Efnisskraì dongio 25 02 end ok

Page 1

W.A. MOZART



W.A. MOZART Óper a í tveimur þáttum við texta eftir Lorenzo Da Ponte Óper an var frumflutt 29. október árið 1787 í Pr ag

Hljómsveitarstjóri: Leikstjóri: Leikmyndahönnuður: Búningahönnuður: Ljósahönnuður: Don Giovanni: Il Commendatore: Donna Anna: Don Ottavio: Donna Elvira: Leporello: Zerlina: Masetto: Konsertmeistari:

Benjamin Levy Kolbrún Halldórsdóttir Snorri Freyr Hilmarsson María Th. Ólafsdóttir Björn Bergsteinn Guðmundsson Oddur A. Jónsson Jóhann Smári Sævarsson Hallveig Rúnarsdóttir Elmar Gilbertsson Hanna Dóra Sturludóttir Tomislav Lavoie Þóra Einarsdóttir Ágúst Ólafsson Nicola Lolli

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Heildarsýningartími: um 3 klst. · 20 mínútna hlé eftir fyrsta þátt

ÍSLENSK A ÓPER AN · 82. VERKEFNI · FRUMSÝNT 27. FEBRÚAR 2016



Hið stóra samhengi

Kæri sýningargestur, Það er mér mikil ánægja að bjóða þig velkominn á sýningu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart sem af mörgum er talin ein fegursta ópera sem samin hefur verið. Óperan var síðast sett upp hjá ÍÓ árið 1988 og naut hún þá mikilla vinsælda.

Óperan um Don Giovanni gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Það opinberar innsta eðli hverrar manneskju hvernig þeir koma fram við aðra og þar hefur sá sem þessi ópera fjallar um ekki alltaf vandaða nálgun eins og flestum er kunnugt. Ótal leiðir hafa verið farnar til þess að koma þessu meistaraverki til skila, en þegar Don Giovanni hverfur inn í myrkrið í lokin er það á einhvern hátt í fullu samræmi við lífshlaup hans og kannski eru það verstu örlög sem hugsast geta að upplifa áskapað myrkur í lifanda lífi.

Mér verður oft hugsað til þeirra sem áður fyrr störfuðu við listsköpun án allra þeirra samgangna og upplýsingaflæðis sem við nú búum við. Það hlýtur oft að hafa verið mikil áskorun. Nú er það í fyrsta sinn er það raunhæfur draumur að sjá og heyra fremstu listamenn heims á sviði í okkar eigin heimalandi sem er ný vídd í okkar menningarlandslagi. Íslenska óperan á nú enn betra aðgengi að fagfólki erlendis frá sem er mjög spennandi, þótt innlendir listamenn verði að mestum hluta í sviðsljósinu sem fyrr. Við verðum samt að alltaf að vera meðvituð um þið stóra samhengi og taka virkan þátt í alþjóðlega samfélaginu þegar kemur að listum og menningu.

Það hefur hins vegar verið mjög bjart yfir sköpunarferli uppfærslunnar sem hefur verið einstaklega ánægjulegt. Við höfum notið góðs af frábæru listrænu teymi, einsöngvurum, kór og hljómsveit í þessari uppfærslu sem ég færi mínar bestu þakkir og hamingjuóskir fyrir hönd Íslensku óperunnar. Ég er bjartsýn fyrir hönd ÍÓ þótt róðurinn hafi verið þungur þetta hálfa ár síðan ég tók við mínu starfi. Óperan er meðal þeirra listastofnanna sem gera okkur kleift að bera höfuðið hátt í hinu alþjóðlega menningarsamfélagi og ég hlakka mikið til komandi verkefna. Sóknarfærin eru mörg og heillandi og ég er sannfærð um að þetta listform á sér langt líf fyrir höndum.

Því má ekki gleyma að þeir sem ruddu brautina í íslensku tónlistarútrásinni voru einmitt óperusöngvarar. Þau voru öðrum mikilvægt fordæmi og þeir hafa verið fjölmargir sem á eftir hafa komið. Það hefur oft vakið alþjóðlega athygli hvað landið á marga frábæra söngvara sem eru við störf í hinum ýmsu óperuhúsum víða um heim. Það er litið til okkar með virðingu vegna skapandi listalífs og það eru mikil verðmæti sem við verðum að vanda okkur við að standa undir.

Góða skemmtun,

Steinunn Birna Ragnarsdóttir · óperustjóri

·5·


Teikningar Maríu Theódóru Ólafsdóttur

Söguþráður

SAGAN 1. ÞÁTTUR Það er nótt og Leporello hímir fyrir utan hús höfuðsmannsins (Il Commendatore). Hann kvartar yfir vinnu sinni – að þurfa að þjóna manni eins og Don Giovanni. Hann sjálfur hvílist vart né nærist meðan húsbóndinn er á kvennafari nótt og dag. Donna Anna, dóttir höfuðsmannsins, kemur út með Don Giovanni og þegar faðir hennar verður þeirra var skorar hann á Don Giovanni að berjast. Don Giovanni færist undan, en í slagsmálum þeirra fellur höfuðsmaðurinn. Donna Anna hleypur að sækja hjálp og kemur með Don Ottavio, unnusta sinn, sem reynir að hugga hana. Don Giovanni flýr af hólmi með Leporello. Þeir hitta Donnu Elviru, sem er enn í sárum eftir Don Giovanni. Don Giovanni biður Leporello að tala um fyrir henni sem hann gerir með upptalningu á ástarævintýrum húsbónda síns.

kveður hana með þeim hætti sem fær hana til að segja Don Ottavio söguna af óboðna gestinum í svefnherberginu hennar þá nótt sem faðir hennar var myrtur. Hún krefst þess að Don Ottavio hefni dauða föður hennar og skilur hann einan eftir. Don Ottavio heitir því að komast að því hvort Donnu Önnu skjátlist en hefna ella. Don Giovanni hefur nú tekið yfir brúðkaupsveislu Zerlinu og Masettos, með hjálp Leporellos. Zerlina og Masetto nálgast höllina til þess að taka þátt í veislunni. Masetto er afbrýðisamur, segir Zerlinu hafa daðrað við Don Giovanni, en Zerlina reynir að róa hann. Donna Elvira, Donna Anna og Don Ottavio hafa ákveðið að fletta ofan af flagaranum og koma dulbúin í veisluna. Þeim er boðið inn og tónlistin ómar. Don Giovanni skipar öllum að dansa og biður Leporello að hafa ofan af fyrir Masetto. Sjálfur fer hann á fjörurnar við Zerlinu. Þegar þau eru komin afsíðis kallar Zerlina á hjálp – þá taka Anna, Elvira og Ottavio niður dulargerfin og vilja að Giovanni svari til saka en hann nær að flýja ásamt Leporello.

Brúðkaupsveisla Zerlinu og Masettos er haldin meðal bændafólksins og Don Giovanni heillast af fegurð Zerlinu. Hann fær Leporello til að lokka Masetto í burtu meðan hann freistar þess að koma Zerlinu til við sig. Honum er alveg að takast ætlunarverk sitt þegar Donna Elvira skerst í leikinn og truflar ásetning hans.

2. ÞÁTTUR Leporello hefur ákveðið að yfirgefa húsbónda sinn, svo þreyttur sé hann orðinn á hegðun hans. Don Giovanni kaupir Leporello til að koma aftur og biður hann um að

Don Ottavio og Donna Anna leita Don Giovanni uppi og biðja hann hjálpar. Donna Anna kemst ekki hjá því að þekkja Don Giovanni og minnist þeirra fyrri fundar. Don Giovanni

·6·


Teikningar Maríu Theódóru Ólafsdóttur

skipta um yfirhöfn og hatt við sig þar sem hann hafi komið auga á gullfallega stúlku, þernu Donnu Elviru, sem muni trúlega ekki líta við sér nema hann klæðist almúgafötum.

konurnar féllu fyrir honum meðan hann daðraði við þær í gerfi Leporellos. Don Giovanni heyrir rödd höfuðsmannsins og áttar sig á því að hann er staddur við gröf hans. Svipur höfuðsmannsins ávarpar Don Giovanni og varar hann við yfirvofandi dómi. Don Giovanni skipar Leporello að bjóða hinum látna til kvöldverðar.

