Leikskrá ÍBV - KR

Page 1

LEIKSKRÁ

MEISTARAFLOKKUR KARLA

20.ÁGÚST 2015 KL. 18:00

HÁSTEINSVÖLLUR

ÁF

RA

ÁF RA Í B M Á V ÍB FR ÁF Á Á AM RA FR ÁF FR V Á M ÍBV AM AM F ÍBV RAM ÍBV ÍB RAM Á Í F Á RA V RA FR ÁFR ÁF ÁF BV M ÁF ÍBV M AM AM ÁF R R Á ÍBV A A RA ÍBV R ÁF FR M M A ÁF ÍBV ÍB M M A RA Í Í V B RA B M Á Í Á Í V Á V B M B F F M F ÁF ÍBV ÁFR ÁFR V Á V Á ÍBV ÍBV M ÍB RAM RAM RAM ÁF R R V F FR ÁF AM AM RA AM RAM ÁFR ÁF ÍBV ÍBV ÍBV AM AM RA ÁF Í Í B B Í Í M V V RA RA B AM M B ÁF ÁF ÍBV ÍBV M M RA ÁFR ÁFRA V Á V Á ÍBV ÁF V ÍBV Í Í Í R A R FR BV MÆTAST FR M BV - KR AM ÁFR ÁFR B KL. AM 18:00 M ÁMHÁSTEINSVELLI ÁF ÍBV ÁF Á A Í A FR ÍBV ÍBV R M R AM AM M ÁF BV ÁF AM AM ÁFR ÍBV ÍBV AM ÍBV ÍBV RA Á ÍB Á Á A R FR M M ÍBV AM ÍBV ÍBV ÁF ÍBV ÁFR ÁFR V Á ÁF AM FRA FRA Í Í B B A M R A M ÁF R Á V ÍB V ÍBV ÍBV AM AM ÁFR M Í M ÍB ÁF ÍBV FR ÁFR V Á FRA RAM ÁF B A Í Í V RA V R B M AM AM B Á FR M Í Á AM BV ÍBV AM Í M Í FRA ÁFRA FRA V Á V Á ÍBV ÁF R F ÁF ÍBV ÍBV FR M BV BV M R M Á ÁF Í ÍBV ÍBV AM AM ÁFR RA FRA AM RAM ÁFR ÁFR BV ÁF ÍBV Á AM F ÍBV ÍBV AM AM ÁFR M ÍB M ÍB RAM RAM ÁF ÁF ÍBV ÍBV ÁF R A V Á V ÁF AM RA RA M ÍB ÍB Á ÍBV ÍBV ÁF M RA F RA FRA ÁF ÍBV ÁFR ÁFR V Á V Á ÍBV M ÍB ÁF Í BV M M M FR RA RA FR ÁF AM AM ÍB Á V Í Í M

-

BÓNUS OPNAR Í EYJUM 2015


Sætastur allra sigra!

