Bæklingur Opna háskólans 2020 - 21

Page 1

Ný tækifæri // Námsframboð 2020 - 2021 //


Ásdís Erla Jónsdóttir Forstöðumaður Opna háskólans í HR

Námsframboðið þarf að vera í sífelldri þróun

„Í framtíðinni verða til ný störf sem við þekkjum ekki ennþá. Því þarf að efla aðlögunarfærni starfsfólks og stjórnenda.“


Námsframboð veturinn 2020 - 2021 Opni háskólinn í HR

|

Vinnuumhverfi okkar og viðfangsefni starfanna er síbreytilegt enda á sér stað stafræn bylting vinnumarkaðarins, oft nefnd fjórða iðnbyltingin. Hvað mun breytast? Hvað verður alfarið stafrænt? Hverju verður gert hærra undir höfði? Hversu ofarlega á baugi verða umhverfismál? Ásdís Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Opna háskólans í HR. Hún rýnir í framtíð starfa á hverjum degi og fylgist vel með enda er það hlutverk skólans, í samvinnu við akademískar deildir HR og atvinnulíf­ ið, að gera starfsfólk fyrirtækja og stofnana tilbúið að laga sína starf­ semi að þróuninni og um leið að auka samkeppnishæfni landsins.

Hvaða nýja svið finnst þér mest spennandi? „Ég hef alltaf áhuga á því sem snýr að manneskjunni. Mikið af okkar námskeiðum snúast um mannlega eiginleika, til dæmis, hvernig færðu fólk til að vinna saman sem ein heild og nýta og koma auga á sína styrkleika? Svo hefur verið áhugavert að fylgjast með hraðri þróun stafræns náms. Allt stafrænt nám er komið til að vera þó að það komi ekki í staðinn fyrir hefðbundið nám. Fyrirtæki eru að nýta sér tæknina til að koma efni til starfsfólks, þarna getum við leikið lykilhlutverk, að skapa efni og tengja sérfræðinga saman.“

Hvernig veljið þið námskeið? „Opni háskólinn þarf að vera í stöðugu samtali við atvinnulífið og akademíuna og fylgjast með nýjustu straumum og stefnum innan­ lands og utan. Við leitum til okkar sérfræðinga og fáum einnig mikið af fólki sem þyrstir í að miðla og leitar því til okkar með góðar hug­ myndir. Við njótum góðs af því að vera hluti af háskóla þar sem lögð er áhersla á rannsóknir og hagnýtingu þeirra og blöndum svo inn atvinnulífinu. Við nýtum okkur einnig alþjóðlegar rannsóknir frá World Economic Forum, þar sem fjórða iðnbyltingin er krafin til mergjar og fjallað er um framtíð starfa út frá áreiðanlegum gögnum.“

Hvernig er best að búa sig undir vinnumarkað framtíðarinnar? „Það þarf að undirbúa starfsfólk vinnustaða fyrir áhrifin af tækni­ breytingum og sjálfvirknivæðingu. Í framtíðinni verða til ný störf sem við þekkjum ekki ennþá. Því þarf að efla aðlögunarfærni starfsfólks og stjórnenda. Þannig þjónum við lykilhlutverki í að styðja einstak­ linga og fyrirtæki í að bæta færni sína og auka þekkingu til að ná markmiðum og stuðla að nýsköpun og samkeppnishæfni. Við sjáum það alltaf betur og betur að við þurfum kvika hugsun og við þurfum að fóstra nýsköpun jafnt innan rótgrónna fyrirtækja og stofnana, sem og meðal frumkvöðla.“

Opni háskólinn í HR Menntavegi 1 102 Reykjavík Sími: 599 6300 opnihaskolinn@opnihaskolinn.is


