ÍSÍ Fréttir apríl 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

4. TBL. 2011

APRÍL

Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011 Meðal efnis:

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mennta og menningamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Formaður UMFÍ, Helga Guðjónsdóttir, ágætu þingmenn, Heiðursfélagar ÍSÍ, góðir þingfulltrúar og aðrir gestir,

 Íþróttaþing 2011  Lagabreytingar  Samþykktar tillögur

Ég býð ykkur velkomin til Íþróttaþings.

 Hjólað í vinnuna 2011

Við höldum nú Íþróttaþing í annað sinn síðan hrun varð í íslensku efnahagslífi á haustmánuðum 2008. Þetta hefur verið tímabil fjárhagslegra þrenginga, óvissu og skerðingar ýmissa lífsgæða sem við höfðum fram að þeim tíma talið sjálfsögð. Íslensk íþróttahreyfing er beinn þolandi þessa ástands – og sú fjárfesting forvarna og mannauðs sem byggst hefur upp á aldarlangri starfsemi hreyfingarinnar hefur laskast. Á sama tíma er aðdáunarvert að fylgjast með æðruleysi og aðlögun ykkar sem starfa í grasrót íþróttahreyfingarinnar. Þótt vissulega gæti reiði gagnvart skilningsleysi stjórnvalda hefur hreyfingin einbeitt sér að því að gæta að sínum félagsmönnum – og hlúð að kjarna grasrótarstarfsins. Hið pýramídalagaða stjórnkerfi íþróttahreyfingarinnar er sá styrkur sem heldur starfseminni saman. Mikilvægt er fyrir okkur að rjúfa ekki þá samstöðu, og gæta vel að því að þótt við störfum í einum hluta pýramídans þá eru aðrir hlutar hans nauðsynlegir. Afreksfólkið okkar dregur vagninn sem fyrirmyndir fyrir æsku landsins – og varpar kastljósi athygli á árangur ástundunar skipulegs íþróttastarfs. En með sama hætti þá falla íþróttastjörnur

 Smáþjóðaleikar 2011  Tölfræði 2009  Afreksstefna ÍSÍ

ekki af himnum ofan – heldur eru þær uppskera umfangsmikils starfs í neðri hluta pýramídans – grasrót hreyfingarinnar. Þetta er varhugavert að slíta í sundur – en ógnir steðja að því jafnvægi sem ríkt hefur. Aukið fjármagn innan atvinnuíþrótta erlendis hefur að nokkru raskað því jafnvægi. Mikilvægt er að fjármagn skili sér inn í íþróttahreyfinguna, en renni ekki í gegnum hana til hagsmunaaðila sem hafa jafnvel ekki íþróttastarfsemi sem aðalmarkmið. Í því samhengi má nefna ólöglega veðmálastarfsemi og viðskiptalegt eignarhald á íþróttafélögum. Ef ekki verður spyrnt við fótum kunna að opnast dyr fyrir skipulagða glæpastarfsemi – sem gjarnan er fylgifiskur fjármunamyndunar. Þessi ógn kann að verða til staðar hér á landi sem erlendis ef ekki verður brugðist við.

Við ættum að hafa lært að virða ekki að vettugi blikkandi aðvörunarljós. Við þurfum að huga að fjárhagslegri ábyrgð með þeim hætti að ungmennaog uppbyggingarstarf framtíðar verði aldrei veðsett eða skuldsett. Við megum ekki láta kapphlaup um markaðsstarfsemi leiða til þess að íþróttaeiningar eyði fjármunum

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-


Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011, frh. af bls. 1 umfram tekjur, til útgjalda sem ekki fela í sér virðisauka fyrir íþróttalegt starf. En hér er ábyrgð stjórnvalda jafnframt mikil. Auk þess að veita atbeina sinn að því að spyrna við ólögmætum áhrifum á íþróttastarfsemi er nauðsynlegt að grundvöllur hinnar frjálsu íþróttastarfsemi sé styrktur með þeim hætti að stjórnunareiningar hennar hafi burði til að takast á við þessar ógnir – svo ekki sé minnst á burði til þess að standa undir skipulagningu hins mikla endurgjaldslausa sjálfboðaliðastarfs sem grundvallar forvarnir og grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar. Hér hafa núverandi stjórnvöld því miður algerlega brugðist. Þrátt fyrir fjölmarga fundi með stjórnvöldum hafa engar lausnir verið boðnar. Það skal tekið fram að samskipti við menntamálaráðherra og fjárveitingavald hafa verið afar góð – en nær fullkomlega árangurslaus. Auðvitað erum við meðvituð um efnahagsástand og niðurskurð. En ef litið er til forgangsröðunar innan ráðuneytis íþróttamála þá hefur verið myndarlega bætt í framlög til annarra þátta menningar á sama tíma og framlög ríkisvaldsins til íþróttamála hafa verið skorin inn að beini. Við munum öll eftir því að í sömu viku og Íþróttaþing var haldið fyrir 2 árum voru framlög til listamannalauna hækkuð myndarlega – þau ein nema nú u.þ.b. helmingi hærri fjárhæð en framlög ríkisins til íþróttahreyfingarinnar á fjárlögum. Sambærilegur sjóður íþróttahreyfingarinnar – Afrekssjóður ÍSÍ – fær nú 24,7 milljónir á fjárlögum, eða rúmlega 5% af heildarframlögum til listamannalauna. Hefur sá sjóður rýrnað umtalsvert að verðgildi og er nú innan við helmingur að raunvirði frá því menntamálaráðuneytið gerði síðast samning við ÍSÍ um þann sjóð árið 2003. Þetta er auðvitað vert að hafa í huga næst þegar við fögnum Evrópu- eða Ólympíumeisturum með íslenska fánann á brjóstinu. Niðurskurður á hóflegum rekstri skrifstofu ÍSÍ hefur verið mikill – en á sama tíma hafa bæst umtalsverð gjöld

á hreyfinguna í formi tryggingargjalds og annarra skattahækkana. Okkur þykja það ekki góð skilaboð til að grundvalla hið mikla samfélagslega verðmæta starf sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar. Okkur þykir það ekki góð fjárfesting að vannýta það starf sem margfaldar hverja krónu sem til þess er lagt. Það virðist stundum gleymast að menn eru ekki að biðja um framlög í eigin þágu – heldur til þess að eiga þess kost að starfa í endurgjaldslausri samfélagsþjónustu fyrir íslenska þjóð. Það er vert að hafa það í huga þegar samanburður við aðra þjóðfélagshópa er gerður.

mikilvægi fjárframlaga til starfseminnar. Þótt íþróttahreyfingin hafi í sjálfu sér ekki gert annað en að fagna auknum fjárframlögum til lista- og menningarstarfsemi þá hafa á hinn bóginn í vaxandi mæli stigið fram á sjónarsviðið aðilar úr þeim ranni sem hafa viljað stilla íþróttum og listum upp sem andstæðingum þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Þetta tel ég ranga nálgun – alranga – en hef þó talið mér rétt og skylt að verja mína hreyfingu ef á hana er ráðist með þeim hætti. Íþróttir og listir eru tvær hliðar á sama teningi – menningu þjóðarinnar. Vilji menn taka samanburð þá skulu menn gera það af fullum heiðarleika og leggja

