Sumar 2011 Preview

Page 1

1.550 kr.

sumar 2011

Í boði náttúrunnar

Dalalíf ferðalög | matur

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

TÓMSTUNDABÆNDUR OG FAGURKERAR

INNBLÁSTUR – fyrir ferðalagið

innskot

MATAR- & GISTIKORT –Fylgir með blaðinu

nÁTTúRULaUGaR Á Vestfjörðum RúnaR MaRvinsson Eldar grænt og vænt


EFNI

Í boði náttúrunnar

60

48

22 10 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS Hrönn Thorarensen svarar spurningum um blómaljósmyndun.

32 af vatni eruM VIÐ komin Vatnavinir eru samtök sem vinna að vexti og

14 BIRKIVÖRUR Birki er frábært í mat og drykk.

40 DRAUMASTAÐIR Samstarfsverkefni ljósmyndaranna Maríu Kjartansdóttur & Marinó Thorlacius.

18 GRÆNT KYNLÍF Hvað er það?

FORSÍÐA LJÓSMYND Jón Árnason GREINAR Á FORSÍÐU 22 DALALÍF 40 DRAUMASTAÐIR 60 ÚR ÍSLENSKUM JURTUM 68 RÚNAR MARVINSSON

FÓLKIÐ

22 DALALÍF Hjónin Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson hafa skapað sér einstakt heimili í Laugasteini í Svarfaðardal.

viðgangi baðmenningar á Íslandi.

50 STRANDPARADÍS Kaffihúsið Bakkabrim á Eyrarbakka. 52 BÆRINN MINN – FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Albert Eiríksson.

Ritstýra Guðbjörg Gissurardóttir Hönnun Bergdís Sigurðardóttir Ljósmyndir Jón Árnason, María Kjartansdóttir, Marinó Thorlacius, Gréta S. Guðjónsdóttir, Hrönn Thorarensen, Bergsteinn Björgúlfsson Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir Texti Þröstur Haraldsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Sigríður þóra Árdal, Birgir Jóakimsson, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Rúnar Marvinsson, Martha ErnstSdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Guðrún Anna Óskarsdóttir, Hjálmar Sveinsson Prófarkalestur Hildur Finnsdóttir

6

Í boði náttúrunnar


40

68 54 AF STAÐ Hjónin Pétur Blöndal og Anna Sigríður Arnardóttir eru dugleg að ferðast um Ísland með börnin sín og kunna ráð til að gera hverja ferð einstaka. 60 snyrtivörur úr íslenskum jurtum Vörumerkjum hefur fjölgað um helming og eru þau seld við góðan orðstír bæði hér heima og erlendis. 68 RÚNAR MARVINSSON Rúnar tínir í salatið í túnfætinum og eldar dýrindis bauna- og grænmetisrétti sem fara vel í kroppinn.

50 FASTIR LIÐIR

ÁSKRIFTARTILBOÐ

8 Ritstjórnarpistill 12 GARÐYRKJUMOLAR

Í boði náttúrunnar

16 HEILSUmolar 20 bókagagnrýni

Fjögur blöð

78 FRÉTTIR OG NÝJUNGAR

4.640 kr.

80 smáauglýsingar 82 Minning: HJÁLMAR SVEINSSON

+ burðargjald

Sjá nánar á

bls. 9

Eða á vefsíðu okkar

www.ibn.is

Útgefandi: Í boði nátúrunnar Heimilisfang: Svarfaðarbraut 6, 620 Dalvík Sími: 861 5588 Netfang: ibn@ibn.is Veffang: www.ibn.is Lausasöluverð: 1.550 kr. ISSN-1670-8695 Prentun: Oddi, UMHVERFISVOTTUÐ prentsmiðja

48 Í boði náttúrunnar

7


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Hrönn Thorarensen er áhugaljósmyndari og hjúkrunarfræðingur sem lét langþráðan draum verða að veruleika þegar hún keypti sér myndavél fyrir fjórum árum. Með næmu auga hefur hún á undraskömmum tíma náð einstakri hæfni í að fanga fegurð og fjölbreytileika blóma.

