Akranes final2

Page 1

ร rgangsmรกl og endurvinnsla รก Akranesi


Allir græða Ávarp umhverfisstjóra hjá Akraneskaupstað Öll neysla veldur því að eitthvað gengur af og þannig verður til rusl. Það sem gengur af er afgangs hráefni sem við kjósum að nota ekki. Þetta rusl eða úrgangur getur valdið skaðlegum breytingum í umhverfinu en með markmiðum endurvinnslu, sem er að búa til hringrás hráefna, flokka þau og endurnýta svo úr þeim verði verðmæti, má draga úr frumframleiðslu og minnka álag á auðlindir jarðarinnar. Eiginleikar hráefna í ruslinu okkar hafa ekki breyst þrátt fyrir að við höfum ekki not fyrir þau. Það erum við t.a.m. oft minnt á þegar ruslið okkar fer að lykta. Matur, timbur, plast, gler og pappír missir ekki eiginleika sína þó að við höfum ekki lengur not fyrir það og málma er hægt að endurvinna margoft án þess að verðmæti þeirra minnki. Í sjálfbærum samfélögum hafa allir sama rétt til auðlinda náttúrunnar en eins og er högum við tilvist okkar eins og við eigum margar jarðir. Við ofnýtum vistkerfi og auðlindir umfram endurnýjunargetu jarðarinnar sem þýðir að mörg vistkerfi eru undir miklu álagi og eiga á hættu að falla saman og auðlindir jarðarinnar þrjóta. Það er ljóst að meirihluti þeirra auðlinda sem við treystum á í nútíma samfélögum mun rýrna til muna á fyrri hluta þessarar aldar. Það mun hafa gífurleg áhrif á efnahagskerfi heimsins og við erum nú þegar að sjá bresti í þeim kerfum vegna auðlindarýrnunar. Byltingarkenndra viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart rusli, líta þarf til framtíðarnota hráefnisins í stað þess að starblína á núverandi þarfir okkar. Það segir sig sjálft þar sem allt í heiminum er samhangandi að það er í einlægni sagt heimskulegt að henda endurnýtanlegu hráefni í almennt rusl. Það er undir okkur komið að hráefnið sem til er á jörðinni haldist áfram í notkun í stað þess að þurfa sífellt að sækja nýtt hráefni. Það sem fer óflokkað í ruslatunnuna hjá okkur er ekki endurnýtt og þó það hverfi okkur sjónum er það ekki horfið. Úrgangur er ýmist brenndur eða brotnar niður á löngum tíma á urðunarstöðum þar sem hann losar ónáttúruleg efni af ýmsum toga eða brotnar nær ekkert niður og safnast þá upp í miklu magni. Flokkun og endurvinnsla er því algjört lykilatriði í því að forða hráefnum frá því að verða mengunarþáttur. Hjálpumst að við að framlengja líftíma hráefna og verndum náttúruna. Aðgreinum og endurnýtum og allir græða. Með kveðju, Sindri Birgisson Umhverfisstjóri hjá Akraneskaupstað 2


Lilja Þorsteinsdóttir rekstrarstjóri Gámaþjónustu Vesturlands

Hvers vegna er mikilvægt að flokka heimilisúrgang og hverju skilar það? Ég vil gjarnan vekja fólk til umhugsunar um að allri neyslu fylgir úrgangur og því ekki úr vegi að íhuga hvort við getum ekki öll lagt okkar að mörkum og byrjað á því að takmarka neyslu á einhvern hátt til að minnka úrgang. Við þurfum að auka vitund okkar fyrir úrgangsmálum, hvetja til fræðslu á þessum málaflokki og vera öðrum til fyrirmyndar. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel starfsfólki í leikskólum og skólum bæjarins hefur tekist að efla umhverfisvitund barnanna okkar. Við þurfum því að gæta þess að fylgja þessu góða uppeldisstarfi eftir þegar heim er komið því eins og máltækið segir – Hvað ungur nemur, gamall temur. Leiðum hugann að því hvernig við getum komið úrgangi í réttan farveg og hámarkað verðmæti hans því að í sumum endurvinnsluefnum felast raunveruleg verðmæti og það er ein ástæða mikilvægi flokkunar. Það er gott að vita til þess að í stað þess að auka kostnað og mengun við urðun þessara efna þá er hægt að lengja lífdaga þeirra og stuðla að minni sóun og sjálfbærara samfélagi. Á urðunarstað okkar Vestlendinga í Fífholtum var aukning úrgangs um 13% frá árinu 2016-17. Að mínu mati ber þetta vott um aukna sóun sem fylgir aukinni hagsæld og við verðum því að bæta um betur og leggja okkur fram við að flokka sorpið betur. Það er lífseig mýta að allt sorp fari í sömu holuna. Þetta er alrangt og við verðum öll að leggja okkar af mörkum í úrgangsmálum samfélagsins og treysta því að þjónustuaðilar í þessum geira séu að vinna sitt starf af heilindum. Að lokum vil ég hvetja ykkur öll til að bera virðingu fyrir náttúrunni, höldum landinu okkar hreinu og skilum afkomendum okkar betri framtíð.

