Valgreinar10b20152016

Page 1

Heiðarskóli

10. BEKKUR 2015—2016 Valgreinar 10. bekkur

1

2015-2016


Valáfangar í 10. bekk skólaárið 2015- 2016 Senn fer þessu skólaári að ljúka og nemendur í 9. bekk þurfa að fara að huga að námi sínu næsta vetur. Í þessu hefti eru lýsingar á þeim valáföngum sem verða í boði næsta skólaár. Einnig er sagt frá fjölda kennslustunda í kjarnagreinum. Miðað er við að nemandi í 10. bekk hafi að lágmarki 37 kennslustundir í stundatöflu. Allir nemendur stunda nám í kjarnagreinum samtals 30 stundir en gefst síðan kostur á að velja sér 7 stundir á viku, sem samsvara 14 valgreinum yfir skólaárið. Tilgangur með valfrelsi er að gera nemendum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform. Þeir þurfa að horfa til framtíðar, gera upp við sig hvert þeir vilja stefna og meta af raunsæi hvað þeir þurfa að gera til að ná takmarki sínu. Fjölmargar valgreinar eru í boði í Heiðarskóla í list- og verkgreinum en einnig í bóklegum greinum. Flestar kjarnagreinar eru bóklegar og gott er fyrir nemendur að skoða val sitt í því ljósi. Það getur verið hentugt fyrir marga nemendur að velja einhverjar verklegar greinar til þess að námið verði fjölbreyttara. Mikilvægt er að nemendur fari vel yfir lýsingar á valgreinum með foreldrum/forráðamönnum sínum og íhugi vandlega hvað sé æskilegt að velja. Einnig getur verið gott fyrir nemendur að ræða við umsjónarkennara, kennara einstakra greina eða námsráðgjafa og fá hjá þeim leiðsögn. Nemendur skulu varast að velja valgrein einungis af því að besti vinur velur hana. Bent skal á að allar valgreinar hafa sama vægi og í lýsingunum á þeim kemur fram hvernig námsmati verður háttað. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Þær eru jafn mikilvægar og kjarnagreinar og sömu kröfur eru gerðar um ástundun og námsframmistöðu. Það skal tekið fram að aðstæður geta orðið á þann veg að erfitt getur reynst að verða við aðal óskum nemenda um valgrein og er þá vara valkostur tekinn. Einnig áskilur skólinn sér rétt til að fella niður námstilboð ef umsækjendur eru of fáir. Skipulag á stundatöflu næsta vetrar tekur mið af valgreinunum og því verða breytingar á vali ekki mögulegar eftir að skóli hefst á komandi hausti. Það er von okkar að allir nemendur finni áhugaverða valkosti. Nemendur eru beðnir að skila undirrituðum valblöðum til umsjónarkennara 11. maí 2015 Með góðum kveðjum. Skólastjórnendur Valgreinar 10. bekkur

2

2015-2016


Valgreinar

Afmælisveislan Markmið Að nemandi:  kynnist stærðfræði í daglegu lífi  tengi stærðfræðina við sína eigin reynslu og upplifun  fái tækifæri til að tengja saman ólíka þætti stærðfræðinnar  fái frelsi fyrir skapandi vinnu í stærðfræði  læri að vinna í hóp Kennslutilhögun Nemendur skipuleggja afmælisveislu í hópum og skoða allt sem viðkemur slíkum viðburði. Inn í afmælisveisluna fléttast ótal þættir sem allir á einhvern hátt tengjast stærðfræði, s.s. hversu margir gestir mæta, hvað þarf mikið af veitingum, hvernig eiga pakkarnir að líta út o.s.frv. Hóparnir gera líkan af staðnum þar sem veislan fer fram, búa til afmælispakka, gera boðskort, útbúa skreytingar, baka afmælskökuna og fleira. Afmælisveislan fer fram í lokin þar sem hver hópur kynnir sína útgáfu. Námsmat Mat byggist á áhuga, virkni, vinnusemi og þátttöku í umræðum og verkefnagerð.

Auka íþróttir Markmið Að nemendur fái tækifæri til þess að auka við sig hreyfingu og kynnist fjölbreyttum aðferðum til þess að efla úthald og hreysti. Kennslutilhögun Nemendur taka virkan þátt í skipulagðri hreyfingu undir umsjón kennara. Lagt verður upp úr að gera tímana ánægjulega og fjölbreytta. Námsmat Námsmat byggir á ástundun, áhuga, virkni í tímum, hegðun og framförum

Áhugasvið Markmið  að þjálfa nemendur í sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum  að þjálfa nemendur í að nýta sér fjölbreytni í gagnasöfnun  að þjálfa nemendur í að koma upplýsingum á framfæri á greinagóðan hátt  að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér einstök viðfangsefni mjög vel Kennslutilhögun Nemendur vinna að einu til tveimur stórum verkefnum sem tengjast þeirra áhugasviði sem þeir velja í samráði við kennara. Valgreinar 10. bekkur

3

2015-2016


Verkefnið byggist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu formi. Við öflun upplýsinga leita nemendur víða fanga s.s. í bókum, á netinu, með viðtölum og vettvangsheimsóknum og þeir skoða viðfangsefnið frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Í lok vinnunnar standa nemendur skil á verkefnum frammi fyrir áheyrendum. Þeir flytja fyrirlestra og setja upp sýningar með miðlum upplýsingatækninnar. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða, hugmyndaauðgi og vinnusemi. Nemendur velja sér tjáningarform; þeir geta t.d. búið til bæklinga, líkön, stuttmynd, skjásýningu eða annað sem þeim dettur í hug. Nemendur mæta í tvær kennslustundir á viku og vinna sjálfstætt að sínu verkefni. Þeir gera tímaáætlun og setja sér vinnuramma sem þeir skila til kennara. Kennari fer yfir framgang verkefnisins og vinnubrögð nemandans. Námsmat Ástundun, virkni og sjálfstæð vinnubrögð 30%, vinnuferli og efnistök 30, kynning 20, afrakstur 20%.

Árshátíð Markmið  að nemendur fái þjálfun í almennri framkomu á sviði, radd- og líkamsbeitingu  að nemendur efli/öðlist sjálfstraust og sköpunargleði  að nemendur geti komið fram fyrir áhorfendur, sungið og/eða haldið stuttar ræður/fyrirlestra Kennslutilhögun Valfagið verður kennt á tímabili 3 og mun gilda sem 3 valgreinar. Kennslan byggist á léttum leiklistaræfingum, hópefliæfingum og spuna. Þá verður einnig farið í undirstöðuatriði í söng og túlkun, raddbeitingu, framkomu á sviði og notkun hljóðnema. Í lok tímabils verður flutt árshátíðarleikverk á sal fyrir aðra nemendur skólans. Námsmat Virkni og áhugi 50%, frumleiki og túlkun 20% jákvæðni 20%, framfarir 10

Bókaklúbbur Markmið: Að nemendur geti:  notið lesturs áhugaverðra bókmennta, rætt um þær, metið og túlkað  tjáð hugsanir sínar og hugmyndir á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt  unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og rökræðum Kennslutilhögun: Hópurinn velur í sameiningu áhugaverða/r bók/bækur til að lesa og spjalla um. Bæði er lesið heima og í kennslustundum og fléttast sá lestur saman við yndislestur í íslensku. Þetta er kjörin valgrein fyrir lestrarhesta og nemendur sem finnst gaman að spjalla og Valgreinar 10. bekkur

4

2015-2016


spekúlera. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á markmiðum valgreinar og lykilhæfniviðmiðum.

