Fréttabréf Framsýnar desember 2021

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Blaðsíða 2

Samningur framlengdur við Erni

Blaðsíða 5

Öflugt starf björgunarsveita

Blaðsíða 10

Samið við Sókn lögmannsstofu


4. tbl. 32. árgangur • Desember2021

Gleðitíðindi – samningur framlengdur

Forsíða

Fulltrúar frá Flugfélaginu Erni og stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum fund­uðu í síðustu viku. Til­gang­­ur fundarins var að endurnýja samning aðila um flugfargjöld milli Húsa­víkur og Reykjavíkur. Vi­ðræðurnar gengu vel enda hafa aðilar átt mjög gott samstarf á þessum vettvangi. Ákveðið var að framlengja samninginn með kaupum stéttarfélaganna á þúsund flugmiðum. Samningnum fylgir smá hækkun á flug­fargj­öldum sem hafa reynd­ ar ekki hækkað í nokkur ár en flug­ félagið þarf nú að bregðast við hækk­ un eldsneytisverðs, launa­hækkana og annarra verð­hækk­ ana sem tengjast flug­­starf­­semi. Sam­ kvæmt samn­ing­num verður verð­ ið kr. 12.000,- per flugmiða frá 1. janúar 2022. Það er, stéttar­félögin munu áfram selja Ásgeir Örn Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins og Aðal­steinn miðana á því verði Árni frá stéttarfélögunum handsöluðu samninginn. Aðilar munu halda sem samið er um áfram samstarfi um að efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur milli flug­félagsins og enda afar mikilvægt að fólki sé gefin kostur á að fljúga milli þessara landshluta á viðráðanlegu verði. stéttar­félaganna.

Stéttarfélögin í Þingeyjar­ sýsl­ um hafa átt afar gott sam­starf við Flugfélagið Erni um flugsamgöngur m ­illi Húsa­ víkur og Reykjavíkur. Hér má sjá brosandi starfs­ menn á plani. Þetta eru þau Daði Freyr Gunnarsson og Birna Borg Gunnarsdóttir starfs­­menn flugfélagsins í Reykja­vík sem jafnframt eru mennt­aðir flugmenn. ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 16. desember 2021 UPPLAG 1800 PRENTUN Héraðsprent

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Viltu vera félagi í Framsýn? Á árinu 2021 greiddu fjölmargir launamenn til Framsýnar stéttar­ félags iðgjöld skv. ákvæð­­­um kjara­­samn­ inga. Félagið gætir hags­­­muna þeirra allra gagn­vart atvinnu­rek­ endum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi við verka­­lýðs­­ hreyf­i nguna á lands­­­ vísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjara­ samn­inga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félaga­skrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Það athugist að einungis fullgildir félagsmenn njóta kosningaréttar og kjör­ gengis í félaginu. Hér með er þeim tilmælum beint til þeirra launamanna sem greiddu iðgjöld til félagsins á árinu 2021 en vilja ekki vera á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem allra fyrst. Rétt er þó að taka fram að öruggast er fyrir greiðandi launamenn til Framsýnar að ganga formlega í félagið með því að undirrita inntökubeiðni þess efnis sem hægt er að nálgast á heiðasíðu félagsins eða á Skrifstofu stéttarfélaganna. Framsýn stéttarfélag

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Færðu Hreimi ljósritunarvél Stéttarfélögin þurftu nýlega að endurnýja ljósritunarvél á skrifstofu félaganna á Húsavík. Það var við hæfi að færa Karlakórnum Hreimi gömlu vélina að gjöf enda þarf kórinn á öflugri vél að halda til að ljósrita söngtexta fyrir meðlimi kórsins sem stefnir að líflegu starfi í vetur. Karlakórinn Hreimur var stofnaður í janúar 1975. Kórfélagar, sem í dag eru um 50 láta ekki miklar vegalengdir aftra sér frá því að stunda sitt áhugamál og sækja hollan og uppörvandi félagsskap sem gefur þeim mikla lífsfyllingu. Kórinn hefur lengi haft æfingaaðstöðu í Ýdölum.

Húsasmiðjan opnar söluskrifstofu Eins og fram hefur kom­ ið í fjölmiðlum hefur Húsa­smiðjan ákveð­ið að loka verslun fyrir­ tækis­ ins á Húsavík. Þess í stað verð­ur opnuð sölu­skrif­ stofa í hús­næði Flytj­anda á Húsa­ vík en stéttar­ félög­ in hafa beitt sér mjög í málinu. Höfðinginn, Jón Þormóðsson, verður áfram við störf hjá Húsasmiðjunni og mannar söluskrifstofu Húsasmiðjunnar. Opið verður alla virka daga fyrir hádegi frá og með næstu áramótum. Jóni er ætlað að sinna bæði fagaðilum og pöntunum ein­­stak­ linga, smáum sem stórum. Utan opnunartíma mun Jón sinna sölustörfum og þjónustu við fagaðila og fyrirtæki á svæð­inu. Tryggt verður að pantanir verði afgreiddar hratt og vel. Verði reynslan af þessu fyrirkomulagi góð verð­ ur þjónustan endurmetin og opnunartíminn aukinn. Í samtölum við forsvarsmenn Húsasmiðjunnar hefur kom­ið fram að þeir binda vonir við að heimamenn kunni vel að meta þessa viðleitni fyrirtækisins að halda uppi þjón­ustu á Húsavík þó hún verði í breyttri mynd. Sjá nánar aug­lýsingu í Fréttabréfinu.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum óska félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra, öðrum Þingeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Framsýn-stéttarfélag Starfsmannafélag Húsavíkur Verkalýðsfélag Þórshafnar Þingiðn, félag iðnaðarmanna Mynd: Gaukur Hjartarson