Masetto birtist, ásamt vinum sínum, til að refsa Don Giovanni, en þeir þekkja hann ekki í dulargerfinu, trúa því að hann sé Leporello. Hann leikur á þá, þykist ætla að leggja þeim lið við að hafa upp á sínum lausláta húsbónda en þegar þeir eru tveir eftir gengur Don Giovanni í skrokk á Masetto og flýr af vettvangi. Zerlina heyrir kveinstafi Masettos og huggar hann.

Í hátíðarsalnum hjá Don Giovanni ber Leporello fram kvöldverð. Donna Elvira kemur og grátbiður hann að iðrast gjörða sinna og bæta ráð sitt. Hann neitar og segir að vín og konur séu það sem máli skipti í lífinu. Hann biður hana að borða með sér, hún neitar og áttar sig á því að hún megnar ekki að rétta honum hjálparhönd úr þessu. Hún yfirgefur hann og skilur þá Leporello eina eftir. Þá birtist höfuðsmaðurinn og talar til Don Giovanni, krefst þess að hann iðrist gjörða sinna og geri yfirbót. Don Giovanni neitar og sýnir engin merki iðrunar. Tími Don Giovannis er á þrotum og hann hverfur inn í eilíft myrkur.

Donna Elvira hefur fylgt eftir hinum dulbúna Leporello, sem hún telur vera Don Giovanni. Þau rekast á Donnu Önnu og Don Ottavio, Zerlinu og Masetto og saman ráðast þau að honum þar til Leporello kemst ekki undan því að segja þeim sannleikann, hann sé ekki Don Giovanni heldur Leporello. Honum tekst að leika á þau og telur sig hafa losnað undan þeim, þegar Zerlina eltir hann uppi og veitir honum makleg málagjöld fyrir að hafa lagt Don Giovanni lið við illvirki sín. Eftir illan leik sleppur Leporello og finnur Don Giovanni í kirkjugarði. Don Giovanni vill vita hvernig ævintýri Leporellos og Donnu Elviru hafi endað. Leporello er öskureiður húsbónda sínum, sem sýnir enga miskunn heldur særir Leporello enn meir með því að leika fyrir hann hvernig

·7·


·8·



Synopsis

ACT I Leporello, servant to Don Giovanni, impatiently waits for his master outside Donna Anna’s house, where Don Giovanni is attempting to seduce the lady. Suddenly, Don Giovanni and Donna Anna appear. Anna unsuccessfully tries to discover his identity. Her father, the Commendatore, appears and gets into a fight with Don Giovanni. Anna runs to get help. Leporello and Don Giovanni escape. Donna Anna returns with her betrothed, Don Ottavio, to find her father dead, and makes Ottavio swear to avenge her father’s death.

Donna Elvira reappears, warns the girl against him, and takes her away. Donna Anna and Don Ottavio arrive. Not realizing that Don Giovanni is the man who murdered her father, Anna seeks his help. Donna Elvira returns and tries to tell the others what kind of man he really is, but Don Giovanni tells them that Elvira is mad and takes her away. But Donna Anna has realized, from his voice, that Don Giovanni was her attacker. She tells Don Ottavio what happened to her on the night her father was killed and again begs him to seek vengeance. Ottavio, left alone, reflects on his love for her.

Leporello, tells him that his life is scandalous. When Don Giovanni becomes angry, Leporello changes the subject to Don Giovanni’s “catalogue” of women. As Don Giovanni tells of his latest flame, Donna Elvira appears. The men, not recognizing her, hide as she rages at her betrayal at the hands of a scoundrel.When Don Giovanni, pleased at the prospect of another conquest, approaches her, she recognizes him as the man who abandoned her. As she berates him, the dismayed Don sneaks off, and Leporello, explaining to her that she’s not the only one, displays the catalogue to her. A group of peasants are celebrating the wedding of Zerlina and Masetto. Don Giovanni is very interested in Zerlina. He invites everyone to enter his castle to eat and drink. But he detains Zerlina, to the annoyance of the jealous Masetto, who is finally persuaded to go with the others. Don Giovanni promises to marry Zerlina and seduces her.

Don Giovanni and Leporello reappear. Don Giovanni orders a huge party and goes off to prepare for it. Masetto stalks into the garden, ignoring Zerlina’s entreaties and accusing her of infidelity. She urges Masetto to beat her if he wants, as long as they make up. Masetto relents, but when they hear Don Giovanni approaching, Zerlina becomes agitated and Masetto, suspicious, hides to watch them together. Don Giovanni renews his attentions and tries to draw her aside into the very place where Masetto is hiding. The Don, explains to Masetto that Zerlina missed her husband, and takes the couple off. Donna Anna, Don Ottavio, and Donna Elvira enter, masked, intending to expose Don Giovanni to everyone. Don Giovanni and Leporello, not recognizing them, invite them to the party.

· 10 ·


As the guests dance, Don Giovanni continues his advances to Zerlina. He heartly welcomes the masked trio. He dances with Zerlina; Leporello grabs Masetto allowing Don Giovanni to drag Zerlina away. When Zerlina’s screams are heard, Masetto and the others rush to find her, but Don Giovanni re-enters and tries to pretend that Leporello is the culprit. Don Ottavio, Donna Anna, and Donna Elvira unmask and threaten Don Giovanni, who keeps them at bay with his sword. Using Leporello as a shield, Don Giovanni escapes.

Leporello and Elvira return; he is trying to find a way to escape her. Just as he finds the courtyard door, Ottavio and Anna enter, followed by Zerlina and Masetto. Thinking he is Don Giovanni, they corner him while Elvira begs them to spare him. Desperate, he reveals himself to the astonishment of all. As they advance on him, he begs for mercy but manages to flee. Don Ottavio urges the others to comfort Anna while he seeks revenge. Elvira, left alone, laments her betrayal. Don Giovanni laughingly relates his

ACT II Leporello threatens to leave Don Giovanni, but is persuaded to stay by his master. Don Giovanni has a plan: Leporello is to pretend to be him and entice Elvira away, leaving Don Giovanni, dressed as Leporello, free to seduce her maid. They exchange clothes. When Elvira appears, Don Giovanni hides behind Leporello and serenades her. Elvira agrees to come to him. Don Giovanni hides as Leporello clumsily makes love to her. Don Giovanni then serenades the maid but is forced to hide when Masetto and some armed villagers come looking for him. Pretending to be Leporello, Don Giovanni approaches and tells them that he has left his master, and sends them off in all directions to find him. Alone with Masetto, Don Giovanni tricks him into handing over his weapons, and then thrashes him and runs off, leaving Masetto groaning on the ground. Zerlina appears, comforts him, and takes him home

recent adventures to Leporello. Suddenly, a ghostly voice says that his mirth will soon end. Leporello, frightened, notices a statue of the Commendatore, on which is inscribed a vow of vengeance on his murderer. Don Giovanni brazenly orders the terrified Leporello to invite the statue to supper. The statue accepts. Don Giovanni orders the orchestra to play as he dines, while Leporello sneaks food from the table. Donna Elvira bursts in and begs Don Giovanni to change his ways, but he merely invites her to eat. As she leaves, she suddenly, screams, and runs out. Leporello stammers about a man of stone knocking at the door. The dead Commendatore appears and announces that he has come for supper. Don Giovanni offers his hospitality. The Commendatore refuses mortal food, but invites Don Giovanni to sup with him. Don Giovanni accepts, giving him his hand as a promise, but finds himself trapped. The voice of Commendatore demands that Don Giovanni repent, but he refuses, and is dragged off into eternal darkness.