Dansk er dejlig Markmið Að nemendur öðlist meiri færni og öryggi í því að tala dönsku. Unnið verður bæði með samskipti og frásögn, þ.e. að nemendur geti spjallað saman á dönsku og sagt frá bæði undirbúið og óundirbúið. Áhersla lögð á réttan framburð, orðaval og lipurð í tali. Kennslutilhögun Nemendur vinna með talæfingar út frá ýmsu efni og þemum. Sýnd verður a.m.k. ein bíómynd þar sem nemendur koma til með að einbeita sér að framburði og vinna verkefni samhliða áhorfi. Námsmat Í lok annar fá nemendur umsögn á vitnisburðarblaði þar sem m.a. er tekið tillit til virkni og áhuga.

Enskar bókmenntir Markmið: Að nemendur geti:  notið lesturs áhugaverðra enskra bókmennta, rætt um þær, metið og túlkað  tjáð hugsanir sínar og hugmyndir á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt  unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og rökræðum Kennslutilhögun: Hópurinn velur í sameiningu áhugaverða/r bók/bækur á ensku til að lesa og spjalla um. Bæði er lesið heima og í kennslustundum. Þetta er kjörin valgrein fyrir þá sem kjósa heldur að lesa góðar bækur á ensku en á íslensku og finnst gaman að spjalla og spekúlera. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á lykilhæfniviðmiðum.

Enski boltinn Enska knattspyrnan skoðuð frá ýmsum sjónarhornum til að auka þekkingu og skilning á þessu rótgróna fyrirbæri sem á sér sögu aftur á 19. öld en knattspyrnan var einmitt fundin upp á Englandi. Farið verður yfir margs konar tölfræði sem tengist enskri knattspyrnu. Deildar- og bikarkeppnir skoðaðar sem og árangur einstakra liða og einstaklinga. Jafnframt verður farið í sögu nokkurra valinkunnra félaga, bestu leikmenn enskrar knattspyrnu kynntir Valgreinar 10. bekkur

5

2015-2016


ásamt leikgreiningu og fleira. Bóklegir tímar. Námsmat Virkni, ástundun og stutt munnleg kynning að eigin vali.

Ert þú sérfræðingur? Ef svo er þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Nemendur fá að kenna hvorum öðrum það sem þeir hafa áhuga á og kunna góð skil á. Markmið: Að nemendur deili kunnáttu sinni með samnemendum og efli í leiðinni þekkingu sína og sjálfsöryggi. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á lykilhæfniviðmiðum.

Forritun Markmið Að nemendur kynnist grunnþáttum forritunar Kennslutilhögun Farið verður í grunþætti forritunar. Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem vilj kynna sér undirstöðuatriði forritunar. Kennari veitir fræðslu um forritun og leggur til verkefni við hæfi. Námsmat Námsmat í formi umsagnar sem byggist á lykilhæfniviðmiðum

Fatasaumur Markmið  að nemendur rifji upp kunnáttu frá fyrra textílnámi  að nemendur þjálfist í vélsaumi  að nemendur læri að taka upp snið, sníða úr efni og gera einfaldar sniðbreytingar eftir eigin hugmyndum  að nemendur þjálfist í að fara eftir skriflegum leiðbeiningum  að nemendur saumi flíkur og skreyti eftir eigin hugmyndum Kennslutilhögun Nemendur rifja upp umgengni við áhöld og vélar. Nemendur sauma eina einfalda flík í samráði við kennara og velja síðan flík sem þeir sauma eftir úr sníðablöðum / bókum. Nemendur kynnast því hvernig má breyta flíkum svo þær öðlist nýtt líf, t.d. breyta gallabuxum í gallapils. Farið verður í heimsókn á listnámsbrautina í FS. Valgreinar 10. bekkur

6

2015-2016


Námsmat 60% fullunnar flíkur 40% áhugi, sjálfstæð vinnubrögð, umgegni, hegðun og vinnusemi í kennslustundum.

Frístund Markmið Að nemendur fái tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttu starfi með börnum Kennslutilhögun Nemendur taka þátt í starfi frístundar, fara í leiki með börnunum og aðstoða umsjónarmenn við utanumhald. Námsmat Námsmat byggir á ástundun, áhuga, virkni í tímum, hegðun og framförum

Frumkvöðlafræði Markmið Nemendur læra að stofna fyrirtæki utan um vöru eða þjónustu sem þeir ákveða. Kennslutilhögun Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana, markaðssetja, framleiða og selja eða veita. Námsmat Vinna og virkni í tímum

Gettu enn betur Markmið Að nemendur kynnist hvernig spurningakeppnir fara fram. Æfi sig og undirbúi fyrir keppni í Gettu enn betur. Kennslutilhögun Nemendur æfa sig í að svara spurningum sem geta komið í spurningarkeppnum. Einnig munu þeir gera spurningar og spyrja hvern annan. Æfðar verða hraðaspurningar og spurningar úr ýmsum áttum. Námsmat Námsmat í formi umsagnar sem byggir á lykilhæfni nemenda.

Valgreinar 10. bekkur

7

2015-2016


Gerbakstur Markmið Að nemendur læri gerbakstur. Kennslutilhögun Nemendur baka gerdeig bæði sætt og ósætt eftir leiðbeiningum og uppskriftum frá kennara. Námsmat Frammistaða í tímum, samvinna, vinnusemi, færni og frágangur

Gler Markmið Að nemendur:  þekki og kunni að nota þau verkfæri sem til þarf við vinnslu á gleri  nýti sér tölvutækni við hugmyndaleit  læri að búa til nytjahlut  geti metið á sjálfstæðan hátt hvaða kröfur eru gerðar til vandvirkni og frágangs  geti unnið sjálfstætt og haldið sér við verkefni  hafi fengið innsýn í og öðlast þekkingu á vinnsluaðferðum við glervinnslu Kennslutilhögun Gler/bræðsla. Nemendur kynnast glervinnu. Nemendur æfst í að skera gler og læra að þekkja mismunandi gler. Nemendur hanna sína eigin útfærslu á ýmsum glerverkefnum og nota ýmis form og liti. Tiffanýs. Nemendur kynnast Tiffanys glervinnu og hanna sinn eigin hlut í samráði við kennarann. Námsmat Ástundun, virkni í tímum, hegðun, verklagni og framfarir (30%) Hvert verkefni er metið til einkunnar: bræðsla/gler (45%), tiffanys (25%)

Haustskreytingar Markmið: Kenndur verður grunnur í skreytingum og að nýta það sem til fellur í náttúrunni. Kennslutilhögun: Kenndur verður grunnur í haustskreytingum og gerður verður haustkrans. Nemendur vinna úr aðkeyptu efni og tína einngi sjálfir það sem til fellur í náttúrunni á haustin. Nemendur vinna listaverk úr náttúrulegu efni, og læra að pakka inn gjafapakkningum. Námsmat: Byggir á virkni, jákvæðni, frumkvæðni og sköpun.