NÝTT NÁMSKEIÐ

„Öflug liðsheild er ekki sjálfgefin og verður ekki til af sjálfu sér. Til þess að hópur fólks sem vinnur saman geti myndað öfluga liðsheild sem er ánægjulegt að vera partur af, þurfa margir ólíkir partar að smella saman. Góðar liðsheildir myndast ekki vegna þess að allir séu alltaf sammála og líði brosandi í gegnum daginn, þar sem ekkert kemur upp á. Þvert á móti, þá einkennast sterkar liðsheildir af rökræðum, endurtekningum, umbótum, jafningjum, virðingu, lausnamiðuðu viðhorfi – í starfsumhverfi sem hentar og hvetur til samvinnu sem leiðir af sér öfluga liðsheild.“

Liðsheild - kjarni vinnustaða „Góðar liðsheildir myndast ekki vegna þess að allir séu alltaf sammála.“

Í náminu styrkja þátttakendur hæfni sína í mótun og viðhaldi liðsheildar. Grunnþættir liðsheildar eru frekar vel þekktir, svo sem, opin samskipti, traust, skilgreind hlutverk, sameiginleg ábyrgð, skýr markmið og skilgreind áhætta, en það sem er minna þekkt er hvernig ber maður sig að? Hvernig get ég orðið betri liðsmaður? Hvernig get ég betur veitt lið? Hvernig get ég betur leitt lið? Þátttakendur læra um byggingarefni liða, hvers vegna og hvernig þau skila árangri, læra að nota líkön til að beita og læra daglega framkvæmd.

Leiðbeinendur: • Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar HR • Daði Rafnsson, stundakennari við íþróttafræðideild HR og doktorsnemi í íþróttasálfræði • Ragnar Ingibergsson, verkefnastjóri hjá Arion banka


Opni háskólinn í HR

|

LENGD: 24 klst. Námsframboð veturinn 2020 - 2021

„Það er mín upplifun að þegar það er verið að ræsa verkefni eða búa til ný teymi þá sé mjög erfitt að áætla hversu vel hópnum muni ganga að vinna saman. Oft tekur lengri tíma en stjórnandinn gerði ráð fyrir að ná upp skilvirkni og góðri samvinnu, sérstaklega þegar fólk þekkist ekki mjög vel. Það eru spurningar en engin svör á hverju strái, óskýrt hvað raunverulega felst í hlutverkum og hvernig samvinnan á að fara fram. Fyrir mér er þetta ef til vill einn stærsti óvissuþátturinn en með því að skilja betur hvernig hópar virka og nota ýmis „trix“ til þess að auka þroska hópsins og samkennd finnst mér ég ná að Ragnar Ingibergsson Leiðbeinandi á námskeiðinu

mynda hópa sem eru skilvirkir og líður betur í vinnunni.“


NÝTT NÁMSKEIÐ

„Að auka stafræna vinnu gerist ekki af sjálfu sér heldur veltur á því að við kunnum til verka, kunnum að skipuleggja og velja tækin, að skilgreina og hanna þjónustuferlin og að stýra í áttina til stafræns vinnustaðar. Til þess verðum við að þekkja og kunna á tækin og tólin sem gera vinnustað stafrænan. Og auðvitað, tileinka okkur stafrænt hugarfar.“

Stafrænn vinnustaður Undir heitinu Stafrænn vinnustaður eru sjö námskeið. Hægt er að velja nokkur, eitt eða öll námskeiðin, allt eftir því sem hentar hverjum og einum.

Námslínan er hönnuð fyrir þá sem vilja auka hæfni sína til að beina störfum og starfsemi vinnu­

7 námskeið

• Rúna Loftsdóttir, þekkingastjóri hjá Reykjavíkurborg

– Office 365

• Íris Sigtryggsdóttir, fræðslustjóri Advania

– Stafræn vinna, hugarfarið og breytingin

• Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow nýsköpunarfyrirtækis

– Google Suite

• Grímur Sæmundsson, BI Ráðgjafi

– Möguleikar í stafrænni vinnslu gagna

• Aldís Björgvinsdóttir, verkefnastjóri

– Upplýsingaöryggi – Verkefnastjórnun í upplýsinga­ tæknilegum verkefnum – Stafræn viðskipti

staðarins í sífellt auknum mæli til stafrænnar vegferðar. Markmið stafrænnar vegferðar hvers vinnustaðar er betri nýting fjármuna og tíma, þannig að allir beri meira úr bítum. Viðskiptavinir fá straumlínulagaðri þjónustu og þörfum þeirra er mætt á skilvirkari hátt.