Myndir HRÖNN THORARENSEN

Hvað er það við blómin sem heillar þig? Áhugi minn á blómum er eflaust tilkominn vegna garðyrkjuáhuga móðurömmu minnar og síðan móður minnar. Blómin og garðyrkjan hafa því alltaf verið hluti af mér. Fjölbreytileiki blómanna og litir heilla mig. Ég er venjulega komin af stað að taka blómamyndir þegar fyrstu vorblómin springa út og er að taka myndir af blómum fram í október. Ég þarf að vera nokkuð meðvituð um hvenær ákveðnar tegundir blómgast til þess að ná myndum af þeim.

Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á blómaljósmyndun? Áhugi minn á ljósmyndun kviknaði þegar ég var í listaáfanga í Verslunarskólanum. Ég gerði lítið með þennan áhuga en þetta blundaði samt alltaf í mér. Í lok árs 2006 lét ég loksins drauminn rætast og fékk mér Canon dSLR myndavél. Ég fór á námskeið hjá Pétri Thomsen í kjölfarið og lærði þá ágætlega á vélina. Blómamyndir fóru að heilla mig æ meir og ég fór að prófa mig áfram í slíkri ljósmyndun. Ég keyptir mér macro-linsu sumarið 2007 og eftir það urðu blóm og jurtir stór hluti af því sem ég mynda.

10

Í boði náttúrunnar

Hvaða aðferðir og tækjabúnað notar þú? Ég nota Canon 40D-myndavél og þær linsur sem ég nota í blómamyndatökur eru Canon 100mm f2,8 macro USM og Canon 50mm f1,4 USM. Ég reyni að fara reglulega í Grasagarð Reykjavíkur yfir vor- og sumarmánuðina til þess að ná sem mestum fjölbreytileika. Ég hef einnig farið árlega í Lystigarðinn á Akureyri og að sjálfsögðu mynda ég líka plöntur í húsagörðum. Ég ferðast töluvert um landið og nota þá tækifærið til að mynda íslenskar plöntur. Ég vinn flestar myndirnar mínar í Adobe Photoshop Lightroom en einstaka sinnum í Adobe Photoshop. Ég legg áherslu á að taka myndirnar þannig að þær krefjist sem minnstrar vinnslu eftir á. Draumurinn er síðan að eignast fullframemyndavél og nýju 100 mm macro-linsuna frá Canon.


Í boði náttúrunnar

11


22

Í boði náttúrunnar


DALALÍF

Viðtal Guðbjörg Gissurardóttir & Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Jón Árnason

Hún er fagurkeri sem líður best þegar hún er umvafin perlum og silki. Hann stundar smábúskap með ritstörfum, tónlistarsmíð og sýningarhaldi. Saman hafa þau skapað sér einstakt heimili og garð þar sem litríkir túlípanar og upphækkuð matjurtabeð setja svip sinn á umhverfið.


Íris unir sér hvergi betur en á vinnustofunni sinni sem er í gamalli uppgerðri hlöðu. Mottóið var að kaupa ekkert nýtt heldur nýta það sem til var eins og gamlar hurðir sem notaðar voru í veggklæðningu.

24

Í boði náttúrunnar


F

yrir réttum tíu árum rugluðu saman reytum sínum þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson í Laugasteini í Svarfaðardal. Íris sinnir textílhönnun á einstakri vinnustofu, með fram starfi sínu sem forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík, og Hjörleifur sér um kindur og hænur á milli þess sem hann hefur unnið að fróðlegri og skemmtilegri fuglasýningu sem nýverið var opnuð á Húsabakka í Svarfaðardal. Sennilega eru margir sem myndu vilja kveðja ys og þys borgarlífsins og flytja út á land, jafnvel í sveit, en það eru fáir sem láta verða af því. Íris og Hjörleifur hafa komið sér vel fyrir í Svarfaðardalnum og með mikilli vinnu, og ekki síður þrautseigju, hafa þau skapað sér heimili og lífsstíl þar sem þau geta bæði hlúð að áhugamálum sínum og atvinnu. Hjörleifur er fæddur og uppalinn á Tjörn í Svarfaðardal en Íris er Reykjavíkurmær fram í fingurgóma. „Við kynntumst þegar við vorum ung en leiðir okkar lágu í sundur á þeim tíma. Ég giftist öðrum manni og hann annarri konu en fyrir um áratug, þegar við

Íris vinnur hér að hálsskrauti sem verður á sýningu á Akureyri á vegum Textílfélagsins.