¡ 11 ¡



Ég reyni umfram allt að vera tónskáldinu trúr Benjamin Levy hljómsveitarstjóri

Í fyrsta skiptið sem ég spilaði í hljómsveit sem slagverksleikari kom yfir mig mjög sterk löngun til þess að verða hljómsveitarstjóri. Fyrsta hljóðfærið mitt var fiðla þegar ég var barn og síðan skipti ég yfir í klassískt slagverk. Að uppgötva hljómsveitina var í raun einskonar áfall fyrir mig, allur þessi heimur opnaðist fyrir mér og ég vildi alls ekki yfirgefa hann. Mig langaði til þess að búa til tónlist með hljómsveitinni og ekki vera bundinn í gryfjunni. Þegar ég ákvað að ég vildi verða hljómsveitarstjóri var ég 15 ára gamall. Ég lauk fyrst námi á hljóðfærin mín áður en ég fór í hljómsveitarstjórnunarnám. Það er mjög gott fyrir hljómsveitarstjóra að vera strengjaleikari og það að vera slagverksleikari gefur manni sem stjórnanda góða tilfinningu fyrir rými í hljómsveitinni. Í raun tel ég slagverksleikara hafa sömu stöðu og hljómsveitarstjóra nema bara eins og einhverskonar spegilmynd.

og segja að það sé siðferðisleg skylda manns sem stjórnanda. Það á betur við mig sem stjórnandi að vera samstarfsmaður tónlistarfólksins sem ég er að vinna með frekar en að vera einráður hljómsveitarstjóri. Það tekur hljómsveitarstjóra töluverðan tíma að átta sig á því að hann er í raun og veru ekki að framleiða neitt hljóð sjálfur – það ert ekki þú sem ert að spila eða syngja. Það er þitt hlutverk að skapa andrými fyrir þá sem eru að spila og auðvitað verður hljómsveitarstjóri að velja grunnstílinn og þá átt sem hann vill fara með verkið. Þegar það hefur verið ákveðið er þitt eina markmið að safna tónlistarfólkinu saman og vinna út frá því sem að mínu mati er réttast út frá tónskáldinu. Hljómsveitarstjórnunin snýst aldrei um það hvað ég vil, heldur alltaf um það hvað ég upplifi að sé rétt út frá tónskáldinu. Ég reyni því alltaf að vera tónskáldinu trúr!

Eitt fyrsta verkefnið sem ég fékk eftir að ég útskrifaðist úr tónlistarháskólanum var að ég fékk að stjórna óperettum sem var mjög góð þjálfun fyrir ungan hljómsveitarstjóra því það eru miklar sviptingar í óperettum og söngvararnir eru mjög hreyfanlegir. Mér auðnaðist líka að komast að sem aðstoðarmaður Marc Minkowskis sem var mjög dýrmæt reynsla. Námið var mjög akademískt sem slíkt og því var mikilvægt að komast að hjá góðum stjórnanda og læra af honum. Meðal þess sem hann kenndi mér var að maður ætti alltaf að vera trúr tónskáldinu. Þessi sýn hans og annarra kennara minna hefur vísað leiðina í minni vinnu sem hljómsveitarstjóri. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að aðlaga spilamennskuna að nútímahljóðfærum, allt í þeim tilgangi að vera tónskáldinu trú. Ég vil jafnvel ganga svo langt

Óperan Don Giovanni er sérstaklega áhrifamikið verk – algjört meistarastykki. Fyrsti þátturinn í verkinu er dæmi um fullkomna dramatíska byggingu – forleikurinn sem leiðir síðan til fyrstu aríu Leporellos og síðan í atriðið þar sem Commendatore er myrtur. Þetta er allt svo skýrt og rauði þráðurinn nærri sýnilegur. Það er svo margt í allri tónlistaruppbyggingunni sem er sjónrænt og áhrifaríkt. Í fyrsta þætti er einhvern veginn fullkomið jafnvægi milli aríu og resetativs og aríurnar eru þannig að þær stöðva ekki framvinduna heldur láta verkið halda áfram. Seinni þátturinn er ólíkur og það er öruggt að Mozart og DaPonte voru ekki eins ánægðir með hann og gerðu margvíslegar endurbætur og breytingar sem sjá má í endurútgáfu óperunnar. Verkið í heild er mjög áhrifaríkt – maður heyrir alltaf eitthvað nýtt í því.

· 13 ·


Don Giovanni karakterinn er fyrir mér þrátt fyrir allt mjög viðkunnalegur – jafnvel þó hann hagi sér eins og siðblindur maður. Mozart gaf honum það meðal að geta tælt með röddinni, hún er hans verkfæri og hann notar röddina til að táldraga konurnar. Hann stelur líka melódíum annarra persóna í verkinu og gerir að sínum. Það er mjög snilldarlega gert hjá tónskáldinu. Að mínu mati er það Don Giovanni sem leiðir alla að baki sér – hann er lestarstjórinn og hann veit að endirinn verður ekki gæfuríkur. Hann nýtur þess sem hann fæst við en veit að það mun steypa honum í glötun. Hann ber með sér sorg og einmanaleika og fellur á ógnarhraða niður í hyldýpið vitandi að tíminn er á þrotum.



Listrænir stjórnendur & söngvarar BENJAMIN LEVY stundaði nám við Tónlistarháskólann í Lyon, Tónlistarháskólann í París og við American Academy of Conducting í Aspen Bandaríkjunum hjá David Zinman, Yuri Temirkanov og Jorma Panula. Benjamin var fyrst eftir útskrift aðstoðarmaður Marc Minkowski á mörgum tónleikum og í óperuuppfærslum m.a. hjá Leipzing Gewandhaus hljómsveitinni, Mahler Chamber hljómsveitinni, Les Musiciens du Louvre, við Parísaróperuna, Hollensku óperuna og á Salzburgar Festival. Benjamin Levy hefur stjórnað víðs vegar í Evrópu m.a. hjá Rotterdam Fílharmóníunni, Orchestre de la Suisse Romande, Nationale Reisopera í Hollandi, Théatre Stansilavsky í Moskvu, Moskvu Fílharmóníunni, Umeå óperunni, Orchestre de Chambre de Lausanne, Radio Filharmonisch Orkest, Radio Kamer Filharmonie, Gelders Orkest, Residentie Orkest í Haag, og að auki Noord Nederlands hljómsveitinni og Hljómsveitinni í Bayonne. Í heimalandi sínu, Frakklandi hefur hann unnið með eftirfarandi hljómsveitum: Orchestre National de Montpellier, Orchestre National d’Ile-de-France, Orchestre National de Lorraine, Opéra National de Lyon, Opéra de Rouen, Opéra National du Rhin, Opéra de Limoges, Théâtre National du Capitole de Toulouse, Orchestre National de Lyon, Orchestre Colonne, Orchestre Symphonique et Lyrique de Nancy og Orchestre Lamoureux. Árið 2005 hlaut hann verðlaun sem „Bjartasta vonin“ hjá Sambandi franskra tónlistargagnrýnenda og árið 2008 hlaut hann ADAMI – Verðlaun ungra hljómsveitarstjóra. Benjamin Levy er tónlistarstjóri hljómsveitarinnar Orchestre de Chambre Pelléas, sjálfstæð

hljómsveit stofnuð af hljóðfæraleikurunum sjálfum. Sveitin hefur leikið í mörgum þekktum tónleikasölum t.a.m. í Concertgebouw in Amsterdam Théâtre des Champs Elysées, Théâtre du Châtelet, Philharmonie de Paris o.fl. stöðum.

KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR tók lokapróf frá Leiklistarskóla Íslands 1978 auk þess sem hún á að baki fjölbreytt námskeið í leikstjórn og ýmsum öðrum greinum sviðslistanna. Kolbrún hefur leikstýrt fjölda leiksýninga sem oftar en ekki hafa byggt á tónlist að stórum hluta. Hún leikstýrði frumflutningi Skilaboðaskjóðunnar í Þjóðleikhúsinu, þar leikstýrði hún einnig Fiðlaranum á þakinu, Yndisfríði og ófreskjunni, Hamingjuráninu og Kardemommubænum. Hjá Leikfélagi Akureyrar setti hún upp Leðurblökuna, Systur í syndinni og Þar sem djöflaeyjan rís. Af uppsetningum hennar í Gamla Bíói má nefna uppsetningu Sumaróperunnar á Happy End og sýningar leikhópsins Á Senunni, Kabarett og Hinn fullkomni jafningi, en Kolbrún er annar stofnenda leikhópsins Á Senunni og hefur leikstýrt í nafni hópsins sýningum á borð við Ævintýrið um Augastein og Paris at Night. Þá sviðsetti Kolbrún opnunarhátíð Hörpu 2011 og konsertuppfærslu Íslensku óperunnar, Listahátíðar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl. vor á Peter Grimes, en sú uppfærsla er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 sem tónlistarviðburður ársins í flokki sígildrar tónlistar.

