ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 44

46 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Afl – Sparisjóður

S

www.sps.is – www.spsk.is

parisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi peningastofnun landsins, stofnaður 1873. Meðal aðal hvatamanna að stofnun hans voru Snorri Pálsson og fór hann í fylkingarbrjósti. Hinir voru séra Jón Auðunn Blöndal, þá verslunarstjóri í Grafarósi, Sveinn Sveinsson, bóndi í Haganesi, Einar Baldvin Guðmundsson, bóndi á Hraunum í Fljótum, Páll Þorvaldsson, bóndi á Dalabæ, Jón Jónsson, bóndi á Siglunesi, og að endingu tveir heimamenn aðrir, Jóhann Jónsson, bóndi og hreppstjóri, búandi í Höfn, og séra Tómas Bjarnarson, þáverandi sóknarprestur. Á Siglufirði hafa lengst af starfað tveir bankar, Sparisjóðurinn og Útvegsbankinn, sem síðar varð Íslandsbanki og Glitnir. AFL-Sparisjóður á Siglufirði.

Sparisjóðurinn var að mestu í eigu heimamanna þar til árið 2002 að Sparisjóður Mýrasýslu keypti allt stofnfé sjóðsins. Rekstur Sparisjóðsins hafði þá verið þungur um nokkurt skeið. Með innkomu Sparisjóðs Mýrasýslu sem stofnfjáreiganda urðu straumhvörf í rekstri Sparisjóðs Siglufjarðar til batnaðar. Árið 2006 var merkisár í sögu Sparisjóðs Siglufjarðar, en þá keypti Sparisjóðurinn afgreiðslu Glitnis á Siglufirði og ári síðar sameinaðist hann Sparisjóði Skagafjarðar, 1. janúar 2007. Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður hét Sparisjóður Hólahrepps, var stofnaður í Kolbeinsdal árið 1907. Sjóðurinn var lengstum með aðsetur sitt í Hjaltadalnum, einkum á Hólum og á Hofi. Árið 2000 var starfsemin flutt til Sauðárkróks, en í kjölfar þess var gerður samningur við Íbúðalánasjóð um innheimtu fasteignalána ÍLS. Þótti eðlilegt að breyta nafni Sparisjóðs Hólahrepps í Sparisjóð Skagafjarðar og var það gert árið 2004 um leið og stofnfé í sjóðnum var aukið.

Afgreiðslan á Sauðárkróki.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.