Fjármál ÍSÍ eru rekin af mikilli ábyrgð, og ég fullyrði að hvergi er bruðlað með fé. Frá efnahagshruni hafa endar náðst saman fyrst og síðast með útsjónarsemi gjaldkera okkar Gunnars Bragasonar og framkvæmdastjóra Líneyju Rutar – og viðeigandi er að halda því til haga að hvergi hafði fé verið ávaxtað af áhættu, og hvergi tapaðist fé vegna fjárfestinga í hruninu. Nú er hinsvegar svo komið að gengið hefur á eigið fé og kostnaður hefur stóraukist af þátttöku í mótum erlendis vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Það hefur verið forgangsmál hjá stjórn ÍSÍ þrátt fyrir þetta að reyna að halda úti óbreyttri þjónustu við sambandsaðila – en ljóst má vera að komið er að þolmörkum í þeim efnum. Því miður mun að óbreyttu þurfa að skerða þá þjónustu, og mun það án efa koma niður á því góða starfi sem unnið er innan ykkar raða, ágætu sambandsaðilar. Við höfum þegar séð þess merki í formi niðurskurðar slysabótasjóðsins – sem ÍSÍ tók að sér sem þjónustuaðili fyrir ríkisvaldið á sínum tíma – og kom þar með í veg fyrir að þau framlög yrðu lögð niður. Á sama tíma hefur bæði þörfin fyrir þá þjónustu aukist vegna niðurskurðar annarsstaðar, og gjaldskrár hækkað. Það er brýnt að Velferðarráðuneytið komi þeim málum aftur í það horf sem viðunandi er fyrir íþróttahreyfinguna. Það hefur verið skýr stefna okkar að ráðast ekki á aðra til þess að rökstyðja 2

öll spilin á borðið. Heildarframlög til íþróttahreyfingarinnar nema u.þ.b. 330 milljónum króna á fjárlögum – að meðtöldum framlögum til sérsambanda og ferðakostnaðarsjóðs – en sá liður sem felur í sér listir og menningu í sama ráðuneyti nemur um 6-7 milljörðum króna – sex til sjö þúsund milljónum. Sá liður hefur frá árinu 2008 hækkað um u.þ.b. 200 milljónir á sama tíma og lækkun framlaga til langstærstu fjöldahreyfingar landsins hefur verið 100 millj. Og það sem verra er – stóra súlan vill tína fleiri epli úr garði litlu súlunnar. Ítrekað hefur verið ráðist að tekju


Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011, frh. stofnum íþróttahreyfingarinnar sem felast í lottó og getraunum – án þess að stjórnvöld hafi með nokkrum hætti komið fram og varið það brothætta kerfi sem íþróttaog ungmennafélagshreyfingin býr við. Þvert á móti liggja fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hann vilji skoða skerðingar okkar tekna í þágu annarrar menningarstarfsemi – stóru súlunnar. Við rekum hér á kostnað ríkisins landslið í sinfóníutónleik, leiklist, óperuflutningi og listdansi, svo dæmi séu tekin. Allt glæsileg landslið – og sómi þjóðarinnar á erlendri grundu. En ég hygg að eitthvað myndi heyrast ef við myndum krefjast þess að landslið okkar t.d. í

starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Bygging Hörpunnar – glæsilegs tónlistarhúss – er ánægjuefni, og vil ég nota tækifærið og óska unnendum lista og menningar til hamingju með verðugan vettvang. Ætla mætti að sú ákvörðun að ljúka við 27 milljarða framkvæmd í bullandi niðurskurði fjárlaga myndi leiða til skilnings þess þjóðfélagshóps sem mun þar iðka sína starfsemi – á því að aðrir sambærilegir geirar menningar muni ekki sæta niðurskurði til að fjármagna þá ákvörðun. En það virðist öðru nær. Þessi góða framkvæmd – sem vel að merkja kostar jafn mikið í byggingu og ríkið leggur til allrar íþróttahreyfingarinnar í 80 ár miðað við núverandi framlög – kostar í rekstri a.m.k. þrefalt meira en árlegt framlag til íþróttahreyfingarinnar. Íþróttahreyfingin tekur ekki afstöðu til stjórnmálalegra skoðana – mikilvægasta stjórnmálamynstur fyrir íþróttahreyfinguna eru ríkjandi stjórnvöld hverju sinni. Hinsvegar verður núverandi ríkisstjórn að gera upp við sig hvað hún hyggst gera til framtíðar í málefnum íþróttahreyfingarinnar – hvort hún ætli að verða fyrsta ríkisstjórn í lýðveldissögunni til þess beinlínis að stilla sér upp andspænis hinni frjálsu íþróttahreyfingu í landinu.

knattspyrnu og handknattleik færu með sama hætti á launaskrá ríkisins. Það er nefnilega þannig að það verður ekki fyrr en listastarfsemi verður rekin á sama sjálfboðaliðagrundvelli og íþróttahreyfingin sem unnt er að gera réttmætan samanburð á rekstrarforsendum og ríkisframlögum. Það vekur raunar upp spurningar hvort við séum á rangri leið – ættum ef til vill að íhuga hvort ríkisrekstur á listastofnunum sé ekki ómur fortíðar, og efla fremur styrki og framlög til frjálsrar áhugalistastarfsemi – sem víða blómstrar á Íslandi. Þá – og ekki fyrr en þá – er unnt að bera þetta saman við

Það er raunar kaldhæðnislegt að – auk niðurskurðar og skattahækkana – séu einu áþreifanlegu yfirstandandi aðgerðir ríkisvaldsins gagnvart íþróttahreyfingunni fólgnar í undirbúningi reglna til að þjóðnýta – bótalaust – hugverkaréttindi hreyfingarinnar á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins um útsendingar frá íþróttaviðburðum í ólæstri dagskrá – hugverkaréttindi sem byggð hafa verið upp með margra áratuga langri sjálfboðastarfsemi þess pýramída sem lýst var hér áðan. Og á hvaða grundvelli skyldi það nú vera gert? Jú, á þeim forsendum að um sé að ræða viðburði sem taldir eru hafa „verulega þýðingu í þjóðfélaginu” eða „sérstaka menningarlega þýðingu” eins og segir í umræddri tilskipun. Það var og. Er virkilega enginn innan ríkis3

4. TBL. 2011

stjórnar Íslands sem kemur auga á mótsögn hér? Væri ekki nær að stjórnvöld myndu vera sjálfum sér samkvæm og efla framlög til þeirrar starfsemi sem hefur þessa verulegu þýðingu fyrir þegna landsins – starfsemi sem þau vilja nú þjóðnýta með framangreindum hætti. Mér er ekki kunnugt um að til standi með sama hætti að þjóðnýta hugverkaréttindi okkar frægasta listafólks. Þvert á móti. Því hafa ber í huga að ef íþróttaáhugamaður vill fara t.d. á veitingastað og njóta útsendingar íþróttakappleiks þá þarf sá hinn sami fyrst að greiða lögbundið gjald til tónskálda og eigenda flutningsréttar tónlistar áður en hann fær að sjá íþróttaviðburðinn — STEF gjöld. Sér virkilega enginn neitt athugavert við þessa þversögn innan þess ráðuneytis sem er í fyrirsvari fyrir báða málaflokka? Það er hinsvegar laukrétt í þessu samhengi að íþróttir skipa afar stóran sess í hjörtum þjóðarinnar. Áhorf í sjónvarpi á stóra íþróttaviðburði þar sem íslenskir íþróttamenn etja kappi er fordæmalaust. Þriðjungur íslensku þjóðarinnar er beint skráður og virkur í íþróttahreyfingunni, annar þriðjungur óbeint virkur í formi almenningsíþrótta og almennrar hreyfingar sem byggst hefur upp fyrir tilstilli grasrótarstarfsins – og segja má með sanni að sá þriðjungur sem eftir stendur fylli flokkinn á tyllidögum þegar afreksfólk okkar kemur heim með medalíur í farteskinu. Í þeim hópi hafa ekki síst verið kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Að baki þessu starfi stendur ósérhlífin sveit sjálfboðaliða og stjórnenda sem unnið hefur að uppbyggingu pýramídans í heila öld. Það er sá efnahagsreikningur mannauðs sem hefur fyrst og síðast fleytt okkur í gegnum efnahagsörðugleikana – það er sú auðlegð sem aldrei verður af okkur Sigurður Magnússon, Heiðursfélagi tekin með niðurskurðaráformum. ÍSÍ og fyrrverandi framkvæmdastjóri