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

3


Öflugt starf hjá Fundað með BYKÓ ­Hjálparsveit skáta í Reykjadal Björgunarsveitir Landsbjargar eru sjálfboðaliðasamtök sem njóta mikillar virðingar meðal landsmanna og lík­lega finnst flestum mikilvægt að í hverju samfélagi séu ein­ staklingar sem bregðast við af þekkingu og færni þegar eitthvað ber út af. Það er heldur ekki ofsögum sagt að undanfarin ár hafi náttúruöflin minnt rækilega á sig með jarðskjálftum, ofsaveðrum, ofanflóðum og eldgosi og af þeim sökum hefur mætt mikið á sveitunum. Á aðal­ fundi Framsýnar síðastliðið vor var ákveðið að styðja við starfsemi björgunarsveitanna á félagssvæðinu með tæp­ lega tveggja milljóna króna fjárframlagi, en á svæðinu eru starfandi sjö öflugar sveitir. Með því vill félagið sýna örlítinn þakklætisvott fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem björgunarsveitirnar vinna í þágu samfélagsins. Nýverið heimsóttu formaður og varaformaður Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir, ásamt Guðnýju Ingibjörgu Grímsdóttur, Hjálparsveit skáta í Reykjadal. Það var Andri Hnikar Jónsson formaður sveitar­ innar sem veitti 250.000 kr,-. gjöf Framsýnar viðtöku ásamt nokkrum félögum sveitarinnar. Færði Andri Hnikar full­ trúum Framsýnar bestu þakkir fyrir gjöfina. Sagði hann Hjálparsveitina nýlega hafa kostað töluvert til tækjakaupa, auk þess væri unnið að byggingu nýs og stærra húsnæðis og það kæmi sér vel að fá stuðning við svo kostnaðarsöm verkefni. Það var afar ánægjulegt að koma í Reykjadalinn og hitta félaga HSR sem voru á leið á námskeið í fyrstu hjálp. Það vakti athygli gestanna hversu margir ung­ liðar voru mættir í hús, en einn þeirra þátta í starfi björgunarsveita sem verður seint full metinn er hversu mikilvægu hlutverki sveitirnar gegna varðandi félagslega uppbyggingu ungmenna víða um land. Kom fram í máli Andra Hnikars að meðlimir í HSR, sérstaklega unga fólkið hafi verið duglegt að sækja sér menntun undanfarið ár hjá Björgunarskóla Lands­bjargar. Meðlimir HSR eru um 60 talsins og er nú­verandi húsnæði þeirra í Iðnbæ.

Framsýn stéttarfélag hefur fengið mikla hvatningu úr sam­félaginu um að berjast gegn því að Húsasmiðjan loki versl­un fyrirtækisins á Húsavík um næstu áramót. Það er ekki síst frá verktökum, sveitarstjórnarfólki og íbúum á svæðinu. Hvað það varðar hefur Framsýn fundað með talsmönnum Húsasmiðjunnar auk þess að vera í góðu sambandi við starfsmenn fyrirtækisins sem eðlilega hafa miklar áhyggjur af lokuninni. Því miður hefur Húsasmiðjan ekki fallist á að endurskoða fyrri ákvörðun um að loka á gamlársdag. Þeir hafa hins vegar ákveðið að opna sölu­ skrif­stofu í húsnæði Flytjanda eftir áramótin. Í ljósi þess að Húsasmiðjan stefnir að því að loka verslun fyrirtækisins um næstu áramót hafa heimaaðilar, þar á meðal Framsýn, sett sig í samband við aðra aðila sem eru stórir á þessum markaði á Íslandi með það að markmiði að kanna hvort til greina komi að þeir setji upp byggingavöruverslun á Húsavík. Nýlega var fundað með stjórnendum BYKÓ sem hafa tekið heimamönnum mjög vel án þess að lofa neinu. Fram hefur komið að þeir eru afar ánægðir með þá miklu hvatningu sem þeir hafa fengið frá heimamönnum um að opna verslun á Húsavík.

Þingeyingar! Það skiptir máli að við verslum sem mest í heimabyggð. Ert þú ekki örugglega í okkar liði? Framsýn stéttarfélag Heimavarnarliðið 4

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Góðir grannar eru gulls ígildi Flugfargjöld taka breytingum um áramótin

-Flugmiði kr. 12.000Félagsmenn Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar gefst kostur á að fljúga á stéttarfélagsfargjaldi á eigin vegum fyrir kr. 12.000 frá og með næstu áramótum. Það er á flugleiðinni Reykjavík-Húsavík. Nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna. Stéttarfélögin

Ásrún ráðin áfram hjá Vinnumálastofnun Fyrir rúmlega ári síðan var Ásrún Ásmundsdóttir ráð­in til starfa hjá Vinnumálastofnun með starfstöð á Húsa­vík. Áður hafði Framsýn lagt mikla áherslu á að Vinnu­mála­ stofnun kæmi sér upp starfsstöð á Húsavík í ljósi að­ stæðna í þjóðfélaginu og vaxandi atvinnuleysis á félags­ svæði Framsýnar vegna lokunar PCC og samdráttar í atvinnu­lífinu, ekki síst í ferðaþjónustu. Ráðning Ásrúnar var til eins árs sem síðan var framlengd fram að næstu áramótum. Vinnumálastofnun hefur nú ákveðið að bjóða henni áframhaldandi ráðningu. Ásrún verður áfram með aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna þá daga sem hún verður á Húsavík við störf, það er frá áramótum sem ráðgjafi hjá stofnuninni. Við það breytist hennar starf og opnunartími skrifstofunnar á Húsavík. Framvegis verður opið á Húsavík frá kl. 09:00-13:00 á mánudögum og á föstu­dögum frá kl. 09:00-12:00. Aðra daga verður hún við störf á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Akureyri. Að sjálf­sögðu er það fagnaðarefni að Vinnumálastofnun hafi ákveð­ið að fastráða Ásrúnu.

Það var notalegt að rölta niður Skóla­ vörðu­­stiginn á að­ ent­­unni. Við Skóla­ vörðu­stíginn er að finna flestar lista­ verka­­verslanir, hand­ verkshús, gallerí og túrist­abúðir borgar­ innar sem trekkja að og færa líf á svæðið. Gatan lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún liggur upp á Skólavörðuholtið með sinni fjölbreytilegu blöndu af húsum, nýjum og gömlum, litlum og stórum, fábrotnum og ríkmannlegum. Í þessum húsum þrífst margvísleg starfsemi. Skólavörðuholtið hefur í gegnum tíðina verið eitt helsta athvarf ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Ég ákvað því að rölta um Skólavörðustiginn og drekka í mig sögu lands og þjóðar innan um aðra túrista enda komandi frá Húsavík. Þar sem ég staldraði við framan við eina vinsælustu túrista­ búðina í götunni heyrði ég á tal erlendra ferðamanna sem voru auðvitað að tala um „My home town“ Húsavík, „The Eurovision town“. Ég lagði við hlustir og fylltist réttlátu stolti er ég hleraði að þeir hefðu verið á Norðurlandi og átt ánægjulega dvöl bæði á Húsavík og Akureyri. Þeir voru greini­lega heillaðir af svæðinu, mannlífinu og náttúrunni. Það hafði myndast löng biðröð við búðina þar sem fólk var að kaupa minjagripi frá heimsókninni norður í land. Hvað er eðlilegra en að Þingeyingur fyllist stolti við slíkar aðstæður og smelli sér í röðina til að kaupa minjagrip. Og hvað gerir maður líka ekki til að upplifa stemninguna sem ferðamaður í borg bleytunnar? Það mátti heyra á tali fólks að seglar með myndum frá Húsavík og Akureyri væru vin­ sælastir. „Beautiful, beautiful“ ómaði allt í kringum mig: „This is Akureyri, a beautiful town” sagði glaðbeittur náungi sem var næstur á undan mér í röðinni og veifaði tveimur seglum í áttina að mér. Mér var brugðið því þarna var farið held­ ur frjálslega með stað­reyndir. Á öðrum segl­ inum var mynd frá Húsa­víkur­höfn með íslenskra fán­ anum og nafni Akur­ eyrar undir. Hinn var hins vegar alveg ekta, með Húsa­víkurhöfn og fallegustu kirkju landsins. Greini­­legt var að sá sem hannaði segulinn frá Akureyri var ekki alveg með staðhætti á hreinu nema hann hafi viljað markaðssetja Akureyri með mynd frá einum krúttlegasta stað landsins, Húsavík. Væntanlega er það skýringin. Já, það er alltaf gott að eiga góða nágranna. Aðalsteinn Árni Baldursson Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

