ÍSÍ Fréttir mars 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

3. TBL. 2011

MARS

VERUM UPPBYGGILEG Í íþróttum er reynt að starfa eftir ákveðnum gildum – sem í senn eru samfélagslega mikilvæg og hafa reynst vænleg til íþróttalegs árangurs. Meðal þessa er að læra að taka tapi, og raunar ekki síður hvernig á að höndla sigur. Afreksmaður í íþróttum er tæknilega vel þjálfaður og þarf að hafa persónuleika til að fara með sína hæfileika. Virðing fyrir andstæðingum jafnt sem eigin hæfileikum og takmörkum er nauðsynlegur þáttur til að ná árangri.

Ábyrgðin er mikil. Skjólstæðingarnir eru að stóru leyti æska landsins – framtíð þjóðarinnar. Íslensk íþróttahreyfing er – og á að vera – í fararbroddi jákvæðrar uppbyggingar samfélagsins. Afreksfólkið okkar er fyrirmynd hins uppbyggilega hugarfars sem íslenskt samfélag þarf á að halda. Það er okkar hlutverk að koma því á framfæri við æsku landsins, og landsmenn alla. Þetta hlutverk íþróttahreyfingarinnar hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú.

Keppni í íþróttum kallar meira en margt annað fram tilfinningar á borð við reiði og gleði. Það er okkur eðlislægt, hvort heldur við erum þátttakendur eða áhorfendur. Þessar tilfinningar þurfa ekki að vera óeðlilegar eða varhugaverðar – málið snýst fremur um það hvernig menn höndla þær til árangurs. Þar kemur til stórt hlutverk leikstjórnenda og þjálfara, auk hugarfars viðkomandi íþróttamanns.

Stöndum saman – sendum uppbyggileg skilaboð til samfélagsins.

Vel má vera að keppandi sem missir einbeitingu vegna reiði, og sóar orku sinni í að nöldra yfir dómgæslu allan leikinn, fái útrás fyrir tilfinningar sínar – og vel má vera að hann hafi eitthvað til síns máls um réttmæti sinnar reiði. En íþróttalegi árangurinn verður einfaldlega ekki sá sami. Hér er mikilvægt að forgangsraða rétt. Það er einkenni afreksíþróttafólks að halda yfirvegun og einbeitingu – og það er einkenni klókra þjálfara að virkja tilfinningar sinna leikmanna til árangurs. Þessi orð eru hér sett fram ekki síst í samhengi við vaxandi neikvæða umræðu í íslensku samfélagi í kjölfar efnhagshruns. Ekki skal gert lítið úr því að margir hafa haft tilefni til reiði – en samhengið hér er hvort stundum sé ekki nóg komið – hvort ekki sé skynsamlegra að líta til framtíðar og uppbyggingar árangurs. Hvort ekki sé ráð að draga lærdóm af okkar afreksíþróttafólki og yfirvinna mótlætið – hversu réttlætanleg sem reiðin að baki því kann annars að vera. Virkja tilfinningarnar frekar til að

ná markmiðum til framtíðar en að rífa niður vegna fortíðar. Það getur vissulega verið nauðsynlegt að líta annað slagið í baksýnisspegilinn til þess að skilja hvaðan við erum að koma til að ákvarða hvaða leið er farin til framtíðar. En þar sem við getum ekki breytt atburðarrás fortíðar er varhugavert að dvelja of lengi við liðna tíð umfram þann lærdóm sem við drögum af mistökum. Afreksíþróttafólk sem nær ekki að yfirstíga tap síðasta tímabils mun ekki ná sigrum á því næsta. Síðasta tímabil er liðið hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það gilda sambærileg lögmál á sviði stjórnunarstiga íþróttahreyfingarinnar. Hvar sem við erum stödd í pýramídanum, frá leikmanni til þjálfara, frá þjálfara til stjórnar félags, frá félagi til sérsambands eða íþróttahéraðs, eða þaðan til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Á öllum þessum stigum þurfum við að gæta vel að því að beina orkunni að uppbyggingu til framtíðar – setja niður allar óþarfa deilur, hlúa hvert að öðru og virkja okkar félagsmenn með jákvæðum hætti til árangurs á öllum sviðum. Ef við lítum til hugarfars afreksíþróttamannsins og þjálfarans – að ná fram því besta úr hverjum þátttakanda og stefna einbeitt að þeim markmiðum sem við setjum okkur – þá mun okkur farnast vel.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

MEÐAL

EFNIS:

 Miðasala London 2012  Lífshlaupið 2011  Íþróttaþing 2011

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-


MIÐASALA — LONDON 2012 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar

síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til

HÖNNUNARSAMKEPPNI

London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Á myndinni handsala Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair samkomulagið.