Leiðbeinendur: • Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania

• Bergmann Guðmundsson, verkefnastjóri • Elísabet Árnadóttir, öryggisstjóri Advania • Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania • Hrefna Arnardóttir, deildarstjóri sérlausna hjá Advania


2 ANNIR

Opni háskólinn í HR

|

2 ANNIR Námsframboð veturinn 2020 - 2021

APME verkefnastjórnun

(Applied Project Management Expert) Nemendur læra að útbúa heildstæða verkefnisáætlun, mæla árangur, gera verkáætlanir og kostnaðarútreikninga, greina framleiðsluferla og gæðakerfi ásamt því að læra að nýta

„Ég fékk mikla hvatningu í

tölfræði, líkön og aðferðir til að taka ákvarðanir. Nemendur

náminu og gat sett mér skýrari

þreyta próf sem veitir þeim alþjóðlega IPMA-vottun samkvæmt

markmið fyrir framtíðina.

stigi D sem er staðfesting á þekkingu á sviði aðferðafræði verkefnastjórnunar. Kennt er í fjarnámi sem og í staðarlotum.

Sumarið áður en námið hófst vissi ég ekki hvert ég stefndi en

Leiðbeinendur:

núna er ég að flytja til Sviss að

• Dr. Hlynur Stefánsson, lektor við verkfræðideild HR

klára Bachelorgráðu.”

• Dr. Páll Jensson, prófessor við verkfræðideild HR • Eðvald Möller, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands • Sigurður Ragnarsson, MBA, lektor og forseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst

fjarnám LENGD: 48 klst.

Bókhald Grunnur Í náminu er farið í gegnum hlutverk bókara, tilgang bókhalds og bókhaldslögin eru kynnt. Fjallað er um skattskil einstaklinga með atvinnurekstur s.s. staðgreiðslu, tekjuskráningu, útgáfu reikninga, rekstrarkostnað, virðisaukaskatt, skattskyldu og undanþágur. Kennsla fer fram í fjarnámi en staðarlota er haldin í lok námsins.

Lind Ólafsdóttir Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur

Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur í samstarfi við César Ritz Colleges

Tveggja anna faglegt nám sem veitir góðan undirbúning fyrir alþjóðlegar stjórnunarstöður innan hótel- og veitingahúsageirans. Námið er samstarf við hinn virta César Ritz Colleges í Sviss. Eftir fyrsta árið geta nemendur lokið BIB (e. Bachelor of International Business) námi frá samstarfsskólanum í Sviss. Kennsla fer fram á ensku og námið er lánshæft hjá LÍN.

Leiðbeinendur:

Leiðbeinendur:

• Haukur Skúlason, framkvæmdarstjóri Indó og ráðgjafi

• Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte

• Sigríður Pálsdóttir, kennari í Tækniskólanum

• Helga Hauksdóttir, lögmaður • Guðmundur Ingólfsson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte

fjarnám

• Alma Hannesdóttir, ráðgjafi • Margrét Polly Hansen Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Hótelráðgjafar • Hallgrímur Sæmundsson, framreiðslumeistari og kennari við MK • Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir, BA í þýsku, kennslufræði til kennsluréttinda og prófstjóri við HR • Lýdía Huld Grímsdóttir, MSc í Service Management frá CBS og markþjálfi • Thelma Theódórsdóttir, hótelstjóri hjá Fosshótelum • Jóel Sigurðsson, þróunarstjóri hjá Godo


NÝTT NÁMSKEIÐ

LENGD: 36 klst.