Ég hef oft reynt að lýsa þeirri raunar ólýsanlegu gleði sem fylgdi Íslandsmeistaratitli ÍBV 1998. Hún var enn dýpri og fölskvalausari en sú sem fylgdi sama titli árið áður, 1997. Ingi Sig. segir frá þessari upplifun sem leikmaður hér í sömu leikskrá en hans hlutur í þessum leik var vægast sagt dramatískur; skoraði fyrra markið strax á fimmtu mínútu og var svo fluttur meiddur á spítala kortéri síðar. Náði þó fagnaðarlátunum í leikslok, ef ég man rétt, eftir 2-0 sigur - og titillinn í höfn! Þetta er án nokkurs vafa glaðasta og glæsilegasta sigurstund sem ég hef átt á íþróttavelli í alla þá guðmávita hvað marga áratugi sem ég hef lagt leið mína þangað til að styðja ÍBV. Það var ekki bara það að við unnum KR, sem er skemmtilegast að vinna af öllum liðum. Og það var ekki bara það að við unnum KR á þeirra heimavelli í Frostaskjóli, sem er skemmtilegasti völlurinn til að vinna KR. Og það var ekki bara það að þetta var hreinn úrslitaleikur við KR um titilinn sem er skemmtilegast að vinna af öllum titlum. Málið er að þetta kom allt saman í einum punkti: Þetta var hreinn úrslitaleikur við KR um Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimvelli í Frostaskjóli sem við unnum glæsilega 2-0. Það er ekki hægt að toppa þetta! Ekki einu sinni þótt Heimir Hallgrímsson myndi leiða íslenska landsliðið að heimsmeistaratitlinum yrði þessi stund toppuð fyrir mig! (Ofan á allt þetta má reyndar bæta þeirri skemmtilegu fjölskylduminningu að sonur minn, sem tæplega þriggja ára kom með mér á þennan leik ásamt systur sinni, heldur því fram að fyrsta minning hans í lífinu sé þegar honum var kastað hátt í loft upp þegar flautað var til leiksloka í einmitt þessum leik. Ég veit að við munum upplifa þetta saman aftur, þótt ég kasti honum ekki jafn hátt í það skiptið). Því er ég að rifja þetta upp að á fimmtudaginn mætum við KR enn á ný. Ekki í Frostaskjóli heldur á Hásteinsvelli. Ekki í baráttu um Íslandsmeistaratitil, að þessu sinni, heldur í baráttu upp á líf og dauða um sæti ÍBV á bekk með þeim bestu. Því sæti verðum við að halda og því sæti skulum við halda! Afar mikilvægt skref að því marki yrði stigið ef við vinnum KR á fimmtudaginn. Við stuðningsmenn ÍBV ætlumst til þess af leikmönnum okkar að þeir gefist ekki upp við mótlæti; að þeir leggi sig alla fram í hverjum leik og haldi áfram að berjast þótt á móti blási. Gerum sömu kröfu til okkar sjálfra sem stuðningsmanna! Nú verð ég að gera þá þungbæru játningu hér að ég stóð mig ekki í stykkinu á síðasta heimaleik. Þegar við fengum á okkur þetta hörmulega mark á móti Fylki gerðist eitthvað innra með mér sem ég kann ekki skýringu á og hefur aldrei gerst áður. Það þyrmdi einhvern veginn yfir mig; ég stóð ósjálfrátt upp - gekk út úr stúkunni og ráfaði upp að bílnum mínum sem ég hafði lagt við Íþróttahúsið. Þokukennt rámar mig í að hafa hitt Kára Kristjáns, handboltakappa, á miðri leið og hann vildi fá mig til að snúa við og koma með sér aftur á völlinn. Ég sinnti því ekki heldur ók í þoku heim, pakkaði niður og var mættur niður á bryggju klukkutíma áður en Herjólfur átti að fara. Þið getið kannski hlegið að þessu en, trúið mér, mér var ekki hlátur í huga! Þetta mun ekki koma fyrir aftur! Núna mætum við öll á völlinn á móti KR - og á alla hina leikina sem eftir eru - og leggjum okkar af mörkum til að tryggja ÍBV áfram sæti í efstu deild! Við mætum líka á sama tíma að ári - en þá til að berjast á hinum endanum! Palli Magg.

ÁFRAM ÍBV, ALLTAF OG ALLSSTAÐAR! (en ekki bara stundum og sumstaðar).


VIÐ STYÐJUM


LEIKMENN ÍBV

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 14 15

Abel Dhaira Tom Even Skogsrud Matt Garner Hafsteinn Briem Avni Pepa Gunnar Þorsteinsson Aron Bjarnason Jón Ingason Jose Sito Seoane Bjarni Gunnarsson Víðir Þorvarðarson Jonathan Patrick Barden Devon Már Griffin

16 17 19 21 23 25 30 32 34

Mees Junior Siers Stefán Ragnar Guðlaugsson Mario Brlecic Dominic Khori Adams Benedikt Októ Bjarnason Guðjón Orri Sigurjónsson Ian David Jeffs Andri Ólafsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson

LEIKMENN KR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11

Stefán Logi Magnússon Grétar Sigfinnur Sigurðarson Rasmus Christiansen Gonzalo Balbi Lorenzo Skúli Jón Friðgeirsson Gunnar Þór Gunnarsson Gary John Martin Jónas Guðni Sævarsson Þorsteinn Már Ragnarsson Pálmi Rafn Pálmason Almarr Ormarsson

12 13 16 17 18 19 20 22 23 26 27 28 29

Hörður Fannar Björgvinsson Sindri Snær Jensson Kristinn J. Magnússon Hólmbert Aron Friðþjófsson Aron Bjarki Jósepsson Sören Fredriksen Jakob Schoop Óskar Örn Rúnarsson Atli Sigurjónsson Björn Þorláksson Guðmundur Andri Tryggvason Atli Hrafn Andrason Júlí Karlsson