5


Vinaleg verslun við höfnina Við Húsavíkurhöfn rekur Ísfell fataverslun með þekktum vörumerkjum auk þess að vera með gönguskíði og annan útbúnað sem tengist þessari vinsælu íþrótt. Þar er einnig hægt að fá faglega ráðgjöf varðandi útbúnað sem þarf til ætli menn að stunda eða æfa gönguskíði. Þær Hafdís Gunnars verslunarstjóri og Justyna Lewicka taka vel á móti öllum þeim sem leggja leið sína í búðina. Þær voru ánægðar með verslunina og sögðu mikið að gera, þar væri hægt að gera góð kaup fyrir jólin. Sá sem þetta skrifar gerði sér ferð í búðina í vikunni og tekur heilshugar undir með Justynu og Hafdísi. Vinaleg verslun með gott vöruúrval og hagstætt verð.

Jólakaffið fellur niður í ár

Því miður verðum við að fella niður árlegt jólaboð stéttarfélaganna á aðventu vegna sóttvarnarreglna heilbrigðisyfirvalda. Stéttarfélögin

Einstök jólagjöf í boði Hafdís Gunnars verslunarstjóri og Justyna Lewicka taka vel á móti öllum þeim sem leggja leið sína í búðina.

Verslun Ísfells er að Suðurgarði 2 þar sem veiðarfæragerð fyrir­ tækis­ins er einnig til húsa.

Stapi hækkar hámarkslán og útvíkkar lánsrétt Lsj. Stapi hefur ákveðið að gera breytingar á lánareglum sjóðsins. Helstu breytingar eru: • Lánsréttur var rýmkaður. Allir sem greitt hafa til sjóðsins eiga lánsrétt. • Hámarkslánsfjárhæð hækkuð í 70 milljónir. Breytingin hefur þegar tekið gildi. Nánari upplýsingar um lánareglur sjóðfélagalána Stapa er að finna á heimasíðu sjóðsins stapi.is. Á vefsíðu sjóðsins er einfalt að sækja um lán og greiðslumat. Með því að sækja um lán með rafrænum skilríkjum auð­velda umsækjendur sér umsóknarferlið til muna þar sem nánast öll gögn fyrir greiðslumatið eru sótt rafrænt. Frekari upplýsingar eru í boði á skrifstofu sjóðsins. 6

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að gefa 50 eintök af sögu félagsins sem er í þremur bindum „Fyrir neðan bakka og ofan“. Bækurnar sem eru í fallegri öskju hafa fengið frábæra dóma og segja sögu verka­ lýðs­ hreyfingar í Þingeyjarsýslum, atvinnulífs og stjórn­mála á Húsavík á tímabilinu 1885 – 1985. Þeir sem vilja eignast þessa frábæru og einstöku jóla­ gjöf eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttar­ félaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Netfang linda@framsyn.is – Sími 4646600.

Minnisbækur og dagatöl Félagsmönnum sem og öðrum áhugasömum stendur til boða að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og fá gefins dagatöl og minnisbækur vegna ársins 2022. Að þessu sinni eru myndirnar sem prýða dagatölin eftir áhuga­ljósmyndarana Gauk Hjartarson og Hafþór Hreiðars­ son.


Söluskrifstofa Húsasmiðjunnar á Húsavík opnar 3. janúar 2022 Fyrir liggur að Húsasmiðjan sameini rekstur verslunar sinnar á Húsavík nýrri verslun og þjónustumiðstöð fyrir Norðurland sem opnar á fyrri hluta næsta árs á Akureyri. Húsasmiðjan leggur ríka áherslu á að veita áfram góða þjónustu á Húsavík og markaðssvæðunum þar í kring.

Söluskrifstofa opnar á Húsavík 3. janúar Söluskrifstofa Húsasmiðjunnar mun opna í húsnæði Flytjanda, Norðurgarði, 3. janúar n.k. Þar mun Jón Þormóðsson, þaulreyndur starfsmaður okkar, sinna ráðgjöf og sölu til einstaklinga, fyrirtækja og fagaðila. Jón mun vera til taks alla virka daga til hádegis fyrir viðskiptavini og utan þess opnunartíma mun hann m.a. sinna heimsóknum og þjónustu við fagaðila og til fyrirtækja á svæðinu.

Frír flutningur, alla virka daga frá Akureyri Húsasmiðjan mun bjóða frían flutning frá verslun sinni á Akureyri, til afgreiðslustöðvar Flytjanda á Húsavík, alla virka daga þegar pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira

Hröð og góð þjónusta Með nýrri verslun og þjónustumiðstöð á Akureyri verður tryggt að pantanir berist hratt og örugglega til Húsavíkur.

Vefverslun Húsasmiðjunnar Húsasmiðjan minnir á öfluga vefverslun þar sem vöruval er framúrskarandi gott. Við óskum Húsvíkingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýrri söluskrifstofu á nýju ári.