Valgreinar 10. bekkur

8

2015-2016


Heiðarsport Markmið: Að nemendur fái kynningu á hinum ýmsu íþróttagreinum Að nemendur auki styrk og þol Að nemendur fái aukna hreyfingu Að kveikja áhuga nemenda á aukinni hreyfingu Kennslutilhögun: Tímarnir eru verklegir í íþróttasal skólans. Kennt er einu sinni í viku. Farið verður í hinar ýmsu íþróttagreinar, leiki og þrek. Kennt verða undirstöðuatriði í æfingum með bjöllum, teygjum, lóðum, boltum og fleira. Námsmat: Byggir á virkni, jákvæðni, mætingu, viðhorfi, samstarfi og frumkvæðni í tímum.

Hollari bakstur Markmið Að nemendur læri að baka hollt bakkelsi. Kennslutilhögun Nemendur baka bæði brauð og kökur eftir leiðbeiningum og uppskriftum frá kennara. Námsmat Frammistaða í tímum, samvinna, vinnusemi, færni og frágangur

Jóga Markmið Að nemendur kynnist mismunandi jógaæfingum og fræðunum að baki. Kennslutilhögun Nemendur læra jógastöðvar, öndunaræfingar og slökun. Námsmat Námsmat byggir á ástundun, áhuga, virkni í tímum, hegðun og framförum

Heilsu og þjálfunarfræði Markmið Að nemandinn:  fái aukna hreyfingu  öðlist grunnþekkingu á gildi heilbrigðra lífshátta s.s næringarþörf og orkuþörf  kunni skil á helstu hugtökum þjálffræðinnar s.s þoli, krafti, hraða, liðleika, samhæfingu, upphitun, hvíld og endurheimt  geti sett sér markmið og skipulagt hvernig hann nær þeim Kennslutilhögun Valgreinar 10. bekkur

9

2015-2016


Í verklegum tímum fá nemendur sem mest að reyna sjálfir hinar ýmsu íþróttagreinar og mismunandi form þjálfunar. Í bóklegum tímum verða fyrirlestrar ásamt verkefnavinnu. Spurt og spjallað. Nemendur vinna eitt stórt verkefni. Námsmat 50% verkefnavinna/próf, 20% stærra verkefni/ritgerð, 30% ástundun og virkni.

Heimspeki Fjallað verður um hvað heimspeki er og hver helstu viðfangsefni hennar eru. Hvernig heimspekingar fást við ýmis málefni líðandi stundar. Nemendur munu fá þjálfun í heimspekilegri rökræðu og munu takast á við fjölmörg viðfangsefni daglegs lífs með heimspekilegum aðferðum. Markmið Að nemendur kynnist heimspeki sem fræðigrein og ýmsum greinum og viðfangsefnum heimspekinnar. Að þeir skilji gagnrýna hugsun og geri greinarmun á henni og almennu nöldri. Að nemendur finni leið til þess að auka á hamingju sína og lífsgleði og nái að skoða hversdagsleg fyrirbæri heimspekilega. Kennslutilhögun Kennsla fer fram í formi stuttra fyrirlestra og umræðna. Námsmat Námsmat í formi umsagnar sem byggir á lykilhæfni nemenda, verkefnamöppu og umræðum.

Kvikmyndir Markmið: Að nemendur geti:  notið áhorfs vandaðra bíómynda, rætt um þær, metið og túlkað  tjáð hugsanir sínar og hugmyndir á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt  unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og rökræðum Kennslutilhögun: Ef þú ert áhugamanneskja um vandaðar bíómyndir þá er þetta valgrein fyrir þig. Horft verður á vel valdar kvikmyndir og spennandi verkefni unnin út frá þeim. Í umræðum verður fengist við hugtök eins og kvikmyndatækni, uppbygging, sögusvið, umhverfi, persónusköpun, kynjahlutverk og fl. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á lykilhæfniviðmiðum. Valgreinar 10. bekkur

10

2015-2016


Kynjafræði Kynjafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem meðal annars er fjallað um sögu jafnréttisbaráttunnar, skólagöngu, vinnumarkað og launajöfnuð kynjanna, fjölmiðla, auglýsingar og stjórnkerfi svo eitthvað sé nefnt. Í þessum áfanga verður rýnt í birtingarmyndir karl- og kvenímyndar í myndmiðlum, kvikmyndum og tísku. Fjallað verður um kynbundið ofbeldi og staðalímyndir svo eitthvað sé nefnt. Markmið námsins er m.a. að :  nemendur þekki og geti útskýrt grundvallaratriði í kynjafræðum  nemendur öðlist þekkingu á stöðu karla og kvenna í samfélaginu og áhrifum jafnréttisbaráttu  nemendur geti komið skoðunum sínum á framfæri  nemendur þjálfist í gagnrýninni hugsun Kennslutilhögun Umræður um hlutverk og stöðu kynjanna. Fjölbreytt verkefnavinna um tiltekna efnisþætti. Notaðar verða kvikmyndir og fréttir ásamt efni sem unnið er af kennara. Ef mögulegt er koma gestafyrirlesarar t.d. frá jafnréttisstofu. Námsmat Þátttaka og virkni í umræðum 50% Vinnubók og verkefnaskil 50%

Kökuskreytingar Markmið Að nemendur læir að búa til kökuskraut og skreyta kökur Kennslutilhögun Nemendur búa til kökuskraut úr sykri, sykurmassa, marsipani, súkkulaði, og fleiru. Baka kökur og skreyta Námsmat Frammistaða í tímum, samvinna, vinnusemi, færni og frágangur

Leik- og sönglist Markmið  að nemendur fái þjálfun í almennri framkomu á sviði, radd- og líkamsbeitingu  að nemendur efli/öðlist sjálfstraust og sköpunargleði  að nemendur geti komið fram fyrir áhorfendur, sungið og/eða haldið stuttar ræður/fyrirlestra Valgreinar 10. bekkur

11

2015-2016


Kennslutilhögun Valgreinin er kennd á tímabili 2 og gildir sem 3 valgreinar. Kennslan byggist á léttum leiklistaræfingum, hópefliæfingum og spuna. Þá verður einnig farið í undirstöðuatriði í söng og túlkun, raddbeitingu, framkomu á sviði og notkun hljóðnema. Í lok annar verður skoðað hvort flutt verður stutt leikverk fyrir aðra nemendur skólans. Námsmat Virkni og áhugi 50%, frumleiki og túlkun 20% jákvæðni 20%, framfarir 10%

Láttu skoðanir þínar í ljós! - Ræðumennska Markmið: Að nemendur geti:  tjáð hugsanir sínar og hugmyndir á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt  skipst á skoðunum og rætt um hin ýmsu mál á málefnalegan hátt  flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hlustað á flutning annarra af athygli  samið vel uppbyggðar og greinagóðar ræður  átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi Kennslutilhögun: Finnst þér gaman að kynna þér málefni líðandi stundar? Átt þú auðvelt með að mynda þér skoðanir á málum og ert óhrædd/ur við að tjá þig um þær? Ef svo er þá ættirðu að skoða þennan valmöguleika vel. Hér verður fylgst vel með áhugaverðum málefnum sem tengjast réttindum og skyldum unglinga, fréttum, álitamálum í samfélaginu og fl. Skoðaðar verða upptökur af skoðanaskiptum og ræðuhöldum, t.d. í Morfís – keppni framhaldsskólana í ræðumennsku og í umræðuþáttum í sjónvarpi. Nemendur kynna sér málefni, rökræða, skrifa ræður og halda fundi þar sem hópar taka afstöðu, með eða á móti málefnum. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á markmiðum valgreinar og lykilhæfniviðmiðum.