EFTIRMINNILEGASTI LEIKURINN MINN MILLI ÍBV OG KR. - FROSTASKJÓL LAUGARDAGINN 26. SEPTEMBER 1998 Þegar rætt var við mig um að rifja upp eftirminnilegan leik gegn KR frá mínum leikmannsferli þá er það tvímælalust leikur ÍBV gegn KR í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 1998. Leikurinn fór fram á heimavelli KR-inga í Frostaskjólinu og eins yndislegt sem það er að vinna þar leik þá er það eins hræðilegt að tapa leik þar. Það var því í ljósi mikilvægis leiksins gríðarleg spenna í gangi í undanfara leiksins og dagarnir á undan þrungnir spennu. KR-ingar undirbjuggu leikinn eðlilega á þann hátt að þeir væru að fá titilinn til sín eftir 30 ára bið. Íþróttahúsið þeirra var tilbúið fyrir fagnarhöld eftir leik og KR-ingar voru í fjölmiðlum sagðir líklegri til að landa titlinum, þrátt fyrir það að ÍBV væri á toppnum fyrir leikinn. ÍBV dugði því jafntefli til að hampa titlinum stóra annað árið í röð. Undirbúningur liðsins var mjög góður og ÍBV hafði það ár og árin á undan tekið þátt í mörgum stórleikjum og því mikil reynsla komin í hópinn til að gera undirbúninginn sem bestan. Stjórn og þjálfarar unnu mikla og góða vinnu til að undirbúningur liðsins væri markviss og fjölmiðlaumfjöllun myndi hafa sem minnst áhrif á hópinn. Við mættum deginum áður til Hveragerðis og æfðum þar og gistum á Hótel Örk. Á leiðinni í borgina á leikdegi þá byggðist upp spenna og þegar við mættum í Frostaskjólið var enginn vafi á því að framundan væri mikil barátta innan sem utan vallar. Þegar við hlupum út á völl í upphitunina þá fékk maður mikinn fiðring að sjá alla þennan fjölda Eyjafólks sem var komið til að styðja liðið. Hins vegar voru KR-ingar það gestrisnir að þeir leyfðu ekki stuðningsmönnum að vera í stúkunni og því var búið að hlaða upp brettum á hinni hlið vallarins fyrir Eyjafólkið. Broslegt í minningunni en þá var okkur Eyjamönnum ekki nein gleði í huga með þessa ákvörðun KR-inga.


Leikurinn hófst og KR-ingar byrjuðu með látum vel studdir af sínu fólki. Það vantaði heldur ekki stuðninginn hjá okkar fólki og smátt og smátt náðum við betri tökum á leiknum og voru ef eitthvað er yfirvegaðri í leik okkar. Það gerist svo á 5. mínútu leiksins að Kiddi Hafliða vinnur boltann á miðju vallarins og brýst upp og sendir frábæra sendingu inn fyrir vörn KR. Þar kem ég og sting mér inn fyrir varnarmann KR og rétt næ að pikka boltann framhjá Gunnleifi markverði KR augnabliki áður en hann nær í boltann. Viti menn boltinn hafnar í netinu og ÍBV komið með forystu 1-0. Þar sem ég var alveg viss hvar okkar fólk var á vellinum þá var hlaupið rakleitt til þeirra að girðingunni og allir leikmenn með og fögnuðurinn gríðarlegur. ÍBV komið með yfirhöndina. Mín þátttaka í leiknum tók svo skjótan endi á 21. mínútu er varnarjaxl KR, David nokkur Winnie, tæklaði mig á miðjum vellinum það illa að ég þurfti að fara út af og á slysadeildina. Þar fylgdist ég með leiknum í gegnum okkar góða lækni Hjalta Kristjáns og náði að sjá þegar Kiddi Lár innsiglaði sigurinn á 77. mínútu með glæsilegu hægri fótar skoti eftir góðan undirbúning frá Steingrími Jóh, þeim mikla snillingi. Liðið sigldi svo sigrinum í örugga höfn og fögnuður liðsins og stuðningsmanna einlægir í leikslok og ég tala ekki um þegar Hlynur Stefáns lyfti titlinum á KR-vellinum, erfiðasta útivelli þess tíma. Ég sjálfur kom svo á KR-völl með Hjalta lækni þegar leiknum og verðlaunaafhendingu var lokið. Þá sgaði Steingrímur Jóh þessi eftirminnilegu orð, „Ingi þetta er í fyrsta sinn sem þú ert tekinn af velli þar sem þú röflar ekki undan því.“ Sannarlega vel að máli komist hjá okkar góða félaga sem var svo einstaklega hnyttinn og lét okkar félagana heyra það þegar svo átti við. Framhaldið er svo ógleymanlegt þegar við keyrðum í Þorlákshöfn og sigldum heim í algerri gleði með okkar stuðningsmönnum. Frábærar móttökur á bryggjunni og svo heljarinnar móttökur í Týsheimilinu. Laugardagurinn 26. september 1998 er því eftirminnilegasti leikur minn gegn KR og líklegast yfir allan minn feril. Það á ekki eingöngu við leikinn sjálfan heldur umgjörðina sem stuðningsmenn okkar sköpuðu. Vonandi á ég sjálfur eftir að upplifa þetta þeim megin í nánustu framtíð. Fyrir leikinn í dag þá er það skýrt að áður en við náum að vinna KR í Frostaskjólinu þá þurfum við að byrja á því að vinna KR á Hásteinsvelli. Fimmtudagurinn 20. ágúst 2015 er aldeilis frábær dagur til þess. Eyjamenn innan sem utan vallar geta gert það nú sem áður. Ingi Sig.