Ég ÍSÍ, tel raunar nauðsynlegt aðmars við förum lést sunnudaginn 27. sl. 82 að ára skrásetja þennan mannauð betur – að aldri. og tel ekkert óeðlilegt við að Sigurður hóf starfsferil sinn í íþróttafélög vinni að því að gera íþróttahreyfingunni liðlega tvítugur, aðskilin reikningsskil fyrir sinn rekstur, sem fyrsti framkvæmdastjóri annarsvegar hefðbundin fjármunaÍþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir reikningsskil – en hinsvegar efnahagsárin hjá ÍBR helgaði Sigurður sig


Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011, frh. af bls. 3. Má þar auðvitað sem dæmi nefna að bæði samtökin hafa staðið fyrir góðum verkefnum á sviði almenningsíþrótta – raunar jafnvel svo að töluverður ruglingur hefur orðið þar á – og að umfangsmesta starfsemi UMFÍ felst í skipulagningu eins besta einstaka viðburðar fyrir foreldra og ungmenni í íslensku samfélagi nú um stundir – hinu árlega Unglingalandsmóti – sem þegar allt kemur til alls er íþróttamót, sem byggir að stofni til á uppbyggingu og starfsemi sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

og rekstrarreikning þess sjálfboðaliðastarfs sem fram fer innan hvers félags. Ég hygg að það muni koma mörgum á óvart hversu umfangsmikið það starf er, en þegar hafa verið lögð drög að slíkri skráningu innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég vil þakka okkar ágætu félögum í Ungmennafélagi Íslands fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili. Helga Guðjónsdóttir hefur veitt samtökunum forystu af miklum glæsibrag og samskiptin verið góð. Viðvarandi umræða hefur verið innan beggja hreyfinga um samlegðaráhrif af því að auka samstarf – jafnvel með sameiningu – þessara tveggja samtaka, og þá ekki síst í ljósi efnahagslegs niðurskurðar. Það er í samræmi við aðrar hagræðingaraðgerðir í okkar samfélagi – og má þar meðal annars nefna sameiningu ráðuneyta sem hafa með höndum talsvert ólíkari starfssvið en ÍSÍ og UMFÍ. Þrátt fyrir farangur fortíðar má segja að starfsemi þessara góðu systursamtaka hafi aldrei legið jafn nærri hvor annarri og nú. Þótt vissulega heyrist raddir um sameiningu fyrst og fremst á grundvelli hagræðingar og fjárhagslegs sparnaðar þá er þetta í mínum augum fyrst og síðast sóknarfæri til þess að efla starfsemina í þágu okkar aðildarfélaga – sem eru sameiginleg í flestum tilvikum. Öll aðildarfélög UMFÍ eru jafnframt innan vébanda ÍSÍ.

Það er viðburður sem ég hygg að myndi eflast verulega með sameiningu – og umfram allt með því að gefa öllum Íslendingum kost á að taka þátt sem fullgildum meðlimum – og að öllum sveitarfélögum landsins yrði gert kleyft að gerast mótshaldari á jöfnum forsendum. Það yrði fyrst Unglingalandsmót fyrir Ísland allt. Mér er kunnugt um að umræða hefur orðið á vettvangi nokkurra héraðssambanda um þessi mál. Sú umræða hefur verið málefnaleg og á forsendum viðkomandi íþróttahéraða. Ég hef ávallt sagt frá því ég tók fyrst við embætti forseta ÍSÍ að ég myndi ekki sjá fyrir mér þvingun á samruna. Slíkt veit aldrei á gott. En meginatriðið er að við megum aldrei gleyma hverja við störfum fyrir – það eru iðkendur og félagar í okkar hreyfingu. Enginn einstaklingur eða samtök eru svo stór að gangi framar þeim hagsmunum. Framundan er hundraðasta afmælisár ÍSÍ – en þann 28. janúar næstkomandi er liðin öld frá því að Íþróttasamband Íslands var stofnað á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi. Níu árum síðar – árið 1921 var Ólympíunefnd Íslands stofnuð – en þessi samtök voru svo sameinuð í Íþróttaog Ólympíusambandi Íslands árið 1997. Ráðgert er að halda upp á afmælisárið af glæsibrag, og hafa starfað starfshópar bæði vegna ritunar sögu sambandsins, sem og skipulagningar afmælisársins. Ég vonast til þess að sem flest ykkar muni njóta þeirra viðburða sem á boðstólum verða. Nauðsynlegt er að starfsemi jafn fjölbreyttra samtaka og ÍSÍ sé í stöðugri þróun og með skýra sýn til framtíðar. Á 4

formannafundum undanfarin ár höfum við kynnt fyrir ykkur með skilmerkilegum hætti okkar stefnumótun og framtíðarsýn. Fyrir þessu þingi hér liggur ennfremur afrakstur umfangsmikillar vinnu hópa sem skipaðir voru í kjölfar síðasta Íþróttaþings – til að ramma inn störf og stefnumarkmið íþróttahreyfingarinnar í formi innra skipulags hreyfingarinnar, og leggja jafnframt drög að ytra skipulagi hreyfingarinnar og íþróttamála á Íslandi til framtíðar. Vil ég færa formönnum þeirra hópa – Lárusi Blöndal varaforseta og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur ritara – sem og þeim fjölmörgu sem þar hafa lagt hönd á plóginn – mínar bestu þakkir. Þrátt fyrir gagnrýni og skort á stuðningi frá stjórnvöldum – þá tel ég hér tilefni til þess að færa þakkir til eins fulltrúa íslensks ríksvalds sem ávallt hefur sýnt íþróttahreyfingunni virðingu og stuðning. Þetta er aðili sem hefur verið ósérhlífinn við að tala máli íslenskrar æsku og íþróttahreyfingar – og man ég vart eftir öðru en að hann hafi brugðist vel við málaleitunum um að þiggja boð til viðburða hjá stórum sem smáum aðilum innan hreyfingarinnar. Er ég hér að tala um verndara Íþróttaog Ólympíusambands Íslands – Forseta Íslands Hr. Ólaf Ragnar Grímsson. Vil ég færa honum sérstakt þakklæti fyrir öflugan stuðning, og gott samstarf á undanförum árum. Þá vil ég þakka meðlimum Ólympíufjölskyldunnar – Icelandair, Sjóvá, Valitor og Íslandsbanka – fyrir gott samstarf og endurnýjun samninga á nýafstöðnu kjörtímabili. Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hafa þessir aðilar ekki hlaupist brott, og hafa staðið með okkur – og eru okkur mikilvægir til að takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru, ekki síst Ólympíuleikana í London á næsta ári. Þá tel ég rétt að færa þakkir til hinnar frábæru liðsheildar sem myndar kjörna framkvæmdastjórn Íþróttaog Ólympíusambands Íslands. Þar hefur ríkt mikill einhugur, og eflaust gera fæstir sér grein fyrir því hversu mikið starf þeir einstaklingar inna af hendi. Eru flest þau störf ekki í sviðsljósinu – en allir stjórnarmenn hafa með


Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011, frh. höndum ákveðin ábyrgðarsvið og hlutverk innan stjórnskipulagsins. Allt frábærir einstaklingar með hugsjón fyrir íþróttum – og stuðning við ykkar starfi í grasrótinni. Það eru forréttindi að fá að koma fram fyrir hönd þessa hóps og vera hluti af honum. Ég er ánægður með hversu stór hluti liðsins hefur áfram boðið fram krafta sína í þágu hreyfingarinnar – og það traust sem núverandi stjórn hefur verið sýnt af ykkar hálfu.

