ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 8

10 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

seðlabanki íslands www.sedlabanki.is

S

eðlabankinn var stofnaður árið 1961, en áður hafði seðlabankastarfsemi verið hluti af starfsemi Landsbanka Íslands um nokkurra áratuga skeið. Reyndar má rekja einhvers konar seðlabankastarfsemi hér á landi allt aftur til stofnunar LÍ 1886 er hann fékk heimild til að koma peningum í umferð, en fleiri fjármálastofnanir komu þó við þessa sögu. Fáeinum árum fyrir stofnun Seðlabankans, þ.e. árið 1957, var Landsbanka Íslands skipt upp í tvo hluta og var seðlabankahlutinn annar, en sérstök bankastjórn var sett yfir hvorn hluta. Tilgangurinn með stofnun Seðlabanka Íslands var margþættur, en þó má segja að megin tilgangurinn hafi verið að stuðla að efnahagslegum framförum með því að koma peningaútgáfu fyrir í einni stofnun, en samkvæmt fyrstu lögum bankans átti hann að stuðla að stöðugleika í verðlagsmálum jafnt sem fullri nýtingu framleiðsluþátta og þar með góðri atvinnu. Bankaeftirlit var hluti af starfsemi bankans fyrstu áratugina. Starfsemi og starfsumhverfi bankans hafa tekið verulegum breytingum á þeirri hálfu öld sem hann hefur starfað. Þegar bankinn var stofnaður tók efnahagslífið mjög mið af þeim ákvörðunum sem mótuðust á haftaskeiði eftirstríðsáranna, en smám saman jókst frjáls markaðsstarfsemi í efnahagslífi og fjármálum. Þannig fengu bankar frelsi til að setja eigin vexti með nýjum lögum árið 1986 í stað þess að Seðlabankinn tæki ákvarðanir um vextina. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu var tekið upp frjálst flæði fjármagns á milli landa, en gengi krónunnar var ákveðið á markaði frá árinu 1993 í stað þess að það væri stjórnvaldsákvörðun. Segja má að þessi markaðs- og frjálsræðisþróun hafi náð ákveðnu hámarki á árunum áður en fjármálakerfið hrundi með eftirminnilegum hætti haustið 2008. Smám saman gerðist það hér á landi eins og víða annars staðar að markmið með starfsemi bankans þrengdust, þannig að í stað þess að hann ætti að stuðla bæði að stöðugleika í verðlagi og fullri atvinnu þá voru markmiðin miðuð við það grunnhlutverk að gefa út peninga og stuðla að stöðugu verðgildi þeirra, þ.e. að stuðla að stöðugleika í verðlagi. Um tíma var reynt að ná þessu markmiði m.a. með því að ná fram stöðugleika í gengi krónunnar sem leið að stöðugu verðlagi. Árið 2001 var fest í lög að meginmarkmið Seðlabanka Íslands væri að stuðla að stöðugu verðlagi og með sérstöku samkomulagi Seðlabankans og ríkisstjórnar var verðbólgumarkmið gert að meginstefnu í peningamálum, en það fólst í því að stefnt skyldi að því að verðbólga yrði sem næst tveimur og hálfu prósenti á 12 mánaða tímabili. Því markmiði var fylgt þar til fjármálahrunið reið yfir veturinn 2008 til 2009. Þá var aftur um tíma reynt að stuðla að stöðugu gengi, m.a. með stuðningi hafta á gjaldeyrishreyfingar. Um þessar mundir er unnið að losun gjaldeyrishafta og verðbólgumarkmiðið hefur fengið meira vægi á ný eftir því sem áhrif fjármálakreppunnar minnka.

Eigendur og stjórnendur Svo sem fram kemur í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er bankinn í eigu íslenska ríkisins. Yfirstjórn hans er í höndum ráðherra og bankaráðs eins og mælt er fyrir um í lögunum. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd sem í sitja fimm meðlimir, en stjórn bankans er að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra. Bankastjóri er Már Guðmundsson og aðstoðarbankastjóri


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.