Oddur 2013

Page 1


2

EFNISYFIRLIT: Efnisyfirlit........................................................................................... 2 Dagskrá aðalfundar........................................................................... 3 Skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Odds starfsárið 2011-2012........ 4 Ársreikningur og sundurliðanir fyrir starfsárið 2011..................... 11 Áritun stjórnar............................................................................... 13 Áritun endurskoðenda................................................................. 14 Rekstrarreikningur........................................................................ 15 Efnahagsreikningur....................................................................... 16 Sjóðstreymi.................................................................................... 17 Skýringar ....................................................................................... 18 Sundurliðanir................................................................................. 19 Tölfræði............................................................................................... 24 Skýrslur nefnda.................................................................................. 25 Afreksnefnd .................................................................................. 25 Kvennanefnd.................................................................................. 27 Mótanefnd..................................................................................... 29 Félagsstarfsnefnd.......................................................................... 30 Aganefnd........................................................................................ 30

Ljósmyndirnar í árskýrslunni eru teknar af Helgu Björnsdóttur og Emil Emilssyni og Ágústu Örnu Grétarsdóttir.


3

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds. Haldinn í golfskálanum Urriðavelli, mánudaginn 9. des. 2013. Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 6. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 7. Ákveðið árg jald og önnur g jöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. 8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 9. Kosning tvegg ja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Önnur málefni ef einhver eru.


4

Skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Odds starfsárið 2012 – 2013 Óhætt er að seg ja að veðrið hafi leikið stórt hlutverk í starfsemi Odds á starfsárinu sem nú er á enda. Maímánuður hefur ekki mælst kaldari frá árinu 2005, úrkomudagar í júní hafa ekki verið fleiri síðustu 10 ár og sólskinsstundir ekki færri síðan 1995. Júlí var sá kaldasti síðan 2002 og sá úrkomumesti frá 2001. Ágúst reyndist einnig sá kaldasti frá 1993, leita þarf til 6 ár til baka til að finna meiri úrkomu og 13 ár aftur til að finna færri sólskinsstundir. September var sá kaldasti frá 2005 og október hefur ekki mælst kaldari síðan 2008 og því sá þriðji í röð mánaða undir meðallagi. Það eina jákvæða við veðrið í sumar var að vindhraði var lítillega undir meðallagi ef frá er talinn ágúst sem var yfir meðallagi. Völlurinn var opinn inn á sumarflatir frá 11. maí – 19. október sem var, þrátt fyrir ótíðina, aðeins tveimur vikum skemur en árið áður. Áhrif veðurfarsins sáust víða í starfseminni. Fjöldi leikinna hring ja lækkaði á milli ára, aukin eftirspurn var eftir rástímum á góðviðrisdögum, álagsskemmdir vegna bleytu mátti sjá víða og tekjur ársins voru undir væntingum.

En þrátt fyrir allt skartaði völlurinn sínu fegursta og flatir og brautir héldust til fyrirmyndar. Við fögnuðum 20 ára afmæli klúbbsins og félagsstarf og –andi var með miklum ágætum á árinu.

Stjórn og starfsfólk Á síðasta aðalfundi voru kjörin í stjórn Ingi Þór Hermannsson, formaður, Guðmundína Ragnarsdóttir, varaformaður og Þorvaldur Þorsteinsson, g jaldkeri. Fyrir í stjórninni sátu Sigurjón Jónsson, ritari og Svavar Geir Svavarsson meðstjórnandi. Ágústa Arna Grétarsdóttir var kjörin varamaður. Sigurður Ingi Halldórsson sat stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi samkvæmt samningi við landeigendur. Stjórnin hélt 13 bókaða stjórnarfundi á árinu auk vinnufunda. Emil Emilsson er framkvæmdastjóri klúbbsins en með honum á skrifstofu í hlutastarfi er Erna Flygenring. Þjónustu við félagsmenn í afgreiðslu önnuðust Valdimar Júlíus Lárusson og Svavar Geir Svavarsson sem fyrr en með þeim í sumar var Guðrún Jónsdóttir.

Stjórn Golfklúbbsins Odds 2013 ásamt framkvæmdastjóra. Fv. Emil Emilsson framkæmdastjóri, Guðmundína Ragnarsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Ingi Þór Hermannsson formaður, Svavar Geir Svavarsson, Ágústa Arna Grétarsdóttir og Sigurjón Jónsson.


5

Tryggvi Ölver Gunnarsson er vallarstjóri en með honum við umsjón valla og tækja störfuðu þeir Halldór Leifsson, Kristinn S. Jónsson og Maron Tryggvi Bjarnason í föstu starfi. Að auki komu 12 starfsmenn að umhirðu vallarins í sumar. Golfkennsla var í höndum þeirra Phil Hunter og Magnúsar Birgissonar en með þeim störfuðu Rögnvaldur Magnússon og Andrea Ásgrímsdóttir auk nokkurra unglinga úr klúbbnum sem veittu aðstoð við barnanámskeið. Veitingaþjónusta var í umsjón Par 3 ehf. með þau Pálu og Nikka í fararbroddi.