Flokkunarílát til notkunar innanhúss

2 x 40 l. á vagni

2 x 60 l. á vagni

2 x 90 l. á vagni

Mál: 38 x 66/66 cm.

Mál: 56 x 56/66 cm.

Mál: 84 x 56/66 cm.

FLOKKUNARBARIR Litrík, létt og lífleg lausn. Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.

ÁSINN

TVISTURINN

ÞRISTURINN

2x10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm.

2x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

Allar upplýsingar í síma 535 2510

EITT HÓLF 20 l.

2 x 11 l.

3 x 11 l.

1 x 8 l. KARFA

Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm.

Mál: 25 x 31/44 cm.

Mál: 25 x 47/44 cm.

Fyrir lífræna söfnun Mál: 18 x 22/22.

3


Úrgangur til urðunar Í almennu tunnuna fer sá úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur. Dæmi um þennan úrgang er t.d bleyjur, úrgangur frá gæludýrahaldi, umbúðir úr blönduðu hráefni sem ekki er hægt að skilja í sundur og úrgangur sem ekki er hægt að hreinsa. Tekið er við rafhlöðum og gleri í Gámu. Almenna tunnan ver›ur losu› á tveggja vikna fresti.

Aðkoma að tunnum á Akranesi Æskilegt er að sorpílátin séu staðsett fyrir framan hús eða í sérstökum sorpgeymslum en passa þarf uppá að aðgengi fyrir losanir séu eins og best verður á kosið. Festingar á tunnunum þurfa að vera þannig að auðvelt sé að losa þær og ganga frá þeim aftur. Íbúum er skylt að moka snjó frá sorpílátum. Losunardagar geta hliðrast vegna veðurs og annarra óviðráðanlegra orsaka. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni akranes.is/thjonusta/umhverfismal/sorphirda-og-endurvinnsla

Er hætta á að tunnan fjúki?

Tunnufestingin heldur henni á sínum stað! Ódýr lausn og einföld í uppsetningu, veldur engum töfum við sorphirðu. Festingarnar fást hjá verktaka. Sími 435 0000. 4


Endurvinnslutunnan The Recycle Bin

Kosz sortowniczvy

Íbúum Akraness er boðið upp á sérstaka Endurvinnslutunnu með grænu loki. Í hana má setja 6 flokka af endurvinnanlegum efnum, sjá leiðbeiningar hér að neðan. Það er full ástæða til að hvetja íbúa Akraness til þess að nýta sér þessa lausn og stuðla þannig að aukinni endurvinnslu í sveitarfélaginu. Gámaþjónusta Vesturlands ábyrgist að allt innihald Endurvinnslutunnunnar fari til endurnýtingar og urðun sparast. Eftir­farandi flokka má setja lausa í Endurvinnslutunnuna eða í glærum pokum: The Recycle Bin accepts the following materials directly to the bin or in clear plastic bags Następujące rzeczy do sortowania proszę wrzócać luzem lub w przezroczystych workach. Dagblöð og tímarit. Newspapers & magazines. Gazety i czasopisma.

Málmar s.s. skolaðar niðursuðudósir og lok af glerkrukkum. Metals for example cans & jar lids. 0dpady blaszane: puste puszki, zakrętki od słoików.

Pappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur. Office paper/envelopes & junk mail. Papier biurowy, koperty i papiery pocztowe, czasopisma reklamowe.

