ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 42

44 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

mp banki

S

www.mp.is

tarfsemi og rekstur. MP banki veitir minni og meðalstórum fyrirtæki úrvalsþjónustu og góð kjör ásamt því að veita einstaklingum í atvinnulífinu heildarbankaþjónustu. Bankinn veitir jafnframt fyrirtækjum, fjárfestum og efnameiri einstaklingum alhliða þjónustu á sviði fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringar. Velferð bankans byggir á traustu sambandi við viðskiptavini hans og þekkingu og færni bankans við að stuðla að vexti þeirra og velgengni.

Sérstaða • • •

MP banki er eini bankinn sem sérhæfir sig í þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. MP banki er eini sjálfstæði viðskiptabanki landsins sem hefur verið endurskipulagður og endurfjármagnaður án aðkomu ríkisins. MP banki er eini bankinn sem er að fullu í eigu einkaaðila s.s. lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga.

Sagan í stuttu máli MP banki hf. var stofnaður árið 1999 og hét þá MP Verðbréf. Árið 2003 fékk bankinn fjárfestingabankaleyfi og bauð þá alhliða fjárfestingabankaþjónustu. MP banki fékk fullt viðskiptabankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreignarsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Fyrsta útibú MP banka var opnað 11. maí 2009 í Borgartúni 26. Í apríl 2011 lögðu yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar MP banka til 5,5ma í nýtt hlutafé og ný stjórn tók við. Sama ár keypti bankinn Alfa verðbréf og Júpiter rekstrarfélag.

Starfsfólk Um áramótin 2011/2012 störfuðu alls um 90 manns hjá MP banka. Meðalaldur starfsmanna árið 2011 er 42 ár og meðalstarfsreynsla hjá bankanum er 3 ár. Forstjóri er Sigurður Atli Jónsson og formaður stjórnar er Þorsteinn Pálsson.

Svið bankans Viðskiptabanki Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.

Viðskiptabankasvið MP banka sérhæfir sig í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki og veitir þeim úrvalsþjónustu og góð kjör ásamt því að veita einstaklingum í atvinnulífinu heildarbankaþjónustu. Í Ármúla 13a starfar hópur sérhæfðra viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði. Útibú í Borgartúni 26 veitir gjaldkeraafgreiðslu og alla almenna bankaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja eftir þörfum. Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs er Ólafur Haraldsson.

Fjárfestingabanki Innan fjárfestingabanka eru fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskipti og lánasvið. Á fjárfestingabankasviði fá fyrirtæki, stofnanir og sjóðir úrvals þjónustu þar sem lögð er áhersla á frumkvæði að lausnum með viðskiptavini. • Fyrirtækjaráðgjöf sinnir ráðgjöf um samruna og yfirtökur, öflun fjármagns og sölu eigna. Starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar eru reynslumiklir og hafa mikla þekkingu á innlendum fyrirtækjamarkaði.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.