Félagsmenn Skráðir félagsmenn í Oddi voru í lok starfsársins 1.153 og fjölgaði félögum um 10 frá fyrra ári. Bókaðir hringir félagsmanna á Urriðavelli voru 20.220. Til samanburðar voru 22.718 hringir bókaðir í fyrra og því talsverður samdráttur á milli ára. Nokkuð bar á því að rástímar væru ekki afbókaðir eða staðfest mæting í skála en samkvæmt skráningakerfinu okkar kom það 1.407 sinnum fyrir í sumar. Mikilvægt er að félgagsmenn sýni hvorir öðrum tillitsemi og afbóki rástíma sem ekki á að nýta tímalega.Tölfræði um kynjaskiptingu, aldursdreifingu, búsetu og fleira má finna síðar í skýrslunni. 20 ára afmæli Odds 20 ára afmælis klúbbsins var minnst með margvíslegum hætti á starfsárinu. Hæst bar afmælisveisla sem félagsmönnum, velunnurum og gestum var boðið til föstudaginn 14. júní, á stofndegi félagsins. Við þessi tímamót var ákveðið að sæma fimm heiðursmenn gullmerki félagsins fyrir brautryðjendastörf og mikilvægt framlag þeirra fyrir vöxt og viðgang klúbbsins. Þeir eru Ing jaldur Ásvaldsson, Jón Otti Sigurðsson, Óskar Sigurðsson, Páll Jóhannsson og Páll Kristjánsson. Einnig var fyrirtækinu E.T. ehf. veitt heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegan og skilyrðislausan stuðning við klúbbinn í 20 ár. Örn Smári Gíslason útbjó sérstaka afmælisútgáfu af merki klúbbsins en hann hannaði einnig verðlaunagripi sem veittir voru á Meistaramóti klúbbsins.

Hjálmur Jónsson og Kári H Sölmundarson þátttakendur í Powerade-mótaröðinni.

Efnt var til afmælisferðar til La Sella á Spáni um miðjan október. Gríðarlegur áhugi var fyrir ferðinni og nutu ríflega 80 félagsmenn glaðlegrar og gefandi samveru auk alls þess besta sem Spánn hefur að bjóða í vikutíma. Frábærlega tókst til og óhætt er að seg ja að mikil ánæg ja hafi ríkt. Vilji er til þess endurtaka leikinn næsta haust. Þá var einnig efnt til vorferðar til Montecastillo á Spáni í byrjun apríl. Það tilboð barst okkur seint og þátttakendur frá Oddi í þeirri annars ágætu ferð voru rétt rúmlega 20 talsins.

Félagsstarf Félagsstarf var að öðru leyti með hefðbundu sniði. Vetraraðstaðan okkar í Kauptúni þokast smátt og smátt fram á við. Í vetur voru til að mynda teknir í notkun tveir nýir golfhermar og skipt var um teppi á púttflöt og flötin byggð upp. Mikið og blómlegt starf var í Kauptúni frá áramótum og fram á vor. Félagsmenn voru duglegir að mæta og æfa sig og voru golfhermarnir í mikilli notkun, vel var mætt á barna- og unglingaæfingar og púttmót kvenna gekk vel svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin í Kauptúni er rekin undir merkjum félagsins en reksturinn er í höndum þrigg ja félagsmanna sem stjórn klúbbsins ákvað að semja við til að lágmarka rekstrarlega áhættu klúbbsins af þessari starfsemi.


6

Klúbbmeistarar Odds 2013, Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon.

Meistaramót klúbbsins var haldið í fyrri hluta júlí samkvæmt venju. Þrátt fyrir ótíð var þátttakan mjög góð og skráðu 267 kylfingar sig til leiks í 25 flokkum. Klúbbmeistarar í ár urðu þau Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Meistaramótinu lauk með veglegu lokahófi, glæsilegum veitingum, verðlaunaafhendingu og tónlistarflutningi. Haldnir voru áhugaverðir fræðslufundir en yfirlit yfir þá má sjá í skýrslu Félagsstarfsnefndar. Þátttaka á þeim fundum var frekar dræm en sama verður ekki sagt um vorfundinn okkar þar sem fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Nýr stuðningsaðli kom að innanfélagsmótaröð okkar í sumar. Mótaröðin fékk nafnið Powerade mótaröðin og færum við Vífilfelli þakkir fyrir stuðninginn. Mót sumarsins voru fjögur, einu færra en undanfarin ár, og giltu þrjú bestu mótin til stiga. Sem fyrr var kvennastarf í klúbbnum í miklum

Verðlaunahafar í Meistaramóti Odds 2013.

blóma eins og fram kemur í skýrslu nefndarinnar síðar í skýrslunni.

Afreks-, barna- og unglingastarf Afreksstarf í fullorðinsflokkum og hjá eldri kylfingum hefur dregist saman síðastliðin tvö ár. Ástæður þess eru fyrst og fremst af fjárhagslegum toga en í núverandi rekstrarumhverfi er lítið svigrúm fyrir klúbbinn til þeirra hluta. Meiri áhersla hefur verið lögð á barna- og unglingastarf enda nýtur klúbburinn styrks frá Garðabæ til þess verkefnis. En betur má ef duga skal. Fjöldi barna- og unglinga við æfingar var lítið breyttur á milli ára en æskilegt væri að þessi hópur myndi stækka og eflast til muna. Mörg barna- og byrjendanámskeið voru haldin í sumar. SNAG – starting new at golf – er nýjung í golfkennslu sem kennarar okkar tóku upp á námskeiðunum. Þar er á ferðinni afar áhugaverð


7

Sandra Ósk Sigurðardóttir á góðum degi.

Baldur H Hólmsteinsson alltaf til þjónustu reiðubúinn.

og skemmtileg nálgun til að kynna golfíþróttina fyrir byrjendum og auðvelda þeim að ná tökum á henni. Áhugavert verður að fylg jast með hvort þessar aðferðir áorki að skila fleirum ungum og hæfileikaríkum kylfingum í okkar raðir á næstu árum. Frá klúbbnum fóru keppnissveitir í flestöllum flokkum í sveitakeppnir GSÍ. Öldungasveitir karla og kvenna unnu báðar til gullverðlauna í 2. deild og unnu sér sæti í efstu deild á næsta ári. Karlasveitin hélt sæti sínu í 3. deild en hlutskipti kvennasveitarinnar varð að falla í 2. deild. Unglingasveitirnar stóðu sig með sóma og spennandi verður að fylg jast með þeim næstu ár. Þátttakendum og liðstjórum færum við þakkir fyrir að legg ja vinnu og tíma í þátttöku fyrir hönd klúbbsins.