Ljósmyndun Markmið Að nemendi nái að efla leikni sína í stafrænni ljósmyndun Kennslutilhögun Nemendur fá fræðslu um grunnþætti ljósmyndunar. Unnin verða verkefni sem dýpka þekkingu og eykur gæði ljósmynda. Nemendur koma til með að vinna einhvern hluta utan kennslustofu. Námsmat Virkni og vinna í tímum 40%, verkefni 30%, jákvæðni 40%

Valgreinar 10. bekkur

12

2015-2016


Mannslíkaminn Markmið Að nemendur:  öðlist aukna þekkingu á starfsemi mannslíkamans s.s. blóðrásakerfinu, skynfærunum, meltingarfærunum, vöðvum og beinum  þjálfi sjálfstæð vinnubrögð Kennslutilhögun Stuðst verður við námsefni um mannslíkamann. Gerðar verða verklegar æfingar og athuganir m.a. verða brjóstholslíffæri úr svínum krufin. Í lok hvers efnisþáttar vinna nemendur verkefni. Unnið verður bæði einstaklingslega og í hópum. Námsmat Verkefni og vinna nemenda verður metin til einkunnar.

Málun Undirstöðuatriði málunar og unnið með akríl og vatnslit. Farið yfir þætti svo sem litafræði, formfræði, myndbygging. Verkefni eru unnin út frá fyrirmyndum, uppstillingum og frjálsri myndgerð. Námsmat Virkni, frumkvæði og áhugi nemandans. Verkmappa, sem geymir gögn um vinnuferlið, svo sem skissur, uppdrætti og tillögur. Athugasemdir og tilraunir eru metnar til jafns við fullunnin verk.

Mósaík Markmið Að nemendur:  þekki og kunni að nota þau verkfæri sem til þarf við vinnslu á mósaík  nýti sér tölvutækni við hugmyndaleit  læri að búa til nytjahlut  geti metið á sjálfstæðan hátt hvaða kröfur eru gerðar til vandvirkni og frágangs  geti unnið sjálfstætt og haldið sér við verkefni  hafi fengið innsýn í og öðlast þekkingu á vinnsluaðferðum við mósaík Kennslutilhögun Nemendur kynnast og fá tilsögn um mósaik og gerð hennar. Nemendur geta nýtt sér hugmyndir af veraldarvefnum og úr bókum við gerð verkefna. Nemendur fá kennslu í hvernig nota á verkfæri sem til þarf. Kennarinn verður með ákveðin verkefni en nemendur ráða útliti hlutarins. Námsmat Ástundun, virkni í tímum, hegðun, verklagni og framfarir (30%) Verkefni er metið til einkunnar (70%) Valgreinar 10. bekkur

13

2015-2016


Mitt líf Markmið Að nemendur:  styrki sjálfsmynd sína  öðlist skilning á mikilvægi þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl  kynnist undirbúningi undir ökunám  Fræðist um örugga netnotkun Kennslutilhögun Fjallað verður um þætti eins og hollt mataræði, hreyfingu, slökun og umhirðu á húð og hári. Farið verður í undirbúning undir ökunám, og rætt um forvarnir. Nemendur skoða sjálfsmynd sína ásamt framkomu og viðhorfi til sjálfs síns og annarra sem verða á vegi manns í lífinu. Fjölmargir gestir koma í heimsókn. Námsmat Virkni og vinna í tímum 40%, verkefni 30%, glósur 30%

Námstækni Markmið  Kynna árangursríkar aðferðir í námi  Að nemendur leggi mat á lífs- og námsvenjur sínar og endurskoði þær  Að aðstoða nemendur við að setja sér raunhæf markmið í námi sínu  Stuðla að auknu sjálfstraust nemenda Kennslutilhögun Farið verður í helstu grunnþætti námstækninnar: skipulagning, lífsvenjur, minni, einbeitning, árangursríkar lestraraðferðir, glósur, prófundirbúningur, jákvætt hugarfar, markmiðasetning, sjálfstæði og ábyrgð í námi. Námsmat Virkni og vinna í tímum 30%, verkefni 40%, jákvæðni 30%

Náttúrufræði/tilraunir Markmið Að nemendur:  fái tækifæri til að öðlast dýpri þekkingu á greininni, með beinni snertingu við viðfangsefnið  læri að umgangast efni og áhöld sem fylgja tilraununum  læri að þekkja þær hættur sem geta leynst í tilraunum  læri skýrslugerð Kennslutilhögun Valið er hugsað fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á náttúrufræði og vilja öðlast aukna þekkingu á greininni. Kennslan fer fram að miklu leyti í formi tilrauna og verklegri vinnu. Nemendur lesa sér til um ákveðið efni og gera tilraun um efnið. Nemendur gera skýrslu um tilraunina og sýna þannig fram á niðurstöður. Valgreinar 10. bekkur

14

2015-2016


Námsmat Tilraunir og skýrslur 50%, vinnulag og umgengni 20%, áhugi og virkni 20%, ástundun 10%

Origami Tilvalinn áfangi fyrir nemendur sem hafa gaman að skapa í höndunum. Búin verða til listaverk úr pappír eftir austurlenskum aðferðum. Markmið Að nemendur kynnist þessari aldagömlu austurlensk hefð að gera listaverk úr pappír. Skoðuð verða ýmis verk úr Origami. Kennslutilhögun Nemendur kynnast Origami og prufa sig áfram við gerð listaverka úr pappír. Námsmat Námsmat í formi umsagnar sem byggir á verkefnum nemenda.

Prjón Markmið Meginmarkmið í áfangum er að nemendur fái þjálfun í að prjóna. Kunni að lesa prjónauppskriftir á íslensku og prjóna eftir þeim. Nemendur fá þjálfun í að geta notið þess að prjóna í hóp og tekið þátt í umræðum um prjónaskap Kennslutilhögun Nemendur prjóna þau verkefni sem kennari velur með nemendum. Skoðuð verða prjónablöð, uppskriftir á netinu, handbækur um prjón og tísku. Námsmat Námsmat í formi umsagnar sem byggir á verkefnum nemenda.

Rokk og róttækni Markmið: Að nemendur geti:  sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á atburði og samfélagsbreytingar 7. áratugarins, þegar unglingamenningin varð til  útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í tónlist, klæðaburði og áhugamálum unglinga  vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á unglinga ´68 kynslóðarinnar og borið þau saman við sinn samtíma og sitt líf  sýnt fram á skilning á hugmyndinni um bítlabæinn Keflavík  tjáð hugsanir sínar og hugmyndir á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt  unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og rökræðum Kennslutilhögun: Valgreinar 10. bekkur

15

2015-2016


Hvenær byrjaði unglingamenning eins og við þekkjum hana í dag að myndast? Það er svo skrítið að svarið finnum við að miklu leyti í sögu rokksins. Í þessari valgrein kynnumst við því hvernig unglingamenning og saga rokksins fléttast saman. -„Bítlabærinn Keflavík“ spilaði stórt hlutverk í þessari samfélagsbreytingu. Það er nú svolítið svalt, ekki satt? Í þessari valgrein verður efni bókarinnar Rokk og róttækni til umræðu, horft verður á myndbönd og ljósmyndir skoðaðar auk þess sem minjar frá þessum tíma verða kannaðar á söfnum bæjarins. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á markmiðum valgreinar, lykilhæfniviðmiðum og verkefnabók.