Í boði náttúrunnar

25


María fann höfuð af mávi í hlíðinni ofan við Skóga. Suðurland

40

Í boði náttúrunnar


DRAUMASTAÐIR Ljósmyndir MARÍA KJARTANSDÓTTIR & Marinó Thorlacius Texti Guðbjörg Gissurardóttir

Draumur Maríu Kjartansdóttur ljósmyndara um að ferðast á puttanum, lenda í óvæntum ævintýrum og kynnast nýju fólki, var kveikjan að ljósmyndaverkefni sem tók þó nýja stefnu þegar hún komst að því að vinur hennar, ljósmyndarinn Marinó Thorlacius, var að undirbúa hringferð um landið í svipuðum tilgangi. Þau slógu hugmyndum sínum saman og úr varð áhugavert samstarfsverkefni tveggja ólíkra ljósmyndara. Það skipti ekki máli hver hélt á myndavélinni eða hver smellti af heldur snerist verkefnið um það að umbreyta upplifun þeirra af náttúrunni, landslaginu og orkunni í heillandi heim þar sem skilin á milli raunveruleika og sköpunar rynnu saman í eitt. Þau lögðu af stað með myndavélar, tjald og útkrotað landakort þar sem forvitnilegir staðir voru kortlagðir. Bókin Náttúrulaugar Íslands og Hellahandbókin áttu stóran þátt í árangursríkri leit þeirra að „draumastöðum“ þar sem þau náðu að fanga einstakar upplifanir sínar á filmu.


Seljavellir (rétt hjá Seljavallalaug). Umhverfið er grátt eftir öskufallið úr Eyjafjallajökli 2010. Suðurland

42

Í boði náttúrunnar


Hellir á bak við Fardagafoss á Héraði. Austurland

Í boði náttúrunnar

43



1 Húsið okkar

Sannur sambýlisandi í fallegu og snilldarlega hönnuðu húsi mitt í hverfi 101. Frábærir gestgjafar láta fólki líða eins og heima hjá sér með hjálpsemi sinni og umhyggju. Í húsinu er gufubað, nuddpottur (jacuzzi) og öll þau þægindi sem unnt er að gera sér í hugarlund. kárastíg 12, 101 reykjavík Sími 847 4943/8629192 www.ourhouse.is

2 Hótel Glymur

Þetta hótel hefur sérstæðan karakter og heillandi persónulegt yfirbragð. Hvert herbergi á sér sitt eigið þema og utan við húsið er heitur pottur þar sem njóta má fegurðar hins stórbrotna landslags. Þjónustan er fyrsta flokks og veitingahúsið býður upp á úrval frábærra rétta. Hvalfirði Sími 430 3100 www.hotelglymur.is

3 Húsafell í Hálsasveit – Gamli Bær

Þessi hefðbundni íslenski sveitabær hefur að verulegu leyti varðveitt upprunalegt útlit sitt, enda hefur þess verið gætt við endurgerð hússins að gamli byggingarstíllinn fengi að njóta sín til fulls. Útlitið minnir á liðna tíð með afslöppuðu andrúmslofti þar sem alúðlegt starfsfólk hjálpar gestum að njóta nútíma þæginda. Húsafelli í Hálsasveit, 320 reykholti Borgarfirði Sími 895 1342 www.husafell.is

4 GistiHeimili eGils

Gistiheimilið, sem byggt var árið 1906, er eitt af elstu húsunum í Borgarnesi og á sér merka sögu. Húsið var nýlega endurnýjað og innréttað af smekkvísi sem sameinar nýtt útlit notalegum blæ gamla tímans. Húsið, sem er með eigin eldunaraðstöðu, opnaði núna í vor og hentar einkar vel fyrir litla hópa og einstaklinga sem sækjast eftir heimilislegri gistingu. egilsgötu 8, 310 Borgarnesi Sími 659 1918 www.egilsguesthouse.com

5 GistiHeimili B&B BorGarnesi

Hentar öllum sem sækjast eftir kyrrlátu andrúmslofti í notalegu íbúðarhverfi þar sem aðeins er nokkurra metra gangur niður í fjöru og stórkostlegt útsýni yfir Borgarfjörðinn. Mjög góð þjónusta og vel útilátinn morgunverður með fjölbreyttu úrvali íslenskra rétta. skúlagötu 21, 310 Borgarnesi Sími 434 1566/842 5866 www.borgarnesbb.is