LEIKAR 2011

Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni á nýjum verðlaunapeningum fyrir fyrstu vetrarólympíuleika ungmenna sem verða í Innsbruck, Austurríki árið 2012. Nú gefst áhugasömum tækifæri á að koma nafni sínu og hönnun í sögubækurnar. Hægt er að senda inn hönnunina fram til miðnættis þann 29. apríl 2011 (CET). Sigurvegarinn hlýtur VIP ferð til Innsbruck 2012 á setningarhátíðina, eftirprentun af verðlaunapeningnum, ásamt miðum inn á keppnisviðburði. Þá verður haldin athöfn til heiðurs sigurvegaranum þar sem honum/henni eru veitar þakkir fyrir sitt framlag til leikanna. Kosið verður í opinni netkostningu frá 4 maí 2011 til 30 júní 2011 úr innsendum tillögum og búinn til topp tíu listi. Að lokum kemur dómnefnd til með að dæma úr þessum topp tíu lista, einn sigurvegara. Frekari upplýsingar eru á heimasíður ÍSÍ, www.isi.is

SMÁÞJÓÐALEIKAR EVRÓPU

30. MAÍ – 4. JÚNÍ

ÓLYMPÍUHÁTÍÐ EVRÓPUÆSKUNNAR

24.– 29. JÚLÍ


3. TBL. 2011

LÍFSHLAUPIÐ 2011 Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2011 fór fram föstudaginn 25. febrúar sl. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ ávarpaði gesti og veitti verðlaun til sigurliða ásamt Gesti G. Gestssyni, forstjóra Skýrr. Ávaxtabíllinn sá um hollar og ferskar veitingar fyrir þá sem mættu og smökkuðust þær vel að vanda. Heildarfjöldi þátttakenda jókst á milli ára um 23% og var nú 16.499 en var árið 2010 13.337. 10.910 tóku þátt í vinnustaðakeppninni og 4.705 í hvatningarleik grunnskólanna. 834 einstaklingar eru að skrá stig inn í einstaklingskeppnina. 1.432 lið frá 432 fyrirtækjum tóku þátt í vinnustaðakeppninni og 340 bekkir frá 40 skólum tóku þátt í hvatningarleiknum. Sú tegund hreyfingar sem var vinsælust meðal þátttakenda var ganga með 24,40%, líkamsrækt með 14,95%, hlaup með 3,97% og skíði með 3,41%. Samstarfsaðilar Lífshlaupsins eru: mennta- og menningarmálaráðuneytið,velferðarráðuneytið, Lýðheilsustöð, Rás 2, Skýrr og Ávaxtabíllinn.

Á meðfylgjandi mynd eru nemendur og kennarar frá Víkurskóla, en nemendurnir þar urðu í fyrsta sæti í sínum flokki og kennararnir í 2. sæti í hlutfalli daga og 3. sæti í hlutfalli mínútna í sínum flokki.

ALMENNINGSÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR 2011 4.– 24. MAÍ

4. JÚNÍ

ANDLÁT — SIGURÐUR MAGNÚSSON Sigurður Magnússon, Heiðursfélagi ÍSÍ og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, lést sunnudaginn 27. mars sl. 82 ára að aldri. Sigurður hóf starfsferil sinn í íþróttahreyfingunni liðlega tvítugur, sem fyrsti framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir árin hjá ÍBR helgaði Sigurður sig viðskiptum og kaupmennsku um áratuga skeið en réð sig svo sem skrifstofu- og útbreiðslustjóra ÍSÍ árin 1971 til 1980. Árin 1981 til 1985 var hann framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en áhugi hans á málefnum íþróttahreyfingarinnar var alltaf til staðar og árið 1985 réðst hann til ÍSÍ sem framkvæmdastjóri. Því starfi gegndi hann til starfsloka.

Sigurður gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. M.a. var hann formaður Kaupmannasamtaka Íslands 1961 til 1967 og formaður Óháða safnaðarins 1967 til 1984. Þá var Sigurður fyrsti formaður Íþróttasambands fatlaðra 1979 og beitti sér mjög í starfi samtakanna. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Sigurðardóttur, og tvo uppkomna syni, Sigurð Rúnar og Jóhann. Með Sigurði er genginn ötull og góður liðsmaður íþróttahreyfingarinnar, sem markaði spor sín í starfsemi samtakanna með hagsmuni hreyfingarinnar að leiðarljósi.

ÍSÍ sendir fjölskyldu Sigurðar Magnússonar og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir farsæla og gefandi samleið. Útför Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. apríl nk.


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 200 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 3. tbl. 2011 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ

STARFSSKÝRSLUSKIL Í FELIX Sambandsaðilar eru minntir á að skila þarf starfsskýrslum til ÍSÍ vegna starfsársins 2010 fyrir 15. apríl nk. Opið er fyrir skilin á www.felix.is Aðstoð er veitt á skrifstofu ÍSÍ vegna skila á starfsskýrslum.

70. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ 2011 GULLHÖMRUM Í GRAFARHOLTI 8.– 9. APRÍL NK. Föstudagur 8. apríl

Laugardagur 9. apríl

Kl. 15:30

Þinggögn afhent

Kl. 10:00

Kl. 16:30

Setning íþróttaþings

Þingstörf hefjast að nýju – þingmál afgreidd

Kl. 12:00

Hádegisverður

Kl. 13:00

Kosning til embættis forseta ÍSÍ Kjör til framkvæmdastjórnar ÍSÍ Þingmál afgreidd

Kl. 16:00

Þingslit

Kl. 19:00

Kvöldverður – Gullhömrum Grafarholti

Kaffihlé Kl. 17:30 Kl. 18:00 Kl. 18:45 Kl. 19:30

Skýrsla stjórnar og reikningar Lagðar fram tillögur þingsins og þeim vísað í nefndir Kynnt framboð til forseta, framkvæmdastjórnar og varastjórnar Þingnefndir starfa - Íþróttamiðstöðin í Laugardal

MYND MÁNAÐARINS Þingfulltrúar á 46. Íþróttaþingi ÍSÍ 1952.

AFMÆLISDAGAR 26. mars KSÍ— stofnað 1947, 64 ára

30. mars USAH— stofnað 1912, 99 ára

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.

www.isi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.