Samkvæmisdans Markmið Að nemandinn kynnist grunnatriðum í samkvæmisdansi. Kennslutilhögun Kennd verða grunnatriði samkvæmisdansa. Nemendum gefst kostur á að dansa stakir og ekki bundin við dansfélaga. Námmats Námsmat byggir á ástundun, áhuga, virkni í tímum, hegðun og framförum. Sjálfsstyrking fyrir stelpur Markmið Að nemendur öðlist meiri sjálfsþekkingu Að nemendur læri aðferðir til þess að auka sjálfstraustið Að nemendur kynnist tækni til þess að hafa stjórn á eigin líðan Kennslutilhögun Nemendur fá fræðslu um sjálfstraust og sjálfsöryggi og mikilvægi þess til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Fjallað verður um efnið í umræðuhópum, unnin verkefni og nemendur fara í hlutverkaleiki. Góðir gestir koma í heimsókn. Námsmat Virkni og vinna í tímum 40%, vinnusemi 30%, jákvæðni 30% Sjálfsstyrking fyrir stráka Markmið Að nemendur öðlist meiri sjálfsþekkingu Að nemendur læri aðferðir til þess að auka sjálfstraustið Að nemendur kynnist tækni til þess að hafa stjórn á eigin líðan Kennslutilhögun Nemendur fá fræðslu um sjálfstraust og sjálfsöryggi og mikilvægi þess til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Fjallað verður um efnið í umræðuhópum, unnin verkefni og nemendur fara í hlutverkaleiki. Góðir gestir koma í heimsókn. Valgreinar 10. bekkur

16

2015-2016


Námsmat Virkni og vinna í tímum 40%, vinnusemi 30%, jákvæðni 30%

Skapandi skrif Markmið: Að nemendur:  þjálfist í að koma hugsunum sínum og hugmyndum skriflega frá sér með ýmsum hætti.  fái uppbyggjandi gagnrýni á eigin texta og vinni úr henni.  öðlist aukið sjálfstraust í skrifum sínum og verði færir um að lesa upp eigin texta að öðrum viðstöddum.  kynnist mismunandi framsetningu á rituðum texta.  kynnist heimi ritstarfanna með umræðum, heimildaleit og verkefnavinnu. Kennslutilhögun: Fyrst og fremst verða nemendur þjálfaðir í því að koma hugsunum sínum og hugmyndum á blað með ýmsum hætti. Áhersla verður lögð á sögu- og ljóðagerð en nemendur fá einnig að spreyta sig á blaðaskrifum. Kennslan byggist á umræðum, verklegum æfingum og lestri á völdu efni, s.s. brotum úr þekktum skáldsögum, ljóðum, blaðagreinum o.fl. Námsmat: Námsmat í formi umsagnar sem byggist á lykilhæfniviðmiðum og verkefnabók.

Skartgripagerð Markmið Að nemandinn  þekki og þjálfist í notkun á þeim verkfærum sem til þarf við að vinna með málma  nýti sér tölvutækni við hugmyndaleit  læri að hanna og búa til nytjahlut og skartgripi  öðlist skilning á mikilvægi þess að sýna vandvirkni og góðan frágang Kennslutilhögun Skart= Nemendur fá kynningu á skartgripum og vinnslu þeirra. Nemendur mega nýta sér hugmyndir af veraldarvefnum og úr bókum við gerð verkefna. Áður en byrjað er á verkefnum fá nemendur kennslu í hvernig nota á verkfærin sem til þarf, s.s. beitingu og umgengni. Þegar kennari metur að nemandinn kunni á verkfærin byrjar hann á verkefninu. Námsmat Námsmat byggir á ástundun, áhuga, virkni í tímum, hegðun, verklagni og framförum. Hvert verkefni er metið til einkunnar: gripir 50%, áhugi, ástundun og virkni 50%

Valgreinar 10. bekkur

17

2015-2016


Skrautskrift Markmið Að nemendur:  læri að beita þeim verkfærum sem notuð eru í skrautskrif  læri myndun stafa, stafagerð, form þeirrar og lögun  læri einfaldar skreytingar s.s. lykkjur og skyggingar Kennslutilhögun Nemendur læra að beita þeim verkfærum sem notuð eru í skrautskrift. Þegar búið er að ná tökum á beitingu verkfæra er farið í myndun stafa og stafagerð. Nemendur æfa sig í tímum eftir forskrift og smám saman læra þeir einnig einfaldar skreytingar. Auk verkefna í tímum vinna nemendur verkefni heima sem þeir safna í nemendamöppu. Námsmat Yfir önnina safna nemendur öllum sínum verkefnum í nemendamöppu sem þeir skila í lok annar. Verkefnamappa 30%, heimavinna 10%, ástundun, virkni, áhugi og vinnubrögð 60%

Skólablað – blaðamennska og auglýsingar Markmið Að nemendur:  kynnist heimi blaðamennsku og auglýsinga í prent- og vefmiðli  þjálfist í að skrifa ýmiskonar blaðagreinar, s.s. pistla, fréttir, viðtöl og gagnrýni  öðlist aukið fjölmiðlalæsi  geti notfært sér þau forrit sem nauðsynleg eru í blaðamennsku  kynnist hugmynda- og skipulagsvinnu sem fylgir blaðamennsku og auglýsingum Kennslutilhögun Farið verður yfir undirstöðuatriðin í blaðamennsku með fyrirlestrum, umræðum, lestri á völdu efni og í vettvangsheimsókn. Nemendur munu spreyta sig á því að skrifa pistla, fréttir og taka viðtöl sem birt verða í fréttabréfi valgreinarinnar og á vefsíðu. Auk þess verður fjallað um eðli auglýsinga, nemendur skoða þær í ýmsum fjölmiðlum með gagnrýnum hætti og prófa að semja þær sjálfir. Námsmat Verkefnabók – blaðagreinar 50% Verkefnabók – auglýsingar 30% Ástundun og virkni 20%

Skólahreysti Markmið  að nemendur auki styrk sinn og þol  að nemendur læri að setja sér markmið og skipuleggi eigin þjálfun Valgreinar 10. bekkur

18

2015-2016


að nemendur styrki sjálfsmynd sína með jákvæðri upplifun af íþróttaiðkun  að nemendur geri sér grein fyrir gildi samvinnu í leik og keppni  að nemendur þjálfist í að taka þátt í undirbúningi fyrir íþróttamót Kennslutilhögun Tímarnir eru að mestu leyti verklegir og nemendur stunda alhliða líkamsþjálfun bæði inni og úti. Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja tíma fyrir sig sjálfa t.d. eigin þrek– og hraðaþraut. Sérstök áhersla verður lögð á æfingar sem tengjast „Skólahreysti.“ Í lok kennslutímans taka nemendur þátt í undankeppni „Skólahreysti. Rétt er að geta þess að allir nemendur hafa kost á því að taka þátt í undankeppni fyrir „Skólahreysti“ hvort sem þeir velja þennan áfanga eða ekki. Námsmat Námsmat byggir á áhuga og virkni, framförum og árangri. 