8 Heydalur í mjóafirði

„Heydalur er eins konar paradís náttúrufegurðar og vingjarnlegra íbúa“, eins og einn gestanna orðaði það. Eigið notalega dvöl á þessu sveitahóteli þar sem svefnherbergin yfirgnæfa þá staðla sem teljast eðlilegir fyrir gistingu af þessu tagi. Dásamlegt fólk og einstaklega ljúffengur matur með áherslu á framleiðslu heimamanna og lífræna ræktun. ísafjarðardjúpi, 420 súðavík Sími 456 4824/892 0809 www.heydalur.is

9 sveitasetrið Gauksmýri

Vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem elskar náttúruna og hestana; því er mikil áhersla á þema tengt hestum. Þetta viðfelldna gistihús býður upp á lítil, heimilisleg herbergi með fögru útsýni. Stolt staðarins er heimaræktað grænmeti úr gróðurhúsinu á bænum og heimabakað brauð. Gauksmýri, 531 Hvammstanga Sími 451 2927/869 7992 www.gauksmyri.is

10 Hótel tindastóll

Þetta hótel, sem talið er hið elsta á Íslandi, hefur sinn eigin sérstæða og heillandi karakter, afslappað og notalegt andrúmsloft og persónulega hágæða þjónustu. Heitur jarðvarmapottur utanhúss vekur ávallt sérstaka hrifningu gesta. lindargötu 3, 550 sauðárkróki Sími 453 5002 www.hoteltindastoll.com

11 ferðaþjónustan á BjarnarGili Einstaklega persónuleg þjónusta, ásamt heimatilbúnum mat í háum gæðaflokki, vekur notalega heimilistilfinningu gestanna. Hentar sérlega vel þeim sem vilja slappa af um stund fjarri ys og þys mannlífsins, njóta gönguferða og spjalla við gestgjafa sem gjörþekkja menningu og náttúrfar svæðisins. Bjarnargil í fljótum, 570 fljótum Sími 467 1030/846 7699 www.bjarnargil.is

12 veGamót, Gamli Bærinn

Eigendur hafa endurnýjað þetta heillandi, litla hús, byggt árið 1914, og hefur tekist að skapa einstakt andrúmsloft með því að viðhalda og varðveita hluti frá fyrri tímum, gestum til upplýsingar og ánægju. Húsið sameinar rómantík og þægindi og er tilvalinn áfangastaður í brúðkaupsferðinni. vegamót, 620 dalvík Sími 466 1050/865 8391 www.vegamot.net

13 GistiHús skeið

Hefur hlotið vottunina Green Globe Gold 2010 frá EarthCheck. Heillandi staðsetning þessa frábæra hótels í næsta nágrenni við Snæfellsjökul kemur skemmtilega á óvart. Kyrrlátt og viðfelldið umhverfi með stórfenglegu útsýni til hafsins. Veitingastaður í háum gæðaflokki. Hellnum, 365 snæfellsbæ Sími 435 6820 www.hellnar.is

Þetta hlýlega og notalega gistihús, á skjólgóðum stað fyrir botni heillandi dalverpis, er eins og sniðið fyrir fólk sem vill njóta íslenskrar náttúru og menningar á hinum tilkomumikla Tröllaskaga. Hlýlegt viðmót gestgjafanna einkennir hvert einasta herbergi í húsinu og býður gesti hjartanlega velkomna. Skapandi og frumleg matreiðslulist tryggir gestum eftirminnilega upplifun. svarfaðardal, 621 dalvík Sími 466 1636 www.thule-tours.com

7 Hótel ráðaGerði

14 skjaldarvík

6 Hótel Hellnar

Einn af þekktari gististöðum á söguslóðum við Patreksfjörð. Eigandinn er hönnuður og arkitekt og heillandi hönnun og frágangur innanhúss ber þess greinileg merki. Herbergin eru búin heimagerðum vefnaði sem eigandinn hefur hannað. Húsið stendur á bröttu bjargi sem gnæfir hátt yfir bæinn og býður upp á mikilfenglegt útsýni yfir Patreksfjörð. aðalstræti 31, 450 Patreksfirði Sími 615 3184 www.radagerdi.com