· 16 ·


BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann hefur unnið lýsingu fyrir fjölda sýninga hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Íslenska dansflokknum og fyrir ýmsa leikhópa. Hjá Leikfélagi Akureyrar lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn, Svar við bréfi Helgu, Rautt, Mýs og menn, Hamlet, Jeppi á Fjalli og Furðulegt háttalag hunds um nótt, Mávurinn, Njála og Flóð. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vinnu sína, m.a. Grímuna. Björn er nú yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu.

MARÍA TH. ÓLAFSDÓTTIR búningahöfundur útskrifaðist frá Parsons School of Design 1992 og hefur síðan verið afar farsæl í vinnu sinni á Íslandi. Hún hefur hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Sjálfstæðu leikhúsin auk þess hún hefur unnið við allmargar kvikmyndir. Hún hannaði einnig búningana f. Latabæ um margra ára skeið. Meðal sýninga sem hún hefur hannað fyrir eru West Side Story,Þrek og Tár, Kardimommubærinn, Oliver, Les Miserables, Spamalot, Gosi, Dýrin í Hálsaskógi, Ávaxtakarfan - allar uppfærslur frá upphafi og bíómynd, Hárið , Grease, og Hafið Bláa. María hefur hlotið Grímuverðlaun fyrir Gosa árið 2007 og fjölmargar tilnefningar til Grímunnar fyrir aðrar sýningar sínar. María hefur kennt við Listaháskóla Íslands, starfað sem stílisti og hugmyndasmiður við ótal

auglýsingar og er einn af stofnendum barnafatafyrirtækisins As We Grow sem starfað hefur frá árinu 2011. María var höfundur búninga í sýningu ÍÓ á Rakaranum frá Sevilla 2015.

SNORRI FREYR HILMARSSON lauk BA námi í leikmyndahönnun frá Tækniháskólanum í Birmingham 1989. Hann hlaut The Linbury Price for stagedesign og vann verkefni í tengslum við það með Theatre Complicite í London. Verkefni hans og vinna hafa verið verðlaunuð hér heima og erlendis. Hannhefur tekið þátt í myndlistarverkefnum og bókaútgáfu. Meðal leikmynda Snorra í Borgarleikhúsinu má nefna; Svar við bréfi Helgu 2012, Gyllti drekinn, Galdrakarlinn í Oz, Fólkið í kjallaranum (tilnefnd sýning ársins 2011), Nei ráðherra (áhorfendaverðlaun 2011) Jesús litli (sýning ársins og leikskáld ársins 2010), Söngvaseiður 2009, Fló á skinni, Mein kampf (tilnefnd leikmynd ársins 2007), Sporvagninn Girnd (tilnefnd sýning ársins 2004) og Blíðfinnur 2001. Meðal verkefna fyrir Þjóðleikhúsið eru t.d. Drög að svínasteik hjá EGG-leikhúsinu/Þjóðleikhúsinu 1993, Sannar sögur af sálarlífi systra 1994 (Menningarverðalaun DV), Hægan Elektra, Laufin í Toscana 2001, Rakstur 2003. Fyrir Íslensku óperuna má nefna Sweeney Todd (tilnefnd leikmynd ársins 2005), Tökin hert og Brottnámið úr kvennabúrinu. Önnur verkefni eru t.d. Kvetch í Vesturporti (Grímuverðlaun - sýning ársins, tilnefnd leikmynd ársins 2003), Kabarett hjá Á senunni og Íslensku óperunni, Úlfhamssaga hjá Öðru sviði og Hafnarfjarðarleikhúsinu (tilnefnd sýning ársins og leikmynd ársins 2005). Meðal kvikmyndaverkefna eru sjónvarpserían Sigla Himinfley 1993 fyrir RÚV og Norrænar sjónvarpsstöðvar, Tár úr steini 1995 (The Nordic Audience Prize 1996), Lazytown, (Bafta awards 2006) og konsept verkefni fyrir BBC 2008.

· 17 ·




ÁGÚST ÓLAFSSON baritón, stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og við Sibeliusarakademíuna. Helstu hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni til þessa eru titilhlutverkið í Sweeney Todd, Skugginn í The Rake‘s Progress, Harlekin í Ariadne á Naxos, Marcello í La Bohéme, Papagenó í Töfraflautunni, Séra Torfi í Ragnheiði, Fiorello í Rakaranum frá Sevilla og Belcore í Ástardrykknum, en fyrir það hlutverk hlaut hann Grímuverðlaunin 2010. Ágúst var einn söngvaranna í Óperuperlum árin 2007 og 2009 og í Perluportinu 2011. Hann fór með hlutverk Álfs í frumflutningi óperunnar Hel eftir Sigurð Sævarsson 2009. Ágúst hefur tvívegis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrst sem Flytjandi ársins ásamt Gerrit Schuil fyrir flutning sinn á ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 og svo sem Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013.

ELMAR GILBERTSSON tenór, útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Amsterdam í Hollandi þar sem hann lagði stund á mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Kennarar hans þar voru Jón Þorsteinsson og Peter Nilson. Eftir námið var Elmar ráðinn hjá Óperustúdíói Hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht í Hollandi, þar sem hann hefur starfað mikið síðustu ár, ásamt lausráðningum við óperuhús víðsvegar um Evrópu. Þar má helst nefna Nantes, Toulon og Aix en Provence í Frakklandi, Ríkisóperunni í Amsterdam, Brno í Tékklandi, The Barbican Center í London og Bochum í Þýskalandi. Elmar hefur á ferli sínum sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Má þar meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček og á síðasta leikári söng Elmar hlutverk prinsins í Öskubusku eftir Rossini hjá Maastricht óperunni, hlutverk Mímis í Rínargulli Wagners hjá hinni virtu Ruhrtriennale listahátíð í Þýskalandi og hlutverk Hertogans af Mantua í Rigoletto eftir Verdi. Elmar hlaut Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins, fyrir hlutverk Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson er sett var upp hjá Íslensku óperunni snemma árs 2014. Elmar hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

· 20 ·


HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR sópran, hóf söngnám hjá Sigurði Demetz árið 1991. Hún lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Sama ár hóf hún nám hjá Theresu E. Goble við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan með láði sumarið 2001. Hallveig hefur sungið nokkur óperuhlutverk, flest hjá Íslensku Óperunni en einnig víðar. Meðal hlutverka hennar eru Michaëla í Carmen eftir Bizet, Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart, Gianetta í Ástardrykknum eftir Donizetti og Echo í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Hún hefur komið fram sem einsöngvari víða um heim, sungið sópranhlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna og hefur margoft sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk fjölda annarra hljómsveita bæði hér á landi og erlendis. Hallveig hefur verið sérstaklega virk í flutningi nýrrar tónlistar og frumflutt mörg ný íslensk verk t.d. á Listahátíð í Reykjavík og á Sumartónleikum í Skálholti og sungið inná upptökur fyrir útvarp. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist árið 2013 fyrir hlutverk sitt sem Michaëla í Carmen hjá Íslensku óperunni. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins árið 2014 fyrir sama hlutverk. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna annað árið í röð árið 2014.

HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR mezzó-sópran, stundaði söngnám hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnar við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín. Kennarar hennar þar voru m.a. Dietrich Fischer-Dieskau og Aribert Reimann og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín. Á meðal þeirra u.þ.b. 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum eru Greifynjan í Brúðkaupi Figarós, Cio Cio San í Madame Butterfly, Marie í Wozzek, Miss Jessel í Tökin hert og titilhlutverkið í Ariadne á Naxos sem hún söng í Íslensku óperunni 2007. Haustið 2010 söng hún „Miss Donnithorne´s Maggot“ eftir Peter Maxwell­Davies í Ríkisóperunni í Berlín og fékk feikilega jákvæða umfjöllun. Hanna Dóra hefur komið fram á tónleikum um allt Þýskaland og víða í Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands. Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í frumflutningi á nýrri óperutónlist og flutt með þeim verk m.a. í Varsjá og Lúxemburg. Sumarið 2012 var hún í aðalhlutverki í verkinu Wagnerin, sem hópurinn setti upp í samstarfi við Ríkisóperuna í München. Á Íslandi hefur hún auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus. Hanna Dóra hefur þrisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokknum eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2012, fyrir titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014.