Snag-Golf SNAG er skammstöfun og stendur fyrir Starting New at Golf. Þetta er kennslukerfi sem henta einstaklingum á öllum aldri. SNAG er öðruvísi nálgun á undirstöðuatriðum golfsins og hefur verið í stöðugri þróun í 10 ár. En það er stutt síðan að íþróttin kom til Íslands og er óðum að festa sig í sessi. Markmið · að nemendur kynnist golfíþróttinni · að nemendur læri undirstöðuatriði í golfi · að nemendur verða betur í stakk búinir þegar komið er á golfvöllinn Kennslutilhögun Kennslan fer þannig fram að undirstaðan og tækniatriði eru tekin fyrir og lýkur hverju stigi með prófi þar sem nemendur þurfa að ná vissum stigafjölda til að fara á næsta stig. Einnig eru hannaðar golfbrautir og þar spila nemendur annaðhvort sem einstaklingar eða í liðum. Reynt er að tengja sem mest við golfíþróttina sjálfa. SNAG er hægt að kenna bæði utan- og innanhús. Einnig verður samstarf við GolfKlúbb Suðurnesja og æfingaraðstaða þeirra notuð. Aðallega á þetta að vera skemmtilegt en eins og í golfinu sjálfu þá þurfa iðkendur að vera agaðir. Námsmat Byggir á áhuga, hegðun, þátttöku og virkni í tímum.

Spil Kynning á spilum af öllum gerðum, frá borðspilum til gamla góða spilastokksins. Markmið  að nemendur kynnist fjöldanum öllum af spilum  að nemendur öðlist góðan skilning og færni í mörgum spilum  að nemendur uppgötvi gleðina sem felst í því að spila. Valgreinar 10. bekkur

19

2015-2016


Kennslutilhögun Kynntar verða spilareglur í ýmsum spilum, jafnt kunnuglegum sem framandi, einföldum sem flóknum. Nemendur spila saman og keppa sín á milli. Mögulega reynum við fyrir okkur í því að búa til spil. Námsmat Áhugi, framfarir, hegðun og þátttaka verður metin til umsagnar.

Stuttmyndagerð Markmið Að nemandi:  fái innsýn í heim kvikmynda  geti notfært sér þau tæki og forrit sem nauðsynleg eru við stuttmyndagerð  kynnist hugmynda- og skipulagsvinnu sem fylgir kvikmyndagerð  fái tækifæri til að nýta nýjustu tækni til sköpunar Kennslutilhögun Leiðsögn við gerð stuttmynda á iPad/spjaldtölvur Farið verður í handritagerð, myndatökur og klippingar. Nemendur vinna verkefni tengd myndatöku og gerð handrita. Nemendur vinna saman í hóp, þróa hugmynd og útfæra hana sem kvikmynd. Nemendur gera stiklu (trailer) fyrir myndina sína. Farið verður í heimsókn í sýningarherbergi í kvikmyndahúsi. Námsmat Mat byggist á áhuga, virkni, vinnusemi og þátttöku í umræðum og verkefnagerð. Lagt er mat á hversu vel nemendur tileinka sér eftirfarandi þætti stuttmyndagerðar: handrit, myndataka, hljóðvinnsla, klipping og lokafrágangur.

Söngur Þessi valgrein er ætluð þeim sem hafa áhuga á söng. Nemendur ásamt kennara, ákveða lög og æfa til flutnings. Nemendur þjálfast í söng og míkrófóntækni, æft er eftir lifandi undirspili eða annarri tónlist. Námsmat verður byggt á frammistöðu og áhuga í tímum.

Tilraunaeldhús Markmið Að nemendur kynnist ýmsu óhefðbundnu, skrýtnu og skemmtilegu í matargerð Kennslutilhögun Nemendur elda og baka eftir leiðbeiningum og uppskriftum frá kennara. Námsmat Frammistaða í tímum, samvinna, vinnusemi, færni og frágangur Valgreinar 10. bekkur

20

2015-2016


Tölvumyndlist Markmið Lögð er áhersla á að leita leiða til að skapa sínar eigin myndir með hjálp tölvutækninnar. Unnið er með hin ýmsu teikniforrit í tölvunni og Internetinu og gerðar tilraunir. Kennslutilhögun Verkin verða prentuð út og búið til myndband með forritinu Moivie Maker. Einnig farið yfir þætti svo sem litafræði, formfræði, myndbyggingu. Námsmat Virkni, frumkvæði og áhugi nemandans. Verkmappa, sem geymir gögn um vinnuferlið, svo sem skissur, uppdrætti og tillögur. Athugasemdir og tilraunir eru metnar til jafns við fullunnin verk.

Uppeldi og menntun Markmið Að nemendur kynnist fjölbreyttu starfi á menntastofnunum og fái innsýn í þau störf sem þar eru unnin s.s. í grunnskóla, leikskóla og á bókasafni. Einnig öðlast nemendur grunnfærni í skyndihjálp. Kennslutilhögun Valáfanginn byrjar á námskeiði í skyndihjálp. Eftir það fara nemendur á vinnusvæði og eru á hverju svæði í 2 kennslustundir á viku í u.þ.b. 3-4 vikur í senn. Nemendur aðstoða starfsmenn í yngri bekkjum skólans, á bókasafni og í leikskólum. Nemendur skila stuttri greinagerð þegar kynningu á vinnusvæði lýkur. Námsmat Ástundun, sjálfstæð vinnubrögð, virkni 70%, verkefnin 20% og kynning 10%

Útivist/frelsi/náttúruskoðun Markmið  að nemendur læri að undirbúa og útbúa sig fyrir gönguferðir  að nemendur kynnist umhverfi sínu betur og læri að ferðast um án þess að valda skemmdum á náttúrunni  að nemendur læri að taka tillit til annarra  að nemendur kynnist veikum og sterkum hliðum sínum við misjafnar aðstæður  að nemendur læri að njóta náttúrunnar sem við höfum í næsta nágrenni Kennslutilhögun Farið verður yfir það sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis í stuttum og/eða lengri gönguferðum. Farið verður yfir landafræði og gróðurfar á svæðinu sem gengið verður um. Valgreinar 10. bekkur

21

2015-2016


Saga svæðisins rakin og þjóðsögur sem tengjast svæðinu sagðar. Farið verður í 5 langar gönguferðir og 3-4 stuttar um áhugaverða staði í nánasta umhverfi. Áætlaðar langar göngur eru: Þorbjörn, Snorrastaðatjarnir og nágrenni, Hafnarberg og Sandvík, Keilir, Básendar, Reykjanesviti, Selatangar og nágrenni. Stuttar göngur: Bergið, Innri-Njarðvík, og Rósaselsvötn. Tekið skal fram að gönguleiðir verða valdar eftir veðri hverju sinni. Þess vegna eru taldir hér upp fleiri göngumöguleikar. Nauðsynlegt er að eiga góða gönguskó og bakpoka og að vera tilbúin til útivistar í hvaða veðri sem er. Ef gönguferðir taka lengri tíma en kennsla hverju sinni verður kennsla felld niður á móti göngutímum. Ekki verður prófað í þessari grein. Námsmat Tekið verður tillit til jákvæðni og hjálpsemi. Þá er einnig farið eftir því hvernig fyrirmælum er fylgt og hvernig undirbúningi er háttað.

