ÍSÍ Fréttir júní 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

6 TBL. 2011

JÚNÍ/JÚLÍ

ÓLYMPÍUDAGURINN 2011 Afmælisdagur Alþjóðaólympíunefndarinnar var þann 23. júní. Víða um heim var dagurinn haldinn hátíðlegur og meðal annars á Íslandi. Íþróttafélögin, Fjölnir, Þróttur, Haukar, Ármann, Skylmingafélag Reykjavíkur og ÍR voru meðal þeirra er héldu upp á daginn með fjölbreyttum hætti. Hjá mörgum af þessum félögum var krökkum boðið upp á íþróttasstöðvar og jafnvel hlaupið með Ólympíukyndil. Hér til hliðar má sjá mynd af ungum iðkanda hjá Haukum sem hljóp með kyndil í kyndilhlaupi Hauka. Einnig var almenningi boðið að kíkja í heimsókn hjá ÍR og í Laugardalinn þar sem fólki gafst kostur á að sjá bílasýningu frá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA, spreyta sig í krakkablaki, keilu, skylmingum, tennis og skotíþróttum. Rathlaupsfélagið Hekla var með kynningu á rathlaupi auk þess sem að danssýning fór fram við Laugardalslaug. Ólympíudagurinn er haldinn í samstarfi við íþróttahreyfinguna og Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Um kvöldið fór svo fram Miðnæturhlaup Powerade þar sem tóku rúmlega 1.500 manns þátt. Hlaupið er framkvæmt af Íþróttabandalagi Reykjavíkur og er í umsjón frjálsíþróttadeilda Fjölnis og Ármanns. Frekari upplýsingar um hlaupið eru á heimasíðunni www.marathon.is

SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ 2011

MEÐAL

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn laugardaginn 4. júní sl. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis.

 Smáþjóðaleikar 2011

Um 5.000 konur hlupu í Garðabænum, 1.700 í Mosfellsbæ, sem er um 400 fleiri en í fyrra, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 20 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.

EFNIS:

 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ  Ólympíudagurinn  Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert.

SIDE-


EFNAHAGSREIKNINGUR MANNAUÐS Íþróttahreyfingin leitast reglulega við að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda og almennings hversu mikilvægur hlekkur í starfsemi hreyfingarinnar er fó lg inn í s tarf i s jálfboð aliða – einstaklinga sem á ýmsum forsendum hafa dregist inn í heillandi heim heilbrigðs félagsskapar, þar sem fólk kemur saman af fúsum og frjálsum vilja að afloknum vinnudegi til þess að leggja hönd á plóg við skipulag íþróttastarfsemi. Eru þau störf fjölbreytt, og endurspegla fjölbreytt starf íþróttahreyfingarinnar allt frá afreksmiðuðu starfi í toppi pýramídans til uppbyggingar og æskulýðsstarfs í grasrótinni – og fela jafnframt í sér afar ólíka verkþætti sem inna þarf af hendi, hvort heldur störfin felast í skipulagningu mótahalds og viðburða, uppröðun auglýsingaspjalda, setu í stjórnum nefnda og ráða, ráðningu leiðbeinenda og þjálfara, færslu bókhalds, úrskurðum ágreiningsmála eða öðrum þeim verkum sem til falla á stóru heimili. Það sem er sameiginlegt með iðkun íþrótta og þátttöku í sjálfboðaliðastarfinu er hinn mikli fjölbreytileiki starfseminnar – það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi – en á sama tíma er sameiginlegur hinn vanmetni félagsandi sem virkar sem lím á trúnað og tryggð þeirra sem snúa saman bökum í þágu síns félags. Bakgrunnur sjálfboðaliðanna er fjölbreyttur, hvort sem viðkomandi var þátttakandi sjálfur í íþróttum, foreldri, stuðningsaðili eða einfaldlega áhugasamur einstaklingur með sterka félagskennd.

Annað sem einkennir bæði íþróttaþátttöku og félagsstarf er fullkomið stéttleysi. Enginn er spurður hversu efnaður hann er, hvaða pólitísku skoðanir hann hefur, hver trú hans er, menntun eða þjóðfélagsstaða. Enginn er verðmætari en það framlag sem hann leggur af mörkum sem félagi í hreyfingunni. Allar stéttir samfélagsins njóta þess að starfa hlið við hlið á jafnréttisgrundvelli. Það gleymist stundum að sjálfboðaliðar íþróttahreyfingarinnar eru að leggja af mörkum endurgjaldslausa samfélagsþjónustu – þjónustu sem alltof oft er vanmetin þegar fjallað er um opinber framlög til starfseminnar – þjónustu sem í flestum öðrum geirum samfélagsins er rekin af launuðum opinberum starfsmönnum. Það gleymist stundum líka að til eru fyrirtæki í okkar samfélagi sem eru afar vinveitt íþróttahreyfingunni og kappkosta að styðja beint og óbeint við starfsemi hennar – bæði með beinum styrkjum og fjárframlögum, en ekki síður með aðgangi að starfsfólki og leyfum fyrir sjálfboðaliða. Þeim fyrirtækjum ber að hampa meira en gert hefur verið. Á síðasta Íþróttaþingi lagði undirritaður til að íþróttahreyfingin fari með skilmerkilegum hætti að skrásetja framlög sjálfboðaliða. Til þess höfum við bæði tækjabúnað og tölvukerfi. Tilgangur með slíku er einkum tvíþættur. Annarsvegar að leiða raunverulega í ljós umfang og verðmæti sjálfboðaliðastarfseminnar fyrir íþróttahreyfinguna og samfélagið

SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ 2011

í heild – og hinsvegar að leggja grunn að því að veita umræddum aðilum verðskuldaðar viðurkenningar fyrir sín framlög. Það er löngu tímabært að huga betur að því. Tillagan felur í sér að til framtíðar verði stefnt að því að einingar íþróttahreyfingarinnar skili tvennskonar reikningsskilum – annarsvegar hefðbundnum fjármunareikningsskilum, en hinsvegar efnhahags- og rekstrarreikningi mannauðs hreyfingarinnar. Þann hagvöxt sem þar er að finna getur engin fjármálakreppa eða ákvörðun stjórnvalda tekið frá okkur. Það ánægjulegasta fyrir undirritaðan er að njóta þess að vera í fyrirsvari fyrir þennan gríðarstóra hóp sjálfboðaliða sem samfélag okkar getur verið stolt af. Það eru forréttindi sem ég er þakklátur fyrir. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ


6. TBL. 2011

SMÁÞJÓÐALEIKAR—LIECHTENSTEIN 2011 14. Smáþjóðaleikar Evrópu fóru fram í Liechtenstein 30. maí til 5. júní sl. Að þessu sinni voru 95 íslenskir keppendur í öllum 10 íþróttagreinunum sem keppt var í á leikunum. Þær voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, blak, strandblak, skvass og hjólreiðar. Alls vann Ísland til 68 verðlauna á leikunum sem er lægsta hlutfall

íslenskra verðlauna á leikunum frá upphafi. Af þessum 68 verðlaunum vann sundliðið til rúmlega 60% verðlauna okkar, eða 42 verðlaun af 68, þar af 14 af 20 gullverðlaunum. Hefur sundliðið aðeins tvisvar áður unnið til fleiri verðlauna á Smáþjóðaleikum. Lúxemborg var sterkur andstæðingur að þessu sinni og stóð sig betur en oft áður. Þá voru Kýpurbúar sérstaklega

ÓLYMPÍUDAGURINN 2011 Þann 23. júní var dagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi og eru meðfylgjandi myndir frá nokkrum þeirra viðburða sem fóru fram í tilefni dagsins, m.a. hjá Haukum, ÍR og í Laugardalnum. Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu Ólympíudagsins.

sterkir í frjálsíþróttunum, og var þeirra lið skipað 44 keppendum meðan íslenska liðið taldi 14. Glæsilegir sigrar unnust þó í júdó, skotfimi og frjálsíþróttum, svo fátt eitt sé nefnt.

Verðlaunaskipting

G

S

B

1

Kýpur

32

30

20

2

Lúxemborg

30

15

27

3

Ísland

20

23

25

4

Malta

8

12

9

5

Liechtenstein

6

10

11

6

Mónakó

6

9

14

7

Svartfjallaland

4

2

2

8

Andorra

3

7

5

9

San Marinó

3

4

11


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 200 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 85 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 6. tbl. 2011 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ

ÓLYMPÍUHÁTÍÐ EVRÓPUÆSKUNNAR

LEIKAR 2011

Dagana 24. til 29. júlí fer fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í borginni Trabzon í Tyrklandi. Allar Ólympíunefndir Evrópu senda sínar sterkustu keppendur til leiks en aldur keppenda er 15-18 ára. Frá Íslandi taka þátt keppendur í fimleikum pilta og stúlkna, frjálsíþróttum, sundi, hjólreiðum, júdó og tennis og telur hópurinn 22 keppendur, 2 dómara í fimleikum og 13 fylgdarmenn í hlutverki þjálfara, flokksstjóra, sjúkraþjálfara og fararstjóra. Stór hluti hópsins heldur utan þann 20. júlí og dvelur í nokkurra daga æfingabúðum með Finnum og Dönum áður en keppnin hefst. Gist verður í Ólympíuþorpi sem er heimavist háskólans í borginni, en hluti hennar er nýbyggður, eins og flest allir keppnisstaðir. Ljóst er að Tyrkir leggja mikið í að aðstaða verði sem best fyrir keppnina sjálfa og þátttakendur. Hægt er að fá frekari upplýsingar um Ólympíuhátíðina á heimasíðu hennar, www.trabzon2011.org

ÓLYMPÍUHÁTÍÐ EVRÓPUÆSKUNNAR

24.– 29. JÚLÍ

MYND MÁNAÐARINS Þann 29. júní 1951 átti sér stað merkilegur atburður í íþróttasögu Íslands. Íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði lið Svía á Melavellinum 4-3 og sama dag fór fram þriggja landa keppni í frjálsíþróttum á Bislet í Osló. Þar sigraði íslenska liðið Norðmenn og Dani. Á myndinni má sjá hluta landsliðsins sem keppti í frjálsíþróttum þennan dag í Osló: Haraldsson, Ásmundur Bjarnason, Eiríkur Haraldsson, Hörður Hafliðason og Viktor Munch.

Guðmundur Lárusson, Hörður

AFMÆLISDAGAR 11. júní HSÍ — stofnað 1957, 54 ára 23. júní SKÍ — stofnað 1946, 65 ára 28. júní UÍA — stofnað 1941, 70 ára USVH — stofnað 1931, 80 ára 29. júní KLÍ— stofnað 1992, 19 ára

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.

www.isi.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.