Á hótelinu eru 27 herbergi, hvert með sínum sérkennum og sjarma. Gestum stendur til boða að njóta hressandi upplifunar í heitum potti utanhúss, þar sem Eyjafjörðurinn blasir við, eða taka lífinu með ró í setustofu hótelsins sem jafnframt er bókasafn. Hér ríkir þægilegt andrúmsloft sveitalífsins og ekki spillir návígið við kanínur, hænsn, hesta og hunda. skjaldarvík, 601 akureyri Sími 552 5200 www.skjaldarvik.is

15 HléskóGar

Þetta notalega gistiheimili er fjölskyldufyrirtæki og býður gistingu á góðu verði. Staðurinn er sjálfum sér nægur um orku vegna eigin heimilisorkuvers. Gestgjafinn, sem er leiðsögumaður að mennt, kann góð skil á sögu og náttúrufari svæðisins og getur auk þess veitt margvíslega ráðgjöf varðandi ferðir um Ísland. Á sveitabæ í grenndinni eru ýmis húsdýr til sýnis og henta aðstæður þar afar vel til fjölskylduheimsóknar. Hléskógar, 601 akureyri Sími 463 3112/863 6112 www.hleskogar.is

16 Hótel rauðaskriða

Nýtt og nútímalegt hótel í fögru umhverfi í næsta nágrenni við þekkt hvalaskoðunarsvæði út af Húsavík. Hótelið hefur hlotið Swan-umhverfismerkið fyrir náttúruvæna starfsemi. Starfsfólk gerir sitt besta til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að spara orku, endurvinna og nota umhverfisvænar vörur. aðaldal, 641 Húsavík Sími 464 3504 www.hotelraudaskrida.is

17 kaldBakskot

Nýbyggð 18 bjálkahús í friðsælu og fallegu umhverfi þar sem allt iðar af fugla- og dýralífi. Húsin eru rétt utan við hvalaskoðunarbæinn Húsavík, á fögrum útsýnisstað. Leitast er við að tryggja eftir megni að þessi umhverfisvænu hús séu án ofnæmisvaldandi efna og geti því hentað fólki með ofnæmi eða asma. kaldbak, 640 Húsavík Sími 892 1744 www.cottages.is

18 list-farfuGlaHeimilið að ytra-lóni

‘Outer Space Art Place’ – Fagrar listir fjarri heimsins glaumi. Farfuglaheimilið er langt úti á norðausturhorni landsins og gerast staðir naumast afskekktari. Hér er ekki einungis að finna landslag sem á engan sinn líka, heldur mæta gestir líka persónulegu og vingjarnlegu viðmóti starfsfólks. Andrúmsloftið er eins konar blanda hins hlýlega og listræna, umvafin heimilislegum blæ. Nýjar stúdíó-íbúðir teknar í notkun fyrir skemmstu. langanesi, 681 þórshöfn Sími 468 1242/846 6448 www.visitlanganes.com

19 fjalladýrð möðrudal

Á afviknum stað, utan alfaraleiðar, lengst inni á hálendinu er gistiheimilið Fjalladýrð í Möðrudal, hæsti mannabústaður yfir sjávarmáli á gervöllu hálendi Íslands. Hér er má upplifa fjarræna íslenska fjallafegurð og njóta jafnframt dvalar í hlýlegum torfbæjum þar sem búskapurinn er með umhverfisvænum hætti. möðrudal, 701 egilsstöðum Sími 471 1858 www.fjalladyrd.is

20 GistiHúsið eGilsstöðum

Sérlega viðfelldinn endurgerður gamall sveitabær með heillandi vistarverum á bökkum hrífandi stöðuvatns. Frábærir málsverðir bornir fram í litlum notalegum veitingasal. egilsstaðir 1, 700 egilsstöðum Sími 471 1114 www.lakehotel.is

21 Hótel aldan

Skemmtilega gamaldags lítið hótel með sterk eigin sérkenni, til dæmis hvít viðarhúsgögn sem hefðu getað tilheyrt ævagömlu dúkkuhúsi. Engu að síður býður hótelið upp á öll nútíma þægindi og ekki má sleppa því að fá sér málsverð á veitingastaðnum þar sem notaleg kráarstemning er ríkjandi. norðurgötu 2, 710 seyðisfirði Sími 472 1277 www.hotelaldan.com