Veistu svarið? Spurningar um allt milli himins og jarðar. Viskusöfnun í hæsta gæðaflokki! Markmið Að nemendur þjálfist í almennri vitneskju, rökhugsun og útsjónarsemi. Kennslutilhögun Spurningakeppni er haldin í viku hverri og taka allir þátt í keppninni í hvert skipti. Kennari sér um aðra hvora keppni og nemendur (tveir saman) um aðra hvora keppni og bregða sér þá í hlutverk spurningahöfunda, dómara og spyrla. Námsmat Vinnusemi, dugnaður og hegðun í keppnum eru metin til umsagnar. Auk þess er frammistaða nemenda sem spurningahöfunda og spyrla metin.

Örugg saman Markmið Kennsluefnið Örugg saman er gefið út af Embætti landlæknis og fjallar um heilbrigð samskipti og er hugsað sem forvarnarefni gegn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í samböndum unglinga. Kennslutilhögun Fjallað er um ofbeldi í samböndum og hverjar ástæður og afleiðingar þess eru. Byggð er upp færni hjá nemendum til þess að hjálpa sér eða öðrum sem eru í ofbeldisfullum samböndum og kenna þeim þætti sem eru grunnstoðir góðra sambanda, svo sem jákvæð samskipti, reiðistjórnun og lausnamiðuð nálgun. Námsmat Vinna og virkni í tímum 40%, verkefnavinna 30%, jákvæðni 30% Valgreinar 10. bekkur

22

2015-2016


Öskjur Markmið að nemendur hanni öskjur að nemendur öðlist góðan skilning og færni í þrívídd að nemendur öðlist meiri skilning á rúmfræði Kennslutilhögun Nemendur hanna og búa til öskjur úr hörðum pappír eða annars konar efni. Þeir skreyta hana með mynstri sem þeir hanna sjálfir. Í lokin er öskjunni skilað ásamt útreikningum sem tengjast henni. Námsmat Áhugi, vinna, og askjan verður metin til umsagnar.

Valgrein heilan vetur Valgreinar 10. bekkur

23

2015-2016


Félagsmálafræði/nemendaráð Markmið að nemendur:  efli sinn félagslega þroska t.d sjálfsmynd og sjálfstraust  efli færni sína í tjáningu og samskiptum  efli leiðtogahæfileika sína að þjálfa nemendur:  í lýðræðislegum vinnubrögðum  í skipulagningu og framkvæmd viðburða  í fundarsköpum, tjáningu og framsögn. Valgreinin er ætluð þeim sem hafa mikinn áhuga á félagsstörfum. Kennslutilhögun Hlutverk nemendaráðs Heiðarskóla er m.a. að skipuleggja félagsstarf í skólanum, gæta að hagsmunum nemenda, miðla upplýsingum milli nemenda og stjórnenda skólans og taka þátt í viðburðum sem fram fara á skólaárinu. Ætlast er til að nemendaráð myndi góð tengsl við nemendur skólans og verði yngri nemendum góð fyrirmynd. Skólinn gerir þá kröfu til stjórnar nemendaráðs að í því sitji ábyrgir nemendur sem sýni af sér góða hegðun, stundi námið vel og hafi góða skólasókn. Nemendur vinna mikið í hópum og kynna hugmyndir sínar. Þeir læra að setja upp viðburði, auglýsa þá og stjórna þeim. Unnið verður markvisst að framsögn, fundarsköpum, eflingu sjálfsmyndar og lýðræðislegum vinnubrögðum. Nemendur sem eru í nemendaráði er skylt að vinna á viðburðum sem haldnir eru í skólanum. Á haustin fer fram kosning á formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda. Áætlað er að nemendaráð taki virkan þátt í starfi skólans og taki á móti skólaheimsóknum fyrir hönd Heiðarskóla. Fulltrúi frá nemendaráði situr fundi í skólaráði. Fundir með stjórnendum fara fram tvisvar yfir skólaárið, einn á hvorri önn. Valið nær yfir allt skólaárið og gildir sem 4 valgreinar. Námsmat: Mat byggir á virkni, áhuga og ástundun og verður í formi umsagnar á hvorri önn fyrir sig. Helstu viðburðir á skólaárinu Sameiginleg diskótek fyrir 5. – 7. bekk Íþróttamót milli skóla og innan skóla Diskótek og viðburðir fyrir nemendur Heiðarskóla Gettu ennþá betur fyrir 8. – 10. bekk Jóla- og páska bingo fyrir nemendur Heiðarskóla Árshátíðarball fyrir 8. – 10. bekk í Reykjanesbæ Diskótek fyrir yngstu nemendur Heiðarskóla

Valgreinar utan Heiðarskóla — Heilan eða hálfan vetur Valgreinar 10. bekkur

24

2015-2016


Heill vetur 2 st. = 4 valgreinar, hálfur vetur 1 st. = 2 valgreinar Þeir valáfangar sem koma hér á eftir eru í samstarfi við aðila utan skólans og kennsla fer fram annarsstaðar en í Heiðarskóla. Unglingadeildin Klettur í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes Nemendur sem starfa í unglingadeild björgunarsveitarinnar geta fengið þjálfun sína þar metna sem hluta af vali í skólanum. Valið er hugsað fyrir nemendur í 10. bekk og þá nemendur í 9. bekk sem hafa verið í unglingadeild björgunarsveita í a.m.k. 1/2 ár. Kennari í skólanum er í góðum tengslum við umsjónarmann verkefnisins hjá björgunarsveitinni. Kennarinn fylgist með mætingum, ástundun og framförum nemenda. Markmið  að nemendur kynnist starfi björgunarsveita  að efla skilning nemenda á mikilvægi björgunarmála  að efla félagsþroska nemenda Námsmat byggir á vinnu og virkni nemenda. Íþróttir/þjálfun í samstarfi við íþróttafélög. Þátttakendur Þetta valfag er fyrir nemendur sem stundað hafa sömu íþróttina undanfarin tvö ár eða lengur. Aðeins kemur til greina að viðurkenna þjálfun nemenda sem stunduð er hjá deildum íþróttafélaga sem hlotið hafa viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag/ fyrirmyndardeild. Nemendur greiða sjálfir æfingagjöld og annan kostnað til íþróttafélagsins. Kennslutilhögun Nemendur stunda þjálfun sinnar íþróttagreinar hjá sínu íþróttafélagi undir stjórn þjálfara. Heiðarskóli metur þjálfunina til jafns við tveggja kennslustunda vikulega valgrein innan skólans. Heiðarskóli tilnefnir kennara sem hefur umsjón með að nemendur stundi þjálfun sína af vinnusemi. Nemendur mæta til fundar við kennara í Heiðaskóla í upphafi skólaárs, í nóvember, janúar og apríl. Fundirnir verða kl. 15:30 á virkum degi eða kl 14:00 á föstudegi og tekur hver fundur u.þ.b. 1 klst. Námskröfur Nemendur mæta til allra æfinga sem þjálfari gerir kröfur um. Félag/deild viðkomandi íþróttagreinar leggur fram kennslu og æfingaskrá þar sem fram koma markmið þjálfunar, sbr. Handbók fyrirmyndarfélags ÍSÍ.

