ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 61

Fjármálaþjónusta | 63

Sögulegur stjórnarfundur Stafa 2012. Þá varð jöfn kynjaskipting í stjórn i fyrsta sinn í sögu sjóðsins. Frá vinsti: Viðar Örn Traustason, Guðmundur Gunnarsson, Jakob Tryggvason, Anna Guðný Aradóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Anna María Antonsdóttir (sat fundinn sem varamaður Davíðs Hafsteinssonar).

Skipulag Stafa Stafir lífeyrissjóður starfar í tveimur aðskildum deildum. Samtryggingardeild tekur við lögboðnum eða samningsbundnum iðgjöldum sjóðfélaga en séreignardeild tekur við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði og ávaxtar hann í samræmi við samning þar að lútandi við hvern og einn rétthafa. Samtryggingardeild greiðir sjóðfélögum eftirlaunalífeyri frá 60 ára aldri eða eftir því sem þeir kjósa sjálfir. Þeir sem verða fyrir orkutapi fá greiddan örorkulífeyri að uppfylltum tilteknum skilyrðum og sama á við um maka- og barnalífeyri. Frá aðalfundi Stafa 2012. Sjóðfélögum standa til boða lán á hagstæðum kjörum og lánað er til allt að 40 ára. Um er að ræða verðtryggð lán miðað við vísitölu neysluverðs, með veði í íbúðarhúsnæði. Stafir eru langtímafjárfestir sem á hlut í mörgum félögum og sjóðum. Eignaflokkarnir eru að mestu í formi ýmissa hluta- og skuldabréfa. Fjárfestingar miðast við að ná eins góðri ávöxtun og hægt er að teknu tilliti til áhættu.

Samskipta- og siðareglur Fljótlega eftir að Stafir lífeyrissjóður hóf starfsemi sína var rætt um að rétt væri að setja honum siðareglur. Með því móti væri starfsmönnum gerð grein fyrir þeim leikreglum sem giltu gagnvart viðskiptavinum og þeir gætu tekið mið af þeim. Reglurnar voru útbúnar síðari hluta árs 2007 og kynntar fyrir stjórn sjóðsins í október sama ár. Stafir voru á undan flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum landsins að innleiða samskiptaog siðareglur. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 tóku flestir lífeyrissjóðir upp slíkar reglur og höfðu þá oftar en ekki reglur Stafa til hliðsjónar. Samskipta- og siðareglurnar eru endurskoðaðar reglulega. Núgildandi reglur voru samþykktar 30. júní 2009.

Málþing í anda þjóðfundar. Stafir lífeyrissjóður ákvað að efna til málþings sjóðfélaga í febrúar 2011 í anda þjóðfundarins í Laugardalshöll 6. nóvember 2010. Fundarmenn skiptust í hópa, kusu sér umræðustjóra og völdu sjálfir umræðuefni varðandi Stafi og lífeyrissjóðakerfið yfirleitt. Hugmyndir, tillögur og ábendingar voru síðan settar á blað handa ráðamönnum sjóðsins að vinna úr. Þetta tókst vel og umræður voru bæði líflegar og óþvingaðar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.