4. TBL. 2011

Að lokum vil ég færa sérstakar þakkir til Líneyjar Rutar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ fyrir afar náið og gott samstarf undanfarin ár. Hið sama má segja um einstaklega þolinmótt og duglegt starfslið hennar á skrifstofu ÍSÍ.

mannauðurinn ómetanlegur, og viðhorfið jákvætt. Þið eruð öll að vinna frábært starf – og fyrir það er ég þakklátur. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar í ykkar störfum og hlakka til að eiga við ykkur samstarf á komandi starfstímabili.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt – og hvort sem menn eru að slökkva elda eða kveikja eldmóð – þá er

Ég segi 70. Íþróttaþing sett. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

Heiðursfélagar 70. Íþróttaþing ÍSÍ í Gullhömrum samþykkti kjör tveggja Heiðursfélaga ÍSÍ. Þeir Hörður Gunnarsson glímudómari og forystumaður úr glímuhreyfingunni og Páll Aðalsteinsson íþróttaforystumaður úr Mosfellsbæ voru kjörnir heiðursfélagar ÍSÍ með lófaklappi í upphafi þings. Heiðursnafnbótin Heiðursfélagi ÍSÍ er æðsta viðurkenning innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Báðir hafa þeir starfað um langt skeið í þágu íþróttahreyfingarinnar og hlotið æðstu orðu ÍSÍ; Heiðurskross ÍSÍ. Heiðursfélagar ÍSÍ eru nú 21 talsins. Þeir taka margir hverjir virkan þátt í viðburðum á vegum ÍSÍ, og starfa jafnvel enn í nefndum og vinnuhópum ÍSÍ.

ÍSÍ er afar stolt af Heiðursfélögum sínum og þeirra framúrskarandi framlagi til íþróttahreyfingarinnar. Á meðfylgjandi mynd frá heiðruninni eru, frá vinstri talið: Lárus Blöndal varaforseti ÍSÍ, Páll Aðalsteinsson Heiðursfélagi ÍSÍ, Hörður Gunnarsson Heiðursfélagi ÍSÍ, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Þingforsetar 1. þingforseti var Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Steinn Halldórsson, starfsmaður ÍBR og formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur var 2. þingforseti. Sigurður Magnússon, Heiðursfélagi ÍSÍ og fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, lést sunnudaginn 27. mars sl. 82 ára að aldri.

Þingritun var í höndum Viðars Sigurjónssonar og Örvars Ólafssonar, starfsmanna ÍSÍ. Á myndinni má sjá Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ ásamt þingforsetum að loknu þingi.

Sigurður hóf starfsferil sinn í íþróttahreyfingunni liðlega tvítugur, sem fyrsti framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir árin hjá ÍBR helgaði Sigurður sig 5


Samþykktar tillögur frá 70. Íþróttaþingi ÍSÍ Tillaga um breytingar á Lögum ÍSÍ um lyfjamál 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið í Gullhömrum í Reykjavík 8. - 9. apríl 2011, samþykkir ný Lög ÍSÍ um lyfjamál í samræmi við kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar – WADA. Með samþykkt falli eldri Lög ÍSÍ um lyfjamál niður.

Tillaga um öryggi barna og ungmenna 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sambandsaðila ÍSÍ til að vinna gegn hvers konar áreitni, einelti eða afbrigðilegri hegðan í íþróttahreyfingunni með því að setja sér reglur um eftirlit með samskiptum og hegðun í íþróttafélaginu.

Tillaga um umferðaröryggi og íþróttir

Tillaga til ályktunar um fæðubótarefni

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, skorar á sambandsaðila að huga vel að umferðaröryggi íþróttaiðkenda og þá sérstaklega barna og ungmenna, m.a. með því að setja sér vinnureglur um skipulag og framkvæmd ferðalaga á þeirra vegum.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur íþróttamenn til að sýna fyllstu aðgætni við notkun fæðubótarefna og minnir á að það er íþróttamaðurinn sjálfur sem ber ábyrgð á því sem hann innbyrðir og kann að innihalda efni af bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar - WADA.

Jafnframt skorar Íþróttaþing ÍSÍ á skipulagsyfirvöld sveitarfélaga að huga að öryggi gangandi, hjólandi og ríðandi fólks í umhverfi íþróttamannvirkja.

Tillaga um íþróttastarf

stuðning

sveitarfélaga

við

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. – 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sveitarfélög á Íslandi til að styðja áfram dyggilega við starf íþróttahreyfingarinnar með auknum fjárframlögum til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslum æfingagjalda barna og unglinga.

Tillaga um þjálfaramenntun 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sambandsaðila ÍSÍ til að efla menntun þjálfara m.a. með auknu námskeiðahaldi í samræmi við samþykkta stefnu ÍSÍ í þjálfaramenntun, svo og með samræmingu og samstarfi við menntastofnanir.

Tillaga um tóbaksnotkun 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sambandsaðila til að halda á lofti áróðri og beita sér af alefli gegn allri tóbaksnotkun og annarri notkun fíkniefna í tengslum við íþróttaiðkun. Óásættanlegt er að fíkniefni hverju nafni sem þau nefnast séu notuð í tengslum við íþróttaiðkun af iðkendum, þjálfurum og öðrum þeim sem koma að skipulögðu starfi íþróttahreyfingarinnar. Íþróttaþing minnir á að starfsmenn íþróttahreyfingarinnar gegna mikilvægu fyrirmyndarhlutverki innan hreyfingar sem utan. Í stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um forvarnir og fíkniefni kemur skýrt fram að neysla áfengis, tóbaks eða annarra fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta. 6


Samþykktar tillögur frá 70. Íþróttaþingi ÍSÍ

4. TBL. 2011

Tillaga um Ferðasjóð íþróttafélaga 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. – 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur ríkisvaldið til að auka framlag sitt í Ferðasjóð íþróttafélaga. Íþróttaþing ÍSÍ felur framkvæmdastjórn ÍSÍ jafnframt að eiga viðræður við ríkisvaldið um að endurnýjaður verði samningur um sjóðinn.

Tillaga um ríkisstyrk sérsambanda ÍSÍ 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, skorar á ríkisstjórn Íslands að endurnýja samning um stuðning til sérsambanda ÍSÍ og jafnframt hækka árlegt framlag til að efla megi starfsemi sérsambandanna.

Ályktun um fyrirætlun menntaog menningarmálaráðherra um að setja saman lista yfir íþróttaviðburði sem ber að sýna í ólæstri dagskrá.