22 GistiHeimilið sólHeimar

Elsta umhverfisvæna þorp í heimi sem rekið er í samræmi við meginreglur um sjálfbærni, og samfélagið er byggt upp til að geta sinnt þörfum hreyfihamlaðra. Með því að dvelja í öðru hvoru hinna tveggja gistiheimila er unnt að upplifa og verða hluti af einstöku samfélagi sem hefur upp á margvíslega atburði að bjóða yfir sumartímann. sólheimar, 801 selfossi Sími 480 4483/659 2604 www.solheimar.is

23 ferðaþjónustan vatnsHolti

Nýlega endurbyggður sveitaskáli á fögrum stað upp af stöðuvatni þar sem njóta má útsýnis alla leið til hins fræga Eyjafjallajökuls. Gestrisni í fyrirrúmi og frábær þjónusta. Fjölmörg húsdýr á sveitabæ lífga upp á staðinn með notalegum hætti og laða að sér börnin. Kjörinn vettvangur fyrir alla fjölskylduna. vatnsholti 2, 801 selfossi Sími 899 7748 http://www.stayiniceland.is

24 HeilsuHótel Bláa lónsins

Dulúðug, einstök og friðsæl upplifun. Í súrrealísku umhverfi, mitt í svörtu hrauni, falla einfaldar og látlausar innréttingar vel að ævintýralegu landslaginu allt um kring. Heilsuhótelið býður upp á sitt eigið mjólkurlita bláa lón. Blue lagoon, 240 Grindavík Sími 420 8900 http://www.bluelagoon.com/Geothermalspa/Accommodation/

25 GistiHeimilið 1x6

Hrátt og óunnið, þó með aðlaðandi hætti; kröftugt og áhrifamikið, en engu að síður notalegt, og hvert herbergi er einstakt í sinni röð. Þessi gisting er dæmi um sérstæða hönnun, undir stjórn viðarlistamanns á staðnum, og býður vandlátum og smekkvísum gestum frumlegt, hrjúft og sveitalegt umhverfi. Heitur pottur ávallt til reiðu. vesturbraut 3, 230 keflavík Sími 421 2282/777 6166 www.1x6.is


Texti Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndir BAKKABRIM

STRANDPARADÍS Við gamla bryggjusporðinn á Eyrarbakka kúrir eitt magnaðasta kaffikot landsins, kaffihúsið Bakkabrim. Hjónin Arna og David standa þar með fjölbreyttan uppáhelling og bjóða upp á himneskar hráfæðiskökur og ómótstæðilegt bakkelsi. Og þetta er ekki bara kaffihús, heldur strandferð í paradís. Við Bakkabrim getur maður setið með bollann sinn í sólstól, með teppi, og horft á fjörugaldurinn. Atlantshafið ýmist vaggar kaffigestum ljúflega og malar í eyrum eða spilar þungarokk með öskrandi briminu. Gestgjafarnir útdeila krabbagildrum og veiðistöngum til ævintýraþyrstra ferðalanga og þeir hörðustu geta gefið sig náttúrunni á vald og kastað sér til sjósunds. Þá er tilvalið að taka þátt í strandjóga og sérlegur búnaður til að senda flöskuskeyti er einnig fáanlegur hjá gestgjöfunum í Bakkabrimi. Fuglaskoðarar koma ekki að tómum kofunum og fá aðgang að kíki og fuglabókum. Vilji gestir vera afsíðis og njóta einverunnar á ströndinni geta þeir fengið lautarkörfur í Bakkabrimi og rölt berfættir af stað. Veitingasala í þessari leynilegu paradís á ströndinni er opin frá tíu til fimm alla daga, nema mánudaga. En opnunartíminn er afskaplega teygjanlegur því alltaf er hægt að slá á þráðinn til þeirra Örnu og Davids og semja um opnun fyrir hópa. Þetta er stærsta litla kaffihús í heimi og enginn má missa af strandparadísinni í Bakkabriminu.