ÁFRAM ÍBV, ALLTAF OG ALLSSTAÐAR!


V B Í m a Áfr fæst í g ur inn

nin ÍBV var

ilinu

Týsheim

derhúfa - kr. 2.500 húfa - kr. 2.500

Bílafáni - kr. 2.000

trefill - kr. 3.000


FÓTBOLTAFRÉTTIR KNATTSPYRNUDEILD KARLA ÍBV Í leikmannaglugganum sem var opinn frá 15-31 júlí urðu breytingar gerðar á leikmannahópi ÍBV til að styrkja liðið fyrir seinni hluta tímabilsins. Á lán fóru þeir Jonathan Glenn til Breiðablik, Óskar Z og Erik Ragnar til KFS, Aron Örn til KFR ásamt því var Richard Sæþór kallaður úr láni frá Selfoss. Einnig hafði Yngvi Borgþórsson félagaskipti úr ÍBV í KFS. Til félagsins komu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson (34) og Sito (9) eins og áður hafði verið kynnt en í lok gluggans bættust svo í hópinn þeir Mario Brlecic (19) og Stefán Ragnar Guðlaugsson (17). Mario er 26 ára varnarsinnaður miðjumaður og er fæddur í Króatíu. Leikmaðurinn kom frá NK Travnik sem spilar í úrvalsdeild í Bosníu en að auki á leikmaðurinn að baki leiki með U19 ára landsliði Króatíu. Stefán Ragnar er 24 ára varnarmaður og kemur á láni út tímabilið frá Fylki. Leikmaðurinn á að baki 138 leiki í meistaraflokki en frá árinu 2010 hefur hann spilað alls 95 leiki í efstu deild með Selfoss þar sem hann hóf feril sinn árið 2007 í meistaraflokki, Val og Fylki. Auk breytinga á leikmannahópi liðsins var breyting á þjálfarateymi liðsins. Ásmundur Arnarsson var ráðinn sem aðalþjálfari til loka tímabilsins í stað Jóhannesar Þór Harðarsonar sem þarf að taka tímabundið leyfi vegna veikinda í fjölskyldunni. Til aðstoðar Ásmundar verður Andri Ólafsson sem einnig er leikmaður liðsins. ÍBV býður nýju leikmennina og þjálfara velkomna til félagsins og væntir mikils af þeim í baráttunni framundan.

NÆSTU LEIKIR MEISTARAFLOKKS KARLA Sunnudagur

23.ágúst

kl. 17:00

ÍBV - Víkingur R.

Víkingsvöllur

Sunnudagur

30.ágúst

kl. 17:00

ÍBV - Keflavík

Hásteinsvöllur

Sunnudagur

13.sept

kl. 17:00

FH - ÍBV

Kaplakrikavöllur

MEISTARAFLOKKUR KVENNA Nú þegar tímabilið hjá mfl. kvenna ÍBV er hálfnað stendur liðið í 5. sæti í Pepsí deildinni en einungis eru fimm leikir eftir af tímabilinu. Deildin hjá stelpunum þetta árið er mjög jöfn en stutt er í 3. sætið og því að miklu að keppa hjá stelpunum. Í bikarnum datt liðið út í 8-liða úrslitum gegn Selfoss í hörku leik en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslitin. Alls hefur liðið unnið sjö leiki, tapað fimm og gert eitt jafntefli en stelpurnar eru staðráðnar í að klára sumarið með stæl.