· 21 ·


ODDUR JÓNSSON baritón, stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Alex Ashworth og lauk burtfararprófi með ágætiseinkunn. Hann lauk meistaragráðu frá Universität Mozarteum í Salzburg, Austurríki og hlaut Lilli Lehmann-viðurkenninguna fyrir framúrskarandi meistarapróf í óperusöng. Kennarar hans við skólann voru Andreas Macco, Martha Sharp, Eike Gramss, Gernot Sahler, Breda Zakotnik og Julia Pujol. Fyrir fyrsta hlutverk sitt hjá Íslensku óperunni, Rodrigo í Don Carlo, var hann útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014. Hann söng titilhlutverkið í Rakaranum frá Sevilla haustið 2015 hjá ÍÓ en auk þess hefur Oddur sungið Greifann í Brúðkaupi Fígarós, Guglielmo í Così fan tutte, Belcore í Ástardrykknum, Orest í Iphigenie auf Tauris, Kaiser í Kaiser von Atlantis, Ned Keene í Peter Grimes og Herald í The Burning Fiery Furnace. Sem einsöngvari söng Oddur Das Lied von der Erde eftir G. Mahler í Garnier-óperunni í París í ballettuppsetningu John Neumeier. Hann hefur sungið Jesús í Jóhannesarpassíunni, bassahlutverkin í H-moll messunni og Jólaóratóríunni eftir Bach, Solomon eftir Händel, Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. Hann hefur einnig tekið þátt í flutningi á kantötum og messum eftir Telemann, Bach, Händel, Mozart, Haydn og Gounod. Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum keppnum. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki; varð þriðji í Schubert-keppninni í Dortmund og þriðji í Musica Sacra-keppninni í Róm. Hann fékk Schubert-verðlaunin og verðlaun fyrir besta ljóða- og óratoríuflytjandann í Francesc Viñas-keppninni í Barcelona. Hann söng í úrslitum Belvedere-keppninnar og í alþjóðlegu Mozart-keppninni.

JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON bassi, stundaði framhaldsnám í söng við óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig til Kölnaróperunnar í þrjú ár, og var síðan á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, m.a. Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester og WDR útvarpshljómsveitina í Köln. Jóhann hefur sungið yfir 50 hlutverk á ferlinum, þar á meðal titilhlutverkið í Evgení Ónegin, Baron Ochs í Rósariddaranum, Filippo II í Don Carlo, Don Magnifico í Öskubusku, Sarastro í Töfraflautunni, Leporello í Don Giovanni, Rocco í Fidelio, Hollendinginn og Daland í Hollendingnum fljúgandi, titilhlutverkið í Gianni Schicchi, Tevje í Fiðlaranum á þakinu, Scarpia úr Tosca og titilhlutverkið í Mefistofele eftir Boito. Jóhann söng hlutverk Skugga í óperunni Hel efir Sigurð Sævarsson á Listahátíð 2009. Meðal verka á tónleikum hérlendis og erlendis eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, Sköpunin eftir Haydn og 8. sinfónía Mahlers, m.a. með Berlínarfílharmóníunni. Jóhann Smári söng hlutverk Trulove í uppsetningu Íslensku óperunnar á The Rake’s Progress haustið 2006 og Grenvils læknis í La Traviata vorið 2008. Þá flutti hann Vetrarferð Schuberts í leikrænni útfærslu ásamt Kurt Kopecky árin 2008 og 2010 og var í kjölfarið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum Rödd ársins. Hann söng hlutverk Sparafucile í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010, Sarastró í Töfraflautunni haustið 2012 og Colline í La Bohème vorið 2012. Síðastliðið haust söng Jóhann Smári hlutverk Il Commendatore í Don Giovanni eftir Mozart við Skosku óperuna í Glasgow, í leikstjórn Sir Thomas Allen.

· 22 ·


TOMISLAV LAVOIE bassi, nam fyrst fiðluleik við Tónlistarháskólann í Montréal og lauk síðar söngnámi frá Háskólanum í Montréal. Meðal hlutverka hans á sviði eru Masetto (Don Giovanni), Figaro (Brúðkaup Fígarós), Don Alfonso (Cosi fan tutte), Basilio (Rakarinn frá Sevilla), The four villains, (Ævintýri Hoffmans). Tomislav söng nýlega í Samson og Dalila undir stjórn Tugan Sokhiev, La Muette de Protici hjá Opéra Comique, La Traviata í Montreal, Grímudansleikinn og Don Giovanni (Leporello) í Tours and Reims, Montezuma í Montreal, Castor et Pollux (Ensemble Pygmalion) í Besançon, París og Bordeaux, Faust í Amsterdam, Alceste eftir Gluck við Parísaróperuna, Armide eftir Lully í Innsbruck, Le Pré aux Clercs í Wexford, Elektra (Nézet Seguin) í Montreal, Stabat Mater Rossinis í Avignon og L’Enfance du Christ in Bochum. Verkefni framundan hjá honum eru m.a. Alceste í Lyon, Les Féluettes (nýtt verk) í Montreal, Armide í Postdam, Proserpine (Saint-Saens) í Munchen og Versölum, Leonore eftir Gaveau og Beethoven hjá Óperuhúsinu í Lafayette.

ÞÓRA EINARSDÓTTIR sópran, stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og við Guildhall School of Music and Drama hjá prof. Lauru Sarti. Þóra hefur sungið hlutverk í Glyndebourne Festival Opera, ENO, Opera North, Opera Factory, Wiesbaden, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt, Berlín, Basel, Genf, Lausanne, Prag, Salzburg, Bologna og Malmö auk Íslensku óperunnar. Meðal hlutverka Þóru eru Pamina í Töfraflautunni, Susanna í Brúðkaupi Figarós, Ilia í Idomeneo, Despina í Cosi fan tutte, Zerlina í Don Giovanni, Euridice í Orfeo ed Euridice, Cleopatra í Júlíus Cesar, Elmira í Croesus, Adina í Ástardrykknum, Marie í Dóttir herdeildarinnar, Gilda í Rigoletto, Mimi í La Bohème, Michaela í Carmen, Sophie í Rosenkavalier, Xenja í Boris Godunov, Adele í Leðurblökunni, Ännchen í Freischütz, Woglinde og Waldvogel í Niflungahringnum og Luca í The Rape of Lucretia. Hún hefur m.a. sungið hlutverk í nýjum óperum eftir Harrison Birtwhistle, Simon Holt, Sunleif Rasmussen og Gregory Frid og er frammistaða hennar í hlutverki Ragnheiðar í samnefndri óperu eftir Gunnar Þórðarson enn í fersku minni. Auk fjölda tónleika á Íslandi hefur hún komið fram á tónleikum víða ásamt þekktum hljómsveitum, m.a í Barbican Hall, Royal Albert Hall og Royal Festival Hall í London, Konzerthaus Berlin, Berliner Dome, Philharmonie am Gasteig, Kennidy Center í Washington og Weil Recital Hall í New York. Þóra hefur sungið inn á fjölda hljóðritana bæði hér heima og erlendis. Hún söng hlutverk Mimi í fyrstu heildarútgáfu á óperunni Vert-Vert eftir Offenbach sem kom út hjá Opera Rara í London. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið sæmd hinni íslensku fálkaorðu og Dannebrog-orðunni. Þóra gegnir stöðu aðjúkts við Listaháskóla Íslands.