50

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

51


BÆRINN MINN

Albert Eiríksson, móttökustjóri í Hörpu, er uppalinn á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð. Hann þekkir því Fáskrúðsfjörð vel og veit hvað er skemmtilegt og áhugavert að skoða þegar leiðin liggur austur. Við Fáskrúðsfjörð eru vinsælar gönguleiðir merktar á frönsku en bærinn var miðstöð franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við Íslandsstrendur fyrr á tíð. Síðustu helgina í júlí eru haldnir franskir dagar þar sem dagskráin miðast við að öll fjölskyldan geti skemmt sér saman. Umsjón Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir

52

Í boði náttúrunnar


1

Skoða franska kirkjugarðinn en það er afar áhrifarík upplifun. Vitað er að þar eru grafir fjörutíu og níu sjómanna og fyrir stuttu voru settir krossar á leiði þeirra. Kirkjugarðurinn er vel þekktur meðal íbúa í NorðurFrakklandi. Þangað streyma franskir gestir allt sumarið.

2

Heimsækja safnið Fransmenn á Íslandi. Fáskrúðsfjörður var aðalbækistöð Frakka á Austurlandi á blómatíma Íslandsveiðanna. Heimildir segja frá því að yfir hundrað skútur hafi verið inni á firðinum á sama tíma og gríðarleg viðskipti voru við Frakkana í formi vöruskipta. Saga franskra sjómanna er rakin í máli og myndum á safninu og margir munir tengdir þeim til sýnis.

4

Fara í fjallgöngu en það er t.d. gaman að ganga á Sandfell sem er sunnan megin í firðinum. Sandfell er vel þekkt fjall þegar kemur að jarðsögunni. Það er bergeitill, 800 m hátt og einkar formfagurt. Svo er mjög gaman að ganga á hið sögufræga Reyðarfjall. Þangað gekk Naddoður og kannaði hvort landið væri í byggð, en hann sá aðeins snæviþakin fjöll. Hann gaf landinu nafnið Snæland og sigldi burt að því búnu.

5

Heimsækja prestssetrið að Kolfreyjustað og skoða Kolfreyjustaðarkirkju sem er frá árinu 1878. Þar ólust upp þjóðskáldin Páll og Jón Ólafssynir. Frá Kolfreyjustað má sjá eyjurnar Skrúð og Andey.

3

Skoða hús sem tengjast Frökkum á Fáskrúðsfirði, en allmörg hús tengjast þeim beint. Þar má nefna hús sem Frakkar byggðu, en þeirra á meðal er franskur spítali, sem nú er verið að endurbyggja, frönsk kapella, sjúkraskýli kaþólskra og læknishúsið sem frönsk yfirvöld byggðu fyrir Georg Georgsson, lækni og konsúl.

Í boði náttúrunnar

53


Grænt & vænt – á vellinum Rúnar tínir í salatið í túnfætinum og eldar dýrindis bauna- og grænmetisrétti sem fara vel í kroppinn. Góð tilbreyting frá grillkjötinu! Uppskriftir RÚNAR MARVINSSON Myndir JÓN ÁRNASON

68

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

69


Á vellinum er hægt að finna flott hráefni í salat. Fíflablöðin eru góð snemma sumars, hundasúrurnar virka alltaf og haugarfinn er betri en rucola-salatið sem keypt er dýrum dómum út úr búð. Svo er líka gaman að skreyta sumarsalatið með blómum eins og skjaldfléttu. (Ráðlegging Gísla á Dalsgarði.)

Salat Einn haus af lambhagasalati, barnað með súrum af vellinum og nokkrum fíflablöðum og svo eru skjaldfléttublöð og blómin af henni sett yfir til skrauts og átu. Ólívuolíu og hvítvínsediki skvett yfir.

Þessi réttur getur bæði verið aðalréttur og notaður sem meðlæti.

Eggaldin bakað með parmesan Eggaldin skorið í sneiðar og raðað á plötu og saltað vel. Saltið er látið standa á í ca hálftíma, þá er saltið skafað af. Stráið smá maizena-mjöli ofan á og brúnið sneiðarnar á pönnu. Raðið síðan í ofnskúffu og stráið parmesan-osti yfir ásamt örlítilli olíu. Hitið í ofni þangað til osturinn er bráðnaður og örlítið brúnaður. Borið fram með tómatlagaðri sósu.

70

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

71


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.