Jólakveðja, framkvæmdastjórn og starfsfólk Húsasmiðjunnar á Norðurlandi

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

7


Björgunarsveitin Garðar Sorry félagar við Eyjafjörð Að gefnu tilefni vegna fréttar í Vikublaðinu varðandi sam­ þakkar fyrir sig starf Einingar-Iðju og Félags verslunar- og skrifstofufólks Eins og fram kemur í annarri frétt í Fréttabréfinu var sam­­ þykkt að færa björgunarsveitum á félagssvæðinu tæpar tvær milljónir í heildina að gjöf fyrir þeirra fram­ lag til samfélagsins sem er ómetanlegt. Nú þegar hef­ur björgunarsveitunum Þingey, Núpum, Garðari og Pól­ stjörnunni á Raufarhöfn verið færðar gjafir auk Hjálpar­ sveitar Skáta í Reykjadal. Í byrjun desember var komið að því að afhenda Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík gjöf kr. 250.000,-. Það voru þeir Birgir Mikaelsson og Júlíus Stefánsson frá Garðari sem tóku á móti gjöfinni. Þeir sögðu hana koma að góðum notum, nú þegar unnið væri að því að koma upp nýrri búningsaðstöðu fyrir konur í björgunarsveitarhúsinu við höfnina á Húsavík. Konur hefðu í auknum mæli gengið í sveitina sem væri afar gleðilegt. Þá væri alltaf pláss fyrir fleiri konur og karla í sveitinni enda starfið öflugt um þessar mundir. Stór þáttur í starfi björgunarsveita er að safna fjármagni til rekstrar sveit­anna. Hvað það varðar kom fram hjá þeim Birgi og Júlíusi að nú væri unnið að því að koma upp tveim­ur öflugum dósagámum á Húsavík enda dósasöfnun mikil­ væg tekjulind fyrir sveitina. Þeir sögðust vonast til að bæjar­búar tækju góðu aðgengi að gámunum vel með því að leggja sveitinni til dósir til starfseminnar sem hér með er komið á framfæri. Biggi og Júlli voru ánægðir með sig þegar þeir yfirgáfu skrifstofuna með gjöfina frá Framsýn í farteskinu.

um flutning réttinda félagsmanna þessara tveggja félaga milli félaganna er rétt að taka skýrt fram: Í fréttinni kemur fram að stéttarfélögin við Eyjafjörð hafi gert með sér samstarfssamning um nýtingu réttinda fari félagsmenn þessara tveggja félaga milli félaganna. Um er að ræða samkomulag til eins árs sem verði þá endurskoðað í ljósi reynslunnar. Ekki sé betur vitað en að þessi tvö stéttarfélög séu fyrst aðildarfélaga innan ASÍ til að gera samning af þessu tagi. Með honum sé stórt skref stigið í að tryggja að réttindi fólks detti ekki niður færi það sig milli félaga. Það er full ástæða til að hrósa stéttarfélögunum við Eyjafjörð fyrir þessa ákvörðun þar sem vinnandi fólk sem færir sig milli félaga tapar oftast sínum réttindum við millifærsluna. Reglur ASÍ taka á þessu að hluta enda færist félagsmenn til innan aðildarfélaga sambandsins. Eftir að viðkomandi aðili hefur greitt til nýja félagsins í mánuð eftir að hann hætti að greiða í fyrra félagið innan ASÍ flytur hann sín grunnréttindi yfir í nýja félagið samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá því stéttarfélagi sem gengið er í. Framsýn stéttarfélag og Þingiðn félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum, sem reka saman skrifstofu á Húsavík, gengu frá samkomulagi um flutning réttinda milli félaga fyrir svo mörgum árum að elstu menn er löngu búnir að gleyma því hvaða ár það var. Þó er vitað að það var nokkuð snemma á síðustu öld. Samkomulagið byggir á því að félagsmenn þessara tveggja félaga fá réttindi sín að fullu metin strax við flutning fari þeir milli þessara tveggja stéttarfélaga sem bæði eru innan Alþýðusambands Íslands. Það að önnur stéttarfélög á Norðurlandi ætli sér að feta í fótspor stéttarfélaganna við Skjálfanda er að sjálfsögðu mikið gleðiefni sem ber að fagna. Jafnvel er ástæða til að skjóta upp flugeldum ef það er ekki bannað svona rétt fyrir jólin.

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn miðvikudaginn 29. desember 2021 kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjaramál 3. Önnur mál Að venju verður boðið upp á hefðbundnar veitingar á fundinum. Skorað er á sjómenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni sjómanna. Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar 8

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Námsstyrkir í boði Fullgildir félagsmenn Framsýnar eiga rétt á góðum styrkjum stundi þeir nám eða sæki námskeið á eigin vegum. Styrkurinn getur numið allt að kr. 130.000 á hverju ári, þó ekki meira en 90% af kostnaði við námið. Nýti menn ekki réttinn safnast hann upp yfir þ ­ riggja ára tímabil og getur mest orðið kr. 390.000. Réttur félagsmanna fer eftir greiddu félagsgjaldi síðustu 12 mánuði áður en stofnað er til kostnaðar við námið.


Bylting í ferskleika hráefnisins á nokkrum árum

ÚA fiskþurrkun á Laugum í Reykjadal gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu á staðnum, starfsmenn eru hátt í tuttugu. Þar fer fram þurrkun allra hausa og hryggja sem til falla hjá fiskvinnslu ÚA á Akureyri og eru afurðirnar seldar til Nígeríu. Að jafnaði fara tveir fjörutíu feta gámar á viku frá Laugum til Nígeríu. Vinnslustjórinn segir að ferskleiki hráefnisins hafi tekið stórstígum framförum á undanförnum árum. Á síðasta ári bárust 7.700 tonn til þurrkunar á Laugum, sem er svipað magn og árið á undan. Pétur Hafsteinn Ísleifsson stýrir vinnslunni á Laugum. Hann segir að jarðhitinn á svæðinu geri það að verkum að hagstætt sé að vera með slíka vinnslu á staðnum og hann segir að með árunum hafi byggst upp verðmæt verkkunnátta starfsfólksins. Umhverfisvæn framleiðsla Pétur segir að vinnslugetan sé um 180 til 200 tonn af hausum og hryggjum á viku og unnið alla virka daga vikunnar. „Þetta þýðir að blásararnir eru í gangi nánast alla daga ársins. Hryggirnir eru tilbúnir til útflutnings eftir um fjóra sólarhringa en hausarnir eru tilbúnir til pökkunar eftir 12 daga. Tölvukerfið sér um að stýra þurrkferlinu en hráefnið má ekki þorna of hratt né vera of þurrt eða blautt. Nei, þetta telst ekki vera mjög flókin starfsemi, en hún krefst verkþekkingar. Mannauðurinn hérna skiptir miklu máli og svo auðvitað heita vatnið og rafmagnið, þetta er að miklu leyti umhverfisvæn framleiðsla.”