„Á námskeiðinu leitum við tækifæra og lausna og aukum skilning okkar á því hvernig sjálfbærni fléttast saman við fjármögnunartækifæri, áhættu í rekstri, umbætur og nýsköpun. Við horfum til heimsmyndar sem fyrirsjáanlegt er að muni breytast og skoðum hvað einstaklingar getur lagt af mörkum til að stuðla að aukinni sjálfbærni. “

Forysta í sjálfbærni Afkomuhæfni hefur alltaf verið eftirsóknarverður eiginleiki og hún er mikilvægur þáttur í sjálfbærnihugsun nútímans. Afkomuhæfni þýðir úthald og útsjónarsemi til að aðlaga sig að breytingum, hvort sem það eru breytingar í umhverfinu, hagkerfinu, í samfélaginu eða í harðri samkeppni milli fyrirtækja. Ósjálfbær nálgun til lengri tíma leiðir til neikvæðrar útkomu. Hvort sem það er ósjálfbærni í umgengni um náttúruna, rekstri eða í stjórnunarlegum ákvörðunum og verður að lokum til þess að rekstur verður ekki lengur fær um að viðhalda sjálfum sér. Forysta í sjálfbærni er staðarnám þar sem nemendur hittast á vinnustofum með kennurum og sérfræðingum.

Leiðbeinendur: „Heimurinn er að breytast hratt samfara auknum kröfum um sjálfbærni á öllum sviðum. Til að geta verið hluti af lausninni en ekki vandamálinu er nauðsynlegt að öðlast skilning á eðli þeirra breytinga sem framundan eru.“ Sigurður H. Markússon Viðskiptaþróunastjóri hjá Landsvirkjun og leiðbeinandi á námskeiðinu

• Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunastjóri hjá Landsvirkjun • Dr. Hallur Þór Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild HR • Dr. Þóranna Jónsdóttir, ráðgjafi og lektor við viðskiptadeild HR • Gestur Pálmason, stjórnenda- og teymisþjálfari • Bjarni Herrera Þórisson, framkvæmdastjóri Circular Solutions


Ferla- og gæðastjórnun Markmið námslínunnar er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir helstu gæðastaðla, auki færni í stjórnun verkefna og gæða og hljóti meiri þekkingu á ferla- og virðisgreiningu. Ennfremur að þeir verði færir um að leiða og taka virkan þátt í umbótastarfi

Leiðbeinendur: • Agnes Hólm Gunnarsdóttir, gæðastjóri Verkís • Hjálmar Eliesersson, verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá Rekstarstýringu Icelandair • Viktoría Jensdóttir, Global Program/Project Manager hjá Össuri

LENGD: 105 klst.

Stafræn markaðs­setning og viðskipti á netinu Í náminu er farið í stefnumótun og greiningar á árangri stafrænn­ ar markaðssetningar. Að náminu kemur fjöldi gestafyrirlesara úr atvinnulífinu sem sýna hvernig hægt er að nálgast viðfangsefnið og nemendur takast á við raundæmi með hermun. Boðið er upp á eins dags vinnustofu þar sem nemendur geta unnið að sínum eigin verkefnum undir leiðsögn leiðbeinanda.

Leiðbeinendur: • Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild HR • Ari Steinarsson, framkvæmdarstjóri YAY og ráðgjafi í stafrænni markaðssetningu • Andrés Jónsson, sérfræðingur í almannatengslum, eigandi Góðra samskipta

„Námsefnið var allt mjög vel framsett og gestafyrirlesarar frábærir. Hermun var mikið notuð þar sem við gátum sett okkur í spor fyrirtækis og markaðssett vörur á netinu. Í náminu fékk ég svo sannarlega réttu verkfærin til að vinna með.“ Kristján Gíslason Sérfræðingur á markaðssviði VÍS

Opni háskólinn í HR

|

og stjórn teyma.

Námsframboð veturinn 2020 - 2021

LENGD: 28 klst.


Opni háskólinn í HR

|

Námsframboð veturinn 2020 - 2021

LENGD: 56 klst.

