ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 71

Lögmenn og endurskoðendur | 73

Móttaka höfuðstöðva Deloitte. Skrifstofur Deloitte eru einstaklega glæsilegar og henta starfseminni vel.

Starfsemin Deloitte er með starfsemi um allt land. Deloitte er með aðalskrifstofu að Smáratorgi 3 í Kópavogi en rekur skrifstofur og starfsstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðabyggð, Grundarfirði, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ og Vestmannaeyjum. Að auki eru samstarfsfyrirtæki á Bolungarvík, Ísafirði og Stykkishólmi. Starfsmannafjöldi skiptist nú þannig upp að um 163 starfsmenn eru á aðalskrifstofu í Kópavogi en um 37 starfsmenn víðsvegar um landið.

Eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sínu sviði Deloitte er annað af tveimur stærstu fyrirtækjum heims á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Um 195.000 manns starfa hjá fyrirtækinu í yfir 150 löndum um allan heim. Þjónusta fyrirtækisins felst aðallega í endurskoðun og ráðgjöf á sviði skattamála og stjórnunar. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru fjölþjóðafyrirtæki, alþjóðleg stórfyrirtæki, ríkisfyrirtæki og stofnanir auk tuga þúsunda af smáum fyrirtækjum í örum vexti. Deloitte ehf. er aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited. Aðildin veitir félaginu aðgang að miklum upplýsingum og hefur aukið þekkingu og hæfni starfsmanna. Með aðildinni eru lagðar skyldur á félagið um að uppfylla fjölmargar kröfur um gæði veittrar þjónustu og öguð vinnubrögð. Allt þetta leiðir til þess að félagið getur veitt viðskiptavinum sínum meiri og betri þjónustu en ella.

Þjónusta Deloitte Deloitte kappkostar að veita trausta og góða þjónustu meðal annars á eftirfarandi sviðum: • Endurskoðun • Innri endurskoðun • Reikningsskil • Skattaráðgjöf • Lögfræðiráðgjöf • Fjármálaráðgjöf

Starfsmannafélag Í Deloitte er starfrækt starfsmannafélag sem heitir STÚSS. Það er mjög öflugt og stendur fyrir m.a. golfmóti, afmæliskaffi, óvissuferð, verklokagleði og þorrablóti.

Þjálfun og endurmenntun Til að tryggja gæði þeirrar vinnu sem Deloitte innir af hendi er lögð mikil áhersla á þjálfun og endurmenntun starfsmanna og þjálfun endurskoðunarnema. Formleg námskeið eru haldin fyrir starfsfólk í samræmi við kröfur þess starfs sem hver og einn gegnir. Hver starfsmaður á endurskoðunarsviði þarf að uppfylla staðal fyrir þjálfun, sem kveður á um 40 klst. formlega þjálfun á ári eða í það minnsta 120 klst. yfir þriggja ára tímabil.

Höfuðstöðvar Deloitte ehf. eru á 5 hæðum í Turninum við Smáratorg í Kópavogi.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.