Tillaga um stóraukið framlag ríkisvaldsins til íþróttamála 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. – 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, ítrekar mikilvægi þess að ríkisvaldið styðji með myndarlegum hætti við starf íþróttahreyfingarinnar og standi vörð um starfsemi hennar.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, mótmælir þeirri fyrirætlun menntaog menningarmálaráðherra um að setja saman lista yfir íþróttaviðburði sem ber að sýna í ólæstri dagskrá í sjónvarpi. Þjóðnýting útsendingarréttinda á íþróttaviðburðum skerðing á frelsi íþróttahreyfingarinnar til tekjuöflunar.

Tillaga um slysabótasjóð íþróttahreyfingarinnar

er

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, skorar á ríkisvaldið að auka framlag sitt til Slysabótasjóðs íþróttahreyfingarinnar.

Tillaga um Íslenska getspá og Íslenskar getraunir 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sambandsaðila sína til að standa vörð um Íslenskar getraunir og Íslenska getspá.

Tillaga um breytingar á lagagreinum 11.2 og 17.1.b

Þá eru sambandsaðilar hvattir til að gera ekki samstarfssamninga við fyrirtæki á sviði talna- og íþróttagetrauna sem ekki hafa starfsleyfi á Íslandi.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, samþykkir að Framkvæmdastjórn ÍSÍ vinni að breytingum á greinum 11.2 og 17.1b og leggi fyrir næsta Íþróttaþing. Framkvæmdastjórn skal leitast við að lagabreytingarnar taki gildi strax á næsta þingi. Í vinnu sinni skal Framkvæmdastjórn ráðfæra sig við Formannafund ÍSÍ.

Tillaga um stuðning við héraðssambönd og íþróttabandalög 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur ríkisstjórn Íslands til að styðja héraðssambönd og íþróttabandalög með fjárframlögum, líkt og gert hefur verið fyrir sérsambönd ÍSÍ. Slíkur fjárstuðningur myndi skapa grundvöll til ráðningu starfsmanna í héruðum sem án efa myndi leiða til bættrar þjónustu til aðildarfélaga og faglegra íþróttastarfs á landsvísu.

Tillaga til ályktunar um áfengisauglýsingar 70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, skorar á alla sambandsaðila ÍSÍ, að beita sér gegn hvers konar áfengisauglýsingum í tengslum við íþróttastarf. 7


Heiðurskross ÍSÍ

Gullmerki ÍSÍ

Jens Kristmannsson frá Ísafirði og Margrét Bjarnadóttir úr Kópavogi voru sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Jens og Margrét eiga bæði langan feril að baki í forystustörfum fyrir íþróttahreyfinguna og eru enn að.

Guðmundur Gíslason Ólympíufari og formaður Samtaka íslenskra Ólympíufara var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ. Guðmundur var afreksmaður í sundi og tók þátt í fernum Ólympíuleikum á árunum 1960 til 1972. Á myndinni má sjá Guðmund með forseta, varaforseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Á myndinni má sjá Jens og Margréti með forseta, varaforseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ.

8


Frá 70. Íþróttaþingi ÍSÍ 2011 70. Íþróttaþing ÍSÍ var sett föstudaginn 8. apríl sl. en þingið var að þessu sinni haldið í Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík.

málaráðherra og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ fluttu ávarp og kveðjur.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ ávarpaði þingið og setti það formlega við dynjandi lófaklapp.

Alls áttu 192 fulltrúar seturétt á þinginu. 94 frá sérsamböndum ÍSÍ, 94 frá íþróttahéruðum og 4 fulltrúar ungra íþróttamanna, samkvæmt lögum ÍSÍ.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem einnig er verndari Íþróttahreyfingarinnar á Íslandi flutti ávarp auk þess sem að Katrín Jakobsdóttir, mennta– og menningar-

9


Samþykktar tillögur frá 70. Íþróttaþingi ÍSÍ Tillaga um fjárhagsáætlun ÍSÍ

Tillaga um siðareglur

Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir árin 2011 og 2012.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sambandsaðila sína til að setja sér leiðbeinandi siðareglur.

Tillaga um aukið framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ

Ályktun um fyrirkomulag Lottó

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, skorar á Alþingi Íslands að endurnýja og auka verulega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík lýsir áhyggjum sínum vegna hugmynda um að taka upp og breyta lögum og reglum varðandi fyrirkomulag talnagetrauna (Lottó).

Ályktun um fyrirkomulag Lottó

Íþróttahreyfingin má ekki við frekari skerðingu á tekjum til starfseminnar og fer þingið fram á að ríkisvaldið tryggi óbreytt eignarhald að Íslenskri getspá. Jafnframt hvetur þingið ríkisvaldið til að auka fjárveitingar til þess mikla sjálfboðaliðastarfs sem íþróttahreyfingin vinnur í þágu þjóðarinnar.

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8. - 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, fagnar afdráttarlausri yfirlýsingu mennta- og menningarmálaráðherra að fyrirkomulag talnagetrauna (Lottó) verði óbreytt í framtíðinni.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt varastjórn Forseti ÍSÍ:

Jón Gestur Viggósson

Varastjórn ÍSÍ:

Ólafur E. Rafnsson

Friðrik Einarsson

Gústaf Adólf Hjaltason

Örn Andrésson

Garðar Svansson

Sigríður Jónsdóttir

Gunnlaugur Júlíusson

Framkvæmdastjórn ÍSÍ: Gunnar Bragason Helga St. Guðmundsdóttir Lárus Blöndal

Helga H. Magnúsdóttir Hafsteinn Pálsson Ingibjörg B. Jóhannesdóttir 10


4. TBL. 2011

Smáþjóðaleikar Liechtenstein 2011 14. Smáþjóðaleikar Evrópu fara fram í Liechtenstein dagana 30. maí til 4. júní. Ísland sendir þátttakendur í allar þær greinar sem verða á dagskrá í ár, en þær eru: Frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, skotíþróttir, sund, skvass, borðtennis, tennis, blak og strandblak. Reiknað er með rúmlega 100 íslenskum keppendum auk fylgdarmanna, s.s. þjálfara, dómara, fagteymis og gesta. Aðalfararstjóri verður Örn Andrésson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, en leikarnir eru þeir fjórðu sem Örn er í því hlutverki.

Smáþjóðaleikarnir verða settir mánudagskvöldið 30. maí og fer setningarhátíðin fram á Rheinpark vellinum í Vaduz. Vaduz er höfuðborg Liechtenstein og hluti leikanna fer fram í þeim hluta landsins. Lokahátíðin fer síðan fram laugardaginn 4. júní og verður haldin á Lindaplatz torginu í bænum Schaan. Dagana 7. og 8. apríl fór fram fundur aðalfararstjóra og tækninefndar leikanna. Ljóst var á þeim fundi að undirbúningur gengur vel og leikarnir í sumar verða hinir glæsilegustu. Alls eru rúmlega 800 íþróttamenn skráðir til leiks frá níu þátttökuþjóðum.

Íslenski hópurinn mun gista á tveimur hótelum sem eru staðsett í bænum Feldkirch í Austurríki, en bærinn er við landamæri Liechtenstein. Um er að ræða hótelin Montfort og Löwen Nofels. Hópnum verður skipt niður á þessi tvö hótel miðað við keppnisgreinar, samgöngur og aðstöðu á hótelunum. Á fyrsta degi leikanna fer fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna og á þeim fundi mun Ísland sækja formlega um að verða gestgjafi 16. Smáþjóðaleika Evrópu, árið 2015. Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendur á fundi tækninefndar og aðalfararstjóra, sem haldinn var í Liechtenstein í apríl 2011. Með þátttakendum á myndinni eru lukkudýr leikanna, en það eru tveir ernir sem bera nöfnin Elfi og Alfi.