Endurbætur voru gerðar á boltavél við æfingasvæðið og fjárfest í nýjum greiðslubúnaði. Nú er hægt að kaupa inneignarkort með fjárhæð að eigin vali og velja þrjár stærðir af boltaskömmtum í hvert sinn. Að venju hafði landeigandi frumkvæði að trjáplöntun á svæðinu. Félagsmenn í Oddi tóku þátt í vinnunni eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var mestu plantað við Ljúfling en einnig á einum fimm svæðum á Urriðavelli, m.a. við 5. og 15. braut. Starfsmenn GO lögðu til rúmlega 100 vinnustundir við undirbúning og vinnu við gróðursetninguna. Vallarmörk á 14. braut voru færð fyrir þetta sumar til að vernda trjágróður. Ekki voru allir sáttir við þá breytingu en ljóst er að á einu sumri hefur aðgerðin skilaði tilsettum árangri því gróðurinn við veginn tók mikinn kipp. Sumarið var blautt eins og áður hefur verið nefnt. Fyrir vellina hafði það bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Flatir voru mjög góðar í allt sumar og sama má seg ja um brautir. Hinsvegar voru margir álagspunktar á gönguleiðum ansi illa leiknir. Á það t.d. við um gönguleiðina á 15. braut. Takmarka varð umferð golfbíla nokkrum sinnum í sumar vegna bleytu. Umferð þeirra um völlinn hefur aukist á undanförnum árum og því miður sést alltof oft akstur og umgengni sem enginn sómi er af. Ökumenn keyra alveg upp að flatarjöðrum, inn miðjar par þrjú brautir, á milli flatar og sandgrifja og fleiri dæmi mætti telja. Slíkt aksturslag myndu sömu ökumenn væntalega ekki leyfa sér á erlendum golfvöllum. Vissulega vantar víða stíga fyrir golfbíla en góð regla er að aka eftir brautarkanti og taka 90 gráðu beyg ju að legu boltans og fara ekki nær flöt

Ástand valla og framkvæmdir Ný gönguleið var mótuð á 4. braut. Ekki er kominn þar endanlegur stígur en breytingin er mjög til batnaðar. Aðkoma að 5. braut er nú mun betri og hætta fyrir kylfinga á mótum 4. og 5. brautar er nú hverfandi frá því sem áður var. Þessar framkvæmdir voru kostaðar af Oddi. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að ljúka framkvæmdum við 4. braut, þ.m.t. nýjum rauðum teig, en það ræðst af því fjármagni sem landeigandi hefur til uppbyggingar á vellinum en samkvæmt samningi milli aðila skulu allar nýframkvæmdir greiðast af leigusala. Lokið var við færslu gönguleiðar á 13. braut, ef frá er talin malbikun. Jafnframt var rauður teigur stækkaður við þessar breytingar. Óhætt er að seg ja að ásýnd brautarinnar sé nú hin glæsilegasta og brautin orðin ein af þeim fallegustu á vellinum.


8

Hafsteinn Ragnarsson tilbúinn í slaginn.

en sem nemur 50 metrum þar sem því er viðkomið. Ljóst er að umferð golfbíla veldur klúbbnum auknum kostnaði við viðhald vallarins. Því hefur það borið á góma hvort rétt sé að innheimta sérstakt g jald vegna notkunar á golfbílum. Þessi umræða hefur einnig sprottið upp hjá öðrum golfklúbbum enda vandamálið ekki einangrað við Urriðavöll. Gaman væri að heyra sjónarmið félgasmanna gagnvart þessari hugmynd. Á fyrstu mánuðum næsta árs er gert ráð fyrir að landeigendur og klúbburinn vinni að sýn og forgangsröðun verkefna í nánustu framtíð. Vonir eru enn bundnar við að heitavatnslögn verði eitt þeirra verkefna, sem mun draga úr húshitunarkostnaði, en stærsta verkefnið er án efa endurnýjun tækja til vallarumhirðu. Að þeim þætti verður vikið að síðar í skýrslunni.

Vinavellir Samningar voru gerðir við Strandarvöll við Hellu, Húsatóftarvöll við Grindavík, Þorláksvöll við Þorlákshöfn, Hamarsvöll við Borgarnes, Garðavöll á Akranesi og Glannavöll við Bifröst. Spiluðum hring jum á vinavöllum fækkaði nokkuð á milli ára og á blautt og kalt tíðarfar sumarsins eflaust stærstan þátt í þeim samdrætti. Fjármál Ekki verður vikist undan því að fara nokkrum

orðum um fjármál. Veður setti strik í tekjuöflun en tæpar 4 milljónir skorti til að ná markmiðum fjárhagsáætlunar sem lögð var fram á síðasta aðalfundi. Niðurstaða rekstrarreiknings var tap upp á tæpa milljón fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Eins og áður höfum við þurft að halda vel á spilunum. Þegar ljóst var á miðju sumri að tekjuáætlun myndi ekki ganga eftir var reynt að draga úr kostnaði eins og unnt var án þess að það kæmi niður á þjónustu við félagsmenn. Við höfum löngum talið að við sætum ekki við sama borð og önnur íþróttafélög í Garðabæ þegar kemur að úthlutun rekstrarstyrkja. Þótt framlagið hækkaði úr 3 milljónum í 6 milljónir árið 2011 teljum við langt í land að við njótum sanngirni. Því er fullljóst að við verðum að sækja frekar á Garðabæ til leiðréttingar á þessum aðstöðumun.