Stöðugur útflutningur “Útflutningur er stöðugur, héðan fara vikulega tveir fjörutíu feta gámar og kaupendurnir eru hæstánægðir með gæðin. Framleiðslan á þessu ári verður ósköp svipuð og á undanförnum árum, enda stöðugleikinn nauðsynlegur, bæði fyrir okkur og kaupendurna í Nígeríu,“ segir Pétur Hafsteinn Ísleifsson verkstjóri fiskþurrkunar ÚA á Laugum í Reykjadal. (Frétin er tekin af vef Samherja þar sem félagsmenn Framsýnar starfa. Myndirnar eru úr safni Framsýnar)

Undirbúningur að hefjast ­vegna komandi kjaraviðræðna Starfsgreinasamband Íslands er um þessar mundir að hefja undirbúning vegna komandi kjaraviðræðna við Sam­tök atvinnulífsins þrátt fyrir að kjarasamningar sam­ bandsins og Samtaka atvinnulífsins séu ekki laus­ir fyrr en 1. nóvember 2022. Vinnuhópur á vegum Starfs­greina­­ sambands­ ins hefur þegar komið saman og yfirfarið bókanir í kjara­samningi SA og SGS er viðkemur ferða­ þjón­ustu­­­samn­ingnum. For­mað­ur Framsýnar mun koma að þessari vinnu fyrir sam­bandið. Í kjöl­far­ið, væntanlega í byrjun jan­úar, verður síðan fund­­­að með full­trúum Sam­­ taka atvinnulífsins. Það er um bókanirnar og framgang þeirra og hvern­ig fara skuli með þær en bókanirnar eru hluti af gild­andi kjara­samn­ingi aðila.

Allt önnur staða „Það hefur orðið gríðarleg breyting á ferskleika hráefnisins á nokkrum árum, núna eru togararnir að landa fiski eftir þriggja til fimm sólarhringa túra og kælikerfi skipanna eru auk þess mjög öflug. Þetta gerir okkur kleift að framleiða gæðaafurðir og kaupendurnir eru hæstánægðir. Þetta er mikil breyting miðað við á árum áður er úthald skipa var lengra og biðin í hráefniskælum einnig, við getum í raun og veru talað um byltingu. Þetta þýðir líka að lyktin sem óhjákvæmilega fylgir slíkri starfsemi er ekki lengur teljandi vandamál.“ Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

9


Narfastaðir til fyrirmyndar Pósturinn með Það er alltaf ánægjulegt að koma í Narfastaði í Reykjadal. Þar er rekin myndarleg ferðaþjónusta og ekki skemmir fyrir að þar er metnaðarfullt starfsfólk sem leggur mikið upp úr því að skapa góða umgjörð og stemningu á staðn­ um. Þegar tíðindamaður Fréttabréfsins bar að garði í nóv­ ember voru Unnsteinn, Heiðbjört, Ásgeir, Berglind og Rósa Ösp að störfum enda mikið að gera, nánast fullt hús af gestum.

fingurinn á lofti

Pósturinn ohf. sendi nýlega frá sér tilkynningu um gríðar­ legar hækkanir á mörgum liðum verðskrár sinnar frá og með 1. nóvember 2021. Fram til þessa dags hefur verðskrá hins opinbera fyrirtækis miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hefur verið, og hefur það jafnt átt við um pakkasendingar sem skilað er í póstbox og pakkaport eða heimsendingar og sendingar sem skilað er á pósthús. Ljóst er að þessar verðbreytingar koma sér afar illa fyrir landsbyggðina. Hækkanirnar voru til umræðu á stjórnar og trúnaðarráðsfundi Framsýnar á dögunum. Reiði var meðal fundarmanna með þessar miklu hækkanir. Samþykkt var að álykta um málið.

Ályktun

Samið við Sókn lögmannsstofu Stéttarfélögin í Þingeyjar­sýsl­ um hafa samið við Sókn lög­ manns­­stofu á Egilsstöðum um að þjónusta félögin frá og með næstu áramótum. Lög­ fræði­þjónustan fellst í því að lög­manns­stofan mun veita ráðgjöf til starfs­manna stéttar­ félaganna í dag­legum störfum þeirra er varða hagsmuni félags­manna, kjara­samn­ings­ bundin rétt­indi, inn­heimtu­mál og slysa­­mál og eftir atvikum á mál­­ um á öllum sviðum lög­ fræð­ innar er starfsmenn stéttar­­ félag­­ anna ákveða að vísa til lögfræðistofunnar. Sókn lögmannsstofa var stofnuð haustið 2010 af þremur lög­ mönnum, Hilmari Gunnlaugssyni, Jón Jónsson og Evu Dís Pálmadóttir. Áður höfðu þau starfað saman í lög­ mennsku um árabil. Öll hafa þau leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hjá Sókn lögmannsstofu er að finna breiða þekkingu á ýms­ um sviðum lögfræðinnar. Framkvæmdastjóri Sóknar lög­ mannsstofu er Eva Dís Pálmadóttir sem jafnframt verður aðallögmaður stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrif­ stofu stéttarfélaganna á Húsavík. 10

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

-Um verðskrárhækkanir hjá Póstinum„Framsýn stéttarfélag gagnrýnir harðlega ákvarðanir Pósts­ ins um að hækka verðskrár fyrirtækisins sem beinast ein­ göngu að landsbyggðinni. Pósturinn ohf. hefur boðað veru­ legar hækkanir á flestum liðum verðskrár sinnar frá og með 1. nóvember 2021 sem koma sér afar illa við íbúa og atvinnulífið á landsbyggðinni. Fram til þessa dags hefur verðskrá hins opinbera fyrirtækis miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hefur verið. Samkvæmt boðuð­ um verðskrárbreytingum nemur hækkunin í mörgum til­ vikum tugum prósenta og jafnvel yfir 100%. Með þessum glóru­lausu hækkunum er Pósturinn að senda íbúum í hinum dreifðu byggðum fingurinn. Um er að ræða mikilvægt byggða­mál sem hefur áhrif á útgjaldaliði heimilanna, ekki síst fjarri höfuðborgarsvæðinu. Stjórnvöld geta ekki setið hjá og látið þetta óréttlæti viðgangast. Fyrir liggur að það er vit­ laust gefið sem er ólíðandi með öllu. Framsýn stéttarfélag aug­lýsir eftir byggðastefnu stjórnvalda sem hafi það að leiðar­ljósi að koma í veg fyrir mismunun sem þessa.“

Jólakveðja Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra kærar jólakveðjur með ósk um gleðilegt nýtt ár. Lísa, Linda, Gústi, Nína og Kúti