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni Skilvirk og stefnumiðuð mannauðsstjórnun skilar sér í bættum rekstri og

frammistöðu. Námið byggist á fjölbreyttum kennsluaðferðum, hagnýtum verkefnum og þjálfun í notkun mismunandi aðferða og meðal viðfangsefna eru stjórnun, ráðningar, vinnuréttur og markþjálfun.

Leiðbeinendur: • Hulda Dóra Styrmisdóttir, MBA, stjórnendaráðgjafi • Ketill Berg Magnússon, MBA, mannauðsstjóri Marel og stundakennari við HR • Guðrún Högnadóttir, MHA, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi • Dr. Auður Arna Arnardóttir, dósent og forstöðumaður MBA í HR • Sigurður Ragnarsson, MBA, lektor og forseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst • Einar Örn Davíðsson, hdl. og sjálfstætt starfandi lögmaður • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Samiðnar • Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar HR

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld. Kynntu þér málið.


LENGD: 120 klst.

Opni háskólinn í HR

|

LENGD: 132 klst. Námsframboð veturinn 2020 - 2021

Viðurkenndir bókarar Nám fyrir starfsfólk bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókara. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara og er í boði bæði sem staðarnám og fjarnám.

Leiðbeinendur: • Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte • Páll Jóhannesson, lögmaður hjá BBA Fjeldco

„Greining gagna er mitt helsta starf og það tengist rekstri og öðrum ferlum. Ég hef náð að kafa dýpra í gögnin til að skilja betur hvað í

• Páll Daði Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte • Guðmundur Ingólfsson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte

þeim felst og hvað er hægt að gera með þau. Ég

• Davíð Halldórsson, verkefnastjóri hjá KPMG

kann núna að nota kerfin í umbótaverkefnum,

• Ragnar Guðmundsson, lögmaður og meðeigandi hjá Advel

breytingum á verklagi og í ferlum.“ Alda Kristín Sigurðardóttir Sérfræðingur í áætlanadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Vinnsla og greining gagna

LENGD: 20 klst.

Nýir stjórnendur Nám sem er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem

(Data Analytics)

stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu. Nemendur

Námið tekur á öllu greiningarferlinu, allt frá því að nálgast og

nýju hlutverki. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til að tengja

vinna gögn í gagnasöfnum, undirstöðuatriðum forritunar, greiningu

kynnast helstu lykilatriðum stjórnunar og öðlast aukið öryggi í sem best við þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í

með mismunandi verkfærum, svo og framsetningu gagna.

daglegum störfum.

Leiðbeinendur:

Leiðbeinendur:

• Dr. Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í tölfræði við raunvísindadeild HÍ • Grímur Sæmundsson, MBA, BI ráðgjafi • Anna Sigríður Íslind, lektor við tölvunarfræðideild HR • Dr. Páll Ríkharðsson, prófessor við viðskiptadeild HR • Dr. Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR • Sveinbjörn Jónsson, MPM, verkefnastjóri hjá Isavia og kennari í MPM námi HR

• Hulda Dóra Styrmisdóttir, MBA, stjórnendaráðgjafi • Haukur Skúlason, framkvæmdarstjóri Indó og ráðgjafi • Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel á Íslandi


Námsframboð veturinn 2020 - 2021

LENGD: 98 klst.

PMD stjórnendanám HR

Opni háskólinn í HR

|

(Programme for Management Development) Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu stjórnenda, auka færni þeirra, frammistöðu og frumkvæði. Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum og samanstendur af sjö tveggja daga lotum með um það bil fjögurra vikna millibili.