Stefna golfhreyfingarinnar til 2020 Tíu fulltrúar Odds sóttu ársþing Golfsambands Íslands í nóvember síðastliðnum. Á þinginu var samþykkt ný stefna fyrir golfhreyfinguna til ársins 2020 þar sem meginskyldur Golfsambandsins gagnvart hinum almenna kylfingi eru undirstrikaðar. Stefnuna má í heild sinni nálgast á golf.is en bæði formaður og varaformaður komu að undirbúningsvinnu við mótun stefnunnar. Á þinginu var Haukur Örn Birgisson kosinn forseti GSÍ. Er það í annað sinn í 20 ára sögu okkar að félagsmaður úr okkar röðum er valinn til þessa embættis en áður hafði Júlíus Rafnsson einnig gegnt starfinu. Við óskum Hauki velfarnaðar í hans störfum fyrir golfhreyfinguna. Endurnýjun samnings við landeigendur Skrifað hefur verið undir endurnýjun á samningi við GOF um leigu á golfvelli, mannvirkjum og tækjum til næstu þrigg ja ára. Samningurinn tryggir að ráðist verður í tímabæra endurnýjun á tækjabúnaði til umhirðu vallarins. Gert er ráð fyrir að 50 milljónum króna verði varið til tækjakaupa yfir samningstímabilið. Vegna þessa er gert ráð fyrir að leigugreiðslur til GOF hækki á tímabilinu en á móti megum við búast við lækkun á rekstrar- og viðhaldskostnaði


9

Öflugt kvennastarf er í Golfklúbbnum Oddi

tækja. Til að brúa bilið er einnig gert ráð fyrir að sækja aukið fé til samstarfsaðila og svo vonumst við ennþá til þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ komi til móts við okkur með leigustyrk. Forystumenn klúbbsins bundu reyndar vonir við að Garðabær kæmi færandi hendi í tilefni af 20 ára afmælis klúbbsins en þar sem ekkert er í hendi af þeim bænum verðum við að leita til ykkar félagsmanna um lítilsháttar hækkun á félagsg jöldum umfram verðlagsþróun. Núverandi samningur hefur að mörgu leyti tekist vel í framkvæmd en kostað mikið aðhald í rekstri og því fá tækifæri til eflingar í félagsstarfi. Seg ja má að nýr samningur boði litlar breytingar á þeirri stöðu næstu þrjú árin nema að einhverjar forsendubreytingar verði, s.s. á stuðningi bæjaryfirvalda. Orka stjórnar og starfsfólks fer því að verulegu leyti í að trygg ja fjármagn til reksturs valla og mannvirkja fremur en að rækta hlutverk okkar sem íþróttafélag.

Stækkun í 27 holur? Órjúfanlegur hluti samningsins við GOF er viljayfirlýsing um að gerð verði hagkvæmniathugun á að ráðast í frekari framkvæmdir við Urriðavöll í takt við upphaflega sýn þar um. Í viljayfirlýsingunni segir m.a.: „Í athuguninni verði könnuð rekstarhagkvæmni útivistarsvæðis fyrir almenning með það að markmiði að skapa aukið svigrúm fyrir margs konar útivistar- og íþróttastarfsemi til viðbótar við hina vinsælu golfiðkun sem fyrir er. Til þess að styðja við möguleika á almennari útvist verði meðal

Klúbbmeistarinn og kennarinn!

annars kannað hvort 27 holu golfsvæði myndi betri umg jörð og styrki heildarstarfsemina á svæðinu, sem mögulega skapaðist við gerð vistvænna gönguog hlaupastíga, hjólreiðaleiða og skíðagöngubrauta. Hugmyndir eru einnig um að golfskálinn gæti verið eins konar miðstöð útivistar á svæðinu árið um kring fyrir margs konar áhugafólk um holla hreyfingu í heilnæmu umhverfi. Aðilar eru sammála um að nú sé rétti tíminn og kjörið tækifæri til þess að kanna möguleika á lokauppbyggingu Urriðavallar eins og áform hafa lengi verið uppi um“. (Þetta er í takt við þá sýn sem stjórn klúbbsins setti fram við afmælishátíðarhöld þann 14. júní s.l..) Vísbendingar eru um að 27 holu völlur sé hagkvæmari í rekstri og bæti umhirðu og daglegan rekstur á svæðinu, geri klúbbnum betur kleift að stuðla að enn kröftugri starfsemi og auðveldi okkur að standa undir kröfum um arðsemi og leigugreiðslur. Í áframhaldi uppbyggingar á íbúabyggð í Urriðaholti hér við hliðina á okkur, sem fyrirhugað er að setja aukinn kraft í á næstunni, verða til sóknarfæri í uppbyggingu Urriðavallar með margs konar samlegðaráhrifum, meðal annars í efnisöflun og jarðvinnu.


10

Gulloddar frá vinstri: Óskar Sigurðsson, Jón Otti Sigurðsson, Ingjaldur Ásvaldsson, Einar Gíslason f.h. ET hf., Páll Jóhannsson og Páll Kristjánsson.

Á vegum Urriðaholts ehf., sem stendur að þessari íbúðauppbyggingu, er væntanleg skýrsla um möguleika á efnislosun inn á okkar svæði, m.a. með stækkun golfvallarins í huga. Þessa vinnu hefur Edwin Roald Rögvaldsson, golfvallarhönnuður, unnið og haft til hliðsjónar upphaflegar hugmyndir um að stækkun vallarins nái að stórum hluta inn í hrauntröðina Flatarhraun, sem liggur handan við 3., 5., 7., 8. og 16. flatir núverandi vallar. En öll skref eru háð samþykki skipulagsyfirvalda í Garðabæ og landeiganda en óhætt er að seg ja að við færumst nær þeirri framtíðarsýn sem stjórn klúbbsins setti fram við afmælishátíðarhöldin þann 14. júní síðastliðinn.

