Blue Dragon Uppskriftabæklingur

Page 1

..

‘ AsIskar uppskriftir



LAX Í TAILENSKRI KARRÝSÓSU Fyrir 4. 500g lax 200g kartöflur (eldaðar og flysjaðar) 2-3 msk Blue Dragon Red Currypaste 2 dl skallotlaukur, smátt skorinn ½ stk rauð paprika 100 g sætar baunir 50 g ananas 4 dl Blue Dragon kókosmjólk 200g Tilda jasmín hrísgrón (elduð) Basilíka til skrauts. Skerið laxinn í bita (ca 1x1 cm) og skerið grænmetið í strimla. Steikið laukinn ásamt Blue Dragon Red Currypaste í stutta stund í potti og bætið síðan kókosmjólkinni saman við og látið suðuna koma upp. Setjið grænmetið, ananasinn, laxinn og kartöflurnar varlega ofan í pottin. Hærið saman og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er soðinn. Smakkið til með salti og pipar, skerið basiliku niður og stráið yfir áður en rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum.

..



TERIYAKI KJÚKLINGUR MEÐ HVÍTLAUKSNÚÐLUM Fyrir 4. Teryaki kjúklingur: 600 gr. kjúklingur (beinlaus) 400 gr. grænmeti smátt skorið (ferskt eða frosið) 1 stk. Blue Dragon Teriyaki sósa (330 ml) Skerið kjúklinginn í ca. 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Hvítlauksnúðlur: 4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur (200 gr.) 2 stk. hvítlauksgeirar 1. stk. kúrbítur Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunna renninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.

..



EKTA KÍVERSKT WOK

..

‘ Fyrir 2. 2 stk. 100 gr. 200 gr. 1 poki

Blue Dragon eggjanúðlur (100 gr) kjúklingur í strimlum wok grænmeti, ferskt eða frosið. Blue Dragon Stir Fry sósa - veldu þitt uppáhald.

Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið olíu wok eða steikarpönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu við háan hita. Bætið þá núðlunum saman við ásamt sósunni. Saltið smá eftir smekk og berið fram.



SATAY SPJÓT MEÐ NÚÐLUSALATI

..

Fyrir 4. Satay spjót: 4 stk. kjúklingalundir 2 msk. Blue Dragon sojasósa 1 msk. sítrónusafi 1 stk. Blue Dragon Sataysósa (330 ml.) 12 stk. grillpinnar Skerið kjúklinginn í 12 strimla og marinerið þá í sojasósu og sítrónusafa í a.m.k 30 mínútur. Þræðið síðan kjúklinginn upp á spjót og penslið með satay sósu. Eldið í ofni á 25O° hita þar til kjúlingurinn er fulleldaður. Núðlusalat 4 stk. Blue Dragon eggjanúðlur ( 200 gr) 1 stk. vorlaukur 6 msk. Blue Dragon Sweet Chili sósa 50 gr. salat, t.d. rucola. Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Skerið vorlaukinn í strimla og steikið hann ásamt núðlum á pönnu í nokkrar mínútur. Bætið Blue Dragon Sweet Chili sósunni samanvið og takið af pönnunni. Blandið síðan salatinu við núðlurnar og berið fram með kjúklingaspjótunum.



SVÍNALUND Í HOISIN SÓSU MEÐ WASABI KARTÖFLUMÚS

..

Fyrir 4. Hoisin svínalund 600 gr. svínalund 1 stk. Blue Dragon Hoisin sósa (200ml.) 1 dl. sesamfræ Brúnið kjötið á pönnu í stutta stund við háan hita, takið síðan af og penslið ríkulega með Blue Dragon Hoisin sósunni. Rúllið kjötinu upp úr sesamfræjunum og steikið í ofni við 150° í u.þ.b. 15-20 mínútur. Látið síðan kjötið bíða í nokkrar mínútur og skerið það í þunnar sneiðar. Wasabi kartöflumús 1 kg. kartöflur 1 dl. mjólk 1 msk. smjör Blue Dragon Wasabi Paste (eftir smekk) Afhýðið og sjóðið kartöflurnar. Hitið mjólkina og maukið kartöflurnar vel með handþeyti. Bætið mjólkinni, smjörinu og Blue Dragon Wasabi Paste saman við og blandið vel saman. Ráðlegt er að fara varlega með að setja Wasabi Paste útí, setja þá frekar litla skammta í einu og smakka kartöflumúsina til. Berið fram með svínalundunum.