· 23 ·



Kór Íslensku óperunnar SÓPRAN Fjóla Nikulásdóttir Guðrún Helga Stefánsdóttir Hanna Björk Guðjónsdóttir Hanna Þóra Guðbrandsdóttir Hulda Proppé Lilja Margrét Riedel Þóra Björnsdóttir ALT Lilja Dögg Gunnarsdóttir Jóhanna Ósk Valsdóttir Kristín Sigurðardóttir Rósalind Gísladóttir Sibylle Köll Sigurlaug Knudsen TENÓR Alexander Jarl Þorsteinsson Níels Bjarnason Pétur Björnsson Skarphéðinn Þór Hjartarson Sveinn Enok Jóhannsson Þorbjörn Rúnarsson Örvar Már Kristinsson BASSI Ásgeir Eiríksson Magnús Guðmundsson Hjálmar P. Pétursson Jón Leifs Sigurður Haukur Gíslason Sæberg Sigurðsson


Hljómsveit Don Giovanni

HLJÓMSVEIT 1. FIÐLA Nicola Lolli konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir Zbigniew Dubik Pálína Árnadóttir Andrzej Kleina Bryndís Pálsdóttir Ingrid Karlsdóttir Þuríður Helga Ingvarsdóttir 2. FIÐLA Helga Þóra Björgvinsdóttir Gunnhildur Daðadóttir Christian Diethard Sigurlaug Eðvaldsdóttir Ágústa María Jónsdóttir Matthías Stefánsson VÍÓLA Þórarinn Már Baldursson Guðrún Þórarinsdóttir Laufey Pétursdóttir Ásdís Runólfsdóttir Eyjólfur Bjarni Alfreðsson

SELLÓ Sigurður Bjarki Gunnarsson Margrét Árnadóttir Hrafnkell Orri Egilsson Örnólfur Kristjánsson BASSI Hávarður Tryggvason Dean Ferrell Gunnlaugur Torfi Stefánsson Páll Hannesson FLAUTA Melkorka Ólafsdóttir Emelía Rós Sigfúsdóttir ÓBÓ Matthías Nardeau Peter Tompkins KLARINETT Ármann Helgason Grímur Helgason FAGOTT Michael Kaulartz Darri Mikaelsson Kristín Mjöll Jakobsdóttir

· 26 ·

HORN Emil Friðfinnsson Joseph Ognibene TROMPET Einar Jónsson Eiríkur Örn Pálsson BÁSÚNA Sigurður Þorbergsson Oddur Björnsson Einar Jónsson David Bobroff PÁKUR Eggert Pálsson MANDÓLÍN Matthías Stefánsson SEMBALL Guðrún Óskarsdóttir


Starfsfólk og stjórn og sérstakar þakkir

FÓLKIÐ Sýningarstjóri: Níels Thibaud Girerd Píanóleikarar á æfingum: Janet Haney Aladar Rácz Raddþjálfari (répétiteur): Alessandro Misciasci Myndverk í leikmynd: Helena Stefánsdóttir Arnar Steinn Friðbjarnarson Leiksviðsstjóri: Ólafur Haukur Matthíasson Leikmyndasmíð: Verkstæðið ehf Förðunarmeistari: Dagbjört Helena Óskarsdóttir Andlitsförðun: Ólöf Guðrún Helgadóttir Sigríður Filippía Erlendsdóttir Hágreiðslumeistari: Hólmfríður Kristinsdóttir Hárgreiðsla: Mike Sanchez Rósalind Gísladóttir Danshreyfingar í 1. þætti: Sibylle Köll Ljósakeyrsla á sýningum: Jóhann Bjarni Pálmason

Eltiljós á sýningum: Gréta Arnardóttir Halldór Óli Ólafsson Ýmir Ólafsson Umsjónarmaður hljómsveitar: Steinþór J. Guðmundsson Íslensk þýðing: Veturliði Guðnason Textastjórnun: Anna Helga Björnsdóttir Starfsmenn búningadeildar: Helga Lúðviksdóttir Sigrún Einarsdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir Aðalheiður Snæbjarnardóttir ÓPERUSTJÓRI: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Fjármálastjóri: Þorgerður Gylfadóttir Skipulagsstjóri: Virpi Jokinen Markaðs-og kynningarstjóri: Nathalía Druzin Halldórsdóttir STJÓRN ÍSLENSKU ÓPERUNNAR: Helga Lára Guðmundsdóttir formaður Pétur J. Eiríksson Þórhildur Líndal Kristinn Sigmundsson Hákon Guðbjartsson

· 27 ·

STJÓRN VINAFÉLAGS ÍSLENSKU ÓPERUNNAR: Þórhildur Líndal formaður Helga Lára Guðmundsdóttir Hjördís Smith Marta Jónsdóttir Steinn Jónsson SÉRSTAKAR ÞAKKIR: TM Software Þjóðleikhúsið Árdís Bjarnþórsdóttir Lilja Eggertsdóttir Leifur Kolbeinsson LEIKSKRÁ SÝNINGARINNAR DON GIOVANNI, FEBRÚAR 2016 Útgefandi: Íslenska óperan Ábyrgðarmaður: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Ritstjórn: Nathalía Druzin Halldórsdóttir Hönnun kynningarefnis og leikskrár: Helga Gerður Magnúsdóttir Ljósmyndir: Jóhanna Ólafsdóttir



Margslungið sköpunarverk Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri

Óperan Don Giovanni er dæmi um óperu sem kallar á samhentan hóp söngvara, þar sem hvert rúm þarf að vera vel skipað svo fléttan í sögunni gangi upp. Í vinnunni höfum við leitast við að gera persónurnar trúverðugar fyrir áhorfendur dagsins í dag, höfum leitað að hliðstæðum fyrir þær og aðstæður þeirra í samfélaginu sem við lifum og hrærumst í. Þekkjum við ekki öll einhvern Don Giovanni í okkar nánasta umhverfi? Eða Donnu Elviru? Mér hefur þótt eftirsóknarvert að rýna í kvenhlutverkin með hliðsjón af sögum kvenna á okkar tímum. Við höfum skoðað styrk hverrar og einnar, leitað eftir sjálfstæði þeirra til að taka eigin ákvarðanir þó þær þurfi allar að kljást við þennan heillandi en sjálhverfa flagara Don Giovanni. Við höfum frekar horft á hann þeim augum fremur en illa innrættan ofbeldismann. Í gegnum þetta ferli höfum við sannfærst um að sagan af þessum dramatísku samskiptum kynjanna sé í raun saga allra tíma og þannig nálgumst við framsetningu hennar hér og nú. Íslenska óperan hefur líka sett sér það markmið að stækka og breikka áhorfendahópinn, sem hefur áhrif á þessa nálgun okkar; að skoða sögu þeirra Mozarts og Da Pontes frá 1787 með gleraugum dagsins í dag.

Í vinnuferlinu höfum við velt fyrir okkur starfsaðferðum óperusöngvara, sem bæði eru tónlistarmenn og leikarar. Þeir þurfa sem sagt að vera jafnvígir á tónlistina og leiklistina til þess að geta túlkað hlutverk sín með sannfærandi hætti á leiksviði. Óperusöngur er sérlega margbrotin listgrein þegar horft er til þess að söngvarinn sem tónlistarmaður skilur hljóðfærið sitt aldrei við sig; hljóðfærið er hann sjálfur. Þar spila saman innri og ytri þættir, samspil tækni og tilfinninga, huga, anda og líkama. Þetta flókna samspil gerir söngvaranum kleift að hreyfa við okkur með söng sínum og flutningi, fá okkur til að hlæja og gráta. Það má segja um óperuformið að þar komi allar listgreinarnar saman. Að setja upp svona stóra sýningu er samstarf listamanna af ýmsum toga með fjölbreytta reynslu, þar sem hver og einn hefur úrslitaáhrif á lokaútkomuna. Sköpunarverkið sjálft er margslungið og á endanum skiptir ekki máli hver á hvaða hugmynd. Það er eiginlega skemmtilegast þegar verkið verður svo sjálfstætt að það tekur hreinlega völdin, vex og þroskast fyrir eigin vélarafli.