Plastefni, s.s. brúsar, plastfilma, plastdósir, plastpokar, frauðplast, plast utan af áleggi og plastöskjur. Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum. Plastic emballage, bags, clean and remove tap if included. Plastykowe opakowania po żywności i steropianowe prosimy opłukać jeśli jest potrzeba oraz butelki odkręcone.

Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar. Cardboard & non corrugated cardboard. Clean pizza boxes. Kartony: czyste opakowania po pizzy oraz płatkach śniadaniowych.

Fernur, skolaðar og samanbrotnar. Beverage ctns, clean & folded. Kartony po mleku (muszą być czyste i złożone razem).

Ekki gler vegna slysahættu við flokkun! No glass due to accident risk when sorting! Uprzejmie prosimy nie wrzucać szkła do kosza sortowniczego z powodu niebezpieczeństwa podczas sortowania.

5


Gámastöðin Akranesi Opnunartími: Mánud.–föstud.: 10:00–12:00 og 13:00–18:00 Laugard.: 10:00 –14:00 Gámastöðin tekur við afskráðum bifreiðum og gefur út skilavottorð fyrir bifreiðaeigendur. Lyfjaafgöngum skal skilað til lyfjaverslana. Athugið að klippikort gilda eingöngu fyrir heimilissorp, byggingarúrgangur er ekki þar innifalinn og greiða þarf sérstaklega fyrir hann. Íbúar geta sótt um klippikort hjá Akraneskaupstað. Fyrirtæki geta ekki notað klippikort undir úrgang hvort sem um ræðir almennan úrgang eða byggingarúrgang.

Timbur Gler/Postulín Jarðvegur

GJALDFRJÁLST

6

GJALDSKYLT

Rafgeymar

Járn

Rafhlöður

Heyrúlluplast

Múrbrot Grófur úrgangur Net

Raftæki

Hjólbarðar

Endurvinnsluefni

Garðaúrgangur

Málmar

Bylgjupappi

Fatnaður og klæði

Plastfilma

Almennur heimilisúrgangur

Nytjahlutir

Spilliefni

Trúnaðarskjöl

Olíusíur Vatnsmálning


Móttaka á skilagjaldsskyldum umbúðum, fatnaði og skóm er í Fjöliðjunni, Dalbraut 10, Akranesi. Fjöliðjan er vinnustaður þar sem boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu. Auk þess að taka á móti efni til endurvinnslu eru þar framleiddir ýmsir hlutir úr plasti auk þess sem þar er unnið að framleiðslu og pökkun í samvinnu við ýmis fyrirtæki. Opnunartími fyrir móttöku endurvinnsluefna er í Fjöliðjunni alla virka daga kl. 08:00-11:45 og 13:00-15:30.

Nytjamarkaðurinn Búkolla hefur verið starfandi á Akranesi síðan árið 2009. Starfsemi Búkollu felst í endurnýtingu fatnaðar og alls þess sem að heimilishaldi lýtur. Akurnesingar hugsa hlýlega til Búkollu þegar þeir losa sig við fatnað, húsgögn eða annan húsbúnað sem öðlast nýtt líf á öðrum heimilum. Í Búkollu býðst fólki á örorku og endurhæfingu störf. Búkolla er staðsett á Vesturgötu 62 og er markaðurinn opinn fimmtu,föstu- og laugardaga frá kl. 12:00-15:00. Vörumóttaka er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10:00-15:00 og laugardaga frá kl. 12:00-15:00. Einnig er vörumótttaka á gámasvæðinu á opnunartíma Gámu. 7


Flokkum til framtíðar! Ábyrg og örugg endurvinnsla eru einkunnar­orð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu. Til dæmis er innihald Endurvinnslutunnunnar handflokkað á færi­bandi og hver flokkur fyrir sig síðan pressaður í bagga og settur í gám til útflutnings. Þaðan fara efnin síðan til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu.

Höfðasel 15 • 300 Akranesi www.gvest.is • vesturland@gamar.is Sími: 435 0000

Skrifstofa sveitarfélagsins er að Stillholti 16 - 18. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 09:30 til 12:00 og 12:30 til 15:30 • Sími: 433 1000 • Fax: 433 1090 Netfang: akranes@akranes.is Heimasíða: www.akranes.is

77.055.05.10

BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTÍÐ!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.