SVÍNAKJÖT Í CHILLI

..

‘ Fyrir 4. 1stk 1 stk 300g 2 tsk 4 stk 2 msk 1 msk 1 msk 1 msk 1 msk 4stk

hvítlauksgeiri, smátt skorinn laukur, smátt skorinn svínahakk Blue Dragon Red Currypaste plómutómatar kóríander , smátt skorið Blue Dragon fiskisósa Blue Dragon Sweet Chili sósa sítrónusafi sykur Blue Dragon eggjanúðlur (200g)

Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn ásamt lauknum í nokkrar mínútur. Bætið svínahakkinu á pönnuna og hrærið Blue Dragon Red Currypaste vel samanvið. Steikið á pönnunni þar til það er gegnumsteikt. Setjið síðan tómatana, kóríanderið,fiskisósuna ásamt sweet chilli sósunni á pönnuna og blandið öllu vel saman. Hellið að lokum limesafanum ásamt sykrinum út á pönnuna Látið núðlurnar sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og berið fram með hakkinu.



ÁVAXTASALAT MEÐ HNETUM OG VANILLUÍS

..

Fyrir 4. 2 stk. epli 2 stk. bananar 3 stk. appelsínur 1 msk. smjör 2-3 msk. hrásykur 0,5 dl. Blue Dragon kókosmjólk 1 dl. blandaðar hnetur 4 kúlur vanilluís Afhýðið og þerrið ávextina, hitið smjör á pönnu og byrjið á að steikja eplin í nokkrar mínútur. Stráið hrásykrinum yfir eplin og bætið kókosmjólkinni við og hitið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið appelsínunum ásamt bönununum við í lokin. Setjið í skálar með ísnum og stráið hnetunum yfir og berið fram.


Fögnum kínverska nýárinu. Kínverska nýárið tekur mið af gangi tunglsins og er stærsta hátíðin í kínverska dagatalinu Hátíðin er afar lík hefðbundinni jólahátíð Vesturlanda ásamt gamlárskveldi en stendur yfir talsvert lengur eða í tvær vikur. Gefnar eru gjafir, flugeldum skotið á loft og góður matur er á borðum. Kínversk stjörnuspeki Kerfi kínverskrar stjörnuspeki á rætur sínar að tekja til ársins 2637 fyrir Krist og þar sem búddatrú var áberandi í Kína á þessum tíma, tengist hún kerfinu. Sagan segir að Búdda hafi boðið öllum dýrum sköpunarinnar til kveðjuhófs áður en hann yfirgaf jörðina í síðasta sinn en aðeins tólf komu til hófsins. Rotta, nautið, tígurinn, hérinn, drekinn, snákurinn , hesturinn, geitin, haninn, apinn , hundurinn og svínið Til að launa þeim vinsemdina nefndi hann ár eftir hverju þeirra og skóp þannig dýrahringinn. Hver sá er fæðist á ári ákveðins dýrs fær eiginleika þess í vöggugjöf. Ár drekans 23.janúar 2012 – 9 febrúar 2013. Drekar eru fullir af orku, áhugasemi ,lífsgleði og eru yfirleitt vinsælir einstaklingar , jafnvel þó þeir geti verið fífldrjarfir og stóryrtir af og til.Drekanum gæti hæft vel að vera listamaður eða stjórnmálamaður Þekktir drekar eru: Rihanna, Andy Warhol, Florence Nightingale, Frank Sinatra, John Lennon og Martin Luther King.

..


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.