· 29 ·



· 31 ·



Hrifning & hrollur um Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart Halla Oddný Magnúsdóttir

Upphafið á forleiknum að Don Giovanni er eitthvert það áhrifaríkasta í óperusögunni. Hann hefst á dramatískum og hrollvekjandi d-moll kadens, sem er svo þrunginn yfirvofandi ógn að við getum verið þess fullviss að hann snúi aftur síðar (sem hann vissulega gerir undir lok óperunnar, og þá enn hræðilegri en áður). Sjaldan hafa örlög aðalpersónu verið ráðin með svo afgerandi hætti strax í upphafi: Fræi tortímingarinnar hefur verið sáð og upp af því vaxa ísmeygilegar laglínur sem fikra sig upp og niður tónsviðið og ljá jarðarfararkenndum fyrri hluta forleiksins næstum óbærilega spennu. Það er óhætt að ætla að óperugestum á ofanverðri átjándu öld hafi verið brugðið – enda flestir líklega komnir til að sjá gamanóperu um frægan kvennbósa, opera buffa, í anda Brúðkaups Fígarós. Eftir stuttan adagio-kafla birtir þó skyndilega til í forleiknum, mollinn leysist upp í bjartan D-dúr og allegro-hlutinn tekur við; tónlistin fyllist þeirri himnesku leikgleði sem ef til vill var hin sanna náðargáfa Mozarts. Það er ekki laust við að þessar kraftmiklu andstæður feli í sér dálítið mótsagnakennd skilaboð til áheyrenda. Þannig gefur forleikurinn góða vísbendingu um það margræða listaverk sem í vændum er. Önnur slík vísbending felst í flokkun höfundanna sjálfra á verkinu: Þetta er ekki opera buffa, heldur dramma giocoso, nokkurs konar gáskadrama, þar sem bæði harmrænum og skoplegum persónum er stefnt saman í heild sem stöðugt dansar á mörkum gamans og alvöru. Il dissoluto punito, ossia il Don Giovanni – Siðleysingjanum refsað, eða Don Giovanni var önnur óperan sem Wolfgang Amadeus Mozart samdi við líbrettó hins litríka Lorenzo Da Ponte. Sú fyrri, Brúðkaup Fígarós, hafði í lok árs 1786 vakið

svo taumlausa hrifningu í Prag (skömmu eftir heldur hófstilltari móttökur við frumsýningu í Vín) að auðugir aðdáendur Mozarts buðu honum til borgarinnar svo hann gæti séð uppsetninguna. Þar var tónskáldinu tekið með kostum og kynjum. „Hér er ekki um annað talað en Fígaró,“ skrifaði Mozart í bréfi til vinar síns 15. janúar 1787, „ekki annað leikið, blásið, sungið eða blístrað en – Fígaró.“ Það var ljóst að í höfuðstað Bæheims, sem á þessum tíma var hluti Austurríska keisaradæmisins, naut Mozart þeirrar hylli sem hin stífa og stéttskipta Vínarborg neitaði honum um enn um sinn, og hann sneri heim með nýja pöntun í farteskinu: Gamanóperu í stíl við Brúðkaup Fígarós sem frumflytja átti í Prag haustið eftir. Þaulhugsaður lokasprettur Til eru margar sögur um það hve hratt Mozart á að hafa samið tónlistina við Don Giovanni – jafnvel á innan við mánuði. Það er vissulega örlítið sannleikskorn í þeim: Ef marka má frásögn Constönzu, konu hans, festi hann áðurnefndan forleik óperunnar á blað nóttina fyrir frumsýninguna, á meðan hún færði honum púns til hressingar og sagði honum furðusögur til að reyna að halda honum vakandi. Síðasta tvístrikið mun hafa verið dregið rétt í þann mund sem sendisveinninn kom að sækja handritið og færa það skrifurum til afritunar klukkan sjö að morgni frumsýningardagsins. Svona lokasprettir voru þó ekki óvanalegir – Mozart hafði yfirleitt þann háttinn á að geyma forleikinn þar til síðast, þegar heildarmynd óperunnar lá fyrir. Þannig var það einnig nú, og sú heildarmynd var bæði úthugsuð og þaulunnin – enda var henni tekið fagnandi þegar hún var frumsýnd í Nostitz-leikhúsinu (sem nún nefnist Estates-leikhúsið) í Prag 29. október 1787.

· 33 ·


Málverk Alexandre-Évariste Fragonard (um 1830) af Don Giovanni og styttunni af Commendatore.

Mozart og Constanza á málverki Williams James Grant (um 1854).

Ætla má að Mozart hafi verið með hugann við óperuna frá því mars sama ár, þótt líbrettóið yrði ekki fullbúið fyrr en nokkru síðar. Lorenzo Da Ponte, sem nokkrum árum fyrr hafði hrökklast frá prestskap í Feneyjum vegna kvennafars, var nú bæði hirðskáld Jósefs II Austurríkiskeisara og eftirsóttasti líbrettisti Vínarborgar. Hann hafði ýmis járn í eldinum – þar á meðal líbrettó fyrir hinn fræga keppinaut Mozarts, Antonio Salieri. Vormánuðir ársins 1787 voru erfiðir tímar hjá Mozart. Hinn strangi og fyrirferðarmikli faðir hans, Leopold Mozart, lést í maí og sjálfur var Wolfgang Amadeus of heilsuveill til að geta verið hjá föður sínum á dauðastundinni. Hann og Constanza þurftu að flytja úr íbúð sinni í miðborg Vínar í úthverfið Landstrasse vegna fjárhagserfiðleika og meira að segja hið hjartfólgna gæludýr Mozarts, söngelskur og blíður smáfugl af starraætt, safnaðist til feðra sinna um sumarið. Það hlýtur því að teljast afrek í sjálfu sér að hafa náð að semja óperuna á innan við ári, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að á sama tíma lauk Mozart við þrjá kvintetta, sónötu og tvö divertimentó, þar á meðal hið fræga Eine kleine Nachtmusik. Líkt og þeir sem séð hafa fræga kvikmynd Milosar Formans um ævi Mozarts, Amadeus, hefur föðurmissirinn verið mörgum tilefni til ævisögulegrar túlkunar á óperunni. Samkvæmt henni er hinn ógnvænlegi Commendatore táknmynd föðurins stranga, en Don Giovanni fulltrúi hins breyska og hvatvísa sonar. Dramað í heild verður þá að uppgjöri manns sem finnst hann hafa brugðist væntingum föður síns, en samband þeirra feðga var alla tíð erfitt. Það er vitaskuld engin leið að vita hvaða áhrif fráfall Leopolds Mozart hafði

Estates-leikhúsið í Prag.

á tilfinningalíf og tónsköpun sonar hans, en það er í besta falli mikil einföldun á miklu og margbrotnu listaverki að einblína á ævisögulega túlkun á því. Leikhúsmaðurinn Mozart Þær eru 2065 alls, konurnar sem skráðar eru í katalóginn – litlu, svörtu bókina sem Leporello syngur upp úr sína galsafullu katalóg-aríu í óperu Mozarts – konurnar sem leyft hafa Don Giovanni að draga sig á tálar. En sennilega eru þeir mun fleiri, rithöfundarnir og leikritaskáldin sem fallið hafa fyrir persónutöfrum þessarar vafasömu hetju í gegnum tíðina. Hægt er að rekja uppruna frásagnarinnar um aðalsmanninn kvensama sem banar öðrum manni, býður höggmynd af honum til veislu og er í framhaldinu dreginn niður til heljar, aftur til miðalda. Hún rataði þó fyrst á prent í leikriti spænska munksins Tirso De Molina um 1630, og hafði síðan birst í hundruðum ólíkra útfærslna víða í Evrópu. Það var Mozart sjálfur sem valdi Don Juan sem viðfangsefni nýju óperunnar. Honum hafði áskotnast líbrettó Ítalans Giovanni Bertati að nýlegri óperu Giuseppe Gazzaniga upp úr sömu sögu, og fengið það Da Ponte til að styðjast við (enda ríkjandi hugmyndir um höfundarrétt frjálslegar í samanburði við þær sem tíðkast í dag). Þó er ýmislegt sem greinir Don Giovanni, óperu Mozarts og Da Pontes, frá öllum hinum útgáfum sögunnar. Vissulega er líbrettó Da Pontes á margan hátt betra en líbrettó Bertatis – og annarra á undan honum. Það er bæði fyndið og spennandi, en býr auk þess yfir ríkulegum undirtexta sem Mozart leikur sér