Að lokum Golf er lífsgæði! Í fyrrnefndri stefnumótun GSÍ segir: „Golf er íþrótt sem sameinar útivist, félagsskap og fjölskylduna. Golfíþróttin er heilsubætandi og hefur jákvæð samfélagsáhrif“. Framundan eru spennandi tímar í starfsemi Odds. Við skynjum mikla ánæg ju með okkar umhverfi og starfsemi bæði meðal félagsmanna og gesta. Á því góða starfi sem unnið hefur verið á undangengnum árum munum við bygg ja, freista þess að gera gott betra og legg ja okkar lóð á vogarskálar til að Urriðavöllur verði í náinni framtíð enn öflugri miðstöð útivistar, félagsskapar og samveru kynslóða. Forsvarsmenn Golfklúbbsins Odds eiga þá ósk heitasta að klúbburinn fái að vaxa og dafna og

verða virkur þegn í samfélaginu þar sem hann getur þjónað ungum sem öldnum af áhuga og alúð. Að Oddur hinn tvítugi verði að mektarmanni sem geti litið stoltur um öxl og sagt við sjálfan sig; ég lagði mitt af mörkum til að gera mannlífið skemmtilegra og betra. Framkvæmdastjóra, vallarstjóra og öðrum starfsmönnum Odds þakka ég fyrir vel unnin störf á árinu. Kennurum og starfsfólki veitingaþjónustu þakka ég einnig fyrir samstarfið. Þá vil ég þakka meðstjórnendum mínum, öllum sjálfboðaliðum sem lögðu vinnu af mörkum við að efla starfsemi Golfklúbbsins Odds svo og velunnurum fyrir ánæg julegt samstarf. Stjórn Odds óskar félagsmönnum sínum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir ánæg julegt afmælisár. f.h. stjórnar Golfklúbbsins Odds Ingi Þór Hermannson,

Ingi Þór Hermannsson, formaður.



12


13


14


15


16


17


18


19


20


21


22


23


24

tölfræði Skipting félaga eftir búsetu 2013.

Kynjaskipting 2013.

Skipting félagsmanna eftir aldri 2013.

Meðal leikhraði samkvæmt skráningarkerfi Odds 2013. Alls tímar 4:26 4:12 3:57 3:43 3:28 3:14 3:00 2:45

Spilaðir hringir eftir mánuðum 2013.


25

SKÝRSLUR NEFNDA:

SKÝRSLA AFREKSNEFNDAR Afreksnefnd Odds skipuðu Svavar Geir Svavarsson, formaður, Hulda Hallgrímsdóttir, Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Árni Traustason og Sigurjón Jónsson. Aðalverkefni nefndarinnar var að hafa umsjón með skipulagi æfingatíma, ásamt því að halda afreksstarfi klúbbsins úti í tengslum við sveitakeppni GSÍ sem fram fer í ágústmánuði ár hvert. Verkefni sem falla undir störf nefndarinnar á hverju starfsári eru þessi: • Styðja við og stuðla að fjáröflunum fyrir afreksstarf og vinna að því að halda kostnaði niðri • Velja, í samráði við þjálfara klúbbsins (MP golf), þá aðila sem boða á til æfinga með klúbbnum til undirbúnings fyrir þátttöku í sveitakeppnum • Sjá um að farið sé eftir settum reglum um val í sveitir klúbbsins Afreksstarf Golfklúbbsins Odds starfsárið 2013 var með einfaldara sniði en mörg undanfarin ár. Sá fjárhagsrammi sem afreksnefndinni var settur á starfsárinu var sá sami og undanfarin ár. Með auknum fjölda unglinga og barna á æfingum er erfiðara að halda sig innan þessa ramma, eigi starfsemin að vera ásættanleg. Æfingar fyrir eldri hópana voru takmarkaðar við eina opna æfingu i viku í vor og var þátttakan dræm og ljóst er að mikið þarf að breytast eigi að halda úti æfingum fyrir þessa hópa. Aðaláhersla var lögð á að unglingar klúbbsins nytu þeirra forréttinda að fá að æfa reglulega þennan vetur og tókst það með ágætum í góðri inniaðstöðu í Kauptúni. Í vor fóru unglingarnir í frábæra æfingaferð til Spánar, vonandi verður gert meira af því að fara í svona æfingaferðir í framtíðinni.

inniæfinga skiluðu sýnilegum árangri Það má seg ja að góðu fréttirnar af afreksstarfinu megi rekja að hluta til þessara inniæfinga og æfingaferðarinnar þar sem þær skiluðu sýnilegum árangri í meistaramóti klúbbsins. Unglingarnir

voru áberandi í sínum forg jafaflokkum og fóru með sigur úr bítum í nokkrum þeirra. Þetta sýnir hve mikill kostur það er fyrir GO að hafa aðgang að góðu æfingasvæði allt árið, með því skapast betra svigrúm til æfinga og það er mikilvægt fyrir félagsstarf kúbbsins.

Sjö sveitir í sveitakeppni Sveitakeppnin fór fram í ágúst eins og undanfarin ár og sendi GO alls 7 sveitir til þátttöku. Helstu afrek okkar keppnisfólks í sumar var árangur eldri kylfinga. Karla- og kvennasveitirnar unnu 2. deildina og munu þessar sveitir því leika í efstu deild á næsta ári. Í meistaraflokki karla og kvenna léku ungir kylfingar ásamt þeim eldri og við erum fullviss um að þar hafi ungu keppendurnir fengið góða reynslu sem skilar sér inn í starfið á næstu árum. Meistaraflokkur kvenna lék í efstu deild kvenna, konurnar okkur lentu í áttunda og síðasta sæti. Í þeirri sveit þreyttu frumraun sína í meistaraflokki þær Eydís Eir og Sandra Ósk sem báðar hafa æft vel með unglingaflokki ásamt Hrafnhildi sem einnig var í kvennasveitinni þó ung að árum sé. Þær Andrea, Magnhildur, Jóhanna og Sólveig voru reynsluboltarnir okkar að þessu sinni og líklegt að þær yngri hafi fegngið dýrmæta reynslu af því að hafa keppt með þeim í mótinu. Við höfum fulla trú á þessari sveit okkar næstu árin. Meistarflokkur karla var skipað bæði ungum og eldri kylfingum. Okkar lið endaði í fimmta sæti. Ungmennin Ottó og Skúli sem komu þarna inn í karlasveitina úr æfingahópi yngri iðkenda, spiluð vel á mótinu. Gekk liðinu okkar vel eftir fyrsta keppnisdag og tapaði liðið ekki leik síðustu tvo keppnisdagana. Unglingasveitir okkar voru þrjár þetta árið. Stúlknasveitin keppti á Flúðum í keppni 18 ára og yngri, þar kepptu þær við sterkar sveitir í 5 liða riðli og stóðu sig með prýði þó að þar hafi þær endað í síðasta sæti. Ferð dreng jasveitanna var heitið á Hellu og Hellishóla, eldri sveitin lék á Hellu þar sem þeir enduðu í 10. sæti . Yngri sveitin lék á Hellishólum og endaði í 18. Sæti. Í báðum þessum