Almenn lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Þingiðn og Starfs­mannafélag Húsavíkur eru með samkomulag við PACTA lögmenn um almenna þjónustu við félagsmenn sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda er varðar þeirra einkamál. Þetta á ekki við um kjara- og slysamál. Önnur lögmanns­stofa sér um þau mál, Sókn lögmannsstofa á Egilsstöðum. Samkomulag stéttarfélaganna við PACTA lögmenn sem er með starfsemi víða um land byggir á því að félagsmenn geta leitað til þeirra með þjónustu. Ekki þarf að greiða fyrir fyrsta tímann sem er gjaldfrjáls. Komi til þess að lögmenn PACTA þurfi að vinna frekar í málum fyrir félagsmenn fá þeir 15% afslátt frá fullu gjaldi. Til fróð­ leiks má geta þess að PACTA býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Félagsmenn sem vilja nýta sér þessa þjón­ ustu er bent á að hafa samband við Hallgrím Jónsson, hallgrimur@pacta.is eða við Ásgeir Örn Blöndal lögmann asgeirorn@pacta.is. Heimasíða PACTA, lögmanna er pacta. is og símanúmerið er 4407900.

Tvær góðar Þær Lilja Dóra hjá Flugfélaginu Erni og Linda Margrét starfs­ mað­ur stéttarfélaganna á Húsavík eru í góðu sambandi enda fljúga fjölmargir félagsmenn stéttarfélaganna reglu­ lega með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þær hittust nýlega í Reykjavík og notuðu tækifærið til að fara aðeins yfir stöðuna. Á þessu ári hafa yfir tvö þúsund flug­ mið­ar verið keyptir hjá stéttarfélögunum. Í eðlilegu ári hafa félagsmenn verslað rúmlega fjögur þúsund flugmiða. Þess er vænst að svo verði á næsta ári enda verði allt komið í eðli­legt horf aftur og Covid draugurinn horfinn á braut.

Góður gangur hjá PCC og bónuskerfi í vinnslu Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn í samstarfi við stjórn­ endur PCC á Bakka hafa síðustu mánuði unnið að því að þróa kaupaukakerfi í verksmiðju fyrirtækisins á Bakka. Kaup­auka­kerfinu er ætlað að auka gæði framleiðslunnar, fyrir­tækinu og starfsmönnum til góða. Vonir eru bund­ nar við að kaupaukakerfið og aukin framleiðsla muni færa starfsmönnum þó nokkra launahækkun umfram kjara­ samn­ ingsbundnar launahækkanir. Fyrir eru launakjör starfs­­manna ein þau bestu sem þekkjast á félagssvæði stéttar­­félaganna í Þingeyjarsýslum, það er á almenna vinnu­ markaðinum. Rekstur PCC hefur gengið vel undanfarið og eru slegin framleiðslumet, nánast í hverjum mánuði. Eins og fram kom í fjölmiðlum á síðasta ári stöðvaði fyrirtækið framleiðslu tímabundið haustið 2021 fram á þetta ár vegna ástandsins á mörkuðunum. Framleiðslan er nú í fullum gangi og er PCC eitt mikilvægasta fyrirtækið á Norðurlandi. Í dag starfa hjá fyrirtækinu um 150 manns, flestir þeirra eru í Fram­sýn stéttarfélagi. Þá starfa fullt af undirverktökum hjá fyrirtækinu og tengdum þjónustufyrirtækjum. Því mið­ur eru dæmi um að menn tali fyrirtækið niður, oft vegna mikillar vanþekkingar. Athygli vakti á dögunum þeg­ ar fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þor­varðar­dóttir, hélt því fram að PCC væri nánast í anda­ slitr­unum. Forstjóri PCC svaraði um hæl í fjölmiðlum og sagðir fréttir af andláti fyrirtækisins stórlega ýktar. Í sam­ tali við Fréttablaðið kemur auk þess fram hjá for­svars­ mönnum PCC að salan gangi vel og markaðirnir séu góðir. Verksmiðjan sé nú í hámarksafköstum og eigendur verk­ smiðjunnar séu ánægðir með stöðu mála enda fyrirtækið skilað hagnaði undanfarna mánuði. Veltan sé um tveir milljarðar á mánuði. Verð á hverju tonni af framleiðsluafurð fyrirtækisins hafi rokið úr 1.500 evrum í 7.000 evrur. Verði þetta þróunin geti svo farið svo að milljarða niðurfærslur á hluta­bréfum gangi til baka að sögn framkvæmdastjóra fyrir­tækisins.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

11


Fljúgum inn jólin með framlengingu vetrartilboða Lækkað verð nettilboða og barnafargjalda

Jólapakkasendingar með 30% afslætti

GILDIR TIL 10. JANÚAR

GILDIR TIL 24. DESEMBER

2021

Húsavík – Reykjavík M Frá Reykjavík

Þ

M

96.000 kr. F

F

L

S

l l l

Brottför Lending 08:05

08:55

08:55

09:45

l l l l l l Frá Húsavík

l

l l l l l l l l l

l

13:55

14:45

15:55

16:45

16:45

17:35

09:20

10:15

10:10

11:05

15:10

16:00

17:05

18:00

18:00

18:50

92.229 kr.

ernir.is

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir): 1. janúar 2022 kr. 368.000 á mánuði.

2021

96.000 ISK 92.229 ISK

Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samn­ ingsbundinnar launahækkunar vegna aukinnar mennt­ unar sem samningsaðilar standa sameiginlega að. Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.

2021

96.000 kr. 92.229 ISK 12

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Hvetja til aðhalds Er trúnaðarmaður í gjaldskrárhækkunum á þínum vinnustað? Samkvæmt kjara­samn­ing­ um á að vera trúnaðar­mað­ ur á öllum vinnu­stöðum sem hafa fimm eða fleiri starfs­­menn. Starfsfólk á hverj­um vinnustað kýs sér trúnaðar­mann til tveggja ára í senn. Kosning fer fram í samráði við við­kom­ andi stéttarfélag, Fram­­sýn, Þingiðn eða Starfs­­­manna­ félag Húsa­ víkur. Eftir kosningu fær trúnaðar­ maður og atvinnu­rekandi Guðmunda Steina Jósefsdóttir er í öflugu liði trúnaðarmanna hjá senda stað­festingu á kjöri. stéttarfélögunum. Hún starfar á Ef enginn trúnaðarmaður Hvammi heimili aldraðra. er á þínum vinnustað, vilj­­um við biðja þig um að hafa samband við Skrifstofu stéttar­­félaganna 4646600 eða með því að senda tölvupóst á kuti@framsyn.is varðandi frekari upplýsingar og aðstoð við kjör á trúnaðarmanni. Til viðbótar má geta þess að stéttarfélögin standa reglu­ lega fyrir trúnaðarmannanámskeiðum, þátttakendum að kostn­aða­r­­lausu.