Leiðbeinendur: • Dr. Auður Arna Arnardóttir, dósent og forstöðumaður MBA í HR • Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte • Kristján Vigfússon, MBA, aðjúnkt við viðskiptadeild HR • Almar Guðmundsson, MBA, framkvæmdastjóri Krítar fjármögnunarlausna • Pétur Arason, MSc., Chief challenger of status quo hjá Manino • Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptadeild HÍ • Dr. Þóranna Jónsdóttir, ráðgjafi og fyrrum forseti viðskiptadeildar HR • Ketill Berg Magnússon, MBA, mannauðsstjóri Marel og stundakennari við viðskiptadeild HR • Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR

„Námið var mun skemmtilegra en ég þorði að vona og ólíklegustu fög fengu mig til að vilja læra enn meira. Bæði kennarar og samnemendur höfðu víðtæka reynslu frá mismunandi atvinnugreinum og það var því ekki síður lærdómsríkt að spjalla við aðra nemendur og heyra hvaða áskoranir aðrir væru að fást við.“ Katrín Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri GODO


Opni háskólinn í HR

|

LENGD: 28 klst. Námsframboð veturinn 2020 - 2021

Fjármál og rekstur fyrirtækja Stutt og hagnýt námslína fyrir þá aðila sem vilja dýpka þekkingu sína og auka færni á sviði reksturs og fjármála. Á námskeiðinu er farið í greiningu á fjármálum fyrirtækja og rekstrareininga. Jafnframt er farið yfir samspil áhættu, ákvörðunartöku í rekstri og fjármögnun ólíkra verkefna.

„Námslínan nýttist mér mjög vel og veitti mér nauðsynlegan skilning á íslenskum fjármagnsmarkaði. Kennararnir eru alveg frábærir og starfa við það sem þeir kenna, námið er mjög vel uppsett og efnið

Leiðbeinendur: • Haukur Skúlason, framkvæmdarstjóri Indó og ráðgjafi • Kristján Markús Bragason, Chief Equity Analyst hjá Íslandsbanka • Páll Kr. Pálsson, lektor við verkfræðideild HR og framkvæmdarstjóri Skyggnis

sett fram á skýran hátt. Aðstaðan var algjörlega til fyrirmyndar.“ Denis Cardaklija Vörustjóri hjá Íslandsbanka

Verðbréfa­ viðskipti Námið undirbýr nemendur fyrir próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum.

Leiðbeinendur: • Dr. Andri Fannar Bergþórsson, lektor við lagadeild HR • Jóhann Viðar Ívarsson, MBA, ráðgjafi hjá IFS greiningu • Loftur Ólafsson, sjóðsstjóri hjá Birtu lífeyrissjóði • Páll Ammendrup Ólafsson, MSc., TM • Sigurður Erlingsson, MBA, MSc., fjármálastjóri Heklu • Kolbrún Þorfinnsdóttir, aðstoðarmaður seðlabankastjóra

LENGD: 30 klst.

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Markmið námsins er að styrkja faglegan grunn stjórnarmanna

m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, rekstrarlegra, fjárhagslegra og siðferðislegra viðfangsefna.

Leiðbeinendur: • Almar Guðmundsson, MBA, framkvæmdastjóri Krítar fjármögnunarlausna • Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi • Helga Harðardóttir, endurskoðandi hjá KPMG • Magnús Hrafn Magnússon, hrl. hjá Sigurjónsson & Thor lögmannsstofu • Ketill Berg Magnússon, MBA, mannauðsstjóri Marel á Íslandi og stundakennari við viðskiptadeild HR • Dr. Þóranna Jónsdóttir, ráðgjafi og fyrrv. forseti viðskiptadeildar HR • Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptadeild HÍ

„Ég skil betur hlutverk stjórnar og stjórnenda og hvernig skilin þar á milli eru að náminu loknu. Umgjörðin var mjög fagleg, leiðbeinendur voru mjög vel undirbúnir og höfðu fjölbreyttan bakgrunn sem gerði kennsluna enn betri.“ Sesselía Birgisdóttir Framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts


Opni háskólinn í HR

|

Námsframboð veturinn 2020 - 2021

LENGD: 77 klst.

Markþjálfun (Executive Coaching)

Nám á háskólastigi þar sem grunnurinn er lagður að alþjóðlegri ACC-vottun nemenda (e. Associate Certified Coach). Nemendur fá traustan grunn til að starfa sjálfstætt sem markþjálfar og geta í kjölfarið hafið ACC-vottunarferli á vegum Alþjóðlegu markþjálfasamtakanna (e. International Coach Federation).