· 34 ·


· 35 ·


Persónur dregnar með tónum Dæmi um þetta er tónlistarleg persónusköpun óperunnar. Þótt Don Giovanni sjálfur kunni að líta á kvenpersónurnar þrjár, Donnu Önnu, Donnu Elviru og Zerlinu sem kynferðisleg viðföng fyrst og fremst, og vænlegar viðbætur við katalóginn fræga, er ljóst að Mozart gerir það ekki. Aríur þeirra afhjúpa djúpar og flóknar persónur sem bregðast á mismunandi hátt við erótísku eyðileggingarafli flagarans. Skapgerð hverrar og einnar persónu er svo samofin tónmáli aríanna sem þær syngja að óhugsandi væri að víxla aríunum á milli þeirra. Allar aðalpersónurnar sex eru auk þess bæði flóknar og margræðar. Hefndarþorsti Donnu Elviru tekst til dæmis á áhrifaríkan hátt á við þrá sem hún getur ekki kæft með rökhugsun, og tenórhlutverk óperunnar, Don Ottavio, er eins fjarri tvívíðri staðalmynd hetjutenórsins og hugsast getur: Hann er blíður og innilegur í ást sinni til Donnu Önnu en jafnframt ragur við að verja heiður þeirra beggja með ofbeldi eins og vænst er af honum. Það hvernig Mozart tekst að flétta saman þessum persónum í samsöng er svo kapítuli út af fyrir sig. Með liprum kontrapunkti og ótrúlegu valdi á snöggum hljómrænum sviptingum tekst honum til að mynda að koma í veg fyrir að aríurnar verði dramatískir kyrrstöðupunktar, heldur knýja þær beinlínis atburðarásina áfram. Niðurstaðan er ópera þar sem leiktexti og tónlist falla saman á hátt sem aldrei hafði áður sést – en varð að keppikefli óperutónskálda 19. aldarinnar, þar á meðal manna á borð við Richard Wagner.

Sínum augum lítur hver á skúrkinn En hver er þá Don Giovanni, sjálft hreyfiaflið í sögunni, hetja hennar og óþokki í senn? Er hann siðlaus hrotti sem ber enga virðingu fyrir lífi annarra eða hugrakkur uppreisnarmaður sem hafnar úreltum siðvenjum kirkju og samfélags? Er hann táknmynd fyrir kúgunarvald aðalsins eða holdgervingur frelsisins í aðdraganda frönsku byltingarinnar? Er hann ástríðufullur gleðimaður sem elskar allar konur – eða aumkunarverður vesalingur sem misst hefur tökin á eigin hvatalífi? Við þessum spurningum er auðvitað ekki til einfalt svar. Segja má að Mozart og Da Ponte hafi verið þeir fyrstu til að taka goðsögnina um Don Juan alvarlega. Í meðförum þeirra er hann margræð persóna, hrífandi og hrollvekjandi í senn, rétt eins og tónlistin sem hljómar þegar hann mætir loks örlögum sínum – forhertur og fullkomlega laus við iðrun – tónlistin sem ægilegir upphafshljómar forleiksins að óperunni gáfu fyrirheit um. Engin önnur ópera Mozarts hafði viðlíka áhrif á menningu og hugsun rómantíska tímans og Don Giovanni – og ekki að ástæðulausu. Ef hlutverk tónlistarinnar 18. öld, upplýsingaröldinni, var fyrst og fremst að veita ánægju, má segja að Mozart hafi stigið út fyrir rammann með þessu verki, sem ekki bara veitir djúpa sælu, heldur skilur líka eftir dálítinn tilvistarlegan hroll. Í persónu Don Giovanni sáu forvígismenn rómantíkurinnar frumgerð rómantísku hetjunnar, einstaklingsins sem syndir mót meginstraumi samfélagsins og er trúr sannfæringu sinni og ástríðum fram í það síðasta. Síðan þá hefur hver tími átt sinn Don Giovanni: Auk óhjákvæmilegrar feminískrar endurskoðunar á „hetjuskap“ hans hefur verkið verið greint og sett upp út frá hugmyndum Freuds, Marx, og meira að segja Darwins. Don Giovanni er ópera sem kemur á óvart í hverri uppfærlsu, því sérhver leikstjóri, sérhver söngvari og sérhver áhorfandi hefur frelsi til að nálgast hana á ólíkan hátt – út frá samtíma sínum, siðferði og smekk. Og kannski er það helsta ástæða þess að næstum 230 árum eftir frumsýningu er Don Giovanni enn einhver dáðasta óperan á fjölunum.

· 36 ·

HÖNNUN: HGM@HGM.IS

að því að draga fram í tónlistinni. Staðreyndin er þó sú að jafnvel augljósir vankantar líbrettósins urðu að tækifærum í höndum Mozarts, sem stóð á hátindi hugmyndaauðgi sinnar, ekki bara sem tónskáld, heldur sem reyndur leikhúsmaður. Ef einhver ópera afsannar mýtuna um Mozart sem barnslegan ærslabelg með óútskýranleg tengsl við guðdóminn er það Don Giovanni. Hún er verk þroskaðs listamanns, sem ekki bara er kominn inn á ný og frumleg tónlistarleg svið, heldur tekst að nýta sér þau snilldarlega til þess að sætta þær mótsagnir sem felast í því þrönga sambýli listgreinanna sem óperuformið óhjákvæmilega er.


i n e E VD T g v É TCHAIKOVSKY DV E

#islenskaoperan

HLJÓMSVEITASTJÓRI BENJAMIN LEVY

LEIKSTJÓRI ANTHONY PILAVACHI

n i g e n O

FRUMSÝNING 22. OKTÓBER MIÐASALA HEFST Í MARS

Miðasala á harpa.is og tix.is

NÆ STA . . . H Á D E G I ST ÓN L E I K A R 15 . M A R S STÁSS MEÐ STRAUSS

HÖNNUN: HGM@HGM.IS

Hlín Pétursdóttir Behrens, Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Gerrit Schuil píanó

29. M A R S

12 . A P R Í L

NORRÆN RÓMATÍK

TENÓRINN ER ALLTAF ÁSTFANGINN

Þóra Einarsdóttir sópran, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó

Elmar Gilbertsson tenór, Antonia Hevesi píanó

10. M A Í

7. J Ú N Í

ÁST OG ÁRÆÐNI

ÍTÖLSK RÓMANTÍK,

Rannveig Káradóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir píanó

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

· 37 ·


Óperukynningar Vinafélags Íslensku óperunnar KYNNING Á DON GIOVANNI Í HÖRPUHORNI KL. 18.00

Vinafélag Íslensku óperunnar býður gestum Íslensku óperunnar upp á óperukynningu á undan sýningum kl. 18.00 í Hörpuhorni. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Umsjónarmaður kynninga er Halla Oddný Magnúsdóttir dagksrárgerðarkona. Með henni er Fjölnir Ólafsson baritónsöngvari.

Smurstöðin býður upp á ljúffengar veitingar á góðu verði sem hægt er að njóta meðan á kynningu stendur.

Vinafélagið leggur áherslu á fjölbreytt fræðslustarf fyrir félagsmenn og almenning auk þess sem samið hefur verið við Íslensku óperuna og fleiri aðila um sérstök vildarkjör fyrir félagsmenn.

Vinafélagið tekur vel á móti þér! Sendu póst á vinafelag@opera.is eða hafðu samband í síma 5116400


Himnasælusinfónían Fim. 9. júní » 19:30

Tryggið ykkur miða

Rolf Martinsson Ich denke dein... Gustav Mahler Sinfónía nr. 4

Sænska sópransöngkonan Lisa Larsson hefur á glæstum ferli sungið í helstu óperu- og tónleikahúsum heimsbyggðarinnar. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands syngur hún ljóðin fimm í verki Rolf Martinssons og himinsæluljóðið í ægifagurri 4. sinfóníu Mahlers.

Stjórnandi Antonello Manacorda Einsöngvari Lisa Larsson

@icelandsymphony

#sinfó

· 39 ·

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar


· 40 ·


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.