26

Liðskipan GO, meistaraflokkur karla: Magnús Birgisson, Rögnvaldur Magnússon, Skúlí Ágúst Arnarson og Ottó Axel Bjartmarz. Liðsskipan GO, meistaraflokkur kvenna: Andrea Ásgrímsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Magnhildur Baldursdóttir, Sandra Ósk Sigurðardóttir og Eydís Eir Óttarsdóttir. Liðsskipan GO, eldri kylfingar kvenna: Hulda Hallgrímsdóttir (liðsstjóri), Hlíf Hansen, Magnhildur Baldursdóttir, Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Erla Pétursdóttir og Inga Dóra Konráðsdóttir. Liðsskipan GO, eldri kylfingar karla: Ragnar Gíslason (liðsstjóri), Vignir Sigurðsson, Bergþór Rúnar Ólafsson, Eggert Ísfeld Rannveigarson, Magnús Ólafsson, Jóhann Ríkharðsson, Gunnlaugur Magnússon og Ingi Kristinn Magnússon. Glæsileg tilþrif.

keppnum kom fyrirkomulag mótsins í veg fyrir að þessar sveitir næðu að njóta keppninnar til fulls, eldri sveitin lenti í 2ja liða riðli, fékk því færri leiki en t.d. sveitir í ellefta og þrettánda sæti og yngri sveitin í raun var úr leik eftir fyrsta dag en þar sem önnur sveit var í sömu stöðu var sett af stað mót við þá sveit af frumkvæði þeirra sjálfra þar sem allir keppendur fengu að spila og bjargaði það ferðinni.

Gott sumar hjá afreksfóki Sumarið var því að öllu jöfnu nokkuð gott af hálfu okkar afreksfólks, unglingarnir voru duglegir að keppa á mótaröðum GSÍ, nánast allir sem tök höfðu á fengu að spila með sveitum klúbbsins og í lok sumars áttum við fjóra verðlaunahafa á lokahófi GSÍ. Eldri kylfingarnir okkar sýndu seiglu og vonandi verður stutt betur við bakið á þeim sveitum bæði í æfingum og keppni á næsta ári. Helsta verkefni nefndarinnar næsta ár er kannski það helst að fá fleiri til að æfa, virkja kylfinga meistaraflokksins, sérstaklega í karlaflokki, fjölga í kvennahópum og hlúa betur að unglingunum því þau eru framtíðin í afreksstarfi klúbbsins.

Liðsskipan GO, 18 ára og yngri stúlkur: Eydís Eir Óttarsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Ólöf Agnes Arnardóttir og Sandra Ósk Sigurðardóttir. Liðsstjóri þeirra er Phill Hunter. Keppnissveit 18 ára og yngri: Ottó Axel Bjartmarz, Skúli Ágúst Arnarson, Albert Garðar Þráinsson, Róbert Atli Svavarsson, Hilmar Leó Guðmundsson og Jón Hákon Richter. Liðsstjóri er Magnús Birgisson og sérstakur aðstoðarmaður er Guðmundur Torfason. Keppnissveit 15 ára og yngri: Jón Otti Sigurjónsson, Brynjar Örn Grétarsson, Axel Óli Sigurjónsson, Georg Fannar Þórðarson, Halldór Benedikt Haraldsson og Alexander Reynisson. Liðstjóri er Rögnvaldur Magnússon og sérstakur aðstoðarmaður er Sigurjón Jónsson. Með von um bætt og betra starf á komandi ári, Svavar Geir Svavarsson, formaður afreksnefndar GO


27

Skýrsla kvennanefndar 2013 Í kvennanefnd árið 2013 voru Guðmundína Ragnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Elísabet Katrín Jósefsdóttir, Hulda Eygló Karlsdóttir og Sigurlaug Friðriksdóttir. Nefndin hittist reglulega til að skipulegg ja kvennastarfið, sem var afar öflugt eins og fyrri ár. Mikil og góð þátttaka kvenna einkenndi kvennastarfið og óhætt að taka fram að konur innan GO séu fyrirmyndarkylfingar. Veðrið setti þó nokkuð oft strik í reikninginn og má seg ja að kvennastarfið hafi verið nokkuð „stormasamt“ þetta árið.