Framsýn styrkir Björgunarsveitina Núpa

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur miklar áhyggjur af auknum útgjöldum heimilanna í landinu og skorar því á ríki, sveitarfélög og aðra þjónustuaðila að gæta aðhalds í gjaldskrárhækkunum og hækkunum á vöru og þjónustu. Þessum skilaboðum er komið skýrt á framfæri með svo­ hljóð­andi ályktun frá félaginu:

Ályktun -Um almennar gjaldskrárhækkanir„Framsýn stéttar­félag hvetur til að­­halds á gjald­skrár­­hækk­­­ un­um ríkis og sveitar­félaga, nú þegar flest sveitar­félög­in eru að ganga frá fjár­hags­áætlun fyrir næsta ár. Verð­bólga fer nú vax­andi í mörg­um við­­skipta­­lönd­um Ís­­lands. Sem dæmi mæl­ist 4% verðbólga í Þýska­landi sem er sú hæsta í land­inu eftir upptöku Evr­unnar. Ástæðan er ekki síst hærra orku­verð og þá er útlit fyrir að trufl­anir á að­fanga­keðjum og aðrar afleið­ingar heims­faraldur­sins muni hafa frekari áhrif á verð­ bólguna á næstu miss­erum. Al­þjóð­lega hefur mat­vara og iðnaðar­vara hækk­að verulega í verði sem og aðrir þættir sem hafa áhrif á afkomu heimila í við­komandi löndum. Þessi þróun erlendis mun hafa áhrif á Íslandi. Það er því verulegt áhyggjuefni ef ríki og sveitarfélög ýta frekar undir verðbólgu með gjaldskrárbreytingum og hækkun á opin­ berri þjónustu á sama tíma og vextir hafa farið hækk­andi á Íslandi. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifa­ríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verk­um að komandi launahækkanir um ára­mótin haldi ekki í við kaupmátt launa. Við það verður ekki unað og standa því spjótin á stjórnvöldum og sveitar­félögum að draga úr áhrifum á almenning. Þá er ekki í boði að þjónustuaðilar og verslunareigendur standi hjá og axli ekki ábyrgð er kemur að hækkunum á vöru og þjónustu­gjöld­um. Það verða allir að spila með eigi að vera hægt að halda verðbólgunni í lágmarki og tryggja kaup­mátt launa. Framsýn kallar eftir þjóðarátaki gegn verð­bólgu, öllum til hagsbóta“

Góðir skóla- og námskeiðsstyrkir

Kristján Ingi Jónsson formaður Björgunarsveitarinnar Núpa í Öxarfirði kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á að­vent­unni og tók við 250.000 króna gjöf frá Framsýn. Gjöfin er hluti af framlagi Framsýnar til björgunarsveita í Þing­eyjarsýslum. Um 30 manns eru skráðir í sveitina sem er með aðstöðu á Kópaskeri. Að sögn Kristjáns Inga er unnið að því að efla sveitina með kaupum á tækjum og þá er mikill áhugi fyrir því að eignast nýtt og hentugt húsnæði undir starfsemina.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda félags­ menn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin eiga aðild að. Einnig er hægt að sækja til viðbótar um sérstaka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upp­ lýsinga á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fyrir­tæki og stofnanir á félagssvæðinu eiga einnig rétt á styrkjum til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sé vilji til þess meðal þeirra að standa fyrir eigin fræðslu innan fyrirtækja og/eða stofnanna. Framsýn stéttarfélag Starfsmannafélag Húsavíkur Þingiðn, félag iðnaðarmanna Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

13


Við leitum af ungu efnilegu fólki Innan Framsýnar er starfandi Ungliðaráð Framsýnar sem skipað er til eins árs í senn. Ungliðaráðið skal skipað fjór­um félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja með­stjórn­ enda. Leitast skal við að kynjaskiptingin sé jöfn í ráðinu. Ungliðaráðið skal starfa á vettvangi Framsýnar undir heitinu FRAMSÝN-UNG. Ungliðaráðið skal starfa náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verk­ lýðs­hreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar stéttarfélags. Þá skal ung­liðaráðið vera tengiliður Framsýnar við starf ungliða á vettvangi ASÍ á hverjum tíma. Þeir sem vilja taka þátt í þessu starfi og leggja sitt að mörkum til að bæta stöðu ungs fólks er vinsamlegast beðið um að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson á net­ fangið kuti@framsyn.is

starfsmenn á almennum vinnumarkaði eigi síðar en 15. des­ember. Upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga er kr. 121.700, miðað við 100% starfshlutfall. Starfsmenn sveitarfélaga eiga að fá sína desemberuppbót greidda 1. desember, skv. kjara­ samn­ ingi. Í ákveðnum tilvikum geta starfsmenn sveitarfélaga átt rétt á 50% desemberuppbót. Hér vísast í starfs­menn sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum sem voru við störf fyrir 29. maí 2005 og eru félagsmenn í Framsýn. Félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar sem starfa hjá PCC á Bakka eiga rétt á 180.000 króna desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall. Þá er desemberuppbótin hjá atvinnuleitendum kr. 92.229.

Uppstilling framundan -Alltaf pláss fyrir áhugasama-

Eftir áramótin hefst vinna hjá Uppstillinganefnd Framsýnar að stilla upp fólki í trúnaðarstöður fyrir félagið til næstu tveggja ára, það er frá árinu 2022 til 2024 sem er komandi kjörtímabil. Stilla þarf upp í stjórn, varastjórn, trúnaðarráð, stjórnir sjóða og nefnda á vegum félagsins og leggja fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður fyrir vorið 2022. Sam­tals þarf að stilla upp um 80 félagsmönnum í þessi em­bætti sem getið er um á heimasíðu félagsins undir stjórn og nefndir. Skorað er á áhugasama félagsmenn að gefa kost á sér í þessi gefandi embætti á vegum eins öflug­ asta stéttarfélags landsins. Áhugasamir sendi póst á net­ fangið kuti@framsyn.is fyrir 20. janúar 2022.