Gjöf frá ÍBA á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ

Leikar 2011

Íþrótta– og Ólympíusambandi Íslands barst góð gjöf frá Íþróttabandalagi Akureyrar í tilefni 70. Íþróttaþings ÍSÍ. Um var að ræða glerlistaverk sem Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA, afhenti Ólafi E. Rafnssyni, forseta ÍSÍ, við lok þingsins.

Smáþjóðaleikar Evrópu

30. maí – 4. júní

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

24.– 29. júlí 11


Afreksstefna ÍSÍ sambandsaðilum um slík viðmið. Eftirfarandi skilgreiningar skulu vera til hliðsjónar:

70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8.- 9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, samþykkir eftirfarandi stefnuyfirlýsingu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í afreksmálum, en hvetur framkvæmdastjórn ÍSÍ til að halda áfram að móta skýrar áherslur og forgangsröðun í afreksstarfi.

Afreksstefna ÍSÍ Sameiginlegt markmið íþróttahreyfingarinnar er að Íslendingar eigi hverju sinni afreksmenn og afreksflokka í íþróttum er skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum og að stöðugt hækki afreksstig íslenskra íþrótta. Í því felst að efla hæfni og færni þeirra sem að afreksíþróttastarfinu koma og sem með afreksíþróttamanninum vinna, tryggja möguleika afreksíþróttamanna framtíðarinnar til að ná settu marki, stuðla að bættum framfærsluaðstæðum íþróttamannsins, og auka íslenska þjálfunarkunnáttu.

Um framúrskarandi íþróttamann eða flokk er þá fyrst að ræða þegar einstaklingur eða flokkur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.

Afreksmaður er hver sá íþróttamaður/flokkur sem stenst ákveðna viðmiðun í viðkomandi grein.

Afreksefni teljast þeir íþróttamenn/flokkar sem ekki hafa náð jafn langt en taldir eru með markvissri og mikilli þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu.

Þó yfirstjórn afreksíþróttastarfsins sé hjá heildarsamtökunum verður íþróttahreyfingin að axla sameiginlega ábyrgðina á því að halda úti afreksíþróttastefnu og skiptir þá öllu að ríkur metnaður til starfsins sé fyrir hendi jafnt hjá ÍSÍ, sérsamböndum, íþróttahéruðum og félögum.

Full ástundun forsenda aðstoðar Öll vinna að því að ná settu marki í afreksíþróttum skal eiga sér stað innan siðferðisgilda íþróttanna. Enn fremur ber að stefna að því að ástundun afreksíþróttamanna sé hluti af lífsmunstri og þau ár sem einstaklingurinn helgar íþróttinni krafta sína komi það ekki niður á þroska einstaklingsins og undirbúningi undir að takast á við lífið að íþróttaferli loknum.

Til þess að ná settu marki ber hreyfingunni að setja sér tímabundnar markvissar áætlanir um frammistöðu á stórmótum. Afrekssvið ÍSÍ skal í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og séríþróttanefndir ÍSÍ móta tímasett markmið og kynna þau fyrir hreyfingunni. Til að tryggja slagkraft markmiðanna til langframa ber ásamt því að einblína á keppnisárangur, að styrkja eigin getu og hæfileika hreyfingarinnar til að vinna að langtímamarkmiðum í afreksíþróttum.

Til þess að ná settu marki ber að beita þeim ráðum sem fyrir hendi eru til íþróttagreina og einstaklinga sem sýnt hafa getu til að skipa sér á bekk með þeim bestu. Allir, sem hátt stefna, hafa möguleika á að njóta stuðnings en árangur og geta ræður ferðinni um áframhald og möguleika á stuðningi. Framfarir og full ástundun af hálfu íþróttamanna og sérsambanda er forsenda áframhaldandi aðstoðar.

Sérstaklega ber að leggja aukna áherslu á að efla þjálfunarþekkinguna, bæði innan einstakra íþrótta og þvert á íþróttastarfið; m.a. með því að mynda teymi fagfólks til að auka þekkingu þjálfara. Stefnuyfirlýsing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í afreksmálum skal vera til umfjöllunar á Íþróttaþingi.

Afrek er uppskera margra ára markvissrar starfsemi og lítil von er um árangur án faglegra vinnubragða og viðunandi starfsumhverfis íþróttamannsins til að þroska hæfileika sína.

Skilgreining afreka

Leiðarljós afreksstefnu ÍSÍ er að bæta það umhverfi sem afreksíþróttir búa við. Markmið og viðfangsefni í afreksíþróttastarfinu eru m.a.:

Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal á hverjum tíma skilgreina viðmið afreka í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og tilkynna

12


4. TBL. 2011

Afreksstefna ÍSÍ, frh. Markmið/viðfangsefni

Leiðir

Mæling

Að beita sér fyrir aðstöðu til æfinga fyrir afreksíþróttir á vettvangi sveitarfélaga og ríkis.

Að hvert sérsamband skilgreini þá aðstöðu sem nauðsynleg er fyrir afreksíþróttafólk. Þessi skilgreining er kynnt sveitarfélögum og ríki.

Opinber skráning á þeim stöðum sem uppfylla kröfur ÍSÍ um aðstöðu til æfinga fyrir afreksíþróttir.

Að ferlamál fatlaðs afreksíþróttafólks séu tekin til skoðunar.

Að hvetja opinbera aðila til að styrkja landsliðsæfingar og/eða afreksæfingar á vegum sérsambanda. Að efla aðgengi afreksíþrótta að þeim íþróttamannvirkjum sem er til staðar, jafnt fyrir fatlað sem ófatlað afreksíþróttafólk.

Að stuðla að og miðla niðurstöðum rannsókna á sviði íþrótta- og þjálfunarvísinda til þjálfara, íþróttamanna og annarra er málið varðar.

Að efla samvinnu við háskólastofnanir og þá aðila sem sinna rannsóknum á Íslandi.

Að stuðla að og efla samráð og upplýsinga -þjónustu á sviði lækna-vísinda íþróttanna/ íþróttaheilsufræði.

Efla samvinnu við fagfélög er tengjast læknavísindum íþrótta.

Að veita hvers kyns ráðgjöf og stuðning er getur orðið til að efla afreksíþróttafólk, bæði meðan á keppni þeirra stendur og að loknum keppnisferli.

Að koma á fót Íþróttamannanefnd ÍSÍ.

Fjölga þeim fræðsluviðburðum er miðla niðurstöðum rannsókna á sviði íþrótta- og þjálfunarvísinda.

Fjármagn opinbera aðila sem fer til æfinga á vegum sérsambanda. Fjöldi tíma sem úthlutað er til sérsambanda vegna æfinga. Upplýsingar um bætt aðgengi afreksíþróttafólks að íþróttamannvirkjum. Fjöldi rannsókna er tengjast íþróttum á ári. Fjöldi fræðsluviðburða er miðla niðurstöðum rannsókna.

Fjöldi ritaðra greina er birtast á Íslandi um læknavísindi íþrótta.

Miðla upplýsingum um læknavísindi íþrótta, s.s. á heimasíðu ÍSÍ.

Að efla starfsemi Samtaka íslenskra Ólympíufara. Að stuðla að því að Afreksíþróttamiðstöð verði til.