púttmótaröð Kvennastarfið byrjaði í lok janúar með púttmótaröð kvenna í inniaðstöðu GO Kauptúni, í Garðabænum. Haldin voru 10 mót sem gerði fleirum konum kleift að taka þátt í púttmótaröðinni í heild. Þátttaka var að venju með besta móti og eftir keppni var sest niður og spjallað um allt og ekkert og jafnvel tekinn hringur í golfherminum. Púttmótaröðin er fyrirtaksvettvangur til að hefja golfárið og að kynnast nýjum golffélögum. Konukvöld Konukvöld GO var haldið 12. apríl í golfskálanum að Urriðavöllum og var „Working Nine to fiveCountry“ þema. Mættu GO konur uppáklæddar eins og ekta kúrekagellur svo Dolly Parton hefði örugglega orðið öfundsjúk. Sumar komu með fangið fullt af græjum, tilbúnar í slaginn en allar veltu sér í heyi í myndatökum kvöldsins. Kvöldið var hið fjörugasta, hófst með fordrykk og „öfugum“ púttleik. Púttdrotting GO árið 2013 var krýnd Auður Ólafsdóttir, sem skaut öllum yngri og kappsmeiri GO konum ref fyrir rass. Dregnir voru út fjöldi happdrættisvinninga. Ræðumaður kvöldsins var Valdimar Svavarsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Rúsínan í pylsuendanum var línudanskennsla en GO konur voru eldsnöggar að ná sporunum og slettu úr klaufunum eins og sannar kúrekastelpur. VortÍskan Fimmtudagskvöldið 16. maí var haldið vorkvöld í

golfskálanum undir nafninu „Vortiskan-veitingarnokkur vel valin orð“. Dagskrá sumarsins 2013 var kynnt og því næst lét Rögnvaldur Magnússon golfkennari hjá MP golf nokkur „vel valin“ orð falla. Tískusýning var frá Abacus og Cross á því nýjasta í kvengolftískunni árið 2013, þar sem kvennanefndar konur svifu um eins og þaulvanar Parísarsýningarstúlkur.

vorferð Óhætt er að seg ja að vorferð GO kvenna sem var farin 31. maí verði um aldur og ævi ógleymanleg. Þátttaka var hreint frábær miðað við veðurspána sem var vægast sagt hundleiðinleg en samt var látið vaða. Leiðin lá á Selfoss þar sem halda átti 18 holu punktamót og besta skor. Veðurguðirnir sýndu á sér sínar verstu hlíðar og því miður var þetta nú bara forsmekkurinn af veðri sumarsins 2013. Það rigndi bókstaflega lárétt í 20 mtr á sek svo það var varla stætt á golfvellinum. Sumar komust bara eina braut og örfáar náðu að klára 8 brautir. Þetta sló okkar konur ekki út af laginu, því það var bara farið inn í skála og ákveðið að snúa þessu bara upp í kósý gleði yfir góðum mat og góðum félagsskap. Auðvitað fór samt fram verðlaunaafhending og voru verðlaun glæsileg að vanda og máttu þau auðvitað ekki fara til spillis. vinkvennamót Í júní var haldið hið árlega vinkvennamót GO og GKG en þetta er með eindæmum vinsælt mót. GO konur heimsóttu GKG konur þann 11. júní og veðrið setti nokkuð strik í reikninginn enn á ný. GKG konur komu á Urriðavöll og spiluðu við GO 19. júní. Þátttaka í mótunum var afar góð og var uppselt í mótin eins og virðist vera orðin venja. Úrslitin urðu þau að GKG konur sigruðu í klúbbakeppninni og héldu þar með verðlaunaskildinum heima í Leirdalnum. Við missum ekki móðinn heldur gerum betur á næsta ári og hirðum skjöldinn heim á Urriðavöll. Óhætt er að seg ja að GO konur séu góðar vinkonur vinkvenna sinna, því í júlí var haldið næsta


28

Elísabet, Laufey og Anna láta veðrið ekki stoppa sig.

vinkvennamót á milli GO og GK kvenna. Þetta mót er einnig að festa sig í sessi og GK konur komu á Urriðavöll þann 24. júlí og GO konur fóru 31. ágúst og heimsóttu Keiliskonur. Veðrið lék golfkonur aftur grátt en óhætt er að seg ja að leikgleðin hafi ekki spillst þrátt fyrir það. Úrslitin urðu þau að Keiliskonur unnu okkur enn einu sinni en nú bara með 25 punktum eftir þrigg ja ára burst árin á undan. GO konur stefna auðvitað að því að gera betur á næsta ári og hrifsa til sín glæsilegan farandverðlaunabikar sem er örugglega ólmur í að spóka sig í hillu í golfskála GO á næsta ári.

Pilsa- og hattamótið Pilsa- og hattamótið var haldið þann 22. ágúst á Ljúflingi. Þetta er grín- og glensmót sumarsins þar sem konur klæða sig upp í skemmtilega búninga og eingöngu eru leyfðar tvær kylfur. Og enn og aftur spilaði Kári sína rullu á golfvellinum því varla var stætt en hélst þó nokkuð þurrt. Hraustar GO konur voru ekkert að vola yfir þessu enda voru þjónustustúlkur kvennanefndar brunandi um á golfbíl með brjóstbirtu sem veitti ekki af til að halda á sér hita. Það var um að gera að vera fljót að drekka úr staupinu, því annars fauk bara upp úr staupinu. Eftir mót var haldið í frábæran mat hjá Öðlingi og verðlaunaafhendingu upp í skála þar sem mikið var hlegið yfir spilamennsku dagsins. lokamót kvenna Þann 14. september var haldið lokamót kvenna

Birna fékk betra veður.

GO og var leikfyrirkomulag fjögurra manna Texas scramble. Veðurguðirnir létu einnig vita af sér en GO konur orðnar þaulvanar og létu mislyndi þeirra ekki á sig fá. Mótið gekk mjög vel og var fullt í mótið. Að leik loknum var glæsilegur veislumatur borinn fram í Öðlingi. Verðlaun voru að vanda mjög glæsileg og hreint út má seg ja að mörg borð þurfti undir þann fjölda verðlauna sem veitt voru fyrir bestu skorin og auk þess fyrir hin ótrúlegustu sæti. Allar konurnar fóru sælar og glaðar að kvöldi loknu, allar með verðlaun í sínu fararteski. Viljum þakka þeim konum í klúbbnum sem hafa gefið kvennastarfinu verðlaun í mót sem og öllum þeim fjölda fyrirtækja sem hafa styrkt félagsstarf okkar með glæsibrag. Þær Elísabet Katrín Jósefsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir og Hulda Eygló Karlsdóttir, hafa nú ákveðið að láta af störfum í kvennanefdinni eftir þetta golfár. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábærlega vel unnin og óeiging jörn störf í þágu kvennastarfsins hjá GO. Kvennanefndin er mjög ánægð með kvennastarfið árið 2013 og vonast auðvitað eftir áframhaldandi góðri þátttöku GO kvenna. Það er eindregið markmið nefndarinnar að kvennastarfið styrkist enn frekar á komandi árum. F.h. kvennanefndar Guðmundína Ragnarsdóttir formaður


