ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 87

Verslun og þjónusta | 89

Skemmtigarðurinn í Smáralind Þann 12. nóvember 2011 urðu mikil tímamót í sögu Smáralindar. Þá var Skemmtigarðurinn opnaður, þar sem áður var Vetrargarðurinn, á tveimur hæðum sem ná yfir 2.000 fermetra. Hann er sá fyrsti og eini sinnar tegundar sem starfræktur er hérlendis en þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki sem skapa mikla skemmtun og taumlausa gleði fyrir alla aldurshópa. Neðri hæðin býður upp á afþreyingu sem höfðar vel til fjölskyldufólks ásamt t.d. vina-, vinnustaða- og bekkjahópum. Efri hæðin er ætluð fyrir eldri aldurshópa þar sem m.a. er boðið upp á lasertag, billardborð og pílukast. Þar er jafnframt staðsettur bar þar sem hægt er að fá sér ýmsa hressingu. Skemmtigarðurinn er einnig kjörinn vettvangur til að halda afmælisveislur og hefur sá kostur notið mikilla vinsælda að undanförnu.

Mikill fjöldi gesta heimsótti Smáralind á 10 ára afmælishátíð sem haldin var dagana 6.-11. október 2011.

Upplýsingar um starfsemi Smáralindar má finna á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar, www.smaralind.is. Þar má jafnframt skrá sig á póstlista, fyrir þá sem vilja fylgjast með tilkynningum um tilboðsdaga og ýmsar uppákomur sem eiga sér stað í húsinu

Smáralind er hönnuð þannig að birta flæði vel um húsið og göngugatan njóti sín þar sem vítt er til veggja.

Smárabíó Smárabíó er eitt glæsilegasta kvikmyndahús landsins. Innan þess rúmast fimm salir sem í heildina taka um 1.000 manns í sæti. Þar af er einn Lúxussalur með djúpum, stillanlegum leðursætum og er bilið á milli sætaraðanna um tveir metrar. Við hönnun allra sala Smárabíós er miðað við að áhorfendur njóti hverrar sýningar út í ystu æsar. Allar kvikmyndir eru sýndar í stafrænni háskerpu sem varpað er á risavaxin sýningartjöld sem tengd eru við bestu hljóðkerfi sem völ er á. Að auki er hönnun salanna með þeim hætti að sérhönnuð gæðasætin raðast þannig upp að útsýni er ávallt gott og bíógestir skyggja ekki hver á annan. Því er ferð í Smárbíó alltaf þægileg upplifun, enda um að ræða eitt vinsælasta kvikmyndahús landsins. Allir salir Smárabíós nýtast einnig til funda og ráðstefnuhalda. Fyrirliggjandi er nauðsynlegur útbúnaður, tæki og tengingar auk þess sem ljósabúnaður er í fremstu röð.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.