Reglubundnar skoðanakannanir meðal afreksíþróttafólks. Fjöldi fræðsluviðburða á vegum SÍÓ og Íþróttamannanefndar. Reglubundnar mælingar og meðferðir afreksíþróttafólks.

Að skapa kjöraðstæður fyrir afreksíþróttafólk innan skólakerfis og á almennum vinnumarkaði til að ná árangri samhliða námi og starfi.

Ná samningum við LÍN um meiri sveigjanleika fyrir afreksíþróttafólk í námi.

Fjöldi afreksíþróttafólks sem er í námi samhliða íþróttaiðkun.

Að stuðla að bættum réttindum afreksíþróttafólks innan hins opinbera kerfis, s.s. rétt til fæðingarorlofs og fjölda viðverudaga erlendis á ári vegna íþróttaviðburða.

Fjöldi afreksíþróttafólks sem getur stundað vinnu samhliða íþróttaiðkun.

Að stuðla að bættu aðgengi afreksíþróttafólks til fjarnáms á mennta- og háskólastigi.

Sérúrræði í opinberum regluramma varðandi afreksíþróttafólk.

Að styðja við þróun Afreksíþróttabrauta í framhaldsskólum.

Fjöldi afreksfólks í viðurkenndu fjarnámi.

Að skólar viðurkenni fjarveru afreksíþróttafólks vegna landsliðsverkefna.

Að markaðssetja afreksíþróttirnar í þjóðfélaginu.

Kynna afreksíþróttir í skólum sem og á vinnustöðum.

Fjöldi framhaldsskóla er bjóða uppá Afreksíþróttabrautir. Staðfest yfirlýsing frá skólum um viðurkenningu fjarveru vegna landsliðsverkefna. Reglubundin viðhorfskönnun meðal markhópa.

Stuðla að fjölbreyttari umræðu í fjölmiðlum um afreksíþróttir. Markviss vinna til að kynna mikilvægi afreksíþrótta fyrir almenna íþróttaiðkun á Íslandi. Að efla þekkingu þjálfara, dómara og annara sem koma að afreksíþróttastarfi á Íslandi þannig að þeir séu á heimsmælikvarða.

Að auka framboð af fræðsluviðburðum sem höfða til þjálfara, dómara og annarra þátttakanda í afreksíþróttastarfinu.

Að veita afreksíþróttafólki/ flokkum fjárhagslegan stuðning.

Að framlög ríkis, sveitarfélaga og styrktaraðila til afreksstarfs aukist.

Að veita styrki til þjálfara, dómara og annarra þátttakanda í afreksíþróttastarfi til að sækja sér framhaldsþekkingu.

13

Fjöldi fræðsluviðburða fyrir þjálfara, dómara og annarra í fremstu röð. Fjöldi styrkja sem veittir eru til þjálfara, dómara og annara á heimsmælikvarða.

Aukning fjármagns til afreksíþrótta í reikningum Íþróttahreyfingarinnar.


Afreksstefna ÍSÍ, frh. af bls. 13 Fagteymi ÍSÍ og Afrekssjóður ÍSÍ

er að sérsambönd hafi markvissa og raunhæfa afreksstefnu. Stuðningurinn felst í fjárframlögum, bættri menntun þjálfara og ýmiskonar tæknilegri aðstoð. Þannig verður Afrekssjóður ÍSÍ sérsamböndum til aðstoðar við að efla og bæta íþróttastarf sitt. Allar greinar sem viðurkenndar eru af ÍSÍ eiga rétt á að sækja um í sjóðinn. Fjárstyrkir Afrekssjóðs ÍSÍ, sem fyrst og fremst skal veita til ákveðinna verkefna, skulu vera fyrirfram skilgreind og kostnaðaráætluð. Er þá t.d. átt við styrki til þátttöku í keppni, æfingabúðum, til ráðningu landsliðsþjálfara hjá minni sérsamböndum, til að bæta umhverfi og aðstöðu „afreksíþróttafólks" og til verkefna er lúta að því að leita uppi íþróttaefni. Styrkir til einstaklinga skulu taka mið af íþróttalegri þörf þeirra og félagslegum aðstæðum. Afrekssjóði ÍSÍ er jafnframt heimilt að styrkja sérfræðinga Fagteymis ÍSÍ til að sækja námskeið um nýjustu aðferðir íþróttavísinda.

Fagteymi ÍSÍ er teymi fagfólks á sviði þjálffræði, sálfræði og íþróttameiðsla, sem ÍSÍ kemur sér upp (t.d. í samvinnu við menntastofnanir) til að sinna fræðsluverkefnum fyrir sambandið og miðla þekkingu til afreksfólks og þjálfara með námskeiðum ásamt því að vera til staðar þegar á þarf að halda að mati Afrekssviðs ÍSÍ. Með teyminu gefst afreksíþróttamönnum jafnframt tækifæri á að leita eftir aðstoð færustu sérfræðinga sem völ er á t.d. við meiðslum, sálfræðiaðstoð og þjálfunaraðferðum.

Um Afrekssjóð ÍSÍ gildir sérstök reglugerð er framkvæmdastjórn ÍSÍ setur. Afrekssjóður ÍSÍ skal standa að uppbyggingu afreksíþrótta á Íslandi með því að styðja íslenskt afreksíþróttafólk og sérsambönd við að ná sem bestum árangri í alþjóðlegri keppni. Forsenda styrkveitinga

Lagabreytingar Fjölmargar lagabreytingar voru gerðar á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ. Í grein 5.5 var bætt við texta tilkynningarskyldu félaga vegna stofnunar nýrra deilda og jafnframt að aðalstjórn félags fari með æðsta vald í félaginu á milli aðalfunda og beri ábyrgð á starfi og fjárhag félagsins í heild.

Hluti af þeirra grein sem var 45.2.h. varð að nýrri grein í lögum sem fjallar um vanrækslu aðildarfélaga á að halda aðalfund. Þar segir m.a.: „Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal stjórn héraðssambandsins/íþróttabandalagsins, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Ársþingi héraðssambands/ íþróttabandalags er heimilt, hafi íþróttafélag ekki farið að lögum og/eða fyrirmælum þess, að ákveða að víkja félaginu úr héraðssambandinu/íþróttabandalaginu. “

Í grein 11.3 var bætt inn möguleika á að framlagning gagna fyrir og á Íþróttaþingi megi vera á rafrænu formi, verði því við komið, og í grein 12.7 í tengslum við atkvæðagreiðslu á þingi, var bætt inn í upptalningu á leikum, Ólympúleikum ungmenna, en þeir fóru fyrst fram árið 2010.

Í grein 47.1 bætt við texta sem veitir sérsambandi heimild til að hafa bein boðskipti við þau félög sem hafa iðkun íþróttagreinar viðkomandi sérsambands á stefnuskrá sinni. Jafnframt var grein 47.2 felld út í heild sinni, en þar var m.a. fjallað um samskipti sérsambanda við félög og er í raun búið að fella hluta þess texta inn í breytingarnar sem gerðar voru á grein 47.1.

Í grein 19.1 þar sem fjallað er um stoðsvið ÍSÍ og fastanefndir voru gerðar nokkrar breytingar. Nöfnum sviða var breytt þannig að þau heita núna; Afreks- og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Þá var fastanefndum fjölgað í lögunum og bættust þar við Heiðursráð og Íþróttamannanefnd.

