúsi og World Class. Hægt verður að kaupa bókina hjá Iðnú og í öðrum bókabúðum.

Mynd mánaðarins Þessi mynd var tekin á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Íslandi í júní árið 1997. Guðrún Arnardóttir, frjálsíþróttakona og Ólympíufari, vann fern gullverðlaun og þar af þrenn síðasta keppnisdaginn á leikunum og var með flest verðlaun einstaklings í frjálsíþróttakeppninni. Hún var í 1. sæti í 400m hlaupi á tímanum 55.05sek. Hún var einnig í 1. sæti í 100m grindarhlaupi á 13.20sek. og 200m hlaupi á 23.66sek. Einnig var hún í sigursveit Íslands í 4x100m hlaupi. Guðrún komst eftirminnilega í úrslit í 400m grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, fyrst íslenskra hlaupara, og náði þar 7. sæti á tímanum 54.63sek. Hún lagði hlaupaskónna á hilluna eftir Ólympíuleikana árið 2000.

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 240 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 86 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 1. tbl. 2014 ● Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal ● Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ● Myndir: Úr safni ÍSÍ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.