Valgreinar 10. bekkur

25

2015-2016


Framhaldsskólaáfangar — allt árið

2 st. = 4 valgreinar Í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja Inntökuskilyrði í valgreinar í FS:

STÆR2AM05: Nauðsynlegt en ekki nægilegt skilyrði er að vera með yfir 8,5 – 9 í stærðfræði í 9. bekk. ENSK2GA05: Nauðsynlegt en ekki nægilegt skilyrði er að vera með yfir 8,5 – 9 í ensku í 9.bekk. RAF1036: Nemendur þurfa að vera sterkir í bóklegum og verklegum greinum. TRÉ1036: Nemendur þurfa að vera sterkir í bóklegum og verklegum greinum. Textíl og hár: Nemendur þurfa að vera sterkir í bóklegum og verklegum greinum. Mætingareglur Fjölbrautaskóla Suðurnesja  Þeir 10. bekkingar sem eru í valfögum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þurfa að fara eftir þeim mætingareglum sem gilda í FS.  Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar kennslustundir. Tímarnir hefjast kl. 14:50 og þeim lýkur kl. 16:15.  Ef nemendur eru veikir eða þurfa leyfi þarf grunnskólinn að tilkynna það með tölvupósti eða á skrifstofu FS í síma 421-3100.  Grunnskólarnir eru látnir vita ef það falla niður tímar í FS.  Það er ekki frí í valfögunum þó að kennsla falli niður í grunnskólunum, til dæmis vegna starfsdaga eða annars.  Ef nemendur sjá fram á það að vera frá skóla í einhvern tíma, til dæmis vegna utanlandsferða, er hentugra fyrir þá að taka valfög í grunnskólanum. Það er mjög erfitt fyrir nemendur að missa úr tíma í FS, þar sem þeir eru bara einu sinni í viku, sérstaklega í verklegum greinum þar sem þeir hafa ekki möguleika á því að vinna verkefnin heima.  Mætingareglurnar má skoða í heild sinni á heimasíðu skólans www.fss.is undir Skólinn og Skólareglur. STÆR2AM05 Meginefni áfangans er algebra, föll og mengi. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Bókstafareikningur. Veldi og rætur. Jöfnur af öðru stigi. Könnun annars stigs ferla (fleygboga) í hnitakerfi. Meðferð algebrubrota. Margliðudeiling. Ójöfnur af fyrsta og öðru stigi. Föll: Fallhugtakið innleitt og nokkur algeng föll kynnt. Mengi: Grunnhugtök mengjafræði. S.s. Stök, hlutmengi, sammengi og sniðmengi. Þeir nemendur sem velja stærðfræði velja um leið eina klukkustund á viku í dæmatíma í Heiðarskóla.

Valgreinar 10. bekkur

26

2015-2016


ENSK2GA05 Málfræði og orðaforði. Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði enskrar málfræði, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, rifjuð upp í efnislegu samhengi við aðra þætti námsins. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Hraðlesið efni valið við hæfi nemenda. Markvissar hlustunaræfingar. Enskt talmál æft m.a. í tengslum við lestrar- og hlustunarefni. Skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum í tengslum við þá efnisflokka sem unnið er með. Nemendum leiðbeint í notkun orðabóka.

RAF1036 Í áfanganum fá nemendur að kynnast störfum rafvirkja og rafeindavirkja auk þess sem handverkfæri eru kynnt og nemendum kennt að nota þau rétt. Farið er m.a. í rafmagnsfræði, rofabúnað og rafeindarásir þar sem nemendur fá að smíða einfaldar rafeindarásir, eins og t.d. blikkara. Áfanginn er metinn til þriggja eininga í grunndeild rafiðna.

TRÉ1036 Nemandi hannar og býr til einhvern hlut t.d. hillu, skáp, borð eða annan nytjahlut úr timbri. Farið er í örlitla efnisfræði samhliða smíði og hönnun hlutarins og efnisvali. Námsmat byggir á ástundun, virkni í tímum, verklægni og framförum á því sviði. Vinnslu hugmyndar til veruleika.

Textíl og hár Nýt Kennsla fer fram einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn. Aðra t! vikuna er textíl og hina hár. Nemendur kynnast tískustraumum í hártísku, fatnaði og förðun. Textílhluti: Nemendur sauma t.d. leggings, bol/peysu, mjúkar buxur, tískuteikning, litir ofl. Hver og einn getur valið sér auðveld verkefni miðað við eigin stíl og fatasmekk. Kennt á saumavélar og að taka mál og velja snið eftir vexti. Hársnyrtihluti: Nemendur vinna verklega hluta t.d. Hárþvott og næringarnudd. Fræðast um helstu hársnyrtivörur. Kenndar verða fléttur og einfaldar greiðslur. Farið í gegnum hár– og húðumhirðu ásamt léttri förðun. Kennd notkun áhalda, sléttujárn, krullujárn, keilujárn, bylgju og vöfflujárn.

Valgreinar 10. bekkur

27

2015-2016


Frá grunnskóla til framhaldsskóla Inntökuskilyrði framhaldsskóla hafa breyst eftir að samræmd próf eru ekki lengur til grundvallar við að komast inn á námsbrautir heldur er lokaeinkunn grunnskóla notuð. Skólarnir hafa frjálst val með inntökuskilyrði og eru þau öll með svipuðu sniði þó ekki séu þau eins alls staðar. Framhaldsskólar taka mið af skólaeinkunn og skólasókn við inntöku nýnema. Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn þeirra hugi vel að framtíðaráformum þegar ákvörðun um hvaða nám eigi að velja eftir grunnskóla. Margt er í boði og því mikilvægt að valið sé við hæfi hvers og eins nemanda. Nemendur skulu athuga hvaða nám hæfir best áhuga þeirra, framtíðaráformum og stöðu þeirra í námi. Framhaldsskólarnir bjóða margir upp á mikið valfrelsi í námi og er ætlast til að nemendur taki mikla ábyrgð á sínu námi. Inntökuskilyrði í framhaldsskóla Eftirfarandi inntökuskilyrði gilda fyrir nemendur sem hefja nám við skólann haustið 2015. Þetta á aðeins við þá nemendur sem hafa tekið próf úr öllu námsefni 10. bekkjar grunnskóla í viðkomandi greinum. Þeir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til að hefja nám á einstökum brautum velja almennar brautir. Þeir nemendur sem hafa fengið undir 5 í bæði íslensku og stærðfræði fara á almenna braut - fornám. Taflan sýnir þau skilyrði sem nemandi þarf að uppfylla til að komast inn á ákveðnar brautir í framhaldsskóla. Lágmarkseinkunnir eru mismunandi eftir brautum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Röðun í áfanga

Valgreinar 10. bekkur

28

2015-2016


Hei冒arsk贸li

Valgreinar 10. bekkur

29

2015-2016


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.