29

Skýrsla mótanefndar Það er alltaf viðkvæmt þegar golfvöllur er upptekinn af mótahaldi og sérstaklega er það gagnrýnt þegar illa viðrar til golfiðkunar eins og liðið sumar. Í uppbyggingu mótahalds sem er stór hluti af tekjuöflun klúbbsins hefur þó verið reynt að gæta jafnvægis milli ára. Álíka fjöldi boðsmóta eru haldin ár hvert og er almennt mikil aðsókn í að fá að halda slík mót á Urriðavelli.

Urriðavelli. Ráðgert er að á næsta keppnistímabili verði hér haldið eitt mót í mótaröð unglinga á vegum GSÍ. Klúbburinn á að sýna stolt í því að taka þátt í starfi GSÍ en GSÍ þarf einnig að skilja að klúbbarnir þurfa að hafa bæði pláss fyrir mótin og að hafa af þeim tekjur svo réttlætanlegt sé að loka vellinum fyrir félagsmönnum.

Mót Powerade-mótaröð GO, er liðakeppni golfklúbbsins og hefur átt fastan sess í okkar starfi á undanförnum árum og hefur það tekist afbragðs vel. Í sumar var einu mótinu færra en í fyrra, en líklegt er að það verði endurskoðað. Sigurvegarar mótaraðarinnar þetta árið var enn á ný nýtt lið og nefndist það lið Leynifélag AggaPó. Kvennanefndin hefur staðið fyrir keppnum við aðra klúbba, heimsótt þá og tekið svo á móti þeim, hefur þetta heppnast vel nú eins og undanfarin ár.

Í mótanefndinni störfuðu góðir aðilar undir stjórn formanns. Nefndin naut aðstoðar afgreiðslufólks Urriðavallar í mótahaldi og fjölmargir aðrir aðstoðuðu nefndina. Má þar einna helst nefna ræsana sem eru starfinu ómetanlegir. Nefndin vill sérstaklega þakka Júlíusi Thorarensen , Lilju Ólafsdóttur og Þorkeli Jónssyni svo og Birgi Sigurðssyni fyrir þeirra aðstoð sem og öllum sem að starfinu komu.

Engin GSÍ mót Á liðnu sumri voru engin GSÍ mót haldin á

f.h. mótanefndar, Valdimar Lárus Júlíusson


30

Skýrsla félagsstarfsnefndar Félagsstarfsnefnd er ný af nálinni og hana skipuðu þær Ágústa Arna Grétarsdóttir og Sonja María Hreiðarsdóttir. Helstu markmið nefndarinnar eru að efla upplýsingaflæði og fræðslu til félagsmanna. Þó nefndin sé ný eru ýmis verkefni sem eru á hennar könnu vel þekkt hjá klúbbnum og hafa fest sig í sessi, eins og nýliðanámskeið og golfreglunámskeið. Nýliðanámskeið var haldið laugardaginn 23. maí 2013. Á námskeiðinu fór Magnús Birgisson, PGA golfkennari, yfir ýmis hagnýt atriði varðandi golfíþróttina með það að leiðarljósi að auðvelda nýliðum inngönguna í klúbbinn. Námskeiðið hefur mælst vel fyrir hjá nýliðum og var ágætis mæting. Golfreglunámskeið í umsjón Þórðar Ingasonar alþjóðadómara var á dagskrá 2. júní 2013. Mikill áhugi hefur verið á reglunámskeiðum Þórðar, enda hefur þar gefist einstakt tækfæri til þess að fá svör við vafaatriðum varðandi flóknar golfreglur, ásamt því að rifja almennt upp reglurnar og læra nýjar. Bryddað var upp á þeirri nýjung að halda fræðslufund fyrir félagsmenn þann 6. júní 2013. Ákveðið var að taka fyrir þá þætti sem oft vilja verða útundan hjá hinum almenna kylfingi, það er

Skýrsla aganefndar Aganefnd þetta árið skipuðu Guðmundína Ragnarsdóttir, Haukur Örn Birgisson og Þórður Ingason. Enn eitt árið þurfti aganefnd ekkert að koma saman enda ekkert tilefni til. Óhætt er að seg ja að starfsleysi aganefndar sé afar ánæg julegt og sýni ótvírætt hve vel agaðir GO félagar eru. F.h. aganefndar, Guðmundína Ragnarsóttir formaður. að seg ja matarræði, sálræna þáttinn og upphitun. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir matvæla- og næringafræðingur, talaði meðal annars, um næringarefni eins og orkug jafa og bætiefni, æskilega máltíð fyrir golfhring og hvað gott er að hafa í nesti til þess að trygg ja úthald á 18 holu golfhring. Phill Hunter PGA golfkennari fjallaði um andlega þáttinn, m.a. einbeitingu og vakti athylgi á því að góð einbeiting getur skipt sköpum til að ná árangri í golfi. Hann talaði einnig um mikilvægi upphitunar fyrir golfhring og kenndi nokkrar upphitunaræfingar. Það er von okkar í félagsstarfsnefnd að félagsstarfið og félagsandinn, haldi áfram að eflast og dafna hjá golfklúbbnum Oddi. F.h. félagsstarfsnefndar, Ágústa Arna Grétarsdóttir


31



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.