Upplýsingar um desember­ uppbótina 2021 Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skil­ yrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Full uppbót miðast við að menn hafi unnið 45 vikur eða 1800 stundir á árinu. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Við starfslok á að gera upp áunna desemberuppbót. Upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi við ríkið og samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnu­­markaði sem og hjá iðnaðarmönnum og starfsfólki við verslun og þjónustu er kr. 96.000, miðað við 100% starfs­ hlutfall. Starfsmenn hjá ríkinu eiga að fá des­ ember­upp­bót greidda 1. desember og iðnaðarmenn og 14

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Heimasíðan tekin í gegn Heimasíða stéttarfélaganna framsyn.is er mjög vinsæl með­al félagsmanna og reyndar vel út fyrir þann hóp. Fjöl­ miðlar birta meðal annars reglulega fréttir af síðunni. Upp úr næstu áramótum stendur til að hefjast handa við að uppfæra síðuna og gera hana enn aðgengilegri fyrir félags­ menn. Þessar vikurnar er unnið að því að semja við fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð heimasíða um að taka verkið að sér, nánar um það síðar. Ábendingar frá félagsmönnum eru vel þegnar hvað varðar þær upp­lýsingar sem þeir telja að þurfi að vera aðgengilegar á síðunni á hverjum tíma. Ábend­ingar sendist á netfangið kuti@framsyn.is


BSRB fer ekki rétt með varðandi launakjör Það er ekki alltaf auðvelt á átta sig á yfirlýsingum BSRB um mikilvægi þess að launamunur milli opin­bera og almenna vinnu­mark­aðar­ins verði jafn­aður. Þá hefur því verið hald­­ ið fram af sambandinu að launa­kannanir hafi sýnt að launa­munur á milli mark­aða sé orðin um það bil 17%, opinberum starfs­­mönn­um í óhag. Vel má vera að BSRB sé að horfa til tekjuhærri hóp­ana á íslenskum vinnu­­mark­ aði. Þessar full­yrð­­ingar eiga ekki við um tekjulægsta fólkið sem er inn­an aðilda­fél­aga ASÍ sem er mjög svo fjölmennur hópur. Hvað þá kjara­samn­inginn sjálfan þar sem réttindi eru al­mennt miklu betri hjá opinberum starfsmönnum en í kjara­samn­ingum starfsmanna á almenna vinnu­markað­ inum, ekki síst veikindarétturinn.

Tökum dæmi: Starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum: Flestir hópar innan Starfsgreinasambands Íslands(SGS) rað­ast í launaflokka 4 til 11 í launatöflu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem sjá má á heimasíðu Framsýnar. Hér er að finna starfsfólk m.a. í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu, ræstingum og byggingavinnu. Dæmi eru um að bílstjórar raðist í launaflokk 17, hærra fara menn ekki. Í þessum atvinnugreinum er almennt verið að nota þessa launaflokka. Ferðaþjónustan hefur mikið verið til umræðu, þar eru notaðir þrír lægstu flokkarnir, 4-5-6. Væntanlega er þetta fjölmennasta stéttin innan Starfsgreinasambandsins á almenna vinnumarkaðinum. Grunnlaunin hjá flestum eru á bilinu kr. 331.735 upp í kr. 351.749 á mánuði. (Launa­ flokkar 4 til 11). Fjölmennir hópar á almenna vinnu­ markaðinum hafa þurft að taka að sér aukavinnu umfram fulla vinnuskyldu til að geta framfleytt sér, hugsanlega er það að villa fyrir launakönnunum BSRB. Starfsfólk sveitarfélaga sem starfar eftir kjarasamningum SGS og aðildarfélaga BSRB: Þar er það þannig að flestir hópar innan Starfs­greina­ sam­bands Íslands starfa eftir launaflokkum 120 til 130. Einhverjir eru fyrir neðan og einhverjir eru fyrir ofan þetta viðmið samkvæmt starfsmati. Á hvaða bili eru grunnlaun þessara starfsmanna? Þau eru á bilinu kr. 371.956 upp í kr. 472.634. (Launaflokkar 120-130). Hluti félagsmanna innan starfsmannafélaga BSRB raðast einnig í þessa flokka, flestir þeirra raðast þó hærra en þessar tölur sýna enda raðast þeirra hærra í launatöflu samkvæmt starfsmati. Tökum þetta saman, lægstu launin sem heimilt er að greiða samkvæmt launatöflu SGS og BSRB vegna starfs­ manna sveitarfélaga eru svipuð þeim sem menn geta mest fengið samkvæmt launatöflu SGS og SA, það er bílstjórar sem raðast í launaflokk 17 enda séu þeir með full réttindi til að vinna sem slíkir. Væntanlega er BSRB ekki að tala um lækka laun félagsmanna til samræmis við starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum þegar BSRB talar

um að samræma þurfi launakjörin milli starfsmanna á al­ menna vinnumarkaðinum og á opinbera markaðinum? Í það minnsta þurfa menn að kynna sér stöðuna áður en menn tala fyrir samræmingu kjara milli hópa á ís­lensk­ um vinnumarkaði. Ég sem formaður í almennu stéttar­ félagi með fjölmenna hópa félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum og á almenna markaðinum mun fara með þessar upplýsingar á fyrsta undirbúningsfund vegna komandi kjaraviðræðna við SA og krefjast þess að launakjör félagsmanna á almenna vinnumarkaðinum verði jöfnuð við launakjör starfsmanna sveitarfélaga sem starfa eftir kjarasamningum SGS og BSRB. Það þarf ekki flóknar launakannanir til að sjá það mikla misrétti sem er í launakjörum félagsmanna hjá sveitarfélögum annars vegar og á almenna vinnumarkaðinum hins vegar. Að sjálf­­ sögðu þarf að bæta frekar launakjör félagsmanna BSRB og SGS sem starfa hjá sveitarfélögum en þörfin er greinilega miklu meiri á almenna vinnumarkaðinum sam­ kvæmt fyrirliggjandi launatöflum sem hér eru hafðar til samanburðar þegar þessum athugasemdum er komið á framfæri. Í það minnsta er ekki endalaust hægt að hlusta á áróður þess efnis að opinberir starfsmenn í láglaunastörfum séu ver settir en starfsmenn í láglaunastörfum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Sam­ taka atvinnulífsins. Það er einfaldlega ekki rétt. Það má vel vera að það eigi við um betur setta starfsmenn á al­ menna vinnumarkaðinum sem starfa ekki eftir kjara­ samn­ingum SA og SGS. Það er að þeir hafi betri kjör en opinberir starfsmenn, þá eiga menn að leggja fram gögn þess efnis í stað þess að alhæfa að það eigi við um alla starfsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Höldum okkur við staðreyndir, takk fyrir. Aðalsteinn Árni Baldursson Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

15


Fræðsla fyrir alla! Á fræðsluvef Íslandsbanka finnur þú áhugaverð myndbönd, fræðandi greinar, góð ráð og upplýsingar um fræðslufundi islandsbanki.is/fraedsla

16

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.