FÓTBOLTAFRÉTTIR VIÐ STYÐJUM

2.FLOKKUR KARLA

2. flokkur karla hefur verið á góðu skriði eftir erfiða byrjun á mótinu og hefur nú unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Valsmenn voru lagðir að velli hér heima, 2-0 með mörkum frá Richard Sæþór Sigurðssyni, lánsmanni frá Selfossi sem hefur nú snúið aftur til síns heimafélags. Ástæða er til að þakka honum fyrir sitt góða framlag í sumar en þessi ágætis drengur gerði fimm mörk í átta leikjum fyrir 2. flokk. Þórsarar komu í heimsókn skömmu síðar. Fyrri hálfleikur var algjörlega frábær af hálfu ÍBV, en staðan í hálfleik var 3-0 eftir mörk frá Erik Ragnari Gíslasyni og Hallgrímunum tveimur Heimissyni og Þórðarsyni. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi sloppið nokkuð vel með 3-0 í hálfleik en þeir hresstust í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í 3-1, sem urðu lokatölur. Í útileik gegn Gróttu, fimmtudaginn eftir þjóðhátíð vantaði marga menn af ýmsum ástæðum og voru níu breytingar frá byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Þór. Margir leikmenn, meðal annars úr 3. flokki fengu þar mikilvæga reynslu en viðureignin tapaðist 3-1 eftir að Devon Már hafði jafnað í 1-1 um miðjan fyrri hálfleik. Fjölnir, sem er í 2. sæti deildarinnar og komnir í bikarúrslit mættu svo til eyja og fór leikurinn fram á Hásteinsvelli. ÍBV komst í 1-0, 2-1 og 3-2 og staðan í hálfleik var 3-3 í hreint út sagt mögnuðum leik þar sem Hjalti Jóhannsson og Erik Ragnar Gíslason afgreiddu að hætti atvinnumanna og Sigurður Grétar Benónýsson skallaði glæsilega í netið eftir fyrirgjöf Hallgríms Heimissonar frá hægri. ÍBV komst svo í 4-3 og 5-3 með mörkum frá Sigurði Grétari, sem fullkomnaði þar með þrennuna, áður en fyrrnefndur Hallgrímur náði boltanum af markverði Fjölnis, sem braut á honum og fékk fyrir það rautt spjald. Sigurður tók vítið en varamarkvörðurinn varði það með tilþrifum og gaf Grafarvogspiltum smá lífsneista, sem Sigurður Grétar slökkti reyndar skömmu síðar með sínu fjórða marki. Varamaðurinn Guðmundur Tómas Sigfússon kom ÍBV svo í 7-3 áður en Fjölnir minnkaði muninn í blálokin. ÍBV er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar og á möguleika á að komast í það þriðja með því að ná sér í 3 stig eða fleiri í Akureyrarreisu næstu helgar, þar sem þeir mæta toppliði KA og Þór sem er í fjórða sætinu. ÍBV á tvo leiki til góða á bæði Þór og Selfoss, sem skilja ÍBV frá toppliðunum tveimur.

2. FLOKKUR KVENNA Í sumar spilar 2 fl. kvenna ÍBV í B-deild íslandsmótsins. Til dagsins í dag hafa þær spilað alls fimm leiki þar sem að þær hafa unnið tvo og tapað þrem. Stelpurnar eru í 4. sæti en alls eru fimm lið í deildinni. Þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa er framtíðin björt þar sem að liðið er skipað efnilegum stelpum sem einnig hafa margar hverjar spilað með meistaraflokki ÍBV.


Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Tvö flug á dag alla daga vikunnar

á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur Upplýsingar og bókanir á ernir.is og í síma 481 3300 Eyjar | 562 2640 Reykjavík

Reykjavík

Vestmannaeyjar

bókaðu flugið á ernir.is


Appið og Netbankinn

Við bjóðum góða þjónustu á hliðarlínunni Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. Það er með mikilli ánægju sem við styrkjum barna- og unglingastarf ÍBV. Og stoltir foreldrar í hópi viðskiptavina Íslandsbanka þurfa ekki að víkja af hliðarlínunni eina mínútu meðan þeir hafa Appið og Netbankann til að bjarga málunum ef eitthvað aðkallandi kemur upp á í miðri sókn. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.