Leiðbeinendur: • Cheryl Smith, MCC markþjálfi með víðtæka reynslu sem stjórnendamarkþjálfi og MA í leiðtogaþjálfun. Framkvæmdastjóri Leadscape Learning Inc. • Hilary Oliver, PCC markþjálfi með víðtæka reynslu af stjórnendamarkþjálfun. Fyrrum stjórnarformaður alþjóðlegrar stjórnar ICF (International Coach Federation).

„Markþjálfun er frábært tól sem maður getur nýtt sér í öllum samskiptum og hvort sem að fólk hefur í huga að vinna sem markþjálfi eða ekki mun þetta nám efla þig sem manneskju.” Þuríður Hrund Hjartardóttir Framkvæmdastjóri heilsu- og íþróttasviðs Icepharma


Styttri námskeið

Opni háskólinn í HR býður upp á úrval styttri námskeiða á sviði tækni og samfélags. Þau eru kennd jafnt og þétt yfir skólaárið og mælt er með að áhugasamir fylgist með dagsetningum og upplýsingum um skráningu á vefnum opnihaskolinn.is, á fésbókarsíðu og skrái sig á póstlista.

Tækni

Fjármál

· Að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar

· Áætlanagerð í rekstri

· Excel – formúlur og hagnýt ráð

· Greining ársreikninga

· Forritun

· Gerð fjárhagsáætlana

· Google Suite

· Hagnýt opinber innkaup

· Office 365

· Skattskil rekstraraðila

· Mælaborð í Excel

· Selt til opinberra aðila

· Pivot töflur og gröf

· Tekjuskattsskuldbinding, sjóðstreymi og skattar

· Power BI: skýrslur og mælaborð · Power pivot

Stjórnun og stefnumótun

· R-tölfræðiúrvinnsla

· 7 venjur árangursríkra stjórnenda

· SQL gagnagrunnar

· Árangursrík samskipti

· Stafræn umbreyting

· Breytingastjórnun

· Upplýsingaöryggi

· Jafningjastjórnun

· Verkefnastjórnun og áætlanagerð

· Leader as a coach

· Viðskiptagreinarkerfi

· Mótun rekstarstefnu

· Vöruhús gagna

· Samningatækni

· Vörustjórnun

· Sáttamiðlun fyrir stjórnendur

· Inngangur að vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

· Self navigation

· Eftirspurn og söluspár

· Stjórnun í sérfræðingaumhverfi

· Innkaupa- og birgðastýring

· Stjórnun félagasamtaka

· Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup

· Sýnileg stjórnun

· Vörudreifing, flutningar og skipulag vöruhúsa

· Virðisgreining

Markaðsfræði

· Þjónustustjórnun

· Almannatengsl á netinu

Mannauðsstjórnun

· Framsögn og ræðumennska - Áhrifarík framkoma og kynningar

· Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í stjórnun

· Framtíðin í stafrænni smásölu

· Að taka á erfiðum starfsmannamálum

· Gerð markaðsáætlana

· Feedback Conversations

· Kostaðar leitarniðurstöður og vefborðar – vinnustofa í Google AdWords

· Frammistöðustjórnun og starfmannasamtöl

· Leitarvélar og leitarvélabestun

· Innleiðing árangursríkrar samskiptastefnu

· Markaðssetning á snjallsímum og spjaldtölvum · Markaðssetning með tölvupóstum og önnur bein markaðssetning · Notkun myndbanda við markaðssetningu á netinu · Samfélagsmiðlar, veirumarkaðssetning og umtal · Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

· Hagnýting jákvæðrar sálfræði · Team Coaching · Tilfinningagreind til framtíðar

Lög · Neytendaréttur

· Vefgreiningar

· Lög um persónuvernd

· Viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga

· Vinnuréttur

· Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun

· Lög um fasteignalán · Lög um peningaþvætti


Opni háskólinn í HR Menntavegi 1 102 Reykjavík Sími: 599 6300 opnihaskolinn.is @opnihaskolinn


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.