Í grein 48.3 er fjallar um lög sérsambanda og sérsambandsþing var texta einnig breytt þannig að fundarboð séu skal senda þeim aðilum sem eiga rétt á fulltrúa/fulltrúum á þingið samkvæmt lögum viðkomandi sérsambands, en ekki eingöngu héraðssamböndum/ íþróttabandalögum eins og var áður. Þá er bætt við að samþykki ÍSÍ þurfi varðandi val á aðferð við að velja fulltrúa á þing. Eins er í grein 49.1 um stofnun sérsambands er bætt við að iðkendafjöldi í íþróttagreininni þurfi að vera yfir 250 til framkvæmdastjórn ÍSÍ sé skylt að hafa forgöngu um stofnun sérsambands.

Í grein 27.11 um tilkynningu á dómum um óhlutgengi var bætt við að tilkynna eigi einnig héraðssambandi/-íþróttabandalagi um óhlutgengið, og í greinum 41.1 og 60.3 var orðalagi breytt þannig að í stað Menntamálaráðuneytis var texta breytt í ráðuneyti íþróttamála. Í grein 45.2 um hlutverk héraðssambanda/íþróttabandalaga var bætt við töluvert af texta. Sem dæmi er bætt við hlutverkið að staðfesta ekki bara lög félaga heldur einnig lagabreytingar og að tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda. Jafnframt er bætt við að héraðssamband/íþróttabandalag skuli hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga/ sérráða sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir félagið og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi aðildarfélags/sérráðs. Aðildarfélag/sérráð getur krafist þess að bókhaldsgögn fari eingöngu um hendur löggilts endurskoðanda.

Í grein 49.3 um stofnun sérsambands er bætt inn nákvæmari skilgreiningum á fulltrúafjölda og boðun slíks þings og þá eru greinar 50.2 og 50.3 sem fjalla um sérráð felldar út, en jafnframt var bætt inn nýrri grein, 51.2, sem fjallar um að setja skuli starfsreglur um sérráð sem kynna þarf sérsambandi í viðkomandi íþróttagrein. Jafnfram er grein 52.1 breytt en sú grein fjallar um stjórn sérráðs og grein 52.2 er felld út í heild sinni. 14


4. TBL. 2011

Hjólað í vinnuna 2011 Árið 2003 stóð Íþróttaog Ólympíusamband Íslands í fyrsta skipti fyrir heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna. Átakið stóð yfir í eina viku og tóku samtals 533 einstaklingar þátt. Frá árinu 2003 hefur Hjólað í vinnuna farið fram árlega og árið 2010 tók þátt 9.451 einstaklingar. Verkefnið hefur því dafnað vel og eru væntingar um að svo verði áfram. Í ár fer verkefnið fram í níunda skiptið.

Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir geta tekið þátt svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu, þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt, en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.

garðinum miðvikudaginn 4. maí kl. 8:30 og er öllum velkomið að hjóla við og gæða sér á léttum morgunverði.

Til þess að taka þátt í Hjólað í vinnuna þurfa vinnustaðir að skrá sig til leiks inni á heimasíðu átaksins, www.hjoladivinnuna.is. Þar sjá liðstjórar um að skrá inn þá vegalengd sem farin er í og úr vinnu fyrir sig og liðsfélaga sína. Keppt er í sjö flokkum um annars vegar flesta daga og hins vegar flesta kílómetra hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum. Inni á heimasíðunni má einnig finna ítarefni um átakið, leiðbeiningar um skráningu, tölfræði, ýmsan fróðleik um hjólreiðar og margt fleira. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram dagana 4. – 24. maí og verður hægt að skrá sig til leiks frá og með mánudeginum 18. apríl. Setningarhátíð Hjólað í vinnuna verður í Fjölskyldu- og húsdýra-

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur alla vinnustaði til að taka þátt og hvetja sitt starfsfólk til heilsusamlegri, umhverfisvænni og hagkvæmari samgöngumáta.

Samstarfsaðilar Íþróttaog Ólympíusambands Íslands vegna Hjólað í vinnuna eru: Lýðheilsustöð, Rás 2, Skýrr, Örninn, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Fjölskylduog húsdýragarðurinn og Landssamtök hjólreiðamanna.

Útgáfa og efnisveita á heimasíðu ÍSÍ — www.isi.is Á heimasíðu ÍSÍ má nú finna ársskýrslu ÍSÍ 2011 sem og ársskýrslur frá síðustu árum. Jafnframt eru þinggerðir aðgengilegar og annað efni sem ÍSÍ hefur gefið út. Vörumerkisstaðall ÍSÍ er einnig aðgengilegur, en þar eru upplýsingar um notkun á merki ÍSÍ, upplýsingar um liti í merkinu og fleiri þætti sem snúa að notkun. Efnisveitu má finna efst í hægra horni heimasíðu ÍSÍ á slóðinni www.isi.is

15


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 216 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er rúmlega 80 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 4. tbl. 2011 ● Ábyrgðarmaður: Ólafur E. Rafnsson ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ o.fl.

Starfsskýrsluskil í Felix Sambandsaðilar eru minntir á að skila þarf starfsskýrslum til ÍSÍ vegna starfsársins 2010 fyrir 15. apríl nk. Opið er fyrir skilin á www.felix.is Aðstoð er veitt á skrifstofu ÍSÍ vegna skila á starfsskýrslum.

Tölfræði 2009

Þátttökutölur 2009

Í tengslum við 70. Íþróttaþing ÍSÍ kom út tölfræðirit ÍSÍ—Tölfræði 2009, sem byggir á starfsskýrslum íþróttahreyfingarinnar árið 2010 um starfsemi ársins á undan. Í þessu riti er að finna upplýsingar um iðkun íþrótta innan sérsambanda, héraða og landshluta og eru tölurnar settar fram á lýsandi hátt, með gröfum og töflum. Rúna H. Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri Felix, hefur séð um útgáfu ritsins en þetta er í þriðja sinn sem ÍSÍ gefur út ítarlegt tölfræðirit í tengslum við Íþróttaþing ÍSÍ. Ritið er aðgengilegt í efnisveitu á heimasíðu ÍSÍ.

Alls

KK

KVK

Íbúar á Ísland

319.246

161.548

157.698

Fjöldi iðkana

112.366

68.249

44.117

54.483

57.883

% af íbúafjölda

35,2%

42,2%

28,0%

76,5%

23,3%

Fjöldi iðkenda

81.981

49.367

32.614

34.522

47.459

% af íbúafjölda

25,7%

30,6%

20,7%

48,5%

19,1%

216.027

125.607

90.420

64.784 151.243

67,7%

77,8%

57,3%

90,9%

147.921

82.919

65.002

40.884 107.037

46,3%

51,3%

41,2%

57,4%

Fjöldi félagsaðilda % af íbúafjölda Fjöldi félaga % af íbúafjölda

Mynd mánaðarins

<15

71.238 248.008

Afmælisdagar

Frá 50. Íþróttaþingi ÍSÍ. Þingið var haldið í Reykjavík 5.– 7. júlí 1970.

8. apríl

UMSE— stofnað 1922, 89 ára

11. apríl GLÍ— stofnað 1965, 46 ára 15. apríl KRA— stofnað 2010, 1 árs 17. apríl UMSS— stofnað 1910, 101 árs 26. apríl UMSB— stofnað 1912, 99 ára 28. apríl ÍBH— stofnað 1945, 66 ára TKÍ—stofnað 2002, 9 ára 30. apríl HSV— stofnað 2000, 11 ára

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins 2011, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi. 16

www.isi.is

16=<

61,0%

43,2%


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.